Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2019
Að mörgu leiti sérkennilegt - stand off - í býgerð milli Nicolas Maduro er hefur um árabil verið landstjórnandi í Venezúela og Juan Guaidó sjálfskipaðs bráðabirgðaforseta landsins en raunverulega forseti þings landsins.
Deilan snýst um matar-aðstoð fyrir Venezúela!
- Sl. sunnudag, lofaði Juan Guaidó í ræðu því að skipuleggja birgðalest af mat og öðrum nauðsynjum, er mundi halda yfir landamærin við Kólumbíu fyrir lok þessarar viku.
--Eins og flestir ættu að vita, hefur verið hungursneyð í Venezúela í rúm 3. ár. - Nicolas Maduro, brást hinn versti við og hefur fordæmt aðgerð Juan Guaidó, kallar matar-sendingar að utan, inngrip í innanríkismál landsins - auk þess að hann sagði í ræðu, að íbúar Venezúela væru ekki betlarar -- Maduro hefur fyrirskipað hernum, að hindra skipulagða aðgerð á vegum stjórnar-andstöðu Venezúela.
Maduro: With this show of humanitarian aid they are trying to send a message: Venezuela has to go begging to the world! And Venezuela will not beg for anything from anyone in this world,... Maðurinn er snar geggjaður.
Hingað til hefur Maduro hafnað allri neyðar-aðstoð við landið. Hafnað að lísa það alþjóðlegt hamfarasvæði - óska eftir alþjóðlegri aðstoð. Hann enn kallar það lýgi, að neyð sé til staðar -- hefur jafnvel gengið svo langt að kalla það lýgi, það sé verulegur landflótti frá Venezúela. - Það virðist ljóst, að Maduro ætlar að líta á málið sem -- prófstein á vald sitt.
- Ég velti fyrir mér hvort það eru ekki augljós mistök?
- Er hægt að taka óvinsælli afstöðu í landi í hungursástandi í yfir 3 ár.
- Að neita að taka við - skipulagðri neyðar-aðstoð?
Venezuelas Opposition Plans to Deliver Aid, Undermining Maduro
Aid convoys for Venezuela risk becoming flashpoint
Humanitarian aid emerges as next frontline in battle for control of Venezuela
Báðir höfða til hersins!
Nicolas Maduro -- á skipulögðum útifundi á herstöð sl. mánudag!
Juan Guaidó -- Mr. Guaidó, 35, said in an interview on Sunday that he hopes the aid will help persuade the countrys security forces to rally behind him. - Were putting the ball in their court,...Were telling them they have the chance to help their relatives, their cousins, their children, their mothers, who are suffering as much or more than the average Venezuelan.
--Maduro leitast til við að höfða til þjóðarstolts, fullyrðir landið þurfi ekki á utanaðkomandi aðstoð að halda.
--Meðan, Guaido - höfðar til hersins að veita lýðnum miskunn, muna eftir eigin fjölskyldum, sem sannarlega líklega líða matarskort eins og flestir aðrir landsmenn.
Hafandi í huga að matarskortur er nú búinn að vera í rúm 3 ár - það geti vart verið að hermanna-fjölskyldur fari varhluta af ástandinu í landinu.
Þá velti ég fyrir mér, hvort það sé ekki -- nokkurs konar sjálfsmorð fyrir Maduro, að halda við þá afstöðu - að landið sé ekki þurfandi.
- Þetta er hið minnsta kostir afar sláandi valkostir - í annan stað, Maduro mitt í hungrinu og neyðinni í landinu, heimtar að herinn loki á hundruðir tonna af mat og lyfjum - frýja gjöf.
- Og hinn kosturinn, að herinn er hvattur til að muna eftir - sveltandi fjölskyldum hermanna.
Niðurstaða
Ég held þetta sé snjall leikur hjá - Guaido - það sé eins og hann hafi vitað fyrirfram hvernig Maduro mundi bregðast við. Ef út í það er farið, fæ ég ekki betur séð en að afstaða Maduro hljóti að vera - risastór afleikur. Hinn bóginn, þá hefur Maduro málað sjálfan sig út í horn með fyrri yfirlýsingum, svo sem að það væri lýgi að neyð ríkti í landinu - að það væri fjöldaflótti þaðan - að landið þyrfti yfir höfuð á aðstoð. Þannig að kannski voru viðbrögð hans, óhjákvæmileg.
Hinn bóginn, þá fæ ég ekki séð hvernig Maduro getur valið óvinsælli afstöðu.
Það á sama tíma og hann berst fyrir sinni stöðu sem forseti, og sú staðar er algerlega háð hernum -- þar sem að það geti vart verið en að ástandið í landinu bitni einnig á fjölskyldum hermanna - hlýtur það að vera mjög óvinsæl krafa innan hersins frá Maduro, að hindra hina skipulögðu og vel auglýstu - matarsendingu.
Þetta gæti raunverulega orðið - steinvalan sem veltir Maduro.
Því um leið og herinn mundi óhlýðnast Maduro - væri vald hans líklega veiklað endanlega.
--Maduro hefur sjálfur að virðist valið að gera þetta að, spurningu um vald forsetans.
--Það getur reynst herfilegur afleikur.
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Það bendir nefnilega margt til þess að Venezúela hafi verið á hraðri siglingu yfir í að verða að rússnesku leppríki - sá sem fer fremstur í vaxandi áhrifum Rússland í landinu er Igor Sechin sem rekur stærsta olíufyrirtæki Rússlands, Rosneft.
Maduro bregður sverði sem Igor Sechin gaf honum
- Sechin hefur skipulagt hóp af fyrirtækjum í olíuiðnaði Rússlands, til að fjárfesta í Venezúela - í olíuiðnaði landsins að sjálfsögðu.
- Sama tíma hefur Rússland og Rosneft lánað ríkisstjórn landsins stórfé, 17 milljarðar dollara. Af því fé, eru 6 milljarðar dollara sem koma til greiðslu á þessu ári.
- Bendi á, Venezúela lýsti sig gjaldþrota á sl. ári - en greiðir samt af lánum til rússneskra aðila.
- Hinn bóginn, fær ríkisstjórn ekki ný lán án skilyrða - þá meina ég skilyrði svo sem að heimila rússn. aðilum, enn frekari aðgengi að auðlyndum landsins.
- Að Venezúela þarf að greiða 6ma. á þessu ári - setur þrýsting á ríkisstj. landsins að veita rússn. aðilunum frekari réttindi til rekstrar auðlynda landsins, svo meira fé fáist.
Þetta heitir, nýlendustefna!
En það er afar einfalt, að um leið og rússl. ræður auðlyndum landsins, er ríkisstjórn þess orðin að -- launuðum þjón rússn. aðila.
Þá væru samskiptin orðin nákvæmlega þau sömu, og svo oft var á milli nýlendu-herra og ráðamanna á því svæði sem féll undir nýlendu-stjórn.
En gjarnan leyfðu nýlendu-veldin svæðisbundnum elítum að halda sér.
Gerðu þær einungis að sínum þjónum!
Ef einhver þekkir ekki Monroe Kenninguna, þá var hún yfirlýsing Bandaríkjanna á 19. öld.
Þess efnis, að Bandaríkin mundu ekki þola/umbera afskipti Evrópuríkja af Ameríku, Suður sem Norður.
--Rússland í þessu tilviki fellur undir Monroe kenninguna, þ.s. á 19. öld var Rússl. skilgreint með hópi stórvelda Evr.
Russias support for Venezuela has deep roots
Trump says U.S. military intervention in Venezuela 'an option,' Russia objects
European nations set to recognise Juan Guaidó as Venezuela's leader
Mjör harðar bandarískar refsiaðgerðir taka gildi á mánudag: Will Venezuela oil sanctions be the silver bullet to fell Maduro regime?.
Þær aðgerðir eru líklega til að lama ríkisolíufyrirtæki landsins, sérstakar ástæður koma til - því olía frá Venezúela er það þykk, til þess hún sé nothæf þarf að blanda hana olíu annars staðar frá.
Þess vegna á ríkisfélag Venezúela starfsemi í Bandar. og hreinsistöðvar þar, þ.s. aðgengi að annarri olíu er gott innan Bandaríkjanna. Einnig rekur ríkisfélagið hreinsistöðvar utan landsins á einni eyja karabíska hafsins.
- En punkturinn er sá, að olían er takmarkað virði, nema fyrst blönduð.
- Tæknilega getur ríkisfélagið keypt olíu að utan, blandað heima fyrir - síðan flutt úr landi.
En til þess þarf flóknara kerfi, fyrir utan að hreinsi-stöðvar Venezúela kvá vera í slæmu ásigkomulagi eftir áralanga vanrækslu. Sem hafi gert landið afar háð hreinsistöðvum í eigu olíuflélagsins utan landamæra landsins.
Sem hafi verið hvers vegna, Venezúela var enn að greiða af skuldum -- reksturs ríkisfélags Venezúela innan Bandaríkjanna.
- Sjálfsagt heldur einhver því fram, að refsiaðgerðir hafi orsakað allan vanda landsins.
- Bendi á, á móti -- að hungursneyð hefur verið í a.m.k. 3 ár rúm, flótti úr landinu hefur verið að ágerast smám saman í nokkur ár, sama um óðabólgu og skort á lyfjum - og sjúkdómafaraldrar sem geisa í landinu hafa verið að versna í nokkur ár.
Það sé einungis á mánudag þ.e. í þessari viku, að slíkar refsiaðgerðir hefjast að þær hafi raunverulega alvarleg efnahagsleg áhrif.
Það sé ekki unnt að kenna því um, sem einungis er að hefjast mánudag í þessari viku, ástand sem hefur verið að vinda upp á sig nú um árabil.
--Hinn bóginn virðast þetta virkilega aðgerðir af því tagi, að lítil von virðist að ríkisstjórn landsins geti haft það af.
Niðurstaða
Ég á von á því að Bandaríkin hafi betur í rimmunni við Rússland. Bendi á að ásökun Rússlands að Bandaríkin séu eftir auðlyndum landsins sé eins og hvert annað grín, þegar Rússar sjálfir eru greinilega djúpt staddir í -- "neo colonialism."
Rússland á enga öfluga bandamenn á svæðinu, og á því líklega enga von um að sigrast á Bandaríkjunum í slag um Venezúela. Ef við gefum okkur þá útkomu að Rússland verði undir - þá tapar Rosneft og rússneska ríkið stórfé, Igor Sechin væntanlega verður fyrir stórtjóni persónulega er gæti veikt hans stöðu innan Rússlands - ef staða hans veikist verulega, gæti það hleypt af stað átökum innan þess hóps auðugra einstaklinga standa að baki Pútín.
Síðan kemur í ljós hvernig Venezúela sjálft hefur það af. Með nýrri ríkisstjórn, skapast a.m.k. möguleiki að snúa ástandinu þar við. Maduro hefur t.d. þverneitað að lýsa yfir alþjóðlegu neyðarástandi - ekki heimilað erlendum hjálparstofnunum að starfa þar óhindrað. Það eitt að nýr forseti óskaði eftir alþjóðlegri aðstoð - gæti bætt ástand mála hratt.
--Þar sem þá fengist matar-aðstoð, neyðar-læknaaðstoð, og lyfja-sendingar.
Það sé illskiljanlegt hvers vegna Maduro enn þverskallast við, að lísa yfir alþjóðlegu neyðarástandi innan landsins -- hvers vegna hann enn kallar það lýgi að slæmt ástand ríki í landinu. Þetta eitt þó ekkert annað kæmi til, er næg ástæða af hverju Maduro þarf að fara frá.
--Besta von landsins er líklega skjótur ósigur Maduro, þ.e. án átaka. Þ.s. þá væri unnt að hefja alþjóða aðstoða innan landsins. Ég reikna með því að ein fyrsta yfirlýsing nýs forseta væri að óska eftir alþjóða aðstoð. Það eitt ef hann það gerir, mundi snarlega gera hann skárri en Maduro.
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
- Rússland getur hugsanlega haldið fram Úkraínustríði, allt að ...
- Rússland ætlar að hætta stuðningi við uppreisnarmenn í Súdan ...
- Gríðarlega mikilvægt að Úkraína fær bráðnauðsynlega hernaðara...
Nýjustu athugasemdir
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al...: Margar þjóðir eru tibúnar að hjálpa til við uppbygginguna en sú... 9.12.2024
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al...: Grímur Kjartansson , Sýrland er efnahagslega rjúkandi rúst - ei... 9.12.2024
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al...: Mér skilst að al-Jilani hafi keypt sér liðveislu USA með því a... 9.12.2024
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerl...: Ásgrímur Hartmannsson , grímur -- Viðreisn er hægri flokkur. Ha... 8.12.2024
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.12.): 0
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 31
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 28
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar