Lægðin í efnahagslífinu mun verða dýpri og lengri en Seðlabankinn reiknaði með!

Greining Arion banka virðist vera að marka sér sín eigin spor. Nýverið kom hún fram með hagspá fyrir næsta ár þ.s. hún spáði: "24.9.2010 Hagvöxtur á næsta ári verður aðeins um 0,5 prósent, ef spá greiningardeildar Arion banka rætist."

Nú ryðst greiningardeild Arion banka fram á ný, og segir landsþjóð að kreppan verði dýpri og lengri en Seðlabankinn reiknaði með - að ekkert bendi til þess að spá Seðlabankans um upphaf hagvaxtar á öðrum ársfjórðungi þessa árs komi til með að rætast.

 
 

 

Þetta segir í Markaðspunkti greiningardeildar Arion banka: Af öllum sólarmerkjum að dæma mun lægðin í efnahagslífinu verða dýpri og lengri en Seðlabankinn reiknaði með fyrir fáeinum mánuðum. Svo virðist sem  bæði einkaneysla og fjárfesting verði veik áfram og flestar vísbendingar fyrir seinni helming þessa árs benda niður – s.s. hvað varðar veltu í smásöluverslun, væntingar almennings og atvinnuleysi.

Segir að allt bendi till þess að hagvaxtarspá seðlabankans verði lækkuð í næstu Peningamálum sem koma út 3. nóvember næstkomandi. „Jafnframt liggur því fyrir að töluvert rúm er fyrir frekari vaxtalækkanir og raunar má nú fella dóm um að það hafi verið mistök hjá Seðlabankanum að hafa ekki lækkað vexti hraðar miðað við hvað samdrátturinn virðist ætla að vera mikill.“

 

Fyrir mér er þetta alls ekkert nýtt!

Ég áttaði mig á því haustið 2009 að spár Seðlabanka væru of bjartsýnar.

Gömul færsla: 8.11.2009 Snillingarnir í Seðló

Þá settu þeir upp þessa töflu þ.s. þeir sýndu dæmi um hvernig þeir hugsa sér áhrif stýrivaxtastefnu sinnar.

Innlánsvextir Seðlabankans......................................9.5
Aðhaldsstig peningastefnunnar m.v.
12 mán. verðbólgu núna.........................................-0.2
3 mán. árshraða árstíðarleiðréttrar verðbólgu..............0.2
Verðbólguspá Seðlabankans1....................................2.5
Verðbólguvæntingar fyrirtækja yfi r næsta ár...............5.5
Verðbólguvæntingar heimila yfi r næsta ár.................-0.5
Verðbólguvæntingar á fjármálamarkaði til eins árs2......4.5

 

  • Það á sér nefnilega sér stað tiltekin ranghugsun í Seðlabankanum.
  • Þeir telja það gefa rétta mynd af aðhaldsstigi vaxtanna, að miða við raunstýrivexti.
  • Það væri allt í himna lagi að nota það viðmið, ef verðbólgan sem við erum að glýma við, hefði þensluspennu sem orsakasamhengi.
  • Þ.e. einmitt málið - verðbólga er ekki öll eins.
  • Verðbólgan sem við höfum verið að glíma við, síðan krónan féll við hrunið, er eingöngu komin til vegna þessa gengishraps.
  • Punkturinn er, þá er ekki rétt að segja að gera eins og þeir setja það upp í gömlu töflunni þegar vextir Seðló voru 9,5 að þá hafi aðahaldsstigið verið frá engu upp í kringum 5%, heldur var það þá 9,5%.

Þetta er þ.s. Seðlabankinn þ.e. starfsmenn hanns, virðast ekki geta skilið - að þegar verðbólga er ekki kominn til vegna þensluþrýstings innan frá hagkerfinu, sem þá skapar mótþrýsting gagnvart vöxtunum.

Þá hefur hagkerfið fyrir bragðið ekkert mótstöðuafl gegn vöxtunum - heldur þvert ofan í þ.s. þeir virðast halda og halda að því best verður séð enn, - koma vextirnir fram af fullum þunga.

Fyrir bragðið sá ég þá og hef vitað síðan, að Seðlabankinn er stórfellt að vanmeta neikvæð áhrif vaxtastefnu sinnar á hagkerfið og þannig á getu þess til hagvaxtar.

Þess vegna, haga spár hans "consistently" verið að ofmeta líklegan hagvöxt og á sama tíma að vanmeta líklegan samdrátt.

Þess vegna er hagspá hans röng - hefur alltaf verið - og þ.e. nú loksins að koma endanlega fram.

Þetta allt sá ég í nóvember 2009 og hef æ síðan, tekið góðan "discount" á þeirra spár.

 

Niðurstaða

Það er auðvitað mikið vandamál, að búa við það að það stjórnvald sem á að veita ríkisstjórn trúverðugar spár, sem síðan ríkisstjórnin geti haft sem grundvöll sinna væntinga - skuli vera svona frámunalega lélegur pappír.

Þetta eitt og sér gerir stjv. lífið mjög leitt, þegar þau leitast við að stýra hlutum farsællega.

Þ.e. reyndar ein grunnforsenda hagstjórnar að upplýsingar séu réttar.

Því miður, er því ekki að treysta hérlendis - og maður neyðist til að skoða tölur t.d. AGS þ.s. þær virðast einfaldlega betri, á sama tíma að um tölur okkar stjórnkerfis virðist það gilda að mjög erfitt er að vita að hvaða marki þeim er treystandi.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Einar.

Seðlabankinn er ekki stjórnvald, hann var innlimaður í AGS við brottför Davíðs.

Spár hans eru pantaðar, besta dæmið er bullið um að hagkerfið réði við ICEsave, önnur eins hrákasmíð hefur ekki sést á byggðu bóli.

Nærst versta hrákasmíð á byggðu bóli eru sífelldar hagvaxtarspár bankans.  Að hagvöxtur myndist við samdrátt einkaneyslu, samneyslu og fjárfestinga er kenning sem þeir næðu ekki núlli með á prófi í hagfræði 101.

Spurningin er, af hverju þessi lygi í samfélaginu, núna eru nokkur hundruð manns í félagi viðskipta og hagfræðinga, allir hafa lært sömu fræðin um forsendur hagvaxtar.

Af hverju þarf maður að fylgjast með góðum bloggum til að átta sig á hagstærðum og samhengi þeirra, af hverju er umræðan um hina meintu Bakkabræður ekki fyrir opnum tjöldum.

Hvað þaggar niður í skynsömu fólki?????

En það má ekki skamma Seðlabankann, ekki frekar en dönsku lögregluna þegar hún átti að ná í gyðinganna, hún hringdi fyrst og varaði þá við, en varð síðan að hlýða skipunum.

Og skipanirnar til hagdeildar Seðlabankans er að bulla, alveg eins og Hagstofan var látin falsa hagtölur fyrri hluta árs, á meðan það átti að koma ICEsave í gegn í sumar. En það þýðir ekki endalaust að benda á 5 hesta og segja að þetta sé heilt stóð.  Hagstofan varð að segja satt, og passaði sig á að gera það 2 dögum eftir að forsætisráðherra gumaði sig af árangrinum í hagstjórn.

Það var þeirra hefnd fyrir að vera látnir ljúga.

Munum að íslensk stjórnvöld er ekki til í dag, aðeins leppar dvelja í stjórnarráðinu.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 2.11.2010 kl. 08:21

2 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Þ.e. auðvitað "consistent" kenningin um lygi, enda hljómar það furðulega að vel menntað fólk innan þessara stofnana sé þetta vitlaust,

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 2.11.2010 kl. 11:24

3 Smámynd: Friðrik Jónsson

Ég er ekki alveg að fatta hvaða hagvöxt er verið að mæla?

Það er stór hluti af þjóðinni búinn að missa allt sitt,þar verður enginn hagvöxtur næstu árin.

Hjá atvinnulausum,öryrkjum,ellilífeyrisþögum,skólafólki er og verður engin hagvöxtur næstu árin.

Vöruverð er enn að hækka,laun eru að lækka,ekki er það hagvöxtur í mínum augum,þó ég sé ekki hagfræðimenntaður þá er ég ekki vitlaus,það að einhverjir gullkálfar sem hafa fengið afskriftir út og suður á okkar kostnað og sýni + mikinn hagnað í útflutningi og við séum orðin það fátæk þjóð að við flytjum minna inn en út,þá sé ég bara þjóð sem er á hraðri leið í þjóðargjaldþrot.

Friðrik Jónsson, 2.11.2010 kl. 12:50

4 Smámynd: Sumarliði Einar Daðason

Í efnahagskerfum þjóða gerist allt í árum - ekki mánuðum eða ársfjórðungum. Að mínu mati er þjóðin ennþá að átta sig á hvað gerðist og hversu alvarlegt það var. Í raun og veru er bara búið að vera milda höggið. Menn eru að vanda sig hvað þeir segja, hvernig og hvenær þeir segja það. Að vísu má alltaf deila um það hvort það er réttlátt gagnvart almenningi.

Eins og Friðrik bendir réttilega á hér að ofan, þá er erfitt að átta sig á hvaða hagvöxt er verið að mæla. Það eru margar leiðir til þess að mæla hagvöxt. Alvarlegt umferðarslys eykur hagvöxtinn en það er engu að síður slæmt fyrir þjóðfélagið. Svört vinna eykur hagvöxt en dregur úr tekjum ríkissjóðs.

Þar sem við erum svo háð inn- og útflutningi þá finnst mér eðlilegast að líta á þær tölur til þess að meta hvað er í gangi. Þar erum við undanfarið búin að vera réttum megin við strikið en við eigum samt langt í land miðað við erlendar skuldir þjóðarinnar. Tæknilega séð er þjóðin fyrir löngu síðan orðin gjaldþrota - neyðaraðstoð frá AGS staðfestir það.

Sumarliði Einar Daðason, 2.11.2010 kl. 14:10

5 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Sumarliði og Friðrik - það veldur auðvildað umtalsverðri skekkju, að stórlega vanmeta neikvæð áhrif vaxtastefnunnar á getu til hagvaxtar.

Það setur einnig áætlanir stjv. í hættu, þ.s. væntingar þeirra um tekjur og þar með þörf fyrir niðurskurð eru rangar.

Annars er ég búinn að vera þeirrar skoðunar, að við komumst ekki yfir skuldamúrinn án 2-ja risaálvera. Þannig, að án þeirra sé þetta ekki hægt.

Mín skoðun hefur verið lengi sú, að við eigum að leita nauðasamninga við kröfuhafa Íslands, einfaldlega segja þeim hreint út - að múrinn sé of hár og þetta sé ekki hægt.

Þetta er kallað "partial default" og frasinn sem er notaður um þá aðlögun skuldanna er "haircut". Skemmtilegir frasar aðilar í fjármálageiranum nota.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 2.11.2010 kl. 14:45

6 Smámynd: Sumarliði Einar Daðason

Vaxtastefnan hér á landi er alveg út úr kú. Á hinn bóginn er erfitt að meta áhrif hennar á meðan verðtryggð lán hafa alltaf staðið til boða. Mín persónulega skoðun er sú að gjaldmiðillinn er handónýtur.

Ég held að allir eru að reyna að leita nauðasamninga við erlenda lánadrottna.

Að bæta við tveimur til þremur álverum er alveg eins og að pissa í skóinn sinn. Það frestar bara og eykur á vandann.

Sumarliði Einar Daðason, 2.11.2010 kl. 15:02

7 Smámynd: Júlíus Björnsson

Öllu má of gera. Nominial = real + expected inflation.  Langtíma örugg veðskuldlalán 30 ára eru efnahagslegi lánagrunnur þroskaðra enahagsríkja. Nafnvextir mega aldrei vera meiri em efnahagslösagan stendur undir á næstu 30 árum. [gagnvart erlenudum lánadrottnum]  Helst ekki að fikta við þeim.  Í USA er vísar breytlegra nafnvaxta langtíma lána oft í samræmi við raunvöxt þjóðar efnhagsins, samt eru breytilegir vextir aðeins á 20% þessrra langtíma lána.

Þegar vextir á þessum lánum hækka veldur það undirþrýsting í efnahagsgrunninum: þörf fyrir aukavinnu og almennar kauphækkanir. Til að minnka þörf fyrir skammtíma lán og beina fjámagni almennings í neyslu auka VSK þá er er betra að hækka bara skammtíma lána vexti. 

Ísland er bananlýðveldi, langtíma meðalverðbólga 25 ára lána er um 16% í dag.

Júlíus Björnsson, 2.11.2010 kl. 16:38

8 Smámynd: Júlíus Björnsson

Verðbólga er sannanlega í samræmi  við nominal vexti langtímalána.  Ríki sem skattleggja ekki verðbólgu skilja þetta og sanna mitt mál.

Júlíus Björnsson, 2.11.2010 kl. 16:41

9 Smámynd: Andri Geir Arinbjarnarson

Einar,

Því miður er þetta líklega rétt hjá þér.  Ofan á þetta bætist svo að búast má við að hagvöxtur verði allur í "hagkerfi" evruelítunnar í landinu og þeir sem eru fastir í krónuhagkerfinu munu sökkva enn lægra í lífskjörum.  Þeir sem fá sitt kaup í evrum eða evrutengdum krónum og standa í útflutningi eru í miklu betri málum en aðrir. Þeirra hagur mun líklega vænkast 2011 en hinir dragast enn frekar aftur úr.

Andri Geir Arinbjarnarson, 2.11.2010 kl. 19:31

10 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Sko, menn einblína um of á gjaldmiðla.

Eins og ég skil þetta, þá gildir með laun eins og alla hluti að einver þarf að borga þann kostnað. 

Það breytir engu hvort þú færð laun borguð í Evrum eða krónum hvað það varðar, að þú getur ekki fengið meir en vinnuveitandi þinn stendur undir.

Krónan hefur þann kost fyrir atvinnulífið, að ef það verður hrun í hagkerfinu þá lækkar gengisfall laun á svipstundu. En, þetta er ekki endilega slæmur hlutur - ég tel það þvert á móti góðan hlut, því ég tel þessa snöggu aðlögun minnka hættu á að fyritæki leggi upp laupana eða segi upp fólki.

En, ef þitt fyrirtæki verður fyrir tekjutapi - segjum það sé 50%, og það gildir á sama tíma að laun eru stærti einstaki kostnaðarliðurinn. Þá er valkosturinn einfaldur - lækkun launa eða fækkun vinnandi handa.

Menn meiga ekki einblína um of á gjaldmiðlana í þessu samhengi. Þ.e. hið besta mál að útflutnings atvinnuvegir kaupi aðföng með þeim gjaldmiðli sem þeir fá fyrir sína vöru.

------------------

Eins og ég sé það, þá erum við aftur komin að byrjunarreit - þ.e. cirka upphaf 10. áratugarins. 

Þá á ég við að svokölluð aðlögun framleiðsluhagkerfisins, sé unnin fyrr gíg og hefja verði þá vinnu aftur. 

Ég tel, að miðað við okkar núverandi aðstæður, sé nauðsynlegt að halda áfram að vera með eigin gjaldmiðil, þ.s. við þurfum á þessum sveigjanleika að á að halda, meðan 40% útflutnings er enn fiskur og á sama tíma er næst stærsti gjaldeyrisaflandi atvinnuvegurinn ferðamennska einnig sveiflukennd og viðkvæm fyrir kostnaðarhækkunum.

Sjálfsagt að stefna að því, að með tíð og tíma verði á þessu breyting - þá á ég við fleiri útflutnings atvinnuvegi. En, sú aðlögun mun taka vart skemmri tíma en 20 ár.

En ef hún tekst, þá hugsa ég að við getum íhugað Evruna á ný, - og þá verður komið í ljós hvort hún er þá eftir allt saman enn á lífi.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 2.11.2010 kl. 23:47

11 Smámynd: Júlíus Björnsson

Krónan hefur þann kost að ríkissjóður getur alltaf  borgað út laun. Evran hefur þann ókost að henni er skammtað til Seðlabanka annars flokks evruríkja, miðað við hlutfallslegan innri virðisauka framlag þeirra til heildarinnar.  Þessi kvóti og gengi [ evru verðið]eru endurskoðuð á fimm ára fresti. Bankar skila ekki virðisauka heldur éta hann með góðri list.  Meðlima-Ríki hætta að markað setja eigin gjaldeyri en nota hann til Evru kaupa.  Þá er ekki hægt að taka lán hjá launþegum á heimamarkaði, heldur verður að lækka þá beint í launum. Mjög óvinsælt stjórnmálalega séð.

Júlíus Björnsson, 3.11.2010 kl. 01:22

12 Smámynd: Sumarliði Einar Daðason

Það er stórhættulegt að hægt sé að leika sér með verðmæti gjaldmiðla til þess að hækka eða lækka kaupmátt launafólks. Gjaldmiðlar missa þannig gildi sitt sem er að vera ávísun á verðmæti og einfalda viðskipti manna á milli.

Þetta efnahagshrun var Seðlabanka og stjórnvöldum að kenna. Fiskstofninn hrundi ekki, það var engin farsótt, það var ekkert stríð, engar náttúruhamfarir eða neitt slíkt. Við erum komin marga áratugi aftur varðandi lífsgæði og efnahagslegan stöðuleika. Það er engin kraftaverkalausn framundan og því verðum við sem þjóð að vinna okkur hægt og stöðugt upp aftur. Fyrir það fyrsta þá verðum við að hafa stöðugan gjaldmiðil sem hægt er að treysta á. Það þarf að lækka stýrivexti og skatta. Það þarf að minnka umsvif hins opinbera um a.m.k. 50% (færa það a.m.k. í það horf sem það var í fyrir 10 árum).

Einkageirinn þarf að auka útflutning og halda aftur að sér í munaði. Það verður að vera fjölbreyttur útflutningur - ekki bara óunninn fiskur og ál. Af hverju má ekki vinna fiskinn hér á landi? Eða búa til eitthvað úr áli?

Í stuttu máli verður að draga úr fitu landsins og tryggja stöðuleika gjaldmiðils. Þá mun atvinnulífið sjá um að koma okkur upp úr þessum öldudal á 5-15 árum. Þetta snýst allt um að verða sjálfbær því hagvöxtur umfram fólksfjölgun er ekki nauðsynlegur.

Sumarliði Einar Daðason, 3.11.2010 kl. 06:21

13 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Sumarliði Einar Daðason, 3.11.2010 kl. 06:21 Það er stórhættulegt að hægt sé að leika sér með verðmæti gjaldmiðla til þess að hækka eða lækka kaupmátt launafólks. Gjaldmiðlar missa þannig gildi sitt sem er að vera ávísun á verðmæti og einfalda viðskipti manna á milli.

Nei Sumarliði - Þú þarft að muna, hver þau verðmæti eru sem gjaldmiðillinn er tilvísun til.

Verðmæti þau sem eru framleidd í viðkomandi samfélagi.

Ef verðmætasköpun þess verður fyrir höggi, þá er verðlækkun á gjaldmiðlinum því mjög eðlileg afleiðing þess - miðað við ofangreindar forsendur.

Óhjákvæmileg. Þó svo að hefðbundni útflutningurinn hafi ekki skaðast, þá minnkaði innkoma hagkerfisins stórfellt við hrun bankanna.

Þeir sem nota þann gjaldmiðil, þ.e. ekki rökrétt að þeir missi trúna á hann ef hans verðmæti er einmitt að fylgja þeim raunverðmætum sem hér eru sköpuð - ekki satt?

Þ.e. því eðlilegt að hans skiptaverðmæti sveiflist upp og niður, í takt við þær sveiflur sem verða um þá verðmætasköpun. Þetta er þ.s. við köllum nauðsynlegan sveigjanleika svo gjaldmiðillinn fylgi þörfum hagkerfisins.

Stiglitz benti á, þegar hann var hér fyrir rúmu ári, að þ.e. ekki valkostur fyrir sveiflukennd hagkerfi að sveiflast ekki - einungis hægt að velja hvað akkúrat þ.e. sem sveiflast. Ég skal segja þér eins og er, að ég tók mjög mikið mark á hans röksemdum þess efnis, að aðlögun í gegnum gjaldmiðilinn væri til mikilla muna hagkvæmari því það mikilvægasta fyrir hagkerfið væri að tryggja hámarks framleiðni og hámarka nýtingu framleiðsluþátta. 

Einmitt það mun verða okkur mjög mikilvægt þegar við gerum tilraun um að hífa okkur úr núverandi kreppu.

Hinn valkosturinn - er að sveifla launum beint. Sem oft gengur ílla.

Eða fj. vinnandi handa - sem eins og Stiglitz benti á skapar tjón/kostnað af öðru tagi.

------------------

Punkturinn er: ef framleiðsla hagkerfisins -þá á ég ekki endilega eingöngu við útflutning heldur allt sem skapar því tekjur- verður fyrir höggi, þá er engin leið að forða því, að það högg bitni á þeim sem vinna og starfa innan hagkerfisins. 

Spurningin er fyrst og fremst, hvaða byrtingarmynd þess höggs er skárri eða skárst.

Eftir mikla umhugsun, ekki síst í kjölfar heimsóknar Stiglitz. Ákvað ég að þeir sem hafa lengi talað um kosti krónunnar, hefðu haft rétt fyrir sér eftir allts saman.

--------------

Ég varð þá afhuga öllum hugmyndum um upptöku annars gjaldmiðils - a.m.k. í náinni framtíð. 

Tel það ekki praktískt miðað við hvernig grunnhagkerfi við höfum í dag.

Lagfæring þar um tekur þó vart skemmri tíma en 20 ár.

---------------------

Í er um flest sammála þér - nema þegar kemur að þeim punkti að það verði fyrst að skipta um gjaldmiðil, - þvert á móti tel ég tækifærið til þess vera farið einmitt vegna hrunsins, og það muni ekki koma til baka fyrr en eftir cirka 20 ár.

Við höfum eins og þú sagðir dottið til baka um 20 ár - sem þíðir að við erum aftur með grunnhagkerfi sem sveiflast með allt annarri sveiflutíðni en grunnhagkerfi Evrunnar eða Dollarsins. Að auki er það grunnhagkerfi oft með snöggar sveiflur.

Aðlögun með verðhjöðnun væri einfaldlega mun erfiðari og kostnaðarsamari leið.

Ég bendi á, að einmitt vegna þess, hve gengislækkun er snögg að virka, þá lágmarkast kostnaðurinn fyrir hagkerfið.

Sbr. Írland þá hófst þar verðhjöðnun 2008 og AGS reiknar með henni áfram út 2012.

Verðbólguskotið, virðist nú vera að klárast þannig að við erum að losna við hana á 2 árum. 

Vandi er skv. hagfr. þá er verðhjöðnun að mörgu leiti erfiðari fyrir hagkerfi, vegna þess að hún hvetur alla neytendur til að halda að sér höndum vegna þess að verðin verða lægri á morgun, meðan verðbólga hefur þveröfug áhrif að vera neysluhvetjandi.

Hún er því öflug bremsa á getu til vaxtar svo lengi sem hún stendur. Svo þ.e. ekki einungis tímalengdin þ.e. 4 vs. 2 ár, heldur einnig að hún er "inherently" dýrari fyrir hagkerfið.

Skoðaðu greiningu BIS sem ég fjalla um í þessari gömlu færslu - sú greining er mjög relevant fyrir okkur Íslendinga:

Mjög áhugaverð nýleg greining frá "Bank of International Settlements" um efnahagslegar afleiðingar stórfellds gengishruns!

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 3.11.2010 kl. 11:48

14 Smámynd: Sumarliði Einar Daðason

Við erum annað hvort að misskilja hvorn annan eða á sitthvorri skoðun varðandi gildi og hlutverk peninga. Ég álít peninga sem ávísun á verðmæti sem þegar hafa verið búin til. Í stöðugum hagkerfum ætti að vera hægt að kaupa sama hlutinn fyrir sömu upphæðina ár eftir ár. Það er þó eðlilegt að búast við smávægilegri verðbólgu - en alls ekki íslenskri verðbólgu.

Það fer ekki á milli mála að krónan virkaði sem dempari fyrir almúgann í hruninu. Án þess þá hefði sennilega brotist út borgarastyrjöld. Á hinn bóginn var hún líka þess valdandi, ásamt öðrum þáttum, að allt hrundi. Því miður fyrir yfirvöld þá er fólk almennt upplýstara en áður. Það þýðir ekki lengur að troða hvaða vitleysu sem er ofan í það - hvað þá lauma launalækkun til þess án mótmæla.

Ef gjaldmiðill á að ganga upp í viðskiptum þá verður hann að vera ávísun á stöðug verðmæti. Öðruvísi ganga ekki upp áætlanir. Allt nútímasamfélag byggist á áætlun - hugsa lengra en einn mánuð fram í tímann.

Ef einhver býður þér háa greiðslu fyrir verk og þú hefur um þrjá gjaldmiðla úr að velja: Evru, Dollar eða ISK. Hvaða gjaldmiðil myndir þú velja í dag?

Sumarliði Einar Daðason, 3.11.2010 kl. 13:21

15 Smámynd: Júlíus Björnsson

Erlendir lándrottnar dæmdu veð verðmæta gjaldmililisins á þeim forsemdum  sem gilda utan Íslands.

Júlíus Björnsson, 3.11.2010 kl. 17:37

16 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Sumarliði Einar Daðason, 3.11.2010 kl. 13:21

--------------

Þ.e. ekki rökrétt að verðgildi gjaldmiðla sé stöðugt. Gjaldmiðlar hafa ekki einherja sjálfstæða tilvist óháð framleiðsluþáttum þess hagkerfis, sem þeir tilheyra.

Gjaldmiðill, virkar eins og hlutabréf fyrirtækisins Íslands þ.e. þegar vel gengur stígur hann í verði og þegar ílla gengur hrapar hann í verði.

Þau verðgildi sem hann er tilvísun fyrir, eru verðmæti framleiðslu sjálfs hagkerfisins.

--------------

Þegar þú ert að tala um viðskipti, þá ertu einungis að tala um noktun hans, sem þægilega aðferð til að skipast á verðmætum.

En, gjaldmiðillinn sjálfur hefur verðmæti, eins og ég sagði, grundvallast á undirstöðum sjálfs hagkerfisins. Svo skipaverðmætið getur ekki verið stöðugt - heldur verður það að vera breytilegt.

--------------

Það hefur aldrei verið til nein tegund verðmæta með stöðugt verðmæti. Þess vegna geta gjaldmiðlar ekki haft sjalfir stöðugt verðmæti.

þess vegna er alltaf talað um gengisóvissu, þegar fólk á vermæti í mismunandi gjaldmiðlum. Sem dæmi hefur Evran vs. Dollar sveiflast yfir 20% á þessu ári.

---------------

Það að skiptaverðmæti er breytilegt er einfaldlega ástand sem fyrirtæki og almenningur hefur búið við síðan gjaldmiðlar voru fundnir upp.

Skiptaverðmætið er aldrei constant - getur ekki verið það - ekki einu sinni þó búinn væri til einn heims gjaldmiðill.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 3.11.2010 kl. 18:40

17 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Sumarliði Einar Daðason, 3.11.2010 kl. 13:21

------------------

Þ.e. þó hægt að lágmarka sveiflur. Þ.e. gert með hagstjórn - þ.e. hagstýra með þeim hætti, að hagsveiflur séu lágmarkaðar og þannig sveiflur í gengi gjaldmiðilsins.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 3.11.2010 kl. 18:43

18 Smámynd: Júlíus Björnsson

Maður byrjar á að leggja eilífðar framtíðar grunn um fastar lámarkstekjur miðað við reynslu síðustu 30 ára.   Endurskoðar þennan grunn á 5 ár fresti til að ákveða hækkun.  Þetta er efnahagslegi grunnur stjórnsýslunnar í löndum eílífs grunn stöðuleika. Sveiflurnar í framhaldi eru svo allar af hinu góða og fara beint í vasa almennra neytenda innlands og langtíma fjárfestingar.

Á þessum grunn þarf ekki að eyða krónu í eyða frábærum sveiflum.

Júlíus Björnsson, 3.11.2010 kl. 18:56

19 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Júlíus Björnsson, 3.11.2010 kl. 18:56

--------------

Ég held að ein leið til stöðugleika, sé að stjv. einbeiti sér fyrst og fremst að því að tryggja tiltekið ástand en láti frjálsum einstaklingum og fyrirtækjum eftir að skapa störf. Ríkið hætti að beita sér fyrir risaverkefnum - sem erfitt er hvort sem er að meðhöndla innan svo smárrar efnahags heildar.

Ég held að við eigum að geta stefnt að í kringum 3% meðalhagvexti - þ.s. ísl. hagkerfið hefur enn held ég margvísleg vannýtt tækifæri. Þó svo hér sé lítið af jarðefnum og erfitt að koma við framleiðslu á tækjum.

Þá er hér t.d. færi á að efla loðdýrarækt, fiskeldi - báðar greinar orðnar þroskaðar. Síðan finnst mér vera vel þess virði, að beina aftur sjónum að hugbúnaðargeiranum. Ekki síst er það sjúkrahúsin og þjónusta heilsugæslunnar, en þarfna er mikið af þjálfuðu fólki - hvernig væri ef sá geiri færi að afla sér verkefna erlendis frá, t.d. með samningum við erlend sjúkrasamlög, heilsulandið Ísland það hljómar vel - ekki satt? 

Möguleiki á olíu. Síðan spurningin um hvort ekki komi siglingar yfir norðurskautið.

Ég held að það ætti ekki að þurfa að væsa um okkur. Miðin - ferðamennskan + orkufrekur iðnaður, skapar okkur gólf. Tryggir lágmarks framfærslu.

Síðan þurfum við að byggja þar ofan á.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 3.11.2010 kl. 22:57

20 Smámynd: Júlíus Björnsson

Hlutirnir eiga fyrst og fremst að snúnast  um almenning smá efnahagsheildarinnar.  Hann hafi það sem allra best í samanburði. Þetta er alls ekki stórar upphæðir að mínu mati að láta öllum líða vel. Tryggja sem mest tækifæri=fjármagn í umferð á hverjum tíma. Í staðinn fyrir að safna öllu í nokkra sjóði til að láta fáa spjátrunga  braska með. Kostnaður=VSK. Einfaldleiki og hagræðing=afsláttur. Þetta gildir í alþjóða viðskiptum.  Almenningur=kostnaður.

Júlíus Björnsson, 3.11.2010 kl. 23:16

21 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Ég held að ef ríkið einbeitir sér að viðahalda sem jöfnustum aðstæðum, þ.e. tiltölulega lágri verðbólgu, stilli vexti þannig að hæfilegum meðalhagvexti sé viðhaldið á bilinu 2,5% - 3,5%. Þá ætti alveg smám saman að geta skapast hið ágætasta ástand hér.

Ríkið sjálft láti það að mestu vera að skapa atvinnu. Það reki þó áfram tiltekna þætti, eins og virkjanir - sjúkrahús - skóla - dómstóla - lög-/landamæragæslu - - sem sagt þjónustuþætti. Þannig að það verður áfram fj. starfa hjá ríkinu.

Getur verið þess virði, að setja í lög reglur um takmarkanir á hallarekstri - t.d. að ríkið verði að vera hallalaust að meðaltali miðað við t.d. 4. ára tímabil. 

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 4.11.2010 kl. 00:18

22 Smámynd: Ómar Geirsson

Kíkti aðeins við.

Ég var einmitt rétt áðan að fletta Stiglitz þar sem hann ræddi þessi mál í góðri grein frá 2009.  Hann er með Nóbel en mér vitanlega er enginn íslenskur evrufræðingur með Nóbel.

Og furðulegt að fullorðið fólk skuli halda að gjaldmiðil lifi sjálfstæðu lífi óháð verðmætasköpun viðkomandi hagkerfis.

Enda veit Andri Geir betur, en Egill er svag fyrir vitleysu og það er gott að fá ókeypis sjónvarpsauglýsingu.  

En brilljant enn og aftur að lesa rökin hér.  

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 4.11.2010 kl. 00:20

23 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Ómar Geirsson, 4.11.2010 kl. 00:20

Ómar - ef þú lítur við aftur. Skoðaðu þá þennan hlekk - Stiglitz í HÍ ásamt ísl. hagfr. og sytur fyrir svörum:

http://upptokur.hi.is/Player/default.aspx?R=138d2c27-915c-4c5d-a853-6256931f31e1

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 4.11.2010 kl. 02:52

24 Smámynd: Júlíus Björnsson

Á heimasíðu AGS skömmu eftir hrun mátti lesa eitthvað í þessa veru: Ríkistjórn  Ísland ætlar að endurreisa hlutfallslegasta [á íbúa] stærsta fjármálgeira í heimi  [Ath. borgar ekki VSK en á að auka hann í nýlenduherra samfélaginu] þetta mun kosta almenning á Íslandi til langframa mikinn neyslu samdrátt. 

Seðlabanki Íslands hefur alltaf verið á móti fræðingum AGS.   Stjórnsýslan hér hefur annað hvort endurreist eða viðreist nýlendu hagfræðina það er hvernig skila sem mestu arði af henni til nýlenduherrans: nú kallað erlendir fjárfestar.

Fleiri taka mark á AGS utan Íslands en fræðingum Íslensku stjórnsýslunnar.  Meiri velta skilar oftast lægri % í álagningu í viðskiptum milli fjármagseiganda.   Almenning skilur þetta ekki hér og mælir gróðan í samræmi við veltuna. Erlendir fjárfestar vilja líka magn afslátt. 

Júlíus Björnsson, 4.11.2010 kl. 03:21

25 Smámynd: Ómar Geirsson

Takk fyrir linkinn Einar.

Kveðja, Ómar.

Ómar Geirsson, 4.11.2010 kl. 06:57

26 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Ég hef verið að lesa nýjustu Peningamál.

2. rauðir þræðir við fyrstu sýn.

A)Verið að skapa þá sýn að Hagstofa hafi vanmetið stöðu efnahagsmála, í september þegar Hagstofa skilaði mjög dökkri skýrslu. Seðlabankamenn vilja meina, íja að því, að í næstu skýrslu muni Hagstofa hífa þá spá aftur upp, til móts við sýn Seðlabankamanna.

B)Seðlabankamenn, gera enn ráð fyrir hagvexti á seinni hluta, og þ.s. áhugavert er að viðsnúningur seinni helmings árs verði stór. Þættir hækka um mörg prósent. Ég er ekki alveg að sjá þetta. 

C)Má nefna C, þeir hafa ekki tónað niður hagspá sína nema örlítið. Í stað þess að gera ráð fyrir risaálveri sem knýji þann hagvöxt. Þá á aukin neysla- og aukin fjárfesting, að knýja nokkurn veginn sama hagvöxt. Þetta sýnist mér furðulegar ályktanir, hafandi í huga e-h nálægt 70% fyrirt. hafa ósjálfbæra skuldastöðu og stór hluti heimila er í miklum skuldakröggum.

Ég held að þetta geti ekki staðist.

Á hinn bóginn, grunar mig að mjög mikill þrýsingur komi frá stjórnkerfinu, um að þeir spái hagvexti nærri því sem ríkisstjórnin gerir ráð fyrir í sínu fjárlagafrumvarpi.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 4.11.2010 kl. 12:13

27 Smámynd: Júlíus Björnsson

Auðvitað má líka endurreisinni við karftaverk sér í lagi í augum erlendra lánadrotna fjárfesta. Ísland var talið vera annarstaðar á hnettinum. Má segja að hafi skekkt myndina. Með greiðslur berast er óþarfi að sverta úlitið hjá skuldugu efnahagsnýlendunni. Áhættu vaxta krafa á hendur stjórnsýslunni hér  segir allt um framtíðina.

Júlíus Björnsson, 4.11.2010 kl. 17:07

28 Smámynd: Sumarliði Einar Daðason

Einar Björn Bjarnason, 3.11.2010 kl. 18:40

Ég er að tala um innbyrðis stöðugleika - innan sama efnahagskerfis! Auðvita endurspeglar verðmæti gjaldmiðilsins stöðu efnahagsástandsins gagnvart erlendum gjaldeyri hverju sinni. Síðast þegar ISK var skráð hjá Seðlabanka Evrópu þá var krónan rétt tæplega 300:1. Tveimur misserum fyrr var þetta aðeins 80:1. Fljótlega eftir hrunið var lokað á öll viðskipti með ISK. Gjaldmiðillinn var dæmdur úr leik hjá Seðlabanka Evrópu.

Ef yfirvöld hefðu ekki þjóðnýtt bankana og ábyrgst greiðslur innanlands þá hefði allt stöðvast hér á landi: ekki hægt að kaupa mat, ekki lyf, ekki bensín, ekki borga af lánum og svo framvegis.

ISK gildir bara í dag sem gjaldmiðill innanlands -sem og verðtryggða krónan, hinn gjaldmiðillinn.

Við erum háð inn- og útflutningi. Íslenski osturinn sem við setjum ofan á íslenska brauðið er háð því að flytja inn aðföng erlendis frá. Íslenska rafmagnið sem við framleiðum er byggt á aðföngum erlendis frá. Íslenski fiskurinn er háður aðföngum erlendis frá. Tölvurnar sem við notum eru háðar innflutningi sem og eldsneyti, bílar, skip, flugvélar...  og svona mætti lengi telja.

Í stuttu máli: við erum ekki sjálfbær nema að kasta verulegum lífsgæðum frá okkur og fara öld aftur í tímann.

Auðvita vilja spila- og áhættufíklar halda í krónuna til þess að geta grætt á almúganum. Eða stjórnunarfíklar til nota krónuna til þess að ráðkast með annað fólk. En það er engin sanngirni í því og það endar alltaf með skelfingu.

Það er talið alvarlegt brot að falsa peningaseðla. Það er talið grafa undan rótum samfélagsins og skapa vantraust. Slíkir glæpir njóta forgangs hjá öllum ríkjum. Þetta gerðist hér á landi og allt í skjóli yfirvalda. 

Sumarliði Einar Daðason, 5.11.2010 kl. 17:04

29 Smámynd: Júlíus Björnsson

Reglur Seðlabanka EU  við skráningu á gengi peseta og franka, líru og gyllina  t.d. til að ákveða magn og verð á evrum til markaðsetningar heima fyrir er mat á innri hagvexti efnahagsundirsátanna það þeirra hlutur í heildar innri hagvexti EU.  Þjóðverjar eru ríki sem hafa best vit á þessum hagvexti. Ekkert í í líkingu við Íslenskar áherslur.  Innri hagvöxtur er áhersla á sjáfbærni. Þjóðverjar eru engastund að hefja landbúnað aftur upp en skipta honum út í lávöru samstarfi til að fá verkmiðju og tækni væddari verkefni á móti. Pólverjar eru  kjúklinga láverðs afurðir, Finnar Kalkúna og vodka, Spánverjar  tómata,...

Best er auka lyfjaframleiðslu innanlands: undirbúa sig undir næsta hrun á sama grunni.

Júlíus Björnsson, 5.11.2010 kl. 17:18

30 Smámynd: Sumarliði Einar Daðason

Sæll Einar,

Mér þykir þú hitt naglann á höfuðið þegar þú talar um að það er verðhjöðnun innan efnahagskerfisins: að það er bara innflutningur (gengishrunið) sem heldur verðbólgunni við. Þarna ertu einmitt að benda á mikilvægt atriði sem hefur alls ekki verið haft hátt um. Í reynd held ég að yfirvöld vilji ekki horfast í augu við þann vanda - þau eru ennþá föst í afneitunarstiginu í áfallinu (sem fylgdi hruninu).

Verðhjöðnun er slæm, alveg eins og verðbólga. Í mínum huga er hún slæm því þá sér fólk engan tilgang í því að eiga pening og eyðir bankasparnaði í neyslu og dauða hluti sem viðheldur verðmæti sínu (sbr. gull). Efnahagshjólið hægist. Það er síst af öllu sem við þurfum á að halda.

Kostnaður fyrir almenning og fyrirtæki hér á landi er orðinn alltof mikill miðað við aðgerðarleysi stjórnvalda. Samt eru skilaboð frá ríkisstjórn þess á leið að það eigi að skattpína almenning ennþá meira. Þetta er eins og drepa beljuna fyrir að mjólka ekki nóg - og rífa kjaft við hana dauða því hún mjólki ekki lengur.

Sumarliði Einar Daðason, 5.11.2010 kl. 18:09

31 Smámynd: Sumarliði Einar Daðason

Ég var með tvo glugga opna frá Einari. Þessi færsla hér að ofan átti að fara í annan og nýrri þráð hjá honum.

Sumarliði Einar Daðason, 5.11.2010 kl. 18:12

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 40
  • Sl. viku: 280
  • Frá upphafi: 847273

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 272
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband