Trump virðist hafa skipt um stefnu varðandi Assad

En áhugaverð samskipti forsætisráðherra Breta og Trumps vekja athygli.
En utanríkisráðherra Bandaríkjanna, Rex Tillerson, fer í opinbera heimsókn til Rússlands í vikunni.
Spurning, af hverju ætli May og Trump segji tækifæri til að sannfæra Pútín um að gefa Assad eftir?

May, Trump agree Russia should break ties with Assad: UK PM's office

  1. A spokeswoman for the prime minister said Trump had thanked May for her support following last week's U.S. military action in Syria against the Assad regime.
  2. "The prime minister and the president agreed that a window of opportunity now exists in which to persuade Russia that its alliance with Assad is no longer in its strategic interest,"
  3. "They agreed that U.S. Secretary of State Tillerson's visit to Moscow this week provides an opportunity to make progress toward a solution which will deliver a lasting political settlement."

 

Ég skal ekki segja það gersamlega útilokað að sannfæra Pútín að gefa Assad eftir!

Pútín sé - útreiknaður einræðisherra -- hann svífist einskis þegar hann telur það henta --> En á sama tíma, sé hann án vafa -- "Machiavellian."
--Þ.e. hann sé örugglega til í að gefa Assad á stundinni - ef unnt sé að sannfæra hann um það; að það sé hagur hans sjálfs - þ.e. Pútíns!

  1. Ég kem alls ekki auga á það, að Rússlandi sé í hag að standa í löngu stríði í Sýrlandi.
  2. Þvert á móti, sé það betra fyrir Rússland - að endir sé bundinn á átök, sem allra fyrst.
  3. Höfum að auki í huga - að Pútín hefur kynnt fjárlög er fela í sér verulega skerðingu á fjárframlögum til hermála.
    --Það geti bent til þess, að Pútín ætli ekki í frekari kostnaðarsamar sóknartilraunir innan Sýrlands.
  • Strangt til tekið, þarf Rússland einungis tryggingu fyrir því -- að strandhéröð Sýrlands séu undir stjórn bandamanns Rússlands.
  • Sá þarf ekki vera Assad.

M.ö.o. virðist mér að Rússland ætti að geta sætt sig við skiptingu Sýrlands!

  1. Mín skoðun hefur verið alveg síðan stríð braust út í Sýrlandi 2011, að skipting Sýrlands væri rökréttasta leiðin til þess að binda endi á átökin þar.
  2. En þetta virkaði sem lausn á borgaraátökum í Júgóslavíu.
    --Þ.e. að aðskilja samfélagshópana sem berjast.
    --Í þessu tilviki - súnníta frá alövum, kristnum og shítum.
  • En alavar - kristnir og shítar hafa fylgt stjórninni.
  • Meðan að uppreisnin hefur alltaf verið -- súnní hreyfing.

--Það er samt til fólk - sem ítrekað afneitar því augljósa að stríðið sé "sectarian" þ.e. sé - hópastríð.

--M.ö.o. að þjóðahóparnir sem byggja landið - séu að berjast.

Alveg eins og í Lýbanon á sínum tíma og Júgóslavíu.

  1. Margir virðast láta það rugla sig, að sambærilegt við Lýbanon átökin -- hafa utanaðkomandi aðilar blandað sér í.
  2. En alveg eins og í Lýbanon, þrátt fyrir áhrif hópa sem koma að utan -- þá sé meginþorri þeirra sem taka þátt í bardögum - Sýrlendingar sjálfir!
    --En margir þeirra, hafa einfaldlega -- gengið í lið með þeim hópum, er upphaflega komu að utan.
    --M.ö.o. sé það alger fyrra, sem Assad heldur fram - að landið hafi orðið fyrir, innrás.

Það sé augljóslega svo að um þjóðar-hópastríð sé að ræða, þegar mannfallið -- er mælist í hundruða þúsunda er haft í huga!
En það einfaldlega standist ekki, að svo margir utanaðkomandi bardagamenn hafi komið að utan --> Að þeir væru samtímis því að verða fyrir svo miklu mannfalli, að halda borgurum þeirra svæða sem þeir halda í - nauðung.
--M.ö.o. það væri einfaldlega ekki sennilegt, að þær gætu samtímis haldið niðri íbúum svæða undir þeirra stjórn - og orðið fyrir slíku mannfalli.
--M.ö.o. að íbúar svæða sem þeir stjórna, hljóti að vera í bandalagi við þá! En þeir þurfa að þola mikið harðræði vegna átakanna, erfitt að trúa því að þeir létu það sig lynda -- ef þeir væru ekki beinlínis sjálfir þátttakendur í þeim átökum!

En mannfall á þannig skala, sé algerlega -consistent- við hópa-átök.
--Í reynd dæmigert fyrir biturt borgarastríð, milli hópa er byggja land.

  • En hópa-stríð eru einmitt með allra ljótustu stríðum er sjást!
    --Sbr. hrannmorð - skipulegar hreinsanir -- eru algeng í þannig átökum, sögulega séð.

Að auki, bendi ég á stórfelldan flóttamannavanda, en þ.e. einnig klassísk afleiðing -- hópastríðs.
--Tengist gjarnan, skipulögðum hreinsunum!

 

Niðurstaða

Hver veit, kannski stefnir í það að ríkisstjórn Trumps semji beint við Pútín um það - hvað þarf til að hann gefi Assad alfarið eftir. En mér virðist það alveg geta hugsast, að Pútín geti verið fáanlegur til slíks.

 

Kv.


Mín skoðun er að svokallaður -komuskattur- sé afar slæm hugmynd

Pólitíkin á Íslandi hefur verið í megnustu vandræðum með að fjármagna uppbyggingu á ferðamannastöðum, ásamt því að nú virðist Alþingi einnig í vandræðum með að fjármagna -- mikilvægar vegaframkvæmdir.
--Flest virðist benda til þess, að svokallaður komuskattur verði líklega lagður á!

  1. Fyrsta lagi, höfum við ákaflega slæma reynslu af - ánöfnuðum sköttum, sbr. útvarpsgjald - vegagjald.
    --En Alþingi ræður yfir öllu skattfé á landinu.
    Hvað gert er við innheimta skatta, er einfaldlega til samninga í hvert sinn, sem umræða um fjárlög er tekin.
    Og allir þeir hagsmunahópar er byggja landið, og auðvitað einstök svæði innan landsins -- reyna í hvert sinn, að toga til sín sem -- allra mest.
  2. Það þíðir að sjálfsögðu -- að nákvæmlega engin trygging er til staðar, að -- t.d. komugjald renni raunverulega að bróðurparti til uppbyggingar á ferðamannastöðum.
    --Enda getur maður séð það fyrir, að þegar umræða stæði uppi um fjárlög, og þessir peningar væru til umræðu -- þá mundu margir aðrir þarfir hagsmunir, krefjast aðgengi að því fé -- t.d. spítalar eða m.ö.o. heilbrigðismál, eða tryggingamál -- eða einstök byggðalög heimta það fé til verkefna hjá sér.
    --Hættan væri klárlega -- að smám saman væri meira og meira klipið af þessu í aðra hluti.

 

Þessi skattur hefur fleiri galla til viðbótar!

  1. En hann augljóslega letur ferðamenn til þess að koma til Íslands -- með því að gera farmiðann dýrari, en það lendir þá strax á öllum ferðalöngum til landsins - alveg burtséð í hvaða tilgangi ferðin er.
    --Hann að sjálfsögðu, bitnaði einnig á Íslendingum er væru að ferðast -- en mismunun er ekki heimil skv. EES.
    Mundi þá einnig gera ferðir landans til landsins frá - útlöndum, kostnaðarsamari.
  2. Færri ferðamenn --> Leiða að sjálfsögðu til, minni tekna ríkisins en ella af t.d.: launum þeirra er vinna við ferðaþjónustu, færri kaupa gistingar, minna er verslað innan landsins af ferðalöngum.

--Hver nettó áhrifin væru -- er ákaflega erfitt að spá fyrir!

  • En ríkið er að setja ferðamennsku í hærri - virðisaukaskattflokk.
  • Fyrir utan það er að koma inn hækkanir frá ferðaþjónustu, vegna launahækkana.

--Komuskattur bætist þá ofan á allt þetta!

 

Ég held að allir vita sem vita vilja, að það mun koma samdráttur í ferðamennsku!

Málið er að ferðamenn eru ekki auðmenn upp til hópa.
Heldur venjulegt launafólk frá öðrum löndum.
Það eru því til staðar -- sársaukamörk um það hve dýrt það má vera að ferðast til Íslands.

  • Þannig að ef kostnaður við ferðalög hingað, fer upp fyrir þau mörk.
    --Þá klárlega, kemur niðursveifla í komur ferðamanna!
  1. Punkturinn er augljóslega sá - að ef allt þetta er gert í einu, sbr: ferðamennska í hærri VSK flokk, ofan á kostnaðaraukningu vegna hækkaðs launakostnaðar ferða-iðnaðar, og síðan bætist þar við -- komuskattur.
  2. Þá grunar mig, að af hljótist nokkurs konar - fullkominn stormur fyrir ferðamennskuna.

M.ö.o. að ég yrði afar undrandi - ef svo rækilega er höggið ítrekað í sama knérunn.
Að það leiði ekki til þess samdráttar í ferðamennsku - sem margir hafa verið að óttast.

--Málið er, að sá samdráttur gæti orðið all verulegur.
--Jafnvel svo mikill, að sá hagvöxtur sem hefur verið til staðar á Íslandi, snúist við yfir í samdrátt.

Klárlega gæti hæglega orðið 20-30% gengisfall.

 

Ég upplyfi þetta dálítið þannig, eins og allir haldi að aukningin haldi alltaf áfram!

En umræðan á Alþingi, virðist fyrst og fremst um það -- hvernig sé unnt að skattleggja ferðalanga sem eru á landinu - í auknum mæli.
--Ekki um það, að aukin skattlagning --> Gæti fyllt mælinn, sem hefur smám saman hægt og rólega verið að fyllast.

 

Hvernig vil ég fjármagna uppbyggingu á ferðamannastöðum?

  1. Einfalt, setja stærstu ferðamannastaðina í útleigu til einka-aðila á bilinu 10-20 ár. Setja stöðluð skilyrði, um uppbyggingu á hverjum stað ásamt um vernd náttúru staðar. Að sjálfsögðu væri það þá fjármagnað á hverjum stað af gjaldtöku leiguaðila.
    --Ef menn vilja, er hægt að undanskilja Þingvelli sérstaklega.

  2. Það ætti ekki að vera nokkur veruleg hætta á að fénu væri ekki varið til uppbyggingar á hverjum stað, en einfalt væri að setja í leigusamning - - að ef ekki er staðið við skilyrta uppbyggingu, sé leigusamningur -- sjálfvirkt útrunninn.
    --Þá fær aðilinn ekki þann hagnað sem viðkomandi ætlaði sér að sækja.
    --En unnt er að setja í samninginn, tiltekna áætlun um uppbyggingu með -- innbyggðum markmiðum, er yrði að uppfylla á tilteknum tíma-punktum.
    --Vel væri unnt að fylgjast með því, hvort allt væri eins og það ætti að vera.
  3. Með þessari aðferð, ætti ekki að vera neinn vandi að tryggja nægt fé til þeirra staða -- er væru leigðir út.
  4. Samtímis, dreifist umferð ferðamannanna um landið í auknum mæli, með því að hluti straumsins velji að fara þangað þ.s. ekki er gjaldtaka.
    --Þar með minnkar sjálfkrafa álagið þ.s. þ.e. þegar alltof mikið - sbr. náttúruvernd.
    --Og staðir sem nú eru tiltölulega afskiptir -- fá auknar tekjur.
  5. Þar með mjög góð aðgerð fyrir dreifðari byggðir, að þær fá hærra hlutfall ferðamannastraums þar með störf af þeim straum og tekjur.
  • Slík gjaldtaka --> Leiðir ekki fram fækkun ferðamanna!
  • Þar með, ekki ástæða að ætla að lækkun heildartekna af ferðamönnum geti orsakast.

Þetta er sú leið sem ég tel langsamlega skynsamasta!
--Að sjálfsögðu einmitt vegna þess að hún er skynsöm, er sennilega ólíklegt að pólitískur stuðningur sé finnanlegur fyrir því.

 

Niðurstaða

Í raun og sé afar einfalt að leysa málið með fjármögnun uppbyggingar á þeim helstu ferðamannastöðum landsins - vandinn sé fyrst og fremst pólitískur.
--Það er að skynsöm nálgun fái ekki pólitískan stuðning.

  • Þess í stað virðist Alþingi stefna að því að slátra gullgæsinni!
    --Því miður get ég ekki sagt að nokkur pólitískur foringi hafi það sem af er þessu kjörtímabili sýnt forystu í þessu máli, sem mark er á takandi!

 

Kv.


Líklega ekki tilviljun að Trump gefur fyrirskipun um -- loftárás á sýrlenska herstöð, rétt fyrir fundinn við Xi Jinping

Nokkrir greinendur hafa bent á, að með árásinni hafi Trump sýnt vilja sinn í verki.
--En árásin á sýrlensku herstöðina getur allt eins verið aðvörun til Kína.
En Trump hefur verið að beita Xi þrýstingi að -- beita afli Kína gegn N-Kóreu.
--Ella sé sennilegt að Trump beiti sér einhliða gegn N-Kóreu.

Is Syria strike the beginning of a ‘Trump doctrine’?

 

Það áhugaverða er, að Trump hefur verið að draga úr stuðningi Bandaríkjanna við uppreisnarmenn í Sýrlandi!

  1. Það bendi til þess, að Trump sé frekar að nota árásina á sýrlensku herstöðina.
  2. Til þess að senda skilaboð til Xi Jinping.

En það feli í sér skyndilega róttæka stefnubreytingu gagnvart Rússlandi - eða Sýrlandi.

Þannig má líta svo á, að árás Sýrlandshers á byggðalag í Idlib héraði -- sem næg gögn virðast nú staðfest að sannarlega hafi verið framin af Sýrlandsher!
--Hafi þá komið upp í hendurnar á Trump.
Sem tækifæri -- þ.e. með því slái hann 2-flugur í einu höggi.

A)Hann rökstyður árásina, sem svar við glæpasmlegu mannréttindabroti Assad stjórnarinnar - slær sig þannig með ódýrum hætti til riddara, sem verjanda þeirra lítilmagna sem sæta alvarlegum árásum.
B)Hann sendi Xi Jinping þau skilaboð --> Að Kína verði að taka hótun hans varðandi N-Kóreu, alvarlega.

Þó að Pútín fari nú hamförum í fjölmiðlum -- reikna ég ekki með því að Pútín erfi þetta endilega lengi við Trump.
--Ef Trump lætur vera frekari aðgerðir af þessu tagi innan Sýrlands.
--Og ef Trump geri engar tilraunir til þess að -- steypa Assad.

M.ö.o. að ef Trump ógnar ekki hagsmunum Rússlands innan Sýrlands.
Þá líklega muni áfram standa tilboð Pútíns til Trumps -- um fund.

 

Niðurstaða

Ég skal ekki fullyrða að árás sú er Trump fyrirskipaði á sýrlenska herstöð, árás er virðist réttlætanleg í ljósi árásar frá þeirri herstöð með gassprengju á byggðalag innan Idlib héraðs; að sú árás geti ekki falið í sér upphaf að róttækri stefnubreytingu Trumps innan Sýrlands.

Hinn bóginn, þá í ljósi þess að Xi Jinping var við það að hefja opinbera heimsókn til Bandaríkjanna.
Og Trump hefur verið að beita Xi þrýstingi í tengslum við N-Kóreu.

Virðist árásin frekar vera -- lítt óbein skilaboð til Xi.
Að taka alvarlega ummæli Trumps þess efnis, að ef Xi - beitir N-Kóreu ekki nægilegum þrýstingi.
Sé Trump vís til þess að taka einhliða á málinu.

 

Kv.


Hver framdi mannskæða gasárás í Idlib héraði innan Sýrlands?

Það eru greinilega 2-megin kenningar um þá árás:

  1. Þá sem Rússar hafa komið fram með, að uppreisnarmenn hafi sjálfir átt einhverjar gassprengjur í vopnageymslu og stórskotaliðs árás stjórnarhersins á svæðinu eða loftárás -- hafi hleypt gasinu af stað, eftir að birgðageymslan hafi orðið fyrir sprengju stjórnarhersins.
    --Þetta er sannarlega möguleg skýring.
    Maður yrði þá að gera ráð fyrir því, að uppreisnarmenn hefðu náð þeim sprengjum á einhverjum punkti af stjórnarhernum --> En erfitt er að koma auga á, hvaðan annars staðar það ætti að geta hafa verið.
    --A.m.k. ekki sérstaklega ólíklegt því að sannarlega hefur stjórnarherinn átt slíkar sprengjur -- einungis spurning hvort stjórnarherinn á þær enn eða ekki.
  2. Hin kenningin væri sú að sjálfsögðu að stjórnarherinn hafi sjálfur framið þessa árás! Eins og Bandaríkin segja og uppreisnarmenn.
    --Að mínum dómi, er það að sjálfsögðu a.m.k. möguleg skýring.
    Og ekki endilega sérdeilis ótrúverðug.
    Því Sýrlandsher sannarlega átti slíkar sprengjur - þó miklu magni slíka sprengja hafi verið eitt um árið --> Fór fram engin gagnger óháð rannsókn á vopnabirgðum Sýrlandshers, þannig að þ.e. ekki hægt að segja - að það sé óhugsandi að Sýrlandsher eigi enn slíkar sprengjur, í a.m.k. einhverju magni.

Kremlin says Syrian gas attack 'unacceptable' but U.S. data on it not objective

Trump says chemical attack in Syria crossed many lines

Frásögn sjónarvotts: White smoke signaled gas attack on Syrian town

 

Ég vek athygli á þessari frétt: Assad tells paper he sees no 'option except victory' in Syria.

Ég tel þetta eiga erindi inn í umræðuna - hvort þ.e. sennilegt að Assad hafi látið þessa árás fara fram eða ekki.

Assad: "As I said a while ago, we have a great hope which is becoming greater; and this hope is built on confidence, for without confidence there wouldn’t be any hope. In any case, we do not have any other option except victory," - "If we do not win this war, it means that Syria will be deleted from the map. We have no choice in facing this war, and that’s why we are confident, we are persistent and we are determined," - "Assad, citing recent rebel offensives in Damascus and near the northern city of Hama, said: "That is why we cannot, practically, reach any actual result with this part of the opposition (in talks). The evidence is that during the Astana negotiations they started their attack on the cities of Damascus and Hama and other parts of Syria, repeating the cycle of terrorism and the killing of innocents."

Ef maður tekur mið af þessum orðum - en undanfarið hafa hópar meðal uppreisnarmanna, gert 2-árásir á stjórnarherinn.
--Þ.e. í nágrenni Damaskus, þ.s. reynt var að sækja fram og ógna stöðu stjórnarhersins í sjálfri höfuðborginni.
--Og í grennd við Hama.

  1. Þ.s. þær sóknartilraunir ef til vill sýna - er að enn séu uppreisnarmenn með nægilega öflugir til að geta ógnað stöðu stjórnarhersins þ.e. að Assad geti ekki verið öruggur með þá stöðu sem hann hefur.
  2. Takið eftir -- hann segir einungis sigur koma til greina.

Þannig að það má varpa fram þeirri kenningu um gasárásina!

  1. Assad sé óþolinmóður með stöðu mála, herinn hans ekki nægilega sterkur til þess að vinna þá sigra sem hann krefst.
  2. Þannig að þá má varpa fram því sem mögulegri skýringu --> Að Assad eigi enn gas-sprengjur. Og hafi fyrirskipað gasárás, í von um að hernaðarstaða uppreisnarmanna mundi veikjast við það --> Svo her Sýrlandsstjórnar mundi geta sókt fram gegn þeim að nýju.

--Ég get nefnt gasárásir Ítala í svokölluðu Abyssiníu stríði þ.e. innrásinni í Eþíópíu fyrir Seinni Styrrjöld.
Her Eþíópíu var fjölmennur, en um margt vanbúinn tæknilega.
Mussolini beitti gasárásum miskunnarlaust, til þess að drepa mikinn fjölda herliðs Haile Selassie keisara Eþiópíu.
Og þannig lama baráttuþrek hers Eþíópíu, sem líklega stuðlaði verulegu leiti að sigri hers Ítalíu.

  1. Ég nefni þetta gamla fordæmi, til að sýna fram á að --> Gasárásir geta alveg virkað, ef mótaðilinn hefur litla möguleika til að verjast þeim.
  2. A.m.k. í stríði Mussolini við Haile Selassie, þá er sennilegt að gasið hafi verið mjög öflugt sóknarvopn -- mjög sennilegt að mannfall Eþíópíuhers hafi verið mjög mikið, af þeirra völdum --> Því sennilegt að þær árásir hafi verulegan þátt átt í því, að leiða fram sigur Ítalíuhers.

A)Klárlega vill Assad sigur yfir uppreisnarmönnum.
B)Hann hefur alltaf skilgreint þá annað af tvennu, sem hópa á vegum erlendra ríkja m.ö.o. Sýrland sé undir einhvers konar erlendri árás, eða, að hann skilgreini þá sem - hryðjuverkahópa.
C)Hann segir ekki -- hægt að semja við þá.

Þá virðist rökrétt fyrir Assad að beita gasi, fyrst hann lítur með þessum hætti á þá.
Einungis spurning hvort hann enn á gasvopn.

  1. Hann klárlega átti þau.
  2. Hann klárlega getur átt þau.
  • Hann hefur skírt -- mótív.

Þannig að mér virðist það hvorki -- ósennilegt, né ótrúverðugt, að Assad hafi fyrirskipað þessa árás.

 

Niðurstaða

Ég fullyrði ekkert um gasárásina innan Idlib hérðas í Sýrlandi.

En miðað við orð Assads sjálfs í viðtali sem Króatískur fjölmiðill átti við hann -- fyrir umrædda gasárás. Þá virðist a.m.k. skýrt að Assad hafði skýrt -mótív- til þess að fremja þá árás - sbr. orð hans að: A)Uppreisnarmenn séu óalandi og óferjandi, ekki hægt að semja við þá. B)Að einungis sigur komi til greina.
--Hafandi í huga skýra kröfu Assads um sigur, og ekkert annað en - sigur.
Þá blasir það við að herstaðan raunverulega gefur ekki til kynna að það sé sérdeilis líklegt, að her Assads geti náð fram slíkum sigri - sem einræðisherrann í Damaskus krefst.
Þá þarf einhvern -faktor- til að umbreyta eða umpóla þeirri stöðu.

Með því að vitna til stríðs Mussolini við Eþíópíu fyrir mörgum áratugum - bendi ég á það að -gas- getur breytt vígstöðu, ef mótherjinn er ófær um að verja sína liðsmenn fyrir árásum af slíku tagi.

Þannig að mín ályktun -án nokkurra fullyrðinga- sé að það geti alveg fullkomlega verið svo að Assad hafi fyrirskipað þessa árás vegna hans eigin óþolinmæði með stöðu mála þ.e. með vígstöðuna eins og hún er og óþolinmæði með augljósan skort á getu hans eigin hers til að klára stríðið í samræmi við hugmyndir Assads sjálfs -- og auk þessa sé sú skýring ekki ótrúverðugt endilega að hann hafi enn gas sprengjur, enda hafi ekki farið fram nein nákvæm rannsókn á öllum herstöðvum Sýrlands -- í leit að slíkum sprengjum til eyðingar, og lík þeirri er fór fram í Írak eftir svokallað -fyrra Persaflóastríð.-

 

Kv.


Spurning hvort að hryðjuverkið í Pétursborg leiði til aukinna samfélagsátaka milli íbúa Rússlands sem eru kristnir eða múslimar

Milli 11-12% íbúa Rússlands eru múslimar, eða ca. 20 milljónir. Veruleg fjölgun er í gangi í múslimahluta Rússlands -- meðan að enn virðist í gangi samdráttur í fólksfjölda meðal - kristinna íbúa Rússlands; eða m.ö.o. hinna eiginlegu Rússa.

  1. Ég hef orðið töluvert var við þá umræðu -- að fjölgun múslima sé ógn við Evrópu.
    --Á hinn bóginn er heildaríbúafjöldi Evrópusambandsins -- milli 500 og 600 milljón, hlutfall múslima milli 6-7% af heildaríbúafjölda.
  2. Hafandi í huga að heildaríbúafjöldi Rússlands, er milli 140-150 milljón, á bilinu 200þ. - 400þ. streyma til Rússlands ár hvert -- múslimar um 20 milljón í dag, en fjölgar einnig náttúrulega.
  • Þá virðist a.m.k. ekki algerlega fjarstæðukennt -- að múslimum geti fjölgað verulega í hlutfalli íbúa.
    --Þ.e. hugsanlega hlutfallslega meir en skv. opinberum spám.

Skv. spá frá 2010!

Russia's Growing Muslim Population

Ég hef orðið var við þá umræðu, í kjölfar hryðjuverksins í Pétursborg!

Að líklega sé óánægja meðal múslima hluta íbúa Rússlands - með stefnu stjórnvalda Rússlands í Sýrlandi, þ.s. stjórnvöld Rússlands hafa viðhaft bandalag við Íran og Assad.

  1. Punkturinn er sá, að langsamlega flestir múslima íbúar Rússlands, eru súnní!
  2. Og súnnítar gjarnan hata shíta, þ.e. Írana - ekki síst.

Þannig að bandalag við Íran eða m.ö.o. shíta, sé ekki líklegt til vinsælda meðal múslima hluta íbúa Rússlands.
--Það sé alveg hugsanlegt að það hafi fjölgað múslimum í Rússlandi, er hafa gengið á hönd - róttækum hreyfingum.

Stjórnvöld Rússlands sjálfs -- segja þúsundir rússneskra múslima er hafa barist í Sýrlandi, hafa snúið heim aftur.
--Árum saman hafa rússnesk stjórnvöld glímt við skærustríð í sjálfstjórnarlýðveldinu -- Dagestan.
--Sem er nágranna hérað við Tétníu.

Við og við eru framin hryðjuverk í Tétníu -- vísbending að enn kraumi þar undir, þó stærstum hluta hafi þar verið friður í a.m.k. 10 ár; meðan að sá sem Pútín valdi sem leiðtoga Tétníu í kjölfar sigurs hers Rússlands á skæruliðum Téténa í seinna Tétníu stríðinu - stjórnar þar með harðri hendi.

  • Það áhugaverða er að -- Pútín hefur leyft það að "sharia" lög gilda í Tétníu.

Mér virðist sennilegt að mikil spennar kraumi undir!
--En rússneski hluti íbúa Rússlands, virðist hafa mjög neikvæð viðhorf til múslima hluta íbúa Rússlands.
--Það getur vel verið, að álíka neikvæðra viðhorfa gæti hjá múslima hluta íbúa Rússlands, gagnvart rússum.

  1. Ef svo er -- gæti hryðjuverkið um daginn.
  2. Stuðlað að aukinni spennu innan Rússlands -- milli þessara meginpóla íbúa Rússlands.

 

Niðurstaða

Meðan mér virðast spár um alvarlega Múslima átök í V-Evrópu, fremur fjarstæðukenndar. Í ljósi hlutfallslegs fámennis Múslima í V-Evrópu, þó þeir virðast meir áberandi en fjöldinn gefur til kynna -- vegna þess að þeir virðast áberandi í grunn þjónustustörfum, sem leigubílstjórar o.s.frv. og vegna þess að þeir setjast helst að í stærstu borgunum.

Þá virðist mér ekki fjarstæðukennt, að það geti hugsanlega stefnt í töluverð innanlands átök í Rússlandi -- milli íbúahluta Rússlands.
--En múslimasvæðin, voru flest hver sjálfstæð ríki fram á 19. öld.
--En yfirtekin af rússneska hernum, ekki síst í löngu stríði milli 1870-1880.

  • Ég held að Rússland stjórni þeim svæðum -- fyrst og fremst, með valdi.
    --Í ljósi eigin herstyrks.
  • Mín skoðun á átökunum í Tétníu -- hve harkalega her Pútíns fór þar fram.
    --Hefur alltaf verið sú -- að skilaboð Pútíns, hafi einnig verið til annarra múslimasvæða innan Rússlands - að vopnaðri andstöðu mundi verða mætt með sambærilegri hörku.

Samt hafi Pútín ekki tekist að alveg kveða niður skæruátök í Dagestan.
Það getur alveg verið, að líkur á nýjum stórátökum á múslimasvæðum Rússlands, fari aftur vaxandi.

 

Kv.


Xi Jinping mun hitta Donald Trump nk. fimmtudag -> Trump hótar að taka málin í sínar hendur í tengslum við Norður Kóreu

Ummæli eru höfð eftir Trump í viðtali sem Financial Times tók við Trump. Þar kemur þó ekki skýrt fram - hvað Trump akkúrat meinar með "unilateral action."
--Nema að a.m.k. fyrsta kastið, muni Trump hefja beitingu refsiaðgerða á kínversk fyrirtæki -- sem eiga í viðskiptum við N-Kóreu.
M.ö.o. virðast hernaðaraðgerðir gagnvart N-Kóreu a.m.k. ekki á dagskrá -- strax.

Donald Trump warns China the US is ready to tackle North Korea

Trump - “China has great influence over North Korea. And China will either decide to help us with North Korea, or they won’t,” - “If they do, that will be very good for China, and if they don’t, it won’t be good for anyone.” - “Well if China is not going to solve North Korea, we will. That is all I am telling you.

 

Það sem virðist planlagt -- er að einangra N-Kóreu frekar

Það er talað um það - að allir möguleikar séu uppi á borðinu. En á hinn bóginn, er hernaðarárás svo óskaplega áhættusöm - að ég persónulega stórfellt efa, að Bandaríkin láti slag standa.

  1. Mér virðist ekkert að því - að beita nýjum refsiaðgerðum, í þeim tilgangi að þrýsta á kínversk fyrirtæki að hætta viðskiptum við N-Kóreu.
  2. Ég er þó ekkert viss, að Trump takist að sannfæra Xi -- um að beita nægilegri hörku til þess að stöðva eldflaugatilraunir N-Kóreu.

--Vandinn virðist sá, að það blasi ekki endilega við mér -- að það sé hagur Kína að gera nokkurn skapaðan hlut.

Vissulega er rétt, að ef Kim Jong-un tekst að láta fullþróa nýja kynslóð langdrægra eldflauga, sem geti dregið alla leið til Bandaríkjanna.
--Mun það að algeru lágmarki -- setja frekari olíu á eldinn á Asíusvæðinu.

Vegna þess að Japan og S-Kórea, munu bregðast við þeirri ógn með þeim hætti.
--Að efla sínar eldflauga varnir!

 

En ástæða þess að ég er ekki viss að Kína vilji hindra þá þróun - endilega!

Er að Kína getur notað það sem hentuga ástæðu til þess, að efla eigin kjarnorkuherafla --> Ef S-Kórea og Japan, efla sínar eldflaugavarnir - sem þau örugglega gera.

  1. N-Kórea sé of lítil, til þess að mögulega geta átt mikinn fjölda kjarnorkuvopna berandi langdrægra flauga sem geta borið sprengjur milli meginlanda.
  2. En slíkar flaugar, eru verulega kostnaðarsamar í framleiðslu -- hagkerfi N-Kóreu er ekki stórt. Jafnvel þó að herra Kim leggi mikla áherslu á að framleiða nokkur stykki.

Síðan bætist það við, að Kína líklega vill ekki -- rugga við N-Kóreu af ótta við hugsanlegt hrun stjórnarinnar þar!
--En rökrétt séð óttast Kína að það yrði óskaplega dýrt dæmi, að ef N-Kórea hrynur.
Ekki einungis það að það gæti orðið heilmikill flóttamannavandi.
Að því gæti fylgt verulega mikill kostnaður, að taka þar völdin og síðan stjórna þar.

  • En líklega er N-Kórea afar slæm hít. Sem mjög dýrt yrði, að gera að einhverju öðru.


Ég held að Kína geti reiknað með því - að Bandaríkin leggi ekki í hernaðarárás!

  1. Kim Jong-un á þegar kjarnorkusprengjur -- en ekki er staðfest enn að hann geti skotið þeim með eldflaug.
  2. Hinn bóginn er það alveg nóg, til þess að gera hernaðarárás á N-Kóreu að slæmri hugmynd.

En ég efa ekki að Kim Jong-un mundi ekki hika að láta grafa eina - tvær eða þrjár slíkar niður.
--Ef þær væru með blýkápu utan um, þá væri ekki unnt að sjá geislunina af þeim úr lofti.

Kim Jong-un gæti síðan hótað því, að sprengja -- jafnvel niðurgrafnar á eigin landi.
Til þess að gera Bandaríkjunum ljóst, að innrás væri of áhættusöm.
--Bandaríkin gætu ekki mögulega tryggt, að slíkar sprengjur mundu finnast.
--Eða að Kim Jong-un gæti ekki sprengt slíka og þar með þurrkað eitt stykki bandar. her út.

  1. Fyrir utan þetta, á Kim Jong-un mikinn fjölda stórskotavopna, er geta samstundið hafið stórskotahríða á S-kóreanskar borgir.
  2. Þar sem N-Kórea á svo mikið af slíkum vopnum, væri ómögulegt sennilega að hindra N-Kóreu í því að valda miklu manntjóni meðal íbúa S-Kóreu; ef Bandaríkin mundu hefja árásir á N-Kóreu.

-- --> Mig grunar þar af leiðandi, að Xi Jinping - kalli "bluffið" hans Trumps.

 

Niðurstaða

Ég raunverulega stórfellt efa að Trump muni breyta með róttækum hætti stöðunni á Kóreu-skaga. En árás á N-Kóreu sé einfaldlega of áhættusöm. Þar sem engin leið sé að hindra N-Kóreu í því að valda mjög miklu manntjóni almennra borgara í S-Kóreu.
--Þá geri ég ráð fyrir notkun hefðbundinna stórskotavopna.

Kim Jong-un mundi örugglega ekki hika við að sprengja kjarnorkusprengju á eigin landi - ef hann sægi möguleika til þess að eyða einu stykki bandarískum her - sem væri að gera innrás.
--Bandaríkin líklega gætu ekki hindrað slíkt.
--Og líklega ekki gengið úr skugga um það, að Kim Jong-un hefði ekki grafið kjarnasprengjur niður innan eigin landamæra.

Á einhverjum enda líklega mun Kim Jong-un hafa langdrægar kjarnorkusprengju berandi eldflaugar.
Á hinn bóginn, vegna þess hve N-Kórea er lítil, sé ósennilegt að N-Kórea geti smíðað margar slíkar.

  • Það þíði að fullkomlega praktískt sé fyrir varnarflaugakerfi sem Bandaríkin hafa verið að koma fyrir í Evrópu og í N-Ameríku, og einnig Japan og S-Kóreu; að skjóta niður allar slíkar eldflaugar.

A.m.k. gæti Kim Jong-un aldrei verið viss að nokkur hans flauga mundi ná alla leið.
--Það þíddi, að fyrsta árás væri alltaf mjög óskynsöm aðgerð.

  1. Þar sem að um leið, og Kim Jong-un framkvæmdi slíka - eldflaugar hans hefðu verið skotnar niður; þá væri ósennilegt að hann ætti fleiri.
  2. Þá mundi þar með áhætta Bandaríkjanna af árás á N-Kóreu, hafa snar minnkað.

Þess vegna tel ég að ef Kim Jong-un smíðar slíkar flaugar með kjarnavopn.
Þá rökrétt séð -- mundi hann ekki ráðast á Bandaríkin af fyrra bragði.
Og samtímis rökrétt -- Bandaríkin ekki heldur ráðast á N-Kóreu af fyrra bragði.
--M.ö.o. fæling væri til staðar.

 

Kv.


Út af ummælum Benedikts Jóhannessonar - að upptaka evru væri farsælast fyrir Ísland; ítreka ég af hverju ég tel það geta endað ákaflega illa í tilviki Íslands

Ég er ekki að halda því á lofti að það sé algerlega örugglega yfirvofandi að Evran hætti að vera til - þ.e. alveg hugsanlegt, en slík atburðarás sé hvorki algerlega örugglega yfirvofandi né svo að það sé örugg afleiðing þess ef -- t.d. tiltekin kona er kjörin forseti Frakklands.

Né er ég að halda því á lofti, að evran sé slæmur gjaldmiðill fyrir evrulönd. Það sé afar misjafnt eftir evrulöndum -- fyrir a.m.k. sum þeirra, virðist hún virka ákaflega vel. Fyrir sum önnur, síður.

Það sem ég er að segja, að Ísland hafi algerlega sérstök vandamál, þegar kemur að upptöku evru.
Vandamál af því tagi, sem gæti skilað ákaflega erfiðri útkomu fyrir Ísland!
--Þá meina ég, dýpri kreppu en svo að nokkur núlifandi Íslendingur þekki af eigin raun nema þeir sem eru komnir í kringum áttrætt.

Finance minister admits maintaining own free floating currency is not viable option

Benedikt Jóhannesson!
http://cdn.mbl.is/frimg/9/19/919679.jpg

Til að skilja málið, þar að skilja hvað gerist -- ef Ísland gengur í gegnum klassíska íslenska hagsveiflu!

  1. Ísl. hagsveiflan síðan 1959, er gamla haftakerfið var afnumið -- og kerfi gengisfallandi krónu tekið upp í staðinn.
  2. Hefur síðan þá virkað þannig, að niðursveifla í hagkerfinu tengist alltaf --> Stóru gengisfalli.

--Þetta skilja sumir með þeim hætti - að krónan sem slík sé orsakavaldurinn.
En það er rangtúlkun!

--Málið er að orsökin liggur í --> Viðskiptajöfnuðinum!

  1. Ísland er örríki - sem hefur mjög fáa liði sem skapa gjaldeyristekjur!
  2. Á sama tíma - er nær allur varningur sem neyttur er á heimilum, fyrir utan matvæli -- innfluttur.
  3. Sama á við nærri allar fyrirtækjavörur eða aðföng fyrirtækja, að þau einnig eru innflutt - með afar fáum undantekningum þar um.
  • Þetta gerir það að verkum --> Að neysluaukning á Íslandi, leiðir alltaf til viðskiptahalla á endanum.
  • En sérhver hagsveifla síðan 1959, toppar í viðskiptahalla.

Það sem gerist þá -- er að smám saman eyðir viðskiptahallinn upp gjaldeyrissjóðnum.
Þar sem Ísland þarf að flytja nærr allt inn -- þá endar málið í sérhvert sinn á því, að til þess að tryggja öruggan innflutning áfram, er gengið fellt.
--> En Ísland getur ekki flutt inn, nema að eiga gjaldeyri!
Öfugt við það sem sumir halda, breytir evru-upptaka ekki þessari grunnstaðreynd!

 

Málið er, að innan evrunnar þarf Ísland -- að tryggja öruggan innflutning, að sama skapi áfram - kaupir þá evrur!

  1. Gengisfellingar -- tryggja öryggi innflutnings með afar einföldum hætti, þ.e. með því að -- minnka eftirspurn innan hagkerfisins, einmitt með því að lækka lífskjör.
    --Óvinsæl staðreynd sannarlega!
  2. Innan evrunnar, heldur viðskiptajöfnuður áfram að vera -- sama lykilatriðið og áður.
  • En innan evrunnar, er ekki unnt að snögglega afnema hann --> Með gengisfellingu.

Það er auðvitað það --> Sem margir stuðningsmenn evru-upptöku horfa til.
Að ekki sé lengur unnt að --> Snögglega lækkar lífskjör með gengisfellingu.
--Þannig vonast þeir einstaklingar til þess, að lífskjör verði stöðugri.

  1. En þá gleyma þeir því krítíska atriði --> Að einhver þarf að fjármagna viðskiptahalla.
  2. Innan evrunnar --> Lendir það á ríkinu, þ.e. viðskiptahalli breytist í --> Skuldsetningu ríkissjóðs, þangað til að ríkið getur ekki lengur aukið sínar skuldir frekar.
  • En þarna gef ég mér það, að þeir launamenn -sem horfa löngunaraugum á evruna, því þeir ætla sér að standa fast gegn hættunni á kjararýrnun, ef stefnir í mögulega kreppu.-
  • Að þeir standi fastir fyrir -- gegn öllum tilraunum til þess, að lækka laun.

En þó svo að til staðar sé sameiginlegur Seðlabanki!
Ber ríkissjóður hvers lands -- ábyrgð á stöðugleika síns hagkerfis!

  1. Vegna þess að í evrukerfi - þá er aðildarland ekki með gjaldeyrisvarasjóð.
  2. Þá er notast við skiptimarkað seðlabankanna innan evrukerfisins (Target 2) -- þar sem t.d. Ísland mundi kaupa evrur líklega af "Bundesbank" þ.e. Seðlabanka Þýskalands sem meðlimur evrukerfis.
  • Það einmitt leiðir það fram --> Að viðskiptahalli verður að skuldsetningu ríkisins.

En Seðlabanki Íslands í þessu tilviki, þarf að bjóða eitthvað verðmæti á móti --> Því er þá reddað með því, að ísl. ríkið gefur út skuldabréf, sem í þessu tilviki Seðlabanki Þýskalands tekur á móti.
---------------
Margir hafa velt því fyrir sér --> af hverju evrulöndin sem lentu í kreppu.
Öll lentu í að skulda Þýskalandi stórfé!

  1. En mörg höfðu viðskiptahalla við Þýskaland.
  2. Sem þá var fjármagnaður með því -- að Þýskaland fékk skuldabréf á móti á ríkissjóð viðkomandi lands.

--Þannig fjármögnuðu ríkissjóðir þeirra landa, viðskiptahallann við Þýskaland þ.e. neyslu sinna ríkisborgara umfram þ.s. þau lönd fluttu út.

 

Þetta er af hverju ég hef haldið því fram - að evruaðild Íslands, væri líklegt að leiða til grískrar kreppu á Íslandi!

En innan evrukerfisins, hefur það verið Seðlabanki Þýskalands -- sem einkum hefur haft evrur umfram þarfir, og verið til í að selja þær fyrir ríkisskuldabréf.

Það virðist ósennilegt að róttæk breyting verði þar um!
--Það þarf ekki endilega vera, að viðskiptahallinn verði við Þýskaland.
--Heldur svo áfram, að það sé einna helst Þýskaland sem á evrur - í afgang miðað við þarfir.

  1. Þá verður viðskiptahalli Íslands, innan evrunnar.
  2. Líklega að ríkisskuld ríkissjóðs Íslands, við ríkissjóð Þýskalands.

--Ég vona að fólk hafi fylgst með vanda Grikklands.
Og ekki síst því atriði, að fram að þessu hefur Þýskaland algerlega ekki tekið það í mál, að afskrifa höfuðstól skuldabréfa á gríska ríkið í beinni eða óbeinni eigu ríkissjóðs Þýskalands.

------------

Nú, ef maður gefur sér það -- að ísl. verkalýðshreyfing standi nægilega þver gegn kröfum um -- launalækkanir frá stjórnvöldum.
--Til þess að bregðast við viðskiptahalla, og þeirri þróun að til þess að tryggja nægilegt fjármagn innan landsins þrátt fyrir nettó útstreymi evra af völdum viðskiptahalla, sé ísl. ríkið að safna stöðugt skuldum við aðildarríkissjóði evrulanda - líklega Þýskaland þar á meðal.

Þá rökrétt verður fyrir rest -- gjaldfelling á tiltrú á ríkissjóð Íslands.
Eins og við sáum hjá nokkrum aðildarlöndum evru milli -- 2009 og 2012.
--Og Ísland líklega er þá hrakið af lánamörkuðum, og neyðist að leita til aðildarlandanna!

  1. Þá taka eigendur evruskulda ríkissjóðs Íslands.
  2. Við stjórn landsins, að öllu leiti sem máli skiptir -- og eins og við höfum séð, þvinga fram það sem þeir telja best tryggja fullar endurgreiðslur.

--M.ö.o. að landinu yrði stjórnað með hagsmuni eigenda skuldanna í fyrirrúmi, þangað til þær skuldir væru uppgreiddar -- burtséð frá því hversu langt inn í framtíð sá endapunktur gæti legið.

--Við tæki ákaflega djúp og líklega mjög langvarandi kreppa fyrir Ísland.
Harðari eins og ég sagði að ofan, en líklega þ.s. nokkur Íslendingur hefur upplifað nema þeir sem eru orðnir um 80 ára gamlir.

 

Niðurstaða

Mín afstaða til spurningarinnar um evruaðild Íslands hefur síðan 2009-2010 í kjölfar upphafs kreppunnar á Grikklandi og víðar á evrusvæði þá, og að í kjölfar þess að ég las nokkrar áhugaverðar hagfræðilegar greiningar á undanfara kreppu þeirra landa sem þá lentu í vanda - auk Grikklands.
--Hefur verið sú, að evruaðild Ísland mundi líklega eftir ca. eina hagsveiflu innan evrunnar, leiða til sambærilegrar kreppu fyrir Ísland - við þá sem Grikkland hefur verið að ganga í gegnum.
**Það er, að ca. eftir eina hagsveiflu innan evru, væri það sennilegt að Ísland mundi lenda í þeirri dýpstu kreppu sem íslenska þjóðin hefur séð -- síðan fyrir 1959.

Það er eiginlega í ljósi þess að ég áttaði mig á þessu!
Að ég hef litið á það að búa við krónuna áfram, sem skárri valkost.
--Þó þekki ég ákaflega vel alla þá galla sem því fylgir að búa við gengisfallandi krónu.

Ég einfaldlega tel að gallarnir fyrir okkur við aðild að evru - verði enn verri fyrir rest!

 

Kv.


Ég hef aldrei almennilega skilið, af hverju svo erfitt er að ná sátt um - gjöld á útvegsfyrirtæki

En mér virðist --> talsmenn þess að hafa þau sem hæst, ekki nálgast málið með skynsömum hætti. Sem hafi gert það - auðvelt, fyrir þá sem vilja hafa þau gjöld sem lægst. Að grafa undan málstað þeirra -- sem telja að útvegurinn eigi að borga sem allra mest!

Það leiði til þess, að þeir sem vilja hafa þau sem lægst -- hafa fram að þessu haft betur í málinu.

  1. En augljóslega mundi flatt gjald -- koma mjög misjafnlega niður á fyrirtækjum.
  2. Síðan er það augljóslega -- erfiðara fyrir smærri fyrirtæki, sem gjarnan hafa hlutfallslega erfiðari afkomu.
  3. Það hafi gert það að verkum -- að auðvelt hefur verið fyrir andstæðinga auðlyndagjalda á sjávarútveg --> Að mála gjalda hugmyndir - sem slæma fyrir landsbyggðina, slæma fyrir sjávarbyggðir.

 

Ég held það sé fremur auðvelt að leysa þetta!

En það væri hægt að skipta fyrirtækjum upp í flokka -- einfaldast að miða út frá, rekstrartekjum.
--Þannig væri mjög einfalt, að mæta þeim ótta - að gjald skaði smærri fyrirtæki, og skaði hugsanlega störf úti á landsbyggð - í sjávarbyggðum.

  • Ég er þá að tala um nokkurs konar tekjutengingu gjaldanna!
  1. En tiltölulega einfalt væri að búa til -- sérstakan flokk, fyrir allra stærstu fyrirtækin.
  2. Síðan mætti hugsa sér annan -- fyrir meðalstór.
  3. Og síðan þann þriðja -- fyrir smáa aðila víða um landið.

--Ef menn vilja hlífa smáum fyrirtækjum -- mætti sá flokkur, vera með -núll- gjald.
--Miðlungs fyrirtækin borguðu gjald -- en lægra samt hlutfallslega af rektrartekjum, en stóru fyrirtækin.
--Stóru fyrirtækin, borguðu þá -- fullt gjald.

  • Þá er með einföldum hætti -- girt fyrir það, að smá fyrirtæki í litlum byggðum út um landið, lýði fyrir það -- að sett væri auðlyndagjald.
    --Það ætti að draga verulega úr andstöðu við gjald-töku, sem gætt hafi í smærri byggðum út til sjávar og sveita.

Eðlilegt sé að -- stærstu fyrirtækin, borgi hlutfallslega mest.
Þ.s. þeirra aðstaða til þess að skila hagnaði -- sé betri en annarra.

  1. Svo má ekki gleyma því, að með því að sleppa smæstu fyrirtækjunum alfarið við slíka gjaldtöku.
  2. Væri einnig samtímis stuðlað að fjölgun þeirra.

Gjaldtakan að einhverju leiti minnkar völlinn á þeim allra stærstu.
--Sem ætti að veita smærri fyrirtækjunum, bætta samkeppnisaðstöðu.

 

Niðurstaða

Við erum með tekjutengingar á margvíslegum gjöldum og bótum í ríkiskerfinu. Þannig að mér finnst það nokkuð merkilegt. Að ég kannast ekki við það að hafa heyrt nokkurn -- tala um skipulagða tekjutengingu auðlyndagjalda á sjávarútveg.
--En vandinn við hátt flatt gjald --> Er einmitt sá að það mundi koma mjög illa niður á smærri fyrirtækjum. Þess vegna hefur andstaða við gjald á slíku formi, verið umtalsverð á landsbyggðinni.

En á sama tíma, er gagnrýninn einna helst á stærstu fyrirtækin - hagnaður þeirra sé það sem flestir stara á! Mér finnst lausnin blasa við - þ.e. að tekjutengja auðlyndagjöldin.

  • Þá er einfaldast að miða við -- rekstrartekjur, í stað hagnaðar.
    --En þær mæli umfang rekstrar fyrirtækis ágætlega.
    Og þú felur þær ekki svo auðveldlega!

Fyrirtækin séu þá flokkuð eftir umfangi rekstrar, og gjöldin miðuð út frá því, að þau allra stærstu borgi meira! Þau smæstu -- kannski ekki neitt í auðlyndagjald.
--Mér virðist að þannig lausn ætti að geta haft mikinn stuðning!

 

Kv.


Venezúela búið að taka lokaskrefið til einræðis! Maduro orðinn að klassískum einræðisherra!

Það virðist óhætt að segja valdaflokkurinn í Venezúela, hafi stigið skrefið til fulls -- frá upphaflegum markmiðum byltingar Hugo heitins Chavez.
--En Niculas Maduro virðist nú hafa stigið skrefið til full.
--Sé nú nær enginn munur sjáanlegur lengur á hans stjórn -- og gamaldags einræðisherra af því tagi sem nóg var af í Suður Ameríku á fyrri hluta 20. aldar, og síðan langt fram eftir Kaldastríðs tímabilinu.

  1. En þær einræðisstjórnir, snerust alltaf um það -- að maka krókinn.
  2. Það er, að fámenn klíka við völd - makaði sína eigin króka, og þröngur hópur stuðningsmanna gjarnan gerði það einnig --> Meðan að almenningur lap dauðann úr skel.
  • Yfirleitt treystu slíka stjórnir, á herinn til að halda -- skrílnum niðri.
    --Nákvæmlega í þetta far, virðist stjórn Maduro kominn!
  • Þ.e. klassíkst gamaldags ræningjaræði.
    --Með herinn í því hlutverki, að halda skrílnum niðri, meðan þeir sem eru við völd -- ræna því sem þeir geta, meðan þeir halda enn völdum!

Einræðisherra Venezúela - Niculas Maduro

http://cdn.thedailybeast.com/content/dailybeast/articles/2015/09/27/has-venezuelan-president-maduro-gone-insane/jcr:content/image.crop.800.500.jpg/48110587.cached.jpg

Venezuela opposition allege coup as supreme court seizes power

Venezuela Moves a Step Closer to One-Man Rule

Venezuela's Maduro decried as 'dictator' after Congress annulled

Venezuela’s top court takes power away from parliament

Þetta virðist orðið að grófasta dæmi um miskunnarlaust ræningjaræði sem ég hef séð í langan tíma!

En með nokkurs konar "judicial coup" þá virðist - þinginu hafa verið vikið algerlega til hliðar.
Og Maduro fengið það vald -- að setja lög með tilskipunum!
--Það þíði að hann hafi sömu völd og einvaldskonungar höfðu í gamla daga!
--Þ.e. að þeirra orð væru = lög!

M.ö.o. að ég fæ ekki betur séð <--> En að Maduro sé orðinn eins og -sólkonungurinn franski- er sagði fyrir nokkrum öldum --> Ríkið, það er ég!

  • Sama tíma lepur almenningur dauðann úr skel - í orðins fyllstu merkingu!
  1. Það er alvarlegt vannæringarástand: Venezuela asks UN for help as medicine shortages grow severe.
    "The number of survey respondents who reported eating two or fewer meals per day nearly tripled from the previous year&#39;s survey, rising to 32.5% in 2016 from 11.3% in 2015."
  2. Lyf eru nánast ófáanleg innan heilbrigðiskerfisins.
    "The country is lacking roughly 80% of the basic medical supplies, according to the Pharmaceutical Federation of Venezuela."
  3. Sjúkdómar þar af leiðandi -- grassera: Hard Times in Venezuela Breed Malaria.
  4. Og til viðbótar - er gríðarleg glæpa-alda í landinu, með morðtíðni sem líklega sé orðin sú hæsta í S-Ameríku: Venezuela 2016 Crime & Safety Report.

Það sé til staðar alvarleg heilsufars krísa - þ.s. hangi saman vaxandi vannæring og sjúkdómafaraldrar er grassera í vaxandi mæli.
Glæpa-aldan sem virðist einnig vaxa ár frá ári, bendi til vaxandi óreiðu -- og stjórnleysis.
--Það eina sem ég ekki almennilega skil!
Er af hverju engin uppreisn er enn hafin í landinu!

Það sem virðist mega lesa út úr þessu, sé land á barmi -- algers hruns!
Það er, landið geti stefnt í ástand stjórnleysis.

  1. En í vaxandi mæli virðast stjórnvöld ekki ráða við það hlutverk - að sinna grunn þjónustu.
  2. Alvarlegt ástand mála innan grunnkerfa -- ásamt hratt vaxandi glæpatíðni.

--Bendi til vaxandi skorts á getu ríkisins til þess að tryggja lágmarks - reglu.
Í því samhengi, hljómi sú ákvörðun að leggja öll völd í landinu í hendur Maduro!
Sem loka örvæntingar "gambítturinn" rétt áður en spilaborgin fellur um koll.

 

Niðurstaða

Ég sé ekki mikinn tilgang í þessu hjá hyskinu í kringum Maduro að hanga áfram á völdum - nema þann að það hyski og karlinn sjálfur, sé að tryggja að reikningar í öruggu skjóli erlendis -- fitni frekar, og sem lengst!
--En með umsúningi yfir í - einveldi.
Samtímis og vangeta stjórnvalda til að ráða við það að tryggja almenna reglu innan landsins, heldur áfram sýnilega að skerðast. Sem sjáist í vaxandi krísum: Hratt vaxandi glæpaalda ásamt morðtíðni - hratt vaxandi vannæringar ástand - nær algerum skortur á nauðsynlegum lyfjum, sem hafi leitt til hratt vaxandi sjúkdóma faraldra.
--Þegar umsnúningurinn yfir í einveldi gerist í slíku nær algeru tjóns ástandi.

Þá sé erfitt annað en að sjá það sem -- líklegan, örvæntingarfullan loka leik.
Áður en hrunið verður!

  1. Sem vaxandi líkur virðast á að þíði líklega - fall Venezúela inn í ástand.
  2. Misheppnaðs ríkis.

Magnaður árangur í landi með -- mestu olíuauðlyndir sem finnast í einu landi.
--Þetta land er nú í miklu verra ástandi, en Afríulandið - Nígería!

 

Kv.


Virðist ólíklegt að Trump geti stöðvað hnignun kolaiðnaðarins í Bandaríkjunum

Eitt af kosningaloforðum Trumps, var að bjarga kolaiðnaðinum -- sl. þriðjudag undirritaði Trump tilskipun, sem leggur af aðgerðir Obama stjórnarinnar í þá átt -- að draga úr losun CO2.
--Sem m.a. hefði þrengt frekar að kolaiðnaðinum á nk. árum.

Donald Trump’s power plan: Why US coal jobs are not coming back

Hinn bóginn síðan 2008 hefur iðnaðurinn verið í hraðri hnignun; ekki vegna þess að Obama setti mengunarskilyrði - heldur vegna upprisu gas og olíuframleiðslu úr leirsteinslögum með svokallaðri "fracking" aðferð!

  • Eftir 2008 hefur verðlag á gasi nærri helmingast -- sem hefur gerbreytt samkeppnisstöðu annarra orkuframleiðenda; sérstaklega kolaiðnaðarins.
  1. "In 2010 the US generated almost half its electricity using coal."
  2. "Last year, that was down to 30 per cent."
  • The US Energy Information Administration calculated in 2015 that the average all-in cost of electricity from a new conventional coal-fired power plant would be $95.10 per megawatt hour, 31 per cent higher than the cost from an advanced combined-cycle gas-fired plant of $72.60 per MWh.

Rökétt þíði þetta að hröð hnignun kolaiðnaðarins heldur áfram, þar sem orkuframleiðendur er brenna kolum -- séu ekki samkeppnisfærir í verðum við framleiðendur er brenna gasi!
--Margar kolastöðvar hafi breytt yfir í gasbrennslu!

  1. Ólíklegt sé að þetta ástand lagist í bráð, þ.s. búist er við að gas streymi frá "fracking" iðnaðinum -- a.m.k. í nokkra áratugi.
  2. Síðan jafnhliða séu aðrir orkugjafar í þróun - þ.e. endurnýtanlegir.
    --Verð þar hafi verið að falla smám saman.

Það virðist þar með ósennilegt að hnignun kolaiðnaðarins hætti.
Hann sé smám saman sennilega á útleið!

 

Niðurstaða

Framkoma "fracking" iðnaðarins er að reynast töluverður atburður - en aukning framleiðslu þaðan án vafa stuðlaði að falli heimsolíuverðs 2015. Sem líklega hefur drepið vinnslu á olíu og gasi úr sjó.
En það sé sennilegt að lækkun orkuverða vegna gas- og olíuframleiðslu frá "fracking" sé einnig að stuðla að hraðri hnignun kolavinnslu - og orkuvinnslu með kolum. Nema ef til vill í löndum, þ.s. ekkert annað er að fá í formi orku en kol.
--Það þíði sennilega að aðgerðir Trump ætlað að koma til bjargar kolaiðnaðinum, hafi sennilega lítil sem engin áhrif í þá átt að koma honum til bjargar.

 

Kv.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Ferdam.Bandar.
  • Trump tollastrid bidstada
  • Markaðir Bandar. H

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.9.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 35
  • Frá upphafi: 871110

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 25
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband