Ríkisstjórn Venezúela virðist ekki enn í bráðri fallhættu - þrátt fyrir óeirðir á landamærum við Brasilíu og Kólumbíu á laugardag

60 liðsmenn hers Venezúela eru sagðir hafa notað ringulreiðina á landamærum við Brasilíu og Mexíkó - til flótta frá Venezúela. Einn generáll í her landsins, lýsti yfir stuðningi við stjórnarandstöðuna -- eru þeir orðnir 5 er hafa það gert. Rétt að hafa í huga að generálar eru yfir þúsund í hersveitum landsins. 
--Óeirðirnar á landamærunum, virðast hafa orðið 4. að aðldurtila, og valdið meiðslum hundruða.

The last 48 hours in Venezuela news, explained

After Venezuelan troops block aid, Maduro faces 'diplomatic siege'

Mynd sýnir óeirðirnar á brú á landamærum við Kólumbíu

Óeirðir á landamærum Brazilíu og Venezúela

Image result for People throw stones at Venezuelan national guard members, at the border, seen from Pacaraima, Brazil

Nicolas Maduro heldur sig við augljóslega óvinsæla afstöðu!

Hann fullyrðir að fregnir af neyðar-ástandi í landinu, séu lygar vestrænna fjölmiðla.
Hann heldur því fram að engin þörf sé fyrir aðstoð - enn neitar að heimila alþjóða hjálparsamtökum fullt aðgengi.

Til samanburðar: Skýrsla VENEZUELA Humanitarian crisis

SÞ þvert á móti skilgreinir að innan landsins sé - humanitarian crisis.

  1. Að sjálfsögðu eru andstæðingar hans, að notfæra sér þetta - með því að gera tilraunir til að senda stórar sendingar yfir landamærin - af mat og annarri aðstoð.
    --Hinn bóginn, með því að halda sig við sinn keip, beita hernum til að hindra að þessu sé dreift til af stjórnarandstöðunni, til þeirra er vilja.
    --Þá auðvitað er hann að veita andstæðingum, ókeypis pólitískar keilur.
  2. Ég vil meina, Maduro sé í reynd sjálfum sér verstur - með þessari afstöðu.
    --Þvert á móti, ætti hann að - veita matnum móttöku, og láta dreifa honum.
  • Áhugaverðasta fregnin er líklega - að 60 liðsmenn hers Venezúela hafi stungið af.
  • Það horfa allir til hersins í landinu.

En það er enginn möguleiki að ástandið í landinu - þ.e. skortur á mat - skortur á lyfjum - skortur á lækningatækjum -- stjórnlaus óðaverðbólga; sé ekki að bitna á fjölskyldum hermanna.

Jafnvel þó Maduro hafi fært hernum stjórn olíulyndanna fyrir ca. tveim árum síðan - augljós leið til að kaupa með digrum mútum, hollustu yfirherstjórnar landsins.

Þá stórfellt efa ég að það fé sem streymir til æðstu herforingja, sjáist að nokkru verulegu leiti hjá fjölskyldum lægri settra foringja eða óbreyttra hermanna.

Það kæmi mér ekki á óvart, ef mikil óánægja kraumi undir hjá óbreyttum og foringjum í lægri tignarstöðum.

En ekki síst, reikna ég með því, að gríðarleg spilling sé til staðar hjá toppunum innan hersins.

  1. Vegna þess, að herinn stjórnar olíulyndunum sl. 2. ár -- þá væntanlega er tilgangur refsiaðgerða Donalds Trumps gegn olíuframleiðslu landsins er hófust í febrúar, ekki síst sá -- að minnka það fjárstreymi sem óhjákvæmilega fer til hersins úr þeirri átt.
    --Tilraun til Þess að taka mútuféð af yfirmönnum hersins.
  2. Á sama tíma, af hálfu stjórnarandstöðunnar, er þeim sömu aðilum - lofað skjóli gegn lögsókn, ef herinn samþykkir að styðja stjórnarandstöðuna í stað Maduros.
    --Hluti hinna nýlegu höfnu aðgerða Bandaríkjanna gegn olíuyðnaði landsins, felst í því að afhenda þær tekjur til stjórnarandstöðunnar.
    --Þannig væntanlega að veita þeim tækifæri, til þess að veita yfirherstjórn landisns tilboð.
  3. En það er hvað mér virðist í gangi --> Nokkurs konar uppboð á hernum.

En ég held að ekkert annað en herinn haldi Maduro enn við völd -- ef herinn snúist gegn honum, falli hann þann sama dag.

Þar sem plottinn eru sennilega flest undir yfirborðinu -- er líklega engin leið til að spá því, akkúrat hvenær Maduro hugsanlega fellur.

--En honum hefur verið boðið af stjórnarandstöðunni, að fara - og hann yrði ekki lögsóttur ef hann héldi sig síðan utan landsteina þaðan í frá.

 

Niðurstaða

Ekkert í því sem gerðist um sl. helgi, er augljós vísbending þess að fall Maduros sé yfirvofandi alveg strax - hinn bóginn, bendir flótti nokkurra tuga hermanna til þeirrar óánægju undir niðri sem mér virðist augljóst hljóti vera til staðar meðal almennra hermanna.

Hinn bóginn á sama tíma, sérstaklega vegna þeirra aðgerða gegn ríkisolíufélagi Venezúela sem Bandaríkin hófu snemma í febrúar sl. - þar sem olíutekjur eru nánast einu tekjur þess, að með þeim heldur Maduro ekki einungis ríkisstjórn sinni gangandi - heldur mútar hernum til áframhaldandi stuðnings við sig.

Þá virðist það vart geta farið með öðrum hætti en svo að einhverntíma á þessu ári falli ríkisstjórn Nicolas Maduro -- helst von þess að það gerist án umtalsverðra blóðsúthellinga væri að herinn snerist gegn honum - sem heild.

  1. En það væri mögulegt, að tilraunir til að höfða til hersins af hálfu andstæðinga, leiði til klofnings innan hans - þ.e. hlutar hans gangi í lið andstæðinga, meðan hlutar haldist hollir Maduro.
  2. Ef hluti hersins risi upp, en stór hluti væri áfram hollur ríkisstjórninni.
    --Gæti það orðið möguleg endurtekning Sýrlands þ.s. er borgaraátök hófust, hluti hers landsins gekk til liðs við fjölmenna uppreisn - eða sambærilegt við upphaf borgaraátaka í Líbýu, en þar reis einnig herinn að hluta gegn ríkisstjórn landsins samtímis að stór hluti hans hélt áfram hollustu við hana.

--Stríðin í Sýrlandi og Líbýu urðu svo harkaleg strax í upphafi, vegna þess einmitt að í liði með uppreisnum í báðum tilvikum, voru hlutar liðsmanna herja hvors ríkis um sig.
--Það var einnig hvers vegna, að uppreisnin í Sýrlandi varð ekki sigruð með hraði, þrátt fyrir miklar tilraunir Assads til að ganga milli bols og höfuðs á liðsmönnum hennar.

Þetta væri mjög slæm útkoma - ef það færi þannig að herinn í Venezúela klofnaði, eins og herir Sýrlands og Líbýu gerðu.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Borgþór Jónsson

Það eru engar líkur á að ríkisstjórn Maduro falli,nema með gríðarlegum utanaðkomandi þrýstingi ,eða utanaðkomandi hernaðaraðgerðum.

Þó að Maduro sé ekki vinsæll er hann örugglega vinsælasti stjórnmálamaður Venesúela.

Brúðan sem Bandaríkjamenn dubbuðu upp til að ræna völdum hefur nánast ekkert fylgi meðal landsmanna og þegar landsmenn gerðu sér ljóst að honum er alfarið stjórnað frá Bandaríkjunum virðast þeir hafa misst allann áhuga á honum. Hann nær því aldrei völdum nema með miklu utanaðkomandi ofbeldi.

Málið er nefnilega að Venesúelamenn eru næstum allir algerlega andsnúnir erlendum afskiftum af stjórnmálum landsins.

.

Maduro bannar ekki hjálparstarf í landinu eins og er reynt að telja okkur trú um. Hjálparsamtök geta athafnað sig þar að villd.

USAID er hinsvegar eðlilega bannað ,enda eru þeir ekki hjálparsamtök heldur pólitískt verkfæri utanríkisráðuneytis Bandaríkjanna.

Mér sýnist meira að segja þú áttir þig á þessu og þá ekki síður Maduro og Venesúelamenn.

Svonefndar neyðaraðstoð sem USAID reyndi að koma inn fyrir landamærin var ekki neyðaraðstoð ,heldur tæki til að reyna að koma á innanlandsátökum sem síðan væri hægt að nota sem tylliástæðu til að hefja hernaðarafskifti.

Venesúelamenn virðast hafa séð í gegnum þetta enda mættu ekki nema örfáir harðkjarnamenn til að taka þátt í leiknum.

Miðað við að þarna er 30 milljón manna þjóð að svelta til bana að okkur er sagt,eru ótrúlega fáir sem mæta til að taka við "hjálpargögnum",enda éta men ekki vopn.

Venesúelamenn sjá alveg í gegnum leikritið eins og þú.

Þeir vita að sjálfsögðu að ef Bandaríkjamenn vilja hjálpa þeim er einfaldast fyrir þá að skila aftur 30 milljörðum dollara sem þeir stálu frá þeim. Það væri miklu áhrifaríkara en að senda 20 milljón dollara gerfiaðstoð. Þar að auki er 20 milljón dollara USAID aðstoð nánast ekki neitt,af því að eins og annarstaðar í Bandaríska kerfinu er grassearandi gengdarlaus spilling þar sem þeir sem með málið fara stela megninu af "aðstoðinni".

.

Hér er hægt að bæta við að önnur hjálparsamtök neituðu allri aðkomu að þessu ,enda er þeim ljóst eins og öðrum að þarna var um pólitíska refskák að ræða en ekki aðstoð.

.

Ég er á þeirri skoðun að Bandaríkjamenn geti aldrei brotið Venesúelamenn á bak aftur nema með miklum hernaðaraðgerðum. Þeir hafa misreiknað þetta dæmi algerlega.

Þeir eiga í stökustu vandræðum með að koma á óeirðum eins og dæmin sýna ,og það er vandséð að þeir geti komið á borgarastyrjöld sem nokkru nemur.

Þeir hafa reyndar aðgang að hópi sem er mjög öfgafullur og hefur unnið óhæfuverk í þessu ferli,en hann virðist vera of smár til að gera eitthvert gagn.

Í Venesúela virðast þeir ekki hafa aðgang að hryðjuverkamönnum eins og í Sýrlandi eða Nasistum eins og í Úkrainu.

Þó er ekki öll von úti náttúrlega. Kanarnir eru engir nýgræðingar í þessu fagi.

.

Hvernig sem þetta fer þykir mér einsýnt að þetta verði enn ein valan í bautastein heimsveldisins. Aðrir fylgjast með og læra.

Það er enginn vafi að í framhaldi af þessu munu flestar þjóðir gera það sem þær geta til að komast hjá áhrifum Bandaríkjanna.

Mér þætti ekki ósennilegt að margir séu farnir að hugsa sig um hvort það sé ráðlegt að geyma aurana sína í Bandarískum stofnunum,eða sýsla með dollara almennt.

Það hljóta að vera sérlega tregir menn  sem íhuga þetta ekki í kjölfar þess að þessum aurum er ítrekað stolið frá þjóðum ef Bandarískir ráðamenn fara vitlausu megin framúr einn morguninn.

Hvernig sem þetta fer úr þessu, er þetta gríðarlegu álitshnekkir fyrir Bandaríkjamenn.

Þeir eiga í sífellt meiri vandræðum með að dulbúa skjefjalaust ofbeldi sitt sem manngæsku. 

Borgþór Jónsson, 25.2.2019 kl. 06:24

2 Smámynd: Borgþór Jónsson

Kíkti aðeins á netið.

Nú eru farin að birtsat video á netinu sem sýna nokkuð glögglega að það voru ekki Venesuelskir hermenn sem kveiktu í trukkunum,heldur fylgjendur Guadio.

Þarna virðist því hafa verið um algerlega sviðsett atriði að ræða að hálfu Bandaríkjanna.

Þetta eykur væntanlega ekki hróður þeirra.

Það er ekki eins auðvelt að sviðsetja svona hluti á tímum snjallsíma eins og var.

.

Á sama tíma byrti Marco Rubio á tvittersíðu sinni,myndir af drápinu á Ghaddafy sem aðvörun til Maduro.

Þessu var ekki sérlega vel tekið af fólki og þótti frekar ósmekklegt.

Það ríkir greinilaga mikil örvænting í búðum Bandaríkjamanna.

Þar sem Líbýustríðið verður sennilega seint talið vel heppnuð aðgerð til að koma á lýðræði, má segja að Kanarnir hafi skotið sig svolítið í fótinn með þessu,en þetta sýnir okkur samt örlítið inn í hugarheim þessara manna.

Skömm þeirra vex með hverjum deginum og með hverju tvíti.

Borgþór Jónsson, 25.2.2019 kl. 07:02

3 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Borgþór Jónsson, það er engin leið til að mæla vinsældir Maduro -- þú getur engu treyst af því sem ríkisfjölmiðlar landsins segja, þeir segja þ.s. Maduro vill - eða stjórnvöld, þau segja þ.s. Maduro vill.
--Hinn bóginn, neita ég að trúa því það geti verið mögulegt, að Maduro haldi enn umtalsverðum vinsældum.
1. Þ.e. stjórnlaus óðaverðbólga honum að kenna, sem eyðileggur kjör landsmanna - í dag miðað við rannsóknir SÞ - eru milli 80-90% landsmanna metnir fátækir. Ekkert að marka tölur stjv. Venezúela.
2. Þ.e. af hálfu SÞ - talin vera alvarleg vannæring í landinu, og að meirihluti landsmanna sé búinn að vera í vannæringar-ástandi a.m.k. sl. rúm 3 ár. Þetta er einnig Maduro að kenna.
3. Þ.e. til staðar gríðarlega alvarlegur skortur á lækninga-tækjum og lyfjum, sem þíðir - að auðlæknanlegir sjúkdómar grassera sem farsóttir - að auki hefur barnadauði stórfellt vaxið sl. 3-4 ár. Allt þessa Maduro að kenna.
--------------
Þessi vandamál hljóta að vera valdur - dauðsfalla í óþekktum fjölda nú ár hvert.
--Það sem mér finnst magnað - að þú verð þetta, vilt að einstaklingur sem er að strádrepa eigin þjóð -- með óskaplegri óstjórn, sé haldið við völd.
--En honum er haldið við völd að þeim löndum, sem enn eru til í að bjóða honum peninga.
"Skömm þeirra vex með hverjum deginum og með hverju tvíti."

Skömm þeirra landa sem styðja Maduro er margfalt meiri en þeirra sem vilja koma honum frá.
Eins og ég ítrekað hef bent þér á, þá er Maduro það hræðilegur stjórnandi - að það er réttmætt að koma honum frá --> Skömmin er í hina áttina, vegna þess -- að svo lengi sem Maduro enn hangir, þá versnar ástandið frekar.

1. Ef honum er ekki komið frá, endar landið í upplausn algerrri - þó enginn utanaðkomandi skipti sér af, en þ.e. rökrétt -- > Stöðug vannærgin, viðheldur landsflótta.
2. Ef hann er áfram við völd, þá flýja áfram ár hvert fjöldi -- í ár 3 milljónir flúnar, reiknað með að þær verði orðnar 5 ca. nærri lokum þessa árs.
3. Nk. ár geta það verið orðnar 8-9 milljónir -- með það mörgum flúnum, verður ríkið væntanlega búið að missa stjórn á stórum svæðum innan landsins, en hvað Maduro getur stjórnað -- fer einfaldlega eftir þeim fjölda hermanna og lögreglumanna hann getur borgað laun.
4. Þá líklega sprettur fram borgarastríð - þó enginn utanaðkomandi skipti sér af, en íbúar flóttamannabúða á jaðri landsins, mundu þegar fjöldinn er kominn yfir 5 milljón - verið uppspretta þess skæruhers er þá líklega sprettur upp.
5. Eftir því sem olíuframleiðsla landsins skreppur saman og tekjur Maduro - og þá minnkar umráðasvæði hans -- ef engin uppreisn væri, þá færu sístækkandi svæði í nokkurs konar órækt - þ.e. stjórnleysi, glæpahópar margvíslegir tækju þar þá völd -- það skapaðist valdatóm.
6. Inn í slíkt valdatóm, gætu uppreisnarhópar auðveldlega náð fótfestu --> Síðan tæki borgarastríð nokkur ár að skila þeirri líklegu niðurstöðu að Maduro færi frá.
__Nú, ef Rússland leitast við að hjálpa Maduro - líklega endaði dæmið svipað og þegar Bandaríkin voru með Somosa fyrir mörgum árum, að innan-landsuppreisn samt tæki völdin fyrir rest.
__Þarna er ég að reikna með því, að utanaðkomandi afskipti verði engin.
**Maduro er það slæmur stjórnandi -- að hrunið er fullkomlega óhjákvæmileg.
**Einungis spurning hversu hratt það gengur fyrir sig, og því hve þjáning íbúa verður mikil.
-------------------
En þjáning Venezúela verður því meiri, sem lengri tíma það tekur fyrir stjórn Maduro að taka endi.
Hún endar -- um það getur enginn vafi verið, í ljósi þess hversu fullkomlega ófær sú stjórn er í því að stjórna landinu.

--Í ljósi þessa er fullkomlega réttmætt að þvinga Maduro frá.
--En það lágmarkar þjáningu landsins.
__Þú virðist aftur á móti, vilja að landið detti í langframa borgarastríð.
En það yrði útkoman, ef utanaðkomandi lönd - sbr. Rússl. sérstaklega, halda Maduro á floti - um nokkra hríð; en það yrði án vafa -- endurtekning hruns Somosa fjölskyldunnar fyrir rest, þegar Bandaríkin hrökkluðus frá Nigaragua.
__Með sama hætti, þó enginn skipti sér af að utan annar en Rússland, mundi þjóðin í Venezúela á einhverjum enda, koma Maduro frá -- ef Rússl. styddi Maduro eins og Bandar. studdu Somosa, þá endar dæmið líklega í stórfelldu skærustríði og því að landsmenn taki völdin með hernaðarátökum.
------------------------
Ef honum er komið frá nú með hraði --> Er a.m.k. möguleiki að það gerist án alvarlegra átaka.
Og það er hægt með hraði --> Að binda endi á þjáningar þjóðarinnar.
__Þ.e. lýsa landið alþjóða hamfara svæði - óska eftir alþjóðlegri aðstoð.
__Ef slíkt væri gert strax eftir valdatöku af nýjum forseta - mundi alþjóðleg aðstoð mæta í stórum stíl, og það væri með hraði unnt að enda vannæringarástand þjóðarinnar sem og binda endi á þá sjúkdómsfaraldra sem nú geisa í vaxandi mæli.
**Ég er ekki í vafa, að með slíkri snöggri aðgerð, mundi nýr forseti njóta hratt mikils stuðnings þjóðarinnar.
-------------------------
Ég mun aldrei skilja þína aðdáun á einstaklingum -- sem leggja eigin lönd í Rúst.
Ég hef sagt þér það áður!

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 25.2.2019 kl. 11:37

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 89
  • Sl. sólarhring: 93
  • Sl. viku: 441
  • Frá upphafi: 847082

Annað

  • Innlit í dag: 84
  • Innlit sl. viku: 418
  • Gestir í dag: 82
  • IP-tölur í dag: 78

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband