Endurreisn bankanna virðist misheppnuð!

Því miður er útlit fyrir að endurreisn bankanna, hafi mistekist. En ef þ.e. rétt sem kom fram á fundi ríkisstjórnar með bankamönnum, að einungis hafi verið fenginn fram 28% afsláttur á húsnæðis lánum, þegar lánapakkar voru keyptir út úr þrotabúum bankanna, og færðir yfir í nýju bankana. Þá get ég ekki túlkað það öðruvísi en þannig, að þarna hafi verið framin stórfelld afglöp af þeim sem sömdu fyrir okkar hönd, um þessi kaup.

 

  • En, það skipti öllu máli við endurreisn bankanna, að flytja þá lánapakka yfir á eins hagstæðum kjörum og mögulegt væri.
  • En, reglan er einföld þ.e. því lægra verð því betri eiginfjárstaða endurreistra banka, og í beinu framhaldi, því sterkari staða til framkvæmdar nauðsynlegra afskrifta.
  • Þarna virðist staðfest að kaupverð á lánapökkum hafi verið allof hátt!
  • Af því leiðir endurreistir bankar með veika stöðu - og því ekki í aðstöðu til að þjóna hagkerfinu sem skildi. 

Skuldir heimilanna: Bankarnir segja svigrúm til afskrifta fullnýtt

"Fram kemur að nýju bankarnir keyptu húsnæðislánin að meðaltali á 72 prósent af kröfuvirði af gömlu bönkunum samkvæmt upplýsingum sem Fjármálaeftirlitið hafi sent efnahags- og viðskiptaráðuneytinu. Afföllin hafi verið samtals 90 milljarðar.

Haft er eftir Steinþóri Pálssyni, bankastjóra Landsbankans, að þar á bæ hafi menn verið að bæta í þá sjóði sem ætlað sé að standa straum af niðurfærslum húsnæðislána vegna svokallaðrar 110 prósenta leiðar, lækkunar höfuðstóls gengistryggðra lána, og svo þeirra aðgerða sem væntanlegar eru eftir að frumvarpið um uppgjör gengistryggðra og erlendra lánasamninga verður að lögum. Það þýði í raun að svigrúmið sem myndaðist sé horfið, eða að bankinn sjái fram á að það hverfi á næstunni."

 

  • Fyrr á árinu, voru önnur mistök komin fram þ.e. þau afglöp stjórnv. að hafa ekki tekið tillit til þess möguleika, þegar samið var um yfirfærslu lánapakka að tiltekin tegund lána geti verið ólögleg.

 

Eins og fram kemur að neðan, veldur þetta bönkunum umtalsverðu fjárhagslegu tjóni, sem einnig dregur úr getu þeirra til þess að koma til móts við lántakendur, atvinnurekendur hvort sem er launþega.

 

Þskj. 225  —  206. mál.: Frumvarp til laga um breytingu á lögum um vexti og verðtryggingu, lögum um aðgerðir í þágu einstaklinga, heimila og fyrirtækja vegna banka- og gjaldeyrishrunsins og lögum um umboðsmann skuldara.

"Fjármálaeftirlitið gerir ráð fyrir að vænt tap lánastofnana vegna gengistryggðra bíla- og íbúðalána geti orðið allt að 108 milljarðar kr. og þar af eru 50 milljarðar kr. vegna einstaklinga og 58 milljarðar kr. vegna fyrirtækja." 

 

  • Samkvæmt mati AGS, sjá að neðan, þá er staða bankakerfisins orðið það slæm hérlendis, að slæm lán miðað við bókfært virði eru 45% af heildarvirði lána. 

Bókfært virði að sjálfsögðu er sama og yfirtökuverð - þannig að þetta segir að lánabækur bankanna, hafi hrakað síðan yfirfærsla lánapakka átti sér stað.

  • Það segir einnig, að þeir sem sömdu við erlendu bankamennina, hafi vanmetið ástandið hérlendis, þ.e. talið efnahags ástand skárra en það hefur reynst vera.
  • En hver man ekki eftir ítrekuðum yfirlísingum stjórnarliða frá því sumarið 2009, þess efnis að staða Íslands væri ekki tiltakanlega verri en annarra Evrópuríkja. Stöðugu tali um bjartsýni um framvindu mála hér á landi. Fólk sem sagði annað, var sagt bölsýnt og púað niður!
  • Slíkt tal, hefur vart aukið vilja erlendra bankamanna, til að gefa eftir um verð, þegar mótherjarnir þeirra við samningaborðið, voru stöðugt að tala ástandið hérlendis upp í stað þess að tala það niður, sem maður hefði haldið að væri eðlilegri samingatækni.
  • Niðurstaðan er því, að endurreisn bankanna sé klúður a.m.k. á skala við Icesave samnings klúðrið.

Skoðið nýjustu AGS skýrsluna: IMF Staff Report Iceland Third Review

Kíkjið á bls. 45 í AGS skýrslunni, og sjáið töfluna - "Non performing loans stay at a high level".

  • 63% lána sem hlutfall af verðmæti lánasafns, eru "non performing" ef miðað við þ.s. AGS kallar "claim" en þ.e. lánin eins og bankarnir hafa viljað rukka þau, þ.e. án lækkunar þeirra er átti sér stað, þegar bankarnir fengu lánasöfnin í hendur frá þrotabúum gömlu bankanna.
  • 45% lána sem hlutfall af verðmæti lánasafns, eru "non performing" skv. "book value" en þ.e. virðið sem bankarnir fengu lánin á, þ.e. yfirfærslu virðið.
  • 17% en þ.e. meðaltal yfir skráð eiginfjár hlutfall starfandi banka og fjármálastofnana á Íslandi.

  1. Hin erfiða og þrönga fjárhagslega staða bankakerfisins er gríðarlega slæmt vandamál einmitt núna því skv. spá Seðlabanka og ASÍ, þá verður ekki af framkvæmdum við risaálver á næsta ári.
  2. Að auki eru núverandi álver í fullri framleiðslu, og geta ekki aukið hana.
  3. Fiskistofnar eru að auki fullnýttir og engar viðbótar tekjur að fá því frá auknum afla (svo fremi sem við samþykkjum viðmið Hafrannsóknarstofnunar).
  • Seðlabankinn hefur ákveðið að hagvöxtur næsta árs, verði því drifinn af:
  1. aukningu almennrar neyslu!
  2. aukningu fjárfestingar!

 

Skv. niðurstöðu starfsmanna Viðskiptaráðuneytisins: Hagsýn 1. tbl. 1. árg. 9. nóvember 2010 

  1. Í kjölfar erfiðrar fjármálakreppu er endurskipulagning skulda fyrirtækja mikilvæg forsenda fjárfestingar og þar með hagvaxtar til framtíðar.
  2. Yfirskuldsett fyrirtæki geta ekki bætt við sig nýju starfsfólki eða fjárfest í nýjum og bættum framleiðslutækjum þrátt fyrir bætta samkeppnisstöðu hagkerfisins.
  3. Útflutningsdrifinn hagvöxtur mun því láta á sér standa og atvinnuleysi dregst ekki saman sem skyldi. 
  4. Án aukinnar fjárfestingar verða hagvöxtur og lækkun atvinnuleysis illleysanleg verkefni.
  5. Mikilvægt er að bankarnir nýti það svigrúm sem þeir hafa til að halda lífi í fyrirtækjum með sterkan rekstrargrunn.
  6. Nái lífvænleg fyrirtæki ekki endum saman er hætta á stöðnun atvinnulífsins í lengri tíma.
  • Að sjálfsögðu, má segja nákvæmlega sömu hlutina um skuldir almennings - þ.s. að aukning neyslu á að vera stór þáttur í hagvexti næsta árs, sem sagt - að ef almenningur nær ekki endum saman, þá verður hann ekki drifkraftur hagvaxtar, með aukinni neyslu.

Það er því gríðarlega bagalegt, að ríkisstjórnin skuli hafa klúðrað endurreisn bankanna svo, að útlit er fyrir að geta þeirra til að veita eftirgjöf á skuldum, lækka greiðslubyrði skuldara, sýnist vera mjög klárlega afskaplega takmörkuð.

 

Hversu bagalegt þetta er, hefur nú byrst enn betur þegar loks er komin fram úttekt á vanda heimila í landinu:

Sjá skýrsluna: Skýrsla sérfræðingahóps um skuldavandann

 

Einhleypir

Hjón/sambýlisfólk

Alls

Eiga ekki fyrir neyslu

4.033

3.064

7.097

Eiga fyrir neyslu en eru í greiðsluvanda

6.324

4.342

10.666

Eru í greiðsluvanda

10.357

7.406

17.763

Eru í skuldavanda

9.341

11.007

20.348

Eru bæði í greiðslu- og skuldavanda

4.729

3.336

8.065

Eru í greiðslu- eða skuldavanda

14.969

15.077

30.046

 

Samantekt á vandanum:

  1. 1/3 fyrirtækja með neikvætt eigið fé.
  2. 50% fyrirtækja í vanskilum með lán við bankana.
  3. 24,4% heimila í greiðsluvanda!
  4. 27,95% heimila með neikvæða eiginfjárstöðu.
  5. 41,27% heimila í greiðslu- eða skuldavanda!
  6. 48.500 manns tóku út séreignarsparnað!
  • Aukin neysla/aukin fjárfesting eiga að knýja hagvöxt næsta árs!

Því miður verð ég að segja, að útlitið fyrir hagvöxt næsta árs, er alls ekki gott!

 

Ef ekki verður af hagvexti á næsta ári?

  • Þá tel ég víst, að bankakerfið muni gerast mjög fallvalt - en mig grunar að eiginfjárstaða sé þegar við núll eða jafnvel neikvæð, en þeir hafi nægt lausafé til að starfa - fyrst um sinn a.m.k.
  1. Slæmum lánum mun fjölga!
  2. Virði eigna mun lækka - svo færri lán reynist hafa fullnægjandi veð.
  3. Þá þarf ekki mikið til að slæm lán fari yfir 50%.
  • Ég spái því þá, að ríkisstjórnin muni lenda í því að þurfa að styrkja þá fjárhagslega - svo þeir falli ekki.
  • Á sama tíma, reynist halli einnig meiri en reiknað er með, þörf á niðurskurði meiri - samtímis því að fjárinnspýting auki skuldir ríkisins.
  • Meðan á þessu gengur, haldi gjaldþrotum áfram að fjölga og fjöldi þeirra sem leita sér eftir mataraðstoð áfram að aukast.
  • Ofan í þetta, bætist við brottflutningur fólks af landi brott.

Þ.s. ég er að tala um er ósjálfbært ástand - þ.s. stöðugt hækkandi skuldir, stöðug fækkun vinnandi handa, ásamt stöðugt vaxandi skuldum ríkisins - sem kallar á stöðugan viðbótar niðurskurð; sé líklegt til að framkalla jafnan og þéttan neikvæðan spíral fyrir hagkerfið.

Þetta er ósjálfbært vegna þess, að ef þessu heldur áfram, þá kemur fyrir rest einhvers konar hrun - og síðan gjaldþrot a.m.k. út á við!

Ég sé ekki neina betri leið til að snúa þessu við - en almenna afskrift!

  • En þ.e. einmitt málið, að almenn afskrift virkar best, vegna þess að hún afskrifar mest hjá millitekjuhópum.
  • En, það eru millitekjuhópar, sem eru kjarni neysluþjóðfélagsins - þannig að afskriftir hjá þeim skila mun meira til hagkerfisins, en afskriftir hjá lágtekjuhópum eingöngu.
  • En, áhersla vinstrimanna á afskriftir nær eingöngu hjá lágtekjuhópum og síðan þeim sem eru í óleysanlegum vanda, mun staðfesta hagkerfis stöðnunina - því slíkar afskriftir munu ekki skila aukningu neyslu eins og hin aðgerðin gerir, þ.s. lágtekjuhópar eru mun minna virkir þátttakendur í neysluþjóðfélaginu!
  1. Það má vera að þetta kosti minna í dag - þ.s. afskriftir lágtekjuhópa eru klárlega ódýrari vegna þess að þeir skulda lægri upphæðir.
  2. En, á móti fær ekki ríkið til sín þá tekjuaukningu, sem aukning neyslu getur skilað - sem er þá hreint tap á móti.

Því miður virðist ríkisstjórnin vera föst í feni skammtímasjónarmiða!

Niðurstaðan verður þá; hagvöxtur næsta árs langt undir væntingum!

Kostnaður vegna skuldavandræða mun þá fara stig vaxandi áfram og hætta á uppþotum magnast enn!

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sumarliði Einar Daðason

Miðað við þann efnahagsvanda sem herjar á þjóðina í dag þá er almenn neysla ekki lausnin. Okkur vantar að auka verðmæti til útflutnings. Hagkerfið og í reynd Ísland í heild sinni er gjaldþrota (að undanskildum þeim sem flytja út vöru eða þjónustu).

Aukin viðskipti innbyrðis á Íslandi frestar bara vandanum. Við erum háð viðskiptum við útlönd! Að færa fjármuni á milli handa innanlands lætur kannski ríkissjóð líta út betur í smá tíma en það endar bara með stærri skelli.

Sumarliði Einar Daðason, 13.11.2010 kl. 02:03

2 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Rétt - en það eru ekki margar leiðir í boði hafandi í huga að miðin virðar fullnýtt. Álverin starfa á hámarks afköstum. Einna helst að ferðamenn, geti skapað tekjuaukningu. Eins og sakir standa, lítur ekki vel út með frekari álversframkv.

Þ.e. hægt að hífa upp neyslu e-h þ.e. upp að því marki, að inn-/útflutningur sé í járnum. Þá er hagkerfið að framkalla hámarks lífskjör miðað við útflutnings verðmæti hvers tíma, svo fremi að innstreymi fjár vegna fjárfestinga sé ekki að skapa viðbótar svigrúm.

Vandi er að nýsköpun tekur tíma. Hún býður ekki upp á skjótfengna aukningu.

Ef þ.e. það eina í boði, er engin undankoma frá því, að semja við kröfuhafa Íslands þ.s. enga tekjuaukningu er að fá, til að redda okkur fyrir horn, áður en lán gjaldfalla. Þá náum við ekki yfir skaflinn framundan. 

Ef þetta er hin fyrirsjáanlega útkoma, er hin skynsama afstaða - að hefja samninga sem allra fyrst.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 13.11.2010 kl. 03:52

3 Smámynd: Eyjólfur G Svavarsson

Ein leið er að fullvinna sjávarafurðir hérna heima. það myndi skapa mörg störf og mikklar gjaldeyristekjur, en ekki flitja út óunnin fisk. bretar  eru með 5000 störf! Við að fullvinna físk frá Islandi. Hvað er í gangi hérna, þetta er maður búinn að horfa upp á í maörg ár!!!

Eyjólfur G Svavarsson, 13.11.2010 kl. 15:51

4 Smámynd: Arnór Baldvinsson

Sæll Einar,

Ég get ekki séð með nokkru móti að útlánastofnanir á Íslandi geti staðist næsta högg.  Það eru 65% af útlánum í vanskilum samkvæmt tölum sem ég sá nýlega - sum þessara lána sennilega útrásarlán, sem aldrei átti að borga hvort sem var.  Í gær var sagt frá að það væru rúmlega hundrað þúsund vanskilamál í gangi.  Vanskil hafa aukist mikið og skuldsetning er gífurleg - var orðin alltof mikil fyrir hrun og er nú orðin ofviða flestum einstaklingum og fyrirtækjum.  Það getur ekki farið hjá að margir af þessum einstaklingum og fyrirtækjum lendi í greiðsluþroti og sumir fari alla leið í gjaldþrot.  Hver sem niðurstaðan verður þá bara get ég ekki séð hvernig bankakerfið og aðrar útlánastofnanir geta tekið það á sig. 

Eins og þú bendir á þá var þessi 45% eða 50% afsláttur af lánasöfnum gömlu bankanna sennilega allt of lítill vegna þess hversu frámunalega léleg þau voru.  75% hefði sennilega verið nærri lagi, jafnvel 80%  Þá hefðu nýju bankarnir verið minni, en um leið haft mun betri lánastofna undir sér og átt mun meiri líkur á að geta innheimt þessi lán.  Það er því mismunur milli 50% og 75% og jafnvel þó við förum með þá tölu eitthvað neðar þá er samt stór munur þarna á og sá munur mun einfaldlega hverfa einhvern veginn.  Annað hvort með gjaldþrotum þar sem lítið sem ekkert fæst upp í skuldir og eignirnar færast til lánastofnana, eða með einhverskonar niðurfærslu skulda, niðurfellingu skulda eða hvaða öðrum aðgerðum. 

Menn geta látið sér hrylla við að þetta kosti hundruð milljarða, en sá kostnaður er þegar til staðar, það er bara spurning hvernig hann verður færður til.  Mér sýnist stjórnvöld vera alveg gallhörð á því að almenningur á að taka skellinn og í raun má segja að enginn annar geti það því þá dreifist þetta á alla þjóðina á einhvern hátt, en það er spurningin um hvort það er til réttlátari dreifing á þessum kostnaði.  En eins og ég segi þá er þessi kostnaður þegar til, það er bara ekki búið að taka á honum og finna út hvernig á að greiða hann.  Vaxtabóta aukning upp á 2-3 milljarða, eða hvað það nú var, dekkar mögulega 1% af kostnaðinum en breytir engu um hin 99% 

Ég spái að það verði annar skellur í bankakerfinu á næsta ári, sennilega í 3. eða 4. ársfjórðungi.  Ég hef grun um að bankarnir séu þegar mjög veikir og þegar vaxandi holskefla af greiðslustöðvunum og greiðsluþroti blasir við fyrirtækjum og einstaklingum, sem ég held að verði í fyrsta ársfjórðungi á næsta ári, þá getur ekki öðruvísi farið en að það fari að halla undan fæti.  Eins og þú sagðir, þá voru (nýju) bankarnir veikir í upphafi og mér er ómögulegt að sjá af þeim tölum sem hafa verið á floti í fjölmiðlum og annarsstaðar undanfarið en að heilsa þeirra hafi síst batnað!  Menn eru enn að berjast við að greiða, og sumir hafa að sjálfsögðu nóg til þess, en það er vaxandi fjöldi fyrirtækja og einstaklinga sem er að lenda í þroti - getur enn greitt en er að ganga á eignir og sparnað, sem gengur aldrei til lengdar. 

Kveðja,

Arnór Baldvinsson, 13.11.2010 kl. 19:31

5 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Eyjólfur G Svavarsson, 13.11.2010 kl. 15:51

EES flækir fyrir með sínum víðtæku reglum gegn samkeppnis hindrunum.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 14.11.2010 kl. 03:05

6 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Arnór Baldvinsson, 13.11.2010 kl. 19:31

Það verður að dreifa kostnaðinum heilt yfir, þ.e. ómögulegt að láta núverandi vinnandi kynslóðir bera þær allar. Þá drukkna þær svo rækilega í skuldum, að þjóðfélagið þyrfti a.m.k. ár til að losna úr skuldakreppunni. 

Ég held að tillaga hagfræðings sé skynsamleg, að endurtaka endurskipulagningu bankakerfisins, þ.e. "good bank / bad bank strategy".

Ég hugsa, að annað af tvennu þurfi innlán að færast yfir gegn tiltekinni upphæð t.d. 20þ. Evru viðmiðinu, eða gegn hlutfalli t.d. 50% eða jafnvel lægra. 

Síðan þarf að lækka vexti á bindingu lífeyrissjóða í 2% úr 3,5%. Þá geta þeir farið að fjárfesta í öruggum pappírum eins og þískum rýkisbréfum svo töpum ætti að fækka, auk þess að hægt ætti að vera að lækka raunvexti í hagkerfinu, sem hafa verið alltof háir og staðið nýfjárfestingum fyrir þrifum.

Krónan þarf sennilega aftur að verðfalla um 20-40%, með tímabundið aftengdri vísitölu. Þá lækka eignir lífeyrissjóða nokkuð bundin í lánum.

En, á móti ætti að koma kerfi sem væri raunverulega sjálfbært. Lækkað vaxtastig, ætti að bæta möguleikann á nýfjárfestingum. Við verðum mjög ódýr hér um hríð, svo það hjálpar einnig.

Síðan, þ.s. skuldir eru lægri, um leið og tekjur fara upp, hverfur skuldakreppa almenning fremur fljótt.

--------------

Því miður er sennilega er svokallað "haircut" á erlendar skuldir óhjákvæmilegt. Samningar um slíkt þurfa að fara fram, áður en varasjóðir teknir að láni ganga til þurrðar.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 14.11.2010 kl. 03:17

7 Smámynd: Arnór Baldvinsson

Sæll Einar,

Sammála - þetta þarf að dreifast einhvernvegin, bæði í fjölda og tíma.  Vandamálið held ég að sé einmitt að allar þessar verð- og vísitölubindingar síðustu áratuga eru orðin margfalt verri en verðbólgan sem þær voru settar til höfuðs.  Útkoman er hagkerfi sem var orðið svo samtvinnað að hrunið setti allt í rembihnút. 

Ótakmörkuð ríkistrygging (innlendra) inneigna með neyðarlögunum held ég að hafi verið mistök, EN þó verður að segjast að ég hef afskaplega litla samúð með bankakerfinu eftir hrunið.  Það tók þátt í samansaumaðri glæpastarfsemi og á að borga fyrir hana!  Bankarnir áttu að mínu mati að fara í gjaldþrot, en ég geri mér líka grein fyrir að það var úr vöndu að ráða þegar allt draslið var að hrynja og leit út fyrir að allt færi með því!  En ég sé ekki að núverandi bankar geti lifað. 

Kveðja,

Arnór Baldvinsson, 14.11.2010 kl. 09:18

8 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Þurfum líka að stytta kreppuna úr 15 árum eða þaðan af meir, eins og nú stefnir í. Því þá fækkar svo mikið fólki hér. Þá getur stefnt jafnvel í hærra hlutfall brottfluttra en milli 1880-1900.

Eitt af því sem þarf sennilega að fjúka er sjálf verðtryggingin. En lágmarks breyting er lækkun vaxta eins og ég lýsti að ofan.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 14.11.2010 kl. 12:14

9 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Eitt enn, það getur verið að við í vissum skilningi þurfum á þessari viðbótar kreppu að halda, en sögulega séð verða breytingar á því hvernig grunnþættir eru skipulagðir í kreppum.

Mig grunar að tilteknar grunnbreytingar eins og þær sem ég nefndi, séu ekki framkvæmanlegar, nema við aðstæður nýs hruns.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 14.11.2010 kl. 12:17

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 27
  • Sl. sólarhring: 30
  • Sl. viku: 271
  • Frá upphafi: 847385

Annað

  • Innlit í dag: 27
  • Innlit sl. viku: 268
  • Gestir í dag: 27
  • IP-tölur í dag: 27

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband