Útlit fyrir Rússland fyrirhugi nýja sókn í Donbas A-Úkraínu, áður en ca. 120 Vestrænir skriðdrekar berast í úkraínskar hendur!

Loforð um afhendingu Vestrænna skriðdrekar eru komin á það stig, að nú er ljóst að Leopard 2 skriðdrekar -- verða a.m.k. rýflega: 100. Loforð þegar 100 +.
Þar fyrir utan, 14 Challenger 2 skriðdreka.
Og 34 M1 skriðdreka!

  1. Áætluð koma fyrstu skriðdrekanna, er í apríl.
  2. M.ö.o. að fyrstu áhafnir verði búnar að ljúka þjálfun ca. þá.
  • Flest bendi til að Pútín hafi ákveðið að flýta fyrir fyrirhugaðri árás Rússlands-hers á Úkraínu -- sem getur bæði verið gott eða slæmt.
  • Jákvæða við það, að væntanlega - leiðir flýtir til þess - sú árás er minna öflug.
    En árás t.d. 1-2 mánuðum síðar, gæti hafa orðið.
    Er Rússland hefði gefið sér meiri tíma, til liðsafnaðar.
    Og til þess að þjálfa nýliða.

Ef marka má upplýsingar -- hafa nýliðar í Rússa-her, er ekki hafa enn hafið orrustu.

  1. Fengið ca. mánuð af þjálfun.
  2. Þ.e. afar lítl þjálfun - þó betra en ekkert.

Berum það saman við, er Úkraína -- í Febr. 2022 hóf almennt herútboð.
Og nýliða-þjálfun hófst þá strax og unnt var.
Síðan, hefur Úkraína -- 2 mikilvægar sóknir seint í júlí 2022.

  • Þarna á milli: 6 mánuðir.

En þ.e. einmitt það tímabil, löng hermennsku-hefð segir, að sé lágmarks-tímabil.

  1. Skv. því eru Rússar ekki enn að gefa sér tíma til að þjálfa nýliða almennilega.
  2. Þ.e. í skilningi jákvætt fyrir Úkraínu - þar eð, því slakari sem þjálfunin er, því lélegri eru þeir hermenn: m.ö.o. t.d. þarf tíma til að læra að hitta almennilega.
    Það er auðvitað markt annað - notkun tækja af margvíslegu tagi.
  • Erfitt að sjá að -- 1 mánuður dugi til þess, hermenn kunni hermennsku vel.

ISW Ukraine Conflict Updates

Bakhmut loftmynd

Russian attacks grind on in eastern Ukraine as Bakhmut is 'destroyed'

Flest bendi til þess, að samsetning liðsins verði!
Þ.s. Rússland enn á af góðum her, fari fyrir liðinu:

  • Þ.e. véla-herdeildir, ásamt þeim vel þjálfuðu hermönnum, Rússland enn á.
    Slíkar hersveitir kunna svokallað -combined arms.-
  • Hinn bóginn, er vart að búast við því.
    Að bróðurpartur liðsins -- 1 mánuð af þjálfun.
    Séu færir um það flóknar athafnir.

Þó svo að Rússar virðist ætla að senda þær véla-herdeildir þeir eiga enn.
Þ.e. skriðdreka + þjálfað herlið búið liðsflutninga-tækjum á beltum.
--Séu þær sveitir veikari til muna, en þær voru í Febrúar 2022.

  1. Úkraína sé til muna, betur búin undir stríð -- nú en Febr. 2022.
  2. Þ.e. ekki einungis fengið gríðarlegt magn vopna frá NATO löndum, betri vopn en Rússland hefur -- heldur er her Úkraínu mun fjölmennari en Febr. 2022.
    M.ö.o. það lið er þjálfað var skv. skipun um herútboð.
    Er ekki einungis í dag þjálfað, betur þjálfað, heldur nú combat veterans.

Ég hef því ekki gríðarlegar áhyggjur af þessari árás sem Rússland fyrirhugar!
Reikna fastlega með því varnir Úkraínu haldi á flestum stöðum!
Þó mögulegt sé auðvitað að her Úkraínu -- hörfi taktískt t.d. í Bakhmut!


Bardagar um Bakhmut voru afar harðir í sl. viku!
Rússar eru nú komnir nokkurn spöl inn í Bakhmut á, A-hlið borgarinnar.
Ef maður getur ráðið af kortum -- hafa Rússar ca. 15% borgarinnar.
Eru enn að berjast í úthverfum A-megin hennar.

  • Miðað við þetta, gætu bardagar um borgina, enn tekið mánuði.
  • Hafa þegar tekið 6-7 mánuði.

En þ.e. ágætur möguleiki, að hluti af nýrri árás Rússa-hers.
Verði ný og enn fjölmennari árás á þá borg.

  1. Liðssafnaður Rússa, er sjáanlegur nærri Kreminna - í Luhansk héraði, þ.s. Rússar hafa hafið nú þegar -- töluverða gagnárás á þ.s. hefur verið sókn Úkraínu á því svæði: En nýlega komst sú sókn alveg upp að Kreminna.
    Reiknað er með því, að a.m.k. -- hluti nýs liðssafnaðar Rússa.
    Styrki við árásir á því svæði.
  2. M.ö.o. er frekar búist við því, Rússar skipti liðinu milli Luhansk, og Donetsk svæðisins -- frekar en að safna liðinu öllu á einn punkt.
  • Einhver hópur virðist einnig vera til staðar, sunnan við borgina Zaporizhzhia.
    Áætlaður ca. 40þ. Þ.e. þó ekki reiknað með fjölmennri árás í átt að þeirri borg.
    En Zaporizhzhia hefur milli 200-300þ. íbúa. Liðssafnaður að því umfangi, er ekki talinn nándar nærri þeirri stærðargráðu að -- geti orðið veruleg ógn þar.
  • Þar fyrir utan, er ekki reiknað með -- nýrri atlögu að Kiev, þ.e. annarri innrás frá Hvíta-Rússlandi.

M.ö.o: Luhansk og Donetsk -- verði fókus Rússa!

  1. Í Luhansk, að íta her Úkraínu aftur til baka frá Luhansk, en sl. mánuði hafði Úkraínuher tekist á ný, að taka aftur nokkra skika -- a.m.k. eina borg, Lyman.
  2. Og auðvitað, tilraun til að taka Donetsk: Enn ráða Úkraínu-menn ca. 50/50 móti Rússum af því svæði.
  • Það sé því alls ekki hægt að segja: Rússland hafi enn tekið Donbas.

 

Höfuðstöðvar NATO!

 

Ný árás Rússa-hers mun að sjálfsögðu hvetja NATO til enn frekari vopnasendinga!
Þannig hefur það alltaf verið -- eins oft og Rússar kvarta yfir NATO.
Þá eru NATO aðgerðir hingað til -- ætíð viðbragð við aðgerðum Rússa!

  • Ástæða þess að NATO ákvað að senda yfir 100 skriðdreka til Úkraínu.
  • Er nákvæmlega vegna þess, að NATO veit að Rússar hafa um nokkurt skeið verið að safna nýju liði -- orðrómur um nýja vorsókn hefur verið sterkur og vaxandi.

T.d. hefur verið skoðun - a.m.k. sumra - vorsóknin gæti haft 1.000.000 hermenn.
Hvað sem satt er í því: Þá taldi Úkraína nýlega, að Rússar fyrirhuguðu a.m.k. 500þ.

  1. Samtímis, hefur Rússland í engu sjáanlega gefið eftir af kröfum sínum um land á hendur Úkraínu.
  2. Stjórnvöld Rússlands stefna enn að fullum sigri.

Þannig viðbrögð NATO eru þá -- senda þessa skriðdreka!

  1. Til þess, að auðvelda Úkraínu að brjóta upp þá fyrirhuguðu sókn.
  2. Þannig sýna Rússum fram á, þeir geti ekki haft fram sigur.

Líta má -- viðbrögð NATO sem nokkurs konar samninga-tækni við Rússa.
M.ö.o. tilgangur NATO sé ekki einungis að hindra mögulegan sigur Rússa.
Heldur einnig, að knýja Rússlands-stjórn til eftirgjafar.

Ég held að margir fatti ekki þetta: Stríðið sé þannig séð, samninga-tækni.

  1. Rússland hafi ekki verið sátt við þau tilboð það fékk frá NATO löndum.
    Þannig að Rússland -- hefur innrás, til að þrýsta fram sínum kröfum.
    Þrátt fyrir allar þær blóðsúthellingar og tjón því fylgi.
  2. NATO, styður við sínar kröfur -- með vopnasendingum.
    Og síðan, enn frekari vopna-sendingum.
  • Spurningin er þá, hvort að Rússland hafi getu til að knýja sitt fram.
    Ég stórfellt efa persónulega að svo sé.

Þetta er a.m.k. orðin heilt helvíti rosalega kostnaðarsöm samninga-aðferð fyrir Rússa.
Þó það kosti slatta að senda Úkraínu vopn -- sé sá kostnaður miklu mun smærri í hlutfalli við þjóðarframleiðslu NATO landa; en stríðskostnaður Rússa sé sbr. þjóðarframl. Rússl.
--Álag fyrir NATO lönd borið við kostnað, tjón, mannfall Rússa, lítiðfjörlegt.

Því eiginlega skrítið Rússar stöðugt vænta þess NATO gefi eftir!

 

Mynd frá Póllandi af röð flóttamanna!


Bendi einnig á, að Rússland einnig hótar stórfelldri flóttamannakrísu!
Ég heyri aldrei nokkurn Rússa-vin ræða þann þátt!

  1. 6 millj. Úkraínumanna a.m.k. eru landflótta í löndum Evrópu, síðan Febr. 2022.
  2. 11 millj. a.m.k. til viðbótar, eru á flótta frá heimkynnum, innan Úkraínu.
  • 17 - milljónir samanlagt m.ö.o.
  • Ef Rússa-her næði mun meiri árangri.

Væri veruleg hætta á að margir af þessum 11-millj. flýðu Úkraínu til V-Evrópu.
Að auki, gæti heildarfj. flóttamanna - auðveldlega náð: 20millj.

  1. Rússar hafa gjarnan gamnað sér yfir -- meintum verðbólgukostnaði fyrir Evrópu.
    Og einnig meintum stríðskotnaði.
  2. Þá algerlega gleyma þeir hótun Rússa um allt að: 20millj. Úkr. flóttamenn.

Ég er algerlega öruggur um það!
Að þessi flótta-mannavandi, er a.m.k. hluta-ástæða þess!
Að NATO lönd senda Úkraínu vopn.

  1. Einfalt, því betur Úkraínu-her gengur.
  2. Því færri flóttamenn!
  • Rússar virðast ekki fatta, að ef NATO ætti að gefa eftir.
    Þíddi það samtímis samþykki NATO að taka við hálfi Úkr. þjóðinni, sem flóttamenn.

Ef menn halda að -- flótta-manna-vandi geti ekki verið mikilvægt atriði.
Þá hafa menn greinilega algerlega gleimt -- umræðu í V-Evrópu um, Sýrlands-flóttamanna-vandann á sl. áratug.

Ég held að Rússlands-stjórn stórfellt vanmeti hvernig þessi vandi.
Virkar á móti hótunum Rússa -- t.d. um verðbólgu.

  1. Rússl. segir, ef þið samþ. okkar kröfur - minnkar verðbólgan hjá ykkur. Og þið hættið að hafa kostnað af vopnasendingum.
  2. En að láta að kröfum Rússa, þíddi stórfellda sprenginu í fj. flótta-manna frá Úkraínu -- ekki einungis kostnað að búa til störf, fæða og hýsa 20m. - heldur þau samfélags-vandamál er fylgja, það stórri flóttamanna-bylgju, á það stuttum tíma.

Ég er sæmilega viss um að -- flestum í Evrópu, finnst það -- betra að senda vopn.
Og samtímis, verðbólgan sé -- þrátt fyrir allt, ekki það rosalega slæm í samanburði.

 

Niðurstaða
Þegar ég íhuga heildarmyndina -- held ég þrátt fyrir allt.
Að fyrst að öruggt var að Pútín mundi senda nýja sókn á Úkraínu.
Sé skárra hún komi snemma!
Eins og bent á að ofan, rússn. nýliðar fá þá að virðist einungis 1 mánuð af þjálfun.
Rússland, hefur sókn fyrr -- að sjálfsögðu með minna lið, en ef sókn væri síðar.

Það þarf ekki að vera alvarlegt það að sóknin hefst áður en Úkraína fær Vestrænu skriðdrekana -- því að sóknin sé liðfærri og þar með veikari út af flýtinum.
Líklega hafi Úkraína nægan styrk til að stöðva hana - án Vestrænnu skriðdrekanna!

  1. Það þíði, að þegar Vestrænu skriðdrekarnir séu komnir -- líklega ca. þegar þeir bardagar eru þegar langt komnir, eða ca. að ljúka!
  2. Þá komi skriðdrekarnir akkúrat á réttum tíma, til að snúa vörn í sókn.

Sögulega séð er rétti tíminn fyrir gagnsókn -- þegar sókn andstæðingsins missir afl.
Ég á ekki von á því, að þessi sókn leiði til einhverra stórra sigra fyrir Rússa!
Þ.e. áður en liðsstyrkur til Úkraínu í formi skriðdrekanna góðu, sé stórum hluta kominn.

Þjálfun á Leopard 2 skriðdreka er þegar hafin.
Rökrétt senda Úkraínumenn, reyndar áhafnir - er þurfa einungs vikur til að ná að beita skriðdrekum með nýrri tækni.
--Sannarlega er viðmið NATO, 6 mánaða þjálfun - en það á við, óreyndar áhafnir.

  • Niðurstaðan gæti orðið sú, Pútín skapi aðstæður fyrir vorsókn Úkraínu.

Sú gæti náð góðum árangri, sérstaklega ef Rússar hafa misst mikið af liði og hergögnum í þeirri sókn sem nú er fyrirhuguð. Þannig þeir eigi enn minna eftir en nú er.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Borgþór Jónsson

Hér er þörf að stinga niður penna.

Það er enginn í Rússneska hernum sem hefur ekki að minnsta kosti eins árs herþjálfun,og þeir sem eru eldri en 45 ára eru með tveggja ára herþjálfun.
Við þetta bætast svo fjórir mánuðir sem liðnir eru síðan herútboð Rússa var.
Þetta ætti að duga ágætlega til að koma mönnum í form og að læra á nýja tækni sem tekin hefur verið í notkun á síðustu árum.

Úkrainumenn eiga hinsvegar við vanda að etja.
Stór hluti þjóðarinnar hefur yfirgefið landið ,ekki síst karlmenn á herskyldualdri.
Úkrainski herinn hefur farið afar illa með mannauðinn á undanförnumm mánuðum. Honum hefur ítrekað verið kastað fyrir ljónin ,ef svo má að orði komast.
Þetta hefur svo leitt af sér að nú fer herlögregla um götur í Úkrainskum borgum og tekur karlmenn á öllum aldri með valdi af götunni og fer með þá á vígstöðvarnar.
Allt niður í 16 ára drengi. 
Það eru óteljandi myndbönd í gangi sem sanna þetta svo ekki verður um villst.
Mæðurnar eru augljóslega allt annað en ánægðar þegar þær hafa farið með strákinn sinn út í búð og herlögreglan kemur og bókstaflega dregur drengina út úr höndunum á þeim. 
Nýlega var blindur maður þvingaður í Úkrainska herinn og hann gerður að leyniskyttu. (smá gamansaga sem styðst þó við staðreyndir)
Örvæntingin er mikil eins og skiljanlegt er.

Í Bakhmut er það að gerast að Úkrainski herinn er að reyna að draga út það sem eftir er af betri hermönnum sínum ,en setja í staðinn óreynda menn sem hafa þann tilgang einann að berjast til síðasta manns meðan hinir hörfa út úr borginni.

Stórsókn Rússa er ekki í þann veginn að hefjast. Hún er þegar hafin á 300 Km víglínu frá Kupiansk í norðri til Vhuglidar í suðri.
Úkrainumenn hrekjast undan á nánast öllu svæðinu.
250.000 Rússneskir hermenn bíða svo átekta og enginn veit hvar þeir koma til með að bera niður.
.
100 skriðdrekar og 150 Leopard 1 breyta engu um endalok stríðsins.
Leopard 1 er í raun ekki alvöru skriðdreki,heldur ofvaxinn "infantry fighting vehicle" (veit því miður ekki hvað svona apparat heiitir á íslensku)
Þessir skriðdrekar hafa enga sérstka yfirburði yfir þá skriðdreka sem eru á svæðinu ,og fjöldi þeirra er bara dropi í hafið.
Vandamáll Úkrainumanna gætu jafnvel aukist með tilkomu þessara skriðdreka.
Í fyrsta lagi þá eru þeir mjög frábrugðnir því sem þeir eiga að venjast ,þannig að þeir kunna ekkert að nota þá.
Í öðru lagi þá hafa þeir áfram sama vandamál ,sem er að Úkrainuher hefur nánast engann flugher til að verja skriðdrekana.
Þegar þessu vestrænu skriðdrekum er beitt þá fylgja alltaf þrjár þyrlur með hverjum 14 skriðdrekum til að verja þá. Þessu er ekki til að dreifa í Úkrainu.
Ein af ástæðunum fyrir að Bandaríkjamenn vilja ekki senda sína dreka er að þeir vilja ekki að þeir séu settir í þessa aðstöðu.
Það er mjög skaðlegt fyrir vörumerkið.
.
Bakhmut verður einangruð í næstu viku og síðan er spurning hversu langann tíma tekur að fella eða taka til fanga þá 10.000 hermenn sem eru enn þarna.
Það er ekki lengur nytsamlegt fyrir Rússa að sitja um borgina ,þannig að þeir virðast hafa tekið ákvörðunn um að taka hana.
Nú eru allar aðflutningsleiðir inn í borgina á valdi Rússa nema ein,en hún er nú þegar í skotfæri frá báðum hliðum.
Bakkhmut hefur verið eins og einskonar fengsæl fiskimið fyrir Rússneska herinn.
Þeir hafa sitð um borgina mánuðum saman og skotið á hana frá tveimur ,og seinna þremur hliðum.
Úkrainumenn hafa í sífellu sent ný og ný stórfylki inn í borgina sem eru svo þynnt allt að 70% ,en eru þá tekin út fyrir nýtt stórfylki.
Rússar sækja síðan í rólegheitum að borginni til að halda spennunni. Þegar Úkrainumönnum kemur kapp í kinn þá hörfa Rússar aðeins til að forðast mannfall.
Sumir halda að þessi langi tími sem umsátrið hefur staðið sé merki um að Rússneski herinn geti ekki tekið borgina.
Hið réttta er að þetta er kjörin aðstaða til að þynna Úkrainska herinn.
Þeir labba stöðugt inn í gildruna,hver á fætur öðrum.
Nú virðist vertíðinni vera lokið og borgin verður því tekin í þessum mánuði.
Vert er að hafa í huga í þessu sambandi að markmið Rússa er ekki að taka landsvæði heldur að fækka í Úkrainska hernum.
Það hefur hvergi tekist betur en í Bakhmut.
.
Varðani flóttamsnnastrauminn.
Auðvledasta leiðin til að stöðva flóttamannastrauminn er að hætta senda vopn til Úkrainu.
Með því móti þá tapa Úkrainumenn stríðinu á stuttum tíma og stríðið stoppar.
Rússar hætta ekki fyrr en þeir vinna stríðið,alveg sama hvað verður sent mikið að vopnum.
Því lengur sem stríðið dregst,því fleiri flóttamenn.
Fólkið er ekki á flótta undan Rússum,enda stafar því enginhætta af þeim.
Fólkið er á flótta undan stríðinu sjáfu.
Vandamálið er að þegar Úkraina er ekki lengur nytsamleg til að berjast við Rússa,þá stoppar allt fjárstreymi frá vesturlöndum til landsins.
NATO er alveg sama um Úkrainsku þjóðina.
Efnahagur Úkrainu er ein rjúkandi rúst af völdum NATO og það er ekki ósennilegt að það verði töluverður efnahagslegur landflótti á komandi árum.
NATO kemur þó til með aðð reyna að loka landamærum sínum fyrir þessum fórnarlömbum sínum á komandi ári.
Það er ekki bjart framundan fyrir þessa málaliða Bandaríska heimsveldisins frekar en aðrar þjóðir sem hafa selt sig fyrir það.








 

Borgþór Jónsson, 10.2.2023 kl. 13:37

2 Smámynd: Borgþór Jónsson

Úkrainskur hermaður sagði nýlega í viðtali við Express að lífslíkur Úkrainsu nýliðanna sem nú er verið að senda inn í Bakhmut séu um það bil fjórar klukkustundir.
Auðvitað eru þetta ýkjur,en þetta gefur hinsvegar til kynna hvað Úkrainumenn eru að gjörtapa orustunni og hvað mannfallið er óskaplegt hjá þeim.
Ég hef reyndar séð myndbönd á telegram sem renna stoðum undir þetta.
Á einum stað lágu 86 Úkrainskir hermenn samaní hóp inn í einhverskonar sal eða skemmu,allir látnir.
Þetta hafa sennilega verið nýliðar sem hafa hópast saman undir skothríð ,sennilega frá TOS 1. Nýliðum hættir til að gera þetta þó að þeim sé kennt að gera þetta ekki.
Öll þjálfun rýkur út í veður og vind undir stórskotahríð af þessu tagi.

Úkrainumenn halda áfram að myrða stríðsfangana sína.
Nýjasta myndbandið sýnir Úkrainskann hermann drepa þrjá stríðsfanga.
Þegar myndbandið byrjar þá er hann búinn að skjóta einn stríðsfangann,síðan skýtur hann annan í höfuðið þangað til að efri hlutinn af hauskúpunni dettur af.
Að lokum setur hann handsprengju við  höfuðið á þeim þriðja.
Slava Ukraina öskar hann að þessu loknu.










 

Borgþór Jónsson, 10.2.2023 kl. 18:40

3 Smámynd: Borgþór Jónsson

t

Borgþór Jónsson, 10.2.2023 kl. 18:55

4 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Borgþór Jónsson, ég nenni ekki að ansa þessum furðusögum þú segir um Úkraínu - sem greinilega eru teknar úr skröksögu-forða-rússn.-fjölmiðla -- e-h vídeó tekin hafa enga merkingu, þ.s. rússn.aðilar kunna afar vel að falsa slík. Blaður þitt um rússn.herinn -- passar í engu, við frásagnir margar er koma frá Rússlandi sjálfu -- þá vísa ég á menn eins og Khotakovski og Girkin, er hafa bent á alvarlegan skort á þjálfuðum hermönnum. Þ.s. þessir menn eru beinir þátt-takendur í sjálfu stríðinu -- tel ég fullvíst að þeir viti miklu betur en þú, hver staða rússn. hersins er. Báðir hafa ítrekað -- kallað eftir, betri aðferðafræði. Þeir báðir hafa lýst göllum aðferðafræði rússn. hersins. Ég hef birt þeirra blogg óstytt hér ásamt -- beinum hlekkjum á mál þeirra, ótþítt á rússn. -- þ.s. þú segist lesa rúsn. -- skil ég ekki alveg af hverju þú augljóslega hefur ekki lesið hvað þeir skrifa. En þ.e. á tæru þ.s. þín lýsing á ástandi hers Rússa -- passar engan veginn við það ástand þeir lýsa. Að þú klárlega lest einungis áróðurs-skrif opinberra rússn. miðla. Sem gagnrýnir rússn. bloggarar - eins og Girkin og Khotakovski - sem hvorki meira né minna er einn af hershöfðingjum Rússa - segja að lýsi atburðum í litlu samhengi við hver raunverueikin err. Meðan þú lest furðusögur þær sem opinberir rússn. miðlar staðhæfa -- er engin furða að þ.s. þú heldur sé í afar litlu samhengi við raunveruleikann. Eina sem er rétt hjá þér að ný sókn Rússa er hafin.
Kv.

Einar Björn Bjarnason, 13.2.2023 kl. 00:07

5 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Borgþór Jónsson, þ.s. þú segist lesandi á rússnesku, sendi ég þér þennan hlekk: https://t.me/strelkovii/3925.
Vara þig við, herra Girkin er afar harðorður -- lýsing hans á rússn. hernum er í engu líkt því, þú greinilega lest í ríkismiðlum Rússl.
Kv.

Einar Björn Bjarnason, 13.2.2023 kl. 00:30

6 Smámynd: Borgþór Jónsson

Þarna er einhver misskilningur á ferðinni
Ég kann ekki einu sinni allt rússneska stafrófið hvað þá að ég sé læs á það ágæta tungumál,enda hef ég aldrei sagt það.
Ég les nánast aldrei Rússneska fjölmiðla.
Þeir eru reyndar ekkert verri en vestrænir fjölmiðlar ,nema síður sé,en þeir eru hinsvegar fjölmiðlar ríkis sem er í stríði og þess vegna ekki mjög áreiðanlegir.
Það getur hinsvegar verið áhugavert að skoða þá í einstökum tilfellum  af því að þeir fjalla stundum um mál sem eru alfarið ritskoðuð út úr vestrænum fjölmiðlum.
Ritskoðun í vestrænum fjölmiðlum er margfalt meiri en flestir gera sér grein fyrir.

Girkin er í fýlu af því að honum hefur ekki tekist að fá mannaforráð í Rússneska hernum ,og var vísað á dyr frá hersveitum Donbass.
Ástæðan fyrir að honum var vísað frá Donbass var að hann vær algerlega ófær um herstjórn.
Ég held að þeir vilji ekki einu sinni fá hann sem fótgönguliða,svo mikla andstyggð hafa þeir á honum.
Girkin er einn af þeim sem vinnur með hnefunum en ekki höfðinu.

Khotskovki hef ég aaldrei lesið,trúlega af því að væntanlega birtir hann sitt efni í Rússneskum fjölmiðlum.
Það er fjörug umræða um þetta stríð í Rússlandi og margskonar gagnrýni hefur komið fram á framkvæmd stríðsins.
Sumt á örugglega rétt á sér ,en annað ekki.
Þegar lagt er upp í stríð eru gerðar áætlanir um hvernig eigi að framkvæma stríðið. Þessi áætlun er það fyrsta sem fýkur út um gluggann af því að andstæðingurinn hagar sér gjarnan ekki eins og reiknað var með.
Þetta gerðist í þessu stríði eins og öðrum.
Til dæmis hafa Rússar væntanlega ekki gert ráð fyrir að NATO mundi tæma vopnsgeymslur sínar til að halda vonlausu stríði gangandi.
Hefði þetta ekki verið gert hefði stríðinu lokið síðsumars með öruggum sigri Rússa,enda höfðu Úkrainumenn þá fyrirgert mest öllum þungavopnum sínum.
Það er reyndar áberandi hversu lélegur Úkrainski herinn er að hann er í tvígang búinn að spila frá sér mest öllum brynher sínum ,án þess að ná neinum árangri.
Þegar breyttar aðstæður koma upp þá gildir að aðlaga sig að breyttum aðstæðum.
Þetta hafa Rússar gert með ágætum og það er enginn vafi á sigri þeirra þó að tímasetningin hafi breyst.

Hvað sem öllum bollaleggingum líður þá eru það úrslitin sem skera úr um hvort verkefni hefur tekist eða ekki.
Það er enginn vafi á að Rússar munu bera sigur úr býtum í þessu stríði og framhaldið verður einhliða ákvörðun Rússa.
Þetta hefur tekist með ásættanlegu mannfalli miðaða við umfang stríðsins og aðkomu NATO ,bæði hvað vopn, fjármagn og hermenn varðar.
Það eru jú á milli 20 og 30.000 NATO hermenn í Úkrainu ,lang mest Pólverjar og eitthvað af Rúmenum,Bretum og Bandaríkjamönnum.




K




Borgþór Jónsson, 13.2.2023 kl. 14:05

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 28
  • Frá upphafi: 845416

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 27
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband