Færsluflokkur: Bloggar

Hvernig endurreisum við Ísland? Við nýtum þ.s. við höfum!

Ég átti í gær, laugardaginn 26. febrúar, viðskipti við hann Gilbert úrsmið. Einn af okkar bestu litlu bissnessmönnum. En, hann og sonur hans, og ónefndur 3. og 4. maður - hafa verið nokkur undanfarin ár verið að framleiða úr kennd við Gilbert. Sjá vefsíðu: JS Watch co. Reykjavik

Hann sagði mér, að nýlega hefði svissnesk úrabúð keypt af honum 5 úr, til að hafa til sýnis í eigin verslun. Að auki sagði hann mér, að á næstunni muni erlent tímarit - sértímarit um úragerð og gæðaúr - fjalla sérstaklega um hans litla verkstæði og úrin sem þeir smíða og selja.

En, hugmyndin þeirra er að bjóða einungis upp á úr, í Rolls Royce gæðaklassa. Þau kosta mikið. En, þú færð líka sérsmíðað algerlega eftir eigin óskum.

Það er alltaf gaman að ræða við hann Gilbert úrsmið. Einhvernveginn svo alúðlegur og einlægur. Ég sagði honum, að reikna með verulegri aukningu áhuga erlendra ferðamanna á úrunum hans, í kjölfar byrtingar greinarinnar einhverntíma á næstu vikum. Vera tilbúinn að stækka verkstæðið. Fjölga þeim sem framleiða fyrir hann. 

Hann sagðist hafa nokkra úrsmiði sem hefðu boðið sig fram af fyrra bragði, sem hann gæti hringt í eftir þörfum. Þannig er það, lítill bissness sem getur orðið stærri. 

----------------------

En, verkstæðið hans Gilberts er lítil dæmisaga um hvað hér er hægt að gera, en einnig hvað hér er ekki hægt!

Ísland er of lítið of fjarlægt, til að geta almennt séð tekið þátt í fjöldaframleiðslu kapphlaupi í beinni samkeppni við stóra aðila erlendis. Þess í stað, verður að einblína á svokallaða jaðarmarkaði þ.e. framleiða vöru sem með einhverjum hætti er sérstæð eða sérstök, keppir ekki beint við þ.s. fjöldaframleitt er annars staðar.

En, smæðin - fjarlægð frá mörkuðum - gerir það mjög erfitt að keppa við ódýra massaframleiðslu. Í reynd ómögulegt, nema í sérstökum undantekningum, sem markast af því að nýta þ.s. hér er til.

  • Ein leiðin, er sem sagt dýr hönnunarvara -:
  1. Föt hönnuð hér, framleidd úr efnum fáanleg innanlands þ.e. leðri og ull.
  2. Eða, hönnunin fer fram hér en framleiðsla annars staðar, þannig að hugmyndavinnan sé fyrst og fremst okkar framlag.
  3. Skartgripir hannaðir hér og smíðaðir úr náttúrulegum efnum fáanlegum hér eða innfluttum.
  4. Úrin hans Gilberts, standa mjög nærri skartgripasmíð.
  • Önnur leið, er að nýta náttúrulegar aðstæður, sem heimila tiltekna framleiðslu.
  1. Ein leiðin tengist landbúnaði, en hér er hægt að viðhafa allnokkuð umfangsmikla minka- og refarækt, sem nýta myndi tilfallandi lýfrænan úrgang sem fóður t.d. fiskslóg er nýtilegt til framleiðslu fóðurmjöls. Í dag er minka- og refarækt orðinn þroskaður iðnaður hérlendis. Bændur eru að ná góðum árangri í ræktun. Eru að fá góð verð. Það er því kominn grundvöllur fyrir að auka þá starfsemi þ.s. reynslan og þekkingin er kominn - fóðrið er til staðar.
  2. Laxa og silungseldi. En, það sama á við ræktun á mink og ref að í dag, er eldið búið að ná þroska hér. Aðilar enn starfandi í greininni, hafa gott vald á sinni ræktun. Hafa góða stofna. Sama fóðurmjölið nýtis þarna einnig. Þessa ræktun má sannarlega einnig auka, þ.s. aðstæður í fjörðum og flóum heimila það.
  3. Erfðabreytt korn, en sú ræktun sem til stendur er ekki til manneldis, sem kemst þannig framhjá deilum um erfðabreytt matvæli, heldur er kornið nýtt til að framleiða tiltekin virk efni með hagkvæmum hætti sem nýtast til snyrtivörugerðar. En, innlend snyrtivöruframleiðsla fer vaxandi og er ein greinin enn. En, erfðabreytt korn getur einnig, framleitt virk efni til lyfjagerðar og þá verið í samvinnu við innlendan lifjaiðnað. Þannig getur landbúnaður í samvinnu við aðrar greinar, skapað aukin verðmæti. Nýtt þannig sérstakar aðstæður hérlendis.
  • Þriðja leiðin, er að nýta efnivið sem er tilfallandi hér, frá álverum starfandi hérna og annarri orkufrekri framleiðslu.
  1. Nýlega var samið um byggingu kísilflöguversmiðju hérlendis. Framleiðsla hennar er þegar seld, til framleiðenda á sólarorkuhlöðum í Þýskalandi. Þarna skapast hugsanlegt færi, á framleiðslu sólarhlaða hérlendis, en reisa mætti slíks verksmiðju á lóð kísilflöguverksmiðjunnar. Þannig að í stað þess, að flytja út kísiflögur verði fluttar út mun verðmætari sólarhlöður.
  2. Svipað dæmi, tengis því að hér er flutt út mikið magn af áli á hverju ári. En, það skapar augljós tækifæri að koma hér upp álsteypum til framleiðslu - t.d. íhluta í bifreiðar. Einnig, mætti hugsa sér framleiðslu steyptra eininga til húsagerðar, en álbitar eru víða notaðir í strúktúr bygginga sem byggðar eru utan um ál/stálgrindur.
  3. En, slíka framleiðslu er síðan hægt að auka og bæta, framleiða stöðugt dýrari og flóknari hluti.
  • Svo er það auðvitað okkar grunnatvinnuvegur, fiskurinn.
  1. Spurning um að, skilyrða það að allur fiskur verði seldur á markaði hér innanlands. En, þ.e. sannarlega rétt að útgerðin fær meir fyrir fiskinn ef hann er seldur ferskur úr landi.
  2. En, á hinn bóginn þíðir það að megnið af virðisaukningu fisks, þ.e. ferlið að pakka honum í neytendapakkningar, framleiðsla tilbúinna rétta o.s.frv. - fer megni til fram erlendis. Þannig verður þjóðarbúið af miklum tekjum, því útgerðin drottnar og þannig hennar sjónarmið.
  3. Við búum við það skrítna ástand, að vera með tollfrjálsa kvóta fyrir fullunna vöru sem eru vannnýttir, vegna þess að fullframleiðslan er megni til farin úr úr landinu.
  4. Þessu þarf að snúa við sem allra fyrst. Þ.e. klárt að útgerðin mun þá kvarta og kveina, þ.s. innlend vinnsla mun ekki borga þeim eins há verð.
  5. En, í heildina græðir þjóðarbúið á því að stærri hluta virðisauka eigi sér stað hérlendis og verði hluti af tekjum þjóðarbúsins.
  • Að lokum, ferðamennska.
  1. Ríkið þarf lítið að skipta sér að þessari grein, hún sér um sig sjálf. Fyrir utan eitt, þ.e. að takmarka aðgang að vinsælustu stöðunum.
  2. En, einfaldast er að girða af vinsælustu staðina og selja aðgang. Nýta aðgangseyrinn til að standa undir þjónustu - gerð göngustíga o.s.frv. Heppilegra til muna að láta þá staði standa undir sér sjálfa, en að skattfé ríkisins sé að kosta þetta. Með þessum hætti, borga ferðamenn þennan kostnað.
  3. Það er til muna sanngjarnara að girða af vinsælustu staðina en að setja eitthvert komugjald til landins. En, ferðamenn hingað komnir, geta þá valið aðra staði hérlendis, sem einnig eru fallegir.
  4. Þannig, stýrir gjaldtaka einnig umferðinni og dreifir henni jafnar umlandið, sem er hluti af tilganginum. Svo, þá græða einnig smærri staðir sem einnig hafa sína fegurð.


Niðurstaða

Það er mjög vel hægt að hafa það ágætt hérlendis. Sjálfsagt tók einhver eftir því, að ég nefndi ekki nýt álver. Heldur talaði einungis um þ.s. fyrir er. 

En, ég er þeirrar skoðunar að aukin nýting þess sem fyrir er, dugi okkur til vel bærilegs viðurværis.

Með viðbót, getum við auðvitað haft það enn betra. Segjum að olía finnist. Fleiri álver, þíða auðvita enn stærri möguleikar á framleiðslu úr því áli, sem þá er til staðar.

Einnig mætti hugsa sér, fleiri kísilflöguverkmsiðjur en þá sem til stendur að reisa hér.

Ég nefndi ekki, að bændur geta framleitt sitt eigið eldsneyti þ.e. metan - úr tilfallandi lífrænum úrgangi.

Einnig, er hér hægt að nýta svokallaða djúpborun, til að ná meiri hitaorku sem m.a. mætti nýta til að framleiða innlennt eldsneyti með rafgreiningu eða til uppsetningar enn frekari verksmiðja.

-------------------

Ég nefndi ekki heldur aðild að Evru eða aðild að ESB. Í mínum huga er hvorugt nauðynleg forsenda slíkrar uppbyggingar.

 

Kv.


41% heimila er skulda fasteignalán í vanda. Skv. mínum skilningi á niðurstöðum sérfræðingahóps um skuldavanda heimila

Skýrsla sérfræðingahóps um skuldavanda heimila, virðist við fyrstu sýn vera mjög mikilvægt plagg.

Ekki síst vegna þess, að hún ætti að jarða í eitt skipti fyrir öll, mótbárur þeirra sem halda því fram, að vandinn sé óverulegur.

En niðurstaðan er skýr, vandinn er gríðarlegur. Hann er útbreiddur. Þetta er mjög alvarlegt þjóðfélagsmein!

Það þarf öflugar mótaðgerðir, hið allra fyrsta!

 

Sjá skýrsluna: Skýrsla sérfræðingahóps um skuldavandann

 

Fasteignaskuldir heimila 1. október 2010.

Milljarðar króna

Verðtryggð fasteignalán

1.236

Gengistryggð fasteignalán 1)

117

Óverðtryggð fasteignalán

39

Fasteignalán, alls

1.392

1) Fyrirvari er um þessa fjárhæð vegna dóma Hæstaréttar.

 

  • Þarna sést hver upphæð fasteignaveðlána er. Skv. þessu þ.e. upphæðinni 1.392 ma.kr. eru fasteignaveðlán mjög hátt hlutfall af landsframleiðslu, sem skv. 3. Áfangaskýrslu AGS var 1.620,5 ma.kr.
  • 1.392/1.620,5 = 86%

 

Fasteignaskuldir heimila eftir lánveitanda 1. október 2010

Íbúðalánasjóður

 

579

Lífeyrissjóðir

183

Bankar og sparisjóðir

630

Fasteignalán alls

1.392

 

  • Þarna sést að Lífeyrissjóðir eiga minnst af fasteignalánum, af þeim meginstofnunum þjóðfélagsins sem eiga fasteignaveðlán.

 

 

Hlutfall lántaka með yfir 90 daga vanskil

Viðskiptabankar

10,4%

Íbúðalánasjóður

6,4%

Lífeyrissjóðir

4,0%

 

  • Tölurnar um hlutfall vanskila, hafa mjög mikið verið misnotaðar af fj. fólks, til að ýja að því að skuldavandi heimila, sé óverulegur.

 

  • "Úttekt séreignasparnaðar. Frá mars 2009 til júlí 2010 hafa heimilin tekið út séreignasparnað sem nemur um  40 milljörðum króna og hafa um 48.500 þús. manns nýtt sér þessa heimild."

Þessar upplýsingar koma fram í skýrslunni og eru mjög sláandi, þ.e. að það nálgist 50þ. manns, sem talið hafa sig hafa þörf fyrir að taka út séreignasparnað. Þ.s. ég efast um að fólk geri það upp til hópa af nauðsynja lausu, þá bendir þetta til að tölur nefndarinnar um skuldavandann, sé síst ofmat!

 

  • Í október 2009 voru sett lög nr. 107/2009 um að öll fasteignalán skuli taka greiðslujöfnun frá og með nóvember 2009, nema viðkomandi lántaki segi sig frá henni. Í kjölfarið sagði rétt um helmingur lánþega sig frá greiðslujöfnuninni, þannig að einungis um helmingur fasteignalána eru í dag með greiðslujöfnun.
  1. Hafa ber í huga að það eru meiri líkur en minni til þess að þeir sem eru með greiðslujöfnun hafi séð fram á greiðsluvanda og því valið þessa leið og þá um leið meiri líkur en minni til þess að þeir sem ekki sáu fram á greiðsluvanda hafi ákveðið að segja sig frá henni.

  2. Þar af leiðandi má leiða að því nokkuð góðar líkur að vanskil væru meiri ef greiðslujöfnun hefði ekki komið til.

Þetta eru einni sláandi upplýsingar, að liðlega helmingur heimila taki þátt í greiðsluaðlögun. En, hún er hagstæð fyrir skuldara um þessar mundir, meðan laun eru lág og lækkandi. En, þetta snýst við og mun gera greiðslubyrði meiri en ella, ef það tekst að umsnúa kreppunni í hagvöxt, þannig að laun fari að hækka á ný. Þá munu skuldarar greiða í staðinn hærra af lánunum en ella.

 

  • "Þann 25. október voru 2.117  einstaklingar (2,17% af heildarfjölda einstaklinga) með lán í frystingu hjá stóru viðskiptabönkunum þremur."

Þennan hóp ætti í reynd að leggja beint við lán sem ekki eru í skilum, því klárlega eru lán ekki fryst ef viðkomandi hefði möguleika til að standa skil!

 

  • Leiðrétting höfuðstóls. Um 3.500 einstaklingar hafa fengið leiðréttingu á höfuðstól lána hjá bönkunum, alls að fjárhæð 12  ma.kr. 

  • 110% leið. Rúmlega 1.600 manns hafa fengið afskrifaðar skuldir í bönkum eftir hinni svonefndu 110% leið að upphæð 8 ma.kr. 

  • Sértæk skuldaaðlögun.  Þann 25. október sl. höfðu bankanir afgreitt alls  138 einstaklinga í sértækri sértæka skuldaaðlögun og svipaður fjöldi mála er nú í vinnslu.

  • Umboðsmaður skuldara var með  1.104 mál í vinnslu þann  1. október sl.  Af þeim voru 804 vegna greiðsluaðlögunar.  Þann 14. október sl. breyttust lög um greiðsluaðlögun á þann veg að frestun greiðslna hefst þegar við móttöku umsóknar. 

Eins og sést af þessum tölum, þó nokkur hópur hafi nýtt sér hin mismunandi úrræði, virðist af tölum teknum saman um fj. fólks í vanda, sem að samt sem áður séu tiltölulega fáir að nýta sér þessi úrræði.

 

  • 72.800 heimili alls með fasteignaskuldir!

Hærra neysluviðmið(neysluviðmið Umboðsmanns skuldara + 100%)

 

Einhleypir

Hjón/sambýlisfólk

Alls

Eiga ekki fyrir neyslu

4.033

3.064

7.097

Eiga fyrir neyslu en eru í greiðsluvanda

6.324

4.342

10.666

Eru í greiðsluvanda

10.357

7.406

17.763

Eru í skuldavanda

9.341

11.007

20.348

Eru bæði í greiðslu- og skuldavanda

4.729

3.336

8.065

Eru í greiðslu- eða skuldavanda

14.969

15.077

30.046

 

  • Skv. þessu eru 30.046/72.800 = 41,27% hlutfall heimila í greiðslu- eða skuldavanda!
  • Heimili í greiðsluvanda 17.763/72.800 = 24,4%
  • Heimili í skuldavanda 20.348/72.800 = 27,95%
  • Heimili í gr.- og skuldavanda 8.065/7.2800 = 11,08%
  • Heimili í skuldavanda, eru þau sem skulda umfram veðhæfi eignar.
  • Heimili í greiðsluvanda, þau sem eiga í erfiðleikum með að greiða af lánum.
  • Samtalan er því yfir heimili sem annaðhvort ráða ílla við sínar skuldir eða skulda meira en virði eignar.

  • Það er virkilega mikilvægt að loks hafa fengið þessar tölur. Þær leiðindaraddir sem lengi hafa talað vandann niður, ættu nú að þagna!

 

----------------------------tekið beint úr skýrslu

Gagnlegt getur verið að skipta þeim heimilum sem eru með fasteignaskuldir í fimm  hópa.

Hópur 1. Eru í greiðsluvanda, þ.e. greiðslubyrði lána eða upphæð húsaleigu er hærri en greiðslugeta þeirra segir til um, og eru í umtalsverðum vanskilum.

Hópur 2. Í skuldavanda, þ.e. skuldir eru umfram eignir.

Hópur 3. Eru ekki með nægjanlegar ráðstöfunartekjur til að standa undir greiðslum af lánum. Hefur hins vegar tekist að standa í skilum með lán með því  að taka út séreignarsparnað, ganga á annan sparnað eða losa fé á annan hátt.    

Hópur 4. Hefur tekist að standa í skilum með því að draga verulega úr neyslu.

Hópur 5. Eru með háar ráðstöfunartekjur og fer létt með að greiða af húsnæðislánum.

  • Í þessari skýrslu er sjónum einkum beint að þeim sem eru í greiðsluvanda og að nokkru þeim sem eru í öðrum hópnum.
  • Hópur þrjú er viðkvæmur að því leyti að ekki má við miklu til að hann lendi í vanda.
  • Besta vörnin gegn því eru að skapa skilyrði til hagvaxtar sem mun auka ráðstöfunartekjur þess hóps sem annarra.

----------------------------

Ég get ekki verið meira sammála, en þeirri ábendingu að hagvöxtur sé mikilvæg leið til að bæta stöðu skuldara. 

Því liggur mjög á að koma hagvexti af stað, því lengur sem líður í samdrætti því verri verður staða allra.

 

----------------------------tekið beint úr skýrslu

  • Sértæk skuldaaðlögun og greiðslujöfnun: Þessi aðgerð hefði í för með sér að heimilum í greiðsluvanda myndi fækka um 2.100 heimili, eða um 29,5%. Með greiðslujöfnun á öll lán myndi fólki í greiðsluvanda fækka um tæplega 1.550 eða um 20%. Kostn.: 12,9 ma.kr.
  • Flöt niðurfærsla skulda: Í þessu mati er eingöngu tekin til skoðunar niðurfærsla höfuðstóls um 15,5%. Þessi aðgerð hefði í för með sér að fólki sem eru í greiðsluvanda fækkar um 1.500 eða 21%. Þegar hærra viðmiðið er lagt til grundvallar fást hærri tölur eða að fólki í greiðsluvanda myndi fækka um 2.100. Í því fráviksdæmi eru mun fleiri heimili í greiðsluvanda og hlutfallsleg fækkun yrði 19,4%. Kostn: 186 ma.kr.
  • Niðurfærsla skulda m.v. upphaflega lánsfjárhæð: Þessi aðgerð hefði í för með sér að fólki sem eru í greiðsluvanda fækkar um 1.250 eða 17,6%. Ef hærra neyluviðmiðið er lagt til grundvallar yrði fækkunin meiri eða 1.750.  Í því fráviksdæmi eru mun fleiri heimili í greiðsluvanda og hlutfallsleg fækkun yrði 16,4%. Kostn.: 155 ma.kr.
  • Niðurfærsla skulda að fasteignamati: Þessi aðgerð hefði í för með sér að heimilum í greiðsluvanda myndi fækka um 1.250 eða 17,6%. Ef hærra neysluviðmiðið er lagt til grundvallar yrði fækkunin 1.470.  Í því fráviksdæmi eru mun fleiri heimili í greiðsluvanda og hlutfallsleg fækkun yrði 13,8%. Lækkun niður í 100% af fasteignamati kostar hins vegar um 125 milljarða króna. Væri sett á þak á niðurfærslu t.d. sem nemur 20 m.kr. á hvert heimili myndi kostnaður við 110% leiðina lækka um rúma 10 milljarða kr.
  • Hækkun vaxtabóta: Sú hækkun vaxtabóta sem hér er lýst hefði í för með sér að heimilum í greiðsluvanda myndi fækka um 1.450 eða sem nemur 20,5%. Þegar fjöldi heimila í greiðsluvanda er metin eftir hærra neysluviðmiðinu fjölgar í hópi þeirra sem eru með hærri tekjur..Af þessu leiðir að allstór hluti þeirra sem teljast í greiðsluvanda eftir hærra neysluviðmiðinu fá lægri vaxtabætur en áður. Niðurstaðan er sú að heimilum í greiðsluvanda eftir þessu viðmiði fækkar um 1.050 eða sem nemur 10% heimila í vanda.  
  • 8.5  Lækkun vaxta á fasteignalánum í 3%: Lækkun vaxta af húsnæðislánum myndi hafa í för með sér að heimilum í greiðsluvanda myndi fækka um 2.600 eða 36,3%. Metið á fráviksdæminu með hærra neysluviðmið myndi heimilum í geiðsluvanda fækka enn meira eða um 3.770 sem er 35,3% af heimilum í greiðsluvanda með þessari viðmiðun. Miðað við að verðtryggð fasteignalán séu um 1240 milljarðar króna kostar þessi leið lánveitendur um 250 milljarða króna.
  • Stiglækkandi niðurfærsla að fasteignamati: Þessi leið hefði í för með sér að heimilum í greiðsluvanda myndi fækka um 1.450 eða 20,5%. Metið á fráviksdæminu með hærra neysluviðmið myndi heimilum í geiðsluvanda fækka enn meira eða um 1.800 sem er 16,7% af heimilum í greiðsluvanda með þessari viðmiðun. Kostn.: 135ma.kr.
----------------------------

Varðandi val leiða, þá finnst mér ekki það vera höfuðatriði hver kostnaðurinn er við viðkomandi leið. 

  1. Kostnaður auðvitað er mikilvægt atriði.
  2. En, hitt finnst mér einnig skipta miklu máli, er árangurinn sem viðkomandi leið skilar.
  3. Í því skyni þurfum við þá einnig að vega og meta, hvað það akkúrat er sem við viljum ná fram! 
  4. Mikilvægt atriði í mínum augum, er að stuðla að hagvexti.
  5. Ekki síður en það markmið, að fækka fólki í vandræðum.
  • Í mínum augum er það einmitt einn höfuðkostur flats niðurskurðar, að þá fái margir þeir sem ekki eru í vanda einnig skuldalækkanir.
  • Ég veit að jafnaðarmenn og aðrir vinstri menn eru þessu gríðarlega ósammála, og telja einmitt þetta atriði sérdeilis ósanngjarnt.
  • En einhvern veginn þurfum við einnig, að framkalla þann hagvöxt upp á 2,1% sem Seðlabankinn, vill að eigi sér stað á næsta ári, og drifkraftur hans á að vera aukning neyslu og aukin fjárfesting.
  • En, flöt lækkun ætti einmitt að vera hvað öflugasta leiðin, til að efla framlag neytenda og einstaklinga til hagvaxtar.
  • Að því leiti hefur hún því kost yfir aðrar leiðir.
  • Tekjuaukning vegna aukinnar veltu hagkerfisins kemur því á móti kostnaði.
  • Að auki, þá er eðlilegt að draga frá þann gróða sem á sér stað, með því að skuldurum í vanda fækkar, gæði lánasafna batnar o.s.frv.

Ég er þó einnig skotinn í leiðinni, að lækka vexti verðtryggðra fasteignalána í 3%!

Þ.e. ekki síður nauðsynleg aðgerð, myndi lækka raunkostnað við 40 ára fasteignalán um rúml. 20%, en ekki síst stuðla að lækkun vaxta í þjóðfélaginu.

Ef út í það er farið, þarf að gera hvorttveggja. En, þá ef til vill má lækkun lána yfir línuna vera lægra hlutfall - ef til vill úr 16% í 10%.

Saman væri þetta mjög öflug leið fyrir skuldara - sjá hér útlistun á þeirri leið: Leita þarf varanlegra lausna! Vek athygli á hugmyndum Ottó Biering Ottósonar hagfræðings

 

Hagsýn 1. tbl. 1. árg. 9. nóvember 2010 

  1. Í kjölfar erfiðrar fjármálakreppu er endurskipulagning skulda fyrirtækja mikilvæg forsenda fjárfestingar og þar með hagvaxtar til framtíðar.
  2. Yfirskuldsett fyrirtæki geta ekki bætt við sig nýju starfsfólki eða fjárfest í nýjum og bættum framleiðslutækjum þrátt fyrir bætta samkeppnisstöðu hagkerfisins.
  3. Útflutningsdrifinn hagvöxtur mun því láta á sér standa og atvinnuleysi dregst ekki saman sem skyldi. 
  4. Án aukinnar fjárfestingar verða hagvöxtur og lækkun atvinnuleysis illleysanleg verkefni.
  5. Mikilvægt er að bankarnir nýti það svigrúm sem þeir hafa til að halda lífi í fyrirtækjum með sterkan rekstrargrunn.
  6. Nái lífvænleg fyrirtæki ekki endum saman er hætta á stöðnun atvinnulífsins í lengri tíma.

  • Þetta er niðurstaða starfsm. Viðskiptaráðuneytis, að án lækkunar greiðslubyrði eða lækkunar skulda atvinnulífsins, muni hagvöxtur ekki nást fram.
  • Þessu sama má beina að einstaklingum, því neysla er einnig hluti af hagvexti, og ef létt er undir með þeim, þá eykur það möguleika á hagvexti.


En einhvernveginn þarf að skapa forsendur fyrir draumum Seðlabankans um 2,1% hagvöxt á næsta ári, drifinn af aukningu neyslu og fjárfestinga.

Annars verður bara ekkert af þeim hagvexti!

 

Niðurstaða

Ég fagna skýrslu sérfræðingahópsins. Hún er mikilvægt plagg. Hún einnir jarðar væntanlega með endanlegum hætti, fullyrðingar þeirra, þá gagnumræðu, að ástand skuldara/almennings sé ekki alvarlegt, að þeir sem eru í vanda séu tiltölulega fáir o.s.frv.

Varðandi val á leiðum, þá ber að mínu mati að íhuga einnig framlag þeirrar leiðar til hagvaxtar, ekki síður en skilvirkni leiðar til fækkunar fólks í skuldavanda.

Ég vill leggja þau sjónarmið að jöfnu!

 

Kv.


Eru Þjóðverjar á leiðinni með að verða drottnandi ríki innan ESB?

Þetta er kaldhæðnisleg niðurstaða sannarlega. Upphaflega var Evrópusambandið stofnað að stórum hluta fyrir frönsk áhrif, sem ein leið að lausn á því vandamáli Frakka að búa með hinu mun sterkara ríki - Þýskalandi, sér við hlið. Með því að binda Frakkland og Þýskal. mjög nánum efnahagslegum böndum, í gegnum flókið net gagnkvæmra skuldbindinga, yrði stríðshætta vonandi afnumin í Evrópu milli Frakkl. og Þýskal.

Það skaðaði ekki, að eftir seinna stríð, var Þýskal. mun veikari eining en áður. Að auki - voru margir þýskir stjm.menn sakbitnir eftir seinna stríð og sóktu ekki fram af mikilli festu. Lengi framan af, voru frönsk áhrif þar af leiðandi mjög drottnandi innan Evrópusambandsins.

En, síðan austantjaldið hrundi 1989 hefur mjög margt breyst. En frá sjónarhóli Frakka var stóri atburðurinn sameining A- og V-Þýskalands 1990, í eitt ríki sem í dag heitir einungis Þýskaland. Eins og fram hefur komið í seinni tíð, fyrst í stað reyndi Mitterand þáverandi forseti Frakklands, að hindra þá sameiningu. En, þá hafði Frakkl. um nokkurt skeið gert kröfu um hina svokölluðu sameiginlegu mynnt Evrópubandalagsins, og Mitterand virðist hafa gert samþykki þjóðverja þar um að skilyrði fyrir að láta undan varðandi sameiningu Þýskal. - þá skv. því sem fram hefur komið t.d. skv. fréttum Der Spiegel í sumar - samþykktir Helmut Kohl þáverandi kanslari að þjóðverjar myndu styðja tillögur Frakka um sameiginlega mynnt fyrir rest.

Hugmynd Frakka virðist hafa verið, að bregðast við styrkingu Þýskalands við sameiningu, með því að -sbr. söguna af Gúllíver í Putalandi sem var bundinn niður af putunum með ótal strengjum er hann lagðist fyrir og sofnaði um stund þannig að þeir gátu beitt Gúllíver þrýstingi- að tengja enn eina skuldbindinguna á þjóðverja ígildi strengja Putanna í gegnum samstarfið um þ.s. síðan var kallað Evran. 

Ef Frakkar héldu að Evran myndi gagnast Þjóðverjum síður en öðrum--, en margir hafa talið að Evran þíði að aðildarlönd með minni til lítil hagkerfi öðlist nokkurs konar "free ride ticket" sem haldið sé einkum uppi á kostnað Þjóðverja þ.s. þau njóti sömu vaxtakjara og Þýskal. sem þau aldrei myndu geta af eigin rammleik og að auki sama gjaldmiðilsstöðugleika og þjóðverjar bjuggu við í gegnum Markið sitt - sem þá feli í sér nettó gróða hinna ríkjanna óbeint á kostnað þjóðverja sem verði þá við það hlutfallslega veikari þegar aðrir græða meir; --þá því miður fyrir Frakka virðist þetta einmitt ekki hafa skilað þeirri niðurstöðu.

Þvert á móti, virðist niðurstaðan eins og hún lítur út í dag vera sú, að þjóðverjar standa uppi með pálmann í höndunum, og hafa styrkt til mikilla muna stöðu sína á sama tíma og flest önnur aðildarlönd Evrusvæðis, standa veikari fyrir gagnvart þeim en áður.

  • Þessi niðurstaða kemur til fyrst og fremst fyrir slóðaskap stjórnenda annarra aðildarríkja Evrusvæðisins. 

http://einarbb.blog.is/users/72/einarbb/img/eurozone_labor_costs.jpg

  • Eins og sést á myndinni að ofan - þá hefur í engu aðildarlanda Evrusvæðis, laun hækkað minna en í Þýskalandi - þ.e. síðan Evrunni var komið á fót. 
  • Öll löndin með mesta launakostnaðar hækkanirnar, eru í efnahags vandræðum - nema Finnland sem hefur tekist að framleiða það dýran hátækni varning, að þeirra hagkerfi stendur undir þessari launabyrði og vel það, eitt af fáum Evrópusambands löndum sem einnig hefur hagnað af erlendum viðskiptum, fyrir utan Þýskaland.

 

  • Á myndinni að ofan, er borin saman verðbólga milli aðildarlanda Evrusvæðisins - en hækkun raungengis felur í sér verðbólgu, því meiri sem raungengishækkanir eru stærri.
  • Öll löndin 4 í efstu sætunum, eru í efnahags vandræðum. Takið eftir að Þýskaland er með lægstu verðbólguna á Evrusvæðinu. 

 

  • Eins og sést að ofan, er staða Finnlands raunverulega best. Eina landið sem er nálægt að uppfylla skilyrðin um Evruna skv. svonefndum "convergence criteria". 
  • En Þýskaland er ofarlega - hallin á útgjöldum er ekki alvarlegur og skuldir ekki hættulega miklar, og að auki þ.s. hallinn er ekki mjög mikill þá eru þær ekki á hröðu flugi upp á við eins og hjá nokkrum hinna landanna.


Hvað gerði Þýskaland betur en hin löndin?

  • Með því að frysta nær alveg hækkanir launa á umliðnum áratug - meðan laun hækkuðu meira í öllum öðrum aðildarlöndum Evrusvæðis - þá skapaðist vaxandi samkeppnis forskot þýsks vinnuafls á vinnuafl hinna landanna - - afleiðing vaxandi viðskiptahalli hinna landanna við Þýskaland.
  • Á sama tíma gekk þýskum hagstjórnendum einnig betur en hinum meðlimalöndunum, að halda aftur af hækkunum verðlags - sbr. raungengishækkanir.
  • Samanlagt - var þetta eins og að þjóðverjar hefðu framkv. gengislækkun gagnvart hinum löndunum.
  • Vandinn fyrir hin löndin, með vaxandi viðskiptahalla við Þýskal. - er að mörg þeirra höfðu einnig nettó viðskiptahalla á þjóðhagsreikningum, svo þau gátu ekki mætt kostnaði vegna hallans af viðsk. v. Þýskal. með hagnaði af viðsk. annars staðar - þannig að það upphófst stöðug og vaxandi uppsöfnun viðskiptaskulda; sem að háu hlutfalli voru lánaðar af þýskum bönkum þannig í dag í eigu þýskra aðila.
  • Í því felst nefnilega ástæða hinna auknu áhrifa Þýskalands í dag - en ef þú ert í vandræðum með skuldir, þá hefur sá er á þær skuldir mikið tak á þér og þínum -  ekki satt?
  • Svo í dag virðist sem að Þýsk stjv. séu komin í aðstöðu til að heimta tiltekna niðurstöðu af aðildarlöndum - sérstaklega um málefni Evrusvæðisins - og fá þá niðurst. nokkurn veginn óbrenglaða fram.
  • Þetta er algerlega ný þróun - og þýðir að viðbótar fullveldis afsal aðildarlanda Evrusvæðisins hefur í reynd átt sér stað, yfir til Þýskalands.

Ég er ekki sá eini sem sér þetta!

George Soros (um Þýskal.) - “They have emerged as the hegemon of euro-land, who set the policy for euro-land; they write the operating instructions for the new common fiscal policy,” Mr Soros said. “Europe, because of the fiscal rectitude imposed by Germany, faces I think a prolonged period of economic stagnation, conceivably decline.”

  • Sterk orð "hegemon of Euroland" en áreiðanlega rétt!
  • Hann bendir einnig á - að Þýskalandi hefur tekist á þessu ári að beygja hin aðildarlönd Evrusvæðisins til að samþykkja niðurskurðar aðgerðir til að minnka halla sinna ríkissjóða.
  1. Þetta mun óhjákvæmilega framkalla enn frekari samdrátt þeirra hagkerfa - og þannig gera þau enn háðari Þjóðverjum um það, hvernig þeir taka á þeirra skuldavanda.
  2. Skila þannig, enn sterkari völdum þjóðverja um þeirra efnahagslegu framtíð.

 

Nú er komin glæný krafa frá Þjóðverjum! - Merkel insists on EU treaty change

"“It is a single package,” she declared, saying the summit must issue precise instructions for Herman Van Rompuy, the European Council president, to draft a limited treaty amendment before the end of March 2011."-"There are still decisive further steps that need to be taken. We must get down to business now, and not at some time in the future.”

  • Þetta snýst um að setja umtalsvert strangari reglur um Evrusvæðið.
  • Það skiptir Ísland síðan máli - þ.s. þjóðverjar vilja strangari reglur um það þegar ríki stefna í að halli ríkissjóða fari yfir sett mörk eða skuldir, eða hvort tveggja.
  • Það stefnir því í að sú regla sem hefur fram að þessu heimilað upptöku Evru við nokkru hærri skuldir en 60% - svo fremi sem þær skuldir séu taldar vera að nálgast markið af ásættanlegum hraða, verði vikið til hliðar og reglan gerð öllu ósveigjanlegri.
  • Þeir vilja mun strangari eftirfylgni ásamt sjálfvirkum refsingum.
  • Að auki - að björgunarsjóður ESB verði gerður að varanlegum björgunar mekkanisma, fyrir Evrusvæðið, svo að í framtíðinni geti redding vegna skyndilegra vandræða einhvers ríkis, verið skjótvirkari en hefur verið fram að þessu.
  • Það verður mjög góð mæling um aukin áhrif Þýskalands - að hvaða marki þjóðverjar með Merkel í broddi fylkingar, ná fram þessum markmiðum sínum!
  • Fylgist með fréttum næstu daga!

En hvað með Bretl - Svíþj. og Danmörku?
  • Sumir hafa litið á þessu lönd sem hægfara eða treg um samvinnu, í átt til frekari sameiningar Evrópu.
  • En var ef til vill ákvörðun þeirra að standa utan við Evruna - snjöll?
  • Takið eftir - að Þjóðverjar hafa ekki öðlast sambærilegt tak á þeim löndum- hið minnsta ekki að sama marki!
  1. Aðildarlönd Evrusvæðis í vanda - eru nefnilega aðþrengd að reglum þess um einungis 3% ríkissjóðs halla - meðan löndin utan Evru geta haft þann halla sem þeim sýnist og þannig mildað áfram áhrif efnahags kreppunnar með eyðslu.
  2. Auk þess, munu þyngd refsiákvæði ekki ná yfir þau.
  3. Auk þessa, hafa þau að mestu þegar náð til baka töpuðu samkeppnisforskoti með þeim hætti, að þeirra gjaldmiðlar -fyrir utan dönsku krónuna sem haldið er fastri við Evru- hafa fallið umtalsvert í verðgildi á móti Evrunni.
  4. Þetta er sérstaklega eftirtektarvert í tilviki Svíþjóðar sem þegar er búið að hefja sig upp úr kreppunni, hagvöxtur hafinn og sænski seðlabankinn að íhuga vaxahækkanir. En Bretl. sem varð fyrir þyngra efnahags höggi, er enn í vanda þó svo að lækkað verðgildi Punds hjálpi þeim nokkuð.
  5. Danmörk á hinn bóginn - er ekki í neinum umtalsverðum vanda, þ.s. þeir forðuðust með skynsamri stjórnun vandræði margra annarra landa - svo þ.e. ekkert erfitt fyrir Dani að viðhalda tenginunni við Evruna, - en þó hefur nokkuð gengisfall Evru á þessu ári örugglega komið sér vel.
  • En spurningin er - sáu þessi lönd þá útkomu er varð á Evrusvæðinu fyrir?
  • Þessi lönd hafa alltaf verið mjög passasöm upp á að eitthvert þriðja land, öðlist ekki um of vald yfir þeim, eftir allt saman!
  • Það má velta því fyrir sér - hvort að embættismenn þeirra hafi séð þann möguleika fyrir, og að það hafi spilað rullu um ákvörðun þeirra um að standa fyrir utan Evrusvæðið.
  • Fyrir bragðið sleppa þau við þá viðbótar eftirgjöf sjálfsforræðis, sem virðist vera að eiga sér stað á Evrusvæðinu yfir til Þýskalands.
  • Ég er alveg viss um að í dag, sjá þessi lönd ekki eftir þeirri ákvörðun að halda sínum gjaldmiðlum og þar með, sleppa við það viðbótar fullveldis afsal, sem nú virðist í framkv. innan Evrusvæðisins.


En hvað með Frakkland?

  • Þeir munu augljóslega ekki sætta sig vel við þessa þróun - sem í þeirra augum, hlýtur að vera öfugþróun.
  • Þeir eiga þó ekki auðvelt um vik - þ.s. eini stóri bandamaðurinn sem þeir eiga möguleika á, til að einhverju leiti vega á móti vaxandi áhrifum þjóðverja - er Bretland!

Spurningin er líka hvernig þjóðverjar sjálfir spila með þetta:

  1. En í gegnum það að eiga mikið til skuldir tiltekinna landa í vandræðum.
  2. Geta þjóðverjar sennilega tryggt sér þeirra atkvæði nokkurn veginn þannig að þeir geti treyst því að þau kjósi nokkurn veginn alltaf með þeim hætti sem stjv. í Berlín vilja.
  3. Þá dugar þeim til viðbótar atkvæði Frakklands eða Bretl. eins og sér, sennilega til að hafa meirihluta um hverja ákvörðun.

Ef Þjóðverjum tekst að beita þeim til skiptis fyrir sinn vagn - þá stjórna þeir ESB í reynd.

Einungis ef bæði ríki eru samtímis á móti - fá Þjóðverjar ekki sínu framgengt!

Svo - tekst Merkel að vera Bismark eða verður hún eins og Vilhjálmur II keisari?

  • Bismark tókst að einangra Frakkl. og var meistari leiksviðs alþjóðastjórnmála, á meðan að ungi keisarinn eftir að hann kom fyrir rest Bismark frá, var mun minna diplómatískur og sameinaði Frakka og Breta í andstöðu gegn Þýskalandi.


Niðurstaða

Það virðist stefna í að Evran færi þjóðverjum stóraukin völd og áhrif yfir aðildarlöndum Evrusvæðisins. Eða, það virðist nettó útkoma áratugs tilvistar Evrusvæðisins.

Þessi útkoma er hlutur sem rétt er fyrir Íslendinga að íhuga, meðan þeir velta fyrir sér sinni framtíð. 

En eins og Evrumál virðast vera að þróast, þá felur Evruaðild í sér raun fullveldis afsal til Þýskalands -  til viðbótar ofan á það fullveldis afsal sem aðild að ESB inniber til stofnana ESB.

Þ.e. eitthvað sem fram að þessu hefur ekki komist að í umræðunni hérlendis.

 

Kv.


Áhugavert viðtal við Jón Gnarr, í Reykjavík Grapevine.

Þegar flett er á vefsíður Grapevine.is, er hægt að nálgast frýtt eintak - sem í vantar vissar lykilfærslur.

Sjá hér: Nýjasta tölublað Reykjavik-Grapevine

Viðtalið, er greinilega á bls. 15 - en, formálann að því má sjá á bls. 14.

En Illugi Jökulsson, hefur verið svo góður, að birta þídda útgáfu af því viðtali á eigin bloggi.

Sjá, þítt viðtal við Jón Gnarr: VIÐTAL VIÐ NÆSTA BORGARSTJÓRA?

 

Ég sé ekki ástæðu, til að endurbirta það í heild, heldur tek ég stuttar tilvitnanir - sem vekja áhuga minn. Þ.s. ég er að reyna að rína í, er hvers konar stjórnandi Jón Gnarr, mun huganlega verða.

 

""Eee, ja, ég er sjálfmenntaður listamaður og hef tekið þátt í ýmsum verkefnum gegnum tíðina. Ég hef leikið, skrifað, leikstýrt, unnið við auglýsingagerð og búið til gommu af gamanþáttum. Og ég hef leikið stór hlutverk í nokkrum bíómyndum...- ég hef enga formlega menntun."
 

Ég tek fram, að ólíkt flestum öðrum, er ég ekki aðdáandi grínsins hans Jóns Gnarr. Þ.e. ekki þannig, að mér leiðist hann, frekar að ég svona - rétt brosa þegar aðrir skella upp úr. Sennilega er ég ekki alveg á sömu línu, húmorslega séð. En, burtséð frá því - er ljóst að hann er mjög hæfilíkaríkur listamaður og það hve hann skemmtir mörgum, þættirnir hans virka eftir allt saman í augum margra, þá er það fullkomin sönnun þess, að þarna fer maður með hæfileika.

Ég staldra þó við viðurkenndan skort á menntun - enda margsannað í gegnum tíðina, að þekkingarskortur getur verið til trafala, þegar verið er að taka ákvarðanir þ.e. orsök og afleiðing er flókin.

 

"Þegar ég var ellefu ára gafst ég upp á skólanum. Ég neitaði að læra margföldunartöfluna, dönsku - eiginlega allt sem ég sá ekki fram á að geta haft hagnýt not af. Mig langaði að verða trúður í sirkus. Þegar ég var þrettán ára var ég alveg hættur í skólanum og var sendur í heimavistarskóla fyrir vandræðabörn og unglinga að Núpi í Dýrafirði. Þar fékk ég mikinn tíma og pláss til að sinna því sem mig langaði."
 

 

En, mjög líklega er eitt af því sem orsakaði hrunið, að okkar bankamenn einmitt spiluðu á "þekkingarskort" ísl. stjórnmálamanna. En, margt bendir til, að þeir sem voru við völd, hafi hreinlega ekki skilið líklegar afleiðingar þeirra ákvarðana sem þeir voru að taka.

Ég bendi á, að núverandi ríkisstjórn virðist mér einnig birtingarmynd sama vanda. En, ljóst virðist að Hollendingar og Bretar, hafi einmitt spilað á þekkingarskort núverandi ráðherra, talið þeim trú um að bráðabirgðasamningur, gerður af fyrri ríkisstjórn um lausn Icesave, væri einnig bindandi fyrir nýja ríkisstjórn - og þ.s. í reynd var ný samningalota. Þarna, sem sagt, hreinlega plata embættismenn ríkisstj. Hollands og Bretl. samninganefnd og ráðherra Íslands - og úr verður sá hörmungarsamningur, sem mjög naumlega tókst að stöðva.

 

"Ef við fáum meirihluta, þá tökum við bara stjórnartaumana og ráðum öllu. Og við myndum láta þrautþjálfað fagfólk í að reka borgina. Ég lít á borgina sem einingu og innri bygging hennar er alveg fullfær um að reka sig sjálf, án hjálpar stjórnmálamanna. Þeir eru hvort sem hálfan daginn bara að vinna í þágu flokksins síns.""
 
  • Sko - ég bendi á þetta vandamál með þekkingarskortinn, því þetta er raunverulegt vandamál og þ.e. ekki endilega lausn að ráða einfaldlega fólk sem þekkir til verka - því ef þú hefur ekki næga þekkingu sjálfur til að meta valkostina sem þeir bjóða þér upp á þá ertu algerlega á valdi þeirra sem þú réðir til verksins.
  • Málið er, ef þín þekking er virkilega mjög takmörkuð, hefur þú þá nokkuð vit á að ráða rétta fólkið - ég meina, hvernig getur þú þekkt á milli einstaklings sem hljómar vel á yfirborðinu eða þess sem raunverulega hefur djúpstæða þekkingu, ef þú sjálfur hefur ekki næga þekkingu til að spyrja réttu spurninganna eða meta svörin?
  • Klassíska vandamálið, er hvernig getur þú treyst þeim, sem þú ræður til verka - þegar maður les þetta viðtal við Jón Gnarr, kemur fram mjög sterk "anty authority" hugsun. Honum leiðast "authority típur". Honum leiðast stjórnmál. Það getur bent til þess, að hann muni ekki nenna því seinna meir, að pæla mjög mikið í þessu. Hugsunin geti verið, ráða einhverja til verksins og síðan, láta þá um það. Í því getur falist hætta - þ.e. skortur á eftirfylgni.
  • Mörg dæmi eru um, að ráðinn forstjóri eða framkvæmdastjóri, steli frá eigin fyrirtæki. Með öðrum orðum, þá er ekki nóg að ráða einhvern sem þú heldur góðan, þú þarft einnig að fylgjast með hans/hennar verkum og að auki, helst hafa nægilegt vit til svo þú getir áttað þig á hvenær þeir eru ekki að sinna sínum störfum.
  • Engin starfsemi, bara rekur sig sjálf - en skortur á eftirfylgni einmitt býður hættunni heim. En, ef forstjórinn eða framkvæmdastjórinn, tekur eftir því að enginn er að fylgjast með hans/hennar störfum, eru mörg söguleg dæmi til um að þá fari viðkomandi að haga rekstrinum skv. eigin persónulega hag. Dæmigerð hegðun, er einmitt hjá forstjóra fyrirtækis að búa til skammtímagróða, "casha-út" í formi árangurstengdra greiðsla - svo ertu farinn áður en allt hrynur. Hjá hinu opinbera, getur spilling orðið til vegna þessa t.d. með þeim hætti, að þú kemur því fyrir þannig, að þú græðir persónulega þegar verkefnum er úthlutað - a)Þér er greitt beint undir borðið. b)Þú færð greiðslur með einhverjum óbeinum leiðum, t.d. þannig að reikningur er opnaður í erlendri skattaparadís á þitt eignarhaldsfélag. - Þetta er í reynd svipuð spilling og pólit. fulltrúar stundum leiðast í; en hún getur einnig átt sér stað innan embættiskerfis í topp stöðum innan þess, ef pólit. fulltrúar eru ekki að fylgjast með hvað á sér stað innan starfseminnar.
  • Sem sagt - þú verður óviljandi fórnarlamb þeirra sem notfæra sér fávisku þína - sbr. ríkisstjórnin núverandi vs. Bretland/Holland í tengslum v. Icesave, umliðnar ríkisstjórnir vs. ísl. útrásarvíkingar - en flest bendir til að síðustu 4. árin fyrir hrun hafi útrásarvíkingarnir reynd stjórnað landinu - en upphaf þess ástands sannarlega má rekja til fávisku þeirra sem stjórnuðu þegar bankarnir lentu í þeirra höndum - en vart er ástæða að reikna með því að þeir fávísu stjórnmálamenn hafi planað þá útkomu, og nú ætla Reykvíkingar að afhenda borgina í hendur á einstaklingi sem viðurkennir nær algerann skort á skólagöngu. Er verið að bjóða hættuni heim - eða hvað?
  • Fólk virðist segja - stjórnmálamenn eru hvort sem er trúðar - svo, látum raunverulegann trúð stjórna! Er þetta ekki smávegis bilað?

 

Hverjir hafa reynst honum vel?

"Og svo eru bissnissmennirnir sem hafa í raun og veru gert mér kleift að vinna við það sem ég vil vinna við. Jón Ásgeir er einn af þeim og hann virðist eiga Stöð 2, sem hefur veitt mér fullt af tækifærum til að vinna og skapa - en reyndar á frekar einhliða skilmálum. Ég á ekki höfundarréttinn á neinu sem ég hef skapað. Jón Ásgeir á hann."

 

Jón Ásgeir - sá bissnessinn í því sem hann var að gera.

Merkilegt, að hann skuli vera velgjörðarmaður hanns?

  • Verða þá einhverjir bissness-menn ráðnir, til að stjórna borginni, meðan Jón Gnarr spókar sig sem Borgarstjóri, skrifar undir þ.s. honum er rétt - sbr. "Yes minister - Yes Primeminister".

 

 

Það greinilega blundar níhílisti í Jóni Gnarr -

"Þegar ég var þrettán ára var ég alveg hættur í skólanum og var sendur í heimavistarskóla fyrir vandræðabörn og unglinga að Núpi í Dýrafirði."

"Fjórtán ára gamall var ég virkur félagi í mörgum alþjóðasamtökum sem var verið að stofna um þær mundir - Baráttusamtökunum fyrir kjarnorkuafvopnun, Svarta fánanum, Greenpeace - ég gekk í fullt af róttækum samtökum og var meira að segja partur af herferð um að skrifa bréf til fangelsaðra stjórnleysingja. Ég hafði nógan tíma til að sinna svonalöguðu."
 "ég hef aldrei haft áhuga á stjórnsýslu eða pólitík. Ég er algjörlega andvígur þeirri hugmynd að eitthvað fólk úti í bæ geti skipt sér af lífi þínu, sú hugsun ergir mig." ... "Ég hef aldrei horft á Silfur Egils eða hlustað á umræðuþætti í útvarpinu. Ég þekki ekki einu pólitíkusana. Ég hitti Hönnu Birnu í settinu á einhverjum sjónvarpsþætti og ég hafði ekki hugmynd um hver hún var."
 "Öll kerfi eru á móti skapandi hugsun, því þau eru fullmótuð og búin að koma sér fyrir í sinni skúffu, og eru stolt af því."
 ""Skapandi hugsun ógnar þeim. Ógnar skólastarfinu sem byrjar á að kenna okkur að skapandi hugsun sé einskis virði þangað til þú ert orðinn fullorðinn. Þú þarft að eyða bestu árum ævinnar í að læra um eitthvað sem einhver annar skapaði, svo geturðu farið að gera eitthvað. Það passa ekki allir inn í þetta mót, sem skapar þörf fyrir hugtök og "vandamál" sem þarf að skilgreina og þá erum við komin að geðlæknum og sálfræðingum."
""Ja, ég þekki ekki skattkerfið, það er mjög flókið. Ef ég fengi að ráða myndi enginn borga skatta. Mér leiðist að borga skatta. Ég er alltaf í skuld við skattinn og kerfið hefur leikið mig mjög illa. Kerfið er óréttlátt og ég vil breyta því."
"Þetta er allt dautt. Skattstofan er dauð, tollurinn er dauður, RÚV er dautt. Þetta eru stofnanir sem mynda hryggjarstykkið í samfélaginu og þær eru allar dauðar. Blaaaah!""
 

Ég velti því fyrir mér, hvernig einstaklingur sem gat ekki þroskast innan skólakerfisins - segist á móti kerfum - hljómar dæmigert ofvirkur - getur haldist við á hrútleiðinlegum borgarstjórnarfundum þ.s. þarf að fjalla um mál, afgreiða mál, fjalla um þau vandamál sem alltaf koma upp; taka ákvarðanir? Hætt við að athyglin verði löngu farin e-h annað :)

Þ.e. nefnilega töluverð vinna í því falinn, að kynna sér mál að nægilegu marki, svo hægt sé með vitrænum hætti að velja á milli þeirra valkosta, sem embættismennirnir bjóða upp á.

Ég meina - í alvöru talað - er það vitrænt val að svara því vandamáli að stórfellt klúður varð fyrir tilverknað óvandaðra vinnubragða og fíflsku - sem margir hafa túlkað með þeim hætti að það fólk sem er að taka ákvarðanir sé ekki með næga þekkingu til að ráða við þau mál sem þau eiga að sjá um; að þá einmitt að taka fegins hendi einstaklingi sem viðurkennir "enga þekkingu", "engan áhuga", "lifir í núinu", "með mjög takmarkaða þolinæði",  "ætlar sér að skúbba málum í hendur einhverra "sérfræðinga" en viðurkennir þó algert hatur á sérfræðiþekkingu sbr. engan áhuga á þekkingu sem aðrir hafa búið til"?

Er það þá ekki einfaldega þ.s. við uppskerum - hrun borgarinnar?

 

Jón Gnarr - er með nokkrar jákvæðar hugmyndir!

"Okkar pólitíska veröld er mótuð af einhvers konar samtryggingu sem er inngróin í okkur af því við erum svo fá."

  • Þarna kemur hann inn á kjarna sannleik, þ.e. við erum að tala um örríkið Ísland, sem þíðir að hópar þeir sem eru að vasast með stjórnun mála - eru smáir.
  • og, ég er 100% sammála, að samtrygging er ein birtingarmynd - afleiðing - þeirrar smæðar.

"Og hér koma pólitísku flokkarnir í staðinn - þeir mynda bandalög sem verða eins konar feðraveldi eða lénsveldi. Við erum með fjóra flokka - sósíalista, íhaldsmenn, bændur og jafnaðarmenn - þeir skipta stundum um nöfn en kjarni þeirra er alltaf sama lénsskipulagið sem hefur alltaf stjórnað okkur."

 

  • Mín persónulega hugmynd að lausn - er beint lýðræði. 
  • Vegna smæðar, verður alltaf mjör erfitt hér, að koma í veg fyrir tilurð fákeppnisfyrirkomulags þ.s. örfáir ráða og skipta markaðinum á milli sín - sbr. olíufélögin, tryggingafélögin, bankarnir o.m.flr. Sjálfsögðu stjórnmálaflokkarnir - sem eins og olíufélögin, skipta kjósenda markaðinum á milli sín.
  • Það eina sem ég sé, sem raunverulega mögulega raunbreitingu, er beint lýðræði - þá á ég við þjóðaratkvæðagreiðslu fyrirkomulag sbr. Sviss.

"Ég held að við verðum að hætta að flytja inn olíu og nota rafmagn í staðinn."

 

  • Þarna kemur hann inn á grunnþörf - þ.e. við þurfum að draga úr því sem við verðum að flytja inn. Rafmagnsbílar eru þó ekki eina lausnin - en, einnig er hægt að knýja sprengihreyfla beint með öðrum vökvum eða gastegundum - sbr. metan, vetni eða alkohóli.
  • Grunnvandi, að þetta kosta peninga. En, við erum að tala um breitingu sem þarf hvort sem er að eiga sér stað yfir e-h árabil.
  • Það tók 2. áratugi að útrýma að mesti olíuhitun, hita með vatni þess í stað.

""Já, ég vona að við fáum menningarbyltingu hér. Að við förum að upplifa okkur sem þjóð á nýjan hátt. Og ég hef nokkrar hugmyndir þar að lútandi. Eins og í sambandi við sjálfstæði þjóðarinnar. Mér finnst sjálfstæðinu ógnað. Við þurfum að leggja nýja áherslu á það, og þar gæti ný áhersla á rafmagnsbíla leikið sitt hlutverk. Með því að skilgreina og leggja áherslu á það sem er sérstakt við okkur, með því að leiða nýsköpun á sumum sviðum. Þar eru möguleikar - við gætum orðið fyrirmynd annarra þjóða á þessu sviði.""
  • Þarna er ég eiginlega hálf hissa á sjálfum mér - því ég er 100% sammála.
  • Sjálfstæðinu er sannarlega ógnað - Icesave samningurinn hefði algerlega bundið á það enda.
  • Rafbílavæðing - getur verið góður hlutur. En, ég víl horfa aðeins víðar á - tala um að innleiða "innlenda orkugjafa". En, metan - metanól - vetni, eru aðrir möguleikar og þá er hægt að nota áfram sprengihreyfla og nokkurs konar bensínstöðvar. En, stóri kosturinn er að ekki þarf þá að bíða marga klukkutíma eftir því að geymirinn hlaði sig. Að auki, getur drægið verið sambærilegt og við bensínbíl.
  • Já, við þurfum að finna okkur eitthvað, sem við getum gert sem sé sérstakt. Ekki nóg að hafa bara - fisk, ál og ferðamenn. En, útflutningsafurðir okkar eru bagalega "low tech" sem einnig þíðir virðisauki er lágur sem veldur því að erfitt verður að halda uppi þeim lífskjörum, sem við viljum búa við. En, allt kosta eitthvað. Uppbygging alþjóðlegrar fjármálamiðstöðvar mistókst. Það var stóra hugmynd síðasta áratugar. Okkur vantar annað í staðinn - og það getur ekki orðið meira ál. Vandinn við álið, er að það býr til tiltölulega fá störf. Virðisaukinn sem hér verður eftir, er einnig fremur lítill.
  • Sko - ég hef sett mínar hugmyndir fram áður, og þær eru eftirfarandi:
  1. Þjóðaratkvæðagreiðslufyrirkomulag ala Sviss.
  2. Stórfelld lækkun vaxta - ekki meira en 2-3%.
  3. 50% afsláttur á sköttum í 5-10 ár til; a)Fyrirtækja sem vilja umbreyta rekstri í form sem skilar þaðan í frá gjaldeyristekjum, b)Þeirra sem stofna til alveg nýs rekstrar er skili gjaldeyristekjum - - tilgangur, að hvetja til aukningar gjaldeyristekna.
  4. Ég er þeirrar skoðunar, að óhjákvæmilegt sé - meðan versta kreppan gengur yfir - að skera mikið niður rekstur og þjónustu ríkisins. En, reka verði ríkið sem næst núllinu - ekki í mínus.
  5. Síðar þegar uppgangur hefst, verði að reka það í plús - til að minnka skuldir svo smám saman sé hætt þeirri vitleysu að senda okkar skattfé til erlendra fjármagnseigenda. Þetta þíði að aðhald í rekstri, haldi áfram þó góðæri komi. Þá á ég við, að haldið sé í við aukningu útgjalda þegar tekjur aukast þannig, að alltaf verði afgangur.

 

Hverjum líkar Jóni Gnarr við?

Greinilega ekki framsóknarmenn -

 

"Ég myndi ekki vinna með Framsóknarflokknum og ég vona að sá flokkur snúi bara upp tánum og hætti að vera til, að minnsta kosti í Reykjavík."

 

Ekki heldur sjálfstæðismenn - en hann hljómar sem að honum sé hlýtt til VG.

 

"Ef ég er í heimsókn á skrifstofu Vinstri-grænna og við förum að tala um The Wire og þau eru öll sammála um það sé besti sjónvarpsþáttur allra tíma, og svo kemur einhver frá Sjálfstæðisflokknum og hefur aldrei heyrt minnst á The Wire, þá veit ég hverjir eru skemmtilegir og ég er búinn að komast að því með hverjum ég vil helst vinna."

En, vísbendingu í þá átt, má einnig sjá í áður fram kominni róttækni - en í VG er helst að finna þá hópa, sem aðhyllast vinstri sinnað stjórnleysi - en, þó vill hann ekki titla sig stjórnleysingja.

 

"Og á hinu pólitíska litrófi, þá er anarkisminn til vinstri. En ég er á móti þeirri pólitík sem kveður á um hvað maður eigi að gera. Bannar hluti. Bannar nektarklúbba og internet-aðgang. Ég get ekki skrifað undir það. Hvað kemur það mér við ef einhver kýs að eyða tíma sínum í nektarklúbbum eða hanga á netinu í leit að klámi? Ég held að stjórnmálaflokkarnir á Íslandi séu komnir í blindgötu. Þeir eru búnir að vera."

 

Klárlega er þarna "anarkísk" hugsun - en er hún vinstri- eða hægri-sinnuð?

  • Vinstri sinnaðir anarkistar vilja fara beint í ríkislausa kommúnsismann sem lofað var sem endapunkti af Karli Marx - þ.s. allir væru jafnir, enginn yfir aðra hafinn, þ.s. hlutir virka samt "af því bara". En, ég hef aldrei séð neina sannfærandi röksemdafærslu þar um.
  • Hægri sinnaðir anarkistar, leggja ofuráherslu á frelsi án takmarkana. Þetta er hin endalega sjálfselsku stefna -- sem snýst um að enginn má banna mér neitt. Ég á að hafa rétt að gera hvað sem ég vil. Ég er voða reiður og pirraður, ef ég fæ ekki að gera allt hvað þ.s. ég óska mér að gera, framkvæma, þegar ég vil það framkvæma. Einhverjar boð og bann maddömur, geta bara farið og í skít og kanel.

Mér sýnist, að Jón Gnarr, sé ekki að stefna á kommúnisma þ.s. enginn á neitt.

Frekar, að hann sé pirraður á boðum og bönnum, sem hljómar sem að hafi verið hans persónulega einkenni allt frá bernsku.

Ergo - hann er frekar að tala um e-h sem nálgast að vera "Hægi anarkismi" en "Vinsti anarkismi".

En, hægri "libertarianistar" vilja einnig, enga - alls engar - hömlur á hvað einkaframtak má og má ekki gera. En, þetta hljómar ekki alveg eins og línan hans Jóns Gnarr.

Svo, í mínum augum, hljómar anarkisminn hans Jóns Gnarr, frekar "confused".

Einhvers konar and-"authority" án þess, að vera líklega mjög djúpt pældur.

  • Helstu velgjörðarmenn hans, hafa þó verið bissness menn! 
  • Titlar sig - and pólitík - and kerfi.

 

Niðurstaða

Ég held að Jón Gnarr sé almennt séð góðviljaður - hann vill vel.

  • En sagan er full af fólki, sem var góðviljað, en minna gott fólk færði sér í nyt. Sbr. orð Leníns um nytsama sakleysingja, sem hjálpuðu honum að komast til valda, en hann síðan varpaði í fangabúðir. 
  • Jón Gnarr, verður að vara sig á öllum þeim tækifæris-sinnum, sem munu hópast í kringum hann, bjóða þjónustu sína - taka undir hugmyndir um að nauðsynlegt sé að breita - reyna að ræna byltingunni hans.
  • Þarna er ég að benta á augljósann menntunarskort - augljósann skort á þolinmæði og áhuga á pólit. sem veldur samanlagt einmitt ótta hjá mér um að hann geti orðið fórnarlamb tækifærissinna.
  • En, mér sýnist að mjög freystandi verði fyrir hann, að afhenda þetta einhverjum öðrum, og sinna svo því sem hann hefur áhuga á hverju sinni. Það væri sambærilegt við konunginn, sem lét ráðgjafana stjórna - og þeir stjórnuðu eins og þeim hentaði.
  • Við skulum muna eftir fyrsta forsætisráðherra Rússlands, eftir fyrstu byltinguna 1917, sem síðan var steypt af minna góðviljugum mönnum, sem stálu í reynd byltingunni.

Auðvitað þarf þetta ekki að fara ílla - kannski velur Jón Gnarr einungis gott fólk til verka - svo verður allt í lagi þó hann hafi lítinn fókus á þau mál sem þeir sjái um fyrir hann - og hann getur einbeitt sér að því, að útfæra nánar byltingar hugmyndir sínar.

En, vitin til varnaðar í heimssögunni, eru því miður svo mörg.

Ég er sammála honum um sumt, en ég hef áhyggjur af þessum "anty-authority" tendensum hans - og greinilegum alvarlegum þekkingarskorti.

Sagan hefur því miður tilhneygingu til að endurtaka sig, því þegar til kemur - halda menn að þeirra aðstæður séu það sérstæðar að reynsla annarra skipti ekki máli eða þeir einfaldlega hafa ekki áhuga á að velta sér upp úr hver reynsla annarra var.

 

Kv.


Fyrstu mótbárur gegn hugmyndum um samevrópska fjármálastjórnun, berast - slík andstaða getur minnkað líkur á að Evran lifi!

Eins og fram kemur í umfjöllun minni: 

Stórríkið Evrópa - er það á næsta leiti?

- þá er sennilega eina leiðin til að bjarga Evrunni, sú að taka upp eitthvert form samevrópskrar fjármálastjórnunar þ.e. sameiginleg fjármálaráðuneyti Evrópu. 

Þá ertu kominn langleiðina, með það að hafa samevrópska ríkisstjórn.

Svo, ég varpaði fram þeirri spurningu, hvort nú væri Evrópuríkið á næstu grösum.

  • Nú, eru fyrstu mótbárurnar fram komnar.
  • Það mátti reikna með að fram myndu koma mótbárur.
  • En, að sjálfsögðu er ljóst, að það þarf mjög mikinn þrýsting, til að yfirvinna líklega andstöðu, til að koma málinu í höfn. 
  • En, þrátt fyrir hættuna sem skapast, ef Evran hrynur, þá er alls ekki víst, að þau ríki sem hafa engan áhuga á, fjármálayfirstjórn frá Brussel, séu til í að láta af þeirri andsstöðu.
  • Að sjálfsögðu, eykur þetta líkur þess, að Evran hrynji raunverulega.

Um þessar mundir, dúkkar hver spekúlantinn upp eftir öðrum, segir það ólíklegt að Evran hrynji - ég legg til, að slíkum orðum sé tekið með saltkornum. Staðreyndin er, að enginn getur kastað á þetta líkum. 

  • Þetta er ennþá snemma í ferlinu - deilurnar raunverulega ekki enn hafnar fyrir alvöru.
  • Nú eru aðilar einfaldlega að tilkynna um afstöðu sína sem heitir á ensku "positioning". 
  • Stundum þíðir það einfaldlega að, menn vilja einhvern stórann bitling á móti - með öðrum orðum, ekki endilega, að um sé að ræða skilyrði meitluð í stein.

 

Dutch Finance Minister Jan Kees de Jager said May 18 that it would be “very difficult” to accept a proposal from the EU Commission that national budgets be submitted for peer review by other EU member states. The Dutch opposition to the proposed EU reforms the ostensible purpose of which is to prevent a potential repeat of the current eurozone sovereign debt crisis, comes after Swedish Prime Minister Fredrik Reinfeldt said the changes did not make sense for states like Sweden, which are “a shining exception with good public finances.”

The mounting opposition to the reforms could scuttle German plans to enhance oversight over EU member state fiscal budgets."

 

Á meðan heldur Evran áfram að lækka, í gær náði hún 4. ára lægð gagnvart dollar.

Höldum áfram að fylgjast með fréttum!

 

Kv.


Stórríkið Evrópa - er það á næsta leiti?

Það hefur vart farið framhjá mörgum, að alvarleg krísa er nú uppi á Evrusvæðinu í Evrópusambandinu.

Merkel, kanslari Þýskalands, sagði þetta ekki vera spurningu um Evruna, heldur hvort sjálft Evrópusambandið lifir eða deyr.

Angela Merkel, telur þó að krísan feli í sér möguleika, á sterkara sambandi - og þangað beri nú að stefna.

 

'If Euro Fails, So Will the Idea of European Union'

"If the euro collapses, Merkel warned, "then Europe and the idea of European union will fail."" - ""We have a common currency, but no common political and economic union," she said. "And this is exactly what we must change. To achieve this -- therein lies the opportunity of the crisis." - "European governments, she said, promised their citizens stability for the common currency, the euro, "and we must keep that promise." Merkel described the current crisis as the "greatest test for the EU since the collapse of communism." If we do not succeed in mastering this crisis, she warned, it will have "unforeseeable consequences" for Europe. "But if we succeed, then we will have a stronger Europe than ever before.""

 

Trichet, seðlabankastjóri Evrópusambandsins, segir vandann vera þann versta, sem Evrópa hefur lent í, um 65 ár.

Jean Claude Trichet, tekur í svipaðann streng, og Merkel - nefnilega að bregðast þurfi við þessari krísu, einmitt með því að stórauka sameiginlega stjórnun í peninga- og væntanlega einnig í efnahagsmálum.

 

A 'Quantum Leap' in Governance of the Euro Zone Is Needed

Trichet: ...it is clear that since September 2008 we have been facing the most difficult situation since the Second World War -- perhaps even since the First World War. We have experienced -- and are experiencing -- truly dramatic times.

Trichet: ...we must now demand extensive adjustment programs from the governments, which the heads of state and government committed to the Friday before last. They are committed to accelerating the consolidation of their budgets. They know what is at stake now.

Trichet:...There is a need for a quantum leap in the governance of the euro area. There need to be major improvements to prevent bad behavior, to ensure effective implementation of the recommendations made by "peers" and to ensure real and effective sanctions in case of breaches (of the Stability and Growth Pact). The ECB is calling for major changes, and I will explain this in the task force chaired by (European Council President) Herman van Rompuy.

 

Ég bendi síðan og stórmerkilega greiningu Martin Wolf, ristjóra Financial Times. Wolf leggur einnig til, að farin verði leið sameiginlegra lausna, sem væntanlega feli í sér að mynduð verði einhverskonar sameiginleg hagstjórn.

Hann nefnir nokkur atriði sem að hans mati, þarf að takast á við.

 

Governments up the stakes in their fight with markets

  1. "The first and most fundamental is whether to go towards greater integration or towards disintegration. The answer has to be the former."
  2. "The second is how to manage divergence. The eurozone cannot rely on markets alone. It will have to police divergence in upswings and cushion adjustment in downswings. This is why a monetary fund is essential."
  3. "The third is how to facilitate changes in competitiveness. This means labour market reform. It may also mean legal means for adjusting nominal wages, on a one-off basis."
  4. "The fourth is over how to reinforce solidarity. One interesting idea, from the Brussels-based think-tank, Bruegel, is that eurozone countries should pool up to 60 per cent of GDP of their national debts, thereby creating one of the world’s two largest public debt markets."
  5. "The last is over how to restructure excess debt. This must be allowed. The alternative creates vast moral hazard, not among politicians, as has been feared, but among financiers."

 

Martin Wolf, kemur einnig með sína eigin greiningu á, hvers vegna mál fóru svo ílla. En, eins og hann lýsir, náðust ekki fram þau viðmið sem sett voru fram í upphafi, svokölluð "convergence criteria".

Reglur um hámarks halla, hafi verið virtar að vettugi, eða sbr. Spán hafi myndun bóluhagkerfis um tíma búið til sýndartekjur fyrir ríkisstjórn Spánar, sem hafi virst um tíma vera með afgang. Ég bendi á, að það akkúrat sama átti sér stað á Íslandi, þ.e. þegar bóluhagkerfið hér var í sem mestum uppgangi, þá var ríkissjóður rekinn með afgangi skv. eigin tölum. En, eins og var með Spán, var þetta sýndarhagnaður ekki raunverulegur - alveg eins og Ísland, sytur Spánn uppi með hrun, og alvarlega timburmenn. Hér hrundi bankakerfi, en þar byggingaiðnaður. En um tíma, virstist sem það væri orðin útbreidd tíska, að eiga sumarhús á Spáni, og gríðarleg uppbygging nýbyggða átti sér stað á Spáni, langt - langt umfram eigin þörf Spánverja. Nú er sú byggingabóla sprungin, og eftir sytja ekki bara heilu draugahverfin - heldur heilu draugaborgirnar.

Síðan lengi framan-af, þá leit markaðurinn nánast sömu augum á öll ríkisskuldabréf, óháð því hvaða ríkissjóður Evruríkis gaf þau bréf í Evrum út. Þannig, gat Grikkland selt skuldabréf og fengið nánast sömu kjör og Þýskaland. Þetta var bilun - þ.s. langt - langt er á milli raunverulegs trúverðugleika grískra stjórnvalda og þeirra þýsku. Þetta notfærðu sér fyrirtæki, almenningur og ríkissjóðir, S-Evrópuríkjanna. Því, í þeim löndum, voru kostnaðarhækkanir - ergo verðbólga - mun hærri en í Þýskalandi, en þó voru þau einungis að borga sömu vexti. Þetta þíddi, að þ.s. launastig fór hraðar hækkandi, þ.s. þeirra verðbólga var í tilvikum í reynd hærri en vaxtastigið; þá skapaðist sú tilfinning, að lán væru nánast gjafafé. (Þetta akkúrat sama, átti sér stað á Íslandi, þ.s. stór hluti atvinnulífs og hluti einstaklinga, skuldbatt sig í Evrum, og öðrum mynntum, til að ná í lán á svipuðu vaxtastigi og tíðkaðist á erlendum mörkuðum. Á sama tíma var krónan mjög há, og lán virtust kosta nánst ekki neitt. Þannig, að skapaðis mjög há skuldsetning mjög margra. Við fórum sem sagt, í mjög svipað fyllerí eins og S-Evrópulönd Evrópusambandsins, nema ef e-h er enn íktara).

---------------------

Hérna fyrir neðan, er myndin með gröfunum, sem Martin Wolf setur upp, í umfjöllun sinni. Myndin er ögn óskýrari, en á síðunni hans Wold - en, þeir sem vilja, geta þá opnað síðuna hans, með því að virkja hlekkinn.

Fyrsta grafið, sýnir að lengi vel voru S-Evrópulöndin, að greiða mjög óverulegt álag ofan á þ.s. Þýskaland þurfti að bjóða fyrir sín skuldabréf, en síðan kreppan skall á hefur sá vaxtamunur vaxið hröðum skrefum.

Næsta graf, þ.s. súlum er raðað hverri ofan á aðra, kemur skýrt fram hve mikill munur og vaxandi, þróaðist á milli þeirra landa, sem fluttu út vs. þau lönd sem fluttu inn. Með öðrum orðum, lönd með viðskipta afgang, þeirra afgangur stækkaði, á sama tíma, og lönd með viðskiptahalla, að þeirra halli stækkaði. Þessi þróun, gekk þvert á þ.s. Evru sinnar höfðu spáð, þ.e. þróun í sitt hvora áttina í stað þróun átt að auknu jafnvægi. Þetta misræmi, er einn höfuðvandi Evrunnar í dag, og hann stafar af því, að hagkerfi S- og N-Evrópu, eru eiginlega of ólík til að þrífast vel, innan sama gjaldmiðils.

Þriðja grafið, sýnir svo hvernig framleiðslukostnaður, hefur vaxið hröðum skrefum í S-Evrópu, og bilið milli þeirra og Þýskalands vaxið hröðum skrefum, síðan Evran var tekin upp. Þetta aukna misræmi, sýnir mismuninn á verðbólgu milli Þýskalands og þeirra landa. Þennan mun, geta þessi lönd ekki jafnað með gengisfellingu, eins og gert hefur verið hér, heldur eingöngu með beinum launalækkunum - sem munu þurfa að verða mjög verulegar á næstu misserum, með meðfylgjandi lífskjaraskerðingu. (En, þessi lönd lyfðu um efni fram, alveg eins og við Íslendingar. Þ.e. mjög áhugavert, að bera saman þróun mála í S-Evrópu og hérlendis, akkúrat vegna þess hve hún hefur að mörgu leiti verið keimlík - sem bendir til þess, að ef við hefðum tekið upp Evru á 10. áratugnum, hefðum við mjög sennilega spilað sama "game" bara innan Evrunnar, alveg með sama árangri og hjá Grikkjum - Spánverjum - og Portúgölum.)

 

Eurozone country bond spreads

Governments up the stakes in their fight with markets

"Why has such radical intervention been found necessary? It (the monetary union) rested on three central assumptions: first, treaty-defined limits would constrain fiscal deficits of members; second, to the extent that this failed, the “no bail-out” clause would constrain them; and, third, member economies would converge over time. Alas, none of this has proved to be true."

  1. "First, the treaty-defined limits on deficits proved both ineffective and irrelevant. They proved ineffective, because, when they should have been binding, they were ignored. This was most spectacularly true of Greece, which made its figures up. They proved irrelevant, because some countries that have big deficits today, notably Spain, easily met the fiscal criteria, so long as their bubble economy was inflating: Spain ran a fiscal surplus in 2005, 2006 and 2007."
  2. "Second, markets long paid no attention to emerging fiscal frailty, rating all eurozone bonds similarly. As Paul De Grauwe of Leuven university states, in a mordant note for the Centre for European Policy Studies: “The source of the government debt crisis is the past profligacy of large segments of the private sector, and in particular the financial sector.” The financial markets financed the orgy and now, in a panic, are refusing to finance the resulting clean-up. At every stage, they have acted pro-cyclically." 
  3. "Third, the story of the eurozone economy has, in consequence, been one of divergence, not convergence. The rough external balance masked the emergence of countries with huge current account surpluses and corresponding exports of capital, notably Germany, and of others with the opposite condition, notably Spain. In countries with weak domestic demand and low inflation, real interest rates were high; in countries with strong demand and higher inflation, the reverse was true. The result is not just huge fiscal deficits, now that private-sector spending has collapsed, but a need to regain lost competitiveness. But, inside the eurozone, this is possible only with falling wages, higher productivity growth than in Germany (and so soaring unemployment), or both."


Tveggja hraða Evrópa?

Þeir sem hafa karpað um Evrópumál, kannast við þennan frasa, en hann felur í sér þá hugmynd að sum Evrópuríki taki í vissum skilningi framúr hinum, þ.e. þá þeim skilningi að þau taki upp enn nánara samstarf, en önnur lönd standi þá eitthvað baka til og sleppi ímsu því sem þessi kjarna lönd geri.

Þetta er og hefur lengi verið, möguleg útfærsla.

Önnur hugmynd, er "Evrópa ala carté" - þ.e. að Evrópusamstarfið fúnkeri eins og matseðill, og sum smakki á einu en ekki öðru. Jafnvel, að hópaskipunin eftir málefnum, sé á misvíxl. 

  • Ég nefni þetta, vegna þess að ef Evrulöndin taka upp sameiginlega hagstjórn, þá eru þau þar með búin að stíga mjög stórt skref í átt að myndun hins sameiginlega ríkis. 
  • Svo mikið liggur á, að framkvæma eitthvað - að það getur verið, að þetta verði einfaldlega ákveðið fyrir lok sumars, 2010.

Martin Wolf varar við, að hinn valkosturinn sé ekki íkja fýsilegur -

Governments up the stakes in their fight with markets 

"Of course, it is possible to imagine a return to national currencies. But this would cause the financial system to implode, since the relations between assets and liabilities now in euros would become so uncertain. There would be massive capital flight into the banks of those countries deemed safe."

 

Þetta er sennilega rétt hjá honum - að ef mistekst að mynda þessa sameiginlegu hagstjórn, þannig að hrun Evrunnar fari á endanum fram - og það sennilega ekki mikið seinna en næsta haust, að ég held; þá verðu alvarlegt fjármálahrun sem vart lyktar með öðru, en kreppu 2 í Evrópu.

  • Sú kreppa verði þá enn dýpri en sú er hófst, 2008.
  • Það hrun, getur jafnvel orðið "trigger event" fyrir enn stærra alþjóðlegt fjármála-kerfis-hrun.

Það er því mikið í húfi, og ríkisstjórnirnar verða undir gífurlegum þrýstingi, að leisa málin eitt skipti fyrir öll - þ.e. með því að koma á legg "Political Union as well as economical one".

Merkel, hefur því sennilega alveg 100% rétt fyrir sér, í krísunni liggja tækifæri - þ.e. fyrir þá, sem fylgja draumnum um Evrópuríkið.

Það getur raunverulega gerst, að Evrópuríkið verði til - í augum stuðningsmanna, eins og fuglinn fönix úr rústunum.

--------------------------

En, þá verður orðin til 2. hraða Evrópa - þ.s. vart verður annað séð, en að nokkurs konar ríkisstjórn Evrópu, verði einungis fyrir meðlimi Evrunnar.

En, þaðan í frá, felur líka innganga í Evruna í sér, inngöngu í sjálft Evrópuríkið og þar með það endanlega fullveldis afsal sambærilegt því ef t.d. - ef um Ísland er að ræða, að ákveðið væri að sækja um inngöngu í Bandaríkin. En, þ.e. hægt. Með formlegu samþykki allra fylkja Bandaríkjanna, getur nýtt fylki fengið inngöngu - sbr. að innganga í Evrópusambandið krefst samþykkis allra meðlimaríkja.

Hvað með Evrópuþingið: Verður þar t.d. efri og neðri deild? Þ.e. efri deild er lönd Evrunsambandsins og pólitíska sambandsins, hefðu ein aðgang að. Meðan, þau sytja einnig í neðri deild, ásamt þeim aðildarlöndum Evrópusambandsins, sem ekki eru aðilar að Evunni og pólitíska sambandinu.

Hvað með Ráðherraráðið: Verður þar einnig myndaður, sér klúbbur fyrir meðlimaríki þessa innra sambands þeirra ríkja, sem eru meðlimir Evrunnar og pólit. sambandsins henni tengdu? Þannig, að þar verði ennig A flokkur ríkja og B flokkur ríkja?

Hvað með leiðtogaráðið: Eiginlega sömu spurningar.

-------------------------------

Eitt er þó öruggt, að framundan er harðasta rimma í sögu Evrópusambandsins.

En, t.d. er ljóst að sum ríki eru ekki á leið inn í Evru - sbr. Bretland, Svíþjóð, Danmörk. 

Önnur, t.d. Pólland, hafa frestað tilraunum til upptöku Evru, í mörg ár til viðbótar.

  • Það sama gildir og áður, að ríki eins og Bretland, verða mjög treg til að heimila fyrir sitt leiti, stofnun innra klúbbs Evrópusambandsins. 
  • Það sama á við um nokkurn fj. annarra ríkja,- en ástæðan er ótti við það að missa áhrif.
  • En, alla tíð síðan hugmyndin um 2. hraða Evrópu kom fram, hefur það verið hindrun fyrir þá hugmynd, að ríki utan klúbbsins myndu verða tiltölulega áhrifalaus - enda bendir flest til að klúbbinn myndu mynda nægilega mörg og sterk lönd, til í reynd myndi klúbburinn ráða flestu sem löndin innan hans vildu, þ.e. innan heildar sambandsins.
  • Löndin, sem ekki vilja gefa frekar eftir af sínu sjálfstæði, munu því fara fram á einhverja stóra bitlinga á móti. Þ.e. öruggt.

---------------------------

Ég held að þetta sé síðasta tækifærið, til að bjarga Evrunni - þ.e. myndun pólitíska sambandsins langþráða.

Þá er nokkurn veginn, búið að fullklára hina raunverulega ríkis myndun.

  • Enn er þó langt í frá ljóst, akkúrat hvernig.
  • En, ennþá eru ekki uppi hugmyndir, um að skapa embætti sameiginlegs forsætisráðherra.
  • Hætta er á, að fyrirkomulagið verði - svona hálfbakað.

T.d. að útfæra þetta skv. þeim starfshefðum, sem eru til staðar - sem hafa fengið þá gagnrýni, að vera ólýðræðislegar.

  • Það væri þá þannig, að um væri að ræða í reynd, embættismanna stjórn. Svipað fyrirkomulag og í dag, nema með meiri völd.
  • Síðan fara mál fyrir þing- og svo ráðherra; til endanlegrar ákvörðunar.

En, aðilar innan Framkvæmdastjórnar séu þeir, sem fari með hina eiginlegu ríkisstjórn - þ.e. daglega stjórnun.

Betra væri, að fylgja lýðræðishefðum, eins og þær hafa orðið til, innan einstakra ríkja, þ.e. að skipa ráðherra titla - einhverjir sem skipaðir séu, pólitískir ráðherrar tiltekinna málaflokka.

Eiginlega ríkisstjórn. Það væri skýrara fyrirkomulag - en að bein embættismanna stjórn væri óheppileg.

Hérna er spurningin, um þ.s. kallað er "accountability" þ.e. að hæg tök séu á að gera aðila ábyrga.

Einnig, að um sé að ræða lýðræðislega ákvörðun, sem sé rót þess hverjir það eru, sem fá að stjórna.

Það hefur fram að þessu, ekki verið svo gríðarlega alvarlegt þ.s. kallaður hefur verið lýðræðishalli, þ.s. eftir allt saman þó áhrifamikil hefur Evrópusambandið fram að þessu, haft verulega takmörkuð völd. En, ef það verður að eiginlegu Evrópsku ríki, þá er það allt breitt.

Þá er ekki lengur ásættanlegt, að hafa hálfbakað stjórnskipulag. Ef það verðu, þá mun það valda vanda síðar - þ.e. "accountability" og "credibility".

 

Niðurstaða

  • Atburðir liðinna 2. vikna, hafa breitt öllu innan Evrópusambandsins.
  • Merkel hefur sennilega rétt fyrir sér, að valið sé milli nánara pólit. samstarfs eða sennilega hruns draumsins um Evrópusamband - sem stórríki Evrópu.
  • Hvað verður er ómögulegt um að spá - en öruggt hvað sem gerist, að niðurstaðan verður "söguleg".
  • Þetta verður sennilega komið í ljós fyrir haustið - jafnvel fyrr.

Valið í staðinn, er sennilega mjög alvarlegt fjármálahrun innan Evrópu - sem getur komið af stað á ný, mun víðtækara hruni hins alþjóðlega fjármálakerfis.

Persónulega, er ég ekki viss, hvort ég vil frekar. En, þ.e. önnur saga.

 

Kv.


Enn, blaðra seðlabankamenn um verðbólguvæntingar, og nettó-aðahalds áhrif stýrivaxta, sjá nýjasta tölublað Peningamála; eins og hér væri blússandi þensluverðbólga!

Hvað er að því, að tala um hækkandi vs. lækkandi aðhald, raunvaxtanna - eða, að því að tala um verðbólguvæntingar, sem haldi aftur af getu Seðlabankans, til að lækka vexti með hraði?

Nú, margir sjálfsagt, skilja ekki hvað ég er að meina?

  • Er ekki verðbólga hér?
  • Er ekki venja, að berjast við verðbólgu, með því að halda stýrivöxtum ívið hærri, en verðbólgan?
  • Er, ekki rétt, að tala um aðaldsáhrif raunvaxtanna, eins og gert er? 

 

Nýjasta tölublað Peningamála Seðlabanka Íslands

Eins og sjá má í töflu I-1, mælist aðhaldsstig peningastefnunnar mismikið eftir því á hvaða mælikvarða á verðbólgu og verðbólguvæntingar er horft. Raunvextir Seðlabankans mælast allt frá því að vera um eða rétt undir núlli, sé miðað við núverandi verðbólgu eða verðbólguvæntingar heimila, yfir í að vera um 4%, sé miðað við verðbólguvæntingar fyrirtækja eða verðbólguálag á skuldabréfamarkaði. Á flesta mælikvarða hefur aðhald raunvaxta þó minnkað frá síðustu Peningamálum og töluvert frá því fyrir ári.2 Áhættuleiðréttur skammtímavaxtamunur gagnvart útlöndum hefur hins vegar aukist lítillega þar sem áhættuálag á íslenskar fjáreignir hefur lækkað heldur hraðar en skammtímavaxtamunurinn hefur minnkað.

 

                                                 Aðhalds-   Breyting frá  Breyting frá

                                                       stig   PM 2010/1    PM 2009/1

Raunvextir miðað við:1
Ársverðbólgu                                     -0,2       -2,5           -0,7
3 mánaða árstíðarleiðrétta verðbólgu     0,9       -2,1         -10,9
Verðbólguspá Seðlabankans2                2,1       -0,1           -2,1
Verðbólguvæntingar heimila3                0,1        0,9           -0,3
Verðbólguvæntingar fyrirtækja3             4,0        1,0           -8,5
Verðbólguvæntingar á fjármálamarkaði4 4,2       -0,2           -2,8

Áhættuleiðréttur 3 mánaða vaxtamunur gagnvart evrusvæði miðað við:5
Skuldatryggingarálag ríkisins                3,0         1,0            0,8
Sögulegt gengisflökt6                          1,9         0,4            1,1

1. Frá apríl 2009 til september 2009 er miðað við innlánsvexti Seðlabankans sem mælikvarða á nafnvexti Seðlabankans en frá september 2009 er miðað við meðaltal innlánsvaxta og hámarksvaxta 28 daga innstæðubréfa. 2. Spá Seðlabankans um ársverðbólgu eftir tvo ársfjórðunga. 3. Miðað við miðgildi verðbólguvæntinga heimila og fyrirtækja eitt ár fram í tímann. 4. Verðbólguvæntingar til eins árs út frá mismun verðtryggða og óverðtryggða vaxtarófsins (5 daga hreyfanlegt meðaltal). 5. Vaxtamunur út frá mismuni skammtímavaxta á Íslandi og viðskiptavegnum erlendum vöxtum. 6. Hlutfall þriggja mánaða vaxtamunar og þriggja mánaða staðalfráviks gengis krónu gagnvart evru.

 

Orsök verðbólgu hérlendis

Það fyrsta, sem þarf að skiljast, er hvað akkúrat þ.e. sem orsakar þá verðbólgu, sem er til staðar!

  • Gengishrap krónunnar, sem varð í tengslum við hrunið, er gengið féll cirka 50%.

That's it


Atriði númer 2, sem þarf að skilja er eftirfarandi.

  • Verðbólga, sem orsakast fyrir gengisfall, þegar allt þ.s. er innflutt hækkar, deyr algerlega af sjálfu sér, nokkru eftir að gengisfall hættir. Gengisfall hættir á einhverjum punkti, þ.e. algerlega öruggt, þ.s. til staðar er framleiðsla og útflutningur, þ.e. verðmætasköpun. Meðalgengi, á virkum markaði, helst að öllu jöfnu nálægt mati markaðarins á heildar verðmætaslöpun innan hagkerfisins, þ.e. mat markaðarins á verðmæti hagkerfisins.

Þriðja atriðið er.

  • Vextir hafa engin - alls engin - hamlandi áhrif á slíka verðbólgu, nema að þeir raunverulega hjálpi gengi gjaldmiðilsins. 

 

Hvernig virka vextir vanalega gegn verðbólgu?

Vanaleg þenslu-verðbólga, sem orsakast fyrir að vöxtur eftirspurnar innan hagkerfis er hraðari en vöxtur framboðs á móti, er sú tegund verðbólgu þ.s. vaxtatækið hentar mjög vel.

En, þensla skapar akkúrat verðbólguvæntingar, þ.e. væntingar um verðhækkanir, þegar markaðurinn áttar sig á, að aukning eftirspurnar er hraðari en aukning framboðs. Slíkar væntingar, eru mjög rökréttar.

Þ.e. þá mjög rökrétt, að beita vöxtum einmitt til að slá á slíkar væntingar, en það gera vextir með því, að allir þeir aðilar sem eru virkir innan hagkerfisins verða fyrir þvi fyrir tilstuðlan vaxtanna að það fjármagn sem þeir hafa til umráða er minnkað. Sú minnkun slær og eftirspurn.

Þegar, er til staðar slíkur eftirspurnar þrýstingur, er líka mjög rökrétt, að tala um - eins og Seðlabankinn gerir að ofan - um aðahaldsáhrif raunvaxtanna.

En, þau fá þeir fram með þeim hætti, að ef t.d. verðbólga er 8% og vextir 9,5%; þá eru aðhaldsáhrifin 1,5%. Ef, þ.e. raunverulega til staðar, verðbólga orsökuð af þenslu, og hún er 8% þá er það raunverulega rétt, að tala um aðhaldsáhrif upp á einungis 1,5%.

 

En, hér er engin þensla - og því engin, þensluverðbólga

Í því liggur hundurinn grafinn, en Seðlabanka menn, tala um verðbólguna, eins og hún væri þensluverðbólga.

Í því liggur mjög hættulegur misskilningur.

  • Þ.s. hér er enginn, þensluþrýstingur til að vega á móti samdráttaraukandi áhrif vaxtanna...
  • Þá er rangt, að draga verðbólguna frá, þegar þú ert að mæla raunáhrif vaxtanna.

Með öðrum orðum, að ef verðbólga er 8% og vextir 9,5% - þ.e. verðbólgan er ekki sköpuð fyrir tilverknað eftirspurnar þrýstings frá hagkerfinu, heldur algerlega kominn að utan í gegnum breytingar á verðum innfluttrar vöru fyrir tilverknað gengisbreytinga; þá eru raunáhrif vaxtanna 9,5% en ekki 1,5%.

  • Seðlabankinn, stórlega vanmetur samdráttaraukandi áhrif vaxtastefnu sinnar, þ.s. starfsmenn hans, fyrir tilverknað einhvers stórfurðulegs misskilnings, þ.s. þeir raunverulega virðast ekki skilja eðli verðbólgu sem er af öðrum orsökum en fyrir tilverknað þenslu; þannig að þeir í stað þess að meta neikvæð áhrif vaxtanna um 9%, mæla þau skv. töflunni að ofan á bilinu frá 0-4%.
  • Við erum að tala um vanmat, á milli 4-8%; sem er mjög stórfellt vanmat.


Þ.s. Seðlabankinn stórlega vanmetur neikvæð áhrif vaxtastefnu sinnar, með Má í fararbroddi; þá stórlega ofmetur hann líklega framvindu efnahags mála á næstunni.

En, að sjálfsögðu hríslar þetta stórlega vanmat í gegnum allar þeirra matsbreytur, sbr. neikvæð áhrif á almenning - líkleg neikvæðð áhrif á eftirspurn frá almenningi, og neikvæð áhrif á atvinnulífið - líkleg neikvæð áhrif á fjárfestingar, getu til fjárfestinga, fj. aðila sem líklega fara í þrot, o.s.frv.

Sem sagt, öllum spám Seðlabankans um efnhagslega framvindu, ber að beita "discount" þ.e. niðurfærslu.


Kv.


Heldur Ísland út 2011 eða, verður greiðsluþrot?

Það hefur nú í síðustu tíð verið talið að fjármagn þ.s. til er í gjaldeyrisvarasjóði, dugi ríkisstjórninni út árið 2011, þ.e. dugi fyrir þeim greiðslum af lánum í erlendum gjaldeyri sem ríkið þarf að framkvæma.

 

Á vef Seðlabanka, sést að gjaldeyrisvarasjóðurinn er: Gjaldeyrisforði

"Gjaldeyrisforði Seðlabankans nam 480,1 ma.kr. í lok febrúar og hækkaði um tæpa 5 ma.kr. milli mánaða. Erlend verðbréf lækkuðu um 5,5 ma.kr. og seðlar og innstæður hækkuðu um 10,3 ma.kr. og námu 223,9 ma.kr. í lok mánaðar."

http://www.sedlabanki.is/lisalib/getfile.aspx?itemid=5077

 

Þ.e. út af fyrir sig, gott og vel, að forðinn dugi ríkinu.

  • En, ríkið er ekki eini aðilinn í hagkerfinu, sem skiptir máli, sem ekki hefur tekjur í erlendum gjaldeyri, en sem skuldar verulegar upphæðir í erlendum gjaldeyri, og þarf því sambærilegan aðgang að forðanum, ef viðkomandi á ekki að fara í þrot.

 

Spurningin er því; fá aðrir en ríkið þ.s. þeir þurfa að fá, til að standa undir sínum skuldbindingum.

Eða, er forsendan sem miðað er við, að ríkið einoki forðann, og þar með hrekji þá aðra, sem einnig þurfa aðgang að forðanum til að komast hjá gjaldþroti, í þrot?

 

Ástæða þess að ég velti þessu fyrir mér, er grein sem byrtist í morgunblaðinu í vikunni, þ.e. þriðjudaginn 7. apríl. Þar kemur fram, að:

  • Orkuveitan er nær eingöngu fjármögnuð með erlendum lánum.
  • Að Orkuveitan, hefur einungis tekjur í krónum.
  • Að heildar skuldir Orkuveitunnar hlaupi nú á 231 milljarði.
  • Afborganir næsti 3. ára, hlaupi á 62 milljörðum. 

Orkuveitan, er ekki eina innlenda fyrirtækið sem skuldar verulegar upphæðir í erlendum gjaldeyri, og er í svipaðri aðstöðu að hafa einungis tekjur í krónum.

Skv. Standard & Poor's um Landsvirkjun:

"Liquidity
Landsvirkjun's immediate liquidity has strengthened significantly with the provision of a two-year $300 million contingent credit facility with the Central Bank of Iceland. In addition, Landsvirkjun currently has about $95 million in freely available cash and $308 million in committed lines (excluding two Icelandic banks' participation), compared with about $201 million of short-term debt. If Landsvirkjun's access to the debt capital markets remains limited, existing bank lines are fully drawn, and Landsvirkjun has no access to other funding sources, then the Central Bank would provide Landsvirkjun with foreign currency via a drawdown on the contingent credit facility in exchange for Icelandic krona or bonds. This is to ensure that all of Landsvirkjun's obligations are met on a full and timely basis as they fall due."

Þetta er áhugavert, því það má velta því fyrir sér, hvort þetta komi til með að standast - að LV muni geta dregið fé úr Seðlabankanum, ef þörf fyrir slíkt skapast? Ef ríkið, er að nota þetta fé til að bjarga sjálfu sér.

Skýrsla Moody's um Landsvirkjun

"The company now also receives 70% of its revenues in US$ (25% in ISK;5% NOK) which partially offsets its currency risk exposures" .. "with debt levels of around US$3 billion"

Lykilatriðið fyrir LV náttúrulega, eru að tekjur hennar af sölu á rafmagni til álfyrirtækju, eru í bandar. dollurum.

Það eru dollaratekjurnar, sem munu halda LV á floti, - ef þ.e. niðurstaðan, að LV helst á floti.

 

Stóra hættan, virðist vera Orkuveitan.

  • Þá, hvaða afleiðingar, fall hennar, hefur fyrir fjárhag Reykjavíkurborgar?
  • Gjaldþrot Reykjavíkur, væri gríðarlegt fjárhagslegt áfall, einnig fyrir ríkið. 

Svo, þ.e. mjög skiljanlegt, að borgin hafi í þessari viku, óskað eftir áhættumati, fyrir borgina, ef ske kann að OR fer á hausinn, og skuldir OR lenda á borginni.

Það má vera, að þetta setji aftur spurningamerki við, ákvörðun borgarinnar að klára tónlistarhúsið. En, þær framkvæmdir eru mjög dýrar, m.a. í erlendum gjaldeyri.

  • Ég skil samt, að borgin vilji ekki hafa þetta risastóra sár í borgarmyndinni, akkúrat í miðbænum á besta stað, og einmitt vegna þess, að stefna borgarinnar til næstu ára, er að laða ferðamenn til Reykjavíkur - í von um, að það auki tekjur borgarinnar á næstu árum.
  • Í sjálfu sér, eru fleiri ferðamenn, hluti af því sem Ísland, þarf á að halda, ef bjarga á fjárhag Íslands, fyrir horn. En, ferðamenn skaffa gjaldeyri og skortur á tekjum í gjaldeyri, er einmitt krítískt atriði.

En, aukið gjaldeyrisstreymi, þarf að verða töluvert, ef borgin á að fá inn í budduna, nægt fé á móti.

 

  • Aðrar hættur eru síðan, ímis þjónustu-fyrirtæki og síðan einstaklingar, sem skulda í erlendum gjaldeyri og hafa engin augljós ráð önnur en að leita til Seðlabanka um gjaldeyri.
  • En, ef aðilar sem þurfa á aðgangi að gjaldeyri að halda, fá hann ekki, þá einfaldlega rúlla þeir.
  • Þ.e. þetta, sem ég er að velta fyrir mér, því ef slík gjaldþrot myndu verða mjög mörg á næsta ári, þá myndi það fela í sér mjög öflug sjálfstæð samdráttaráhrif, á hagkerfið.
  • Að sjálfsögðu, hefði slíkur aukinn samdráttur, miðað við þann samdrátt sem annars er von á - á næsta ári, sjálfstæð neikvæð áhrif á fjármunastreymi til ríkisins.
  • Aukinn halli, vegna minnkaðs tekjustreymis óhjákvæmilega hefur neikvæð áhrif skuldaþróun ríkisins. Að vísu, væri sú viðbót skulda, sennilega einkum fjármögnuð innan lands. En, sú skuldaaukning samt sem áður, gerir greiðslustöðu ríkisins verri og minnkar það fé enn meir, vegna aukinst kostnaðar af skuldum, sem ríkið hefur til að standa undir eigin starfsemi.

 

Ég fullyrði ekki neitt. Ég bendi einungis á augljósar ógnanir við stöðu ríkisins á næsta ári.

En, mikill fjöldi gjaldþrota aðila, getur ógnað afkomu ríkisins, og skapað óvissu um, hvort það raunverulega heldur velli út næsta ár.

 

Kv.


Yfirtaka bankanna - allt í plati, eða hvað?

Skv. atburðum undanfarinna daga, þá er sagt að nú sé búið, að koma Arion banka, yfir til kröfuhafa. Íslandsbanki, ku einnig vera í höndum kröfuhafa - en, er allt sem sýnist?

"Íslenska ríkið og skilanefnd Kaupþings, náðu samkomulagi sín á milli í gær þess efist að skilanefndin mun eignast 87% hlut í Arion banka."

  • Ég vil vekja athygli á þessu orðalagi, sem segir fullum fetum, að það sé nánar tiltekið, skilanefndin er hafi yfirtekið bankann. En skilanefndin, hefur á sinni könnu uppgjör hins hrunda Kaupþings-banka.
  • Ég vek einnig athygli á, að þegar svipað samkomulag var gert um Íslandsbanka, þá var einnig talað um samkomulag á milli skilanefndar og ríkisins, í því tilviki um að eignast 95% í þeim banka.

 

Mbl. 2. des. 2009, bls. 12: "Að sögn Steinrs Þórs Guðgeirssonar, formanns skilanefndar Kaupþings-banka, kom enginn stór ágreiningur upp í samningaviðræðunum við ríkið: "Þær voru þannig byggðar upp að menn höfðu valkosti um tvær leiðir. Það steytti ekki á neinu, menn voru bara að semja um hvort ríkið héldi bankanum eða skilanefndin tæki hann yfir..."

Þetta eru áhugaverð orð, en skv. því sem ég síðast vissi, eru skilanefndirnar skipaðar af Fjármálaeftirlitinu, sem er ríkisstofnun. Einnig, að þessi einstaklingar, sem þannig eru skipaðir, eru eftir því sem ég best veit, að fá sín laun öll borguð frá ríkisféhirði.

Með öðrum orðum, ríksstofnun (en skilanefndirnar eru ekkert annað) og starfsmenn hennar (en hvað annað eru starfsmenn þeirra annað en ríkisstarfsmenn) semja við ríkisstjórnina og starfsmenn Fjármálaráðuneytis. Endurorðað, ríkisstofnun og ríkisstarfsmenn, semja við ráðuneyti og aðra ríkisstarfsmenn.

Ríkið er greinilega mjög snjallt, við það að semja við sjálft sig.

 

  • Skv. samkomulaginu, leggi skilanefndin fram 66 milljarða til bankans, í stað 72 milljarða í ríkisskuldabréfum er ríkið hafði lagt bankanum til, sem nú séu að mestu dregin til baka; en í staðinn leggi ríkið bankanum til 25 milljarða víkjandi lán.

Ég hef lengi velt því fyrir mér, hvernig ríkið hefur farið að því, að leggja bönkunum til eigið fé. En skv. þessu, og hef ég ekki trú á öðru en að sömu aðferð hafi verið beitt í öllum skiptum, þá hefur ríkið einungis lagt bönkunum til skuldaviðurkenningar - en ríkisskuldabréf eru ekkert annað. Með öðrum orðum, ekkert raunverulegt fjármagn. En, verðgildi slíkra pappíra, fer algerlega eftir getu ríkisins, til að standa við sínar skuldir - almennt. Skuldabréf, eru einfaldlega prentuð á þar til gerð eyðublöð og undirrituð af þeim, sem rétt hafa til þess að skuldbinda ríkið - - og abadra kadabra, skuldbindingin er orðin til.

Þ.e. að sjálfu sér ekkert athugavert við þetta form, þ.e. skuldabréf. En, þessi aðferð fól ekki í sér, að búið væri til neitt nýtt fjármagn. En, ríkið getur aflað sér peninga með skuldabréfaútgáfu, ef þau bréf eru seld á markaði gegn raunverulegum peningum. En, í þessu tilviki var ríkið einungis að færa skuldaviðurkenningu úr hægri vasanum í vinstri vasann. En, þó er löglegt að færa þetta sem eign, í bókhaldi. En, við getum verið viss um, að það kom aldrei til greina, að þessi bréf væru sett á sölu til að framkalla raunverulega skuld, til handa ríkinu og með þeim hætti, og til að með þeim hætti fengu bankarni í hendur raunverulega peninga.

Eins og ég sagði, mig hefur lengi langað til að vita, akkúrat hvernig hin svokallaða eiginfjárinnspýting ríkisins, til handa bönkunum, var búin til. Mig hefur nefnilega lengi grunað, að einhver hókus pókus hafi verið í spilum.

 

Mbl. 2. des. 2009, bls. 12: "Kröfuhafar munu ekki hafa formlega aðkomu að stjórnun gömlu bankanna fyrr en nauðasamningar hafa verið samþykktir og má búast við því að það verði ekki fyrr en á árinu 2011 hið fyrsta. Kröfur í bankana eru margar og segja heimildamenn Morgunblaðsins að það muni væntanlega taka allt næsta ár að fara yfir kröfur, meta þær og taka ákvarðanir um hvort þeim verði hafnað eða ekki. Þá megi búast við deilum vegna þeirra ákvarðana, sem dómstólar þurfi að skera úr um. Ekki sé hægt að fara í nauðasamninga fyrr en að þessu ferli loknu og fram að þeim tíma verði stjórn gömlu bankanna undir forræði FME."

Frétt Visi.is: "Skilanefnd skipar fjóra stjórnarmenn bankans af fimm en íslenska ríkið skipar einn. Stefnt er að því að fulltrúar skilanefndar í nýrri stjórn verði tveir erlendir og tveir innlendir sérfræðingar, þar af einn úr skilanefnd. Ný stjórn bankans verður skipuð þegar samþykki Fjármálaeftirlitsins og Samkeppniseftirlitsins liggur fyrir."

Ég verð að segja, að þetta eru stór athyglisverðar fréttir. En, eins og hefur komið fram í öðrum fréttum dagsins í gær, þ.e. 2. des. 2009; þá hefur verið búið til eignarhaldsfélag um Arionbanka í eigu - nánar tiltekið - þrotabús Kaupþings-banka.

  • Skv. þessu og áður fram komnum upplýsingum, eru nú bæði Nýi-Íslandsbanki og Arion-banki nú í eigu eignarhaldsfélaga, er eru í eigu þrotabúa Íslandsbanka og Kaupþings-banka.
  • Í báðum tilvikum, skv. fréttum og áður fram komnu, sytja fulltrúar kröfuhafa og skilanefnda í stjórn beggja banka.
  • En, í báðum tilvikum halda skilanefndirnar enn meirihluta stjórnarmanna, þó þær báðar kjósi að hafa fulltrúa kröfuhafa sem sinn fulltrúa, - væntanlega til að bæta samskiptin við einhverja mikilvæga kröfuhafa.
  • En, aðalpunkturinn virðist sá, að það mun þurfa bíða eftir þessu tafsama lokauppgjöri, að ganga endanlega frá því að kröfuhafar í reynd, taki þessa 2. banka yfir - eða ekki.

Ég hef velt því fyrir mér, alla tíð síðan hin svokallaða yfirtaka kröfuhafa á Nýja-Íslandsbankanum átti sér stað, þá hvers vegna ekkert hafi í reynd breyst í rekstri hans síðan.

  1. En, með yfirtöku erlendra aðila, átti maður von á, að þeir myndu senda eigin starfsmenn til að sortera bankann, þannig séð.
  2. En, þá á ég við, að starfsmenn séu sendir, til að taka út starfsemi bankans, fara yfir hana og ekki síst, til að meta það hverjir starfsmanna eiga að vera eftir og hverjir ekki.
  3. Síðan, væri farið í grimmar niðurskurðar aðgerðir á starfsemi, til að auka hagnaðarprósentu.

Þetta er þ.s. ég átti von á, þ.e. ef það væri raunverulega satt, að Íslandsbanki hefði verið tekinn yfir af kröfuhöfum.

Þess vegna, þótti mér svo undarlegt, að síðan leið og beið, og engin - alls engin - breyting á starfseminni átti sér stað.

Ég meina, að þrátt fyrir tal Steingríms J. Sigfússonar, um að samþykki kröfuhafa fyrir sitt leiti um, að þrotabú Kaupþings-Banka yfirtaki Arion banka, feli í sér trausts yfirlísingu við starfsfólk Arion banka; þá vitum við hin, að þar fyrir innan er enn að finna nákvæmlega sömu starfsmennina er komu Kaupþings banka í þrot. Það sama, á við um Nýja Íslands banka, að þar er að finna enn að lang mestu leiti nákvæmlega sömu starfsmennina er spiluðu djarft og komu Íslandsbanka á hausinn.

Svo, ég einfaldlega trúi því ekki, að það að ekkert hafi breyst í starfsemi Nýja Íslandsbanka, síðan hann á að hafa verið tekinn yfir, feli í sér traustsyfirlísingu kröfuhafa til starfsmanna og rekstrar bankans.

Þvert á móti, held ég að ofangreindar upplýsingar sýni og sanni, að hin raunverulega yfirtaka, hafi einfaldlega ekki enn farið fram, og hún fari einungis fram, ef og þegar loka-uppgjör þrotabúanna, fer fram. Og, þau lokauppgjör eins og kom fram, geta tekið allt næsta ár.

Ég get því ekki séð, að yfirtaka þrotabúanna þíði að erlendir kröfuhafar, hafi samþykkt að nokkru leiti, þ.e. enn sem komið er, að bera fjárhagslega ábyrgð á rekstri Arion banka og hin Nýja Íslandsbanka.

Þannig, að í þeim gerningum, er hafa verið framkvæmdir, felist nákvæmlega engin trygging á því, að þeir 2. bankar fari ekki í þrot, eða verði settir í þrot, seinna.

Hinir erlendu kröfuhafar, munu eingöngu framkvæma þ.s. þeir telja, vera skv. eigin hagsmunum. Eftir því sem ég best fæ séð, hafa þeir ekki samþykkt að hætta einni einustu Evru eða einu einasta Pundi.

Þeir munu að sjálfsögðu meta framhaldið, skv. eigin forsendum, og slá eigin mati á hvort það borgi sig fyrir þá, að hætta eigin fjármagni frekar en orðið er. En, búast má við, að væntingar um framvindu efnahagslífs, bæði hér og erlendis, muni þar hafa áhrif. En, forsendur hérlendis til framtíðarhagvaxtar, á allra næstu árum, eru vægt sagt mjög - mjög lélegar.

Ekki veit ég, í hvaða formi, skilanefndin hefur lagt til Arion banka fé. En, hún ræður yfir eignum þrotabús Kaupþings banka, og getur hugsanlega hafa fært einhver lán þangað yfir. En, ég efa það samt sem áður, þ.s. það á ekki að vera hægt að færa eignir úr þrotabúum fyrir uppgjör. Ef hún gefur út skuldabréf, á þrotabúið þá verða þau vart að forgangskröfum. Þá er eftir raunverulegt fjármagn, en ef eignir hafa verið seldar, þá tilheyrir það fé þrotabúinu og það sama gildir þá um það fé. Ég velti því fyrir mér, hvaða maðkaða mjög geti þar verið um að ræða.

 

 Kv.

 


Snillingarnir í Seðló

Ég tók andköf, af hreinni forundran, er ég las, nýútgefinn Hagvísi Seðló. En það virðist sem að, starfsmenn Seðló, séu búnir að skilgreina hið háa vaxtastig hérlendis í burtu, með skemmtilegri leikléttu að tala um raunvaxtastig, þ.e. draga verbólgu frá núverandi vöxtum Seðlabankans:

 

Aðhaldsstig peningastefnunnar hamlar efnahagsbata minna en ætla mætti
Þótt við núverandi aðstæður hafi innlánsvextir Seðlabankans mest áhrif á skammtímavexti á markaði og hjá innlánsstofnunum og þeir vextir séu mun lægri en veðlánavextir bankans eru nafnvextir eftir sem áður nokkuð háir. Aðhald peningastefnunnar þarf hins vegar fyrst og fremst að meta með hliðsjón af raunvöxtum, þ.e. nafnvöxtum að frádregnum verðbólguvæntingum.
 
 Tafl a I-1
Innlánsvextir Seðlabankans                                       9.5
Aðhaldsstig peningastefnunnar m.v.
12 mán. verðbólgu núna                                           -0.2
3 mán. árshraða árstíðarleiðréttrar verðbólgu            0.2
Verðbólguspá Seðlabankans1                                    2.5
Verðbólguvæntingar fyrirtækja yfi r næsta ár              5.5
Verðbólguvæntingar heimila yfi r næsta ár                 -0.5
Verðbólguvæntingar á fjármálamarkaði til eins árs2   4.5
 
Tafla I-1 sýnir mat á raunvöxtum miðað við mismunandi mat á verðbólguhorfum til næsta árs. Eins og sjá má er matið mismunandi eftir því við hvaða mælikvarða á verðbólguvæntingar er notað. Það endurspeglar óvissu sem jafnan ríkir um verðbólguhorfur. Af þeim sökum er einnig algengt að meta raunvexti miðað við núverandi verðbólgustig, eins og einnig er gert í töflunni. Á þessa ólíku mælikvarða eru raunvextir allt frá því að vera um 0% upp í það að vera rúmlega 5%. Sé tekið meðaltal allra þessara mælikvarða, fást raunvextir sem nema 2%. Það eru svipaðir raunvextir og t.d. í Austur-Evrópu og Suður-Ameríku og lægri en þeir eru að meðaltali í Asíu. Þannig eru raunstýrivextir t.d. rúmlega 4% í Brasilíu, um 2% í Tyrklandi og Ungverjalandi og u.þ.b. 1% í Nýja-Sjálandi og Suður-Afríku, en þessi lönd hafa oft verið borin saman við Ísland.
 
Hvað er að þessu?
  1. Verður að gera greinarmun á verðbólgu og verðbólgu. Hérna tala seðlabanka-menn, án þess að fram komi, að verðbólga sú sem nú er fyrir hendi, stafar einungis af því að krónan hefur verið að falla. Með öðrum orðum, verðbólgan kemur öll utan frá. Hérlendis, er engan verðbólguþrýsting að finna, sem á uppruna sinn í sjálfu innanlands hagkerfinu.
  2. Ísland, er dvergríki og slík hagkerfi, hafa ákveðna sérstöðu; þ.e. mjög hátt hlutfall aðfanga og annars varnings, er innfluttur. Slík hagkerfi eru því mjög viðkvæm fyrir gengissveiflum. Skv. fræðunum, er hægt að lágmarka gengissveiflur, með því að viðhalda lágu vaxtastigi, meðan uppgangur er í hagkerfinu; en á móti, að viðhalda háu vaxtastigi meðan efnahags kreppa varir. Gallinn er sá, að þetta hámarkar einnig hagsveifluna. Þetta virðist vera þ.s. Seðló er að gera, þ.e. að leitast til við að örva gengið en með þeim tilkostnaði, að kreppan innanlands er hámörkuð. En, þetta gengur ekki upp, þ.s. að sjálft hrun hagkerfisins er á sér þá stað, hefur sjálfstæð áhrif til að draga úr verðgildi gjaldmiðilsins. Eins og sést af atburðarás þeirri sem við höfum verið að ganga í gegnum, eru þau áhrif sterkari á vogarskálunum. Þannig, passa fræðin að því er virðist ekki við raunheiminn.
  3. Þ.s. ég segi, er að við verðum þess í stað, að taka mið af stöðu hagkerfisins, þ.e. lágmarka hagsveifluna. Það felur í sér þörf fyrir lága vexti - skítt með tal þeirra um raunvexti. Þá á ég við, að ef hagkerfið væri stærra, þá væri hér verðhjöðnun en ekki mæld verðbólga. Takandi mið af stöðu hagkerfisins, þá liggi þar með fyrir, að þar sé engan verðbólguþrýsting að finna. Mín ályktun sé, að hægt sé að leiða þessa verðbólgu hjá sér, einmitt vegna þess, að hún sé ekki til kominn vegna eftirspurnarþrýstings, innan að frá hagkerfinu. Það muni ekki leiða til enn alvarlegri verðbólgu, eins og fræðimenn virðast óttast, einmitt vegna þess að með lægri vöxtum muni draga úr samdrætti, og einmitt það muni hafa þau áhrif, að auka tiltrú á gjaldmiðlinum.

Nýjasta hefti Peningamála 
"Af ofangreindu má draga þá ályktun að skammtímaraunvextirséu þrátt fyrir allt tiltölulega lágir og líklega lægri en sem nemur hlutlausumraunvöxtum. Það er auðvitað eðlilegt miðað við núverandi efnahagsaðstæður að skammtímaraunvextir séu töluvert lægri en slíkir hlutlausir vextir vegna þess mikla slaka sem er í þjóðarbúskapnum, en hann dregur verulega úr hættu á þrálátri verðbólgu. Ef ekki kæmi til það tillit sem peningastefnan hefur þurft að taka til lágs gengis krónunnar þá væru þessir vextir lægri. Til þess að leggja mat á hættu á neikvæðum áhrifum lágra vaxta á gengi krónunnar er einnig gagnlegt að horfa til skammtímavaxtamunar við útlönd. Hann hefur minnkað verulega það sem af er þessu ári og er nú u.þ.b. 8 prósentur. Að teknu tilliti til áhættuálags sem enn er krafist á fjáreignir í íslenskum krónum telst þetta ekki sérlega mikill vaxtamunur...Fjármagnshöftin auka hins vegar líkurnar á því að þessi vaxtamunur dugi. Væru þau ekki til staðar er líklegt að vaxta munurinn þyrfti að vera enn meiri."
 
Hérna verða menn að ákveða sig, hvort þeir eru sammála Seðló eða ekki!
  • En ef Seðló hefur rétt fyrir sér, þá er vaxtastefnan hér á landi, ofur eðlilegu og í reynd vextir ekkert hærri en gengur og gerist annars staðar. En, ég bendi á, að þetta mat tekur ekkert tillit til ástands hagkerfisins, heldur einungis tillit til mældrar verðbólgu, og er byggt á þeirri skoðun, að það verði að berja alla verðbólgu niður, með vöxtum - burtséð frá því, af hvaða tagi sú verðbólga er.
  • Ef Seðló hefur rangt fyrir sér, með því að einblína á verðbólgutölur, hafandi í huga að verðbólgan sem nú er, stafar ekki af spennu í ísl. hagkerfinu - annars vegar- og - hins vegar - að þú getur ekki baríð slíka verðbólgu niður með vöxtum, nema þá aðeins að vextir skili sér í verðhækkun krónunnar; þá er eitt öruggt, að Seðló stórlega vanmetur neikvæð efnahagsleg áhrif vaxtastefnu sinnar, sem væntanlega einnig þíðir, að nýútgefin spá Seðló um efnahagsframvindu, er sennilega of bjartsýn.

Stjórna vextir gengi krónunnar?
  • Eins og ég hef áður útskýrt, hefur gengi gjaldmiðils tengingu við stöðu hagkerfisins, er stendur á bak við þann gjaldmiðil. Aftur á móti, virðist ríkjandi hugmyndafræði innan Seðlabankans vera sú, að þegar gjaldmiðill hafi svokallað markaðsgengi, þ.e. gengið ráðist af verðmyndun á markaði, þá ráði  vaxtastigið mestu um það kaup/sölu-gengi.
  • Ef gjaldmiðillinn, eru hlutabréf fyrirtækisins Ísland, þá eru vextirnir renturnar af þeim hlutabréfum.
  • Nú, ef þ.e. rétt að vextirnir hafi mest að segja, um að ákvarða verðgildi gjaldmiðla á frjálsum gjaldeyrismarkaði, þá er það hið sama og segja, að rentur/arður "dividents" af hlutafé, ráði mestu um gengi þeirra bréfa. Í mín eyru, hljómar þetta mjög ósennilegt.
  • Mitt svar, er að um gengi gjaldmiðla, hljóti sjálfar rekstrarlegar forsendur hins undirliggjandi hagkerfis, að spila mesta rullu. Ég er alls ekki að segja, að vextirnir hafi ekki áhrif. En, þ.s. ég er að segja, að áhrif þeirra, geti ekki verið yfirsterkari sameiginlegum áhrifum þess, að allar efnahagslegar forsendur, séu neikvæðar. Varðandi verð hlutabréfa, þá er þetta hið sama og að segja, að um verð hlutabréfa hljóti að ráða mestu, rekstrarlegar forsendur þess fyrirtækis, sem hlutabréfin eru gefin út á. Sannarlega, hafi rentur/arður einhver áhrif, en hann geti ekki vegið þyngra en hinar meginforsendurnar samanlagt.
  • Ef þetta er skki svo, ætti að vera fræðilega hægt, að reka mjög verðmætann gjaldmiðil með alls ekkert hagkerfi á bakvið, eða þá selja verðmæt hlutafé út á engan rekstur. Reyndar hefur slíkt stundum átt sér stað, á hlutabréfamörkuðum. En, slík viðskipti hafa alltaf komið í ljós á endanum, að voru loftbóluviðskipti - eða "skam".

Ef við erum sammála því, að Seðló hafi rangt fyrir sér!
  • Þá er vaxtastefnan ekki að styðja við gjaldmiðilinn, eins og Seðló heldur fram, þ.s. neikvæð staða þjóðarbúsins, hafi meiri áhrif á stöðu krónunnar, heldur en vextirnir einir sér. Reyndar, held ég því fram, að við núverandi ástand - í ljósi samdráttaraukandi áhrifa vaxtanna á hagkerfið - að á meðan hagkerfið býr við samdrátt á öllum vígstöðvum, séu neikvæð áhrif vaxtanna á gengið meiri heldur en hugsanleg jákvæð áhrif þeirra.
  • Ef þ.e. svo, þá eru vextirnir eingöngu kostnaður fyrir hagkerfið, þ.e. með því að hækka afborganir af lánum allra þeirra er skulda í krónum, þá leiða þeir til þess að allir þeir aðilar hafa minna fé handa á milli til allra hluta. Þetta eykur atvinnuleysi og dregur úr fjárfestingum; og að auki, fjölgar þeim sem verða gjaldþrota. Við þetta má bæta, að of mikið fé er að safnast á innlánsreikninga, sennilega vegna þess að vextirnir gera útlán of dýr, svo bankarnir eru ekki að safna útlánum á móti þeim innlánum, sem hlítur að vera einn af orsakaþáttum núverandi hallarekstrar þeirra. Ef þetta er ekki nóg, þá eykst einnig áhætta bankana, vegna fjölgunar gjaldþrota, sem eykur afskriftir þeirra umfram þ.s. þær þyrftu að vera ella.
  • Með öðrum orðum, vaxtastefnan er hreinlega eins og rekakkeri, sem hægir á öllu, án þess að skila nokkru jákvæðu á móti.

Niðurstaða

Ég held að við verðum að beita hefðbundinni "counter cycle" stefnu, þ.e. að leitast við að lágmarka hagsveifluna, frekar en "pro cycle" stefnu, sem virðist vera ríkjandi viðhorf innan Seðlabankans. En, til er fræðiritgerð, er rökstyður að "pro-cyle" stefna sé þ.s. blífur í smáríkjum. En, þá einmitt er hagsveiflan hámörkuð - en, akkúrat hámörkun sveiflunnar, mun verða afleiðing stefnu Seðlabankans, og Seðlabankastjóra er örugglega það fullkunnugt; ef hún fær að halda áfram.

Það má vera að það gangi gegn, núvernadi "economic orthodoxy". En, ég segi. Fylgjum þeirri stefnu, að lágmarka hagsveifluna. Lækkum vextina, helst niður í "0".

Ég á ekki von á, að það valdi ofurverðbólgu, því staða hagkerfisins sjálfs, þ.e. hvort það er að hjaðna eða að dafna, skiptir sannarlega miklu máli um stöðu gjaldmiðilsins. Þ.e. eitthvað, sem virðist merkilega lítið metið, innan núverandi "economic orthodoxy", þ.e. þau gömlu sannindi, að gjaldmiðillinn - þ.e. verðmæti hans, mótist mest af sjálfri stöðu hagkerfisins. Með öðrum orðum, á ég von á, að gjaldmiðillinn styrkist þegar hagkerfið styrkis og þá, slái sú styrking á þá verðbólgu er gengishrapið hefur verið að búa til.

þvert á þ.s. þeir virðast halda, tel ég að skánandi hagur hagkerfisins, muni ráða meiru um stöðu gjaldmiðilsins, en sú stefna að reyna að lyfta honum með vaxtastigi er getur ekki annað verið, en sé að drepa hagkerfið.

Krónan getur ekki risið hátt, ef sjálft hagkerfið er óðum að hrynja undan henni.

 

Ps: Endilega skoðið þessa fréttaskýringu frá Newsweek:

Boom and Gloom

Investors are bidding up stocks, gold, and oil to dizzying heights. It's déja vu all over again.

 

Kv.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 27
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 26
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband