Samþykki Bandar.þings á Lend-Lease gagnvart Úkraínu - tel ég frétt sl. viku! Eftir Rússar hafa hörfað alfarið frá N-hl.-Úkraínu. Virðist stefna NATO, henda sem flestum vopnum í Úkraínu áður en næsti kafli stríðsins hefst!

Það virðist ljóst, fyrsta kafla Úkraínu-stríðsins er lokið -- 1 / 0 fyrir Úkraínu.
Rússneskur her virðist allur á brott, hafa hörfað í gegnum Hvíta-Rússland, til Rússlands.
40 herdeildir Rússneska hersins, voru í N-hl.-Úkraínu. Þær virðast allar farnar.

Talið þó, herdeildirnar 40 þurfi ca. mánuð, áður en þær eru fullfærar aftur.
Enda biðu þær sveitir mikið manntjón, þar fyrir utan að tapa mikið af herbúnaði.

  1. Þetta kemur mér ekki á óvart -- enda benti ég í sl. færslu, að Rússn. herinn yrði líklega að hörfa í gegnum Hvíta-Rússland.
  2. Hinn bóginn, finnst mér áhugavert, að sú leið sé farin -- þ.e. Norður svæðið alfarið gefið eftir af Rússlands-her.
  • En augljóslega, þíðir það, að úkraínskar hersveitir í Norður-hl.-landsins, geta nú færst sig Suður.
  • Og sú leið sem þær þurfa að fara, er ívið styttri.
  • Þar fyrir utan, eru þær líklega allar - bardaga-færar nú þegar.

Spurning, hvort Úkraínumenn - nota þann glugga, áður en 40 rússn. herdeildirnar mæta aftur, til að -- snúa vörn í sókn á Suður-vígsstöðvunum?
A.m.k. er víst, að NATO ætlar að nota þann glugga, til að dæla vopnum til Úkraínu!

INTERACTIVE Russia Ukraine War Who controls what Day 45

Bandaríkjaþing samþykkir - Lend-Lease - fyrir Úkraínu!

In the fight against Putin, Senate unanimously approves measure that once helped beat Hitler

Sl. miðvikudags-kvöld, ath. - mótatkvæða-laust, samþykkti Öldunga-deild Bandar.þings.
Heimild fyrir svokölluðu - Lend-Lease - fyrirkomulagi fyrir Úkraínu!

  1. Fyrir þá sem ekki þekkja, þá þíðir þetta að - vopn eru afhend skv. láns- og leigusamning.
  2. Bandar. beittu þessu fyrirkomulagi gagnvart Bretlandi frá fyrri hl. árs 1941. Fyrsta orrustan sem Bretar unnu með bandar. vopnum þannig fengnum, var orrustan um -- El-Alamein. Með M3 einnig kallaðir Grant eða Lee. Fyrir-rennari M4 Sherman.
  3. Bandar. síðar létu Breta fá mikinn fj. M4 skriðdreka, ásamt miklu magni flugvéla sem og öðrum hertólum.

Sannarlega framleiddu Bretar einnig eigið dót - en sumarið 1944, var magn bandar. hertóla í breska hernum, meir en magn -- bresk smíðaðs.

  • Ekki liggur fyrir, akkúrat hvað Úkraínu-menn fá skv. nýja fyrirkomulaginu.

En það blasir við, að Bandar.þing - er það samþ. - Lend-Lease - telur sig ekki vera að kasta peningnum, m.ö.o. þingmenn töldu, að Úkraína hefði möguleika á sigri.
Bandar.þing m.ö.o. sé að veðja á Úkraínu!

Mikil stemming virðist fyrir því, að henda sem flestum vopnum í Úkraínu.

Nato states agree to supply heavy weapons to Ukraine

  1. Antony Blinken -- We are looking across the board right now, not only at what we have provided [but] whether there are additional systems that would make a difference.
  2. Liz Truss -- There was support for countries to supply new and heavier equipment to Ukraine, so that they can respond to these new threats from Russia, - And we agreed to help Ukrainian forces move from their Soviet-era equipment to Nato standard equipment, on a bilateral basis.

Sem sagt, Úkraínumenn fá líklega - ekki einungis aukið magn vopna.
Heldur einnig, vopnakerfi sem eru dýrari og öflugari en þeir hafa fengið til þessa.
--Ekki liggur enn fyrir, akkúrat hvaða vopnakerfi.

  • Ég skynja ákveðið - swagger - hjá NATO, eftir þ.s. NATO líklega sér sem sigur - í N-hl.-Úkraínu.

T64 BulatM2 Úkraínuhers með 1000hö. dísil framleidd í Úkraínu!

Fyrir stríð, réð Úkraínuher yfir rýflega 2000 T64 skriðdrekum.
Úkraína hefur smíðað eigin - uppfærslu-pakka fyrir þá skriðdreka.
En uppfært ca. 700 - mismikið þó. BulatM2 uppfærslan sú nýjasta, frá ca. 2020.
Þá erum við að tala um nýja vél, 1000hö. dísil, uppfærða brynvörn, og nýjar tölvur, á skynjara -- skv. vestrænni tækni.
--Megnið af T64 drekum Úkraínuhers, líklega þó enn - með sovéskri tækni. Hinn bóginn, þíði það ekki, þeir séu - ónothæfir. Örugglega, vel nothæfir í varnarlínur.

  1. Þ.s. gerir T64 áhugaverðan, sá skriðdreki er í reynd öflugari en -- T72 sem Rússland notar mest, einnig öflugari en T90 sem er þróaður frá T72.
  2. En T64 hefur ívið betri brynvörn en T72, auk öðru-vísi auto-loader, sem ræður við lengri skothylki - þau eru einnig röðuð lóðrétt í skriðdrekanum, ekki lárétt eins og í T72 og T90.
  3. Á móti kemur sá galli, að T64 er ívið veikari gagnvart hliðar-skotum, því skotin standa hærra inni í skriðdrekanum, hjól T64 eru einnig minni - hann hefur öðruvísi fjöðrun -- sú kvá mýkri og þægilegri, en einnig krefst meira viðhalds.
    Hjólin m.ö.o. verja minna gegn hliðarskotum sbr. við T72.
  4. Hinn bóginn, vegna lengri skota - er þíðir stærri sprengi-hleðsla - hefur byssa T64 meiri skotkraft, m.ö.o. drýfur lengra og í gegnum þykkari brynvörn.
    T80 sem er þróaðri týpa af T64, hefur samskonar - auto-loader.

Samt sem áður, virðist að mest tjón sé orsakað af - smáum hópum Úkraínuhers, með skriðdreka-flaugar frá NATO löndum að vopni -- oft virðast rússn.drekarnir hreint springa í tætlur, jafnvel gersamlega!

Án vafa hafa skotfærin sprungið - sprengingin þeytt turninum upp í loft.

Stórsókn Rússlandshers í Suður-hl.-Úkraínu, er ekki enn hafin!

Það er líklega enn, nokkrar vikur þar til sú sókn hefst, enda hefur her Rússa í Suður-hl.-landsins, staðið í ströngu og örugglega beðið þar einnig verulegt tjón.
Eftir stöðuga bardaga þar einnig í mánuð rúman.

En þegar endurnærður her Rússa, sem kallaður var frá Norður-hl.-Úkraínu mætir.
Líklega eftir einhverjar vikur, jafnvel mánuð.
--Verður líklega blásið til stór-sóknar.

Þangað til, er greinilega stefnan að dæla sem allra allra mest af vopnum.
Til Úkraínuhers!
Og auðvitað, Úkraínuher mun einnig án vafa, nota þann tíma til undirbúnings.

  • Spurning, hvort Úkraínu-her, kannski blæs til sóknar.
  • Áður en rússn. liðssveitirnar mæta aftur til leiks.

En mér virðist hugsanlegt tækifæri til þess, enda sbr. að ofan, Úkraínuher er rökrétt fljótari á vettvang, og þarf líklega ekki að byggja sig upp fyrir bardaga.
Eins og rússn. herinn, er hörfaði frá Norður-hl.-landsins.

Rjúfa kannski umsátrið um Mariupol?

 

Oryx heldur áfram að birta eigin tölur um tjón í Úkraínustríðinu:
Documenting Equipment Losses During The 2022 Russian Invasion Of Ukraine
Fjöldi fjölmiðla, er farinn að vitna í - þetta blogg!

  1. Rússland, hertól og tæki:
    2702, of which: destroyed: 1419, damaged: 39, abandoned: 236, captured: 1008
  2. Úkraína, hertól og tæki:
    717, of which: destroyed: 323, damaged: 24, abandoned: 37, captured: 333

Tölur - Oryx, eru langtum hærri þeim tölum - Rússar birta.
Enn, ef marka má - Oryx, hefur Úkraína tekið flr. tæki en Úkraína hefur tapað.

Ef marka má Oryx -- tap Rússa á skriðdrekum:

  • 456, of which destroyed: 223, damaged: 8, abandoned: 41, captured: 184

Úkraína á móti skv. Oryx -- glataðir skriðdrekar:

  • 98, of which destroyed: 39, damaged: 2, abandoned: 9, captured: 46

Ef maður samþ. þær tölur, hafa Úkraínumenn hertekið flr. skriðdreka en þeir hafa misst.
Sama á við um önnur brynvarin hertæki -- eftir NATO, er Rússland megin uppspretta hertóla fyrir Úkraínuher.

 

Niðurstaða

Ég vænti frétta á nk. dögum af því, hvað Bandaríkin ætla að gera með þá vald-heimild sem þingið virkjaði, þ.e.: Lend-Lease fyrir Úkraínu.
Það fyrirkomulag var notað í Seinni-Styrrjöld, til að skófla óskaplegu magni hergagna til Breta, síðan Frakka -- eftir frelsun Frakklands 1944.
--Fyrir utan, að svokallaðir -Frjálsir Frakkar- fengu bandar. hergögn.

Það getur verið að - Lend-Lease - sé risabreyting!

Hið minnsta bendir til, eftir NATO fundi liðinnar viku.
Að til standi að nota tímann, þar til sókn Rússa hefst í Suður-hl.-Úkraínu.
Til að skófla sem mestu magni vopna til Úkraínumanna.

Rússneskur her virðist nú allur á brott frá Norður-hl.-Úkraínu. Sá her, farið sömu leið heim og hann mætti á svæðið - þ.e. til baka gegnum Hvíta-Rússland, til Rússlands. Síðan munu þær 40 herdeildir Rússlands-hers, þurfa að stoppa um hríð - meðan sá her fær ný vopn í stað þess sá her tapaði í Úkraínu, fyrir utan að sá her þarf þúsundir nýrra liðsmanna, í stað þeirra þúsunda sem liggja nú vegnir í Úkraínu.

Það mun klárlega taka nokkurn tíma, fyrir þann her - verða aftur bardagafær.
Og auðvitað, hann þarf að fara um nokkurn veg innan Rússlands, síðan aftur inn fyrir landamæri Úkraínu -- langt fyrir Sunnan.
--Ég reikna með því, að stór-sókn Rússa í Suður-hl.-Úkraínu, fari ekki af stað. Fyrr en herdeildirnar 40 eru aftur mættar til leiks.

Þangað til, gæti verið gott tækifæri fyrir Úkraínuher, að nota tímann.
Hugsanlega ekki einungis til að koma sé fyrir í Suður-hl.-landsins, frá Kíev svæðinu.
Heldur hugsanlega, til þess -- að hefja eigin sókn, áður en her Rússa í Suður-hl.-Úkraínu, fær liðsstyrkinn!

Það verður að koma í ljós, hvort Úkraínuher -- notar tímann, fyrst og fremst til að undirbúa varnir -- eða hvort að her Úkraínu, notfærir sér það.
--Að sá her, þarf mun styttri tíma, til að færa sig Suður, og auk þessa líklega er bardaga-fær þegar.

  • Klárlega hefur Úkraína unnið fyrsta hluta stríðsins.
  • Annar hluti, hefst innan einhverra vikna - væntanlega.

Þangað til, er hugsanlegt að lágdeyða verði í stríðinu.
Nema, auðvitað að Úkraínumenn -- sjái sénsinn, að sækja fram.
Áður en rússn. herinn í Suður-hl.-landsins, fær liðsstyrkinn, sem sá her á von á!

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 16
  • Sl. sólarhring: 51
  • Sl. viku: 256
  • Frá upphafi: 847338

Annað

  • Innlit í dag: 16
  • Innlit sl. viku: 252
  • Gestir í dag: 16
  • IP-tölur í dag: 16

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband