Bloggfærslur mánaðarins, mars 2019

Margir hneykslaðir í Bandaríkjunum á vægum dóm Paul Manafort - fyrrum kosningastjóra Donalds Trumps

Paul Manafort er þekktastur í seinni tíð fyrir að hafa í nokkra mánuði verið stjórnandi forsetaframboðs Donalds Trumps árið 2016 - hann hætti þó í þeirri stöðu fyrir forsetakosningar.

  1. Hinn bóginn tengist dómur yfir Paul Manafort í engu rannsókn gegn framboði Donalds Trumps.
  2. Manafort er sakfelldur fyrir -- skattsvik.

Í því samhengi er því samanburður Trumps sjálfs á máli Manforts við gamalt mál Al Cabone skemmtilegur. 

Donald J. Trump @realDonaldTrump Looking back on history, who was treated worse, Alfonse Capone, legendary mob boss, killer and “Public Enemy Number One,” or Paul Manafort, political operative & Reagan/Dole darling, now serving solitary confinement - although convicted of nothing? Where is the Russian Collusion? 3:35 PM - Aug 1, 2018

Það er alveg rétt, að Manafort starfaði ekki einungis fyrir Trump - heldur hafði hann tengst framboðsmálum fleiri þekktra Repúblikana árum á undan.

  • Hinn bóginn, var Al Cabone -- sakfelldur fyrir skattsvik, eins og frægt er. Þannig náðu yfirvöld að fella - public enemy no. 1 - eins og hann var einu sinni nefndur.

Í tvíti sínu er Trump ósáttur við meðferðina á Manfort.
Hinn bóginn er Manafort nú sakfelldur fyrir sambærilega sök og Al Cabone.
--Bendi á, það var Trump sjálfur sem var fyrstur að beita þeim samanburði.
--Svo ég lít þannig á mér sé heimilt að nota þann samanburð.

 

Ímsir vilja meina Manafort hafi fengið - alltof vægan dóm

Paul Manafort sentencing draws accusations of privilege

Elizabeth Warren@ewarren Trump's campaign manager, Paul Manafort, commits bank and tax fraud and gets 47 months. A homeless man, Fate Winslow, helped sell $20 of pot and got life in prison. The words above the Supreme Court say "Equal Justice Under Law"—when will we start acting like it?, 2:19 AM - Mar 8, 2019

Rebecca J. Kavanagh@DrRJKavanagh While Paul Manafort just received a less than 4 year prison sentence for massive financial fraud, I have a client serving 3 and a half to 7 years in prison for stealing laundry detergent from a drug store., 1:35 AM - Mar 8, 2019 · Brooklyn, NY

Judd Legum@JuddLegum Paul Manafort was just sentenced to less than 4 YEARS for committing multiple felonies, including tax and bank fraud Crystal Mason is serving FIVE YEARS for trying to vote in the 2016 election. (She didn't realize she was ineligible due to a prior conviction.) 12:12 AM - Mar 8, 2019

Ari Melber@AriMelber Paul Manafort’s lenient 4-year sentence — far below the recommended 20 years despite extensive felonies and post-conviction obstruction — is a reminder of the blatant inequities in our justice system that we all know about, because they reoccur every week in courts across America 12:19 AM - Mar 8, 2019

--Þemað í gagnrýninni er, ef þú ert hluti af elítunni - færðu væga refsingu fyrir stórglæp, ef þú ert fátækt smápeð færðu harða refsingu fyrir smábrot.

  1. En skv. fréttum -- er það sannarlega svo, saksóknari vildi 20 ára fangelsi - dómari ákvað tæplega 4 ár.
  2. Viðmiðin í lögum fyrir sambærilega glæpi eru frá -- 19,5 - 24 ára fangelsi.

Dómarinn kallaði þau viðmið - allof há - sagði Manafort eiga að baki langan farsælan feril áður en hann fór út á glæpabraut.

Ex-Trump campaign chief jailed for fraud

Trump's ex-campaign chief sentenced to 47 months

Paul Manafort sentenced to 47 months in prison

How Donald Trump Led to Paul Manafort's Downfall

Það áhugaverða er -- hann gæti fengið harðari dóm í nk. viku, en í því máli er hámarks refsing 5 ár fyrir hvort ákæruatriði. 

Þar er umfjöllunar-atriði kæruatriði er tengjast því er Manafort vann fyrir stjórnvöld Úkraínu - en hann er ákærður fyrir að hafa siglt undir fölsku flaggi, ekki hafa tjáð yfirvöldum Bandaríkjanna formlega - hann væri lobbýisti fyrir erlenda ríkisstjórn.
--Tæknilegt lögbrot.

En sannast sagna finnst mér það dómsmál - smámál í samanburði við, skattsvik upp á fleiri milljónir dollara.
--Það væri ákveðin kaldhæðni ef hann fengi þyngri refsingu fyrir - smábrotið, en stóra brotið.

 

Niðurstaða

Vægt sagt hefur Donald Trump verið afar óheppinn í vali sínu á fólki til að starfa fyrir sig -- 4 hafa fengið dóma, þ.e. fyrrum stjórnandi framboðs hans, fyrrum þjóðar-öryggisráðgjafi hans, ekki má gleyma einum af hans persónulegu lögfræðingum - Cohen, og man ekki nafnið í augnablikinu, starfsmaður framboðs Trumps - sem hlaut dóm fyrir að ljúga að FBI.

Segir það ekki eitthvað um persónu, hverja sá velur til að starfa fyrir sig?
Enginn þeirra glæpa er unnt að tengja við persónu forseta, þannig hann er öruggur enn.

 

Kv.


Mesti viðskiptahalli Bandaríkjanna í 10 ár - þrátt fyrir tilraunir ríkisstjórnar Bandaríkjanna til að draga úr viðskiptahallanum

Eins og ég hef áður bent á - sveiflast viðskiptajöfnuður Bandaríkjanna í takt við vöxt eftirspurnar í Bandaríkjunum - og gengi Dollars.
--Rökrétt vex eftirspurn eftir Dollar í efnahagslegri uppsveiflu.
--Auk þess vex neysla innan Bandaríkjanna í efnahagslegri uppsveiflu.

  1. Ef síðan bætist við seðlabanki Bandaríkjanna hefur vaxtahækkana-ferli, þá hækkar Dollarinn enn frekar.
  2. En ofan á allt þetta á sl. ári:
    --Lækkaði Donald Trump skatta í upphafi árs.
    --Og Donald Trump, jók útgjöld til hermála.
    Skattalækkunin, skilaði enn frekari eftirspurnar-aukningu.
    Þar með, enn frekari aukinni eftirspurn eftir Dollurum.

Óhjákvæmilega varð því aukning í viðskiptahalla af völdum -stimulus- pakka Trumps sjálfs.
Þar sem að þeim var skellt inn á efnahagslegan hápunkt, varð úr hagvöxtur mældur um tæp 3%.

  • Niðurstðan virðist hafa verið nokkurs konar fullkominn stormur, sem skilaði mesta viðskiptahalla í 10 ár.

As Trump wages trade war, U.S. goods deficit hits record high in 2018

Blow to Trump as US trade deficit hits 10-year high

 

Einungis vegna þess hve mikla áherslu Donald Trump hefur lagt á minnkun viðskiptahalla, skoðast útkoman sem áfall!

Viðskiptahalli Bandar. er ekki alvarlegt fyrirbæri - vegna öfundsverðrar stöðu Bandaríkjanna, að geta fjármagnað sinn innflutning með eigin gjaldmiðli - fullkomlega.
--Sannarlega vaxa skuldir Bandaríkjanna smám saman.
--Hinn bóginn eru þær allar í eigin gjaldmiðli.

Áhugavert að þrátt fyrir þrýsting Donalds Trumps - og álagða refsi-tolla.
Varð aukning á viðskiptahalla við Kína - ekki minnkun.
--Það virðist sem að hagsveiflan í Bandaríkjunum, hafi mun meiri áhrif á stöðu viðskiptahallans - en aðgerðir ríkisstjórnar Bandaríkjanna ætlað að draga úr hallanum.

Einungis fyrir fólk með áhyggjur af þeim viðskiptahalla - er útkoman, vonbrigði.
Ég á hinn bóginn, hef alltaf sagt - viðskiptahallinn sé ekkert áhyggjuefni.
--Ekki fyrir Bandaríkin þ.e. 

Spurning hvað þessi niðurstaða þíðir fyrir stefnu Bandaríkjaforseta?
Mun hann leggja í nýja krossferð gegn viðskiptahallanum, vegna þessara frétta?
--Hver veit, a.m.k. virðist enginn geta fyrirfram lesið í ákvarðanir Trumpsins.

------------------------------------Eins og aðgerðir Trumpsins hafi engu skilað!

  1. Over the whole of last year, the deficit rose by 12.5 per cent after the 6.3 per cent expansion in US exports was outpaced by a 7.5 per cent boost to imports.
  2. The overall deficit of $621bn was the largest since 2008...The US goods deficit was $891bn, the largest on record.
  3. China...accounted for nearly half that total, increasing $43.6bn to $419.2bn last year.

------------------------------------Nánast eins og skvetta vatni á gæs!

Það verður forvitnilegt að sjá umræðu meðal bandarískra hægrimanna á næstunni.
Hvernig þeir muni túlka þessa útkomu - er virðist ekki beint lýsa miklum árangri af tilraunum Trumpsins fram að þessu.

 

Niðurstaða

Reikna má með því að viðskiptahaukar innan Bandaríkjanna innan Repúblikanaflokksins, muni í kjölfar þeirrar niðurstöðu að viðskiptahalli Bandaríkjanna hafi vaxið verulega á sl. ári - í stað þess að minnka; þrýsta á frekari viðskipta-aðgerðir af hálfu Donalds Trumps.

Það gæti þítt, aukna áherslu á einhliða tolla-aðgerðir, ætlað að bremsa niður viðskiptahallann -- kannski fara þá samningar við Kína út um þúfur, en Bandaríkin og Kína virtust vera nálgast samkomulag - en væntanlega verður þrýst á Trumpinn að herða róðurinn.

Og spurning, hvort að viðskiptastríð við ESB hugsanlega fari af stað að nýju.
Hið minnsta virðist skýrt, að Donald Trump sé ekki að takast að ná viðskiptahallanum niður - þrátt fyrir tilraunir til þess að minnka þann halla.

 

Kv.


SpaceX fyrsta einkafyrirtækið að senda far hannað til að bera fólk til alþjóða geimstöðvarinnar

Skv. fregnum á sunnudag, hafði tekist að tengja - Dragon - geimhylki smíðað af SpaceX við alþjóða geimstöðina, svo skv. því er - Dragon - geimhylki SpaceX tilbúið til notkunar: SpaceX Crew Dragon nails crucial test: Docking with the space station
--Bandaríkin hafa um nokkra hríð ekki ráðið yfir geimfari til flutnings fólks upp á braut um Jörðu - um tíma voru Bandaríkin með samning við Rússland um leigu á Soyus geimhylkjum, en á seinna kjörtímabili Obama, bannaði Pútín Bandaríkjunum aðgengi að Soyus geimhylkjum.

Það var algerlega augljóst að bann Pútíns, mundi hafa þau óhjákvæmilegu áhrif, að Bandaríkin mundu sjálf á ný smíða sér sambærilegt geimfar! Þannig að það mundi þá aldrei gerast aftur, að Bandaríkin mundu standa í þess slags viðskiptum við Rússland!
--Ég get því ekki sagt að bann Pútíns hafi verið snjöll ákvörðun!

SpaceX rocket with unmanned U.S. capsule blasts off for space station

SpaceX launch edges Musk closer to taking humans into space

Sýniseintak af mannaða geimhylkinu nýja

05_30_2014_dragon v2.jpg

Falcon 9 - geimflaugin er afskaplega magnað fyrirbæri!

  1. SpaceX hefur tekist að smíða kerfi þ.s. fyrsta þrep kerfisins - snýr aftur við til lendingar á skotsvæðinu þaðan sem flauginni var skotið.
  2. Á sl. ári var tilraun þ.s. slík endurkoma tókst í fyrsta sinn.

Í þetta sinn, er leikurinn endurtekinn - en að þessu sinni í stað gerfihnatta á toppi flaugarinnar, er Dragon geimhylkið fyrir mannaðar ferðir upp á sporbaug.

Ég held að það séu engar íkjur, að Falcon 9 eldflaugakerfið til geimskota, sé fullkomnasta slíkt kerfi sem til er í heimi hér.

Þetta er ekki öflugasta eldflaug sem nokkru sinni hefur verið smíðuð. En þetta er eitt af þeim öflugustu sem til eru í dag, auk þess að kostnaður við geimskot - þegar menn verða farnir að treysta betur á áreiðanleika kerfisins, eftir að fleiri ferðir hafa heppnast; verður til nokkurra muna minni en við þau kerfi er áður hafa verið til.

Það er það atriði, að SpaceX hefur tekist að smíða fyrsta þrep, sem flýgur aftur til baka.
Fyrsta þrepið er stærsta einstaka stykkið, ég á von á því að SpaceX muni skoða frekari endurnýtingarmöguleika í framþróun kerfisins.

  1. Þó svo að SpaceX hafi tekist að sanna - mannaða útgáfu Dragon geimhylkisins.
  2. Þá er nú beðið eftir Boeing fyrirtækinu, sem tekur þátt í keppni um - framtíðar geimhylki bandaríska ríkisins. Geimhylki Boeing hefur ekki enn flogið.

Það síðan eftir að vera frekari tilrauna-skot, og bandaríska ríkið ætlar sér síðan að velja á milli keppinautanna. SpaceX hlýtur þó að vera nú með nokkuð forskot á keppinaut sinn.
--Útkoman er þó ekki fyrirfram gefin.

Keppnin er ekki um heildarkerfið til geimskota - heldur einungis, hvort geimhylkið verði notað. Þannig gæti SpaceX tæknilega lent í því, að ef hylki Boeing yrði valið - að flaugar SpaceX yrðu notaðar til að skjóta upp hylki keppinautar SpaceX.
--Það þarf þó alls ekki að fara þannig.

Ég hugsa þó að SpaceX sé án vafa áhugaverðasta fyrirtækið er stundar geimskot þessi misserin. 

 

Niðurstaða

Ef SpaceX fyrirtæki Elon Musk tekst umtalsvert að lækka kostnað við geimskot á braut um Jörð. Þá verður það án nokkurs vafa mjög mikilvægt afrek fyrir mannkyn allt. En málið er að ódýrari geimferðir stækka auðvitað möguleika mannkyns til hagnýtingar geimsins. Lægri kostnaður fjölgar þeim aðilum er hafa efni á því að nýta geiminn. Og alveg örugglega koma til með að auka samkeppni milli aðila er standa í þróun tækni til noktunar í geimnum. Aukin samkeppni sem fylgi fjölgun aðila - alveg örugglega auk þessa muni hraða þróun þeirrar tækni sem nýtist í geimnum. 

En ég er algerlega öruggur á því að hluti af framtíðar lausn mannkyns, sé að finna í nýtingu hráefna er finnast á braut um Sólina. Nýting smástyrna hefst örugglega innan nk. 20-30 ára.
Og auðvitað, ódýrari geimskot að auki munu minnka kostnað við smíði geimstöðva framtíðar á brautum innan þyngdarsviðs Jarðar og Tungls.

 

Kv.


« Fyrri síða

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 270
  • Sl. viku: 352
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 334
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband