Donald Trump virðist hafa kramið tilraun til uppreisnar innan Repúblikanaflokksins, því enn leiðtogi flokksins, nokkurs konar konungur í útlegð á Mar-a-Lago í Florida!

Ein af þeim sviðsmyndum sem ég velti fyrir mér um Trump - virðist ætla að rætast, a.m.k. að hluta. Ég meina, Trump virðist ætla sér að stjórna Repúblikanaflokknum áfram. Sem væntanlega þíðir, að hann ætlar sér að halda uppi -- afar, afar óvinveittri stjórnar-andstöðu.
--Trump heldur enn uppi kenningunni um stolnar kosningar.
--Sem er greinlega trúar-atriði meðal fylgismanna hans.
Þar með, tekur hann sér hlutverk þess særða - hins svikna.
Og fær líklega takmarkalitla samúð frá eigin fylgismönnum.

  1. Í nafni kenningarinnar, sjálfsagt ætlar hann sér að réttlæta þá grimmustu pólitísku andstöðu, er hafi sést hugsanlega í gervallri sögu Bandaríkjanna.
  2. Hinn bóginn, stendur það dæmi allt og fellur á því -- hvort Trump heldur stöðu sinni
  • Það eru ógnanir -- sumar þeirra alvarlegar!

Dominion Voting Maschines hefur hafið málaferli gegn, Rudy Guilani og Sidney Powell.
Mér finnst afar afar sennilegt, að fyrirtækið hjóli einnig í Trump.
--Málið er ógn, því að fyrirtækið heimtar gríðarlegar upphæðir í skaðabætur.
--Það háar, að ef fyrirtækið beinir sjónum að Trump.
Gæti útkoman ógnað möguleikum Trumps til að halda þeirri stöðu sem hann hefur!

Sá þessa skemmtilegu mynd, Trump settur fram sem páfi!

An illustration of Donald Trump in papal vestments, surrounding by followers in medieval attire

En ég sá þessa skemmtilegu grein, er gerir samlíkingu við Trump, og síðasta páfann er sat í Avignion í Frakklandi snemma á 15. öld: The Rebel Pope.

  • Að líkja Trump við páfa er ekki eins fjarstæðukennt og það hljómar við fyrstu sín.
  • Því Trumpista-hreyfingin er eiginlega -secular- trúarhreyfing.

Trump er meir í ætt við páfa þeirra, en að vera eiginlegur pólitíkus.
Hann sé miklu meira en pólitíkus í þeirra augum!

 

Trump hefur greinilega kramið uppreisnar-tilraun innan Repúblikanaflokksins!

Republicans have decided they need Trump

Það virðist á tæru að -- Trump hefur hrætt þá til fylgis.
Orðið - hræðslu-bandalag - eigi þá vel við.
--Veikleikinn er þá sá augljóslega, að það helst einungis svo lengi sem Trump hefur þann styrk sem hann virðist enn hafa, að geta viðhaldið hræðslunni innan flokksins við hann.

Ef Trump missir þann styrk að einhverju verulegu leiti, gæti hald hans á flokknum þorrið hratt!
Sennilega séu þeir aðilar er hafa skipt um skoðun aftur snögglega, ekki að því af ást á Trump - heldur því þeir þora engu öðru þessa stundina!
--Þess vegna er þess vert, að íhuga þær ógnir er stafa að Trump.

Mar-a-Lago Florida!

Donald Trump's Mar a Lago Estate Facts and Pictures - Mar-a-Lago History  And Photos

Hvernig mundi staða Trump breytast, ef Trump missir peningana - og Mar-a-Lago?

Þetta er raunverulegur möguleiki, ekki sett fram sem grín!

  1. Þ.s. ég hef mest í huga, er sennileg málsókn -- Dominion Voting Maschines gegn Trump.
    Flestir ættu að vita, að Dominion var sakað af Trump og kosningaherferð Trumps, að hafa skipulagt umfangsmikið kosninga-svik er tengdist kosninga-vélum fyrirtækisins.
    --Ég hef aldrei heyrt um að nokkrar sannanir þess efnis hafi verið fluttar fyrir rétti.
    **Má spyrja sig, af hverju lögfræðingar Trumps, notuðu þá ásökun aldrei í réttarsal.
  2. Punkturinn er sá, að sá sem ásakar -- þarf að sanna ásökun!
    Dominion Voting Maschines þarf ekki að sanna sakleysi sitt.
    Réttarstaða þess, er staða sakbornings sem er ásakaður.
    M.ö.o. telst saklaust nema sekt sé sönnuð.
    --Þannig virkar meyð-yrðamál.
  3. Ef Dominion fer í meiðyrðamál við Trump út af ásökunum Trumps.
    Þarf Trump að sanna að þær ásakanir sem hann kom fram með.
    Séu m.ö.o. sannar.
    Ef hann getur það ekki -- þyrfti hann að borga þá kröfu sem dómur mundi samþykkja.

--Það þarf ekki vera sú upphæð sem Dominion krefst! Upphæðin gæti verið hærri eða lægri.
Rökrétt fyrir dómi, mundi Trump leita eftir sem -plan B- að lækka upphæð kröfunnar.

  • Dominion hefur krafið Rudi Guilani og Sidney Powell, hvort um sig, um 1,3ma.$.

Krafa á Trump gæti verið svipuð eða hærri upphæð!
Slíkar upphæðir eru þvílíkar ef dómur samþykkir þær.
--Að þær augljóslega ógna fjárhagslegri stöðu Trumps.

  1. Ef hann fer í gjaldþrot -- missir hann Mar-a-Lago, og allar sínar eignir!
  2. Og þá einnig hefur hann ekki peninga, sem hann nú hefur, sem hann beitir til að hóta óhlýðnum Repúblikönum - að nota gegn þeim.


Viðbrögð Trumpara yrðu líklega þau, afstaða þeirra með Trump mundi harðna frekar!

Sennilega mundu þegar sannfærðir Trumparar - líta á það sem sönnun þess að dómskerfið sé spillt í Bandaríkjunum, þ.e. endanlega sönnun þess, ef Trump mundi tapa dómsmáli er hefði þetta afdrifaríkar afleiðingar fyrir hann!
--Þannig að Trump væri allt í einu öreigi.

  1. Ef bruna-sala allra hans eigna mundi ekki duga til að borga sennilega samþykkta dómskröfu frá Dominion Voting Maschines, þá mundi fyrirtækið alltaf strax gera lögtak í allar nýjar tekjur eða nýja peninga -- sem Trump áskotnaðist.
  2. M.ö.o. svo lengi sem hann teldist skulda Dominion sektar-fé, gæti Trump ekki persónulega átt nokkurn skapaðan hlut, þar á meðal - peninga.
    --Það hlyti að flækja verulega fyrir honum það að viðhalda pólitískum áhrifum.

Á móti, mundi sennilega hreyfing Trumpara herðast enn meir í trúnað við hann.
Samtímis að tök Trumps á Repúblikana-flokknum mundu a.m.k. að einhverju leiti losna.
--Þar eð Trump geti þá ekki lengur beitt peningalegum styrk, til að ógna óþægum.

  1. Spurningin sé þá -- hversu róttæk gæti Trump hreyfingin orðið?
  2. Í kjölfar þess, að ef Trump - eins og mig gunar - verður gerður gjaldþrota, eftir að gríðarlega há fjárkrafa á hann hafi verið samþykkt fyrir rétti?

--Steve Bannon hefur stundum kallað sig, Lenínista.
Ekki vegna þess að hann fylgi Marx-Lenínisma. Heldur að hann vísar til þess hvað Lenín gerði. M.ö.o. Lenín bylti heilu samfélagi og hreyfing þess tók það yfir með valdi!

Gæti hreyfing Trumps - breyst yfir í hreina byltingar-hreyfingu?
Ég er ekki að tala um að þeir yrðu að Marx-Lenínistum.
Heldur að velta því upp, að hugsanlega í kjölfar á slíku áfalli Trumps.
--Trump hrópandi um spillt dómskerfi hann pottþétt mundi gera.
--Spillta elítu er væri að kæfa hann, sem Trumparar mundu strax trúa.

  • Að Trumparar mundu gefast upp á friðsamri leið til byltingar!
    Verða raunverulegur byltinga-flokkur eins og Bolsévikkar Leníns.
    --Þó þeir væru ekki, Marx-Lenínistar.
  • Væru þó með þá hugmynd, að allt samfélagið sé svo spillt - rotið.
    Að eina vonin um breytingu, sé bylting.
    --Tja, eins og í grunninn Bolsévikkar trúðu 1917!

 

Niðurstaða

Eins og margir velti ég fyrir mér vegferð Trumps. Mig grunar sterklega að fortíð Trumps sé að elta hann, m.ö.o. í síðustu tíð grunar mig að -- Dominion Voting Systems, sé að þróast yfir í að vera nokkurs konar -- nemesis. Félagið hafi hótað þegar fjölda aðila meiðyrða-lögsóknum, og a.m.k. hafið tvær slíkar gegn mjög nánum samstarfsmönnum Trumps sjálfs. Það virðist afar líklegt að félagið beini sjónum að Trump innan skamms!

Akkúrat núna virðist Trump keikur, m.ö.o. hafa mestu bælt niður uppreisnar-tilraun gagnvart honum innan Repúblikana-flokksins, búinn að koma sér fyrir í höll á Mar-a-Lago Florida, þ.s. hann sé umkringdur fylgissveinum og öðrum Trumpurum. Sennileg ætlan hans, að stjórna Repúblikanaflokknum áfram, og veita Biden þá óvinveittustu stjórnarandstöðu sem sést hafi hugsanlega í gervallri 240 ára sögu Bandaríkjanna.

Hinn bóginn, virðist mér sennilegt að Trump verði fyrir barðinu á lögsókn Dominion Voting, þ.e. hann tapi og fjárkrafan verði slík -- Trump verði þvingaður í gjaldþrot. M.ö.o. hann missi MarLago, og allt sitt fé -- er rökrétt ætti að draga úr hans pólitísku ítökum.

  1. Hinn bóginn, eins og ég skil Trumpara-hreyfinguna, mundi hún halda áfram tryggð við Trump eftir slíkt áfall -- eiginlega ef eitthvað er, verða enn tryggari honum.
    --Í augum Trumpara, mundi slíkt áfall virðast þeim sanna allar þær samsæris-kenningar þeir þegar trúa, m.ö.o. um vonda elítu - risa-samsæri og annað þess háttar.
  2. Þ.s. mig grunar er, að við þetta gæti hreyfingin orðið enn róttækari en áður.
    Því velti ég því upp, hvort hún gæti þróast yfir í -- róttæka byltingar-hreyfingu um sumt sambærileg þeim hreyfingum er voru í gangi um og eftir aldamótin 1900.

En mig grunar að viðbrögð Trumpara gætu orðið þau, að missa trúna á að markmið þeirra séu náanleg með -- lýðræðislegum aðferðum. M.ö.o. bylting með valdi væri eina leiðin.
Sem þíddi, að hreyfingin yrði að - klassískri byltingar-hreyfingu.
Þ.e. hreyfing fólks, er telur samfélagið það rotið - það ónýtt, að ekki sé hægt að laga það með vægari aðferð! Fólk er hafi misst alla trú á samfélags-gerðinni, og vilji því kollvarpa henni.

  • Spurningin er þó: Hver eru akkúrat markmið Trumpara-hreyfingarinnar?
    Fram til þessa hefur mér virst hreyfingin eiginlega ekki snúast um nokkurn hlut.
    Nema Trump sjálfan!
    --En bylting þarf alltaf hafa markmið, stefnu - leiðarljós.
    Markmið er getur haldið áfram þó leiðtoginn væri allur.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Jónsson

Ekki ristir þetta djúpt hjá mér.

Halldór Jónsson, 29.1.2021 kl. 23:46

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Skiljanlega Halldór meðan þú metur ranghugmundir glóbalista um mesta og sterkasta óvininn. 

Helga Kristjánsdóttir, 30.1.2021 kl. 11:12

3 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Þetta eru skilaboð utan úr geimnum hjá þér eins og venjulega.

Q: Spurningin er þó: Hver eru akkúrat markmið Trumpara-hreyfingarinnar?
Fram til þessa hefur mér virst hreyfingin eiginlega ekki snúast um nokkurn hlut.

Hvar hefur þú verið undanfarin 4 ár?

Sjónarmið helmings Bandarískra kjósenda hafa alveg farið framhjá þér.  Einhvernvegin.  Samt hefur það ekki verið falið.

Þú ert viljandi blindur, það er eina skýringin.

Ásgrímur Hartmannsson, 30.1.2021 kl. 21:35

4 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Ásgrímur Hartmannsson, útskýrðu þau - ég hef fylgst mjög vel með umræðu - en aldrei séð nokkra skilgreinda stefnu, nema -hail Trump.-
Kv.

Einar Björn Bjarnason, 30.1.2021 kl. 22:51

5 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Bullið vellur upp úr siðuhafa, í einni málsgrein heldur hann fram að rétt kosinn forseti Donald Trump hafi bælt buppreisnartilburði,sem hann hefur aldrei haft en Demokratar væna hann upp. Í annan stað ætlar síðuhafi forsetann að gera þeim svindlkjörna lífið leitt. Karlanginn sá á ekki mikið hjá honum en þeir sem vöktu hann upp með peði,gætu átt þeim grátt að gjalda.

Helga Kristjánsdóttir, 31.1.2021 kl. 03:14

6 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

https://en.wikipedia.org/wiki/Political_positions_of_Donald_Trump

Þetta er ekki, og var aldrei leyndó.

Ásgrímur Hartmannsson, 31.1.2021 kl. 19:56

7 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Ásgrímur Hartmannsson, vandamálið með Trump er að -- eina stefnumálið sem ég veit að hann hefur fylgt árum saman, eru skoðanir hans á milli-ríkjaviðskiptum, en Der Spiegel fann gamalt viðtal við hann, meir en 10 ára gamalt - þ.s. hann hélt fram sömu skoðunum og hann hélt á lofti 2016. Eiginlega allt annað sem Trump gerði - má afgreiða sem, ákvarðanir hans um kosninga-bandalög við skoðana-hópa til að fá þeirra atkvæði. Hann hefur t.d. ekki í gegnum árin verið andvígur aðflutningi fólks -- en tók ákvörðun í kosningabaráttu að styðja slík sjónarmið. Hann ákvað að styðja stefnu sem Repúblikanaflokkurinn hefur haldið á lofti árum saman að -- lækka skatta, en Trump sjálfur hafði ekki tjáð sig um slík mál áður.
**Einau skoðanirnar sem ég veit að Trump hefur lengi haft, eru -- bábyljur þær sem hann heldur á lofti um milliríkjaviðskipti.
***Auk bábilja um alþjóða-stofnanir, en hann virðist einnig lengi hafa haft mikla tortryggni gagnvart þeim.
Annað veit ég ekki til að hægt sé með öryggi að kalla -- stefnu Trumps.
Þú sem sagt staðfestir eiginlega, rýrt innihald Trump-isma. Hann virðist m.ö.o. snúast um andstöðu við aljóða-hyggju fyrst og fremst. Eiginlega sé ég ekki hvað Trump-ismi hefur jákvætt fram á að bjóða, þ.s. hann virðist á móti flestum þörfum málum.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 1.2.2021 kl. 00:29

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 36
  • Sl. sólarhring: 191
  • Sl. viku: 388
  • Frá upphafi: 847029

Annað

  • Innlit í dag: 32
  • Innlit sl. viku: 366
  • Gestir í dag: 32
  • IP-tölur í dag: 31

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband