Tími ofsagróða stóru olíuframleiðsluríkjanna getur verið liðinn fyrir fullt og allt

Stærstu olíuframleiðsluríkin, eru ef ég man rétt, ekki endilega í réttri röð - Rússland, Saudi Arabía, Bandaríkin, Venesúela, Nígería, Sameinuðu Furstadæmin, Kúvæt, Íran, Írak.
---Bandaríkin eru aðallega að framleiða fyrir sig sjálf, vanalega ekki talað um þau í sama dúr og lönd sem lifa á útflutningi á olíu og olíuafurðum að stærstum hluta.

Shale oil and shale gas resources are globally abundant

  1. Þróun innan Bandaríkjanna á vinnslu svokallaðs, olíuleirsteins, hefur sett allan olíumarkaðinn á annan endann -- litlar líkur á að það breytist nk. áratugi.
  2. En hér fyrir neðan má sjá gróft yfirlit yfir olíuleirsteinslög í heiminum, en eins og sjá má -- er slík svæði að fynna víða annars staðar en Bandaríkjunum einum.
  • Það auðvitað þíðir, að mögulegum olíu-úflutningslöndum hefur fjölgað.

map of world shale oil and gas formations, as explained in the article text.

Á síðunni er einnig að fynna - gróft yfirlit yfir þau lönd sem metin eru eiga mesta magnið af líklega vinnanlegri olíu annars vegar og gasi hins vegar úr leirsteinslögum!

Table of top 10 countries with technically recoverable shale oil resources, as explained in the article text.

  1. Rússland á stærstu þekktu olíuleirsteinslögin sem fynnast í heiminum - síðan Bandaríkin og þar á eftir Kína og Argentína.
  2. Það þarf þó að hafa í huga, að vinnsla olíuleirsteins með "fracking" aðferðinni, er háð aðgengi að vatni -- þannig að óvíst er að unnt sé að vinna nærri öll tæknilega vinnanleg svæði ---> Sum verða hugsanlega alltaf óhagkvæm til vinnslu, vegna kostnaðar við flutninga á vatni yfir langar vegalengdir.
  3. Sum svæðin verða þá t.d. einungis vinnanleg að hluta - þ.s. sá hluti sem er nægilega nærri nægjanlegu magni af vatni.

Bazhenkov svæðið í Rússlandi er gríðarlega stórt"Fracking" getur framlengt olíuævintýri Rússa um nokkra áratugi til viðbótar!.
----En það má vera, að einungis hluti þess sé vinnanlegur, þ.e. sá hluti svæðisins sem sé í verulegri fjarlægð frá rennandi vatni eða stöðuvötnum - verði ef til vill aldrei tekinn til vinnslu.
----Stórfljótið Ob rennur t.d. í gegnum hluta svæðisins, meðfram Ob gæti vinnsla verið einna helst efnahagslega hagkvæm.

 

En af hverju er ofsagróða olíuframleiðslulandanna sennilega lokið?

  1. Punkturinn er sá -- að um leið og olíuverð verður nægilega hátt til að "fracking" beri sig, sem mér skilst að sé á bilinu 50-70$.
  2. Þá rökrétt fer vinnsla með "fracking" aðferð í olíuleirsteinslögum, aftur á fulla ferð!
  3. Og vegna þess hve olíuleirstein er víða að finna -- þá má reikna með því að vinnsla með "fracking" aðferð muni dreifast um heiminn!
  • En þegar eru teikn þess á lofti!
  • Þó að líkur séu á að slík vinnsla verði bönnuð víða í Evrópu.

Þá séu lönd í öðrum heims hlutum - að íhuga vinnslu.

"Argentina, Australia, China, England, Mexico, Russia, Saudi Arabia, and Turkey have begun exploration or expressed interest in their shale formations."

Þannig að jafnvel þó að framleiðsla t.d. nái hámarki í Bandaríkjunum - þá má reikna með því að framleiðsla hefjist í fleiri löndum en einungis Bandaríkjunum.

Þannig að aukning vinnslu með þeirri aðferð, haldi áfram að bæta olíu inn á markaðinn.
---Og þannig hindra að olíuverð fari upp fyrir t.d. 60-70$.

  1. Það getur vel verið að olía haldist á þessu verðbili í nk. áratugi.
  2. Nema auðvitað, að þrýstingur vegna áhyggna í tengslum við gróðurhúsaáhrif - skapi nægan þrýsting til þess, að vinnslu olíu og olíuafurðar verði smám saman hætt í heiminum!

Gríðarleg vinnanleg lög í Rússlandi, þíðir náttúrulega að Rússland heldur áfram að vera meiriháttar olíu-útflytjandi!
---En að sama skapi, vegna þess að verðin væntanlega haldast nk. áratugi á bilinu 50-70$.
---Að heimurinn ef til vill sjái aldrei nokkru sinni aftur verð af því tagi sem var til staðar fram á sumarið 2014.

  1. Þá verða væntanlega tekjur Rússa af olíuvinnslu -- ekki nærri eins miklar og þær voru á tímailinu 2003-2014.
  2. Rússland þarf þá að laga sig að því, að verðlag olíu verði líklega aldrei aftur - ofsalega hátt.
    ---Sama um aðra framleiðendur!

Mörg þessara landa voru kominn með svo mikinn kostnað af ríkissrekstri -- meðan góðærið stóð yfir, að í dag eru mörg þessara landa í vandræðum með hallarekstur á sínum ríkissjóðum.
---En áætlað er að útþensla ríkiskostnaðar bæði í Rússlandi og Saudi Arbíu - hafi verið slíkur, að halli sé óhjákvæmilegur við olíuverð undir 100$.
---Það þíðir auðvitað, að þessi lönd þurfa að draga verulega úr kostnaði ríkisins -- eitt sem Rússland og Saudi Arabía geta t.d. bæði gert --> Væri að draga verulega úr hernaðarútgjöldum.

 

Niðurstaða

Það er auðvitað góð framtíð fyrir neytendur - að olíuverð sé sennilega í framtíðinni í lægri kantinum. Og það sé að auki ósennilegt að verðlag olíu hækki mikið um langa framtíð.
---Fyrir lönd sem hafa haft megintekjur af olíuvinnslu og sölu olíuafurða, er það auðvitað slæm útkoma - því það þíðir að framtíðar tekjur þeirra verða mun lægri að meðaltali per ár, en var á -gróðærisárunum- 2003-2014.

Það kemur síðar meir í ljós, hvort að þrýstingur frá þeim sem vilja að vinnslu olíu verði alfarið hætt, vegna slæmra hliðarverkana - sbr. gróðurhúsaáhrif, muni síðar meir takast að fá vinnslu alfarið hætt í framtíðinni.
---Þá auðvitað veltir maður fyrir sér hvað lönd eins og Rússland eða Saudi Arabía - ætla að gera í staðinn.

En jafnvel þó að vinnsla mundi ekki hætta - 1, 2, og 3 - þá gæti hugsanlega annað gerst, sem mætti kalla hægfara hnignun.
Þ.e. að lönd smám saman í auknum mæli taki upp tækni sem þarfnast ekki brennslu á olíu eða gasi!
Það gæti þítt, að verðþróun á olíu og gasi, verði ívið óhagstæðari en sú þróun sem ég nefni.
---Þannig að í stað þess að stöðugt aukast --> Gæti hnignun eftirspurnar hafist í framtíðinni. Ekki endilega skyndilega -- heldur smám saman, eftir því sem notkun tækni sem ekki notast við olíu eða gas, breiðist út.

  1. Spurning hvort að Pútín verði ekki harkalega gagnrýndur fyrir það í framtíðinni.
  2. Að enn er 70% útflutnings Rússlands olía og gas, eins og í tíð Jeltsíns.
  • Menn gætu þá farið að álíta rúman 20 ára valdatíma Pútíns, ár hinna glötuðu tækifæra.
    ---Fordæmt hann fyrir að hafa ekki notað góðærið 2003-2014 til að breikka rússneska hagkerfið, m.ö.o. með því að skapa fjölbreyttari útflutning.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Arnór Baldvinsson

Sæll Einar,

Það má bæta því við að fracking er mjög sóðaleg aðferð við olíuvinnslu og getur haft langvarandi áhrif á grunnvatn á þessum svæðum.  

Kveðja,

Arnór Baldvinsson, 15.5.2016 kl. 22:44

2 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Sú hætta fer sjálfsagt eftir því hversu djúpt er verið að bora, og samsetningu ásamt gerð þeirra jarðlaga sem eru fyrir ofan þau jarðlög sem verið er að nýta.
---Svo auðvitað þarf að gæta að því vatni sem verið er að nota, þ.e. affalls vatnið!
Í reynd sami vandi á Íslandi með affalls vatn úr jarðhitakerfum, hvað á að gera við það eftir að búið er að nota það.
---T.d. hafa tilraunir til að losna við það með því að dæla því aftur niður, einnig framkallað hérlendis smá skjálfta virkni - eins og gerist á "fracking" svæðum.
Íbúar Hveragerðis hafa t.d. marg sinnis sent kvartanir til stjórnvalda.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 15.5.2016 kl. 23:38

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 757
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 693
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband