Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2019

Eitt lauflétt kjarnorkustríð - Indland vs. Pakistan?

Ég hef prívat verið þeirrar skoðunar - að líkur á kjarnorkustríði hafi ekki minnkað frá lokum - Kalda-stríðsins. Vandinn við þá algengu ályktun um minnkaða hættu virðist sú - að flestir virðast steingleyma því, að Rússland og Bandaríkin eru ekki einu kjarnorkuveldin.

  1. Rússland.
  2. Bandaríkin.
  3. Kína.
  4. Frakkland.
  5. Bretland.
  6. Ísrael.
  7. Indland.
  8. Pakistan.

Þetta eru öll núverandi kjarnorkuveldi.
Sannarlega eru mjög minnkaðar líkur á kjarnorkustríði Bandaríkjanna og Rússlands.
En möguleikar á kjarnorkustríði Indlands og Pakistans - eru umtalsverðir!

India political map

Bæði löndin eru með stóra heri!

.....................Indland...............Pakistan

Heildarherafli......5,1millj.................935þ.
Skriðdrekar........3,565....................2,496
Brynvagnar.........3,436....................1,605
Fallbyssur.........9,719....................4,472
Orrustuvélar.........889......................434
Herþyrlur............805......................273
Kafbátar..............15.......................8
Beitiskip/freigátur...27.......................9
Flugmóðurskip..........1.......................1
Kjarnorkuspr.........140.....................150
Eldflaugar...........42.......................30
Meðaldr.eldfl........12.......................30
Sprengjuvélar........48.......................36
Kjarnorkukafb.........1........................

Rétt að taka fram ef stríð skellur á snöggt, væri Indland aldrei með allan sinn her mættan til átaka - heldur einungis þann her sem væri staddur við landamærin.
Líklega hefur Pakistan hærra hlutfall síns hers tiltækan nærri sínum landamærum við Indland.
--Bendi auk þessa á, Indland hefur öflugan her á landamærum sínum við Kína.
--En þar er gömul landamæradeila - ekki síður en gagnvart Pakistan.
Við og við hafa verið átök á þeim landamærum einnig!
Indland mundi aldrei flytja þann her í burtu, til að berjast við Pakistan.

  • Þannig að við getum dregið slatta frá, þannig að leikar eru ekki alveg eins ójafnir og tölurnar að ofan - gætu gefið til kynna.

Eins og sést er sléttlendi Indusdals - þ.s. flestir Pakistanar búa, nærri landamærunum.
Ég held að það séu yfirgnæfandi líkur á að Pakistan beiti kjarnavopnum.
Ef varnarlínur Pakistans hers gæfu sig þannig, að indverskur her væri að flæða inn í hjarta Pakistans - Indusdalinn.

  • Ég er að segja, að hætta á kjarnorkuátökum, raunverulega sé veruleg.

India demands Pakistan release pilot as Kashmir crisis intensifies

Pakistani PM Imran Khan appeals for talks with India to avoid war

Pakistan and India face worst conflict in decades

  1. Á það er bent, að Imran Khan sé mjög háður hernum, og ólíklegur til að beita sér gegn afstöðu hans.
  2. Á sama tíma, sé Modi með kosningar framundan - einungis eftir 3. mánuði, og það gæti þítt að hann vilji ekki sína veikleika gagnvart Pakistan.

Þarna virðist m.ö.o. mesta stríðshætta í áratugi - snögglega nánast úr himinblámanum.
--Málið er að síðast, voru kjarnavopnin ekki komin til sögunnar!
--Stríð í dag, væri á allt allt öðru plani hvað áhættu varðar.

Kjarnavopnaeign beggja er örugglega næg, til að bæði löndin yrðu í rúst.
Það sem verra er - afleiðing yrði líklega, hnattrænn kjarnorkuvetur.

  1. Ég er ekki að tala um - kólnunar-atburð eins svæsinn, og ef Rússland og Bandaríkin færu í hár saman.
  2. En það gæti samt þítt uppskerubrest víða um heim, snöggar hungursneyðir í löndum sem eru illa skipulögð og fátæk.
  3. Og auðvitað, matarverð í hæstu hæðum í nokkur ár - líklega.

Fyrir rest mundi kólnunar-atburðurinn líða hjá! Fólk gæti samt dáið einnig t.d. í Afríku.
Allur heimurinn tæki eftir sprenginunni í matarverði - vegna lélegrar uppskeru víða hvar.

 

Niðurstaða

Sennilega enda deilur Indlands og Pakistans ekki þetta illa - hinn bóginn sýnir sú snögga krísa er hófst um miðjan þennan mánuð, hversu í eðli sínu stórhættuleg staðan milli Indlans og Pakistans sannarlega er. Þarna virkilega getur hafist stríð afar snögglega, spennan í augnablikinu hljómar virkilega alvarleg. Virðist hafa hafist - tit for tat - spírall. Ef hann heldur áfram eitthvað frekar, gæti allt farið í bál og brand. Og þá stæði heimurinn frammi fyrir -- fyrsta skiptinu að tvö kjarnorkuveldi hæfu heitt stríð.
--Ég er örugglega frekar að vanmeta kólnunar-atburðinn sem mundi verða en ofmeta hann.

 

Kv.


Spurning hvort að ósigur Trumps gagnvart Kim Jong Un sé yfirvofandi?

Ummæli Donalds Trumps sl. sunnudag er hann svaraði spurningum blaðamanna vöktu athygli.
--Hafið í huga, að málefnið er -- Norður-Kórea.

Donald Trump -- I’m not in a rush, I don’t want to rush anybody, -- I just don’t want testing. As long as there’s no testing, we’re happy.

--Mér finnst þarna kveða við umtalsvert annan tón og mikilla muna lágstemmdari en áður.
En ríkisstjórn Donalds Trumps fór af stað með gassagangi 2017 - krafðist algerrar kjarnorku-afvopnunar Norður-Kóreu -- eiginlega þess að NK mundi afvopnast fyrst, síðan mundu Bandaríkin aflétta efnahagslegum refsiaðgerðum.

Image result for kim trump

 

Ég hef allan tímann reiknað með því að Kim Jong Un hafi engan áhuga á því að afvopnast.
Að hann líti kjarnavopnin tryggingu fyrir - tilvist sinnar ríkisstjórnar.
Að samtímis, vilji hann einnig halda í þær langdrægu flaugar sem þróaðar hafa verið dýrum dómum.

Rétt að ryfja upp, að sumarið 2017 var Donald Trump með stór orð um það, að það væri óhugsandi að heimila NK - að afla sér getu til að skjóta kjarnavopnum á Bandaríkin.
Auk þess, talaði DT af töluverðri léttúð um það sem möguleika, að ráðast með hernaði gegn NK.

  1. Hafandi í huga hversu stórt DT tók upp í sig.
  2. Er undanhald hans í málefnum NK -- athygli vert.

--Hann sagði greinilega - hann væri sáttur, ef það væru engar prófanir!
--M.ö.o. ekki krafa um afvopnum, hljómaði sem DT gæti gert sér að góðu, loforð frá Kim Jong Un - að gera engar kjarnorku- né eldflaugatilraunir meðan DT er forseti.

  1. Ef Donald Trump gefur eftir kröfuna um afvopnun - nær engu fram þegar kemur að afvopnunarmálum.
  2. Þá er erfitt að komast hjá því að túlka það sem ósigur ríkisstjórnar hans, gagnvart Kim Jong Un.

Í frétt FT: Trump ‘not in a rush’ for North Korea to denuclearise.
Eru vangaveltur um það - hvort Trump mundi undirrita formlegan frið á Kóreu-skaga!
En Kóreustríðinu lauk einungis með vopnahléi - hinn bóginn án nokkurs árangur í minnkun fjölda kjarnorkuvopna á skaganum, eða fækkun langdrægra eldflauga!
--Er erfitt að komast hjá því að álíta slíka útkomu í reynd -- þunnan þrettánda!

 

Niðurstaða
Kannski er ég að oftúlka orð DT - en þau sannarlega slá mann sem risastórt skref til baka frá fyrri afstöðu hans og ríkisstjórnar hans í málefnum Norður-Kóreu. Þannig, að ef málin mundu raunverulega enda með þeim hætti, að DT undirritar friðarsamning - án skuldbindinga um afvopnun af nokkru tagi; þá væri eiginlega ekki hægt annað en að túlka það sem -- stórsigur Kims Jong Un í málinu. A.m.k. var Donald Trump bersýnilega að tóna niður væntingar til leiðtogafundarins nk. mánaðamót nú rétt framundan!

 

Kv.


Ríkisstjórn Venezúela virðist ekki enn í bráðri fallhættu - þrátt fyrir óeirðir á landamærum við Brasilíu og Kólumbíu á laugardag

60 liðsmenn hers Venezúela eru sagðir hafa notað ringulreiðina á landamærum við Brasilíu og Mexíkó - til flótta frá Venezúela. Einn generáll í her landsins, lýsti yfir stuðningi við stjórnarandstöðuna -- eru þeir orðnir 5 er hafa það gert. Rétt að hafa í huga að generálar eru yfir þúsund í hersveitum landsins. 
--Óeirðirnar á landamærunum, virðast hafa orðið 4. að aðldurtila, og valdið meiðslum hundruða.

The last 48 hours in Venezuela news, explained

After Venezuelan troops block aid, Maduro faces 'diplomatic siege'

Mynd sýnir óeirðirnar á brú á landamærum við Kólumbíu

Óeirðir á landamærum Brazilíu og Venezúela

Image result for People throw stones at Venezuelan national guard members, at the border, seen from Pacaraima, Brazil

Nicolas Maduro heldur sig við augljóslega óvinsæla afstöðu!

Hann fullyrðir að fregnir af neyðar-ástandi í landinu, séu lygar vestrænna fjölmiðla.
Hann heldur því fram að engin þörf sé fyrir aðstoð - enn neitar að heimila alþjóða hjálparsamtökum fullt aðgengi.

Til samanburðar: Skýrsla VENEZUELA Humanitarian crisis

SÞ þvert á móti skilgreinir að innan landsins sé - humanitarian crisis.

  1. Að sjálfsögðu eru andstæðingar hans, að notfæra sér þetta - með því að gera tilraunir til að senda stórar sendingar yfir landamærin - af mat og annarri aðstoð.
    --Hinn bóginn, með því að halda sig við sinn keip, beita hernum til að hindra að þessu sé dreift til af stjórnarandstöðunni, til þeirra er vilja.
    --Þá auðvitað er hann að veita andstæðingum, ókeypis pólitískar keilur.
  2. Ég vil meina, Maduro sé í reynd sjálfum sér verstur - með þessari afstöðu.
    --Þvert á móti, ætti hann að - veita matnum móttöku, og láta dreifa honum.
  • Áhugaverðasta fregnin er líklega - að 60 liðsmenn hers Venezúela hafi stungið af.
  • Það horfa allir til hersins í landinu.

En það er enginn möguleiki að ástandið í landinu - þ.e. skortur á mat - skortur á lyfjum - skortur á lækningatækjum -- stjórnlaus óðaverðbólga; sé ekki að bitna á fjölskyldum hermanna.

Jafnvel þó Maduro hafi fært hernum stjórn olíulyndanna fyrir ca. tveim árum síðan - augljós leið til að kaupa með digrum mútum, hollustu yfirherstjórnar landsins.

Þá stórfellt efa ég að það fé sem streymir til æðstu herforingja, sjáist að nokkru verulegu leiti hjá fjölskyldum lægri settra foringja eða óbreyttra hermanna.

Það kæmi mér ekki á óvart, ef mikil óánægja kraumi undir hjá óbreyttum og foringjum í lægri tignarstöðum.

En ekki síst, reikna ég með því, að gríðarleg spilling sé til staðar hjá toppunum innan hersins.

  1. Vegna þess, að herinn stjórnar olíulyndunum sl. 2. ár -- þá væntanlega er tilgangur refsiaðgerða Donalds Trumps gegn olíuframleiðslu landsins er hófust í febrúar, ekki síst sá -- að minnka það fjárstreymi sem óhjákvæmilega fer til hersins úr þeirri átt.
    --Tilraun til Þess að taka mútuféð af yfirmönnum hersins.
  2. Á sama tíma, af hálfu stjórnarandstöðunnar, er þeim sömu aðilum - lofað skjóli gegn lögsókn, ef herinn samþykkir að styðja stjórnarandstöðuna í stað Maduros.
    --Hluti hinna nýlegu höfnu aðgerða Bandaríkjanna gegn olíuyðnaði landsins, felst í því að afhenda þær tekjur til stjórnarandstöðunnar.
    --Þannig væntanlega að veita þeim tækifæri, til þess að veita yfirherstjórn landisns tilboð.
  3. En það er hvað mér virðist í gangi --> Nokkurs konar uppboð á hernum.

En ég held að ekkert annað en herinn haldi Maduro enn við völd -- ef herinn snúist gegn honum, falli hann þann sama dag.

Þar sem plottinn eru sennilega flest undir yfirborðinu -- er líklega engin leið til að spá því, akkúrat hvenær Maduro hugsanlega fellur.

--En honum hefur verið boðið af stjórnarandstöðunni, að fara - og hann yrði ekki lögsóttur ef hann héldi sig síðan utan landsteina þaðan í frá.

 

Niðurstaða

Ekkert í því sem gerðist um sl. helgi, er augljós vísbending þess að fall Maduros sé yfirvofandi alveg strax - hinn bóginn, bendir flótti nokkurra tuga hermanna til þeirrar óánægju undir niðri sem mér virðist augljóst hljóti vera til staðar meðal almennra hermanna.

Hinn bóginn á sama tíma, sérstaklega vegna þeirra aðgerða gegn ríkisolíufélagi Venezúela sem Bandaríkin hófu snemma í febrúar sl. - þar sem olíutekjur eru nánast einu tekjur þess, að með þeim heldur Maduro ekki einungis ríkisstjórn sinni gangandi - heldur mútar hernum til áframhaldandi stuðnings við sig.

Þá virðist það vart geta farið með öðrum hætti en svo að einhverntíma á þessu ári falli ríkisstjórn Nicolas Maduro -- helst von þess að það gerist án umtalsverðra blóðsúthellinga væri að herinn snerist gegn honum - sem heild.

  1. En það væri mögulegt, að tilraunir til að höfða til hersins af hálfu andstæðinga, leiði til klofnings innan hans - þ.e. hlutar hans gangi í lið andstæðinga, meðan hlutar haldist hollir Maduro.
  2. Ef hluti hersins risi upp, en stór hluti væri áfram hollur ríkisstjórninni.
    --Gæti það orðið möguleg endurtekning Sýrlands þ.s. er borgaraátök hófust, hluti hers landsins gekk til liðs við fjölmenna uppreisn - eða sambærilegt við upphaf borgaraátaka í Líbýu, en þar reis einnig herinn að hluta gegn ríkisstjórn landsins samtímis að stór hluti hans hélt áfram hollustu við hana.

--Stríðin í Sýrlandi og Líbýu urðu svo harkaleg strax í upphafi, vegna þess einmitt að í liði með uppreisnum í báðum tilvikum, voru hlutar liðsmanna herja hvors ríkis um sig.
--Það var einnig hvers vegna, að uppreisnin í Sýrlandi varð ekki sigruð með hraði, þrátt fyrir miklar tilraunir Assads til að ganga milli bols og höfuðs á liðsmönnum hennar.

Þetta væri mjög slæm útkoma - ef það færi þannig að herinn í Venezúela klofnaði, eins og herir Sýrlands og Líbýu gerðu.

 

Kv.


Afríka flóttamanna-vandamál framtíðarinnar?

Það sem er athyglisvert við mannfjöldaþróun á Jörðinni - er að einungis í Afríku er enn fjölgun á þeim skala að rétt sé að líkja við sprengingu. Í öllum öðrum heimsálfum hefur dregið mikið úr mannfjölgun.

What to Do About Massive Population Growth

  1. In the next 30 years, the population of the African continent will more than double, from 1.2 billion people today to 2.5 billion.
  2. The result will be a population of which 50 percent will be younger than 30 years old and won't have much of a future to look forward to if the continent's economic outlook doesn't change drastically.
  3. The threat of conflict over scarce resources, land, food, water and work is very real.

Eins og sést á myndinni,  nær einu rauðu löndin í Afríku

 

Graphic: Projected population growth in select countries.

Eðlilegt að hafa áhyggjur af þessu! Stríð - flóttamannabylgjur rökréttar afleiðingar!

2-földun fólksfjölda Afríku, augljóslega setur gríðarlegan þrýsting á samfélög.
Landið Níger - sér fram á 3-földun, ótrúlegt -- bláfátækt land.

  1. Gríðarlega mikið verður af fólki með litla sem enga möguleika.
  2. Rökrétt, er þetta kokteill fyrir - uppreisnir, hryðjuverkahreyfingar, stríð.
  3. En einnig, vaxandi landflótta.

--Rétt að taka fram, að Sahara auðnin er mikill faratálmi, sem hlýfir Evrópu verulega.

Einungis þeir allra örvæntingar-fyllstu, leita Norður - en ferð yfir Sahara er líklega hættulegri en ferð yfir Miðjarðarhaf á nær ónýtu fleyi.
Síðan, aftur tekin hætta á að láta lífið, að komast yfir Miðjarðarhaf.

  • Hver sá sem fer þá leið, þarf að vera tilbúinn að hætta öllu, lífinu sjálfu.

--Áhættuminna, að leita til annarra landa innan Afríku sjálfrar.

Löndin sem eru gul - þar er ástand skárra, sum þeirra búa við góðan hagvöxt.
Það eru til Afríkulönd með betri hagvöxt en Kína í dag.

Ég hugsa, að flestir sem flytja milli landa - leiti til annarra Afríkulanda.
Ferðalag er klárlega miklu síður hættulegt - og menning nær því sem viðkomandi þekkir.

  • Rétt að benda á, það er stríð í Nígeríu.

Fyrst og fremst Norðarlega í landinu.
Það er að sjálfsögðu ein hætta sem líklega fylgir mannfjölguninni - mikið framboð af ungu fólki með lítt fyrir stafni - skapar auðvitað, frjóan jarðveg fyrir öfgar.
--Það er mjög hættuleg íslamista-hreyfing starfandi í Nígeríu, sem berst við stjórnvöld.

  1. Löndin Norðan við Nígeríu, eru öll - múslimalönd, öll fátæk - öll með mikla mannfjölgun.
  2. Það virðist rökrétt, að það svæði verði - óróasvæði í framtíðinni.

Það svæði, gæti orðið að miðju fyrir öfga-íslamisma.
Stríð auðvitað, geta valdið snöggum flóttamannabylgjum.

 

Niðurstaða

Ég held það sé full ástæða að horfa til Afríku sérstaklega landanna nærri Nígeríu. Þar sé í gerjun slæmur kokteill mikillar mannfjölgunar - íhaldsams Íslams siðar - ásamt mikilli fátækt.
--Ofan á allt saman, bætast áhrif hnattrænnar hlýnunar, sem auka líkur á þurrkum innan Sahel svæða Afríku, einmitt þeirra landa.

Það er alveg þíðingarlaust að spá í tölur yfir hugsanlegan flóttavanda.
--Rétt að taka fram, að þrátt fyrir þetta, getur verið unnt að draga úr vandanum.

Bendi á að sl. 30 ár hefur dregið mjög úr mannfjölgun í Bangladesh. Þar fjölgar enn fólki, en engan vegin með þeim hætti er áður var. Í landinu er Íslam siður, samt tókst að innleiða fjölskyldu-áætlanagerð, bæta menntun kvenna - og seinni ár hafa stjórnvöld verið að stuðla að hagvexti.
--Fyrir 30 árum, virtist það land nærri eins vonlaust, og Níger virðist nú.

Það sýnir, að hægt er að gera eitthvað.
Besta leiðin er líklega, að aðstoða löndin með beinum hætti, eins og Bangladesh var aðstoðað.
--Þá þarf auðvitað, samstarf við stjórnvöld sem séu áhugasöm um að bæta ástand mála.

  • Saga 20. aldar virðist sýna, hagvöxtur dregur úr mannfjölgun.
    --Utanaðkomandi aðstoð getur gagnast, ef stjórnvöld vilja framþróun.

 

Kv.


Fyrirhugaði ríkisstjórn Trumps að selja Saudi-Arabíu -- kjarnorkutækni?

Þetta eru fyrir mér afar svimandi ásakanir, en ef það er til eitthvert land í heiminum sem ég mundi persónulega segja - að ætti aldrei að ráða yfir kjarnorkutækni, þá er það SA.
--Það áhugaverða er, að ég get trúað á Donald Trump að vera til í slíka sölu.
--Eins og ég upplyfi Trump - er hann móral-laus persóna, þ.s. viðskipti og peningar skipta öllu máli -- það sé næsta öruggt, að SA - væri til í að borga vel fyrir aðgengi að slíkri tækni.
Það þíðir þó ekki að ásakanirnar séu pottþétt sannar!
En hinn bóginn, hefur vörn Trumps gagnvart krónprins SA - vakið athygli.
Hann hefur að manni virst, lagt höfuðáherslu á að tryggja áfram halda valda MbS.
--Svo ákafur hefur hann virst þar um, að manni hefur komið til hugar, að einhver persónulegur samningur sé í gangi milli hans og krónprinsins - sem gæti orðið ógildur ef MbS hrökklaðist frá.

House Dems reveal new info on a shady White House plan to sell nuclear tech to Saudi Arabia

House investigates 'White House plan' to share nuclear technology with Saudis

Trump officials accused of promoting nuclear power sales to Saudis

 

Skv. ásökunum - var Flynn, potturinn og pannan í þessu máli

Flynn var í skamma hríð, Þjóðaröryggisráðgjafi - en var það einungis í ca. 100 daga rámar mig - fyrsti embættismaðurinn í ríkisstjórn Trumps til að hrökkast frá.

Ég get trúað þessu af þrem ástæðum!

  1. Fyrir kosningar 2016, gagnrýndi Donald Trump -- ríkisstjórn Obama harðlega fyrir það sem Donald Trump - sagði ónógan stuðning ríkisstjórnar Bandaríkjanna í tíð Obama við hefðbundin bandalagsríki Bandaríkjanna í Mið-Austurlöndum.
  2. Mjög fljótt eftir að Donald Trump náði kjöri - var mjög skýrt, að Donald Trump og krónprins SA - voru miklir mátar -- það hefur verið einn af rauðu þráðunum í utanríkisstefnu Trumps -- stuðningur við krónprins SA.
  3. Það hefur eiginlega vantað skýringu á þessu mikla vinfengi Donalds Trumps og krónprinsins -- eftir að krónprinsinn komst í vanda vegna stórs hneykslismáls, morðið á blaðamanninum Kashoggi; þá lísti Trump ítrekað yfir stuðningi við MbS.

--Donald Trump er viðskiptamógúll - þannig að ekki er undarlegt að maður velti fyrir sér þeirri spurningu, hvort verðmæt viðskipti tengist stuðningi Trumps - við MbS.

  • Donald Trump sjálfur hefur haldið - vopna-viðskiptum á lofti, en fullyrðingar Trumps um upphæðir þeirra viðskipta, hafa einfaldlega ekki staðist -- miðað við þá staðfestu samninga er liggja fyrir.
  • En kannski, skýrist mismunurinn í upphæðum - að Trump hafi verið búinn að gera samninga um sölu á öðru en vopnum; m.ö.o. kannski eru ofangreindar ásakanir sannar.

--Það er freystandi að skilja ákefð Trumps um stuðning við MbS þannig - að fjölskylduveldi Trump fjölskyldunnar, líklega hafi góðan skilding upp úr krafsinu - ef MbS er varinn áfram af Trump.

Nógu auðugur er krónprins SA - án nokkurs vafa persónulega miklu mun ríkari.

 

Niðurstaða

Það sem mér fyrst og fremst hryllir yfir - er tilhugsuninni um Saudi-Arabíu sem kjarnorkuveld. En um leið og SA - ræður yfir kjarnorkuverum, þá skapast möguleiki til að búa til - plúton sprengju. En plútóníum - er möguleg auka-afurð kjarnaklofnunar. Það fer eftir hönnun kjarnorkuvera, hversu mikið plútóníum verður til sem auka-afurð.
--Krónprins SA - hefur hótað Íran því að SA verði einnig kjanorkuveldi, ef Íran sprengir sína fyrstu kjarnorkusprengju.

Pakistan er kjarnorkuveldi, hver veit hvað hugsanlega var um samið og ekki er gefið upp.
Kannski plan B ef díll við ríkisstjórn Bandar. gengur ekki upp.

 

Kv.


Donald Trump hefur 90 daga til að ákveða 25% toll á innfluttar bifreiðar frá ESB og innflutta íhluti í bifreiðar

Wilbur Ross ráðherra viðskipta - hefur afhent Trump skýrslu ráðuneytis síns, en á sl. ári fól Donald Trump Wilbur Ross fyrir hönd ráðuneytisins - að rannsaka hvort innflutningur bifreiða og íhluta í bifreiðar væri ógn við þjóðaröryggi Bandaríkjanna!
Þó skýrslan hafi ekki verið gerð opinber enn, hefur einhvern veginn lekið - að niðurstaða hennar hafi verið á þann veg, að leggja til 25% refsitoll á innfluttar bifreiðar og íhluti í bifreiðar frá aðildarlöndum ESB - á grundvelli þess að sá innflutningur ógnaði þjóðaröryggi.
--Þ.s. innihald skýrslunnar liggur ekki fyrir, liggur ekki fyrir hvaða leið Wilbur Ross hefur farið í því skyni - að rökstyðja meinta ógn við þjóðaröryggi.

  • En sannast sagna finnst mér það afar furðuleg ályktun, að innflutningur bifreiða frá öðrum NATO löndum - geti talist ógn við bandarískt þjóðaröryggi.
  • Bendi á að Bandaríkin viðhafa samvinnu við flest sömu bandalagríki í þróun vopnabúnaðar, þ.s. þau gjarnan taka þátt í kostnaði og þróun - er þá treyst til þess að hafa fullan aðgang að öllum gögnum um þann búnað, meðan sá er í þróun.

--Það er því algerlega nýstárleg sýn í mínum augum, hvernig það sé í ósköpunum mögulegt, að koma með þjóðaröryggis-sjónarmið, inn í slíka viðskiptadeilu - þegar þessi lönd eiga í hlut.

U.S. tariffs on EU cars could mean EU buying less U.S. soya beans and gas: Juncker

EU's Juncker expects Trump to refrain from imposing higher tariffs on cars

Auto industry lines up against possible U.S. tariffs

EU threatens retaliation if US imposes punitive car tariffs

Donald Trump likely to take his time regarding auto tariffs

 

Evrópusambandið svaraði auðvitað strax því að tolli yrði svarað með fullnægjandi hætti!

Hvað sem fullnægjandi þíðir akkúrat: Were this report to translate into actions detrimental to European exports, the European Commission would react in a swift and adequate manner,

Jean-Claude Juncker sagðir á hinn bóginn þess fullviss að Donald Trump mundi ekki ákveða einhliða tolla: Trump gave me his word that there won’t be any car tariffs for the time being. I view this commitment as something you can rely on,...

--Þetta var væntanlega fundurinn á milli þeirra tveggja á sl. ári þ.s. þeir tveir sömdu um vopnahlé í viðskiptastríði Bandaríkjanna og ESB.

Spurning hvort að Donald Trump bregst jákvæður við yfirlýsingu Juncker að hann hafi traust til Trumps.

Juncker sagði einnig: However, should he renege on that commitment, we will no longer feel bound by our commitments to buy more US soya and liquid gas. However, I would very much regret that,...

--Sem sagt, að samkomulagið sem um vopnahlé sem fól m.a. í sér kaup á soya og gasi, væri þá á enda runnið.

Þar sem þetta var vopnahlés-samkomulagið, þ.e. kaup á soya og gasi, gegn því að Trump léti vera að leggja á frekari tolla.

Þá væntanlega er eðlilegur lestur orða Junckers - að þá yrði viðskiptastríð skollið á að nýju.

 

Málið er ég er þess fullviss að ESB sé ómögulegt að mæta kröfum ríkisstjórnar Bandaríkjanna!

Bandaríkin vilja fá aðgengi fyrir sínar landbúnaðar-afurðir, hinn bóginn er gríðarleg andstaða innan aðildarlanda sambandsins - gagnvart genabreyttum afurðum og dýra-afurðum þ.s. mikil hormónabæting er hluti af uppeldi dýranna.

En reglur um hvort tveggja eru mun - opnari innan Bandaríkjanna en innan ESB.
M.ö.o. sumt sem er leyfilegt í Bandaríkjunum er það ekki innan ESB.

--Vandinn er sá, að þó svo maður ímyndaði sér að Framkvæmdastjórnin gerði slíkt samkomulag við Trump -- mundi það aldrei halda, þ.s. aðildarríkin sjálf mundu nær algerlega örugglega hindra framgöngu þess.

--Þess vegna hafnar ESB að ræða landbúnaðarmál í tengslum við viðskipta-viðræðurnar, meðan þeir sem fara í dag með viðskiptamál Bandaríkjanna - heimta verulega opnum um landabúnaðarafurðir Bandaríkjanna.

Þannig að -- að því er best fæ séð, eru samingaviðræður pikkfastar.
Litlar fregnir berast af þeim, sem bendi til einskis árangurs.
--Þær litlu fregnir er hafa borist, hafa bent til pyrrings samninganefnda, og gagnkvæmar ásakanir.

  • Það sé engin leið fyrir Trump líklega að þvinga fram -- nema eitthvað takmarkað, sbr. er ESB bauðst til að kaupa meira soya - og gas.
  • ESB er til í að ræða tolla á iðnvarning, sem þegar eru almennt séð lágir.

Heildar niðurstaðan virðist vera, gengur hvorki né rekur.
Trump er nú með þann kaleik að ákveða, hvort það er aftur viðskiptastríð - eða hvort hann sættir sig við, minniháttar samkomulag.

 

Niðurstaða

Ég ætla ekki að fara að spá í það hvort viðskiptastríð ESB og Bandaríkjanna - hefst að nýju, en slík væri útkoman ef Donald Trump innan 90 daga ákveddi að skella 25% tolli á innfluttar bifreiðar og innflutta íhluti í bifreiðar frá ESB löndum.

Hinn bóginn sé ég ekki ESB beygja sig í duftið - ein stór ástæða er einfaldlega það að ESB er samband 28 landa, ekki ríki. Sambandið á eðli sínu skv. mjög erfitt með að taka snöggar ákvarðanir. Andstaða nokkurra ríkja, getur blokkerað ákvarðanatöku.

--Andstaða innan aðildarríkja, væri mjög líkleg að blokkera sérhverja umtalsverða slökun í samhengi landabúnaðarmála - eiginlega nær fullkomlega öruggt.
--ESB sé m.ö.o. ekki fært um að láta að kröfum þar um, það verði Lighthizer og Ross að skilja, hinn bóginn virka þeir á mig sem þverhausar. 

 

Kv.


Er í raun og veru neyðarástand á landamærum Bandaríkjanna við Mexíkó -- Donald Trump finnst það greinilega!

Ég ákvað að skoða málið aðeins enda hafa Bandaríkin margvíslega sjálfstæða aðila sem stunda það stöðugt að rína í gögn og birta skýrslur -- einn slíkur aðili er: Center for Immigration Studies -- skjá skýrslu frá 2017: Robert Warren Center for Migration Studies.

 

Þetta er mörgu leiti forvitnileg skýrsla!

Ath. -- þarf að bæta þrem núllum við allar tölur.

Ef marka má skýrsluna -- þá er líklega ekki rétt að skilgreina neyðarástand.

  1. Taflan að neðan sýnir að heildarfjöldi ólöglegra innflytjenda frá öllum löndum fækkar úr 11.725.000 í 10.665.000 frá 2010.
  2. Ólöglegum Mexíkóum fækkar um liðlega milljón, þ.e. úr 6,6millj. í 5,29millj. og það sem er áhugavert - 2017 í fyrsta sinn, eru Mexíkóar minna en helmingur ólöglegra innan Bandaríkjanna.

  1. Daufu súlurnar sem sjást ekki vel - sýna ólöglega innflytjendur sem eru reknir frá Bandaríkjunum.
  2. Það sem er áhugavert er að - skv. myndinni öll árin frá 2010 - 2017, er fleiri ólöglegum innflytjendum vísað frá Bandaríkjunum, en sem koma inn.
  • Skv. því, hafa síðan 2010 innflytjenda-yfirvöld verið að vinna sína vinnu, og stuðla að töluverðri fækkun ólöglegra innan Bandaríkjanna þessi 7 ár.

https://einarbb.blog.is/users/72/einarbb/img/img_0002_1339509.jpg

Skv. töflu 1. - fækkar ólöglegum innflytjendum frá Mexíkó í öllum fylkjum Bandaríkjanna sl. 7 ár þ.s. Mexíkóar eru fleiri en 50þ. -- t.d. 26% í Kaliforníu.

https://einarbb.blog.is/users/72/einarbb/img/img_0003_1339510.jpg

  1. Tafla 3. sýnir að Mexíkóar voru stærsti einstaki aðkomuhópur sem eru ólöglegir, 2016.
  2. Takið eftir -- að helmingi fleiri þeirra komu löglega til Bandaríkjanna, en síðan urðu ólöglegir eftir að ferðamanna Visa rennur út -- en þeir sem smygla sér yfir landamærin.
  • Þetta hafa menn bent á í umræðinnu, að fleiri komi löglega til Bandaríkjanna - en síðan láta ferða Visa áritun renna út, en þeir sem smygla sér ólöglega.

Veggur væntanlega gagnast ekki til að glíma við þá, sem koma löglega til landsins - en síðan láta sig hverfa innan landsins er ferðamanna-áritun rennur út.

https://einarbb.blog.is/users/72/einarbb/img/img_0004.jpg

Þessi tafla sýnir þróun í fjölda ólöglegra innan Bandaríkjanna milli 2010 og 2017 eftir ríkjum.

  1. Eins þarna kemur fram, fækkar ólöglegum heilt yfir um 1,06 millj. eða 9%.
  2. Þar af fækkar Mexíkóum um 1,31 milljón.
  3. Sem þíðir væntanlega, að öðrum en Mexíkóum fjölgar um 250þ.

https://einarbb.blog.is/users/72/einarbb/img/img_0005.jpg

Skýrslan sýnir greinilega að ólöglegum innflytjendum fækkar síðan 2010.
Að fleiri er vísað úr landi ár hvert síðan 2010 en streyma til Bandaríkjanna.

  1. Þetta virðast greinileg málefnaleg rök gegn því að nú 2019 sé neyðar-ástand sé til staðar.
  2. Bendi á að þó tölur séu einungis til 2017 -- þá hefur Donald Trump hert stefnuna, því ekki ástæða að ætla -- að trendið 2018 hafi snúist við. 

Mér virðist því gögnin benda til þess, að það sé ekki neyðarástand í innflytjendamálum innan Bandaríkjanna!
--Það að ólöglegum fækkar hver ár frá 2010 - bendi til þess að stefnan sé að virka.
--Þar af leiðand, að óþarfi sé líklega að grípa nú til neyðar-ráðstafana!

Trump declares U.S.-Mexico emergency for border wall

Trump, in proclamation, says military help needed due to 'gravity' of emergency

Trump declares national emergency to pay for border wall

What Donald Trump’s national emergency declaration means

 

Það auðvitað veikir stöðu Donalds Trump í dómsmálastorminum framundan, að ólöglegum innflytjendum innan Bandaríkjanna fer fækkandi - ekki fjölgandi!

Fyrsta augljósa ábending er auðvitað - að það ríki ekki neyðar-ástand, þannig að yfirlýsing um neyðar-ástand, sé tilhæfulaus.

Eins og sést á gögnum sem ég vitna í, þá virðast sterk rök til staðar fyrir því - að það sé ekki neyðarástand - þó svo að gögn vanti frá 2018 reikna ég með því að hertar ráðstafanir sem Trump hefur beitt sér fyrir, leiði fram sömu niðurstöðu fyrir 2018 að nettó útstreymi sé til staðar þ.e. fækkun ólöglegra innflytjenda -- þannig fækkun sé sérhvert ár frá 2010.
--Bendi á að greinileg fækkun er 2017 miðað við 2016, fyrsta valdár Trumps.

Það má því alveg varpa fram þeirri spurningu, hvort verið geti að á brattann verði að sækja fyrir Donald Trump, að verja yfirlýsingu um neyð -- þegar gögn benda til þess þveröfuga?
--En enginn vafi er að yfirlýsing Trumps verður snarlega kærð.

Síðan getur verið að Donald Trump hafi skaðað sjálfan sig í ummælum: 
I didn't need to do this, but I'd rather do it much faster

Augljósi punkturinn er auðvitað sá -- skv. honum sjálfum, þurfti hann ekki að gera þetta.
En hann vildi frekar að veggurinn yrði reistur -- miklu hraðar!
--Það virðist grafa undan yfirlýsingu um neyðarástand.

Klárlega ef þú lýsir yfir neyð - til þess að koma X í verk - þá áttu ekki að segja, að ekki hafi í raun bráðlegið á X.
--Þá ertu í reynd að styðja mótbárur þeirra, sem segja enga neyð til staðar -- ekki satt?

 

Niðurstaða

Eins og sést á gögnum vitnað til, hefur ólöglegum innflytjendum innan Bandaríkjanna fækkað um milljón síðan 2010. Þeim hefur að auki fækkað sérhvert ár frá 2010. 
Það bendi til þess, öfugt við það sem gjarnan er sagt - að þær aðgerðir í innflytjendamálum sem til staðar eru, séu að virka. Eða m.ö.o. að ekki sé þörf drastískra viðbótarráðstafana.

Gögn ennfremur sýna að ólöglegt aðstreymi er nærri 2-falt meira gegnum svokallað - Visa overstay - þ.e. komið löglega til Bandar. með ferðamanna-áritun, en síðan dveljist viðkomandi áfram ólöglega eftir að ferðamanna-áritun rennur út.

Miðað við þetta er ekki að sjá að rosaleg brín þörf sé fyrir vegg.
Það að gögn sýni fækkun ár frá ári síðan 2010 - gæti þvælst fyrir Donald Trump á næstunni, þegar hann væntanlega lendir í glímu við dómstóla, þegar væntanlega yfirlýsing um neyð verður dregin í efa - og þess óskað að hún verði lýst, tilhæfulaus.

Það má auki vera, hans eigin orð í tilsvari við spurningu blaðamanns - sjá youtube video að ofan, geti auki þvælst fyrir honum, þ.s. hann sjálfur virðist grafa undan eigin yfirlýsingu þess efnis að veggjar sé þörf til að mæta meintri neyð.

--Það verður forvitnilegt að fylgjast með deilum Vestan hafs á næstunni.

 

Kv.


Dapurlegt hvernig deila um matar-aðstoð er orðin að þrætuepli milli Bandaríkjanna og ríkisstjórnar Venezúela

Það allra skrítnasta við ríkisstjórn Nicolas Maduro - er að hún enn þverneitar því að hungursneyð sé í landinu, þó yfirgnæfandi sannanir hafi blasað við í rúm 3 ár.

Nicolas Maduro -- Viðtal á BBC: Venezuela President Nicolás Maduro interview

Fullkomlega steikt að lesa það sem Maduro segir.
En hann heldur því fram fullum fetum -- að ekkert hungur sé í landinu.
Það sé lygasaga haldið fram á Vesturlöndum -- til að réttlæta inngrip í landið.
--Síðan fullyrðir hann að einungis 800þ. Venezúelar hafi yfirgefið landið.

  • Skv. gögnum SÞ - sem ég treysti mun betur, eru það 3 - milljónir.

--Svo er hann með sérkennilegar fullyrðingar, að milljónir Kólumbíumanna, hafi flúið til Venezúela -- sem að sjálfsögðu enginn kannast við.

  • Skv. frásögn Maduro eru milljónir aðkomumanna -- stórfellt nettó aðstreymi.

Þetta kemur manni fyrir sjónir eins og frásögn -- ráðamanns frá Norður-Kóreu.
Einhvers konar - alternative - veruleiki. Í engum tengslum við það sem er vitað.

Til upplýsingar -- Skýrsla SÞ: VENEZUELA Humanitarian crisis

  • Þessi skýrsla er ekki glæný, frá 2018.

En sú skýrsla segir allt - allt aðra sögu, en fullyrðingar Maduro í viðtalinu.
Tja, eigum við ekki segja, að ég trúi miklu frekar rannsókn SÞ á ástandinu í landinu.

Spurning, hvenær er hægt að réttlæta inngrip?

  1. Vandamálið við Venezúela, að til staðar er landstjórnandi er virðist einungis tala í órum, er hann ræðir ástandið þar -- hann blaðrar út í loftið það sem er víðs fjarri öllu sanni -- afneitar rannsóknum SÞ sem staðfesta hungur.
    --Kallar þetta allt, Vestrænar lygar.
  2. Það sé einfaldlega ekki sjáanlegt nokkur leið, til að tjónka við Maduro -- eins og hann lyfi í öðrum heimi en okkar. Þegar á í hlut stjórnandi, sem virðist í engum tengslum við veruleikann, er klárlega engin von um lausnir frá slíkum aðila.
    --Ein mesta verðbólga heimssögunnar geisar í landinu - 3 milljónir flúnar - hungur verið til staðar í rúm 3 ár.
    **Og stað þess, að óska eftir matar- og lyfja-aðstoð, blaðrar hann, að landið hafi stolt, hafi virðingu - og hafnar því fullkomlega að nokkur þörf sé til staðar fyrir slíkt.

Ég skal hreinlega segja eins og er - mér virðist ástandið í Venezúela réttlæta inngrip, það að koma Nicolas Maduro frá -- því fulljóst sé af hans eigin orðum, hann sé fullkomlega búinn að tapa sýn á veruleikann -- -- ég er að segja, hann sé klárlega brjálaður - vitifyrrtur.

Geðveikur einstaklingur við völd, getur ekki leyst nokkurn skapaðan hlut.
Það virðist ljóst - að upphaf að lausn á vanda landsins, sé að koma honum frá.

Map
Pólitískar deilur um matar-aðstoð!

Hungry Venezuelans urge help but standoff looms over 'politicised' aid

Alþjóða hjálparstofnanir eru ekki hrifnar af því, hvernig -- neyðar-aðstoð er orðin að pólitísku þrætuepli.

We remind interested parties that any potential political use of humanitarian aid can generate risks, in particular for those the aid is intended to support, if this use is not based on technical and objective criteria, - statement signed by War Child, Oxfam and others...

Vandamál fyrir slíka aðila er auðvitað, að deilan gæti leitt til þess að ríkisstjórn Maduro þrengdi að starfsemi þeirra - enn frekar en hún þó gerir. 

  1. Auðvitað er það rétt, nánast það eina sem er rétt af blaðri Maduro - að sennan um mataraðstoðina á landamærum Venezúela -- er ætlað að koma Maduro frá.
  2. En það er síðan hann - sem er slíkur kjáni, að þverneita því að nokkur slík neyð sé til staðar.

--Með því, að sjálfsögðu veitir Maduro - andstæðingum sínum, fjölda áróðurs-prika.
Maduro tekur klárlega óvinsæla afstöðu, segja landið ekki þurfa hjálp.
Sem íbúar landsins að sjálfsögðu vita er ekki rétt.

Andstæðingur Maduro -- á sama tíma, höfðaði til hersins með þeim hætti, að fjölskyldur hermanna lyðu einnig skort, sem er alveg örugglega rétt.

  • Maduro hefði auðveldlega getað -- eytt málinu, með því einfalda - að taka við aðstoðinni.

Síðan greinilega fyrirhugar ríkisstjórn Brazilíu að blanda sér í deiluna!

Brazil Considers Humanitarian Aid Route Into Venezuela From South

  • Roraima er hvar 200þ. Venezúelar hafa komið yfir til Brazilíu.

Þar virðast stjórnvöld Brazilíu, ætla að koma upp birgðastöð fyrir hjálpargögn.
Og líkur virðast á að þaðan verði einnig beitt þrýstingi, um að fá að senda gögn yfir landamærin.

Deilan á landamærum Kólumbíu - er orðin það absúrd, að við brú sem liggur á milli landanna, hefur verið komið fyrir gámum Venezúelamegin til að blokkera traffík - svo bílstjórar vörubíla með birgðum sem eru staddir handan brúarinnar Kólumbíumegin, geri ekki tilraun til að aka yfir landamærin.

  • Maduro með þessu - standoff - veitir nú ódýr áróðursprik til andstæðinga sinna.
  1. Endurtek, hann ætti að hleypa þessu yfir - heimila að sett sé upp dreifing Venezúelamegin.
  2. Maduro hefði fyrir löngu átt að lísa landið alþjóða hamfarasvæði - óska eftir alþjóðlegri neyðar-aðstoð.

--Þó það væri viðurkenning þess að vera með allt niður um sig, þá a.m.k. sýndi hann með slíku - að hann vildi stuðla að betra ástandi.

Það er vel hægt að bæta ástandið og það verulega, með því einu að -- gefa út slíka yfirlýsingu, þá án vafa -- fær landið alla þá neyðar-aðstoð sem það þarf.

  • En með því, að þverskallast við - kalla það endurtekið lygar, að ástandið sé sannarlega þetta slæmt -- þá sýni hann tvennt, að hann sé úr takt við veruleikann og hitt að hann auðsýnir kulda gagnvart neyð eigin landsmanna.

Það sé að mínu viti fullkomlega ófyrirgefanlegt - að enn þrem árum eftir að hungursneyð hefst í landinu, sé hann enn í slíkri afneitun.

Fyrir mér er þetta eitt og sér - næg rök fyrir því, að ekki sé um annað að ræða en að koma honum frá.

  • Það skýri af hverju 50 - ríkisstjórnir í heiminum, taki nú undir þá kröfu að hann víki, að hann sé talinn fullkomlega ófær.
    --Ég held það sé algerlega einstakt í heimssögunni, að 50 ríkisstjórnir æski þess að þjóðarleiðtogi annars lands - víki, vegna þess að sá sé ófær með öllu.

 

Niðurstaða

Maður kennir náttúrulega í brjósti um íbúa Venezúela sem líða fyrir það að búa við fullkomlega óhæfan stjórnanda -- Maduro sé greinilega brjálaður.
--Ég vísa til viðtals við hann, sjá hlekk að ofan - því til sönnunar hann sé brjálaður.

Ég meina, rannsóknir SÞ á ástandinu í landinu sína að þar ríkir margvísleg alvarleg neyð.
Og maðurinn kallar það allt saman - lygar.
--Maðurinn er hreinlega brjálaður.

Hinn bóginn er sá vandi, að Maduro virðist geta hangið nokkuð enn á völdum. 
Mánudag í sl. viku, tóku harðar refsiaðgerðir gildi af hálfu Bandaríkjanna.

Þeim aðgerðum er greinilega ætlað, að svelta Maduro af fé. Ef það tekst, þá klárlega hefst hratt hrun ferli í landinu, sama hversu Maduro leitast við að hanga.

Það auðvitað þíðir, að versnun ástands fer á - fast forward.
Besta von landsins virðist nú, að Maduro falli sem allra fyrst.

En nýr forseti þarf ekki að gera meir til að vera skárri en Maduro, en að lísa landið alþjóðlegt hamfarasvæði og óska eftir alþjóða neyðaraðstoð.
--Hún mundi þá berast eins hratt og alþjóða-stofnanir, og önnur lönd gætu sig hreyft til að koma til aðstoðar.

 

Kv.


Spurning hvort Bandaríkjastjórn hefur hugsað nýjar refsiaðgerðir gegn Venezúela alla leið út á endapunkt

Mánudag í sl. viku - tóku gildi eitilharðar aðgerðir gegn Venezúela-stjórn, þ.s. ákveðið var að olíutekjur landsins tilheyrðu stjórnarandstöðu landsins undir forystu sjálfskipaðs forseta - ekki ríkisstjórn Maduro.

Sem þíðir, að þar sem að Maduro er enn við völd, að ríkisstjórn landsins er svipt tekjum af eignum ríkisolíufélags landsins og þeim fjárhæðum sem eru í eigu þess innan Bandaríkjanna, sem og tekjum af sölu af olíuförmum sem sendir höfðu verið til Bandar. og ekki var enn búið að klára að selja.

Ég átta mig á því, þetta er gert til þess að knýja fram hrun ríkisstjórnar Maduro.
En hvað ef - ef honum tekst samt að hanga á völdum, töluvert lengur?

  • Óljósar fréttir bárust á sunnudag af því, að opnaður hefði verið reikningur í banka í eigu stærsta ríkisolíufélags Rússlands.
    --Fréttir sem bornar voru til baka af rússn. ríkisfélaginu.

Gefur þó vísbendingar að verið sé að leitast við að búa til eitthverskonar - plan B.

 

Ímyndum okkur að Maduro takist að hanga, með aðstoð Rússlands!
Hvað það verður sem Maduro þarf að láta til Rússlands á móti!
Gerum ráð fyrir að þó Rússlandi takist að láta olíu-viðskipti að einhverju leiti fara fram í gegnum Rússland - þá er rétt að benda á svokallaða "secondary sanctions" sem væntanlega eru hluti af nýja refsi-aðgerða-pakkanum, að það verða væntanlega einungis fyrirtæki í engum viðskiptum við Bandaríkin og lönd í óverulegum samskiptum/viðskiptum við Bandaríkin - sem mundu vera kaupendur.
--Líklega yrði Maduro að selja olíuna langt undir markaðsverði - til þess að fá einhverja kaupendur.

  • Spurningin er þó, hvort Maduro takist að ná fram nægum peningum - til þess að borga nægilega mörgum hermönnum, þannig að Maduro geti tekist að halda stjórn á höfuðborg landsins - nærliggjandi svæðum, og ekki síst - olíusvæðunum?
  1. Segjum honum takist það - yrði væntanlega lítið sem ekkert eftir afgangs til matarkaupa fyrir landsmenn.
  2. Þannig, að þá væntanlega hefst stórfellt aukinn landflótti frá Venezúela.

Gott og vel, þegar hafa 3-milljónir flúið.
Búist var þegar við því, að flóttinn gæti náð 5-millj. fyrir árslok!

Það sem ég er að tala um sem hugsanlegan möguleika er -- þeim fjölgi t.d. í 10 milljónir.
Þannig að ef Bandaríkin ætla að halda fram þessari nýju stefnu sinni er tók gildi mánudag í sl. viku til streitu -- > Þá er eins gott að þeir standi fyrir massívum flóttamannabúðum við helstu landamæri Venezúela, innan landamæra helstu grannríkja Venezúela.

--Hrunferlið fari væntanlega í - fast forward - þ.e. hraðinn á því aukist mikið.
--Ég þegar var farinn að reikna með því að hrun Venezúela mundi á einhverjum enda ná þetta langt, þó ekkert væri gert til að íta við málum, en með nýjum aðgerðum Bandaríkjanna, ef ríkisstjórnin hrynur ekki fljótt, gerist hrunið væntanlega á stór-auknum hraða.

Þá er eins gott að Bandaríkin hefji stórfelldan undirbúning fyrir gríðarlega umfangsmikið flóttamannavandamál í S-Ameríku, og það strax.

 

Niðurstaða

Veikleiki hinnar nýju stefnu Donalds Trumps gagnvart ríkisstjórn Venezúela - er að hún getur klárlega leitt til harðrar gagnrýni á Bandaríkin - ef ríkisstjórn Trumps hefur ekki áttað sig á því, að líkleg afleiðing - ef Maduro tekst að hanga á völdum - verður væntanlega sú, að stórauka á flóttamanna-straum frá Venezúela í ár - miðað við hvað annars hefði gerst.

Ég hugsa að á enda, hefðu 10 milljón samt flúið - en refsiaðgerða-áætlun Bandaríkjanna, flýti öllu ferlinu -- og ef ríkisstjórn Bandaríkjanna áttar sig ekki á þessu, er ekki að undirbúa grannlönd Venezúela fljótlega fyrir risastóra flóttamannabylgju -- þá mætti alveg setja upp spurningar um, hversu ábyrg sú hin nýja harða refsiaðgerðastefna er.

--Það hefði kannski átt að hefja ferlið á að reisa flóttamannabúðirnar.
--En kannski eru þeir að veðja á hratt hrun ríkisstjórnar Maduro.
Kannski á það enn eftir að gerast, og áhyggjur um stórfellt aukna flóttamannabylgju eru ástæðulausar - en á móti, kannski finnur Pútín leið - fyrir Maduro að hanga aðeins lengur.
--En það mundi aðeins vera það, að hanga aðeins lengur!
Hinn bóginn gæti það samt verið þess virði fyrir Rússland, þ.s. ef ríkisstjórn Donalds Trumps er tekin í bólinu með líklegan stóraukinn landflótta, það kemur í ljós DT hafði ekki hugsað málið út á endastöð -- þá gæti beinst afar hörð gagnrýni að Bandaríkjunum.
--Margir gætu tekið undir hana, og Pútín mundi vinna áróðurs-sigur, þó svo hann líklega yrði að sjá eftir Maduro og eignum Rússlands í Venezúela fyrir - rest samt sem áður.

Hvað okkur varðar sem búum hér á klakanum, þá erum við einungis áhorfendur að þessu sjónarspili.

 

Kv.


Donald Trump segist þekkja Kim Jong Un, vita hvað hann sé fær um - Kim muni ekki koma honum á óvart

Fyrirhugaður fundur leiðtoganna tveggja verður í Hanoi höfuðborg Víetnam undir lok febrúar. 
Skv. tvíti Trumps sjálfs - 27 og 28 febrúar.

Ég reikna með því, að seinna tvítið sé ætlað að eyða ótta þeirra, sem óttast að Kim muni takast að snúa á Donald Trump við samningaborðið.

Kim Jong-un and Donald Trump during their 2018 summit in Singapore.

My representatives have just left North Korea after a very productive meeting and an agreed upon time and date for the second Summit with Kim Jong Un. It will take place in Hanoi, Vietnam, on February 27 & 28. I look forward to seeing Chairman Kim & advancing the cause of peace!

Donald J. Trump@realDonaldTrump
North Korea, under the leadership of Kim Jong Un, will become a great Economic Powerhouse. He may surprise some but he won’t surprise me, because I have gotten to know him & fully understand how capable he is. North Korea will become a different kind of Rocket - an Economic one!
 
 
Það sem sérfræðingar um málefni Kóreuskagans hafa tekið eftir!
Að hingað til hefur Kim Jong Un - í reynd ekki gefið nokkurn skapaðan hlut eftir, sem veikir hernaðarlega stöðu Norður-Kóreu í nokkru.
Flestir sérfræðingar virðast afar skeptískir á að Kim samþykki að gefa kjarnavopn NK eftir.
Þar sem að talið er að Kim álíti kjarnavopnin, forsendu tilvistar ríkisstjórnar NK.
 
Þar með talið, er þetta afstaða njósnastofnana Bandaríkjanna!
 
We continue to assess that North Korea is unlikely to give up all of its nuclear weapons and production capabilities, even as it seeks to negotiate partial denuclearization steps to obtain key US and international concessions. -- North Korean leaders view nuclear arms as critical to regime survival,... -- The capability and threat that existed a year ago are still there.
 
Þær eftirgjafir sem Kim hefur hingað til lofað - eru skv. því skilyrði, að Bandaríkin jafnframt - gefi eftir refsiaðgerðir. Hann hafi tekið til greina að ræða kjanorkuafvopnun, ef Bandaríkin séu til í að ræða - brottfor herliðs frá Suður-Kóreu.
Það sé aftur á móti í samræmi við áður framkomna afstöðu NK - í tíð fyrri leiðtoga landsins.
  1. Donald Trump heldur því fram, að nýlegur fundur með NK - hafi verið árangursríkur.
  2. En ég er þess fullviss, ef NK hefði veitt einhver formleg loforð á þeim fundi -- hefði DT án vafa sagt frá þeim -- en DT sé ekki vanur að þegja yfir árangri.

Eina sem maður hefur, eru endurteknar fullyrðingar Trumps og Pompeo um árangur á fundum.
En án þess að frést hafi af nokkrum hlut sem á hönd sé festandi.

Hafandi í huga venju Trumps að básúna strax ef eitthvað tekst vel, og að hann hafi ekki sagt frá nokkru bitastæðu - varðandi viðræður við NK, þá held ég að efasemdir um raunverulegan árangur þeirra viðræðna séu málefnalegar.

Rétt að muna eftir, Kom Jong Un lét drepa hálfbróður sinn í Malasíu fyrir nokkrum árum, og frænda sinn í NK skömmu eftir valdatöku -- Kim sé m.ö.o. miskunnarlaus, a.m.k. á það til.

Rétt að muna það, að þó hann brosi í seinni tíð framan í fjölmiðla - er Kim líklega naðra.
Þó Trump telji sig skilja Kim, er rétt að benda á að það er munur á því að eiga við fólk sem á í viðskiptum um peninga, eða fólk sem er til í að drepa eigin fjölskyldumeðlimi - ef því er að skipta. Það sé ekki augljóst, að viðskipti sé góður undirbúningur undir það að fást við einstakling af því tagi sem Kim Jong Un virðist vera.

 

Niðurstaða
Leiðtogafundur í Hanoi 27. og 28. feb. nk. milli Kim Jong Un og Donalds Trumps. Það verður að sjálfsögðu forvitnilegt að heyra hvað Trump og Kim ákveða á þeim fundi. Hinn bóginn held ég að það sé fullkomlega málefnalegt að vera skeptískur fyrirfram á útkomuna - miðað við langa sögu deilna Bandaríkjanna við stjórnendur Norður-Kóreu. En stjórnendur þess lands hafa hingað til reynst slingir við samningaborð -- aldrei gefið það eftir, sem hafi að einhverju verulegu leiti veikt stöðu þeirra ríkis. Fram að þessu hafi Kim ekkert slíkt gefið - sem með nokkrum augljósum hætti veiki hans stöðu.

 

Kv.


Næsta síða »

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.1.): 10
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 65
  • Frá upphafi: 859307

Annað

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 57
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 10

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband