Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2021

Ætla gerast svo grófur að spá stórfelldu hruni Rússlands innan nk. 20 ára! Hrun á skala hruns Sovétríkjanna 1993. Er á því Rússland eigi nánast enga mögulega undanleið úr þessu!

Ég ræddi um framtíð Rússlands með þessum hætti síðast 2014, en það ár hófust átök við Rússland um Úkraínu -- þar sem Pútín sjálfur hóf þau átök, m.ö.o. það var ekkert vestrænt samsæri sem hann var að berjast við, heldur eftir því sem ég best sá það ár var ákvörðun Pútíns að hefja þau átök hans algerlega eigin og líklega ákvörðun hans um að -- hætta samvinnu við Vesturlönd!
--Pútín að sjálfsögðu sem njósnari í A-Þýskalandi á kalda-stríðs árunum, sem yfirmaður þá í KGB og þekkti átök þess tíma, sem dæmi deiluna um -meðal-drægar-eldflaugar- er var stærsta deilan á Vesturlöndum á þeim árum.
--Eftir hrun Sovétríkjanna, kom í ljós -- að KGB hafði aðstoðað svokallaðar -friðarhreyfingar- þess tíma, er börðust gegn svari Vesturvelda á þeim árum við uppbyggingu Sovétríkjanna á þeirra meðal-drægu eldflaugum, með því að setja upp sambærileg kerfi í V-Evrópu.

Fyrir rest, vart gert samkomulag við Sovétríkin að báðir aðilar afnæmu sín meðal-drægu-eldflauga-kerfi, en ólíklegt að það samkomulag hefði náðst fram, ef tilraun KGB til að hafa áhrif á almennings-álit á Vesturlöndum í gegnum það með leynd að styðja andstöðu-hreyfingar með fé og stuðningi við þeirra áróður, hefði haft sigur.
Pútín hlýtur að þekkja þau átök mjög vel er áttu sér stað á 9. áratug 20. aldar.

Hvernig áróður stjórnar Pútíns hefur verið síðan 2014 kemur mér mjög kunnuglega fyrir sjónir, einmitt því ég man KGB áróðurinn frá Kalda-stríðinu.

  1. Eiginlega punkturinn er sá, að Pútín getur eiginlega ekki - ekki hafa vitað hver viðbrögð Vesturlanda mundu verða, er hann hóf árás-ar-stríð gegn Úkraínu.
  2. Þannig að það komi vart annað til greina, en hann hafi ákveðið -- að slíta stórum hluta tengslin við Vesturlönd, fullkomlega vísvitandi.
    --Ályktanir mínar frá 2014 voru þær, hann hljóti hafa gert þetta til að verja eigin persónulegu völd.
    --En áróðurs-kennd umræða um -flauels-byltingar- gaf vísbendingar taldi ég, um ótta Pútín stjórnarinnar - við hugsanleg vaxandi áhrif Vesturlanda innan samfélags Rússlands.

Til varnar eigin völdum - og völdum þess hóps er stjórnar Rússlandi með Pútín.
Hafi Pútín tekið þá ákvörðun að -- fórna efnahagslegri framtíð Rússnesks almennings.
--Bendi fólki á að kjör í Rússlandi eru ca. 1/3 lægri í dag, en það ár.

Framreiknuð efnahagsleg framtíð Rússlands er hreint beint hrikaleg.
Þess vegna er ég á því að Rússland muni hrynja - í annað sinn.
--Í því ljósi mun líklega ákvörðun Pútíns að bindast Kína sífellt nánari böndum reynast ákaflega hættuleg.

Ég varaði við því 2014 -- að náin tengsl við Kína væru eitruð framtíðar-pylla.
Meðan skref fyrir skref væri Pútín komin á þá línu, að loka á Vesturlönd.
--Þó svo Pútín dreifi stöðugt áróðri er ásaki Vesturlönd um þær lokanir, þá stafa þær alltaf af ákvörðunum sem Pútín hefur tekið hvert sinn - sem Pútín getur þekkingar sinnar á Vestrænu samfélagi líklegum viðbrögðum þess - ekki annað en hafa fyrirfram vitað hvernig líklega yrðu.
--Þegar Pútín vísvitandi tekur hverja ákvörðunina eftir annarri, sem heggur í sama knérunn, þ.e. eykur ósætti Vesturlanda við hans stjórn - vegna ákvarðana sem Pútín hefur tekið sem varla getur verið að hann hafi ekki fyrirfram áttað sig á að mundu auka óvinsældir hans meðal Vesturlanda -- þá einnig ákveður hann að hleypa Kína nær.

  1. Málið er að hin eiginlega hætta fyrir Rússland er Kína.
  2. Ekki Vesturlönd.

File:Amurrivermap.png

Gamlar athugasemdir:

  • Að halla sér að Kína getur verið leikur að eldinum fyrir Rússland.
    Í þeirri færslu, nefni ég þessar hættur. Bendi einnig á að Rússland stal gríðarlegu landi af Kína á 19. öld. 
    Amúrársvæðið var hluti af Kína til 1858, er Rússland þvingaði fram nýtt samkomulag, með hótunum um innrásir í Kína veldi Qing keisara þess tíma.
    Fyrra samkomulag um landamæri 1689: Treaty of Nerchinsk. Þvingað samkomulag 1858: Treaty of Aigun.
    Sérhver sá Rússavinur er heldur Kína hafi fyrirgefið þetta, er ákaflega næívur.
    Kína hefur 10-falda fólksfjölda, samtímis stór svæði í A-Síberíu afar dreifbýl en samtímis auðug af hráefnum.
    Samtímis er Rússland fjárhagslega miklu mun veikara land.
    Og í efnahagslegri hnignun er mun ágerast hratt á nk. árum - enda í hruni.
  • Veldi Kína í Mið-Asíu vex hratt, meðan eru áhrif Rússlands á hröðu undanhaldi - verður Rússland leppríki Kína?.
    Þetta sagði ég einnig 2014 - setti upp spurningar-merki um, leppríki.
    Þetta virðist manni nánast - örugg afleiðing Pútín-stefnunnar.
    Að Rússland sé að þróast yfir í nokkurs konar -- kínverska nýlendu.
    Þ.s. eftir því sem Rússlandi hnignar hraðar - þá ráða kínverskir aðilar meiru innan Rússlands -- fyrir rest verða Kínverjar fleiri en Rússar á stórum svæðum í A-Síberíu.

    Ef eitthvað er, eru vísbendingar að þetta sé rétt ályktað hjá mér 2014 - skýrari í dag.
    --Í athugasemdinni bendi ég að auki á þá staðreynd - að ekkert land hafi tapað meir á vexti veldis Kína, en einmitt Rússland.
    Fyrir 2000 hafi Rússland enn átt Mið-Asíu, en áratuginn frá 2000-2010 hafi Kína verið með hraða efnahagslega yfirtöku á því svæði, sbr. með lagningu gasleiðsla.
    2014 var svo komið að Kína þegar keypti nær alla olíu og nær allt gas er þau lönd framleiða.
    **Áður fyrr, fór það allt í gegnum Rússland - Rússland tók af því toll og græddi á.
    **Efnahagslegt tjón Rússlands, ég benti á, hlýtur að hafa verið stórt.
  • Ég hef afskaplega litla trú á því að bandalag Rússlands og Kína, geti gengið upp til langframa.
    Í þeirri athugasemd, árétta ég þá punkta enn frekar.
    Að ákvörðun Pútíns um bandalag við Kína - sé augljóslega strategískt séð, röng ákvörðun.
    Þ.s. saga áranna á undan, hafi verið hratt undanhald Rússlands á Asíu-svæðinu, samtímis hröð yfir-taka Kína, er þíði tap Rússlands í sérhvert sinn.
    Rökrétt, er Rússland sjálft -- næsta bráð Kína.
  • Mér virðist Rússland stefna í að verða "dóminerað" af Kína.
    Enn aftur tek ég sama punkt í þessari athugasemd, frá 2014.

Íbúadreifing Rússlands í grófum dráttum eftir svæðum (sjá kort)!

  1. Eins og sést er meginþorri íbúa.
  2. í Evrópuhluta Rússlands.
  3. Meðan að fólksfj. Rússlands A-megin er tiltölulega mjög lítill, á móti vel yfir milljarð íbúafjölda Kína.

http://upload.wikimedia.org/wikipedia/commons/7/74/Russia%27s_population_density_by_region.jpg

Hversu alvarlegt verður hrunið framundan fyrir Rússland?

  1. Kína líklega tekur yfir nær alla Síberíu - hugsanlega alla leið upp að Úral.
  2. Ég reikna einnig með því - Rússland tapi öllum Múslima-svæðum, væntanlega við hrunið hefjast uppreisnir á þeim öllum; og þær uppreisnir fái stuðnings Múslima-landa fyrir Sunnan landamæri Rússlands núverandi.
  3. Eftir verði Evrópu-kjarni Rússlands. Sá hluti, gangi líklega Vesturlöndum á hönd.
    M.ö.o. kjarninn af Rússland, verði hluti Vesturlanda.
    Landamæri milli Vesturs/Austurs - liggi ca. um Úralfjöll eða eitthvað Austan við.
    Þ.s. landamæri Rússlands við Kína þau nýju taki við.

Ég reikna með gríðarlegum þjóðernis-hreinsunum á Rússum, í þeim löndum sem Rússland tapar.
Og sá mannfjöldi - verði hrakinn til þess er eftir verður af Rússlandi!
Því miður eru þjóðernis-hreinsanir sögulega séð gjarnan afleiðing slíkra hruna!

  1. Ástæða þess að ég tel hrunið öruggt nú, er nýleg yfirlýsing ríkisstjórna Bandaríkjanna og Kína um aðgerðir í loftslagsmálum.
  2. Ég geri ráð fyrir að báðar ríkisstjórni -- meini það, að stefna að helmingun losunar gróður-húsa-lofttegunda, árið 2030.

U.S.-China Joint Statement Addressing the Climate Crisis

Global climate summit: US sets emissions target for 2030; China offers no new commitments

 

Hvað þíðir helmingun útblásturs beggja ef það næst fram 2030?

  1. Við skulum gefa okkur, að markmiðin náist ekki alveg -- t.d. segjum 30% minnkun.
  2. En jafnvel það er meir en nóg, til að tryggja að -terminal- lækkun olíuverðs virkilega hefst á þessum áratug.

Þessi 2 lönd eru langsamlega stærstu hagkerfin í heimi.
Ef þau minnka verulega útblástur á þessum áratug.
Þá er það nóg til að leiða til minnkunnar hnattrænnar eftirspurnar eftir olíu, líklega.

  • Það þíðir að olíuverð verður lægra 2030 líklega verulega en í dag.
  • Og síðan að verðlag olíu haldi síðan áfram árin á eftir að lækka.
  1. Vandinn er að Rússland hefur veðjað allt á olíu.
  2. Það hefur líka hirðin í kringum Pútín.
  3. Allt valdakerfið - er á grunni olíutekna.

Þegar olíutekjurnar þverra ár hvert - þá veikist á grundvöllur ár hvert.

  • Rússlands-stjórn hefur ár hvert minni tekjur.
  • Hirðin í kringum Pútín, hefur minni tekjur.
  • Og almenningur að auki, hefur minni tekjur.
  1. Snemma á þessu ári, voru fjölmenn mótmæli.
  2. Kerfið í ár reyndist nægilega sterkt.

En þegar olíutekjurnar minnka ár eftir ár - þá einnig hefur rússn. ríkið minna fé til að borga her og lögreglu, og að auki minni peninga til að greiða embættis-mönnum.

  1. Það rökrétt þíðir, að spilling héraðs-stjórna mun vaxa ár frá ári, eftir því sem geta miðstjórnarinnar til að hemja hana - hafa eftirlit, minnkar ár frá ári.
  2. Spilling vex þá alls staðar, m.ö.o. innan stjórnkerfis héraða og borga, sem og ríkisins sjálfs - innan hers og innan lögreglu.

--Í þessu samhengi, á það eftir að reynast gríðarlega eitrað, að Pútín skuli hafa hleypt gráðugum og samtímis afar auðugum og vaxandi auðugum, kínverskum aðilum að kjötkötlunum innan Rússlands.
Því eftir því sem rússn. ríkinu hnignar, minnkar einnig eftirlit rússn. ríkisins með þeim aðilum.
--Undir lok þessa áratugar, verða þeir aðilar líklega nær fullkomlega eftirlits-lausir, og með minnkandi eftirlit með héraðsstjórnum og borgarstjórnum frá Moskvu; þá eignast þau fyrirtæki þær stjórnir smáma saman hverja eftir annarri.

 

En á endanum, veikist stjórnkerfið líklega nægilega mikið til þess að byltingar-ástand og almennt upplausnar-ástand hefst í Rússlandi!

Þá reikna ég með því að sú tilfærsla landamæra ég tala um - fari fram.
--Nánast eina spurningin sé úr þessu, hvar landamærin A-megin verða akkúrat.

Ég á von á því, að sú upplausn hefjist einhvern-tíma á nk. áratug.
Að það ástand líklega hefjist innan nk. 20 ára!

  1. Þetta leiði fram hið endanlega hrun Rússlands sem meiriháttar veldis.
  2. Eftir það hætti Rússland að vera -- sjálfstæð meiriháttar valdamiðja.

Og snúi líklega aldrei aftur til baka sem slík.

 

Niðurstaða

Að mínum dómi, voru líklega síðustu forvöð á þessu ári, ef byltingin hefði heppnast. En stjórnkerfið stóðst, og það þíðir að dauð hönd Pútín-ríkisins heldur áfram. Líklega fer valdaklíkan í algera vörn er fjarar út. Beiting harðræðis/hörku vex. Þá vaxi hratt hatur innan landsins gegn stjórnvöldum er magni óöld enn frekar er hún loks skellur yfir.

  1. Pútín stjórnin var í reynd aldrei með efnahagslega sýn fyrir Rússland.
    Þ.s. gerðist var, 2003 að George W. Bush réðst inn í Írak.
    Sem leiddi til olíuverðs yfir 100 dollurum til 2015.
  2. Sú heppni var allt og sumt, m.ö.o. auknar olíutekjur fjármögnuðu öflugan hagvöxt á fyrri hluta fyrsta áratugar þessarar aldar.
    En undir lok þess áratugar, var Rússland búið að hala þann ávinning allan inn.
    Og ná því fram sem það gat náð fram auk þessa með aukningu olíuvinnslu.

Pútín fór aldrei í uppbyggingu sambærilega við Kína, er byggði upp framleiðslu-hagkerfi.
Ef Pútín hefði gert það, hefði Rússland í dag getað haft mjög mikið aðra stöðu.
--Þ.e. gæti verið langsamlega öflugasta land í Evrópu, og nægilega efnahagslega sterkt til að standast sérhverjum snúning.

En Pútín gerði þetta ekki - árið 2014, má segja hann hafi formlega lokað á þann möguleika.
En forseti Kína kom í opinbera heimsókn til Evrópu fyrr það ár, þá kom fyrsta lestin frá Kína alla leið til Þýskalands -- talað var fjálglega um nýja verslunar-leið.
--En ákvörðun Pútíns um átök við Vesturlönd um Úkraínu, lokaði þeim möguleikum algerlega.

Ég ályktaði þegar 2014, að það væri greinilega vísvitandi ákvörðun Pútíns.
Skoðun mín þar um hefur ekki breyst síðan.
--Líklega hafi Pútín óttast, að vaxandi viðskipti við Vesturlönd ásamt fjárfestingum -- mundi leiða til vaxandi áhrifa Vestrænnar hugsunar innan Rússlands.

  • Pútín hafi beinlínis valið, að henda frá -- möguleikum Rússlands að verða mögulega að viðskiptamiðju þarna á milli, þar á meðal - möguleikum á framleiðslu-hagkerfi.
  • Vegna ótta um eigin völd.

En með því vali hafi hann ekki einungis hent frá sér möguleikum Rússa til velmegunar.
Hann sé einnig að leiða fram - næsta efnahags-hrun Rússlands.
Og það að Rússland tapi óskaplegum landsvæðum yfir til - óvinveittra granna í Austri og Suðri.
--Eftir það verði síðasti möguleiki þess er eftir verði af Rússlandi, að leita til Vesturlanda.

Ég á von á að síðar meir verði söguleg sýn um Pútín í Rússlandi sú.
Hann muni hafa reynst einn allra lélegasti leiðtogi gervallrar sögu Rússlands.
--En sagan mun stara á risa-hrunið er bindur enda á alla möguleika Rússlands á að vera stórveldi, að ákvarðanir Pútíns sjálfs skuli hafa leitt það hrun fram.

  • Söguskoðunin verðu þá sú, hann hafi verið algert: disaster.

 

Kv.


Biden ætlar að taka slaginn við kola-svæði-Bandaríkjanna. Ekki að tala um átök, heldur tilraun til að tækla erfitt vandamál; hvernig á að efnahagslega umbylta þeim svæðum. Gríðarlega erfið pylla augljóslega!

Væntanlega ekki farið framhjá fólki er e-h hefur fylgst með í Bandar., að kolasvæðin þar eru í hnignun - að þau hafa verið í skarpri hnignun sl. 15-20 ár.
--Trump sannarlega fékk atkvæði þeirra svæða, út á loforð að kolasvæðin mundu blómstra undir hans stjórn -- það gerðist að sjálfsögðu ekki. Heldur hélt hröð hnignun þeirra áfram!

Kentucky coal country

  1. Málið er að - þó Repúblikanar gjarnan haldi því fram - hefur ekkert að gera með aðgerðir er snúa að umhverfis-málum. En það virðist henta Repúblikönum að nota slíkar aðgerðir -- sem blóraböggul.
  2. Hin eiginlega ástæða hnignunar kolasvæðanna -- er FRACKING. En útbreiðsla gas- og olíu-vinnslu með þeirri aðferð innan Bandar. er hófst fyrir ca. 20 árum, er akkúrat hvers vegna kola-iðnaðurinn í Bandar. hefur farið í hraða hnignun síðari ár.
  • Einfalda ástæðan er sú, að orkuver er nota kol -- eru mun dýrari í rekstri en orkuver er brenna gasi; er kemur frá -fracking- svæðunum.
    Orkuver hafa því sl. 10-15 ár verið að skipta yfir í gas-brennslu frá kolum.
    Og það hefur leitt fram stöðuga minnkun á eftirspurn eftir kolum innan Bandaríkjanna.
  • Trump básúnaði mjög sem meinta orsök, hertar reglur um útblástur.
    Hinn bóginn skipti það nær engu máli.
    Samtímis gerði Trump nær ekkert fyrir kola-svæðin.
    Fyrir utan, tilraunir til að -- ríkis-styrkja útflutning til Póllands.
    --En þ.e. eiginlega eina stuðnings-aðgerðin sem ég veit um.
    --En samtímis, hélt innanlands-eftirspurn í Bandar. áfram að dragast saman.

Málið er að allir sem fylgjast með -- vita að kola-iðnaðurinn er dauður.
Hann er dauður fullkomlega burtséð frá því - hvort menn hafna -global-warming- eða ekki.
Þ.s. dauði kola-iðnaðarins hefur með það að gera, hann er einfaldlega ósamkeppnisfær.

Áhugaverð grein í Politico: Biden takes on Dems Mission Impossible: Revitalizing coal country.

Coal country

Stóra vandamálið er að búa til önnur störf -- fyrir þau er munu hverfa!

Kola-störfin munu hverfa, þar með öll störf er tengjast beint þeim iðnaði.
Héðan í frá er ekkert sem mun stoppa þá þróun.
Spurningin sé einungis, hvort menn ætla að láta svæði einfaldlega deygja - eða ekki?
M.ö.o. svæðin fara stórum hluta í auðn, fólkið hrekjast á brott - marga enda í eymd og volæði.
Eða grípa til stórfelldra aðgerða til að hjálpa þessum svæðum!

Biden-stjórnin hefur ákveðið að hefja kostnaðarsama tilraun til hjálpar!
Bendi fólki á að sú tilraun sannarlega getur mistekist.
Hinn bóginn, lítur Biden greinilega svo á það sé tilraunarinnar virði.

  1. Martin Heinrich -- We support their schools, and throughout this transition we should support the people who have kept the lights on and made this country the greatest energy country on the face of the Earth, -- So I would support this amendment because it’s about supporting the schools in those communities.

    Í sjaldgæfri sátt, náðist samkomulag milli Biden stjórnarinnar og Repúblikana er studdu tillögu Repúblikanans Martin Heinrich, að ræsa prógramm til stuðnings skólum á hnignandi kolasvæðum.
    En eitt fjölmargra vandamála er að, þegar fyrirtækin fara - atvinnuleysi skellur yfir, þá hafa skólarnir á svæðunum verið að tapa fjármagni.
    --Það bætir gráu ofan á svart, ef menntunar-skilyrði hrapa í ofanálag.
    Það sem þetta sýnir, er hver stórt þetta vandamál er.
    En það eru mörg önnur dæmi um það, hver risastórt það mjög örugglega verður.

  2. The median solar worker is paid $24.48 per hour compared with $30.33 per hour for natural gas employees -- a study by the Energy Futures Initiative run by former Obama Administration Energy Secretary Ernest Moniz found.

    Rep. Andy Levin (D-Mich.), a former labor organizer and clean-energy consultant said -- It’s really maddening to me when people say to a boilermaker or a pipe-fitter or a laborer with a capital L who is an expert in pipeline work, ‘Oh, don’t worry, you can go install solar panels, -- That is insulting, a) because it doesn’t comprehend the incredible skill of their work and b) because it doesn’t comprehend that they have really a whole culture around the work they do.

    Capito said that in West Virginia -- We understand what's going on and, yes, we want to be a part of the solution, -- Secretary Kerry trying to equate the job of an electrician in a coal mine who makes $110,000 to a solar tech, who might make $35,000 to $40,000, is not a good analogy for our state. Honestly, I think most people who look at that and look at him, in particular, making that statement see a certain arrogance about it.

    Cartwright said -- It’s pretty simple: what people want are jobs, -- Ultimately, do people care what they're producing to work in lucrative, family-sustaining jobs? Of course not.

    Það virðist mikið af slæmri tjáningu, verkamenn í störfum - sem enn eru til; sem sagt er nánast ómögulegt sð sjá hvernig ekki munu hverfa -- upplyfa þ.s. hræsni þegar þeim er sagt að fara í endurmenntun og stefna á störf við t.d. uppsetningu sólar-panela.
    --Samt virðist sem fólk átti sig á því að -- störfin munu hverfa.

    Í hinum 2ja Trilljón Dollara pakka Biden stjórnarinnar -- er fyrirhugað að skófla peningum í vandamálið.
    --Það verður örugglega boðið upp á þjálfunar-prógrömm, fyrst að það miklum opinberum peningum er hent inn -- ætti að vera hægt að bjóða upp á þau, kostnaðarlaust fyrir verkafólk,
    --Síðan er stefnan að bjóða upp á mjög hagstæða fjármögnun - ekki ósvipað mér virðist nálgun Evrópu-sambandsins er kemur að fjármögnun verkefna í jaðar-byggðum; m.ö.o. menn fá ódýr lán --> Ef þeir eru viljugir að standa fyrir atvinnuskapandi verkefnum á kolasvæðunum.
    Þannig vonast til að einka-framtak komi til.
    --Fylkin sjálf þ.s. slík svæði, stendur til að muni fá styrki, til að efla þeirra eigin prógrömm á þeim svæðum.
    Líklega þannig, að þau hafi yfirráð með því - hvernig styrkjum frá Biden stjórninni er úthlutað.

    Auðvitað er óvisst algerlega -- hversu vel slík prógramm ganga.
    Reynslan í öðrum löndum -- að þau taka oft langan tíma að skila árangri.
    Það er, ef þau skila árangri, tekur það verulegan tíma.

    Ég get skilið að verkafólk er pyrrað að tapa störfunum -- en þegar ljóst er að það sé enginn séns að þau komi aftur bil baka.
    Þarf verkafólkið að skoða endurmenntun -- já, þ.e. pýnlegt er reynsla/þekking úreldist.
    Ef störf eru e-h lægra launuð en þau er það áður hafði, hlýtur samt vera betra að hafa ný framleiðslu-störf í annarri tegund af starfsemi, í stað þess að lenda í fátæktargildru atvinnuleysis innan Bandar.

    3. Spurningin um réttindi verkafólks. En því miður eru mörg ný-iðnaðar-fyrirtækin að veita verka-fólki mjög léleg réttindi. Elon Musk -- virðist vera að láta eins og Henry Ford í gamla daga gagnvart skipulagningu verkafólks í hans fyrirtækjum. Mikið af nýju fyrirtækjunum, virðist viðhafa -- verk-taka-vinnu. M.ö.o. fólkið í störfum en réttlaust.

    Ein af þeim spurningum sem velt er upp. Hvað vill Biden stjórnin gera í þessu.
    Biden er í samvinnu við samtök verkamanna í Bandaríkjunum.
    En þó svo sé, er óvíst hvort hann tekur málstað þeirra -- en samúð hans með þeim þó virðist raunveruleg.

    Some clean-energy companies lack the most basic of labor protections.
    Many categorize their workforce as contractors, denying them full benefits.
    Very few wind and solar companies have unions, and many opposed unionization efforts.
    Tesla CEO Elon Musk has taken a particularly strong stance against unions, with the National Labor Relations Board demanding he remove a tweet that allegedly threatened organizers.

    Það er afar sennilegt, að þetta sé stór hluti ástæðu, af hverju störfin í þeim geirum hafa tiltölulega lág laun.
    --Auðvitað eru til dýr sérfræðistörf í þeim fyrirtækjum.
    Það sem virðist, að fyrirtækin -- heimta að ráða því sjálf, hvað þau borga.
    --Verk-taka-nálgun, er í reynd ekkert betri -- en þ.s. í gamla daga var kallað, daglaunavinna.
    Öll ábyrgð er þá færð á verka-fólkið. Í því felst mikill sparnaður fyrir fyrirtækin.
    En með þessu, eru tekin af öll þau áunnu réttindi sem verka-fólk vann sig inn með áratuga baráttu.
    --Og þegar verkafólkið er ekki lengur fært um að vinna fulla vinnu. Er viðkomandi hent, eins og vél sem er orðin slitin.
    Eiginlega við-snúningur til 19. aldar hugsunar.
    Sorglegt eiginlega að -- einmitt ný-tækni-fyrirtækin séu þar í farar-broddi.

    Spurningin um réttindi verkafólks er mjög mikilvæg.
    En ef Biden tæki þeirra málstað -- gæti hann fengið þeirra atkvæði.
    Þetta eru margir af sömu verka-mönnunum er kusu Trump.
    Ef Biden mundi gera þ.s. Trump lofaði - en stóð ekki við.
    Ætti Biden raunverulegan möguleika á að -- taka yfir verkamanna-fylgi Trumps stórum hluta.

    En stóra ástæðan að margir verkamenn kusu hann, var vegna óljósra loforða - og upplyfunar að hafa verið lengi sviknir.
    --Þarna er augljóst tækifæri Bidens og Demókrata.

    En algerlega óvísst að þeir geri raunverulega þ.s. til þart - til að hala inn þau atkvæði.
    Þó er það draumurinn að hala þau inn.
    --Það virðist raunverulega a.m.k. einhver alvara að baki þeim draum-sýnum.

    Sjáum hvað gerist.

 

Niðurstaða

2-tn. pakkinn sem Biden er að stefna í að ná gegnum Bandaríkjaþing, inniheldur massívan atvinnu-þróunar-pakka, ætlað að koma svæðum í Bandaríkjunum er hafa sl. 15-20 ár lent í vaxandi vítahring til fátæktar til aðstoðar. Að aðstoða þessi svæði var mikið umrætt meðal Demókrata fyrir kosningar.
Að aðstoða þau á hvorki meira né minna að vera lykil-atriði í því, að taka atkvæðin með varanlegum hætti af Donald Trump, þannig hola upp -- Trumpista-hreyfinguna.

En þó að fjálglega hafi verið rætt á þeim nótum, Biden hafi tekið upp beint samstarf við heildarsamtök verkafólks í Bandaríkjunum - til að fá þau með sér í verkefnið. Þá er að sjálfsögðu enn algerlega óvíst -- hvað af þessu nær fram.

  1. Eitt í því, algerlega á tæru, ný-iðnaðar-fyrirtækin væru fullkomlega andvíg breytingum er bættu rétt verkafólks; þau fyrirtæki eru auðvitað vaxandi veldi í Bandar.
  2. Elon Musk hefur ekki verið ófeiminn -- að tala gegn öllum slíkum hugmyndum, með sínu vanalega óheflaða orðalagi.
    Um það minnir hann að nokkru leiti á Henry Ford -- enda vinsælt að bera þá 2 saman. En Ford var eins og mjög þekkt er mjög andvígur allri skipulagningu verkafólks á sínum vinnustöðvum, taldi sig vita miklu betur en það - hvað því hentaði.
    --Spurning hvort Musk hafi einnig þau sjónarmið.

En málið er að, ef þau fyrirtæki fá sitt fram.
Þá væru réttindi verkafólks færð aftur um meir en 100 ár.
--Sannarlega þíddi það ekki að það væru ekki dýrir starfsmenn er ekki hafa góð réttindi.
--En það þíddi, að þeir sem ekki eru eins augljóslega eftirsóknarverðir, gætu haft nánast engin.
Eiginlega lent í mjög svipaðri stöðu á daglaunamenn ca. 1930.

  • Þarna er eiginlega ný barátta í gangi.
    Biden hefur þarna raunverulegt tækifæri -- taka slaginn fyrir litla fólkið.
  • Ef hann raunverulega næði slíku fram með nýrri löggjöf.
    Hugsa ég að draumurinn um að taka verkamanna-fylgið gæti ræst.

En þarna er stórt spurningamerki. Trump raunverulega gerði ekkert fyrir þetta fólk.
Á móti, um langa hríð hafa báðir stóru flokkarnir í Bandar. -- verið þannig einnig.
Þess vegna hefur þetta fólk reynslunnar vegna góðar ástæður fyrir því að hafa efasemdir.

 

Kv.


Nýlega kynntur samstarfsamningur Írans/Kína klárlega styrkir samningsstöðu Írans! En endurvekur einnig spurningar hvort stefna Bandaríkjanna sé að þrýsta Íran til sífellds aukins samstarfs við Kína?

Sl. helgi tilkynnti ríkisstjórn Írans það að stjórnvöld Írans og Kína hefðu undirritað 25 ára víðtækan samstarfs-samning í sl. mánuði. Áhuga vekur að tilkynningin var gerð er röð heilagra frýdaga stóðu yfir í Íran -- en fréttir um viðræður ríkisstjórnanna er höfðu borist nokkru áður, vakti nokkra andstöðu meðal almennings í Íran.
Óttinn er auðvitað um sjálfstæði landsins meðal þeirra er vilja verja það sjálfstæði.

  1. Um hvað akkúrat var samið, hefur ekki verið -- birt.
  2. Þannig að innihald samningsins er á huldu stærstum hluta.

Því ekki vitað hve djúpt hann raunverulega rystir. Þar með ekki hve mikið Kína býður.
Eiginlega er ómögulegt að álykta út frá þeirri leynd.
--Hún gæti hvort-tveggja þítt, samningur gangi skammt, og að hann gangi mjög langt.

https://www.worldofmaps.net/typo3temp/images/topographische-karte-iran.jpg

Spurningin um bandalag Kína og Írans!

Ég hef velt þeirri spurningu upp mörgum sinnum!

  1. 23/11/2014 - Prúttið um Íran - vaxandi hætta á nýju köldu stríði, hefur sennilega styrkt verulega samningsstöðu Írans.
    Þarna fjalla ég um samninga er þá voru ókláraðir um kjarnorkusamning Obama við Íran.
    En í þeirri umfjöllun, bendi ég einnig á að Íran hefur samstarf við Kína klárlega sem hugsanlegan valkost - jafnvel bandalag.
    Varpa þeirri hugmynd fram hvort sú möguleiki hafi haft áhrif á stórveldaviðræðurnar við Íran, þó það hafi aldrei formlega komið fram.
  2. 9/5/2018 - Nýjar refsiaðgerðir Donalds Trumps á Íran - gætu smalað Íran upp í fang Kína.
    Þarna tala ég mjög skírt um þann möguleika.
    Að refsi-stefna Bandaríkjanna geti leitt fram bandalag Írans við Kína.
  3. 12/5/2018 - Er stefna Donalds Trumps gagnvart Íran - gjöf til Kína.
    Í þeirri færslu, árétta ég punktinn frekar - bendi á að stefnan um harðar refsi-aðgerðir, ætlað að lama efnahag landsins, leiða fram uppgjöf þess --> Væri nánast klæðskerasniðin til þess, að hámarka líkur á bandalagi Írans við Kína.
    Ég bendi á að slíkt bandalag væri mjög skaðlegt fyrir hagsmuni Vesturlanda.
    Og því væri ég afar ósammála þeirri stefnu, það er hún skv. mínu mati skaði Vestræna hagsmuni, og hagsmuni Bandar. að auki.

--Þetta er ekki tæmandi listi yfir þau skipti ég hef fjallað um samskipti Bandar. og Írans!
Og hvernig refsi-stefnan hafi takmarkað aðra valkosti Írans.
En einmitt þann, að gera samninga við Kína!

Þess vegna hef ég árum saman verið fullkomlega ósammála þeim sem voru móti Írans-samningnum.
Því hann hafi verið eina tryggingin sem Vesturlönd höfðu, að Íran tæki ekki valkostinn að gerast bandalagsríki Kína.
--Ástæðan er sú, að skv. minni bestu þekkingu, eru Íranar með metnað um sjálfstæði.

  • Ég nefni það hreinlega til sönnunar því, að Íran sé þetta lengi að taka slíka ákvörðun!
    Það sýni augljósa tregðu!
  • Það tek ég til sönnunar því, að matið á Írans samningnum hafi verið rétt.
    Að með því að tryggja opnun Írans að alþjóða-mörkuðum, ef Bandar. hefðu ekki gengið út úr honum skv. vilja Trumps -- þá hefði Íran frekar valið það að taka fjárfestingu frá mörgum áttum, ekki vera einum einstökum aðila of háð.

 

Það skrítna við stefnu bandarískra Repúblikana í málum Írans! Er það hvernig þeir hafa algerlega horft framhjá Kína -- sem valkosti fyrir Íran!

Framsetning stefnunnar í tíð Trumps var einföld.
Það er, framsetningin var þannig sett fram að um væri að ræða -- binary model.

  1. Aðgerðin snerist um að loka á aðgengi Írans að mörkuðum, þvinga Íran til uppgjafar.
  2. Engu orði var minnst á Kína!

Binary -- þ.s. látið var svo að samskiptin væru eingöngu -- Íran vs. Bandaríkin.
En ekki -- 3. hliða, þ.e. Íran - Kína - Bandaríkin.
--Sem er hin raunverulega staða.

Mér fannst afar sérstakt hvernig Trump stjórnin -- algerlega leiddi hugann frá Kína.
Í samhengi Mið-Austurlanda, þó er Kína í dag stærsti fjárfestirinn í Írak.
Og einn allra stærsti kaupandi olíu af ríkjum við Persaflóa.
--Sama tíma, hafði Trump stjórnin afar miklar áhyggjur af vaxandi veldi Kína í heims-málum.

Þess vegna var ég allan tímann svo fullkomlega - dolfallinn, að Kína var aldrei höfð í módelinu sem Trump stjórnin bjó sér til, varðandi hvernig aðgerðin ætti að ganga fram gegn Íran.

  1. Trump stjórnin, virtist sem sagt -- alls ekki reikna með Kína sem geranda í deilu Bandaríkjanna við Íran.
  2. Ég er einfaldlega fullkomlega forviða yfir slíkri afstöðu.

--Þegar menn fullkomlega blinda sjálfa sig gagnvart mikilvægum leikmanni.
Þá auðvitað skapa þeir sjálfum sér þá hættu, að leikar fari ekki með þeim hætti þeir ætla sér.

 

Seint á sl. ári bárust fregnir óljósar af því að Kína og Íran væru að semja! Nú er samningurinn er gerður, er á tæru að hann klárlega styrkir samningsstöðu Írans!

Þó ekki sé vitað nákvæmlega hvað í honum er -- geta Bandaríkin ekki lengur látið sem.
Að Kína sé ekki mikilvæg breyta/gerandi í samskiptum við Íran!

Iran and China sign 25-year cooperation agreement

Eina sem vitað er - Belt and Road - er hluti af samningnum.
Íran virðist standa í boði einhverjar verulegar fjárfestingar.
Og ég reikna með því að framtíðar olíukaup séu tryggð.
--Annað er eiginlega óþekkt.

En löndin 2 gætu vel gert með sér skipti-gjaldmiðils-samning.
Þannig að opin viðskipti gætu farið fram þeirra milli, milli frjálsra aðila.
--Að Kína kaupi olíu, ætti rökrétt finnst mér að þíða með formlegum verslunar-samningi, að Íran standi nánast allar vörur er Kína framleiðir aðgengilegar.

  • Ekki vitað hvort vopna-sala sé innifalin.
    En Kína getur séð Íran fyrir miklu betri vopnum en Íran ræður yfir í dag.
    En flest vopn Írans, eru í dag áratuga-gömul.
  • Þ.e. einmitt punktur til fólks.
    Að velta því fyrir sér.
    Hvað getur Íran gert, með miklu betri vopnum?
  • Ef menn halda að Íran hafi verið erfitt áður.

Þann punkt hef ég komið fram með mörgum sinnum áður.

 

Nýr samningur Írans við Kína, hlýtur að hafa áhrif á samninga Írans að nýju við Bandaríkin. Styrkt samningsstaða Írans, þíðir að sjálfsögðu að Íran mun lítt til ekkert frekar gefa eftir miðað við það er Íran áður hafði lofað!

En þessi veikari samningsstaða -- hafa Bandaríkin sjálf skapað sér.
En ef Bandaríkin hefðu ekki sagt upp, Írans samningnum við valdatöku Trumps 2017.
--Tel ég ólíklegt að Íran hefði gegnið svo langt í samningum við Kína.

En skv. Írans samningnum, átti að galopnast aðgengi Írans að mörkuðum.
--Sem og að fjárfestingum! Sem hefðu þá komið að hvaðan sem er.

Íran hefði örugglega frekar valið sér það ástand.
Þannig að í mínum huga er enginn vafi að Írans stefna Trumps, sé beinn orsakavaldur hinnar nýju og klárlega mun veikari samningsstöðu Bandaríkjanna nú.
--Eins og fram kemur í eldri bloggfærslum hlekkjað á að ofan, var ég frá upphafi fullkomlega andvígur stefnubreytingu Trumps í málum Írans, taldi hana mistök þá -- tel það fullkomlega staðfest nú svo klárlega hafi verið.

U.S. says indirect nuclear talks with Iran to resume on Thursday

Held þær viðræður verði mjög erfiðar.
Íran muni lítt til ekki nokkurt eftir gefa.

Iran almost ready to start enriching uranium to 60% purity - IAEA

Á meðan virðist ljóst Íran hafi bætt tækni sína við skilvindur.
Sem gegna því hlutverki að - auðga úran.
Er færir Íran nær takmarki að smíða svokallaða, úrans-kjarna-sprengju.
--Með þessu, sýnir Íran á að tilraunir Trump stjórnarinnar til að útiloka að Íran geti smíðað kjarna-vopn hafi ekki skilað árangri.

  • Hvort-tveggja styrkir samningsstöðu Írans: nýi samningurinn við Kína. Að tæknin við auðgun sé betri nú, þannig að Íran nái nú hærri styrk kjarna-kleyfra sameinda en áður.
  • Íran á þegar eldflaugar, þannig að Íran vantar bara sprengjuna.

Ekkert bendi til þess að Bandaríkin nái fram drauma-markmiðum!

  1. Að þvinga Íran til að leggja af langdrægar eldflaugar.
  2. Að yfirgefa tækni er geri mögulegt smíði kjarnasprengja.
  3. Né þau áhrifa-svæði er Íran hefur aflað sér sl. 20 ár í Mið-Austurlöndum.

Ég fæ ekki betur séð en að refs-stefna Bandaríkjanna sl. 40 ár.
Hafi beðið endanlegt skipbrot.
--Hún hafi skilað þeim árangri:

  • Íran eitt helsta veldið í Mið-Austurlöndum.
  • Íran sé nærri því að smíða kjarnavopn.
  • Og möguleikinn á bandalagi við Kína, sé mjög raunverulegur nálægur möguleiki.

Það eru líklega fá dæmi um það að stefna hafi skilað svo neikvæðum árangri.
Fyrir það land sem hefur fram-haldið-þeirri stefnu.
--En allar útkomurnar eru afar neikvæðar fyrir Bandaríkin sjálf.

Því verri verða þær fyrir Bandaríkin sjálf, því lengur sem Bandaríkin framhalda slíkri stefnu.
Obama forseti hafði fullkomlega rétt fyrir sér 2014 - er hann vildi semja frið við Íran.
--Því það hafi verið skársti valkosturinn er Bandaríkin stóðu frammi fyrir.

  1. Öll gagnrýnin á þann samning - hafi líst fullkomlega óraunsægjum hugmyndum.
  2. Um það hvað Bandaríkin væru fær um að ná fram!

Niðurstaðan er því sú, að líklega verður -- nýr samningur ef e-h er, ívið lakari.
En samt skárri, en að halda deilum við Íran -- áfram!

 

Niðurstaða

Eins og kemur fram er ég á þeirrar skoðunar að stefnu-útúrdúr Trumps er hann sagði upp Írans samningnum, hafi verið stórfelld mistök -- er nú eins og ég spáði þá er sú stefna var að birtast eins og sést í hlekkjuðum gömlum færslum, að mundi líklega leiða til ófarnaðar fyrir Bandaríkin.
Sú staða virðist mér blasa við, að samningsstaða Bandaríkjanna sé nú - veikari en í tíð Obama, vegna þess að stefnan hafi leitt fram hvað ég óttaðist, nálgun Írans og Kína.

Líklega er enn hægt að beita Íran fortölum að ganga ekki enn dýpra inn í bandalag við Kína.
En einungis með því að leggja af allar refsiaðgerðir gagnvart Íran, þar með allar hindranir af hálfu Vesturlanda gagnvart Íran - er það leitar eftir viðskipta- og fjárfestinga-tengslum við 3-ju ríki.

Ég er enn á því, að ef sá valkostur opnast, velji Íran frekar að forðast að verða einum aðila of háð, samningur við Kína væri samt til staðar fyrst um hefur verið samið.
--En Íran væri þá líklegt til að nota hann mun síður, m.ö.o. samskiptin yrðu grynnri en annars.

Það sé líklega úr því sem komið er, skársta lending sem Vesturlönd geta náð fram.
Að halda deilum enn lengur fram -- leiði til enn verri valkosta.
--Þetta sé ekki, win win - heldur, lose lose.
Ef deilum væri framhaldið.

Best sé að sætta sig við það er við blasir, að Íran er sigurvegari.
Taka tapið sem orðið er, og hætta að grafa holuna dýpra.

 

Kv.


Donald Trump greinilega enn fúll yfir kosningaósigrinum - á fjáröflunarfundi réðst hann í ræðu að Mitch McConnell, sem enn er leiðtogi Repúblikana í efri deild Bandaríkjaþings!

Málið með Mitch McConnell, hann var aldrei Trumpari -- Trump er í reynd að ráðast að honum fyrir það, að aldrei hafa verið stuðningsmaður Trumps sérstaklega, m.ö.o. fyrir að aldrei hafa verið Trumpari.
Skv. því ég man eftir, tók McConnel aldrei formlega afstöðu með Trump, í kjölfar kosninganna!
Aftur á móti, ítrekað sagði McConnel að Trump hefði fullan rétt til að kæra kosninganiðurstöðuna.
--Sem Trump sannarlega gerði í 62 dómsmálum, tapaði 61 - eitt endaði í dómssátt.
Það er fyrir utan 2-skipti er Hæsta-réttur Bandaríkjanna vísaði frá máli!

Donald Trump: If that were Schumer instead of this dumb son of a bitch Mitch McConnell they would never allow it to happen. They would have fought it,

Hann virðist íja að því, að Schumer hefði líklega staðið betur með honum, en McConnel -- ef hlutverkum hefði verið umsnúið.

Stóri glæpurinn skv. ræðunni, virtis skv. Trump vera sá -- McConnel hafi ekki gert sitt til að hindra embættistöku Joe Biden.

Hann beindi sjónum einnig að Mike Pence, sem hann einnig taldi hafa svikið sig -- m.ö.o. ekki gert þ.s. honum hafði verið uppálagt.

Trump Calls McConnell a ‘Dumb Son of a Bitch’ and ‘Stone Cold Loser’ at Donor Event

'Dumb son of a bitch': Trump rips McConnell at Mar-a-Lago

Aftur á móti virðist það orðinn að -trúisma/truthiness- meðal meirihluta Repúblikana kjósenda, og samtímis þeirra er vilja vera áfram í pólitík!
Að kosningunni hafi verið stolið!
--Þó svo að allar tilraunir til að kæra málið fyrir rétti, hafi ekki skilað árangri.
--Samtímis, hafi meira að segja Dómsmálaráðherra Trumps - og hans ráðuneyti, tekið þá afstöðu í formlegum yfirlýsingum ca. mánuði eftir kosningar, að ráðuneytið hefði ekki fundið sannanir fyrir umfangsmiklu kosningasvindli er hefði getað haft áhrif á kosninga-niðurstöðu.

  • Vandamálið við -trúisma- eða -truthiness- að það snýst ekki um lógík.
    Einungis um spurninguna að trúa.
  • Bendi á, að fjölda tilvika sáu dómarar er Trump sjálfur hafði skipað um mál.
    Skipti það engu máli.
  • Bendi auki á að -- Trump skipaði a.m.k. 2 dómara í Hæsta-rétt, var kominn íhaldssamur meirihluti þar -- samt vísaði rétturinn báðum tilraunum Trumps frá, og að auki máli framsettu af aðilum í Texas-ríki.

M.ö.o. þ.e. ekki hægt að segja að -- það hafi verið -partisan- afstaða gegn Trump í þessu.
Þ.s. greinilegt var, að í mörgum tilvikum - stóðu skipaðir Repúblikanar ekki með honum!

En Trump hefur alltaf gert kröfu um -- skilyrðislausa fylgisspekt.

 

Trump hefur síðan hann tapaði -- uppnefnt Repúblikana er ekki stóðu með honum RINO (Republicans in Name Only)!
Sem sagt, að ef menn standa ekki og sitja nákvæmlega eins og Trump vill, séu menn falskir Repúblikanar!

Það sem ér er að gera í þessu, er að útskýra af hverju Trump í ræðu, kallaði McConnel -- Son of a bitch.
--Hann getur ekki fyrirgefið, skort á fylgis-spekt.

Nokkru fyrir embættisútnefningu Joe Biden -- lýsti McConnel því yfir, Biden væri réttkjörinn. Og að auki, mælti með því við Repúblikana, að þeir hættu að berjast gegn yfirvofandi embættisútnefningu Joes Biden. Í kjölfar mótmæla er leiddu til þess að múgur stuðningsmanna Trumps réðst inn í þinghúsið í á Capitol Hill Washington, þá brást McConnel þannig við með því að gagnrýna Trump og lísa yfir ábyrgð Trumps.
--Þessi atriði mun væntanlega Trump aldrei fyrirgefa. 

Skv. Trump -speek- þíðir þetta að Mitch McConnel hafi svikið Trump.
Þó McConnel hafi aldrei lýst yfir formlegri fylgis-spekt!
--McConnel hefur alltaf staðið með McConnel, tja eins og Trump stendur með Trump.
Báðir tveir eru m.ö.o. stór ego þó Trump væntanlega taki McConnel fram í að líta stórt á sig.

 

Niðurstaða

Eiginlega verður að segjast að þrátt fyrir væntingar um Trump - þá virðist hann mér eiginlega hafa gert miklu mun minna en margir væntu, m.ö.o. sem dæmi virðast flestar stuðnings-yfirlýsingar frá Trump til '22 framboða vera til - þekktra Repúblikana.
M.ö.o. ekki að sjá stað að Trump sé að gera tilraun til að skipta út þeim sem ekki eru augljóslega harðkjarna Trumparar, fyrir þá sem lengi hafa verið í pólitík.
M.ö.o. að ekki virðist mikið fara fyrir hinni meintu -- Trump byltingu.

Eiginlega virðist mér sífellt fleira benda til þess, að þ.s. sumir aðrir spáðu sé farið að gerast, að Trump hreyfingin hægt og rólega lognist út af - m.ö.o. fjari út.
Sannarlega virðast flestir talsmenn innan flokksins gæta þess að styggja ekki Trump og Trump-sinna.
En menn geta treyst því að langsamlega flestir þeirra, gleyma Trump fljótt og öllum hugsanlegum loforðum gagnvart honum -- um leið og þeir óttast hann ekki lengur.

--Þess vegna er svo áhugavert, að Trump virðist ekki sjálfur nenna að keyra þá -byltingu.-
Ég hugsa að Trump muni líklega ekki hafa nokkur langtíma áhrif á flokkinn.
En meðan hann vofir enn yfir honum, ca. áratug í mesta lagi, haldi flokkurinn hugsanlega áfram í ræðum að tala um þau atriði Trump og Trump-arar halda á lofti.
--En mér virðist fátt benda til þess, að það rysti dýpra en - umtal.

 

Kv.


Gosið 2-faldaðist að stærð í gær, gæti hugsanlega gosið stækkað aftur? Síðan hugsanlega eina ferðina enn, jafnvel reglulega á nokkurra vikna fresti?

Síðan hamfarirnar hófust ca. 20/2 sl. með jarðskjálftavirkni tengt rekhreyfingu er þá varð - er maður verður að reikna með að hafi ræst allt ferlið með þeim hætti að opna fyrir kvikuflæði alla leið upp frá sjálfum möttli Jarðar þarna undir - ca. 20km. niður í beinni línu; þá virtist kvikuflæði á svæðið undir yfirborði liðlangan tímann vera ca. 5rúmm./sek.
Nú er gosið áætlað ca. 10rúmm./sek.

Kort vísar til upphaflegu rekhreyfingarinnar

Unwrapped_icelandic--1-

Lengst af var kvikan undir yfirborðinu að er virtist leikmanni, stöðugt að leit að leið upp á yfirborð - væntanlega muna allir eftir jarðskjálfavirkninni er markaði það tímabil.

Allir muna gangavirknina er stóð í 3-4 vikur

Monitor-map-40x30-cm-unrest

Gangavirknin bjó til gang er virðist liggja frá SV til NA. Gos hefst síðan þann 20/3, gos sem margir landsmenn þustu til að skoða! Afar fallegt gos! Mynd tekin 1. dag goss!

https://www.vedur.is/media/uncategorized/medium/IMG_0481.JPG

Í gær þann 5/4 stækkar gosið, ca. 2-faldast er ný sprunga myndast NA-við fyrra gos.
Loftmyndin sýnir vel hve nærri hin nýja sprunga er fyrri eldstöð, sem enn er virk!

Image

Síðan var eftirfarandi mynd tekin af jarðfræðingum rétt fyrir myrkur.

Spurningin er; getur gosið stækkað aftur - kannski ítrekað?

  1. Við vitum ekki hve mikil kvika hefur safnast undir jarðskorpunni þarna undir á sl. 6-8þ. árum, en síðast gaus á Fagradals-elstöðvarkerfinu fyrir 6.000 árum ca. sbr. Keilir.
  2. Skv. mínum skilningi, mynda gos jafnvægi milli kviku-þrýstings að neðan vs. hve mikinn þrýsting þarf til að viðhalda gosinu, koma kvikunni upp.
  3. Vegna þess að enginn veit hve mikil kvika er þarna djúpt undir á 20km. dýpi.
    Getur enginn heldur vitað, hver uppsafnaður þrýstingur allrar þeirrar kviku er.
  4. Gosið væntanlege hefur stækkað þannig.
    A)Að berglög er liggja meðfram sprungunni er liggur lóðrétt upp.
    Bráðna smám saman - vegna þess að kvikan er afar heit.
    B)Sú bráðnun berglaga er sleikja kvikuna er hún leitar upp.
    Væntanlega smám saman víkkar þann gang eða sprungu er liggur lóðrétt.
  5. Kenningin er þá sú, að sú víkkun á lóðrétta ganginum/sprungunni, haldi áfram.
    A)Þannig, er sú víkkun verður aukist lóðrétta uppflæðið aftur.
    B)Aftur fari kvika að safnast saman þarna rétt undir yfirborði.
    C)Því núverandi sprunga upp á yfirborð sé þá ekki nægilega víð, fyrir allt það er vill upp er lóðrétta flæðið heldur smám saman áfram að vaxa.
    D)Þannig að smám saman myndist nýr kviku-þrýstingur rétt undir yfirborði er ójafnvægið milli streymisins frá 20km. dýpi og þess hve opna leiðin upp á yfirborð getur tekið við; vex.
  6. Þannig að hugsanlega aftur að nokkrum vikum liðnum -- geti ný sprunga opnast í annað sinn, þar með leiðin upp á yfirborð víkkað á nýjan leik; gosið vaxið í annað sinn.
  7. Ef aftur á móti, kvikuþrýstingurinn frá 20km. viðhelst enn öflugur -- heldur það ferli sem ég nefni ef til vill áfram, að kvikan á leið upp bræðir út frá sér, víkkar ganginn eða sprunguna er liggur lóðrétt frá 20km. upp í ca. 1km. -- sem sagt upp að svæðinu rétt undir gosinu sjálfu.
    Ef síðan það magn er vill upp, aftur verður meira en gosið getur hleypt upp.
    Þá geti sagan endurtekið sig í 3-ja sinn.
    --Kannski oftar, máski mörgum sinnum.

Megin ábendingin sé, enginn veit hver kvikuþrýstingurinn þarna niðri er.

Falleg mynd tekin í gær, 5/4 - sömu gígar og á fyrri mynd!

Gosið hefur vaxið

Rétt að benda samt á, að þó gosið stækki nokkrum sinnum er það ekki risagos!

Skv. upplýsingum um Holuhrauns-gos, var mesta flæði þess: 350rúmm./sek.
Þó að dæmigert flæði hafi verið nær ca. 100-150rúmm./sek.

Sjá: Vorráðstefna Jarðfræðafélags Íslands10. mars 2017

  • Gosið á Reykjanesi nú áætlað: 10rúmm./sek.
  1. Svo það er kannski ekki ástæða að fara algerlega á taugum, þó gosið geti stækkað frekar.
  2. En á móti kemur, að er gosið nær loks jafnvægi milli kviku-uppstreymis og þrýstings er þarf til að viðhalda því.
  3. Er samt hugsanlegt að verulega stækkað gos standi árum saman!

Aftur sami punkturinn að engin leið er að vita hve mikið magn af kviku er þarna 20km. niðri.

Lokin mynd er úr lofti er sýnir nýja gosið horft til þess gamla enn í gangi!

Niðurstaða

Nú auglýsi ég eftir einhverjum með jarðfræði-þekkingu, er geti lagt dóm á sennileika minna vangavelta, þó mig gruni þær séu sennilegar má vera jarðfræðingur hafa aðra sýn!
Til að róa fólk aðeins, þá var Holuhrauns-gos skv. upplýsingum á bilinu 100-150rúmm./sek. lengst af, þó það hafi toppað um tíma upp í 350rúmm./sek.
--Enda stærsta gos á Íslandi síðan ca. 1780.

Til samanburðar við það - er núverandi gos þó stækkað í 10rúmm./sek. enn afar lítið.
Það væri enn lítið, þó það stækkaði í 15rúmm./sek. og jafnvel 20rúmm/sek.
--Auðvitað á einhverjum punkti gæti það hætt að teljast lítið.

Jafnvel stækkað gos gæti staðið lengi, þó jafnvel það stækki frekar - töluvert frekar jafnvel.
Vísa eina ferðina enn í það að enginn veit hve mikil kviku-uppsöfnun hefur orðið þarna 20km. niður, sl. 6000-8000 ár, magn kviku og kviku-þrýstingur þarna niðri séu hvorar tveggja óþekktar stærðir.
--Þessi atburðarás getur því reynst afar spennandi og áhugaverð!

Auðvitað vekur það eðlilega ugg, hve nálægt byggð gosið er.
Þó líklegast virðist að gosið ógni henni ekki með beinum hætti.
Jafnvel þó það hugsanlega færðist til í annað, jafnvel 3ja sinn.
--Hver veit hve oft það getur gerst, það hugsanlega vaxið í hvert sinn.

Möguleikinn er samt til staðar, svo yfirvöld þurfa vera á varðbergi.
Ég skil af hverju aðgengi að svæðinu var bannað. Eftir allt saman sýndi tilfærsla goss í gær, fram á hve hættulegt svæðið er -- eftir allt saman, hjóluðu tveir einstaklingar yfir dalinn þ.s. ný sprunga myndaðist í gær einungis mínútum á undan, án þess að vera varir við nokkra jarðhræringu - er gosið kom upp kannski 20 mín. síðar.

 

Kv.


Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.1.): 10
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 65
  • Frá upphafi: 859307

Annað

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 57
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 10

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband