Sannast sagna líst mér ágætlega á skipun Trumps að hefja Tunglferðir að nýju

Hugmynd NASA er að setja upp varanlega aðstöðu í geymnum, geimstöð -- Gateway. Sú mundi vera á braut um tunglið og geimfarar hefðu þar - varanlega aðstöðu. Ferjur hefðu aðstöðu þar, og gætu lent á tunglinu hvar sem er.
--Þetta er umdeild hugmynd, sem sumum gagnrýnendum finnst brjálæðislega vitlaus.

Hugmynd að útliti Gateway

Lunar Orbital Platform-Gateway.jpg

Til að skjóta upp geimförum, yrði notuð ný eldflaug í Satúrnus V klassa, þ.e. SLS.
Mörgum finnst kostnaður við geimskot sem NASA áætlar mikill, þ.e. 500 millj. dollara ca. per skot, en flaugin notar samskonar eldflaugamótora er áður voru notaðir fyrir geimskutluna, en þ.s. gagnrýnendum finnst skjóta skökku við - engin partur endurnýtanlegur.
--Höfum í huga, að tilboð Elons Musks um flaug frá SpaceX sem ekki hefur heldur enn verið smíðuð, væri samt ekki beint ódýr - en Musk lofaði kostnaði per skot ca. 300 millj. dollurum.

SLS lyftigeta 130 tonn í endanlegri útgáfu

Sls block1 on-pad sunrisesmall.jpg

Nýja geimhylkið sem á að nota, Orion. Lítur ekkert dramatískt öðruvísi út en gömlu geimhylki Appollo áætlunarinnar sálugu - þ.e. þó helmingi stærra ca. auk þess að nýrri efni og betri tækni tryggir að þ.e. samt ekki þyngra. Margvíslegur búnaður er léttari í dag, og miklar framfarir hafa orðið í efnum. Ekki síst, gerbylting í tölvubúnaði frá 8. áratugnum.

Tölvumynd, Orion tengt við ímyndað Tunglfar

Ég er eindreginn þeirrar skoðunar að viðsnúningur til Tunglsins eigi að koma á undan, öllum mönnuðum ferðum hugsanlega lengra!

Mér er slétt sama hvert annað menn ímynda sér að fara!

Why Nasa’s next Moon mission can’t be an Apollo retread

Vandamálið er að geimferðum fylgja mörg vandamál sem enn eru óleyst.
Hingað til hefur verið komist hjá þeim flestum, með því að fara ekki lengra en upp á braut um Jörð, eða til Tunglsins.

  1. Geislun er auðvitað stærsta málið: því var stundum ranglega haldið fram að það geti ekki verið menn hafi farið til Tunglsins, út af geislun. En þ.e. rangt!
    --Geislun er fyrst og fremst vandi, ef geimferðir standa vikur - mánuði - ár. Örfáir dagar í geimnum utan verndar Jarðar, svo fremi menn sleppa við Sólgos, duga ekki til þess að skapa hættulega geislun.
    --Geislun er að sjálfsögðu risastórt vandamál, fyrir ferðir utan við Jarðar/Tunglkerfið. Þegar ferðir munu standa líklega a.m.k. marga mánuði, tölum ekki um það - ef menn fyrirhuga dvöl utan Jarðar/Tunglkerfisins í fleiri ár.
    **Mjög einfalt, fólk einfaldlega - deyr.
  2. Lokuð kerfi til að viðhalda lífi: Ég sé ekki hvernig geimferðir út fyrir Jarðar/Tunglkerfið geta gengið upp - hvað þá langdvalir utan þess kerfis.
    Meðan engum hefur enn tekist - að láta lokuð kerfi til viðhalds lífs ganga upp.
    --Það hljóti að vera frumforsenda fyrir öllum langdvölum utan Jarðar/Tunglkerfisins, ásamt þróun tækni til að almennilega skýla geimförum gagnvart geislun.

Meðan bæði þessi vandamál eru enn óleyst - sé ég ekki að áform geti gengið upp. Alveg burtséð frá því hver lofar því, meira að segja þó sá heiti - Elon Musk.
--Hugmyndir hans um Marsferð, gera ráð fyrir fjölda af aldrei áður reyndum þáttum.

  • Stórum ferjum hefur aldrei verið lent á Mars, en lending þar er mun hættulegri en bæði á Jörð og Tungli - málið er að lofthjúpurinn er alltof þunnur til að hægja nægilega á ferjum eins og lofthjúpur Jarðar gerir, þannig að það þarf heilmikið eldsneyti til að klára lendinguna; þá er lofthjúpurinn til vansa því heitur strókurinn frá eldflauginni mun ofsahita loftið sem mætir ferjunni á leið til lendingar - sem væntanlega þíðir titring og högg, eins gott allt sé vel skrúfað saman - tengingar góðar.
    --Vandinn er sá, að ef e-h bilar væri engin leið til að þeir um borð gætu lifað af.
  • Fjarlægð Mars þíðir að það er einungis flogið þangað á 6-mánaða fresti. Ef maður ímyndar sér að til staðar væri - annað geimfar er sendi birgðir þangað reglulega. Það auðvitað þíðir, að ef e-h bilar, er björgun ólíkleg áður en sá sem þarf að bjarga er dauður.
    --En vandinn er einnig kostnaðarlega, það þarf mun kostnaðar-samari geimför væntanlega að vera í reglulegum ferðum þangað.
    **Ég hef ekki enn heyrt nokkurn setja inn - þann mikla kostnað er fylgdi því, að þurfa stöðugt að viðhalda ferðum þangað, til að halda hugsanlegri nýlendu gangandi.
  • Að sjálfsögðu þyrfti það, allur búnaður til notkunar þar væri af því taginu að vera flókinn - ákaflega sérhæfður og því viðkvæmur, þurfa án mikils vafa reglulega endurnýjun - einungis Jörðin framleiðir hann.
  • Hugmyndir um að rækta mat á Mars - nota hráefni á staðnum, eru sennilega allar framkvæmanlegar einhverntíma -- en án vafa þarf langar tilraunir og þróun til að láta það almennilega ganga upp.
    --Bendi aftur á, enn hefur ekkert lokað hringrásar-kerfi gengið upp. Og það þarf aðgengi að þeim jarðvegi sem er þar - til að raunverulega vita, hvað þarf til að rækta í honum.
    --Engin -sample mission- hefur tekið magn af jarðvegi, þannig engar tilraunir er geta talist full raunhæfar, geta farið fram án aðgengi að slíkum sýnishornum í nægu magni.
    **Það virðist ætlast til þess, að farið sé þangað án þess sé vitað, hvort slík ræktun raunverulega sé möguleg.

M.ö.o. virðist mér hæsta máta óvarlegt að íhuga Mars ferð nk. 20 árin a.m.k.
--Það þurfi kanna plánetuna töluvert frekar, tæknilega er hægt að rannsaka jarðveginn með því að senda tæki er mundu taka sýnishorn á fjölda staða.
--Það væri hugsanlega jafnvel hægt, að láta róbót framk. ræktunartilaun.
--Það þyrfti að bora á stöðum niður fyrir yfirborðslag, til að sjá hvað er undir - taka t.d. sýnishorn úr því sem líklega er vatnsís - en eina leiðin til að vera viss, er að bora niður og taka sýnishorn, og greina þau -- helst taka á einhverjum fjölda staða.

  1. Ég mundi líta á þá könnun sem nauðsynlega, áður en menn ættu í alvöru að íhuga - settlement mission.
  2. Þetta er burtséð frá -- geislunar-vandamálinu.
    En sá vandi er ekki leysanlegur nema að hluta með því að grafa vistarverur niður.
    En í hvert sinn sem einhver fer upp, yrði viðkomandi fyrir skammti af geislun vel umfram náttúrulega geislun á yfirborði Jarðar.
    --Menn plana væntanlega ekki að vera alltaf undir yfirborðinu.
  3. Og eins og ég benti á -- lokuð kerfi til viðhalds lífs verða að ganga upp.
    --Loftið á plánetunni er auðvitað - banvænt fyrir utan að vera alltof þunnt. Þar er einnig alltof kalt.

 

Í mínum huga er Tunglið ágætis tilraunastofa!

Þó Tunglferð sé dýr og dvöl á Tunglinu einnig -- er þó kostnaður bersýnilega miklu mun minni, en þegar snýr að hugmyndum um dvöl á Mars - bæði ferð þangað og viðhald varanlegrar stöðvar þar, væri til mikilla muna kostnaðarsamari!

  1. Það þarf mun minni orku til að ferðast til Tunglsins, en ekki síst er það einnig að það tekur mun minni tíma -- þess vegna er geislun minna vandamál!
  2. Ég átta mig á hugmynd NASA um - geimstöð við Tunglið. Hana væri væntanlega hægt að gera að tilrauna-verkefni til að smíða vel varða geimstöð.
    --En ef langdvöl á að ganga þar upp, þyrfti hún strax að vera gerð úr garði með þeim hætti, að veitti umtalsverða vörn gegn geimgeislum.
  3. En vandamálið með - vörðu geimstöðina, er það sama og leysa þyrfti hvort sem er, ef menn íhuga að senda fólk í lengri geimferðir.
    --Um leið og skilvirk hönnun sem veitir góða vernd er komin, virkar hún fyrir hvort tveggja.
  4. Og auðvitað, sömu geimstöð mætti nota til að þróa lokuð kerfi til viðhalds lífs í geimnum, auðvitað ódýrar að stunda þær tilraunir og þægilegar nærri Jörð.

Sama fólkið og er gjarnan rasandi yfir því að NASA vill smíða - Gateway.
Vill gjarnan frekar að NASA einblýni á aðra áfangastaði en Tunglið.
--En þá standa menn aftur frammi fyrir sama vandamáli, að það þarf að hanna vel varinn íverustað fyrir dvöl í geimnum. Og það vantar enn lokuð kerfi til viðhalds lífs sem raunverulega virka.
**En ég á við kerfi sem framleiða súrefni - endurnýta CO2 - og helst framleiða einnig mat, eru lokað ferli.

  • Þá skiptir engu máli, hvort menn ætla vera kyrrir - eða á ferð.
  • En klárlega væri brjálæði að gera ekki fyrst verulegar rauntilraunir, til fullþróunar slíkrar tækni.

Þá þyrfti væntanlega hvort sem er að verja tíma og peningum til að halda uppi einhverju einhvers-staðar til að framkvæma þær rauntilraunir.
--Þannig, sannast sagna kaupi ég ekki rök þeirra, sem halda því fram að hugmynd um stöð á braut við Tungl séu peninga-sóun eða rugl.

  1. Vegna þess kostnaður er lægri, geta mun fleiri þjóðir tekið þátt í Tunglverkefnum. Það væri vel unnt að gera slíkt verkefni að fjölþjóðaverkefni.
  2. Annað atriði, að Tunglið eða stöð yfir Tunglinu, gæti hentað mjög vel sem aðstaða fyrir geimfara, þegar mannkyn hefur vinnslu málma í smástyrnum.
    --Það væri tiltölulega áhættulítið, að vinna málmgrýti úr smástyrnum yfir Tunglinu. Ef e-h fer úrskeiðis, þá munar tunglið ekki svo mikið um einn eða tvo gíga í viðbót.
    --Síðan væri unnt að senda full-unninn málminn, til Jarðar - með hitahlíf og fallhlíf gæti hann náð niður.
    --Eða, hinn möguleikinn, að nota þá málma til að smíða í geimnum.
  3. Raddir eru uppi, að hentugt væri að færa málmbræðslur upp í geim.
    --Loftmengun er þá ekki vandi augljóslega.
    --Nóg af orku frá Sólinni.
    Slíkt er auðvitað langtíma-verkefni. En hentugt væri augljóslega að vinna málm sem á að nota til að smíða úr hluti í geimnum, úr smástyrnum.
  4. Þegar menn eru komnir með iðnað í geiminn - þá auðvitað verður mun auðveldar að - halda uppi starfsemi í geimnum utan Jarðar/Tungls.
    --Þá alveg sama hvar annars-staðar.
  5. Það þarf varla að taka fram, að Tunglið hentar til þróunar geimbúninga - aftur þægilega nærri og ódýrar en lengra í burtu.
  6. Og einnig til þróunar tækja sem eiga að starfa í loft-tæmi og geislun til langframa.
    --Aftur er kostur að það er tiltölulega nærri.
  7. Og ekki síst, að þ.e. tiltölulega nærri, þíðir að betri möguleikar eru á að unnt sé að bjarga ef það skapast vandamál, einmitt því björgun tekur mun skemmri tíma.
    --Slíkt er auðvitað enn stærri kostur, þegar tæknin er enn ekki sérlega fullkomin eða áreiðanleg.

Why Nasa’s next Moon mission can’t be an Apollo retread

 

Niðurstaða

Mín afstaða til Tunglsins er einfaldlega að, viðsnúningur þangað sé skynsamlegt takmark. Það sé klárlega ekki eins ævintýranlega kostnaðarsamt og lengra í burtu, þó mjög dýrt sé. Nálægðin geri það að hentugri tilraunastofu fyrir margvíslega tækni til dvalar í geimnum. Sem muni síðan nýtast til ferða alls staðar annars staðar í geimnum síðar.
--Sannleikurinn sé sennilegast einfaldlega sá, að geimtæknin sé ekki enn nægilega fullkomin - til þess að langdvalir lengra í burtu en á Tunglinu - séu áhættunnar virði.

Meðan að Tunglið henti sem tilraunastofa til að fullkomna nær alla þá tækni er muni síðar nýtast, þegar og ef menn leita lengra.
--Þetta er gamla sagan - að læra að ganga áður en menn læra að hlaupa - hlaupa áður en menn læra að hoppa, o.s.frv.

Ég vil meina að -- Tunglið sé eins og dósa-opnari, er opni allt Sólkerfið upp á gátt.

--Mér finnst þessi hugsun -been there, done that-- hreinlega heimskuleg.
--Gagnrýnin virðist mér - lítt íhuguð.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 89
  • Sl. viku: 435
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 412
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband