Gosið 2-faldaðist að stærð í gær, gæti hugsanlega gosið stækkað aftur? Síðan hugsanlega eina ferðina enn, jafnvel reglulega á nokkurra vikna fresti?

Síðan hamfarirnar hófust ca. 20/2 sl. með jarðskjálftavirkni tengt rekhreyfingu er þá varð - er maður verður að reikna með að hafi ræst allt ferlið með þeim hætti að opna fyrir kvikuflæði alla leið upp frá sjálfum möttli Jarðar þarna undir - ca. 20km. niður í beinni línu; þá virtist kvikuflæði á svæðið undir yfirborði liðlangan tímann vera ca. 5rúmm./sek.
Nú er gosið áætlað ca. 10rúmm./sek.

Kort vísar til upphaflegu rekhreyfingarinnar

Unwrapped_icelandic--1-

Lengst af var kvikan undir yfirborðinu að er virtist leikmanni, stöðugt að leit að leið upp á yfirborð - væntanlega muna allir eftir jarðskjálfavirkninni er markaði það tímabil.

Allir muna gangavirknina er stóð í 3-4 vikur

Monitor-map-40x30-cm-unrest

Gangavirknin bjó til gang er virðist liggja frá SV til NA. Gos hefst síðan þann 20/3, gos sem margir landsmenn þustu til að skoða! Afar fallegt gos! Mynd tekin 1. dag goss!

https://www.vedur.is/media/uncategorized/medium/IMG_0481.JPG

Í gær þann 5/4 stækkar gosið, ca. 2-faldast er ný sprunga myndast NA-við fyrra gos.
Loftmyndin sýnir vel hve nærri hin nýja sprunga er fyrri eldstöð, sem enn er virk!

Image

Síðan var eftirfarandi mynd tekin af jarðfræðingum rétt fyrir myrkur.

Spurningin er; getur gosið stækkað aftur - kannski ítrekað?

  1. Við vitum ekki hve mikil kvika hefur safnast undir jarðskorpunni þarna undir á sl. 6-8þ. árum, en síðast gaus á Fagradals-elstöðvarkerfinu fyrir 6.000 árum ca. sbr. Keilir.
  2. Skv. mínum skilningi, mynda gos jafnvægi milli kviku-þrýstings að neðan vs. hve mikinn þrýsting þarf til að viðhalda gosinu, koma kvikunni upp.
  3. Vegna þess að enginn veit hve mikil kvika er þarna djúpt undir á 20km. dýpi.
    Getur enginn heldur vitað, hver uppsafnaður þrýstingur allrar þeirrar kviku er.
  4. Gosið væntanlege hefur stækkað þannig.
    A)Að berglög er liggja meðfram sprungunni er liggur lóðrétt upp.
    Bráðna smám saman - vegna þess að kvikan er afar heit.
    B)Sú bráðnun berglaga er sleikja kvikuna er hún leitar upp.
    Væntanlega smám saman víkkar þann gang eða sprungu er liggur lóðrétt.
  5. Kenningin er þá sú, að sú víkkun á lóðrétta ganginum/sprungunni, haldi áfram.
    A)Þannig, er sú víkkun verður aukist lóðrétta uppflæðið aftur.
    B)Aftur fari kvika að safnast saman þarna rétt undir yfirborði.
    C)Því núverandi sprunga upp á yfirborð sé þá ekki nægilega víð, fyrir allt það er vill upp er lóðrétta flæðið heldur smám saman áfram að vaxa.
    D)Þannig að smám saman myndist nýr kviku-þrýstingur rétt undir yfirborði er ójafnvægið milli streymisins frá 20km. dýpi og þess hve opna leiðin upp á yfirborð getur tekið við; vex.
  6. Þannig að hugsanlega aftur að nokkrum vikum liðnum -- geti ný sprunga opnast í annað sinn, þar með leiðin upp á yfirborð víkkað á nýjan leik; gosið vaxið í annað sinn.
  7. Ef aftur á móti, kvikuþrýstingurinn frá 20km. viðhelst enn öflugur -- heldur það ferli sem ég nefni ef til vill áfram, að kvikan á leið upp bræðir út frá sér, víkkar ganginn eða sprunguna er liggur lóðrétt frá 20km. upp í ca. 1km. -- sem sagt upp að svæðinu rétt undir gosinu sjálfu.
    Ef síðan það magn er vill upp, aftur verður meira en gosið getur hleypt upp.
    Þá geti sagan endurtekið sig í 3-ja sinn.
    --Kannski oftar, máski mörgum sinnum.

Megin ábendingin sé, enginn veit hver kvikuþrýstingurinn þarna niðri er.

Falleg mynd tekin í gær, 5/4 - sömu gígar og á fyrri mynd!

Gosið hefur vaxið

Rétt að benda samt á, að þó gosið stækki nokkrum sinnum er það ekki risagos!

Skv. upplýsingum um Holuhrauns-gos, var mesta flæði þess: 350rúmm./sek.
Þó að dæmigert flæði hafi verið nær ca. 100-150rúmm./sek.

Sjá: Vorráðstefna Jarðfræðafélags Íslands10. mars 2017

  • Gosið á Reykjanesi nú áætlað: 10rúmm./sek.
  1. Svo það er kannski ekki ástæða að fara algerlega á taugum, þó gosið geti stækkað frekar.
  2. En á móti kemur, að er gosið nær loks jafnvægi milli kviku-uppstreymis og þrýstings er þarf til að viðhalda því.
  3. Er samt hugsanlegt að verulega stækkað gos standi árum saman!

Aftur sami punkturinn að engin leið er að vita hve mikið magn af kviku er þarna 20km. niðri.

Lokin mynd er úr lofti er sýnir nýja gosið horft til þess gamla enn í gangi!

Niðurstaða

Nú auglýsi ég eftir einhverjum með jarðfræði-þekkingu, er geti lagt dóm á sennileika minna vangavelta, þó mig gruni þær séu sennilegar má vera jarðfræðingur hafa aðra sýn!
Til að róa fólk aðeins, þá var Holuhrauns-gos skv. upplýsingum á bilinu 100-150rúmm./sek. lengst af, þó það hafi toppað um tíma upp í 350rúmm./sek.
--Enda stærsta gos á Íslandi síðan ca. 1780.

Til samanburðar við það - er núverandi gos þó stækkað í 10rúmm./sek. enn afar lítið.
Það væri enn lítið, þó það stækkaði í 15rúmm./sek. og jafnvel 20rúmm/sek.
--Auðvitað á einhverjum punkti gæti það hætt að teljast lítið.

Jafnvel stækkað gos gæti staðið lengi, þó jafnvel það stækki frekar - töluvert frekar jafnvel.
Vísa eina ferðina enn í það að enginn veit hve mikil kviku-uppsöfnun hefur orðið þarna 20km. niður, sl. 6000-8000 ár, magn kviku og kviku-þrýstingur þarna niðri séu hvorar tveggja óþekktar stærðir.
--Þessi atburðarás getur því reynst afar spennandi og áhugaverð!

Auðvitað vekur það eðlilega ugg, hve nálægt byggð gosið er.
Þó líklegast virðist að gosið ógni henni ekki með beinum hætti.
Jafnvel þó það hugsanlega færðist til í annað, jafnvel 3ja sinn.
--Hver veit hve oft það getur gerst, það hugsanlega vaxið í hvert sinn.

Möguleikinn er samt til staðar, svo yfirvöld þurfa vera á varðbergi.
Ég skil af hverju aðgengi að svæðinu var bannað. Eftir allt saman sýndi tilfærsla goss í gær, fram á hve hættulegt svæðið er -- eftir allt saman, hjóluðu tveir einstaklingar yfir dalinn þ.s. ný sprunga myndaðist í gær einungis mínútum á undan, án þess að vera varir við nokkra jarðhræringu - er gosið kom upp kannski 20 mín. síðar.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

4 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Þorsteinn Briem, ef gosið stækkar aftur fer t.d. í 20rúmm./sek. - viðbótar sprunga opnast, gætu slíkar áætlanir reynst rangar. Í gær var hraunflæði áætlað 10 rúmm./sek. -- í kvöld sagði fræðimaður heildar-kviku-uppflæði væri 15rúmm./sek. Ég skildi að hann ætti við kviku er væri að streyma upp frá möttlinum -- ef hvort tveggja stærðin er rétt, þ.e. sú er þú nefndir um daglegt flæði í gosinu og sú tala fræðimaðurinn nefndi um flæðið frá möttlinum. Er nú þegar misræmi þarna á milli - m.ö.o. nýr kvikuþrýstingur að myndast þarna rétt undir. Þannig að gosið gæti sannarlega tekið aðra sambærilega sveiflu innan nk. 2ja - 3ja. vikna eins og í gær. Væntanlega samtímis heldur gangurinn er liggur lóðrétt áfram að víkka uppflæðið að vaxa.
Kv.

Einar Björn Bjarnason, 6.4.2021 kl. 22:38

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

RÚV, kl. 22.51 nú í kvöld:

"Niðurstöður úr greiningu loftmynda benda til þess að hraunrennsli sé nú óverulegt í Geldingadölum en rennsli frá nýju sprungunni nemi 4 til 5 rúmmetrum á sekúndu." cool

"Samanlagt rennsli á báðum stöðum er metið 5 til 6 rúmmetrar á sekúndu.

Aukningin sem fram kom í gær er því að mestu gengin til baka og hraunrennslið svipað og var dagana áður en nýja sprungan opnaðist." cool

"Rennslið í Geldingadölum er um þriðjungur þess sem að meðaltali kom upp fyrstu tíu dagana á Fimmvörðuhálsi vorið 2010, sem þó var lítið gos.

Þá nemur það aðeins 2% af því sem var í Holuhrauni fyrstu vikurnar og svipað og var að meðaltali í Surtsey frá aprílmánuði 1964 til gosloka í júní 1967. cool

Þetta kemur fram á vef Jarðvísindastofnunar Háskóla Íslands."

Lítið hraunrennsli úr nýju sprungunni

Þorsteinn Briem, 6.4.2021 kl. 23:22

6 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Þorsteinn Briem, skrítið - jarðfræðingurinn er kom fram í kvöldfréttum greinilega sagði uppstreymi úr möttlinum líklega kringum 15 rúmm./sek. Spurning hvað orsaki þessar stóru dag-sveiflu í streymi upp á yfirborð. Fyrst að streymið frá möttlinum hafi bersýnilega vaxið svo mikið frá fyrri greiningum. Ef þ.e. kominn einhver óvæntur tappi -- þá gæti uppsöfnun á 1-2km. dýpi, leitt til nýrrar gos-sprungi mun fyrr en ég ímyndaði mér. Nema að tappinn hverfi og rennsli á morgun verði aftur svipað því er það var í gær.
Kv.

Einar Björn Bjarnason, 6.4.2021 kl. 23:52

7 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Já, þetta endar sennilega með einni kippu af gosi.smile

Jósef Smári Ásmundsson, 7.4.2021 kl. 10:53

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 4
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 715
  • Frá upphafi: 846645

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 653
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband