Bloggfærslur mánaðarins, mars 2019

Bandaríkjastjórn virðist leitast við að herða refsiaðgerðir á Venezúela - þó án þess að breyta lögum frá febrúar sl.

Ef ég skil málið rétt, þá er ríkisstjórn Bandaríkjanna, að gera tilraun til þess - að víkka út túlkun refsiaðgerða sem sett voru í lög í febrúar 2019, er kváðu um stórfellt hertar refsiaðgerðir á ríkisstjórn Venezúela.
--En ennþá gildir sami textinn og sá sem gerður var að bandarískum lögum í febrúar!

Haft eftir aðila sem Reuters hafði samband við:
U.S. orders foreign firms to further cut down on oil trades with Venezuela

This is how the United States operates these days. They have written rules and then they call you to explain that there are also unwritten rules that they want you to follow,

Málið er, að aðgerðirnar er tóku gildi í febr. sl. - er banna bandarískum fyrirtækjum olíuviðskipti við ríkisstjórn Venezúela - og halda eftir peningum af sölu olíu sem flutt hefur verið til Bandaríkjanna, til að ánafna það fé -- sjálfskipuðum forseta landsins, Juan Guaido, forseta kjörins þings landsins og einbeittur stjórnarandstæðingur.

  • Þá hefur ríkisstjórn Nicolas Maduros ekki hrunið enn.
  1. Greinilega er ríkisstjórn Bandaríkjanna undir Donald Trump - farin að fyllast óþolinmæði.
  2. Þó svo að bannlögin frá febrúar sl. - banni ekki erlendum fyrirtækjum að eiga viðskipti við Venezúela, sem einnig versla við Bandaríkin.
  • Þá virðist sem að ríkisstjórn Bandaríkjanna, sé að gera tilraun til þess - að þvinga slíkt bann fram, með hótunum gagnvart þeim fyrirtækjum - sem þó sé erfiðlega unnt að sjá að ríkisstjórn Bandar. sé líklega fær um að hrinda raunverulega í verk, meðan gildandi texti sem skilgreinir lögbann, inniheldur ekki a.m.k. enn - slíka víkkun á banni.

En ef fyrirtækin væru raunverulega beitt refsingum af hálfu bandar. stjv. - vegna hegðunar sem ekki sé enn a.m.k. til bann við lögum skv. í Bandaríkjunum.
Þá ættu þau fremur auðveldlega að geta, fengið fram lögbann fyrir bandarískum rétti á slíkar aðgerðir.
Þess vegna velti ég fyrir mér, hvað Bandaríkjastjórn er að hugsa.

Venezuela’s overall exports of crude and fuel dropped to 920,000 barrels a day in the first month of sanctions from more than 1.5 million bpd in the prior three months, according to Refinitiv Eikon and state firm PDVSA data.

Skv. því eru aðgerðir bandaríkjastjórnar gegn olíutekjum ríkisstjórnar Venezúela - greinilega að skila miklum áhrifum.
--Þessar tölu sýna duglegan samdrátt, eftir að bann aðgerðir taka gildi.

Rétt að benda á, að olíuframleiðsla Venezúela hefur verið í hnignun árum saman, var ca. 3,3 milljón föt per dag er Chavez komst til valda -- var eins og kemur fram, minnkuð í 1,5 milljón fata per dag á sl. ári.
--Um það er ekki hægt að kenna erlendum refsiaðgerðum.

  • Þar sem aðgerðir er bitna á olíu-iðnaði landsins, taka ekki gildi fyrr en í febrúar 2019.

 

Niðurstaða

Ríkisstjórn Maduro ekki hrunin enn, hinn bóginn er klárt að aðgerðir ríkisstjórnar Trumps gegn olíuiðnaði landsins er hófust í febrúar sl. - en refsiaðgerðir fyrir þann tíma, voru af tagi er höfðu óveruleg áhrif, beint að einstaklingum í náum tengslum við ríkisstjórn landsins - hafa haft þung áhrif á fjárhag Maduro stjórnarinnar.

Það geti vart verið að stjórnin í Caracas hafi færst skrefum nær hruni.
Þó svo að Rússlandsstjórn hafi sent nýlega tvær rússneskar farþegavélar hlaðnar sérsveitarmönnum: Russia says it sent 'specialists' to Venezuela, rebuffs Trump
Tveir flugvélafarmar af hermönnum, er of lítið til að skipta verulegu máli.
Kannski, sendir til að gæta aðstöðu rússn. olíufyrirtækja í Venezúela.

Það verður forvitnilegt að fylgjast með því hve lengi Maduro stjórnin tórir.

  • Trump stjórnin er augljóslega að leitast eftir því að stöðva það litla í landinu sem eftir er af efnahagslífi þess.

 

Kv.


Sú hugmynd að skilgreina einkarekin internet fyrirtæki - útgefendur efnis, þó einstaklingar setji það efni á netið; væri alvarleg árás á einstaklingsfrelsi

Sú hugmynd að færa ábyrgð á efni sem birt er á gríðarlegum fjölda netsíðna sem rekin eru af stórum internet fyrirtækjum - sum hver alþjóðleg risafyrirtæki, þó ekki öll; hefur virst sumu fólki lausn á vanda sem sumir telja vera til staðar, að erfitt sé að hafa nokkrar hömlur á því hvers lags efni er sett á vefinn - vegna þess auðvitað, að yfir milljarður manna eru að setja efni inn á vefinn, dag hvern!
--Stjórnvöld víða út um heim, hafa auðvitað litla sem enga stjórn á þessu flæði.
--Þar sem vefurinn er alþjóðlegur, og síður geta verið vistaðar nær hvar sem er.

 

Eftir sóðalegt fjöldamorð nýlega í Christ-church Nýja-Sjálandi, hvatti forsætisráðherra landsins til þess -- að internet fyrirtæki, yrðu gerð ábyrg fyrir öllu birtu efni!

  1. Fólk sem tekur undir þetta, starir auðvitað á athafnir morðingjans - sem streymdi inn á vefinn, myndum af því í beinni útsendingu er hann drap 50 manns.
  2. Hinn bóginn, hefði það ákaflega stórar afleiðingar -- fyrir heiminn allan, ef öll internet fyrirtæki yrðu gerð ábyrg fyrir öllu efni sem sett er inn á þá vefi sem þau reka!

Þetta hefði ákaflega alvarlegar afleiðingar fyrir persónufrelsi fólks.
Væri stór skerðing á persónufrelsi nær allra netverja!

Ég bendi á, að þegar fjöldamorð urðu í Noregi - var mikil áhersla lögð á það í Noregi, að beita engum aðgerðum -- er mundi leiða til skerðingar persónufrelsis allra!
Því slíkt væri ekki réttlætanlegt, jafnvel í ljósi slíks voða-atburðar.

  1. Sjálfsagt vælir einhver strax - að internet fyrirtæki, njósna þegar um notendur.
    --Hinn bóginn, þá eru þau ekki yfirleitt að skipta sér af því, hvaða efni viðkomandi persóna birtir, nema í örfáum undantekningum - þegar yfirvöld heimta slíkt.
    --Það er m.ö.o. almennt ekki verið að ritskoða það efni sem er birt.
    --Fólk hefur fullt frelsi, til að lísa yfir hvaða skoðun sem það kærir sig um - halda því fram sem það vill - þó það sé í tilvikum fullkomið kjaftæði - deila á annað fólk - deila á fyrirtæki - deila á stjórnmálamenn - deila á stofnanir - samtök, o.s.frv.
    **Punkturinn er sá, nær öll þau réttindi gætu komist í hættu!
  2. Það sem þarf að huga, er að fyrirtæki hugsar fyrst um eigin hag - þannig, að ef það er gert ábyrgt fyrir því - sem JÓN setur á vefinn - - þá eru það ekki hagsmunir JÓNS sem fyrirtækið mun íhuga, ef einhver utanaðkomandi kvartar yfir því sem JÓN sagði um - fyrirtæki, pólitíkus, stofnun, samtök, erlent ríki, ríkisstjórn, o.s.frv.
    --Ef fyrirtækinu berst hótun um lögsókn - hver þeirra aðila kvartar yfir efni JÓNS sem hann setti á vefinn sem fyrirtækið rekur.
    --Þá er lítill vafi í mínum huga, að persónuréttindi JÓNS verða ekki ofarlega í huga, er fyrirtækið íhugar hvað það gerir - hvernig það bregst við hótuninni um lögsókn.
  3. Það er lítill sem enginn vafi í mínum huga, að fyrirtækið mun - ekki velja að leggja í kostnað við hugsanlegan málarekstur - til að verja hagsmuni síns notenda, JÓNS.
  4. Þannig, að viðbrögðin virðast mér augljós -- fyrirtækið velur að eyða þeim gögnum sem JÓN setti inn á vefinn, sem utanaðkomandi aðilinn - kvartaði yfir, beitti fyrirtækið hótun um lögsókn út af, án þess að spyrja JÓN heimildar eða leyfis, eða íhuga í nokkru vilja JÓNS - síns notenda í tilvikinu.
  • Menn eru oft að tala um það, hvernig internet fyrirtæki beita gögnum notenda sinna, til að afla sér -- auglýsingar, sem eru sérsniðin skv. notenda-gögnum, að því sem metin eru innan áhugasviðs viðkomandi.
    --Þar af leiðandi, er í dag það sem notendur setja á vefinn --> Asset.
  • En þetta gerbreytist, ef internet-fyrirtækin eru gerð ábyrg -- > Liability.

Gögnin fara allt í einu að ógna stöðu fyrirtækisins, vegna þeirra lögsókna sem það allt í einu stendur - líklega frammi fyrir.

Fyrirtækin eiga þá engan annan kost völ, en að fara að -- stýra því sem notendur setja inn á vefinn.

Það eru auðvitað inngrip í gögn notenda -- langt umfram það sem hingað til tíðkast.

Hætt er á því, fyrirtækin til að verja sig fyrir málsóknum - muni þar af leiðandi, takmarka mjög mikið þá gríðarlega opnu umræðu sem hefur tíðkast á vefnum, síðan hann varð til.

Það eru auðvitað mjög margir aðilar, er gætu viljað takmarka slíka umræðu!
--Pólitíkusar auðvitað, en umræða er oft afa rætin.
--Fyrirtæki að sjálfsögðu, en víða um netið er fjöldi fyrirtækja undir stórfelldri gagnrýni.
--Margvísleg samtök, geta einnig leitast í slíkt far - sérstaklega samtök er verja tiltekna hópa, gætu viljað takmarka umræðu - sem gagnrýnir sérstaklega þann hóp, þeirra hagsmuni þau eru mynduð utan um.
--Deilur um innflytjendamál, eru einmitt umræða af því tagi - sem gæti orðið illa úti.
--Auðvitað, geta erlendar ríkisstjórnir komið við sögu, sem aðili er gæti viljað hafa áhrif á þá umræðu er tíðkast innan annarra samfélaga/landa.

  1. Ég er í reynd að segja þá hugmynd að gera internet fyrirtæki sem reka vefi sem ætlað er að vera aðgengilegir fyrir almenning til skoðanaskipta og til að setja inn efni að eigin vali - ábyrgða fyrir því efni sem almenningur setur inn.
  2. Stórfenglega hættulega aðför að skoðanafrelsi almennt.

The social networks are publishers, not postmen

 

Niðurstaða

Þær hugmyndir að það þurfi að koma hömlum á frelsi fólks til eigin tjáningar, dúkkar alltaf upp öðru hvoru -- það er afar kalhæðið hve sögulega það oft gerist, undir því yfirskyni að verja almenning.
--M.ö.o. að verja almenning - gagnvart skoðunum sem eru metnar hættulegar.

Þetta er auðvitað klassíska dæmið um að galopna nýtt Pandórubox.
--Ef ofangreind breyting yrði, mundi það gerbreyta allri upplyfun notenda á netinu þaðan í frá - gera vefinn miklu lokaðri en hann hefur verið, takmarka mjög alla netumræðu.

Vegna þess hve vefurinn er mikill þáttur í lífi fólks, þíddi það stórfellda skerðingu á persónufrelsi almennings!

 

Kv.


Niðurstaða Muller skýrslunnar skýr - engar sannanir fyrir leynibruggi milli framboðs Donalds Trumps og ríkisstjórnar Rússlands

Eitt áhugavert í þessu, þó Trump sé ekki lengur væntanlega eftir þetta - rannsakaður af FBI. Þá meðan Muller var að rannsaka mál Trumps, hafa spunnist upp hliðarmál sem sum hver geta alveg skapað óþægindi fyrir Donald Trump.
--Trump sé ekki endilega laus við allar lagaflækjur sem beinast að hans persónu.

Donald Trump faces legal peril beyond Mueller probe

  1. Spurning hvað kemur út úr málarekstri í NewYork þ.s. fyrrum lögmaður Trumps - Cohen er undir smásjá - þó vart sé unnt að kalla Cohen sérdeilis trúverðugan, þá var hann lögfræðingur Trumps í meir en áratug.
    --Ef einhver veit eitthvað sem geti komið Trump í vanda, sé það hugsanlega hann, það er þá spurning hvort Cohen varðveiti einhver gögn.
  2. Síðan hefur NewYork fylki, kært Paul Manafort - fyrir fasteignasvik, það þarf ekki að tengjast Trump með nokkrum hætti, hinn bóginn - kvá Manafort og Trump hafa átt í viðskiptum saman, áður en Trump um hríð hafði hann sem kosningastjóra framboðs síns til forseta, það a.m.k. þíðir, að meðan mál Manaforts verða rannsökuð af saksóknarayfirvöldum í NewYork, þá má reikna með því, að þar verði einnig skoðað hvort þeirra viðskipti tengdust með einhverjum hætti, þau viðskipti sem Manafort sætir ákæru fyrir.
    --Trump virðist a.m.k. seinheppinn við val á vinum.
  3. Þriðja rannsóknin virðist einnig hafin í NewYork, en þar kvá undir smásjá fjármögnunarherferð sem var mjög árangursrík - til standi að kanna hvort lög um fjármögnun kosningabaráttu voru brotin.
    --Það virðist ljóst, að saksóknarar í svokölluðu, Suður-svæði NewYork, eru á eftir Trump, hvort þeir hafa erindi sem erfiði er allt annað mál.
    --A.m.k. sé ljóst, þeir munu valda Trump verulegum kostnaði er tengist því að kosta málsvörn.

 

Varðandi Robert Muller, hef ég aldrei tekið undir fullyrðingar sem margir voru með að sú rannsókn væri - nornaveiði!

Mueller finds no collusion between Trump and Russia

Það sem mér virðist - þvert á gagnrýni, að þá hafi FBI - sýnt fram á með rannsókn á Hillary Clinton 2016 og síðan á því að þora að rannsaka framboð Donalds Trumps, að stofnunin - sé óhrædd við að rannsaka þá sem hún telur ástæðu til að rannsaka.

En það sem mikilvægara er, að stofnunin virðist ekki - þvert á fullyrðingar sem algengar hafa mjög verið í orðaræðu, stundað rannsóknir í pólitískum tilgangi.

  1. Klárlega er það út í hött, að saka FBI um að hafa gert - Hillary Clinton greiða, þó héldu því margir fram - því eftir allt saman, ákvað FBI fyrir rest - að mæla ekki með ákæru gegn henni.
    --Hinn bóginn, var enginn vafi rannsóknin skaðaði framboð hennar gríðarlega, og þ.e. algerlega hugsanlegt, sú rannsókn hafi riðið baggamuninn á að Trump varð forseti.
    --Stuðningsmenn Hillary eftir allt saman, kvörtuðu sáran - töluðu jafnvel um, svik.
  2. Niðurstaðan gagnvart Trump er ekki sú sama - þó Muller mæli ekki með ákæru, þá virðist skýrt tekið fram, að ekki hafi fundist sannanir um - hugsanlega glæpsamlegt ráðabrugg milli framboðs Trumps og stjórnvalda Rússlands.
    --Hinn bóginn, sagði FBI er ákveðið var ekki að mæla með ákæru gegn Hillary, að talið væri líklegt að - brot hafi átt sér stað, en ekki hefði tekist að sanna svo.

Á þessu tvennu er töluverður munur, þó báðar útkomur leiði ekki til ákæru.
Það þíðir, að orðstír Hillary er mjög skaðaður, þó hún hafi ekki verið ákærð.
Á móti, sé ekkert við útkomu rannsóknar Muller - sem bendi til þess að þar sé eitthvað sem líklega komi til með að skaða málstað Trumps.
--Það sé því rétt af honum, að vera kátur þessa dagana.

Síðan kemur í ljós, hvað saksóknarar í Suður-svæði NewYork, koma til með að gera!
En þeir virðast mjög ákveðnir í að sækja þau 3-mál sem ég nefndi.
--Bendi á að þ.s. þau mál séu skilgreind - innan fylkis, getur Trump ekki beitt náðun.
--Né tæknilega séð, gæti varaforseti náðað hann síðar.

Réttur forseta til að náða kvá víst einungis gilda um mál - sem teljast Federal!

 

Niðurstaða

Útkoman fyrir Trump þessa dagana virðist tær sigur fyrir Trump -- Mullers rannsóknin sé frá, og í því geti póltískir andstæðingar lítið gert. Þó meirihluti Demókrata í Fulltrúadeild sé með hávaða í fjölmiðlum, séu þær hótanir líklega - bitlitlar!

Það sé hugsanlegt að Donald Trump þurfi að hafa áhyggjur af málarekstri í NewYork, rekin af saksóknurum í svokölluðu - Suður-svæði. Þar sem sú rannsókn sé innan lögsagnarumdæmis fylkis, hafi forsetinn ekkert vald sem hann getur beitt.

Aftur á móti getur verið ekkert komi úr þeim málarekstri forsetanum hugsanlega hættulegt.

 

Kv.


Robert Mueller skilar skýrslu sinni til dómsmálaráðherra Bandaríkjanna -- bæði repúblikana og demókrata senatorar, óska eftir fullri birtingu

Forsetinn var staddur í Marlago ásamt fjölda aðstoðarmanna, ívið fleiri en vanalega - fyrir utan það, var ekkert sem augljóslega benti til einhvers stress.

Mueller submits Trump-Russia inquiry report to U.S. attorney general

 

Einn þeirra þingmanna er óskaði birtingar skýrslunnar í heild:

Repúblikaninn, Chuck Grassley

Robert Mueller’s been investigating any ties between Trump associates and the Kremlin for nearly two years now and the Justice Department has been at it since even before the 2016 election. We know that the Russians tried to meddle in our democratic processes to sow divisions, as they have in so many other countries. But throughout this prolonged investigation, which cost tens of millions in taxpayer dollars and included aggressive surveillance tools, we still haven’t seen any evidence of collusion.
Republicans and Democrats have roundly praised Mueller’s reputation for integrity and thoroughness. Now that he’s wrapped up his investigation, Attorney General Barr must provide Congress and the American people with the findings to finally put an end to the speculation and innuendo that has loomed over this administration since its earliest days. Attempts to keep the collusion narrative alive, especially for political reasons, will only serve to further harm our political discourse and play into the hands of our foreign adversaries.

Tjái mig ekkert um hans skoðanir - hann hafði að sjálfsögðu ekki séð skýrsluna á þeim punkti, en greinilega gerir ráð fyrir sakleysi forsetans.

Dæmi um yfirlýsingu þingmanns demókrata

Mark Warner:

Congress and the American people deserve to judge the facts for themselves. The Special Counsel's report must be provided to Congress immediately, and the Attorney General should swiftly prepare a declassified version of the report for the public. Nothing short of that will suffice.
It is also critical that all documents related to the Special Counsel's investigation be preserved and made available to the appropriate Congressional committees.
Any attempt by the Trump Administration to cover up the results of this investigation into Russia's attack on our democracy would be unacceptable.

Tjái mig ekkert um hans skoðanir heldur - nema að taka undir það sjónarmið, að best sé að allt komi fram til að eyða allri óvissu.

Chuck Schumer sem fer fyrir meirihluta repúblikana í Öldungadeild og Nancy Pelosi sem fer fyrir meirihluta demókrata í Fulltrúadeild - óskuðu sameiginlega eftir fullri birtingu.

Sameiginleg yfirlýsing þeirra:

Now that Special Counsel Mueller has submitted his report to the Attorney General, it is imperative for Mr. Barr to make the full report public and provide its underlying documentation and findings to Congress. Attorney General Barr must not give President Trump, his lawyers or his staff any ‘sneak preview’ of Special Counsel Mueller's findings or evidence, and the White House must not be allowed to interfere in decisions about what parts of those findings or evidence are made public.
The Special Counsel’s investigation focused on questions that go to the integrity of our democracy itself: whether foreign powers corruptly interfered in our elections, and whether unlawful means were used to hinder that investigation. The American people have a right to the truth. The watchword is transparency.

Ég held ég taki einnig undir sjónarmiðið um fulla birtingu.

Aðallögfræðingur Donalds Trumps, sagðist ánægður með því skýrslunni væri lokið.

Stutt yfirlýsing Guilani:

We’re pleased that the Office of Special Counsel has delivered its report to the Attorney General pursuant to the regulations. Attorney General Barr will determine the appropriate next steps.

Adam Schiff sem fer fyrir -- House Intelligence Committee -- hótaði því að hefja yfirheyrslu yfir Robert Mueller og að senda formlega kröfu um gögn til Dómsmálaráðuneytisins, til að leiða hið sanna fram, eins og hann orðaði það -- ef Dómsmálaráðherra, birti ekki skýrsluna.

At the end of the day, the (Justice) department is under a statutory obligation to provide our committee with any information regarding significant intelligence activities, including counterintelligence. And it's hard to imagine anything more significant than what Bob Mueller has been investigating.

Fólk hefur margvíslegar skoðanir á því hvað þar sé líklega að finna!

Sá eina snjalla athugasemd á erlendum vef -- að líklega mundi Trump sjálfur leka skýrslunni að stórum hluta sjálfur á næstunni í gegnum sín - twít, sem mundi þvinga fram fulla birtingu.

 

Niðurstaða

Ætli nú taki ekki við stóra rifrildið um það hvað skýrslan akkúrat merkir. Á meðan hún er ekki birt nema að hluta - er auðvelt að fullyrða að mikilvægum gögnum sé haldið leyndum. Ef Donald Trump er saklaus, þá er það rökrétt af honum - að fara sjálfur fram á fulla birtingu. Ef hann er sekur um eitthvað alvarlegt, er á móti rökrétt af honum, að hindra fulla birtingu.

Hinn bóginn grunar mig að hann muni sjálfur ekki standast þá freystingu, að birta hluta úr henni - smám saman í sínum, twítum. Sem að sjálfsögðu, muni auka enn frekar þrýsting á fulla birtingu, en vart mundi Trump birta atriði nema að hann teldi það sér til tekna.

 

Kv.


Trump hefur algeran sigur fyrir Hæstarétti Bandaríkjanna varðandi rétt ríkisins til að halda ólöglegum innflytjendum í ótímabundnu varðhaldi

Hæstiréttur Bandaríkjanna virðist hafa veitt alríkinu afar frýtt spil þegar kemur að því hvað alríkið hugsanlega vill gera við þá ólöglegu innflytjendur sem einhverju sinni hafa orðið sekir um glæp.
En eitt baráttumálið er að reka þá úr landi, sem gert hafa eitthvað af sér.

U.S. Supreme Court hands Trump a victory on immigration detention

Supreme Court sides with Trump on immigration detention

U.S. Supreme Court gives Trump victory on immigration detention

  1. Associate Justice Samuel Alito -- said the strict ruling was to ensure homeland security officials were not constrained by inappropriate deadlines to detain convicted noncitizens. -- As we have held time and again, an official's crucial duties are better carried out late than never,
    --Rétturinn hafnaði því sem sagt, að það væri tíma-takmörkun á rétti ríkisins til að setja ólöglega innflytjendur í varðhald -- sem einhverju sinni hafa framið glæp!
    --Skv. því sé sá aldrei öruggur  í landinu ef hann býr þar réttlaus - ef sá hefur nokkru sinni orðið sekur um glæp af einhverju tagi, þó sá hafi lifað lífi utan glæpa eftir það - sæki vinnu, ekki orðið sekur um glæpsamlegt athæfi ef til vill árum saman síðan.
  2. The ruling, authored by conservative Justice Samuel Alito, left open the possibility of individual immigrants challenging the 1996 federal law involved in the case, called the Illegal Immigration Reform and Immigrant Responsibility Act, on constitutional grounds - their right to due process - if they are detained long after they have completed their sentences.
    --Það gæti orðið að áhugaverðu prófmáli, ef ríkisstjórn Trumps beitir hinni víkkuðu túlkun á innflytjendalögum frá 1996 -- þá skv. Alito dómara, sé það opið fyrir þann sem sé fangelsaður í samræmi við þá túlkun laganna - löngu eftir að hafa afplánað dóm; að kæra lögin frá 1996 á þeim grunni, þeim sé neitað um - réttmæta málsmeðferð.

 

Ég er afar hlutlaus í þessu máli!

Ég lít ekki sjálfkrafa á ólöglega innflytjendur sem glæpamenn -- á móti, ekki endilega sammála því heldur, þeir hafi einhvern sjálfsagðan rétt til veru í því landi heldur.

Ég sé ekki ástæðu til þess, að ófrægja ólöglega innflytjendur sem slæmt fólk - það sé í sjálfu sér ekki slæmt markmið, vilja betra líf -- á móti, sé það ekki endilega réttur þess, að fá betra líf í öðru landi -- það sé komið undir því landi sem það hefur smyglað sér til, hvort viðkomandi fær þar að vera eða ekki; rökrétt íhuga landsmenn þá spurningu í samræmi við mat á hagsmunum landsmanna - aukinn aðflutningur þarf ekki vera gegn hagsmunum landsmanna, hann geti einnig það verið.
--Matið þar um geti tekið breytingum eftir tímabilum, ekkert endilega að því - íbúar mega skipta um skoðun, og þeir mega gera það eins oft og þeir vilja.
--Aðstæður og tímar séu síbreytilegir, því rökrétt að mat geti breyst margsinnis.

  1. Ég ætla því ekki að lísa þeirri skoðun, að afstaða ríkisstj. Bandar. sé röng.
  2. Ekki heldur fullyrða hún sé rétt!

Þetta sé þeirra mat í dag - það geti breyst á morgun, eða á nk. kjörtímabili.
Afstaða Bandar. til innflytjendamála hefur breyst margsinnis í þeirra sögu.
Og á örugglega eftir að breytast aftur síðar.

 

Ef menn íhuga hvort á að heimila ólöglegum innflytjenda að vera!
Finnst mér alveg í lagi að íhuga - hvort viðkomandi hefur nýtilega þekkingu eða reynslu.
Að sjálfsögðu hvaðan sá kemur - hvort viðkomandi væri líklega hætta búin vegna brottvísunar.
--Ef sá hefur dvalist í landinu um hríð - veiti það viðkomandi engan sjálfkrafa rétt.
--Það sé samt alveg í lagi þó, að skoða hegðan viðkomandi í landinu - ef sá er í vinnu, stendur sig vel, hefur ekki brotið að öðru leiti af sér - séu það prik.

  1. Ég styð ekki kenningar í þá veru, að íbúum Vesturlanda sé stórfelld hætta búin, vegna yfirvofandi aðflutnings frá öðrum heimsálfum.
    --Virðast þær kenningar vægt sagt -- hysterical.
  2. Slíkar hugmyndir halda á lofti þeirri sýn, aðflutningur sé rosalega hættulegur.
    --Mig grunar oft, að þeir sem séu mest æstir -- kenna aðkomumönnum fyrir að þeir séu æstir, séu fyrst og fremst æstir, vegna eigin hugmynda.

Það sé til staðar hugmyndafræðileg dramatík, lítt eða ekki studd af staðreyndum.

  • Sagan sýni, aðkomuhópar vissulega - eru framan-af fátækari en heimamenn, og gjarnan hafa hærri glæpatíðni.
  • Hinn bóginn, virðist hvort tveggja líða hjá - eftir því sem hópur nær fótfestu í samfélaginu.

Þetta komi fram er saga Bandaríkjanna sé skoðuð - það gerist margsinnis að aðkomubylgjur verða, það virðist ítrekað endurtaka sig svipuð atburðarás.
--Þannig að álykta má líklega með sæmilegu öryggi, hvað líklega gerist.

  1. Aðkomubylgjur spretta fram - það vissulega verður áberandi glæpatíðni, líklega þ.s. aðkomumenn séu fátækari - renna ekki eins vel inn í störf.
  2. Þá sprettur fram, mótbylgja andstöðu innan samfélagsins.
  3. Þá sé gripið til takmarkana, eftir andstaða nær pólit. áhrifum.
  4. Síðan líður tíminn -- aðkomuhópurinn verður að Bandaríkjamönnum.

--Síðar er aftur slakað á klónni - ný aðkomubylgja verður, og sagan endurtekur sig.
--Þetta hefur gerst þó-nokkuð-sinnum í sögu Bandaríkjanna.

Bandaríkin eru í dag samsett af mörgum aðkomubylgjum - þær hafa ekki hingað til lagt Bandaríkin í rúst. Þannig, að stórir dómsdags-dómar er stundum heyrast - virðast raunverulega hysterical. 

 

Niðurstaða

Ég auðvitað styð rétt hvers samfélags til að ráða sínum málum - það sé engin endanleg formúla til. Það sé alveg rökrétt, að geta samfélags til að veita aðkomufólki skjól - geti verið breytileg eftir tímabilum. Sú geta auðvitað ræðst af mörgum þáttum.

--Atvinna t.d. næg atvinna líklega gerir aðflutning auðveldari fyrir samfélag.
--Hugmyndafræði skiptir örugglega máli, velvilji vs. illvilji hefur án vafa áhrif á vilja samfélags og getu.
En geta sennilega markast af - umburðalyndi samfélags. Það sé umburðarlyndara þegar atvinna og efnahagshorfur séu góðar -- síður svo þegar hvort tveggja sé slæmt.
Og auðvitað, menn eru síður umburðalyndir gagnvart hópum - sem hafa verulega ólík viðhorf viðhorfum landsmanna.

Samfélag sjálft þurfi auðvitað að þekkja sín takmörk.
Og eins og ég benti á, hafa aðkomumenn ekki sjálfsagðan þegnrétt.

Ég tek ekki afstöðu til þess hvort Trump og stuðningsmenn hafa rétt fyrir sér í samhengi Bandaríkjanna - þeir megi berjast fyrir því sem þeir telja rétt, sama eigi við þá sem séu öfugrar skoðunar og teljast þegnar Bandaríkjanna.
--Flest bendi til þess, að þó dómur hafi fallið Trump í vil í þetta sinn, sé ekki enn öllum spurningum svarað fyrir dómi, um rétta málsmeðferð skv. lögum og hugsanlegan rétt ólöglegra innflytjenda til réttlátrar málsmeðferðar.

 

Kv.


Fjöldamorðinginn í Nýja-Sjálandi virðist hafa verið einn af verki -- er í raun praktískt að ritskoða samfélagsmiðla?

Ég man ennþá eftir - Laswegas morðárásinni fyrir örfáum árum, þá einnig var einstaklingur er hafði vendilega skipulagt tilræðið - er var einn að verki, sem hóf skothríð og drap tugi. Sá skaut út um hótel-glugga nokkrar hæðir upp, dritaði með hríðskota-ryfflum, sem viðkomandi hafði keypt löglega.

Eðlilega varpar þetta upp spurningum um það, hvernig ofbeldismenn geta komist yfir drápstól.
Sérstakt við Laswegas árásina, að það var í reynd ekki neitt við ofbeldismanninn, sem gat fyrirfram varað yfirvöld við!
--Hinn bóginn, virðist Christchurch árásarmaðurinn, hafa verið áberandi um nokkurt skeið á samfélagsmiðlum, án þess að komast undir smásjá yfirvalda!

  • Töluverð krafa er nú uppi um - aukna ritskoðun netmiðla.


Mér virðist líklegast, árásin auki samhug á Nýja-Sjálandi!

Map of New Zealand

Öfugt við Bandaríkin, þ.s. morðárásir eru tíðar - því miður, þá er Nýja-Sjáland meir í átt við Noreg, rólegt almennt öruggt land, þar varð einnig fjöldamorð 2011 er einn byssumaður Anders Breivik drap 77 ungmenni á fjöldasamkomu í - Útey.

Í Noregi, voru viðbrögðin án vafa - almennur hryllingur, að samfélagið þéttist saman.
Öfugt við það sem greinilega var tilgangur ofbeldismannsins.

Police believe New Zealand shooter may have acted alone

Accounts emerge of heroism in New Zealand mosques

Jacinda Ardern burnishes leadership after Christchurch carnage

Forsætisráðherra Nýja-Sjálands, virðist vera standa sig í málinu með prýði.
Og fá almennt lof fyrir - það skipti ekki megin máli hvort 50 eru drepnir eða 77.

Jacinda vakti athygli er hún kom fram klædd höfuðklút

New Zealand Prime Minister Jacinda Ardern meeting with the representatives of the refugee centre during a visit to the Canterbury Refugee Centre in Christchurch, on March 16, 2019.

Hún kom með þessum hætti fram daginn eftir morðin á samkomu er haldin var til þess að sína samstöðu með fórnarlömbum morðárásarinnar - virðist mælast vel fyrir.

Þetta er ekki eina óvenjulega í hennar fari - á undan vakti hún athygli er hún eignaðist barn, í kjölfar þess hún varð forsætisráðherra - hún mætti á sl. ári á þing SÞ með barnið um hönd, sem þótti alþýðlegt af henni.

Þessi kona móðir smábarns leiðir nú sína þjóð í gegnum tilfinningaáfallið sem þjóðin hefur orðið fyrir - rómur daganna nú a.m.k. að henni gangi það hlutverk vel.

  1. Talsmenn youtube segjast hafa tekið 1,5 milljón vídeóa af netinu, og blokkerað a.m.k. 1,2 milljón til viðbótar - vegna þess þau hafi sýnt myndir af morðárásinni er ekki þóttu við hæfi, vegna virðingar við fórnarlömbin.
  2. Hinn bóginn, varðandi það -- hvort Youtube eigi að geta sjálfkrafa blokkerað slík vídeó, er ég ekki það viss hvort slíkt sé í reynd praktístk.
  • Bendi á að það er gríðarlega mikið magn af leikja-videóum á Youtube, mörg úr skotleikjum - einnig úr kvikmyndum.
  • Mig grunar að það sé mjög erfitt - fyrir tölvu-forrit sem ætti tæknilega að fylgjast með, að loka algerlega á videó -- sem innihalda tiltekið skilgreint magn ofbeldis.

Í dag, gjarnan hefur Youtube videó sem eru með magn ofbeldis umfram tiltekið, lokuð - þangað til sá sem vill sjá videóið -- loggar sig inn. 
--Þá treystir Youtube því, að viðkomandi sé á aldri til að horfa.

Ég er ekki alveg að sjá fyrir mér - með hvaða hætti, væri hægt að sjálfkrafa að þekkja muninn á ofbeldi úr leik - með gjarnan hárri grafík - eða myndum af raunverulegum morðum.

  1. Mjög mikið flæði er af vídeóum á Youtube alla daga!
  2. Ef ætti að ritskoða öll videó, yrði það augljóslega mjög kostnaðarsamt.
  3. Það þíðir -- að Youtube yrði að loka alfarið, nema fyrir þá sem borga fyrir aðgengi.

Það aðgengi yrði þá ólíklega sérdeilis ódýrt!

  • Er það þá þess virði fyrir heims-samfélagið, að ef kostnaðurinn - - er stórfelldur aukinn kostnaður notenda?
  • Bendi á, þó afar blóðugar, eru þessar morð-árásir afar afar sjaldgæfar.

--Kall um stórfellt aukið eftirlit, er einnig kall eftir auknum kostnaði í sambærilegum hlutföllum.

Youtube notkun er per se ekki alveg frý lengur - þ.e. maður þarf umbera auglýsingar.
Hinn bóginn, er það ekki það pyrrandi samt sem áður - en ef allt efni þyrfti að ritskoða fyrst áður en því væri hleypt inn á vefinn -- sé ég ekki hvernig stórir vefir gætu veitt nokkra frýja notkun yfir-höfuð.
--Er það ekki viss sigur fyrir slíka ofbeldismenn, ef þeir þvinga samfélagið til að verulega skerða sín lífs-gæði?

 

Niðurstaða

Þó svo ég sé fullur samúðar með fórnarlömbum í Christchurch, er ég ekki til í að auka stórfellt notendakostnað á netinu - til að svara kröfum um stórfellt aukið eftirlit með noktun netsins. En ef allt efni þarf að ritskoða, þarf einhver að lesa það yfir fyrst - eða horfa á það fyrst eða hlusta á það fyrst. Slíkir starfsmenn þurfa laun, og þeir verða auðvitað misjafnir að gæðum og mati.

Svo er auðvitað það risa-stór spurning, hvað akkúrat er haturs-áróður.
Þegar því augljósa sleppir, að hvetja beinlínis til morða.

Ég kem ekki auka á það sé augljóslega hægt að hindra útbreiðslu haturs með slíku eftirliti.
Mig grunar að það leiti þá út í vefi sem yrðu þá hýstir í löndum sem leiddu slíkt eftirlit hjá sér - nokkurs konar sambærilegt að hýsa sig í skattaskjóli.
--Þ.e. alltaf hægt að skipta um vef sem hýsir.

Tæknilega er auðvitað unnt að beita - opinberum tölvuárásum, þ.e. hakka sig í vefi sem grunaðir eru um græsku - til að eyða þeim, ef efni utan skilgreindra marka finnst.

Mig grunar þó, að aldrei mundu finnast nema lítill hluti slíkra vefja, ef þær leituðust við að fela sig undir hinu augljósa yfirborði, þ.e. yrðu lokaðir - eingöngu aðgengilegir gegn lykilorði.

Það væri tæknilega hægt, með lokunum - beitingu opinberra netárása, að gera þessa vefi gætna -- hinn bóginn, er ekki endilega auðvelt að brjóta lykilorð, hakka sig inn.
Lykilorð eru orðin öflug í dag, og rugl-kóðun feykilega sterk.

Sem er punkturinn, að sama hversu hart væri gengið fram, væri aldrei unnt að tryggja að þeir sem vilja dreifa haturs-áróðri, gætu ekki nálgast slíkan til dreifingar eða komist í tæri við slíka vefi.

En kostnaðurinn við slík - opinber netstríð yrði mjög verulegur, og bitnaði á allri netnotkun. Netið gæti orðið það dýrt í notkun, að það hindraði aðgengi fyrir fjölda fólks.

 

Kv.


Boeing skandallinn - mesti skandall í sögu viðskiptalífs?

Skv. nýlegum fréttum, hafa flugyfirvöld í Bandaríkjunum loksins samþykkt að stöðva flug Boeing 737 Max8 véla - það gerðu þau nokkrum klukkustundum eftir að Kanadísk yfirvöld stöðvuðu flug slíkra véla -- það lítur því út fyrir að nær öll lönd heims, hafi nú bannað flug Max8 véla. Skipunin innan Bandaríkjanna kom upphaflega frá Donald Trump.

Boeing 737 MAX 8 groundings spread around the world

U.S. joins other nations in grounding 737 MAX jets after second crash

Lion Air B737 Max8

A Lion Air Boeing 737 MAX 8 crashed in October 2018; a software fix based on the investigation was delayed by the US government shutdown. It's possible that the fix could have prevented the crash of a similar aircraft in Ethiopia on March 10, 2019.

Ástæða þess að kanadísk yfirvöld ákváðu loks að stöðva flug Max8 véla - eru vísbendingar er loksins eru farnar að berast frá rannsókn á flugslysi er varð sl. sunnudag er vél Ethiopian Airlines fórst með 157 manns - skömmu eftir flugtak, sem benda til þess að slysið hafi gerst með sambærilegum aðdraganda - og annað slys 5 mánuðum fyrr í Indónesíu.

Í báðum tilvikum voru vélarnar splunkunýjar - þær farast í góðu veðri.

B737 Max8 Ethiopian

Ethiopian Grounds 737 MAX 8 Fleet After Crash Kills 157

Haft eftir ráðherra í Kanada sem ber ábyrgð á þessum málaflokki:

I urge the public not to jump to conclusions...We don’t know why the Ethiopian aircraft behaved like it did. It would be a mistake to oversimplify, to say it looks exactly like the Lion Air flight, but it crossed a threshold in our minds.

Hann vildi ekki fullyrða að tilvikin væru - sambærileg, en upplýsingar greinilega sýndu nægileg líkindi með slysunum - til þess að ráðherra fannst ekki ábyrgt annað, en að stöðva flug Max8 véla.

Ethiopian Airlines spokesman Asrat Begashaw said it was still unclear what happened on Sunday, but its pilot had reported control issues as opposed to external factors such as birds. -- The pilot reported fght control problems and requested to turn back. In fact he was allowed to turn back,...

Flugmaðurinn, hafði sem sagt - tjáð flugturninum vandræði með stjórnun vélarinnar, fengið heimild til að snúa við til lendingar - örskömmu áður en samband rofnar við hana.

Til samanburðar eldri vél með eldri gerð hreyfla, Lufthansa B737 800

new luf2.jpg

Bönd berast að hugbúnaði sem Boeing setti í MAX8 vélar, sem á að forða ofrisi!

Búnaðurinn, kvá ekki gera annað en að - beina hæðarstýri vélarinnar örlítið niður, þegar tæki vélarinnar greina hættu á ofrisi.
--Mikið er rætt um það í athugasemdum á erlendum miðlum, að flugmenn hafi kvartað yfir því - að þurfa taka vélina af sjálfstýringu, til þess að stöðva tilraunir - tölvubúnaðar vélarinnar, til að lækka nef hennar - m.ö.o. beina henni niður.

  • Skyndilegt hrap vélar Ethiopian Airlines, getur auðvitað -- bent til snöggs ofriss, en vél sem ofrís getur einmitt snögglega hrapað til jarðar.
  1. Kenning sem ég hef heyrt, af hverju Boeing ákvað að setja upp - prógramm sem tekur fram fyrir hendurnar á flugmönnum er þeir fljúga þeim - til þess að forða því sem búnaðurinn skynjar sem ofris hættu, með því að leitast við að beina nefi vélarinnar niður.
  2. Er sú, að Max8 vélarnar - hafi stærri hreyfla en áður, þ.e. hreyflar sem eru stærri í ummáli, svokallaðir - high bypass - hreyflar, semtímis með meira vélar-afli.
  3. Skv. kenningunni, þá til þess að nægilegt bil væri milli hreyfla og flugbrautar - þá voru hreyflarnir færðir nokkru framar, og hækkaðir nokkuð upp.
    --Myndirnar að ofan ættu að sýna þetta, ekki síst hve nýrri hreyflarnir eru stærri.
  4. Kenningin er sú, að þessir öflugu hreyflar - hærra settir og framar undir vængnum; hafi breytt flug-eiginleikum vélarinnar, til hins verra.
  5. Að á fullum krafti, þá skapi þeir hættu á ofrisi - með því að skapa tilhneygingu fyrir nef vélarinnar til að lyftast - verkfræðingar Boeing hafi áttað sig á þessu, því sett upp hugbúnað í stjórntölvu vélarinnar, sem sjálfkrafa -- leitast við við að, lækka nefið á móti -- með því að beita hæðarstýri hennar.
  6. Hinn bóginn, virðast slysin benda til þess - að eitthvað við þetta samhengi, sé ekki að ganga upp, eða a.m.k. að kringumstæður geta skapast, þ.s. þetta leiðir til vandræða.
  • Mér skilst, að flugfélögin og flugmenn, hafi ekki vitað um - ofrisvarnarbúnað Boeing á MAX8 vélunum, fyrr en í kjölfar slyss Lion Air fyrir 5 mánuðum.
  • Boeing að auki seldi MAX8 vélarnar, með þeim hætti - að ekki þyrfti sér aukaþjálfun, fyrir flugmenn til að fljúga þeim - er höfðu flogið eldri gerðum B737.
  • Fyrir utan þetta, hafði Boeing sannfært bandarísk flugyfirvöld - að ekki þyrfti svokallað - type certification - eftirlit þ.s. ekki væri um nýja vél að ræða, heldur einungis -- uppfærslu.
    --Þannig, yfirvöld gerðu væntanlega enga eigin könnun á áreiðanleika þessarar nýju gerðar af B737.
  1. Með því að sannfæra flugyfivöld um að sleppa - type certification - er hefði þítt, að yfirvöld hefðu ekki veitt nýju gerðinni - flughæfnisskýrteini strax, heldur fyrst tekið vélarnar í nákvæma eigin skoðun -- sparaði Boeing stórfé, enda hefði ríkið rukkað Boeing fyrir prófanakostnaðinum.
  2. Síðan, með því að halda því fram að ekki þyrfti sérstaka þjálfun fyrir flugmenn - lét Boeing Max8 vélina líta betur út fyrir kaupendur, sem eru flugfélög - þ.s. þau mundu þá þurfa kosta þá aukaþjálfunina.
    --Þetta virkar eins og að bjóða vélina á lægra verði.

Það er sennilega enginn vafi á því, að nýju hreyflarnir eru hlutfallslega sparneytnari en fyrri hreyflar - þannig að vélarnar virðast vera, hagkvæmari í rekstir en eldri týpur.

Það í samhengi, við að spara sér - aukaþjálfun, gerði þetta greinilega að mjög áhugaverðum pakka fyrir flugfélög -- enda skilst mér á fréttum, að Boeing hafi fengið pantanir fyrir rýflega 4000 Max8 vélum, m.ö.o. gríðarlegir fjárhaglegir hagsmunir.

 

Viðbrögð Boeing við slysunum!

Ekkert að MAX8 vélunum, fyrirtækið hafi fullt traust til þeirra, o.s.frv.

  1. Þegar Lion Air vélin fórst fyrir 5 mánuðum, bauð Boeing - hugbúnaðar-uppfærslu, sem væntanlega beindist að þeim hugbúnaði, er sér um að -- verjast ofrisi.
  2. Eftir hrap vélar Ethiopian Airlines, vill Boeing -- aftur bjóða hugbúnaðar-uppfærslu. --M.ö.o. að aftur eigi að tjúnna til hugbúnaðinn, er berst gegn ofrisi.

Boeing vill m.ö.o. ekki enn viðurkenna, að e-h sé athugavert við flugeiginleika vélanna.
Þaðan af síður viðurkenna, að hugsanlega þurfi - sérstaka aukaþjálfun flugmanna á þeim.

Mín skoðun er einfaldlega sú! Að vélarnar fari í - type certification!

  • Það mundi þíða, að opinbera drægi til baka - flughæfnisskýrteini.
  • Síðan, fyrirskipaði prófanir á þeim, eins og um alveg nýja tegund vélar væri að ræða.

Þá fer í gang opinbert prófunarkerfi, sem tékkar á öllum flugeiginleikum!
Þetta eru afar nákvæmar prófanir, engin ástæða að ætla að slíkar prófanir leiði ekki fullkomlega alla hugsanlega galla við flugeiginleika fram.
--Ferlið er dýrt, Boeing væri rukkað fyrir það.

Á meðan væri flug auðvitað bannað - nema af hálfu þeirra sem prófa fyrir opinberu prófunarstofuna. Þetta gæti auðvitað tekið nokkurn tíma!
--Segjum að prófun leiði fram, galla við flugeiginleika, en samtímis með hvaða hætti sé unnt að forðast þá galla -- þá er unnt að skilgreina þjálfunarprógramm fyrir flugmenn.

Segjum flughæfnis-skýrteini sé veitt, með skilyrði um viðbótar þjálfun flugmanna.
Þá mundi auðvitað Boeing eiga von á helling af bótakröfum frá flugfélögum.

Þau flugfélög er þegar hafa keypt slíkar vélar, mundu auðvitað - kæra vörusvik.
Heimta, að Boeing stæði straum af viðbótar þjálfunarkostnaði.

Hinn bóginn er einnig spurning, hvort Boeing gæti lent í kærum frá kaupendum hlutafjár í Boeing - en vandinn tengdur Max8 vélunum, væri á þeim punkti væntanlega búinn að bæla töluvert verð hluta, valda þeim er keyptu fyrir lækkun - töluverðu tjóni.
--Þeir gætu gert tilraun, til að rukka stjórnendur Boeing um bætur, fyrirtækið eða bæði.

  • En mig grunar að Boeing eigi sæg málsókna framundan - hvernig sem fer úr þessu!

 

Niðurstaða

Fyrir 5 mánuðum, komst Boeing upp með að bjóða - hugbúnaðar-uppfærslu eftir hrap Lion Air vélarinnar í Indónesíu. Hinn bóginn, í kjölfar hraps Ethiopian Airlines vélarinnar sl. sunnudag - efa ég að flugyfirvöld út um heim, sætti sig við - aðra hugbúnaðar-uppfærslu.
Nú grunar mig að Max8 vélarnar, verði teknar í einhvers konar tékk.

Ég persónulega, mundi ekki treysta Boeing til þess, eftir þ.s. mér virðist vera - röð hreinna lyga af hálfu talsmanna fyrirtækisins. Heldur fela opinberu prófunarkerfi að taka Max8 vélarnar út og það gaumgæfilega - vísa til, type certification - eða sambærilegrar skoðunar.

Ég hugsa Boeing standi mjög sennilega frammi fyrir dómsmálum, en tafir hljóta verða á afhendingu véla - en meðan flugbann er til staðar, getur Boeing ekki afhent. 

Ef, krafa verður gerð um, auka-þjálfun - þá munu þeir aðilar er þegar hafa keypt, án vafa heimta - skaðabætur frá Boeing fyrir vörusvik. Hugsanlega, einnig þeir sem eiga pantanir enn óafhentar.

Opinberar prófanir munu að auki valda Boeing kostnaði, og enn frekari seinkunum á afhendingu véla. Og væntanlega enn frekar auka líklegan skaðabóta-kostnað Boeing, fyrir utan beint tekjutap vegna sala er ekki fara fram -- peninga er ekki berast í kassann.

  • Tæknilega, væri auðvitað unnt að - setja varanlegt flugbann.
    --Persónulega efast ég um slíka útkomu.
  • Boeing gæti auðvitað, hafnað að kosta opinberar prófanir.
    --En það þíddi ákvörðun Boeing, að hætta framleiðslu Max8, Max9, o.s.frv. Ég hugsa að Boeing leitist frekar við að finna leið til að halda áfram framleiðslu þeirra véla.

Síðan má ekki gleyma - sennilegum bótakröfum, eigenda hlutafjár - sem sjá fram á tap á sinni eign, mér virðist sennilegt - að þeir leitist við að sækja það tjón til fyrirtækisins - jafnvel stjórnenda sem tóku lykilákvarðanir sem leiddu til tjóns.

Jafnvel er hugsanlegt, að ættingjar þeirra er fórust með flugvélunum tveim -- hefji eigin málsóknir gegn Boeing.
------------------
M.ö.o. sé ég fram á að Boeing standi frammi fyrir gríðarlegu fjárhagslegu tjóni á næstunni.
Spurning hvort jafnvel Boeing verði gjaldþrota, þannig bandaríska ríkið neyðist til að koma Boeing til aðstoðar - sem bandaríska ríkið án nokkurs vafa mundi gera!

 

Kv.


Brexit áætlun ríkisstjórnar Bretlands virðist hrunin - mér virðist Brexiterar hafa tapað

Theresa May beið ósigur í annað sinn í atkvæðagreiðslu um þann samning sem hún gerði við ESB seint á sl. ári um Brexit - tapaði með 149 atkvæða mun á breska þinginu, nokkru skárri útkoma en í fyrri atkvæðagreiðslunni í janúar sem hún tapaði með sögulegum 230 atkvæða mun.

Ég held þetta þíði að Brexiterar séu líklega þegar búnir að tapa Brexit málinu.

Britain in Brexit chaos - parliament crushes May's EU deal again

Power over Brexit slips from May’s damaged hands

 

Við þetta færist boltinn yfir til breska þingsins!

May lofaði breska þinginu að þingmenn hennar flokks mættu greiða óbundnir atkvæði í tveim fyrirhuguðum atkvæðagreiðslum - er fara fram strax í kjölfarið.
--Og var búið fyrifram að ákveða færu fram, ef þingið feldi samninginn hennar aftur.

  1. Fyrst svarar þingið spurningunni, hvort þingið vill -- Hard Brexit. Flestir reikna með, meirihluta gegn þeirri útkomu.
  2. Síðan, verður greitt atkvæði um þá spurningu - hvort óska skuli eftir, framlengingu á Brexit ferlinu til ESB.

Flestir reikna með því, að umræður í tengslum við seinni atkvæðagreiðsluna, verði fjörugri - en þá virðast línur meðal þingmanna, síður skýrar.

En ef þingið vill ekki - Hard Brexit - er ekki um annað að ræða en að biðja um frest.
Ekki er öruggt að aðildarþjóðir ESB - veiti slíkan frest, svo Bretland detti ekki sjálfkrafa úr ESB þann 29/3 nk. - þó flestir telji að aðildarþjóðirnar muni veita frest.

Það stefnir þó í, ef Bretland er enn meðlimur að ESB - í maí, þá muni Bretlandseyjar að taka þátt í kosningum til svokallaðs Evrópuþings. Bretland hefur þann rétt, meðan landið er enn meðlimur - eftir allt saman.

Margvíslegar pælingar eru í gangi á þinginu - hvað skal gera í staðinn fyrir endanlega felldan samning May.

  • Hugmyndin um, varanlegt tollabandalag frá Jeremy Corbyn, virkar á mann að mundi gera Bretland - að leppríki ESB.
  • Þá á ég við, reglur ESB yrðu væntanlega að gilda sjálfkrafa í Bretlandi - reikna með því, að það yrði sjálfvirkt kerfi ekki eins og í EES - að ísl. þingið þarf að leiða þær breytingar í lög hér -- síðan hefði Bretland engin áhrif á þá lagasetningu.
    --Þó það gildi það sama á Íslandi, að Ísl. hefur engin áhrif innan ESB.
    --Þá hefur Bretland sem meðlimur að ESB, raunveruleg umtalsverð áhrif á lagasetningu innan sambandsins - sem Ísl. sem dvergríki mundi ekki hafa sem meðlimur.
    --Þannig, að fyrir Bretland, er um að ræða - mjög verulegt raunverulegt tap á áhrifum um þá lagasetningu -- er mundi síðan gilda innan Bretlands.
  • Þar af leiðandi, efa ég að þetta geti talist - ásættanleg lausn fyrir Bretland.

Atvinnulífið í Bretlandi virðist þó þrýsta á þessa leið, enda slétt sama hvort ríkisstjórn Bretlands og breska þingið - hafa ofangreind áhrif eða ekki.

  1. Síðan eru áhugamenn, um aðra þjóðaratkvæðagreiðslu.
  2. Og þingmenn á hinn bógnn, sem einfaldlega vilja - þingið sjálft ákveði að aflýsa Brexit.

Það virðist líklegt, að tekin verði - umræðusenna um tollabandalags-hugmyndir um hríð.
Þó ég efi persónulega að meirihluti myndist fyrir nokkurri þeirra!
--Enda hafa tollabandalagshugmyndir allar þann galla fyrir Bretland, að verða einhliða samþykkja að taka upp lög og reglur ESB.

  • Fyrir Ísl. lít ég ekki á skort á áhrifum sem sambærilegt vandamál, vegna þess hve líkleg áhrif Ísl. sem hugsanlegur meðlimur - væru sára lítil líklega hvort sem er.
  • Annað gildi um Bretland, vegna þess - að sem meðlimur er það eitt áhrifamesta meðlimalandið -- missir áhrifa því tilfinnanlegur án vafa.

Fyrir rest hugsa ég að þingmenn leiti frá umræðunni um tollabandalag utan sambandsins.
--Inn í umræðu um, aðra þjóðaratkvæðagreiðslu.
--Vs. þá hugmynd, að þingið sjálft formlega aflýsi Brexit.

En á þeim punkti, verði það væntanlega - Brexit sinnarnir, er munu vilja aðra atkvæðagreiðslu, þó þeir hafi virst undanfarið slíkri andvígir - þá á þeim punkti, yrði slík endurtekin atkvæðagreiðsla sennilega að eina möguleikanum útistandandi, til að knýja Brexit hugsanlega fram.

Meðan að ég reikna með því -  stuðningsmenn aðildar, muni vaxandi mæli um svipað leiti safnast utan um hugmyndina, að þingið sjálft ákveði að hætta við Brexit.

  • Mín tilfinning er sú, að Bretland muni fyrir rest - hætta við Brexit.

 

Niðurstaða

Brexit virðist í uppnámi eftir fall samnings Theresu May í annað sinn. En það virðist ljóst að öruggur meirihluti sé - gegn þeirri stefnu, að stefna að - Hard Brexit. Það sem mig grunar er að útkoman þíði í reynd, að Brexiterar hafi þegar beðið ósigur.

Það muni aftur á móti taka einhvern tíma fyrir þá útkomu að birtast að fullu. Það komi líklega tímabil þ.s. rætt verði um - tollabandalag við ESB. En þ.s. það virðist svo herfilega slæm lending fyrir Bretland -- klárlega samtímis algerlega óásættanlegt fyrir Brexitera, og eiginlega aðildarsinna einnig.
--Þá á ég persónulega ekki von á að þingið verji mjög löngum tíma í þá umræðu.

Þá standi Brexiterar líklega frammi fyrir því - að þeir fari líklega að berjast fyrir annarri þjóðaratkvæðagreiðslu, því það yrði síðasta hálmstráið til að knýja fram Brexit.

 

Kv.


Mun Ísrael hugsanlega banna íslenska Eurovision lagið?

Ísraelsk gyðingahreyfing sem hefur árum saman stutt við gyðinga er hafa orðið fyrir hatursofbeldi - af hálfu Palestínumanna og Araba, hefur farið þess formlega á leit við stjórnvöld Ísraels að íslenska hópnum - Hatara - verði bannað að koma til Ísraels!

Israeli Civil Rights Organisation Calls For Hatari To Be Banned From Entering Israel

Israel could ban Icelandic Eurovision entrant over political views

Eurovision drama: Calls to ban Iceland entry over Palestinian protest plan

Shurat HaDin hreyfingin er virðist vera - baráttuhópur fyrir rétti gyðinga, bendir á yfirlýsingar frá meðlimum Hatara - að meðlimir hljómsveitarinnar hafi skrifað undir yfirlýsingu fyrir ári síðan - þ.s. fólk var kvatt til að hundsa keppnina í Ísrael.

Persónulega finnst mér lagið skemmtilegt!

Nitsana Darshan-Leitner, forsvarsmaður samtakanna - vísar til ísraelskra laga, sem veita yfirvöldum heimild til að banna sérhverjum útlendingi -- komu til Ísraels, er hafi kvatt til -- hundsun Ísraelsríkis.

Tekið úr yfirlýsingu, Shurat HaDin:

According to the amendment to the Entry into Israel Law, a person who is not an Israeli citizen or in possession of a permanent residence permit in Israel will not be granted a visa or residency permit, if he or the organisation or body he is working for has knowingly issued a public call to boycott Israel, as defined in the Law for Prevention of Damage to State of Israel through Boycott. The Icelandic band publicly and explicitly called for and supported a boycott of Israel. They must be prohibited from entering the country.

Fram kemur í fréttum, að samtökin hafi staðið fyrir málaferlum gegn tveim Nýsjálenskum aðgerðasinnum, fyrir opið bréf sem þeir sendu til - vinsæls tónlistarmann er hugði á för til Ísraels, ekki löngu síðar hætti viðkomandi við Ísraels-ferðina; niðurstaða réttar í Ísraels hafi verið sú - að aðgerðasinnarnir tveir yrðu að greiða sekt - fyrir athæfi ætlað að skaða hagsmuni Ísraels.

--Skv. þessu, virðast samtökin - greinilega líta á baráttu fyrir Ísrael, sem þátt í því að verja réttindi gyðinga.
--Augljóslega, er þetta hópur Ísraels-sinna.

Rétt að taka fram, að Netanyahu hefur samþykkt samkomulag við -- rétthafa Eurovison keppninnar, að enginn keppandi verði útilokaður.

Eurovision organisers, the European Broadcasting Union (EBU), have previously insisted that the Israeli government commit to allowing entry to anyone who wants to attend Eurovision, regardless of their political views. Israeli prime minister Benjamin Netanyahu agreed to the EBU’s conditions, despite opposition from Israel’s minister for strategic affairs, Gilad Erdan, who described the demands as “a disgrace” and “a humiliation”.

Sem þíði þó ekki - að Shurat HaDin - geti ekki aflað þeim málstað fylgis innan ríkisstjórnarinnar, að banna - Hatara.

The Interior Ministry informed Ynet that the matter will be looked in to by the Ministry with the relevant other authorities. A spokesperson explained that: In line with the amended law, the interior minister will receive a recommendation from the authorized body, the Ministry of Strategic Affairs, and only then make a decision.

Það gæti þítt, að málið rataði alla leið inn á ríkisstjórnar-fund.

 

Niðurstaða

Persónulega efa ég að ísraelsku baráttusamtökin, Shurat HaDin, fái vilja sinn fram. Mig grunar að ef íslenska lagið yrði skyndilega - bannað. Þá gæti það valdið vandræðum - það kæmi mér ekki á óvart, að fjöldi landa þá drægi sig úr keppninn þetta árið. Ég reikna með því að, samtök evrópskra sjónvarpsstöðva, mundu beita stjórnvöld þrýstingi á móti.

Fyrir íslenska lagið -- er þessi umræða sennilega góð, þ.s. hún vekji áhuga og umræðu á laginu, m.ö.o. sé líkleg til að fjölga atkvæðum þeim sem lagið hugsanlega fær. Ef málið rataði alla leið inn á borð ríkisstjórnar Ísraels - þá væri það enn meiri auglýsing fyrir lagið.

En þetta er líka spurning, hvort Ísrael vill áfram taka þátt í keppninni.
Mig grunar að Ísrael kjósi að halda þeirri þátttöku áfram.
--Íslensku keppendurnir mættu þó vera ívið gætnari í yfirlýsingum, þó þær eigi að vera húmorískar - virðast sumir aðilar ekki hafa húmor fyrir þeim.

 

Kv.


Nýtt arabískt vor? Mótmæli í Alsír vekja vonir um breytingar í landinu!

Lengi starfandi forseti Alsír er kominn yfir áttrætt - hefur verið í hjólastól síðan hann fékk slag - fór nýverið til lækninga utan landsteina er því ekki í landinu þessa dagana; spurningin hvort hann hefur í raun heilsu til að stjórna.
--Mótmæli hafa farið fram algerlega friðsamlega.
--Þau hafa verið fjölmenn, útbreidd, en ekki síst - innihaldið þverskurð þjóðarinnar.
Þó það sem mesta athygli vakir, vísbendingar um klofning innan valdahóps landsins.

Algeria shuts universities as rallies pile pressure on Bouteflika

Algeria sends students home early amid Bouteflika protests

Algeria protests grow against fifth term for president

Biggest day of protests yet against Algerian president

Image result for algeria map

Eins og rás atburða er líst - vakna minningar af falli A-tjalds ríkjanna í Evrópu veturinn 1989, og stjórnar Ben Ali í Alsír við upphaf árs 2011!

Það sem þetta líkist ekki enn - er rás atburða í Sýrlandi, þar hófust fjöldamótmæli vorið 2011, þau stóðu yfir sumarið - ríkisstjórninni tókst ekki að brjóta þau niður; síðs sumars skipar Assad hernum að hefja skothríð á mótmælendur - sem enn voru á þeim punkti óvopnaðir.
--Ekki löngu eftir þá ákvörðun forseta landsins, höfðu mótmælendur brotið sér leið inn í vopnabúr hersins, nokkur fjöldi hermanna gengið í þeirra raðir - borgarastríð skollið á.
--Nú virðist sem Assad hafi sigrað, með inngripi Írans og Rússlands, en útlit fyrir að sigurinn feli í sér að - ríkja yfir rústunum.

Í A-Evrópu, var atburðarás veturs 1989-1990, friðsamleg fyrir utan Rúmeníu, þ.s. landstjórnandi gerði tilraun til að verjast með vopnavaldi innanlands-uppreisn, en sú tilraun stóð yfir stutt - eftir að landstjórnandi ásamt eiginkonu voru handtekin og drepin.
--Í öllum tilvikum, hefur tekið við - friðsöm uppbygging.

Túnis er eina Araba-landið þ.s. valdaskipti enduðu friðsamlega með öllu 2011. Síðan þá, hefur tekist að halda við lýðræðiskjörinni ríkisstjórn. Landið hefur ekki verið laust við deilur, en mótmæli er þau hafa skotið upp, hafa verið friðsöm - í ætt við átök um kaup og kjör sem t.d. sjást stað víða, m.ö.o. normal deilur.

  1. Rétt að nefna, að í Alsír voru einnig fjöldamótmæli 2011, en þau voru þá barin niður af stjórn landsins -- því virðist ekki hafa fylgt umtalsvert blóðbað, meir í ætt við harðar lögreglu-aðgerðir, en þ.s. hratt af stað borgaraátökum í Sýrlandi.
    --Nú aftur á móti, virðist eining ríkisstjórnar landsins - mun veikari, þeir aðilar er standa henni að baki, klofnir -- sem veiti mótmælendum að virðist, miklu betra tækifæri en síðast.
    --Síðan, séu mótmælin öðruvísi en 2011, þ.e. friðsamari - þ.s. sennilega er mikilvægara, þátttaka víðtækari meðal almennings.
  2. Sumir líkja málinu við atburði í Egyptalandi, rétt áður en stjórn Mubaraks féll.
    Þar eins og þekkt er, fóru fram almennar kosningar - við tók ríkisstjórn skipuð meirihluta íslamista-hreyfingar, er varð stærsti flokkurinn á þingi.
    --Sá sannarlega rétt kjörni forseti, var síðan felldur af valdaráni hersins, og núverandi landstjórnandi fyrrum hershöfðingi situr enn - í krafti hers Egyptalands.
    --Stutt forsetatíð forseta Bræðalags-múslima, einkenndist af hörðum þjóðfélags-deilum, sá klofningur leiddi til töluverðs stjórnleysis innan landsins - það stjórnleysi virtist vera hagnýtt af margvíslegum öfgahópum.
    --Mitt í öngþveitinu, þegar fjöldamótmæli voru í gangi, lét herinn til skarar skríða.
    Og batt endi á stutta lýðræðis-tilraun -- milli 1-2000 liðsmenn Bræðralags-Múslima virðast hafa verið drepnir, í flestum tilvikum er þeir beittu friðsömum mótmælum gegn valdaráninu.
    --Niðurstaðan varð í raun sú, að djúpstæðar þjóðfélagsdeilur voru ekki leystar - herinn bannaði starfsemi Bræðralags-Múslima -- -- róttækari íslamista-hreyfingar virðast hafa tekið yfir sviðið af Bræðralaginu, eftir að flestir þekktir meðlimir þess voru handteknir.
    **Og í raun ríkir - low intensity - stríð í landinu, þ.e. vopnaðir hópar eru áhrifamiklir á jaðarsvæðum innan landsins, hernum hefur ekki tekist að brjóta þá á bak aftur.
    --En herinn ræður langsamlega stærstum hluta landsins.
    --En ástandið er stöðugt að séð verður, ótryggt.

Við höfum nokkur dæmi í A-Evrópu þ.s. úrlausn mála endaði í öllum tilvikum, friðsöm.
Eitt dæmi í Mið-Austurlöndum, þ.s. einnig tókst að landa friðsamri útkomu.

2011, náði mótmælahreyfing aldrei að ógna að ráði stjórninni í Alsír.
Stjórnin í Egyptalandi féll - en eftir stutta stjórn lýðræðskjörins forseta, tók herinn þar völdin að nýju -- hefur síðan ríkt, mjög hart lögregluríkis-ástand í Egyptalandi.
--Rétt að taka fram, forseti Bræðralags-Múslima, virðist hafa verið afskaplega óhæfur.
--Egyptaland var óheppið, að sá sem náði kjöri - reyndist svo illa hæfur til að stjórna.

  • Það hjálpar mjög - friðsamri byltingu, ef leiðtogar hennar - hafa færni til að stjórna!
    --Annars getur það gerst eins og í Egyptalandi, að gagnbylting nær völdum.
  1. Eins og ástandið í Alsír - virðist líta út að þessu sinni, þá virkar það á mig - um margt svipað því er gerðist í A-Evr. - þ.e. fjölmenn mótmæli er stækka stöðugt og stöðugt, a.m.k. enn algerlega friðsöm.
  2. Stjórnvöld hafa a.m.k. enn, látið hjá líða - að beita hörðum aðgerðum gegn þeim.

Þannig spiluðust mál í flestum tilvikum í A-Evr. að valdaskipti fóru ótrúlega áreinslulítið fram - fyrir utan eitt tilvik, eins og að - ríkisstjórnirnar hreinlega misstu áhugann á því, að halda völdum.

Þetta virkar þannig pínu á mann nú, að stjórnendur í Alsír - séu einhvern veginn ekki tilbúnir í það, að beita hörðu -- gætu einfaldlega valið að stíga til hliðar.
Kannski eru þeir pínu eins og höfuðlaus her - þ.s. Bouteflica er greinilega veikur, staddur á heilsuhæli í Sviss.
Kannski er það málið, án mannsins sem hafi ráðið landinu svo lengi, standi þeir dálítið - ráðalausir.
Og vísbendingar séu í þá átt, að samstaðan innan valdahópsins sé ekki sú, sem hún var áður - sem gæti verið vegna þess, forsetinn sé veikburða - ekki í landinu þegar stress atburðarás er í gangi.

  • Þarna gæti því opnast tækifæri - fyrir, samkomulag milli stjórnar-andstöðu og valdahópsins, að sá víki - gegn vilyrði að engar ofsóknir gegn fyrri stjórnendum fari fram í kjölfarið.

 

Niðurstaða

Ef friðsöm valdskipti færu fram í Alsír sem enduðu með þeim hætti, að raunverulegt lýðræði mundi taka við, og það mundi ganga a.m.k. ekki verr en í Túnis -- þá gæti það vakið nýjar vonir um framtíð Mið-Austurlanda.

Á hinn bóginn, hefur rás mála í Sýrlandi - Líbýu og Egyptalandi, leitt til ákveðins vonleysis - sannfært marga að lýðræði eigi litla möguleika í löndum Araba.

Sbr. hvernig mál þróuðust í Sýrlandi - þ.s. ákvörðun Assads forseta, að beita hernum gegn því er á þeim punkti voru enn, óvopnuð mótmæli - ákvörðun sem klárlega leiddi til þess borgarastríðs sem síðan hefur leitt til eyðileggingar að stórum hluta Sýrlands.

Eða í Líbýu, þ.s. uppreisn er hún hófst var vopnuð þegar í upphafi, er hluti hers landsins reis upp ásamt hluta íbúa landsins -- hart borgarastríð blasti við; en þá blönduðu Frakkar og Ítalir sér í mál, fengu stuðning Obama forseta Bandar. við málið - en eins og vitað er, leiddi sú hugmynd ekki til friðar í landinu.
--Bendi samt á, enginn getur mögulega vitað, hvort Gaddhafi hefði haft sigur, ef engin utanaðkomandi afskipti hefðu farið fram. A.m.k. getur enginn fullyrt, að afskipti Frakka og Ítala hafi verið rétt, þó enginn geti heldur sagt með 100% öryggi þau hafi leitt verra fram.

Síðan auðvitað, Egyptaland - þ.s. kjörinn forseti reyndist óhæfur stjórnandi, stjórnunarstíll hans kallaði fram - víðtækar deilur og mótmæli, er leiddu fram umtalsvert stjórnleysis-ástand; sem her landsins síðan nofærði sér til að taka völdin að nýju.
--Í Egyptalandi hefur síðan verið til staðar, afar hart lögregluríkisástand - ásamt skærustríði, sem þó ógnar ekki stjórn landsins.

  • Á hinn bóginn, ef Alsír yrði að lýðræðisríki - ásamt Túnis. Væri í Norður-Afríku A-verðri komið nokkurs konar, lýðræðishorn.

Spurning hvernig það spilaðist inn í rás mála innan Líbýu, en A-megin í Líbýu ræður klofin ríkisstjórn í Tripoli, sem Evrópusambandið og SÞ - hafa haft samvinnu við. 
--Lýðræðisbylgja í Alsír virðist mér, að gæti haft veruleg áhrif fljótt þarna.

V-megin í Líbýu, ræður herforingi sem reis upp gegn Gaddhafi, Haftar - hann nýtur stuðnings Saudi-Arabíu og Sameinuðu-arabísku-furstadæmanna, er af mörgum talinn vilja verða annar - Gaddhafi. Hinn bóginn virðist hann ekki hafa áhuga á lýðræði.

  • Lýðræðislegt Alsír - gæti myndað áhugavert mótvægi, ásamt Túnis - við áhrif einræðisstjórnanna við Persaflóa.

Það kemur í ljós hvað gerist!

 

Kv.


Næsta síða »

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.1.): 10
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 65
  • Frá upphafi: 859307

Annað

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 57
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 10

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband