Boeing skandallinn - mesti skandall í sögu viðskiptalífs?

Skv. nýlegum fréttum, hafa flugyfirvöld í Bandaríkjunum loksins samþykkt að stöðva flug Boeing 737 Max8 véla - það gerðu þau nokkrum klukkustundum eftir að Kanadísk yfirvöld stöðvuðu flug slíkra véla -- það lítur því út fyrir að nær öll lönd heims, hafi nú bannað flug Max8 véla. Skipunin innan Bandaríkjanna kom upphaflega frá Donald Trump.

Boeing 737 MAX 8 groundings spread around the world

U.S. joins other nations in grounding 737 MAX jets after second crash

Lion Air B737 Max8

A Lion Air Boeing 737 MAX 8 crashed in October 2018; a software fix based on the investigation was delayed by the US government shutdown. It's possible that the fix could have prevented the crash of a similar aircraft in Ethiopia on March 10, 2019.

Ástæða þess að kanadísk yfirvöld ákváðu loks að stöðva flug Max8 véla - eru vísbendingar er loksins eru farnar að berast frá rannsókn á flugslysi er varð sl. sunnudag er vél Ethiopian Airlines fórst með 157 manns - skömmu eftir flugtak, sem benda til þess að slysið hafi gerst með sambærilegum aðdraganda - og annað slys 5 mánuðum fyrr í Indónesíu.

Í báðum tilvikum voru vélarnar splunkunýjar - þær farast í góðu veðri.

B737 Max8 Ethiopian

Ethiopian Grounds 737 MAX 8 Fleet After Crash Kills 157

Haft eftir ráðherra í Kanada sem ber ábyrgð á þessum málaflokki:

I urge the public not to jump to conclusions...We don’t know why the Ethiopian aircraft behaved like it did. It would be a mistake to oversimplify, to say it looks exactly like the Lion Air flight, but it crossed a threshold in our minds.

Hann vildi ekki fullyrða að tilvikin væru - sambærileg, en upplýsingar greinilega sýndu nægileg líkindi með slysunum - til þess að ráðherra fannst ekki ábyrgt annað, en að stöðva flug Max8 véla.

Ethiopian Airlines spokesman Asrat Begashaw said it was still unclear what happened on Sunday, but its pilot had reported control issues as opposed to external factors such as birds. -- The pilot reported fght control problems and requested to turn back. In fact he was allowed to turn back,...

Flugmaðurinn, hafði sem sagt - tjáð flugturninum vandræði með stjórnun vélarinnar, fengið heimild til að snúa við til lendingar - örskömmu áður en samband rofnar við hana.

Til samanburðar eldri vél með eldri gerð hreyfla, Lufthansa B737 800

new luf2.jpg

Bönd berast að hugbúnaði sem Boeing setti í MAX8 vélar, sem á að forða ofrisi!

Búnaðurinn, kvá ekki gera annað en að - beina hæðarstýri vélarinnar örlítið niður, þegar tæki vélarinnar greina hættu á ofrisi.
--Mikið er rætt um það í athugasemdum á erlendum miðlum, að flugmenn hafi kvartað yfir því - að þurfa taka vélina af sjálfstýringu, til þess að stöðva tilraunir - tölvubúnaðar vélarinnar, til að lækka nef hennar - m.ö.o. beina henni niður.

  • Skyndilegt hrap vélar Ethiopian Airlines, getur auðvitað -- bent til snöggs ofriss, en vél sem ofrís getur einmitt snögglega hrapað til jarðar.
  1. Kenning sem ég hef heyrt, af hverju Boeing ákvað að setja upp - prógramm sem tekur fram fyrir hendurnar á flugmönnum er þeir fljúga þeim - til þess að forða því sem búnaðurinn skynjar sem ofris hættu, með því að leitast við að beina nefi vélarinnar niður.
  2. Er sú, að Max8 vélarnar - hafi stærri hreyfla en áður, þ.e. hreyflar sem eru stærri í ummáli, svokallaðir - high bypass - hreyflar, semtímis með meira vélar-afli.
  3. Skv. kenningunni, þá til þess að nægilegt bil væri milli hreyfla og flugbrautar - þá voru hreyflarnir færðir nokkru framar, og hækkaðir nokkuð upp.
    --Myndirnar að ofan ættu að sýna þetta, ekki síst hve nýrri hreyflarnir eru stærri.
  4. Kenningin er sú, að þessir öflugu hreyflar - hærra settir og framar undir vængnum; hafi breytt flug-eiginleikum vélarinnar, til hins verra.
  5. Að á fullum krafti, þá skapi þeir hættu á ofrisi - með því að skapa tilhneygingu fyrir nef vélarinnar til að lyftast - verkfræðingar Boeing hafi áttað sig á þessu, því sett upp hugbúnað í stjórntölvu vélarinnar, sem sjálfkrafa -- leitast við við að, lækka nefið á móti -- með því að beita hæðarstýri hennar.
  6. Hinn bóginn, virðast slysin benda til þess - að eitthvað við þetta samhengi, sé ekki að ganga upp, eða a.m.k. að kringumstæður geta skapast, þ.s. þetta leiðir til vandræða.
  • Mér skilst, að flugfélögin og flugmenn, hafi ekki vitað um - ofrisvarnarbúnað Boeing á MAX8 vélunum, fyrr en í kjölfar slyss Lion Air fyrir 5 mánuðum.
  • Boeing að auki seldi MAX8 vélarnar, með þeim hætti - að ekki þyrfti sér aukaþjálfun, fyrir flugmenn til að fljúga þeim - er höfðu flogið eldri gerðum B737.
  • Fyrir utan þetta, hafði Boeing sannfært bandarísk flugyfirvöld - að ekki þyrfti svokallað - type certification - eftirlit þ.s. ekki væri um nýja vél að ræða, heldur einungis -- uppfærslu.
    --Þannig, yfirvöld gerðu væntanlega enga eigin könnun á áreiðanleika þessarar nýju gerðar af B737.
  1. Með því að sannfæra flugyfivöld um að sleppa - type certification - er hefði þítt, að yfirvöld hefðu ekki veitt nýju gerðinni - flughæfnisskýrteini strax, heldur fyrst tekið vélarnar í nákvæma eigin skoðun -- sparaði Boeing stórfé, enda hefði ríkið rukkað Boeing fyrir prófanakostnaðinum.
  2. Síðan, með því að halda því fram að ekki þyrfti sérstaka þjálfun fyrir flugmenn - lét Boeing Max8 vélina líta betur út fyrir kaupendur, sem eru flugfélög - þ.s. þau mundu þá þurfa kosta þá aukaþjálfunina.
    --Þetta virkar eins og að bjóða vélina á lægra verði.

Það er sennilega enginn vafi á því, að nýju hreyflarnir eru hlutfallslega sparneytnari en fyrri hreyflar - þannig að vélarnar virðast vera, hagkvæmari í rekstir en eldri týpur.

Það í samhengi, við að spara sér - aukaþjálfun, gerði þetta greinilega að mjög áhugaverðum pakka fyrir flugfélög -- enda skilst mér á fréttum, að Boeing hafi fengið pantanir fyrir rýflega 4000 Max8 vélum, m.ö.o. gríðarlegir fjárhaglegir hagsmunir.

 

Viðbrögð Boeing við slysunum!

Ekkert að MAX8 vélunum, fyrirtækið hafi fullt traust til þeirra, o.s.frv.

  1. Þegar Lion Air vélin fórst fyrir 5 mánuðum, bauð Boeing - hugbúnaðar-uppfærslu, sem væntanlega beindist að þeim hugbúnaði, er sér um að -- verjast ofrisi.
  2. Eftir hrap vélar Ethiopian Airlines, vill Boeing -- aftur bjóða hugbúnaðar-uppfærslu. --M.ö.o. að aftur eigi að tjúnna til hugbúnaðinn, er berst gegn ofrisi.

Boeing vill m.ö.o. ekki enn viðurkenna, að e-h sé athugavert við flugeiginleika vélanna.
Þaðan af síður viðurkenna, að hugsanlega þurfi - sérstaka aukaþjálfun flugmanna á þeim.

Mín skoðun er einfaldlega sú! Að vélarnar fari í - type certification!

  • Það mundi þíða, að opinbera drægi til baka - flughæfnisskýrteini.
  • Síðan, fyrirskipaði prófanir á þeim, eins og um alveg nýja tegund vélar væri að ræða.

Þá fer í gang opinbert prófunarkerfi, sem tékkar á öllum flugeiginleikum!
Þetta eru afar nákvæmar prófanir, engin ástæða að ætla að slíkar prófanir leiði ekki fullkomlega alla hugsanlega galla við flugeiginleika fram.
--Ferlið er dýrt, Boeing væri rukkað fyrir það.

Á meðan væri flug auðvitað bannað - nema af hálfu þeirra sem prófa fyrir opinberu prófunarstofuna. Þetta gæti auðvitað tekið nokkurn tíma!
--Segjum að prófun leiði fram, galla við flugeiginleika, en samtímis með hvaða hætti sé unnt að forðast þá galla -- þá er unnt að skilgreina þjálfunarprógramm fyrir flugmenn.

Segjum flughæfnis-skýrteini sé veitt, með skilyrði um viðbótar þjálfun flugmanna.
Þá mundi auðvitað Boeing eiga von á helling af bótakröfum frá flugfélögum.

Þau flugfélög er þegar hafa keypt slíkar vélar, mundu auðvitað - kæra vörusvik.
Heimta, að Boeing stæði straum af viðbótar þjálfunarkostnaði.

Hinn bóginn er einnig spurning, hvort Boeing gæti lent í kærum frá kaupendum hlutafjár í Boeing - en vandinn tengdur Max8 vélunum, væri á þeim punkti væntanlega búinn að bæla töluvert verð hluta, valda þeim er keyptu fyrir lækkun - töluverðu tjóni.
--Þeir gætu gert tilraun, til að rukka stjórnendur Boeing um bætur, fyrirtækið eða bæði.

  • En mig grunar að Boeing eigi sæg málsókna framundan - hvernig sem fer úr þessu!

 

Niðurstaða

Fyrir 5 mánuðum, komst Boeing upp með að bjóða - hugbúnaðar-uppfærslu eftir hrap Lion Air vélarinnar í Indónesíu. Hinn bóginn, í kjölfar hraps Ethiopian Airlines vélarinnar sl. sunnudag - efa ég að flugyfirvöld út um heim, sætti sig við - aðra hugbúnaðar-uppfærslu.
Nú grunar mig að Max8 vélarnar, verði teknar í einhvers konar tékk.

Ég persónulega, mundi ekki treysta Boeing til þess, eftir þ.s. mér virðist vera - röð hreinna lyga af hálfu talsmanna fyrirtækisins. Heldur fela opinberu prófunarkerfi að taka Max8 vélarnar út og það gaumgæfilega - vísa til, type certification - eða sambærilegrar skoðunar.

Ég hugsa Boeing standi mjög sennilega frammi fyrir dómsmálum, en tafir hljóta verða á afhendingu véla - en meðan flugbann er til staðar, getur Boeing ekki afhent. 

Ef, krafa verður gerð um, auka-þjálfun - þá munu þeir aðilar er þegar hafa keypt, án vafa heimta - skaðabætur frá Boeing fyrir vörusvik. Hugsanlega, einnig þeir sem eiga pantanir enn óafhentar.

Opinberar prófanir munu að auki valda Boeing kostnaði, og enn frekari seinkunum á afhendingu véla. Og væntanlega enn frekar auka líklegan skaðabóta-kostnað Boeing, fyrir utan beint tekjutap vegna sala er ekki fara fram -- peninga er ekki berast í kassann.

  • Tæknilega, væri auðvitað unnt að - setja varanlegt flugbann.
    --Persónulega efast ég um slíka útkomu.
  • Boeing gæti auðvitað, hafnað að kosta opinberar prófanir.
    --En það þíddi ákvörðun Boeing, að hætta framleiðslu Max8, Max9, o.s.frv. Ég hugsa að Boeing leitist frekar við að finna leið til að halda áfram framleiðslu þeirra véla.

Síðan má ekki gleyma - sennilegum bótakröfum, eigenda hlutafjár - sem sjá fram á tap á sinni eign, mér virðist sennilegt - að þeir leitist við að sækja það tjón til fyrirtækisins - jafnvel stjórnenda sem tóku lykilákvarðanir sem leiddu til tjóns.

Jafnvel er hugsanlegt, að ættingjar þeirra er fórust með flugvélunum tveim -- hefji eigin málsóknir gegn Boeing.
------------------
M.ö.o. sé ég fram á að Boeing standi frammi fyrir gríðarlegu fjárhagslegu tjóni á næstunni.
Spurning hvort jafnvel Boeing verði gjaldþrota, þannig bandaríska ríkið neyðist til að koma Boeing til aðstoðar - sem bandaríska ríkið án nokkurs vafa mundi gera!

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Kristján Hjaltested

Báðar topp myndirnar hjá þér, eru ekki af B737-Max, heldur

B787 dreamliner. Sýna réttar myndir.

M.b.kv.

Sigurður Kristján Hjaltested, 14.3.2019 kl. 12:13

2 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Sigurður Kristján Hjaltested, aðrar myndir - Lion Air og Ethiopian.
Kv.

Einar Björn Bjarnason, 14.3.2019 kl. 12:31

3 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Einar Gott innlegg og fólk ætti að fara aftur útí gamla kerfið þar sem stálvírarnir ráða með flugmanninum.

Það er ekkert grín þegar tölvur ráða ferðinni. 

Valdimar Samúelsson, 14.3.2019 kl. 13:02

4 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Valdimar Samúelsson, síðan á miðjum 9. áratugnum, hafa allar vélar verið smíðaðar með því sem kallað er - flygt-by-vire - þ.e. tölva raun stýrir - flugmaður sendir henni í reynd boð, er hann beitir stýripinna.
--Í dag fljúga örugglega fleiri en 20þ. farþegaþotur með slíku kerfi.
--Auk mikils fjölda smærri véla, t.d. skrúfuþota er taka styttri leiðir.
Kv.

Einar Björn Bjarnason, 14.3.2019 kl. 17:47

5 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Satt hjá þér Einar og það er furðulegt að flugmálayfirvöld hafi leift þessu að ganga svona langt. B757 sleppur fyrir horn og held 767 en 777 er fully automatic. Ég myndi vilja sjá þetta breytast aftur. 

Valdimar Samúelsson, 14.3.2019 kl. 22:22

6 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Valdimar Samúelsson, bílar eru vaxandi mæli þannig - pedalar ekki beint tengdir, heldur einungis - skilaboð til stjórntölvu bílsins sem sér um að bremska eða auka inngjöf, eða stýra í samræmi við þau skilaboð sem ökumaður gefur með stýrinu.
--Þess vegna er tæknilega hægt, að tölvuhakka flesta nýlega bíla, taka yfir stjórnina - stýra öllu úr tölvunni.
Kv.

Einar Björn Bjarnason, 14.3.2019 kl. 22:36

7 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Þakka Einar ertu að segja að bílar séu ornir svona líka. Það er eins gott að hanga á gömlu góðu bílunum. :-)

Valdimar Samúelsson, 14.3.2019 kl. 22:39

8 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Það ER hægt að tölvuhakka nýja bíla.  Eða hvað annað má kalla það þegar hægt er að "hlera" ræsilykilinn (innanhúss) frá bílastæði utanhúss til þess að stela bílnum?

Kolbrún Hilmars, 15.3.2019 kl. 12:12

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 4
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 715
  • Frá upphafi: 846645

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 653
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband