Kom mér ekki á óvart að Hæsti-Réttur Bandaríkjanna, hafnaði dómsmáli sem Texas höfðaði gegn 4 öðrum fylkjum vegna meintra vandamála tengd forsetakosningum!

Hæsti-Réttur Bandaríkjanna, hafnaði máli Texas -- með þeirri einföldu röksemd.
--Texas væri ekki lögmætur aðili að máli.

Þetta er ekki flókin röksemd, þ.s. Texas hefur ekki nokkurt um það að segja með hvaða hætti, önnur fylki eða annað fylki -- ákveður með tilhögun kosninga. M.ö.o. fylki Bandaríkjanna séu sjálfstæð hvert gagnvart öðru.
Öðru lagi, er Texas ekki aðili að máli -- í öðru fylki. Sem dæmi, gæti ríkisborgari Bretlands ekki kært kosninga-hegðan á Íslandi, því breskur þegn væri ekki lögmætur aðili að máli hér. Sama á við í Bandar. -- að sá sem býr í öðru fylki, er ekki lögmætur aðili að máli, getur því ekki kært kosninga-hegðan eða tilhögun kosninga, í öðru fylki -- en sínu eigin. Þessi regla gildir að sjálfsögðu um þá einstakæinga í Texas -- er ákváðu að senda kæru um kosninga-tilhögun í 4 öðrum fylkjum.

Hæsti-Réttur Bandaríkjanna, tók í raun málið frá Texas ekki fyrir.
--Þ.e. málinu er pent vísað frá, skv. því -- mál þeirra fylkja komi Texas ekki við.

Texas attorney general Ken Paxton greets President Donald Trump at Dallas Love Field on June 11, 2020.

Texas attorney general Ken Paxton greets President Donald Trump at Dallas Love Field on June 11, 2020

Ef fólki finnst það forvitnilegt, hér er formleg ákæra Texas til Hæstaréttar Bandaríkjanna: STATE OF TEXAS,Plaintiff,v.COMMONWEALTH OF PENNSYLVANIA,STATE OF GEORGIA,STATE OF MICHIGAN,AND STATE OF WISCONSIN.

Rétt að taka fram, að Trump framboð var búið að tapa sérhverju dómsmáli innan þeirra fylkja, er gerði tilraun til að -- kollvarpa kosninganiðurstöðu fyrir dómi í þeim fylkjum.
--Allir þeir dómar, úrskurðuðu að ekki hefði verið sínt fram á slíkir annmarkar á kosningu, að ekki væru úrslit skír og að þeir annmarkar væru að auki smávægilegir þ.e. langt frá því að hafa áhrif á kosninganiðurstöðu.

Hérna er dæmi, dómsorð Hæsta-Réttar Pennsylvaníu:
Dómsorð 3rd. Cuircuit Cppeals Court Pennsylvania!.

 

Svar Hæsta-Réttar Bandaríkjanna við þessu málaleitanSupreme Court rejects Texas’ bid to overturn Biden’s election, handing decisive blow to Trump

The State of Texas’s motion for leave to file a bill of complaint is denied for lack of standing under Article III of the Constitution. Texas has not demonstrated a judicially cognizable interest in the manner in which another State conducts its elections. All other pending motions are dismissed as moot,

--Eins og ég benti á, Texas ekki lögmætur aðili að máli. Máli vísað frá!
Rétturinn skoðar síðan málaleitan Texas ekki frekar.

Áhugavert í þessu samhengi, að Donald-Trump gerði tilraun til þess, að fá að taka þátt í málinu:  Trump looks to jump into Texas case to overturn election results.

Skv. plaggi hann lagði fram, er haldið fram - sérkennilegri röksemd - er virðist leitast við að snúa sönnunar-byrði við, m.ö.o. eiginlega krefjast sannana þess að ekki hafi farið fram kosninga-svindl.

The constitutional issue is not whether voters committed fraud but whether state officials violated the law by systematically loosening the measures for ballot integrity so that fraud becomes undetectable.

Einu reglurnar sem ég veit til þess hann geti vísað til - eru víkkaðar heimildir til að greiða atkvæði með pósti, sem gripið var til í nokkrum fylkjum Bandar. -- fylkisstjórnir vildu hvetja fólk frekar til þess að kjósa með þeim hætti, út af kófinu.
--Hinn bóginn, sé ég enga skynsama ástæðu, af hverju það skapi aukna svindl-hættu.
--Að sjálfsögðu, voru þær víkkuðu heimildir - ekki brot á stjórnarskrá Bandar. né stjórnarskrám þeirra fylkja heldur.
Vegna þess að Trump hvatti sitt fólk til að mæta, gerði það tortryggið gagnvart Póstatkvæðum.
Þ.s. atkvæði frá kjörstöðum voru talin fyrst, t.d. í Pennsylvaníu, þá leit fyrst út sem að Trump mundi taka það fylki -- síðan er talning póstatkvæða hóft er virðast stórum meirihluta hafa fallið til Biden, snerist það við eftir því sem talning þeirra atkvæða gekk fram.
**Sem skýrir að sjálfsögðu, af hverju dæmið snýst við með þeim hætti það gerði.

Trump í Twíti, hvatti Hæstarétt fyrst til dáða - síðan var Trump mjög ósáttur:

  1. Donald J. Trump@realDonaldTrump·16h
    If the Supreme Court shows great Wisdom and Courage, the American People will win perhaps the most important case in history, and our Electoral Process will be respected again!
  2. Donald J. Trump@realDonaldTrump·8h
    “Don’t the voters have to know what the Federal prosecutor’s know. The establishment failed us. The media, congressional leaders, the Democrat Party? No wonder 74 (a pres. record) million Americans voted for Donald Trump, & they still don’t believe the outcome of this election...
  3. Donald J. Trump@realDonaldTrump·8h
    The Supreme Court really let us down. No Wisdom, No Courage!
  4. Donald J. Trump@realDonaldTrump·7h
    So, you’re the President of the United States, and you just went through an election where you got more votes than any sitting President in history, by far - and purportedly lost. You can’t get “standing” before the Supreme Court, so you “intervene” with wonderful states....that, after careful study and consideration, think you got “screwed”, something which will hurt them also. Many others likewise join the suit but, within a flash, it is thrown out and gone, without even looking at the many reasons it was brought. A Rigged Election, fight on!

Eiginlega er Trump kominn yfir í -- að ásaka allt kosninga-kerfið í Bandaríkjunum, og allt dómskerfið í Bandaríkjunum!
--Ath. það skiptir greinilega engu máli, hvort Trump mætir svokölluðum Repúblikana dómurum eða Demókrata dómurum, hann tapar sérhverju dómsmáli.

Og nú hefur Hæsti-Réttur í 2-skipti vísað máli pent frá!
Sem leitaðist til við að -- hindra Biden í að taka við af Trump.

 

Niðurstaða

Ég ætla ekki að skilgreina vandamál Trumps - en þ.e. algerlega nægilega skírt eftir hann tapar sérhverju dómsmáli sem leitaðist til við að -- hafna kosninganiðurstöðum; að hans framboð fullkomlega mistókst að sanna þær rangfærslur eða vandamál tengd kosningaframkvæmd, að kosningaútkoman væri bersýnilega -- óréttmæt eða ólögmæt.
--Í stað þess, að sætta sig við orðinn hlut.

Þá fer Trump sífellt lengra og lengra, nú ásakar hann eiginlega allt dómskerfi Bandaríkjanna -- sem einhvers konar spyllingar-dýki, einfaldlega vegna þess -- að það er ekki tilbúið til þess að kollvarpa kosninga-niðurstöðu sem Trump framboði hefur fullkomlega mistekist að sanna að sé ólögmæt eða óréttmæt.
--Að sjálfsögðu virkar Vestræn réttvísi þannig, að ef glæpur er ekki sannaður -- telst sá ásakaður saklaus. Skv. Vestrænni hefð - dugar ásökun aldrei ein og sér sem sönnun sektar.

  • Bendi á að Trump sjálfur mætti svipaðri persónulegri niðurstöðu.
    Þar eð rannsókn á honum sjálfum, skilaði niðurstöðu -- saklaus þar eð ómögulegt taldist að færa sannanir fyrir sektarfærslu.

Þá taldi Trump að -- slík útkoma sannaði sakleysi hans.

Þ.e. algerlega sama regla nú í gangi, nema að í þetta sinn -- er niðurstaðan ekki sú sem Trump vill.
--En það eitt að heimta - sýna frekju, leiðir ekki til þess að mál fari endilega eins og sá sem er rosalega frekur vill.

----------

Bendi fólki á sem vísar til svokallaðra -affadivit- sem nokkur þúsund af voru send inn.
Þá var að sjálfsögðu tekið tillit til þeirra í dómsmálum.
--Hinn bóginn, þá eru starfsmenn við talningu einnig vitni. Ef þeir segja annað, þá getur dómur ekki augljóslega tekið orð ásakenda fram yfir -- ef engar sannanir eru til staðar til að kollvarpa þeirra höfnun, á að nokkuð rangt hafi verið í gangi.
**Bendi t.d. á vinsælt vídeó er átti að sanna glæp, skv. vitnum starfsmanna fór talning fram allan sólarhringinn, m.ö.o. -- round the clock. Skv. starfsmanna-vitnum hafi vídeó ekki sínt annað en réttmæta talningu í framkvæmd.
**Þarna stóð orð starfsmanna er voru þar til staðar, gegn ásökun eins aðila er fullyrti annað -- ásökun er var hampað af Trump fraboði, og lögð fram í dómi.
Að sjálfsögðu gat ekki dómurinn, litið svo á að sú tiltekna ásökun væri sönnuð!
--Þar fyrir utan, voru báðir flokkarnir með sama fj. eftirlits-aðila, þannig að í sérhvert sinn er þá einnig -- demókrata-eftirlitspersóna til staðar er var vitni að því sama, og líklega var ekki sammála. Aftur -- orð gegn orði. Og aftur, ef ekkert er til staðar er getur kollvarpað neitan eða höfnun á ásökun. Þá er ásökun ekki sönnuð.

  • Eins og ég bendi á, þá var Trump með sama hætti -- sýknaður af ásökunum gegn hans persónu, á þeim grunni -- að sannanir skorti.
    --Þannig virkar það í dómi og dómsrannsóknum -- það þarf að sanna sekt.
    **Annars telst ásakaður -- sýkn saka.

Að sjálfsögðu gildir sama regla gagnvart kosninga-niðurstöðunni.
Og þær ásakanir er koma fram!
--Að ef þær duga ekki sem sönnun -- gildir almenna reglan, um sýkn saka án nægilegra sannana.

----------

Það virðist m.ö.o. eiginlega fullkomlega öruggt.
--Að Biden sé réttkjörinn.
Og muni án nokkurs vafa, taka við undir lok Janúar 2021.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Spes að íbúar Texas geti ekki leitað réttar síns um hvort rétt hafi verið staðið að kjöri forseta þeirra, sem er ekki innanríkismál sumra ríkja því hann er forseti þeirra allra.

Guðmundur Ásgeirsson, 12.12.2020 kl. 13:59

2 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Guðmundur Ásgeirsson, öllum þeim ásökunum sem þeir komu fram, var svarað í fjölda annarra dómsmála. Ég las þeirra ásakanir, það er ekki eitt atriði í þeirra ásöknum er ekki hefur þegar verið margsinnis svarað fyrir dómi -- bendi á að fyrri neitun SCOTUS snerist um mál í Pennsylvaniu. Þá fór Trump fram, og heimtaði að hans ásakanir um svindl væru teknar fyrir -- SCOTUS vísaði þeirri kröfu einnig frá.
**Stóra vandamálið er ekki síst, að þeir hafa ekki -case.-
Ef þeir hefðu e-h, þó það væri ekki nema eitthvað smávægilegt, væri möguleiki að SCOTUS íhugaði að taka málið fyrir.
--En þeir tveir dómarar, sem vildu taka málið fyrir -- gáfu nægileg hint, að þeir voru ekki sammála ásökunum, töldu þær ekki sannaðar.
Vildu einungis taka málið formlega fyrir, til að hafna því síðan.
M.ö.o. þíddi að, að enginn dómara í Hæstarétt, hafði samúð með málaleitan.
Þ.e. eitthvað sem þú ættir að íhuga, að -- sérhvert dómstig í Bandar. hefur nú hafnað málarekstri Trumps.

Lokatækifæri er þegar Bandar.þing formlega samþykkir atkvæði úr elector college. Reiknað er fastlega með að það verði gert. Þó Trump ætli að gera tilraun til að fá, einhverja Repúblikna-þingmenn til að setja fram formlega kvörtun.
--Eina ferðina enn, vandi Trumps -- er alger skortur á sönnunum fyrir svindli.
**Hann ætlast til þess, að það sem hann sakar Biden um, sé gert -- fyrir hann, þ.e. að færa honum forseta-titil þó hann hafi tapað.
**Þú getur verið viss, að það yrði allt sjóðandi vitlaust, eftir Trump hefur tapað öllum dómsmálum, gerði þingið raunverulega það -- að hundsa vilja 82 millj. manna.
Hversu sjóðandi -- Bandar. sjálf gætu flosnað upp - med de samme.
-------
Ég ætla ekki trúa því enn a.m.k. að Þingmenn Repúblikana -- séu til í að fórna sínu landi fyrir einn mann. Vegna þess, að sá getur ekki sætt sig við að hafa -- skv. öllu því sem hægt er að sjá, raunverulega tapað.
Kv.

Einar Björn Bjarnason, 12.12.2020 kl. 16:02

3 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Ég hef ekki lesið neinar af þessum kærum þeirra því ég tel tíma mínum betur varið í annað.

Fannst bara sérstakt að ekki sé hægt að láta reyna á kosningarnar gagnvart öðrum ríkjum þar sem verið er að kjósa einn forseta fyrir þau öll, svona í ljósi þess að stjórnarskrá Bandaríkjanna er í raun samningur á milli allra ríkjanna sem maður hefði talið að samningsaðilar gætu látið reyna gagnvart hver öðrum fyrir dómstólum.

Þessu má líkja við það ef í forsetakosningum hér á landi kæmi upp grunur um stórfellt kosningamisferli í, segjum norðausturkjördæmi, sem hefði haft áhrif á úrslit kosninganna og þar með hver yrði forseti, en ég sem kjósandi í Reykjavíkurkjördæmi mætti ekki leita réttar mins til að láta reyna á gildi kosninganna fyrir Hæstarétti af því að væri ekki búsettur á réttum stað til þess. Engu að síður yrði ég að sitja uppi með forseta sem ég teldi ekki réttkjörinn og gæti ekkert gert í því. Það þætt mér mjög óeðlilegt.

Guðmundur Ásgeirsson, 12.12.2020 kl. 16:14

4 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

"Einu reglurnar sem ég veit til þess hann geti vísað til - eru víkkaðar heimildir til að greiða atkvæði með pósti, sem gripið var til í nokkrum fylkjum Bandar. -- fylkisstjórnir vildu hvetja fólk frekar til þess að kjósa með þeim hætti, út af kófinu.
--Hinn bóginn, sé ég enga skynsama ástæðu, af hverju það skapi aukna svindl-hættu."


Strax fóru póstatkvæðin að finnast í ruslagámum, við liðina á hraðbrautum osfrv.  Og egar þau voru talin uppúr póstkössunum komu upp niðurstöður sem hefðu fengið spilavíti til þess að reisa augabrýrnar.

"Þ.s. atkvæði frá kjörstöðum voru talin fyrst, t.d. í Pennsylvaníu, þá leit fyrst út sem að Trump mundi taka það fylki -- síðan er talning póstatkvæða hóft er virðast stórum meirihluta hafa fallið til Biden, snerist það við eftir því sem talning þeirra atkvæða gekk fram."

Eins og skýrt er hér myndrænt: https://patriotrising.com/wp-content/uploads/2020/12/blue-red-election-fraud.png

"Bendi fólki á sem vísar til svokallaðra -affadivit- sem nokkur þúsund af voru send inn."

Það var heill vörubílsfarmur af öðrum sönnunargögnum, meðal annars vídjó.

Allt eins vafasamt og það gerist.

Ásgrímur Hartmannsson, 12.12.2020 kl. 19:19

5 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Guðmundur Ásgeirsson, þarna eiga menn að treysta á dóms-kerfið, m.ö.o. allar dóms-niðurstöður liggja fyrir eru opinberp plögg. Trump prófaði að vísa sjálfur máli til Hæsta-réttar, enda aðili máls þ.s. hann er forseta-frambjóðandi. En Hæsti-Réttur vísaði því máli frá. Forseta-frambjóðendurnir, eða framboð þeirra -- eru þeir aðilar er hafa, aðgengi til að kæra slík mál ef þeir halda að sér hafi verið vegið. Hinn bóginn, eins og reglur í Bandar. virðast vera -- gildi það ekki sama um almenna flokksmenn er búa í öðru fylki, eða stjórnendur annarra fylkja. Trump er búinn að fá mörg tækifæri til að spreyta sig fyrir dómi. Það sé ekki hægt að kvarta yfir því, að hann hafi ekki haft -- allt sanngjarnt aðgengi að dómskerfinu. Ég sé því ekki að það sé ástæða, til að -- heimila einstökum fylkjum sjálfum að blanda sér í málefni annarra fylkja. Þegar framboðin sjálf, hafa allar kæruleiðir opnar. Vandi Trump sé einfaldlega sá, að hann er búinn að klára sínar kæruleiðir -- þær hafa ekki leitt til nokkurs. Hinn bóginn, kem ég ekki auga á það sé -- sanngyrnir-krafa að, almennir borgarar annarra fylkja eða leiðtogar þeirra, ættu að geta kært kosninga-mál í öðrum fylkjum. Þó það væri ekki síst fyrir það, að það mundi augljóslega fjölda kæru-málum stórfellt. Hafðu í huga, menn kæra ekki endilega -- vegna þess að þeir telja sig hafa verið órétti bettir er þeir eru í pólitík, þeir geta einnig -- séð hagsmuni í að kæra til þess eins, að tefja ferla.
Á Íslandi, eins og ég tel mig þekkja mál, værir þú ekki heldur aðili máls, ef vandamál kæmi upp í forseta-kosningum. Þ.e. eftir því sem ég skil reglur um, hver er aðili máls, þar með -- hver má kæra. Þannig að ég tel mig sæmilega vissan, að þú gætir ekki kært sem almennur borgari. Þó þú teldir þig hafa örugga vitneskju um kosninga-svik. Hafðu í huga, að Bandar. hafa haft mikil áhrif á reglur af þess konar tagi er gilda í öðrum Vestrænum löndum - sennilega reglur hér séu afar líkar um margt, þ.e. grunn-reglur. Sá er væri aðili máls á Íslandi, væri þá -- keppinautur um forsetaframboð, og/eða embætti saksóknara á Íslandi - ef þú hefðir grun eða upplýsingar ættirðu að beina þeim til lögreglu.
Mig grunar að þær reglur séu örugglega mjög svipaðar um öll Vesturlönd. Þ.e. grunn-reglan hver sé aðili máls. M.ö.o. almennur borgari sé ólíklegur til að teljast aðili máls, sennilega nokkurs staðar í Vestrænu landi -- tel ég sennilegast. Það séu sennilegast eins og í Bandar. -- framboð keppinauta, keppinautarnir sjálfir, auk lögreglu-yfirvalda og saksóknara-yfirvalda.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 12.12.2020 kl. 19:53

6 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Ásgrímur Hartmannsson, risastórt geisp. Ef einhver henti atkvæðisseðli í rusl, skiptir það engu máli. Grefur engu úr áreiðanleika kosninga. Prófaðu að hugsa í 5sek. þá ættirðu að átta þig á, af hverju slíkt er engin ógn - nákvæmlega engin. Lestu fyrst um reglur, hvernig þú átt að ganga frá póst-atkvæði, til þess að það sé gilt. Þá sérðu að -- seðlar í ruslinu skipta engu máli, geta ekki hafa ruglað kosninguna í nokkru.
"Bendi fólki á sem vísar til svokallaðra -affadivit- sem nokkur þúsund af voru send inn.
Afadavit -- aftur prófaðu að huga í 5sek. Og þú ættir að skilja, af hverju þeir skipta ekki máli. Alltaf jafn spreng-hlægilegt hvernig Trumparar láta alltaf eins og -- það hafi engir aðrir verið á svæðinu, nema þeir sem -- sendu inn þá seðla.
1. Skv. reglum í Bandar. -- hafa framboð sama fj. eftirlitsmanna. M.ö.o. þau semja um fjöldann, þ.e. hve margir þeir eiga vera frá hvorum flokki. Sama regla og gildir í kosningum á Ísl. Enda það ekki - tilviljun. Þetta þíðir, að það voru alltaf aðrir á svæðinu í sérhvert sinn, sem einnig voru vitni. 2. Það ættirðu að hafa fattað sjálfur, ef þú hefðir hugsað málið í 5sek. M.ö.o. sérhver eftirlits-aðili hafði mót-aðila frá Demókrata-flokknum. Þar fyrir utan, eru báðir eftirlitsmenn í sérhvert sinn að fylgjast með -- starfsfólki er vinnur við talniingar og meðferð atkvæða. Það fólk einnig eru vitni.
3. Þ.s. alltaf er þreytandi við Trumpara -- að einföldustu atriði virðast stöðugt vefjast fyrir þeim. Eins og þetta, þeirra fólk var aldrei eina fólkið á svæðinu - í sérhvert sinn, m.ö.o. eftirlitsfólk Demókrata og starfsmenn er unnu við kosningarnar. M.ö.o. önnur vitni.
4. Þ.e. stöðugt vandamál, nálgun Trumpara -- að loka augunum fyrir einföldustu hlutum sem þessum. M.ö.o. að þ.e. fjöldi annarra er á svæðinu ætíð - þeir einnig eru vitni. Þá að sjálfsögðu skýrst þar með - af hverju ásakanir Trumparanna -- nást ekki fram. Þ.s. þá stendur alltaf orð gegn orði.
5. Þ.s. reglan er sú á Vesturlöndum Bandar. einnig að -- sérhver sé saklaus nema sekt sé sönnuð. Þá þiðir orð gegn orði -- það að sekt sannast ekki. Ef menn hafa engar sannanir sem styðja orð þeirra er ásaka. Þetta skýri af hverju Trump tapar öllum dómsmálum -- það að framboði hans og lögmönnum, tekst ekki að fynna sannanir er styðja framburð þess fólks er leitaði til þeirra -- með þessa affadavit. 6. Allt þetta hefðirðu átt að hafa séð sjálfur fyrir lifandi löngu -- ef þú vísar til, videós sem hefur verið umrætt, um hóp starfsmanna sem vann á nóttinni. Þá kom fram framburður frá þeim starfsmönnum fyrir dómi, að þar hefði farið fram -- talning, m.ö.o. skv. áætlun. M.ö.o. unnið hafi verið á 3-skiptum vöktum sólarhringinn. Einföld og eðlileg skýring -- ekki satt?
Nú skulum við hætta þessu -- Trump tapaði, þ.e. ekkert sem klárlega bendi til víðtækra kosningasvika. A.m.k. eru þau ekki síður afsönnuð, tja en mál Trumps sjálf fyrir rúmu ári síðan, er hann var rannsakaður -- og Mueller skilaði skýrslu að sannanir skorti.
**Sama gildir um Trump, án sannana telst hann saklaus. Þetta er alveg nægilega sambærilegt.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 12.12.2020 kl. 20:11

7 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Þetta er eitt stórt samsæri!" cool

Spaugstofan hefur skemmt landsmönnum síðan 1989.

Þorsteinn Briem, 13.12.2020 kl. 01:24

8 Smámynd: Theódór Norðkvist

Sammála Guðmundi, hvernig getur Texas og hin ríkin ekki haft hagsmuna að gæta í kosningum sem snertir öll fylkin og stór grunur er um að Demókratafylkin hafi þverbrotið stjórnarskrá BNA í þessum forsetakosningum, sem augljóslega hefur áhrif á öll fylkin, þar sem það er sami forsetinn yfir þeim öllum.

Það bendir margt til að þessar málsóknir muni engu skila og hafi hingað til litlu skilað, en að halda því fram að þessar kosningar hafi farið eðlilega fram, er mikil afneitun á raunveruleikanum. Sjálfsagt eru flestir dómarar logandi hræddir við Black Lives Matter og Antifa fasistasamtökin. Þau munu strax taka við að brenna borgir, ef dómsyfirvöld dirfast að dæma gegn svindlinu.

Skoðaðu vel myndbandið sem er að finna á eftirfarandi slóð. Þetta eru allt of mörg afbrigði, tölur flakkandi fram og til baka, til að geta verið bara einhver glitch og oftast Biden í hag. Stökkið sem Ásgrímur bendir á og gerðist í Wisconsin, hefur aldre verið skýrt og það eru mörg svona fleiri dæmi um óútskýrð stökk Bidens sem þverbrjóta öll lögmál tölfræði og líkindareiknings.

Ég skil að þér er illa við Trump, það er mörgum, en ekki láta persónulega óvild brengla dómgreind þína. Reyndu að dæma heiðarlega og hlutlægt.

Svindl

Theódór Norðkvist, 13.12.2020 kl. 15:54

9 Smámynd: Björn Ragnar Björnsson

Bandaríki Norður-Ameríku eru sambandsríki. "Fylkin" eru ekki fylki, þau eru ríki. Tilteknar reglur gilda um kjör forseta sambandsríkisins, sbr kjörmennirnir og allt það trums. Ríkin, held ég, geta í raun haft sína hentisemi um hvernig kjörmennirnir eru valdir. Til að mynda hefur verið nefndur sá möguleiki að ríkisþing í "áhugaverðum" ríkjum kjósi kjörmennina beint í stað þess að fara eftir niðurstöðum kosninga.

Ríkisstjóri hvers ríkis staðfestir svo skipan kjörmanna og, og ..., "the rest is history".

Þannig að þó það varði hagsmuni íbúa t.d. í Texas hver sé valinn forseti, þá er það bara einfaldlega u.þ.b. óviðkomandi hvernig önnur ríki velja sína kjörmenn.

Kreisí? Þið ákveðið :)

Björn Ragnar Björnsson, 14.12.2020 kl. 02:32

10 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Höfundur nefnir dæmi sem hann telur ekki flókna röksemd,vegna synjunar hæstaréttar í máli Texas. Ríkisborgari Bretlands gæti ekki kært kosningahegðun á Íslandi,því breskur þegn væri ekki lögmætur aðili að málum hér.

Er þetta marktæk viðmið lönd sem eiga hvorki sameiginlegan forseta né ríkisstjórn. 

Helga Kristjánsdóttir, 14.12.2020 kl. 03:42

11 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Theódór Norðkvist, geisp - 1)Fylkin eru mjög svæðis-skipt, og venja að telja atkvæði frá mismunandi svæðum sem heild. 2)Það útskýrir fullkomlega sveiflur í talningum. **Alltaf magnað hvað einfalt að útskýra vefst fyrir Trump fönum.
Kv.

Einar Björn Bjarnason, 15.12.2020 kl. 04:24

12 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Helga Kristjánsdóttir, þ.e. afar ósennilegt að þú mundir geta kært forsetakjör hérlendis sem almennur borgari. Aðilar máls þurfa yfirleitt að hafa persónulega hagsmuni af máli. Þannig eru framboð keppinauta alltaf aðilar að máli. Þ.e. ekki hægt að teygja persónulega hagsmuni í það óendanlega -- almenna reglan er að almennir borgarar láta lögreglu vita ef þeir búa yfir upplýsingum. Til að geta farið í einka-mál, þurfa persónulegir hagsmunir -- yfirleitt að vera mjög skýrir. Því afar ósennilegt að -- almennur borgari geti kært almennt kjör. 
Kv.

Einar Björn Bjarnason, 15.12.2020 kl. 04:36

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 35
  • Sl. sólarhring: 192
  • Sl. viku: 387
  • Frá upphafi: 847028

Annað

  • Innlit í dag: 31
  • Innlit sl. viku: 365
  • Gestir í dag: 31
  • IP-tölur í dag: 30

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband