Bandaríkin gætu haft 0% hagvöxt fyrsta fjórðung þessa árs vegna lokunar Trumps á bandaríska ríkinu

Lokunin er nú orðin sú lengsta í sögunni, 25 dagar voru komnir á þriðjudag - skv. útreikningum Hvíta-hússins eftir endurskoðun, minnkar hagvöxtur Bandaríkjanna á fyrsta ársfjórðungi þessa árs um 0,13% af völdum þeirra áhrifa að 800þ. starfsmenn ríkisins eru í launa-lausu leyfi.

Þetta á hinn bóginn langt í frá telur allar hliðar-afleiðingar lokunar ríkisins.
Sem er hvers vegna einn þekktasti bankastjóri Bandaríkjanna gaf út þá aðvörun, að Bandaríkin gætu sýnt engan hagvöxt fyrsta fjórðung ársins.

Shutdown bites economy, U.S. Coast Guard as Washington talks stall

Shutdown could drive US growth to zero, warns JPMorgan chief

  1. Ein mikilvæg áhrif eru áhrif á viðskiptaferðir og ferðamennsku, inn vs. útflutning - shut down - er farið að valda því, að og fáir starfsmenn ríkisins eru nú við störf að toll-afgreiða varning inn og úr landi; og við að afgreiða fólk inn og út úr landinu.
  2. Það þíðir tafir, þ.s. þá eru færri afgreiðslur opnar - þannig farþegar mega sjá fram á afar langar biðraðir á flugvöllum, sem þíðir einnig seinkanir - líkur á að missa af flugum -- þetta getur fælt fólk frá að ferðast til Bandaríkjanna á næstunni.
    Og fyrir fyrirtæki, þíðir tafir í afgreiðslum fyrir þau - til viðbótar bætist tafir á afgreiðslu leyfa af margvíslegu tagi sem efnahagslífið þarf að fá afgreidd - að það fjölgar sífellt leiðum þ.s. lokun ríkisins leiðir til efnahagstjóns.

Ársfjórðungsvöxtur Bandaríkjanna - sjá mynd

United States GDP Growth Rate

Spurningin hefur verið, á hvern þrýstir löng lokun ríkisins?

Mig grunar að vísbendingar um hratt vaxandi slæmar efnahags-afleiðingar, setji þrýstinginn vaxandi mæli á Donald Trump sjálfan.
En Donald Trump hefur gumað af - meintum góðum efnahagsárangri.
--Það mundi ekki líta vel út, ef fyrsti fjórðungur verður núll.

Það þíðir einnig, heildar vöxtur ársins verður þá líklega minni en búist var við.
Því lengur sem lokunin stendur - ágerast afleiðingarnar frekar, meira af ríkinu þarf að loka - það dregur enn úr þjónustu þess sem það þarf að veita, þjónustu sem hagkerfið er háð.

Eins og sést á myndinni væri - 0 - töluvert hrap fyrir Trump.
En hagvöxtur á sl. ári - rauk upp eftir að aukning ríkis-útgjalda datt inn, ásamt áhrifum skattalækkunar.
--Hinn bóginn var vitað þau áhrif yrðu tímabundin, aukinn vöxtur mundi fjara út.
--En hafði verið búist við það gerðist, smám saman - ekki í einum hvelli.

Lokunin er hið minnsta orðin söguleg.
Ekkert bendir enn til þess að sættir milli aðila séu í nánd.

  • Efnahags-vísbendingar líklega gera Demókrata síður líklega en áður að gefa eftir, því þeir sennilega meta - að þrýstingur vaxi smám saman á Trump eftir því sem tjónið vex.

Ef Trump bítur í sig að halda lengi áfram enn -- gæti það virkilega orðið töluvert.
Þá gæti orðin spurning hvort Trump mundi venda um -- sætta sig við ósigur.

 

Niðurstaða

Mér hefur heyrst á tali meðal Repúblikana sem ég hef heyrt, að menn væru bjartsýnir að lokun hefði sára lítil sem engin áhrif. En hinn bóginn, hafa lokanir nær alltaf staðið stutt - sem skýri óveruleg áhrif oftast nær hingað til

Lengsta lokun áður var 21 dagur -- 26 dagar verða komnir á miðvikudag, o.s.frv.
Sættir geta verið nú síður líklegar, þegar tölur um slæmar afleiðingar og vaxandi, líklega gera Demókrata enn síður líklega til að gefa eftir.
Þ.s. þeir væntanlega taka þann pól í hæð, að það þíði þrýstingur lendi vaxandi mæli á Trump.

Mig grunar að veðmál Demókrata verði að málið skaði Trump fyrir rest.
Trump gæti þurft að gefa eftir fyrir rest, til þess einfaldlega að forða hagkerfinu frá frekara tjóni - hann þarf að horfa til kosninganna 2020, en veggurinn er ekki það eina sem skiptir máli þar um.

Ef það yrði einhver hörð efnahagsleg lending á þessu ári, sem mætti túlka Trump sjálfum að kenna, þá gæti það alveg skaðað sigurlíkur hans - ekki síður en það ef hann gefur eftir í vegg málinu, til að forða frekara tjóni á hagkerfinu af völdum lokunar ríkisins.

 

Kv.


Dagleg olíuframleiðsla Venezúela líklega niður fyrir milljón föt á þessu ári

Fyrir skömmu síðan sór Nicolas Maduro eið sem forseti landsins kjörtímabil í viðbót - á sama tíma er það stór spurning, hversu lengi getur ruglið í Venezúela undir hans stjórn gengið?

  • Eitt af því áhugaverðasta, er hrun olíuframleiðslu landsins.

Takið eftir - við valdatöku Hugo Chavez var olíuframleiðsla yfir 3 milljón fötum per dag!
Við valdatöku Nicolas Maduro, er framleiðslan hangandi í ca. 2,4 milljón fötum: VENEZUELA

En á sl. ári féll framleiðslan niður um ca. 40% frá fyrra ári - og ef hrunið heldur fram á svipuðum hraða þetta ár, fellur framleiðslan fyrirsjáanlega undir milljón föt per dag einhverntíma á þessu ári.

Inn á þetta kort vantar tölur fyrir síðasta mánuð ársins: Venezuela Crude Oil Production

Venezuela Crude Oil Production

Venezúela varð - default - eða gjaldþrota á sl. ári, en ríkisstjórnin velur samt að halda áfram að greiða tilteknum völdum kröfu-höfum, svokallað - selective default.

  1. Ríkisstjórnin fær enn einhver lán frá Rússlandi, virðist sem að Rússl. sé áhugasamt um að taka yfir stjórn olíulynda landsins - virðist mér. Sjálfsagt mundu Rússar stjórna þeim mun betur, en eftir það væri Maduro þeirra, lénsmaður - spurning hvort að Rússar hefðu nokkurn áhuga á að halda honum - jafnvel þó það væri einungis sem, puntudúkka?
    --Mér finnst vafasamt að stjórnvöld Rússl. hefðu miklar tilfinningar til landsmanna.
    --Hinn bóginn, er erfitt að sjá hvernig það mundi þó samt geta verið verra.
  2. Fyrir utan þetta, greiðir Venezúela af lánum frá Kínverjum - vill enn halda í vonina um frekari lán þaðan.
  3. Síðan er það -- fyrirtæki sem rekið er í Bandaríkjunum, Citico, sem er í eigu ríkisolíufélags Venezúela -- af skuldum þess félags þarf að greiða, annars mundi það félag vera hirt upp í skuldir.
    --Það kvá mundi vera stórt áfall, ef það félag væri hirt.

Hinn bóginn er framleiðslan í stöðugri hnignun - sú hnignun virðist hröð eins og sjá má af yfirlitsgröfum: Venezuela’s Decline From Oil Powerhouse to Poorhouse
--Ágætis grein sem ég bendi fólki á til aflesturs.

Fíflið að sverja embættiseið.

Image result for nicolas maduro

 

Maduro hækkaði samt lágmarkslaun - fljótlega eftir hann sór embættis-eið nýverið: Venezuela's Maduro hikes minimum wage as economy struggles

Þær hækkanir auðvitað hverfa á svipstundu í verðbólgubálinu, áætlað langt yfir milljón prósent.

Miðað við þekktar forsendur er erfitt að sjá hvernig stjórnin í Venezúela ætlar hreinlega að fara að því að - hreinlega hafa þetta ár af.

 

Niðurstaða

Spurning hvort maður á að gerast svo djarfur að spá hruni á þessu ári? Það blasir a.m.k. við að það sverfur mjög harkalega að og það hratt - eftir því sem olíutekjurnar minnka. Þá klárlega fækkar þeim aðilum sem ríkisstjórnin getur haldið áfram að greiða.
--Ég er ekki almennilega klár hverju Maduro hefur lofað Rússlandi fyrir nýleg lán, einhvers konar samvinnu-verkefni sem eiga að auka aftur olíuframleiðslu.
--En ég kem ekki auga á að Rússland hafi efni á því að - halda landinu á floti, heldur virðist mér mun sennilegar að Rússland sé á höttunum eftir -- auðlyndum landsins, fyrir slikk.
Auðvitað auðlyndir sem ekki eru nýttar, land sem enn hefur mesta þekkta magn olíu í jörðu - er einskis virði samt ef það er ekki nýtt.

Spurning hvað Maduro gerir eftir því sem örvænting hratt vex?
En það er algerlega augljóst, að stjórnin í Caracas veit ekki sitt rjúkandi ráð.
Ef út í það er farið, undir þeirra stjórn hefur átt sér stað mesta efnahagshrun sem sést hefur í nokkru landi þ.s. ekki hefur orðið stríð -- ætli maður verði ekki að fara svo langt aftur sem til óðaverðbólgunnar í Þýskalandi á 3. áratug 20. aldar.
--En þetta hrun er fyrir nokkru síðan farið að taka Zimbabve hruninu fram, svo þá þarf að leita lengra aftur eftir einhverju er nálgast sambærileg.

Fyrir þessu hruni er engin sjáanleg ástæða önnur - en stefna stjórnvalda er virðist eins heimskuleg og hugsast getur.
--Ég meina, önnur olíulönd hafa gengið í gegnum sömu áföll í alþjóðakerfinu - einungis Venezúela hefur fallið í slíka neyð.
**Meira að segja Nígería er í skárra ástandi, þó er þar stríð.

 

Kv.


Theresa May óttast að meirihluti breska þingsins kjósi að hætta við Brexit

Ég held þetta sé a.m.k. rétt að því leiti að slíkt sé raunhæfur möguleiki, þar sem að meirihluti þingmanna á breska þinginu eru aðildarsinnar svokallaðir og andvígir Brexit.
Hinn bóginn til þess að sá meirihluti birtist þurfa aðildarsinnar þvert á bresku stjórnmálaflokkana - að vinna saman. 

Hinn bóginn getur legið vísbending í atkvæðagreiðslu er fór fram í sl. viku, er May varð undir í atkvæðagreiðslu - að það gerðist þannig að nokkrir þingmenn Íhaldsflokksins mynduðu meirihluta í því tiltekna máli gegn stjórninni.

  1. Skv. þeirri niðurstöðu, er May þvinguð til að hafa atkvæðagreiðslu um þann samning sem hún gerði við ESB, strax nk. þriðjudag.
  2. En May ætlaði sér að bíða með það e-h töluvert lengur, þ.s. hún á von á því að samningurinn verði felldur.
  3. Þetta er svona eins og, menn vilja frekar fresta því sem lengst - er þeir bíða eftir fallöxinni.

May to warn Eurosceptics that MPs could ‘block Brexit’

Theresa May -- The prime minister will add that, based on the evidence of the last week, she now believes that MPs blocking Brexit is a more likely outcome than leaving with no deal, 

Í ræðu sinni um helgina varaði hún við því sem hún taldi stórfellt tjón á trausti almennings til lýðræðisferla. Ef þingið ákveddi að hætta við Brexit.

  1. Orð hennar lísa því greinilega að hún á frekar en hitt von á þeirri niðurstöðu, að sá meirihluti er varð til í umliðinni viku milli aðildarsinnar meðal þingsliðs Íhaldsflokksins og aðildarsinna meðal stjórnarandstöðu - - muni aftur koma fram.
  2. En þ.e. rökrétt af þeim meirihluta, ef maður gefur sér að sá hópur þingmanna sé nú ákveðinn í þessu, að fella samning May við ESB.
  3. Þ.s. að seint í nóvember á sl. ári, úrskurðaði svokallaður Evrópudómstóll, að Bretland gæti einhliða hætt við Brexit - það kæmi hinum aðildarþjóðunum ekkert við, þær hefðu ekkert um það mál að segja - það væri einungis ákvörðun Bretlands.
  4. Sá úrskurður þíðir - að meirihluti breska þingsins skv. þeim úrskurði, hefur þá vald til þess að -- pent hætta við Brexit. Aflísa því með öðrum orðum. Á undan að sjálfsögðu hafnar sá meirihluti Brexit samningi May, eftir það mundi sá meirihluti væntanlega þá standa fyrir annarri atkvæðagreiðslu innan þingsins þ.s. greitt væri atkvæða um sjálft Brexit. 
    --Skv. breskum stjórnlagahefðum er þingið fullvalda, hefð sem nær aftur til 17. aldar þegar fór fram borgarastríð milli breska þingsins og konungs, þingið vann.
    --Sigur þingsins, stjórn Oliver Cromwell, þíddi að þingið tók við fullveldinu af konungi.
    --Þessi hefð er enn sú hin sama í Breta-veldi, þannig að þ.e. þingið -ekki þjóðin- sem fer með fullveldi Bretlands, þannig að þingið má þar með - taka þessa ákvörðun.
  5. M.ö.o. er þjóðar-aktvæðagreiðslan sem slík ekki lagalega bindandi, það var einungis yfirlýsing fyrri forsætisráðherra, David Cameron - síðan Theresu May, meðan þau höfðu stuðning meirihluta þingsins fyrir þeirri afstöðu -- sem leiddi það fram þá niðurstöðu að bresk stjórnvöld töldu sig bundin af því, að fara í Brexit viðræður síðan fylgja fram þeim - sannarlega nauma þjóðarvilja er kom fram í atkvæðagreiðslunni.

Eins og hefur komið fram, hefur verið umræða um þann möguleika að halda aðra atkvæðagreiðslu meðal almennings.

Kannanir aftur á móti, gefa enga örugga vísbendingu - sýna þjóðina ca. jafn klofna.
Þannig atkvæðagreiðsla gæti farið á hvorn veg sem er.

Fyrir bragðið, hafa Brexiterar tekið þá afstöðu, að hafna slíkri atkvæðagreiðslu.
Það virðist sem að, aðildarsinnar á þinginu, séu a.m.k. sammála Brexiterum um það atriði - þ.e. að taka ekki áhættu af annarri þjóðaratkvæðagreiðslu - þess í stað virðist sem þeir sennilega ætli að taka þeir málin í sínar hendur, mynda meirihluta á þinginu gegn Brexit.

  1. Enn sem áður er mér slétt sama um það hvort Bretland hætti í ESB eða hætti við Brexit.
  2. Eina sem veldur mér vonbrigðum, er að báðar fylkingar virðast ætla að hafna annarri þjóðaratkvæðagreiðslu -- það a.m.k. hefði verið hin lýðræðislega leið.

--Í ákveðinni kaldhæðni, hefði það sennilega verið betra fyrir Brexitera að hafa tekið undir hugmyndir um aðra slíka atkvæðagreiðslu.
--En það getur vel verið að þeirra andstaða þar um, hafi styrkt aðildarsinna á þinginu í sinni afstöðu -- að frekar velja að hafna Brexit beint með beinu inngripi þingmeirihluta.

 

Niðurstaða

Töluverðar líkur virðast á að meirihluti gegn Brexit sé myndaður á breska þinginu, sem líkur séu á að taki sig til við að leiða Bretland út úr Brexit ferlinu - aftur í faðm ESB. 
Enn sem fyrr er mér persónulega slétt sama hvaða leið Bretland fer, enda ekki Breti.
Í mínum augum er það mál Breta hvað Bretland gerir, einnig hvaða stjórnmálamenn þeir kjósa.
Eina sem ég sé eftir að báðar fylkingar skuli hafa hafnað annarri þjóðaratkvæðagreiðslu.
Andstaða Brexitera við fjölda hvatninga að halda aðra slíka, getur hafa styrkt aðildarsinna á breska þinginu í því - að beita þinginu sjálfu til að hætta við Brexit.
--Ég bendi á, að ef önnur atkvæðagreiðsla hefði verið haldin, sannarlega gætu Brexiterar tapað slíkri - en þeir eiga a.m.k. ca. jafnar sigurlíkur miðað við kannanir, betri líkur en þeir virðast nú hafa á breska þinginu -- ef slík atkvæðagreiðsla hefði farið fram og farið Brexiterum í vil, hefði sennilegra verið erfiðara fyrir þingið að snúast gegn þeirri ákvörðun ef þjóðin hefði valið það sama aftur - í fullri vitneskju um það hvernig samningar við ESB hafa farið undir forsæti May.

Hvort að það rætist að það verði gríðarlegt högg fyrir breskt lýðræði, fullyrði ég ekkert.
Þjóðin er greinilega klofin ca. í jafna helminga, líklega verði þeir sem frekar vilja vera innan sambandsins ekki sérlega óánægðir -- meðan hinn hópurinn sennilega það verði.

  1. Brexiterar yrðu þá bitrir á eftir - spurning hvaða áhrif það hefur t.d. á Íhaldsflokkinn?
  2. Mundi hann klofna á eftir? M.ö.o. Brexiterar innan hans kljúfa sig frá?

 

Kv.


ESB hafnar að ræða landbúnaðarmál sem hluta viðræðna við Bandaríkin - Bandaríska þingið hafnar að veita Donald Trump auknar valdheimildir um utanríkisviðskipti

Ákvörðun ESB kemur líklega ekki á óvart, en innan Evrópu er gríðarleg andstaða meðal almennings þegar kemur að genabreyttum matvælum, og vaxandi gagnvart hormónabættu kjöti.
Þar sem að allar kornvörur frá Bandaríkjunum eru í dag framleiddar úr genabreyttu korni og auðvitað korn til sölu - auk þess að Bandaríkin fjöldaframleiða einungis hormónabætt kjöt.
--Þá var alltaf fyrirfram ljóst, að mjög einbeitt pólitísk andstaða sé innan Evrópu gagnvart öllum frekari tilslökunum gagnvart bandarískum landbúnaðarvörum.

  • Spurning hvort þetta útilokar möguleika á árangri í viðræðum ESB og ríkisstj. Bandar?

EU Trade Commissioner Cecilia Malmstrom (C), US Trade Representative Robert Lighthizer and Japanese Minister of Economy, Trade and Industry, Hiroshige Seko (L), pose for photographers prior to a trilateral trade meeting at the offices of the EU Delegation in Washington, DC, January 9, 2019. (Photo by AFP)

"EU Trade Commissioner Cecilia Malmstrom (C), US Trade Representative Robert Lighthizer and Japanese Minister of Economy, Trade and Industry, Hiroshige Seko (L), pose for photographers prior to a trilateral trade meeting at the offices of the EU Delegation in Washington, DC, January 9, 2019. (Photo by AFP)"

EU not to include agriculture in deal with US: Cecilia Malmstrom - We have made that very clear that from our side we're not going to include agriculture that has been made very clear from the beginning.

Á sama tíma hefur ríkisstjórn Bandaríkjanna - nánast lofað bandarískum bændum bættu aðgengi til útflutnings til ESB landa.

Skv. frétt hefur ESB aukið kaup á soyja baunum - en fyrir utan það virðist ekkert frekar í boði er kemur að landbúnaði.

ESB býður þó viðræður um iðnvarning - óskar eftir frekari tolla-lækkunum frá Bandaríkjunum, að tolla-lækkanir á sviði iðnvarnings á móti geti verið í boði.

__Opin spurning hvort ríkisstjórn Bandar. sættir sig við þetta.

 

Að þingið hafni því að veita Donald Trump auknar valdheimildir á sviði utanríkisviðskipta, virðist fljótt á litið - nokkur ósigur: Senate finance chair says no to giving Trump more tariff authority

Charles Grassley, an Iowa Republican: We ain’t going to give him any greater authority. We already gave him too much,

Ríkisstjórn Trumps hefur skv. frétt heimtað auknar valdheimildir - til að svara því sem ríkisstjórn Bandaríkjanna talar um sem ósanngjarnar óhefðbundnar viðskiptahamlanir - með refsitollum.

Hinn bóginn hefur mér virst túlkun ríkisstjórnar Bandaríkjanna á því hvað séu slíkir "non tariffs barriers" á köflum nýstárleg.

Hefur mér virst að munur á reglum milli landa, sé gjarnan álitinn vísvitandi viðskipta-hindranir, þó þær reglur falli innan reglusviðs Heims-viðskipta-stofnunarinnar.

Það hljómar sem ríkisstjórn Trumps hafi verið með drauma um að sækja fram á þessu ári - með nýjum kröfum og hótunum um tolla.

Hvort af verður kemur í ljós. En þingið a.m.k. segir nei að þessu sinni.

  • Eitt lítið dæmi um reglur af slíku tagi, er t.d. japönsk skilgreining á smábýlum til borgarsnatts -- þá þurfa þeir að rúmast innan tilsettra stærðartakmarkana svokallaðir K bílar og það eru einnig takmarkanir á stærð ásamt afli vélar - þá þarf viðkomandi ekki að eiga bílastæði til að fá að aka farartæki sínu um miðbæi borga.
    --Bandarískir bílaframleiðendur framleiða enga slíka bíla - þær japönsku reglur takmarka mjög japanska markaðinn fyrir bifreiðar umfram K bifreiða klassann.
    --Hinn bóginn, má hvaða framleiðandi hefja framleiðslu slíkra bifreiða og bjóða til sölu í Japan -- það sé á hinn bóginn afar ólíklegt að slíkt gerist.

Einungis japanskir framleiðendur hafa framleitt K bíla fram að þessu. Í þessu felst öflug vörn fyrir japanska framleiðendur bifreiða - hinn bóginn er landrými í Japan takmarkað, stæði í borgum vísvitandi smá til þess að einungis K bílar rúmist, eigendur stærri bifreiða þurfa að eiga stæði í borginni sem rúmar þeirra bifreið til að fá að aka innan hennar.

--Það eru tilteknar málefnalegar ástæður fyrir þessu, Japan virkilega hefur mjög takmarkað landrými - hátt hlutfall eyjanna hálendi eða fjöll, hlutfallslega lítið sléttlendi í boði.

Það síðan úir og grúir af mismunandi reglum milli landa - sem skapa kostnað fyrir sérhvern þann sem vill flytja varning milli landa, þ.s. flókið sé að uppfylla gjarnan verulega misvísandi reglur.

--Krafa ríkisstjórnar Bandar. hljómar í mín eyru sem krafa um það - að önnur lönd aðlagi sitt regluverk að regluverki Bandaríkjanna.

Það má túlka slíkt sem frekju!

 

Niðurstaða

Það hafa hingað til ekki farið miklar fregnir af samningsumleitunum ESB og ríkisstjórnar Bandaríkjanna - klárlega virðist sambandið ekki ætla að láta Bandaríkin hafa allt eftir sínu höfði. Ríkisstjórn Bandaríkjanna er virðist klárlega vonast eftir frekari opnunum fyrir bandarískan landbúnað - væntanlega verður fyrir nokkrum vonbrigðum.
--Það verður að koma í ljós síðar hver áhrif þessarar útkomu verða fyrir viðræðurnar.
--En DT getur auðvitað ákveðið að slíta þeim, og hefja aftur tollastríð.

Ég hugsa að neitun þingsins til Donalds Trumps um auknar valdheimildir á sviði utanríkisviðskipta hljóti að vera töluverð vonbrigði fyrir hann - ummæli Grassley virðast benda til óánægju meðal Repúblikana í Öldungadeild Bandaríkjaþings um tollastefnu Trumps.

Það er auðvitað meirihluti Repúblikana sem er að hafna að veita þessar auknu heimildir.
Einhver ætti að muna að Repúblikanar hafa enn meirihluta í Öldungadeild.

--Klárlega eru langt í frá allir þing-Repúblikanar í efri deild Bandar.þings Trumps menn.

 

Kv.


Spurning hvort Bandaríkin fara frá Sýrlandi eftir allt saman?

Ummæli Johns Bolton has vakið athygli, en hann sagði:

John Bolton puts brakes on Trump withdrawal from Syria

  1. Bolton - We do not think the Turks ought to undertake military action that is not fully co-ordinated with and agreed to by the United States at a minimum so they do not endanger our troops, but also so that they meet the president’s requirement that the Syrian opposition forces that have fought with us are not endangered,
  2. "Asked if that meant that the withdrawal of an estimated 2,000 US military personnel in the region would not take place until Turkey ensured the safety of Kurdish fighters, Mr Trump’s national security adviser said:" Basically, that is right.

Trump hljómaði um helgina pínu eins og hann væri að draga í land!

Donald Trump - We’re going to be removing our troops. I never said we were doing it that quickly,... 

Sem þíðir hvað???

Rétt að ryfja upp fyrri ummæli Trumps -- Donalds Trump: 

Our boys, our young women, our men — they’re all coming back, and they’re coming back now.


Skv. mínun mál-skilningi þíðir "right now" einmitt sama eða svipað og "quickly."
Þannig að skv. því virðist mér Trump klárlega orðinn tvísaga.

Talsmaður Erdogans brást við ummælum Boltons og gerði það mjög skírt að Tyrkland ætlar virkilega að ráðast fram gegn Kúrdum í Sýrlandi:

...to rescue Kurds from the tyranny and oppression of this terror group and to ensure their safety of life and property..."

En stjv. Tyrklands halda því nú fram að hersveitir Kúrda í Sýrlandi viðhaldi einhvers konar ógnarstjórn -- sem fáir utan Tyrklands kannast við. Skv. því er herförinni ætlað að bjarga Kúrdum -- þó klárlega mundi hún valda dauða mikils fjölda þeirra.

Bolton sagði samt að Bandaríkin ætluðu sér á brott í framtíðinni -:

Bolton - The timetable flows from the policy decisions that we need to implement.

Pompeo fer um Mið-Austurlönd í þessari viku, á að heimsækja bandaríska bandamenn -- og fullvissa þá að Bandaríkin standi þeim að baki.

 

Niðurstaða

Hvert nettóið af þessu er -- er ágiskun hvers og eins.
Greinilega er yfirlýst stefna enn, að blásið hafi verið til brottfarar.
En nú virðast menn farnir að segja -- brottförin verði einhverntíma.
Og meira að segja Donald Trump virðist nú segja, ekkert liggja á.
Þó hann áður hafi talað um -- strax á stundinni.

Það liggur algerlega fyrir hvað Tyrkir ætla að gera. Ég efa það breytist.
Þannig að ef núverandi afstaða er eitthvað að marka, að tryggja eigi stöðu Kúrda áður en Bandaríkin hverfa á braut -- gæti sú brottför tafist í mörg ár.

Eða Trump gæti fyrirskipað brottför strax á stundinni, eins og hann sagði um daginn.
Mér finnst stefnumörkun Washington aldrei hafa verið í eins mikilli óvissu.
Trump sjálfur virðist stöðugt skipta um skoðun, sem þíðir hann getur allt eins ákveðið það sem hann áður sagði, eða þá eitthvað eitthvað allt allt annað.
--Menn hljóta vera farnir að tala um - Trump óvissu.

 

Kv.


Donald Trump segist geta líst yfir neyðarástandi - síðan gefið forsetavaldsskipun að reisa múr á landamærum við Mexíkó

Sannast sagna er ég ekki viss að Donald Trump hafi rétt fyrir sér, þ.e. að forseti Bandaríkjanna geti látið reisa múr á landamærum við Mexíkó - án þess að Bandaríkjaþing hafi veitt til verksins fjármögnun!

  1. Höfum í huga, að stjórnarskrá Bandaríkjanna - veitir forseta Bandaríkjanna í reynd þrengri valdheimildir, en sú er ríkisstjórn Íslands t.d. hefur í samhengi Íslands.
    --M.ö.o. þá ræður þingið einnig yfir rétti ríkisvaldsins til að skuldsetja þjóðina.
    --En umræða kemur reglulega upp á Bandaríkjaþingi um svokallað skuldaþak, sem þingið þarf regulega að lyfta, svo Bandaríkjastjórn - geti slegið frekari lán.
  2. Þetta þíðir á mannamáli, eins og ég skil stjórnskipan Bandaríkjanna - sem veitir Bandaríkjaþingi hvort tveggja í senn, vald yfir réttinum til að skuldsetja þjóðina, og vald yfir fjármögnun ríkisins - en þingið þarf einnig að samþykkja veitingu fjármagns til alls þess sem ríkið vill framkvæma, þar á meðal - til greiðslu launa starfsmanna þess.
    --Að þingið gæti samtímis neitað forsetanum um að slá lán fyrir hugsanlegum vegg.
    --Og fyrir því að veita honum fjármögnun.

M.ö.o. kem ég ekki auga á það, hvað forsetinn mundi græða á því - að lísa yfir neyðarástandi.
En þingið gæti samt, neitað að veita fjármögnun - og það gæti samt neitað að veita ríkinu rétt til að fjármagna verkið, með því að gefa út skuld á ríkið.

Ef verkið er ekki fjármagnað með einhverjum hætti!
Fá væntanlega þeir sem vinna það, ekkert greitt fyrir!
--Ég hef efasemdir um að forsetinn geti skipað fólki að vinna við þetta, fyrir ekki neitt.

Trump threatens years-long government shutdown, emergency powers to build wall

Trump threatens to wield executive power to build border wall

Donald Trump - We can call a national emergency and build it very quickly and it’s another way of doing it. But if we can do it through a negotiated process, we’re giving that a shot, ... Is that a threat hanging over the Democrats? I’d never threaten anybody but I am allowed to do it.

 

Niðurstaða

Eins og ég sagði, það blasir ekki við mér að sú leið mundi virka. 
Þó hugsanlega hann geti líst yfir neyðarástandi - sé ég ekki að það mundi augljóslega þvinga þingið til að afgreiða fjármögnun fyrir verkið.
--Meðan ríkið hefur ekki afgreidd fjárlög, hefur ríkið ekki einu sinni peninga - til að greiða laun sinna starfsmanna.
--Hvernig ætlar þá DT að borga þeim fyrir verkið sem hann mundi ætla að láta vinna það?

  • En þingið getur einnig neitað ríkinu um heimild - til að slá lán fyrir kostnaðinum!
  • Hugtakið "debt ceiling" einhver hlýtur að muna eftir því.

Það áhugaverða er -- að ríkisstjórn Íslands, getur fjármagnað verkefni með svokölluðum, bráðabirgðalögum - sem þingið síðar meir þarf að samþykkja.
Hinn bóginn, hefur forseti Bandaríkjanna ekki sambærilega heimild - eftir því sem ég best veit.
--Rétt að taka fram, að tæknilega gæti ísl. þingið síðan stoppað slíkt verk.
--Ef ríkisstjórnin, hefði ekki þingmeirihluta, síðan fellt hana.
Bráðabirgðalög eru notuð þegar ríkisstjórn veit hún hefur öruggan meirihluta hvort sem er.

Fyrir utan þetta, virðist ísl. ríkið getað slegið lán - án þess að ræða það fyrst við Alþingi, m.ö.o. hér séu ekki reglulegar umræður um - skuldaþak eins og í Bandaríkjunum.

Vegna takmörkunar valdheimildar embættis forseta Bandaríkjanna kem ég ekki auga á augljósa leið fyrir DT - að láta reisa vegginn í andstöðu við þingið, jafnvel þó hann lísti yfir neyðarástandi. Blasir ekki við mér það leysti nokkuð.

 

Kv.


Trump segir lokun bandaríska ríkisins standa eins lengi og þarf - 13 dagar í lokun frá með fimmtudegi

Endurtek þ.s. ég sagði síðast, að mér er slétt sama hvaða innflytjenda-stefnu Bandaríkin fylgja, og að auki hvort Bandaríkin verja milljörðum dollara til að reisa öflugari landamæragirðingar en áður, eins og Trump heimtar.
--Trump heimtar 5 milljarða dollara til þess að hefja byggingu þeirrar landamæragirðingar sem hann lofaði kjósendum sínum 2016 -- þekki ekki hvort þ.e. rétt, en Demókratar segja raunverulegan kostnað 23 milljarða dollara, 5 milljarðar sem DT talar um sé - einungis til að hefja verkið.
--Hinn bóginn er það gjarnan klassískur þáttur í slíkum deilum, hver kostnaður raunverulega er. Þeir sem eru á móti, nefna gjarnan hærri tölur en þeir sem vilja reisa e-h tiltekið.

 

Lengsta lokunin á bandaríska ríkinu var í tíð Bill Clinton - 21 dagur!

Trump pushes for border wall money as top lawmakers receive briefing

Democrats hatch plan to end shutdown and corner Trump

Demókratar ætla sér ekki að gefa eftir tommu.
Forsetinn segist ekki ætla sér það heldur.
--Demókratar voru að taka formlega við stjórn Fulltrúadeildar.

Þeir ætla sér að samþykkja frumvarp sem gerir ekki ráð fyrir fjármögnun-arkröfu forsetans.
Það virðist ljóst, að meirihluti Repúblikana í Öldungadeild, muni fella það frumvarp.
--Sem þíðir þá, að væntanlega er það þá sent aftur til baka til Fulltrúadeildar.

  1. Spurningin er hversu langan tíma þetta tekur.
  2. Því mér er það ekki augljóst - að Demókratar eða forsetinn, meti það skv. sínum hagsmunum að gefa eftir.

--Ef hvorugur það vill, heldur deilan einfaldlega áfram.

Deildir Bandaríkjaþings geta endurtekið sent frumvörp fram og til baka, ef þeim sýnist svo.

Impact on U.S. government widens on 12th day of shutdown

Það sem gerist á meðan hjá bandaríska ríkinu - að allt að 800þ. starfsmenn, annað af tvennu eru í launalausu leyfi - eða þurfa að vinna án launa, þ.s. þeir eru metnir of mikilvægir.
--T.d. starfsmenn við landamæra-eftirlit og þeir sem sinna eftirliti á hafinu.
--Sem verða þá að vinna án kaups.

Þeir sem þurfa að vinna auðvitað fá auðvitað greitt alltaf á endanum - bankar þekkja þetta vandamál, og líklega veita fólki aukna heimild. Það er að sjálfsögðu ekki án kostnaðar.
--Hinn bóginn, fyrir þá flesta sem ekki eru metnir þetta mikilvægir, þá er þetta að sjálfsögðu óþægileg blóðtaka - m.ö.o. fá auðvitað ekki laun fyrir launalaust leyfi

Síðan auðvitað er margvísleg þjónusta er ríkið veitir í lágmarki. 

  1. Hinn bóginn, ágerast lokanirnar smám saman - eftir því sem það fé sem lausafé ríkisins skreppur saman.
  2. Á enda, fer það að hafa tilfinnanleg áhrif fyrir almenning.

Hingað til hefur þetta alltaf sloppið fyrir horn - þannig séð, að almenningur hefur ekki mikið orðið þessa var, að þjónusta ríkisins sé í lágmarki um stuttan tíma.

Hinn bóginn, má vera að núverandi lokun verði að öðruvísi atburði en hingað til.
Enda virðist, gagnkvæm andúð - meiri ef e-h er, en áður. 
--Þó hún hafi virst ærin áður, virðist mér gjáin milli fylkinga innan Bandaríkjanna, aldrei hafa verið víðari en nú.

  • Þess vegna er alveg hugsanlegt að þessi lokun verði að sögulegum atburði.
  • Að hún rjúfi metið frá tíð Clintons.

Eða kannski gefur einhver eftir -- treysti mér ekki til að giska hvor aðila.

Möguleiki er alveg til staðar ef almenningur fer að verða fyrir tilfinnanlegum áhrifum - t.d. ef elli- og örorkubætur berast ekki, að upp spretti mótmæli.
En hvort þau mundu mótmæla forsetanum, eða þing-demókrötum mundi á þá eftir að koma í ljós.
Hugsanlega gætu báðar fylkingar staðið fyrir slíkum sennum, fólki hugsanlega orðið heitt í hamsi á götum Washington.
--Hvort dramað rís það hátt kemur allt í ljós síðar.

 

Niðurstaða

Ég bý ekki í Bandaríkjunum, þannig að þessi deila um landamærin þar - snertir mig nákvæmlega ekki neitt. Mér er þannig séð einnig sama, hvernig bandaríska þjóðin er samsett, þ.e. hvort hún er meir enskumælandi eða hvort spænska smám saman taki yfir - eins og sumir óttast.
--Hinn bóginn skilst mér, að fleiri innflytjendur komi til Bandaríkjanna frá Asíulöndum - en frá S-Ameríku. Hinn bóginn, að innflytjendur frá Asíu séu yfirleitt menntaðri síður fátækir.

Samsetning bandarísku þjóðarinnar sé að breytast, en akkúrat hvernig sé enginn fasti.
Hinn bóginn eru Bandaríkin mikilvæg, stórar pólitískar deilur þar geta haft áhrif út fyrir landamæri þeirra.

Það sé því full ástæða að fylgjast með.

 

Kv.


Nærri 40% verðfall á olíu - ein af stóru sögunum við árslok -- Trump virðist hafa sannað að enginn hefur hugmynd hvað hann mun gera

Olía hrapaði niður í á bilinu 53-57 dollara per fatið seint í desember, verulegt hrap miðað við október þegar olía fór hæst í rúmlega 80 dollara.

  1. Trump virðist valda þessu að einhverju verulegu leiti, m.ö.o. ákvörðun ríkisstjórnar hans -- að veita verulegar undanþágur til kaupa á olíu frá Íran.
    --Sem þíddi, að aðgerðir gegn Íran - fóru ekki eins langt og Trump hafði áður talað um.
  2. Rússland og Saudi-Arabía, bættu við sína framleiðslu. 
    --Virtust reikna með því að Íran mundi verða ítt af mörkuðum.
    --Þannig, að meiri írönsk olía til staðar - hafi leitt fram, offramboð.
  • Síðan virðist bætast við, áhyggjur af stöðu efnahagsmála í Bandaríkjunum, þ.e. á mörkuðum - þ.s. verulegur fjöldi fyrirtækja hefur birt lakari afkomu en áður var reiknað með.
    --Lakari væntingar um efnahagshorfur -- leiða einnig til lækkana olíuverðs.
    --Þ.s. þá vænta menn minni eftirspurnar.
  • En, flestir verðbréfa-markaðir sáu miklar lækkanir um svipað leiti, og olíuverð fór einnig lækkandi.

Einhverju leiti virðast ákvarðanir Trump sjálfs - skapa þá óvissu sem markaðir óttast.
Og að einhverju leiti, virðist hann bera ábyrgð á - lakari afkomu nokkurs fjölda fyrirtækja.
--M.ö.o. viðskipta-stríðs ákvarðanir teknar fyrr á þessu ári.

  • Ofan í allt þetta, má vera að spili einhverja rullu - deilan um vegginn svokallaða, en ríkisstjórn Bandaríkjanna er - eina ferðina enn í sokölluðu stoppi, ef það stendur nægilega lengi; fer það að valda efnahagslegu tjóni.
    --Rétt að benda á, að þann 28/12sl. hótaði Trump að loka landamærum við Mexíkó, sem ef af yrði -- leiddi til stórfellds efnahagstjóns.

Í Twítum þann dag, hraunaði hann einnig yfir -- glænýjan NAFTA samning, sem hans ríkisstjórn var þá nýlega búin að ganga frá, og Trump hafði sjálfur áður lofað sem frábæran.
--Trump m.ö.o. með óútreiknanlegri hegðan, sé einhver verulegur hluti þess óvissu-ástands, sem sé að skapa lækkana-trend nýlega á mörkuðum.

Sjá mína síðustu færslu: Trump virðist hóta að fórna NAFTA samkomulaginu - ef hann fær ekki vegginn sinn

 

Erfitt að sjá hvert nettóið af þessu er?

Lægra olíuverð er í raun, gott fyrir bandarískan efnahag - fyrir efnahag bandarískra heimila. 
Hinn bóginn, hafa viðskipta-stríða ákvarðanir Trumps leitt til lakari horfa hjá fjölda fyrirtækja, sem hafa líst yfir - samdrætti í fjárfestingum innan Bandaríkjanna, og ákveðið sum hver auk þess að segja upp fólki.

  • Af hverju erfitt er að sjá nettóið - þ.s. jákvæðir/neikvæðir þættir takast á.

Flestir spá hægari hagvexti í Bandaríkjunum nk. ár.
Líkur virðast að olíuverð fari e-h upp aftur, a.m.k e-h.
--Þ.s. fyrirhugaður samdráttur Rússlands og Saudi-Arabíu á framleiðslu líklega dettur inn.

  1. Hinn bóginn, gæti DT - aftur heimilað undanþágur fyrir íranska olíu.
  2. Rétt að muna, að með því að senda herlið heim frá Sýrlandi - virðist DT um margt kollvarpa áður yfirlýstri stefnu - að þrengja að Íran.
    --Þ.s. Íran á þá Sýrland allt, ef Bandar. fara heim - við gerum ráð fyrir að Erdogan sprengi Kúrdahéröð í Sýrlandi síðan í spað, aðgerð er virðist með heimild Írans. Ég reikna þá með að Tyrkland síðan fari með her sinn, Íran taki yfir.
    --Þó einhverjar liðssveitir Sýrlands mundu líklega sjást þar í kjölfarið, nafni til færi svæðið undir Sýrland -- virðist ríkisstj. Sýrlands í dag 100% íranskur leppur.
    --Með fjölmennan íranskan her í landinu, getur það ekki verið með öðrum hætti.
  • Ákvarðanir Trumps - að kveða lið sitt heim frá Sýrlandi - loka ríkisstjórn sinni í annarri vegg deilu - hótun um að sprengja upp nýgerðan NAFTA samning.
    --Sína hve fullkomlega DT virðist óútreiknanlegur.

Það þíðir, að maður hefur í reynd ekki hugmynd -- hvað hann meinar með nokkru sem hann segir -- eins og hann hafi í reynd enga stefnu.
Einungis viðbrögð!

Hann hefur samt tiltekna hópa þeirra atkvæði hann virðist vonast eftir 2020.
--Eiginlega virðist eina leiðin til að lesa í einhvern hugsanlegan tilgang með ákvörðunum.
--Birtast í því, hvaða af hans stuðningsmanna-hópum hefur verið að toga í hann, í það skiptið.

  • M.ö.o. er ég að segja Bandaríkin í reynd líta út sem, stefnulaust rek-ald undir hans stjórn.
  • Meðan, ákvarðanir Trumps - virðst fyrst og fremst, lísa viðbrögðum við því - hvaða stuðningsmanna-hópur togar í spottann í það skiptið.

M.ö.o. hann virðist geta umhverfst á nóinu.
Hent því sem hann áður var að plana - fyrir borð.
--Ef einhver hans stuðningsmanna-hópa, þrýsta á hann.

  1. Þar sem stuðningsmenn hans er - samsetning fjölda - eins máls hópa, þ.e. hópa með einungis eitt málefni hver um sig sem þeir horfa á umfram öll önnur.
  2. Þá virðist það leiða fram þessi öfgakenndu viðbrögð Trumps.

M.ö.o. að geta hraunað yfir NAFTA 28/12 -- einungis mánuði eftir að nýr NAFTA samningur hafði verið dásamaður sem frábær.

Og að henda að því er virðist frá sér -- sverfa að Íran stefnunni, til þess að senda heim 2000 hermenn, án þess að það í reynd líklega spari nokkurn verulegan pening; vegna þess að það hljómar vel í augum - eins stuðningsmanna-hópsins.
--Sem þíðir ekki, að hann geti ekki umpólað aftur í samhengi Mið-Austurlanda, þ.s. eftir allt á hann einnig stuðningsmannahópa sem hata Íran í því samhengi umfram allt annað.
--Eins og þetta snúist einungis um, hvaða hópur togar fastast í spottann í það skiptið.

  1. Vegna þess að svo virðist að engin takmörk séu á hverju DT gæti dottið í hug næst að henda út í hafs-auga, þá ætti að geta skilist -- af hverju svokölluð Trump óvissa getur verið orðin að efnahagsvandamáli.
  2. En óvissa þíðir, fjárfestar halda að sér höndum með fjárfestingar.
    --Fyrirtæki einfaldlega vita ekki hvert ástand mála verður nk. ár, eða nk. 4 eftir 2020 ef Trump nær aftur kjöri.
    --Þá gæti Trump óvissan leitt fram hægt en örugglega staðandi hagkerfi.

Trump gæti þess vegna dottið í hug - að gera kjósendahóp einangrunar-sinna góðan á nk. ári, hefja þar með aftur -- viðskiptastríð t.d. við ESB.

--Trump gjarnan stærir sig af því að óvissa sé góð, en þegar viðkomandi er forseti -- þá hefur óvissa þau áhrif að aðrir verða óvissir.

 

Niðurstaða

Trump virðist hafa sannað á þessu ári - að ekki nokkur maður hefur hina minnstu hugmynd hvað hann mun gera. Það virðast nær engin takmörk fyrir því, hvaða - u-beygjur hann sé fær um. 
Mér virðist flest benda til þess nú -- að Trump hafi í reynd enga stefnu.
Aðgerðir lýsi viðbrögðum hans við því, hvaða stuðningsmannahópur togar í hann fastar í það skiptið - þess vegna geti hann umhverfst á nóinu, ef stuðningsmannahóp mislíkar eitthvað.

--Þessi hegðan skapar eðlilega mikla óvissu um stefnu Bandaríkjanna.
--Sú óvissa auðvitað skilar sér til markaða, vegna þess að ákvarðanir ríkisstjórnar Bandaríkjanna hafa mikil áhrif.

Þegar enginn getur reiknað þær út í nokkru - þá rökrétt halda menn að sér höndum með fjárfestingar.
Þetta þíðir væntanlega einnig, að enginn getur reiknað út olíuverð.
Eða hvort Trump mun hjóla í Íran þ.s. töluverður hópur Íran hatara eru meðal stuðningsmanna DT - eða hvort jafnvel Íran verður hans besti vinur, eftir allt saman - virðist hann ætla að gefa Sýrland allt til Írans, ókeypis gjöf.

Hvort viðskiptastríð hefjast að nýju, mundi þá líklega snúast um það - hvort sá stuðningsmannahópur sem styður þess lags aðgerðir, verður fær um að beita DT auknum þrýstingi umfram aðra stuðningsmannahópa.

  • Bandaríkin m.ö.o. virðast í reynd rekald undir DT.

Hinn bóginn, virðist sennilegt að sjálf óvissan fari að skaða bandarískan efnahag á næstunni.

 

Kv.


Trump virðist hóta að fórna NAFTA samkomulaginu - ef hann fær ekki vegginn sinn

Donald Trump sagði það nýja samkomulag um NAFTA sem hann sjálfur gerði fyrr á þessu ári -- frábært, en nú lýsir hann því með töluvert öðrum hætti; og að auki skil ég ekki orð hans með öðrum hætti en þeim, að hann hóti nú að fórna því.

Sjá nýjustu Tweet Trumps:

Donald J. Trump account @realDonaldTrump We will be forced to close the Southern Border entirely if the Obstructionist Democrats do not give us the money to finish the Wall & also change the ridiculous immigration laws that our Country is saddled with. Hard to believe there was a Congress & President who would approve! 4:16 AM - 28 Dec 2018

Donald J. Trump @realDonaldTrump ....The United States looses soooo much money on Trade with Mexico under NAFTA, over 75 Billion Dollars a year (not including Drug Money which would be many times that amount), that I would consider closing the Southern Border a “profit making operation.” We build a Wall or..... 4:42 AM - 28 Dec 2018

En nú allt í einu talar hann um nýja samkomulagið - í sama dúr og hann ræddi um samkomulagið sem áður var í gildi -- eins og hann hafi hreinlega steingleymt að hann er nýlega búinn að ganga frá nýju samkomulagi.

Hann talaði í svipuðum dúr um gamla NAFTA samkomulagið, færum störfin heim.
En nýja samkomulagið átti einmitt að vera svo miklu betra, eins og hann sjálfur sagði frá!
--Mér finnst Trump hreinlega tala eins og hann hafi steingleymt því að hans ríkisstjórn sé búin að ganga frá nýju samkomulagi.
--Þannig að þetta virðist mér ekki líta vel út fyrir karlinn - eiginlega hljóma í mín eyru sem, elliglöp eða "dementia" -- eða karlinn hafi verið drukkinn við tölvuna.

Sannast sagna get ég ekki ímyndað mér aðra útkomu, en DT tapi harkalega á þessari hótun.
En drjúgur meirihluti Repúblikana-þingmanna styður samkomulagið við Mexíkó og Kanada.

  1. Þessi viðbrögð DT gætu leitt fram það að Repúblikana-þingmenn og þingmenn Demókrata, nái saman - 2/3 meirihluta eins og gerðist á sl. ári er sambærileg deila um vegginn fór fram, og bandaríska ríkið var þá einnig í svokölluðu - stoppi.
  2. Síðan, gæti það gerst - af ef DT reyndi að loka landamærunum, að þingið tæki völdin af forsetanum - með lagasetningu, þá meina í um það tiltekna atriði.
    --En þingið á sl. ári setti lög þ.s. þingið tók yfir ákvarðanatökuvald um refsiaðgerðir á Rússland.
    --Í þeirri ákvörðun gæti falist fordæmi, ef DT reyndi að loka landamærunum.
    --Og þannig setja sennilega yfir milljón störf innan Bandaríkjanna í hættu.

En málið er að hagkerfi Mexíkó og Bandar. - virka sem ein heild.
Þú getur ekki lokað landamærunum, án stórtjóns beggja vegna.
Vegna þess að fyrirtæki treysta á að fá varning afhentan á réttum tíma, hvort sem á við frá Bandar. eða frá Mexíkó, gjarnan er hluti framleiðslu beggja vegna landamæra - meðan að lokafrágangur vöru á endanlegt form getur verið hvoru megin sem er við þau.
--Fullt af starfsemi mundi líklega þurfa að loka á meðan slík lokun væri í gangi.

 

Annað atriði en mjög mikilvægt

  • Ímyndum okkur að hann virkilega gerði þetta!
  • Mundi nokkurt ríki þaðan í frá treysta sér til að semja um nokkurn skapaðan hlut við DT?

Ég meina, ef hann hendir frá sér umsömdum samningi eftir mánuð, vegna innanlands-deilu? Hver þaðan í frá gæti þá treyst honum til að standa við nokkurn skapaðan hlut? Hvaða tilgangur væri þá að semja við hann - yfir höfuð.
--Sjáið þið virkilega ekki hvað hann getur verið að skemma gríðarlega mikið fyrir sér?

 

Niðurstaða

Hreinlega velti fyrir mér hvort karlinn hafði fengið sér neðan í því áður en hann skrifaði Twítin seint á aðfararnótt föstudags. En í ljósi þess að hans ríkisstjórn gekk frá nýjum NAFTA samningi fyrir skömmu síðan - sem þá var sagður svo miklu betri en sá fyrri. Þá kemur mér ofangreind Twít karlsins í brúnni á Hvíta-húsinu þannig fyrir sjónir, eins og hann hafi ekki munað þá stundina, að hann var nýlega búinn að ganga frá nýjum NAFTA samningi.

Ég sé þá tvo möguleika -- hann var drukkinn, eða - elliglöp "dementia" ásökunin sé sönn.
Ef hann heldur áfram að tala í þessum dúr, þá auðvitað - kemur vart "drukkinn" lengur til greina.
--En hvernig getur sami samningur verið frábær fyrir tveim mánuðum - en hræðilegur tveim mánuðum síðar, án þess að nokkuð hafi breyst? Annað en hann á í nýrri pólitískri deilu?

Ef hann reynir að loka landamærunum - varpa nýgerðum NAFTA samningnum fyrir róða, vegna deilunnar um vegginn; þá grunar mig að þingið taki af honum völdin í málinu - og líklega að auki að þingmenn semji sín á milli um fjárlög.
--En við þær aðstæður að nýr þetta mikilvægur viðskiptasamningur væri lagður undir af hálfu Trumps, grunar mig að útkoman yrði aftur samkomulag þingmanna er hefði 2/3 meirihluta.

--Fyrir utan að ef þetta virkilega gerðist, mundi það líklega eyðileggja alla möguleika DT til að gera milliríkjasamninga við önnur lönd.
--Ég meina, hver gæti treyst því að hann stæði við nokkurn samning? Það mundi líklega enginn treysta sér til að semja við Bandaríkin meðan hann væri forseti - um nokkurn skapaðan hlut.
--Þannig væri hann að skemma hreint ótrúlega mikið fyrir sér sjálfum!

 

Kv.


Í annað sinn sem forseti, velur Donald Trump frekar að loka bandaríska ríkinu, en að samþykkja ný fjárlög án fjármögnunar á landamæraveggnum hans

Eitt af því allra sérstakasta við nálgun Donalds Trumps - er hvernig hann virðist leitast við að beita "government shutdown" sem svipu á bandaríska þingið.
--Lokatilraun til að leysa deiluna fyrir jól rann út í sandinn sl. föstudag.
--Er því ljóst að bandaríska alríkið hefur í annað sinn síðan Donald Trump varð forseti, farið í svokallað "shut down" út af deilu um sama atriðið - þ.e. fjármögnun fyrir landamæravegginn hans trumps.

Skv. embættismönnum í Hvíta-húsinu, gæti lokunin staðið fram yfir áramót: Top Trump aide says government shutdown may go into New Year.

It’s very possible this shutdown will go beyond (December) the 28th and into the new Congress, - I don’t think things are going to move very quickly here for the next few days -- sagði Mick Mulvaney.

  1. Rétt að ryfja upp hvernig sama deila fór fyrir ári - þá lauk deilunni með samþykki fjárlaga sem ekki fólu í sér fjármögnun á landamæraveggnum við Mexíkó, og Donald Trump skrifaði undir.
  2. Það gerði hann undir þeirri þvingan, að þingið hafði náð 2/3 meirihluta - þrátt fyrir að þá hafi Repúblikanar ráðið báðum þingdeildum.
    --Ef einhver er að segja þetta sé bara út af Demókrötum, þá eru sterkar vísbendingar uppi - að þingið sjálft geti náð saman um fjárlög, án veggjarins -- eins og síðast.
    --Greinilega er fjöldi Repúblikanaþingmanna ekki talsmenn veggjarins.

 

Röð Twíta í desember um Vegginn frá Trump:

Donald J. TrumpV@realDonaldTrump - We would save Billions of Dollars if the Democrats would give us the votes to build the Wall. Either way, people will NOT be allowed into our Country illegally! We will close the entire Southern Border if necessary. Also, STOP THE DRUGS!

 
Donald J. Trump@realDonaldTrump Could somebody please explain to the Democrats (we need their votes) that our Country losses 250 Billion Dollars a year on illegal immigration, not including the terrible drug flow. Top Border Security, including a Wall, is $25 Billion. Pays for itself in two months. Get it done!
 
Donald J. Trump @realDonaldTrump Arizona, together with our Military and Border Patrol, is bracing for a massive surge at a NON-WALLED area. WE WILL NOT LET THEM THROUGH. Big danger. Nancy and Chuck must approve Boarder Security and the Wall!
 
 
Despite the large Caravans that WERE forming and heading to our Country, people have not been able to get through our newly built Walls, makeshift Walls & Fences, or Border Patrol Officers & Military. They are now staying in Mexico or going back to their original countries.......
 
.....Ice, Border Patrol and our Military have done a FANTASTIC job of securing our Southern Border. A Great Wall would be, however, a far easier & less expensive solution. We have already built large new sections & fully renovated others, making them like new. The Democrats,.....
 
.....I look forward to my meeting with Chuck Schumer & Nancy Pelosi. In 2006, Democrats voted for a Wall, and they were right to do so. Today, they no longer want Border Security. They will fight it at all cost, and Nancy must get votes for Speaker. But the Wall will get built...
 
....People do not yet realize how much of the Wall, including really effective renovation, has already been built. If the Democrats do not give us the votes to secure our Country, the Military will build the remaining sections of the Wall. They know how important it is!
--Ég velti fyrir mér hvor DT er að draga í land með þessu tali.
--En þær landamæragirðingar sem fyrir eru, eru ekki beint þ.s. hann hefur verið að tala fyrir.
Ef girðingar eru orðnar að vegg -- hver er þá þörfin fyrir vegg? Ef veggur er þegar til staðar?
 
Donald J. Trump @realDonaldTrump The Democrats and President Obama gave Iran 150 Billion Dollars and got nothing, but they can’t give 5 Billion Dollars for National Security and a Wall?
 
Anytime you hear a Democrat saying that you can have good Border Security without a Wall, write them off as just another politician following the party line. Time for us to save billions of dollars a year and have, at the same time, far greater safety and control!
 
Illegal immigration costs the United States more than 200 Billion Dollars a year. How was this allowed to happen?
 
The Democrats, are saying loud and clear that they do not want to build a Concrete Wall - but we are not building a Concrete Wall, we are building artistically designed steel slats, so that you can easily see through it....
 
....It will be beautiful and, at the same time, give our Country the security that our citizens deserve. It will go up fast and save us BILLIONS of dollars a month once completed!
--Eins og DT er háttur er þessi fullyrðing í engu útskýrð.
--Veggur greinilega stoppar ekki að fólk komi löglega til Bandar. sem ferðamenn, en skili sér síðan ekki út á flugvöll er flogið skal til baka - þetta skilst mér að sé algengasta leiðin.
--Síðan stórfellt efa ég að öflugra "border fence" hafi nokkur veruleg áhrif á eiturlyfjasmygl sem sé þrautskipulagður iðnaður -- sömu hópar geta smyglað fólki með notkun sambærilegra smygl-leiða.
 
Donald J. Trump @realDonaldTrump ....This will keep our communities safer, and provide hope and a second chance, to those who earn it. In addition to everything else, billions of dollars will be saved. I look forward to signing this into law!
 
In our Country, so much money has been poured down the drain, for so many years, but when it comes to Border Security and the Military, the Democrats fight to the death. We won on the Military, which is being completely rebuilt. One way or the other, we will win on the Wall!
 
Mexico is paying (indirectly) for the Wall through the new USMCA, the replacement for NAFTA! Far more money coming to the U.S. Because of the tremendous dangers at the Border, including large scale criminal and drug inflow, the United States Military will build the Wall!
 
The Democrats, who know Steel Slats (Wall) are necessary for Border Security, are putting politics over Country. What they are just beginning to realize is that I will not sign any of their legislation, including infrastructure, unless it has perfect Border Security. U.S.A. WINS!
 
With so much talk about the Wall, people are losing sight of the great job being done on our Southern Border by Border Patrol, ICE and our great Military. Remember the Caravans? Well, they didn’t get through and none are forming or on their way. Border is tight. Fake News silent!
 
Thank you to our GREAT Republican Members of Congress for your VOTE to fund Border Security and the Wall. The final numbers were 217-185 and many have said that the enthusiasm was greater than they have ever seen before. So proud of you all. Now on to the Senate!
 
Soon to be Speaker Nancy Pelosi said, last week live from the Oval Office, that the Republicans didn’t have the votes for Border Security. Today the House Republicans voted and won, 217-185. Nancy does not have to apologize. All I want is GREAT BORDER SECURITY!
 
Senator Mitch McConnell should fight for the Wall and Border Security as hard as he fought for anything. He will need Democrat votes, but as shown in the House, good things happen. If enough Dems don’t vote, it will be a Democrat Shutdown! House Republicans were great yesterday!
 
The Democrats are trying to belittle the concept of a Wall, calling it old fashioned. The fact is there is nothing else’s that will work, and that has been true for thousands of years. It’s like the wheel, there is nothing better. I know tech better than anyone, & technology.....
 
.....on a Border is only effective in conjunction with a Wall. Properly designed and built Walls work, and the Democrats are lying when they say they don’t. In Israel the Wall is 99.9% successful. Will not be any different on our Southern Border! Hundreds of $Billions saved!
 
The Democrats, whose votes we need in the Senate, will probably vote against Border Security and the Wall even though they know it is DESPERATELY NEEDED. If the Dems vote no, there will be a shutdown that will last for a very long time. People don’t want Open Borders and Crime!
 
House Republican Vote, 217-185.
 
Shutdown today if Democrats do not vote for Border Security!
 
The Democrats now own the shutdown!
 
A design of our Steel Slat Barrier which is totally effective while at the same time beautiful!

 
 
I am in the White House, working hard. News reports concerning the Shutdown and Syria are mostly FAKE. We are negotiating with the Democrats on desperately needed Border Security (Gangs, Drugs, Human Trafficking & more) but it could be a long stay. On Syria, we were originally...
 
 
The crisis of illegal activity at our Southern Border is real and will not stop until we build a great Steel Barrier or Wall. Let work begin!
 
I won an election, said to be one of the greatest of all time, based on getting out of endless & costly foreign wars & also based on Strong Borders which will keep our Country safe. We fight for the borders of other countries, but we won’t fight for the borders of our own!
 
Senate adjourns until December 27th.
 
Donald J. Trump @realDonaldTrump The only way to stop drugs, gangs, human trafficking, criminal elements and much else from coming into our Country is with a Wall or Barrier. Drones and all of the rest are wonderful and lots of fun, but it is only a good old fashioned Wall that works!
 
The most important way to stop gangs, drugs, human trafficking and massive crime is at our Southern Border. We need Border Security, and as EVERYONE knows, you can’t have Border Security without a Wall. The Drones & Technology are just bells and whistles. Safety for America!
 
Virtually every Democrat we are dealing with today strongly supported a Border Wall or Fence. It was only when I made it an important part of my campaign, because people and drugs were pouring into our Country unchecked, that they turned against it. Desperately needed!
 
 
 
 
 
 
 
 

 
 
 
....I am a Tariff Man. When people or countries come in to raid the great wealth of our Nation, I want them to pay for the privilege of doing so. It will always be the best way to max out our economic power. We are right now taking in $billions in Tariffs. MAKE AMERICA RICH AGAIN
 
 
The idea of a European Military didn’t work out too well in W.W. I or 2. But the U.S. was there for you, and always will be. All we ask is that you pay your fair share of NATO. Germany is paying 1% while the U.S. pays 4.3% of a much larger GDP - to protect Europe. Fairness!
--Þarna ber DT saman eppli og appelsínur, þ.s. mjög lítll hluti hernaðarútgjalda Bandar. fer til Evrópu -- sbr. Bandar. hafa 64þ. hermenn í Evr. -- meðan heildarfjöldi herliðs Bandar. er vel yfir milljón.
--Það sem er dýrast, eru 11 flugmóðurskip plús ógrynni fylgdarskipa, það er ekkert sérstakt sem bendir til þess að Bandar. mundu leggja þau af - þó þau drægu alla sína 64þ. liðsmenn frá Evr.
--Það er einnig afar ósennilegt að einhver verulegur peningur sparaðist, þ.e. í Bandar. þyrfti einnig að greiða þeim laun - veita þeim húsaskjól - þjálfunaraðstöðu, greiða laun, afla þeim vopna o.s.frv.
--DT hefur verið bent á að í nokkrum tilvikum borga aðildarlöndin uppihald þeirra herstöðva sem Bandaríkin fá afnot af.
--En þrátt fyrir tilraunir til útskýringar -- talar DT endurtekið eins og, gervallt herlið Bandar. hafi þann eina tilgang að verja Evr. - þó meginhluti herliðs Bandar. sé annars staðar, megnið langar leiðir frá Evrópu.
  1. Vandamálið við málflutning DT -- að enginn hefur í reynd hugmynd um hvað hann akkúrat er að biðja um -- en mundu Bandar. í raun vera sátt við það, ef í ímynduðum heimi, Evr. mundi koma sér upp sambærilega sterkum her og Bandar. - það ásamt flugmóðurskipadeildum; en það þíddi að Evrópa væri þá einnig, risaveldi?
  2. Evr. væri þá "rival power." Það er innan þess tæknilega mögulega, en ef Evr. ætti að verja 4,3% fjárlaga til hermála, þá mundi það skila herafla á stærð við herafla Bandar. Þ.s. heildarhagkerfi Evrópu er sambærilegt að umfangi við hagkerfi Bandar.
__Það þarf vart að taka fram, að það var enginn - sameiginlegur herafli Evr. í Seinna-stríði.
 
Donald J. Trump@realDonaldTrump The Trump Administration has accomplished more than any other U.S. Administration in its first two (not even) years of existence, & we are having a great time doing it! All of this despite the Fake News Media, which has gone totally out of its mind-truly the Enemy of the People!
  
 
To those few Senators who think I don’t like or appreciate being allied with other countries, they are wrong, I DO. What I don’t like, however, is when many of these same countries take advantage of their friendship with the United States, both in Military Protection and Trade...
 
....We are substantially subsidizing the Militaries of many VERY rich countries all over the world, while at the same time these countries take total advantage of the U.S., and our TAXPAYERS, on Trade. General Mattis did not see this as a problem. I DO, and it is being fixed!
 
AMERICA IS RESPECTED AGAIN!
 
 
Það verður áhugavert að fylgjast með pólitíska dramanu í Washington sem líklega nær fram á nýárið - spurning hver í einhverjum skilningi vinnur þann slag. En aftur eins og á sl. ári heimtar DT 5 milljarða dollara til þess að setja upp vegg eða landamæragirðingu.
Nú lítur þetta meir út fyrir að vera girðing -- sbr. mynd að ofan sem DT sjálfur póstaði inn á netið undir einu af hans Twítum.
--Persónulega er mér slétt sama hvort Bandaríkin verja 5 milljörðum til þess að bæta við landamæragirðingar.
 
Hinn bóginn, stórfellt efa ég persónulega að þær hafi nokkur veruleg áhrif á skipulagt smygl. Sem sé gríðarlega fjársterk iðja, vegna þess hve mikill gróði sé í því að smygla eitri til kaupenda innan Bandaríkjanna -- sömu aðilar gjarnan einnig smygla fólki sem aukabúgrein.
 
Það fer ekki endilega gegnum girðingar, heldur allt eins með bifreiðum - sem orði kveðnu flytja varning milli Bandar. og Mexíkó, en þ.e. gríðarleg traffík per dag.
 
Og ekki má gleyma þeim sem koma löglega til Bandar. með flugi - en kjósa að verða eftir, verða ólöglegir um leið og "tourist visa" rennur út.
-------------------
Eins og fram kemur í Twítum -- álítur DT sig mesta forseta í sögu Bandaríkjanna, a.m.k. fyrstu 2 árin -- þar um eru örugglega deildar meiningar. Og hann þakkar sér eitt og annað, sem hann kom hvergi nálægt -- sbr. minnkun flóttamannastraums til Evr. Varðandi ISIS, þá var fylgt aðgerðaáætlun sem hafin var í tíð Obama - hélt síðan áfram óhindrað. Og DT hefur nú ákveðið að binda á formlegan endi -- í andstöðu við vilja Pentagon, sbr. afsögn varnarmálaráðherra í kjölfar ákvörðunar.
--Til staðar er Twít sem ég birti ekki þ.s. DT segir Erodgan hafa lofað að ganga milli bols og höfuðs á því sem eftir sé af ISIS innan Sýrlands - ef rétt, þá þíðir það væntanlega að hernaðaraðgerð Tyrkja framundan er heldur betur umsvifamikil.
  • Árásir Tyrklandshers á Kúrda hefjast líklega fljótlega á nýárinu. Það er hvað ákvörðun DT er gagnrýnd fyrir, að veita Erdogan í reynd skotleyfi á Kúrda -- sem voru í þjónustu Bandar. í 3 ár sem byssufóður við það að berja á ISIS, en eru nú yfirgefnir - líklega til að vera strádrepnir.

Það sem er kannski merkilegast, er tal hans um bandamenn Bandaríkjanna - að þeir séu ekki að verja nægu fé til hermála -- notaði DT 4,3% af fjárlögum til hermála í Bandar. sem sönnun.
Hinn bóginn, blasir ekki við mér akkúrat hvað DT vill - en ef Evr. verði sambærilegu fé, væri Evr. risaveldi á við Bandaríkin í hermálum. Mundu Bandar. í raun vilja það?

--Kannski er merkilegast Twítið þ.s. DT kallar sjálfan sig "tariff man."

Kannski felst í því besta vísbendingin um framtíðina.
Að á nk. ári, fari hann af auknum krafti í að þrýsta á bandalagslönd Bandar.
Nú um stundir virðist vopnahlé í viðskiptaátökum við Kína.
Kannski benda þessi Twít til þess að vænta megi aukinnar áherslu á viðskiptaátök við bandalagsríki Bandaríkjanna á útmánuðum nk. ár.

Gleðileg jól!

 

Kv.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Ferdam.Bandar.
  • Trump tollastrid bidstada
  • Markaðir Bandar. H

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (10.9.): 1
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 385
  • Frá upphafi: 871073

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 352
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband