Seðlabanki Bretlands setur - atvinnuviðmið!

Það hafa tíðkast hjá seðlabönkum "verðbólguviðmið" en þ.e. nýtt. Að seðlabankar setji - atvinnuviðmið. Seðlabanki Bandaríkjanna - "US Federal Reserve" gerði þetta á sl. ári. En nú rýður nýr seðlabankastjóri Bretlands eða "governor of Bank of England" Mark Carney á vaðið fyrir þá yfir 300 ára gömlu stofnun.

Carney ties UK rates to jobs data

Bank of England ties interest rates to fall in unemployment

Bank of England's Carney sets out forward guidance

Mark Carney - "In particular, the MPC intends not to raise Bank Rate from its current level of 0.5 percent at least until the Labor Force Survey headline measure of the unemployment rate has fallen to a threshold of 7 percent."

Í Bandaríkjunum var sett "atvinnuviðmið" við 6,5% atvinnuleysi.

  • Það er auðvitað áhugavert - að seðlabankar eru orðnir einna helsta tækið til að berjast við óhagstæða atvinnuþróun.

Þetta er samt ekki eins snargalið og einhver gæti haldið!

Það sem seðlabankarnir tveir hafa gert, er að setja mjúkan púða undir sín eigin hagkerfi þ.e. Bretland annars vegar og Bandaríkin hins vegar. 

Með últralágum vöxtum en auk þess - - peningaprentun.

Og "Bank of England" er sannarlega að fjármagna ríkið, þ.e. kaupir ríkisbréf fyrir prentuð pund.

Þannig tryggir hann ríkissjóð Bretlands fjármögnun á ríkishallanum á lægstu mögulegu kjörum.

En ekki síst er mikilvægur punktur, að breska ríkið er ekki háð ákvörðun markaðarins um það hverjir séu "réttir" vextir til ríkisins í Bretlandi.

Þetta er auðvitað umdeilt atriði - - sem dæmi er Seðlabanka Evrópu stranglega bannað, að ástunda sambærilega fjármögnun.

Það auðvitað þíðir, að ríkissjóðir aðildarlanda evru þurfa að búa við það að markaðurinn hefur mun meira að segja um það, hvaða vexti þeir greiða fyrir útgefnar skuldir.

En það þíðir auðvitað að þegar það ástand skapast að markaðurinn ákveður, að tiltekinn ríkissjóður sé ekki trúverðugur skuldari - - geta vaxtakjör orðið afskaplega óhagstæð.

Eins og við höfum séð í evrukreppunni.

En í Bretlandi alveg burtséð frá því hve breska ríkið skuldar mikið, þá getur breska ríkið alltaf útvegað sér ódýra fjármögnun.

----------------------------------

OK, það er unnt að rífast um það út í það óendanlega, hvort þ.e. óeðlilegt að ríkissjóðir hafi slík þægindi eins og breska ríkið enn býr að, með sinn eigin seðlabanka og gjaldmiðil.

En afleiðingar þess eru auðvitað þær:

  1. Vaxtagjöld breska ríkisins eru örugglega lægri en þau annars væru.
  2. Sem þíðir að hallinn á breska ríkinu er lægri en annars væri.
  3. Sem þíðir að skuldir þess eru lægri en annars væri.
  4. Sem þíðir að þörf fyrir niðurskurð á starfsemi breska ríkisins er minni en annars væri.
  5. Sem þíðir að breska ríkið þarf síður að draga saman þjónustu við þegna breska ríkisins.
  6. Sem þíðir að umsvif breska ríkisins minnka minna en annars væri líkleg útkoma, þannig að ríkið er frekar en annars væri að viðhalda atvinnu - þ.e. síður að auka á atvinnuleysi með uppsögnum eigin starfsmanna.
  7. Og ekki síst, að með minni niðurskurði er breska ríkið að styðja betur við veltu eigin hagkerfis en ella væri, sem er þáttur í því að lágmarka samdrátt.
  • Það er með öðrum orðum, löng röð jákvæðra afleiðinga fyrir breska ríkið og þar með breskt samfélag, að vaxtaumhverfi er haldið últra lágu.
  • Það auðvitað er ekki svo að últra lágum vöxtum fylgi engir hugsanlegir gallar, en þeir geta hvatt til rangra fjárfestingaákvarðana "sbr. misallocation" og þeir geta hvatt til húsnæðisbóla.
  • En í núverandi ástandi í Bretlandi virðist þetta ekki sérdeilis stór hætta, að ofurskuldsettir húsnæðiseigendur fari í það far á næstunni að stækka við sig, taka neyslulán og leggja á eigið húsnæði.
  • Né virðist það líklegt að fjárfestingafyllerí hefjist í atvinnulífinu líkt því sem var rétt fyrir hrun, en atvinnulíf í Bretlandi er ekki síður skuldsett en almenningur.

Það sem últra lágu vextirnir þá gera, er það sama og þeir gera fyrir ríkið - þ.e. lækka vaxtagjöld.

Sem þíðir að neikvæð áhrif skuldsetningarinnar á neyslu sem og fjárfestingar - eru lágmörkuð.

Hvort tveggja lágmarkar einnig efnahags samdrátt, og þar með atvinnuleysi og ekki siður halla ríkisins sem væri stærri ef neikvæðari efnahagsleg framvinda væri að höggva skörð í skatttekjur, og að sjálfsögðu væru þá skuldir þess meiri en í dag.

----------------------------------

Með öðrum orðum er ég þess fullviss, að stefna "Bank of England" hefur skilað miklu minni efnahagssamdrætti í Bretlandi en annars hefði átt sér stað.

Og því mun minna atvinnuleysi.

Atvinnutenging "Bank of England" er því kannski ekki eins brjáluð hugmynd og einhverjum gæti virst.

Þetta er kannski nýja trendið.

En með þessu gefur Mark Carney þau skilaboð til markaða, að "Bank of England" muni ekki hætta prentunaraðgerðum í bráð.

Hann með þessu bælir niður væntingar um annað, en hagvöxtur hefur virst í smávegis aukningu á allra síðustu mánuðum í Bretlandi, þó enn að sögn Carney sé þetta lélegasta "recovery" í sögunni.

Sumir hafa talað um, að eðlilegt sé að "Bank of England" dragi úr sinni lausamennsku með stefnuna, um leið og hagvöxtur eykst. 

En Carney segir þá mönnum, að hafa ekki áhyggjur af slíku í bráð.

 

Niðurstaða

Það áhugaverða er að sl. 3-4 ár hefur "Bank of England" haldið vöxtum vel undir verðbólgu, en hún hefur farið svo hátt sem 4% meðan að vöxtum hefur verið haldið við 0,5%. Seðlabanki Íslands á meðan vill alltaf halda stýrivöxtum ívið ofan við verðbólguna svo það séu til staðar "raunstýrivextir" eins og hann kallar það. Stýrivextir "Bank of England" hafa því verið í reynd neikvæðir ef tekið er tillit til verðbólgu. 

Líklega hefur Englandsbanka með þessu tekist að ívið hjálpa aðilum innan hagkerfisins við það verkefni að vinna á sínum skuldum - - þ.e. mild verðbólguleið.

En þær hafa líklega verið að raunlækka lítið eitt per mánuð þ.e. haft lága neikvæða ávöxtun.

Þetta er auðvitað ein fræðilega fær aðferð við það að létta undir hagkerfi sem býr við það ástand, að of mikil skuldsetning er útbreitt vandamál. Þá fyrirtækja sem almennings.

Það getur flýtt fyrir efnahagslegum viðsnúningi - því að fjárfesting fari af stað aftur og neysla.

Það má vera að nú eftir 3-4 ár af þessu, séu fyrstu merki þess viðsnúnings að hefjast í Bretlandi. Þó ekki sé líklegt að Bretland verði að efnahagslegum tígri á næstunni.

Hið minnsta virðist Carney telja að þessari stefnu þurfi að fram halda áfram um hríð. Til að íta undir þá þróun sem sé að skapa forsendur nýs hagvaxtar þar í landi.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (9.5.): 22
  • Sl. sólarhring: 29
  • Sl. viku: 854
  • Frá upphafi: 848176

Annað

  • Innlit í dag: 18
  • Innlit sl. viku: 826
  • Gestir í dag: 18
  • IP-tölur í dag: 17

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband