41% heimila er skulda fasteignalán í vanda. Skv. mínum skilningi á niðurstöðum sérfræðingahóps um skuldavanda heimila

Skýrsla sérfræðingahóps um skuldavanda heimila, virðist við fyrstu sýn vera mjög mikilvægt plagg.

Ekki síst vegna þess, að hún ætti að jarða í eitt skipti fyrir öll, mótbárur þeirra sem halda því fram, að vandinn sé óverulegur.

En niðurstaðan er skýr, vandinn er gríðarlegur. Hann er útbreiddur. Þetta er mjög alvarlegt þjóðfélagsmein!

Það þarf öflugar mótaðgerðir, hið allra fyrsta!

 

Sjá skýrsluna: Skýrsla sérfræðingahóps um skuldavandann

 

Fasteignaskuldir heimila 1. október 2010.

Milljarðar króna

Verðtryggð fasteignalán

1.236

Gengistryggð fasteignalán 1)

117

Óverðtryggð fasteignalán

39

Fasteignalán, alls

1.392

1) Fyrirvari er um þessa fjárhæð vegna dóma Hæstaréttar.

 

  • Þarna sést hver upphæð fasteignaveðlána er. Skv. þessu þ.e. upphæðinni 1.392 ma.kr. eru fasteignaveðlán mjög hátt hlutfall af landsframleiðslu, sem skv. 3. Áfangaskýrslu AGS var 1.620,5 ma.kr.
  • 1.392/1.620,5 = 86%

 

Fasteignaskuldir heimila eftir lánveitanda 1. október 2010

Íbúðalánasjóður

 

579

Lífeyrissjóðir

183

Bankar og sparisjóðir

630

Fasteignalán alls

1.392

 

  • Þarna sést að Lífeyrissjóðir eiga minnst af fasteignalánum, af þeim meginstofnunum þjóðfélagsins sem eiga fasteignaveðlán.

 

 

Hlutfall lántaka með yfir 90 daga vanskil

Viðskiptabankar

10,4%

Íbúðalánasjóður

6,4%

Lífeyrissjóðir

4,0%

 

  • Tölurnar um hlutfall vanskila, hafa mjög mikið verið misnotaðar af fj. fólks, til að ýja að því að skuldavandi heimila, sé óverulegur.

 

  • "Úttekt séreignasparnaðar. Frá mars 2009 til júlí 2010 hafa heimilin tekið út séreignasparnað sem nemur um  40 milljörðum króna og hafa um 48.500 þús. manns nýtt sér þessa heimild."

Þessar upplýsingar koma fram í skýrslunni og eru mjög sláandi, þ.e. að það nálgist 50þ. manns, sem talið hafa sig hafa þörf fyrir að taka út séreignasparnað. Þ.s. ég efast um að fólk geri það upp til hópa af nauðsynja lausu, þá bendir þetta til að tölur nefndarinnar um skuldavandann, sé síst ofmat!

 

  • Í október 2009 voru sett lög nr. 107/2009 um að öll fasteignalán skuli taka greiðslujöfnun frá og með nóvember 2009, nema viðkomandi lántaki segi sig frá henni. Í kjölfarið sagði rétt um helmingur lánþega sig frá greiðslujöfnuninni, þannig að einungis um helmingur fasteignalána eru í dag með greiðslujöfnun.
  1. Hafa ber í huga að það eru meiri líkur en minni til þess að þeir sem eru með greiðslujöfnun hafi séð fram á greiðsluvanda og því valið þessa leið og þá um leið meiri líkur en minni til þess að þeir sem ekki sáu fram á greiðsluvanda hafi ákveðið að segja sig frá henni.

  2. Þar af leiðandi má leiða að því nokkuð góðar líkur að vanskil væru meiri ef greiðslujöfnun hefði ekki komið til.

Þetta eru einni sláandi upplýsingar, að liðlega helmingur heimila taki þátt í greiðsluaðlögun. En, hún er hagstæð fyrir skuldara um þessar mundir, meðan laun eru lág og lækkandi. En, þetta snýst við og mun gera greiðslubyrði meiri en ella, ef það tekst að umsnúa kreppunni í hagvöxt, þannig að laun fari að hækka á ný. Þá munu skuldarar greiða í staðinn hærra af lánunum en ella.

 

  • "Þann 25. október voru 2.117  einstaklingar (2,17% af heildarfjölda einstaklinga) með lán í frystingu hjá stóru viðskiptabönkunum þremur."

Þennan hóp ætti í reynd að leggja beint við lán sem ekki eru í skilum, því klárlega eru lán ekki fryst ef viðkomandi hefði möguleika til að standa skil!

 

  • Leiðrétting höfuðstóls. Um 3.500 einstaklingar hafa fengið leiðréttingu á höfuðstól lána hjá bönkunum, alls að fjárhæð 12  ma.kr. 

  • 110% leið. Rúmlega 1.600 manns hafa fengið afskrifaðar skuldir í bönkum eftir hinni svonefndu 110% leið að upphæð 8 ma.kr. 

  • Sértæk skuldaaðlögun.  Þann 25. október sl. höfðu bankanir afgreitt alls  138 einstaklinga í sértækri sértæka skuldaaðlögun og svipaður fjöldi mála er nú í vinnslu.

  • Umboðsmaður skuldara var með  1.104 mál í vinnslu þann  1. október sl.  Af þeim voru 804 vegna greiðsluaðlögunar.  Þann 14. október sl. breyttust lög um greiðsluaðlögun á þann veg að frestun greiðslna hefst þegar við móttöku umsóknar. 

Eins og sést af þessum tölum, þó nokkur hópur hafi nýtt sér hin mismunandi úrræði, virðist af tölum teknum saman um fj. fólks í vanda, sem að samt sem áður séu tiltölulega fáir að nýta sér þessi úrræði.

 

  • 72.800 heimili alls með fasteignaskuldir!

Hærra neysluviðmið(neysluviðmið Umboðsmanns skuldara + 100%)

 

Einhleypir

Hjón/sambýlisfólk

Alls

Eiga ekki fyrir neyslu

4.033

3.064

7.097

Eiga fyrir neyslu en eru í greiðsluvanda

6.324

4.342

10.666

Eru í greiðsluvanda

10.357

7.406

17.763

Eru í skuldavanda

9.341

11.007

20.348

Eru bæði í greiðslu- og skuldavanda

4.729

3.336

8.065

Eru í greiðslu- eða skuldavanda

14.969

15.077

30.046

 

  • Skv. þessu eru 30.046/72.800 = 41,27% hlutfall heimila í greiðslu- eða skuldavanda!
  • Heimili í greiðsluvanda 17.763/72.800 = 24,4%
  • Heimili í skuldavanda 20.348/72.800 = 27,95%
  • Heimili í gr.- og skuldavanda 8.065/7.2800 = 11,08%
  • Heimili í skuldavanda, eru þau sem skulda umfram veðhæfi eignar.
  • Heimili í greiðsluvanda, þau sem eiga í erfiðleikum með að greiða af lánum.
  • Samtalan er því yfir heimili sem annaðhvort ráða ílla við sínar skuldir eða skulda meira en virði eignar.

  • Það er virkilega mikilvægt að loks hafa fengið þessar tölur. Þær leiðindaraddir sem lengi hafa talað vandann niður, ættu nú að þagna!

 

----------------------------tekið beint úr skýrslu

Gagnlegt getur verið að skipta þeim heimilum sem eru með fasteignaskuldir í fimm  hópa.

Hópur 1. Eru í greiðsluvanda, þ.e. greiðslubyrði lána eða upphæð húsaleigu er hærri en greiðslugeta þeirra segir til um, og eru í umtalsverðum vanskilum.

Hópur 2. Í skuldavanda, þ.e. skuldir eru umfram eignir.

Hópur 3. Eru ekki með nægjanlegar ráðstöfunartekjur til að standa undir greiðslum af lánum. Hefur hins vegar tekist að standa í skilum með lán með því  að taka út séreignarsparnað, ganga á annan sparnað eða losa fé á annan hátt.    

Hópur 4. Hefur tekist að standa í skilum með því að draga verulega úr neyslu.

Hópur 5. Eru með háar ráðstöfunartekjur og fer létt með að greiða af húsnæðislánum.

  • Í þessari skýrslu er sjónum einkum beint að þeim sem eru í greiðsluvanda og að nokkru þeim sem eru í öðrum hópnum.
  • Hópur þrjú er viðkvæmur að því leyti að ekki má við miklu til að hann lendi í vanda.
  • Besta vörnin gegn því eru að skapa skilyrði til hagvaxtar sem mun auka ráðstöfunartekjur þess hóps sem annarra.

----------------------------

Ég get ekki verið meira sammála, en þeirri ábendingu að hagvöxtur sé mikilvæg leið til að bæta stöðu skuldara. 

Því liggur mjög á að koma hagvexti af stað, því lengur sem líður í samdrætti því verri verður staða allra.

 

----------------------------tekið beint úr skýrslu

  • Sértæk skuldaaðlögun og greiðslujöfnun: Þessi aðgerð hefði í för með sér að heimilum í greiðsluvanda myndi fækka um 2.100 heimili, eða um 29,5%. Með greiðslujöfnun á öll lán myndi fólki í greiðsluvanda fækka um tæplega 1.550 eða um 20%. Kostn.: 12,9 ma.kr.
  • Flöt niðurfærsla skulda: Í þessu mati er eingöngu tekin til skoðunar niðurfærsla höfuðstóls um 15,5%. Þessi aðgerð hefði í för með sér að fólki sem eru í greiðsluvanda fækkar um 1.500 eða 21%. Þegar hærra viðmiðið er lagt til grundvallar fást hærri tölur eða að fólki í greiðsluvanda myndi fækka um 2.100. Í því fráviksdæmi eru mun fleiri heimili í greiðsluvanda og hlutfallsleg fækkun yrði 19,4%. Kostn: 186 ma.kr.
  • Niðurfærsla skulda m.v. upphaflega lánsfjárhæð: Þessi aðgerð hefði í för með sér að fólki sem eru í greiðsluvanda fækkar um 1.250 eða 17,6%. Ef hærra neyluviðmiðið er lagt til grundvallar yrði fækkunin meiri eða 1.750.  Í því fráviksdæmi eru mun fleiri heimili í greiðsluvanda og hlutfallsleg fækkun yrði 16,4%. Kostn.: 155 ma.kr.
  • Niðurfærsla skulda að fasteignamati: Þessi aðgerð hefði í för með sér að heimilum í greiðsluvanda myndi fækka um 1.250 eða 17,6%. Ef hærra neysluviðmiðið er lagt til grundvallar yrði fækkunin 1.470.  Í því fráviksdæmi eru mun fleiri heimili í greiðsluvanda og hlutfallsleg fækkun yrði 13,8%. Lækkun niður í 100% af fasteignamati kostar hins vegar um 125 milljarða króna. Væri sett á þak á niðurfærslu t.d. sem nemur 20 m.kr. á hvert heimili myndi kostnaður við 110% leiðina lækka um rúma 10 milljarða kr.
  • Hækkun vaxtabóta: Sú hækkun vaxtabóta sem hér er lýst hefði í för með sér að heimilum í greiðsluvanda myndi fækka um 1.450 eða sem nemur 20,5%. Þegar fjöldi heimila í greiðsluvanda er metin eftir hærra neysluviðmiðinu fjölgar í hópi þeirra sem eru með hærri tekjur..Af þessu leiðir að allstór hluti þeirra sem teljast í greiðsluvanda eftir hærra neysluviðmiðinu fá lægri vaxtabætur en áður. Niðurstaðan er sú að heimilum í greiðsluvanda eftir þessu viðmiði fækkar um 1.050 eða sem nemur 10% heimila í vanda.  
  • 8.5  Lækkun vaxta á fasteignalánum í 3%: Lækkun vaxta af húsnæðislánum myndi hafa í för með sér að heimilum í greiðsluvanda myndi fækka um 2.600 eða 36,3%. Metið á fráviksdæminu með hærra neysluviðmið myndi heimilum í geiðsluvanda fækka enn meira eða um 3.770 sem er 35,3% af heimilum í greiðsluvanda með þessari viðmiðun. Miðað við að verðtryggð fasteignalán séu um 1240 milljarðar króna kostar þessi leið lánveitendur um 250 milljarða króna.
  • Stiglækkandi niðurfærsla að fasteignamati: Þessi leið hefði í för með sér að heimilum í greiðsluvanda myndi fækka um 1.450 eða 20,5%. Metið á fráviksdæminu með hærra neysluviðmið myndi heimilum í geiðsluvanda fækka enn meira eða um 1.800 sem er 16,7% af heimilum í greiðsluvanda með þessari viðmiðun. Kostn.: 135ma.kr.
----------------------------

Varðandi val leiða, þá finnst mér ekki það vera höfuðatriði hver kostnaðurinn er við viðkomandi leið. 

  1. Kostnaður auðvitað er mikilvægt atriði.
  2. En, hitt finnst mér einnig skipta miklu máli, er árangurinn sem viðkomandi leið skilar.
  3. Í því skyni þurfum við þá einnig að vega og meta, hvað það akkúrat er sem við viljum ná fram! 
  4. Mikilvægt atriði í mínum augum, er að stuðla að hagvexti.
  5. Ekki síður en það markmið, að fækka fólki í vandræðum.
  • Í mínum augum er það einmitt einn höfuðkostur flats niðurskurðar, að þá fái margir þeir sem ekki eru í vanda einnig skuldalækkanir.
  • Ég veit að jafnaðarmenn og aðrir vinstri menn eru þessu gríðarlega ósammála, og telja einmitt þetta atriði sérdeilis ósanngjarnt.
  • En einhvern veginn þurfum við einnig, að framkalla þann hagvöxt upp á 2,1% sem Seðlabankinn, vill að eigi sér stað á næsta ári, og drifkraftur hans á að vera aukning neyslu og aukin fjárfesting.
  • En, flöt lækkun ætti einmitt að vera hvað öflugasta leiðin, til að efla framlag neytenda og einstaklinga til hagvaxtar.
  • Að því leiti hefur hún því kost yfir aðrar leiðir.
  • Tekjuaukning vegna aukinnar veltu hagkerfisins kemur því á móti kostnaði.
  • Að auki, þá er eðlilegt að draga frá þann gróða sem á sér stað, með því að skuldurum í vanda fækkar, gæði lánasafna batnar o.s.frv.

Ég er þó einnig skotinn í leiðinni, að lækka vexti verðtryggðra fasteignalána í 3%!

Þ.e. ekki síður nauðsynleg aðgerð, myndi lækka raunkostnað við 40 ára fasteignalán um rúml. 20%, en ekki síst stuðla að lækkun vaxta í þjóðfélaginu.

Ef út í það er farið, þarf að gera hvorttveggja. En, þá ef til vill má lækkun lána yfir línuna vera lægra hlutfall - ef til vill úr 16% í 10%.

Saman væri þetta mjög öflug leið fyrir skuldara - sjá hér útlistun á þeirri leið: Leita þarf varanlegra lausna! Vek athygli á hugmyndum Ottó Biering Ottósonar hagfræðings

 

Hagsýn 1. tbl. 1. árg. 9. nóvember 2010 

  1. Í kjölfar erfiðrar fjármálakreppu er endurskipulagning skulda fyrirtækja mikilvæg forsenda fjárfestingar og þar með hagvaxtar til framtíðar.
  2. Yfirskuldsett fyrirtæki geta ekki bætt við sig nýju starfsfólki eða fjárfest í nýjum og bættum framleiðslutækjum þrátt fyrir bætta samkeppnisstöðu hagkerfisins.
  3. Útflutningsdrifinn hagvöxtur mun því láta á sér standa og atvinnuleysi dregst ekki saman sem skyldi. 
  4. Án aukinnar fjárfestingar verða hagvöxtur og lækkun atvinnuleysis illleysanleg verkefni.
  5. Mikilvægt er að bankarnir nýti það svigrúm sem þeir hafa til að halda lífi í fyrirtækjum með sterkan rekstrargrunn.
  6. Nái lífvænleg fyrirtæki ekki endum saman er hætta á stöðnun atvinnulífsins í lengri tíma.

  • Þetta er niðurstaða starfsm. Viðskiptaráðuneytis, að án lækkunar greiðslubyrði eða lækkunar skulda atvinnulífsins, muni hagvöxtur ekki nást fram.
  • Þessu sama má beina að einstaklingum, því neysla er einnig hluti af hagvexti, og ef létt er undir með þeim, þá eykur það möguleika á hagvexti.


En einhvernveginn þarf að skapa forsendur fyrir draumum Seðlabankans um 2,1% hagvöxt á næsta ári, drifinn af aukningu neyslu og fjárfestinga.

Annars verður bara ekkert af þeim hagvexti!

 

Niðurstaða

Ég fagna skýrslu sérfræðingahópsins. Hún er mikilvægt plagg. Hún einnir jarðar væntanlega með endanlegum hætti, fullyrðingar þeirra, þá gagnumræðu, að ástand skuldara/almennings sé ekki alvarlegt, að þeir sem eru í vanda séu tiltölulega fáir o.s.frv.

Varðandi val á leiðum, þá ber að mínu mati að íhuga einnig framlag þeirrar leiðar til hagvaxtar, ekki síður en skilvirkni leiðar til fækkunar fólks í skuldavanda.

Ég vill leggja þau sjónarmið að jöfnu!

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Einar, ég hélt að ég fengi aldrei blogg frá þér eða Marínó um tölurnar á bak við skynsemina, söðlaði samt fák minn og lagði í orrustu, vitandi það að þetta væri svona.

En mikið er gott samt að vita það, svona talnalega.

En meðan ég man, eitt, eru öll lán inn í þessu, námslán, bílalán, VISALÁN, yfirdráttur, er þetta hin raunverulega skuldastaða heimilanna, það er hlutfallslega???

En mig langar að benda þér á eitt með vextina, það er svona pennastriksaðgerð.  Gallinn við hana er sá að það er jafn auðvelt með pennastriki að breyta því til baka.

Flöt höfuðstólslækkun er eitthvað sem þarf að vera löglegt, það er sett lög um, og það hlýtur að þurfa að gefa út ný bréf eða eitthvað sem staðfesta gjörninginn.

Hitt er bara orð, orð sem halda ekki í næstu kreppu, þá verða vextirnir hækkaðir með einhverjum rökum, sagt að þeir séu lágir í sögulegu samhengi, eða miðað við önnur lönd eða eitthvað.

Sagan kennir að orðum á aldrei að treysta.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 11.11.2010 kl. 00:06

2 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Ómar Geirsson, 11.11.2010 kl. 00:06 En meðan ég man, eitt, eru öll lán inn í þessu, námslán, bílalán, VISALÁN, yfirdráttur, er þetta hin raunverulega skuldastaða heimilanna, það er hlutfallslega???

Einungis þau sem eru með veð í húsnæðinu!

Svo þarna vantar inn VISA og EURO skuldir, bílalán með veð einungis í bílnum, yfirdráttarskuldir o.s.frv.

"En mig langar að benda þér á eitt með vextina, það er svona pennastriksaðgerð.  Gallinn við hana er sá að það er jafn auðvelt með pennastriki að breyta því til baka."

Út af fyrir sig. En, þ.e. mjög nauðsynlegt að lækka vexti. Ég er viss um að þessir himinháu raunvextir þ.e. 6% að meðaltali, hafi átt stóran þátt í fyrri gjaldþrotahrynum þ.e. loðdýraævintýrinu, fiskeldisævintýrinu o.s.frv.

Þeir einnig magna upp hvata fjárfesta til að taka mikla áhættu, þ.s. eftir allt saman er þumalfingursregla að því hærri vextir því stærri sénsa þarftu að taka.

"Flöt höfuðstólslækkun er eitthvað sem þarf að vera löglegt, það er sett lög um, og það hlýtur að þurfa að gefa út ný bréf eða eitthvað sem staðfesta gjörninginn."

Þ.e. sjálfsagt rétt.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 11.11.2010 kl. 20:06

3 Smámynd: Ómar Geirsson

Takk Einar.

Þetta sem þú segir um lánin, er grafalvarleg fölsun, þá segir skýrslan ekkert til um gjaldhæfi heimilanna.

Vona að þú pistlir um þessa vöntun eða vekir athygli á henni á einhvern hátt.

Sammála þér um vextina, en tel að það komi Hrunskuldum verðtryggingar ekkert við.

Ég á milljón pistla um vaxtaokur, byggi á Stiglitz.  En það er stöðugt áreiti, að berjast fyrir lægri vöxtum og nýrri peningamálastefnu.

Samt finnst mér tónninn vera annar í dag, það var viss sáttartónn í Jóhönnu, og Lilja, eini stjórnarliðinn með hagvit, hún var bjartsýnn.

Þannig að þetta stöðuga andóf í bloggheimum, því ekki hefur það verið í fjölmiðlum, það skilar einhverju, vonandi einhverju sem skiptir máli.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 11.11.2010 kl. 21:38

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 20
  • Sl. sólarhring: 35
  • Sl. viku: 506
  • Frá upphafi: 847161

Annað

  • Innlit í dag: 20
  • Innlit sl. viku: 482
  • Gestir í dag: 20
  • IP-tölur í dag: 19

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband