Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Væri það mjög sanngjarnt að halda þjóðaratkvæðagreiðslu um þá spurningu hvort þjóðin vill hefja aðildarviðræður á ný?

Ég ætla aðeins að leiða hjá mér allra nýjustu umræðuna, þ.s. stungið er upp á því að spurt sé beint "vill þjóðin aðild að ESB." En ég er eiginlega sammála því, að eðlilega spurningin sé - - "vill fólk hefja viðræður um aðild að nýju." Skoðanakannanir hafa hingað til sýnt meirihluta stuðning fyrir viðræðum um aðild, en sem er áhugavert - að þegar spurt er beint jafnvel í sömu könnum sama hóp hvort menn vilja aðild að ESB, þá er niðurstaðan oftast nær á annan veg - að þá segir meirihlutinn "nei."

  1. En það gæti verið óheppilegt - að binda hendur samninganefndar, með því að spyrja áður en samið er um aðild, beint um það hvort fólk vill aðild eða ekki.
  2. Á hinn bóginn er seinni spurningin, hvort fólk vill viðræður eða ekki, ekki þess eðlis að samninganefnd væri með nokkrum hætti bundin af öðru en því, að láta viðræður fara fram!
  • Viðræður skv. því, þurfa þá ekki einu sinni að klárast!
  • Þ.e. einmitt sá seinni punktur sem ég vill vekja athygli á!

 

Hvað mundi gerast ef haldin er þjóðaratkvæðagreiðsla, og niðurstaða meirihlutans er sú - að skipa núverandi ríkisstjórn að hefja viðræður að nýju?

Það sem fólk þarf að átta sig á er að þetta væri algerlega absúrd útkoma - að ætla stjórnarflokkum sem eru andvígir aðild það, að klára viðræður fyrir lok kjörtímabils.

Það er gersamlega kýrskýrt að - að sjálfsögðu, mundu stjórnarflokkarnir þá mæta þeirri tilskipun þjóðarinnar að hefja viðræður - - en þ.e. ekki séns í helvíti að þær yrðu kláraðar innan ramma kjörtímabilsins.

Að auki mundu stjórnarflokkarnir skipa sitt eigið fólk í samninganefnd, ekki mundi koma til greina að skipa þá nefnd sem samdi fyrir hönd síðustu ríkisstjórnar. En ef einhver telur þetta ósanngjarna afstöðu, bendi ég viðkomandi á það - - að sá viðkomandi mundi líklega ekki ráða þá samninganefnd til verka sem stjórnarflokkarnir núverandi mundu skipa. Það sé ekki sanngjarnt að ætla, stjórnarflokkunum að ráða samninganefnd sinna pólit. andstæðinga.

Sú nefnd mundi auðvitað fylgja öðrum samningsmarkmiðum en þeim sem fylgt var þegar samið var við ESB í tíð síðustu ríkisstjórnar, þeim sem stjórnarflokkarnir sem andvígir eru aðild - mundu setja.

Ég get algerlega ábyrgst það, að útkoman yrði - - löng röð árangurslausra samningafunda. Þ.s. mjög ólíklegt er að hugmyndir stjórnarflokkanna um það hvað sé ásættanleg samningsútkoma, sé samrýmanleg við hugmyndir samningamanna ESB um þau atriði eða líklega afstöðu aðildarþjóðanna til þeirra sömu atriða.

 

Niðurstaða

Punkturinn er einfaldlega sá. Að langsamlega skynsamlegast er að láta þjóðaratkvæðagreiðslu um það hvort hefja skal viðræður að nýju. Fara fram samhliða kosningum til Alþingis 2017. Þar sem að engar líkur eru hvort sem er á því að núverandi stjórnarflokkar mundu skila af sér samningi fyrir lok kjörtímabils. Þá felst ekki í því nokkur viðbótar töf á samningaferlinu, ef niðurstaða þjóðarinnar verður sú 2017 að hefja viðræður að nýju - - samhliða því að hún hefur þá "svo fremi sem þjóðinni er alvara með það að láta viðræður klárast" væntanlega kosið aftur til valda meirihluta sem er aðildarsinnaður.

Þó tæknilega geti kosningar farið þannig, að þjóðaratkvæðagreiðslan fer með þeim hætti að meirihlutinn samþykki að hefja viðræður að nýju, meðan að núverandi stjórnarflokkar allt eins þess vegna geta fengið svipað fylgi og í kosningunum 2013.

Á hinn bóginn, þá þíðir það ekki endilega það að sama ríkisstjórn verði mynduð. Þá er a.m.k. tækifæri til þess fyrir aðildarsinna - - að mynda stjórn annaðhvort með Sjálfstæðisfl. eða Framsóknarfl.

Ef niðurstaðan um það að hefja viðræður liggur þegar fyrir - - þá mundu hugsanlegir stjórnarflokkar þurfa að semja sín á milli um samningsmarkmið, og það að fá sitt fólk í samningsnefnd.

Þ.e. auðvitað ekki fyrirfram öruggt að kosningarnar 2017 tryggi sömu flokkum sem nú stjórna, getu til áframhaldandi stjórnarsetu.

Þ.e. því alls ekki fyrirfram öruggt. Að aðildarsinnar geti ekki mögulega náð fram niðurstöðu sem þeir geta sætt sig við - þannig að viðræður geti hafist á næsta kjörtímabili eins og þá dreymir um.

En ég get algerlega ábyrgst það að ef það verður þjóðaratkvæðagreiðsla um málið á þessu kjörtímabili, þá hefst ekkert annað út úr því en að nokkrir einstaklingar á vegum núverandi stjórnarflokka, fá vel launað starf sem litla vinnu þarf að leggja í. Sem þeir mundu auk þess hugsanlega eiga möguleika á að halda þess vegna út næsta kjörtímabil einnig, ef þingkosningar 2017 mundu staðfesta núverandi meirihluta.

 

Kv.


Verða gjaldeyrishöftin út kjörtímabilið?

Ég er farinn að óttast þetta. Eitt af því sem núverandi stjórnarflokkar gagnrýndu síðustu ríkisstjórn fyrir. Var linkind við losun hafta. En miðað við umræðuna í þjóðfélaginu í dag og milli stjórnarflokkanna - - virðist flest benda til þess. Að losun hafta sé bersýnilega ekki á næstunni. Muni líklega taka flr. ár.

Sem bendir til þess að þau geti enn verið uppi við lok kjörtímabil.

  • Vandamálið við losun hafta er - - að það mun verða mjög kostnaðarsamt.

AGS útskýrði málið fyrir tæpu ári síðan í skýrslu: Selected Issues

Rétt að árétta að tölur skýrslunnar byggja á tölum frá 2011. Með öðrum orðum, tveggja ára gömlum.

Punkturinn er sá, að snjóskaflinn - - hefur stækkað síðan þá. Þannig að kostnaðurinn er líklega meiri í dag, en þá og líklega verður meiri á morgun.

  • "...the potential capital outflows from residents’ portfolio rebalancing could range from 30 to 45 percent of 2011 GDP"

Og rúmur helmingur af þessu fé, er skv. áætlun AGS skv. tölum 2011, fé lífeyrissjóðanna.

  • "...with non - pension - fund residents contributing to slightly below half of the outflows. "

Ástæða þess að skaflinn stækkar - ekki síst vegna upphleðslu fjármagns á vegum lífeyriskerfisins - er sú að sjóðakerfið þarf 3% nettó ávöxtun. Svo það gangi upp. Sem krefst þess m.a. að hagvöxtur á Íslandi sé ekki undir 3%.

Það er hugsanlegt að vegna mjög mikillar aukningar í ferðamennsku á sl. ári, hafi náðst 3% hagvöxtur árið 2013 skv. niðurstöðu Hagstofu, að fyrstu 9 mánuði ársins hafi hagvöxtur verið 3,1%: Hagvöxtur fyrstu níu mánuði ársins 3,1% drifinn áfram af utanríkisverslun.

Svo þ.e. hugsanlegt, að sjóðirnir hafi fundið nægar fjárfestingar sem skiluðu tilskyldri ávöxtun á sl. ári innan hafta, en vöxtur ársins á undan var mun lélegri. Og 3% vöxtur á sl. ári þíðir einfaldlega að hagkerfið hélt í við ávöxtunarþörf sjóðanna það tiltekna ár. En dugar ekki til að jafna út halla áranna á undan þ.s. hagvöxturinn var mun minni en 3% - - en fjármagn sjóðanna sem lokað hefur verið af hér innanlands. Hefur líklega ekki nærri allt verið á tilskyldri raunávöxtun - það sé fé sem sjóðirnir líklega muni vilja flytja út um leið og höft eru losuð.

Sennilega þyrfti hagvöxtur hér að vera út kjörtímabilið nær 5% en 3%, til þess að jafna þann halla út. Svo uppsafnað fé sjóðanna finni nægilega mikið af góðum fjárfestingarkostum.

Tæknilega gæti ísl. hagkerfið stækkað, og síðan losað höft eftir nokkur ár án boðafalla - - ef hagvöxtur yfir þau ár væri á því bili.

  • En hverjar eru líkurnar á slíkum hagvexti?

Kostnaður við losun hafta gæti verið ca. 40% af þjóðarframleiðslu!

AGS eins og kemur fram að ofan skv. tölum frá 2011 áætlaði kostnað á bilinu 30-45% af þjóðarframleiðslu. Ef við reiknum með því að skaflinn hafi stækkað 2012. En staðið í stað 2013.

Gæti miðtala verið 40%.

Augljóslega er ekki til gjaldeyrir til að hleypa svo miklu fé út - - sem er það sama og að segja, að það sé miklu mun minna virði - en gengisskráning dagsins í dag segir til um.

En ef höft væru losuð t.d. fljótlega, og sú gengisskráning birtist - - þá lækka lífskjör á landinu fremur duglega. A.m.k. um tíma, meðan féð er að streyma út - meðan að jafnvægi er aftur að komast á hagkerfið.

Síðan tæki nokkurn tíma a.m.k. fyrir kjörin að ná aftur ca. sömu stöðu.

-------------------------

Þegar maður fylgist með ummælum talsmanna Samtaka Iðnaðarins og Alþýðusambands Íslands, og fleiri aðila - m.a. verkalýðsforingja, talsmanna hagsmunasamtaka.

Þá virðist hvergi sjást í þeim ummælum, þó t.d. talsmenn SA og ASÍ reglulega nefni mikilvægi losunar hafta; viðurkenningu á því - að losun mundi líklega hafa í för með sér umtalsverðan kostnað í lífskjörum.

A.m.k. einhverja hríð, sem gæti mælst í árum. Á móti kemur, að Ísland mundi sennilega fá enn öflugari aukningu frá ferðamennsku. Og sennilega mundi ekki taka mörg ár fyrir lífskjör þau sem eru í dag að snúa til baka.

Þess í stað, eru allir að tala um - - lífskjaraaukningu strax!

Sem mér virðist að sé líklega ekki "compatible" við losun hafta í nálægri framtíð.

Ráðherrar ríkisstjórnar, taka undir þessa stefnu!

Þannig, að það er eins og að til staðar sé, þegjandi samþykki - um að halda höftum áfram um óákveðinn tíma. Sem eins og ég sagði, getur þítt til loka kjörtímabils.

Það er eins og það sé til staðar - - þagnarbindindi, þess efnis að nefna ekki - lífskjarakostnaðinn sem því mundi líklega læiklega fylgja, að losa höft.

Ég sé engan - þá meina ég engan meðal helstu hagsmunasamtaka né áhrifamikilla stjórnmálamanna, nefna þetta atriði. 

 

Gengur það upp að halda höftum út kjörtímabilið?

Það gæti þannig séð - lafað.  Ef hagvöxtur þetta ár og næstu 2 er 3%. Þá ætti lífeyriskerfið halda sjó, þ.e. ætti að finna fjárfestingartækifæri hér innanlands fyrir allt nýtt fé, þó áfram verði vandi með það fé sem var að safnast upp árin 2008-2012 þegar hagvöxtur var meðaltali mun minni en 3%.

En ef það koma upp ný vandræði í alþjóðahagkerfinu - - t.d. að evrukreppan versnar aftur, t.d. vegna þess að evrukerfið dettur í verðhjöðnun og S-Evr. dettur inn í versnandi hættuspíral.

Þá gæti Ísland lent í nýju efnahagsáfalli.

Það má einnig nefna Kína, en þar hafa verið vísbendingar um áhættu innan hagkerfisins, vísbendingar um það að mörg fyrirtæki þar séu yfirskuldsett, að líkur fari vaxandi á snarpri kreppu - þegar yfirskuldsett fyrirtæki mundu fara á hausinn að líkindum. Hagvöxtur í Kína gæti þá dottið niður í 2-3 ár. Áður en hann mundi líklega snúa við af krafti að nýju.

Þetta mundi einnig geta skapað efnahagsáfall hér - vegna mikilvægis kínv. hagkerfisins í dag.

  • Það er einmitt punkturinn, að mál geta lafað meðan hagvöxtur helst nægur - - en kreppa eða ef hægir verulega á hagvexti að nýju.
  • Gæti flýtt fyrir því að uppsöfnun skafls innan innlenda fjármálakerfisins, valdi krísuástandi í innanlandskerfinu.

Ef hagvöxtur helst góður út kjörtímabilið - - er hugsanlegt að ríkisstjórnin geti fylgt ráðleggingu AGS um það, að tappa smám saman af skaflinum.

En það verður mjög erfitt, ef hagvexti hnignar aftur!

  • Það virðist vera draumurinn, að tappa hægt og rólega af skaflinum - - án þess að það verði neikvæð áhrif á lífskjör fyrir rest.

Þ.e. fræðilega mögulegt, að tappa af honum á nokkrum árum, ef hagvöxtur er nægur - - en þá grunar mig að hann þurfi í reynd að vera ívið betri en 3%. Svo að sjóðirnir geti farið að finna næg fjárfestingartækifæri hér innanlands, fyrir sinn uppsafnaða skafl.

Ríkisstjórnin þarf þá virkilega að hafa heppnina með sér - - ef hagvöxtur á að vera þetta góður þessi 3 ár.

 

Niðurstaða

Mér virðist að við verðum öll að leggjast á bæn um góðan hagvöxt í Evrópu, Bandaríkjunum og Asíu nk. ár. Svo að hagvöxtur á Íslandi geti verið nægur. Til þess að hér skapist nægur gjaldeyrir til að smá tappa af hinum uppsafnaða skafli - yfir nk. 3 ár.

Þ.e. þó augljós hætta á að hlutir fari ekki þetta vel - - þannig að áætlun um það að smá tappa af skaflinum, nái ekki að klára málið fyrir lok kjörtímabils.

Ef hagvöxtur fer niður fyrir 3%. Þá mun aftur fara að safnast að nýju upp skafl á vegum lífeyrissjóðanna. Þ.s. þá er innanlands hagkerfið ekki að standa undir þeirri ávöxtunarþörf er sjóðakerfið þarf þ.e. 3% raunávöxtun. 

Þá auðvitað mun ganga mjög erfiðlega að hleypa fé sjóðanna út.

Það gæti skapast mjög áhugaverð umræða fyrir kosningarnar 2017. Ef höftin verða þá enn uppi.

Þeir sem halda því fram, að ESB muni redda þessu fyrir okkur. Bara ef við höldum áfram með umsóknarferlið að ESB - - gætu þá fengið umtalsverða áheyrn meðal þjóðarinnar.

Þó það sé öldungis órökrétt, að búast við því að aðildarþjóðir ESB séu til í að gefa okkur óinnfyllta ávísun.

Það gætu einnig komið þeir fram, sem muni benda á þ.s. lausn - - að taka þegar í stað einhliða upp annan gjaldmiðil. En það væri óskaplega áhættusöm aðgerð, að losa höftin með þeirri aðferð. Gæti tel ég leitt til allsherjar hruns í innanlandsfjármálakerfinu. Ásamt miklu verri útkomu fyrir lífskjör landsmanna, en ef við t.d. á morgun mundum losa höftin strax um leið og vísitalan væri fryst.

En þeir sem mundu trúa á þá leið, mundu halda því blákalt fram - að það eitt að skipta yfir í alþjóðlegan gjaldmiðil, mundi endurreisa trúverðugleika. Þó það standist í reynd ekki.

  • Það er því nokkur áhætta sem ríkisstjórnin tekur fyrir framtíðina, með því að taka þ.s. kannski virðist hin smærri áhætta til skamms tíma, að losa ekki höftin í fyrri lestinni.

 

Kv.


Bretar ákveðnir í að hefja sitt "shale boom" þrátt fyrir harða andstöðu umhverfisverndarmanna gegn "fracking"!

Auðvitað er og verður "fracking" aðferðin umdeild. En hún felur í sér að gríðarlegu magni af vökva gjarnan milljónum lítra er dælt ofan í borholur undir þrýstingi. Vökvaþrýstingurinn síðan losar um olíu eða gas eða hvort tveggja úr "leirsteinslögum" sbr. "shale."

Þessi aðferð hefur margvíslega galla í för með sér sem eru þekktir:

  1. Það þarf einhvern veginn að losna við vökvann eftir að búið er að nota hann. Og þá er hann gjarnan mengaður margvíslegum efnum úr jarðlögunum sjálfum, sem losnuðu úr læðingi vegna vökvaþrýstingsins er losaði um hárfínar sprungur. En þ.e. ekki endilega bara olía eða gas sem losnar, og berst með vatninu upp á yfirborð. Að auki eru gjarnan notuð efni sem blandað er í vökvann, sem ætlað er að auka hæfni vökvans til að opna hárfínar sprungur í jarðlögunum. Þau efni hafa a.m.k. sum hver verið varasöm umhverfinu! Tæknilega er sjálfsagt unnt að láta vökvann streyma í gegnum skólphreinsikerfi - - þekki ekki hvaða lausn á þessu vandamáli stendur til að beita í Bretlandi.
  2. Það er óvefengjanlegt, að vatnið er það streymir um jarðlögin, þá gjarnan verða tugir jafnvel hundruðir smáskjálfta, en vökvinn losar spennu í jarðlögum. Þetta t.d. gerðist í Hveragerði á Íslandi er heitu vatni var dælt aftur niður í sprungur til losna við það að nýju. Á hinn bóginn, þá líður þessi skjálftavirkni hjá - - nær hámarki, eftir að spennan er farin úr berginu er þetta búið. En tjón er auðvitað hugsanlegt, þó flestir skjálftarnir séu líklega það smáir að þeir finnist ekki á yfirborðinu.
  3. Það þriðja er umdeilt, hvort eða hve mikil hætta er á mengun grunnvatns. Ég á von á því að þetta fari eftir aðstæðum á hverju svæði. Þ.e. t.d. hve djúpt er niður á þau jarðlög sem til stendur að nýta. Ef þau eru á verulegu dýpi. Er líklega slík hætta óveruleg eða jafnvel engin. Ég þekki ekki akkúrat hvernig berglögum er háttað í "the British Midlands region" þ.s. til stendur að nýta gas úr "shale" eða leirsteini.
  • Sennilega er alvarlegasta vandamálið - - að losna við vökvann eftir að hann er aftur kominn upp á yfirborðið! Ef þ.e. gert klúðurslega, gæti vökvinn mengað auðvitað grunnvant. En mig grunar, að dæmi um mengun grunnvatns frá Bandar. standi fyrst og fremst í tengslum við, klúður í tengslum við förgun á vökvanum - - eftir að honum hefur aftur verið dælt upp á yfirborðið.
  • Það hafi ekki verið eiginlega af völdum "fracking" sem tjónið varð, heldur vegna þess að ekki hafði verið hugsað nægilega vel fyrir því, hvað á síðan að gera við allan vökvann. Eftir að hann er aftur kominn upp á yfirborðið. Tæknilega er unnt að varðveita hann í tilbúnum lónum á yfirborðinu. Það held ég að hafi verið gert í einhverjum tilvikum í Bandar.
  • Ef það hefur lekið t.d. úr stíflu, eða ef jarðlög undir slíku lóni hafa ekki verið nægilega þétt, þá gæti það skýrt tjón á grunnvatni.

Þetta er verkfræðilegt vandamál sem er leysanlegt. En þarf að rannsaka eins og öll slík - - nægilega vel.

Hverjir eru kostirnir á móti göllunum?

  1. Í Bandar. síðan "fracking" ævintýrið hófst, hefur verð á náttúrugasi lækkað um 70%. Í dag er það um 1/4 af gasverði í Evrópu. Þetta hefur komið almenningi á svæðum þ.s. gasnotkun á heimilum er útbreidd - - mjög vel. 
  2. Það þíðir - - lægri hitunarkostnað. Lægri eldunarkostnað. Og gjarnan að auki, mun lægri rafmagnsreikning. Því á gassvæðunum í Bandar. er rafmagn gjarnan einnig framleitt í gasorkuverum. Og rafmagnsverð hefur þá eðlilega lækkað mjög verulega á þeim svæðum.
  3. Þetta eykur sem sagt kaupmátt almennings - - umtalsvert!
  4. Þá er ekki tekið tillit til þeirrar auknu fjárfestingar, sem hið hagstæða orkuverð á gassvæðunum er að skapa, þ.e. ódýr orka. Er að laða ti gassvæðanna í Bandar. fjölmörg fyrirtæki, sem reka starfsemi t.d. álver sem þarf mikið af rafmagni. En þetta skiptir einnig máli fyrir stálver og aðrar málmbræðslur, og efnaverksmiðjur sem geta notað náttúrugas alveg eins og olíu, til að framleiða plastefni. 
  5. Svo að lífskjör almennings á gassvæðunum í Bandar. eru líka að batna, vegna fjölgunar starfa. Laun fara líka hækkandi, vegna aukinnar eftirspurnar eftir vinnuafli á þeim svæðum.

Þetta er þ.s. Bretar eru að sækjast eftir!

Total joins UK’s pursuit of shale boom

  1.  "Total of France is to become the first major oil company to explore for shale gas in the UK,..." 
  2. "Total will announce on Monday a deal to join a shale gas exploration licence in the Midlands currently operated by Ecorp of the US, according to people familiar with the matter. "

Breska ríkisstjórnin segir - " It points to recent estimates that there could be as much as 1,300tn cubic feet of shale gas lying under just 11 English counties in the north and Midlands. Even if just one-10th of that is ultimately extracted, it would be the equivalent of 51 years’ gas supply for the UK."

Ef þetta er rétt - - þá sé ég ekki hvernig umhverfisverndarmenn geta stöðvað þetta!

En 51 ár af gasi, af miðað er við að 1/10 af áætluðu gasi sé vinnanlegt.

Er líklega það mikilvægt atriði fyrir framtíðar lífskjör Breta, að ég á alls ekki von á öðru, en að málið gangi fram.

En vert er að muna, að olíulyndir Breta í Norðursjó eru að þverra, meira að segja gasið sem þaðan kemur. Er er að klárast á næstu árum.

Ef Bretar finna ekki nýja orkulynd í staðinn - - þá hreinlega skortir Bretland orku.

Gallinn við svokallaðar "náttúruvænar" aðferðir, er að orka framleidd með þeim hætti - - er mjög dýr.

Hátt rafmagnsverð jafngildir - - lægri lífskjörum. Og líklega að auki, lakari samkeppnishæfni framleiðsluatvinnuvega, og því færri störfum - lægri launum og meira framtíðar atvinnuleysi.

  • Jafnvel þó það megi vera að umhverfiskostnaður sé verulegur - - þá eru hagsmunir Bretar ef áætlun um framtíðar forða er nærri lagi um gasforða til 51 árs það miklir.
  • Að ég sé jafnvel ekki að ábyrg stjórnvöld, geti tekið aðra ákvörðun. En að nýta!


Niðurstaða

Ég á von á því að "fracking" ævintýrið sé rétt að hefjast í Bretlandi. Flr. lönd eru með "fracking" drauma. Erlendir aðilar hafa verið að leita í Póllandi, ekki enn fundið vinnanlegt magn sem skiptir máli. Þó svo að talið sé að mikið magn sé hugsanlega til staðar undir fótunum á Pólverjum víða um Pólland. Og það væri mjög hentugt fyrir Pólland. Að þurfa ekki lengur að kaupa orku frá Rússum.

Ef Bretum gengur vel, þá á ég mikla von á því - að þrýstingur um "fracking" víðsvegar um Evrópu. Verði gríðarlega sterkur í kjölfarið!

Krafan um störf - um lægra orkuverð; verði erfitt að hindra!

  • Ég skal ekki neita því, að "fracking" mun valda aukinni losun "CO2" - - það má vera að til lengri tíma litið, þá skaði það Jarðarbúa meir. En þann punkt er engin leið að sanna í dag. Hitt er algerlega öruggt, að hátt orkuverð skaðar lífskjör með margvíslegum hætti, og á móti að lágt orkuverð bætir þau að sama skapi! 
  • Hlýnun lofthjúps Jarðar er óvefengjanlega, að hluta a.m.k. af manna völdum. Og frekari losun "CO2" mun bæta enn meir í.
  • En samt er engin leið að sanna - - að nettó tap almennings sé meir af því að nýta olíu og gas næstu áratugi, en að sleppa að nýta það. Þegar haft er í huga, þau hærri lífskjör sem almenningur getur haft yfir það tímabil.
  • Sannarlega bráðna jöklar ef ekkert er að gert. En menn þurfa að átta sig á tímarammanum. Ég neita að trúa því að mannkyn geti ekki nk. 300 ár leyst vandann, áður en Grænlandsjökull er bráðnaður. Eða nk. 1000 ár sem það tekur ísa S-skauts að bráðna. En þessir ísmassar eru það "gígantískir" að þeir taka langan tíma að bráðna. Þó svo við miðum við verstu spár um hitun.

Jöklar á Íslandi bráðna líklega á nk. 100 árum og verða horfnir. En þeir eru of smáir til að skipta máli fyrir yfirborð heimshafa. Og ísinn á N-skautinu að sjálfsögðu, skiptir engu máli frá þeim sjónarhóli þ.s. hann er þegar á floti!

 

Kv.


Mario Draghi segir Evrópu að kreppan sé ekki búin, meðan hann heldur stýrivöxtum í 0,25%

Það hefur nefnilega verið í gangi óvenjulega mikil bjartsýni innan Evrópu í janúar. Þessi bylgja hófst eftir að Írland seldi slurk af ríkisbréfum á hagstæðu verði þ.e. 3,54% fyrir 10 ára bréf. Þetta vakti óneitanlega mikla athygli - - í ljósi þess að þessa dagana eru bandar. ríkisbréf að fara á ca. 3%.

Í framhaldinu lækkaði vaxtakrafa á ríkisbréf almennt í S-Evrópu, krafan á spænsk 10. ára bréf datt niður í 3,8% - - meira að segja 10. ára bréf Portúgals eru kominn niður fyrir 6% duttu niður í 5,4%. Krafan fyrir grísk 10 ára, fór í 7,8%. Ítölsk eru í rúmlega 4%.

Áhugavert að Írland er enn með lægri lánshæfismat en Spánn og Ítalía, þó svo að markaðurinn bersýnilega í dag - - meti írsk bréf öruggari.

  • Best að árétta að krafan fyrir bandar. bréf, sem hefur hækkað í seinni tíð upp í 3%. Það stafar ekki af ótta fjárfesta um stöðu Bandar. Þegar markaðurinn var í óttakasti sumarið 2012. Þá var krafan a.m.k. prósent lægri. En þegar markaðurinn óttast fjármálahrun - - virðast menn kaupa bandar. ríkisbréf. Því þau séu talin "örugg eign."
  • Þetta er ekki óttabylgja - - heldur "traustyfirlýsing" - - þ.e. markaðurinn telur að hagvöxtur í Bandar. sé virkilega að fara af stað.

Meðan að enginn er að búast við 3% hagvexti í Evrópu! 

Svo þar markast verðlag ríkisbréfa af öðrum þáttum!

  • Áhugavert er t.d. að Portúgal sem seldi 5 ára bréf á fimmtudag, á 4,657%. Seldi umtalsvert til fjárfesta utan evrusvæðis. Sem er áhugavert!

Svo það er greinilegt að dregið hefur úr ótta fjárfesta um stöðu S-Evrópu. Þannig að markaðurinn úti í heimi, er farinn að nýju að kaupa ríkisbréf S-evr. ríkja, en ekki síst - - Írlands.

En þ.s. verðbólgan á evrusvæði er nú kominn í ca. 0,7% skv. nýjustu fréttum.  Og þ.s. flest bendir til þess að hagvöxtur í Evrópu muni ströggla að ná þó ekki nema 0,5%.

Þá væntanlega telja fjárfestarnir sig vera að gera hagstæð kaup, þ.e. bréf á bilinu 3,54% upp í 5,4% í verðbólgu sem er vel innan við 1%.

 

Mörgum finnst orð Mario Draghi bera vott um auknar áhyggjur af verðhjöðnun

Takið eftir - - undirstrikuðu og feitletruðu hlutunum af textanum!

Mario Draghi, President of the ECB, Frankfurt am Main, 9 January 2014

  1. "Underlying price pressures in the euro area are expected to remain subdued over the medium term. In keeping with this picture, monetary and credit dynamics remain subdued."
  2. "Such a constellation continues to suggest that we may experience a prolonged period of low inflation, to be followed by a gradual upward movement towards inflation rates below, but close to, 2% later on."
  3. "Against this background, the Governing Council strongly emphasises that it will maintain an accommodative stance of monetary policy for as long as necessary, which will assist the gradual economic recovery in the euro area."
  4. "Accordingly, we firmly reiterate our forward guidance that we continue to expect the key ECB interest rates to remain at present or lower levels for an extended period of time.
  5. "With regard to money market conditions and their potential impact on our monetary policy stance, we are monitoring developments closely and are ready to consider all available instruments. "
  6. "Overall, we remain determined to maintain the high degree of monetary accommodation and to take further decisive action if required. "

Eins og Draghi talar í þessum texta - - þá er hann að segja að verðbólga verði ofsalega lág a.m.k. nk. 2-3 ár sbr. orðalagið "medium term." 

Hann á einnig von á því bersýnilega, að framboð af lánum og eftirspurn, verði einnig "subdued over the medium term" - - sem bersýnilega sýnir, að Draghi veit mæta vel. Að nk. 2-3 ár a.m.k. verði hagvöxtur í Evrópu afskaplega slakur!

Hann lofar því að halda stýrivöxtum mjög lágum "eins lengi og þörf er fyrir" sem væntanlega má taka sem loforð um það, að þeir verði það a.m.k. nk. 2-3 ár.

Síðan er spurning um orðalagið "ready to consider all available instruments" taka a.m.k. sumir sem vísbendingu, að bankaráð "ECB" sé virkilega að íhuga - - prentun.

  • "Annual growth in M3 was broadly unchanged at 1.5% in November, after 1.4% in October, following two consecutive declines in September and August."

Áhugavert hve aukning peningamagns er lítil, og enn áhugaverðara að sú litla aukning virðist skýrast af evrum sem leita inn í evruhagkerfið að utan. Spurning hvort það skýrist ekki af því að eftirspurn innan evrusvæðis hefur skroppið saman á sama tíma og útflutningur hefur aðeins aukist. Útkoma, nettó viðskiptajöfnuður evrusvæðis alls er í plús.

Evrur eru þá væntanlega meir að streyma inn í evruhagkerfið að utan, fremur en út! Vegna þeirrar stöðu viðskipta við lönd utan evrulands.

  • "The annual rate of change of loans to non-financial corporations (adjusted for loan sales and securitisation) was -3.1% in November, following -3.0% in October. "

Enn eru lán til fyrirtækja stöðugt að skreppa saman. Þ.s. fyrirtæki í Evr. eru mun háðari lánsfé - - heldur en tíðkast t.d. í Bandar. eða Bretlandi. Þ.s. fyrirtæki stunda meir að útvega sér rekstrarfé frá fjárfestum - á mörkuðum.

Þá er þetta vísbending um viðvarandi samdráttarheilkenni innan mikilvægra þátta atvinnulífs.

Svar við spurningunni - er kreppan búin:

  • "The recovery is there, but it is weak, it is modest. As I have said many times, it is also fragile..." - "But it is still premature to declare victory."

Draghi telur of snemmt að lísa yfir sigri á kreppunni! Þetta kemur fram í svörum við spurningu blaðamanns.

 

Niðurstaða

Af orðum Draghi bæði í undirbúnum texta og svörum til blaðamanna. Er ljóst að Draghi hefur mjög hóflegar væntingar um framhaldið. Hann telur að hagvöxtur muni smá batna þ.e. hægt og rólega. Bersýnilega telur hann að vöxtur verði mjög hægur a.m.k. nk. 2-3 ár. Að verðbólga verði mjög lítil yfir sama tímabil. Að atvinnuleysi verði áfram mjög mikið þau sömu ár. Að aðhaldsstefnan stunduð af ríkjum innan evrusvæðis sem og áframhaldandi tilraunir fyrirtækja sem og almennings, að lækka skuldir. Muni halda áfram a.m.k. þessi 2-3 nk. ár, að halda aftur af hagvexti.

Yfir þetta tímabil verði staðan - - viðkvæm. Þess vegna loforðið að halda vöxtum lágum áfram og líklega út þetta skilgreinda viðkvæma timabil.

Í svörum til blaðamanns hafnaði Draghi eina ferðina enn, að Evrusvæði væri að stefna í sambærilega átt og Japan á 10. áratugnum.

Hann taldi það vera vegna þess, að evrusvæði væri að leggja svo mikla áherslu á "balance sheet repairment" banka! 

Skv. þeirri "analísu" að svokölluð japönsk veiki, hafi einkum stafað af ílla stöddum bönkum, er hafi staðið uppi með mikið af lélegum óafskrifuðum lánum, og verið ófærir um að styðja við atvinnulífið.

  • Reyndar má benda á móti á, að einmitt krafa Seðlabanka Evr. til banka, að þeir hreinsi til í sínu bókhaldi - - er líklega þessi misseri.
  • Að hafa þau áhrif, að draga úr framboði á lánsfé til fyrirtækja. Hvetja þá til að ganga harðar fram gegn skuldugum einstaklingum og fyrirtækjum.
  • Auk þess að bankar, hafi hækkað vexti á ný lán.

Þessi áhrif er einkar að sjá í S-Evrópu. Þessi "balance sheet repairment" krafa, getur einmitt verið mikilvægur þáttur í því að halda aftur af hagvexti í S-Evrópu, þ.s. bankar hafa orðið fyrir mestu tjóni, þ.s. framkölluð þörf fyrir afskriftir eru líklega mestar.

Þetta getur stórum hluta skýrt af hverju útlán til fyrirtækja eru í stöðugum samdrætti.

-------------------------------------

Seðlabankar Bandar. og Bretlands, hafa mætt þessari "balance sheet repairment" kröfu með töluvert öðrum hætti! 

En svokallað "QE" - "Quantitative easing" hefur einmitt verið mikilvægur liður. Með því að seðlabankar Bandar. og Bretlands, hafa keypt upp mikið til - þær slæmu eignir sem bankar hafa þurft að losna við.

Þannig tekið þann kaleik af bönkunum í Bandar. og Bretlandi, að þeir yrðu að láta afskriftakostnað bitna - - á sinni útlánastarfsemi!

Sem einmitt hefur verið mikilvægur þáttur í því innan Bandar. og Bretlands, að lágmarka efnahagstjón af skuldakreppu ástandinu er skall yfir.

Þetta hefur Seðlabanki Evrópu ekki gert - - þess í stað krefst hann þess að evr. bankar leysi vandann sjálfir. Sem þannig séð út frá hugmyndafræði um markaðsfrelsi - - er hin rétta ákvörðun. Meðan að seðlabankar Bretland og Bandar., stunduðu "markaðsinngrip í stórum stíl."

Áhugavert að engilsaxnesku löndin skuli hafa gripið inn í ákvarðanir markaðarins. Meðan að Seðlabanki Evrópu, hefur ekki fengið sig til slíks a.m.k. ekki í nándar nærri þeim mæli sem "US Federal Reserve" og "Bank of England" hafa! 

  • Seðlabanki Evrópu virðist hafa innanborðs miklu harðari kapítalista, skv. því.

 

Kv.


Þýskaland hefur ekki brennt meir af kolum í 20 ár

Dálítið sérstök staðreynd sem blaðamenn þýsku fréttaveitunnar "Der Spiegal" vöktu athygli á. En þ.e. mikil kaldhæðni í hinu þýska "energy wende" að þeirri aðgerð hefur fylgt  - stöðug aukning í brennslu kola. Fyrir bragðið er CO2 losun þýska orkukerfisins í stöðugri aukningu, þrátt fyrir að framleiðsla rafmagns með svokölluðum umhverfisvænum aðferðum sé komin í ca. 25%.

Kolaorkuver nærri Brandenburg

A coal-fired power plant in Brandenburg.

Sjá frétt Der Spiegel: German Brown Coal Power Output Hits New High

En þ.e. mjög sérkennileg staðreynd - - að í augnablikinu geta kolastöðvar framleitt raforku með minni tilkostnaði, en aðrar tegundir af orkustöðvum sem losa CO2. Þar með þær sem brenna dísil eða gasi.

Þ.s. orkukerfið í Þýskalandi er rekið af einkafyrirtækjum eins og tja í Bandar., þá fjölgar kolastöðvum meðan að gasorkuverum er lokað - þó svo gasorkuver losi miklu minna CO2 per framleidda kílóvattstund af rafmagni.

Þarna kemur líklega til óvænt hliðarverkun af gasævintýrinu í Bandaríkjunum, en sl. 6 ár hefur verð á náttúrugasi lækkað um 70%. Sem þíðir að innan Bandar. eru gasorkuver allt í einu gríðarlega samkeppnisfær - - svo að kolaorkuver hafa verið að loka því þau geta ekki keppt við hið ódýra gas.

En þeir sem grafa kol úr jörðu, þurfa samt að selja sina afurð - - og þeir hafa sl. 2 ár verið að selja kol til Evrópu á mjög niðursettu verði. Tja, miðað við þau verð sem tíðkuðust á undan.

  • Fyrir bragðið kemur fram sú sérkennilega staða, að kolaorkuver í Þýskalandi eru allt í einu mun ódýrari í rekstri, geta framleitt rafmagn á lægra verði heldur en gasver eða dísilrafstöðvar.
  • Þrátt fyrir að rafstöðvar þurfi að kaupa svokallaða "losunarkvóta" og eðlilega þ.s. kolastöðvar losa hlutfallslega mest, þurfa þær að kaupa meir af losunarheimildum.

Sem ætti að gefa einhverja hugmynd um það, hve óeðlilega aðstæður á markaði eru þessa stundina.

Því miður virðist fátt benda til þess, að gasverð muni hækka í Bandar. á næstunni, þannig að líklega fást áfram kol frá Bandar. - - mjög ódýrt.

Þýskur sérfræðingur telur sig hafa svar:

"Patrick Graichen, a power market analyst at Berlin-based think tank Agora Energiewende." - "In 2013 Germany exported more power than it imported on eight out of 10 days. Most of it was generated by from brown coal and anthracite power stations," - "They are crowding out gas plants not just in Germany but also abroad -- especially in the Netherlands." - "The European market for emissions certificates must urgently be repaired to change that," - "The volume of emissions certificates must be reduced in order to boost the price of CO2."

Það er sjálfsagt rétt hjá honum, að ef kostnaður við kaup á losunarheimildum mundi vera aukinn, þá væri mögulegt að fjarlægja markaðsforskot það sem kolaver njóta þessa stundina, fram yfir gasorkuver.

Það hefði þó að auki þá hliðarverkun, að auka enn frekar rafmagnskostnað atvinnulífs í Þýskalandi.

 

Af hverju annars hefur "energy wende" fram að þessu stuðlað að aukinni losun?

Um er að ræða grundvallar vandamál, að þegar til stendur að framleiða þriðjung rafmagns með annars vegar "vindi" og "sól." Að þeir orkugjafar framleiða mjög mis mikið eftir aðstæðum.

Þ.e. suma dagana ekki neitt - - aðra dagana mjög mikið. Hættan er sú að spenna innan kerfisins rokki upp og niður meira eða minna stöðugt, sem gengur ekki í heimi viðkvæmra tækja sem nota rafmagn.

Tölvur og sjónvörp sem dæmi myndu ekki þola þær spennusveiflur, ekki heldur viðkvæmur búnaður verksmiðja út um land.

Þetta þíðir, að það þarf að vera til staðar - - í vaxandi mæli. Orkuver sem unnt er að kveikja og slökkva á eftir þörfum. Og aflstöðvar sem ganga fyrir gasi eða dísil eða kolum, henta mjög til þessara hluta.

Þetta hefur framkallað þá öfugsnúnu útkomu, að eftir því sem hlutfall rafmagns framleitt af "vindi" og "sól" hefur aukist, því meir hefur heildarlosun orkukerfisins í Þýskalandi aukist.

Fram að þessu hefur ekki verið unnt að finna aðrar tæknilausnir. Þó margvíslegar hugmyndir séu ræddar - - eins og risastórar rafhlöður til að varðveita rafmagn svo unnt sé að tappa því inn á kerfið eftir þörfum, eða í staðinn svokallaðar orkuhlöður "fuel cells" í sama tilgangi er einnig værur þá frekar gígantískar til að mæta þörfinni.

Það þíðir þá að sjálfsögðu, að umfram framleiðsla þyrfti að vera til staðar á hverju svæði, til að hlaða upp slíkt - geymslukerfi. Líklega þyrftu samt að vera til staðar varastöðvar til að setja inn, til vonavara.

Slíkt kerfi hefur ekki verið sett inn enn - - kannski verðu það einhvertíma. En líklega ekki á næstunni.

 

Niðurstaða

Hið þýska "energy wende" heldur áfram að framkalla sínar aftursnúnu niðurstöður. En "energy wende" er kallað ákvörðun er Angela Merkel tók nú fyrir nokkrum árum. Að loka öllum kjarnorkuverum í Þýskalandi er þá framleiddu um fjórðung allrar orku. Og skipta þeim alfarið út fyrir raforku framleidd af vindi og sól. 

Síðan kostar þetta óskaplegar summur.

"In 2014, the surcharge on electricity bills will provide some €23.5 billion of subsidies for renewable energies. A four-person household will pay a surcharge of almost €220 this year."

4 manna heimili borgar aukalega 35þ.kr. sem leggst á rafmagnsreikninginn. Til að niðurgreiða rafmagn framleitt af vindi og sól. En þ.e. tryggt hagstætt rafmagnsverð - - svo einkaaðilar haldi áfram að reisa slíkar rafstöðvar út um allt.

Þetta auðvitað tekur ekki tillit til allra raflínanna sem þarf að byggja út um allt land, því annars vegar verður sífellt aukið hlutfall rafmagns framleitt utan þeirra svæða þ.s. eftirspurnin er mest og síðan þarf að flytja rafmagn í auknum mæli milli svæða, vegna þess að veðrátta mun óhjákvæmilega skapa miklar svæðisbundnar sveiflur í rafmagnsframleiðslu með vindi og sól.

Þ.e. sífelld aukning á kostnaði, sem leggst á heimili og atvinnulíf. Gjaldið hefur þurft að endurskoða reglulega, því reglulega hefur þurft að hækka hið tryggða verð sem þeir aðilar fá sem framleiða með vindi og sól. Til að viðhalda hinni öflugu hvatningu til að reisa slík ver út um allar jarðir.

Það verður forvitnilegt að fylgjast með því hvaða áhrif stöðugt hækkandi rafmagnsverð mun hafa á samkeppnishæfni þýsks atvinnulífs á þessu kjörtímabili. 

En nú er annað kjörtímabil "energy wende" hafið - - einungis rétt byrjað.

 

Kv.


Evrusvæði virðist hafa endað síðustu 3. mánuði 2012 á 0,2% hagvexti!

Það virðist með öðrum orðum, ekki hafa hægt frekar á hagvexti. Eftir að um sumarið 2012 mældist vöxtur í um 0,4%. Síðan fór hann í 0,1%. En tölur fyrirtækisins MARKIT sem birtir reglulega svokallaða "pöntunarstjóravísitölu" benda til þess. Að eftir lélegan 3. ársfjórðung. Hafi 4. ársfjórðungur verið ögn betri. Þannig að hagvöxturinn hafi eftir allt saman - - náð líklegu jafnvægisástandi.

Einhvers staðar í kringum 0,2%.

Yfir 50 er aukning / innan við 50 er samdráttur!

Markit Eurozone Composite PM

  1. Eurozone Composite Output Index: 52.1.
  2. Eurozone Services Business Activity Index: 51.0.

Heildaraukning er sosum ekki óskapleg, þ.e. 2,1% í samanlagðri pöntunarstjóravísitölu iðngreina og þjónustugreina, sem væntanlega gefur vísbendingu um heildarstöðu viðskiptalífs.

Áhugavert að aukning innan þjónustugeira á evrusvæði er einungis 1%.

Sem þíðir væntanlega, að aukning innan iðngreina er ögn betri. Lyftir því meðaltalstölunni yfir báðar greinar.

 

Ef við berum einstök lönd saman:

  1. Ireland 58.6...........2 - month high
  2. Germany 55.0........2 - month low
  3. Spain 53.9...........77 - month high
  4. Italy 50.0..............2 - month high
  5. France 47.3...........7 - month low 

Sérstaka athygli vekur aukning á Spáni - - en þar fer talan úr 51,5 mánuðinn á undan, í 53,9 eða 3,9% aukningu. Sem getur bent til þess að hagvöxtur síðustu 3. mánuði 2013, hafi verið betri en mældur vöxtur upp á 0,1% er mældist á 3. fjórðungi sl. árs.

Kannski svo hátt sem 0,4%. Sem ætti ef staðfestist af opinberum hagtölum þegar þær verða gefnar út á Spáni gera Mariano Rajoy kampakátan. Þó líklega dugi það samt ekki til að minnka atvinnuleysi.

------------------------------

Ítalía hengur á slétt 50 þ.e. hvorki aukning né minnkun. Sem samt er skásta talan í 2 mánuði. Það gæti þítt að Ítalía ljúki 2013 í ca. stöðnun þ.e. hvorki með vöxt né samdrátt. Þó verið geti að sama tala komi fram og á 3. ársfjórðungi, þ.e. 0,1% samdráttur.

Þetta er a.m.k. ekki vísbending um snöggan viðsnúning til hagvaxtar.

------------------------------ 

Svo er það auðvitað tossinn Frakkland; 2,8% samdráttur í samanlagðri vísitölu. Sem er skýr vísbending um samdrátt í frönsku atvinnulífi.

Þetta virðist skýr vísbending um mildan efnahagssamdrátt. Þ.s. franska ríkið er svo stórt innan franska hagkerfisins, þá eru þekkt áhrif að umsvif þess - - milda niðursveiflu. 

Þannig að hún er heilt yfir líklega smærri en þessar tölur virðast sýna. 

Þetta er samt vísbending um kannski samdrátt upp á um 0,2%.

------------------------------

Írland og Þýskaland virðast á nokkuð öruggri siglingu, líklega einhvers staðar milli 0,4-0,5% í hagvexti skv. þessum tölum. Sem er ekki beint kröftugt. 

En þó í áttina. Höfum samt í huga að þó traust á Írlandi hafi aukist mjög mikið síðan um mitt ár 2012. Þá eru opinberar skuldir Írlands enn í vexti, írska ríkið þrátt fyrir mjög harkalegan útgjaldaniðurskurð og skattahækkanir - - enn rekið með halla. 

Hafandi í huga skuldastöðu Írlands. Þarf Írland líklega ívið meiri hagvöxt en þetta - - til að raunverulega "meika" það. Þ.e. sennilega því meir á trú markaðarins á því að Írland muni ná fram auknum hagvexti síðar, sem hin mikla aukning á tiltrú byggist.

  • Það varð ekki aukning á atvinnuleysi á evrusvæði skv. tölum þeirra fyrirtækja sem sérfræðingar MARKIT ræddu við.
  • Ekki minnkun heldur.

Það virðist sem svo að útflutningur eigi mest í þeirri aukningu er varð í pöntunum innan iðngeirans, og það var að því er virðist einkum aukning innan iðngeirans sem ber ábyrgð á heildaraukningu þeirri sem MARKIT mælir.

Það verður áhugavert að fylgjast með því áfram - - hvernig evrusvæði gengur með tilraun til!

Útflutningsdrifins vaxtar!

En ég hef verið ákaflega skeptískur á það að slík tilraun virkilega geti mögulega gengið upp!

  • OK, Japan tókst eftir hrunið er varð þar veturinn 1989 að viðhalda öflugum viðskipta-afgangi, sem örugglega var í gegnum stöðnunartímbilið á 10. áratugnum, lykillinn að því að halda japanska hagkerfinu á floti.

En ég er ákaflega sterkt skeptískur á að Evrópa geti sem heild, leikið saman leikinn.

  1. Fyrir hið fyrsta er evrusvæði miklu stærra hagkerfi.
  2. Viðskipta-afgangur evrusvæðis, mun því hafa mun stærri "neikvæð" áhrif á önnur heimssvæði, en viðskipta-afgangur Japans á 10. áratugnum hafði.
  3. Ég tel því öruggt, að önnur heimssvæði muni bregðast við, tilraun evrusvæðis til að viðhalda nettó viðskipta-afgangi. Það getur verið með margvíslegum hætti. En augljósa leiðin er í gegnum gengissveiflu.
  4. Það hefur vakið athygli hægur en þó stöðugur stígandi í gengi evrunnar gagnvart gjaldmiðlum helstu viðskiptakeppinauta. Það getur verið vísbending að þ.s. ég vísa til, sé að gerast.

Þetta kemur líklega betur í ljós eftir því sem árið líður fram!

 

Niðurstaða

"So far so good" - - mætti segja um núverandi stöðu evrusvæðis. Viðsnúningur til löturhægs hagvaxtar hefur a.m.k. staðfest. Þetta er samt ekki betra en þ.s. algengt var í Japan á svokölluðu stöðnunartímabili á 10. áratugnum. Ég ítreka að í gegnum það allt, viðhélt Japan mjög öflugum viðskipta-afgangi. 

Þannig að tilraun Evrópu til að búa til viðskipta-afgang, með því að lama eftirspurn innan Evrópu sjálfrar. Er ekki endilega uppskrift að miklum framtíðar hagvexti. Sérstaklega þegar áfram er haft í huga, mjög alvarleg skuldastaða fjölda aðildarríkja evrusvæðis.

 

Kv.


Rogoff og Reinhart mæla með því að Evrópuríki skoði úrræði, sem beitt hefur verið í sögulegum bankakreppum!

Það virðist vera komin fram ný ritgerð eftir Kenneth Rogoff og Carmen Reinhart. En skv. þeim erlendu fréttum sem af þeirri ritgerð fer. En hún verður gerð opinber á næstu dögum. Þá hafa þau tvö unnið samanburð á bankakreppum og "efnahagslegum afleiðingum þeirra" í sögulegu samhengi.

Slík greining getur verið mjög þarft innlegg í umræðuna t.d. í Evrópu, þ.s. Rogoff og Reinhart hafa notið umtalsverðrar virðingar!

Three Ways for Europe to Cut Its Debt Load

Reinhart-Rogoff Find Hangovers in Bank Crises: Cutting Research

Carmen Reinhart, Kenneth Rogoff find hangovers in bank crises

Eins og myndin frá Wall Street Journal sýnir - er skuldavandi Evrópu mjög alvarlegur!

----------------------------------------------------------

  • "Their study of 100 banking crises over two centuries...found part of the costs of banking difficulties relate to how long it takes economies to recover."
  1. "In 43 percent of the historical cases studied, economies double-dipped back into recession. "
  2. "The paper covered 63 crises in advanced economies and 37 in larger emerging markets."
  3. "It takes eight years on average for economies to regain the level of income lost in a banking crisis..."
  • "...and the U.S. and Germany are alone among 12 in having already done so since the 2008 turmoil, according to Harvard University professors Carmen Reinhart and Kenneth Rogoff. "
  • "Of the 12 economies examined since 2008, the per-capita gross domestic product of Greece, Italy, Netherlands, Portugal and Spain kept contracting through 2013, according to a draft of the paper."
  • "Other than the U.S. or Germany, the rest either didn’t grow or didn’t grow enough to attain their previous income peaks. "
  • "“Speeding up recovery may require that advanced economy governments adopt some of the approaches that have been relegated to the emerging markets over the last few decades,” said Reinhart and Rogoff"
  • "Such policies include; restructuring debt, allowing faster inflation and introducing capital controls."
  • "“Delays in accepting that desperate times call for desperate measures keeps raising the odds that, as documented here, this crisis may in the end surpass in severity the depression of the 1930s in a large number of countries,” the economists said. "

----------------------------------------------------------

Mér finnst merkilegt að Þessir merkilegu hagfræðingar skuli benda á "verðbólguleið!"

Málið er að það eru til staðar sérstakar aðstæður innan Evrópu sem líklega gera akkúrat þá aðferð, að eyða upp skuldum með "verðbólgu" - - minnst erfið í framkvæmd.

  1. Í Bandaríkjunum, hafa húseigendur getað labbað frá skuldunum sínum, skilað eignum sínum. Eða hafa getað líst sig gjaldþrota, labbað frá skuldunum með þeirri aðferð.
  2. En hvorugt er mögulegt í Evrópu þ.s. gjaldþrotalög eru yfirleitt miklu mun minna sveigjanleg en innan Bandaríkjanna. Eiginlega nær því sem hér hefur tíðkast, þ.s. unnt er að selja eignir ofan af skuldurum en síðan halda áfram að elta þá - ævina á enda. Mér skilst að svo slæmt sé það einmitt t.d. á Spáni. Þ.e. eignir seldar ofan af fólki, en það elt áfram af rukkurum. Í flestum ríkjum eru þó einhverjar takmarkanir við því hve harkalega má ganga fram. En í engu Evrópulandi er mögulegt, að lísa sig gjaldþrota eins og bandar. einstaklingar geta gert með auðveldum hætti, og látið skuldirnar hverfa eftir að allt þ.s. þeir eiga hefur verið selt.
  3. Þetta hefur leitt til þess að skuldabyrði húsnæðiseigenda í Bandar. hefur lækkað verulega síðan 2009, en á sama tíma í Evrópu hefur hún annað af tvennu staðið í stað eða versnað. Þ.e. eftir því hvort efnahagsástand heima fyrir hefur verið nær því að vera stöðnun eða samdráttur.
  • Það eru einmitt hinar ósveigjanlegu gjaldþrotsreglur í Evrópu - - sem gera skuldaafskriftarleið líklega erfiða í framkvæmd. Hvort sem almenningur eða fyrirtæki eiga í hlut.
  • Í Bandar. geta fyrirtæki farið í greiðslustöðvun fengið stóran hluta skulda niðurfelldan, en víðast hvar í Evrópu eru ekki til sambærilegar reglur - - um vernd fyrirtækis gegn lánadrottnum, meðan endurskipulagning fer fram sbr. "greiðslustöðvun."
  • Þess í stað, er mun algengara að fyrirtæki fara í þrot og hætta starfsemi. Meðan að í Bandar. er algengara að skuldir séu afskrifaðar - - en fyrirtæki haldi áfram rekstri.

Ísland hvað viðskiptalíf áhrærir - - viðhefur bandaríska módelið.

Því miður hefur Ísland haldið evr. módelinu - - þegar kemur að rétti einstaklinga.

Meðan að í Bandar. er réttur einstaklinga og fyrirtækja sá hinn sami.

  1. Í Bandar. eru því skuldarar í ákaflega góðri samningsstöðu, almennt séð.
  2. Meðan að í Evr. eru bankar og eigendur skulda, yfirleitt í mjög öflugri samningsstöðu gagnvart skuldurum.

Fyrir bragðið gæti - - verðbólguleið verið eina færa leiðin innan Evrópu.

Ef á að minnka umfang skulda innan samfélaganna!

 

Niðurstaða

Mér finnst bandar. módelið í reynd mun manneskjulegra en það evr. þegar kemur að rétti skuldara. Meðan að í evr. virðist áherslan meir vera á að gæta að rétti eigenda skulda.

Ég held að bandar. leiðin - - með áherslu á að fyrirgefa skuldir. Auki til lengri tíma litið skilvirkni hagkerfa. Hún geri það mun auðveldar fyrir samfélag að vinna sig út úr skuldaþrengingum.

Bandar. kerfið leiðir til þess að eigendur skulda, deila áhættunni með skuldurum. Meðan að í evr. kerfinu, er megináhættan lögð á skuldarana sjálfa. Sem þíðir auðvitað, að skuldakreppa getur fyrir bragðið orðið mun erfiðari úrlausnar - - því meir langvarandi en ella þ.s. eigendur skulda eru ávallt mjög tregir til afskrifta, ef kerfið inniheldur ekki svipu af því tagi sem það bandar. gerir.

Þ.e. hættan fyrir Evrópu. Að skuldakreppan hangi sem myllusteinn á Evrópu áfram, skuldakreppan muni skaða framtíðar hagvaxtarmöguleika álfunnar og því framtíðar lífskjör almennings. Og að sjálfsögðu, verði hliðarafurð skaðaðrar hagvaxtargetu - - áframhaldandi atvinnuleysi.

 

Kv.


Vísbendingar þess að hægfara efnahagsbati haldi áfram í Evrópu!

Þetta sýna glænýjar tölur MARKIT sem reglulega birtir svokallaða, pöntunarstjóravísitölu. Hún er áhugaverð vegna þess að hún mælir ris og hnig innan atvinnulífsins sjálfs. Þ.e. aukning eða minnkun pantana, gefur vísbendingar um aukningu eða minnkun umsvifa í atvinnulífinu. Og því vísbendingu um stöðu hagkerfisins.

MARKIT hefur birt endanlegar tölur fyrir pantanir til evr. iðnfyrirtækja í desember!

Meira en 50 er aukning - minna en 50 er minnkun!

  • "Eurozone Manufacturing PMI at 52.7 in December (31 - month high)"

Eins og sést, er þetta besta mæling í 31 mánuð, eða rúm 2 ár.

Það þíðir að meðal-aukning pantana til iðnfyrirtækja á evrusvæði í desember sl. var 2,7%. Samanborið við mánuðinn á undan.

Áhugavert er að tölurnar líta betur út fyrir öll samanburðarríki - nema Frakkland:

Countries ranked by Manufacturing PMI®Dec. 2013:

  1. Netherlands 57.0.........32 - month high
  2. Germany 54.3.............30 - month high
  3. Austria 54.1.................2 - month low
  4. Ireland 53.5.................2 - month high
  5. Italy 53.3...................32 - month high
  6. Spain 50.8...................2 - month high
  7. Greece 49.6................52 - month high
  8. France 47.0..................7 - month low
  • Skoðið undirhlekki!

Hollendingar hljóta að vera ánægðir með 7% aukningu pantana til iðnfyrirtækja milli mánaða. En skv. MARKIT er stór hluti aukningarinnar - aukning pantana frá öðrum löndum.

Ágætur vöxtur pantana þ.e. á bilinu 3,3% - 4,3% er í Þýskalandi, Austurríki, Írlandi og já - - > Ítalíu. En skv. MARKIT er það einkum aukning pantana til útflutnings, sem skapar þá aukinn meðbyr með iðnframleiðslu á Ítalíu í desember miðað við mánuðinn á undan.

Á Spáni mælist smávægileg aukning pantana, en skv. upplýsingum MARKIT fækkaði þó störfum innan iðngeirans á Spáni í desember, þó sú fækkun hafi verið sú minnsta mæld um langa hríð. Á sama tíma, var fjölgun í störfum innan iðngeirans á Ítalíu í desember.

Meira að segja Grikkland hefur ekki litið skár út í mjög langan tíma, eða í 52 mánuði þ.e. rúm 4 ár. Skv. þeim tölum, getur það hugsanlega staðist að gríska hagkerfið nái botni á árinu 2014. Og jafnvel smávægilegur hagvöxtur fari af stað. En fór störfum innan gríska iðngeirans fækkandi.

Svo er það skussinn - - > Frakkland: hóst, hóst - > 3% samdráttur pantana til iðnfyrirtækja milli mánaða. Skv. MARKIT var minnkun í eftirspurn innan Frakklands samtímis því að útflutningspantanir drógust einnig saman. Störfum auk þess fækkaði í iðnaði í desember.

 

Enn einu sinni sker Frakkland sig frá

Frakkland virðist þessa stundina statt í annarri hagsveiflu en restin af evrusvæði. Samdráttur iðnframleiðslu virðist skýr vísbending um hægfara efnahagssamdrátt. En skv. tölum hagstofu Frakklands var 0,1% efnahagssamdráttur á 3. ársfjórðungi innan Frakklands. 

Mér þætti það ákaflega merkilegt, ef það verður ekki svipað upp á teningnum skv. mælingu síðustu 3. mánaða sl. árs, þ.e. 4. ársfjórðungs.

Vandinn virðist skýr - - franskt atvinnulíf er ekki samkeppnisfært!

Meira að segja, ekki samanborið við Spán og Ítalíu.

Það virðist víð gjá milli Frakklands og Þýskalands.

Frakkland hefur ekki efni á því að lenda í efnahagssamdrætti á þessu ári, á meðan önnur aðildarríki mörg hver virðast vera í viðsnúningi yfir í hægfara efnahagsbata.

 

Niðurstaða

Rétt er halda til haga því að þó fljótt á litið líti árangur t.d. Ítalíu vel út. Þá þarf Ítalía frekar kröftugan hagvöxt til að geta ráðið við núverandi skuldastöðu ríkissjóðs. 

E-h í kringum 3% meðalhagvöxt. Eða, að rekstrarafgangur ríkissjóðs þarf að verða mjög stór. 

Svo stór, að nærri því sögulega einstakt væri ef Ítalíu mundi takast að ná fram, en ekki síst sem er erfiðar - viðhalda það háum rekstrarafgangi. 

En það mundi líklega þurfa að viðhalda honum háum í e-h um 20 ár. Ef Ítalía getur ekki fundið leið til að ná fram hagvexti umfram 1-2%. 

  • Skv. ofangreindum töum, er hann þó vart meiri en milli 0-1%. Ef þetta verður meðalaukning á árinu per mánuð.

Spánn er í sama vanda, þ.e. ef aukning verður á þessum nótum. Verður hagvöxtur vart mælanlegur þ.e. á bilinu 0-0,5%. Sem er örugglega ekki heldur nóg til að gera stöðu Spánar sjálfbæra.

------------------------------------

Frakkland er aftur á móti í áhugaverðri stöðu. Skuldastaða Frakkland hefur ekki endilega verið ósjálfbær - - en hún getur vel orðið það. Ef framvindan verður á þeim nótum sem tölurnar sýna.

En samdráttur mun pottþétt skapa skuldaaukningu, ríkisskuldir gætu þá hratt nálgast skuldahlutfall Spánarstjórnar. Á hinn bóginn er atvinnulíf Frakklands miklu mun sterkara - - þó það sé samdráttur innan þess skv. þessum tölum. Hefur Frakkland samt sem áður mun sterkara útflutningshagkerfi en Spánn.

  • Ákveðin kaldhæðni í því að þ.s. meginvandinn virðist vera skortur á samkeppnishæfni, af því tagi sem ein gengisfelling mundi leiðrétta á svipstundu, þá getur það verið að Frakkland væri það land innan evru sem "tæknilega séð" mundi mest hlutfallslega græða á því að yfirgefa samstarfið um evru, og taka að nýju upp sinn eigin gjaldmiðil.

En hið öfluga útflutningshagkerfi Frakklands gæti þá náð sér mjög hratt á strik.

Svona tölur eru auðvitað vatn á myllu "Front Nationale" sem einmitt boðar endurkomu frankans, ef leiðtogi þess flokks Marine Le Pen kemst til valda.

 

Kv.


Ef Seðlabanki Bandaríkjanna, hættir prentun á árinu - mun gengi dollars hækka

Það eru margir á netinu að spá í þau spil - hvaða afleiðingar svokallað "US Federal Reserve taper" mun hafa á heimshagkerfið. En augljósi punkturinn er auðvitað sá, að gengi dollars mun aftur hækka!

Það er að auki spurning, hver afleiðing þess verður að minna verður af dollurum í umferð innan alþjóðakerfisins?

En ef Seðlabanki Bandaríkjanna, fylgir útlagðri línu frá miðjum desember - mun smám saman vera dregið úr prentun fram eftir árinu sem nú er gengið í garð, þar til að prentun verður alfarið hætt fyrir árslok.

  1. Prentunin hefur leitt til þess, að gengi margvíslegra gjaldmiðla hefur verið hærra gagnvart dollar, t.d. gjaldmiðlar; Brasilíu, Tyrklands, Indónesíu, Indlands, S-Afríku, Rússlands, Kína o.flr.
  2. Eitt sem mér skilst að hafi verið í gangi, síðan dollaraprentun fór í gang - - er vaxandi eftirspurn innan þessara gjaldmiðilssvæða, eftir "ódýrum" dollaralánum. Þetta þekkjum við á Íslandi, þegar ísl. krónan fór hátt í gengi árin 2004-2008, var mikil eftirspurn hér eftir erlendum gjaldmiðlalánum.
  3. Áhættan er auðvitað akkúrat sú hin sama í þessum löndum, nefnd að ofan. Að þegar gengi þeirra gjaldmiðla mun lækka óhjákvæmilega smám saman út árið ef staðið verður við að tappa niður prentunina. Þá munu fyrirtæki í þeim löndum, verða fyrir gengismisvægi - - er mun gera skuldirnar í dollurum dýrari en áður mælt í þeirra gjaldmiðlum.  
  • Spurning hve mikil áhrif þetta mun hafa í þessum löndum?

Við erum þó líklega ekki að tala um eins svakalega gengissveiflu og varð hér á landi, en það mun samt þrengja að fyrirtækjum og öðrum aðilum, þegar lánin verða dýrari.

  1. Það verður minna flóð af dollurum innan alþjóðakerfisins.
  2. Ein áhrif sem það getur haft - skilst mér af umræðunni - er hugsanlega, að gengis bréfa á verðbréfamörkuðum í ofangreindum löndum, lækki.
  3. En ódýru dollararnir, kvá hafa verið að flæða um alþjóða kerfið í leit að ávöxtun, og gjarnan einmitt leitað inn í þessi "ný iðnvæddu lönd" í leit að skjótfengum gróða.
  4. Úr því innstreymi dregur þá. Sem getur þítt, að umtalsvert verðfall bréfa verði.
  • Eitt og sér er það ekki endilega alvarlegur hlutur. En hugsanlega, þegar t.d. virði bréfa fyrirtækja lækkar, þar með skráð markaðsvirði þeirra í eigin gjaldmiðli. Á sama tíma og andvirði skulda þeirra sömu fyrirtækja hækkar, miðað við þann gjaldmiðil. Er hugsanlegt að þau samlegðaráhrif til samans hafi ófyrirséðar afleiðingar.

Á móti kemur annað, sem getur verið hagstætt! Sem fylgir því náttúrulega að gengi dollars stígur miðað við þessa gjaldmiðla.

  1. Að varningur framleiddur í þeim löndum, verður hagstæðari fyrir Bandaríkjamenn.
  2. Sem getur leitt til aukins innflutnings varnings til Bandar. frá þessum löndum.
  3. Sem auðvitað gæti hindrað þá útkomu, að fyrirtæki lendi í einhverjum vandræðum með sín dollaralán.
  • Þetta er þó líklega háð því hverskonar viðskipti eru stunduð af viðkomandi aðila.

Ég get sjálfur með öðrum orðum ekki séð að nokkur leið sé til þess fyrirfram að slá því föstu!

Hver nettó áhrif uppsveiflu dollarsins verða!

  • Sennilega mun miklu um útkomuna ráða, hve drjúg fyrirtæki í "ný-iðnvæddu" löndunum hafa akkúrat verið við þann kola, að úða í sig dollaralánum.
  • En því skuldsettari sem þau eru orðin í dollar, því þyngri verður fyrir þau fyrirtæki sú sveifla þegar virði þeirra skulda mun hækka miðað við þeirra gjaldmiðla.

Ég sá þessa mynd nýlega á Financial Times:

Sú mynd virðist sýna mjög hraða aukningu í eftirspurn gagnvart dollaralánum í Brasilíu og Kína.

Miðað við það gæti hugsanlega orðið dálaglegur skellur af því fyrir brasilísk og kínversk fyrirtæki, ef það verður veruleg dollarasveifla við gjaldmiðla þessara tveggja landa.

http://einarbb.blog.is/users/72/einarbb/img/securization.jpg

 

Niðurstaða

Það er nokkur hópur af aðilum sem eru að velta fyrir sér því hvort að dollarasveiflan geti startað nýrri Asíukrísu. En margir benda á að efnahagskrísan í Asíu um miðjan 10. áratuginn á sínum tíma. Hófst í kjölfar þess að Seðlabanki Bandar. á þeim árum, fór í þann gír að berjast við verðbólgu. Þá hækkaði "US Federal Reserve" vexti eins og frægt var þá, og um tíma var talað um "ofurdollarinn" en gengi dollars gagnvart öðrum gjaldmiðlum hækkaði mjög mikið um tíma. Það hafði slæmar afleiðingar fyrir Argentínu er þá var með niðurnjörvað form af dollaratengingu. Landið varð greiðsluþrota árið 2000.

Dollarinn er það mikilvægur gjaldmiðill, að þegar gengi hans sveiflast verulega - - hefur það mikil áhrif innan heims kerfisins.

Þannig séð má líkja því við vaxtahækkun Seðlabanka Bandar. á 10. áratugnum, að á þessu ári standi til að hætta prentun. 

En prentun má líkja við "neikvæða stýrivexti" þ.e. þeir geta í reynd ekki verið neikvæðir, í staðinn prenta þá seðlabankar peninga. Það má því segja að peningastefnan sé að leita úr mínus upp í "0."

Sem er herðing stefnunnar - sannarlega. Þó stýrivextir verði áfram 0% a.m.k. nk. 2 ár til viðbótar.

 

Kv.


Kosningaloforð geta verið þung byrði

Nú sjálfsagt ætla margir að ég ætli að tala um frægt loforð Framsóknarflokksins. Það má sjálfsagt margt um það fræga á Íslandi loforð segja - - en víðar en á Íslandi er lofað fyrir kosningar.

Það sem ég er að tala um er frægt loforð François Hollande - - nefnilega um 75% skattinn á ríka!

Það vill svo til, að það var að falla nýr dómur fyrir æðsta dómstig Frakklands. Og skv. þeim dómi, stenst ný útfærsla ríkisstjórnar Hollande á þeim fræga skatti, frönsku stjórnarskrána.

En fyrri tilraun var fellt einmitt af þeim sama dómstól, því eins og skatturinn var þá útfærður, taldist hann brjóta stjórnarskrá Frakklands.

Constitutional council approves Hollande’s 75% tax on high earners

  1. "In its revamped form, employers will have to pay 50 per cent income tax on the portion of salaries they pay above €1m – other taxes and social charges will bring the effective rate up to 75 per cent."
  2. "The tax, capped at 5 per cent of a company’s revenues, will apply for incomes paid this year and in 2014, before lapsing in 2015." 

Best að halda til haga að ein milljón evrur skv. gengi Seðlabanka er: 159.340.000 kr.

Deilt með 12, gerir þetta: 13.278.000 kr.

Skv. því verða eftir ca. bout skitnar 5.818.000 kr. eftir skatt.

Þannig séð, get ég alveg skilið vissan skort á samúð meðal almennra launþega.

  • Eftir alt rifrildið innan Frakklands, mótmæli fótbolta-stjarna m.a., frægs leikara, og margra annarra - málið verið eitt helsta hitamálið innan Frakklands.
  • Þá mun skatturinn gilda fyrir laun greidd 2013 og 2014. Til þess að það virki - - hlýtur fyrirkomulagið í Frakklandi að vera eins og það var einu sinni á Íslandi, þ.e. eftir á skattur. 

Sjálfsagt er þetta mál þannig vaxið - - að Hollande gat ekki mögulega bakkað með það.

Sjálfsagt stendur hann við það að láta hann gilda þessi 2 ár þ.e. fyrir skatt þessa árs og þess næsta, síðan ekki söguna meir.

 

Skaðar þessi skattur Frakkland?

Á þessari stundi veit það ekki nokkur maður. En tölur um það liggja ekki enn fyrir.

En meint áhrif, eiga að felast í flótta hæfra einstaklinga frá Frakklandi.

Að fyrirtæki fjárfesti síður - o.s.frv.

-----------------------

Persónulega held ég ekki að þessi skattur sé ekki neitt höfuðatriði - - hið raunverulega vandamáls fransks atvinnulífs er allt annað.

  1. Launakostnaður per vinnustund er hærri í Frakklandi en í samkeppnislöndum.
  2. Á sama tíma, hafa frönsk fyrirtæki glatað samkeppnisforskoti sem þau áður höfðu á öðrum sviðum.
  3. Líklega er skattlagning á atvinnulíf - einnig í hærra lagi miðað við samkeppnislönd.
  4. Það má vel vera, að franskt stjórnkerfi, hafi hlaðið ívið of miklum frumskógi laga og reglugerða sem einnig að auki, íþyngi.

Hollande er og verður undir miklum þrýstingi í gegnum sína forsetatíð, út af þessum atriðum.

Því að í Frakklandi er mikið og vaxandi atvinnuleysi.

Allar tölur sína að franskt atvinnulíf er í hnignun - - meira að segja er útflutningur í hnignun. Önnur Evrópulönd, hafa verið að auka útflutning. En ekki Frakkland.

Frakkland er ekki einu sinni samkeppnisfært samanborið við Spán.

Það er komin víð gjá milli Frakklands og Þýskalands hvað samkeppnishæfni varðar.

Vandamál Hollande er, að hann virðist varfærinn að eðlisfari, hræddur við mistök. En það er góð spurning, hvort að rás atburða muni ekki knýja hann til þess að taka til hendinni - - því meðan mál versna stöðugt.

Þá eru ekki hefðbundnu hægri flokkarnir að græða fylgi - - heldur þeir sem eru lengra til hægri. En meginstraums hægrið.

Það eru þeir sem eru lengra til hægri en meginstraumurinn, sem gætu náð völdum - næst. Ef Hollande bregst!

  • Hollande þarf að muna eftir því að hann er með framtíð Frakklands í höndum sér!

 

Niðurstaða

Eins og ég skil deiluna um 75% skattinn í Frakklandi í samhengi við vandamál fransks atvinnulífs. Þá sé þetta stormur í vatnsglasi. Hin eiginlegu vandamál eru miklu stærri. Deilan sé þá einna helst, að beina sjónum Frakka frá því sem raunverulega þarf að takast á við.

Þ.e. þann grunn vanda að franskt atvinnulíf er ósamkeppnisfært.

Það getur vart orðið hagvöxtur í Frakklandi fyrr en þ.e. lagað.

Ef Hollande bregst bogalistin, verðu það líklega "Front Nationale" sem næst mun stjórna, með Marine Le Pen sem forseta Frakklands.

Það gæti orðið áhugavert! En spurning hvort það verður, of áhugavert?

 

Kv.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Trump tollastrid bidstada
  • Markaðir Bandar. H
  • Markadir Bandar. heimur

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.8.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 23
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband