23.4.2017 | 23:58
Markaðir virðast reikna með sigri Macrons á Le Pen í seinni umferð!
Að sjálfsögðu ekki unnt að bóka þann sigur þó fyrirfram, en frambjóðendur á vinstri væng franskra stjórnamála -- hafa hvatt stuðningsmenn sína til þess að gera allt sitt til að forða kjöri, Marine Le Pen.
Skv. fréttum voru úrslitin eftirfarandi: Macron and Le Pen to contest
- Macron: 23,8%
- Le Pen: 21,7%
- Fillon: 20%
- Melenchon: 19,4%
--Eins og væntanlega allir vita, þíðir þetta að Macron og Le Pen, keppa í seinni umferð.
Þessar kosningar verða líklega, hreinar kosningar um aðildarmálið!
En eins og vitað er, hefur Marine Le Pen, sagt vilja þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild Frakklands að ESB. Og vilja endurreisa frankann!
Meðan að Emmanuel Macron - er einlægur aðildarsinni, sem telur hvort tveggja afar slæma hugmynd, brotthvarf úr ESB og brotthvarf úr evrunni.
- En þó svo að Le Pen mundi hafa sigur í seinni umferð.
- Þíddi það ekki endilega, að brotthvarf Frakklands úr ESB og úr evru, væri sannarlega yfirvofandi.
- Enda mundi hún þurfa samþykki þingsins fyrir því - að standa fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu, um aðild Frakklands.
--Sem engin leið væri fyrir Le Pen, að fyrirfram bóka. - En Front Nationale - hefur fram að þessu ekki tekið þátt í myndun ríkisstjórna Frakklands.
--Að Le Pen yrði forseti, væri alls ekki nein - alger trygging slíkrar útkomu. - Það færi eftir því, hvernig hrossakaup milli flokka á þingi, mundu ganga fyrir sig.
--Fyrir utan að FN-fram að þessu hefur ekki haft, risastóran þingflokk. - Væri því ekki neitt endilega, ráðandi afl innan ríkisstjórnar sem sá flokkur tæki þátt í.
M.ö.o. að ef hún hefði sigur -> Mundi hefjast næsta stóra þrekraun Marine Le Pen.
Að tryggja flokki hennar -> Áhrif innan ríkisstjórnar, og þar með hennar eigin - á lagasetningu.
--Ef flokkar á þingi mundu geta myndað stjórn án FN.
--Þá hefði Marine Le Pen líklega ekki nokkurn möguleika til þess, að þvinga fram þá þjóðaratkvæðagreiðslu - sem hún hefur áhuga á að standa fyrir.
- Hún svipað og var um Obama er hann var með meirihluta Repúblikana í báðum þingdeildum.
- Hefði þá fyrst og fremst lagasetningaráhrif í gegnum beitingu - neitunarvalds.
--Sem væntanlega í Frakklandi þarf einhvern aukinn meirihluta til að hnekkja.
--Sem gæti þó verið til staðar í því tiltekna máli.
Niðurstaða
Á næstum tveim vikum munu franskir kjósendur sem ekki kusu annað hvort Macron eða Le Pen, að þurfa að gera upp hug sinn - hvers konar framtíðarsýn um Frakkland þeir vilja - auk þess að þeir þurfa að gera upp hug sinn um það, hvaða sýn á framtíð Evrópu þeir aðhyllast. En Macron og Le Pen standa fyrir mjög ólíka sýn, þ.e. aðildarsinninn vs. tortryggnin gagnvart ESB og því sem ESB stendur fyrir. Í annan stað höfum við staðfasta trú á framtíð samstarfs um ESB og evru vs. álíka staðföst vantrú á það að samstarf ESB hafi framtíð eða hvað þá evran, eða sé á vetur setjandi yfir höfuð. Andstaða við þjóðernishyggju vs. gamalgróin þjóðernishyggja.
Valkostir kjósenda eru með öðrum orðum - afskaplega skýrir.
--Fram að þessu hefur verið skýr meirihluti í Frakklandi fyrir aðild að hvoru tveggja ESB og evru.
Það kemur í ljós hvort Marine Le Pen tekst að sannfæra meirihluta kjósenda um það atriði, að það sé rétt aðgerð að láta kjósa um aðild Frakklands - eins og Bretar gerðu!
- Hún gæti reynt að snúa því upp í spurningu um lýðræði.
--Ef henni mundi takast að láta kjósendur kaupa slíka röksemd, gæti hún haft betur.
Nk. 2-vikur mun reyna á sannfæringarkraft frambjóðendanna tveggja, sem aldrei fyrr.
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Það hefur einfaldlega gerst nákvæmlega eins og ég átti von á - að svokallað "fracking" fór aftur í gang um leið og heims olíuverðlag fór rétt yfir 50 Dollara. Þannig að ef Saudi Arabía var um árið að gera tilraun til þess að drepa -fracking- iðnaðinn í Bandaríkjunum, hefur það fullkomlega mistekist.
--Sannarlega fór fj. fyrirtækja á hausinn - en best fjármögnuðu fyrirtækin héldu velli, og hófu strax að dæla af krafti að nýju um leið og verðið dugaði fyrir framleiðslukostnaði.
--Og þau fyrirtæki er fóru á hausinn, voru keypt upp af öðrum - fyrir mun minna, eins og gengur.
Oil dives below $50 as confidence in Opec wavers
"US benchmark West Texas Intermediate fell below $50 a barrel on Friday down $1.32 to $49.39 by 6.45pm in London. The global Brent marker dropped $1.24 to $51.75 a barrel." - "...number of rigs drilling for oil in the US rose for a 14th consecutive week. Drillers added five rigs in the week to April 21, bringing the total count to 688 the most since April 2015."
Það sem hefur gerst, er að OPEC ásamt Rússlandi, geta ekki lengur stjórnað heims markaðsverði
Þess í stað er það -fracking- iðnaðurinn sem það gerir!
- Ég benti á þetta fyrir -ath- ári!
Það að Rússland og Saudi Arabía líða fyrir þetta!
Er góð útkoma fyrir heiminn!
- Vissulega er það rétt, að -Fracking- í Bandaríkjunum einum, getur væntanlega ekki viðhaldið lágu olíuverði -- í mjög langan tíma. En við erum samt sennilega að tala um - 20 ár.
- En rökrétt þ.s. fyrirtækin eru mörg í -fracking- iðnaðinum, og samkeppni milli þeirra -- dæla þau alltaf eins miklu og þau geta, þegar þ.e. efnahagslega hagkvæmt.
- Sem þíði, að rökrétt halda þau alltaf verðinu - nærri sársaukamörkum þeim þegar -fracking- borgar sig, þ.e. rétt um eða rétt yfir 50 Dollurum.
--Og þróunin á markaði virðist einmitt vera að birta þá mynd. - Því má að auki bæta við, að olíu-leirsteinslög sem vinnanleg eru mað -fracking- aðferð, er að finna mun víðar í heiminum.
- Þannig að það má vel vera að unnt sé að viðhalda lágu olíuverði með -fracking- aðferð, nk. 100 ár.
- Ef maður lætur vera að taka tillit til þeirrar þróunar sem hugsanlega getur ágerst, að mannkyn skipti smám saman yfir í endurnýtanlega orkugjafa.
--En ef mannkyn gerir það - þá undirstrikast enn sterkar.
--Að heims olíuverð - sé einfaldlega ekki að fara að hækka, sennilega nokkru sinni aftur!
Þannig að eins og ég benti á fyrir -ath- ári!
Sé tími hás olíuverð sennilega einfaldlega búinn - þá meina ég, endanlega!
- Það þíði, að lönd eins og Rússland og Saudi Arabía -- sem lifa nær eingöngu á olíutekjum.
- Muni einfaldlega ekki komast upp úr þeirri lægð, sem þau byrjuðu í - 2015.
Það má vera að Rússland eigi betri möguleika en Saudi Arabía að finna sér aðrar leiðir.
En til þess að það sé sennilegt - um þetta atriði er ég fullkomlega viss - þarf Rússland að skipta algerlega um stjórnarfar.
--En núverandi landstjórnendur séu nærri eins slæmir sem dauð hönd, og þeir sem réðu þar á Sovéttímanum.
Niðurstaða
Það að orkuverð líklega helst lágt nk. áratugi - jafnvel nk. 100 ár, sé gott fyrir neytendur á orku þar á meðal Ísland. Þetta sé einnig þar með gott fyrir efnahag flestra landa heims.
Þau lönd sem tapa séu þau lönd, sem séu með olíu og gas, sem megin útflutnings-afurð. Land eins og Rússland -- með útfl. tekjur á olíu og gasi, enn við 60% mörk eins og er Boris Yeltsin var við völd.
Það sé bónus fyrir heiminn, að áhrif landa eins og Saudi Arabíu og Rússlands - fari þar af leiðandi hnignandi á nk. árum og líklega áratugum. En mér virðist ljóst, að án dramatískrar breytingar -- séu bæði lönd farin sennilega inn í langvarandi hnignunar eða stöðnunarskeið.
- Engu landi hafi sennilega hnignað meir hlutfallslega en Rússlandi, sl. 15 ár.
- Sennilega hefur ekkert land tapað meir á hröðu risi Kína, en einmitt Rússland.
--Þess vegna skil ég ekki almennilega hví rússneska elítan virðist halla sér að Kína.
--En Kína sé margfalt varasamara fyrir Rússland, en Vesturlönd.
- Sbr. ábendingu mína að Kína hefur yfir milljarð íbúa, m.ö.o. nærri 10-faldan íbúafjölda Rússlands + yfir 3000 km. af sameiginlegum landamærum + að svæði í eigu Rússlands næst landamærum Kína eru mjög strjálbýl.
Ef rússneska elítan hugsaði um eitthvað umfram - skammtíma stjónarmið, að tryggja eigin persónul. völd.
Væri Rússland með - samvinnu við Vesturlönd sem stefnu, þ.e. -consistent- stefnumótun sl. 20 ár.
En slík samvinna hefði verið eina leiðin fyrir Rússland - að halda velli gagnvart Kína.
--Með stefnu sinni hafi Pútín líklega í reynd - afsalað til Kína gríðarlegum verðmætum, en sl. 10-15 ár hefur Kína hratt verið að taka yfir hagsmuni Rússl. í Mið-Asíu.
--Svo lengi sem sú stefna haldi áfram - muni hratt undanhald Rússlands gagnvart Kína viðhaldast.
- Því lengur sem það undanhald viðhelst, því lengur munu drottnandi áhrif Kína ná -- jafnvel langt inn fyrir landamæri Rússlands sjálfs.
--M.ö.o. yfirtaka með tilstyrk fjármagns.
Mig grunar að framtíðin muni sjá Pútín sem einn versta stjórnanda Rússlands í gervallri sögu þess.
Afleiðingarnar tel ég verða virkilega hrikalegar fyrir Rússland og algerlega óafturkræfar að auki.
---------------Gamlar færslur
18.12.2014 | 22:30 Mér virðist Rússland stefna í að verða "dóminerað" af Kína
20.5.2014 | 23:14 Að halla sér að Kína getur verið leikur að eldinum fyrir Rússland
15.5.2016 | 19:34 Tími ofsagróða stóru olíuframleiðsluríkjanna getur verið liðinn fyrir fullt og allt
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
20.4.2017 | 11:22
Eitt vert að muna að Kína líklega vill ekki hafa bandarískan her upp við eigin landamæri
En N-Kórea hefur lengi verið álitið svokkallað "buffer" eða stuðpúða land fyrir Kína. Margir hafa lengi álitið það mikilvægan þátt í ákvörðun Maro á sínum tíma -- að ganga inn í svokallað Kóreu-stríð á sínum tíma. Þegar bandarískur her var nokkurn veginn búinn að sigrast fullkomlega á N-Kóreu.
--En herir undir flaggi SÞ og undir stjórn Mc Arthur hershöfðingja voru nánast komnir að landamærum Kína, er kínverskur her lét til skarar skríða á sínum tíma í valdatíð Mao.
- Þetta er örugglega mikilvæg ástæða tregðu Kína við það að beita N-Kóreu verulegum þrýstingi á seinni tíða --> Þó svo að lítill vafi sé líklega um að Kína hugnist ekki fyrirgangur stjórnvalda N-Kóreu, er N-Kórea ítrekað beitir hótunum á S-Kóreu og leitast við að byggja upp kjarnavopn og eldflaugar til að bera slíkar sprengjur.
- En með uppbyggingu kjarnavopna berandi eldflauga er N-Kórea án vafa - að kinda undir vígbúnaðar kapphlaupi í Asíu.
--Spurning hvort þ.e. gott eða slæmt fyrir Kína.
En það má alveg ímynda sér að Kína henti að nota hugsanleg viðbrögð nágranna landa N-Kóreu, er þau efla sinn vígbúnað -- sem afsökun til að þá efla sinn eigin.
--Að sjálfsögðu óvíst að það sé rétt!
N-Kórea heldur áfram að gefa út stórkarlalega yfirlýsingar!
North Korea warns of 'super-mighty preemptive strike'
"In the case of our super-mighty preemptive strike being launched, it will completely and immediately wipe out not only U.S. imperialists' invasion forces in South Korea and its surrounding areas but the U.S. mainland and reduce them to ashes,"
Langt yfir markið greinilega þar sem engar sannanir eru enn til staðar að N-Kóreu hafi tekist að smíða nægilega smáa kjarnapsrengju - til að vera nothæf til flutnings á eldflaug.
Síðan hafa tilraunir N-Kóreu með langdrægar flaugar verið brokkgengar - þ.e. skotin mistakist nærri eins oft og þau heppnast.
- Engar líkur a.m.k. enn að N-Kórea eigi einhvern verulegan fjölda flauga nærri það langdrægar.
--En án vafa séu skammdrægari flaugar N-Kóreu þegar ógn við sína næstu granna, þ.e. S-Kóreu og Japan.
White House defends portrayal of 'armada' push toward Korean peninsula
Síðan er eins og Donald Trump hafi ekki sagt alveg satt um ferðir flugmóðurskipa er áttu að hans sögn að vera á siglingu til hafsvæðisins nærri Norður og Suður Kóreu.
--Þess í stað virðast þau á leið til Ástralíu, til fyrirfram boðaðra æfinga þar með flota Ástralíu.
Yfirlýsingar Trumps um "armada" séu því einnig farnar að líta illa út.
Nánast ekki síður en yfirlýsingar N-Kóreu stjórnar.
Blað í eigu kínverskra stjórnvalda enda sagði eftirfarandi: "The truth seems to be that the U.S. military and president jointly created fake news and it is without doubt a rare scandal in U.S. history, which will be bound to cripple Trump's and U.S. dignity,"
--Sem kannski er þá ekki unnt að mótmæla!
Niðurstaða
Enn sem fyrr á ég ekki von á bandarískri árás á N-Kóreu - þrátt fyrir yfirlýsingagleði Trumps og Pence undanfarna daga -- og síðan oft skondnar vegna þess hve þær eru langt yfir markið yfirlýsingar N-Kóreu á móti. Hinn bóginn held ég að lítill vafi sé að ráðamenn N-Kóreu beita vopnum þeim sem þeir eiga, ef ráðist verður á N-Kóreu. Síðan að enginn vafi sé að N-Kórea á nægilega mikið af hefðbundnum stórskota vopnum er draga til borga í S-Kóreu, að stríð mundi valda líklega miklu manntjóni sem og tjóni í S-Kóreu.
M.ö.o. á ég ekki von á að Trump takist að breyta stöðunni varðandi N-Kóreu.
Þrátt fyrir tilraunir með að beita N-Kóreu auknum þrístingi.
--N-Kórea muni einfaldlega ekki gefa eftir þumlung, nú sem fyrr.
Og Kína verði ekki tilbúið að beita nægilegum þrýstingi sjálft - af ótta við hugsanlegt hrun N-Kóreu, og af ótta við að fá þá hugsanlega bandarískan her upp að eigin landamærum, til framtíðar.
--Þannig að staða mála varðandi N-Kóreu verði líklega óbreitt, nema með þeim hætti að N-Kórea haldi áfram sinni uppbyggingu á kjarnavopnum, og með tíð og tíma líklega nái markmiði sínu að byggja upp kjarnorkuherafla er geti dregið til Bandaríkjanna!
Án þess að Trump takist að hindra þá útkomu.
--Afleiðing líklega yrði - aukin útbreiðsla kjarnorkuvopna í Asíu, sbr. Japan gæti þá ákveðið að verða kjarnorkuveldi, jafnvel S-Kórea að auki.
--Asía, ef maður bæti við samkeppni Kína og Bandaríkjanna er líklega fer vaxandi í framtíðinni, verður þá sennilega í framtíðinni --> Langsamlega hættulegasta spennusvæði heimsins!
- 3-heimsstyrrjöldin líklegast hefst þá í Asíu, ef hún hefst nokkru sinni.
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Það má segja að tækifærið hafi einfaldlega verið of gott til að sleppa!
Skv. meðaltali skoðanakannana undanfarið -- ætti Íhaldsflokkurinn að bæta við sig 56 þingmönnum, Verkamannaflokkurinn að tapa 59 þingmönnum - aðrir flokkar fá ca. svipað og síðast.
--Útkoma: Íhaldsflokkurinn mundi enda með drjúgan þingmeirihluta!
Polls pointed to opportunity that was too good for May to miss : "A YouGov survey for The Times this week put the Conservatives on 44 per cent, Labour on 23 per cent, the Lib Dems on 12 per cent and Ukip on 10 per cent."
Ef kosið er 8. júní nk. - mundi stjórn Íhaldsflokksins geta setið til júní 2022.
--En annars hefði þurft að kjósa í tveim árum fyrr, 2020.
- Það sem þetta veiti May, sé betra svigrúm til að leiða BREXIT til lykta.
- Auk þess að aukinn þingmeirihluti, mundi gera henni auðveldara að koma í gegnum þingið - lausnum er væru hugsanlega umdeildar meðal einstakra þingmanna Íhaldsflokksins.
--Má vera að einhverjir verði pyrraðir yfir því, að May fullyrti ítrekað - síðast í sl. mánuði, að ekki yrði efnt til nýrra þingkosninga á þessu ári.
- Ef kosninganiðurstöður verða eitthvað í líkingu við núverandi kannanir -- verða Íhaldsmenn svo ánægðir með sigurinn.
- Á sama tíma, og Corbyn yrði að hætta sem formaður Verkamannaflokksins í kjölfar slíks ósigurs flokks hans - sem þíddi að Verkamannaflokkurinn mundi ekki meðan flokkurinn væri á kafi í deilum um leiðtogamál geta veitt nokkra pólitíska samkeppni við Íhaldsflokkinn.
- Að May yrði þá --> Óskoraður leiðtogi Bretlands, a.m.k. um hríð.
--Ef BREXIT mundi enda vel fyrir Bretland -- gæti hún setið lengi á eftir!
Auðvitað öfug útkoma ef Bretar á endanum mundu verða ósáttir með niðurstöðuna!
En með öflugan þingmeirihluta mundi May líklega geta notað þingið sem --> Stimpilpúða.
--Því geta komið sennilega þeirri niðurstöðu í gegnum þingið breska sem yrði.
Jafnvel þó hún endaði með einhverjum hætti - umdeild!
Niðurstaða
Eiginlega er það eina við málið að ég er hissa að May hafi ekki ákveðið að láta kjósa jafnvel enn fyrr. En arfaslök staða Verkamannaflokksins í könnunum hefur verið -consistent- þema nú um töluverða hríð. M.ö.o. að greinilega sé Corbyn ekki sem formaður að sannfæra kjósendur til fylgilags.
Það virðist nánast alveg öruggt að May standi mun sterkar að vígi á eftir.
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.4.2017 | 01:27
Erdogan framlengir lög um neyðarástand - eina ferðina enn
Það kaldhæðna er að kosningaúrslitin geta hafa spilað verulega rullu um þá ákvörðun, þ.e:
- 51,4% vs. 48,6%.
En atkvæði tyrkja er búa í ESB aðildarlöndum, virðast hafa ráðið úrslitum.
M.ö.o. að Erdogan hafi ekki unnið -- innan Tyrklands sjálfs.
- Erdogan getur því óttast -- róstur og mótmæli í kjölfarinu.
- Hann tapaði að auki með áberandi hætti í þrem stærstum borgum landsins.
--Meðan að hann vann sigur í sveitum landsins og fátækari svæðum Sunnar í landinu.
--Tapaði þó harkalega á Kúrda-svæðum landsins.
In divided Turkey, president defends victory in referendum granting new powers
Erdogan clinches victory in Turkish constitutional referendum
Erdogan's Victory in the Referendum on His Powers Will Leave Turkey Even More Divided
Erdogan follows referendum win with extension of state of emergency
Það eru sjálfsagt a.m.k. einhverjar líkur á að deilur um úrslitin - viðhaldist í kjölfarið, að stór hluti Tyrkja muni héðan í frá álíta úrslitin ólögmæt!
Það hve naum úrslitin voru - geti að auki gefið andstæðingum aukinn kraft. Það hafi einnig myndast í kosningabaráttunni, óformleg samstaða milli ólíkra afla -- um samstöðu gegn Erdogan.
--Sú samstaða getur nú eflst í kjölfar niðurstöðunnar!
- Óvíst er m.ö.o. að úrslitin styrki stöðu Erdogans.
Þó að lögformleg staða hans sé sterkari.
--Geti hans pólitíska staða í landinu hafa veikst.
Líkur virðast um að Erdogan keyri breytingarnar hratt fram.
--Með því að framlengja neyðarlög.
--Þá getur hann nú í krafti úrslitanna, væntanlega gefið bein fyrirmæli frá forsetaembættinu um þær lagabreytingar!
Með því vonist hann væntanlega til þess, að gera þær -- óafturkræfar með hraði.
--En sú áhætta sem hann þá hugsanlega tekur.
--Getur verið, að sá ca. helmingur Tyrkja er kaus gegn honum -- líti svo á að Erdogan strái salti í sárin.
Hafandi í huga að þetta er mjög fjölmennur hópur!
Virðist manni það alveg geta átt sér stað -- að mjög fjölmenn fjöldamótmæli gjósi upp.
- Það gæti einhverju leiti minnt á fjöldamótmæli er gusu upp í tengslum við svokallað -- arabískt vor.
--Það væri þá undir viðbrögðum Erdogan komið --> Hvað síðan mundi koma þar á eftir. - Bendi á það að -- Ben Ali í Túnis, gaf eftir vilja meirihluta almennings; og það urðu engin borgaraátök í Túnis.
--Meðan að Assad í Sýrlandi ---> Gaf fyrirskipanir að skjóta á óvopnaðan lýðinn er var að mótmæla ---> Og strax í kjölfarið á því, breyttust mómtælin í vopnaða uppreisn, og borgarastríð hefur æ síðan geisað innan Sýrlands.
Tyrkland gæti sem sagt - ef Erdogan spilar málin of ógætlilega!
--Farið mjög nærri borgaraátökum.
--Eða jafnvel alla leið yfir í borgaraátök.
- Ef borgaraátök mundu hefjast innan Tyrklands.
- Mundi það gera stríðið innan Sýrlands -- að stormi í tebolla í samanburði.
Við erum að tala um það --> Að 20-30 milljón manna flóttamannabylgja gæti skollið á Evrópu.
Niðurstaða
Ég er ekki að spá borgarastríði innan Tyrklands. Einungis að benda á það að Erdogan virðist stjórna nú með afar -sundrandi hætti- innan Tyrklands. Síðan virðist framkoma hans nú strax í kjölfarið - vera frekari högg í þann knérunn.
--Með því að setja neyðarlög, virðist blasa við --> Að Erdogan ætli sér síðan, að láta frekari slík högg dynja yfir - það með hraði.
Það gæti skapað - bylgju reiði í bland við örvæntingu; ef stór fjöldi Tyrkja upplyfir landið vera stefna í kolranga átt.
--M.ö.o. kokteill sem mér líst hreinlega ekki á.
- Erdogan gæti m.ö.o. reynst eins stórt fífl og hann Assad reyndist vera sumarið 2011.
--Assad eyðilagði í reynd Sýrland --> Þ.e. hans sök að landið gersamlega er í rúst. - Erdogan gæti, í stað þess að verða landsfaðir Tyrklands, leitt yfir það eyðileggingu í enn stærri stíl.
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.4.2017 | 23:56
Erdogan forseti Tyrklands segist hafa haft nauman sigur með 51,4% stuðning fyrir stjórnarskrárbreytingu er færir honum einræðisvöld
Áhuga vekur að Erdogan virðist hafa tapað í 3-stærstu borgum landsins: Istanbul, Ankara og Izmir.
Andstæðingar segjast krefjast - endurtalningar.
--Hinn bóginn skipa stuðningsmenn Erdogans nú meirihluta í "Supreme Election Council" eða Æðsta-kosninga-ráðinu, þannig að líklega verða allir úrskurðir um vafamál tengd kosningunum Erdogan í hag.
Deilur verða líklega um atkvæði sem uppfylla ekki að fullu kosningareglur.
"Opposition parties demanded recounts after the Supreme Election Council ruled while the vote was still going on that ballots without official verification stamps would be accepted."
Þekki ekki þessa - stimplunarreglu.
Eða hvaða atkvæði það eru sem þurfa þá stimplun.
- Má velta fyrir sér atkvæðum er hafa borist erlendis frá.
Þessi naumi sigur virðist ekki veita Erdogan sterkt umboð!
En væntanlega hagar hann sér eins og hann hafi fengið ótakmarkað umboð kjósenda!
- Bendi fólki á að vanalega þegar kosninga-svik eru í gangi --> Segist opinber sigurvegari kosningar hafa unnið með - yfirburðum.
- T.d. vitað að síðast er kosið var í Rússlandi -- vann Pútín í reynd ekki eins stórt og opinberar tölur sögðu.
--Annað dæmi um ákaflega grunamleg opinber úrslit - eru kosningar á Krímskaga þ.s. almenningur þar var sagður hafa kosið með miklum yfirburðum með sameiningu við Rússland, þ.e. úrslit sögð hafa verið um 90% greiddra atkvæða með, skv. þátttöku er sögð var 83% --> Hafandi í huga að hlutfall rússn.mælandi íbúa skagans var þá milli 60-70% þá virtist mér það ekki geta staðist.
- Punkturinn er sá, að oft eru uppgefin úrslit afar ósennileg -- þegar svik eru í gangi.
--51,4% getur alveg verið satt!
--Enda hafi kannanir í Tyrklandi upp á síðkastið, flestar bent til naums sigurs Erdogans.
M.ö.o. að sú niðurstaða hrópar ekki að manni --> Getur ekki verið, eins og úrslitin t.d. á Krím.
Erdogan virðist í kosningabaráttunni - hafa lofað lögum og reglu, og endurreisn stöðugleika
En óstöðugleikinn og átökin í landinu - eru stórum hluta búin til af Erdogan sjálfum.
Þannig að - ef út í þ.e. farið - getur hann sennilega staðið við það loforð.
- Stoppa hreinsanirnar sem hafa verið í gangi -- það eitt mun draga úr óstöðugleika og óvissu.
- Síðan að stöðva stríðið gegn Kúrdum - sem hann sjálfur hóf.
Margir hafa grunað að átökin gegn Kúrdum - og hreinsanirnar.
Hafi hvort tveggja fyrst og fremst - tengst hans persónulegu pólitík.
Snúist um að skapa ástand innan Tyrklands, sem mundi að hans mati auka líkur á því að hann fengi samþykki fyrir -- sínu persónulega einræði.
Mér virðist Erdogan stefna á stjórnarfar sambærilegt því í Rússlandi Pútíns!
Margir sem fjalla um Tyrkland og tala um Erdogan sem Íslamists!
--Gleyma öðrum einræðisherra þ.e. Pútín.
- En í Rússlandi, eru hjónabönd samkynhneigðra bönnuð.
- Hommar og lesbíur sæta margvíslegum ofsóknum innan Rússlands.
Pútín - margítrekað hefur komið fram talað sem verndari kristinnar trúar.
Ítrekað hefur beitt fyrir sig - trúartáknum.
- Pútín sé líklegast einfaldlega að beita trúnni, sem valda-tæki.
- En málið er, að ég held að það sama eigi einnig við Erdogan!
--Erdogan sé ekki að fara að gera Tyrkland að einhverju -- múllistan.
--Með því að hefja ofsóknir gegn Gulemistum --> Má segja að Erdogan hafi tekið þá ákvörðun, að deila ekki völdum með múllum.
- M.ö.o. hann vilji ráða einn.
Þá sé það stjórnarfar sem hann sennilega stefni á!
Meir í ætt við það stjórnarfar er Pútín hafi komið á innan Rússlands.
- Það er, enn verði líklega reglulega kosið í Tyrklandi eins og í Rússlandi.
- En eins og í Rússlandi, muni Erdogan líklega tryggja að kosningarnar skipti í reynd ekki máli, þ.e. fólkið hafi ekki raunverulega þann valkost að skipta um landstjórnendur.
--M.ö.o. lýðræði í leiktjalda-stíl, þ.e. án innihalds.
--Einræði í reynd!
Niðurstaða
Það stjórnarfar sem ég held að Erdogan ætli að koma á, sé líklega sambærilegt því sem Pútín kom á innan Rússlands -- eftir 2003. Sem ég kalla -- lýðræði í leiktjaldastíl, eða með öðrum orðum - án innihalds. Kosningar fari fram, en þær hafi ekki nokkur raunveruleg áhrif á stjórnun landsins.
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
16.4.2017 | 00:43
Kína virðist hafa hafið takmarkaðar viðskipta-aðgerðir gegn N-Kóreu, sem ég held að sé í fyrsta sinn. Ég er samt ekki viss að stefna N-Kóreu breytist
Ég hef séð það nokkrum sinnum í fréttum að Kína bannaði innflutning á kolum frá N-Kóreu undir lok febrúar mánaðar - "China has also stepped up economic pressure on North Korea. It banned all imports of North Korean coal on Feb. 26 under U.N. sanctions, cutting off the North's most important export product." - en ég er samt ekki viss að þetta breyti stefnu Kim Jong-un, einræðisherra N-Kóreu.
Þær aðgerðir Kína hljóta að skipta máli - hinn bóginn virðist N-Kórea stunda margvíslega starfsemi ætlað að skapa landinu tekjur --> Sem verði að flokka undir, skipulagða glæpastarfsemi.
--M.ö.o. að elítan í N-Kóreu reki landið eins og skipulögð glæpasamtök.
Það hafi falið í sér dreifingu falsaðra seðla og eyturlyfja -- sérstaklega virðist peningafölsunin hafa verið útbreidd!
--Mundi ekki koma mér á óvart, að frá N-Kóreu sé að auki rekið margvíslegt internet - svindl og brask.
- Að sjálfsögðu sé slíkt ekki talið upp í opinberum tölum.
Punkturinn sé sá að ekki sé unnt að vita að hvaða marki aðgerðir Kína raski tekjustreymi n-kóreanska ríkisins.
Síðan grunar mig að auki, að - Kim Jong-un - líklega telji sig ekki geta hvikað!
- En hugsanlega hefur Kim málað sig út í horn.
--Hann hafi myrt bæði frænda sinn og bróður, er voru taldir geta ógnað persónulegri valdastöðu hans -- sérstaklega var frændi hans talinn standa nærri Kína. - Hann hafi nærri strax og hann tók við völdum, hafið grimmar hreinsanir innan n-kóreanska ríkisins.
- Og mér virðist --> Allt snúast um að tryggja hans persónulegu völd.
--Hvort sem það eru morð innan fjölskyldunnar.
Eða stórkarlalegt - eldflaugaprógramm það sem hann leggur svo mikla ofuráherslu á. - En líklega sé hann logand hræddur við þann möguleika, að Bandaríkin eða Kína, geri tilraun til að steypa honum.
--Það geti verið að hann líti á kjarnavopn - sem einu raunverulegu trygginguna fyrir hans persónulegu völdum. - Ef svo er --> Þá sé hann ekki líklegur að slaka á því uppbyggingarprógrammi --> Frekar að hann láti sverfa frekar að almenningi í N-Kóreu.
--M.ö.o. geti verið að hann telji sig ekki geta hörfað!
Ég held samt að stríð sé ekki líklegt!
Helsta hættan sé -- menn rambi óvart í stríð. En ég efa að N-Kórea eða Bandaríkin -- hefji það af ásetningi.
- N-Kórea eigi einfaldlega of mikið af hefðbundnum stórskota vopnum, bæði eldflaugar og fallbyssur, til þess að unnt sé að forða verulegu manntjóni almennra borgara í S-Kóreu.
--Ef ráðist væri á N-Kóreu, og N-Kórea svaraði með því að fyrirskipa allsherjar skothríð. - Að auki eigi Kim Jong-un, kjarnorkusprengjur.
--Jafnvel þó geti verið að enn geti N-Kórea ekki skotið slíkri með eldflaug.
--En til þess þarf að hafa tekist að hanna kjarnaodd er virkar, og rúmast á eldflaug. - En ég tel Kim Jong-un nægilega grimman líklega til að grafa sprengju í jörð á eigin landi - ef þær væru varðar með blýkápu, sægist geislunin af þeim ekki úr lofti - og þær væru ósýnilegar; þ.e. Bandaríkin gætu ekki mögulega verið viss að engin slík sprengja geti ekki verið þ.s. bandarískur her planlegði að fara um landsvæði N-Kóreu til innrásar.
--Ég er nokkuð viss, að Kim Jong-un væri til í að drepa fjölda eigin borgara -- til að ná 10þ. - 20þ. bandarískum hermönnum. - Fyrir utan að geislun frá slíkum sprengjum - - getur borist mun víðar, en næsta nágrenni þess staðar þ.s. sprengjan væri sprengd.
--Færi eftir vindum -- þ.e. S-Kórea eða jafnvel alla leið til Kína.
--Geislun gæti drepið fjölda manns í S-Kóreu.
--M.ö.o. sé ég ekki að hernaðarárás af hálfu Bandaríkjanna - sé áhættunnar virði.
Jafnvel þó við gerum ráð fyrir því að með tíð og tíma ljúki N-Kórea smíði "ICBM" flauga er virka.
--Bendi á að slíkar flaugar eru ekki ódýrar.
--N-Kórea er með agnarsmátt hagkerfi, miklu minna en hagkerfi S-Kóreu.
M.ö.o. að N-Kórea sé einfaldlega ekki fær um að smíða mjög mörg eintök af slíkum eldflaugum.
- Þannig að fullkomlega praktísk nálgun sé fyrir NATO og Bandaríkin - að verjast eldflaugum frá N-Kóreu --> Með eldflauga varnarkerfum.
- Hafandi í huga uppbyggingu slíkra kerfa af hálfu NATO m.a. í Póllandi og Rúmeníu - þá virðist mér ljóst hver er stefna NATO gagnvart kjarnorkuvopna ógn frá N-Kóreu.
Niðurstaða
Ég efa að Donald Trump nái að breyta útkomu mála hvað varðar N-Kóreu. Og ég stórfellt efa að hann láti slag standa og fyrirskipa árás. En mig grunar sterklega að bandaríski herinn muni ávallt vara hann við því að -- slík aðgerð væri sennilega óásættanlega áhættusöm.
--Það sem sé fyrst og fremst nýtt við hina nýjustu N-Kóreu krísu, sé að Kína sé farið að beita N-Kóreu þrýstingi.
Hinn bóginn grunar mig að Kim Jong-un hafi málað sig út í horn.
Og líklega telji sig ekki geta hörfað!
--Eina spurningin sem skipti máli í þessu sé hvort Kína sé líklegt að ganga frekar upp á skaftið?
Persónulega efa ég það, þ.s. kostnaður Kína af hruni N-Kóreu gæti orðið mikill.
--Sömu valkostir standi eiginlega frammi fyrir stjórnvöldum S-Kóreu, að líklege velja áfram "status quo."
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
14.4.2017 | 01:32
Hvað hefur orðið um - byltingarmanninn Trump?
Eins og Donald Trump talaði fyrir kosningar - óttaðist ég hið versta.
En í seinni tíð hefur Trump virst vera að taka hverja U-beygjuna á eftir annarri.
- Fyrir nokkrum dögum, sagði Trump NATO ekki vera úrelt. En endurtekið í gegnum kosningabaráttuna, talaði hann illa um NATO - og höfðu margir áhyggjur af því hvaða ákvarðanir um NATO Trump mundi taka ef hann næði kjöri. Þar á meðal ég!
- Það nýjasta er --> Að það virðist ekki stefna í átök um tollamál við Kína. En líkur virðast um að ríkisstjórn Bandaríkjanna - sætti sig við fyrirheit frá Kína, að kínversk ríkisfyrirtæki kaupi í auknum mæli bandarískar vörur; fyrirmæli sem Kína stjórn getur gefið.
--Og að takmörkuð opnun verði fyrir bandarísk fyrirtæki á fjármálasviðinu í Kína. - Hvað Mexíkó varðar - en Trump á fyrstu dögum forsetatíðar sinnar. Talaði um Mexíkó með þeim hætti, að það leit út fyrir alvarleg viðskiptaátök þar á milli.
--En nú virðist stefna í viðskiptasamning, með einungis - minniháttar lagfæringum. - Við upphaf forsetatíðar sinnar talaði Trump um Rússland með svipuðum hætti og í kosningabaráttunni, þ.e. að góð samskipti væru góð fyrir Bandaríkin.
--En upp á síðkastið, hefur línan frá Washington harðnað til muna, og mun kaldari vindar blása nú þaðan til Rússlands og Pútíns sérstaklega.
--Ekki má gleyma árásinni á sýrlenska flugherstöð. Sem sannarlega er stílbrot við málflutning Trumps - er hann áður talaði um samstarf við Assad gegn ISIS. En fyrir örfáum dögum - líkti Spicer Assad við Hitler. - Nánast það eina sem eftir - er hótun Trump um einhliða aðgerðir gegn N-Kóreu. En þær virðast samanber tóninn sem nú kemur frá Washington, líklega verða í formi -- harðari refsiaðgerða. Frekar en að líkur séu á hernaðarárás á N-Kóreu.
Maður veltir fyrir sér -- hefur Washington náð stjórn á Trump?
Eða meinti Trump það sem hann áður sagði -- einfaldlega ekki?
- En það má ímynda sér þann möguleika, að rannsóknin á samskiptum samstarfsmanna Trumps við Pútín, og hugsanleg afskipti Pútíns af forsetakosningunum.
- Í raun og veru, hafi upplýsingar um Trump -- sem jafnvel mundu geta komið honum í fangelsi.
Það má þá ímynda sér það, að Trump hafi verið sagt.
Að svo lengi sem hann sé -góður strákur- verði rannsókninni ekki lokið.
Og ef hann heldur áfram að vera -góður strákur út kjörtímabil sitt- þá geti sú rannsókn lokið með þeirri ályktun - að sannanir séu ónógar.
En slíkt -blackmail- gæti auðvitað skýrt það hve fullkomlega Trump virðist vera að söðla um!
Niðurstaða
Hve Trump virðist vera að söðla um í mörgum málum er virkilega áhugavert. Vangaveltur mínar þurfa alls ekki að vera í samhengi við raunveruleikann. En það getur einnig verið að Trump einfaldlega hafi verið að -- leika í leikriti til að ná kjöri. En nú sé hinn eiginlegi Trump að koma fram!
- M.ö.o. að hann hafi einfaldlega sagt hvað þurfti til að ná kjöri.
--En nú gefi hann því fólki er kaus hann, langt nef!
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
13.4.2017 | 01:57
Nýr hugsanlegur möguleiki fyrir sigur Marine Le Pen hefur komið fram
Þetta er ekki enn talið sérdeilis líklegt - en Melenchon hefur verið að stíga í skoðanakönnunum upp á síðkastið; sem hefur skapað vangaveltur um hugsanlegt "run-off."
--Þ.e. hvað mundi gerast ef Le Pen og Melenchon verða efst í fyrstu umferð!
Skv. nýlegri skoðanakönnun:
- Le Pen: 23,5%
- Macron: 22,5%
- Fillon: 19%.
- Melenchon: 18,5%.
Það er þessi litli munur milli frambjóðendanna og ris Melenchon í könnunum.
Sem hefur vakið þessar vangaveltur!
- En erfitt væri að ímynda sér stærri jarðskjálfta en ef fulltrúi -- kommúnista og annarra kjósenda lengst til vinstri.
- Mætir fulltrúa Þjóðfylkingarinnar eða "Front Nationale."
--Það þíddi líklega - að miðjan í frönskum kosningum, hefði engann til að kjósa.
--Þannig að reikna má þá með því að flestir miðjusinnaðir kjósendur, velji að sitja heima.
- Það áhugaverða er að kannanir benda til þess að sigur Melenchon sé ívið sennilegri ef þau 2-mætast, þannig að þá yrði róttækur vinstri maður forseti Frakklands.
Slíkt "run-off" væri náttúrulega -- franskir kjósendur að senda fingurinn til hefðbundinna stjórnmála.
- Hinn bóginn leiddi kjör Le Pen eða jafnvel Melenchon.
- Ekki endilega til róttækra breytinga.
--Þ.s. að forseti Frakklands - er ekki eins valdamikill of forseti Bandaríkjanna.
En til þess að forseti Frakklands sé valdamikill --> Þarf stjórnmálaflokkur forsetans að vera ráðandi afl í ríkisstjórn, er hafi þingmeirihluta.
Bæði Le Pen og Melenchon væru háð því að þeirra flokkar -- næðu að mynda samsteypustjórn, ásamt einhverjum öðrum flokkum.
--> Sem auðvitað þíddi, að það yrði að semja um málamiðlanir á stefnunni.
- Ef flokkur forseta er ekki í ríkisstjórn.
--Er forsetinn með mjög óveruleg áhrif á lagasetningu -- fyrst og fremst í gegnum beitingu neitunarvalds, sem þingið þyrfti aukinn meirihluta til að kollvarpa!
--Slíkur forseti ætti mjög erfitt með að knýja fram -- róttæk stefnumál!
Niðurstaða
Sigur Marine Le Pen er raunverulegur möguleiki -- ris erki vinstrimannsins - Melenchon - í könnunum undanfarið, skapar nýja sviðsmynd fyrir hugsanlegan sigur Le Pen. Ef þau tvö mætast í seinni umferð. Þá grunar mig að kosningaþátttaka mundi fara í sögulega lægð. Vegna gríðarlegs fjölda kjósenda er mundi geta kosið hvorugan frambjóðandann.
Rétt að nefna, að þó Le Pen hefði sigur -- þarf það alls ekki leiða til þess að hún mundi vera í aðstöðu til að fylgja fram sínum kosningaloforðum.
--Það fari algerlega eftir því, hvort henni mundi takast að mynda hagstæða samsteypustjórn á þingi.
Ef "Front Nationale" yrði utan ríkisstjórnar -- gæti Marine Le Pen orðið óvenju valdalítill forseti Frakklands.
--Endað með að ná mjög litlu af því sem hún lofar - fram!
Sama á auðvitað við Melenchon ef hann sigrar, að ef flokkur hans nær ekki inn í ríkisstjórn - yrði hann einnig afar veikur forseti sennilega.
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.4.2017 | 00:05
Erdogan gæti tapað þjóðaratkvæðagreiðslunni nk. sunnudag - kannanir sýna
Rétt að nefna að kannanir sýna oftar Erdogan hafa betur, en hinn bóginn virðast þær samtímis sýna meirihluta stuðning tæpan; auk þess að við og við birtast kannanir er sýna öfuga útkomu.
--Með öðrum orðum: þrátt fyrir að hafa lokað 150 gagnrýnum fjölmiðlum, látið handtaka töluverðan fjölda þingmanna -- tryggt að "Nei" baráttan fái nánast engan athygli af fjölmiðlum.
--Meðan að andlit Erdogan er alls staðar sjáanlegt, og fjölmiðlar básúna kosningaáróður Erdogans nánast allan sólarhringinn.
- Virðist það raunverulegur möguleiki að Erdogan tapi!
How Erdogan's Referendum Gamble Might Backfire
New poll suggests Turkish President Erdogan will lose referendum on executive powers by knife edge
Erdogan relies on well-oiled election machine to secure victory
Efnahagsmál gætu verið ein hans helsta ógn!
En Gulemista-hreinsanir þær sem hófust í kjölfar valdaránstilraunar innan hersins.
--Virðist raunverulega ógna efnahag landsins.
- Hreinsanirnar virðast fæla frá fjárfesta.
- Síðan hafi nokkur fjöldi auðugra kaupsýslumanna, lent í hreinsununum.
- Fyrir utan mikinn fjölda opinberra starfsmanna af margvíslegu tagi.
--Það sem virðist einkenna þær, sé þeim sem séu hreinsaðir, sé skipt út fyrir -- aðila sem njóta trausts stuðningsmanna Erdogans.
--M.ö.o. virðist hæfni ekki sigla hátt í því vali.
Líklega hafi þar af leiðandi -- orðið mikil blóðtaka í hæfni, innan mikilvægra öryggisstofnana sbr. - innan hersins, innan almennu lögreglunnar sem og öryggislögreglunnar.
--En einnig innan ríkisstofnana.
- Ákveðin óreiða hafi skapast í stjórnun landsins.
- Það sé einnig óvissan, um það -- hver verði næst.
Óvissan + óreiðan, valdi því væntanlega að fjárfestar halda að sér höndum.
Menn bíða og sjá hvað verða vill!
Meðan líður hagkerfið fyrir og virðist í hraðri kulnun.
- Það gæti verið varasamt fyrir Erdogan, því hann hefur ekki síst siglt í gegnum kosningasigur eftir kosningasigur --> Í krafti þess að hafa í gegnum árin staðið fyrir um margt velheppnaðri efnahagsuppbyggingu.
- Ef fjöldi kjósenda, telur að hann sé búinn að missa tökin --> Gætu þeir snúið við honum baki --> Eða haldið sig heima.
Síðan má ekki gleyma lýðræðissinnum innan hans eigin flokks!
En framan af valdaferli AKB flokksins, beitti flokkurinn undir stjórn Erdogans sér fyrir margvíslegum lýðræðis-umbótum, sbr: bætt fjölmiðlafrelsi, bæting réttarstöðu minnihlutahópa, og ekki síst að dregið var mjög úr ritstýringu og takmörkunum á rétti fólks til að birta gagnrýnin rit af margvíslegu tagi.
--M.ö.o. varð umræðan í samfélaginu opnari.
--Samtímis að hagkerfis uppbygging gekk lengi framan af, vel.
- En í seinni tíð, hefur Erdogan sýnt á sér aðrar hliðar - gerst sífellt valda-sæknari, og umburðarlyndi hans gagnvart gagnrýni hefur fölnað hratt.
- Nú hafi bætt fjölmiðlafrelsi mestu verið tekið til baka, og aftur sé verið að sverfa að minnihlutahópum.
- Það séu í gangi -- hreinsanir sem verði að líkja við, nornaveiðar.
- Ef Erdogan hefur betur nk. Sunnudag -- muni hann hafa slík völd, að kalla verði hann með réttu, einræðisherra frá þeim punkti.
--En ef kjósendur velja -- Nei.
--Þá gætu þeir þar með -- bjargað lýðræðinu í landinu.
Það að Erdogan sé ekki að mælast í könnunum nema um eða rétt yfir 50% stuðning við stjórnarskrárbreytinguna --> Þrátt fyrir fullkomlega einhliða fjölmiðlaumfjöllun --> Og þrátt fyrir að "Nei" fái ekki aðgengi að fjölmiðlum.
Hljóti að vera vísbending þess --> Að veruleg óánægja sé til staðar með stefnuna upp á síðkastið.
Skv. fréttum, virðist kosningabarátta Erdogans nú lokadagana leggja áherslu á að sýna andlit Erdogans út um allt!
Stuðningsmenn hans virðast sannfærðir að það muni duga til þess -- að negla málið í gegn.
- En það gæti haft þveröfug áhrif.
- En stuðningsmenn ætlast til þess, að fólk muni eftir sigrum fortíðarinnar.
- En, það séu alltaf líkur á því að -- nýlegir atburðir séu mun ferskari í minni, en þeir sem gerðust fyrir árum síðan.
--Hættan fyrir Erdogan sé m.ö.o. að fólk upplyfi þetta þannig, að Erdogan gangi of langt.
Nornaveiðarnar séu löngu farnar að líta út sem almennar hreinsanir á hverjum þeim sem Erdogan og hans stuðningsmenn treysta ekki fullkomlega.
Þær nornaveiðar séu líklegasta ástæðan af hverju hagkerfið sé að bælast niður, vegna óvissunar sem fárið viðhaldi sem og þeirri lögleysu sem það hafi skapað.
Það hljóta allir Tyrkir nú að vita -- að Erdogan vill meiri völd.
Hann býr nú í óskaplega veglegri forsetahöll er kostaði ótrúlegar fjárhæðir, sem er miklu stærri en Versalir.
--Er þar með kominn langt frá þeim alþýðumanni er hann var upphaflega.
- M.ö.o. gæti það þvert á móti orðið síðasti myllusteinninn, að framboð Erdogans velji lokadagana að hafa karlinn sjálfan í fyrirrúmi.
Niðurstaða
Það verður forvitnilegt hver verður niðurstaðan í Tyrklandi nk. sunnudag. En ég held að það sé óhætt að segja að val kjósenda sé milli -- lýðræðis eða einræðis. En sigur -nei- væri að sjálfsögðu risastórt áfall fyrir Erdogan. Og mundi hleypa gagnrýnendum innan hans eigin flokks sem og utan -- kapp í kinn.
--Hann gæti tæknilega slitið þinginu aftur, og gert nýja tilraun til þess að tryggja sér 2/3 þingmeirihluta til þess að geta framkvæmt stjórnarskrárbreytinguna í gegnum þingið.
En það væri líklega ósennilegt að hann mundi vinna þann slag, ef hann tapar á sunnudag.
M.ö.o. gæti sigur -nei- boðað upphafið að endalokum ferils Recep Tayyip Erdogan.
--Samtímis bjargað lýðræðinu í Tyrklandi.
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Er samningur Trumps við Japan - er inniber 550 milljarða$ fjá...
- Hótel-bókanir í sumar, gefa vísbendingar um kjaraskerðingu al...
- Kjarnorkuáætlun Írana hefur líklega beðið stórtjón, fremur en...
- Netanyahu, virðist hafa hafið stríð við Íran - beinlínis til ...
- Trump ákveður að senda, Landgönguliða - til Los-Angeles! Kemu...
- Möguleiki að Úkraína hafi í djarfri árás á flugvelli sumir mö...
- Yfirlýsing Trumps um yfirvofandi 50% tolla á ESB lönd, afhjúp...
- Tollar Bandaríkjanna á Kína - líklega ca: 50%. Kína á Bandarí...
- Að það verður af hráefnasamningi Úkraínu og Bandaríkjanna - v...
- Margt bendi til yfirvofandi kreppu í Bandaríkjunum! Skv. áhug...
- Vaxandi líkur á að Trump, reki: Jerome Powell. Yfirmann Seðla...
- Gideon Rachman hjá Financial Times -- útskýrir af hverju, Ban...
- Trump undanskilur frá tollum á Kína -- snjallsíma, og nánast ...
- Talið af sérfræðingum, verðfall á ríkisskuldabréfum Bandaríkj...
- Viðskiptastríðsyfirlýsing Donalds Trumps gagnvart heiminum li...
Nýjustu athugasemdir
- Er samningur Trumps við Japan - er inniber 550 mil...: Þetta minnir á æsinginn vegna þotunar sem Katarar ætla að gefa ... 7.9.2025
- Er samningur Trumps við Japan - er inniber 550 mil...: Að vera ALGER andstæðingur Trumps er eitt en að komameð svona a... 7.9.2025
- Er samningur Trumps við Japan - er inniber 550 mil...: Þannig að þú heldur að Trump sé mútuþegi eða þjófur á þessu fé?... 6.9.2025
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
-
eyglohardar
-
bjornbjarnason
-
ekg
-
bjarnihardar
-
helgasigrun
-
hlini
-
neytendatalsmadur
-
bogason
-
hallasigny
-
ludvikjuliusson
-
gvald
-
thorsteinnhelgi
-
thorgud
-
smalinn
-
addabogga
-
agnarbragi
-
annabjorghjartardottir
-
annamargretb
-
arnarholm
-
arnorbld
-
axelthor
-
arnith2
-
thjodarsalin
-
formosus
-
birgitta
-
bjarnijonsson
-
bjarnimax
-
westurfari
-
virtualdori
-
bookiceland
-
gattin
-
davpal
-
dingli
-
doggpals
-
egill
-
jari
-
einarborgari
-
einarsmaeli
-
erlaei
-
ea
-
fannarh
-
fhg
-
lillo
-
gesturgudjonsson
-
gillimann
-
bofs
-
mummij
-
gp
-
gudmbjo
-
hreinn23
-
gudrunmagnea
-
gmaria
-
topplistinn
-
skulablogg
-
gustafskulason
-
hallurmagg
-
haddi9001
-
harhar33
-
hl
-
diva73
-
himmalingur
-
hjaltisig
-
keli
-
fun
-
johanneliasson
-
jonsullenberger
-
rabelai
-
jonl
-
jonmagnusson
-
jonvalurjensson
-
thjodarskutan
-
gudspekifelagid
-
juliusbearsson
-
ksh
-
kristbjorg
-
kristinnp
-
larahanna
-
leifurbjorn
-
lifsrettur
-
wonderwoman
-
maggij
-
elvira
-
olafureliasson
-
olinathorv
-
omarragnarsson
-
ottarfelix
-
rafng
-
raksig
-
redlion
-
salvor
-
samstada-thjodar
-
fullvalda
-
fullveldi
-
logos
-
duddi9
-
sigingi
-
sjonsson
-
sigurjons
-
stjornlagathing
-
athena
-
stefanbogi
-
lehamzdr
-
summi
-
tibsen
-
vala
-
valdimarjohannesson
-
valgeirskagfjord
-
vest1
-
vignir-ari
-
vilhjalmurarnason
-
villidenni
-
thjodarheidur
-
valli57
-
tbs
-
thorgunnl
-
thorsaari
-
iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.9.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 35
- Frá upphafi: 871110
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 25
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar