Ákvörðun forsætisráðherra Spánar að reka héraðsstjórn Katalóníu ætti engum að koma á óvart

Þessi útkoma hefur blasað við nú í nokkrar vikur - Mariano Rajoy forsætisráðherra Spánar, hafði auk þessa - gefið út úrslitakosti til héraðsstjórnar Katalóníu, er runnu út í sl. viku. Án þess að héraðsstjórnin færi að kröfum stjórnvalda í Madríd.
--Það var því fullkomlega óhjákvæmilegt væntanlega að Madríd mundi formlega leysa upp héraðsstjórnina - ákvörðun sem tekin var á laugardag.
--Spanska þingið á eftir að formlega samþykkja ákvörðun ríkisstjórnar Spánar, svo hún taki formlega gildi - það gefur héraðsstjórn Katalóníu nokkra daga hugsanlega fram á föstudag.

Catalonia's leaders fight off direct rule from Madrid

Spain hopes Catalans disregard instruction from regional leaders

Spain urges Catalonia secessionists to obey Madrid

Carles Puigdemont leiðtogi héraðsstjórnarinnar á mótmælafundi um helgina

http://www.telegraph.co.uk/content/dam/news/2017/06/11/TELEMMGLPICT000131601498_trans_NvBQzQNjv4BqpVlberWd9EgFPZtcLiMQfyf2A9a6I9YchsjMeADBa08.jpeg?imwidth=450

Fyrir nk. föstudag mun spænska þingið væntanlega samþykkja ákvörðun ríkisstjórnar Spánar

Meðan má vænta þess að sjálfstæðissinnar í Katalóníu haldi tíða mótmælafundi á götum og torgum - þeir þétti sínar raðir.

Það sem spænsk stjórnvöld virðast óttast, er að sjálfstæðissinnar skipuleggi borgaralega óhlýðni - þegar kemur loks að því að hrinda ákvörðun spænskra stjórnvalda í framkvæmd.

  1. Það gætu verið fjölmennar setur óvopnaðra borgara fyrir framan opinberar byggingar í Barselóna - þannig að spænsk ríkislögregla yrði fyrst að verja verulegum tíma í það, að ryðja veginn að þeim byggingum -- þegar formleg yfirtaka skal fara fram.
  2. Byggingarnar sjálfar, gætu hafa verið byrgðar með margvíslegum hætti - til að tefja aðgerðina enn frekar.
  3. Og það er auðvitað möguleiki á óeirðum er gætu orðið fjölmennar - í ljósi þess að sjálfstæðissinnar hafa náð stöku sinnum að safna allt að milljón manns á götufundi.
  4. Til viðbótar gæti skapast óhlýðni víðar um héraðið, ef starfandi opinberir aðilar, t.d. héraðslögreglan - færi ekki eftir skipunum frá Madríd, t.d. ef leiðtogar héraðsstjórnarinnar færu huldu höfði um héraðið, og væru að gefa út skipanir er færu beint á móti a.m.k. að einhverju leiti.

Hvernig spænsk stjórnvöld mundu leysa úr slíkum þáttum, gæti hafa mikil áhrif á framvinduna síðar - en líkur væru á að sjálfstæðissinnar mundu græða á því, því meiri harka er auðsýnd af spænskum stjórnvöldum.

En áætlun spænskra stjórnvalda virðist gera ráð fyrir því, að leysa upp héraðsstjórnina - formlega setja a.m.k. tímabundið Katalóníu undir beina stjórn frá Madríd, og leysa upp héraðsþingið að auki -- boða til nýrra almennra kosninga.

En í því samhengi getur skipt verulegu máli, hvernig akkúrat framkvæmd spænskra stjórnvalda verður, þegar málin komast á framkvæmdastig - sérstaklega hvernig þau leysa úr mjög líklegum fjölmennum mótmælaaðgerðum og afar sennilegum skipulögðum aðgerðum til að tefja og spilla framkvæmd yfirtökunnar.

--En sjálfstæðissinnar gætu grætt samúðaratkvæði, ef upplifun héraðsbúa verður á þá leið, að stjórnvöld Spánar hafi auðsýnt harðræði umfram það sem sanngjarnt má teljast.
--Áhætta forsætisráðherra Spánar og ríkisstjórnar hans, er auðvitað að sú áhætta að láta kjósa nýtt héraðsþing - gæti snúist gegn þeim.

  • En málin gætu orðið afar flókin fyrir Madríd, ef sjálfstæðissinnar halda sínum þingmeirihluta - tölum nú ekki um, ef sá stækkar.

Tæknilega væri sjálfsagt mögulegt, að halda beinni stjórnun frá Madríd. En það væri augljós valdaðgerð, sem sennilega frekar styrki málstað sjálfstæðissinna meðal héraðsbúa.
Hitt væri að semja við sjálfstæðissinna, um mun bitastæðari tilslakanir en stjórnvöld Spánar hafa verið tilbúin til - fram að þessu.
Augljóslega vonast ríkisstjórn Spánar eftir því að næsti héraðsþingmeirihluti verði a.m.k. síður sjálfstæðissinnaður.

 

Niðurstaða

Spurningarnar sem ég set fram - vísa til svokallaðs "end game" eða m.ö.o. hver séu lokamarkmið spænskra stjórnvalda. En rökrétt vilja þau a.m.k. gera nóg til þess að hreyfing sjálfstæðissinna verði ekki lengur ógn við Madríd. Samtímis vilja stjórnvöld í Madríd lágmarka þær tilslakanir sem væntanlega þarf að veita héraðinu. Þess vegna vilja þau - nýjan og meðfærilegri meirihluta á héraðsþinginu. Hinn bóginn, ef slíkur nýr meirihluti skrifar upp á of litlar tilslakanir - mundi sá fá á sig ásakanir væntanlega fyrir svik frá sjálfstæðissinnuðum héraðsbúum. Mariano Rajoy hefði enga tryggingu þess, að sjálfstæðismálið mundi ekki gjósa upp - síðar. Ef tilslakanir til héraðsins, teljast óverulega -- þó svo honum yrði af ósk sinni í næstu héraðsþingkosningum að fá auðsveipari meirihluta.

Með öðrum orðum, ef við gerum ráð fyrir samningum í kjölfar héraðsþingskosninga. Þá yrðu þær líklega erfiðar -- tölum ekki um, ef næsti héraðsþingsmeirihluti verður áfram sjálfstæðissinnaður.

--Spánn vill alls ekki missa Katalóníu, vegna þess að héraðið eitt og sér hefur efnahag stærri en efnahagur Portúgals - héraðið vegur því mjög þungt í skatttekjum miðstjórnar Spánar.
--Að missa þær tekjur mundi auk þess án vafa, gera lánskjör spænskra stjórnvalda mun erfiðari.

Það eru því miklir hagsmunir í húfi - auk þess að önnur héröð hafa fengið að njóta þeirra skatttekna að hluta, í gegnum millifærslur frá Madríd - þannig að sjálfstæðiskrafa Katalóníu, mætir einnig andstöðu annarra héraða.

Þetta þíðir að auki, að það væri erfitt fyrir Madríd að veita miklar tilslakanir til Katalóníu, þegar kemur að kröfum þess efnis að halda skatttekjum heima fyrir.
--Sem þíðir að verulegar líkur séu því miður á því að málin geti farið í hart.

 

Kv.


Hvernig getur Ísland komist hjá brotum á Kyoto skuldbindingum?

Ég nenni ekki að endurtaka gamlar umræður á þeim grunni, að hnattræn hlýnun af manna völdum sé ekki það vel studd af vísindalegum gögnum - að líta beri á hana sem fullkomlega staðfesta.
--Vísa í gamlar færslur, fyrir þá sem vilja endurvekja slíka umræðu:

Ríki heims munu líklega leitast við að einangra Bandaríkin - þegar ljóst er að Trump ætlar að hafna Parísarsamkomulaginu um aðgerðir gegn hitun lofthjúps Jarðar!

Trump skipar einstakling sem afneitar gróðurhúsaáhrifum af mannavöldum yfirmann Náttúruverndarstofnunar Bandaríkjanna.

Linda Árnadóttir, forstjóri Umhverfisstofnunar - lét vita af því að allt útlit sé fyrir að Íslandi takist ekki að uppfylla þau metnaðarfullu markmið um minnkun losunar CO2 sem Ísland skuldbatt sig til að uppfylla skv. svokölluðum - markmiðum 2 skv. svokallaðri Kyoto bókun.

Ísland þurfi að kaupa losunarheimildir

  1. Hún stakk ekki upp á öðrum lausnum, en kaupum svokallaðra losunarheimilda.
  2. Eða að snarlega minnka losun fram til 2020 - sem í ljósi þess að nú er langt komið fram eftir 2017, líklega ópraktísk aðgerð.

http://cdn-img.ruv.is/sites/default/files/styles/1000x563/public/fr_20171011_070862.jpg?itok=1y4dzAB9

Spurning hvort að tilraunaverkefni Orkuveitu Reykjavíkur - geti haft eitthvað vægi?

Koltvíoxíð verður að grjóti

Um er að ræða smáskala tilraunverkefni um - kolefnisbindingu í grjót.

En hugmyndin er í sjálfu sér ekki flókin - byggist á þeirri þekktu efnafræðilegu staðreynd að kolefni úr koltvísýringi geti hvarfast við basaltgrunn landsins og myndað svokallað "carbonate rock" eða grjót með háu kolefnisinnihaldi.

  1. Þar sem að Ísland er nær allt úr basalti - þá er hér nóg af grjóti til að hvarfa við koltvíyldi.
  2. Hinn bóginn þarf sérstakar aðstæður svo slíkt hvarf eigi sér stað - á nægilegum hraða til að skipta máli.
  3. Þau skilyrði séu til staðar í - háhitakerfum.

--Þannig að málið sé að dæla niður afgangsvatninu frá borholum, í stað þess að sleppa því út í umhverfið.
--Blanda þá saman við það, koltvíyldi - sem væri skimað úr andrúmsloftinu með kolefnisgleypum.

Að sjálfsögðu þyrfti að gera þetta á nokkur þúsund sinnum stærri skala, en litla tilraunaverkefnið við Hellisheiðarvirkjun.

  1. Sennilega setja upp stóra kolefnisgleypa.
  2. Og niðurdælingu afgangsvatns.
  3. Þá þarf auðvitað að nota - varmaskipta til að hita kalt vatn með heitavatninu.
  4. Ekki nota uppdælda vatnið beint til húshitunar.
  5. Svo til sé staðar afgangsvatn til að dæla aftur niður.
  • Þessu mundu fylgja sömu gallar og hafa fylgt niðurdælingarverkefnum OR.
  • Þ.e. smáskjálftar.

--Mér hefur ekki virst þeir hafa reynst vera alvarlegt vandamál.
Þeir rökrétt koma einungis fyrsta kastið, þegar niðudælda vatnið fer að streyma inn í glufur og sprungur ofan í jörðinni - þá stundum losar það um spennu í bergi, en sú losun spennu auðvitað þíðir að skjálfti endurtekur sig ekki á sama stað.
--Þannig smá hverfa skjálfarnir eftir því sem á líður.

En tæknilega ætti að vera unnt að dæla verulegu magni af koltíyldi til varanlegrar varðveislu niður í bergrunn Íslands. En það sé varanleg varðveisla vegna þess að eftir að koltvíyldið verður að bergi, kemur það upp aftur einungis með veðrun - er getur tekið milljónir ára.

Sennilega bjargar slík aðferð ekki skuldbindingum Íslands fyrir 2020. Vegna þess að líklega sé tími til stefnu of naumur. En hún gæti skipt máli fyrir frekari skuldbindingar Íslands í framhaldinu.

 

Niðurstaða

Ég held að niðurdæling á koltíyldi til varanlegrar varðveislu í berggrunni landsins geti verið hluti af lausn Íslands þegar kemur að því að standa við -- alþjóðlegar skuldbindingar er snúa að vernd lofthjúpsins gagnvart vaxandi þéttni koltvíyldis í lofthjúpnum.

Það segir ekki að Ísland eigi ekki að - innleiða rafbíla.
Eða hugsanlega jafnvel - rafflugvélar í atvinnuflug á Íslandi.
Eru rafknúnar farþegaflugvélar framtíð innanlandsflugs á Íslandi?
Tezla ætlar að setja á markað, rafflutningabíl stóran.
Everything we know about Tesla's all-electric truck.

Hinn bóginn er margt við losun landsins sem ekki er auðvelt að glýma við - t.d. losun frá millilandaflugvélum, og losun frá skipum. Sú losun er í mjög stórum stíl.

  • Niðurdæling á koltvíyldi gæti án gríns, verið eina færa leiðin fyrir Ísland - til að geta staðið við framtíðar skuldbindingar er snúa að verndun lofthjúpsins.

 

Kv.


Trump segist ekki vilja auka gróða tryggingarfyrirtækja er selja heilsutryggingar - málið er að um var að ræða niðurgreiðslur svo fátækir gætu haft heilsutryggingar

Ef einhver man eftir -- fyrir örfáum mánuðum síðan, felldi Donald Trump út -- mótframlag til tryggingafyrirtækja, skv. þeirri áætlun hluti af svokölluðu "Obama care" greiddi bandaríska alríkið hluta af kostnaði fátækra Bandaríkjamanna við kaup á heilsutryggingum.
--Þegar Trump með tilskipun afnam þær niðurgreiðslur.
--Þá samtímis ógnar hann möguleikum fátækra Bandaríkjamanna til að endurnýja sínar heilsustryggingar, þegar næst kemur að endurnýjun þeirra.
--En ljóst er að margir þeirra, detta út úr aðgengi að bandaríska heilbrigðiskerfinu, ef þeir geta ekki lengur aflað sér heilsutrygginga.

Þetta er ljótt af honum svo hann fær mynd með grettu

http://s.newsweek.com/sites/www.newsweek.com/files/styles/embed-lg/public/2017/06/15/gettyimages-501380192.jpg

Umtalið um að -auðga tryggingafyrirtækin- er ekkert annað en útúrsnúningur!

Tilgangur Trumps með þessu, var hreint skemmdarverk. En með þessu smám saman detta þær millónir manna -- sem fengu aðgengi að heilsutryggingum, sem ekki áður höfðu það aðgengi - áður en svokallað "Affordable Care Act" tók gildi, einnig gjarnan nefnt "Obama care."

Ég verð að kalla þetta -- hreina illmennsku!

  1. Á þriðjudag var tilkynnt að samkomulag væri í augsýn þ.s. niðurgreiðslurnar mundu vera endurreistar.
  2. Það virtist vera naumur meirihluti fyrir því í Öldungadeild Bandaríkjaþings - með atkvæðum Repúblikana og hluta Demókrata.
  • En á miðvikudag sagði Trump hreint út -- að hann væri andvígur því, að endurreisa þessar niðurgreiðslur.

Niðurstaðan er einföld -- Donald Trump er "evil."
En ég get ekki litið mildari augum á það verk, að vísvitandi ætla að svipta milljónir fátækra Bandaríkjamanna, aðgengi að heilbrigðiskerfinu í Bandaríkjunum.
--Maður sem vísvitandi framkvæmir slíka aðgerð, verður að teljast illmenni.

White House says Trump opposes Senate's bipartisan Obamacare deal

On healthcare deal, Trump says he will not 'enrich' insurance companies

Trump on bipartisan Obamacare deal: 'I won't do anything to enrich the insurance companies'

 

Niðurstaða

Ég verð að kalla það hreina illmennsku sem Trump er að gera með því að hindra endurreisn niðurgreiðsla til fátækra Bandaríkjamanna frá alríkinu - svo þeir geti áfram keypt sér heilsutryggingar. En þessi aðstoð hefur verið mjög mikilvægur þáttur í því, að fækka þeim Bandaríkjamönnum sem lengi hafa búið við stórskert aðgengi að bandaríska heilbrigðiskerfinu því þeir hafa ekki getað staðið straum af kaupum heilbrigðistrygginga.
--Þetta sé hrein og tær meinfýsi, og þar sem um er að ræða aðgerð sem á komandi mánuðum þegar kemur að endurnýjun trygginga mun leiða það fram að mikill fjöldi fátækra Bandaríkjamanna missir aðgengi að heilsutryggingum -- þar af leiðandi verð ég að kalla þetta, hreina og tæra illmennsku.

Útkoman er sú, að heilsu þessa fólks mun hraka - hærra hlutfall þess mun látast af sjúkdómum eða slysum, því það hefur ekki efni á því að greiða fullt gjald til lækna eða sjúkrahúsa, svo unnt sé að veita því þá heilsuvernd sem sjálfsögð er talin í Vestrænum samfélögum.

Þetta getur valdið a.m.k. tugum þúsunda ótímabærra dauðsfalla per ár á nk. árum.

 

Kv.


Dómari setur lögbann á nýjustu ferðabanns tilskipun Donalds Trump

Um er að ræða lögbann sem dómari í Hawaii eyjum samþykkti að setja á ferðabanns tilskipun sem Donald Trump setti fyrir nokkru síðan - og sú tilskipun hefur ótakmarkaðan gildistíma.
--Hawaii fylki sjálft stóð fyrir málinu.

U.S. judge blocks latest Trump travel restrictions

Trump gæti verið pyrraður í þetta sinn

https://www.allenwest.com/wp-content/uploads/2017/01/trump-irritated.jpg

Skv. dómnum fær ferðabann á Norður Kóreu og Venezúela - að gilda áfram, en ferðabann á Chad - Íran - Lýbíu - Sýrland - Sómalíu og Yemen, fær ekki að standa!

"U.S. District Judge Derrick Watson in Honolulu - The policy “suffers from precisely the same maladies as its predecessor: it lacks sufficient findings that the entry of more than 150 million nationals from six specified countries would be ‘detrimental to the interests of the United States,'” Watson wrote."

Dómarinn segir sem sagt - að ríkisstjórn Trumps hafi ekki fært nægar sönnur fyrir því, að bann á komur einstaklinga frá löndunum 6 - væri nauðsynlegt fyrir þjóðaröryggi Bandaríkjanna.

"Watson said the ban’s national security rationale is undermined by the fact that it is not known how the president settled on the countries designated by the ban."

Dómarinn segir að auki, að það veiki rökin fyrir þjóðaröryggi - að ekki sé vitað hvernig ríkisstjórn Donalds Trumps komst að þeirri niðurstöðu -- að bann á þegna þessara tilteknu 6 landa, væri bráð nauðsyn.

"Watson also said the proclamation likely runs afoul of a prohibition in immigration law on nationality-based discrimination in issuing visas."

Dómarinn að auki benti á -- að bannið líklega bryti á lögum innflytjendalögum Bandaríkjanna, þ.s. sett var inn ákvæði við endurskoðun þeirra laga á 7. áratugnum - er bannar mismunun á grundvelli þjóðernis.

  • Það er einmitt punkturinn sem mig hefur grunað að geti verið veikasti hlekkurinn við -- tilraun Trumps til að loka á þessi tileknu lönd.

En það væri t.d. engin vandi - að banna meðlimum þekktra hættulegra hópa að koma til Bandaríkjanna - - en meðlimum slíkra hefur að sjálfsögðu í mörg ár verið óheimil koma til Bandaríkjanna.

Það er á hendi þeirra sem óska eftir ferðamanna-VISA til Bandaríkjanna, að sýna fram á engin slík tengsl - þ.e. sannfæra bandarískar sendiskrifstofur sem næstar eru, um áreiðanleika viðkomandi.

  • Alríkið getur auðveldlega hert á kröfum um slíkar sannanir - án þess að formlega banna alla þegna lands.

M.ö.o. hefur ekki blasað við mér að allsherjar bann sé nauðsynlegt. Eðlilegum öryggissjónarmiðum sé unnt að fullnægja líklega með vægari úrræðum.

 

Niðurstaða

Ekki voru enn komnar fregnir af viðbrögðum stjórnvalda í Hvítahúsinu vegna hins nýja dóms. En fram að þessu hafa viðbrögð við sambærilegum dómum verið - áfrýjun á næsta dómstig. Þannig að slík viðbrögð virðast sennileg.

  • Persónulega hefur mig grunað að allsherjar ferðabanns tilskipanir Trumps stæðust líklega ekki innflytjendalöggjöf Bandaríkjanna.
    --Æðsti dómstóll Bandaríkjanna hefur þó ekki enn veitt sitt formlega svar.

 

Kv.


Borgin Kirkuk gefin eftir af Kúrdum - nánast bardagalaust, það getur verið að frekari átök verði ekki við Bagdadstjórn

Mig grunar að Bandaríkin hafi leyst málið - þannig séð. Eins og málið lítur út - virðist sem að leynilegt samkomulag hafi verið gert við annan tveggja af flokkum Íraskra Kúrda, þ.e. "Patriotic Union of Kurdistan (PUK)", en hluti Peshmerga hersveita Kúrda virðist auðsýna þeim armi íraskra Kúrda hollustu.

Hluti Peshmerga sveita undir stjórn PUK virðist ekki hafa veitt sveitum Bagdadstjórnarinnar - vopnaða andstöðu.

Kurds’ independence dreams shattered as Iraqi tanks enter Kirkuk: "The Iraqi military advance was facilitated by the withdrawal of the KRG’s second largest party, the Patriotic Union of Kurdistan (PUK)." - “There seems to be good co-operation between the forces that came from Baghdad and the PUK-linked security forces in the city,

Peshmerga liðar undir stjórn - hins meginarms íraskra Kúrda "Kurdistan Democratic Party (KDP)" neyddust þá til að hörfa -- íraskar hersveitir virðast einungis hafa þurft klukkustund til að komast að miðborg Kirkuk.

Sveitir hollar "PUK" virðast enn í borginni, og eins og fréttin að ofan segir - samvinna milli þeirra og sveita Bagdadstjórnar.

Iraqi forces seize oil city Kirkuk from Kurds in bold advance: "Talabani’s widow, Hero, said the Iraqi operation was carried out with international consent and the PUK was not able to prevent it through talks. “This heroic city was facing an international plan,” she said in a statement." - "”The past few days have been spent in meetings with American representatives, representatives of the Iraqi government and ... of various other countries in order to prevent today’s attack. “It is with great regret that we were not successful on this occasion.”" 

Takið eftir orðum ekkju Jalal Talabani heitins - fyrrum leiðtoga PUK.

  1. Orð hennar sýna greinilega að hvort tveggja bandarískir aðilar og aðilar á vegum Bagdadstjórnarinnar - hafi rætt við stjórnendur PUK.
  2. Fyrst að PUK fær að starfa óáreitt áfram í Kirkuk, virðist algerlega augljóst að leynilegt samkomulag var gert.

"Baghdad described its army’s advance as largely unopposed, and urged the Peshmerga to cooperate in keeping the peace." - "Washington...according to a U.S. Embassy statement." - “ISIS (Islamic State) remains the true enemy of Iraq, and we urge all parties to remain focused on finishing the liberation of their country from this menace.

Bagdadstjórnin virðist bjóða frið - án þess beint að skilgreina hann nákvæmlega.
Meðan að fulltrúar Bandaríkjastjórnar - hvetja aðila til að slíðra sverðin.

"As Iraqi forces advanced, Kurdish operators briefly shut some 350,000 barrels per day of oil output at two large Kirkuk fields, citing security concerns, oil ministry sources on both sides said. But production resumed shortly thereafter following an Iraqi threat to seize fields under Kurdish management if they did not do so, according to the sources."

Áhugavert að olíusvæðin í grennd við Kirkuk - voru skilin eftir undir stjórn kúrdískra aðila -- kæmi mér ekki á óvart, ef þeir tengist "PUK" armi Kúrda.

Eða kannski, að yfirvöld í Bagdad hafi ekki viljað hætta á það að Kúrdar kveiktu í olíulyndunum.

http://3.bp.blogspot.com/-JtfzbsHrjBM/UaO57Mf8KjI/AAAAAAAAAk4/emvMilpje6k/s1600/kurdistan%20-map.jpg

Eftirgjöf Kirkuk þíðir náttúrulega að Kúrdar hafa hana ekki lengur

Ekkert manntjón hefur þá væntanlega orðið innan hennar - olíuframleiðslan heldur áfram nánast án nokkurs hikksta.

  1. Kúrdar hafa eitt öflugt spil á hendi, en þ.e. olíuleiðsla er liggur í gegnum Kúrdahéröð til sjávar í Tyrklandi.
  2. Það væri ekki fljótleyst fyrir Bagdadstjórnina, að leggja nýja - auk þess það væri dýrt.

Tyrkir höfðu um nokkurt skeið heimilað Kúrdum að selja olíu í gegnum Tyrkland.
Þetta er einnig fær útflutningsleið fyrir stjórnina í Bagdad.

Það virðist sennilegt að samningar fari nk. daga fram milli Kúrda og Bagdadstjórnar - með milligöngu bandarískra embættismanna.
--Sú leið sem Bandaríkin virðast vera að fara, virðist sú að stoppa stríðið sem fyrst.

  • Að hafa náð Kirkuk borg sé góður biti fyrir Bagdadstjórn.
  1. Það eigi eftir að koma í ljós, hvort eða að hvaða leiti - sjálfstæðisyfirlýsing íraskra Kúrda getur náð fram að ganga.
  2. En augljóslega þurfa Kúrdahéröð að geta flutt út olíu, ef þau eiga að geta verið - efnahagslega sjálfbær.
  3. Og þau geta einungis flutt út olíu, annars vegar í gegnum Tyrkland -meðan Erdogan heimilar slíkt- eða hins vegar í gegnum Persaflóa um olíuhafnir Íraks -háð þá að sjálfsögðu leyfi íraskra stjórnvalda.-

Þó það virðist ekki endilega óskaplega líklegt eftir þessa atburðarás, að sjálfstæðisyfirlýsing íraskra Kúrda standi óhögguð.
--Þá kannski er lausnin þar um, að gefa eftir Kirkuk, að Bagdadstjórn fái að flytja olíu út með notkun leiðslunnar er liggur um Kúrdahéröð, og að Kúrdahéröð fái að flytja út olíu um Persaflóahafnir Íraks.

En það sem Bandaríkjastjórn virðist umhugað um, virðist vera að - stoppa stríðið.

 

Niðurstaða

Eftir sannarlega dramatíska atburðarás sem greinilega innibar fullt af leynimakki. Þá lítur allt í einu út fyrir að stríðið milli íraskra Kúrda og Bagdadstjórnarinnar sem leit út á aðfaranótt mánudags að væri að skella á - hugsanlega af miklum þunga. Hætti nánast strax og það virtist vera að hefjast.

Það mun sjálfast koma í ljós á næstu dögum eða vikum, hver staða íraskra Kúrda akkúrat verður - þ.e. sá möguleiki er náttúrulega til staðar að bakkað verði aftur að þeirri stöðu er var til staðar áður en almenn atkvæðagreiðsla fór fram í Kúrdahéröðum um sjálfstæði - en það er sjálfsagt ekki algerlega unnt að útiloka að Kúrdar nái fram í þeim samningum er líklega fara í hönd, annaðhvort fullu sjálfstæði með blessun Bagdad eða ástandi sem sé sjálfstæði að öllu leiti nema að nafni til.

Spenna mun augljóslega viðhaldast a.m.k. einhverja hríð áfram, meðan að slíkir samningar fara fram.

 

Kv.


Virðist raunverulega stefna í nýtt stríð innan Íraks milli Bagdadstjórnarinnar og íraskra Kúrda er virðast stefna að fullu sjálfstæði

Atburðrás sunnudagsins bendir sterklega til þess.
--Leiðtogar íraskra Kúrda höfnuðu úrslitakostum Bagdadstjórnarinnar á sunnudag.
--Peshmerga hersveitir íraskra Kúrda virðast hafa tekið sér varnarstöðu rétt sunnan af mikilvægum olíusvæðum við Kirkuk borg.
--Talsmenn Bagdadstjórnarinnar, sökuðu íraska Kúrda að hafa gert bandalag við IPG sveitir sýrlenskra Kúrda, og að IPG liðar væru komnir til Kirkuk borgar - þetta var sagt stríðsaðgerð af hálfu íraskra Kúrda.
--Meðan talsmenn íraksra Kúrda höfnuðu þessu, sögðu engan sannleik að baki þeim ásökunum.
Þegar leið að miðnætti í Írak, virtist her Bagdadstjórnarinnar vera kominn á hreyfingu í átt til Kirkuk - blaðamönnum var sagt að til stæði að taka mikilvægan flugvöll nærri borginni.

Engar fréttir höfðu borist af bardögum!

Kurdish leaders reject Baghdad demand to cancel independence vote

Kurds block Iraqi forces' access to Kirkuk oil fields

Iraq says Kurds have brought in PKK fighters in 'declaration of war'

Iraqi forces start advancing toward Kurdish-held Kirkuk

http://3.bp.blogspot.com/-JtfzbsHrjBM/UaO57Mf8KjI/AAAAAAAAAk4/emvMilpje6k/s1600/kurdistan%20-map.jpg

Miðað við fregnir af framrás hersveita shíta stjórnarinnar í Bagdad, virðist líklegt að stríð sé að skella á

Engin leið fyrir utanaðkomandi að gíska á styrk hersveita Bagdadstjórnarinnar vs. styrk hersveita íraskra Kúrda, Peshmerga.

2014 þegar ISIS réðst eins og frægt var inn í Írak, þá virtist íraski herinn hrynja saman - ISIS tók stór svæði að því er virtist bardagalaust, og náði auk þess gríðarlegu miklu magni vopna og skotfæra er hergagnageymslur féllu þeim í hendur - án þess að vera sprengdar.
--Bagdadstjórnin varð þá að kveðja fólk til vopna, eiginlega hvern sem er - til að stöðva ISIS. Verulegur fjöldi hersveita spratt þá fram sem formlega tilheyra ekki hernum.

Aftur á móti síðan 2016 hefur íraski herinn sókt stöðugt fram gegn ISIS, reyndar í samvinnu við hersveitir Kúrda -- en punkturinn er sá að sá her virðist líta mun betur út í dag.

Hersveitir Kúrda þurftu einnig fyrst í stað að hörfa 2014 fyrir árásum ISIS - en fljótlega hófu Bandaríkin sendingar á nýjum vopnum og skotfærum, auk þess að loftárásum flughers Bandaríkjanna var beitt til stuðnings hersveitum Kúrda -- og það tókst að stöðva sókn ISIS.

Síðan var fljótlega snúið vörn í sókn, og hersveitir Kúrda hertóku þá umtalsverð landsvæði þ.s. til staðar er blönduð byggð Kúrda og Súnní Araba - en Kúrdar ekki endilega í meirihluta. Ekki síst, tóku þeir Kirkuk og olíusvæði í grennd við þá borg.
--Kúrdar ætlar sér greinilega að halda þeim svæðum, ekki síst er Kirkuk og olíusvæðin þar í grennd, mikilvæg.

  1. Deilur um þau svæði - en þau eru utan viðurkenndra landamæra sjálfstjórnarsvæðis íraskra Kúrda.
  2. Auk deilna um áform íraskra Kúrda um fullt sjálfstæði.

Þessi tvö atriði eru mest áberandi deiluatriðin við Bagdadstjórnina.

  1. Bagdadstjórnin gerir tilkall til þess að stjórna öllu Írak.
  2. Meðan að Kúrdar greinilega ætla sér fullt sjálfstæði frá Írak.

Og bersýnilega ætla Kúrdar að verja það tilkall til sjálfstæðis, gegn hersveitum Bagdadstjórnarinnar.

Það mun þá væntanlega koma í ljós á næstunni, hvort íraskir Kúrdar hafa þann styrk sem þeir þá þurfa - til að verja það tilkall til sjálfstæðis, auk þess tilkalls sem þeir nú gera til þeirra landsvæða sem þeir nú stjórna.


Niðurstaðan væntanlega ræðst af herstyrk fylkinganna sem deila!

Eiginlega er ekki rétta spurningin -- hver hefur rétt tilkall til hvaða svæðis.

  1. Sannarlega eru Kúrdar ekki í meirihluta alls staðar á þeim umdeildu svæðum sem þeir hertóku 2014.
  2. Hinn bóginn, eru þeir aðrir sem búa þar -- ekki heldur Shítar.

--Stjórnin í Bagdad hefur síðan 2003 verið leidd af fjölmennasta íbúahluta Íraks, Shítum.
--Milli stríðandi fylkinga, Shíta vs. Kúrda -- eru svæði byggð Súnní Aröbum.

Súnní Arabar er 3-ji hópurinn innan Íraks.
Undir Saddam Hussain, var sá hópur lengi ráðandi! 
Og hélt Shítum og Kúrdum niðri með vopnavaldi.

  • Hvorki Shítar né Kúrdar eru vinir Súnní Arabanna.

En 1989 lét Saddam Hussain myrða um 180þ. Kúrda sbr. svokölluð "Anbar campaign."
Fræg gasárás á bæinn Halabaja fór þá fram, fjöldi Kúrda flúði þá að landamærum við Tyrkland.

1993 gerðu Shítar uppreisn, Saddam Hussain lét berja hana niður - 500þ. Shítar geta hafa verið drepnir. Eftir innrás Bandaríkjahers 2003 er stjórn Saddams Hussains var steypt af stóli og Íraksher þáverandi eyðilagður -- risu Shítar upp aftur, og þá skall á borgarastríð milli Shíta og Súnníta. Mikið manntjón varð þá að nýju - en í það sinn hallaði á Arabana.

  • Punkturinn er sá, að þó það sé rétt að Kúrdarnir og Arabarnir séu ekki miklir vinir.
  • Sé fjandskapur Shítanna og Arabanna - mun ferskari. Fyrir utan að mun meira blóð hafi runnið í átökum þeirra beggja.

--Ég get því ekki séð að það, að Arabar sem lenda undir stjórn Kúrda.
--Séu greinilega líklegri að rísa upp, en Arabar er lenda undir stjórn Shíta.

Eiginlega grunar mig að það sé frekar á hinn veginn, að hatrið milli Shítanna og Arabanna sé ferskara - sé meira, auk þess að ekki má gleyma að Arabar gjarnan álíta Shíta villutrúarmenn.

--En Kúrdar auk þessa hafa sömu trú og Arabarnir, þ.e. Súnní Íslam.

Útkoman verði líklega leidd fram af þeim her sem nær betri árangri á bardagavellinum.

 

Niðurstaða

Það virðist að deilur Shíta stjórnarinnar í Bagdad og íraskra Kúrda er hyggjast greinilega á fullt sjálfstæði - stofnun nýs sjálfstæðs ríkis; verði útkljáðar á bardagavelli.

Engin leið er fyrir utanaðkomandi að giska á hvort herinn sé líklegri til sigurs. Það sé þó þess vert að benda á að Kúrdarnir hafa - varnarstöðu.

Má einnig varpa spurningum fram um aðgerðir utanaðkomandi aðila - en Tyrkland og Íran greinilega eru á bandi Bagdadstjórnarinnar í þessu máli. Vilja að sjálfstæðishreyfing Kúrda sé barin niður.
--Hinn bóginn hafa Bandaríkin það í hendi, að halda Kúrdum á floti.

Kúrdar og Bandaríkjamenn hafa verið í bandalagi síðan á 10. áratugnum, er svokallað "no fly zone" og "safe zone" var sett upp í Írak til að vernda Kúrda. Íraskir Kúrdar hafa stjórnað sínu sjálfstjórnarsvæði með eigin hersveitum samfellt síðan þá. Eiginlega verið "de facto" ríki nú í rúm 20 ár. Kúrdarnir vilja greinilega að "de facto" verði "de juro."

Það eina sem við hér á skerinu getum gert er að fylgjast með fregnum af rás atburða.

  • Ég neita því ekki, að samúð mín er meir með Kúrdunum í þessari deilu.

Ps. Bagdadstjórnin segist hafa náð flugvellinum við Kirkuk og iðnaðarsvæði sunnan við borgina - engin staðfesting þess hefur borist frá Kúrdum: Iraq says captures positions south of Kirkuk including airbase

 

Kv.


Tilraun Trumps til að eyðileggja kjarnorkusamninginn við Íran - mun gera samkomulag við Norður Kóreu enn erfiðara en áður

Trump gat í raun og veru í ræðu sinni ekki bent á eitt atriði - sem sannarlega væri brot Írans á kjarnorkusamningnum. Alþjóða kjarnorkumálastofnunin "IAEA" hefur einmitt nýverið staðfest, að Íran fylgi ákvæðum 6-velda samningsins. Auk þess, hafa eigin sérfræðingar ríkisstjórnar Bandaríkjanna - einnig staðfest að Íran standi skil á ákvæðum samningsins.

Tæknilega sagði Trump ekki upp kjarnorkusamningum - en hann sagði, að ef viðræður ríkisstjórnar Bandar. við meðlimaríki samkomulagsins, bera ekki árangur í samræmi við hans vilja -- verði kjarnorkusamningum sagt upp: Trump "cannot and will not" certify Iran's compliance.

Iran, EU and Russia defend nuclear deal

Russia says Trump's 'aggressive' stance on Iran doomed to fail

Rouhani says Iran will stay in nuclear deal only if it serves interests

Bretland, Frakkland, Þýskaland, Rússland - sögðust mundu virða áfram samkomulagið við Íran, og hafa engan áhuga á uppsögn þess.
Fyrir utan það, hafa löndin áður hafnað því að gera tilraun til þess, að endursemja um samkomulagið við Íran.

Það virðist ekki líklegt að löndin hafi áhuga á að taka þátt í nýjum refsiaðgerðum Bandaríkjastjórnar á Íran.

Trump virðist vera að takast að láta Bandaríkin virka einangruð í málinu.

Íran er ekki einungis stærra land en Írak, heldur miklu mun fjöllóttara!

https://www.worldofmaps.net/typo3temp/images/topographische-karte-iran.jpg

Hvað á ég við, að ef Bandaríkin labba frá Írans samkomulaginu, þá skaði það möguleika Bandaríkjanna til að semja við Norður Kóreu?

Málið er, að Bandaríkin eru þá að labba frá samkomulagi - sem Alþjóða kjarnorkumálastofnunin, hefur staðfest að Íran stendur við, er ekki brotleg gagnvart.

Stofnanir Bandaríkjastjórnar sjálfar, höfðu að auki staðfest það sama - auk þess að hin löndin er tóku þátt í samkomulaginu, hafa að auki staðfest slíkt hið sama.

  1. Punkturinn er sá, að Kim Jong Un líklega ályktar þá, að ekki sé unnt að treysta Bandaríkjastjórn, til þess að standa við gert samkomulag.
  2. Sem líklega geri það að verkum, að enn ólíklegra verði að stjórnvöld í Norður Kóreu, bakki frá stefnu sinni að efla sinn kjarnorkuvopnavígbúnað.

M.ö.o. sé Donald Trump að skaða sína stefnu hvað Norður Kóreu varðar.

 

Vandamálið sem gagnrýnendur átta sig ekki á, er hve veik staða Vesturvelda var gagnvart Íran!

  1. Niðurstaða samnings sýni að samningsstaðan gagnvart Íran var einfaldlega veik - þ.e. tilraunir til að stöðva prógramm Írans höfðu allar beðið skipbrot.
  2. Íran var þrátt fyrir allar þær tilraunir mjög nærri því að ráða yfir nægu magni auðgaðs úrans til að geta hafið smíði kjarnasprengju -- þ.e. úrans sprengju, en kjarnasprengju má einnig smíða með plútoni svokallaða plútonsprengju.

Málið er að Íran hafði lært af mistökum annarra, sbr. og komið mikilvægustu þáttum sinnar áætlunar fyrir í fullkomlega sprengjuheldum byrgjum - undir fjöllum Írans.
--Þ.s. líklega ekki einu sinni kjarnasprengja hefði getað grandað þeim.

Bandaríski herinn var búinn að áætla, þ.e. í tíð George Bush, hvað þyrfti til að tortíma kjarnorkuprógrammi Írana -- George Bush lét ekki til skarar skríða.
--En áætlunin gerði ráð fyrir innrás á bilinu 40-60þ. manna herliðs bandarísks er mundi taka mikilvæg svæði í Íran þ.s. mikilvægir þættir kjarnorkuáætlunarinnar væru, og eyðileggja þau mannvirki.
--Síðan mundi herinn yfirgefa Íran.

  1. Augljóslega hefði slík aðgerð mjög miklar afleiðingar - þaðan í frá. Bandaríkin væru þá stödd í stórfelldri Mið-austurlanda styrrjöld.
  2. Og ég er nokkuð viss, að Íranar mundu reynast miklu mun erfiðari andstæðingar heldur en her Saddams Hussain -- fyrir utan að Íran er mjög fjöllótt.
  • Og Íran mundi án vafa gera allt til að starta kjarnorkuprógramminu aftur í slíkri sviðsmynd, og líklega takast að smíða sprengju í formlegu stríðsástandi við Bandaríkin.
    --Vart þarf að nefna hve hættuleg staða það gæti orðið.

Niðurstaðan er m.ö.o. sú að það var hreinlega ekki mögulegt að stöðva Íran.
Þannig að það varð að reyna "Blan B" að bjóða Íran -- gulrætur til að stoppa kjarnorkuprógramm sitt.

  1. Ég hef ekki heyrt neitt það "Plan C" frá gagnrýnendum sem líklega skilaði annarri niðurstöðu en þeirri.
  2. Að Íran mundi ræsa kjarnorkuprógramm sitt að nýju og fljótlega verða kjarnorkuveldi eins og Norður Kórea.
  • Niðurstaða - að Bandaríkin væru þá stödd í tveim kjarnorkudeilum/krísum.

Það sé afar ósennilegt að Evrópa fylgi Bandaríkjunum.
Ef Bandaríkin einhliða segja samkomulaginu upp fyrir sína parta.

--Málið sé einfaldlega það að kjarnorkusamkomulagið hafi verið skársta niðurstaða í boði.
--Það hafi ekki breyst!

 

Niðurstaða

Eins og ég hef áður rökstutt, tel ég að Bandaríkin mundu tapa sjálf á uppsögn kjarnorkusamkomulagsins, þar sem að fá ef nokkur lönd mundu fylgja Bandaríkjunum að máli með slíka einhliða uppsögn. Auk þess að líkur mundu stórfellt vaxa, ekki minnka, á því að Íran mundi raunverulega láta verða af því að ljúka smíði sinnar fyrstu kjarnorkusprengju -- úran sprengju líklegast.

Íran ræður yfir eldflaugum eins og Norður Kórea, ekki alveg eins langdrægum eða fullkomnum.
En íranskar eldflaugar líklega ná um öll Mið-austurlönd, og hugsanlega jafnvel til S-Evrópu.
--Bandaríkin mundu þá einfaldlega koma sér í þá verri stöðu, að þurfa að glíma við stöðuga kjarnorkuógn fyrir sín bandalagsríki á Mið-austurlanda svæðinu.
--Möguleiki á kjarnorkustríði innan samhengis Mið-austurlanda mundi geta skapast.

Mið-austurlönd eru nægilega hættuleg fyrir - takk fyrir!
Ef bátnum er ekki ruggað gagnvart Íran - er alls ekki öruggt að Íran síðar meir láti af smíði kjarnavopna - en ég tel það nærri fullkomlega öruggt að þau drífi sig í það ef samkomulaginu væri sagt upp.

Það er ekkert sam Bandaríkin geta raunverulega gert til að hindra eða stöðva Íran.
Þannig að það ætti að blasa við öllum, að engin skynsemi sé í því að rugga þessum bát!

  • Því má síðan bæta við, að uppsögn samningsins gagnvart Íran, sé líklegt að víxlverka með neikvæðum hætti á kjarnorkukrísuna gagnvart Norður Kóreu - getur hugsanlega útilokað möguleika á samkomulagi við Norður Kóreu.
    --Þ.s. stjórnvöld þar mundi líklega draga þá ályktun af uppsögn Bandaríkjanna á samkomulaginu við Íran, þrátt fyrir að Íran standi við það samkomulag, að Bandaríkjunum sé einfaldlega ekki unnt að treysta að standa við gerða samninga.

--Þannig getur farið svo að Trump tryggi þvert á sína fyrirætlan báðar neikvæðu útkomurnar, að Íran verði kjarnorkuveldi, og að Norður Kórea nái fram sínum markmiðum einnig.
--Það fari þannig eins og Pútín sagði, að Norður Kóreumenn muni frekar bíta gras, en gefast upp.

 

Kv.


Skipulega þrengt að Kúrdum í Írak af Bagdadstjórn og Tyrklandsstjórn

Auðvelt að gleyma því þegar athygli okkar beinist að Spáni og sjálfstæðisdeilu Katalóna við stjórnina í Madríd - - að önnur og sennilega mun varasamari sjálfstæðisdeila stendur nú yfir.

En ekki fyrir löngu héldu Kúrdar í Írak atkvæðagreiðslu um sjálfstæði, virðist þátttaka hafa verið mjög almenn og stuðningur Kúrda í Írak við sjálfstæði - mjög almennur; ef unnt er að taka mark á yfirlýsingum yfirvalda í Erbil höfuðstað Kúrda í Írak.

Síðan atkvæðagreiðslan var haldin - hafa stjórnvöld í Ankara - Bagdad - Teheran, sameiginlega fordæmt sjálfstæðistilburði íraskra Kúrda.

Og stjórnirnar í Bagdad, Ankara og Teheran - hafa hafið skipulagðar aðgerðir til að þrengja efnahagslega að svæði Kúrda í Írak.

Turkey to close border gates with Northern Iraq in coordination with Baghdad, Tehran

Iraq refuses talks with Kurds unless they commit to unity

Iraqi govt says Kurds must back country's 'unity' before talks

http://3.bp.blogspot.com/-JtfzbsHrjBM/UaO57Mf8KjI/AAAAAAAAAk4/emvMilpje6k/s1600/kurdistan%20-map.jpg

Nýtt stríð innan Íraks í uppsiglingu?

Forsætisráðherra Íraks - segir það skilyrði fyrir viðræðum, að Kúrdar hætti við sjálfstæðistilburði, afhendi landamæravörslu og stjórnun svæða til íraska stjórnarhersins!

Þetta hljómar eins og úrslitakostir eða "ultimatum" - þó neitar Haider al-Abadi því, að til standi að beita stjórnarhernum gegn svæðum Kúrda.

Á sama tíma, segja Kúrdar að stjórnarherinn sé með í undirbúningi árásir á umdeild svæði sem íraskir Kúrdar hafa nú ráðið síðan 2014 - er ISIS gerði innrás í Írak; þar á meðal borgina Kirkuk.

  1. Málið er að hersveitir íraskra Kúrda, Peshmerga, hafa algera stjórn á sjálfstjórnarsvæði Kúrda -- auk svæða sem Kúrdar hertóku er upplausn skall á N-Írak 2014 við innrás ISIS.
  2. Mikilvægust er borgin Kirkuk og olíuauðug svæði í hennar nágrenni. Þau svæði tilheyra ekki - viðurkenndum landamærum sjálfstjórnarsvæðisins.
    --En Kúrdar stjórna þeim svæðum, eigi að síður í fullkominni andstöðu við stjórnvöld í Bagdad.

Það virðist afskaplega ósennilegt að Kúrdar séu tilbúnir til þess, að eftirláta stjórn þessara svæða - baráttulaust.

Á sama tíma eru tíð fundahöld milli - Tyrklands, Íraks og Írans.
Lítið sem ekkert látið uppi af stjórnvöldum þeirra landa, um þá fundi - annað en þeir fara fram.

--Stríðshætta virðist algerlega augljós.

 

Engin leið að vita styrk hers Íraks vs. styrk Peshmerga

Eins og allir ættu að vita, fór íraksher miklar ófarir fyrir ISIS 2014 - og virtist um tíma í hættu á hruni. Til þess að verjast ISIS, þurfti Bagdadstjórn að kveðja til vopna - margvíslega sjálfstæða vopnaða hópa, sem ekki tengjast hernum með beinum hætti.

Aftur á móti í dag, virðist staða stjórnarhersins mun styrkari -- í kjölfar sigra ársins á ISIS í Mosul - reyndar var sú herför í samvinnu við Peshmerga sveitir Kúrda. En síðan þá hefur stjórnarherinn, beitt sér gegn ISIS sjálfstætt og virðist íslamska ríkið ekki lengur ráða stóru byggðalagi innan Íraks.

En sveitir Kúrda í Írak, Peshmerga - eru einnig mun sterkari en áður. Bandaríkin sendu til sýrlenskra og íraskra Kúrda mikið magn vopna síðan 2014 - auk þess að hefja þá loftárásir á umráðasvæði ISIS.

--Þannig að það verður að segjast, að ég treysti mér ekki að segja - hvor herinn er sterkari.
--Peshmerga nyti þess þó að verjast á undirbúnum varnarlínum.

  1. Hið allra minnsta ætla ríkin þrjú greinilega, að efnahagslega einangra íraska Kúrda - eins og þau geta.
  2. Þar sem svæði Kúrda eru landlukt, ætti slíkt efnahagslegt bann að geta verið - áhrifaríkt.
  • En það beinir einnig sjónum að Bandaríkjunum.

Kúrdar hafa verið gagnlegir bandamenn seinni árin - eftir allt saman. Bandaríkin hafa verið með aðstöðu á Kúrdasvæðum í Írak - síðan fyrir 2000.
--Bandaríkin, ef þau vilja, geta haldið Kúrdum á floti.

En án slíks stuðnings, væri erfitt að sjá Kúrda halda velli til lengdar.
Það verður ekki síst forvitnilegt að sjá, hvað Bandaríkin gera!

 

Niðurstaða

Það er áhugaverð þessi nýja samvinna Erdogans við stjórnina í Bagdad og stjórnina í Teheran. Þó hún snúist um sameiginlegar aðgerðir gegn Kúrdum. Þá gæti það vel orðið upphaf að umfangsmeira samstarfi ríkisstjórnanna þriggja á Miðausturlandasvæðinu.

Samskipti Tyrklands og Bandaríkjanna eru nú orðin vægt sagt afskaplega stirð. Meðan að það virðist frekar en hitt fjölga ástæðum þess að þau samskipti geti frekar versnað, en batnað.
--Auðvitað, ef Bandaríkin mundu ákveða að halda Kúrdum á floti.
--Vegna þess að þeir væru svo þægilegir bandamenn.

Þá gæti það orðið síðasta hálmstráið í bandalagi Bandaríkjanna og Tyrklands, hugsanlega.
Hinn bóginn, er vafasamt að Bandaríkin hafi lengur nokkurt umtalsvert traust til stjórnvalda í Ankara - hið minnsta virðast Kúrdar sæmilega traustsins verðir.

Samskipti Bandaríkjanna og Kúrda innan Íraks, hafa samfellt gengið vel alla tíð síðan á miðjum 10. áratug 20. aldar. M.ö.o. eru þetta orðin - langtímasamskipti.
--Í ljósi vaxandi vantrausts milli Washington og Ankara.
--Getur það alveg hugsast, að Bandaríkin veðji á Kúrda.

Það eina sem unnt er að segja með vissu, að deilan milli Kúrda og nágrannalandanna er að færast á mjög áhugavert stig.

 

Kv.


Leiðtoga Katalóníu veittir úrslitakostir - 8 daga frest til að falla frá tilraunum til sjálfstæðis

Forsætisráðherra Spánar, Mariano Rajoy, hefur sett leiðtoga Katalóníu héraðs, Carles Puigdemont, upp að vegg - m.ö.o. Puigdemont hafi 5 daga til að skýra afstöðu héraðsstjórnar Katalóníu fyrir ríkisstjórn Spánar; þ.e. hvort að til staðar sé yfirlýsing um sjálfstæði eða ekki. Síðan, hafi Puigdemont 3 - daga til viðbótar til að formlega falla frá þeim áformum.
--Ella verði héraðsstjórnin sett af, ákvæði stjórnarskrár Spánar er heimilar slíkt í stórum undantekningartilvikum - virkjað.

Spain gives Catalan leader eight days to drop independence

Spanish prime minister demands clarity on Catalan independence

https://s4.reutersmedia.net/resources/r/?m=02&d=20171010&t=2&i=1204944715&r=LYNXMPED991W9&w=1280

Spænska ríkisstjórnin ætlar sem sagt ekki að bíða vikur eftir því að Puigdemont ákveði sig

  1. Mariano Rajoy skv. fréttum virðist líta á þetta sem "win win" þ.e. ef Puigdemont gefur eftir - muni héraðsstjórnin líklega falla, þegar vinstrisinnaður flokkur róttækra sjálfstæðissinna yfirgefi héraðsstjórnina.
  2. Ef Puigdemont staðfesti að gild sjálfstæðisyfirlýsing sé til staðar, verði héraðsstjórnin leyst upp og líklega handtekin.

Báðar útgáfur leiði til þess, að herra Rajoy sé laus við héraðsstjórn Carles Puigdemont.

Ef marka má fréttir, sé það síðan ætlan Rajoy að halda nýjar almennar kosningar í Katalóníu, þ.e. kjósa aftur til þings héraðsins - eftir að það núverandi hafi verið leyst upp.

Líkleg von Rajoy er sennilega sú, að niðurstaða þeirra kosninga mundi leiða fram - annan þingmeirihluta en héraðsþingsmeirihluta sjálfstæðissinna, sem hafi verið þungur ljár í þúfu upp á síðkastið.

Þ.s. að sjálfstæðismálið er mjög umdeilt innan Katalóníu - þ.e. íbúar ca. klofnir í helminga, þá er alls ekki loku fyrir skotið að Rajoy uppskeri eins og hann vonar.

  • Hinn bóginn er sú niðurstaða langt í frá gefin.
  • Það getur alveg verið, að ef aðgerðir spænskra stjórnvalda virka á íbúa héraðsins - óþarflega harkalegar; að sjálfstæðissinnar mundu fá - samúðaratkvæði.

Ríkistjórn Spánar er minnihlutastjórn hægri flokks Mariano Rajoy með hlutleysi spænskra sósíalista -- hafa þeir látið vita að þeir muni styðja Rajoy í því að leysa upp héraðsstjórnina.

Á hinn bóginn, virðist að flokkarnir séu að ræða saman um - hugsanlegar tilslakanir til Katalóníu. Ef Katalónía fellur frá sjálfstæðisáformum - það mætti hugsa sér að viðræður væru hafnar við, nýja héraðsstjórn.

Hinn bóginn hafa spænsk stjórnvöld fram að þessu ekki viljað ræða nokkrar umtalsverðar breytingar á stöðu Katalóníu innan Spánar.
--Sérstaklega ekki það að héraðið haldi eftir einhverjum umtalsverðum skatttekjum.

Ég skal ekki fullyrða að það sé óhugsandi að Madríd sé að einhverju leiti snúast hugur.

 

Niðurstaða

Erfitt að sjá hvernig sjálfstæðissinnarnir í Katalóníu geta haft betur í þessari rimmu. Carles Puigdemont, hefur sjálfsagt það val - að fara líklega í spænskt fangelsi, eða að verða líklega álitinn svikari meðal eigin fylgismanna.

Ég treysti mér ekki að giska um hvort hann velur.

Ég raun og veru stórfellt efa, að spænsk yfirvöld séu tilbúin í verulega kostnaðarsamar tilslakanir gagnvart Katalóníu. Til þess séu skatttekjurnar frá héraðinu líklega of mikilvægar fyrir stjórnina í Madríd.

Ef þau slá héraðsstjórnina af, kosningar eru haldnar - þá mun það alveg örugglega sá biturð meðal sjálfstæðisinnaðra Katalóna. Ef síðan umræddar tilslakanir virðast langt frá því sem sjálfstæðissinnar mundu geta sætt sig við.

Þá væntanlega verður núverandi krísa - einungis lota eitt. Málið alveg örugglega gjósi upp aftur síðar, líklega ekki löngu síðar - ef engin sátt næst.

 

Kv.


Leiðtogi frestar formlegri yfirlýsingu um sjálfstæði - í von um viðræður! Spönsk stjórnvöld fyrirfram hafna viðræðum, nema Katalónía falli fyrst frá áformum um sjálfstæði

Sannast sagna sé ég ekki mikinn tilgang í þessari frestan, Carles Puigdemont, leiðtoga Katalóníu -- en hann undirritaði plagg sem virðist ekki hafa verið formleg yfirlýsing um sjálfstæði - heldur einungis árétting þess að Katalónía hefði rétt á sjálfstæði.

https://s4.reutersmedia.net/resources/r/?m=02&d=20171010&t=2&i=1204944715&r=LYNXMPED991W9&w=1280

En það sé algerlega fyrirfram ljóst, að Mariano Rajoy forsætisráðherra Spánar - ætlar ekkert að ræða við Puigdemont -- nema, eins og sagt er af hálfu stjórnvalda í Madríd, að héraðsstjórn Katalóníu, fari eftir lögum Spánar.

  1. Þá er átt við, að fallið sé frá "ólöglegum áformum um sjálfstæði."
  2. Og að almenn atkvæðagreiðsla um sjálfstæði - verði líst ógild. En sú atkvæðagreiðsla var úrskurðuð áður ólögleg af Stjórnarskrár-dómstól Spánar.

M.ö.o. sé algerlega ljóst að Madríd ræðir ekki við Barcelóna, nema að héraðsstjórnin gefist fyrst að fullu upp.

Catalonia baulks at formal independence declaration to allow talks

Catalan leader steps back from immediate independence declaration

 

Málið er að sjálfstæðissinnarnir eru komnir á endastöð - annaðhvort gefast þeir upp, eða klára málið!

Það er algerlega ljóst hvað gerist ef formleg yfirlýsing um sjálfstæði berst frá Barcelona -- að þá án mikils vafa lísir Mariano Rajoy yfir neyðarástandi, og nýtir ákvæði í stjórnarskrár Spánar frá 1978 til að -- setja héraðsstjórnina án tafar af.
--Líklega yrði þá héraðsstjórnin einnig þá snarlega handtekin, og látin sæta í kjölfarið fullum refsiramma spænskra laga.
--Þing héraðsins yrði þá örugglega einnig leyst upp, hugsanlega þingmenn einnig handteknir þ.e. þeir sem hafa staðið fyrir sjálfstæðismálinu.

Madríd einfaldlega ætlar ekkert að heimila Katalóníu að slíta sig frá Spáni.
Svo einfalt sé það!

  1. Carles Puigdemont gæti hafa hikað, því honum hefur verið orðið ljóst að hann yrði handtekinn.
  2. Síðan hafa aðilar frá stofnunum ESB - hringt í hann, og sagt honum skilmerkilega að Katalónía fengi enga aðstoð frá stofnunum ESB, auk þess að ekkert aðildarland ESB mundi viðurkenna sjálfstæði Katalóníu.
  3. Því má bæta við, að tveir stórir bankar í Katalóníu hafa ákveðið að færa höfuðstöðvar sínar - til annars héraðs á Spáni. Héraðsstjórnin var undir miklum þrýstingi frá atvinnulífi héraðsins - um að falla frá áformum um sjálfstæði.

--Því má sannarlega velta upp, hvort að Carles Puigdemont hafi blikkað.
--Og að Mariano Rajoy sé þegar búinn að vinna.

Hinn bóginn, þá viðhelst á meðan -- þessi frestun Puigdemonts er í gangi, óvissuástand um það hvort af sjálfstæðisyfirlýsingunni verður fyrir rest.

Skv. fréttum ætlar spönsk stjórnvöld formlega að veita sitt svar á miðvikudag 11/10.

 

Niðurstaða

Ég sé ekki nema 2 kosti fyrir Charles Puigdemont, að standa við sjálfstæðisyfirlýsinguna eða gefast að fullu upp. En hann mun fara fullkomlega bónleiður varðandi hugsanlegar viðræður. Þar sem enginn ætlar sér að ræða við hann.

Stofnanir ESB ætlar sér ekki að skipta sér af málinu. Önnur aðildarríki ESB - ætlar sér það ekki heldur. Og ríkisstjórn Spánar segist ekkert hafa að ræða við sjálfstæðissinna í Katalóníu - nema þeir fyrst hætti við öll áform um sjálfstæði.

Ef Charles Puigdemont stendur við yfirlýsinguna - fer hann í fangelsi. Svo einfalt er það, án mikils vafa - ásamt samstarfsfólki sínu innan héraðsstjórnar Katalóníu. Það gæti hugsanlega leitt til átaka innan Katalóníu.

En mér virðist algerlega öruggt, að sjálfstæði eða verulega aukið sjálfsforræði vinnur Katalónía ekki fyrr en eftir langvarandi átök við Madríd - átök sem yrðu þá líklega blóðug. Það kostaði Baska töluverðar mannfórnir að ná því fram sem þeir á endanum náðu og tók þá langan tíma, þ.e. auknu sjálfsforræði sinna svæða, auk réttinda til að halda eftir hlutfalli af skattfé héraðsins til eigin nota.
--Spænsk stjórnvöld hafa ekki ljáð máls á sambærilegu samkomulagi fyrir Katalóníu.
--Það getur því vel farið svo, að Spánn lendi aftur í skærustríði innanlands, og að það geti staðið eins lengi og skærur baska við Madríd.

 

Kv.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Ferdam.Bandar.
  • Trump tollastrid bidstada
  • Markaðir Bandar. H

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.9.): 203
  • Sl. sólarhring: 237
  • Sl. viku: 266
  • Frá upphafi: 871349

Annað

  • Innlit í dag: 196
  • Innlit sl. viku: 248
  • Gestir í dag: 195
  • IP-tölur í dag: 191

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband