Það væri rökrétt af vesturveldunum að semja frið við Íran!

Í dag eiga Íranir umtalsvert magn af úrani sem hefur verið auðgað upp í 20%, eins og þ.e. kallað. Þ.s. erlendir fréttaskýrendur segja - er að 20% auðgun sé erfiðasti hjallinn. Eftir það sé tiltölulega auðvelt, að vinna það upp í "weapons grade" svo unnt sé að smíða kjarnasprengju.

Málið er að um leið og Íranir eiga nægilega mikið af auðguðu úrani til að smíða sprengju, þetta er punktur sem ísraelsk yfirvöld hafa verið að benda heiminum á trekk í trekk, þá skiptir engu máli þó að öll kjarnorkuver í Íran væri sprengd.

Þá geta þeir samt notað það efni til að smíða sprengju.

Og ef efnið er varðveitt á mjög öruggum stað, er ekki unnt að eyða því með loftárásum af nokkru tagi.

  1. Það sem mig grunar er að Íranir ætli sér að kaupa "öryggi" gagnvart innrás.
  2. En þ.s. margir eru búnir að gleyma, að Íran varð einmitt fyrir mjög blóðugri innrás, þ.e. þegar Saddam Hussain réðst á Íran, þ.e. september 1980 - ágúst 1988 stóð það, stríðið kostaði yfir milljón mannslíf, Saddam Hussain beitti efnavopnum gegn írönsku herliði - það án þess að vesturveldin, eða nokkur, mótmælti beitingu þeirra. Þetta er mjög gleymd staðreynd.
  3. Þetta gríðarlega manntjón, og það eru örugglega einnig mjög margir örkumlaðir sem lifðu af, hlýtur enn þann dag í dag - að hafa mjög mikil áhrif á sálarástand írönsku þjóðarinnar.
  4. Höfum að auki í huga, að vesturveldin studdu Saddam á þeim tíma, þegar það hentaði vesturveldunum, þess vegna létu þau það afskiptalaust er hann beitti efnavopnum gegn Írönum - - sem breyttist síðar meir; en beiting hans á efnavopnum gegn írönskum Kúrdum vakti mikla eftirtekt fjölmiðla, þó enginn vestrænn fjölmiðill hafi mótmælt beitingu Saddams á efnavopnum gegn Írönum.
  5. Svo er ágætt að muna auk þess, að vesturveldin studdu ógnarstjórn Resa Palavi, keisarans af Íran - sem íranska byltingin steypti.

Þó ég fari ekki lengra en þetta - þá hafa Íranir margar ástæður til að líta á vesturveldin sem sér óvinveitt.

Þegar svo margt hefur farið á verri veg, sem skapar sárindi og hatur - - getur verið erfitt að stíga til baka, og bera smyrsl á þau sár.

Þessi skemmtilega landslagsmynd af Persaflóasvæðinu - sýnir hve Íran er fjöllótt.

http://www.worldofmaps.net/uploads/pics/topographische_karte_iran.jpg

 

Forseti Írans virðist raunverulega vilja frið við vesturveldin!

En honum er þröngur stakkur sniðinn, en svokallaður "Byltingavörður" hreyfing sem er óskaplega öflug innan Írans, eiginlega hliðstæður her við hlið hins hefðbundna herafla Írans - er mjög mótfallinn nokkrum tilslökunum gagnvart vesturveldunum.

Sá hópur virðist ekki trúa því að vesturveldin vilji Íran nokkuð annað en illt. 

Með öðrum orðum, að samningar séu án tilgangs.

Það má segja að byltingavörðurinn sé akkúrat andstæða Líkúdflokksins í Ísrael, en forsætisráðherra Ísraels er fyrir sitt leiti eins harður - segir samninga við Írani tilgangslausa, Íranir geti ekki haft nokkurt gott í hyggju.

Ef þessir tveir hópar fá að ráða - þ.e. hægri sinnaðir Ísraelar annars vegar og íranski byltingavörðurinn hins vegar, þá líklega væri stríð alveg öruggt á endanum.

  • En þ.e. a.m.k. tæknilega unnt að forða þeirri útkomu.
  • Þ.e. einmitt þ.s. tilboð forseta Írans snýst um.

Að smá mjaka ástandinu frá því sem hefur um nokkurt skeið virst vera þróun í átt að allsherjar stríði í Miðausturlöndum.

  • Punkturinn er sá, að vesturveldin geta ekki mögulega grætt á útkomunni - stríð.
  • En ef þið skoðið kortið - þá sjáið þið að Íran er við Persaflóa, og beint hinum megin við flóann er Saudi Arabía, og þar eru einnig nokkur mjög olíuauðug furstadæmi.
  • Stríð við Persaflóa, muni skapa heimskreppu - - þegar olíuverð mundi rjúka upp úr öllu valdi, ég held að á því geti vart verið nokkur vafi.
  • Og ný heimskreppa er ekki beint þ.s. mjög skuldug Vesturveldi, hafa efni á að takast á við.

Það liggur því mikið undir fyrir vesturveldin einnig, að stöðva þessa þróun í átt að allsherjar stríði er virst hefur verið í gangi um nokkurt skeið.

France takes tough line at Iran nuclear talks

Iran nuclear deal unlikely as split emerges in Western camp -diplomats

Iran says nuclear talks could resume soon if no deal on Saturday

Iran nuclear talks end without breakthrough

 

Samkvæmt fréttum náðist ekki samkomulag á laugardag!

Það virðist að Laurent Fabius utanríkisráðherra Frakka, hafi hindrað möguleika á samkomulagi.

"Laurent Fabius, the French foreign minister, told France Inter radio that he would not accept a “sucker’s deal”. He said: “As I speak to you, I cannot say there is any certainty that we can conclude.”"

Það virðist að Bretar og Bandaríkjamenn, hafi verið tilbúnir til þess að afhenda til stjórnvalda Írans - fjármagn fryst var þegar íranska byltingin hófst.

Gegn því, að eftirlitsmenn mundu fá að fylgjast með búnaði þeim sem Íranir hafa verið að nota til þess að auðga úran, og auk þess mundu þeir fá að ganga úr skugga um það - að sú geymsluaðstaða er auðgaða úranið sé varðveitt í sé innsigluð, líklega örugglega einnig að tékka á því að það sé örugglega á staðnum.

En Laurent Fabius, virðist hafa heimtað að auðgaða úranið sé gert "ónothæft" eða með öðrum orðum, ónothæft til sprengjugerðar.

Atriði sem forseti Írans gat augljóslega ekki fallist á!

En auðgaða úranið er augljóslega, þeirra megin - eign eða "asset" þegar kemur að samningum.

Augljóst að ekki kemur til greina, að afhenda það - nema hugsanlega á einhverjum löngum enda, þegar öll önnur mál hafa verið gerð upp.

En að gera það að forsendu þess, að gera nokkurt samkomulag - sé því til þess eins að hindra að nokkur möguleiki sé á samkomulagi yfirleitt.

  • Það má velta því fyrir sér hvort Frakkar eru farnir að ganga erinda Saudi Arabíu.
  • En Frakkar gerðust fyrir nokkrum mánuðum meðlimir að óopinberum ríkjasamtökum, sem innihalda Saudi Arabiu, furstadæmin við Persaflóa, Frakkland og Bretland - - sem kalla sig "vini Sýrlands" og hafa þ.s. sameiginlegt markmið að dæla vopnum í andstæðinga Assads.

Spurning hvort Frakkar eru íhuga að verða einhvers konar - bestu vinir Sauda, og arabanna við Persaflóa?

Orð Fabius höfða einnig mjög sterklega til forsætisráðherra Ísraels, nánast eins og tekin úr hans munni.

Það er því áhugavert að pæla í því hvaða leik Frakkar allt í einu eru að leika, en Bretar og Bandaríkjamenn hafa örugglega verið að undirbúa þetta mögulega samkomulag um nokkurn tíma, í óformlegum fundum sendimanna.

Ef forseti Írans fær ekki samkomulag - sem hann getur tekið heim með sér, og átt raunhæfan möguleika á að fá samþykkt heima fyrir.

Höfum í huga að það er tímarammi - en á næsta ári verða þingkosningar í Íran, og ef forseti Írans fær ekkert bitastætt úr tilraunum til samninga, þá munu stuðningsmenn Byltingavarðarins græða atkvæði á því, meðan að fylgismenn forsetans þá tapa fylgi og þar með stuðningi.

Hann getur því orðið "lame duck" eða nánast valdalaus, og ófær um að hindra þá þróun í átt að stríði, sem hefur virst á öruggu róli um nokkurt skeið.

En ég á erfitt með að ímynda mér hvað Frakkar geta grætt á því ef það verður stríð.

Ekki nema að Saudar hafi lofað þeim, að tryggja þeim olíu - gegn föstu verði. Þannig að olíukreppa bitni ekki á Frakklandi.

  • Tíminn er ekki búinn, það verður örugglega reynd áfram næstu vikur.

En ef það fer á hinn veginn, að forseti Írans fer heim með e-h raunverulega bitastætt, án þess að hafa gefið of mikið eftir. 

Þá styrkir það áhrif og fylgi þeirra sem telja samninga um frið mögulegan, þ.e. þá ekki algerlega útilokað að friðarferli geti formlega hafist.

Slíkir samningar geta hugsanlega tekið einhver ár, en þ.e. mikið að vinna - það að forða mannskæðu stríði, er gæti drepið jafnvel milljónir manna. Orðið eins mannskætt og Fyrri Heimsstyrjöld. Þó það væri ekki eiginleg heimstyrjöld. Eyðileggingin væri einnig óskapleg, milljónir manna færu á vergang. Flóttamanna vandinn gæti orðið eins slæmur, og í lok Seinna Stríðs í Evrópu.

Svo það er virkilega mikils virði að koma í veg fyrir þann harmleik.

 

Niðurstaða

Það eru auðvitað öfl sem vilja að af stríðinu verði, þau sem eru svo ílla haldin af haturs meinsemdinni, að viðkomandi geta ekki séð það sem möguleika. Að andstæðingurinn vilji nokkuð annað en það að ganga á milli bols og höfuðs á þeim. Menn eins og forsætisráðherra Ísraels. Sem trúa því að Íranir ef þeir eru ekki stöðvaðir, muni gera sitt ýtrasta til að eyðileggja Ísrael. Og síðan Saudi Arabar, en þar ræður ríkjum öfgaíslam nefnt Wahabismi, sem er grein af öfgasinnuðum Súnní Íslam. Stjórnendur Saudi Arabíu virkilega virðast hata Írana - af raunverulegri heift. Þeir hafa alveg frá því að byltingin í Íran hófst, gert sitt ýtrasta til þess að skaða írönsk stjórnvöld og írönsku byltinguna. Alveg síðan þá hefur geisað í reynd leynistríð milli Sauda og Írana. Það leynistríð hefur verið í hægri en öruggri stigmögnun, en sú stigmögnun hefur tekið flug síðan borgarastríðið í Sýrlandi hófst. Nú er það stríð nokkurs konar vígvöllur milli Sauda og Írana, með aumingja fólkið í Sýrlandi sem leiksoppa á milli. Assad lítið orðið annað en tæki í höndum Írana. Meðan að Saudar styðja allskonar súnní öfgahópa sem til eru í að berjast við liðsmenn Assads og shítana sem Íranir beita fyrir sig þar einnig.

Þetta er með öðrum orðum á hraðri leið með að enda í allsherjar trúarstríði milli súnní Íslam og shite Íslam.

Það yrði virkilega að miklu eyðileggingarbáli ef þetta heldur þannig áfram alla leið.

Það má að ýmsu leiti líkja Miðausturlöndum við Evrópu rétt fyrir Fyrra Stríð.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Hefur Fabius komið í veg fyrir samkomulag?

Einar Björn, þú dæmir þig hér með úr leik með svona rýnir.

Farðu til Írans með Jóhönnu Kristjóns og upplifðu hengingu: http://postdoc.blog.is/blog/postdoc/entry/1326742/

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 10.11.2013 kl. 10:01

2 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Ekki enn - en ef hann gefur ekki eftir þetta atriði gerist það, þá örgglega verður þetta mannskæða stríð á endanum, en samkomulag v. Íran er eina leiðin til að stöðva stríðið í Sýrlandi, átökin eru að berast til Íraks þegar er mannfall þar að nálgast það ástand er var er þar var talað um borgarastríð, þó enn sé það ekki komið í það ástand er það varð allra verst - en hlutir fara versnandi þar, stríðið örugglega á eftir að berast til Líbanon einnig; þá er bara spurning um tíma hvenær Íran og Saudi Arabía fara að beita herjum sínum með beinni hætti í stað þess að berjast í gegnum "proxies."

"Farðu til Írans með Jóhönnu Kristjóns og upplifðu hengingu:" - - farðu til Kína í svipuðum erindagjörðum, en þar eru fleiri teknir af lífi á ári hverju en í öllum öðrum löndum samanlgt.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 10.11.2013 kl. 12:52

3 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Já, Kína er heldur ekki framarlega á lista yfir lönd sem mig langar til, hefði ég ráð á því - og vegna mannréttindabrota Kína væri vænlegast fyrir Íslendinga að koma í veg fyrir að Kína athafni sig í nánd við Ísland. Það gagnast hvorki almenningi í Kína né á Íslandi.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 10.11.2013 kl. 22:19

4 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Sé ekki hvernig við komum í veg fyrir það. Þó svo að það verði þýskt fyrirtæki er ef til vill rekur risahöfn fyrir Austan. Þá er líklegt að kínv. námufyrirtæki verði með starfsemi á Grænlandi. Það eina sem við hefðum upp úr því að neita að þjónusta þá starfsemi þar hér, væri að einhverjir aðrir mundu taka það að sér. Og það væri aul þess líklegt, að kínv. fyrirtæki hefðu áhuga á að eiga eitthvert vörurými við höfnina fyrir Austan.

Þetta er sama samviskuspurning og við afgreiddum í kalda stríðinu, er við áttum verðmæt viðskipti við Sovétríkin og A-Evrópu. Á tímabili á 7. og 8. áratugnum sem var erfitt hér. Við erum að mörgu leiti að horfa fram á sambærilega tíma og þá.

Við völdum að græða peninga, skapa störf hér heima fyrir. Hagvöxtur á vesturlöndum á eftir að verða af skornum skammti á næstu árum. Það þíðir að hann mun einnig verða af skornum skammti hér.

Kínverjar virðast ætla að taka þátt í námuvinnslu á Grænlandi hvort sem okkur líkar betur eða verr, mér virðist augljóst að við eigum að bjóða þeim þjónustu við námur þeirra héðan, svo við fáum a.m.k. hluta af þeim störfum hingað. Fyrirtæki á NV-landi og Vestfjörðum væru vel staðsett til þess. Þetta gæti lyft aðeins upp hlutum hér, í þeirri lágdeiðu sem annars er líklega að vera - vegna þess að skuldakreppan á vesturlöndum heldur niðri hagvexti við N-Atlantshaf næstu árin.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 10.11.2013 kl. 23:43

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.5.): 42
  • Sl. sólarhring: 52
  • Sl. viku: 543
  • Frá upphafi: 847264

Annað

  • Innlit í dag: 42
  • Innlit sl. viku: 518
  • Gestir í dag: 42
  • IP-tölur í dag: 40

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband