Osama Bin Laden allur?

Ég hallast að því að Osama sé raunverulega látinn, og Bandaríkjamenn hafi drepið hann um daginn. En, mörgum fannst þeð grunsamlegt að þeir kusu að jarða hann um borð í flugmóðurskipi, með því að varpa líkinu í sjóinn. Þá velta menn fyrir sér, var ekki líkið sjálft raunverulega öruggasta sönnunargangið. En, Bandaríkjamenn segjast hafa tekið DNA sýni og það sé nægileg sönnun, með samanburði við lifandi ættingja Osama.

Fyrst varðandi DNA málið:

  • Þá sannarlega sýnir sýni úr Osama einungis að hann sé sonur föður síns, en ekki endilega hver sona hans er um að ræða.
  • Á hinn bóginn, þá er með samanburði við DNA úr bræðrum hans, hægt að útiloka þá og aðra ættingja, þannig nálgast mjög hátt sönnunarhlutfall með útilokunaraðferð. 

Gátu ekki Bandaríkjamenn sett þetta á svið?:

  • Að sjálfsögðu - en þá spyr maður á móti, af hverju núna?
  • Að auki er þá tekin sú áhætta, að Osama sanni að hann sé á lífi, og Bandaríkjamenn missa þannig séð andlitið, og heimurinn næst verður mun tregari til að trúa næst þeirra yfirlísingum.

En af hverju að henda líkinu fyrir borð?:

 

Eitt af því athyglisverðasta er hvar hann fannst!

Tiltölulega smárri borg, 60km. frá Islamabad höfuðborg Pakistan. Og þ.s. enn betra er, einungis 1km. frá herstöð pakistanska hersins þ.s. er að finna einn helsta herskóla landsins. Fjöldi herforingja býr í þessari borg, þ.s. viðhaldið er mikilli öryggisvernd og eftirliti, vel yfir því sem er normið í Pakistan.

Við skulum segja, að grunsemdir þess efnis að ISI leyniþjónusta pakistanska hersins, hafi vitað um veru Osama Bin Laden, fyrir framan nefið á hernum - hafi vaknað.

Verðmæti bygginganna er lauslega metið um milljón dollarar, og eru þær umluknar 10 háum vegg með gaddavír á toppnum. Húsin sjálf með fáum gluggum. Engar símalínur lágu til þeirra né internet. Íbúar brenndu eigið rusl. Byggingarnar voru reistar fyrir 6. árum. 

Segjum að grunsemdir vakni, að þetta hafi verið byggt til þess að fela hann Osama. Maður á erfitt að trúa því, að svona lagað geti hafa gerst án vitneskju einhverra í Pakistan með sambönd, innan kerfisins.

Svo, ég skil vel af hverju Bandaríkjamenn létu Pakistana ekki vita fyrirfram, um aðgerðina. Sennilega hefðu þeir gripið í tóm.

Þetta er ekki fyrsta dæmið um að Pakistanar séu tvöfaldir í roðinu. Þeir eru það einnig gagnvart Talibönum, eins og að meðan opinberlega er her landsins að veita Bandaríkjunum aðstoð í stríðinu við þá hreyfingu, sé ISI á laun að vinna með þeim sömu aðilum m.a. í því að triggja að Bandaríkjamenn gangi ekki milli bols og höfuðs á þeim, algerlega. En, sterkur grunur hefur verið um það, að ISI taki þátt í því að skipuleggja, það griðland innan landamæra Pakistan sem virðist vera fyrir hendi, fyrir hryðjuverkaöfl af ímsu tagi - m.a. í samstarfi við aðila eins og al-Kaeda, Talibana og marga flr.

Það er ekki gott að segja hvað akkúrat þetta þíðir, hvort meginstofnanir Pakistan sjálfar séu klofnar og hægri höndin vinni gegn þeirri vinstri, eða hvort þetta er þaulhugsað á hæstu stöðum.

 

Eitt enn!

Mig grunar þann möguleika að al-Qaeta muni í framhaldinu leitast við að viðhalda orðrómi þess efnis, að Osama Bin Laden sé enn á lífi. En, þeir gætu komið í framhaldinu fram með einhverja yfirlísingu eignaða honum. Jafnvel klipp til og fótoshoppað gamlar myndir af honum, og dubbað upp sem nýjar. 

Að auki grunar mig að þeir sömu hóps t.d. 9/11truth.org, sem hafa stundað að koma fram með langsóttar skýringa um það, hvernig Bandaríkjamenn sjálfir eiga að hafa framið þann verknað; muni taka slíkum gögnum frá al-Qaeta sem enn einni sönnuninni, um fölsun og íllsku Bandaríkjanna. 

Vitið við! 

 

Niðurstaða

Einn lærdómur af þessu, er ef til vill sá að ef þú myrðir yfir þúsund Bandaríkjamenn í Bandaríkjunum, fellir eitt af þeirra megin kennileitum, þá er mjög ólíklegt að þú verðir ellidauður. En aðgerðin virðist hafa tekið 4. ár, þ.e. að safna þeim gögnum, sem á endanum leiddu til þess að þeir fundu verustað Osama Bin Laden. Augljóst er að miklu fé hefur verið varið í þá rannsókn, sem að lokum leiddi þá á sporið.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Myndir frá Al-Jazeera sem sýna Bin Laden, hafa löngum verið taldar falsaðar.  Maðurinn hefur verið talinn dauður í mörg ár, þetta getur þú farið á netið og skoðað.

Eftir dauða mannsins, var hræðsla um hefnd gegn Bandaríkjunum.  Því er dauða hans haldið leyndum, og aðgerðir til að finna hans helstu samstarfsmenn gerðar, áður en sagan er látin koma út að hann sé dauður.  Í dag er áhættan um hefndaraðgerðir sára littlar.  Það er af þessum ástæðum sem Svíþjóð og Danmörk hafa verið með svona stóra samvinnu við FBI, þegar eitthvað bjátaði á hér.  Því menn vildu vita, um raunveruleg tengsl.

Að henda honum í sjóinn, hefur ekkert með að gera að gera gröf hans að helgireit. Muslimar fylgja honum ekki í dag, og hann er enginn trúarleiðtogi í stórum skilningi lengur.  Engin ástæða til að leifa mönnum að sjá líkið, og sanna að hann hafi verið dauður í nærri 10 ár.  Slíkt myndi bara valda deilum á stefnu Bandaríkjanna.

Bandaríkjamenn gefa skít í "heilagleika" grafar hans, eða hvort einhver kemur við eða ekki ...

Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 3.5.2011 kl. 08:21

2 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Hmm, skoðanir netverja hafa í gegnum árin verið mjög skipt hvað það varðar. Slíkar myndir geta auðvitað hafa verið falsaðar, en þ.e. einnig hugsanlegt að svo hafi ekki verið og hann raunverulega hafi verið drepinn um daginn. Auðvitað geta þeir hafa varðveitt DNA sýni í frysti. En, ég held að það sé a.m.k. vel hugsanlegt að þeir hafi einmitt verið að afla þeirra, eins og þeir segja.

Varðandi votu gröfin, þá sjálfsögðu er Bandaríkjamenn sjálfir ekki fókus slíkrar hugsanlegrar helgi, heldur róttækir múslimar erlendis. Óþarfi að gefa þeim gröfina að auki sem sameiningartákn.

Auðvitað, er það mögulegt að þeir séu að fela að hann hafi verið dauður töluvert fyrr. Þessu er engin leið að svara.

Gröf hans getur alveg orðið að helgireit róttækra múslima, þó slík róttækni sé verulega minnkuð að vinsældum, almennt meðal múslima. Orðið að "rallying" point, fyrir þá sérstaklega.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 3.5.2011 kl. 11:11

3 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Eitt enn, eins og við sjáum fær forsetinn nú klapp frá þjóðinni. En, ef hann hefði verið dauður - löngu dauður, þá veltir maður fyrir sér af hverju Bush notaði ekki tækifærið, til að rétta sig af í almenningsáliti heima fyrir, eftir eyðilegginguna í New Orlean.

Mér virðist að þá hefði skapast sterkt mótíf, hjá forsetanum, að laga stöðuna vinsældalega séð, með því að láta manninn deyja opinberlega.

Svo þá þarf að útskýra af hverju Bush greip ekki til slíkrar augljósrar aðgerðar, til að vega upp gagnrýnina vegna þess hve hans stjórn stóð ílla af málum rétt í kjölfar íllviðrisins er lagði New Orlean í rúst að stórum hluta.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 3.5.2011 kl. 11:33

4 identicon

G.W. Bush var ekki bara í erfiðri stöðu, hann var í gálganum á heimsmælikvarða.  Þessi maður er stríðsglæpamaður, og til skammar að hann skuli ganga laus.  Hann hefði aldrei getað bjargað sér með að upplýsa um dauða OBL, að öllum líkindum hefði það valdið mun meiri usla en nokkuð annað. BO er negri, og það varð að vera negri sem tæki við eftir GWB.  Husgaðu málið ... hvernig ætlarðu að sætta bandaríkin innandyra, með það fyrir augum að GWB falsaði tvær kosningar til að komast til valda, og það á kostnað negra í Bandaríkjunum.  Ekki nóg með það, hann hunsaði negra og skoðanir þeirra og þarfir, við ótal önnur tækifæri, ekki einungis New Orleans.  GWB varð að komast til valda á sínum tíma til að geta náð Írak, það var ákveðið (like father, like son) ... OBL er einnig nauðsynlegur.  GWB eftir New Orleans, hefði bara orðið góður kall en aldrei komist til valda þriðja tímabilið, og aldrei getað búið um sárin gegn lituðum í Bandaríkjunum.  Slíkt er ekki hægt í Bandaríkjunum.  Að fanga OBL, hefði einnig þýtt "lok stríðsins", og það var ekki tími til að ljúka því stríði þá.  Á meðan OBL var laus, og fólk hélt að hann væri á lífi, var hægt að halda stríðinu gangandi ... og raunverulega nauðsynlegt.

Síðan vil ég benda á eitt, skoðaðu myndir af þessum nýrnasjuka manni undanfarinn ár ... hann er nauða áþekkur myndum frá 1998.  Hann er svo nauða áþekkur, að það er hreinlega bara ekki hægt ... fyrir utan svolítin gráma á skekkinu, og skugga undir augum ... þá breittist hann ekkert.  En á þessum aldrei, veist þú og ég að menn breitast svo um munar.

Hugsaðu þér annað, þessi leiðtogi var dauður en á meðan voru myndir af honum í sjónvarpi.  Menn hafa fylgst með ferðum, skilaboðum og umferðum þessi ár.  Búið til kort af ferðum og tiltektum manna.  Al-Jazeera er "grunsamlega" vestrænt, ef þú athugar málið.

Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 3.5.2011 kl. 12:27

5 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Bjarne - almenningsálit heima fyrir í Bandaríkjunum, var þ.s. skipti máli í því samhengi. Ef hann hefði haft meiri vinsældir, hefði það skilað sé til McCain einnig, í minni óvinsældum hægri manna við þær kosningar.

Alltaf erfitt að túlka óskýrar myndir. Var hann raunverulega það veikur, spurning. Hægt er að skipta um nýru, kannski redduðu vinir hans innan ISI því, og hann var búinn að fá fulla lækningu. Fárveikur maður auðvitað, getur orðið nokkuð tekinn í andliti. 

Þetta hús, byggt fyrir 6 árum annaðhvort rétt eða ekki og hann getur alveg hafa falist þar og ekki farið úr húsi í flr. ár - hangið heima veikur. Þannig séð, gæti hann einfaldlega hafa ákveðið að taka ekki áhættuna af því að fá filmulið í heimsókn, ákveðið sjálfur að feika myndir ef út í þ.e. farið.

Endalaust hægt að velta upp efum.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 3.5.2011 kl. 12:48

6 identicon

Segjum sem svo, að GW hefði nú tilkynnt um dauða OBL, út frá þeirr skoðun minni að hann var dauður fyrir þó nokkrum árum.  Ég geri einnig ráð fyrir, að á þeim tíma hafi tengsl mann í kringum OBL verið sterkari og stærri líkur á hefndar atvikum.  Hvað hefði gerst?  Víðtækar hefndaraðgerðir hefðu ekki gert neitt annað, en að gefa bandamönnum aukin verk umsvif, svo ég strika út þetta atriði.  Aukin áhrif hægri manna, með McCain í fyrirrúmi hefði þýtt minni áhrif fyrir litaða í Bandaríkjunum.  Hafðu einnig hugsfast, hið svokallaða "Elector College" sem eru í raun áhrifamennirnir sem skipta máli.  Því að í stað þess að taka undir rassinn eftir á, þá eru þeir með hendurnar í "hver" fær að fara áfram.  Þannig kemur aldrei upp sú staða, að "Electoral College" fer á móti vilja almennings.  Hafðu einnig í huga að muslimar, eru að miklu leiti litaðir í bandaríkjunum.  Ef McCain hefði komist til valda, og áframhaldandi hægri stjórn ... værum við nú á barmi stjórnmálakreppu í Bandaríkjunum, að minu mati.

Að mínu mati sjáum við, meðal almennings, two ólíka hópa hvítra.  Þeirra sem eru "liberal" og þeirra sem eru "hægri sinnaðir" rednecks.  Annar hópurinn olli því að Bandaríkin fóru frá Vietnam með skömm, hinn er búinn að bíða í ofvæni með að fá hefnd fyrir þá skömm sem kallast Víetnam.  Síðan hefur þú litaða, sem hafa alla tíð búið við slæmar aðstæður í Bandaríkjunum.

En hvað varðar Osama, þá stenst ekki þessi rannsókn þín.  Þessi maður, sem á að vera harðsvíraður hryðjuverkamaður og ákallar Allah, ásamt því að hvetja bræður sína til verka.  Þetta er maður sem hefur sannfæringu, slíkir menn eru hættulegir ... því þeir hugsa ekki um sjálfan sig, og taka áhættuna.  Að hann hefði staðið einhvers staðar úti í horni, falið sig allan þennan tíma, með nýrnasjúkdom og dauðadæmdur, af sjúkdómnum ef ekki af kúlum kanans ... stenst ekki.

Alltaf hægt að kasta efum, víst ... þetta mál heldur ekki vatni.  Það augljósasta er, að í hvert sinn sem GW Bush þurfti á einhverju kraftaverki að halda heima fyrir, þá birtist Osama Bin Ladin á filmu og bablaði hótanir.  Það var eins í Írak stríðinu, þegar Saddam birtist í hvert skipti og babblaði, einungis til að gera Bandaríkjamönnum enn auðveldara fyrir að heija stríðið.  Þegar svo Saddam fannst, nokkrum mánuðum síðar, var þetta maður sem hafði lifað í felum í ár í það minsta.  En, rétt áður hafði birst af honum myndir ungum sem smaladreng ... nokkrum vikum eftir, illa útlítandi og slitin flóttamaður, með skegg niður á maga.

Þú þarft ekki að spyrja að því, að um filmu falsanir sé að ræða ... það er alveg augljóst, hverjum manni sem skoðar þetta nánar.

Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 3.5.2011 kl. 16:50

7 identicon

Og, þegar um slíkar falsanir eru að ræða.  Men ganga um með slík brögð, eins og bandamenn hafa gert, verður maður að líta á það hverjir hagnast á verkinu.  Sá sem hagnast á því, er alltaf undir grun ... að halda því fram að fólk í mið austurlöndum sé svo heimskt, að það geri sér ekki grein fyrir því að með því að standa upp og hóta fólki á borð við það sem við höfum séð, er eitthvað sem einungis kemur þeim sjálfum í koll ... stenst ekki.  Að OBL vill að fólks sitt rísi upp og berjist, er ljóst ... en að hann sé svo vitlítill að hann gefi bandaríkjamönnum tilefni til að rífa niður það sem hann er að berjast fyrir ... heldur ekki vatni.  Það jaðrar við kynþáttahatur, að halda að andstæðingarnir séu allir svona endalaust heimskir ... gengur ekki upp, að mínu mati ... eitthvað vantar í myndina.  Og að mínu er það sem vantar, sú staðreynd að bandamenn hafa öll tagl og haldir á fréttamennsku, fréttaflutningi og nánast 100 ára reynslu í kvikmynda iðnaði og langatíma þróun í myndfölsun.

Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 3.5.2011 kl. 16:57

8 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Sko - minnumst þess að ekki fyrir löngu voru þingkosningar í Bandaríkjunum, þ.s. Obama missti meirihluta sinn í fulltrúadeildinni. Þetta veikir han stjórn verulega.

Nú, af hverju nýtti hann sér ekki að Osama væri í reynd dauður, afhjúpaði málið rétt fyrir þingkosningar, til að auka möguleika Demókrata?

----------------------

Ítreka ábendinguna með Bush, ég held að það sé alveg óskiljanlegt af hverju hann myndi ekki hafa notfært sér málið, til að vinna sér og Repúblikönum stuðning til baka. Krítíska tímasetningin hefði verið rétt fyrir forsetakosningar er Obama var að keppa við McCain.

-------------------

Ég leiði af þessum tveim ábendingum, að líklega hafi hvorugum forsetanum verið kunnug um, að Osama væri látinn.

Minnumst þess einnig, að þó CIA sennilega sé lygar töm þá þarf jafnvel CIA að passa sig á slíku atferli, og þ.e. hið minnsta ekki loku fyrir skotið að það þjóni einfaldlega a.m.k. stöku sinnum hennar hagsmunum að segja einfaldlega sannleikann.

Ítreka aftur, að erfitt er að meta myndir sem teknar eru af amatörum undir lélegum kringumstæðum.

Varðandi Osama sjálfann, sannarlega var hann hryðjuverkamaður en sjálfur var hann í skipulagningu slíks atferlis, hans hlutverk var ekki að verða sjálfur einn af þeim sprengdu sig, heldur stundaði að senda aðra til slíkra verka.

Svo, þ.e. ekki endilega ótrúlegt að karlinn hafi haldið kyrru fyrir - sérstaklega ef hann var veikur. Honum hefði nægt, að vera þ.s. traustir menn vissu af honum, og gátu átt fund með honum í ró og næði. Mér sýnist þær vistarverur uppfilla þau skilyrði.

----------------------

Ég almennt séð leitast við að forðast að vera í öðrum hvorum flokkun hvað Bandaríkjamenn áhrærir, en fólk hefur tilhneygingu að vera með eða móti þeim.

Held mig á hliðarlínunni, leitast við að skoða mál hlutlægt.

Forðast því að álykta t.d. að sjálfsagður hlutur sé að þeir hafi rangt við.

Sama á við í hina áttina, að hitt sé ekki heldur sjálfsagður hlutur.

Hvort á við verður maður að leiða að líkum. Mér sýnist líklegt í þessu tilviki, að kanar raunverulega hafi verið að depa Osama eins og þeir sögðu - sbr. annars er mjög erfitt að skilja að Obama eða Bush, hefi ekki nýtt sér málið fyrr.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 3.5.2011 kl. 23:22

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 46
  • Sl. viku: 275
  • Frá upphafi: 847497

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 272
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband