Bloggfærslur mánaðarins, júní 2022

Úkraínuher virðist hafa hörfað frá Sievierodonetsk í umliðinni viku, vegna þess að Rússar eru komnir upp að Lysychansk á hinum árbakka Donets! Borgirnar eru sitt hvorum bakka Donets ár!

Í sl. viku náðu Rússar loksins að brjótast í gegnum varnir Úkraínu-manna, nánar tiltekið varnarlínu er leitaðist við að halda Rússum frá Lysychansk. Rússa-her náði að úthverfum Lysychansk á föstudag.
Blasir því við, að staða Úkraínuhers á hinum árbakkanum, í Sievierodonetsk varð þá ómöguleg, er her Rússa nálgaðist Lysychansk.

Orrustan um Lysychansk er væntanlega að hefjast!
Orrustan Sievierodonetsk stóð í 2 mánuði

Ómögulegt er að segja, hvort bardaginn um Lysychansk endist eins lengi.
Hinn bóginn, verjast Úkraínumenn greinilega ávalt af mikilli hörku.

  1. Fyrir bragðið hefur sókn Rússa í Luhansk héraði, en borgirnar tvær ásamt nágranna-sveita-félögum þeirra, eru loka-vígi Úkraínu í Luhansk héraði.
  2. Áður en sókn Rússa hófst undir lok Apríl í Luhansk, var Úkraínuher, með 10% af héraðinu á sínu valdi.
    --M.ö.o. hefur verið nú barist í liðlega 2 mánuði, um loka 10% Luhansk héraðs.
  3. Meðan, Úkraínumenn halda enn a.m.k. hlutum Lysychansk, og sveita-félaga í nágrenni hennar er Rússar hafa ekki enn náð til; þá hefur Rússa-her ekki lokið töku Luhansk héraðs.
  • Bendi á, þó Rússa-her næði á endanum, öllu Luhansk héraði --> Væri Rússland ekki búið að taka allt, Donbas.
  • En, Úkraínu, ræður yfir - ca. helmingi að Donetsk héraði --> Er einnig telst vera, Donbas.

Hinn bóginn, gæti Rússlands-stjórn ákveðið að -- fullyrða, töku Donbas lokið.
Ef Rússa-her nær að klára töku, Luhansk héraðs!
Hver veit, en þ.e. vinsæl kenning í dag --> Að Rússlands-stjórn, kalli það sigur í stríðinu, ef þeim áfanga er náð, töku Luhansk!
Kannski þíddi það, að Rússland óskaði þá eftir vopna-hléi!
Það eru að sjálfsögðu vangaveltur, en miðað við hve erfiðlega það hefur gengið að klára að taka Luhansk, þær orrustur gætu staðið 2-mánuði eða lengur til viðbótar.
Virðist ósennilegt, að Rússlands-her hafi til þess styrk úr þessu, að ná frekari árangri!

INTERACTIVE - WHO CONTROLS WHAT IN UKRAINE - June 26,2022
Hreyfingar litlar á öðrum vígsstöðvum í Úkraínu!
Enn sem fyrri, bendi ég á það augljósa - að blóðtaka herjanna í átökum er mikil.
Rökrétt, að sú blóðtaka sé ívið meiri Rússa-megin, þ.s. þeir sækja fram í Luhansk.
Samtímis án þess að hafa - tæknilega yfirburði.
Enn sem fyrr, treysti þeir á yfirburði í liðs-afla, og sérstaklega fleiri stórskota-vopn.
Vandinn sé auðvitað sá, að ef e-h er, hafi Úkraína nú -- yfir betri tækni að ráða!
--Rússar hafi þó - að virðist - verulega fleiri fall-byssur.

  1. Eins og ég hef áður nefnt, virðist mér þetta nú, líkara -- Fyrra-Stríði.
  2. En því Seinna!

Vegna þess, að Rússar virðast sækja fram í krafti - stórskota-liðs.
Ekki í krafti, yfirburða t.d. í skrið-drekum, eða öðru slíku.
--Þeir virðast ekki geta hreyft sig, fyrr en -- allt hafi verið sprengt í tætlur.

  • Því virðist mér aðferðin, keimlík þeim lýsingum á Fyrra-Stríði, ég hef lesið.

 

Niðurstaða
Í sl. viku, náður Rússar loks gegnumbroti þannig að varnir Úkraínumanna er höfðu hindrað sókn að Lysychansk, biluðu. Við það - augljóslega, varð staða Úkraínumanna í Sievierodonetsk borg, handan Severskyi-Donets ár -- ómöguleg. Og því rökrétt að undanhald þaðan væri fyrirskipað undir lok sl. viku.
Í staðinn, má gera ráð fyrir að orrusta um Lysychansk, taki nú við. Að Úkraínu-her verjist nú þar í staðinn.
--Engin leið að spá fyrir hve lengi sá bardagi varir. Hvort það verði 2-mánuðir rúmlega, eins og um borgina hinum megin Donets ár.

Þó aðrar víglínur í Úkraínu hafi lítt til ekki hreyfst í sl. viku, þíði það ekki að hvergi annars staðar hafi verið barist; einungis það að þeir bardagar náðu lítt að færa til línur herjanna!

Enn einu sinni, bendi ég á að Úkraínuher er að fá stærri vopnasendingar frá NATO, en nokkru sinni fyrr -- meir en líklega samanlagt fram til þessa.
Það verður spennandi að sjá, hvaða áhrif það hefur á framgang stríðsins.

  1. En það má kannski halda því fram!
  2. Rússar séu að leitast við að ná framrás, áður en Úkraínuher, hefur að fullu tekið öll þau vopn í notkun.

Þannig, að Úkraínuher standi þá frammi fyrir því, að þurfa að taka stærra landsvæði, ef til standi að láta drauminn rætast, að þvinga Rússa til undanhalds frá Úkraínu.

  • Ég er sem sagt, ekki viss að Rússar séu að leita eftir -- betri samningsstöðu.
  • Frekar, betri vígsstöðu!

Áður, en endurnærður Úkraínuher, geri loks sínar -- sóknar-tilraunir fyrir alvöru.
Rétt að nefna, að Úkraína hefur nú þjálfað - conscript - í 4 mánuði.
En öllum karlmönnum á herskyldualdri var skipað í herinn, við upphaf innrásar.
Skv. hefð, teljast 6 mánuðir lágmarks tími, svo - nýliðar séu nothæfir.
--Rússar hafa ekki - ennþá fyrirskipað almenna herskyldu, og þeir þyrftu auðvitað einnig að þjálfa nýliða! A.m.k. 6 mánuði.

  • Þetta getur þítt, að Úkraínu-her fái fyrir haust, liðsstyrk sem meir en bæti upp allan liðsmissi þá mánuði stríðið hefur staðið.
  • Leggjum það saman við allar vopnasendingarnar!

Sjáum til!

 

Kv.


Kyrrstaða/pattstaða vaxandi mæli einkennandi fyrir átök í Úkraínu - harðir bardagar enn um Sieviero-Donetsk borg, afrakstur sóknar-tilrauna Rússa liðlanga vikuna, tvö af úthverfum þeirrar borgar; aðrar víglínur í Úkraínu hreyfðust ekki

 Bardagar standa enn yfir um Sieviero-Donetsk, eini gróði Rússa í vikunni, eitt úthverfi.

  1. Allar aðrar víglínur í landinu virðast ekki hafa hreyfst.
  2. Það þíði ekki, Rússa-her hafi hvergi ráðist fram annars staðar.
  3. Hinn bóginn, Úkraínu-her, hélt hvar-vegna annars staðar á Donbas svæði.

En einmitt þetta, að engin önnur víglína - náði að hreyfast.
Er skýr vísbending þess, að stríðið sé á leið í, kyrrstöðu.
Sú staða þíði ekki endilega, allt mannfall hætti.
Heldur einungis, herirnir hafi ekki sjáanlegt afl nú - til að taka svæði.
Slíkt ástand þarf ekki að vara að eilífu.
--En það geti samt vel verið, að - hreyfingar-hernaður, sé við það að hætta.

  • Við taki - pass-staða - ekki ólíkt Fyrra-Stríði.
    En árin 1916-1917 voru oft harðir bardagar, en án þess víglínur færðust að ráði.
  • Ef Úkraínu-stríðið er komið í slíka pattstöðu.
    Þá er það opin spurning -- hvor herinn er líklegri til að geta rofið hana, síðar?
Líkur virðast standa til, að Rússa-her sé t.d. nú nærri þeim stað, að vera magn-þrota.
Fregnir eru þó í þá átt, að Rússar séu að gera tilraunir til frekari liðsflutninga.
Sem aftur bendi til að, sá her sem nú sé á Donbas svæðinu, sé orðinn líklega magnþrota.
--Spurning, hvort Pútín geti eina ferðina enn - fundið meira lið, til að deygja!
 
 
Sókn Úkraínu við Kherson!
 
  1. Sókn Úkraínu-hers við Kherson, hófst skömmu eftir Rússar hófu sókn að, Sieviero-Donetsk.
  2. Greinendur, hafa talið þá sókn hafa haft þann megin-tilgang, að þvinga Rússa til að færa lið til þeirrar víglínu.
  3. Eins og sést, náðu Úkraínumenn nokkrum árangri í þeirri sókn.
  • Það blasir ekki við mér, að tekið landsvæði af hálfu Úkraínuhers.
    Sé klárlega minna en það sem sókn Rússa í Luhansk héraði hefur náð sl. 2 mánuði.
  • Ef marka má fréttir, eru Úkraínumenn, 17km. frá Kherson.
    Þ.s. fjarlægð víglínu er minnst frá þeirri borg.

Víglínan virðist ekki hafa hreyfst þó sl. viku - Rússar haldið Úkraínumönnum.

Átök í grennd við Kharkiv! Kort sýnir einnigs Luhansk svæðið

Rússar hafa sýnt - tilburði, til að þrýsta á víglínuna nærri Kharkiv.
Tilgangur virðist - að sögn, að ná borginni aftur í færi við stór-skota-lið.
Hinn bóginn, virðist enginn árangur hafa orðið af þeim tilraunum liðlanga sl. viku.

  1. Á móti, hafa Úkraínu-menn, lestar-línu er Rússar nota, í stórskota-færi.
  2. Og það má vel hugsa sér, Rússar séu allt eins áhugasamir, að íta Úkraínu-her úr færi við flutninga-Rússa-hers.

Hvor sem tilgangurinn er, þá hafi sóknar-tilraunir ekki skilað árangri í vikunni.

Þetta kort fókusar á átök um, Sieviero-Donetsk og Luhansk!

Megin-fókus Rússa-her virðist á að klára töku, Sieviero-Donetsk borgar.
En sitji Úkraínu-her á iðnaðar-svæði í þeirri borg.
En þar fyrir utan, sé barist hart um - úthverfi þeirrar borgar.
  1. Einu svæði sem Rússar náðu í sl. viku, voru 2-úthverfi þeirrar borgar!
  2. Hinn bóginn, þrátt fyrir allar sóknar-tilraunir sl. 2-ja mánaða.
  3. Hafi Rússa-her greinilega ekki takist að ljúka orrustum um Sieviero-Donetsk.

Það sem ef til vill má lesa úr því!

  1. Er ef til vill, Rússa-her hafi ekki lengur afl.
  2. Til nema eins stórs bardaga í einu!

Varðandi þá -er styðja Rússa- bendi ég viðkomandi á!
Bardagar um síðasta 10% af Luhansk héraði Úkraínumenn halda!
Hafa nú staðið yfir í rúma 2-mánuði.
Rússar hafa greinilega ekki enn, náð því að klára þá bardaga!

  1. Hafandi í huga, hve litlu sókn Rússa sl. 2-mánuði hefur áorkað.
  2. Er afar erfitt að ímynda sér, Rússar hafi lengur afl til að, ná verulegu frekara landsvæði í Úkraínu!

Mér virðist flest benda til, kyrr-stöðu-hernaðar, a.m.k. um hríð.
Hafandi í huga, kyrr-staða einkenndi hernað í Fyrra-Stríði a.m.k. 2 ár.
Þá þarf líklega einhverja stóra breytingu í stríðinu, til að rjúfa þá kyrrstöðu.

 

Niðurstaða
Ég ætla að leyfa mér að segja - spá mín um kyrrstöðu-hernað í Úkraínu, hafi ræst!
Undir lok apríl, sagði ég að sókn Rússa mundi líklega endast ca. einn mánuð!
Sl. viku var miður Júní - sókn Rússa hafi m.ö.o. enst 2-vikur umfram mína spá frá Apríl!

Sókn Rússa sé ekki formlega hætt, þannig séð.
Pútín og varnarmála-ráðherra Rússa, séu nýbúnir að segja - sókn Rússa ganga vel.
Hinn bóginn, virðist mér - þvert á móti.
Flest benda til að, sókn Rússa sé ca. bout lokið.

Það þíði ekki, fólk hætti að tína lífinu.
Enda hafi kyrrstöðu-hernaður Fyrra-stríðs einkennst af mjög umtalsverðu mannfalli.
Hinn bóginn, hafi átök ekki leitt til nokkurra verulegra tilfærsla víglína ca. 2 ár.

  1. Spurning hvor herinn sé líklegri til að rjúfa þá kyrrstöðu.
    Sem orðin sé?
  2. Pútín, gæti fyrir-skipað almennt herútboð.
    Hinn bóginn, gæti það ekki nýst, fyrr en kallaðir til herþjónustu hafi fengið næga herþjálfun.
  3. Úkraínu-menn,fyrirskipuðu almennt herútboð, um leið og innrás Rússa hófst, 24. febrúar 2022.
    Úkraínu-her hefur nú haft 4-mánuði til að þjálfa.
    Þegar almennt herútboð var fyrirskipað, sagði Zelensky að yfir milljón hafi fengið þær skipanir -- ef ég gef mér það sé rétt tala.
    Gæti verið, ca. ágúst/september, fái Úkraínu-her liðauka upp á rúma milljón.
  • Spurningin sé þá ekki síður, hvaðan þeir fá vopn?

Úkraínumenn sögðu NATO 13/6 sl. Úkraínu-her, til að tryggja sigur, þyrfti:
--1.000 155mm fallbyssur.
--300 eldflauga-skotvagna.
--500 skriðdreka.
--2.000 bryntæki.
--1.000 dróna.

Það væri freystandi, að túlka það sem - pöntunar-lysta fyrir:
Þá er kallaðir voru í herinn, til herþjálfunar, er stríðið hófst.

Ef tækist að vopna þann nýja her með NATO vopnum, gæti úkraínsk sókn hugsanlega orðið.

 

Kv.


Átök halda áfram í Luhansk héraði Úkraínu - orrustan um Sieviero-Donetsk borg enn í gangi - Rússlands-her hugsanlega að undirbúa sókn að Slovyansk. Þann 9/6 gerði Rússlands-her árás Norðan við þá borg! Árangur þeirrar árásar er umdeildur!

Mér virðist almennt litið - átök í Úkraínu að nálgast kyrrstöðu. Sóknar-tilraunir Rússa, eru ekki mjög stórar í sniðum. Skv. fregnum, virðast tilfærslur Rússa á liði, algerlega háðar vegum - og þeir ráðast nú alltaf fram, á mjög þröngri landræmu.

Sumir minna lesenda - eru á bandi Rússa. Og lesa rússn. fjölmiðla!
Sem að sjálfsögðu - enginn heilvita maður ætti að taka í nokkru mark!

Russian forces continued to prepare for offensive operations from the southeast of Izyum and west of Lyman toward Slovyansk and likely made marginal gains north of Slovyansk on June 10

 

Gul svæði á mynd eru - svæði Rússar segjast hafa nýlega náð!
Eins og allaf þegar - aðilar að stríði halda einhverju fram.
Ber að taka öllum fregnum - með fyllstu varúð!

  1. Best er að skoða þetta á korti, því það sýnir - fullyrðingar stríðs-aðila í samhengi.
  2. En ef, maður tekur mark á fullyrðingum rússn. fjölmiðla, frá 10/6 þá náði Rússneskur her, einhverjum landskika -- handan Siverskyi Donets ár.

Ef satt er, gæti það skipt máli! Svo fremi, Rússland nái að færa verulegt lið til.

Kort frá 10/6 sl.

Map of eastern Ukraine, showing Russian areas of control, updated 10 June

  1. Skv. fregnum eru Rússar þó - enn a.m.k. - rúmlega 20km. frá Slovyansk.
    Og enginn vafi getu verið, að ef Rússar hafa bráða-birgða-brú þar.
    Þá sé stöðugt stórskota-regn frá Úkraínu-mönnum, á þann hugsanlega hólma handan ár, sem Rússar kannski náðu.
  2. Það að sækja þá 20km. jafnvel þó þeir næðu að - ræsa einhverri sókn.
    Mundi að sjálfsögðu mæta sömu hörðu andstöðunni og aðrar sóknir Rússa.
    Að sjálfsögðu, mundu Úkraínu-menn berjast hart um borgina, ef til þess kæmi.

En ég er alls ekki að gefa mér það, að þessar - nýju tilraunir Rússa takist.

  1. Þ.s. eftir allt saman, hefur sókn Rússa - sl. 2 mánuði, verið afar hæg.
  2. En hún virðist bygga á þeirri aðferð, að Rússar safna miklu stórskota-liði.
  3. Sprengja allt í tætlur, og síðan gera tilraun að taka þann skika - þeir hafa algerlega lagt í rjúkandi rústir.

Sú sóknar-aðferð er að sjálfsögðu, afar hæg! Gefur varnarliði, nægan undirbúnings-tíma.

  1. Málið er, að á 2-mánuðum, hafa Rússar í reynd ekki tekið - stórfellt landsvæði.
  2. Og enn er barist um megin-bitann, Sieviero-Donetsk.

Þeir bardagar virðast ekkert vera að hætta!

  • Það gefur mér fulla ástæðu að efa -- að Rússar hafi afl, til að sækja alla leið að Slovyansk, þaðan að síður til að taka þá borg.
  • Málið er, að mjög sterkar vísbendingar eru á þann veg -- að Rússar skorti samtímis mann-skap til að halda stríðinu áfram og tækjabúnað til þess sama.

Sá skortur var orðinn ljós, áður en orrusturnar í Donbas - sl. 2 mánuði hófust!
Ég er því algerlega sannfærður að, það sé einungis spurning um tíma, hvenær sóknar-tilraunir Rússa -- stoppa einfaldlega vegna þess, herinn sé örmagna!

  • Því meir sem Rússar bíða manntjón og tækja-tjón - óhjákvæmilegt þegar þeir gera árásir með liðs-afla; þá færist sú stund nær.
  • Því þær árásir, að sjálfsögðu gera -- skortina á báða sífellt verri.

INTERACTIVE Russia Ukraine War Who controls what in Ukraine Day 109

Ég geri nú ráð fyrir því, sókn Rússa nái aldrei því markmiði að taka Donbas.
En það er eins og, að Pútín krefjist þess - m.ö.o. það sé orðið að skilgreindu lágmarks markmiði, svo Pútín telji sig geta lýst yfir einhvers konar sigri.
En það hefur alltaf blasað við, að Pútín mun kalla það sigur - hvað sem loka-staða sú endar, þegar Rússa-her getur ekki meir.

  1. Ég ætla því áfram: Að spá því að Pútín óski eftir vopna-hléi innan skamms.
  2. Samtímis, geri ég ráð fyrir því, Úkraínu-menn hafni því boði.

Því eftir allt saman, er ég algerlega á því að Úkraína-ætli sér að hefja eigin gagnsókn, síð-sumars, eða hugsanlega snemma nk. haust!
En auðvitað, á það eftir að koma í ljós, hvort Úkraína verður fær um slíkt.

  1. Hinn bóginn, er stöðugt verið að styrkja Úkraínska herinn með vopna-sendingum.
  2. Og ég er viss, að Úkraína hefur verið að þjálfa nýjan her, síðan frá upphafi innrásar -- í febrúar.
    Sbr. almennt her-útboð, karlmönnum á herskyldu-aldri, ekki heimilað að yfirgefa landið.
    Hinn bóginn, taki tíma að þjálfa nýjan her - var fyrr en síð-sumars, eða nk. haust, að slíkur her geti verið tilbúinn.
  3. Þangað til, þarf líklega - úkraínski fasta-herinn að halda stöðunni, eins best og hann getur.

Og vísbendingum um vandræði rússn. hersins fjölgar stöðugt - sbr. mann-afla-skort, og tækja-skort. Rökrétt, halda þau vandræði áfram að versna, því eftir allt saman - er rússn. herinn enn að gera tilraunir til að ráðast fram, sem þíðir - meira tjón!

Því sé það einungis spurning um tíma - ekki spurning, hvort.
Að Rússn. herinn verði máttvana, og geti ekki sókt frekar fram!

Ef Rússar tóku Bilorivka í sl. viku, eins og þeir halda fram.
Er þetta kort orðið smávægilega úrelt!
En ef það er rétt, hafa Rússar þar, tá-hald yfir Siverskyi Donets á.
Fregnir þar um eru - óstaðfestar!
Í sl. viku sagði ég frá -misheppnaðri fyrri tilraun Rússa- v. Bilorivka.

Bloody river battle was third in three days - Ukraine official - BBC News

Niðurstaða
Ég er fullkomlega hættur að hafa nokkrar minnstu áhyggjur af því, að Rússar vinni í Úkraínu - sigur. Þá meina ég, nái einhverju því fram, sem hægt sé að nota sem réttlætingu þess, að það hafi verið þess virði að hefja þetta stríð.

  1. Eins og allir vita, þá reyndi Rússland fyrst að sækja fram samtímis í Suður-Úkraínu, SA-Úkraínu, ásamt tilraun til að taka - Kíev borg, og borgir Norðan Kíev.
    Plan A.
  2. Í apríl, hóf Rússland nýja sókn í S-Úkraínu, og SA-Úkraínu.
    Og færði lið er var í N-Úkraínu, til þess að berjast á hinum vígsstöðvunum.
    Fullyrt var af rússn. hershöfðingjum, að til stæði að taka gervalla S-Úkraínu.
    Þ.e. alla strandlengju landsins, mynda landtengingu við Moldavíu.
    Plan B.
  3. Síðan í Maí, hefur verið ljóst, að plan Rússa hefur minnkað í 2-sinn.
    Þ.e. árásir hafa einskorðast við Luhansk hérað, þ.e. þau svæði sem Úkraína hefur enn haft þar - sl. 2 mánuði.
    Plan C.

Punkturinn er sá, að sérhvert sinn - er Rússland endur-skipuleggur.
Þá minnkar planið!

Ég held nú -- aðgerða-plan C, náist ekki fram!

  • Mér virðist flest benda til þess, að Úkraína haldi - Lycyshansk, handan Donets ár, og að sókn Rússa nái sennilega aldrei til Slovyansk.
  • En tilgangur Úkraínu, í því að berjast áfram í  Sieviero-Donetsk, er bersýnilega sá - halda fjölmennu rússn. liði föstu í því að berjast um þá borg.
    Ekki ósvipað því er áður var barist um Mariupol.

Það þíðir að sjálfsögðu, að einhverjar aðrar sóknar-tilraunir Rússa, hafa þar með mun minni mátt en annars. Meðan Úkraínumenn, eru sæmilega öruggir í Lycishansk enn, geta auðveldlega flutt lið til að styðja sína menn - í borginni hinum megin ár.
Þá geta Úkraínumenn, haldið þeim bardaga áfram - tilgangur þess, geti úr þessu vart verið annar en sá, að binda rússn. lið í þeim bardaga.
Enda borgin vart annað en rústahrúga úr því sem komið er.

En þ.e. einmitt málið, af hverju ég segi - að Rússland geti aldrei náð því fram sem í nokkrum skilningi geti úr þessu réttlætt innrás; jafnvel þó Plan C að taka Donbas næði fram, væri innrásin ekki þess virði, því Rússar eru að leggja allt í rúst.
Þeir taka einungis rjúkandi rústir, þ.e. svæði sem eru eyðilögð.

Málið er, að allt sem hefur efnhagslega vikt á þeim svæðum.
Er þá einnig algerlega ónýtt!

  1. Burtséð frá því, hvort landið ræður Donbas úr þessu.
  2. Sé ljóst, það fyrrum iðnaðar-hérað, verði nær einskis virði.

Því eyðilegging stríðsins, stefni í að vera fullkomin!
Rússar geti því aldrei - grætt á því - í nokkrum skilningi.

  • Nána eina sem Rússar hugsanlega ná fram, er efnahagslega veikari Úkraína.
  • Sem sé á kostnað þess, að Rússland - veikist samtímis, tapi háu hlutfalli síns hers, og þar með veikist stórfellt sem herveldi - því í alþjóðlegum pólit. skilningi.

Þetta sé því -- Fyrrískt, í öllum hugsanlegum skilningi.
Og ég tek fram, að ég er ekki á því, að Plan C - nái líklega fram!
Og ég held, að Úkraína, muni geta náð fram líklega öflugri gagnsókn á nk. mánuðum!
Ég sé því alls ekki sannfærður Rússland haldi því landsvæði það hafi hertekið þetta ár.

Þetta stríð séu því gríðarleg mistök fyrir Rússland!

 

Kv.


Ljóst megintilgangur Úkraínu í átökum í Luhansk, að hindra Rússa í að komast yfir Sieviero Donets ána, ein af þverám Don! Orrustan hefur þegar fengið nafn, nefnd :Orrustan við Sieviero Donets! Manntjón Rússa virðist - óþekkt, almennt talið stórfellt!

Tölur um mannfall Rússa eru gríðarlega háðar óvissu, Úkraínumenn telja yfir 1000 hafi farist í átökum er stóðu yfir dagana 5. - 13 maí, við bæinn Bilohorivka. Sögur segja að Rússar hafi misst yfir 80 brynvarin hertæki í tilraun til að komast yfir, Siverskyi Donets.

Loftmynd er sýnir leyfar af bráðabirgðabrúm og eyðilögð tæki við Siverskyi Donets á!
Hópur eyðilagðra skriðdreka liggur eins og brak er hafi flotið að bakka neðst á mynd!

Debacle On The Donets: How Russian Forces Got Obliterated Trying To Cross A River

Hér er mjög ítarleg umfjöllun um orrustuna: Debacle On The Donets: How Russian Forces Got Obliterated Trying To Cross A River.
Áin virðist einnig gjarnan kölluð - í stuttri mynd: Donets!

  • Skv. þessari frétt, sjást 73 eyðilögð tæki á myndum.
    Myndirnar sýna stóran val af eyðileggingu!
  • Það virðist því ljóst, að Rússar hafi tapað a.m.k. hundruðum.
    Ef ekki svo hátt sem 1þ. sem Úkraínumenn staðhæfa.

Það sé þó á tæru, þessi orrusta hafi verið töluvert áfall fyrir Rússa:
Rússneskir bloggarar hafa þorað að gagnrýna rússn. her-yfirvöld!

Yuri Podolyaka - The last straw that overwhelmed my patience was the events around Bilohorivka, where due to stupidity — I emphasize, because of the stupidity of the Russian command — at least one battalion tactical group was burned, possibly two.

Starshe Eddy - called the actions of the commanders not idiocy, but direct sabotage

Vladlen Tatarski - Until we get the last name of the military genius who laid down a B.T.G. by the river and he answers for it publicly, we won’t have had any military reforms.

Skv. þeim er telja sig hafa vit á -- hafi tilraun Rússa, ekki verið vel útfærð.
Hinir rússn. bloggarar sem gagnrýna eigin herstjórn - virðast a.m.k. sammála því.
--Þó þeir og Vestrænir skoðendur séu að sjálfsögðu fullkomlega ósammála um réttmæti innrásar í Úkraínu.

Eftir að sú tilraun mistókst, var ljóst að Rússum mundi ekki takast að umkringja her Úkraínmanna, sem verst árásum við Sieviero-Donetsk (Severo-Donetsk) borg, og Lysychansk borgin beint á móti handan við Siverskyi Donets ána!
Rússar sem sagt, brugðu á það ráð, að ráðast að Sieviero-Donetsk borg, án þess að geta umkringt her Úkraínumanna, sem þíddi að Úkraínumenn gátu stöðugt flutt vopn, vistir og liðsauka til þess liðs, er hefur fram á þennan dag -- enn varist í rústum Sieviero-Donetsk borgar.

  • Ath. tvær stafanir á nöfnum í gangi: Sieviero-Donetsk - er Úkraínsk mynd nafns/ meðan Severo-Donetsk virðist rússnesk mynd sama nafns.
    Fjölmiðlar nota báðar myndir nafnanna til skiptis.
  • Rússn. útgáfa nafnanna er þekktari.

Bloody river battle was third in three days - Ukraine official - BBC News

Orrustan um borgina, Sieviero-Donetsk/Severo-Donetsk - stendur enn yfir!
Ef marka má fregnir, þá hófu Úkraínumenn gagnsókn í borginni sl. föstudag, þá höfðu Rússar áætlað ca. 70% hennar -- í dag sunnudag, virðist að Úkraínumenn hafi ca. helming, þannig staðan sé 50/50 ca.
Úkraínumenn, staðhæfa manntjón Rússa, af gagnsókn Úkráinu-hers í borginni, hafi verið mikið, en eins og allt slíkt, þá er engin leið að staðfesta nokkurt.

  1. Það sem er áhugavert við þessa bardaga er það -- Rússar virðast lítt hafast að á öðrum víglínum, eins og þeir hafi dregið allt nothæft lið, til bardaganna á Luhansk svæðinu þ.s. Sieviero Donets eða stutt mynd, Donets - áin flæðir um.
  2. Borgirnar sem barist eru um, eru sitt hvorum megin ár.
    Megin orrustan um borgina, þeim megin ár þ.s. megin-her Rússa er staddur.
    Úkrínumenn handan ár, í Lysychansk -- virðast sæmilega öruggir.
    Og vera enn mögulegt, að færa lið yfir á, til að styrkja og styðja við eigið lið.
    Í borginni handan ár, þ.e. Sieviero-Donetsk.
  • Og orrustan heldur áfram af miklum krafti eins og sl. -- 2 vikur.
  • Þetta gæti verið á leið að verða, stærsta orrusta stríðsins til þessa.

En Rússar virðast hafa nær allt tiltækt lið hers þeirra í Úkraínu, í henni.
Sem þíðir, að orrustan er einstakt tækifæri einnig fyrir Úkraínu-her.
Að hugsanlega brjóta hinn Rússnerka her í beinum átökum, hugsanlega endanlega!

  • Málið er að sl. 3 vikur hafa komið fram skýrar vísbendingar um vandræði hjá Rússum!
  1. Fyrir Rúmri viku, afnám ríkisstj. Rússl. efri aldursmörk í hernum. Þíðir, að Rússa-her getur kvatt eldri hermenn en áður til herþjónustu. Líklega er hugsunin að sækja gamla reynslubolta. Því er þetta líklega skýr vísbending um skort á reyndum hermönnum, í Úkraínu. Er aftur virðist staðfesta mikið manntjón Rússa.
  2. Fyrir rúmri viku, hóf Rússl. beitingu T62 í Úkraínu, og í sl. viku, var tilkynnt að Lukahensko væri að senda skriðdreka til Rússlands, frá takmörkuðum birgðum hins Hvít-Rússn.-hers. Þetta virðist afar skýr vísbending um skort á skriðdrekum. Er virðist staðfesting þess, Rússa-her hafi greinilega beðið mikið skriðdreka-tjón.
  • Harðar orrustur nú nærri samfellt í mánuð í Luhansk, hljóta að gera skort á hæfum einstaklingum, og skort á tækjum -- verri!
    Enda getur vart annað verið en að Rússar hafi misst mikið af hvoru tveggja.
    Þið getið auðvitað litið á myndirnar að ofan þ.s. mikið af eyðilögðum tækjum eru.

Þess vegna held ég að þetta geti verið síðasta stóra sóknar-tilraun rússn. hersins!
Eftir hana virðist mér sennilegt að rússn. herinn verði hreinlega útbrunninn!

Mig grunar, Úkraínumenn sjái nú tækifærið -- er liggi í að halda orrustunni áfram.

INTERACTIVE Russia Ukraine War Who controls what in Ukraine Day 102

Árás Úkraínuhers nærri Kherson hefur vakið mun minni athygli!
Úkráinu-her hóf þá árás fyrir rúmri viku, hefur síðan tekið þunna landræmu - sbr. blár litur á mynd.
Her Rússa á Suður-svæðinu, virðist hafa grafið sig niður.
Engin sókn, hafi hafist þar, í kjölfar falls Mariupol.
Heldur hafi lið verið sent til Luhansk, til að taka þátt í árásum þar.

  • Úkraínuher hafi talið sig sjá tækifæri, í því að lið hafi verið fært af Suður-svæðinu, er hann hóf tilraun til að -- prófa þolryfin í varnarlínu Rússa þar.
  • Spurningin er um gæði þess hers er ver hana, en ef það eru fyrst og fremst - óreyndir conscript - er óvíst að slíkir verjendur hafi mikið þan-þol.

Enn liggur ekki fyrir að Úkraínuher, nái þar eiginlegu gegnumbroti.
Sá her hafi samt komist yfir á, á svæðinu - er getur skipt máli síðar meir.
Og lið Úkraínu, sé nærri vegi er Rússar nota, geta líklega skotið á umferð - með stórskota-vopnum.

Þetta er dálítið eins og Rússar og Úkraínumenn, séu -- boxarar.
Annar boxar með öðrum hramminum, meðan hinn verst þeim höggum -- meðan að hrammurinn á hinni hendi sé notaður til að ráðast að hinni hlið mót-aðila.

  1. Spurningin sé, því að línur Rússa eru nú langar orðnar í Úkraínu.
  2. Hvort -frumkvæðið- gæti færst yfir til Úkraínu?

En ef Rússar hætta geta sóknt fram, verður það hlutverk Úkraínu, að prófa varnir Rússar hér og þar, í leit að veikum hlekkjum til hugsanlegs gegnumbrots.
Það hefur einmitt verið spurningin, hvenær til-færslan á frumkvæðinu verður.

Mig grunar að sá tími sé nærri!

Russia-Ukraine war: day 102

understandingwar.org - Ukraine Conflict Updates

Oryx - Documenting Russian Equipment Losses During The 2022 Russian Invasion Of Ukraine

Tölur Oryx yfir tjón Rússa á hertækjum eru stöðugt áhugaverðar!

Oryx - Documenting Ukrainian Equipment Losses During The 2022 Russian Invasion Of Ukraine

Á móti, tölur Oryx yfir tjón Úkraínu á hertækjum!

  • Oryx - birtir einungis staðfest tjón, sbr. skv. gerfihnatta-greiningu!
    Alltaf mynd við sérhvert -claim.-

 

Niðurstaða
Orrustan á svæðinu nærri Sieviero Donets ánni, eða Donets á -- heldur áfram. Orrustur á því svæði hafa nú staðið yfir samfellt nær mánuð.
Og eru líklega á leið að verða hörðustu orrustur stríðsins, mannfall er óþekkt.
En þó augljóslega mikið -- staðfest t.d. mikið manntjón Rússa, er Rússar reyndu að brjóta sér leið yfir - Donets um miðjan maí.
Augljóslega, hefur mannfall haldið áfram, og þ.s. Rússar sækja fram, hlýtur þeirra manntjón áfram að vera mikið.

Augljóslega er manntjón Úkraínu, einnig töluvert, hinn bóginn hefur Úkraína -- kosti þess að vera í vörn, auk þess vopna-búnaður Úkraínu nú sumpart er betri.
Það sem Rússar hafa á móti, er yfirburðir í stórskota-liði, þ.e. flr. fallbyssur.

Hinn bóginn, þíða yfirburðir Úkraínu í skriðdreka-flaugum.
Að sérhvert sinn, Rússar beita bryn-vörðum tækjum, þá bíða Rússar stórfellt tjón!
--Að sjálfsögðu hafa Úkráinumenn yfirburði þar, eftir gjafir NATO á yfir 30þ. slíkum flaugum.

Ég tel mig hafa ástæðu að - gruna - að her Rússa sé að blæða út.
Þ.s. hann sé sl. mánuð, eingöngu með sókn í Luhansk héraði.
--Þ.s. núverandi orrustur og orrustur undanfarins mánaðar hafa staðið yfir.

Eina orrustan önnur, sé atlaga Úkraínumanna nærri Kherson.
Er enn veki litla atygli, þ.s. sú sókn hafi ekki enn náð stóru gegnumbroti.
Hún hafi þó greinilega þrýst á varnarlínur Rússa þar!
--Þarna eru Úkraína og Rússar -- eins og boxarar með 2 hramma.

Slá til hægri eða vinstri!
Nú er eins og báðir boxararnir - standi nokkuð jafnt að vígi.
--Ég held samt, að rússn.boxarinn sé farinn að þreitast, meðan að Úkraína sé að styrkjast, sérstaklega gríðarlega auknar vopnasendingar.

Samtímis sé mjög greinilegt að Rússa-her lýði versnandi skort á tækja-búnaði.
Auk augljóss skorts á þjálfuðum einstaklingum!

  • Tjónið í átökum, hljóti að vera auka við þann skort!
  • Samtímis, og Úkraína hafi framleiðslu allra Vesturlanda sem - bakland.

Þess vegna tel ég ljóst, að það sé farið að halla á Rússa.
Og héðan í frá líklega í auknum mæli, verði sú staða skýrari og skýrari.

Þess vegna grunar mig að Pútín eigi eftir að óska eftir almennu vopnahléi innan 2ja til 3ja vikna!
En reikna með því, að Úkraína hafni því boði!

 

Kv.


Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.12.): 0
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 31
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 28
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband