15.8.2013 | 22:00
Geta vesturlanda til að hafa áhrif á atburðarásina í Miðausturlöndum virðist hverfandi
Það sem ef til vill er áhugaverðast við atburðarás undanfarinna vikna er að Evrópa og Bandaríkin virðast nær engin áhrif hafa á rás atburða. En skv. Reuters hafa Arabaríkin á Persaflóasvæðinu lofað Abdel Fattah al-Sisi hershöfðingja, manninum sem fer með öll raunveruleg völd í Egyptalandi þessa stundina - - hvorki meira né minna en 12ma.$ efnahagsaðstoð fyrir að hafa velt um koll ríkisstjórn Bræðralags Múslima.
Þannig að þó svo að Obama mundi hætta 1,5ma.$ hernaðaraðstoð, mundi það nær engu máli skipta.
Ég held að þetta segi eitthvað um það, hverjir það eru sem ráða för - - en hin ofsalega auðugu olíuríku furstadæmi við Persaflóa eru að ausa peningum hægri og vinstri.
Fyrir utan að því er virðist - að fjármagna gagnbyltingu hersins í Egyptalandi, fjármagna þau skæruliðastríð gegn ríkisstjórn Asads í Sýrlandi.
Og að auki virðist sem að þau séu farin að fjármagna andstöðu súnní múslíma innan Íraks, en skv. fréttum létu yfir 1000 manns lífið í Írak í júlí sl. eða föstumánuðinum Ramadan.
En meðan að olíuríku furstadæmin - berjast í annan stað gegn lýðræðisvakningunni sem tengd var svokölluðu "arabísku sumri" þá samtímis eiga þau í mjög hörðu leynistríði við Íran.
Sem teygir sig um nær öll Miðausturlönd, með hápunkt þessa stundina í Sýrlandi þ.s. Persaflóaarabarnir og Íran styðja sitt hvora fylkinguna - - að endurræsa borgarastríðið í Írak væri þá aðgerð í því samhengi þ.e. til að veikja stöðu Írans. En núverandi stjórn meirihluta shíta í Írak fylgir Íran að málum og fregnir hafa borist af því að róttækir íraskir shítar séu farnir að streyma til Sýrlands til að berjast við hlið sýrlenskra stjv. gegn sýrlenskum súnnítum. Krókur á móti bragði á aröbunum við flóann er þá að fjármagna nýja uppreisn súnníta í Írak - til að stöðva það flæði shíta til Sýrlands.
Reuters - Powerless West gropes for way to sway Egypt
CNN - Bombings, bloodshed mar end of Ramadan in Iraq
Staðan gæti orðið svo slæm að það verði 4 borgarastríð samtímis!
Það er erfitt að ímynda sér annað en að mannfall annaðhvort yfir 500 eða yfir 1000 - eftir því hvort maður miðar v. tölur herstjórnarinnar í Egyptalandi eða Bræðralags Múslíma; leiði til alvarlegra átaka milli stjórnvalda og hins mikla fjölda landsmanna sem taka íslam alvarlega.
Miðað við talsmenn stjórnvalda, sem tala á þá lund að atburðir undanfarinna daga hafi sannað að Bræðralag Múslíma séu hryðjuverkasamtök - - sem þíðir að stjórnin er að lýsa milljónir Egypta sem eru meðlimir Bræðralagsins hryðjuverkamenn; þá virðist fátt benda til þess að stjórnin hætti á næstunni aðgerðum beint að því að lama sem mest hún má starfsemi þess.
Á sama tíma, eru meðlimir samtakanna í sárum og reiðin skiljanlega mjög mikil, og líkindi þess að átök harðni stig af stigi - virðast yfirgnæfandi.
Með öðrum orðum, virðist flest benda til hraðrar stigmögnunar í átt að fullu borgarastríði.
Og það verður svakalega hræðilegt, því þetta er fjölmennasta landið á ölu svæðinu með 84 milljón íbúa, svo við erum að tala um flóttamannavanda sem getur fljótt orðið margfaldur á við flóttamannavandann út af stríðinu í Sýrlandi.
En þaðan hafa þegar um milljón manns flúið til nágrannalanda - - það gætu hæglega 4 - 5 - 6 milljónir eða jafnvel 10 milljónir flosnað upp og flúið til nágrannalanda Egyptalands.
Og þ.e. ekki neitt - virkilega ekki neitt, sem vesturlönd geta gert annað en að horfa á með skelfingu.
-------------------------------------------
4. borgarastríðið sem stór hætta er á, er Líbanon en aðstoð Hesbollah samtaka líbanskra shíta við Sýrlandsher innan Sýrlands, hefur æst upp hatur milli hópa innan Líbanon en þar eru bæði kristnir og súnníta múslímar einnig fjölmennir.
Átök geta gosið upp þá og þegar.
Ég gæti vel trúað flóa aröbunum til að fjármagna andstæðinga Hesbollah innan Líbanon.
- Með öðrum orðum - - ástandið í Miðausturlöndum.
- Gæti orðið eins slæmt og í Afríku sunnanverðri í kalda stríðinu þegar það voru borgarastríð samtímis í Angóla, Simbabve, Mósambík og Namibíu - - milljónir létust allt í allt í þeim átökum.
Niðurstaða
Það virðist virkilega vera fjandinn laus í Miðausturlöndum. Það eina sem vantar er stríð milli herja einstakra landa. Ég á ekki von á því endilega. En kalda stríðið milli Írans og Persa-flóa Arabanna virðist háð af í engu minna miskunnarleysi en kalda stríðið milli Bandaríkjanna og Sovétríkjanna - sem beittu fyrir sig hópum innan fjölda þjóða þ.s. voru háð borgarastríð. Þau stóðu yfir samfellt þangað til að Kaldastríðið hætti - þ.e. bæði í Afríku og Mið Ameríku. En það merkilega er að öll þau stríð hættu eftir að Kaldastríðinu lauk og það voru ekki lengur utanaðkomandi aðilar til staðar til að fjármagna þau stríð og senda stríðandi fylkingum vopn.
Flóa Arabarnir virðast einnig hafa ákveðið að fjármagna gagnbyltingu egypska hersins. En þeim er í nöp við lýðræðisskipulag en þeim löndum er öllum stjórnað af einvalds furstum eða kóngum, mjög gamaldags þannig séð. En þær valdaættir ætla sér að halda í völdin.
Á meðan virðast vesturlönd þar á meðal Bandaríkin, komin í hlutverk áhrifalítilla áhorfenda.
En meðan að þorstinn í olíu heldur áfram, hafa flóa Arabarnir næga peninga - - og það hafa Íranir einnig.
Fátt bendir til að sú peningalind þverri í bráð.
Þessi átök geta því staðið lengi - kannski eins lengi og Kaldastríðið.
Fórnarlömb verða fjölmörg, hundruð þúsundir alveg pottþétt - kannski milljónir. Flóttamannavandi hrikalegur í stíl við mannfallið.
Heilu kynslóðirnar geta alist upp í flóttamannabúðum, og það nánast eina sem vesturlönd líklega geta gert, er að undirbúa sig fyrir þann flóttamannavanda.
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt 17.8.2013 kl. 00:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (25)
14.8.2013 | 19:46
Mældur hagvöxtur á evrusvæði á 2. ársfjórðungi 2013
Þetta er skv. bráðabirgðaniðurstöðu sjá - Euro area and EU27 GDP both up by 0.3% - en þ.s. ekki síst vekur athygli við þessa útkomu, er að hún virðist neyslutengd. En sem dæmi var mældur vöxtur í Frakklandi 0,3% en á sama tíma var mældur samdráttur í iðnframleiðslu 1,5% skv - Industrial production up by 0.7% in euro area - í Þýskalandi var mældur hagvöxtur 0,7% meðan sveiflan í iðnframleiðslu var 2,5% upp á við. En skv. fréttum virðist það vera vegna aukinnar eftirspurnar innan Þýskalands sjálfs, ekki sé aukning í úflutningi þess í stað smávegis samdráttur í honum. Þetta er rakið til aukins kaupmáttar almennings í Þýskalandi vegna launahækkana fyrr á árinu og minnkunar atvinnuleysis.
- Það má jafnvel vera að uppsveiflan í neyslu innan Þýskalands skýri algerlega þessa litlu hagsveiflu sem mælist núna.
- En Þjóðverjar geta hafa farið í auknum mæli í sumarfrí í Frakklandi í ár, fyrir utan að auka einnig neyslu heima fyrir.
- Það mælist minnkun í samdrætti og aukning í útflutningi landa eins og Ítalíu - Spánar og Portúgals; sem má hugsanlega skýra af aukningu á sölu framleiddra vína til Þýskalands.
Þetta er auðvitað tilgáta - - en sveiflan er ekki stór heilt yfir litið.
Hún virðist einkum geisla út frá stærsta hagkerfinu Þýskalandi þ.s. hún er "neysludrifin."
Önnur svæði í heiminum hafa almennt ekki verið að auðsýna aukinn hagvöxt þessa mánuði eða aukna eftirspurn, þannig að þessi sveifla virðist ekki tengjast - aukinni eftirspurn frá löndum utan við ESB.
Það má auðvitað spyrja sig - hversu langvæn slík sveifla getur verið?
En þ.e. áhugavert hve vel tímasett hún er - - mánuð áður en þingkosningar fara fram í Þýskalandi?
Getur verið að það sé - tilviljun?
Der Spiegel - Is Europe Finally Coming Out of Recession?
WSJ - Germany Drives Jump In Output in Euro Zone
Reuters - Germany, France haul euro zone out of recession
Reuters - Germany, France haul euro zone out of recession
FT - Berlin and Brussels credit fiscal discipline and reform for eurozone recovery
Menn fagna í Brussel!
Rétt samt að halda til haga að samanburður á 2. fjórðungi 2013 og 2. fjórðungi 2012 leiðir fram að samdráttur milli áranna er 0,7% á evrusvæði. Og ég stórfellt efa að framhald verði á þessum hagvexti - um langa hríð eftir að þingkosningar fara fram í Þýskalandi. En aukning neyslu þ.s. hún virðist ekki drifin af neinu öðru en aukningu kaupmáttar vegna launahækkana fyrr í ár, ætti að fjara út smám saman - þannig að ef ekkert fleira kemur til ætti evrusvæði að snúa aftur við til samdráttar fyrir árslok.
En ekkert sérstakt bendir til þess - - nema að Angela Merkel heimili frekari launahækkanir innan Þýskalands.
En mig grunar að við séum að sjá kosningavíxil hennar - - og meira verði ekki í boði eftir kosningar.
Ef við höfum Frakkland í huga, í ljósi samdráttar í iðnframleiðslu á sama tímabili - - sem er í reynd ekki svo ýkja lítill samtímis því að nýfjárfesting mælist einnig þar í samdrætti. Er erfitt að sjá að þar verði frekara framhald af aukningu neyslu, sem hlýtur að hafa verið töluverð til að skila nettó hagvexti þrátt fyrir hinar samdráttartölurnar. Það getur hafa verið afskaplega góð ferðamannavertíð í sumar.
Ef það var málið ætti það sjást fljótlega af tölum haustsins að þá fjari neysla aftur út, ef samdráttur í iðnaðargeiranum þá heldur áfram af sama dampi - - ætti Frakkland að leita aftur í samdrátt.
Þannig, að fjarandi smám saman neyslu-aukning í Þýskalandi á sama tíma, ætti þá að þíða að mældi vöxturinn fjari aftur út á evrusvæði - - Þýskaland þarf líklega ekki nema að leita aftur þá í ca. stöðnun til að mældur samdráttur nettó yfir allt evrusvæði snúi þá til baka.
Niðurstaða
Það kemur í ljós hvort grunur minn er réttur. En vel tímasettar launahækkanir í Þýskalandi virðast eftir því sem ég best fær séð, vera að búa til skammtíma viðsnúning á evrusvæði. Skammtíma vegna þess að ef ekkert frekar kemur til að skapa aukningu. Þá fjarar sá vöxtur út að nýju og vel getur verið að samdráttur verði aftur á lokamánuðum ársins.
En þ.e. ekki að sjá að vöxturinn hafi marga aðra drifkrafta, þ.s. eftirspurn að utan virðist ekki vera að baki þessu, þ.e. útflutningur er annaðhvort í stöðnun eða smávegis samdrætti til landa út fyrir sambandið. Á sama tíma er gríðarlegt atvinnuleysi áfram sem lamandi hönd á neyslu almennings í fjölda aðildarlanda.
En þessi vel tímasetti fyrir Merkel hagvöxtur, gæti dugað henni til að ná endurkjöri í september.
Kv.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 15.8.2013 kl. 16:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
13.8.2013 | 22:52
Er hættulegt að selja Íslandsbanka til kínverskra aðila?
Set þessa spurningu fram m.a. vegna aðvörunar erlends sérfræðings sem telur það óráðlegt að selja banka til kínverskra aðila því kínverskir aðilar hafi svo litla þekkingu á bankastarfsemi, ekki síst vegna þess að bankar í Kína séu ríkisreknir - þeirra rekstur sé ekki á eðlilegum viðskiptagrundvelli.
Varar við fjárfestingum Kínverja
Tilboð í Íslandsbanka gæti borist fyrir lok mánaðar
Kínverjar vilja kaupa Íslandsbanka
Slitastjórn Glitnis ræðir við alþjóðlega fjárfesta um kaup á Íslandsbanka
Glitnir in Talks With Offshore Investors on Islandsbanki Sale
Spurning hvaða sjónarmið eiga að ráða?
"Slitastjórn Glitnis greindi frá því í lok síðustu viku að nokkrir aðilar hefðu sýnt áhuga á að kaupa hlut í bankanum. Þar er meðal annars að ræða aðila frá Asíu, Bandaríkjunum og Norðurlöndunum. "
"Ekki er á þessu stigi hægt að fullyrða að þessar viðræður leiði til þess að formlegt tilboð verði lagt fram af hálfu tiltekins hóps fjárfesta, né tiltaka á hvaða verði hugsanleg viðskipti með hluti í Íslandsbanka gætu átt sér stað."
- Það er vel hugsanlegt að einungis komi fram eitt tilboð í Íslandsbanka.
- Þó fleiri aðilar hafi rætt við slitastjórn.
Ef það kemur inn kaupfé - þá vonast slitastjórnin eftir því kemur fram í fréttum, að Seðlabankinn veiti undanþágu til að fram fari nauðasamningar "Glitnis" við kröfuhafa - og síðan greiðslur þess fjármagns sem þeir fá í hendur.
Nýtt fjármagn ætti a.m.k. að auðvelda að unnt verði að koma því máli frá, fækka útistandandi vandamálum um eitt.
Spurning hvort það séu nægilega mikilvægir hagsmunir að koma því máli frá, til þess að það sé þess virði að selja til kínv. aðila.
Þrátt fyrir aðvaranir Robert Blohm.
Robert Blohm - "Blohm telur tilgang Kínverjanna með hugsanlegum kaupum á Íslandsbanka, að geta lánað öðrum Kínverjum til ýmissa verkefna, hvort sem er hér á landi eða annars staðar í Evrópu. "
- Það er líklega rétt hjá honum, að lánastefna Íslandsbanka yrði líklega mjög vinsamleg hagsmunum kínv. fjárfesta, sem áhuga hefðu hugsanlega á að fjárfesta hérlendis.
- Þannig séð er það - innlegg í umræðuna þess efnis, hvort við viljum kínv. fjárfesta yfirhöfuð.
- Ef svarið er já, hvort það sé þá ekki í fínasta lagi, að einn viðskiptabanki hér hefði greinilega - trygg viðskiptasambönd innan Kína?
En það yrði örugglega til þess að hvetja fleiri kínverska aðila til að koma hingað með sitt fé - ef af sölu yrði á Íslandsbanka til kínv. aðila.
Ekki má gleyma því að Ísland á sl. kjörtímabili - - gerði gjaldeyrisskiptasamning við Kína.
Þannig að hér er unnt að nálgast með beinum hætti kínv. gjaldeyri, og fá krónum skipt í hann og öfugt.
Ísland þarf á frekari nýfjárfestingum að halda, og við getum ekki gert ráð fyrir því, að erlendir aðilar séu að keppa um hylli okkar í hrönnum - - auðvitað getur meira legið að baki áhuga Kínverja en einungis fjárfesting.
Þ.e. alltaf möguleiki að kínv. stjv. séu á laun með alla stjórn á málum.
Þó það sé alls ekki endilega víst að svo sé.
Kínv. aðildar eru í dag í mikilli útrás víða um heim, þ.e. ekki endilega undarlegt að einhverjir þeirra líti hingað, miðað við fjöldann.
Niðurstaða
Að sinni tek ég ekki formlega afstöðu. Ætla að hugsa málið. Fylgjast með fréttum. Fá frekari upplýsingar. En ég fagna öllum innleggjum - sérstaklega þeirra sem telja sig hafa þekkingu á málinu.
Kv.
12.8.2013 | 11:18
Hagvöxtur í Japan undir væntingum!
Það er áhugavert að veita Japan eftirtekt, vegna ákveðinnar efnahagslegrar tilraunar sem þar er í gangi síðan í febrúar sl. En þá hóf Japansbanki prentunaraðgerð sem ætlað er að 2-falda peningamagn í umferð á kjörtímabili núverandi ríkisstjórnar. Tilgangur að auka verðbólgu í 2%. En lengst af síðan Japan lenti í kreppu veturinn 1989 og fram á þetta ár, hefur verið mun minni verðbólga en 2% - mörg af þeim árum, verðhjöðnun.
Eins og þekkt er - í verðhjöðnun þá verða peningar verðmeiri á morgun en í dag, jafnvel þó þú eigir þá á bók sem ber 0% vexti, þá færðu töluverða ávöxtun á Það eitt - að halda í peninginn.
Á sama tíma, er líklegt að verð eigna verði minna á morgun, og vöruverð almennt að auki.
Þannig að slíkt ástand hefur bælandi áhrif á fjárfestingu - að auki á neyslu.
Því á hagvöxt - - kenning núverandi stjórnenda Japansbanka og nýrrar ríkisstjórnar er sú, að með því að auka verðbólgu i 2%. Þá umpólist afstaða þeirra sem eiga peninga innan hagkerfisins.
Í stað þess að varðveita þá á bók, verði hagstæðara að verja þeim til einhvers - - þ.e. kaup á eignum, hlutabréfum, eða varningi.
Japansbanki sem hluta af aðgerðaplani sínu, kaupir ekki einungis bréf ríkisins heldur einnig hlutabréf - til að stuðla að hækkun hlutabréfaverðs og húsnæðisbréf þ.e. útgefin af fasteignafélögum til að keyra upp virði eigna.
Tilgangur að snúa við þeirri sýn að verðin verði lægri á morgun - heldur skapa þá að þau verði hærri á morgun.
- Þetta hefur af árinu hækkað mjög mikið virði hluta á japanska markaðinum. En það virðist að væntingastýring Japansbanka sé að skila sér í auknum fjárfestingum í hlutabréfum.
- Að auki hefur neysla aukist töluvert þ.s. af er ári, þ.e. meir á þessu ári en nokkur ár t.d. sl. áratugar.
- Til viðbótar lækkaði töluvert gengi jensins þegar prentun hófst.
Þróun gengi jensins gagvart dollar í 1. ár: Historical Rates
Þróun yfir 5 ára tímabil - sýnir aðeins aðra mynd, að jenið er ekki endilega sögulega lágt.
10. ára kort sýnir þetta ennþá betur!
Ef maður tekur það alla leið til 1990 - sést þetta enn betur!
Jenið er kannski að nálgast - meðalgengi undanfarinna 10 ára. En enn í hærri kantinum.
Sennilega vill Japansbanki og japönsk stjórnvöld, koma því a.m.k. niður í það meðalgengi.
Þegar dæmið er sett í víðara samhengi, verður þróun þessa árs töluvert minna dramatísk.
Þarna er þetta reyndar einungis skoðað dollar vs. yen, í þessu kemur líklega fram - lágvaxtastefna bandaríska seðlabankans eiginlega samfellt megnið af því tímabili.
Ef kort yfir gengi geng jens vs. evru frá 2000 er skoðað, er jenið skv. því ekki enn komið í neina sögulega lægð, frekar nærri "miðgildi."
Hver var þá mældur hagvöxtur í Japan sem er undir væntingum?
Disappointing GDP growth revives Japan sales tax debate
2,6% á 2. ársfjórðungi vs. 3,8% á 1. fjórðungi skv. endurskoðuðum tölum fyrir það tímabil.
Þetta er samt mun betra en var árið á undan, en japanska hagkerfið var statt í algerri stöðnun jafnvel vægum samdrætti, eftir áfallið mikla í Jarðskjálftanum risastóra ásamt flóðbylgju er skók Japan um árið.
Og þetta er einnig betra en þ.s. hagtölur í Bandaríkjunum sýna þ.s. af er ári, þ.e. þeir náðu ekki ársfjórðungsvexti upp í 2% þ.e. 1. fjórðung 2013 1,4% og 2. fjórðung 2013 1,7%.
Það getur verið að Japan nái ársvextinum í 3%. Sem er harla gott miðað við ástandið sem verið hefur.
Sú deila sem er í Japan, snýst um það hvort ríkið á að hækka "söluskatt" - já söluskatt, ekki virðisaukaskatt sbr.
"The sales tax is scheduled to rise from 5 to 8 per cent next April, the first move in a two-step increase that is to take it to 10 per cent by October 2015."
Rifrildið snýr að áhrifum á hagvöxt, en síðast þegar söluskattur var hækkaður, þá tapaði japanska ríkið á því.
"But the last time Japan raised the tax, known as the consumption tax, in 1997, a recession followed and government revenues ended up falling, making the debt problem worse."
Á hinn bóginn - - getur vel verið óhætt að framkvæma þessa hækkun í ár.
Höfum í huga að þessi söluskattur er miklu mun lægri, en virðisaukaskatturinn sem er hér á landi.
Það sem vekur áhyggjur er - að þó svo að neysla hafi aukist þ.s. af er ári, og þó svo að verðlag hlutabréfa hafi stórhækkað; er ekki að sjá enn -- aukna fjárfestingu.
"But business investment, a crucial element for any sustained recovery that has been largely missing in the Abenomics boom so far, continued to shrink, albeit at a milder pace than in previous periods. It fell by an annualised 0.4 per cent."
Á sama tíma, var töluverð aukning í útflutningi.
"In the latest quarter, private consumption increased 3.1 per cent and the value of exports rose 12.5 per cent,..."
Það er eins og að atvinnulífið sé ekki enn sannfært, að uppsveiflan þ.s. af ári sé - komin til með að haldast.
Sem getur þítt, að aukning fjárfestinga komi síðar, en eins og fram kemur hefur þó samdráttur fjárfestinga minnkað, og var óverulegur.
Niðurstaða
Rétt að árétta að í Japan stendur yfir tilraun í hagstjórn. Sem fjöldi aðila er mjög efins um. En ég virkilega sé ekki að mögulegt sé fyrir ríkisstjórn Japans að greiða niður ca. 245% af þjóðarframleiðslu skuldir, nema að hagvöxtur sé aukinn - - stöðnun gangi alls ekki upp.
Munum einnig að japanska ríkið skuldar þetta allt í eigin gjaldmiðli, en það þíðir að ef eins og annars leit út fyrir að þær skuldir væru öldungis ósjálfbærar; þá var í farvatninu - - hrun á trausti á japanska jeninu fyrir bragðið.
Það er því órökrétt í reynd - - að gagnrýna japanska ríkið og Japansbanka fyrir aðgerðaáætlun sem ætlað er að veikja m.a. gengið, þ.s. af er ári - - er gengið einungis að nálgast meðalgengi sl. 10 ára.
Og að auki, í því efnahagshruni er hefði átt sér stað - - mundi gengi jensins hafa fallið miklu mun meir.
Verðbólga orðið mun meiri. Auðvitað hefði það fyrir rest stuðlað að efnahagsl. endurreisn Japans, þ.e. það gengisfall. Ríkið hefði samið um skuldir við aðila, líklega þvingað fram lækkanir.
En þ.e. a.m.k. hugsanlegt að með því að keyra á lækkun gengis nú, og hækkun hagvaxtar. Þá nái japanska ríkið - - vægari lendingu.
A.m.k. tilraunarinnar virði.
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.8.2013 | 13:18
Klassískt dæmi um ofskattlagningu - tap "Regnbogabarna"
Þó þetta virðist ekki risamál, þá finnst mér samt athyglisvert að borgin skuli hafa rukkað sölubás Regnbogabarna um 100þ.kr. svokallað "Aðstöðugjald" fyrir að reka sölubás í einn dag.
Regnbogabörn komu út í tapi: Gjald borgarinnar fyrir neðan allar hellur"
Stefán Karl Stefánsson - "Þetta þykir mér gersamlega fyrir neðan allar hellur. Það er alveg sjálfsagt að greiða eitthvað gjald til borgarinnar fyrir aðstöðu, rafmagn og fleira. Það sem skýtur skökku í þessu er að mánaðargjald fyrir götu- og torgsölu, frá níu á morgnanna til sex á daginn, er 20 þúsund krónur á mánuði. Fyrir þennan eina tiltekna dag er það 100 þúsund krónur. Þetta er svipað eins og ef Mál og Menning, Iða og bókabúðir í Reykjavík þyrftu að borga fjórfalt fasteignagjald yfir jólabókarflóðið - bara vegna þess að þær græða svo mikið á því,"
Stefán segir:
- Sölutekjur 130þ.kr.
- Nammi kostaði rúml. 30þ.kr.
- Leiga á söluvagni 20þ.kr.
- Aðstöðugjald til borgarinnar 100þ.kr.
- Tap 26þ.kr.
Sjálfsagt kemur einhver með þann punkt að hann hafi selt nammið í básnum gegnt of litlu verði.
Sem sjálfsagt unnt er að rökstyðja.
Á hinn bóginn virðist mér gjaldtaka borgarinnar - - langt umfram þ.s. eðlilegt getur talist.
Sérstaklega ef þ.e. rétt að mánaðargjald borgarinnar sé 20þ.kr. öllu jöfnu fyrir að reka sölubása.
Þá virðist þetta líkjast hegðan hóteleigandans, sem hækkar gjald fyrir gistingu yfir tiltekna helgi, þegar ástæða er að ætla að óvenjumargir séu staddir í borginni út af stóratburði.
Sé með öðrum orðum - > peningaplokk!
Eigendur gistihúsa eða bara eða veitingastaða hafa rétt til að gera þ.s. þeim sýnist, en það vekur athygli ef borgin er farin að haga gjaldtöku sinni með þeim hætti.
Að notfæra sér stóratburði sbr. 17. júní - Gleðigönguna - Menningarnótt.
Til að rukka mikið þá daga, því borgin veit að eftirspurn eftir aðstöðu er mun meiri þá daga en aðra daga.
Spurning hvort þeir sem stjórna borginni nú hafa velt fyrir sér áhrifum gjaldtöku á hegðan þeirra sem gjaldtakan er beind gagnvart?
Ég skal ekki neita því að borgin hefur verið í rekstrarvanda - - og þarf á fjármagni að halda.
En ef þeir sem eru að reka sölubása fá ekkert upp úr því, hætta þeir að mæta.
Eða að allt sem selt verður úr þeim básum, verðir óheyrilega dýrt!
En ef þetta er orðin stefnan um gjaldtöku á stóratburðum, þá er ekkert um annað að ræða fyrir rekstraraðila sem mæta á þá daga með sína bása, en að rukka gjaldið til almennings í gegnum söluverð.
Það hlýtur eiginlega að hafa nokkur áhrif á neytendur - - básafólk fær þá líklega yfir sig gusur ásakanir um okur.
En líklega dregur úr sölu!
- Þetta er gjarnan þ.s. er vanmetið - - áhrif gjaldtöku á hegðan.
- Þ.e. virkilega unnt að ofskattleggja, þannig að skattahækkun minnki tekjur.
Niðurstaða
Þetta er beint að Framsóknarmönnum; en undirbúningur fyrir framboð í Reykjavík mun hefjast á næstunni. Þá á málefnavinnu, og rannsókn á því - hvaða stefnumál getur verið eftirspurn eftir.
Hér getur verið komið eitt kosningamál, ef þ.e. virkilega stefna borgarinnar að rukka margfalt meir á tiltekna atburði.
En þarna virðist vegið að áhugahópum sem hefð er fyrir að mæti á fjöldasamkomur, til að safna fyrir málefni af mjög margvíslegum tagi.
Þeir selja eitt og annað á hækkuðu verði, miðað við dæmigerða sjoppudaga - hefur alltaf verið umborið. En ef þeir eiga að auki að rukka fyrir ofgjaldtöku borgarinnar. Er óvíst að umburðarlyndi borgarbúa verði það sama áfram gagnvart slíkri starfsemi. Fólki muni virðast söluverð vera okur.
Sala minnki - tekjur skreppi saman, og básafólk hætti að mæta.
Skemmtanir verði smám saman ekki svipur hjá sjón.
Kv.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
9.8.2013 | 22:34
Ætti Japan að kveikja í skuldunum sínum?
Ég les enn stundum Ambrose Evans-Pritchard, en hann fjallar reglulega um Japan og bersýnilega er hrifinn af hinum nýju stjórnvöldum og frekar "villtum" aðgerðum seðlabanka Japans. En nýjasta fyrirsögnin hans vakti nokkra undrun: Just set fire to Japan's quadrillion debt.
Það sem hann bendir á er hve hratt eign seðlabanka Japans vex á ríkisbréfum Japans, Brósi telur að nú sé "Bank of Japan" eða "BoJ" að kaupa um 70% af útgefnum ríkisbréfum.
Og síðar meir geti verið að hann kaupi alla útgáfu stjórnvalda Japans, taki með öðrum orðum japönsk ríkisbréf alfarið úr tengslum við markaðsverð.
Mynd frá BNP Paribas!
Önnur mynd frá BNP Paribas um reiknuð áhrif af verðbólgu á þróun skuldastöðu japanska ríkisins!
Margir spáðu því að þegar kaupprógramm Japansbanka hófst í upphafi ársins, myndu vaxtagjöld japanska ríkisins vaxa upp úr öllu valdi!
Um tíma virtist eitthvað vera til í þessu, þ.e. vextir á markaði fóru upp sl. vor, en síðan þá hefur markaðsverð lækkað.
Brósi vill meina að kaup Japansbanka séu slík orðin, að hann sé farinn að stýra markaðsvirði ríkisbréfa Japans.
Tilboð "BoJ" séu orðin það ríkjandi, að einkaaðilar geti ekki lengur - - eins og margir héldur fram að mundi gerast - - hækkað markaðsverð ríkisbréfa Japans.
- Eigum við ekki segja að þetta sýni hve öflugt tæki seðlabanki virkilega er - þegar ríki ákveður að beita sínum seðlabanka af krafti.
Brósi vill meina að "BoJ" muni einfaldlega - pent afskrifa þau skuldabréf sem hann kaupir, eða með öðrum orðum, þó það verði líklega ekki beint viðurkenn formlega; þá muni "BoJ" aldrei rukka ríkið um þær skuldir.
Þetta verði því að beinni fjármögnun á ríkinu með prentun.
"BoJ" muni ryksuga upp ríkisskuldir Japans og afskrifa þær eða setja í skúffu þ.s. þær verði aldrei rukkaðar.
Áhuga vekur flotauppbygging Japans, sem er farið að smíða stærri herskip!
Hyūga at sea in 2010
Type: | Helicopter carrier |
Displacement: | 13,950 tons standard; 19,000 tons full load |
Length: | 197 m (646 ft) |
Beam: | 33 m (108 ft) |
Draft: | 7 m (23 ft) |
JDS Izumo (DDH-183)
Displacement: | 19,500 tonnes empty[1] 27,000 tons full load[2] |
Length: | 248.0 m[1] |
Beam: | 38.0 m[1] |
Draft: | 7.5 m[1] |
Depth: | 23.5 m[1] |
Hyuga er skipið sem vakti athygli um daginn, meðan að Izumo er ekki enn komið í notkun, er í lokafrágangi.
Hyuga virðist mér heldur lítið til að vera "flugmóðurskip" en mér virðist Izumo vel geta dugað fyrir herþotur af smærri gerðinni, eða þær sem geta tekið sig á loft lóðrétt t.d. F35 þotur sem vitað er að Japan ætlar að kaupa, eða þá hinar eldri Harrier.
Hyuga skv. Wikipedia hlekknum er útbúið til að geta þjónað sem flaggskip flotadeildar.
Líklegt að sama standi til með hið stærra Izumo.
- En þetta er atriði sem vekur áhuga - ugg a.m.k. sumra.
- Að þetta sama ár og "BoJ" hefur hina stórfelldu prentunaraðgerð, er einnig fyrirhugað að stórefla herafla Japans.
- Japan ætlar að mæta uppbyggingu Kína á flota Kína, með sinni uppbyggingu.
Það bendir allt til þess að það stefni virkilega í kapphlaup milli þjóðanna í hernaðaruppbyggingu.
----------------------------------------
Málið er að ég er þess fullviss að þ.e. engin tilviljun að Japan setur hernaðaruppbyggingu í fluggír í ár.
Og að það sama ár, skuli Japan hefja stórfellda prentunaraðgerð.
Þ.s. hafi virkilega ítt við Japan, hafi ekki síst verið - - sú tilfinning af vaxandi ógn frá Kína.
Að ef Japan ætti að eiga möguleika, þá væri ekkert val lengur um það - að lyfta drunganum af japanska hagkerfinu sem til staðar hefur verið síðan veturinn 1989.
Og þ.e. einnig eitt af klassískum fjárfestingum ríkja fyrir prentað fé, hernaðartól og tæki. Að stækka herinn - flotann og flugherinn.
Ríkið stækkar þá sín umsvif, án þess beint að færa sig inn á svið fyrirtækja á samkeppnismarkaði.
En það kaupir þá fullt af dýrum búnaði frá hátækni-fyrirtækjum, þannig séð er það form af "stimulus" á hagkerfið, að hefja stórfellda hernaðaruppbyggingu.
Þetta var þ.s. nasistar gerðu og útrýmdu atvinnuleysi á skömmum tíma, önnur ríki neyddust síðan til þess að gera líkt - - og árin fyrir stríð, hófu öll ríkin í Evrópu meiriháttar eyðsluprógramm þ.e. hernaðaruppbyggingu.
En þ.e. að sjálfsögðu væri ekki án áhættu, ef þ.e. stefna hinnar nýju ríkisstjórnar Japans - - að ætla að gera Japan aftur að öflugu hernaðarveldi.
Á sama tíma og svo skammt undan, er annað rísandi stórveldi.
Þetta gæti farið að minna óþægilega mikið á "Bretland vs. Þýska keisaradæmið" fyrir Fyrra Stríð.
Niðurstaða
Bandaríkin á sínum tíma bundu enda á kreppuna heima fyrir er þau fóru í stríð gegn Japan. Þ.e. hugsanlegt að ríkisstjórn Japans ætli sér að beita hernaðaruppbyggingu sem "stimulus" á innlendan hátækni-iðnað. Á sama tíma, og Japan aftur rís upp sem meiriháttar herveldi. Samtímis því að Kína er í hratt vaxandi mæli að byggja sig upp sem slíkt.
Bandaríkin fjármögnuðu sín hernaðarútgjöld í Seinna Stríði stórum hluta með eigin seðlabanka sem keypti stöðugt útgefin ríkisbréf bandar. stjv.
Það getur verið að Japan ætli sér hið sama - - en án stríðs.
En hin vaxandi spenna sem hernaðarkapphlaup Kína og Japans getur skapað, gæti þó einmitt endanum skapað þann neista, sem hleypti öllu í bál. 3. Heimsstyrjöldin hæfist í Asíu.
Evrópa væri í þetta sinn - áhorfandi frekar en að vera þátttakandi.
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt 10.8.2013 kl. 16:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
9.8.2013 | 00:57
Áhugaverð greining AGS á losun hafta!
Þetta hefur þegar vakið töluverða umræður hérlendis, þ.e. eftirfarandi skjöl:
2013 ARTICLE IV CONSULTATION AND THIRD POST-PROGRAM MONITORING DISCUSSIONS
Það er skýrslan sem fjallar nánar um valin vandamál, sem hefur vakið megin umræðuna. En þar fjallar AGS um vandamál tengd losun hafta og um hugsanlegan sparnað í heilbrigðiskerfinu.
Ráðherra heilbrigðismála hefur þegar tjáð sig um það sem viðvíkur hans málaflokki. En varðandi losun hafta er ljóst - - að AGS flokkar þ.s. stórt vandamál.
"The orderly l ifting of capital controls is a major outstanding challenge for Iceland . Capital controls were introduced in 2008 in order to stabilize the exchange rate and halt a devaluation - inflation spiral with potentially devastating impact on balance sheets and growth. The controls succeeded in doing this. The challenge now is to dismantle them without triggering large and disorde rly capital outflows the very outcome that the controls were designed to prevent."
Ég held að ekki nokkur lifandi maður muni ekki samsinna því, að losun hafta sé stórt úrlausnarefni.
- Vandinn við höftin er ekki síst sá, að skaflinn aftan við stífluna sífellt stækkar.
- Nú nokkrum árum eftir að höft voru upp tekin, er skaflinn verulega stærri en þegar höftun voru upp sett.
Sjá skannamynd - gróf áætlun AGS af líklegu útflæði!
Ytri mörkin eru sögð vera á bilinu 35% - 170% af þjóðarframleiðslu þ.e. 600 - 2.900ma.kr.
Stærsta talan væri sviðsmyndin - allsherjar fjármagnsflótti. En þ.e. ekki talið sennilegt. Þó ef út í þ.e. farið sé ekki unnt með öllu útiloka slíkt, er ég samt efins að það sé líklegt.
Nema eitthvert stórt klúður komi til, sem setji allt í háa loft og skapi meiriháttar hræðslustemmingu.
Greining AGS á uppsöfnun fjármagns á vegum lífeyrissjóða er áhugaverð!
En þ.e. ekki síst - lífeyrissjóðirnir sem líklegir eru að vilja senda gríðarlegt fé úr landi.
Yfirlit AGS yfir erlendar eignir íslenskra aðila fyrir og eftir hrun!
Eðlilega snarminnkar erlend eign Íslendinga við hrunið.
AGS gerir samanburð á þróun uppsöfnunar erlendra eigna Íslendinga og íbúa Norðurlanda!
Það ætti ekki að koma okkur á óvart að þróunin á Íslandi er ekki alveg sú sama og á Norðurlöndum, en í þeim varð ekkert sambærilegt rof í þróuninni, og varð hér vegna hrunsins.
En þessi svakalega hraða eignauppsöfnun fyrir hrun eins og við þekkum var ekki sjálfbær.
AGS greinir í sundur í tegundir eigna erlendar eignir Íslendinga!
Eins og sést var uppsöfnun eigna á vegum fjármálastofnana mjög áberandi árin fram að hruni, svo er algert rof í þá uppsöfnun. Og í dag er stærsta erlenda eignasafnið á vegum lífeyrissjóða.
Stóra vandamálið - lífeyrissjóðirnir!
Ég er alveg viss að AGS er ekkert að ofáætla líklegt fjárútstreymi á vegum lífeyrissjóðanna, þ.e. að þeir eigi ca. helming af líklegu útstreymi á bilinu 600-800ma.kr.
Hafið í huga, að þetta vandamál er burtséð frá þeim vanda, að Ísland þarf að eiga gjaldeyri fyrir erlendum gjaldeyrisskuldum.
Og þ.e. augljóslega rétt, að ef höft eru losuð - þá minnka gjaldeyrissjóðir landsins mikið.
Það auðvitað hefði í för með sér a.m.k. tímabundið - - verulega gengislækkun.
Því verðbólgusprengingu - - og auðvitað að lánin hækkuðu.
Nema að, vísitalan sé fryst. Sem er fræðilega mögulegt að framkvæma, ef vilji er fyrir hendi.
---------------------------------
AGS varar við því að láta gjaldeyrisforða minnka mikið, því að skynsamt sé að þeirra mati að viðhalda nægri gjaldeyriseign til þess að landið geti alltaf átt fyrir öllum skammtímaskuldum, þess vegna leggja þeir til þess að losun hafta sé dreifð á 8 ár.
Þannig að viðhöfð verði takmörkun á útflæði - - það verði liðkað, leitast verði við að hleypa ekki meir úr landi per ár en ca. 8% af þjóðarframleiðslu af fjármagni.
Deilt á 8 ár, lauslega telja þeir að það dugi til.
Og þá sé skv. þeirra lauslega mati unnt að viðhalda gjaldeyrisforða landsins, svo að fyllsta öryggis sé gætt varðandi erlenda gjaldeyrisstöðu - meðan að skuldir landsmanna séu smám saman minnkaðar.
Þarf að íhuga gætilega hvort að virkilega sé ráðlegt - - að hleypa engu af fé lífeyrissjóða út!
Ef 100% bremsa er á lífeyrissjóði, meðan að öðrum er hleypt örar út. Þá heldur sá skafl áfram að þenjast út.
En þ.e. raunverulegur vandi að finna nægilegar eignir hér innanlands fyrir sjóðina, en man ekki nákvæmlega upphæðina, en þeir þurfa að fjárfesta árlega e-h yfir 100ma.kr.
Það getur skapað óeðlilegar verðmyndanir, ef þeirra fjármagni verður áfram haldið hér innilokuðu.
- Nema menn komi fram með einhverjar rosalega snjallar hugmyndir um hagkvæma fjárfestingu fyrir sjóðina - í millitíðinni.
- Það þurfa að vera - stórar fjárfestingar.
- Og nægilega arðbærar á sama tíma.
Ég segi ekki að ekki sé nokkur möguleiki á því, að nýta þetta innlenda fjármagn - svo gagn sé af.
Það þyrfti helst að vera atvinnuskapandi, og þá enn fremur - - líklegt að skapa útflutningstekjur.
Þó hef ég einnig heyrt hugmyndir um það, að láta sjóðina taka þátt í fjármögnun húsnæðissamvinnufyrirkomulags.
- Þannig séð er ekki gersamlega loku fyrir skotið, að í þessu fjármagni felist tækifæri.
Ólafur Margeirsson hagfræðingur stakk á nokkrum áhugaverðum hlutum!
"Innlend framleiðsla á innfluttum matvörum, t.d. ávöxtum: ríkisstjórnin ætlaði að auka matvælaframleiðslu. Það mætti skoða hvort það veiti meiri nettó gjaldeyri að nota raforkuna til að auka framleiðslu á matvöru sem annars er innflutt frekar en að selja orkuna til álvera (miðað við þá staðreynd að bein erlend fjárfesting getur auðveldlega gert viðskiptajöfnuð verri en áður til langs tíma litið væri þetta vel þess virði að skoða)."
Einn draumurinn er að hefja umsvifamikla gróðurhúsarækt - græna stóriðju.
Þetta er fræðilega fjárfesting sem fé sjóðanna getur nýst til.
"Auknar fjárfestingar hins opinbera, sérstaklega gjaldeyrisskapandi: Nokkur dæmi: uppbygging ferðamannastaða, aukinn kraftur í ferðaþjónustu og opinbert fjármagn í átök á borð við Ísland allt árið, uppbygging iðnaðar sem framleiðir dýrafóður úr fiskúrgangi sem í dag er að mestu hent (sauðfé er mjög hrifið af þessu, minnkar þörf á t.d. innflutningi á áburði til annarrar fóðurgerðar), saltframleiðsla með sjó og rafmagni (myndi það ganga?)"
Spurning hvort sjóðirnir eru til í að taka þátt í slíku líka - - en hið minnsta er þetta stækkandi grein. Og mjög víða þarf að kosta til að betrumbæta á stöðum.
Þá þarf auðvitað að bjóða einhverskonar eignarhaldsfélagi sjóðanna, að sjá um rekstur einhverra stórra staða þangað sem margir vilja koma - - og fá aðgangseyri.
En þeir þurfa þá að fá arð í einhverju formi.
"Endurbætur skattkerfisins sem miða við að draga úr neyslu- og skuldahvata sumra skatta: Augljósasta dæmið er virðisaukaskattur (heldur ætti að notast við veltuskatta). Nefna má t.d. að sumir bændur hugsa með sér að til að minnka greiddan virðisaukaskatt af sinni framleiðslu þá kaupa þeir aðföng á borð við (innfluttar) dráttarvélar og tæki. Hvatinn er að aðkeypt tæki veita innskatt á móti útskattinum sem þeir þurfa annars að borga. Önnur fyrirtæki standa frammi fyrir svipuðum hvata. Ef einfaldur veltuskatur væri tekinn upp myndi þessi hvati til að kaupa aukin aðföng, sem oft eru innflutt, hverfa. Í staðinn fyrir að kaupa eitthvað nýtt væri meiri áhersla á viðhald. Skattlagning hagnaðar eftir fjármagnsliði er líka hvati til þess að notast meira við lánsfé heldur en eigið fé til að fjármagna fyrirtæki. En of miklar skuldir gera fyrirtækið opnara fyrir áföllum á borð við tekjumissi eða hækkun vaxta. Þessu þyrfti að breyta: skatturinn ætti að vera óháður fjármagnsliðum á borð við vaxtakostnað. Breyting/afnám virðisaukaskatts væri gjaldeyrisskapandi, breyting á skattlagningu fyrirtækja myndi ýta undir stöðugleika fjármálakerfisins og auðvelda fyrirtækjum að standa af sér hugsanleg áföll þegar höft væru afnumin. Mun minna væri af ónýtum lánum í bankakerfinu (e. non-performing loans) sem myndi hjálpa bönkunum þegar kæmi að afnámi hafta."
Þetta kemur reyndar ekki við nýtingu fjármagns sjóðanna.
En þetta eru mjög góðar ábendingar frá Ólafi Margeirss. hagfræðingi.
"Stýrivextir lækkaðir, lánakvótar settir á: Seðlabankinn lækkar stýrivexti í 1-2% og notar í staðinn lánakvóta til að stýra nýsköpun peningamagns í umferð. Lánakvótarnir myndu virka þannig að bankar yrðu að búa til ákveðið magn lána til fyrirtækja, hvorki meira né minna. Það ætti jafnvel að íhuga að ganga enn lengra og leyfa seðlabankanum að setja lánakvóta fyrir hverja og eina atvinnugrein með það markmið í huga að neyða bankana til að fjármagna fjárfestingu í útflutningsfyrirtækjum sérstaklega (til að ná í nettó gjaldeyri). Markmiðið væri aukin atvinnuvega fjárfesting, bættur greiðslujöfnuður og minna atvinnuleysi en ekki bara lánabóla sem endaði í húsnæði. Seðlabanki Japan gerði þetta eftir seinna stríð og gekk mjög vel í nokkra áratugi. Hættan er vitanlega að seðlabankinn klúðri kvótunum stórkostlega og geri illt verra með því að setja kvótana of lága eða of háa (eins og endaði í Japan) eða með því að misreikna skiptingu heildarlánakvótans milli atvinnugreina. (Eftir afnám hafta, sem myndi ganga hraðar yrði þetta gert og vel tækist til, ætti að viðhalda lánakvótunum en leyfa bönkunum meira frjálsræði varðandi hvar lánin enda)."
Þetta er allt rétt hjá Ólafi Margeirss., þ.e. að Japan setti á lánakvóta og að um tíma skapaði fyrirkomulagið mjög hraða iðnaðaruppbyggingu og hagvöxt.
Eins og hann réttilega bendir á, þá á endanum keyrði Japan yfir um í þeirri stefnu, en lengi vel virkaði þetta ákaflega vel. Þ.e. þegar Japan var að byggja sig upp á fyrri hluta 20. aldar.
Hröð uppbygging er átti sér stað á árunum fyrir Fyrra Stríð og fram á 4. áratuginn. En á 4. áratugnum yfirkeyrðu þeir og það kom stórt - bombs. Reyndar hófust hernaðarumsvif Japana merkilega stuttu síðar í Kína, eftir það hrun. Spurning hvort það var samhengi.
- Þessi gamla japanska leið er a.m.k. vel fræðilega fær í dag.
- Það virkilega er mjög margt hérlendis sem unnt er að gera fyrir peninga.
--------------------------------------------------
Ábendingar Ólafs Margeirssonar, eru ábendingar sem geta nýst í þeirri uppbyggingu er þarf að fara hér fram.
En hann gerir ráð fyrir því að áætlun AGS sé fylgt fram, og bendir þá á hvað sé mögulegt að gera þessi 8 ár á meðan.
Niðurstaða
Hugmyndin að dreifa þessu á 8 ár er til þess ekki síst að komast hjá gengissveiflu. En ef á að gera þetta mun örar, þá þarf að frysta vísitöluna - - segi ég. En þá verður augljóslega stór gengissveifla. Og því veruleg verðbólga um tíma. Hún lýður reyndar hjá - á ca. 1,5-2 árum. Er síðan búin.
Þá virðislækka lán í stað þess að hækka í krónutölu. Fræðilega leið til að lækka verðtryggð lán landsmanna.
Á hinn bóginn, stendur landið einnig frammi fyrir tæpri gjaldeyrisstöðu vegna erlendra gjaldeyrisskulda, og Seðlabankinn hefur varað við því að ekki sé til nægilegur gjaldeyrir fram yfir 2018 fyrir hvoru tveggja samtímis núverandi neyslu og því að greiða að fullu útistandandi þau ár.
Álagið af því að losa höftin, er síðan - - viðbótarálag á gjaldeyrisforðann.
Og þ.e. stórt viðbótarálag.
- Höldum því til haga að gengi krónunnar getur ekki verið hærra en svo, að gjaldeyrisforðinn dugi fyrir útstreymi - þá öllu útstreymi.
- Þannig að ef streymi getur numið segjum 3-földum forðanum, væri um að ræða líklegt gengisfall upp á 2/3 eða um 70%.
- Ef vísitalan væri fryst á meðan - sem væri algerlega nauðsynleg aðgerð í slíku tilviki, myndu innlendar eignir sjóðanna minnka mjög mikið að andvirði.
- Augljóslega, myndu sjóðirnir reyna allt til að hindra slíka frystingu, þar á meðal að hvetja gamalt fólk til að mótmæla á götum úti, en svo mikil hækkun lána fólks í krónutölu myndi gera alltof mörg heimili gjaldþrota.
-----------------------------------------------
Stóri vandinn er líklega einmitt sjóðakerfið okkar. Ef á að losa höftin án gengissveiflu er það augljóslega ekki mögulegt nema með dreifingu eins og AGS leggur til á mörg ár.
Þá auðvitað væri gamla fólkið rólegra með lífeyrinn sinn.
Þ.e. þarna kynslóðatogstreita sem erfitt er að glíma við.
Pólitískt sprengiefni.
- Getum losað höftin hratt, tekið áhættu á því að kynslóðatogstreitan brjótist út í þjóðfélagsátökum, þeim hörðustu í marga áratugi.
- Einnig tekið þá hugsanlegu áhættu, að eigendur skulda okkar - - verði órólegir er gjaldeyrisforði okkar minnkar snarlega.
- Eða dreift dæminu á mörg ár, sem þíðir á móti að við búum við galla haftanna að mestu leiti yfir það tímabil.
Þetta er staða án góðra kosta.
Kv.
8.8.2013 | 00:31
Seðlabanki Bretlands setur - atvinnuviðmið!
Það hafa tíðkast hjá seðlabönkum "verðbólguviðmið" en þ.e. nýtt. Að seðlabankar setji - atvinnuviðmið. Seðlabanki Bandaríkjanna - "US Federal Reserve" gerði þetta á sl. ári. En nú rýður nýr seðlabankastjóri Bretlands eða "governor of Bank of England" Mark Carney á vaðið fyrir þá yfir 300 ára gömlu stofnun.
Carney ties UK rates to jobs data
Bank of England ties interest rates to fall in unemployment
Bank of England's Carney sets out forward guidance
Mark Carney - "In particular, the MPC intends not to raise Bank Rate from its current level of 0.5 percent at least until the Labor Force Survey headline measure of the unemployment rate has fallen to a threshold of 7 percent."
Í Bandaríkjunum var sett "atvinnuviðmið" við 6,5% atvinnuleysi.
- Það er auðvitað áhugavert - að seðlabankar eru orðnir einna helsta tækið til að berjast við óhagstæða atvinnuþróun.
Þetta er samt ekki eins snargalið og einhver gæti haldið!
Það sem seðlabankarnir tveir hafa gert, er að setja mjúkan púða undir sín eigin hagkerfi þ.e. Bretland annars vegar og Bandaríkin hins vegar.
Með últralágum vöxtum en auk þess - - peningaprentun.
Og "Bank of England" er sannarlega að fjármagna ríkið, þ.e. kaupir ríkisbréf fyrir prentuð pund.
Þannig tryggir hann ríkissjóð Bretlands fjármögnun á ríkishallanum á lægstu mögulegu kjörum.
En ekki síst er mikilvægur punktur, að breska ríkið er ekki háð ákvörðun markaðarins um það hverjir séu "réttir" vextir til ríkisins í Bretlandi.
Þetta er auðvitað umdeilt atriði - - sem dæmi er Seðlabanka Evrópu stranglega bannað, að ástunda sambærilega fjármögnun.
Það auðvitað þíðir, að ríkissjóðir aðildarlanda evru þurfa að búa við það að markaðurinn hefur mun meira að segja um það, hvaða vexti þeir greiða fyrir útgefnar skuldir.
En það þíðir auðvitað að þegar það ástand skapast að markaðurinn ákveður, að tiltekinn ríkissjóður sé ekki trúverðugur skuldari - - geta vaxtakjör orðið afskaplega óhagstæð.
Eins og við höfum séð í evrukreppunni.
En í Bretlandi alveg burtséð frá því hve breska ríkið skuldar mikið, þá getur breska ríkið alltaf útvegað sér ódýra fjármögnun.
----------------------------------
OK, það er unnt að rífast um það út í það óendanlega, hvort þ.e. óeðlilegt að ríkissjóðir hafi slík þægindi eins og breska ríkið enn býr að, með sinn eigin seðlabanka og gjaldmiðil.
En afleiðingar þess eru auðvitað þær:
- Vaxtagjöld breska ríkisins eru örugglega lægri en þau annars væru.
- Sem þíðir að hallinn á breska ríkinu er lægri en annars væri.
- Sem þíðir að skuldir þess eru lægri en annars væri.
- Sem þíðir að þörf fyrir niðurskurð á starfsemi breska ríkisins er minni en annars væri.
- Sem þíðir að breska ríkið þarf síður að draga saman þjónustu við þegna breska ríkisins.
- Sem þíðir að umsvif breska ríkisins minnka minna en annars væri líkleg útkoma, þannig að ríkið er frekar en annars væri að viðhalda atvinnu - þ.e. síður að auka á atvinnuleysi með uppsögnum eigin starfsmanna.
- Og ekki síst, að með minni niðurskurði er breska ríkið að styðja betur við veltu eigin hagkerfis en ella væri, sem er þáttur í því að lágmarka samdrátt.
- Það er með öðrum orðum, löng röð jákvæðra afleiðinga fyrir breska ríkið og þar með breskt samfélag, að vaxtaumhverfi er haldið últra lágu.
- Það auðvitað er ekki svo að últra lágum vöxtum fylgi engir hugsanlegir gallar, en þeir geta hvatt til rangra fjárfestingaákvarðana "sbr. misallocation" og þeir geta hvatt til húsnæðisbóla.
- En í núverandi ástandi í Bretlandi virðist þetta ekki sérdeilis stór hætta, að ofurskuldsettir húsnæðiseigendur fari í það far á næstunni að stækka við sig, taka neyslulán og leggja á eigið húsnæði.
- Né virðist það líklegt að fjárfestingafyllerí hefjist í atvinnulífinu líkt því sem var rétt fyrir hrun, en atvinnulíf í Bretlandi er ekki síður skuldsett en almenningur.
Það sem últra lágu vextirnir þá gera, er það sama og þeir gera fyrir ríkið - þ.e. lækka vaxtagjöld.
Sem þíðir að neikvæð áhrif skuldsetningarinnar á neyslu sem og fjárfestingar - eru lágmörkuð.
Hvort tveggja lágmarkar einnig efnahags samdrátt, og þar með atvinnuleysi og ekki siður halla ríkisins sem væri stærri ef neikvæðari efnahagsleg framvinda væri að höggva skörð í skatttekjur, og að sjálfsögðu væru þá skuldir þess meiri en í dag.
----------------------------------
Með öðrum orðum er ég þess fullviss, að stefna "Bank of England" hefur skilað miklu minni efnahagssamdrætti í Bretlandi en annars hefði átt sér stað.
Og því mun minna atvinnuleysi.
Atvinnutenging "Bank of England" er því kannski ekki eins brjáluð hugmynd og einhverjum gæti virst.
Þetta er kannski nýja trendið.
En með þessu gefur Mark Carney þau skilaboð til markaða, að "Bank of England" muni ekki hætta prentunaraðgerðum í bráð.
Hann með þessu bælir niður væntingar um annað, en hagvöxtur hefur virst í smávegis aukningu á allra síðustu mánuðum í Bretlandi, þó enn að sögn Carney sé þetta lélegasta "recovery" í sögunni.
Sumir hafa talað um, að eðlilegt sé að "Bank of England" dragi úr sinni lausamennsku með stefnuna, um leið og hagvöxtur eykst.
En Carney segir þá mönnum, að hafa ekki áhyggjur af slíku í bráð.
Niðurstaða
Það áhugaverða er að sl. 3-4 ár hefur "Bank of England" haldið vöxtum vel undir verðbólgu, en hún hefur farið svo hátt sem 4% meðan að vöxtum hefur verið haldið við 0,5%. Seðlabanki Íslands á meðan vill alltaf halda stýrivöxtum ívið ofan við verðbólguna svo það séu til staðar "raunstýrivextir" eins og hann kallar það. Stýrivextir "Bank of England" hafa því verið í reynd neikvæðir ef tekið er tillit til verðbólgu.
Líklega hefur Englandsbanka með þessu tekist að ívið hjálpa aðilum innan hagkerfisins við það verkefni að vinna á sínum skuldum - - þ.e. mild verðbólguleið.
En þær hafa líklega verið að raunlækka lítið eitt per mánuð þ.e. haft lága neikvæða ávöxtun.
Þetta er auðvitað ein fræðilega fær aðferð við það að létta undir hagkerfi sem býr við það ástand, að of mikil skuldsetning er útbreitt vandamál. Þá fyrirtækja sem almennings.
Það getur flýtt fyrir efnahagslegum viðsnúningi - því að fjárfesting fari af stað aftur og neysla.
Það má vera að nú eftir 3-4 ár af þessu, séu fyrstu merki þess viðsnúnings að hefjast í Bretlandi. Þó ekki sé líklegt að Bretland verði að efnahagslegum tígri á næstunni.
Hið minnsta virðist Carney telja að þessari stefnu þurfi að fram halda áfram um hríð. Til að íta undir þá þróun sem sé að skapa forsendur nýs hagvaxtar þar í landi.
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.8.2013 | 01:51
Mjög áhugaverð greining AGS á Þýskalandi!
Það sem er áhugaverðast er að skoða árin eftir að evran kemur til, en nokkrar töflur sem finna má í skýrslunni, segja mjög áhugaverða sögu. Sýna þannig séð vandann að vissu leiti í hnotskurn.
Það sem vekur athygli mína er náttúrulega - greining sérfræðinga AGS á viðskiptajöfnuði Þýskalands.
En eins og þekkt er í hagfræðinni - - er viðskiptahagnaður alltaf mótvægið við viðskiptahalla.
Hagstæður viðskiptajöfnuður er ekki mögulegur nema til komi viðskiptahalli annarra þjóða á móti.
Þar sem Þýskaland er stærsta hagkerfið innan ESB og Evrópa er stærsti einstaki markaður Þýskalands, ætti að blasa við - - að áhrif viðskiptajöfnuðar Þýskalands innan Evrópu eru mikil fyrir efnahagsframvindu svæðisins.
Sjá greiningarmynd af viðskiptajöfnuði Þýskalands!
Takið eftir því hve gríðarleg aukning verður í viðskiptagróða við Evrópu, eftir að evran er tekin upp. En hagnaður Þýskalands við önnur aðildarríki evru, virðist skv. þessu meginstofn viðskiptahagnaðar Þýskalands - árin eftir 2000 fram að upphafi evrukreppunnar.
Næsta greiningarmynd - - raungengi Þýskalands!
Skv. AGS er lauslega áætlað raungengi Þýskalands í dag 10% lægra en sögulegt raungengi Þýskalands gagnvart aðildarlöndum evru, þá auðvitað sbr. áður en evran var upp tekin.
Eins og sést, þá tekur raungengi Þjóðverja dýfu eftir 2000 þegar evran er upp tekin, og það tónar alveg við þróun viðskiptajöfnuðar Þýskalands - sjá mynd að ofan og næstu mynd að neðan.
Önnur greiningarmynd af viðskiptajöfnuði Þýskalands!
Sú veitir meiri upplýsingar þ.s. hún sýnir brúttóstærðir þ.e. heildarinnflutning á móti heildarútflutningi, og svarta línan á grafinu sýnir svo nettó útkomuna þ.e. hinn eiginlega jöfnuð.
Eins og sést bjargaði evran í reynd Þýskalandi út úr tímabili neikvæðs jöfnuðar sbr. áratuginn á undan.
En gengi marksins var óhagstætt á því tímabili - - þó mönnum sé tíðrætt um skilvirkni, samkeppnishæfni o.s.frv. - skiptir gengi máli.
Næsta skýringarmynd - greining á fjármagnsflæði er gríðarlega áhugaverð!
Eins og sést er "lending and other investment" langsamlega stærsti liðurinn.
Þ.e. gróðinn sem kom inn vegna viðskiptahagnaðarins, fór beint út sem lánsfé.
Toppurinn er í hreinni kaldhæðni - - 2007.
Evrópska lánabólan hefur sennilega toppað sama ár og ísl. lánabólan toppaði.
Eignastaða þýskra aðila í útlöndum!
Skv. þessu eiga einka-aðilar megnið af erlendum eignum Þjóðverja.
Hvers konar eignir eru þá þessar erlendu eignir?
Akkúrat - stærsti einstaki eignaliðurinn er - "surprice, surprice" - skuldir.
Áhugaverð greining - skv. henni er nær fullkomið samband milli innlendra fjárfestinga í Þýskalandi, og útflutnings Þjóðverja til restarinnar af evrusvæði!
Samdráttur útflutnings er vegna samdráttar útflutnings til evrusvæðis, útflutningur á önnur markaðssvæði hefur ekki dregist saman að neinu ráði!
Hagsveifla Þýskalands fylgir nokkuð vel en ekki fullkomlega hagsveiflu viðskiptalanda Þýskalands í ESB!
Svo að lokum - samanburður á skuldastöðu!
Skuldastaða almennings og atvinnulífs á Írlandi er hreint svakaleg!
Almenningur skuldar 122% af þjóðarframleiðslu, fyrirtæki um 220%.
Ég hugsa að Írland toppi Ísland í heildarskuldum. A.m.k. 100% af þjóðarframl. umfram.
Hvernig taka svo þýsk yfirvöld ráðleggingum AGS?
Málið er að hagstæður viðskiptajöfnuður er vanalega á hagfræðimáli skilgreindur sem "excess domestic savings" þ.e. landið sem á í hlut er ekki með nægilega öfluga neyslu, er að spara of mikið.
Þannig að risa-jöfnuður Þýskalands felur í sér, að neysla er langt - langt undir því sem hún ætti að vera innan Þýskalands.
Einfaldasta leiðin til að laga það, er að hækka laun.
Svo almenningur fái til sín - hlutfall hagnaðar útflutningsfyrirtækja í formi bættra lífskjara.
Þetta hefur Þýskaland vel efni á, alveg upp að þeim punkti að jöfnuðurinn við útlönd nær jafnvægi þ.e. hvorki plús né mínus.
"Germanys external position remains substantially stronger than that implied by medium-term fundamentals and global economic policy settings . Staff analysis suggests a cyclically-adjusted current account gap of 5-6 percentage points of GDP. In part, this reflects the lack of an exchange rate adjustment mechanism within the currency union and developments in other euro area countries, and therefore, part of the adjustment will reflect policy changes elsewhere. The real effective exchange rate is assessed to be undervalued by about 2-10 percent, and is some 8 perce nt below its historical average (see Table 8 for a summary of selected external assessment methodologies). "
"The rebalancing of domestic sources of growth is expected to gain momentum as the decline in investment bottoms out and associated imports pick up. Over the medium term, staff sees an additional reduction in the current account balance by about 2-3 percent of GDP over and above the natural rebalancing process as appr opriate and could be linked to growth-enhancing structural reforms in non-traded sectors. Reflecting a strong labor market, it would not be inappropriate for real wages to rise, and therefore help improve the labor share of national income. This would help spur domestic demand, and make the economy less vulnerable to external shocks, while not endangering Germanys competitiveness. In addition, policy levers such as making the tax structure more growth-friendly within the fiscal envelope and reforming the financial sector could be beneficial in rebalancing the sources of the growth. "
Svo AGS segir Þýskalandi - - að hækka laun!
Mjög eðlileg ráðlegging - - eiginlega að benda á það augljósa.
"The authorities welcomed staff initiatives such as the External Balance Assessment to better understand German external balances but urged caution in interpreting results. They broadly agreed that the current account surplus was on the high side and agreed that an investment rebound and higher growth potential would facilitate a more durable rebalancing of the economy. With the robust growth in wages and consumption amid the favorable labor market conditions, they contended that rebalancing is underway. "
"The authorities also noted that uncovering a reliable statistical relationship explaining German current account dynamics is proving to be difficult. They explained that, similar to staff analysis (including the EBA/ESR), they could not associate the German current account balances with any identifiable policy distortions. Therefore, the authorities emphasized that especially because the EBA/ESR are still work in progress, any econometric residuals from the analysis should not be characterized as unidentified policy distortions as this would be outright misleading and furthermore does not yield any actionable policy recommendations."
Eins og ég skil þetta er þetta löng leið að því að segja "Nein" - þ.e. leiðrétting er í gangi - ekki unnt að koma auga á tiltekna ástæðu sem unnt sé að bregðast við með tiltekinni framkvæmd sem útskýrir hinn ofsalega mikla viðskiptajöfnuð Þýskalands.
Mér virðist að menn séu að - hafna því augljósa.
Án þess að blikna - samskipti AGS eru of kurteis til að gagnrýni sé sett fram skýrar.
Niðurstaða
Ég held að engum sanngjörnum manni geti dulist af greiningu AGS, að kreppan á evrusvæði er a.m.k. eins mikið sök Þýskalands og hún er sök S-Evrópuþjóðanna, og annarra þeirra sem hleyptu sér í skuldir. En þ.e. áhugaverð blinda af beggja hálfu að sjá ekki að lánveitingarnar voru til lengdar augljóslega ósjálfbærar.
Viðskiptagróði getur ekki verið án viðskiptahalla á móti, og gróðinn felur í sér að fjármagn safnast til þess lands sem græðir. Á sama tíma streymir það frá þeim löndum eða landi sem er í nettó tapi í viðskiptum við landið sem er að græða.
Sögulega séð þegar viðskipta-jöfnuðarkreppur eiga sér stað, þá eru það einmitt löndin sem safna skuldum þ.e. þau sem fjármagn streymir frá. Sem lenda í kreppu.
Og söguleg afstaða landsins sem seldi og veitti lán fyrir kaupum, er einmitt - borgið.
Þ.e. einmitt áhugavert að innan ESB og sérstaklega evrusvæðis, en þetta á að vera einhverskonar félagslegur klúbbur þ.s. þjóðir deila með sé örlögum; þá skuli birtast hin sögulega klassíska hagsmunatengda afstaða - þjóðanna sem eiga skuldirnar.
Ef það væri raunverulega þannig að þjóðunum væri svo annt um hverja aðra, ættu þær þá að hegða sér með öðrum og manneskjulegri hætti, en tja - - þjóðir hafa hegðað sér á fyrri tíð. T.d. 4. áratugnum.
En þetta er alveg sama hegðunarmódelið.
Borgið - - strípið ykkur inn að skinni, til að borga.
Kv.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
5.8.2013 | 23:14
S-Kórea og Bandaríkin styðja hvort sitt fyrirtækið!
Það vakti athygli að Obama forseti beitti um helgina neitunarvaldi á ákvörðun úrskurðarréttar um brot á reglum um "patent" eða einkaleyfi innan Bandaríkjanna. Forseti Bandaríkjanna hefur ekki beitt neitunarvaldi gegn úrskurði þess sérdómstóls síðan Ronald Reagan árið 1987 einnig beitti neitunarvaldi og þá vill svo merkilega til - að Samsung fyrirtækið átti einnig í hlut. Þó ekki Apple.
En ef Obama hefði ekki beitt því neitunarvaldi, hefði innflutningur á eldri gerðum i-Phone og i-Pad til Bandaríkjanna verið bönnuð, eftir að úrskurðað var að Apple væri að brjóta á einkarétti Samsung fyrirtækisins.
Hér er áhugaverð útskýring frá Financial Times á málinu:
Obama veto in ITC case justified but reform is necessary
- "It concerned a so-called standard-essential patent in this case, for technology that is necessary to make a mobile phone work on a 3G network."
- "Most of the value in this technology lies not in its inherent advantages but in the fact of its adoption, which prevents the use of incompatible alternatives that are otherwise just as good."
- "Industry conventions dictate and, increasingly, antitrust regulators are insisting that holders of such patents should licence them to all-comers on reasonable, non-discriminatory terms."
Eins og ég skil þetta, á Samsung "patent" eða einkaleyfi á því að tengja farsíma við 3G net.
Það skiptir í reynd ekki máli akkúrat hvaða tækni sé notuð þó hún sé ekki sambærileg akkúrat við þá 3G tækni sem Samsung er með.
Fyrirtæki sem framleiða 3G tæki, verði að greiða "royalti" til Samsung.
Á sínum tíma hafi ekki samkomulag náðst um þetta atriði milli Apple og Samsung, stjórnendur Apple talið kröfur stjórnenda Samsung of háar.
En Samsung hafi þá hafið málsókn gegn Apple. Þetta mál sé nú búið að velkjast um bandaríska dómskerfið í nokkur ár, með ærnum tilkostnaði.
- Mér virðist skv. lýsingu ritstjóra Financial Times - að slík allsherjar einkaleyfi séu sérdeilis óheppileg, og eiginlega rangt að veita þau.
Tek því undir þ.s. ritstjórinn sagði - "Nonetheless, Mr Obama has vetoed a decision that deserved to be reversed."
Það þurfi að breyta lögum um "patent" eða einkaleyfi innan Bandaríkjanna, en rétt að árétta að þetta er einungis skv. lögum sem í gildi eru innan Bandaríkjanna, þannig að "royalti" krafa Samsung nær bara til yfirráðasvæðis laga og dómstóla Bandaríkjanna.
Þetta er að verða að utanríkismáli milli Bandaríkjanna og S-Kóreu skv:
Seoul hits at Obamas Apple veto in patent dispute
"South Koreas trade ministry on Monday criticised the US presidents weekend veto of a patent infringement ruling against Apple, expressing concern over the possible negative impacts that this kind of decision could have on Samsung Electronics patent rights."
Það áhugaverða er að á nk. föstudag fellur annar dómur fyrir einkaleyfaúrskurðarrétti Bandaríkjanna í máli Apple gagnvart Samsung, um sambærilega kröfu þó sú krafa eigi við um annað atriði.
Eins og fram kemur í fréttaskýringu, er talið ólíklegt að Obama beiti neitunarvaldi, ef Samsung tapar því máli.
"The South Korean ministry said it would closely monitor the ruling expected on Friday and the US governments subsequent response to it."
"We expect the decision to be fair and reasonable, the ministry said."
Ég á í sjálfu sér ekki von á því að þetta verði að meiriháttar milliríkjadeilu á milli S-Kóreu og Bandaríkjanna, en eftir allt saman á S-Kórea mikla hagsmuni af góðum samskiptum við Bandaríkin.
En augljóslega hefði Apple orðið fyrir töluverðu tapi ef eldri gerðir i-Phone og i-Pad hefði ekki mátt selja innan Bandaríkjanna, þ.s. þau eru í dag á lækkuðum verðum.
Og því margir í dag sem treysta sér til að fjárfesta í þeim tækjum núna, sem áður höfðu ekki efni á þeim.
Þetta atriði skapar tortryggni um ákvörðun Obama, að þarna sé verið að fara á svig við lög - til að vernda hagsmuni bandarísks fyrirtækis.
Sjálfsagt skýrir sú tortryggni orðalag athugasemdar s-kóreanska ráðuneytisins.
Sumir óttast að ákvörðunin muni gera bandaríkjunum erfiðar um vik, að fylgja eftir "Intellectual protection rights" ákvæðum í 3-ríkjum.
Ef ríki telja að Bandaríkin framfylgi einungis lögunum heima fyrir, þegar útkoman er eigin fyrirtækjum í hag.
- Spurning hvort að Obama þá beitir ekki neitunarvaldi einnig gagnvart seinni ákvörðuninni?
Ef Samsung tapar seinna málinu.
Niðurstaða
Eigum við ekki að segja að þetta mál sýni hve mikið er í húfi fyrir lönd, þegar risafyrirtæki takast á í réttarsölum. En í dæmi Samsung og Apple virðast upphæðir í húfi vera af ákaflega svimandi taginu. Og töluverður fjöldi starfa getur verið í húfi.
En það má einnig vera að rétt sé gagnrýni þeirra sem segja "patent" kerfi Bandaríkjanna, og líklega ýmissa annarra ríkja vera úrelt. Í reynd skaðlegt.
Tja, ef menn geta fengið "patent" á öll 3G samskipti, og fengið "royalti" frá öllum sem framleiða slík tæki, þá virðist það ákaflega gallað fyrirkomulag.
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 23:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Gæti 3ja heimsstyrrjöldin hafist á Indlandshafssvæðinu? Skv. ...
- Er samningur Trumps við Japan - er inniber 550 milljarða$ fjá...
- Hótel-bókanir í sumar, gefa vísbendingar um kjaraskerðingu al...
- Kjarnorkuáætlun Írana hefur líklega beðið stórtjón, fremur en...
- Netanyahu, virðist hafa hafið stríð við Íran - beinlínis til ...
- Trump ákveður að senda, Landgönguliða - til Los-Angeles! Kemu...
- Möguleiki að Úkraína hafi í djarfri árás á flugvelli sumir mö...
- Yfirlýsing Trumps um yfirvofandi 50% tolla á ESB lönd, afhjúp...
- Tollar Bandaríkjanna á Kína - líklega ca: 50%. Kína á Bandarí...
- Að það verður af hráefnasamningi Úkraínu og Bandaríkjanna - v...
- Margt bendi til yfirvofandi kreppu í Bandaríkjunum! Skv. áhug...
- Vaxandi líkur á að Trump, reki: Jerome Powell. Yfirmann Seðla...
- Gideon Rachman hjá Financial Times -- útskýrir af hverju, Ban...
- Trump undanskilur frá tollum á Kína -- snjallsíma, og nánast ...
- Talið af sérfræðingum, verðfall á ríkisskuldabréfum Bandaríkj...
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
-
eyglohardar
-
bjornbjarnason
-
ekg
-
bjarnihardar
-
helgasigrun
-
hlini
-
neytendatalsmadur
-
bogason
-
hallasigny
-
ludvikjuliusson
-
gvald
-
thorsteinnhelgi
-
thorgud
-
smalinn
-
addabogga
-
agnarbragi
-
annabjorghjartardottir
-
annamargretb
-
arnarholm
-
arnorbld
-
axelthor
-
arnith2
-
thjodarsalin
-
formosus
-
birgitta
-
bjarnijonsson
-
bjarnimax
-
westurfari
-
virtualdori
-
bookiceland
-
gattin
-
davpal
-
dingli
-
doggpals
-
egill
-
jari
-
einarborgari
-
einarsmaeli
-
erlaei
-
ea
-
fannarh
-
fhg
-
lillo
-
gesturgudjonsson
-
gillimann
-
bofs
-
mummij
-
gp
-
gudmbjo
-
hreinn23
-
gudrunmagnea
-
gmaria
-
topplistinn
-
skulablogg
-
gustafskulason
-
hallurmagg
-
haddi9001
-
harhar33
-
hl
-
diva73
-
himmalingur
-
hjaltisig
-
keli
-
fun
-
johanneliasson
-
jonsullenberger
-
rabelai
-
jonl
-
jonmagnusson
-
jonvalurjensson
-
thjodarskutan
-
gudspekifelagid
-
juliusbearsson
-
ksh
-
kristbjorg
-
kristinnp
-
larahanna
-
leifurbjorn
-
lifsrettur
-
wonderwoman
-
maggij
-
elvira
-
olafureliasson
-
olinathorv
-
omarragnarsson
-
ottarfelix
-
rafng
-
raksig
-
redlion
-
salvor
-
samstada-thjodar
-
fullvalda
-
fullveldi
-
logos
-
duddi9
-
sigingi
-
sjonsson
-
sigurjons
-
stjornlagathing
-
athena
-
stefanbogi
-
lehamzdr
-
summi
-
tibsen
-
vala
-
valdimarjohannesson
-
valgeirskagfjord
-
vest1
-
vignir-ari
-
vilhjalmurarnason
-
villidenni
-
thjodarheidur
-
valli57
-
tbs
-
thorgunnl
-
thorsaari
-
iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.9.): 22
- Sl. sólarhring: 194
- Sl. viku: 395
- Frá upphafi: 871485
Annað
- Innlit í dag: 17
- Innlit sl. viku: 366
- Gestir í dag: 16
- IP-tölur í dag: 16
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar