Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2010
5.11.2010 | 02:25
Skoðum aðeins hagspá Seðlabanka Íslands! Er þessi spá Seðlabanka pöntuð niðurstaða?
Gott fólk - ég sé ekki betur en að Seðlabankinn sé að reikna sig upp í hagvöxt!
Þá á ég við, að menn gefi sér fyrst cirka hvaða hagvaxtartölur þeir vilja sjá, og síðan séu forsendur aðlagaðar að þeirri fyrirfram gefnu forsendu. Hagvöxtur má ekki vera of lítill, vegna þess að ríkisstjórnin reiknar með með góðum hagvexti í fjárlagafrumvarpinu. Annars ganga reikniforsendur frumvarpsins ekki upp. Það gengur ekki, þegar ríkisstjórnin er enn í miðjum klíðum að berjast fyrir því að frumvarpið komist í gegnum Alþingi.
- Vandi Seðlabankans er að hann hefur neyðst til að hætta við að gera ráð fyrir risaálveri á næsta ári í Helguvík, vegna þess að þ.e. næsta öruggt að borin von er að af þeim framkvæmdum verði á næsta ári.
- Nú, hann færir þá þær framkvæmdir aftur um ár, til 2012 - annað sinn sem hann frestar þeim framkv. um ár.
- OK, en þá þarf eitthvað að koma á móti, ef það á að vera nægilega stór hagvöxtur til að viðmið fjárlaga standist.
Niðurstaðan virðist vera að, reikna sig upp í a.m.k. 2% hagvöxt, með því að hífa upp einkaneyslu sbr. fyrri spá Seðlabanka - sem þó þá átti að vera drifin af umtalsverðu leiti af stórframkvæmdunum sem nú detta út -, síðan aukning innlendrar fjárfestingar stillt af svo hún dugi til.
Takið eftir að lækkun áætlaðs hagvaxtar frá spá sem gerir ráð fyrir risaálveri 2,4% og spá sem gerir ekki ráð fyrir því 2,1% er einungis 0,3%. Það finnst mér lítil lækkun, þ.s. í fyrri spá var risaálverið megin drifkraftur hagvaxtar. Þá meina ég það lítil lækkun, að það standist ekki!
Seðlabankinn er búinn að finna nýjan drifkraft fyrir hagvöxt næsta árs og ára:
- "Samkvæmt spánni verður vöxtur einkaneyslu megindrifkraftur hagvaxtar framan af spátímanum,"
- "en þegar líður á hann mun vöxtur fjárfestingar einnig styðja við hagvöxt."
- "Framlag utanríkisviðskipta er hins vegar lítið."
Þetta er þrátt fyrir að milli 60-70% fyrirtækja hafi ósjálfbæra skuldastöðu. Þrátt fyrir að alvarleg skuldastaða almennings, haldi áfram að vinda upp á sig - sbr. 38.000 manns tóku út einkalýfeyrissparnað sem ekki hefur verið gert af annarri ástæðu en brýnni nauðsyn, 51% cirka íbúðaeigenda hafa nýtt sér tímabundnar lækkanir greiðslubyrði sem vart hefur verið gert nema þörf hafi verið á þ.s. þetta þyngir greiðslubyrði seinna, Seðlabankinn sjálfur hefur metið að 24.000 manns þurfi viðbótar aðstoð ofan í þ.s. stjv. hafa fram að þessu veitt.
Hvernig þeir geta stungið upp á þessari lausn, án þess að brosið styrðni á vörum þeirra, er alveg fyrir utan minn skilning!
Ég er ekki einn um þessa skoðun:
Talsmaður Greiningardeildar Arion Banka - Telur hagspá Seðlabankans full bjartsýna
"Þá segir að Seðlabankinn geri ráð fyrir að neysluvöxturinn verði 3,6% strax á næsta ári, sem er nokkuð kröftugur viðsnúningur miðað við að gert er ráð fyrir að kaupmáttur standi í stað og atvinnuleysi verði áfram hátt...Þó á greiningin bágt með að trúa því að forsenda hagvaxtar á næsta ári verði drifin af einkaneyslu."
Hann er varfærinn í tali - en til samanburðar gerir Greiningardeild Arion Banka ráð fyrir eftirfarandi hagvexti á næsta ári - Svartsýnisspá um hagvöxt - "Hagvöxtur á næsta ári verður aðeins um 0,5 prósent, ef spá greiningardeildar Arion banka rætist."
- Í þeirri spá er ekki gert ráð fyrir framkv. í Helguvík.
- Þ.e. auðvitað hugsanlegt að þeirra spá sé ívið í svartsýnni kantinum.
- En, mín tilfinning er að hún sé nær lagi!
Seðlabanki Íslands: Peningamál, 42. rit. 3. nóvember 2010
(Áhugavert að bera saman við gamla færslu: Gömul færsla: 8.11.2009 Snillingarnir í Seðló )
Aðhaldsstig peningastefnunnar..............(%)
Raunvextir miðað við:..............................(27/10)
Ársverðbólgu..............................................2,0
3 mánaða árstíðarleiðrétta verðbólgu.............2,6
Verðbólguvæntingar fyrirtækja til 1 árs..........2,8
Verðbólguvæntingar heimila til 1 árs.............-0,6
Verðbólguálag á fjármálamarkaði til eins árs2..2,6
Verðbólguspá Seðlabankans3........................3,4
Áhættuleiðréttur 3 mánaða vaxtamunur miðað við:
Sögulegt gengisflökt4...................................0,9
Skuldatryggingarálag ríkisins5.......................1,9
Raunveruleg aðhald.....................................5,5%*Segi ég.
Enn einu sinni halda þeir sig við það, sem ég tel rangt, að reikna aðhald vaxtanna skv. raunvaxtaviðmiði:
- Þ.e. ekkert að þessu, ef verðbólgan sem glímt er við, er orsökuð fyrir tilstilli eftirspurnar/fjárfestingar þenslu sem sprottin er innan frá hagkerfinu.
- Þá spyrnir þenslan á móti aðhaldi vaxtanna, og hagkerfið hefur þannig viðspyrnu gegn bremsandi áhrifum vaxtanna á veltu hagkerfisins.
- Í okkar hagkerfi er engin eftirspurnar/fjárfestingar þensla - þvert á móti hefur verið samfelldur samdráttur og það mikill síðan kreppan hófst.
- Að auki er eftirspurn og í dag, nálægt sögulegu lágmarki. Fjárfesting er það einnig.
- Þetta þíðir að hagkerfið hefur ekki haft nokkra viðspyrnu gegn stýrivöxtum Seðlabanka síðan kreppan hófst og botninn datt úr hagkerfinu - og ég stórlega efast um að hagvöxtur sé hafinn nú þegar, svo sennilega er enn engin slík viðspirna til staðar enn.
- Vaxtastefna Seðlabanka hafi því magnað umtalsvert upp samdráttinn sem hefur orðið.
- Takið eftir hve miklu munar um þ.s. Seðlabankinn telur vera aðhald vaxtanna og þ.s. ég segi raunveruleg aðhald þeirra vera.
- Vegna þessa mikla vanmats á aðhaldi vaxtastefnu sinnar - vanmetur Seðlabankinn samdráttaráhri vaxtastefnu sinnar segi ég, sem sé - veldur því að þeir ofmeta líkindi á hagvexti og á sama tíma vanmeta líkindi á samdrætti.
- Þ.s. munurinn sé umtalsverður milli raunverulegs aðhalds og þeirra mats þar um, sé skekkjan í hagspám Seðlabanka umtalsverð að sama skapi.
- Fyrir um ári síðan var þá hina sömu skekkju að finna sbr. Gömul færsla: 8.11.2009 Snillingarnir í Seðló .
Hérna set ég upp þann fremur kröftuga viðsnúning sem Seðlabankamenn, telja nú þegar vera hafinn á 3. ársfjórðungi 2010. Ég verð þó að segja, að ekki verð ég hans var!
Árið 2010..................1. ársfj......2. ársfj......3. ársfj......4. ársfj.
Landsframl................-1,2%........-1,3%.......3,1%........1,2%
Þjóðarútgj.........................-5%...........................2% (Fyrri/seinni árshelmingur)
Fjárfesting.....................-14,5%*.........................6% *Tala Hagst. sem Seðló telur of lága.
Einkaneysla..............................-2,4%...........Seðlab. telur aukningu á seinni helmingi árs.
Hérna er svo spá Seðlabanka fyrir næstu 3. ár:
Landsframleiðsla og helstu undirliðir hennar.....2010.............2011............2012........2013
Einkaneysla...............................................-0,3 (0,5)......3,6 (3,3)......2,3 (3,5)......2,2
Samneysla................................................-1,7 (-3,2)....-2,4 (-3,8)...-2,4 (-2,4).....2,0
Fjármunamyndun.......................................-3,7 (-3,8).....8,3 (24,6)...22,0 (6,3).....12,2
Atvinnuvegafjárfesting..............................-13,6 (15,1)...10,8 (35,6)...26,3 (2,8).....12,0
Fjárfesting í íbúðarhúsnæði.......................-22,1 (-24,3)...24,2 (23,9)..20,4 (26,0)....15,9
Fjárfesting hins opinbera...........................-28,2 (-29,9)..-13,5 (-15,2)..4,5 (4,5).......8,0
Þjóðarútgjöld............................................-1,6 (-0,7).......2,8 (3,7).....4,2 (2,5).......4,0
Útflutningur vöru og þjónustu......................0,4 (-1,2)........0,8 (1,2).....2,0 (1,8).......2,0
Innflutningur vöru og þjónustu....................2,9 (1,3)..........1,8 (3,7).....4,8 (3,5).......3,9
Verg landsframleiðsla................................-2,6 (-1,9).........2,1 (2,4)....2,7 (1,7).......3,0
Hér fyrir neðan tilvitnanir teknar héðan og þaðan út úr Peningamálum:
- "Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að lækka vexti bankans um 0,75 prósentur. Vextir á viðskiptareikningum innlánsstofnana lækka í 4,0% og hámarksvextir á 28 daga innstæðubréfum í 5,25%. Vextir á lánum gegn veði til sjö daga lækka í 5,5% og daglánavextir í 7,0%."
- "Verðbólga minnkaði áfram í september og október, eftir töluverða hjöðnun frá því í mars. Tólf mánaða verðbólga var 3,3% í október, eða 2,6% ef áhrif hærri neysluskatta eru frátalin, sem er við verðbólgumarkmiðið."
- "Slaki í þjóðarbúskapnum, lækkandi verðbólguvæntingar og gengishækkun krónunnar það sem af er ári styðja við áframhaldandi hjöðnun verðbólgu."
- "Miðað við núverandi verðbólgustig er raunvaxtastigið u.þ.b. 1½% en tæplega 3% sé horft til verðbólguvæntinga fyrirtækja og verðbólguvæntinga á skuldabréfamarkaði. Sé hins vegar litið til verðbólguspár Seðlabankans til eins árs eru þeir rúmlega 3½%."
- "Gengi krónunnar hefur haldið áfram að styrkjast eftir því sem liðið hefur á árið og hefur styrkst um 13% gagnvart viðskiptaveginni gengisvísitölu frá áramótum."
- "Hagstæð þróun utanríkisviðskipta og minnkandi verðbólga innanlands hafa ásamt gjaldeyrishöftunum stutt við krónuna"
- "Í viðskiptum sínum við Seðlabankann í kjölfar fjármálakreppunnar hafa viðskiptabankarnir nánast einvörðungu lagt fé inn í Seðlabankann, annað hvort með því að leggja það inn á innlánsreikningasína eða með kaupum á innstæðubréfum með 28 daga bindingu."
- "Frá því að Seðlabankinn hóf útgáfu innstæðubréfa til að sporna við ofgnótt lausafjár í bankakerfinu í október 2009 hafa daglánavextir á millibankamarkaði haldist rétt ofan við vexti sem bankinn býður á lausar innstæður, en þeir vextir mynda neðri mörk vaxtagangs bankans."
- "Þessi þróun endurspeglar að lítil sem engin ásókn hefur verið í daglán eða veðlán bankans og virkni þeirra vaxta á markaðsvexti því afar takmörkuð."
- Peningamagn dregst saman og lítið um ný útlán - Af innstæðum í bankakerfinu
má rekja stóran þátt samdráttarins til innstæðna heimila, en frá áramótum hafa innstæður innlendra aðila lækkað um 90,7 ma.kr. og innlán heimila hafa lækkað um 69,6 ma.kr. sem svarar til rúmlega 9% lækkunar.
- Innlán fyrirtækja hafa minnkað samtals um 4,4 ma.kr. eða sem samsvarar 1,3%. Lækkun innlána flestra atvinnugreina er reyndar nokkru meiri, en sú lækkun er að miklu leyti vegin upp af hækkun innlána þjónustu- og samgöngugeirans. Staða útlána bankakerfisins bendir ekki til þess að útlán hafi aukist í neinum mæli.
- "Útlit er fyrir tiltölulega lítinn vöxt útflutnings vöru og þjónustu frá Íslandi á þessu og næsta ári eða á bilinu ½-1% vöxt, en um 2% vöxt á árunum 2012 og 2013."
- "gerir (hags-)spáin ráð fyrir að vöxtur einkaneyslu og fjárfestingar leiði hagvöxtinn en ekki utanríkisviðskiptin."
- "Fjárfesting líklega vanmetin í bráðabirgðatölum Hagstofu Íslands fyrir annan ársfjórðung...26%...Talið er líklegt (af Seðlabankanum) að samdrátturinn á öðrum ársfjórðungi hafi verið 15%,"
- "Frá útgáfu þjóðhagsreikninga fyrir annan ársfjórðung hafa komið fram upplýsingar, bæði leiðandi vísbendingar um fjárfestingu og upplýsingar um fjárfestingu í orkufrekum iðnaði á fyrri hluta ársins, sem gefa til kynna að fjárfesting á öðrum ársfjórðungi sé vanmetin í tölum Hagstofunnar"
- "samdráttur landsframleiðslunnar á öðrum ársfjórðungi því líklega minni en áður var talið...Hagstofunnar...8,4%..."Samkvæmt ofangreindum vísbendingum um vanmat á fjárfestingu
er talið líklegt (af Seðlabankanum) að samdráttur landsframleiðslunnar á öðrum ársfjórðungi
verði endurskoðaður í 6,9%"
- "Útgreiðslur á séreignarsparnaði á árinu 2009 námu 21,7 ma.kr. eða sem samsvarar 2,8% af ráðstöfunartekjum ársins og 1,4% af landsframleiðslu."
- "Í nýframlögðu fjárlagafrumvarpi er gert ráð fyrir enn frekari heimild til útgreiðslu séreignarsparnaðar. Áætlað er að þessi viðbótarheimild leiði til 10-11 ma.kr. útgreiðslna á árinu 2011. Eftir skatta nemur þessi fjárhæð tæplega prósentu af einkaneyslu næsta árs."
- "Nú er talið að einkaneysla á mann hafi verið um 24,5% minni á árinu 2009 en á árinu 2007."
- "Á sama tíma lækkaði kaupmáttur ráðstöfunartekna á mann um 19,5%."
- "Minni samdráttur ráðstöfunartekna en einkaneyslu þýðir að sparnaður heimilanna hefur aukist."
- "Sennilega er nokkur hluti þessa sparnaðar þvingaður vegna mikillar greiðslubyrði af lánum og takmarkaðra möguleika á nýjum lánum."
- Milli fyrsta og annars fjórðungs þessa árs mældist 2,4% samdráttur (neyslu).
- "Nokkrar af helstu hátíðnivísbendingum um þróun einkaneyslu eins og kortavelta og mælingar á fyrirhuguðum stórkaupum neytenda benda til þess að viðsnúningur verði á síðari hluta ársins og einkaneysla muni taka við sér þótt batinn verði hægur."
- "Í spá Seðlabankans er gert ráð fyrir að einkaneysla aukist hægt á næstu árum og hlutfall hennar verði um 50-52% af landsframleiðslu á spátímanum sem er nokkru lægra en sögulegt meðaltal"
- "Fjármunamyndun dróst saman um 51% á árinu 2009 og var hlutfall hennar af landsframleiðslu 13,9%."
- "Þetta er lægsta hlutfall fjármunamyndunar frá árinu 1945 og tæplega 60% af því sem virðist samrýmast eðlilegri þróun á framleiðslugetu hagkerfisins til lengri tíma."
- Gert er ráð fyrir að hlutfallið lækki enn á þessu ári og verði rúmlega 13% en hækki svo smám saman eftir það."
- "Í spá bankans er nú gert ráð fyrir stækkun á verksmiðju ÍSAL í Straumsvík eins og áður.
- "Gert er ráð fyrir að framkvæmdum við álver í Helguvík og tilheyrandi orkuframkvæmdum seinki um ár"...2012.
- "Þrátt fyrir þetta er gert ráð fyrir að atvinnuvegafjárfesting aukist um tæp 14% á þessu ári
- og um tæp 11% á næsta ári."
- "Gert er ráð fyrir að framkvæmdir vegna álvers í Helguvík fari í fullan gang á árinu 2012 og haldi áfram árið 2013 en meginþungi fjárfestinganna verði á þessum tveimur árum."
- "Gert er ráð fyrir að fjárfesting í íbúðarhúsnæði nemi 2,1% af landsframleiðslu
á þessu ári...Spáð hlutfall íbúðarfjárfestingar af landsframleiðslu á þessu ári er lægra en það sem áður hefur mælst en hlutfallið hefur oftast verið á bilinu 4-5%."
- "Fjárfesting hins opinbera dróst saman um 32% á árinu 2009. Gert er ráð fyrir að hún dragist saman um 28% á þessu ári og um 14% á næsta ári en aukist á árunum 2012 og 2013."
- "Gangi þessi spá eftir verður hlutfall fjárfestingar hins opinbera af landsframleiðslu lægst á
árunum 2011 og 2012 eða um 2,1%. Til samanburðar var hlutfall fjárfestingar hins opinbera af landsframleiðslu um 4% á tímabilinu 1990-2008."
- "gert ráð fyrir tæplega 4% samdrætti fjárfestingar í heild 2010 en rúmlega 8% aukningu á
næsta ári."
- "Samkvæmt tölum Hagstofunnar fyrir fyrri hluta ársins dróst fjárfestingin saman um
14,5% miðað við sama tíma árið 2009." - "Fjárfesting á síðari hluta ársins þarf því að aukast um 6% miðað við árið í fyrra til að spá um 4% samdrátt gangi eftir."
- "Eins og áður hefur komið fram er talið að fjárfesting á öðrum ársfjórðungi verði endurskoðuð upp á við."
- "Ef miðað er við áætlun Seðlabankans um fjárfestingu á öðrum fjórðungi ársins nægir að fjármunamyndun á síðari hluta ársins verði sú sama og í fyrra."
- "Það styrkir þá skoðun að fjárfesting sé aftur farin að aukast að töluverð aukning hefur verið í innflutningi fjárfestingarvara."
- "Önnur vísbending um að atvinnuvegafjárfesting sé að vaxa er að í könnun Capacent Gallup um stöðu og framtíðarhorfur 400 stærstu fyrirtækjanna frá því í september kemur fram að heildarútgjöld til fjárfestingar muni aukast um 1,6% á þessu ári."
- "Án ál- og orkufyrirtækja er áætluð aukning fjárfestingar 3,5% á þessu ári."
- "Samkvæmt tölum Hagstofunnar dróst árstíðarleiðrétt landsframleiðsla saman um 0,3% milli ársfjórðunga á fjórða fjórðungi síðasta árs
- og um 1,2% til viðbótar á fyrsta fjórðungi þessa árs.
- Mat Seðlabankans fyrir annan ársfjórðung er að landsframleiðslan hafi dregist saman um
1,3% til viðbótar. - Samkvæmt spá bankans tók árstíðarleiðrétt landsframleiðsla að vaxa á ný á þriðja ársfjórðungi eða um 3,1% milli ársfjórðunga
- og áætlað er að hún vaxi um 1,2% á síðasta fjórðungi ársins.
- Samkvæmt spánni lauk því tveggja og hálfs árs samdráttarskeiði um mitt þetta ár."
- "Í spá bankans er gert ráð fyrir að þjóðarútgjöld minnki um 1½% á þessu ári.
- Til þess að það gangi eftir þurfa þjóðarútgjöld að aukast um tæp 2% á síðari hluta ársins miðað við sama tíma í fyrra
- en áætlanir Seðlabankans benda til þess að þjóðarútgjöld hafi dregist saman um tæp 5% á fyrri hluta ársins.
- Gert er ráð fyrir tæplega 3% vexti þjóðarútgjalda á næsta ári og um 4% vexti á ári árin 2012 og 2013."
- "Svipaða sögu er að segja um landsframleiðsluna en nú er gert ráð fyrir 2½% samdrætti í ár í stað tæplega 2% samdráttar í síðustu spá.
- Til þess að sú spá gangi eftir þarf hagvöxtur á síðari hluta ársins að vera rúmlega 2%
- en á fyrri hluta ársins gerir áætlun Seðlabankans ráð fyrir tæplega 7% samdrætti.
- Spáð er að hagvöxtur næsta árs verði um 2% í stað 2½% í ágústspánni.
- Fyrir árin 2012 og 2013 er gert ráð fyrir u.þ.b. 3% hagvexti á ári, sem er heldur meira en spáð var í ágúst."
- "Þegar framlag einstakra þátta ráðstöfunaruppgjörsins til hagvaxtarins samkvæmt spánni er skoðað sést að það er fyrst og fremst vöxtur einkaneyslu og fjárfestingar sem ber uppi hagvöxtinn á spátímanum
- en framlag utanríkisviðskiptanna er neikvætt vegna meiri vaxtar innflutnings en útflutnings."
- "Þótt gert sé ráð fyrir nokkrum vexti útflutnings á öðrum vörum en afurðum sjávarútvegs og stóriðju og einnig nokkrum vexti í þjónustuútflutningi vegur hefðbundinn útflutningur sjávarafurða og áls svo þungt að samdráttur í útflutningi sjávarafurða og stöðnun í útflutningi áls leiðir til þess að útflutningur í heild vex mjög lítið á spátímanum"
- "Seðlabankinn spáir að framleiðsluslakinn í hagkerfinu verði um 4,5% á þessu ári."
- "Þetta er mikill viðsnúningur frá árinu 2008 þegar framleiðsluspennan mældist um 3%. Á þessu tímabili hefur landsframleiðslan minnkað um 9% en framleiðslugetan er talin hafa minnkað
um 4%."
- "Þrátt fyrir að spáð sé hægum hagvexti á næstu árum er gert ráð fyrir að framleiðsluslakinn minnki tiltölulega hratt og verði horfinn um mitt ár 2013."
- Breyting á atvinnuleysisbótarétti hefur dregið úr skráðu atvinnuleysi Atvinnuleysi, eins og það er skráð hjá Vinnumálastofnun, var svipað á þriðja ársfjórðungi í ár og það var á sama ársfjórðungi í fyrra og nam 7,3%. Sé tekið tillit til breytinga sem orðið hafa á aðferðum við útreikning atvinnuleysis og breytingum á atvinnuleysisbótarétti, sem áætlað er að hafi í för með sér að atvinnuleysi mælist um ½-1 prósentu minna en ella í ár, var atvinnuleysi á fjórðungnum heldur meira en það var í fyrra.
- "Niðurstöður könnunarinnar (Capacent Gallup) benda til að vinnumarkaðurinn eigi enn eftir að veikjast nokkuð þar sem um 10% fleiri fyrirtæki vilja fækka starfsfólki en fjölga þeim næstu sex mánuði."
- "Samkvæmt mannfjöldaspá Hagstofunnar er talið að um 4.000 fleiri muni flytja frá landinu í ár en til þess og um 2.000 á næsta ári"
- "Í spánni er því gert ráð fyrir að atvinnuleysi aukist nokkuð á haust- og vetrarmánuðum og
- verði hæst 8,7% á fyrsta fjórðungi næsta árs, en
- minnki smám saman eftir því sem efnahagsumsvif aukast á ný og
- verði komið niður í um 3% í lok árs 2013."
- "Á fyrri hluta ársins 2010 var afgangur á vöru- og þjónustuviðskiptum að verðmæti 74,5 ma.kr."
- "Án tillits til þáttatekna var viðskiptajöfnuðurinn jákvæður um 21,4 ma.kr. eða 2,9% af
vergri landsframleiðslu á fyrri hluta ársins."
- "Hins vegar er áætlað að afgangur verði á viðskiptajöfnuðinum, ef leiðrétt er fyrir innlánsstofnunum í slitameðferð, og hann verði 2,8% á árinu 2011 en
- lækki í 1,3% á árinu 2012.
- Á árinu 2013 er gert ráð fyrir að viðskiptajöfnuður án innlánsstofnana í slitameðferð verði aftur neikvæður um 0,7% af landsframleiðslu þar sem afgangur af vöru- og þjónustuviðskiptum minnkar á sama tíma og þáttatekjuhallinn eykst."
- "Samdráttur í innflutningi náði hámarki um mitt ár 2009 og lauk í byrjun ársins 2010."
- "Frá því í mars og fram í september sl. hefur innflutningur aukist um rúm 15% að meðaltali á mánuði milli ára, mælt á föstu gengi."
- "Verðmæti útflutnings hefur farið vaxandi frá því í byrjun árs, að febrúarmánuði undanskildum, og var rúmlega 14% hærra á fyrstu níu mánuðum ársins en á sama tíma fyrir ári."
- "gert ráð fyrir að útflutningsverðmæti vöru og þjónustu verði aðeins meira en í síðustu spá og að afgangur af vöru- og þjónustujöfnuði nái hámarki á þessu ári í um 9½% af vergri landsframleiðslu en minnki svo jafnt og þétt yfir spátímann þegar innflutningur eykst í kjölfar aukinnar
innlendrar eftirspurnar."
Niðurstaða
Sá grunur læðist að mér, að niðurstaða Seðlabankamanna eins og hún er kynnt, sé pöntuð niðurstaða og ekki raunverulega í takt við þ.s. eðlilegt sé að gera ráð fyrir, miðað við þá forsendu að ekki verði af framkvæmdum við risaálver.
Kv.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)
Greining Arion banka virðist vera að marka sér sín eigin spor. Nýverið kom hún fram með hagspá fyrir næsta ár þ.s. hún spáði: "24.9.2010 Hagvöxtur á næsta ári verður aðeins um 0,5 prósent, ef spá greiningardeildar Arion banka rætist."
Nú ryðst greiningardeild Arion banka fram á ný, og segir landsþjóð að kreppan verði dýpri og lengri en Seðlabankinn reiknaði með - að ekkert bendi til þess að spá Seðlabankans um upphaf hagvaxtar á öðrum ársfjórðungi þessa árs komi til með að rætast.
Þetta segir í Markaðspunkti greiningardeildar Arion banka: Af öllum sólarmerkjum að dæma mun lægðin í efnahagslífinu verða dýpri og lengri en Seðlabankinn reiknaði með fyrir fáeinum mánuðum. Svo virðist sem bæði einkaneysla og fjárfesting verði veik áfram og flestar vísbendingar fyrir seinni helming þessa árs benda niður s.s. hvað varðar veltu í smásöluverslun, væntingar almennings og atvinnuleysi.
Segir að allt bendi till þess að hagvaxtarspá seðlabankans verði lækkuð í næstu Peningamálum sem koma út 3. nóvember næstkomandi. Jafnframt liggur því fyrir að töluvert rúm er fyrir frekari vaxtalækkanir og raunar má nú fella dóm um að það hafi verið mistök hjá Seðlabankanum að hafa ekki lækkað vexti hraðar miðað við hvað samdrátturinn virðist ætla að vera mikill.
Fyrir mér er þetta alls ekkert nýtt!
Ég áttaði mig á því haustið 2009 að spár Seðlabanka væru of bjartsýnar.
Gömul færsla: 8.11.2009 Snillingarnir í Seðló
Þá settu þeir upp þessa töflu þ.s. þeir sýndu dæmi um hvernig þeir hugsa sér áhrif stýrivaxtastefnu sinnar.
Innlánsvextir Seðlabankans......................................9.5
Aðhaldsstig peningastefnunnar m.v.
12 mán. verðbólgu núna.........................................-0.2
3 mán. árshraða árstíðarleiðréttrar verðbólgu..............0.2
Verðbólguspá Seðlabankans1....................................2.5
Verðbólguvæntingar fyrirtækja yfi r næsta ár...............5.5
Verðbólguvæntingar heimila yfi r næsta ár.................-0.5
Verðbólguvæntingar á fjármálamarkaði til eins árs2......4.5
- Það á sér nefnilega sér stað tiltekin ranghugsun í Seðlabankanum.
- Þeir telja það gefa rétta mynd af aðhaldsstigi vaxtanna, að miða við raunstýrivexti.
- Það væri allt í himna lagi að nota það viðmið, ef verðbólgan sem við erum að glýma við, hefði þensluspennu sem orsakasamhengi.
- Þ.e. einmitt málið - verðbólga er ekki öll eins.
- Verðbólgan sem við höfum verið að glíma við, síðan krónan féll við hrunið, er eingöngu komin til vegna þessa gengishraps.
- Punkturinn er, þá er ekki rétt að segja að gera eins og þeir setja það upp í gömlu töflunni þegar vextir Seðló voru 9,5 að þá hafi aðahaldsstigið verið frá engu upp í kringum 5%, heldur var það þá 9,5%.
Þetta er þ.s. Seðlabankinn þ.e. starfsmenn hanns, virðast ekki geta skilið - að þegar verðbólga er ekki kominn til vegna þensluþrýstings innan frá hagkerfinu, sem þá skapar mótþrýsting gagnvart vöxtunum.
Þá hefur hagkerfið fyrir bragðið ekkert mótstöðuafl gegn vöxtunum - heldur þvert ofan í þ.s. þeir virðast halda og halda að því best verður séð enn, - koma vextirnir fram af fullum þunga.
Fyrir bragðið sá ég þá og hef vitað síðan, að Seðlabankinn er stórfellt að vanmeta neikvæð áhrif vaxtastefnu sinnar á hagkerfið og þannig á getu þess til hagvaxtar.
Þess vegna, haga spár hans "consistently" verið að ofmeta líklegan hagvöxt og á sama tíma að vanmeta líklegan samdrátt.
Þess vegna er hagspá hans röng - hefur alltaf verið - og þ.e. nú loksins að koma endanlega fram.
Þetta allt sá ég í nóvember 2009 og hef æ síðan, tekið góðan "discount" á þeirra spár.
Niðurstaða
Það er auðvitað mikið vandamál, að búa við það að það stjórnvald sem á að veita ríkisstjórn trúverðugar spár, sem síðan ríkisstjórnin geti haft sem grundvöll sinna væntinga - skuli vera svona frámunalega lélegur pappír.
Þetta eitt og sér gerir stjv. lífið mjög leitt, þegar þau leitast við að stýra hlutum farsællega.
Þ.e. reyndar ein grunnforsenda hagstjórnar að upplýsingar séu réttar.
Því miður, er því ekki að treysta hérlendis - og maður neyðist til að skoða tölur t.d. AGS þ.s. þær virðast einfaldlega betri, á sama tíma að um tölur okkar stjórnkerfis virðist það gilda að mjög erfitt er að vita að hvaða marki þeim er treystandi.
Kv.
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
- Rússland getur hugsanlega haldið fram Úkraínustríði, allt að ...
- Rússland ætlar að hætta stuðningi við uppreisnarmenn í Súdan ...
- Gríðarlega mikilvægt að Úkraína fær bráðnauðsynlega hernaðara...
Nýjustu athugasemdir
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al...: Margar þjóðir eru tibúnar að hjálpa til við uppbygginguna en sú... 9.12.2024
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al...: Grímur Kjartansson , Sýrland er efnahagslega rjúkandi rúst - ei... 9.12.2024
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al...: Mér skilst að al-Jilani hafi keypt sér liðveislu USA með því a... 9.12.2024
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerl...: Ásgrímur Hartmannsson , grímur -- Viðreisn er hægri flokkur. Ha... 8.12.2024
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.12.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 31
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 28
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar