Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Sérkennileg frétt á RÚV af grískum harmleik!

Sérkennilegi hlutinn kemur bersýnilega til fyrir handvömm fréttamanns. En fréttin var lesin í kvöldfréttum RÚV á laugardag. Síðan má sjá hana og orðalagið sem vakti furðu á vef RÚV: Neyðarástand vegna mengunar í Grikklandi.

"Magn koltvísýrings er langt yfir hættumörkum og nú þegar hefur unglingsstúlka látið lífið vegna koltvísýringseitrunar."

Þetta varð til þess að ég framkvæmdi netleit, þar til ég fann líklegan uppruna þessarar fréttar, þ.e. eftirfarandi frétt frá 2. des sl.: Girl dies in Greece after inhaling makeshift heater fumes.

"A 13-year-old Serbian girl died after inhaling carbon monoxide fumes from a stove used to heat the home she shared with her unemployed mother in northern Greece, a police source said."

Þetta passar einnig við mína grunn þekkingu á lífeðlisfræði - - nefnilega, að þ.e. aldrei talað um CO2 eitrun. 

Heldur ef það gerist, t.d. að einhver sofnar út frá gas loga í lokuðu rými og lætur lífið, en gas brennur yfirleitt án þess að kolmónoxíð myndist, þá er talað um að viðkomandi látist af súrefnisskorti.

Aftur á móti þegar um ófullkominn bruna er að ræða, sem getur vel átt sér stað, þegar verið er að brenna viði inni í vistaverum, og samtímis eru gluggar lokaðir til að halda hita á þeim sem eru innan veggja - - þá getur CO eða komlónoxíð hlaðist upp í loftinu.

Og eins og þekkt er, þá binst CO sterkar við blóðrauða en súrefni - - þannig að í reynd þarf ekki mjög mikið magn af CO í hlutfalli heildarmagns af lofti í lokuðu rými, til þess að kolmónoxíðið hindri súrefnisupptöku.

Þá er að sjálfsögðu ávallt talað um, að viðkomandi hafi látist af kolmónoxíðeitrun.

Það kemur skýrt fram í fréttinni frá Grikklandi að aumingja stúlkan lést af þannig eitrun.

--------------------------------

Síðan fann ég aðra frétt frá Grikklandi: Emergency measures unveiled to combat smog over Greek cities.

" A set of emergency measures were announced on Thursday by the government to combat the smog from fireplaces that appeared over a number of Greek cities over the past few days and poses a threat to public health."

"Health warnings from numerous experts prompted the government to issue a new set of guidelines, which were published in the Government Gazette yesterday, for days when the concentration of particulate matter suspended in the air exceeds 150 micrograms per cubic meter."

  • Ég hef nefnilega einnig grun um að fréttamaður RÚV hafi haft þessa frétt til hliðsjónar.

En þar er rætt um mengunarský sbr. "smog" og vaxandi svifryksmengun "particulates" - - > einhvern veginn hefur þá fréttamaðurinn, sem líklega var að vinna að fréttinni í nokkrum flýti.

Og að auki einungis mátt hafa hana af tiltekinni lengd, bögglað saman hugtökunum "carbon monoxide" þannig að það varð að kolmónoxíði, og "smog" ásamt heilsuviðvörun grískra yfirvalda til sinna borgara þannig að úr varð setningin í frétt RÚV: "Magn koltvísýrings er langt yfir hættumörkum."

 

Það sem fréttamaðurinn var að bögglast við að koma til skila er raunverulegur harmleikur!

Það er mikið af fólki í Grikklandi, sem ekki hefur efni á "rafmagni." Þannig að lokað hefur verið fyrir af rafmagnsveitunni á staðnum.

Þ.s. ekki er heitt vatn, þíðir það að samtímis hafa íbúar ekki rafmagnslýsingu og hitun.

Þ.s. þ.e. vetur í Grikklandi, og það getur verið kalt meira að segja í Aþenu. Þá er fólk að berjast við að halda á sér hita veikum mætti, hvernig sem það getur.

Og eins og litla fréttin að ofan lýsir - - þá geta harmleikir gerst.

  • Ein beisk staðreynd er sú, að loftmengun í grískum borgum hefur aukist mikið, bæði mistur sbr. "smog" og mæld svifryksmengun.

Greek economic crisis leads to air pollution crisis

"The researchers, led by Constantinos Sioutas of the USC Viterbi School of Engineering, show that the concentration of fine air particles in one of Greece's economically hardest hit areas has risen 30 percent since the financial crisis began, leading to potential long-term health effects."

Þetta sést úr gervihnöttum að auki. 

Af öðrum fréttum sem ég hef séð, þá hefur ólöglegt skógarhögg aukist mikið - - en fátækir sem hafa ekki efni á rafmagni líklega hafa ekki efni á að kaupa eldivið. Svo þeir sækja sér hann, hvert sem þeir geta.

Líklega verður Grikkland í lok kreppunnar, mun berangurslegra en það var fyrir kreppu.

Þetta þíðir auðvitað aukna hættu á uppblæstri! Vandamál sem við þekkjum hérlendis. Og skriðuföllum, þegar jarðvegur í hlíðum verður lausari í sér - og það mun einhvertíma rigna.

Það eiga eftir að verða margar tragedíur reikna ég með í framtíðinni, vegna aukinnar hættu á skriðum úr hlíðum í Grikklandi á næstu árum.

 

Niðurstaða

Lestur um ástandið á Grikklandi er eitt af því sem sannfærir mann enn betur um það. Hvað við eigum gott. Að búa á Íslandi eftir allt saman. Þar sem rafmagn kostar almennt séð tugum prósentum minna en í Evrópu - til heimilisnota. Þannig að mun flr. hafa efni á rafmagni. Og að auki, að húshitun treystir ekki víðast hvar hérlendis á rafmagn. Og húshitun er enn - enn, hlutfallslega ódýrari hérlendis en víðast hvar í Evrópu.

Þetta tvennt eru óskapleg hlunnyndi fyrir Íslendinga.

Og merkilegt hve margir taka lítið eftir því.

 

Kv.


Vaxtakrafa fyrir 10 ára bandarísk ríkisbréf fer upp fyrir 3%

Sjálfsagt eru ekki allir með á nótum með það - hvað þetta merkir. En vaxtakrafan hefur sl. 2 ár verið umtalsvert lægri en þetta á bandar. ríkisbréfum. Botni náði hún um sumarið 2011 þegar virtist virkilega hrikta undir stoðum samstarfs um evru.

Með öðrum orðum - - þegar menn óttast að allt sé að fara til fjandans, kaupa menn bandar. ríkisbréf!

Þannig að hækkun á markaði á föstudag í 3,04% sýnir - nýja tiltrú fjárfesta á framtíðinni!

Mikil bjartsýni virðist ríkja fyrir næsta ár, þ.s. fastlega er reiknað með hagvexti upp á rúm 3%.

Sem flúttar nokkuð vel við vaxtakröfu upp á 3% - ekki satt?

Að auki hefur "US Federal Reserve" lofað að halda vöxtum á bilinu 0-0,25% lengur en hingað til, sjá: Federal Reverve FOMC statement 19. December 2013

"The Committee now anticipates, based on its assessment of these factors, that it likely will be appropriate to maintain the current target range for the federal funds rate well past the time that the unemployment rate declines below 6-1/2 percent, especially if projected inflation continues to run below the Committee's 2 percent longer-run goal."

Það er sem sagt reiknað með því að US FED muni smá draga úr prentun á næsta ári, þar til henni er lokið nærri lokum nk. árs.

En síðan að últra lágir vextir verði áfram - líklega 2 ár til viðbótar.

Þessar væntingar hafa örugglega einnig áhrif á vaxtakröfu fyrir bandar. ríkisbréf!

 

Ætli að Bandaríkjaþingi takist að kippa teppinu undan þessu?

En ennþá stefnir í nýtt drama vegna svokallaðs skuldaþaks. Margir telja að skuldaþaksdeilur sl. árs, hafi skapað nægilegt efnahagstjón til þess, að halda hagvexti sl. árs vel innan við 3%.

En óvissan hafi dregið þrótt úr neyslu - þrótt úr fjárfestingum - þrótt úr áhættusækni almennt.

Það er þegar bandar. þingið kemur saman eftir jóla- og nýársfrí í janúar 2014. Sem að má reikna með því að þær deilur fari í gang. 

Deilur á bandar.þingi hafa reyndar upp á síðkastið verið minna í heimsfjölmiðlum - en árin 2 þar á undan. En ég hef ekki heyrt neitt sem bendir til þess, að allt hafi fallið í ljúfa löð milli fylkinga.

En rétt er að rifja upp að í upphafi þessa árs var einnig töluverð bjartsýni um horfur ársins!

Hver veit - - kannski að Repúblikanar og Demókratar muni nú loks ná sátt í upphafi nk. árs, svo að annað ár þurfi ekki að fara í súginn eins og það sem nú er að líða hjá.

Og kannski mun kreppan sem virðist voma yfir í Kína, þá og þegar, ekki koma á nk. ári.

Þannig að 2014 verði ár bjartsýni - og gróanda í efnahagslífi heimsins.

 

Niðurstaða

Það er áhugavert að skoða vaxtakröfu ríkja sem talin eru traust. Það er áhugavert að krafan á 10 ára ríkisbréf Japans er bara 0,72%. Fyrir 10 ára Svissnesk bréf 1,09%. 1,95% fyrir 10 ára þýsk ríkisbréf. 2,01 fyrir 10 ára dönsk. 3,08 fyrir 10 ára bresk.

Þetta er langt í frá tæmandi listi. Í tilviki landa sem þykja traust - þ.s. væntingar um líkur á greiðsluþroti eru afskaplega litlar. Þá hafa þær væntingar líklega sára lítil áhrif á vaxtakröfuna.

Heldur líklegar markist hún af væntingum um framtíðar verðbólgu. Það getur því verið að markaðurinn sé að spá meðalverðbólgu í kringum 3% bæði í Bandar. og Bretlandi. En miklu lægri í Japan. Og í kringum 2% í N-Evrópu.

 

Kv.


Franska ríkinu gengur ekki vel að minnka atvinnuleysi ungs fólks

Mjög áhugaverð umfjöllun Wall Street Journal: France Tries Subsidizing Jobs for Youth—Again. Frakkland er eitt af þeim Evrópulöndum sem hafa tvískiptan vinnumarkað. Þ.e. til staðar er nokkurs konar "elíta" af fólki í öruggum störfum. Sem mjög erfitt er að reka. Sem hafa mikil réttindi.

Síðan er það fólkið í "skammtímastörfum" þ.e. skv. 6 mánaða reglunni.

Sífellt vaxandi hópur er fastur í því fari. Meðan að smám saman fækkar í hinum hópnum.

6 mánaða hópurinn, hefur eins og gefur að skilja einungis ráðningu til 6 mánaða í senn. Þarf síðan að fá nýjan samning. Sem er upp og ofan hvort að fæst. En getur vel verið að fáist.

Þessi hópur hefur ekkert starfsöryggi - yfirleitt lægri laun oft svo um munar - og að auki gjarnan til mikilla muna lakari réttindi.

  • Í núverandi kreppu, hefur þó fjölgað í þriðja hópnum, þ.e. þeim sem hafa ekki einu sinni skammtímastarf. Með öðrum orðum, ekkert starf og litla möguleika á því að fá starf yfirleitt.

  • Eins og sést á myndinni að ofan - - endurtekur Frakkland reglulega sama leikinn, þ.e. prógrömm þ.s. franska ríkið borgar að verulegu leiti fyrirtækjum fyrir það að ráða ungt fólk til vinnu.

Galli við slíkt prógramm, er það - - að líklega ráða fyrirtæki þá sem þau hvort sem er hefðu ráðið. En nú borgar ríkið stórum hluta þau laun.

Þau hafa eftir allt saman ekki hvatningu til að ráða aðra en þá, sem þau telja helst hafa gagn fyrir.

  • Nú stendur til af hálfu ríkisstjórnar Hollande, að læra af fyrri "prógrömmum" og leitast við að komast framhjá því vandamáli, þannig að fólk sem á raunverulega erfitt með að fá vinnu - - fái starf í gegnum aðstoð ríkisins.
-----------------------------------------
  1. "the government plans to spend €5.3 billion by the end of 2014 to subsidize more than one million jobs across different age groups,...
  2. "...mainly at nonprofit organizations."
  3. "Paris says 85,000 youth jobs have already been created since late spring. "

-----------------------------------------

Ég verð að segja eins og er, að ég er afskaplega skeptískur á slíka nálgun á það að búa til störf.

Dæmi í frétt WSJ er tekið af ungri konu sem fær starf á elliheimili, þó svo hún hafi ekki hina minnstu þekkingu né reynslu á slíku starfi.

  • En ég stórfellt efa að slík störf endist lengur, en peningagjöfin frá ríkinu - - endist.

Fyrir utan að líklega eru öll störf slíkra stofnana borguð a.m.k. óbeint af ríkinu eða því opinbera, en hér á Íslandi eru einnig sambærilegar stofnanir reknar alveg sjálfstæðar, en með þjónustusamning við ríkið eða nærstatt sveitafélag. 

Það sé með öðrum orðum ekki framtíð í því að útrýma atvinnuleysi ungs fólks, með því að ríkið búi til störf fyrir það!

 

Niðurstaða

Til að undirstrika að líklega er ekki framtíð í þessari aðferðafræði Hollande forseta. Þá bendi ég á að á 3. ársfjórðungi var Frakkland í 0,1% efnahagssamdrætti. Ef maður skoðar trend innan franks atvinnulífs. Er hnignun alls staðar í augsýn - í samhengi samdráttar innan einkahagkerfisins. Þarfar franska ríkisins fyrir að hægja á skuldasöfnun. Fyrir það að endurreisa vöxt innan franska einkahagkerfisins. Sé bersýnilega ekki framtíð í reddingum af þessu tagi.

 

Kv.


Kjarasamningar virðast bæta verulega kaupmátt lægri launa!

Það þarf að hugsa þetta í samhengi við útspil ríkisstjórnarinnar. En fyrir utan 9.750kr. hækkun lægstu launa. Kemur frá ríkisstjórninni, að efri mörk neðsta skattþreps eru hækkuð í 290þ.kr. úr 256þ.kr.

Útspil ríkisstjórnarinnar skiptir umtalsverðu máli fyrir láglaunaða, því það þíðir að þeir lenda síður í skattþrepi 2. Þegar þeir taka - - aukavinnu.

Skattkerfið letur þá síður láglaunaða, til að bæta við sig vinnu - til þess að hafa það ívið betra.

Auðvitað skiptir lækkun skatthlutfalls miðþreps úr 25,8% í 25,3% máli. Þó líklega í krónum talið fyrir hvern og einn, munar líklega ekki mikið ef yfirvinnan fer einhverja þúsund kalla upp í miðþrep.

Sjálfsagt hefðu margir kosið að persónuafslátturinn væri hækkaður - - sem ríkisstjórnin hafnaði.

En á móti er ASÍ einungis að bjóða 12 mánaða kjarasamninga!

Þetta er því útspil er getur komið síðar!

  • 2,8% kauphækkun síðan yfir línuna!


Fyrir bragðið munu kjarasamningarnir óhjákvæmilega auka verðbólgu!

Það er einfaldlega vegna þess að þar með hækka kjarasamningarnir - - launakostnað fyrirtækja.

Þegar kemur að þjónustufyrirtækjum og verslunum, þá eru það tekjur af sölu þjónustu eða varnings, sem greiða fyrir launahækkanir.

Þess vegna fer almenn kauphækkun alltaf í verðlag! 

Á hinn bóginn er prósentuhækkunin ekki það há, að líklega fer verðbólgan ekki í aukningu umfram ca. 2% ofan á núverandi verðbólgu. 

Það er, gæti náð 5% ca. er sveiflan toppar.

Það þíðir að lán landsmanna hækka!

  • Þetta er ástæða þess að ég talaði fyrir því, að farin yrði önnur leið við kjarasamninga, en sú - - að hækka laun!

En þ.e. vel hægt að auka kaupmátt án kauphækkana.

  1. Skattbreyting ríkisstjórnarinnar er ein leið.
  2. Aðgerð Framsóknarflokksins í skuldamálum heimila er önnur.
  3. Síðan má nefna hækkun persónuafsláttar.
  4. Lækkun á virðisaukaskatti.
  5. Jafnvel hækkun á gengi krónunnar!

Ég velti fyrir mér af hverju verkalýðshreyfingin - - er svo áfram um að beita þeirri leið, sem veldur ávallt gersamlega óhjákvæmilega aukningu verðbólgu?

Er það vegna þess, að ASÍ rekur lífeyrissjóði - - og er kannski meir umhugað um að láta verðtrygginguna, hækka þær upphæðir sem reknar eru innan þess sjóðakerfis?

En að bæta kjör launamanna?

----------------------------

Auðvitað eru allar aðferðir til að bæta kjör - - háðar þeirri takmörkun!

Að raunverulega séu til peningar fyrir þeirri kjarabót!

Skiptir þá engu hvaða aðferð er beitt!

  • En gengishækkun getur einungis að sjálfsögðu staðist - - ef þ.e. aukning gjaldeyristekna fyrir henni. En þá gæti hún alveg gengið! En mundi krefjast þess, að rekin væri "fastgengisstefna."

En gengishækkun, öfugt við kauphækkanir - - lækkar verðbólgu!

Þetta virkar alveg öfugt við - - gengisfall!

 

Niðurstaða

Ég vona að fyrir næstu kjarasamninga. Verði mögulegt að koma inn aukinni skynsemi. Svo að kjarabót raunverulega geti virkað alfarið án verðbólgu. En tæknilega séð er ekkert ómögulegt við það. Svo fremi auðvitað að til sé peningur í formi aukinna gjaldeyristekna. En sú frumforsenda þarf ætíð að vera til staðar á Íslandi, ef kjarabætur yfirleitt eiga að ganga upp - - án kollsteypu.

 

Kv.


Lánshæfi Evrópusambandsins lækkað!

Þetta er ákvörðun Standards&Poors, að lækka lánshæfi stofnana ESB úr "AAA" í "AA+" þ.e. um eitt þrep. Þó þetta líklega muni pirra einhverja, er þetta sennilega rökrétt ákvörðun. Enda eru nú miklar fjárhagslegar skuldbindingar í rekstri á vegum stofnana ESB. En á sama tíma, fer skuldsetning eiganda þeirra stofnana þ.e. aðildarríkjanna sjálfra, stöðugt versnandi. Á sama tíma hefur jafnt og þétt fækkað þeim aðildarríkjum er hafa lánshæfi upp á hæsta stig þ.e. "AAA."

Það sé með öðrum orðum, hin versnandi staða eigenda ESB, sem sé að bitna á trúverðugleika lánshæfis ESB.

Og á sem hliðarafurð versnandi stöðu eigendanna, minnkandi vilji aðildarríkjanna til að standa að baki þeim kostnaði, sem hefur hlaðist upp - - vegna fyrri ákvarðana aðildarríkjanna sjálfra, að fela stofnunum ESB sívaxandi og gjarnan sífellt meir krefjandi hlutverk.

-------------------------------------

Long-Term Rating On EU Supranational Lowered To 'AA+'; Outlook Stable 

S&P cuts EU's AAA rating, European officials dismiss move

S&P strips EU of triple A rating

S&P Lowers EU Credit Rating

S&P cuts EU long-term rating to AA+

  • "Rationale: The downgrade reflects our view of the overall weaker creditworthiness of the EU's 28 member states. We believe the financial profile of the EU has deteriorated, and that cohesion among EU members has lessened."
  • ""In our view, EU budgetary negotiations have become more contentious, signaling what we consider to be rising risks to the support of the EU from some member states.""
  • "S&P said cohesion among EU members had lessened and that some might baulk at funding the EU budget on a pro-rata basis."
  • "S&P has had a negative outlook on the EU since January 2012 and has since cut its ratings on members France, Italy, Spain, Malta, Slovenia, Cyprus and The Netherlands."
  • "The EU is not a sovereign but it can borrow in its own name. As of this month, it had outstanding loans of 56 billion euros ($76.5 billion), according to S&P."
  • "The credit-rating agency said its downgrade of The Netherlands last month left the EU with six 'AAA'-rated members."
  • "Since 2007, revenues contributed by 'AAA'-rated sovereigns as a proportion of total EU revenues nearly halved to 31.6 percent, it added."

-------------------------------------

Ég tel að það séu algerlega gild rök, að lækka lánshæfi stofnana ESB um einn flokk, í ljósi þess að einungis 6 aðildarríki þess hafa nú - - "AAA" lánshæfi, þannig að einungis 31,6% skatttekna þess koma frá þeim aðildarlöndum sem hafa mest traust.

Sjálfsagt eru mótbárur Ollie Rehn réttar, að það séu litlar líkur á því að ekki verðið staðið við allar skuldbindingar.

Og örugglega rétt að auki, að ávallt hafi stofnanir ESB fengið sitt skattfé greitt á réttum tíma, fram að þessu.

En aðilar eins og S&P miða ekki lánshæfi einungis út frá því hvað hefur gerst fram til dagsins í dag, heldur einnig út frá mati þeirra á því - - hvað líklegt sé að gerist í framtíðinni, og að auki hvað sé sennilegt eða jafnvel mögulegt að gerist í framtíðinni.

Að auki tel ég að það séu gild rök, að aukin harka í deilum milli aðildarríkjanna um fjárlög ESB, séu varúðarmerki og hugsanlegt hættumerki.

S&P meira að segja bendir á þ.s. raunhæfan möguleika að aðildarríkjum geti fækkað á næstu árum, þar með þeim fækkað sem standa undir skuldbindingum stofnana ESB. Þó þeir séu ekki endilega að halda því sterkt fram að slíkt sé líkleg útkoma. Eru þeir að benda á að það sé nægilega líklegt til að vera orðið að þætti sem vert sé að íhuga.

 

Niðurstaða

Þessi lækkun á lánshæfi Evrópusambandsins, þíðir ekki að það sé í gjaldþrotshættu. Þarna sé um að ræða ábendingu um það. Að meðal staða meðlimaríkjanna hafi versnað á sl. árum. Þau með öðrum orðum séu ekki lengur eins fjárhagslega sterk og áður. 

Það er ekkert órökrétt við það að versnandi staða eigenda sé endurspegluð í mati á þeirri stofnun eða þeim stofnunum sem sé eða séu í þeirra eigu. Þannig t.d. lækkaði lánshæfi Landsvirkjunar er lánshæfi ísl. ríkisins féll harkalega um árið þó að tekjustaða LV og því greiðslugeta hafi ekkert vernsað við hrunið er varð hér á landi - staða eigandans samt réð mati á lánshæfi LV. 

Með sama hætti, þegar einstök aðildarlönd hafa lækkað í lánshæfi, hefur það einnig haft neikvæð áhrif á lánshæfi sjálfstæðra rekstrareininga í þeirra eigu eins og t.d. ríkisjárnbrauta, póstfyrirtækja og annarra slíkra sjálfstætt rekinna þjónustueininga.

Þannig séð er ákvörðun starfsmanna S&P ekkert órökrétt eða óeðlileg í því samhengi.

 

Kv.


Pútín ætlar að náða Khodorkovsky!

Fyrir þá sem ekki muna eftir Mikhail Khodorkovsky þá var hann aðaleigandi stórs rússneks olíufélags er hét Yukos. Það félag var leyst upp, eignum þess skipt upp milli félaga sem stjórnvöldum þ.e. Pútin voru meir þóknanleg. Á sínum tíma var þetta talið best rekna rússneska fyrirtækið. Og var fram að þeim tíma í hröðum vexti.

Putin Says He Will Pardon Jailed Tycoon Khodorkovsky

En Mikhail Khodorkovsky varð það á að styðja með fjárframlögum flokka stjórnarandstæðinga, með svipuðum hætti og fyrirtæki á vesturlöndum gjarnan skipta sér þannig með óbeinum hætti af pólitík.

Í augum Pútín var þetta ófyrirgefanlegt, varð til þess að Pútín skipulagði herförina gegn Khodorkovsky sem lyktaði með því að fyrirtæki hans var tekið til gjaldþrotaskipta, þó það væri þá fjárhagslega sterkt - - en rússnesk stjv. virðast alltaf geta hagað því hvernig reglum er beitt eftir vild til að búa til þá niðurstöðu sem er fyrirfram ákveðin.

Síðan var hann sjálfur dæmdur í fangelsi til langs tíma, í reynd virðast slíkur dómar litlu máli skipta í Rússlandi, þ.s. rússnesk stjv. virðast alltaf geta lengt þá með því að koma fram með nýjar "meintar" sakir, og rússneskir dómstólar eins og í tíð Sovétríkjanna virðast fylgja skipunum frá stjv. um dómsniðurstöðu - - þó formlega séu dómstólar sjálfstæðir, skv. lögum sé það þannig.

En einhvern veginn virðist það litlu máli skipta hvað lögin akkúrat segja eða reglugerðir!

Valdið virðist aðal atriðið - - þeir sem fara með völdin virðast ætíð geta fengið það fram sem þeir vilja.

 

Tímasetningin er áhugaverð!

Konurnar tvær í Pussy Riot hafa einnig verið náðaðar skv. mjög nýlegum fréttum. Síðan á nú að náða Kodorkovsky einnig. 

Áhugavert að íhuga þetta í samhengi við fyrirhugaða vetrarólympíuleika í Sochi. En undanfarið virðist að hreyfing sé að skapast á þá stefnu - - að leiðtogar vesturlanda hundsi leikana "persónulega" þó svo að íþróttamennirnir mæti.

En forseti Þýskalands hefur sagst ekki muna mæta. Margir stjórnmálamenn í Þýskalandi hafa kvatt Angelu Merkel, til að taka þá ákvörðun - - að mæta ekki til Sochi þegar leikarnir verða settir. Obama og Biden, hafa þegar sagst ekki munu mæta á setningu leikanna. Það hefur Hollande einnig ákveðið.

Það hefur fyrst og fremst táknræna merkingu, ef leiðtogar landanna mæta ekki á setningarathöfn vetrarólympíuleikanna.

En það getur vart verið annað en að Rússland sjái það sem snuprun.

-----------------------------

Síðan má velta fyrir sér hvort að Pútín sé ekki að tjá það, að hann sé - - fastur í sessi. Þannig að  Khodorkovsky sé ekki lengur hættulegur fyrir hann.

Það getur einmitt gefið þau skilaboð, að völd Pútins séu traust!

Pútín hafi valdið - - hafi efni á því að sýna miskunn!

Hann sé Tsar!

 

Niðurstaða

Það eru þær tveir meginhliðar sem ég sé á ákvörðun Pútíns, að náða Khodorkovsky. Hann sýni fram á að hann hafi valdið. Sé traustur og öruggur í sessi, stafi engin hætta af Khodorkovsky. Út frá þeim sjónarhóli sé náðun Khodorkovsky ákveðin tjáning á því valdi - að Pútín sé nútíma Tsar.

Á hinn bóginn geti verið að Pútín vilji bæta ímynd sína, nú þegar vaxandi hreyfing er í gangi meðal leiðtoga vesturlanda að hundsa persónulega fyrirhugaða vetrarólympíuleika í Sochi. En Pútín og Rússum gremst örugglega slík hjáseta. 

 

Kv.


Þjóðverjar samþykkja í prinsippinu nýjan slitasjóð fyrir "bankasamband" ESB!

Það sem er áhugavert við samkomulagið - má segja, að sé - hve litlu er í reynd lofað.

Fram að þessu hafði ekki verið til staðar samkomulag um einn sameiginlegan slitasjóð. Heldur átti hver þjóð fyrir sig að fjármagna sinn slitasjóð með álögum á banka í eigin landi. Eins og mál litu út, þá átti kerfið að taka til starfa eftir 10 ár - - þ.e. þá skildu sjóðirnir vera fullfjármagnaðir.

Stóra hugmyndin að baki kerfinu, var það - - að bankarnir sjálfir fjármögnuðu það. Þannig að skattgreiðendur þyrftu mun síður, leggja bönkum til fé - ef og þegar þeir standa frammi fyrir hruni.

  1. Skv. nýja samkomulaginu ef marka má fréttir, þá renna sjóðirnir saman í einn, og sameiginlegur slitasjóður tekur til starfa í síðasta lagi jan. 2025.
  2. Fram að þeim tíma, er þó hver þjóð fyrir sig með eigin sjóð. Þ.s. kerfið á að vera fullfjármagnað eftir rúm 10 ár, þá væntanlega eru þeir sjóðir smám saman að stækka ár frá ári.

Euro zone agrees on bank closure funding; banking union in sight

Eurozone agrees ‘backstop’ for failing banks

Banking union: the limits of the backstops deal

 

Áhugi vekur hve sjóðurinn á að vera "lítill"!

55 milljarðar evra hljómar auðvitað sem dágóð summa! En gjaldþrot Anglo Irish bankans eins og sér kostaði írska ríkið 30ma.€. Og það eru til töluvert stærri bankar en þetta innan aðildarríkja ESB.

Síðan er heildar umfang fjármálakerfis evrusvæðis e-h um 3 þjóðarframleiðslur aðildarríkja þess. 6 stærstu frönsku bankarnir samanlagt eru ca. 3 þjóðarframleiðslur Frakklands að umfangi. 

Það virðist því augljóst að kerfið geti skort fjármagn! Ekki síst í millitímanum, áður en þ.e. fullfjármagnað.

  • Mér skilst að meðan kerfið er enn starfandi á ábyrgð hvers ríkis fyrir sig, áður en árin 10 eru liðin, og stórt babb kemur á bátinn - þá séu valkostir eftirfarandi ef meira fé þarf:
  1. Ríkissjóður aðildarríkis megi lána eða afhenda eigin slitasjóð fé, ef umráðafé sjóðsins klárast. Líklega valkostur einna helst í boði fyrir fjársterkari aðildarríkin.
  2. Næsti kostur sé að land í vanda, með þurrausinn sjóð, óski eftir láni frá slitasjóði annars aðildarlands. Ekki fylgir sögunni hvaða skilyrði geta verið. Líklega samningsatriði milli lands A og lands B, ef til kemur. Eða tæknilega milli stjórnenda sjóðanna.
  3. Eða að aðildarland með þurrausinn slitasjóð, óskar eftir neyðarláni til björgunarsjóðs evrusvæðis. Gæti verið lán á svipuðu formi og Spánn fékk fyrir rúmu ári þ.e. um 30ma.€.

 

Höfum í huga hverju ekki hefur verið lofað!

Engu fjárframlagi aðildarríkjanna sjálfra. Þetta er sennilega lykilatriðið. Angela Merkel eina ferðina enn hefur staðið vörð fyrir hagsmuni þýskra skattgreiðenda. Og tekist að sleppa við að verja viðbótar skattfé - til að byggja upp enn einn sjóðinn. 

Þjóðverjar hafa óttast, að lenda í því að borga fyrir óráðsíu annarra. Og fimlega eftir megni, virðast í hvert sinn - gefa eftir eins lítið og þeir geta komist upp með.

Þeir sannarlega gáfu lítið eftir!

Eftirgjöfin virðist einungis samþykki á prinsippinu að það verði starfandi sameiginlegur slitasjóður í síðasta lagi 2025.

Engu fjárframlagi lofað - ekki einni einustu evru af þýsku skattfé. Og það á eftir að ganga frá flestum þáttum tengdum því akkúrat hvernig slíkur sjóður á að starfa.

 

Niðurstaða

Þó svo að Þjóðverjar hafi í reynd litlu lofað í þetta sinn. Þíðir það ekki endilega að sjóðurinn verði akkúrat eins og samkomulagið lítur út í dag árið 2025. En þangað til getur margt gerst. Maður getur fastlega gert ráð fyrir því að Ítalía - Frakkland og Spánn. Muni áfram beita Þýskaland þýstingi um frekari eftirgjöf. Það má því vel vera að sjóðurinn fyrir rest verði stærri. Og að aðildarríkin muni stækka hann með fjárframlögum skattborgara!

Á sama tíma muni Þýskaland fyrirséð halda áfram stefnu sinni, að gefa eins lítið eftir í hvert sinn og stjv. Þýskalands framast komast upp með.

Svo verður einnig að koma í ljós hvort að kerfi byggt upp með smáskrefa aðferðinni, komi til með að duga í þeim hremmingum er geta verið framundan á milli dagsins í dag og jan. 2025!

 

Kv.


Evrusvæði virðist ekki ætla að enda árið með nýjum efnahagssamdrætti!

Þetta sýna glænýjar tölur MARKIT sem reglulega birtir svokallaða, pöntunarstjóravísitölu. Hún er áhugaverð vegna þess að hún mælir ris og hnig innan atvinnulífsins sjálfs. Þ.e. aukning eða minnkun pantana, gefur vísbendingar um aukningu eða minnkun umsvifa í atvinnulífinu. Og því vísbendingu um stöðu hagkerfisins.

MARKIT hefur birt bráðabirgðatölur fyrir desember!

Meira en 50 er aukning - minna en 50 er minnkun!

  • Eurozone PMI Composite Output Index (1) at 52.1 ( 51.7 in November ). Three - month high.
  • Eurozone Services PMI Activity Index (2) at 51.0 ( 51.2 in November ). Four - month low.
  • Eurozone Manufacturing PMI (3) at 52.7 ( 51.6 in November ). 31 - month high .
  • Eurozone Manufacturing PMI Outpu t Index (4) at 54.8 ( 53.1 i n November ). 31 - month high .

Samanlögð pöntunarstjóravísitala þjónustugreina og iðnaðar á evrusvæði, sýnir viðsnúning nú til meiri aukningar eftir að mánuðina 2 á undan hafði virst að afturkippur væri kominn og hagkerfið farið að hægja á sér.

Þetta er ekkert stór sveifla þ.e. 0,4% en þó sýnir að "afturkippur" hefur numið staðar hið minnsta, sem bendir til - - áframhalds á "löturhægum" hagvexti heilt yfir. Líklega nærri 0,2% segir hagfræðingur MARKIT.

Þ.e. samt áhugavert, að afturkippurinn í pöntunum til þjónustufyrirtækja sem var til staðar á evrusvæði og var að drífa öfugþróunina er gætti í heildartölunni mánuðina 2 á undan, hefur haldið áfram. Og heldur áfram 4. mánuðinn í röð.

Í staðinn kemur nokkuð kröftug sveifla innan iðngeirans á evrusvæði, þ.e. uppsveifla um 1,1%. Það verður að koma í ljós hvort sú tala er "fluke" þ.e. útlagi. 

  • Þetta virðist liggja fyrst og fremst í aukningu á útflutningspöntunum í desember. 

Kannski á maður frekar að taka mark á tölum yfir neyslu, en þ.e. áhugavert hve slök aukningin í neyslu er, sem ekki virðist gefa vísbendingu um mikla bjartsýni neytenda.

Að aukning sé þar minni mánuð eftir mánuð samfellt nú í 4 mánuði.

----------------------------------

Spurning hvort að útflutningur geti virkilega haldið uppi öllu evruhagkerfinu - - tja, eins og Japan tókst að lafa í gegnum 10. áratuginn í gegnum sinn tínda áratug, í krafti öflugs útflutnings?

En eftirspurn innan Evrópu virðist ekki vera líklega að duga til slíks.

 

Frakkland vs. Þýskaland!

Frakkland er nú virkilega "silakeppurinn" í Evrópu: Markit Flash France PMI®

  • France Composite Output Index (1) fall s to 47.0 ( 48.0 in Novem ber ), 7 - month low.
  • France Services Activity Index (2) drops to 47.4 ( 48.0 in Novem ber ), 6 - month low.
  • France Manufacturing Output Index ( 3 ) slips to 45.3 ( 48.0 in Novem ber ), 7 - month low.
  • France Manufacturing PMI ( 4 ) falls to 47. 1 ( 48.4 in Novem ber), 7 - month low. 

3% fall í samanlögðu vísitölunni, þ.e. langsamlega versta útkoman nú sem mælist í samanburðarrannsókn MARKIT í þetta sinn, þar með talið í sbr. v. Grikkland.

2,6% fall í pöntunum til þjónustugreina.

4,8% fall í pöntunum til iðngreina.

Þetta er hrein vísbending um efnahagssamdrátt. Sá mældist á 3. ársfjórðungi í Frakklandi. Flest bendi til að aftur mælist samdráttur lokamánuði ársins. Þannig að opinberlega verði Frakkland aftur í samdrætti.

Þetta er áhugavert í ljósi fullyrðinga efnahagsráðherra Frakklands í liðinni viku, að viðsnúningur væri víst hafinn í Frakklandi.

 

Meðan að Þýskaland leiðir: Markit Flash Germany PMI®

  • Germany Composite Outp ut Index (1) at 55.2 ( 55.4 in Novem ber ) , 2 - month low.
  • Germany Services Activity Index (2) at 54. 0 ( 55.7 in Novem ber ), 2 - month low.
  • Germany Manufacturing PMI (3) at 54.2 ( 52.7 in Novem ber ), 30 - month high.
  • Germany Manufacturing Output Index ( 4) at 57.5 (54.9 in Novem ber ), 31 - month high 

Kröftug aukning í samtvinnuðu vísitölunni þ.e. 5,2%. Samt tveggja mánaða lægð.

4% aukning í pöntunum til þjónustufyrirtækja vísbending um aukningu í neyslu, samt tveggja mánaða lægð.

4,2% aukning í pöntunum til iðnfyrirtækja. 

Skýr vísbending um öruggan ef ekki leifturhraðan hagvöxt í Þýskalandi.

 

Niðurstaða

Heilt yfir líta tölur MARKIT betur út fyrir Evrópu alla, kemur fram í greiningu MARKIT. En ég verð að taka undir varnagla sérfræðinga MARKIT. Að staða Frakkland sé "hættumerki." En Frakkland er eitt af löndunum sem ekki má "bila."

Frakkland virðist statt í annarri hagsveiflu en hin ríkin þessa stundina, þ.e. niður - - meðan að hin eru frekar en hitt að fara upp. Jafnvel Grikkland þó það sé enn í samdrætti virðast tölu sína að hagkerfið þar sé núna loks að nálgast botn. Samdráttur geti verið við það að nema staðar.

Það þarf að muna að Frakkland á virkilega risabanka, þeir 6 stærstu eru kringum 3-þjóðarframleiðslur Frakklands að umfangi samanlagt. 

Frakkland hefur ekki efni á að lenda í raunverulegri kreppu - - óttabylgja í fjármálakerfinu þar, gæti sett meir eða minna allt fjármálakerfi Evrópu á hliðina.

Skuldir Frakkland eru ekki litlar, eða nærri 90% af þjóðarframleiðslu - - gætu mjög fljótt náð 100% ef efnahagssamdráttur festir rætur.

Eftir það gæti neikvæði spírallinn orðið hraður. Honum þarf að snúa því við - sem fyrst!

  • Kannski er það Frakkland - sem maður á að horfa á!

 

Kv.


Ekki sammála Eiríki Bergmann að Ísland hefði komið betur úr hruninu sem meðlimur að ESB!

Fyrst, að lýsing Eiríks Bergmann á atburðarás þeirri sem leiddi til Icesave deilunnar er almennt séð ágæt, og áhugaverð aflestrar. Það eru einungis ályktanir sem hann dregur sem ég fetti fingur út í.

Sjá grein Eiríks Bergmann: The Iceave Dispute!

Ég er algerlega sammála honum í því að "árás Breta og Hollendinga" á Ísland, hann kallar þetta árás sjálfur, hafi verið mjög óvenjuleg í milliríkjadeilum milli "vinaþjóða."

Tala ekki um þjóðir sem voru meðlimir í Nato, OECD o.flr. alþjóða stofnunum.

Þ.e. einnig mjög gott að hann nefnir að ekki var flugufótur fyrir ásökunum Brown, að fé væri að streyma ólöglega til Íslands úr Singer&Friedlander bankanum, sem var af Brown notað sem hluti af ástæðu fyrir meintri þörf fyrir því að frysta allar ísl. eignir í Bretlandi, sem um leið þíddi að síðasti bankinn uppistandandi - Kaupþing Banki eigandi Singer&Friedlander var þar með einnig fallinn.

Í kjölfarið lenti Ísland á lista Fjármálaráðuneytis Bretlands yfir ríki sem studdu hryðjuverk og hryðjuverkasamtök; og dagana - mánuðina þaðan í frá, skullu á allsherjar vandræði í milliríkjaviðskiptum fyrir Ísland.

En Ísland glataði öllu "kredit" - jafnt ríkið sem ísl. einkaaðilar.

Hryðjuverkalögin alveg örugglega, sköpuðu umtalsvert viðbótar efnahagstjón - - en þegar ákvörðunin var tekin, var KB banki að leitast eftir að selja alla starfsemina sína í Bretlandi til Deutche Bank, sem hefði átt að vel vera mögulegt.

Einungis Bretland beitti slíkum ofsa, KB banki var þá sömu daga enn í viðskiptum við Seðlabanka Svíþjóðar sem dæmi, Holland frysti ekki eignir ísl. fyrirtækja - né ríkisins.

Ég efa að nokkur viti almennilega hvað Gordon Brown gekk til!

 

Hefði verið betra að vera meðlimir að ESB?

Það er mat Eiríks að Íslandi hefði farnast betur sem meðlimur að ESB, sem ég hef við að athuga. En þ.e. sannarlega rétt athugað hjá honum, að Bretum tókst að loka afskaplega hressilega á Ísland - á utanríkisviðskipti Íslands.

Það þarf ekki að deila um, að Ísland hefði sannarlega haft allt annan aðgang að stofnunum ESB sem meðlimur!

Á hinn bóginn, þó það sé rétt að Ísland hefði haft e-h áhrif innan þeirra stofnana; þá þarf að muna að árif Breta hefðu verið mun meiri.

Það er rétt að Norðurlönd, tóku þá afstöðu - - að styðja ekki Ísland, þegar árás Breta á Ísland var í gangi. 

Meðan að Bretar töfðu afgreiðslu á AGS láni til Íslands, með stuðningi Hollendinga.

Þ.s. þau gerðu, var - - að hvetja Ísland til að "semja við Breta" þ.e. láta eftir kröfum þeirra.

  • Það þarf líka að hafa í huga, hverslags aðstoð stofnana ESB hefði verið í boði.

Sannarlega er það rétt, að Ísland hefði haft meiri rétt til aðgangs að Seðlabanka Evrópu - - ef það hefði verið meðlimur að evrunni.

Hugsanlega, hefði því Seðlabanki Evrópu veitt lausafjárlán til ísl. banka, ívið lengur. Á hinn bóginn, hefði það ekki komið í veg fyrir hrun KB banka - - er Bretar frystu eignir KB banka í Bretlandi. Né hefði það komið í veg fyrir hrun Landsbanka og Glitnis, þegar þá banka þraut - - nothæf veð.

Ég sé ekki af hverju, Bretar hefðu ekki fryst eignir KB banka, ef Ísland hefði verið meðlimur að ESB?

  1. Síðan veitir Seðlabanki Evrópu ekki lausafjárlán án takmarkana, þegar Ísland lenti í vandræðum voru enn í gildi fremur stífar reglur sem kváðu um að bankar yrðu að vera "solvent" þ.e. með jákvætt eigið fé, og að auki krafðist hann fremur góðra trygginga.
  2. Síða meir í evrukrísunni tónaði "ECB" töluvert niður kröfuna um gæði trygginga, en er Ísland var í vandræðum hafði "ECB" ekki gert slíkt, og ég stórfellt efa að hann hefði gert slíkt fyrir dvergríkið Ísland. En á þeim tíma, var enn rúmt ár í að evrukrísan hefðist. 
  3. Sama á við, að hann lokar í raun og veru á land, t.d. er hann lokaði á Kýpur - en ég á við er hann skilgreindi ríkisbréf Kýpur ekki lengur nothæfa pappíra. Þegar Ísland var í vanda, hafði "ECB" ekki enn slakað á þeim reglum sem hann síðar hefur gert að nokkru leiti, það þarf ekki að efa að "ECB" hefði lokað á Ísland, um leið og sérfræðingar "ECB" töldu sjálfir ekki lengur ríkisbréf Íslands örugga pappíra.
Ég sé ekkert sem bendir til þess að hvaða gjaldmiðill var hér starfandi hafi haft nokkuð með það að gera, að Ísland gat ekki fjármagnað sig - - í kjölfar hruns bankanna.

En um leið og bankarnir voru hrundir, ég stórfellt efa að Bretar hefðu ekki krafið Ísland um svokallaðar "Icesave greiðslur" ef það hefði verið meðlimur; þá stóð Ísland frammi fyrir mjög erfiðum fjármögnunar vanda.

Nær allt lausafé Seðlabanka Íslands var uppurið!

Tæknilega gat "ECB" afhent evrur sannarlega, en um leið og "ECB" hefði lokað á ísl. ríkisbréf, þá hefði um leið lokast á þá fjármögnunarleið ísl. ríkisins.

Ísl. ríkið hefði því líklega staðið frammi fyrir algerlega sömu fjárþurrðinni, sem ísl.stjv. stóðu frammi fyrir veturinn 2008-2009, þ.e. í gjaldeyri.

Lánstraust Íslands hefði einnig hrunið sem meðlimur að ESB - - og landið ekki haft aðgang að lánum á markaði, á verði sem var viðráðanlegt.

  1. Ísland, hefði orðið að leita að neyðarláni!
  2. Hvort sem það var innan ESB, eða utan. 
  • AGS eða aðildarþjóðir ESB.

 

Hefðu mál verið með öðrum hætti innan ESB?

Það hefði áfram gilt, að fyrir Norðurlönd - - hefði verið mun mikilvægara að viðhalda góðum samskiptum við Breta og Hollendinga.

  1. En augljóst hafa Bretar miklu flr. atkvæði innan stofnana ESB.
  2. Það þíðir, að áhrif Breta í atkvæðagreiðslum innan stofnana sambandsins eru miklu meiri.
  3. Sem þíðir, að hótun Breta um andstöðu við mikilvæg mál t.d. Svíþjóðar eða Danmerkur eða Finnlands. Hefði töluvert að segja.
  4. Fyrir utan, að ef Svíþjóð eða Danmörk eða Finnland; vilja koma máli áfram - - vigtar stuðningur Breta, miklu meira.
  • Ég var að skoða atkvæðaregluna innan ESB, og fæ ekki betur séð en að með teknu tilliti til fólksfj. hafi Bretar meira atkvæðavægi en Svíþjóð + Finnland + Danmörk.

Hver sú aðildarþjóð sem hefði beitt sér fyrir hönd Íslands, hefði tekið þá áhættu - - að Bretar beittu sér innan sambandsins gegn áhugamálum þeirrar þjóðar í atkvæðagreiðslum um þau mál innan stofnana ESB.

Þó það sé sannarlega tæknilega mögulegt að búa til nægilega sterkt bandalag á móti, þá væri það verulegt vesen - - fyrir utan að þá þyrfti sú þjóð að nota upp sennilega sitt "pólitíska" kapítal þ.e. þau loforð/greiða sem hún á inni gagnvart þriðju ríkjum, og getur þá ekki nota það síðar meir.

Þ.s. ég er að segja, að er að stuðningur við Ísland hefði ekki verið þess virði!

Ísland hefði með engum hætti getað bætt þeim þjóðum upp þau vandræði eða missi á slíkum inneignum.

Þess vegna tel ég eðlilegt að ætla að engin aðildarþjóð hefði komið Íslandi til varnar.


Hvernig hefði þá staða Íslands verið innan stofnana ESB?

Það er sannarlega rétt að meðlimaþjóðir sem í evrukreppunni hafa lent í vanda t.d. Írland, hafa fengið aðstoð meðlimaþjóða ESB.

En enginn þeirra þjóða - - leitaði aðstoðar.

Á sama tíma, og hún átti í alvarlegri milliríkjadeilu við öfluga meðlimaþjóð.

  • Ég er algerlega viss um, að þetta hefði skipt miklu máli.

En það skiptir einnig máli fyrir stofnanir ESB að viðhalda góðum samskiptum við meðlimaþjóðirnar, en einnig stofnanirnar vilja koma sínum málum í gegn.

Þ.e. gjarnan misjafnt hvaða þjóðir styðja einstök mál sem stofnanirnar vilja ná fram, því skiptir máli fyrir þær stofnanir - - að skapa sér ekki "illvilja" einstakra þjóða.

Sérstaklega ekki einnar af stóru þjóðunum.

  • Ég vil því meina að sama ályktun eigi einnig við um stofnanir sambandsins.

Vegna þess að Ísland er dvergríki - - þess hrun skapaði enga hættu fyrir peningakerfi ESB, hefði ekki skapast þau rök, að hjálpa Íslandi eins og t.d. í tilviki Grikklands, að hrun Íslands væri kerfisleg ógn.

Ef við bætum við þann vanda sem milliríkjadeilan skapaði, þá held ég að Ísland hefði mætt mikilli stífni.

Túlkun Framkvæmdastjórnarinnar var á sínum tíma, að ísl.ríkið væri skuldbundið að tryggja greiðslu lágmarksupphæðarinnar, sem ísl. ríkið í miðju hruninu taldi ekki óhætt.

Það sé yfirgnæfandi líklegt að túlkun hennar með Ísl. sem meðlimaríki hefði verið sú hin sama, þ.s. þrýstingur Breta og Hollendinga, hefði líklega meira en dugað til að tryggja þá útkomu áfram. Mótáhrif Ísl. innan þeirrar stofnunar hefðu verið það lítil að engu máli hefði skipt.

 

Svo má ekki gleyma fiskveiðistefnu ESB!

Eins og allir ættu að vita, þíðir aðild að fiskimið meðlimaþjóðar tilheyra öllum meðlimaþjóðum jafnt.

Hin formlega regla, á móti kemur að til staðar er regla um "veiðireynslu" - og líklega er nægilega langur tími liðinn til þess að einungis ísl. fiskiskip hafi hér slíka veiðireynslu.

Aðild þíðir því ekki endilega sjálfvirkt að erlend fiskiskip streymi hingað - - en punkturinn sem ég er að horfa á er annar!

  • Nefnilega það, að ákvörðun um afla hér við land er þá óhjákvæmilega tekin í Ráðherraráði ESB, þegar þ.e. skipað landbúnaðarráðherrum flestra aðildarríkja.

Það er sú hefð í gangi, að fylgja vilja þess aðildarríkis sem á "veiðirétt" um ákvörðun afla.

Hingað til er sú "hefð" órofin, aldrei verið brotin.

  • En það þíðir ekki að, ekki sé mögulegt að rjúfa þá reglu eða brjóta.
  1. Þ.e. einmitt punkturinn stóri - - fyrst að Bretar og Hollendingar voru til í að hóta Íslandi gjaldroti, en er þær þjóðir töfðu afgreiðslu á neyðarláni til Íslands frá AGS fólst í því ekki smærri hótun, en um ríkisþrot. 
  2. Þá sé engin leið að útiloka, að Bretar og Hollendingar hefði hótað að beita sér þegar ákvörðun um afla væri tekin á Íslandsmiðum.

Með miklu meira atkvæðavægi innan Ráðherraráðsins, ef Bretar hefðu beitt sér með slíkum hætti er erfitt að sjá hvað í ósköpunum við hefðum getað gert okkur til varnar.

Þarna er til staðar mjög öflug viðbótar hótun sem a.m.k. er tæknilega mögulegt fyrir Breta og Hollendinga að hafa beitt okkur.

Munum auk þess, að þegar Bretar beittu Ísland frystingu eigna, frystu þeir ekki bara eignir ísl. bankanna í Bretlandi, heldur einnig eignir Seðlabanka Íslands og ísl.ríkisins í Bretlandi.

Höfum grófleika aðgerðarinnar gagnvart Íslandi í huga - þegar við íhugum hvort það sé virkilega óhugsandi, að Bretar hefðu beitt fyrir vagn sinn þeirri hótun að skipta sér af ákvörðun um afla á Íslandsmiðum!

 

Niðurstaða

Ég þakka Eiríki Bergmann fyrir góða yfirferð yfir helstu þætti Icesave deilunnar. Ég er á hinn bóginn ósammála honum eins og ég rökstyð að staða Íslands sem meðlimur að ESB hefði verið styrkari. Þvert á móti grunar mig, að innan sambandsins hefðu Bretar og Hollendingar átt ennþá auðveldar með að beita Ísland þrýstingi af því tagi, sem Ísland hefði ekki getað vikið sér undan. Staða landsins hefði með öðrum orðum verið veikari.

Þ.e. sannarlega rétt hjá honum, að það lagakerfi er ESB hefur búið til. Hafi á endanum komið Íslandi til bjargar.

Á hinn bóginn, hafi Icesave deilan sýnt fram á að staða Íslands akkúrat eins og hún er, þ.e. meðlimur að EES og því reglukerfi ESB um innra markaðinn, en ekki meðlimur að "sameinuðu sjávarútvegsstefnunni" eða landbúnaðarstefnu þess - - sé í reynd styrkari.

En ef Ísland væri fullur meðlimur.

Ég bendi einnig á hvernig deilan um makríl hefur þróast, ef Ísl. væri meðlimur hefði sú deila ekki staðið lengi - - þ.e. verið afgreidd í einni atkvæðagreiðslu þ.s. Ísl. hefði alltaf fæst atkvæði.

Með því að vera utan sambandsins, hafi Ísl. möguleika á að standa uppi í hárinu á stærri meðlimaþjóðunum, geti hugsanlega þó það sé ekki öruggt enn knúið fram hagstæðara samkomulag fyrir Ísland. Það eru þegar líkur á að slíkt standi til.

Innan sambandsins væri Ísland alltaf í þeirri klemmu, að mál væru afgreidd með vegnum meirihluta!

Þeim málum þ.s. til staðar er neitunarvald, fer sífellt fækkandi. 

Veltum fyrir okkur, t.d. er neitunarvald innan NATO! Er líklegt að Ísl.geti raunverulega beitt því? Svari hver sem vill. Öflugar þjóðir geta beitt svo miklum þrýstingi. Sama á um innan ESB.

Beiting Frakklands á neitun er eitt, beiting Íslands er allt - allt annað!

 

Kv.


Írland ætlar að yfirgefa björgunarprógramm nk. sunnudag!

Financial Times er með mjög áhugaverða umfjöllun um Írland. Og þ.s. er merkilegt við þá umfjöllun, er hve margt er líkt með Írlandi og Íslandi. Til dæmis er þar eins og hér, verulegur brottflutningur hæfileikafólks - eins og hér, vandræði að halda í lækna og hjúkrunarfólk sem er fullmenntað.

Ireland poised to exit EU bailout

Irish exodus casts shadow on recovery from financial crisis

Eins og sjá má á mynd, eru hugmyndir ríkisstjórnar Írlands um framtíðar hagvöxt, lygilega líkar hugmyndum t.d. Seðlabanka Íslands, um framtíðar hagvöxt Íslands!

http://einarbb.blog.is/users/72/einarbb/img/img_1223475.jpg

Til samanburðar má sjá mynd sem tekin er af síðu "Central Statistics Office" þ.e. Hagstofu Írlands.

Eins og sjá má á þeirri mynd, gefur Írland bæði upp tölur fyrir "Gross National Product" og "Gross Domestic Product."

Það er áhugavert hvað þær tölur geta verið afskaplega misvísandi.

Samt á heildina virðist til staðar löturhægur hagvöxtur á Írlandi.

Það má segja að sama sagan sé um Írland og Ísland, að ekki liggur fyrir augljós skýring um það - af hverju framtíðar vöxtur á að vera meiri.

Nema helst að það liggi í bjartsýni um stöðu nágranna landa í framtíðinni beggja vegna Atlantshafsins.

Um þá bjartsýni, ef þ.e. ástæða fyrir bjartsýni um aukinn framtíðar hagvöxt, get ég einungis sagt - - það kemur í ljós.

Mér hefur a.m.k. ekki virst neitt augljóslega benda til umtalsverðs hagvaxtar í Evr. á næstu árum, kannski getur hún lötrað upp í svo hátt að nálgast 1% heildar hagvöxt, ef allt gengur sem best verður á kosið.

Bandaríkin hafa fram að þessu ekki sýnt nein augljós einkenni, að ætla að fara hærra í hagvexti en kannski rúm 2%.

Írland hefur þó það forskot, sem liggur í óvenju lágri skattheimtu til atvinnulífs eða 12%.

Kannski leiðir það til þess að hagvöxtur þar verði hærri en í Evrópu að meðaltali.

Svo kannski rætist þessi spá! Ég ætla ekki að halda því fram að svo geti ekki verið.

Takið eftir myndinni að neðan er sýnir - nettó brottflutning fólks frá Írlandi!

----------------------------------------------------------------------------------------------

"Emigration has reached record levels, with 75,800 people between 15-44 leaving last year."

"Ireland once experienced the highest net immigration in Europe (per 1000 population). Now, it is experiencing greater levels of net emigration than any other European country."

"Almost half of Irish doctors are working abroad – the highest rate in the OECD group of countries that aims to promote sustainable growth – forcing authorities to recruit hundreds of foreign medical staff to plug gaps. “Doctors historically have left Ireland for a year or two to work abroad but now many are setting up home abroad and are not returning,” says Dr John Donnellan of the Irish Medical Organisation, which represents doctor in the country."

"Unemployment remains stubbornly high. 6,000 people received letters from a Government department encouraging them to search for jobs abroad."

"Unemployment levels are worst among Ireland's young cohort; one in four under 25 are unemployed."

"Unemployment benefits for the under-25s have been halved, while dole for older people and state pensions remain largely untouched."

"The Consistent poverty rate has spiked since the crisis began in 2008. Children have suffered more than most, with the percentage of under 17-year-olds living in consistent poverty rising from 7.4 per cent before the crisis to 9.3 per cent in 2011."

"Much of Ireland's private debt relates to the housing crisis. Nearly 100,000 households are more than 90 days in arrears with their mortgage payments."

"Dublin has introdcuced €28bn in tax hikes since 2008 in an effort to close its fiscal deficit."

----------------------------------------------------------------------------------------------

Mælt atvinnuleysi er farið úr 15,1% í 12,8%. Og það augljósa blasir við að kenna "brottflutningi" um.

Spurning hvort að ísl. stjv. fara að leita í smiðju Írlands, en eins og fram kemur - þá hefur alvarlegur skortur á læknum og hjúkrunarfólki leitt til þess, að írsk stjv. hafa auglýst þau störf á evr. efnahagssvæðinu gervöllu, og samþykkt í fj. tilvika að ráða fólk frá fátækari hl. Evrópu.

Það verður þá eins og í verslunum á Íslandi, þ.s. hátt hlutfall afgreiðslufólks er af erlendu bergi brotið og kann litla íslensku oft á tíðum, að læknar og hjúkrunarfólk verði einnig aðfluttir útlendingar?

Svo er áhugaverð sú stefna, að minnka um helming atvinnuleysisbætur til þeirra sem eru yngri en 25 ára, hugmyndin virðist að ýta þeim aldurshóp aftur inn í nám, en þetta getur einnig verið öflug hvatning fyrir þann hóp - að flytjast af landi brott. En sá hópur á einmitt líklega auðveldast með einmitt það.

Það er einnig áhugavert, að írsk. stjv. sendu nýlega 6000 bréf til einstaklinga er líklega höfðu verið atvinnulausir lengi, þ.s. þeim var kurteislega bent á að sækja sér vinnu utan landsteina 

  • “It made me feel like I was being pushed out of my own country,” says Mr Douglas, 26, from Bray, near Dublin." - "One jobseeker was sent details of a job as a bus driver in Malta, which paid just €250 (£209) a week but came with a “Mediterranean climate”."

Það er áhugaverð stefna að hvetja fólk beinlínis til að flytja úr landi!

  1. Rétt að nefna, að skuldir írska ríkisins eru enn í vexti.
  2. írska ríkið þrátt fyrir mikinn niðurskurð og skattahækkanir, er enn rekið með halla!

Það er viðsnúningur hagkerfisins yfir í hagvöxt - - að fjárfestingar eru aftur hafnar í landinu sem skapar þá bjartsýni sem þó er til staðar.

Menn með öðrum orðum eru að veðja á það að Írlandi takist að komast upp úr þeim skafli, en hagvöxtur er nánast eina vonin um að það takist.

 

Niðurstaða

Það er ávallt áhugavert að gera sbr. á Írlandi og Íslandi, bæði löndin eru eilönd. Írland er þó nær Evrópu en Ísland. Írland er einnig töluvert fjölmennara þó írar teljist vera smáþjóð.

Þ.s. gerir samanburðinn samt sérdeilis áhugaverðan er áhugi hluta Íslendinga á því að Ísland gangi inn í ESB og taki upp evru. Írland hefur báða hina meintu kosti fram yfir okkur þ.e. aðild og evru.

Hvað sem má segja um Írland, þá a.m.k. virðist því ekki ganga með neinum augljósum hætti betur - nema auðvitað um það atriði að á Írlandi eru ekki höft, en í fjölda annarra atriða eru aðstæður ótrúlega svipaðar. Í nokkrum atriðum er ástand Írlands bersýnilega lakara.

Írland er einnig eins og við með alvarlegan skuldavanda ríkisins sem og hallarekstur. Þar er einnig alvarlegur skuldavandi meðal húsnæðiseigenda. Brottflutningur eins og hér, er alvarlegt vandamál - - alveg eins og hér, er blóðtakan meðal þeirra er hafa sérfræðimenntun hvað alvarlegust. 

Það er aftur farið að gæta áhuga fjárfesta á Írlandi - - þ.e. kannski eitt atriði sem Írland hefur sem við ættum raunverulega íhuga að taka upp, þ.e. hinir lágu írsku fyrirtækjaskattar, þ.e. 12%.

En það má vel færa rök fyrir því, að hið lága skattaumhverfi sé að auka áhuga fjárfesta á Írlandi.

En Írland er bersýnilega engin paradís - - þó það sé meðlimur að ESB og hafi evru.

Ég bendi á mjög áhugaverða samanburðargreiningu EUROSTAT á fátækt í Evrópu!

  • En Ísland kemur mun betur úr þeirri mælingu en Írland.

Önnur rannsókn EUROSTAT á fátækt barna í Evrópu!

  • Þar kemur Ísland einnig mun betur út en Írland. Áhugavert að niðurstöður EUROSTAT mæla miklu meiri fátækt barna, en tölur írskra stjv. nefndar í textanum að ofan!

 

Kv.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Trump tollastrid bidstada
  • Markaðir Bandar. H
  • Markadir Bandar. heimur

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.8.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 23
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband