Nýlega kynntur samstarfsamningur Írans/Kína klárlega styrkir samningsstöðu Írans! En endurvekur einnig spurningar hvort stefna Bandaríkjanna sé að þrýsta Íran til sífellds aukins samstarfs við Kína?

Sl. helgi tilkynnti ríkisstjórn Írans það að stjórnvöld Írans og Kína hefðu undirritað 25 ára víðtækan samstarfs-samning í sl. mánuði. Áhuga vekur að tilkynningin var gerð er röð heilagra frýdaga stóðu yfir í Íran -- en fréttir um viðræður ríkisstjórnanna er höfðu borist nokkru áður, vakti nokkra andstöðu meðal almennings í Íran.
Óttinn er auðvitað um sjálfstæði landsins meðal þeirra er vilja verja það sjálfstæði.

  1. Um hvað akkúrat var samið, hefur ekki verið -- birt.
  2. Þannig að innihald samningsins er á huldu stærstum hluta.

Því ekki vitað hve djúpt hann raunverulega rystir. Þar með ekki hve mikið Kína býður.
Eiginlega er ómögulegt að álykta út frá þeirri leynd.
--Hún gæti hvort-tveggja þítt, samningur gangi skammt, og að hann gangi mjög langt.

https://www.worldofmaps.net/typo3temp/images/topographische-karte-iran.jpg

Spurningin um bandalag Kína og Írans!

Ég hef velt þeirri spurningu upp mörgum sinnum!

  1. 23/11/2014 - Prúttið um Íran - vaxandi hætta á nýju köldu stríði, hefur sennilega styrkt verulega samningsstöðu Írans.
    Þarna fjalla ég um samninga er þá voru ókláraðir um kjarnorkusamning Obama við Íran.
    En í þeirri umfjöllun, bendi ég einnig á að Íran hefur samstarf við Kína klárlega sem hugsanlegan valkost - jafnvel bandalag.
    Varpa þeirri hugmynd fram hvort sú möguleiki hafi haft áhrif á stórveldaviðræðurnar við Íran, þó það hafi aldrei formlega komið fram.
  2. 9/5/2018 - Nýjar refsiaðgerðir Donalds Trumps á Íran - gætu smalað Íran upp í fang Kína.
    Þarna tala ég mjög skírt um þann möguleika.
    Að refsi-stefna Bandaríkjanna geti leitt fram bandalag Írans við Kína.
  3. 12/5/2018 - Er stefna Donalds Trumps gagnvart Íran - gjöf til Kína.
    Í þeirri færslu, árétta ég punktinn frekar - bendi á að stefnan um harðar refsi-aðgerðir, ætlað að lama efnahag landsins, leiða fram uppgjöf þess --> Væri nánast klæðskerasniðin til þess, að hámarka líkur á bandalagi Írans við Kína.
    Ég bendi á að slíkt bandalag væri mjög skaðlegt fyrir hagsmuni Vesturlanda.
    Og því væri ég afar ósammála þeirri stefnu, það er hún skv. mínu mati skaði Vestræna hagsmuni, og hagsmuni Bandar. að auki.

--Þetta er ekki tæmandi listi yfir þau skipti ég hef fjallað um samskipti Bandar. og Írans!
Og hvernig refsi-stefnan hafi takmarkað aðra valkosti Írans.
En einmitt þann, að gera samninga við Kína!

Þess vegna hef ég árum saman verið fullkomlega ósammála þeim sem voru móti Írans-samningnum.
Því hann hafi verið eina tryggingin sem Vesturlönd höfðu, að Íran tæki ekki valkostinn að gerast bandalagsríki Kína.
--Ástæðan er sú, að skv. minni bestu þekkingu, eru Íranar með metnað um sjálfstæði.

  • Ég nefni það hreinlega til sönnunar því, að Íran sé þetta lengi að taka slíka ákvörðun!
    Það sýni augljósa tregðu!
  • Það tek ég til sönnunar því, að matið á Írans samningnum hafi verið rétt.
    Að með því að tryggja opnun Írans að alþjóða-mörkuðum, ef Bandar. hefðu ekki gengið út úr honum skv. vilja Trumps -- þá hefði Íran frekar valið það að taka fjárfestingu frá mörgum áttum, ekki vera einum einstökum aðila of háð.

 

Það skrítna við stefnu bandarískra Repúblikana í málum Írans! Er það hvernig þeir hafa algerlega horft framhjá Kína -- sem valkosti fyrir Íran!

Framsetning stefnunnar í tíð Trumps var einföld.
Það er, framsetningin var þannig sett fram að um væri að ræða -- binary model.

  1. Aðgerðin snerist um að loka á aðgengi Írans að mörkuðum, þvinga Íran til uppgjafar.
  2. Engu orði var minnst á Kína!

Binary -- þ.s. látið var svo að samskiptin væru eingöngu -- Íran vs. Bandaríkin.
En ekki -- 3. hliða, þ.e. Íran - Kína - Bandaríkin.
--Sem er hin raunverulega staða.

Mér fannst afar sérstakt hvernig Trump stjórnin -- algerlega leiddi hugann frá Kína.
Í samhengi Mið-Austurlanda, þó er Kína í dag stærsti fjárfestirinn í Írak.
Og einn allra stærsti kaupandi olíu af ríkjum við Persaflóa.
--Sama tíma, hafði Trump stjórnin afar miklar áhyggjur af vaxandi veldi Kína í heims-málum.

Þess vegna var ég allan tímann svo fullkomlega - dolfallinn, að Kína var aldrei höfð í módelinu sem Trump stjórnin bjó sér til, varðandi hvernig aðgerðin ætti að ganga fram gegn Íran.

  1. Trump stjórnin, virtist sem sagt -- alls ekki reikna með Kína sem geranda í deilu Bandaríkjanna við Íran.
  2. Ég er einfaldlega fullkomlega forviða yfir slíkri afstöðu.

--Þegar menn fullkomlega blinda sjálfa sig gagnvart mikilvægum leikmanni.
Þá auðvitað skapa þeir sjálfum sér þá hættu, að leikar fari ekki með þeim hætti þeir ætla sér.

 

Seint á sl. ári bárust fregnir óljósar af því að Kína og Íran væru að semja! Nú er samningurinn er gerður, er á tæru að hann klárlega styrkir samningsstöðu Írans!

Þó ekki sé vitað nákvæmlega hvað í honum er -- geta Bandaríkin ekki lengur látið sem.
Að Kína sé ekki mikilvæg breyta/gerandi í samskiptum við Íran!

Iran and China sign 25-year cooperation agreement

Eina sem vitað er - Belt and Road - er hluti af samningnum.
Íran virðist standa í boði einhverjar verulegar fjárfestingar.
Og ég reikna með því að framtíðar olíukaup séu tryggð.
--Annað er eiginlega óþekkt.

En löndin 2 gætu vel gert með sér skipti-gjaldmiðils-samning.
Þannig að opin viðskipti gætu farið fram þeirra milli, milli frjálsra aðila.
--Að Kína kaupi olíu, ætti rökrétt finnst mér að þíða með formlegum verslunar-samningi, að Íran standi nánast allar vörur er Kína framleiðir aðgengilegar.

  • Ekki vitað hvort vopna-sala sé innifalin.
    En Kína getur séð Íran fyrir miklu betri vopnum en Íran ræður yfir í dag.
    En flest vopn Írans, eru í dag áratuga-gömul.
  • Þ.e. einmitt punktur til fólks.
    Að velta því fyrir sér.
    Hvað getur Íran gert, með miklu betri vopnum?
  • Ef menn halda að Íran hafi verið erfitt áður.

Þann punkt hef ég komið fram með mörgum sinnum áður.

 

Nýr samningur Írans við Kína, hlýtur að hafa áhrif á samninga Írans að nýju við Bandaríkin. Styrkt samningsstaða Írans, þíðir að sjálfsögðu að Íran mun lítt til ekkert frekar gefa eftir miðað við það er Íran áður hafði lofað!

En þessi veikari samningsstaða -- hafa Bandaríkin sjálf skapað sér.
En ef Bandaríkin hefðu ekki sagt upp, Írans samningnum við valdatöku Trumps 2017.
--Tel ég ólíklegt að Íran hefði gegnið svo langt í samningum við Kína.

En skv. Írans samningnum, átti að galopnast aðgengi Írans að mörkuðum.
--Sem og að fjárfestingum! Sem hefðu þá komið að hvaðan sem er.

Íran hefði örugglega frekar valið sér það ástand.
Þannig að í mínum huga er enginn vafi að Írans stefna Trumps, sé beinn orsakavaldur hinnar nýju og klárlega mun veikari samningsstöðu Bandaríkjanna nú.
--Eins og fram kemur í eldri bloggfærslum hlekkjað á að ofan, var ég frá upphafi fullkomlega andvígur stefnubreytingu Trumps í málum Írans, taldi hana mistök þá -- tel það fullkomlega staðfest nú svo klárlega hafi verið.

U.S. says indirect nuclear talks with Iran to resume on Thursday

Held þær viðræður verði mjög erfiðar.
Íran muni lítt til ekki nokkurt eftir gefa.

Iran almost ready to start enriching uranium to 60% purity - IAEA

Á meðan virðist ljóst Íran hafi bætt tækni sína við skilvindur.
Sem gegna því hlutverki að - auðga úran.
Er færir Íran nær takmarki að smíða svokallaða, úrans-kjarna-sprengju.
--Með þessu, sýnir Íran á að tilraunir Trump stjórnarinnar til að útiloka að Íran geti smíðað kjarna-vopn hafi ekki skilað árangri.

  • Hvort-tveggja styrkir samningsstöðu Írans: nýi samningurinn við Kína. Að tæknin við auðgun sé betri nú, þannig að Íran nái nú hærri styrk kjarna-kleyfra sameinda en áður.
  • Íran á þegar eldflaugar, þannig að Íran vantar bara sprengjuna.

Ekkert bendi til þess að Bandaríkin nái fram drauma-markmiðum!

  1. Að þvinga Íran til að leggja af langdrægar eldflaugar.
  2. Að yfirgefa tækni er geri mögulegt smíði kjarnasprengja.
  3. Né þau áhrifa-svæði er Íran hefur aflað sér sl. 20 ár í Mið-Austurlöndum.

Ég fæ ekki betur séð en að refs-stefna Bandaríkjanna sl. 40 ár.
Hafi beðið endanlegt skipbrot.
--Hún hafi skilað þeim árangri:

  • Íran eitt helsta veldið í Mið-Austurlöndum.
  • Íran sé nærri því að smíða kjarnavopn.
  • Og möguleikinn á bandalagi við Kína, sé mjög raunverulegur nálægur möguleiki.

Það eru líklega fá dæmi um það að stefna hafi skilað svo neikvæðum árangri.
Fyrir það land sem hefur fram-haldið-þeirri stefnu.
--En allar útkomurnar eru afar neikvæðar fyrir Bandaríkin sjálf.

Því verri verða þær fyrir Bandaríkin sjálf, því lengur sem Bandaríkin framhalda slíkri stefnu.
Obama forseti hafði fullkomlega rétt fyrir sér 2014 - er hann vildi semja frið við Íran.
--Því það hafi verið skársti valkosturinn er Bandaríkin stóðu frammi fyrir.

  1. Öll gagnrýnin á þann samning - hafi líst fullkomlega óraunsægjum hugmyndum.
  2. Um það hvað Bandaríkin væru fær um að ná fram!

Niðurstaðan er því sú, að líklega verður -- nýr samningur ef e-h er, ívið lakari.
En samt skárri, en að halda deilum við Íran -- áfram!

 

Niðurstaða

Eins og kemur fram er ég á þeirrar skoðunar að stefnu-útúrdúr Trumps er hann sagði upp Írans samningnum, hafi verið stórfelld mistök -- er nú eins og ég spáði þá er sú stefna var að birtast eins og sést í hlekkjuðum gömlum færslum, að mundi líklega leiða til ófarnaðar fyrir Bandaríkin.
Sú staða virðist mér blasa við, að samningsstaða Bandaríkjanna sé nú - veikari en í tíð Obama, vegna þess að stefnan hafi leitt fram hvað ég óttaðist, nálgun Írans og Kína.

Líklega er enn hægt að beita Íran fortölum að ganga ekki enn dýpra inn í bandalag við Kína.
En einungis með því að leggja af allar refsiaðgerðir gagnvart Íran, þar með allar hindranir af hálfu Vesturlanda gagnvart Íran - er það leitar eftir viðskipta- og fjárfestinga-tengslum við 3-ju ríki.

Ég er enn á því, að ef sá valkostur opnast, velji Íran frekar að forðast að verða einum aðila of háð, samningur við Kína væri samt til staðar fyrst um hefur verið samið.
--En Íran væri þá líklegt til að nota hann mun síður, m.ö.o. samskiptin yrðu grynnri en annars.

Það sé líklega úr því sem komið er, skársta lending sem Vesturlönd geta náð fram.
Að halda deilum enn lengur fram -- leiði til enn verri valkosta.
--Þetta sé ekki, win win - heldur, lose lose.
Ef deilum væri framhaldið.

Best sé að sætta sig við það er við blasir, að Íran er sigurvegari.
Taka tapið sem orðið er, og hætta að grafa holuna dýpra.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Borgþór Jónsson

Ég held að það sé afar ólíklegt að samningur Kínverja og Íran innihaldi ákvæði um einhverskonar hernaðarbandalag eða bindandi hernaðarsamstarf,enda er það ekki löglegt samkvæmt Kínverskum lögum efftir því sem ég veit best.
Hin hliðin er sú að Íranir eru líka afar andsnúnir slíku ,bæði almenningur og stjórnvöld.
Skemmst er að minnast þegar Rússneskar herþotur fengu að lenda þar fyrir nokkrum árum ,þá var því harðlega mótmælt af almenningi,jafnvell þó að Rússaar væru einskonar bandamenn þeirra í Sýrlandi.
Það var ekki gert nema einu sinni.
Það sem Kínverjar eru hinsvegar að gera er að taka bitið úr helsta vopni Bandaríkjamana ,sem eru efnahagahryðjuverk, og í leiðinni að tryggja sér áhrif í gegnum viðskifti.
Ég held að þessi stefna þeirra sé rétt, en í leiðinni þá gerir þetta veröldina flóknari.
Ókostir þess að vera í bindandi hernaðarsamstarfi eru augljósir eins og sést glögglega á NATO til dæmis.
Það er út af þessu samstarfi sem við erum komin í stríð við þjóð sem hefur alla tíð verið okkur vinveitt,sem eru Rússar.
Rússar hafa aldrei gert á hlut okkar nema síður sé,en af því að eitt bandalagsríki okkar hefur tekið sér fyrir hendur að troða illsakir við þá drögumst við inn í það líka.
Við erum í einhverskonar stríði við vinveitta þjóð.
Ég held að hvorki Íranir eða Kínverjar vilji slíkt fyrirkomulag.

Vissulega voru aðgerðir Trumps herfilega illa ígrundaðar,en hann hefur það sér til afsökunar að hann og Bandaríkjamenn almenn höfðu ekki og hafa enn ekki fyllilega gert sér grein fyrir því að geta þeirra til að beita efnahagshryðjuverkumm er að minnka verulega.
Ríki eru einfaldlega byrjuð að finna leiðir fram hjá þessu. Vissulega er þetta vopn ekki gagnslaut ennþá en það fer dvínandi.
Það var hinn snjalli stjórnmálamaður Vladimir Putin sem sýndi fyrstur fram á að það væri hægt að komast ágætlega af þó að Bandaríkjamenn séu að reyna að halda einhverju ríki niðri.
Nú eru fleiri ríki að renna í slóðina. Jafnvel Þjóðverjar eru með smá múður á köflum.
Kína og þó sérstaklega Rússland eru síðan kjölfestan í vörnum gegn þessari tegund hryðjuverka.
Í framtíðinni munum við sjá mjög vaxandi þátt Kínverja.
Þessi samningur við Íran er hluti af því.

Á meðan við höfum verið að horfa á eldgos í beinni hefur veröldin tekið verulegum breytingum og við höfum kannski ekki gefið því mikinn gaum.
Bandaríkjamenn urðu fyrir auðmýkjandi ósigri fyrir Rússum í Úkrainu og frekar en ekkert gripu þeir til efnahagslega refsiaðgerða gegn þeim.
Þessar aðgerðir hafa þó nánast engin áhrif á Rússa.
Þetta eru meira táknræn mótmæli ráðþrota manns en aðgerðir sem skila einhverju.
Á sama tíma hafa Kínverjar gripið til gagnaðgerða sem hafa aldrei sést áður.
Þar á ég við útilokun Puma og H&M frá Kíverskum markaði og útilokun fjölmargra Breta frá Kína.
Bresk og bandarísk yfirvöld líta á þetta sem óheyrilegann skepnuskap,en það er svolítið hræsnisfullt í ljósi þess að þetta hefur verið þeirra helsta vopn í áratugi.

Það eru miklar breytingar í gangi og ég spái því að jafnvel á næsta ári muni Rússar segja sig frá SWIFT kerfinu og hugsanlega Kínverjar í kjölfarið.
Þetta verður reiðarslag fyrir getu Bandaríkjanna til að valda efnahagslegum usla.
Það eru ótrúlega miklar breytingar í gangi og Guð einn veit hvert það leiðir okkur.


Borgþór Jónsson, 17.4.2021 kl. 08:27

2 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Borgþór Jónsson --  Rússland þarf að íhuga áhættuna af því að tengjast Kína of nánum böndum. Mín upplyfun er að Rússl. sé að hegða sér gagnvart Kína með sömu blindunni og -- tja, Trump hagaði málum gagvnart Íran. Augljóst mistök væru að segja sig frá Swift kerfinu, því það takmarkar aðra valkosti Rússlands. M.ö.o. lönd eiga aldrei vísvitandi takmarka sína valkosti. Því það, gefur þeim aðila sem þeir útiloka ekki -- áhrif á þeirra ákvarðanir. M.ö.o. hættan fyrir Rússl. er að Kína verði það mikilvægt fyrir Rússland -- Rússland í reynd tapi sínu sjálfstæði. Ég segi þetta í fúlustu alvöru.
Ég er viss að Íran hefur verið varfærið gagnvart Kíina - verði það áfram - ef eins og nú lítur út Bandar. slaka aftur á klónni og Vesturlönd önnur gera það. M.ö.o. Íran muni aldrei sjálft -- loka á valkosti, því það að loka á valkosti -- leiði til þess að þeir valkostir er eftir eru, hafa þá of mikil tök á Íran.
Rússland þarf a.m.k. að viðhafa ekki, minni skynsemi en Íran -- Kína er of stórt fyrir Rússland, til þess að það sé ekki augljóslega hættulegt fyrir Rússland, að loka á nær allar aðrar viðskipta-leiðir, og nánast allar aðrar leiðir til að nálgast fjármögnun eða fjárfestingu.
Ef til þess að viðhalda valkostum, Rússland þarf að semja um - einhverjar tilslakanir gagnvart Vesturlöndum -- er það skynsamt að gera slíkt. Ég er að sjálfsögðu ósammála þér fullkomlega um Úkraínu -- þar um hafi Rússl. allan tímann verið árásaraðilinn, tja eins og Bandar. hafa farið illa með Íran og Írak; hafi Rússland Pútíns með herfilegum hætti farið fram við Úkraínu. Þú munt á hinn bóginn aldrei sjá - vegna blyndi fylgis-spektar - að stjórn Pútíns hefur marga galla - hvernig hann kemur fram við sum af grann-löndum Rússlands, er um margt svipað slæmt og mörg af þeirri verstu hegðan sem Bandar. viðhaga við og við.
Ég tel mig sjá galla Bandar. -- en þú virðist ekki geta séð augljósa galla Pútín-stjórnarinnar. T.d. hvernig hann hefur leitt eigið land inn í efnahagslegan botnlanga -- sem líklega leiði fram efnahagslega hnignun Rússland áframhaldandi, nema stórfelldar breytingar verði gerðar á því hvernig efnhag landsins er stjórnað. Og þar fyrir utan, hvernig hann ákvað sjálfur að hefja átök um Úkraínu -- tja eins og Bush ákvað að ráðast á Saddam, að Pútín ákvað að ráðast á Úkraínu.
Það má meira að segja gera samlíkingu á -- lygavef Bush-stjórnarinnar - og lygavef Pútín stjórnarinnar, varðandi Úkraíinu -- hvernig eiginlega nær öll umfjöllun Rússn. fjölmiðla virðist hugalýgi - lygar sem þú endurflytur stöðugt fullkomlega í blyndni. En lygar Pútíns -- eru ekker smærri en lygar Bush voru, er hann laug því að -WMD- væru í Írak, til að réttlæta innrás. Pútín gerði mjög svipað - bjó til lýgi til að réttlæta aðgerðir - síðan viðheldur lyga-vef til að réttlæta að viðhalda rússn. her í A-Úkraínu, að hluti innrásarhers Rússl. sé enn í low intensity stríði við Úkraínu-her.
--Blinda þín gagnvart lygavef Pútíns virðist engin takmörk hafa.
--A.m.k. hef ég ekki átt í vandræðum með að gagnrýna Bandar. og Vesturlönd, þegar þau eiga það skilið.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 18.4.2021 kl. 12:56

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 3
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 36
  • Frá upphafi: 845414

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 33
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband