Sú hugmynd að skilgreina einkarekin internet fyrirtæki - útgefendur efnis, þó einstaklingar setji það efni á netið; væri alvarleg árás á einstaklingsfrelsi

Sú hugmynd að færa ábyrgð á efni sem birt er á gríðarlegum fjölda netsíðna sem rekin eru af stórum internet fyrirtækjum - sum hver alþjóðleg risafyrirtæki, þó ekki öll; hefur virst sumu fólki lausn á vanda sem sumir telja vera til staðar, að erfitt sé að hafa nokkrar hömlur á því hvers lags efni er sett á vefinn - vegna þess auðvitað, að yfir milljarður manna eru að setja efni inn á vefinn, dag hvern!
--Stjórnvöld víða út um heim, hafa auðvitað litla sem enga stjórn á þessu flæði.
--Þar sem vefurinn er alþjóðlegur, og síður geta verið vistaðar nær hvar sem er.

 

Eftir sóðalegt fjöldamorð nýlega í Christ-church Nýja-Sjálandi, hvatti forsætisráðherra landsins til þess -- að internet fyrirtæki, yrðu gerð ábyrg fyrir öllu birtu efni!

  1. Fólk sem tekur undir þetta, starir auðvitað á athafnir morðingjans - sem streymdi inn á vefinn, myndum af því í beinni útsendingu er hann drap 50 manns.
  2. Hinn bóginn, hefði það ákaflega stórar afleiðingar -- fyrir heiminn allan, ef öll internet fyrirtæki yrðu gerð ábyrg fyrir öllu efni sem sett er inn á þá vefi sem þau reka!

Þetta hefði ákaflega alvarlegar afleiðingar fyrir persónufrelsi fólks.
Væri stór skerðing á persónufrelsi nær allra netverja!

Ég bendi á, að þegar fjöldamorð urðu í Noregi - var mikil áhersla lögð á það í Noregi, að beita engum aðgerðum -- er mundi leiða til skerðingar persónufrelsis allra!
Því slíkt væri ekki réttlætanlegt, jafnvel í ljósi slíks voða-atburðar.

  1. Sjálfsagt vælir einhver strax - að internet fyrirtæki, njósna þegar um notendur.
    --Hinn bóginn, þá eru þau ekki yfirleitt að skipta sér af því, hvaða efni viðkomandi persóna birtir, nema í örfáum undantekningum - þegar yfirvöld heimta slíkt.
    --Það er m.ö.o. almennt ekki verið að ritskoða það efni sem er birt.
    --Fólk hefur fullt frelsi, til að lísa yfir hvaða skoðun sem það kærir sig um - halda því fram sem það vill - þó það sé í tilvikum fullkomið kjaftæði - deila á annað fólk - deila á fyrirtæki - deila á stjórnmálamenn - deila á stofnanir - samtök, o.s.frv.
    **Punkturinn er sá, nær öll þau réttindi gætu komist í hættu!
  2. Það sem þarf að huga, er að fyrirtæki hugsar fyrst um eigin hag - þannig, að ef það er gert ábyrgt fyrir því - sem JÓN setur á vefinn - - þá eru það ekki hagsmunir JÓNS sem fyrirtækið mun íhuga, ef einhver utanaðkomandi kvartar yfir því sem JÓN sagði um - fyrirtæki, pólitíkus, stofnun, samtök, erlent ríki, ríkisstjórn, o.s.frv.
    --Ef fyrirtækinu berst hótun um lögsókn - hver þeirra aðila kvartar yfir efni JÓNS sem hann setti á vefinn sem fyrirtækið rekur.
    --Þá er lítill vafi í mínum huga, að persónuréttindi JÓNS verða ekki ofarlega í huga, er fyrirtækið íhugar hvað það gerir - hvernig það bregst við hótuninni um lögsókn.
  3. Það er lítill sem enginn vafi í mínum huga, að fyrirtækið mun - ekki velja að leggja í kostnað við hugsanlegan málarekstur - til að verja hagsmuni síns notenda, JÓNS.
  4. Þannig, að viðbrögðin virðast mér augljós -- fyrirtækið velur að eyða þeim gögnum sem JÓN setti inn á vefinn, sem utanaðkomandi aðilinn - kvartaði yfir, beitti fyrirtækið hótun um lögsókn út af, án þess að spyrja JÓN heimildar eða leyfis, eða íhuga í nokkru vilja JÓNS - síns notenda í tilvikinu.
  • Menn eru oft að tala um það, hvernig internet fyrirtæki beita gögnum notenda sinna, til að afla sér -- auglýsingar, sem eru sérsniðin skv. notenda-gögnum, að því sem metin eru innan áhugasviðs viðkomandi.
    --Þar af leiðandi, er í dag það sem notendur setja á vefinn --> Asset.
  • En þetta gerbreytist, ef internet-fyrirtækin eru gerð ábyrg -- > Liability.

Gögnin fara allt í einu að ógna stöðu fyrirtækisins, vegna þeirra lögsókna sem það allt í einu stendur - líklega frammi fyrir.

Fyrirtækin eiga þá engan annan kost völ, en að fara að -- stýra því sem notendur setja inn á vefinn.

Það eru auðvitað inngrip í gögn notenda -- langt umfram það sem hingað til tíðkast.

Hætt er á því, fyrirtækin til að verja sig fyrir málsóknum - muni þar af leiðandi, takmarka mjög mikið þá gríðarlega opnu umræðu sem hefur tíðkast á vefnum, síðan hann varð til.

Það eru auðvitað mjög margir aðilar, er gætu viljað takmarka slíka umræðu!
--Pólitíkusar auðvitað, en umræða er oft afa rætin.
--Fyrirtæki að sjálfsögðu, en víða um netið er fjöldi fyrirtækja undir stórfelldri gagnrýni.
--Margvísleg samtök, geta einnig leitast í slíkt far - sérstaklega samtök er verja tiltekna hópa, gætu viljað takmarka umræðu - sem gagnrýnir sérstaklega þann hóp, þeirra hagsmuni þau eru mynduð utan um.
--Deilur um innflytjendamál, eru einmitt umræða af því tagi - sem gæti orðið illa úti.
--Auðvitað, geta erlendar ríkisstjórnir komið við sögu, sem aðili er gæti viljað hafa áhrif á þá umræðu er tíðkast innan annarra samfélaga/landa.

  1. Ég er í reynd að segja þá hugmynd að gera internet fyrirtæki sem reka vefi sem ætlað er að vera aðgengilegir fyrir almenning til skoðanaskipta og til að setja inn efni að eigin vali - ábyrgða fyrir því efni sem almenningur setur inn.
  2. Stórfenglega hættulega aðför að skoðanafrelsi almennt.

The social networks are publishers, not postmen

 

Niðurstaða

Þær hugmyndir að það þurfi að koma hömlum á frelsi fólks til eigin tjáningar, dúkkar alltaf upp öðru hvoru -- það er afar kalhæðið hve sögulega það oft gerist, undir því yfirskyni að verja almenning.
--M.ö.o. að verja almenning - gagnvart skoðunum sem eru metnar hættulegar.

Þetta er auðvitað klassíska dæmið um að galopna nýtt Pandórubox.
--Ef ofangreind breyting yrði, mundi það gerbreyta allri upplyfun notenda á netinu þaðan í frá - gera vefinn miklu lokaðri en hann hefur verið, takmarka mjög alla netumræðu.

Vegna þess hve vefurinn er mikill þáttur í lífi fólks, þíddi það stórfellda skerðingu á persónufrelsi almennings!

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 36
  • Frá upphafi: 845414

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 33
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband