5.11.2017 | 23:04
Game of Thrones - í Saudi Arabíu? Hreinsanir virðast hafnar í Saudi Arabíu, með handtökum 11 áhrifamikilla einstaklinga
Prins Mohammad bin Salman bin Abdulaziz Al Saud, krónprins Saudi-Arabíu virðist leitast eftir því að herða tök sín á Saudi-Arabíu. En hann er talinn sá sem raunverulega ræður, þó svo að enn sé hann ekki konungur, síðan hann steypti frænda sínum sem krónprins í hallarbyltingu - júní sl: Saudi prince was held in Mecca palace room during royal coup.
--Er talið víst að prins Mohammad bin Salman sé - hinn eiginlegi valdamaður Saudi Arabíu.
Hinn bóginn, er sjálfsagt erfitt fyrir utanaðkomandi að vita almennilega hvar völdin akkúrat liggja, síðan 2015 er Salman konungur gerðir hann að utanríkisráðherra - hefur ris prins Mohammad virst hratt.
Hinn 32 ára gamli prins, virðist vinna að ímynd hins sterka leiðtoga.
Sem utanríkisráðherra frá 2015 hefur hann keyrt hart á átökum við Íran - sérstaklega stríðið í Yemen verið nokkurs konar -hans barn- sem hann virðist hafa óspart notað í því skyni að efla sína ímynd meðal Saudi-arabísks almenning.
Að auki, virðast átökin við Quatar - rekin skv. vilja prins Mohammad, en krónprinsinn sem hann rak frá - virðist hafa verið andvígur þeirri stefnu, og verið þá vikið snarlega frá, hvort sem það hefði ekki annars hvort sem er gerst fyrr eða síðar.
--Það virðist, ákveðinn rauður þráður í stefnu prins Mohammad, harðlína gagnvart Íran.
--Ákveðinn pópúlismi af hans hálfu vekur einnig athygli.
- Hann titlar sig einnig "reformer" eða umbótamann, það má vel vera að honum sé nokkuð alvara með það atriði.
- Handtökurnar eru fyrirskipaðar, af rannsóknarráði gegn spillingu, sem prinsinn formlega stofnaði rétt fyrir helgi - og hann sjálfur situr í.
Að kalla þetta spillingu - frekar en valdatöku - er auðvitað möguleg nálgun ætlað að ófrægja þá sem hafa verið handteknir, þó erfitt sé að ímynda sér annað en þeir séu a.m.k. eitthvað spilltir.
En hinn bóginn, virðist manni ekki endilega öruggt, að þeir valkostir sem prinsinn býður upp á séu endilega minna spilltir -- en líklega verða þeir allir, handvaldir af honum.
Future Saudi king tightens grip on power with arrests including Prince Alwaleed
Saudi purge worries investors but may speed reforms
Saudi Arabia arrests princes, ministers and tycoons in purge
Ég ætla ekki að reyna giska á það, hvaða grugg er akkúrat í gangi í Saudi Arabíu, en eins og málin líta út -- sbr. handtöku yfirmanns "þjóðvarðaliðsins" eða "national guard" - þá virðist ljóst a.m.k. fljótt á litið, að krónprinsinn sé að færa valdþræði yfir til sinnar persónu.
--Hvað hann akkúrat gerir við þau auknu völd, á eftir að koma í ljós.
--En það má vel vera, að krónprinsinum sé alvara með - efnahagslegar umbætur, og einhverjar samfélagslegar umbætur - t.d. virðist hann ætla að heimila loks konum að aka bifreiðum.
--Hinn bóginn, geta aukin völd hans - í ljósi harðlínu afstöðu hans gagnvart Íran - þítt aukna áherslu Saudi-Araba á það stríð við Íran sem hefur verið háð "in proxy" hér og þar um Mið-austurlönd.
Ekki er það alls staðar -heitt stríð- eins og í Yemen.
Spurning hvort að eftirfarandi er einnig hluti af atburðarásinni?
- Forsætisráðherra Lýbanon sagði af sér, meðan hann var staddur í heimsókn í Riyadh. En athygli vakti að Hariri fordæmdi Íran mjög harkalega með hætti sem læðir að þeim grun að hann hafi verið að tala undir rós um Hezbollah - The evil that Iran spreads in the region will backfire on it, - Irans arms in the region will be cut off.
Hariri resignation threatens to destabilise fragile Lebanon
Hezbollah says Saudi Arabia forced Lebanese PM to quit
--Hezbollah varpar þar upp þeim skilningi, að þetta hafi verið ákveðið af krónprinsi Saudi-Arabíu, þá tóna orð Hariri - sem gætu verið skriptuð við harðlínustefnu prins Muhammad. - Skv. fréttum frá Riyadh, var eldflaug skotin niður rétt hjá höfuðborg Saudi-Arabíu, og sökuðu yfirvöld Saudi-Arabíu - Húthí hreyfinguna í Yemen, sem Saudi-Arabía hefur verið í stríði við um nokkurt skeið, um að hafa sent þá eldflaug.
Ballistic missile intercepted near Riyadh airport
France warns of ballistic proliferation after Houthis target Riyadh
Saudi-led coalition calls missile dangerous escalation of Yemen conflict
Ég er að velta fyrir mér hvort þessi atburður gerðist í raun og veru!
Þegar maður veltir fyrir sér loftlínunni milli Sana í Yemen og Riyadh.
--Þá á örugglega enginn annar radarstöðvar þarna á milli, heldur en Saudi-Arabía sjálf.
- Mér virðist þar með, að við höfum einungis orð yfirvalda í Saudi-Arabíu fyrir því, að þessi atburður hafi raunverulega gerst.
--Þó svo að franski utanríkisráðherran tjái sig, eiga Frakkar vart nokkuð í loftlínunni þarna á milli, sem hefur getað virkað sem - sjálfstæður sjónarvottur.
--Þannig væntanlega byggir hann mál sitt, á fullyrðingum yfirvalda í Riyadh.
- En ef þetta er allt hluti af atburðarásinni í Saudi-Arabíu um helgina, þ.s. 11 háttsettir einstaklingar voru handteknir -- og inn í þá atburðarás spili einnig afsögn Hariri forsætisráðherra Lýbanons, og fullyrðingar yfirvalda í Riyadh um eldflauga-árás frá Húthí hreyfingunni.
- Þá virðast skilaboðin af þeim - aukasennum geta verið.
--Um frekari átakastefnu gagnvart Íran.
En sumir óttast umrót í Lýbanon jafnvel - en þ.e. alveg ljóst að Hezbollah hreyfingin ræður gríðarlega innan Lýbanons, og vilja sumir a.m.k. meina að ríkisstjórn landsins, sé orðin ærið valdalítil í raunveruleikanum.
Ef það var ákvörðun krónprins Saudi-Arabíu einnig um helgina, að Hariri mundi hætta.
Sama tíma og Hariri hafi verið látinn senda frá sér köld kveðjuorð til Írans og Hezbollah.
--Þá má alveg spyrja sig þess, hverjar séu fyrirætlanir - Prins Mohammad bin Salman bin Abdulaziz Al Saud, varðandi Íran í því samhengi?
En það væri enginn greiði við Mið-Austurlönd, ef ný víglína milli Saudi-Arabíu og Írans, væri á næstunni opnuð í Lýbanon.
--Ég fullyrði að sjálfsögðu nákvæmlega ekki nokkurn hlut.
Niðurstaða
Nú er virkilega góð ástæða að velta fyrir sér - hver séu markmið krónprins Saudi Arabíu, Mohammad bin Salman bin Abdulaziz Al Saud.
Markmið um umbætur í landinu eru lofsverð, þó maður leyfi sér að efast um það atriði að - handtökur 11 valdamikilla manna þar á meðal yfirmanns þjóðvarðalið landsins, sé raunverulega þáttur í baráttu gegn spillingu. Frekar en að vera sennilega fremur það, að prinsinn sé að tryggja sig í sessi með því að ryðja úr vegi - valdamiklum aðilum sem ekki hafi verið hans stuðningsmenn.
En það getur verið ástæða að óttast þá átakastefnu er hann virðist viðhafa gagnvart Íran. Í því ljósi getur það vel verið að aukin völd til hans, einnig þíði aukna áherslu Saudi-arabíska ríkisins á valda-átök við Íran sem hafa seinni árin gosið upp í styrrjöldum "in proxy" á a.m.k. tveim stöðum í Mið-Austurlöndum. Það sé full ástæða að óttast, hugsanlega frekari útbreiðslu þess stríðs - Írans og Saudi-Arabíu.
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt 6.11.2017 kl. 22:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.11.2017 | 02:19
Maduro forseti Venezúela að undirbúa gjaldþrot?
Nicolas Maduro sendi frá sér yfirlýsingu sem vakti athygli - en hann sagðist vilja endurskipuleggja skuldir landsins. Það væri sambærilegt við þá aðgerð sem Argentína fór í - kjölfar skuldavanda sem það land lenti í ca. 2000. Síðan tóku við afar langar deilur við kröfuhafa landsins, þ.s. hópur svokallaður "holdouts" hélt landinu nánast í gíslingu árum saman þangað til að eftir langan dúk og disk, veitti Argentína þeim hópi verulega eftirgjöf - þó ekki hafi að fullu verið gengið að þeirra kröfum.
--Hinn bóginn er Venezúela í sérstökum vanda, fyrir refsiaðgerðir sem Donald Trump forseti fyrirskipaði fyrir ekki löngu síðan, en skv. þeim er bandarískum fjármálafyrirtækjum - bannað að eiga viðskipti með, nýjar útgáfu ríkisbréfa Venezúela sem og nýjar útgáfur skuldabréfa ríkisolíufélags landsins.
--Það geri bandarískum aðilum, sem hafa keypt mikið af útgáfum ríkisbréfa Venezúela, vegna þess væntanlega að vextir á þeim hafa verið háir, það ókleyft að taka þátt í nokkurri slíkri skuldaendurskipulagningu.
- Slík aðgerð, telst alltaf vera "default" skv. reglum AGS.
--Þ.s. þá sé landið að fá fram samþykki kröfuhafa fyrir því, að þeir fái ekki fullt virði skulda sinna, greit eftir allt saman.
Venezuela to restructure foreign debt, default looms as possibility
Venezuela aims to restructure all foreign debt
IMF crunches the numbers for possible Venezuela rescue
AGS áætlaði nýverið hver væri þörf Venezúela fyrir erlenda fjárhagslega aðstoð!
This is going to be Argentina meets Greece in terms of complexity, -
- "Shortages of foreign currency have slashed imports by 80 per cent in five years, leaving the country teetering on the brink of default and suffering extreme shortages of food and medicine."
- "Venezuela is all but shut out of international capital markets, and a controversial debt placement earlier this year with Goldman Sachs had an estimated yield of 48 per cent."
- "The scale of Venezuelas needs will probably also be an issue." - "That adds up to a total possible multiyear package of around $32bn."
- "But Venezuela would probably need that annually."
Árleg þörf miðast af því að fjármagna nægan innflutning til að binda endi á matvæla- og lyfjaskort, sem og til að hefja endurreisn nauðsynlegra innviða í landinu sem víða séu afar fúnir orðnir -- auk þess þurfi að greiða af skuldum landsins.
--Klárlega muni þurfa rýflega skulda-afskrift.
- "Venezuelas total debt load is some $140bn, including $70bn of traded bonds, bilateral Chinese and Russian loans, promissory notes issued to unpaid suppliers, and compensation claims from nationalised companies.
- "That is equivalent to 116 per cent of GDP with debt service payments of about 75 per cent of the value of Venezuelan exports..."
Þetta er í raun og veru - ótrúleg staða fyrir land, að 3/4 gjaldeyristekna fari í greiðslur af erlendum skuldum.
Á sama tíma, og landið sé háð innflutningi fyrir flesta hluti.
--Slíkt ástand sé klárlega ósjálfbært.
Sem sjáist af sífellt versnandi heilbrigðisástandi í landinu, þ.s. læknanlegir sjúkdómar breiðast sífellt víðar út, auk þess að vannæring er orðið óskaplega alvarleg - það vandamál fari einnig versnandi.
--Það sé því vart furða að landið sé nú loks komið að niðurlotum.
Það sé ekki unnt að kenna nokkrum öðrum en landsstjórnendum, sem ráku landið árum saman á sífellt hækkandi skuldum.
Þegar síðan heims olíuverð féll 2015, hefur ástandið í landinu versnað hratt ár frá ári.
- Yfirleitt er talið erfitt fyrir land, að viðhalda hærri greiðslubyrði en 20% af erlendum gjaldeyristekjum.
--Venezúela er með rúmlega 3-falda þá greiðslubyrði.
Áætlun AGS á skuldum Venezúela er hærri en þær áætlanir sem ég hef áður séð.
Þar virðist muna einna helst um, að AGS gerir ráð fyrir kröfum erlendra fyrirtækja - þeirra eignir í Venezúela voru ríkisvæddar af stjórnvöldum þar, að því er virðist bótalaust.
--Greinilega hafa stjv. Venezúela yfirtekið með eignarnámi umtalsverðar eignir erlendra fyrirtækja.
Niðurstaða
Loks virðist hylla undir þann atburð sem margir hafa í nokkur ár verið að spá, þ.e. ríkisþroti Venezúela. En ekkert land getur til lengdar haldið það út að greiða í skuldagreiðslur - 75% sinna gjaldeyristekna. Sérstaklega ekki þegar það land er ákaflega háð innflutningi fyrir nánast allt.
--En það sé hið óvenjulega ástand mála í Venezúela að í stóru og fjölmennu landi, sé nánast ekkert lengur framleitt -- meira að segja fluttur inn matur í landi er hefur gnægt auðugs ræktarlands.
--Ástandið sé það slæmt, að meira að segja í landbúnaðarhéröðum, sé matarskortur.
Það þarf mjög sérstaka óstjórn til þess að auðugt landbúnaðarland, brauðfæði sig ekki.
Einnig mjög sérstaka óstjórn til þess að gera land sem ræður yfir gjöfulustu olíulyndum heims, gjaldþrota.
Þetta er land nægilega stórt til þess að grundvöllur ætti að vera fyrir margvíslega innlenda framleiðslu, fyrir utan það að það á ekki að þurfa að nota gjaldeyri til matarinnflutnings þegar skortur á gjaldeyri er þetta alvarlegur. En slík sé óstjórnin, að nánast öll framleiðsla í landinu hafi lagst af, og meira að segja gjöful landbúnaðarhéröð framleiði ekki nægan mat fyrir íbúa þeirra héraða.
--Þessu öllu hafa stjórnvöld þar afrekað!
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.11.2017 | 23:21
Ali Khamenei sagði Pútín að Íran og Rússland ættu að vinna saman í því að einangra Bandaríkin
Erfitt að sjá slíka yfirlýsingu nema fyrst og fremst í pólitísku skyni. Bæði löndin - Íran og Rússland eru upp á kannt við Bandaríkin. Og hvernig sem þau munu rembast, hafa Bandaríkin umtalsverð áhrif innan Mið-austurlanda.
Íran hefur þó tekist að búa sér til áhrifasvæði er nær frá landamærum Írans við Írak - að strönd Lýbanons og Sýrlands við Miðjarðarhaf, alla leið að landamærum Sýrlands og Lýbanons við Ísrael.
Í bandalagi við Rússland, deilir Íran að einhverju leiti áhrifum á hluta þessa svæðis með Rússlandi.
--Erfitt að sjá löndin tvö geti takmarkað áhrif Bandaríkjanna - nema hugsanlega á þessu afmarkaða svæði.
Khamenei says Iran, Russia should cooperate to isolate U.S., foster Middle East stability
Iran, Russia and Azerbaijan call for commitment to nuclear deal
Russia's Putin says situation in Syria developing positively
Tehran-Moscow cooperation needed to restore peace in Syria
Ef maður súmmerar saman ofangreindar fréttir!
Þá virðist mér orð Khamenei klárlega tengjast ofangreindu áhrifasvæði Írans - orð hans og Rouhani um aðgerðir gegn hryðjuverkum - þörf fyrir frið og stöðugleika í Mið-austurlöndum.
Sé líklega beint að sameiginlegri þörf þeirra fyrir endalok hernaðarátaka innan þeirra áhrifasvæðis.
En eins og allir ættu að vita hefur geysað stríð innan Sýrlands frá 2011 og Íraks frá 2014.
--Enn eru möguleika á frekari átökum, þ.s. óljóst er hver staða Kúrda á svæðinu akkúrat verður.
En nú þegar aðgerðir gegn ISIS samtökunum eru að nálgast endalok - er hyllir undir að síðustu vígi ISIS falli innan Sýrlands og Íraks.
- Virðast sjónir beinast að stöðu Kúrda - þeir eru helstu bandamenn Bandaríkjanna á svæðinu.
- Hótun, um að einangra Bandaríkin - getur þar með skoðast, sem hótun undir rós - um aðgerðir gegn Kúrdum.
En ef svæði þeirra yrðu hertekin í sameiginlegum aðgerðum - Assad stjórnarinnar, Írans, Bagdad stjórnarinnar, og Rússlands.
--Afar beint "challenge" gegn Bandaríkjunum.
Þá gætu Bandaríkin staðið uppi nær algerlega áhriflaus innan Íraks og Sýrlands.
- Þetta er undir Bandaríkjunum verulega sjálfum komið - en ef þau styðja ekki Kúrdana, þá líklega verða þeir -- kramdir.
--Af þessum sömu ríkjum.
Átök gætu þá tekið enda - með nokkurs konar lokasigri Írans. Er mundi þá ráða svæðinu nær algerlega.
--Að einhverju leiti í samvinnu við Rússland, en það væri klárlega Íran í krafti herstyrks á landi, sem réði meir en Rússland.
- Tilraunir Arabaríkja í bandalagi við Saudi Arabíu til að veikja Íran, biðu þá harkalegt skipbrot.
- Ísrael sæti uppi með stórfellt vaxandi hættu á sínum landamærum, ef maður gerir ráð fyrir því að Íran tryggi öruggar samgöngu þar með milli Írans og Hezbollah samtakanna, og taki til með að vopna þau í enn meira mæli en áður.
--Stríðshætta væri greinilega til staðar.
--Ísrael væri þó á hinn bóginn, í þröngri stöðu.
Þeir hafa sannarlega öflugan her og flugher - en Ísrael er það tiltölulega fámennt, að Ísrael hefur enga dýpt til að heygja langvarandi stríð.
Það gæti orðið megin niðurstaða átakanna er hófust 2011 - að Íran eflist enn frekar.
Á sama tíma, virðist að ríki Assadanna svo mjög veiklað, að sennilegast sé rétt héðan í frá að álíta þeð - leppríki Írans, fremur en Rússlands.
--Assadarnir séu þar með ekki lengur sjálfstætt afl.
Niðurstaða
Það má velta því fyrir sér hversu miklu máli það skiptir fyrir Bandaríkin, að útlit sé nú fyrir að Íran sé að tryggja sér "minor empire" á Mið-austurlandasvæðinu. En staða Bandaríkjanna virðist alveg nægilega trygg við Persaflóa - sem er sjálfsagt hvað skiptir Bandaríkin einna helst máli í samhengi Mið-austurlanda.
--Ísrael hefur kjarnavopn, þannig að bein hernaðarárás af hálfu Írans á Ísrael virðist ósennileg.
--Sem þíði ekki að stríð geti ekki brotist úr milli, bandamanns Írans - Hezbollah, sem virðist hafa stórelfst einnig í tengslum við þátttöku Hezbollah í stríðsátökum innan Sýrlands.
Aðgengi Hezbollah að öflugum vopnum virðist stórbætt, og líklegt virðist að Hezbollah sé mun hættulegri andstæðingur Ísraels en nokkru sinni áður.
Íran gæti háð óbeint stríð við Ísrael, ef hernaðarátök við Hezbollah hæfust. Á hinn bóginn, virðist Hezbollah hafa valið að forðast átök við Ísrael - í seinni tíð. En á móti, hefði líklega verið óhentungt fyrir Hezbollah að berjast á tvennum víggstöðvum.
--Ef átök í Sýrlandi taka fljótlega enda, gæti dyrfska Hezbollah gagnvart Ísrael vaxið, nú með aðstöðu innan Sýrlands til viðbótar við þau svæði er Hezbollah hefur nú lengi ráðið innan Lýbanons.
- Það getur verið önnur mikilvægasta afleiðing stríðsins í Sýrlandi, að Hezbollah virðist hafa öðlast mörgu leiti sambærilegan - ríki í ríkinu stöðu í samhengi Sýrlands, og Hezbollah hefur lengi haft í samhengi Lýbanons.
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
31.10.2017 | 22:48
Leiðtogi katalónskra þjóðernissinna virðist á leið í útlegð til Belgíu
Forsætisráðherra Belgíu hefur -de facto- boðið honum að vera í Belgíu, sagt heiminum að Carles Puigdemont - yrði ekki framseldur til spanskra yfirvalda!
--Puigdemont er kominn til Belgíu, og segist ekki snúa til baka nema hann fái - tryggingar fyrir því sem hann kallar, sanngjarna meðferð.
Líkur á því hann fái þær tryggingar virðast á hinn bóginn, engar!
Carles Puigdemont vows to lead Catalan fight from Brussels
Ousted Catalan leader agrees to election, summoned to Madrid court
Carles Puigdemont með fagnandi hóp að baki sér!
Mariano Rajoy virðist geta hrósað sigri - fljótt á litið!
- Carles Puigdemont, sagði á þriðjudag - staddur í Brussel, að sjálfstæðissinnar mundu taka þátt í almennum héraðsþingskosningum, sem ríkisstjórn Spánar ætlar að standa fyrir, eftir að hún setti héraðsstjórn Katalóníu formlega af og rauf héraðsþingið, boðaði þar með til kosninga í desember í Katalóníu.
--En með þessu, þá tæknilega þar með viðurkenna sjálfstæðissinnar lögmæti aðgerðar stjórnvalda Spánar.
--En þeir höfðu í raun og veru ekkert - val. Ef þeir ætlar sér að tryggja sér þingsæti í Katalóníu. - Ekkert bólaði á þeirri skipulögðu borgaralegu óhlýðni sem sjálfstæðissinnar höfðu boðað -- þess í stað virtist yfirtaka stjórnvalda Spánar fara algerlega fram með friði og spekt.
Sjálfstæðissinnarnir hljóta að hafa ákveðið að þeirra hagsmunir stæðu til þess að taka þátt í héraðskosningunum. Og að á sama tíma, að það væri ekki hagstætt að íta undir ástand óreiðu í héraðinu, er gæti skaðað efnahag þess.
Hvorir tveggja - sjálfstæðissinnarnir og forsætisráðherra Spánar.
Virðast leggja þar með allt undir - fyrir héraðskosningarnar sjálfar.
Meðan bendi flest til þess að Carles Puigdemont fái langan fangelsisdóm
En leiðtogi sjálfstæðisinnaðra Katalóna stendur frammi fyrir ásökunum, er geta landað honum milli 30-40 ára fangelsi.
- Sakaður um að standa fyrir uppreisn.
- Sakaður um að standa fyrir undirróðri.
- Og ekki síst, sakaður um misferli með opinbert fé.
Fyrri ásakanirnar tvær tengjast að sjálfsögðu tilraununum til að hvetja til sjálfstæðis Katalóníu og til að þvinga það fram. Sú þriðja hefur með það að gera, að opinberu fé hafi verið varið til -- ólöglegs athæfis, sbr. almenn atkvæðagreiðsla um sjálfstæði sem dæmd hafði verið ólögleg af spænska stjórnlagadómstólnum.
Fátt bendi til annars en að spænsk stjórnvöld muni sækja það hart að sem þyngstur dómur verði knúinn fram. Líklega hentar það spænskum stjórnvöldum að líklega þar með verði Carles Puigdemont til frambúðar í útlegð í Belgíu.
Niðurstaða
Það virðist ljóst að Mariano Rajoy ætlar að láta kné fylgja kviði gagnvart Carles Puigdemont, og leitast við að tryggja eins og hann mögulega framast getur - að leiðtogi katalónskra sjálfstæðissinna verði nauðbeygður til að dvelja líklega í Belgíu héðan í frá.
Hinn bóginn, er alls óvíst að sá líklegi draumur Rajoys verði að veruleika, að sjálfsstæðissinnaðir Katalónar verði ekki aftur ofan á í almennum héraðsþingskosningum. En miðað við nýlegar skoðanakannanir hafa sjálfstæðisinnar frekar en hitt aukið fylgi sitt - samanborið við það er áður var kosið er þeir náðu meirihluta á héraðsþinginu.
Eitt virðist ljóst að deilan um Katalóníu er langt langt í frá búin.
Hún muni líklega hanga eins og myllusteinn á Spáni áfram, og það hugsanlega um ófyrirséða framtíð, þ.e. svo lengi sem engar eiginlegar sættir nást.
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.10.2017 | 23:41
Fyrrum kosningastjóri Trumps formlega ákærður, og tveir aðrir menn
Um er að ræða fyrrum kosningastjóra Donalds Trumps, Paul Manafort - Rick Gates og George Papadopoulos -- allt menn sem hafa unnið á einhverjum tíma með Donald Trump.
--Gates og Manafort neita þeim sökum sem á þá eru bornar.
--Meðan að Papadopoulos hefur játað að hafa logið að FBI.
Gates og Manafort voru úrskurðaðir í stofufangelsi síðan af dómara, eftir að hafa formlega neitað sökum frammi fyrir dómara.
Two ex-Trump aides charged in Russia probe, third pleads guilty
Three former Trump aides charged in Russia probe
Former Trump adviser Papadopoulos pleads guilty to lying to FBI
"A combination photo of former Trump 2016 campaign chairman Paul Manafort (L) and Rick Gates, a former Trump campaign official are shown in Washington, U.S., October 30, 2017. REUTERS/James Lawler Duggan/Jim Urquhart"
Ákærur sérstaks saksóknara Roberts Mueller á Gates og Manafort, tengjast ekki Donald Trump með nokkrum hætti
Um er að ræða gamlar syndir, ákærur tengdar peningaþvætti - varðar allt að 20 ára fangelsi í Bandaríkjunum, í tengslum við starf sem Manafort og Gates unnu fyrir, Flokk Héraðanna í Úkraínu fyrir um áratug.
--Að auki séu þeir ákærðir fyrir að hafa verið, óskráðir - agentar fyrir ríkisstjórn Úkraínu þess tíma.
--Um virðist að ræða, lagatæknilegt atriði - að lobbýistar sem eru bandarískir ríkisborgarar verði að skrá sig hjá utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna, ef þeir starfa sem slíkir fyrir erlenda ríkisstjórn.
Ég hef persónulega aldrei heyrt um þá reglu.
Sú kenning er uppi, að Mueller sé að beita þá Manafort og Gates þrýstingi, til að þeir verði samstarfsfúsari í tengslum við aðra rannsókn, sem Mueller er með í gangi -- rannsókn sem beinist að samskiptum samstarfsmanna Donalds Trumps rétt fyrir bandarísku forsetakosningarnar 2016 við ríkisstjórn Rússlands.
--M.ö.o. hann vilji fá þá til að vitna gegn hugsanlega Trump sjálfum.
--Ef þeir standa frammi fyrir hugsanlega 20 ára dóm fyrir peningaþvætti.
Ég sel þá sögu ekki dýrari en ég keypti hana frá erlendu pressunni.
Vandi George Papadopoulos
Tengist fundi sem milli rússnesks lögfræðings er hafði unnið fyrir stjórnvöld í Rússlandi, og sonar Donalds Trumps - Donald Trump yngra, ásamt eiginmanni dóttur Donalds Trumps. Papadopoulos viðurkennir að hafa logið að FBI um það hvenær hann vissi um þann fund. Brotið kvá varða 6 mánaða dóm og þúsunda dollara sekt. Sem Papadopoulos getur fengið að sleppa við, fyrir samvinnu við rannsókn Muellers og FBI!
Niðurstaða
Rétt að halda til haga, að glæpurinn sem verið er að rannsaka - liggur ekki að nokkru leiti sannaður. Þó að FBI - CIA telji sig hafa nægar vísbendingar um hugsanlega saknæm tengsl - framboðs Donalds Trumps við stjórnvöld Rússlands mánuðum fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum árið 2016 þegar Trump og samstarfsmenn, voru enn í stöðu almennra borgara; til að halda fram rannsóknum á þeim grunsemdum áfram.
Ég get að sjálfsögðu ekki sett mig í dómarasæti um það, hvort líklegt sé að FBI - CIA og Mueller, geti komið lögum undir samstarfsmenn Trumps og jafnvel Trump sjálfan.
Ef sú kenning er rétt, að sérstakur saksóknari Robert Mueller - ætli sér að beita Manafort og Gates þrýstingi, til þess að þeir hugsanlega -- leysi frá skjóðunni, og jafnvel vitni gegn sér mikilvægari einstaklingum.
Þá geti það hugsanlega bent til þess að það styttist í það að dragi til tíðinda um rannsókn Muellers - það á auðvitað eftir að koma í ljós. Það getur auðvitað á hinn bóginn verið, að þeir Gates og Manafort berjist um hæl og hnakka innan bandaríska dómskerfisins.
--Þannig að þeirra mál geti tekið töluverðan tíma, kannski meira en ár.
--Áður en kemur hugsanlega að þeim punkti, að Mueller geti beitt þá slíkum þrýstingi.
Maður á að sjálfsögðu ekki gera endilega ráð fyrir því að Mueller hafi erindi sem erfiði.
Það geti reynst erfitt að sanna það sem menn líklega dreymir um að sanna!
--Það geti því alveg farið svo að sá sem síðast hlær sé Trump sjálfur.
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt 31.10.2017 kl. 22:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.10.2017 | 15:39
Fjögurra flokka hægri stjórn, eða verður það - hægri/vinstri stjórn - eða vinstri? Fer yfir mögulega meirihlutastjórnarmyndun. Staða Framsóknar óvænt sterk!
Miðað við viðbrögð þeirra tveggja, langar Sigmund Davíð og Bjarna Ben aftur í stjórn - ekki endilega saman, spurning með hverjum -- ég sé ekki fyrir mér að Framsóknarflokkur fari með Miðflokki í nokkurri tæknilega mögulegri stjórnarmyndun, svo skömmu eftir klofning, og svo skömmu eftir að Sigmundur Davíð úthúðaði stjórnendum Framsóknar - eiginlega kallaði þá svikahrappa og næstum, glæpamenn.
- Niðurstaða Framsóknar má kalla, varnarsigur - m.ö.o. mun betri en ég átti von á!
- Sannarlega húmor í því að Framsókn endaði einum flr. þingmenn en Miðflokkur.
Ég geri m.ö.o. ráð fyrir því að Bjarni Ben fái stjórnarumboð frá forseta.
Að Bjarni Ben tali fyrst við Miðflokk annars vegar og Framsóknarflokk hins vegar.
--Líklega leitist hann við að spila þá flokka einhverju leiti hvorn gegn öðrum.
Og stefna á myndun hægri stjórnar, annað tveggja ásamt mögulegum samsetningum með Miðflokki, eða Framsóknarflokki.
--Sannast sagna virðast samsetningar með Framsókn bjóða upp á flr. möguleika.
Hvað sem verður myndað sé líklega klárt að frammi er tafsöm stjórnarmyndun.
--BB mun sjálfsagt verja mörgum vikum í sínar tilraunir!
Katrín líklega þarf þá að bíða nokkuð lengi eftir því að BB mistakist stjórnarmyndun, hugsanlega jafnvel fram undir áramót.
- En vinstristjórnarmyndun undir forsæti Katrínar, væri örugglega ekki heldur fljótleyst úr hendi.
BB gæti þurft fram undir áramót, ef lítur úr að stjórnarmyndun takist hjá honum.
En traust milli flokka er takmarkað á Íslandi um þessar mundir.
Líklega vilja menn því ítarlega stjórnarsáttmála - sem tekur þá rökrétt langan tíma að semja um, flókið ferli þegar flokkar eru 4-5 í ríkisstjórn.
Að semja stjórnarsáttmála væri a.m.k. ekki síður flókið fyrir hugsanlega stjórnarmyndun Katrínar Jakobsdóttur.
--Hún getur þó sparað tíma með því að ræða við flokka samhliða því sem BB er með stjórnarmyndun í gangi, án formlegs umboðs frá Guðna Th.
Katrín Jakobs og Bjarni Ben
Úrslit
- Sjálfstæðisflokkur......25,25%.....16 þingmenn
- Vinstri Grænir............16,99%.....11 þingmenn
- Samfylking................12,05.......7 þingmenn
- Miðflokkur................10,87%......7 þingmenn
- Framsóknarflokkur.....10,71%......8 þingmenn
- Píratar....................9,20%......6 þingmenn
- Flokkur Fólksins.......6,8%.......4 þingmenn
- Viðreisn...................6,69%......4 þingmenn
- Björt Framtíð..........1,22%......0 þingmenn
- Alþýðufylking............0,19%......0 þingmenn
- Dögun....................0,06%......0 þingmenn
Kosningaúrslitin virðast gefa mjög margar tæknilega mögulegar ríkisstjórnir.
Þó sannarlega séu sumar þeirra afskaplega ólíklegar!
- Ég sé það ekki fyrir mér sem raunhæfan möguleika að Katrín Jaboks og Bjarni Ben -- myndi stjórn saman.
--Geri því ekki alvarlega ráð fyrir þeim tæknilega möguleika í pælingum í tengslum við stjórnarmyndun.
Mögulegir meirihlutar, forysta Sjálfstæðisflokkur
35 þingmenn: Sjálfstæðisfl. + Framsókn + Miðflokkur + Flokkur Fólksins.
34 Þingmenn: Sjálfstæðisfl. + Framsókn + Píratar + Flokkur Fólksins.
35 þingmenn: Sjálfstæðisfl. + Framsókn + Samfylking + Flokkur Fólksins.
32 Þingmenn: Sjálfstæðisfl. + Framsókn + Viðreisn + Flokkur Fólksins
37 Þingmenn: Sjálfstæðisfl. + Framsókn + Samfylking + Píratar
33 Þingmenn: Sjálfstæðisfl. + Miðflokkur + Píratar + Flokkur Fólksins
34 Þingmenn: Sjálfstæðisfl. + Miðflokkur + Samfylking + Flokkur Fólksins
36 Þingmenn: Sjálfstæðisfl. + Miðflokkur + Samfylking + Píratar
33 Þingmenn: Sjálfstæðisfl. + Samfylking + Píratar + Flokkur Fólksins
35 Þingmenn: Sjálfstæðisfl. + Vinstri Gr. + Framsókn
34 Þingmenn: Sjálfstæðisfl. + Vinstri Gr. + Samfylking
34 Þingmenn: Sjálfstæðisfl. + Vinstri Gr. + Miðflokkur
33 Þingmenn: Sjálfstæðisfl. + Vinstri Gr. + Viðreisn
40 Þingmenn: Sjálfstæðisfl. + Vinstri Gr. + Samfylking + Píratar
38 Þingmenn: Sjálfstæðisfl. + Vinstri Gr. + Samfylking + Flokkur Fólksins
39 Þingmenn: Sjálfstæðisfl. + Vinstri Gr. + Framsókn + Flokkur Fólksins
39 Þingmenn: Sjálfstæðisfl. + Vinstri Gr. + Framsókn + Viðreisn
41 Þingmenn: Sjálfstæðisfl. + Vinstri Gr. + Framsókn + Píratar
42 Þingmenn: Sjálfstæðisfl. + Vinstri Gr. + Framsókn + Samfylking
38 Þingmenn: Sjálfstæðisfl. + Vinstri Gr. + Miðflokkur + Flokkur Fólksins
38 Þingmenn: Sjálfstæðisfl. + Vinstri Gr. + Miðflokkur + Viðreisn
40 Þingmenn: Sjálfstæðisfl. + Vinstri Gr. + Miðflokkur + Píratar
41 Þingmenn: Sjálfstæðisfl. + Vinstri Gr. + Miðflokkur + Samfylking
Ég sleppi tæknilega mögulegum fimm flokka stjórnum í tilviki Sjálfstæðisfl.
En miðað við úrslit - virðist líklegra til árangurs fyrir BB, að ræða við Sigurð Inga.
Framsókn örugglega þorir í stjórn með Sjálfst.fl. með 10% fylgi.
--Það mundi vera auðveldara að mynda stjórn með Framsókn - yfir til vinstri.
M.ö.o. ræða við Pírata eða Samylkingu, í og með viðræðum við Viðreisn og Flokk Fólksins
--Viðræður með Miðflokki mundu nánast útiloka Pírata og Samfylkingu.
Nema að forsvarsmenn Pírata og Samfylkingar - breyti um viðhorf gagnvart Sigmundi Davíð.
- Framsókn ætti ekki að flýta sér um of.
- Alveg þora jafnhliða að ræða óformlega við Katrínu Jakobsd.
En Framsókn þarf helst að geta spilað -- BB á móti Katrínu.
Til að ná sterkum samningum í stjórnarmyndunarferli!
BB mun líklega ekki eins auðveldlega geta spilað - Miðflokk gegn Framsókn.
--Vegna neikvæðra viðhorfa forsvarsmanna Samfylkingar og Pírata gagnvart SDG.
- Niðurstaðan er því sú, að staðan virðist merkilega vænleg fyrir Framsóknarflokkinn.
Mögulegir meirihlutar, forysta VG
35 Þingmenn: Vinstri Gr. + Sjálfstæðisfl. + Framsókn
34 Þingmenn: Vinstri Gr. + Sjálfstæðisfl. + Samfylking
34 Þingmenn: Vinstri Gr. + Sjálfstæðisfl. + Miðflokkur
33 Þingmenn: Vinstri Gr. + Sjálfstæðisfl. + Viðreisn
40 Þingmenn: Vinstri Gr. + Sjálfstæðisfl. + Samfylking + Píratar
38 Þingmenn: Vinstri Gr. + Sjálfstæðisfl. + Samfylking + Flokkur Fólksins
39 Þingmenn: Vinstri Gr. + Sjálfstæðisfl. + Framsókn + Flokkur Fólksins
39 Þingmenn: Vinstri Gr. + Sjálfstæðisfl. + Framsókn + Viðreisn
41 Þingmenn: Vinstri Gr. + Sjálfstæðisfl. + Framsókn + Píratar
42 Þingmenn: Vinstri Gr. + Sjálfstæðisfl. + Framsókn + Samfylking
38 Þingmenn: Vinstri Gr. + Sjálfstæðisfl. + Miðflokkur + Flokkur Fólksins
38 Þingmenn: Vinstri Gr. + Sjálfstæðisfl. + Miðflokkur + Viðreisn
40 Þingmenn: Vinstri Gr. + Sjálfstæðisfl. + Miðflokkur + Píratar
41 Þingmenn: Vinstri Gr. + Sjálfstæðisfl. + Miðflokkur + Samfylking
34 Þingmenn: Vinstri Gr. + Framsókn + Miðflokkur + Flokkur Fólksins + Viðreisn
33 Þingmenn: Vinstri Gr. + Framsókn + Píratar + Flokkur Fólksins + Viðreisn
34 Þingmenn: Vinstri Gr. + Framsókn + Samfylking + Flokkur Fólksins + Viðreisn
36 Þingmenn: Vinstri Gr. + Framsókn + Samfylking + Píratar + Flokkur Fólksins
36 Þingmenn: Vinstri Gr. + Framsókn + Samfylking + Píratar + Viðreisn
32 Þingmenn: Vinstri Gr. + Miðflokkur + Píratar + Flokkur Fólksins + Viðreisn
33 Þingmenn: Vinstri Gr. + Miðflokkur + Samfylking + Flokkur Fólksins + Viðreisn
35 Þingmenn: Vinstri Gr. + Miðflokkur + Samfylking + Píratar + Flokkur Fólksins
35 Þingmenn: Vinstri Gr. + Miðflokkur + Samfylking + Píratar + Viðreisn
32 Þingmenn: Vinstri Gr. + Samfylking + Píratar + Flokkur Fólksins + Viðreisn
- Til að hámarka sín áhrif í stjórnarmynduninni, þarf Framsókn að ræða jafnhliða við Katrínu Jaboks -- þrátt fyrir að Bjarni Ben líklega fái keflið til stjórnarmyndunar frá Guðna Th.
- Sem betur fer út frá hagsmunum Framsóknarfl. eru til staðar neikvæð viðhorf til Sigmundar Davíðs af hálfu forsvarsmanna Pírata og Samfylkingar, sem og Vinstri Grænna -- sem geri þá flokka mun síður líklega að vilja ræða við Miðflokkinn.
- Það mun sennilega flækja mjög hugsanlegar tilraunir Bjarna Ben, til að spila Miðflokk gegn Framsókn -- og örugglega neitar Framsókna að starfa með Miðflokki - vegna sárinda tengd hörðum ásökunum SDG á stjórnendur Framsóknar sem hann endurtók mjög nýlega er hann klauf sig formlega frá Framsóknarfl. -- sárin eru þar með afar fersk.
- Meðan að Katrín - Logi Einars og Píratar viðhalda neikvæðum viðhorfum gagnvart SDG.
- Þá virðist mér stöðuglega séð, Framsóknarflokkurinn standa merkilega sterkur eftir þessar kosningar, og hafa mjög vænlega stjórnarmyndunarkosti.
Og eftirfarandi tæknilega möguleg stjórn:
- 32 Þingmenn: Framsókn + Miðflokkur + Samfylking + Píratar + Flokkur Fólksins
Niðurstaða
Ég efa að nokkru sinni í lýðveldissögunni hafi stjórnarmyndun verið eins flókin eins og í kjölfar kosninganna 28/10/2017. En tæknilega mögulegar ríkisstjórnir skipta tugum.
Hið augljósa í stöðunni virðist vera, að Bjarni Ben annars vegar og Katrína Jakobs hins vegar muni í sitt hvoru lagi streitast við að mynda stjórn.
M.ö.o. geri ég ráð fyrir því, að afhending umboðs af hálfu Guðna Th. líklega til BB verði einungis forms atriði. M.ö.o. að það muni í engu hindra Katrínu Jakobs í því, að hefja sínar eigin stjórnarmyndunartilraunir - samhliða stjórnarmyndunartilraunum BB.
Ef það fer þannig, vegna viðhorfa vinstri flokkanna til Sigmundar Davíðs.
Geti staða Framsóknar óvænt orðið afar vænleg, þegar nánast komi ekki annað til greina af hálfu BB eða Katrínar Jakobs, en að ræða við Sigurð Inga.
Líklega ræða samt forsvarsmenn Pírata og Samfylkingar við BB, samhliða viðræðum hans við Sigurð Inga -- þeir eigi að síður en Framsókn hafa BB sem valkost við Katrínu Jakobs.
--En neikvæðra viðhorfa hjá þeim gætir einnig gagnvart BB, kemur í ljós hversu sterk þau reynast vera.
Það getur því farið svo, að þeir treysti sér ekki í alvarlegar viðræður nema við Katrínu Jakobs -- þá væri erfitt fyrir Katrínu að líta framhjá Framsókn - meðan Vinstri Grænir haldast svo neikvæðir gagnvart SDG sem þeir hafa verið fram að þessu.
Á sama tíma, hefur BB þann tæknilega möguleika að mynda stjórn án vinstriflokkanna, en sá möguleiki sé líklega einungis til staðar með Framsókn, meðan viðhorf vinstri flokkanna gagnvart SDG haldast svo neikvæð sem þau hafa verið um nokkra hríð.
- Skv. þessari greiningu getur staðan spilast þannig að Sigurður Ingi óvænt algerlega á skjön við skoðanakannanir fyrir kosningar -- standi uppi með pálmann í höndunum.
--Eina ferðina enn, miðað við lýðræðissögu Íslands, standi Framsókn með mjög sterka samningsstöðu gagnvart öðrum flokkum.
--Sú staða að sjálfsögðu byggist á útlokun vinstri flokkanna á BB og SDG.
--Ef þeir útiloka báða, hefur BB einungis einn möguleika til stjórnarmyndunar upp á 32 þingmenn með Framsókn - afar veik stjórn, sem ég mundi ekki mæla með við Framsókn að taka.
--Og vinstri flokkarnir yrðu einnig að ræða við Sigurð Inga.
Kv.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
28.10.2017 | 00:25
Ríkisstjórn Spánar setur Katalóníu undir beina stjórn, formlega rekur héraðsstjórnina - héraðsþingið og lögreglustjóra héraðsins, fyrirskipar nýjar héraðsþingskosningar
Sjálfsagt vita flestir, að héraðsþing Katalóníu á föstudag samþykkti yfirlýsingu um sjálfstæði. Það var auðvitað þegar ljóst, að ríkisstjórn Spánar var með í undirbúningi að setja Katalóníu undir beina stjórn. Einungis spurning um það, hvoru megin þessarar helgar sú aðgerð mundi fara fram!
--Sennilega hefur því héraðsþingið og héraðsstjórnin ákveðið, að það væri engu að tapa.
--Yfirlýsingin um sjálfstæði, er auðvitað -- bein storkun við stjórnina í Madríd.
Spain's Rajoy sacks Catalan government, calls snap election
Spain sacks Catalan government after independence declaration
Sjálfstæðissinnar í Barcelona fagna sjálfstæðisyfirlýsingunni!
Teningnum kastað!
Mariano Rajoy brást við eins og vænta mátti - héraðsþingkosningar skulu fara fram þann 21/12 nk.
Það kemur í ljós eftir helgi, hvort ríkisstjórn Spánar - lætur handtaka framámenn héraðsstjórnarinnar, jafnvel einhverra þeirra héraðsþingsmanna sem studdu sjálfstæðisyfirlýsinguna.
En mér mundi ekki koma á óvart, ef helstu foringjar sjálfstæðissina verði látnir sæta ábyrgð - fyrir það sem skv. spænskum lögum og stjórnarskrá, eru skýr lögbrot.
Þannig virðist Rajoy nálgast málið, að þetta snúist um að halda uppi lögum og reglu.
Héraðsstjórnin, sé skv. Rajoy að slíta sundur lögin og reglu landsins, auk þess skv. því sem Rajoy segir - sýni vanvirði hún lýðræðið.
- Kannski meinar Rajoy það þannig, að einungis almenn kosning allra Spánverja - geti heimilað sjálfstæði Katalóníu.
--Sjálfstæðissinnar virði ekki vilja hinna héraðanna.
En það virðist ekki verulegur stuðningur við sjálfstæðissinnaða Katalóna - utan Katalóníu.
- Hvað sjálstæðissinnaðir Katalónar gera, á eftir að koma í ljós.
- En fátt virðist á þeirra færi umfram, skipulagða borgaralega óhlýðni.
Hafandi í huga, að sjálfstæðissinnar hafa getað safnað allt að milljón manns í einu til að mótmæla, þegar mest hefur legið við.
Hljómar sennilegt að þeir séu færir um að skipuleggja, fremur víðtæka óhlýðni.
Það kemur þá væntanlega fram eftir helgi, hvort að ber verulega á einhverju slíku.
Það má alveg hugsa sér, svo víðtæka slíka - að efnhagur héraðsins nemi nokkurn veginn staðar.
- Mariano Rajoy getur engan vegið vitað fyrifram, hvort næsta héraðsþing verður með annan meirihluta en sjálfstæðissinnaðan.
- Rajoy sé með ákvörðun um að slíta héraðsþinginu, þá einfaldlega að -- kasta upp teningnum.
Ef hann fær aftur sjálfstæðissinnaðan meirihluta, þá mundi það flækja stöðuna enn frekar - a.m.k. fyrir ríkisstjórn Spánar.
Það verður þó að bíða með þær pælingar þar til sú útkoma liggur fyrir.
Niðurstaða
Ég verð ekki enn var við nokkurn umtalsverðan vilja í Madríd, að semja við sjálfstæðissinnaða Katalóna. Það virðist frekar á hinn veginn, að afstaðan í Madríd hafi stífnað - orðið enn þverari ef eitthvað er.
Það getur þítt, að málið fari í raunveruleg átök - sem væntanlega hefjast þá á umfangsmikilli borgaralegri óhlýðni. En spænsk ríkislögregla er þá líkleg til að beita sér gegn þeim mótmælum, sérstaklega ef þau blokkera aðgengi að mikilvægum stöðum - og trufla verulega efnahag héraðsins.
Hvernig Spánarstjórn vinnur með slíka togstreitu, mun væntanlega ráða miklu um það - hversu langt þau átök geta farið. En ég sé alveg þann tæknilega möguleika, að róttækir sjálfsstæðissinnar grípi til vopna.
Þetta getur vel orðið að skærustríði eins og Spánn glýmdi við lengi í Baskahéröðum. Það gæti alveg gerst, að fólk neyddist til að flýgja sum svæði. Ef átök yrðu veruleg, og þeim fylgdi tjón á innviðum.
--Ennþá sé þó tæknilega mögulegt að semja um einhvers konar millilendingu. Áður en málin færast hugsanlega á verulega alvarlegra stig.
--Hugmynd Spánarstjórnar eða draumur virðst á þann veg nú, að almenn kosning skili héraðsþings meirihluta er væri ekki sjálfstæðissinnaður.
Kannski mundi vilji til samninga vakna í Madríd, ef fer á hinn veginn. En með því að slíta héraðsþinginu er sennilega algerlega ljóst, að Madríd ætlar ekki a.m.k. að sinni að semja um nokkurn hlut við sjálfstæðisinnaða Katalóna. Hugsanlega breytist sú afstaða, ef kosningarnar skila aftur sjálfstæðisinnuðum héraðsþings meirihluta.
Það kemur þá í ljós 21/12 nk.
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.10.2017 | 03:06
Leiðtogi Kína áætlar Kína heimsveldi ca. frá og með 2050
Xi Jinping var um daginn staðfestur af þingi valdaflokks Kína sem leiðtogi landsins til frambúðar - ef mið er tekið af ræðu leiðtogans, ætlar hann sér að leiða Kína út 4 áratug þessarar aldar, m.ö.o. hann ætlar sér að leiða Kína langleiðina að mörkuðu endamarki.
--Almennt er talið nú að Xi Jinping sé valdamesti stjórnandi Kína a.m.k. síðan Deng, sumir vilja jafnvel jafna honum við Mao Formann.
Það veit í sjálfu sér enginn nákvæmlega hvað það þíðir, ef Kína nær takmarki sínu undir Xi að verða jafnoki Bandaríkjanna!
Saga Kína veitir eiginlega ekki nokkra fyrirmynd þ.s. Kína var aldrei - heimsveldi með hnattræn áhrif á öldum áður.
--Kína var klassískt landríki þ.e. landamæri þess þöndust út, þegar ríkið var öflugt.
--En síðan minnkaði umráðasvæði Kínakeisara, þegar ríkinu hnignaði.
En Kína átti aldrei nýlendur handan hafsins - eins og Evrópuveldin.
Kortið að neðan gefur nokkra hugmynd um skiptingu viðskipta Kína
Það er forvitnilegt til samanburðar að sjá í hvaða löndum Kína hefur verið ráðandi fjárfestir!
Eins og sjá má - hefur Kína fjárfest verulega í auðlinda-auðugum ríkjum Mið-Asíu, og í Írak - en vitað er að Kína er þar ráðandi fjárfestir í olíulindum.
En einnig umtalsvert í Afríkuríkjum -- sumir hafa jafnvel líkt því við, nýlendustefnu Evrópumanna; þó það sé kannski of langt seilst í samanburði.
En vart þarf þó að efa, að kínverskar fjárfestingar kaupa Kína þar samtímis áhrif og velvild.
--Ekki má gleyma því að Afríka hefur milljarð íbúa, er því framtíðar markaður líka.
Þó að Xi tali um - silkileið, virðast viðskipti samt enn óveruleg þá leið!
En Kína er sennilega nú þegar orðið drottnandi ríki - Mið-Asíu, í stað Rússlands á árum áður; í krafti gríðarlegs fjármagns fyrst og fremst.
En þegar hefur Kína lagt leiðslur til Mið-Asíulanda, til að dæla því til Kína.
- Ég velti því fyrir mér, hve mikil áhrif innan Rússlands - Kína mun smám saman öðlast, í krafti sinna auðæfa og fjárhagslegs afls.
En meðan Kína heldur áfram að vaxa efnahagslega á margfalt meiri hraða en Rússland - þá hljóti það að vera algerlega augljóst, að ekki sé um samskipti jafningja að ræða.
Kína verði hið drottnandi veldi - miklu öflugra en Rússland.
--Spurning hvort að Rússland, getur lifað það niður að verða hugsanlega "client" ríki Kína?
Þó það ástand sé ekki í dag - sé Xi ekki að hugsa um að jafna áhrif Rússland.
Kína sé löngu nú búið að því - og gott betur!
- Ég held að eitt af því sem vert verði að fylgjast með í framtíðinni, verði samskipti Rússlands og Kína.
- En, ég sé ekki fyrir mér bandalag, til þess sé staða landanna líklega of ójöfn - Rússar sennilega séu of stoltir til að vilja vera, leiddir af Kínverjum.
En meðan viðskipti Rússlands - fjárfestingar Kína, vaxa í rússnesku samhengi.
Þá vaxa óhjákvæmilega áhrif Kína, og þar með kínverska valdaflokksins, innan Rússlands sjálfs.
--Spurning hvort að valdakerfið innan Rússlands, geti umborið þá þróun áfram?
En það gæti alveg orðið spurning í fjarlægum héröðum nær Peking en Moskvu, hvort Moskva eða Peking réði meiru í slíkum rússneskum héröðum.
--Ég held að Mið-Asía verði "client" ríki Kína án vafa.
En útkoman fyrir Rússland sjálft sé ekki enn ráðin.
En Kína horfi á Bandaríkin, hvernig Kína geti orðið jafnoki þeirra.
Niðurstaða
Mörgu leiti er ris Kína spennandi þróun. En það yrði einstækt í heimssögunni ef slíkt ris mundi fara fram algerlega friðsamlega. Hinn bóginn á öld kjarnorkuvopna, hafa stóru löndin það vart sem valkost - að stríða með beinum hætti.
Eitt virðist ljóst, að Kína hefur engan áhuga á lýðræði - Xi stefnir á einsflokks ríki áfram til nk. áratuga. Og Xi hefur í seinni tíð verið að ljá hugmyndum eyra - að efla svokölluðu kínversku módeli fylgis erlendis; m.ö.o. selja einsflokks kerfið kínverska sem fyrirmynd fyrir heiminn.
Skv. því mun Kína hvetja fremur en hitt - til flokkseinræðis. Sem geti bent til þess, að í þeim löndum þar sem Kína verði dóminerandi - verði slíkt stjórnarfyrirkomulag líklega tekið upp, ef það væri ekki til staðar þegar.
Hinn bóginn, eru til lengri tíma blikur á lofti með hagvöxt í Kína - þ.s. að stefnan um eitt barn per fjölskyldu er að valda því að það fækkar í aldurshópum sem eru að koma inn á vinnumarkaðinn.
Það gæti hægt verulega á vexti Kína frá og með upp úr 2030. Ef tölur um mannfjöldaþróun eru réttar í þá átt, að skortur á vinnuafli sé sennilegur á 4. áratug þessarar aldar.
--Kína getur auðvitað tekið upp framleiðslu með róbótum - en það vart gefur Kína forskot í hagvexti, þegar Vesturlönd líklega verða farin að beita sömu framleiðslutækni.
Ef og þegar það gerist að hagvöxtur Kína skreppur saman niður undir svipaðan hagvaxtarhraða og á Vesturlöndum -- mundi tel ég áhuginn á kínverska módelinu, einnig dala.
- Persónulega tel ég mjög líklegt að hraðari hagvöxtur Kína - munu líða hjá.
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 11:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
26.10.2017 | 00:29
Trump gagnrýndur fyrir stefnuleysi í Miðausturlöndum
David Gardner hjá Financial Times - benti á að Íran hefur sannarlega skýra stefnu í Sýrlandi og Írak, og sé hvorttveggja í senn með lagni og hörku - að keyra hana fram.
--Líklega sé sýn Írans einfaldlega að - Lýbanon, Sýrland og Írak - myndi samfellt íranskt áhrifasvæði.
Trumps flawed Middle East policy exposes US weakness
Íhugum snilldina í Miðausturlanda stefnu Bandaríkjanna síðan 2003!
- George Bush yngri - fyrirskipaði innrás í Írak 2003, og eyðilagði þá stjórnarfar sem hafði verið til staðar í Írak í áratugi; sem byggði á drottnun minnihluta Súnní Araba í Írak -- með öflugan her sér til halds og trausts.
--Samfellt síðan 1979 hafði Saddam Hussain, verið helsti andstæðingur Írans í Miðausturlöndum - og var her hans alvarleg ógn við Íran.
--Eins og kom í ljós í stríði Írans og Íraks, 1980-1988. - Bush, vegna þess að hann trúði á lýðræði -- ákvað að almenn kosning í Írak mundi ráða hverjir mundu stjórna landinu. Sem sjálfu sér var göfugt!
--En hafði þá rökréttu afleiðingu, að stjórnun landsins færðist yfir til fjölmennasta íbúahluta landsins -- Shítanna í S-Írak.
--Vegna þess að Shítarnir hötuðu Arabana eftir að Arabarnir höfðu troðið á Shítunum í áratugi -- fóru Shítarnir þegar í stað, að hefna sín, með því að troða á Aröbunum. - Rökrétt afleiðing þess, að Írak varð stjórnað af meirihluta Shíta - varð að sjálfsögðu, að Írak hætti að vera óvinaríki Írans -- þess í stað hefur í vaxandi mæli verið að þróast yfir í að vera, bandalagsríki Írans - og áhrifasvæði.
Afleiðing aðgerða Bush - var m.ö.o. að stórfellt bæta valdastöðu Írans.
Borgarastríðið í Sýrlandi, hefur síðan lagt í rúst Sýrland!
Eftir að Íran og Rússland í sameiningu krömdu hina upphaflegu uppreisn í orrustunni um Aleppo sl. ári - þá er orðið ljóst að meðan Íran vill með hann hafa, að Assad heldur velli.
En eftir eyðileggingu stríðsins og gríðarlegt mannfall, er stjórn Assads ekki svipur hjá sjón miðað við það sem var - fyrir 2011.
- Það þíðir, að Sýrland er ekki lengur sjálfstæður valda-aðili í Miðausturlöndum, en áratugum saman hefur Sýrland Assadanna verið eitt af Arabaríkjunum er skiptu máli.
- En í dag, sé það án mikils vafa - lítið annað en íransk "protectorate."
Líklega ráði Íran í dag meir innan Sýrlands, en stjórnin í Damaskus.
Sama ástand getur verið til staðar í Írak, að Íran ráði meiru þar en stjórnin í Bagdad.
En fjölmennar liðssveitir Shíta eru til staðar í Írak - sem vinna beint með Íran.
Liðssveitir sem tengjast ekki íraska hernum.
M.ö.o. eini bandamaður Bandaríkjanna á svæðinu frá strönd Lýbanons að landamærum Íraks við Íran - eru Kúrdar!
Punkturinn er sá, að ef Donald Trump, og ríkisstjórn Bandaríkjanna - velja ekki á næstunni að verja Kúrda, þannig að yfir þá sé ekki valtað af - Íran, Bagdad stjórninni í Írak, og Tyrklandi -- þá eiga þeir ekki lengur traustan bandamanna á því svæði.
- Rétt að muna að samskiptin við Erdogan hafa versnað mjög mikið, það stendur yfir mjög alvarleg deila milli Tyrklands og Bandaríkjanna - versta samskiptakrísa Tyrklands og Bandaríkjanna frá upphafi NATO aðildar Tyrklands.
- Það sé að verða ljóst, að Erdogan hagar sér mjög óútreiknanlega -- stjórn hans virðist í dag stunda, að handtaka Vestrænt fólk fyrir tilbúnar sakir, sbr: Turkish court releases eight rights activists on bail.
--Tyrkneskis saksóknarar virðast nú stunda að sjóða saman hinar furðulegustu ásakanir margítrekað, klárlega oft á tíðum í mjög litlum veruleikatengslum.
--Og töluvert er nú orðið um að Vestrænir einstaklingar lendi í þessu.
Deila Bandaríkjanna við Erdogan snýst um 2-sendiráðsstarfsmenn Bandar. sem voru handteknir af Tyrklandsstjórn -- og standa nú frammi fyrir því, sem virðist dæmigerð ásökun, sbr. um hryðjuverkatengsl eða meint tengls við klerkin Gulem.
--Í fæstum tilvikum í dag virðist nokkur líklegur sannleikur að baki.
--Eins og Erdogan sé að nota Vestræna einstaklinga, sem skiptimynt í vaxandi deilum við Vestræn ríki.
Bandaríkin ákváðu að umbera þá hegðan ekki frekar!
- En punkturinn er sá, að án Tyrklands hafa Bandaríkin einungis -- Ísrael sem Bandamann Miðjarðarhafsmegin í Miðausturlöndum.
- Ef þeir standa ekki með Kúrdum -- á næstunni, tryggja þeirra stöðu.
Þá verður útkoman einfaldlega sú -- að allt svæðið frá landamærum Íran við Írak að stönd Lýbanons og Sýrlands við Miðjarðarhaf, verður íransk áhrifa- og yfirráðasvæði.
Útkoma sem mundi ekki beint koma vel út, hafandi það í huga -- að meint stefna Donalds Trumps, er að veikja stöðu Írans!
Þess í stað, mundi slík útkoma -- styrkja stöðu Írans töluvert til viðbótar.
Niðurstaða
Það væri kaldhæðið ef Donald Trump gefur eftir til Írans - allt svæðið frá strönd Sýrlands við Miðjarðarhafs til landamæra Íraks við Íran. En, ef ríkisstjórn Trumps ákveður ekki að tryggja að sjálfstjórnarsvæði Kúrda í Sýrlandi og Írak - haldi velli. En Kúrdar eru greinilega viljugir bandamenn Bandaríkjanna. Þá verður enginn bandamaður Bandaríkjanna lengur til staðar á öllu því svæði, sem þess í stað yrði samfellt íranskt áhrifa- og yfirráðasvæði.
--Það væri þá orðið að litlu írönsku heimsveldi!
Slík útkoma væri kaldhæðin því opinber stefna Trumps er að veikja Íran.
Trump virðist á hinn bóginn eiga erfitt með að viðhalda nokkurri "consistent" stefnu.
- En ef hann virkilega vill eiga þarna eitthvert mótvægi við Íran, þarf hann að halda Kúrdum á floti. Þegar ljóst virðist orðið, að ekki er unnt að treysta lengur á Erdogan.
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 04:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.10.2017 | 00:45
Reuters segir frá sölu mannslíkama látins fólks, eða sölu líkamsparta úr látnu fólki - spurning hvernig þessu er háttað á Íslandi?
Fréttamenn Reuters unnu rannsókn á viðskiptum sem tiltölulega fáir vita um. En það eru einkafyrirtæki sem stunda viðskipti með líkama látins fólks, auk þess að eiga í viðskiptum með parta úr látnu fólki.
--Margt virðist að þeim viðskiptum ef marka má rannsókn Reuters.
--Viðskiptasiðferðið oft á afar lágu plani.
In the U.S. market for human bodies, almost anyone can dissect and sell the dead
How the body of an Arizona great-grandmother ended up as part of a U.S. Army blast test
Meginvandinn virðist sá að það gilda engin lög um þessa starfsemi innan Bandaríkanna, þannig að menn geta gert það sem þeim sýnist
--Ég þekki ekki hvernig þessum málum er háttað á Íslandi.
--Þ.e. hvort til staðar eru einkafyrirtæki er sérhæfa sig í slíku.
Rétt að taka fram að ekki er verið að tala um -- lifandi vefi.
Heldur látna vefi -- þannig að þá fellur dæmið ekki undir bann við sölu á lifandi vefjum eða lifandi líkamspörtum.
- Bandarísku fyrirtækin virðast mörg hver bjóða þjónustu sína í gegnum útfarastofur.
- Þá gjarnan bjóða að borga fyrir bálför og útfararkostnað - gegnt því að ástvinir hins látna fái ösku a.m.k. hluta líksins. Meðan að fyrirtækið nýtir bróðurpart þess í sínum viðskiptum.
- Í mörgum tilvikum virðist meðferð líkanna síðan - ábótavant. Sem og meðferð líkamspartanna sjálfra - ekki sjaldgæft að líkamspörtum sé eytt með hætti, sem væntanlega flestum þætti óásættanlegt.
- Ástvinir gjarnan fá að því er virðist - misvísandi upplýsingar um það, hvað mun gert við bróðurpartinn af líkinu.
Gjarnan segjast fyrirtækin að líkamspartar verði notaðir í vísindaskyni.
En það sé afar upp og ofan hvort svo raunverulega sé, og fyrirtækin veiti enga tryggingu þar um.
Rétt að taka fram, að líkamspartar eru mjög nauðsynlegir í læknanámi - gjarnan einnig fyrir læknarannsóknir
Meðferðir við hættulegum sjúkdómum hafa uppgötvast - síðan séu líkamspartar nauðsynlegir til þjálfunar skurðlækna - og gjarnan einnig til þróun tækja sem notuð séu í lækningaskyni.
- Reuters segir frá áhugaverðri rannsókn bandaríska hersins.
--Sem sennilegt virðist að hafi bjargað mannslífum.
En rannsakað var hvernig sprengjugildrur fara með lík. Þær upplýsingar notaðar við þróun, betri varnarbúnaðar gegn sprengjugildrum - fyrir farartæki á vegum hersins.
Auki við þróun sérstakrar dúkku, til sem síðan stóð til að nota þaðan í frá við slíkar rannsóknir.
--En Reuters sagði einnig frá tilviki, þ.s. einstaklingur hafði óskað eftir því sérstaklega, að lík ástvins væri ekki notað við rannsóknir á vegum hersins.
En fyrirtækið sem seldi hernum líkin til notkunar, stóð sig ekki.
Líklega um það fyritækinu að kenna - ekki "per se" hernum.
Líklega gætu helstu háskólar heims sem kenna læknum ekki fúnkerað, án aðgengi að líkamspörtum látinna.
Það sem ég er forvitinn um ef einhver veit hvernig aðgengi að líkum til rannsókna er háttað á Íslandi - getur verið að verslað sé við útlönd!
Að keypt sé að utan, hljómar sem tiltölulega þægileg lausn - ef út í þ.e. farið. Þar sem slík viðskipti ef færu fram á Íslandi - gæti mjög hratt orðið afar viðkvæm.
--En getur það hugsast að einhvers konar sambærileg viðskipti fari fram á Íslandi þeim er tíðkast í Bandaríkjunum?
Niðurstaða
Ég skal viðurkenna að ég hef aldrei hugsað um þetta mál. Hvernig spítalar - læknar og aðrir sem hafa með að gera að rannsaka líkamsparta látinna eða þurfa að nýta líkamsparta látinna t.d. í kennsluskyni eða til rannsókna þ.s. líkamspartar látinna koma við sögu -- fara að því akkúrat að útvega sé þá parta, eða þau lík.
Mér þætti forvitnilegt að vita hvort einhver þekkir hvernig þeim málum er háttað á Íslandi.
En eins og bandaríska dæmið sýnir - þá býður það mörgum hættum heim, ef engin lög gilda um slíka starfsemi -- þar með ekkert eftirlit af hálfu opinberra aðila.
Ég þekki ekki heldur hvaða lög gilda á Íslandi um meðferð líka látinna, eða meðferð líkamsparta látinna - sem notaðir séu í vísindalegum tilgangi af einhverju tagi.
--Ef einhver þekkir þau mál má sá eða sú gjarnan setja inn athugasemd!
Kv.
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Gæti 3ja heimsstyrrjöldin hafist á Indlandshafssvæðinu? Skv. ...
- Er samningur Trumps við Japan - er inniber 550 milljarða$ fjá...
- Hótel-bókanir í sumar, gefa vísbendingar um kjaraskerðingu al...
- Kjarnorkuáætlun Írana hefur líklega beðið stórtjón, fremur en...
- Netanyahu, virðist hafa hafið stríð við Íran - beinlínis til ...
- Trump ákveður að senda, Landgönguliða - til Los-Angeles! Kemu...
- Möguleiki að Úkraína hafi í djarfri árás á flugvelli sumir mö...
- Yfirlýsing Trumps um yfirvofandi 50% tolla á ESB lönd, afhjúp...
- Tollar Bandaríkjanna á Kína - líklega ca: 50%. Kína á Bandarí...
- Að það verður af hráefnasamningi Úkraínu og Bandaríkjanna - v...
- Margt bendi til yfirvofandi kreppu í Bandaríkjunum! Skv. áhug...
- Vaxandi líkur á að Trump, reki: Jerome Powell. Yfirmann Seðla...
- Gideon Rachman hjá Financial Times -- útskýrir af hverju, Ban...
- Trump undanskilur frá tollum á Kína -- snjallsíma, og nánast ...
- Talið af sérfræðingum, verðfall á ríkisskuldabréfum Bandaríkj...
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
-
eyglohardar
-
bjornbjarnason
-
ekg
-
bjarnihardar
-
helgasigrun
-
hlini
-
neytendatalsmadur
-
bogason
-
hallasigny
-
ludvikjuliusson
-
gvald
-
thorsteinnhelgi
-
thorgud
-
smalinn
-
addabogga
-
agnarbragi
-
annabjorghjartardottir
-
annamargretb
-
arnarholm
-
arnorbld
-
axelthor
-
arnith2
-
thjodarsalin
-
formosus
-
birgitta
-
bjarnijonsson
-
bjarnimax
-
westurfari
-
virtualdori
-
bookiceland
-
gattin
-
davpal
-
dingli
-
doggpals
-
egill
-
jari
-
einarborgari
-
einarsmaeli
-
erlaei
-
ea
-
fannarh
-
fhg
-
lillo
-
gesturgudjonsson
-
gillimann
-
bofs
-
mummij
-
gp
-
gudmbjo
-
hreinn23
-
gudrunmagnea
-
gmaria
-
topplistinn
-
skulablogg
-
gustafskulason
-
hallurmagg
-
haddi9001
-
harhar33
-
hl
-
diva73
-
himmalingur
-
hjaltisig
-
keli
-
fun
-
johanneliasson
-
jonsullenberger
-
rabelai
-
jonl
-
jonmagnusson
-
jonvalurjensson
-
thjodarskutan
-
gudspekifelagid
-
juliusbearsson
-
ksh
-
kristbjorg
-
kristinnp
-
larahanna
-
leifurbjorn
-
lifsrettur
-
wonderwoman
-
maggij
-
elvira
-
olafureliasson
-
olinathorv
-
omarragnarsson
-
ottarfelix
-
rafng
-
raksig
-
redlion
-
salvor
-
samstada-thjodar
-
fullvalda
-
fullveldi
-
logos
-
duddi9
-
sigingi
-
sjonsson
-
sigurjons
-
stjornlagathing
-
athena
-
stefanbogi
-
lehamzdr
-
summi
-
tibsen
-
vala
-
valdimarjohannesson
-
valgeirskagfjord
-
vest1
-
vignir-ari
-
vilhjalmurarnason
-
villidenni
-
thjodarheidur
-
valli57
-
tbs
-
thorgunnl
-
thorsaari
-
iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.9.): 236
- Sl. sólarhring: 270
- Sl. viku: 299
- Frá upphafi: 871382
Annað
- Innlit í dag: 228
- Innlit sl. viku: 280
- Gestir í dag: 226
- IP-tölur í dag: 221
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar