Eru kaup Lífeyrissjóðanna á húsnæðisbréfum Íbúðalánasjóðs af Seðlabankanum raunverulega skynsamleg fyrir sjóðina, og þar með sjóðsfélaga?

Mér sýnist, að sjóðirnir séu í reynd að taka umtalsverða áhættu og einnig að þar með ógni þeir hagsmunum sjóðsfélaga!

  • Munum, að staða Íbúðalánasjóðs er ekki góð - eiginfjárhlutfall komið niður undir lögleg lágmörk.
  • Íbúðalánasjóður eins og allt hið opinbera hérlendis, hefur mjög lélegt lánstraust í augum erlendra fjárfesta.

 --------------------------------sjá fréttir

Lífeyrissjóðirnir fengu 220 krónur fyrir evruna

Arnar: Viðskiptin skipta miklu máli fyrir lífeyrissjóðina

Gengishagnaður Seðlabankans 20-30 milljarðar

Gylfi: Ágæt lausn sem kemur sér vel fyrir alla

Tryggingastaða lífeyriskerfisins batnar um 1-2%

Már: Kaup lífeyrissjóða greiða fyrir afléttingu gjaldeyrishafta

Lífeyrissjóðir kaupa Lúxemborgarbréf Seðlabankans

----------------------------------

  • Seðlabanki selur lífeyrissjóðunum íbúðabréf að nafnvirði 90 milljarða.
  • Verðið virðist vera 82 milljarðar kr. eða 549 milljónir Evra.
  • Til að fjármagna kaupin, selja lífeyrissjóðir, eignir að verðmæti 549 milljóna Evra, sem þeir eiga erlendis, eða heildareignir 3,5 milljarður Evra / 549 milljón =cirka 16% eigna.
  • Lífeyrissjóðirnir hefðu í staðinn getað fjárfest í öruggari bréfum, t.d. skuldabréfum þýskra stjórnvalda - eða, jafnvel norskra stjórnvalda. Slík kaup, hefðu fremur tryggt hagsmuni sjóðsfélaga.
  • Gjaldeyrisforði Seðlabankans, eykst um þessa upphæð, þ.e. 549 milljónir Evra.
  • Skuldir ríkisins aukast á móti, í íslenskum krónum þó, og vextirnir sem lífeyrissjóðirnir fá, eru 7,2% - sem verður að teljast nokkuð dýrt lán fyrir ríkissjóð er á endanum ber ábyrgð á skuldum Íbúðalánasjóðs.

Ef einhver heildargróði er af þessu, þá er það smávegis lækkun heildar gjaldeyris skuldar þjóðarbúsins, og þar með vaxtagreiðsla þjóðarbúsins í erlendri mynnt.

Þ.e. aukning í gjaldeyrisvarasjóði landsmanna.

En á móti, selja lífeyrissjóðir góðar eignir fyrir verri.

  • Ef, ekki verður af hagvexti - sem hið minnsta er allt eins líklegt - þá er hætta á að áframhaldandi samdráttur valdi lækkun markaðsverðmætis þessara bréfa, niður fyrir núverandi kaupverð.
  • Ef eitthvað verður losað um gjaldeyrishöf, þá mun krónan að flestum líkindum lækka, sem þá mun lækka allar krónueignir í verðmæti - þ.e. ein hættan enn.


Það verður að koma í ljós, hversu gott þetta mun reynast.

Hið minnsta, er þetta ekki gallalaus viðskipti, fyrir sjóðina og sjóðsfélaga.

 

Kv.

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Andri Geir Arinbjarnarson

Brask Seðlabankans með þessi bréf er ótrúlegt.  Bankinn kaupir þau fyrir 270 kr evruna og selur lífeyrissjóðunum á 220 kr og þar með fær 16 ma  kr. í þóknun fyrir að halda þessum bréfum í nokkra daga!

Þetta er ekkert nema tilfærsla á peningum frá lífeyrissjóðunum til Seðlabankans. 

Þetta er líklega slæm fjárfesting fyrir sjóðsfélaga þegar til lengri tíma er litið.  Skammtímapappírsgróði sem myndast vegna tvöfalds gengis krónunnar er ekkert nema blekking.

Andri Geir Arinbjarnarson, 1.6.2010 kl. 12:36

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 47
  • Sl. sólarhring: 135
  • Sl. viku: 399
  • Frá upphafi: 847040

Annað

  • Innlit í dag: 43
  • Innlit sl. viku: 377
  • Gestir í dag: 43
  • IP-tölur í dag: 41

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband