Spurning hversu miklu máli það skiptir - að NATO ætlar að senda Úkraínu a.m.k. 100 Vestræna skriðdreka er tæknilega taka rússneskum skriðdrekum langt fram! Sumir fullyrða 100 Vestrænir, skipti ekki sköpum - meðan aðrir halda öðru fram!

Skriðdrekarnir sem stefnir í að Úkraínumenn fái -- er 14 Challenger 2, 31 M1 Abrahams, þegar liggja fyrir loforð um a.m.k. 40 Leopard skriðdreka -- óvissa er enn um endanlegan fjölda Leopard 2; en mögulegt þeir verði á endanum 100 - jafnvel flr. en 100.
--Heildarfj. gæti orðið á bilinu 100 - 150.

Bandaríkin ætla að láta Úkraínu fá: M1 -- beint frá framleiðenda!
Það þíðir að þeir taka mánuði að skila sér til Úkraínu.
Þannig að M1 skriðdrekarnir, ný framleiddir - þá af nýjustu gerð.
Skila sér líklega ekki fyrr en - síð-sumars, eða jafnvel um haust.

  • M1 skriðdrekarnir munu því ekki skipta máli, líklega, um átök vors og sumars.

File:Tank Leopard 2A7 NATO Days 2022.jpg

Leopard 2:

Þyngd - A6 62,3 tonn.
Þyngd - A7 66,5 tonn.

Ekki er birt þyngd -- þegar umfram-brynvörn er notuð.
Þ.e. boltuð-á auka-brynvörn. En ef notuð, bætir nokkrum tonnum við.
--Möguleg þyngd gæti því verið allt að: 70 tonn.

Aðalvopn er -- 120mm smooth bore fallbyssa.
Brynvörn er Chopham -- er tekur brynvörn rússn. farartækja fram.

Hraði er 70km / Drægi er 340km.
Vélarafl 1.500hestöfl dísil.

Munur milli A6 og A7 er fullkomnari miðunar-búnaður.
Og öflugari radar og turn er hefur hraðari snúning.

  • Það gerir A7 týpunni mögulegt að skjóta niður, þyrlur og lágfleygar flugvélar.
    Með megin-vopninu.

File:Challenger 2 Main Battle Tank patrolling outside Basra, Iraq MOD 45148325.jpg

Chellengar 2:

Þyngd 64 tonn - án auka-brynvarnar.
Þyngd 74 tonn - með auka-brynvörn.

Aðalvopn 120mm -- riffluð fall-byssa.
--Bretar eru þeir einu, er enn nota - rifflaða byssu.

Til stendur að skipta út aðalvopni Challenger 2 fyrir sama vopn og á Leopard 2.
Samtímis mundi Challenger 2 fá nýjan turn með fullkomnari radar og miðunarbúnaði, ásamt því að hafa hraðan snúning eins og á Leopard A7.
--En það hefur ekki enn verið gert.

Rifflaða byssan, getur ekki notað -- standard NATO skot.
Heldur einungis sérstök skot er Bretar hafa smíðað sjálfir.
--Nýlega í samanburði, kom í ljós þýska skriðdreka-skotið er ívið betra.

Challenger 2 hefur ekki getu sem Leopard A7 hefur, til að skjóta niður þyrlur og flugvélar -- bendi á að sama á við um Leopard A6.

Hámarkshraði 60km. / Drægi 550km.
Vélarafl 1.200hestöfl dísil.

File:Alabino05042017-40.jpg

T72 -- mest notaður af Rússum í Úkraínu!

Þyngd 41,5 - 44,5tonn hærri talan gæti verið, ásamt viðbótar-brynvörn.

Aðalvopn 120mm smooth bore fallbyssa.

Rússneska vopnið hefur minna afl heldur en meginvopn Challenger 2 og Leopard 2.
Virðist um að kenna, einhverju leiti týpu af -autoloader- sá skriðdreki notar.
En fyrir hann er fallstykkjum raðað lárétt - er takmarkar lengd þeirra.
Það þíðir, að Rússar urðu að minnka sprengi-hleðsluna m.ö.o. stytta hana.
Annars kæmist áhöfnin ekki fyrir í skriðdrekanum, milli skothylkjanna sitt hvoru megin.

Í Írak 2003 kom í ljós, að megin-vopn T72 hafði ekki afl til að skjóta í gegnum fram-brynvarnir þeirra M1 skriðdreka er þá voru notaðir, né Challenger 2.
--Þessi galli á líklega enn við, T72 þ.s. allir rússn. T72 nota sama autoloader.

Hámarkshraði er 70km. -- drægi 460km. Vélarafl 750hestöfl dísil.

File:Средний танк Т-62.jpg

T-62 -- athygli vakti er 50 ára gamlir T62 sáust í Úkraínu sl. sumar!

Óþekkt er hver hátt hlutfall skriðdreka er Rússar beita eru T62.
En síðan sl. sumar hafa þeir gerst sífellt meir áberandi.

  • Ath. þeir skriðdrekar voru þegar taldir úreltir á 9. áratug 20. aldar af Sovétríkjunum.
    En þeir eru tæknilega einfaldir.

Aðalvopn 115mm smooth bore.

Þyngd 37 tonn.
Hraði 50km. -- drægi 450km. -- vél 580 hestöfl dísil.

Alveg öruggt megin-vopn þeirra, dregur ekki í gegnum frambrynjur Vestrænu tækjanna.
Samtímis var brynvörn þeirra metin - ónóg af Sovétríkjunum, þegar 1980.
--Einfaldlega, dauðagildrur fyrir áhafnir.

File:T-90M.jpg

T90 er fullkomnasti skriðdreki Rússa í fjöldaframleiðslu!

Þar sem T90 er byggður á T72, og notast við uppfærða útgáfu af undirvagni T72 -- tel ég fullvíst að hann noti sama -autoloader- og T72.
Hann sé því líklega með sama galla og T72 -- meginvopn skorti nægilegt afl.

T72 hefur þó vel varðan turn, sem sé með - composite - brynvörn, sem Rússar sjálfir hafa hannað; og því líklega betur varinn á turninum en aðrir rússn.skriðdrekar.

En undirvagn hafi - stálbrynvörn - því líklega ca. sú sama og á T72.

  • Á myndum virðist T72 yfirleitt þakinn af ERA (Explosive Reactive Armor)er veitir vörn gegn - high-explosive shaped charge warheads.
  • Það þíði, að hann sé a.m.k. betur varinn gagnvart skriðdreka-vopnum er beiti slíkum sprengi-hleðslum.

Hinn bóginn, veita ERA tiles -- enga vörn gegn, solid core penetrator.
-----------

Því ættu Vestrænu skriðdrekarnir ekki eiga í vandræðum með að skjóta T90 í spað.
Og líklega komast skot T90 einfaldlega ekki í gegnum frambrynjur Vestrænu skriðdrekanna.

Þyngd 46 - 48 tonn.

Aðalvopn 120mm smooth bore.

Hraði 60km. -- drægi 550km. -- vélarafl 840 eða 1000 hestöfl.

 

Málið sé einfaldlega að Rússnesku skriðdrekarnir séu -- outclassed!
Líklega þar af leiðandi yrðu bardagar afar -- einhliða.

  1. Sumir halda því fram, að Seinni-Styrrjöld sanni annað -- að tæknilega outclassed andstæðingur geti samt unnið - m.ö.o. fjöldi sé eina sem máli skipti.
  2. Hinn bóginn er það ekki rétt, að Bandar. hafi ekki haft -- tæki er drógu í gegnum brynvarnir Panther og KingTiger.

M10 - M18M36M4A3(76) Sherman, gátu allir skotið í gegnum frambrynju Panther.
Meðan að M36 gat einnig skotið í gegnum frambrynju KingTiger.

  • M10 - M18 - M4A3(76) Sherman höfðu 76mm fallbyssu, er var öflugari en eldri 75mm.
  • M36 var með 90mm byssu, er gat skotið í gegnum hvað sem til var 1944-1945.

Bretar voru einnig með tæki er gátu skotið í gegnum brynju Panther: Sherman Firefly.
Hann var með nýrri 7 tomma byssu Bretar notuðu eftir seinna stríð í Centaurion.
Sú var nægilega öflug til að skjóta í gegnum frambrynju Panther.

  1. Sannarlega er það rétt, meginþorri M4 Sherman í Frakklandi 1944, voru eldri framleiðslutýpur með einungis -outclassed- 75mm vopn sem var vonlaust gegn Panther.
  2. Þ.s. framleiðsla Sherman M4A3(76)hófst ekki fyrr en síðla árs 1943, var sennileg ekki nema í besta falli -- 10% Sherman skriðdreka í Frakkl. með 76mm vopnið.

Hinn bóginn, voru M10 og M18 skriðdreka-banarnir með 76 vopninu, í Frakkl. frá byrjun.
Meðan að M36 kemur í framleiðslu 1944 - tja eins og KingTiger.
--Sem þíddi báðar týpurnar komu fram ca. á sama tíma.

  1. Það var aldrei þannig, að bandamenn væru -- outclassed -- gagnvart Þýskalandi.
  2. Sama átti við um Sovétríkin -- þá, þ.e. T34(85) með 85mm vopni, hafði sambærilegan skotkraft er einnig dugði til að skjóta í gegnum frambrynju Panther.
  • Að auki áttu Sovétríkin Stalin2 og Stalin3 -- með 120mm vopni.
    Er skaut í gegnum brynvörn KingTiger.

Punkturinn er einfaldlega sá -- að þ.e. ekki hægt með því að vísa til Seinni-Styrrjaldar, að nota rök á grunni hennar.
--Til að staðhæfa, að 100 Leopard 2 ásamt 14 Challenger 2 - séu ekki hugsanlega decisive.

Segi auðvitað hugsanlega - því einungis reynslan mun sína fram á hvað gerist!

 

Niðurstaða

Það að ljóst er líklega að Úkraína fær sennilega a.m.k. 100 Leopard 2 skriðdreka, hugsanlega e-h flr. Ásamt 14 Challenger 2 skriðdrekum.
Mun örugglega draga verulega eða minnka til muna möguleika þess.
Að sennileg vor-sókn eða snemm-sumars sókn Rússlands.
Sem talin er að geti haft hugsanlega allt að 1mn.
--Skili e-h er nálgast þeim árangri Pútín líklega stefnir að.

Það sé óvíst að svo miklu munar að þessi gjöf NATO leiði til sigurs Úkraínu.
En það að fá þessa skriðdreka með algera tæknilega yfirburði yfir þá skriðdreka.
Sem Rússland hefur til þessa beitt í Úkraínu -- mun án vafa muna mjög mikið um.

Svokallaður - T14 Armada skriðdreki, hefur hingað til ekki sést í Úkraínu.
Ég hef efasemdir að sá hafi yfir höfuð fram til þessa verið settur í fjöldaframleiðslu.

  • Rökin eru einföld, ef Rússar ættu hann í magni - hefðu þeir notað hann.

Harðir bardagar halda enn áfram í Donetsk héraði í Úkraínu.
Ekkert stórfellt hefur þó gerst um hríð - Wagner herinn virðist í hnignun.
Vísbending að megin-her Rússlands, sé aftur tekinn yfir, eða að taka yfir.
Það gæti leitt til nýrra sóknar-aðgerða, þó ekki sé endilega búist við því að sókn Rússar á svæðinu herðist endilega við það að einhverju verulegu ráði.
--Almennt talið, virðast varnir Úkraínu á svæðinu halda, þ.e. við stærri staðina, þó þeir hafi gefið eftir nokkur þorp og a.m.k. einn eða tvo smærri bæi.

Flest bendi til stórfellds mannfalls Rússa í bardögum undanfarið.
En kannski þegar megin-herinn aftur tekur yfir sviðið.
--Taka Rússar upp aðferðafræði sem sé ekki eins mikil slátrun fyrir Rússa sjálfa.

Wagner sveitirnar virðast útbrunnar a.m.k. í bili.


Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Böðvarsson

Nú er spurningin hvort þeir þoli rússneskar kjarnoekusprengjur....

Guðmundur Böðvarsson, 30.1.2023 kl. 16:55

2 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Guðmundur Böðvarsson, enginn sénst að þeir beiti kjarnavopnum - herra minn. 1)Eru kjarnavopn ekki -selective- í því hverja þeir drepa, Rússar og Úkraínumenn eru alls staðar í mjög nærri hvorum örðum -- meðfram yfir 1000 mílna langri víglínu -- þannig fullkomlega ómögulegt fyrir Rússa, að drepa einungis Úkraínumenn með kjarnavopnum. 2)Þar fyrir utan, eru hermenn Rússa á svæðinu algerlega án þjálfunar til notkunar geislunar-varnar-búnaðar, þess fyrir utan að slíkur búnaður er algerlega örugglega ekki til staðar -- í Úkraínu, þó mögulega væri hægt að sækja slíkan til Rússlands, er ólíklegt að magn slíks dugi fyrir nema -- tiltölulega mjög fár hermenn. 3)Því má slá sem öruggu, að ef geislun dreifist um svæðið -- og hermenn falla af völdum geislunar, brjótist út allsherjar-flótti meðfram víglínunni -- -- Rússa ekki síður. Við tæki þá allsherjar ringulreið. 4)Málið er að Vestræn ríki hafa sent Úkraínu - það magn geisla-varnar-búninga sem til eru. Þeir duga fyrir lítinn hluta heildar-hers Úkraínu. Og að auki, her Úkraínu hefur undirbúið sig fyrirfram undir það -- hvað skal gera, ef og ef. 4)Þannig að sennilegast er, að það væru Úkraínumenn -- frekar en Rússar er væri fyrri til að ná áttum, er ringulreiðin hefst -- og næðu því leiftusnöggt að hrekja Rússa á þeim svæðum þ.s. flótti væri meðal rússn. hermanna vegna paník út af geislunar-ótta. 5)M.ö.o. reikna ég með því, að Rússar sjálfir mundu fyrst og fremst -- tapa á því að beita slíkum vopnum.
Kv.

Einar Björn Bjarnason, 30.1.2023 kl. 18:19

3 Smámynd: Borgþór Jónsson

Skriðdrekar eru alltaf skemmtilegt umræðuefni.
Þú bendir réttilega á að T72 hafi takmarkaða drægni vegna þess að það varð að takmarka hleðslu í skothylkjunum.
Reyndar held ég að þeir hafi ekki minni drægni,heldur að kólfurinn sem er notaður til að brjótast í gegnum þykkar brynvarnir þarf að vera styttri og þar með áhrifaminni.
Þessir drekar eru allir með 1130 hestafla mótor og hafa sennilega hæsta Hp/tonn hlutfall allra dreka.
Talandi um T90M og T90AM þá hafa þeir aldrei haft þetta vandamál,enda er hann með allt öðruvísi turn en T72.
Rússnesku byssurnar eru langdrægari en þær vestrænu,enda eru þær töluvert hlauplengri og 125 mm í stað 120 mm á vestrænu drekunum.
T72 0g T 90 hafa nálæt kílómeters lengri drægni en Leopard til dæmis.
Þetta er frekar einfalt ,af því að stærri fallbyssa er alltaf langdrægari.
.
Það eru hinsvegar önnur álitamál.
Til dæmis skotfæri.
Bæði T90 ,T72B3og T72B3M geta  skotið eldflaugum til að granda skriðdrekum. Sama gegnir um Leopard drekana.
Rússnesku drekarnir geta ekki skotið í gegnu Leopardinn,nema hugsanlega á mjög stuttu færi og sama gegnir um Leopardinn. Hann getur ekki skotið í gegnum frambrynvörn T90

Restin fjallar svo um miðunarbúnað,varnir og fleira.
Allir þessir drekar hafa svipaðann miðunarbúnað. Það er alls ekki útilokað að T90 drekarnir sem eru smíðaðir í dag séu með besta búnaðinn af þessum drekum.
Leopard dekarnir sem koma eru af mjög misjöfnum gæðum.
Til dæmis eru drekarnir 50+ sem koma frá Spáni trúlega töluvert lakari að gæðum en T72B drekarnir ,af því að þeir hafa ekki verið uppfærðir í meira en áratug hið minnsta. Hugsanlega hafa þeir aldrei verið uppfærðir. þeir eru því afar gamaldags.
Drekarnir sem koma frá Þýskalandi,Noregi og Finnlandi eru af nýrri gerð.
Þeir gætu því verið á pari við nýju T90 drekana að getu.
Hinsvegar eru svona pælingar svipaðar og pælingar um hvort sé betri MAN eða Benz vörubíll.
Það virðist vera að þessir drekar séu mjög svipaðir ,en T72 og eldri Leopardarnir séu sínu lakari.

Málið í þessu öllu er samt að það eru engar stórar skriðdrekaorustur í Úkrainu og flestir skriðdrekar lúta í gras vegna einhvers annars en óvinaskriðdreka.
Það virðist sem flestir falli fyrir skriðdrekavarnareldflaugum og einhverjir vegna drónaárása. Fallbyssuskot koma líka þarna inn.
Rússar hafa mikla yfirburði þegar kemur að svona búnaði öllum.
Það þarf væntanlega ekki að fjalla  mikið um yfirburði þeirra í fallbyssumálum.
Rússar hafa líka mun betri vígvallardróna ,það er skammdræga sjálfsmorðsdróna.
Rússnesku mannheldu eldflaugar  hafa svo mjög afgerandi yfirburði yfir það sem Úkrainumenn hafa.
Þar munar mestu um að þær eru tvöfalt langdrægari eða meira í sumum tilfellum en Javelin.
Þetta gerir að verkum að þeir geta skotið á skriðdreka eða annað bryntæki,áður en það kemst í skotfæri við manninn sem er að skjóta eldflauginni.
Sá sem reynir að skjóta á skriðdreka með Javelin og ég tala nú ekki um NLAW, er fyrir löngu kominn í skotfæri drekans.Þetta fer oft illa af því að drekarnir sjá þá oft með innrauðu græjunum og þá er dauðinn vís. Það eru til skemmtilegar frásagnir af þessu.
Notkun Javelin er því að mestu bundin við fyrirsát meðan Rússarniir geta skotið úr öruggri stöðu,eða eins öruggri og hægt er á vígvelli.
NLAW er væntanlega eingöngu notað í innanbæjarátökum,en Rússar eru svo heppnir að geta boðið upp á tvennskonar flaugar af því tagi og tvennskonar flaugar sem hafa mikla yfirburði yfir Javelin.
Ekkert af þessu eru samt nein töfravopn ef út í það er farið.
Mælingar hafa sýnt að að á æfingum Bandaríska hersins þá hitta þaulreyndir menn með Javelin í 19% tilfella.
Að auki þá er ekki sjálfgefið að skotmark sem verður fyrir Javelin sé eiðilagt.
Árangur á  vígvelli er án vafa mun lakari en á æfingum.

Leopard drekar eru afar viðkvæmir fyrir svona árásum.
Það er einhversstaðar til ágæt mynd af því þar sem einhverjir bændur tóku út 10 Leopard skriðdreka í einum hnapp einhversstaðar suður í Arabalöndum með gömlu gerðinni af rúsnesku eldflaugunum. Jemen eða Sýrlandi. 
Man ekki hvort var.

Þessir vestrænu drekar eru vafalaust ágætis tæki ,en þeir hafa enga yfirburði og þeir eru að minnsta kosti jafn viðkvæmir fyrir skriðdrekavörnum og Rússnesku drekarnir -.
Rússnesku handheldu eldflaugarnar eru svo miklu mun öflugri en þær sem Úkrainumenn hafa .
Þessar handheldu eldflaugar Rússa eru vafalaust ástæðan fyrir að þeir eru búnir að eyða nánast öllum brynher Austur Evrópu.

Svona í lokin er vert að benda á að þessir drekar verða í höndunum á mönnum sem hafa alltof litla þjálfun í að nota þá.
Það er atriði sem verður án vafa flestum þessara dreka að fjörtjóni

Bandarískur hermaður sem tók þátt í Íraksstríðinu og lenti í skriðdrekabardaga við Íraka á T72 sagði svo frá að þegar þeir fóru að tala við skriðdrekamennina kom í ljós að sumar áhafnirnar höfðu aldrei skotið úr fallbyssunni og nánast engir höfðu lágmarks þjálfun.
Kaninn sagði að þeir hefðu örugglega sigrað í orustunni þó að þeir hefðu haft skifti a´skriððdrekum .
Mannskapurinn skiftir því einna mestu máli og Úkrainumenn hafa ekki sýnt fram að þessu að þeir séu góðir hermenn.

Það er ekki víst að margir þessara dreka verði langlífir.
Það er eitthvað Rússneskt fyrirtæki búið að lofa háum verðlaunum fyrir höfuðleðrið af Challanger dreka.
Það kemur án vafa til með að freysta margra Rússneskra hermanna að ná í eitt slíkt.

Armata drekinn verður væntanlega ekki sendur á vígvöllinn af því að það er engin þörf fyrir hann og það er að auki ekki gott að NATO læri að berjast við hann að þarflausu.
Að auki eru þeir trúlega of fáir til að breyta nokkru.
Það sama gildir með Challanger drekann sem er trúlega það besta sem NATO er að senda. (ég tel ekki Abrams drekana með af því að þeir koma trúlega ekki fyrr en Úkrainumenn eru búnir að tapa stríðinu)
Challanger drekarnir eru of fáir til að breyta nokkru um gang stríðsins og að auki verða þeir sendir með lágmarks brynvörn vegna þess að Bretar vilja ekki að Rússar geti skoðað nýjustu brynvörnin þeirra.

Þegar öllu er á botninn hvolft er það sennilega rétt sem Mededev sagði.
Þessir drekar brenna bara eins og aðrir drekar.

Rússneski herinn er greinilega mjög góður og ágætlega útbúinn.
Það var alveg mögnuð aðgerð þegar þeir bökkuðu út ú Kherson norður yfir Dnépr á fjórum dögum án þess að verða fyrir manntjóni og höfðu með sér allan gangfærann búnað.
Þetta fer í kennslubækurnar.
Úkrainumennirnir stóðu bara eins og álfar og horfðu á eftir herfanginu sínu hverfa við sjónarrönd. 








Borgþór Jónsson, 1.2.2023 kl. 01:24

4 Smámynd: Björgvin Þangbrandur

Þetta eru flottir skriðdrekar.

Björgvin Þangbrandur "Birkirmár" Gíslasson, 1.2.2023 kl. 10:52

5 Smámynd: Borgþór Jónsson

Abrams  drekarnir sem Bandaríkjamenn senda til Úkrainu verða EKKI af nýjustu gerð.
Það er einmitt ástæðan fyrir því að þeir eru framleiddir sérstaklega en ekki sendir drekar sem eru til.
Ástæðan fyrir þessu er að Bandaríkjamenn vilja ekki að nýrri útfærslur af Abrams lendi í höndunum á Rússum,sem mun óhjákvæmilega gerast.
Sama gegnir um Challanger drekana.
Þeir verða sviftir sumu af nýjasta búnaði,þar á meðal nýjustu brynvörninni.
Þetta hefur komið opinberlega fram.

Borgþór Jónsson, 1.2.2023 kl. 11:16

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 19
  • Sl. sólarhring: 36
  • Sl. viku: 505
  • Frá upphafi: 847160

Annað

  • Innlit í dag: 19
  • Innlit sl. viku: 481
  • Gestir í dag: 19
  • IP-tölur í dag: 18

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband