Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2019

Bandarískur dómstóll úrskurðar Trump geti ekki hindrað ráðgjafar hans verði knúnir til að bera vitni undir eið

Þetta gæti reynst mikilvægur úrskurður, málið tengist ekki núverandi rannsókn á málum tengd afskiptum ríkisstjórnar Donalds Trumps af Úkraínu - heldur deilu er tengdis svokallaðri Mullers rannsókn.
--Það átti að þvinga Don McGahn fyrrum lögfræðilegan ráðgjafa Trumps til að vitna undir eið.
--En Trump gaf út tilskipun sem bannaði slíkar vitnaleiðslur sinna persónulegra ráðgjafa, skv. þeirri fullyrðingu að - ráðgjafar Trumps nytur lögverndar eins og Trump.

Trump kom með vægt sagt sérkennilega yfirlýsingu:

I am fighting for future Presidents and the Office of the President, -- Other than that, I would actually like people to testify.

Skv. því, vill Trump að forsetar Bandaríkjanna til allrar framtíðar, geti hafnað því að rannsókn á gerðum viðkomandi forseta -- geti þvingað ráðgjafa þess forseta til að bera vitni, hugsanlega gegn þeim forseta!
--Þetta er vægt sagt áhugaverð afstaða, þíddi auðvitað að mjög erfitt yrði að komast að því hvort framtíðar forseti hefði brotið lög - ef engin leið væri til að knýja innanbúðar menn til frásagnar.
--Alveg burtséð frá því hvort Trump er sekur/saklaus.

  1. Þá er enginn vafi að einhver hugsanlegur framtíðar forseti getur brotið lög landsins með alvarlegum hætti -- þá mundi slíkt fordæmi, gera það mjög erfitt að leiða það sanna í ljós.
  2. Augljóslega gæti það grafið undan lögum og reglu í landinu, ef framtíðar forseti gæti brotið lög landsins að vild, án nokkurrar verulegrar hættu á að upp mundi um það komast.

--Bendi Repúblikana-stuðningsmönnum á, að þeir hafa enga tryggingu fyrir því að alltaf verði Repúblikani í Hvíta-húsinu.

Tilskipun Trumps er bannaði Don McGahn að vitna: sagði um McGahn ... his role in the administration meant he was --absolutely immune from compelled congressional testimony.--

  • Judge Ketanji Brown Jackson: If a duly authorised committee of Congress issues a valid legislative subpoena to a current or former senior-level presidential aide, the law requires the aide to appear as directed.

--Neðri-deild Bandaríkjaþings, hefur skv. stjórnarskránni - víðtækar rannsóknar-heimildir, sem fela m.a. í sér rétt til að skipa einstaklingum þar á meðal embættismönnum til að mæta - bera vitni undir eið.
--Skv. stjórnarskránni, hafi ljúgvitni fyrir Fulltrúadeildinni, svipaðar afleiðingar og ef ljúgvitni er borið fyrir almennum dómstól.

M.ö.o. unnt sé að hefja sakamál gegn viðkomandi, viðurlög séu fangelsisdómur.

  • Ríkisstjórn Donalds Trumps náttúrulega áfrýjaði þessu á æðra dómsstig.

A.m.k. er það algerlega rétt, að dómur í þessu máli sé ákaflega fordæmisgefandi!

On an issue of this importance to the nation, it plainly serves the public interest to have the issues raised in this case resolved by an appellate tribunal.

  1. Hafið í huga, þetta snýst ekki bara um rétt Fulltrúadeildar til að -- yfirheyra embættismenn núverandi sem allra framtíðar Bandaríkjaforseta.
  2. Heldur einnig rétt dómstóla til slíks, ef kæmi til dómsmáls og einhver embættismaður væri mikilvægt vitni.

--Sé ekki hvernig unnt sé að vera annarrar skoðunar en þeirrar, ef menn vilja taka stöðu með almenningi, en þeirrar!
--Að klárlega séu það almanna hagsmunir, að unnt sé að hafa eftirlit með gerðum ríkisstjórnar landsins með þeim hætti - að yfirheyra embættismenn undir eið, til að rannsaka hennar gerðir -- ef grunur vaknar um ólöglegt athæfi.

  • Því ef lokað verði á slíkt, hljóti þar með auknar líkur vera á að ríkisstjórnir landsins komist upp með að virða lög landsins að vettugi!

Hvernig getur verið lög og regla í landinu, ef sjálft ríkið gæti þverbrotið þau lög að vild?
Þannig að þetta snúist einnig um að vernda -- þann grunn sem lög og regla sé!
--Þetta er klárlega miklu mun stærra en Donald Trump, heldur mál sem snúist um framtíð lýðveldisins sem stofnað var seint á 18. öld.

 

Niðurstaða

Trump hefur með athugasemd sinni bent á hversu mikilvægt prinsipp það er sem deilt sé um, þ.e. hvorki meira né minna en - prinsippið lög og regla í landinu sjálfu. En hvernig getur verið lög og regla, ef ríkið sjálft mundi geta brotið lög og reglu að vild?
--Ef lög og rega brotna niður, yrði ráðamaður að -despot.-

M.ö.o. gæti hegðað sér að vild, tja eins og t.d. Saddam Hussain gerði á velmektar árum sínum.
Það dúkka reglulega þeir sem vilja hafa völd án takmarkana, en lýðræði getur ekki gengið upp án regluríkis; lýðræðið gæti ekki lyfað af niðurbrot regluríkisins innan Bandaríkjanna.

  1. Í fullkominni kaldhæðni - er unnt að taka Venezúela sem dæmi.
  2. En ástæða þess að landinu er í dag stjórnað af glæpamönnum - er ekki síst vegna ákvarðana er voru teknar af Chavez er brutu niður regluríkið í landinu.

Chavez m.ö.o. skipulega braut niður allar hömlur á valdi forseta landsins. Þó hann væri áfram kjörinn, væri alltaf kjörinn af meirihluta fólks. Hefur arftaki hans, Nicolas Maduro -- beitt þessu niðurbroti regluríkisins sem Chavez orsakaði, þannig að í dag má kalla að ríki í Venezúela það sem mætti kalla --> Glæparæði, þ.e. stjórnendur hugsa einungis sjálfir um að rupla og ræna eigið land, halda völdum sem lengst, svo þeir geti auðgast persónulega sem mest.
--Það sé glæparæðið sjálft sem sé ekki síst, orsakavaldur hruns landsins.
--------------

Í þessu liggi aðvörun til Bandaríkjanna sjálfra. Ef Trump fær þessa breytingu í gegn, að forsetar séu ósnertanlegir - það séu ráðgjafar hans einnig meðan þeir þjóna honum og á eftir.
--Þá gæti það skapað hættu á þróun yfir í glæparæði, er vissulega gæti kallað yfir bandarísku þjóðina gríðarlegar hörmungar.

  • Fordæmið fyrir framtíðina sé ef eitthvað er enn mikilvægasta atrið, þ.e. hvað næstu forsetar gætu komist upp með, ef þeir og þeirra hirð - yrði gerð ósnertanleg.
    --Chavez braut niður regluríkið í Venezúela - arftaki hans síðan nofærði sé það niðurbrot regluríkis, til að framkalla - glæparæðið sem nú er þar.

Bandaríkjamenn ættu ekki síður að horfa til Venezúela - til að sjá afleiðingar þess, ef ráðandi forseti skipulega brýtur niður regluríkið sjálft, m.ö.o. hvað þá getur gerst.

 

Kv.


Er Tesla Cybertruck framtíð trukkanna? Þegar frægt er óbrjótanlega rúðan að sögn Elon Musk var brotin

Útlitslega verður að segja að farartækið er klárlega - öðruvísi en nokkur annar trukkur á plánetunni -- hvað kom upp í hugann er maður sá hann fyrst? Ég man eftir 8. áratugar svokölluðum framtíðar bílum, er höfðu -- flatar línur. Síðan man maður einnig eftir myndum er gerðar voru á 8. fram á 9. áratuginn, er áttu að gerast í nær framtíð.
--Elon Musk, talaði sjálfur um myndina -Blade Runner- sem hugmyndagjafa.

Citroen Karin hugmyndabíll frá 1980!

Lögreglubíll úr BladeRunner

Blade Runner Flying Car 2049

Lotus Kafbátur í James Bond myndinni Spy Who Lowed Me

Flatar línur er tíðkuðust á mörgum bílum á seinni hluta 8. áratugarins og fram eftir þeim 9. -- rýma frekar við framtíðar-truck Elon Musks, en mýkri línur og bugður er hafa tíðkast frá 10. áratugnum og þaðan í frá.

Toyota Corolla hatchback 1985

Image result for corolla liftback 85

Spurning hvort Musk er með þessu að gefa einhverja yfirlýsingu um hönnun.
Að honum líki við flötu línurnar er tíðkuðust fyrir 30-40 árum.

  1. En þ.e. áhugavert, að hann fari til flötu línunnar með sinn truck.
  2. Með því auðvitað, kallar hann fram línu sem eru gerólíkar þeim sem tíðkast í dag.

Þetta má sjá greinilega á myndunum að neðan!
Cybertruck var sýndur ómálaður með hreina - áferð ryðrfýss stáls.

Þessi mynd gefur einhverja hugmynd um pallinn Cybertruck!

Mynd sýnir hvar ljósin á Tesla Cybertruck eru

Tesla Cybertruck tekur 6 í sæti

Tesla Cybertruck á að draga frá 3,1 tonni upp í 6,3 tonn

 

Tesla Cybertruck og Elon Musk

Frægt atriði óbrjótanleg rúða er brotin!

  1. Elon Musk hélt því fram að ryðfrýju stálfletirnir á Cybertruck væru á við brynvörn er þyldi allt að 9mm kúlur.
  2. Rúðurnar áttu einnig að vera skotheldar að sama marki, en eins og sjá má á video þá eru þær ekki alfarið óbrjótanlegar.
  3. Hröðun Cybertrucks getur mest verið 2,9 sek. í 100 með 3. mótorum, en fer niður í 6,5 sek. í 100 í ódýrustu 1. mótors útgáfu.
  4. Verð frá 39þ.$ upp í 69þ.$.
  5. Drægi mest 800km. með stærstu rafhlöðunni og 3ja mótora útfærslu, en minnst 400km. með minnstu rafhlöðunni og ódýrustu eins mótors útfærslunni.
  6. Musk sagði að bíllinn væri það loftþéttur, að hann gæti verið loftþrýstur umfram nærumhverfið. Einhverjir draumar um að keyra á Mars í framtíðinni.
  7. Pallurinn kvá vera 1,9m. og bera 1600kg.
  8. Bíllinn á að innihalda búnað, sem geri mögulegt að tengja beint við hann - rafknúin verkfæri, jafnvel loftknúin - þó kannski að loftpressan sé aukabúnaður.
  9. Og fjöðrun á loftpúðum þannig að hækka má og lækka hana.
  10. Cybertruck kvá geta dregið frá 3,1 eða - 4,5 tonn, upp í 6,3 eftir fjölda mótora.
  • Ekki fylgdi sögunni hver eigin þyngd Cybertruck væri, en hún hlýtur að vera þónokkur -- kæmi mér ekki á óvart að hún væri vel yfir 3 tonn í aflmestu útgáfu.
    Ef ekki nær 4 tonnum en 3 þrem.

Stefnt að framleiðslu seinni part 2021 eða fyrri hluta 2022.
Bíllinn gæti tekið nokkrum breytingum frá hugmyndabílnum sem Elon Musk sýndi, yfir í þann bíl sem endanlega verður framleiddur.
--Efa t.d. að framleiðslubíll, muni hafa skothelda stálpanela hringinn í kring, eða skotheldar rúður.

  • Sýningar-bíll Musks er sennilega nær því að vera hugmyndabíll - þó það þurfi ekki vera að sá hugmyndabíll - sé fjarri endanlegu útliti.

Spurning hvort að Elon Musk kallar fram nýja tísku!
Þannig að flötu línurnar komi aftur?

 

Niðurstaða

Má sannarlega segja að netið hefur verið logandi af skoðunum þegar kemur að Cybertruck. Mun fleiri virðast hrauna yfir útlitið en þeir sem elska það, sem getur bent til þess að útlitslega þá sé hann meir fráhrindandi en aðlaðandi er kemur að skoðunum meðal mannsins á götunni.

Hinn bóginn, ef hann uppfyllir tæknilega allt þ.s. Musk talar um, þá er hann greinileg ógn við aðra trukka framleiðendur - ef Tesla getur framleitt hann á yfirlýstu verði.
Sumir benda á, að flatt útlit bifreiðarinnar geti verið aðferð til að minnka framleiðslukostnað, þ.s. það kosti minna að smíða flatar hlíðar og panela, fyrir utan að ef hann er eldur ómálaður sbr. með bert ryðfrýtt stál - þá spari það heilmikinn pening einnig.
--Kannski er útlitið þá frekar leið til sparnaðar, en tilraun til að umbylta heimstískunni í útliti vélknúinna farartækja.

 

Kv.


Norður-Kórea segir: engir frekari leiðtogafundir með Trump - fyrr en Trump sýni honum sé alvara með að semja!

Yfirlýsingin frá Norður-Kóreu virðist nokkurs konar svar við Tvíti Trumps þar sem hann virtist gefa í skyn að hann mundi hitta leiðtoga Norður-Kóreu fljótlega!

Donald J.Trump@realDonaldTrump - Donald J. Trump Retweeted Graham Ledger -:Mr. Chairman, Joe Biden may be Sleepy and Very Slow, but he is not a “rabid dog.” He is actually somewhat better than that, but I am the only one who can get you where you have to be. You should act quickly, get the deal done. See you soon!

North Korea says it won’t give Trump a summit for free

North Korea says no more talks with U.S. just so Trump can boast

PHOTO: In this undated photo provided on Monday, Nov. 18, 2019, by the North Korean government, Kim Jong Un, center, poses with North Korean air force sharpshooters and soldiers for a photo at an unknown location in North Korea.

Einn helsti diplómat nk. tjáði afstöðu stjv. NK - Kim Kye Gwan

Three rounds of DPRK-U.S. summit meetings and talks were held since June last year, but no particular improvement has been achieved in the DPRK-U.S. relations ... the U.S. only seeks to earn time, pretending it has made progress in settling the issue of the Korean Peninsula,

We are no longer interested in such talks that bring nothing to us. As we have got nothing in return, we will no longer gift the U.S. president with something he can boast of, but get compensation for the successes that President Trump is proud of as his administrative achievements.

Greinileg pattstaða í viðræðum!

Líklega er ágreiningurinn um - sjálfa kjarnorku-vopna-afvæðinguna, þ.e. líklega vilja stjórnvöld NK - alls ekki kjarnorku-vopna-afvæðast.

  1. Að mörgu leiti hefur Trump sjálfur aukið á tortryggni milli aðila.
  2. Þá vísa ég til hegðunar ríkisstjórnar Trumps gagnvart öðrum ríkjum en endilega Norður-Kóreu, en NK að sjálfsögðu íhugar slíkt þegar NK metur líkur þess að það sé þess virði að semja við Donald Trump.

--Helsta ákvörðunin sem Trump hefur tekið, sem skapar tortryggni.

Er auðvitað aðförin að Íran, en DT reif í tætlur samning sem Obama forseti gerði 2013 - nokkurs konar friðar-samningur við Íran af hálfu Bandaríkjanna, m.ö.o. kjarnorkusamningurinn.

  • Punkturinn er auðvitað, DT eyðilagði samning forvera síns.
  • Trump verður ekki alltaf forseti Bandaríkjanna.
  • Hvernig getur NK treyst því að næsti forseti -- rífi ekki í tætlur samning sem NK gerði við Bandaríkin?

NK er fátækt land, með örlítið hagkerfi -- kjarnorkuvopnin hafa kostað óhemju mikið í hlutfalli við landsframleiðslu NK -- ef farið væri að vilja Trumps.
--Mundi NK eyðileggja öll sín kjarnavopn.
--Eyðileggja allan búnað sem tengist kjarnorkuáætlun NK.
--Eyðileggja allar stórar eldflaugar sem og búnað til að smíða þær.
Ef NK væri búið að gera allt þetta - og síðan næsti forseti mundi rífa samninginn í tætlur, væri NK í gríðarlega veikri stöðu, Bandaríkin ættu nær alls kosti.

M.ö.o. aðför Trumps að Íran -- hefur sterklega undirstrikað fyrir Norður-Kóreu, hvernig næsti forseti gæti endurtekið Trump -- þ.e. ryft samningum forvera síns.
Og sett upp allar þumalskrúfurnar að nýju, í von um að stjórnin í NK félli loksins.

  1. Skilaboð NK til Trumps eru augljós.
  2. Ef þú fellur frá kröfu um kjarnorku-vopna-afvæðingu, færðu leiðtogafund.

Ég held að patt-staðan sé á þessum punkti! Stjórnendur NK séu harðákveðnir að gefa kjarnorkuvopnin sín ekki eftir - líklega ekki heldur þær eldflaugar og búnað til að framleiða þær sem geta borið kjarnorkuvopn.

Útlitið sé því ekki bjart fyrir möguleika Trumps til að skila þeim samningi við NK - sem hann sagðist stefna á 2017.

 

Niðurstaða

Ég er í engum vafa, stjórnendur NK líta kjarnorkuvopnaeign sína sem - helstu tryggingu tilvistar þeirra sjálfra við stjórnvölinn á NK, þetta hefur blasað við mér um töluverða hríð, blasti við mér áður en Trump hóf viðræðutilraunir sínar.
Trump hefur talað að mér hefur virst dygurbarklega í þá átt, að læra verði af mistökum fyrri forseta er hafa rætt við NK -- m.ö.o. skv. skilningi Trumps voru þeir samningar ekki nægilega góðir.
Hinn bóginn virðist stefna í, að Trump nái sennilega nákvæmlega engu fram áður en kjörtímabil hans rennur út -- við getum ekki gefið okkur að hann nái endurkjöri.

Hann stendur frammi fyrir vali, að skrifa undir eitthvað innihaldsrýrt plagg.
Eða að standa frammi fyrir því að enda forsetatíð hugsanlega með ekki neitt.

 

Kv.


Er hugsanlegt Donald Trump gæti reynt að sitja sem forseti, ekki ósvipað Evo Morales virðist hafa reynt, þrátt fyrir að tapa kosningum?

Evo Morales er áhugavert dæmi, maður sem er kominn af fátækum - gerðist forseti Bólivíu, hann sat 3 heil kjörtímabil, en skv. stjórnarskrá mátti ekki sitja flr. en 3, stjórnarskrá sem hann sjálfur hafði átt mikinn þátt í að semja.
--En völdin eru oft sæt, erfitt að sleppa þeim - það hafa margir reynt.

2016 stóð hann fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu til að fá samþykki þjóðar til að fara fram í 4. sinn -- en tapaði, þjóðin hafnaði því að veita honum þann rétt.
--Hann kaus að leiða hjá sér þá niðurstöðu.

Þess í stað, fékk hann stjórnlagadómstól landsins, sem hann hafði meirihluta til skipað eigin stuðningsmönnum, til að lísa því yfir -- það væri brot gegn mannréttindum hans, að heimila honum ekki að fara fram í 4. sinn.
--Fyrr á þessu ári, fóru þær kosningar fram -- skv. fregnum var stjórnarandstæðingur með sterkari stöðu eftir að fyrstu tölur voru birtar, en síðan var sagt að bilun hefði orðið í talningakerfi, síðan eftir það birtust tölur er sýndu hann með öruggt forskot - úrslit kynnt þannig að hann hefði sigrað.

Þetta leiddi til fjölmennra mótmæla, sem sl. mánudag þvinguðu hann til þess að lísa yfir nýjum kosningum -- síðar sama dag, sagði hann af sér.
--Eftir það hefur eiginlega stjórnleysi verið. En útlit fyrir að einhvers konar bráðabirgðastjórn verði mynduð skipuð andstæðingum.

Fréttir herma að Morales hafi fengið hæli í Mexíkó, og hann sé þangað nú kominn.

Evo Morales leaves an unhappy legacy in Bolivia

 

Donald Trump felicitó al ejército boliviano por exigirle la renuncia a Evo Morales: «Preserva la democracia»

Það sem ég fór að velta fyrir mér er þessar fréttir voru í gangi, hvort maður gæti heyrt nk. ár eitthvað er tónaði við þær fréttir frá Bandaríkjunum!

Við vitum ekki enn hvort að þau mál sem verið er að rannsaka skv. röð alvarlegra ásakana - nái því stigi að sannanir sem unnt væri á byggja dómsmál fyrir almennum sakarétti næðust fram.
--A.m.k. virðist slíkt hugsanlegt.

  1. Pælingin er þessi -- hvað ef þetta gerist, að Donald Trump standi fyrir því nk. haust, að nægar sannanir liggja fyrir - rannsóknarnefndir neðri deildar Bandaríkjaþings hafi sent afrit þeirra gagna til saksóknara í NewYork og Washington - til þess að formlega ákæra hann?
    --Donald Trump nýtur auðvitað einungis lagaverndar, meðan hann er forseti!
  2. Ég geri ráð fyrir því, að flokkurinn hans standi með honum samt sem áður - þannig að lokaútspil verði að senda gögn til saksóknara í þeirri von að þeir beiti sér ef og þegar Donald Trump ekki er lengur forseti Bandaríkjanna, hefur þá ekki rétt umfram hvern annan almennan borgara.
    --Ef síðan ljóst verður, að saksóknarar hyggjast birta honum formlegar ákærur, tapi hann völdum.
  3. Þá yrðu persónulegir hagsmunir Trumps af því að halda völdum, vægt sagt -- ákaflega miklir.
    --Eiginlega gæti það endað sem eina leiðin til að halda sér frá fangelsi, þó aldrei lengur en til jan. 2025.

Það er á þessum grunni sem ég velti því fyrir mér sem möguleika, að ef stefndi í að Donald Trump væri að tapa -- að hann mundi undirbúa ásamt stuðningsmönnum og samstarfsmönnum, tilraun til að halda völdum þrátt fyrir að tapa kosningum!

  • Hann gæti fullyrt, að hann væri réttkjörinn.
    --Fullyrt að svindl hafi orðið af hálfu andstæðinga.
    --Man eftir svindl umræðu 2016, þó hún hefði lognast út af síðar.
  • Ásakanir um svindl mundu að sjálfsögðu vera rannsakaðar.
    --Eins og á Íslandi, eru í Bandaríkjunum yfirvöld sem sérhæfa sig í að rannsaka og úrskurða um hugsanleg kosninga-svindl.
    --Að sjálfsögðu eins og á Íslandi, hægt að áfrýgja til dómstóla.

Spurningin yrði á endanum um afstöðu - US Supreme Court - sem í dag hefur meirihluta skipaðan Repúblikönum!
--Hann hefði þá afrif bandaríska lýðveldisins í sinni hendi.

  1. Höfum í huga, Evo Morales hafði sinn æðsta dómstól í sínum öruggu höndum.
  2. Hans eigin flokksmenn stóðu alltaf með honum.

Það sem gerðist var tvennt:
Fjöldamótmæli - lögreglan og herinn á enda stóð ekki með honum.

 

Gef mér, Donald Trump - eins og Morales, hafi raunverulega tapað kosningunni, streitist við að halda samt völdum!

Slík senna gæti orðið hættuleg einingu Bandaríkjanna!
--Bandaríkin gætu leyst upp - jafnvel í borgaraátök.

  1. Ímyndum okkur að hæsti-réttur stæði með honum, þó að ásakanir raun stæðust ekki -- dómurinn væri klárlega ramm-pólitískur.
  2. Þá mætti reikna með því að eins og í Bólivíu, mundu fjölmennir hópar almennings standa fyrir stórfelldum fjöldamótmælum - litið yrði á dóminn sem pólitískan.

Eins og í Bólívíu, skapaðist þá fljótt þrýstingur á her og lögreglu að taka afstöðu.
--Einstök fylki Bandaríkjanna, væru þá hugsanlega jafnvel líklega farin að skipa sér í lið - með eða móti.

  • Sjálf eining Bandaríkjanna væri að komast í stór hættu.

Á 7. áratug 19. aldar, er Bandaríkin síðast klofnuðu -- klofnaði herafli landsins einnig.
--Slíkt gæti endurtekið sig, að herstöðvar fylgdu þeim fylkjum þ.s. þær væru staðsettar, og sá herstyrkur er þar væri þar af leiðandi.

-------------------------

Til að hindra slíka sennu -- yrði Trump að tapa málinu fyrir hæsta-rétti.
Þá væri tilraun hans á enda runnin!

  • Hæsti-réttur hefði hreinlega tilvist Bandaríkjanna hugsanlega í eigin hendi.

En ef hann úrskurðaði gegn Trump, þá væri afar ólíklegt annað en að - stjórnarskráin í landinu stæðist áhlaupið, og þar með það kerfi sem skilgreint sé henni skv.

--Trump gæti auðvitað tapað málinu fyrr - ef hans eigin flokkur sneri við honum baki, lýsti úrslit kosninganna gild - af sinni hálfu.
--Þá yrði Trump afar einangraður ef hann gerði tilraun til að streitast við.

 

Ég ætla ekki að gefa þessu líkur - tel þetta mögulegt!

Flestir sem ég hef rætt við, eru sannfærðir að hans eigin flokkur - mundi aldrei styðja tilraun til þess að vísvitandi ganga gegn úrslitum forsetakosninga.
--Hinn bóginn, hefur Trump í seinni tíð virst hafa náð ótrúlegum tökum á flokknum, svo ég er ekki sannfærður að það sé rétt.

Fyrir utan, að þeir sem ég hef talað um virðast flestir á því, að hæsti-réttur mundi algdrei ganga gegn lögum landsins og stjórnarskrá.
--Það auðvitað veit maður ekki fyrr en á reynir, en sá dómari sem Trump skipaði á honum auðvitað mikið að þakka - en auðvitað ræður sá ekki einn.

  • Spurningin er m.ö.o. hvort dómurinn er orðinn -- pólitískur?
  • Eða hvort hann enn gegnir sínu hlutverki lögum skv?

A.m.k. er ég á því að áhugaverð senna geti skapast í Bandaríkjunum.
Ef stefnir í að Trump sé raunverulega að tapa.
Og ef það fer saman við það, að Trump standi frammi fyrir alvarlegum dómsmálum ef hann tapar.

 

Niðurstaða

Það er nefnilega málið að Trump gæti staðið frammi fyrir því jan. 2021 að handtökuskipun liggi fyrir jafnvel líklega, þannig laganna verðir bíði eftir honum við mörk lóðar forsetabústaðar Bandaríkjanna í Washington dc.
Sennan sem ég tala um, mundi að sjálfsögðu hefjast fyrr þ.s. kosið er nk. haust.
Sitjandi forseti er síðan forseti landsins a.m.k. til loka jan. á nýju ári.
Það væri að sjálfsögðu mögulegt jafnvel líklegast, að endanlegur úrskurður í málinu frá dómskerfi Bandaríkjanna mundi liggja þegar fyrir undir lok jan. 2021.
Og ef maður gefur sér að dæmt verði lögum skv. og ef ég gef mér að Trump hafi tapað, þá gæti hann orðið fyrsti forseti Bandaríkjanna til að vera handtekinn á lóðamörkum.
--Það mundi þá allt standa og falla á því hversu pólitískur rétturinn væri orðinn, og einnig því - hvernig pólitískur!
--En það væri líklega í reynd ekki skv. langtíma hagsmunum flokks forseta, að styðja forsetann í þessu tilviki, þannig rökrétt ættu jafnvel pólitískir dómarar hlynntir Repúblikönum að dæma gegn Trump í þessu tilviki.

Þannig að sú útkoma sem ég velti upp -- getur verið ólíkleg þegar allt er skoðað.
Þá meina ég, jafnvel þó maður gefi sé dómurinn sé orðinn rammpólitískur.

 

Kv.


Venezúela gæti endað sem rússnesk nýlenda - ekki síst fyrir tilstuðlan stefnu Trumps gagnvart landinu

Ef Donald Trump framlengir ekki í jan. 2020 - undanþáguheimild er hann veitti Chevron olíufyrirtækinu til að starfa áfram í Venezúela í október sl.; yrði Rosnefn olíufyrirtækið hið rússneska eina erlenda risaolíufyrirtækið starfandi í Venezúela.
--Þegar er ríkisstjórn Venezúela ákaflega háð ívilnun rússneskra stjórnvalda í gegnum Rosnefnt, sem er undir stjórn - Igor Sechin sem líklega er annar valdamesti maður Rússlands!

U.S. allows Chevron to drill for oil in Venezuela for three more months

US gives Chevron another three months in Venezuela

In oil-rich region, Venezuelans fear catastrophe if Trump forces Chevron to leave

Venezuela selling cut-price oil as US sanctions bite

Vandamál Venezúela í seinni tíð - ekki síst mjög harðar efnahagsaðgerðir sem Donald Trump hóf gegn landinu í janúar sl.: International sanctions during the Venezuelan crisis.

Því er gjarnan haldið fram - refsiaðgerðir séu hvers vegna landið er á kúpunni.
Sannleikurinn er sá, að mjög alvarlegt ástand var í landinu 2018 - síðasta árið áður en Donald Trump hóf aðgerðir í jan. 2019 sem sannarlega eru harkalegar!

Fears grow of Venezuela malnutrition time-bomb:In a recent report on global food security, the FAO estimates that between 2016 and 2018, about 21.2 per cent of the Venezuelan population was undernourished. When Mr Maduro came to power in 2013 the figure was 6.4 per cent, it says.

Takið eftir skv. alþjóða-matvæla-hjálparstofnuninni - var 21,2% íbúa alvarlega vannærðir 2018. Að sjálfsögðu hafa refsiaðgerðir Bandaríkjanna er hertar voru jan. 2019 gert illt verra!
--En það þíðir ekki að kenna refsi-aðgerðum um allt.
--Hafandi í huga, fyrir jan. 2019 voru þær í engu alvarlegri en gegn Rússlandi.
Af hverju er ástand mála 2018 orðið svo miklu mun verra en í olíuríkinu Rússlandi?

 

Einn grunvallargalli fyrir Venezúela, er að olían þar er of þykk - þarf því að flytja inn Napatha til að þynna hana út!

Þetta gerir að verkum að landið er sérstaklega viðkvæmt gagnvart refsiaðgerðum er beinast að olíuiðnaðinum - því landið er háð því að geta keypt Naphtha annars staðar frá, því olían í Venezúela er of þykk til að vera nothæf, fyrr en eftir að búið er að þynna hana.
Efnið var fyrst og fremst keypt frá Bandaríkjunum áður.
En nú virðist Rosneft orðið eini aðilinn sem selur það efni.
--Án slíkrar blöndunar verður landið að selja olíuna á stórum afslætti.
--Og refsiaðgerðirnar hafa fækkað mjög þeim sem treysta sér til að kaupa.

There is no interest from Russia in leaving this business, Mr Alvarado said. That way they collect a debt that otherwise could not be paid.

Galli fyrir Venezúela, Rússland virðist fyrst og fremst - aðstoða landið við útflutning, til þess að landið geti haldið áfram að greiða af skuld þess við rússneska ríkið.

En ríkið í Venezúela fær samt að halda rétt svo nægu fé, til þess að halda velli.

It (Rosneft) is buying the oil that is produced, it is helping sell that oil, it is helping them arrange financing. Rosneft is really key here. -- Elliott Abrams.

Skv. mati sérfræðings - sé ríkið í Venezúela með gjaldeyris-tekjur einungis brotabrot af meðal-tekjum þess árin milli 2005-2014.
--Þetta er innan við 5% af meðaltekjum þess áratugs.

Igor Hernández, adjunct professor of the Center of Energy and Environment at the IESA, a business school in Caracas, estimates that exports are bringing in just $250m net each month, compared with an average of $5.3bn per month between 2005 and 2014.

Þrátt fyrir þetta heldur ríkisstjórn Nicolas Maduro enn velli. Það er erfitt að skilja hvernig ríkið í Venezúela er enn til staðar -- ef þ.e. rétt mat hjá sérfræðingnum að útflutningstekjur landsins hafa skroppið saman um -- 95%.
--Miðað við árin er allt lék í lyndi.

  1. A.m.k. svo lengi sem Chevron er enn til staðar - er það fyrirtæki er hefur starfað í landinu í um 100 ár, mótvægi við Rosneft.
    Bandaríkin því enn með nokkur áhrif.
  2. En ef Trump skipar Chevron að fara.
    Verður Rosneft eitt eftir - og því Maduro fullkomlega háður Rússlandi.

 

Rússland er auðvitað að gæta sinna hagsmuna!

Ef Trump þvingar síðasta bandaríska aðilann frá Venezúela, þá hefur Maduro einungis þann möguleika eftir að leita til Rússlands í gegnum Rosneft, til að halda velli.

Trump getur enn ákveðið að framlengja heimild Chevron í landinu.
En það virðist augljóst, að ef hann fyrirskipar Chevron að fara.

Þá verður rökrétt afleiðing þess sú, að veita stjórnvöldum Rússlands alls kosti gagnvart Nicolas Maduro.

  1. Landið gæti á skömmum tíma orðið að rússneskri nýlendu.
    Innlend olíuframleiðsla er hratt að hrynja saman.
    Nánast eina starfandi, þ.s. fyrirtækin 2 halda uppi - Chevron og Rosneft.
  2. Rökrétt virðist mér, Maduro ætti fáa möguleika aðra en að smám saman afhenda Rosneft alla stjórn á framleiðslu landsins.
    Sem gerði hann að sjálfsögðu einungis að - launuðum starfsmanni rússn. stjv.
  3. Rússland gæti ákveðið, að skipta þá um stjórnanda.
    Setja t.d. hershöfðingja til valda.
    Eða leita uppi einhvern sem hefur betri stjórnunarhæfileika.
  4. Hinn bóginn, væri auðvitað fyrirkomulagið - klassískt nýlendu-fyrirkomulag.
    Ekkert verra en t.d. er Evrópumenn ráku nýlendur.
    En í engu betra heldur.
    --M.ö.o. Rússland mundi líklega hirða bróðurpart ágóðans.

Um margt mundi þetta einnig líklegast hegðan bandarískra risafyrirtækja í S-Ameríku á árum áður -- -- í engu betri en sú hegðan heldur.

  • Mig grunar að það stefni í að Rússland reki nýlendur, en fréttir berast einnig frá Mið-Afríkulýðveldinu þ.s. rússn. auðkýfingur rekur námur.
  • Pútín virðist í seinni tíð, reka stefnu er líkist töluvert stefnu Bandar. snemma á 20. öld, er bandar. auðkýfingar fóru um - skiptu sér af löndum í gróðaskyni eingöngu.

Það sem ég er að benda á er sú spurning.
Hvort Bandaríkin ætla að afhenda Venezúela til Rússlands á silfurfari?

 

Niðurstaða

Nýlenduveldi Rússlands yrði í engu heilagara en nýlenduveldi Evrópumanna, eða bandarískra fyrirtækja. Á seinni árum hafa Evrópumenn sjálfir, einnig margir íbúar Bandaríkjanna -- gagnrýnt þá hegðan sinna eigin landa á þeim árum.
--Eins og á árum áður, eru menn eftir svæðum með auðugar auðlyndir.

Ríkisstjórn Bandaríkjanna stendur nú frammi fyrir því, hvort hún ætlar sér að heimila Rússlandi að eignast Venezúela? En mér sínist aðgerðir Bandaríkjastjórnar enn sem komið sér, gera lítt annað en að auka líkur á þeirri útkomu.
--Bandaríkin geta enn hindrað þá útkomu, en fram til þessa hafa aðgerðir ríkisstjórnar Donalds Trumps - styrkt stöðu Rússlands í Venezúela frekar en að veikja þá stöðu. Og ef enn heldur sem horfir, þá bendi flest til þess að Rússland ráði landinu alfarið innan fárra missera.

Ég efa stórfellt að Rússland reki auðlyndir landsins með öðrum hætti en þeim, að hirða sjálft megnið af arðinum -- tja eins og nýlendur Vesturlanda fyrri alda.
--En fallegri yrði sú hegðan ekki en hegðan þeirra nýlenduvelda.

 

Kv.


Kínastjórn segir samkomulag í nánd, þar sem Bandaríkin og Kína - leggja af gagnkvæma tolla í skrefum!

Kemur fram í erlendum miðlum, eiginlega verður maður að segja - afar óljóst hversu mikið mark er á þessu takandi, þar sem margsinnis síðan Donald Trump hóf viðskiptadeilu við Kína - hafa einhvers konar samningar virst í nánd!
Síðan að þær vonir hafa brostið, en kannski er þetta alvöru að þessu sinni!

China and US agree to lift some tariffs in sign of trade war thaw

China, U.S. agree to roll back tariffs as part of trade deal

Kannski er eitthvað að marka þetta, en Jean Claude Juncker fullyrðir, Trump muni ekki taka ákvörðun um nýja tolla á ESB - á næstu dögum. En það stefnir í að hann ákveði, hvort af verði af hótun um tolla á innfluttar bifreiðar og íhluti í bifreiðar frá ESB.
--En um nokkurt skeið hefur legið fyrir úrskurður viðskiptaráðuneytis Bandaríkjanna, að sá innflutningur ógnaði öryggi Bandaríkjanna.
--Hef ekki lesið þann úrskurð, en það hlýtur að vera - forvitnilegt - hvernig Wilbur Ross hefur rökstutt svo áhugaverða niðurstöðu, hafandi í huga að um er að ræða samstarfsþjóðir í NATO - í afar nánu samstarfi er tengist einmitt öryggismálum.

Juncker says Trump won't impose tariffs on European cars: Sueddeutsche

Trump is going to make some criticism, but there won’t be any auto tariffs, -- He won’t do it. ... You are speaking to a fully informed man. -- Juncker told the Sueddeutsche Zeitung.

 

Kannski er Trump að bakka frá viðskiptastríðunum!

Ekki liggur fyrir hvað Trump hefur náð fram. En Kína virðist til í að afnema tolla á bandarískar landbúnaðarafurðir á móti - ef Trump afnemur tolla að andvirði á kínverskar vörur -- hversu stórfelld sú eftirgjöf verður eða ekki, er væntanlega prúttað um enn.

  1. Möguleg ástæða þess að Trump hugsanlega bakkar frá viðskipta-átökum, geta verið aðvaranir innan hagkerfis Bandaríkjanna frá sl. mánuði.
  2. Er iðnframleiðsla er komin í samdrátt.

--Sem sannarlega er slæm vísbending, þó enn sé bandaríska hagkerfið að búa til störf að því er virðist einna helst tengt neyslu -- -- reiknar maður með því, að á einhverjum punkti detti botninn úr neyslu-hagkerfinu; ef samdráttur í iðnaði mundi halda áfram.

Trump er einnig undir töluverðum þrýstingi, út af Úkraínu-málinu.
Og rannsóknum í tengslum við skatta, hans persónulega sem hans fyrirtækja.

Og Repúblikanar voru að fá slæmar niðurstöður úr Kentucky og Virgina:

In Trump's shadow, Republican suburban slide shows little sign of slowing.

Virðist að fylgis-rýrnun sé til staðar í svefnbægjum í jaðri borga.

Trump auðvitað samur við sig:

Trump defiant at Louisiana rally after Democrat wins.

  • En kannski er Trump farinn að fynna fyrir þrýsting.

Summan af því sem sé í gangi, hafi sannfært hann að slaka á klónni þegar kemur að stórum viðskipta-átökum.
--Kannski sé það eftir allt saman, Bandaríkin sem séu viðkvæmari, öfugt við það sem svo oft var fullyrt.

 

Niðurstaða

Ítreka að enginn sjálfsagt veit enn, hvort að um sé að ræða enn eina falsvonina um endalok viðskipta-átaka, eða hvort nú loks hylli í endlok þeirra. En ef Juncker hefur rétt fyrir sér, ætlar Trump ekki að hjóla í ESB að nýju.
Og ef yfirlýsingar stjórnvalda Kína eru réttar, þá gæti verið að nálgast endalok á viðskiptaátökum milli Kína og Bandaríkjanna!
Mér virðist a.m.k. eitt sennileg útkoma, að Trump sé ekki að ná nokkru nærri því fram þeim kröfum er hann lagði af stað með gagnvart Kína.
--Annars skiptir Trump svo oft og snögglega um kúrsa, maður veit aldrei hvar maður hefur hann. Ég efa að meira segja hans nánu aðstoðarmenn, sjái fyrir hvað Trump sé líklegur að gera!

 

Kv.


Trump tapaði áfrýjun fyrir alríkisrétti, saksóknari í New-York vill skoða skattamál fyrirtækja Trumps, Trump fullyrðir fyrirtæki hans hafi einnig -immunity- fyrst hann hafi það persónulega sem forseti

Það sem saksóknari í New-York vill skoða er hvort Trump hefur brotið stjórnarskrárákvæði, nánar tiltekið -- Grein 1, 9. hluta, málsgrein 8.

No Title of Nobility shall be granted by the United States: And no Person holding any Office of Profit or Trust under them, shall, without the Consent of the Congress, accept of any present, Emolument, Office, or Title, of any kind whatever, from any King, Prince, or foreign State.

Embætti forseta er að sjálfsögðu - ábyrgðarstaða sbr. -office of trust- þannig ákvæðið klárlega gildir fyrir forsetann sjálfan sem og sérhvern undirmanna hans er hefur formlega ábyrgðastöðu fyrir bandaríska ríkið.

Þetta er auðvitað 200 ára ákvæði, skv. túlkunum er ná aftur til ummæla höfð eftir sjálfum riturum stjórnarskrárinnar; þá á þetta að ná yfir gjafir af hvaða tagi sem er t.d.

  1. Þar sem Trump er forseti Bandaríkjanna.
  2. Hefur ekki afsalað sér fyrirtækjum sínum.
  3. Þá er rökrétt að líta svo á - hann megi ekki heldur þiggja frá erlendum stjórnvöldum, fyrirgreiðslu af nokkru tagi - nema gegn sérstakri heimildar undanþágu frá þinginu; sem ívilnar fyrirtækjum í eigu hans persónulega.

Þetta ætti að vera algerlega augljóslega eðlileg túlkun!
Að ívilna fyrirtækum hans -- sé jafnt og að ívilna honum sjálfum!

US appeals court deals Trump his latest setback over tax returns

  • OK, Trump er ekki að þræta fyrir það að ákvæðið nái undir hans persónu.
  • En hann fullyrðir, að ekki megi rannsaka fyrirtæki í hans eigu - til að rannsaka grun á þann veg, að hann hafi hugsanlega brotið stjórnarskrárákvæðið.
  • Það sé algerlega örugglega ekki rétt - enda fyrirtækin ekki hluti hans embættisverka, ekki undir hans embætti.
  • Trump hafi sannarlega - vernd gegn lösókn, ef lögbrot mundu koma í ljós. En hann geti ekki veifað -vernd- er gildi einungis um hlutverk hans sem forseta. Til að hindra rannsókn á hans fyritækjum.


Trump á einungis eftir áfrýjun til hæsta-réttar, US Supreme-Court!

Rétt að benda á að vald réttarins er ekki ótakmarkað - þ.e. rétt hann ræður hvernig hún er túlkuð; hinn bóginn hefur rétturinn ekki rétt til að endurskrifa stjórnarskrána.
--Einungis þing Bandaríkjanna hefur rétt til að breyta lögum!

Rétturinn getur m.ö.o. ekki gengið beint gegn sjálfum texta laganna.
Á að dæma lögum skv., getur úrskurðað um túlkanir ef þær eru óljósar.
--En ég sé ekki hvað getur verið óskýrt um túlkun hins umdeilda ákvæðis.

Trump er greinilega forseti Bandaríkjanna - því undir ákvæðinu.
Hans fyrirtæki, greinilega sem hans eign - teljast því til þeirra þátta er hljóta að lúta því ákvæði.

  1. The subpoena at issue is directed not to the president, but to his accountants; compliance does not require the president to do anything at all, all (6 previous presidents) voluntarily released their tax returns to the public.
  2. While we do not place dispositive weight on this fact, it reinforces our conclusion that the disclosure of personal financial information, standing alone, is unlikely to impair the president in performing the duties of his office,

Trump hefur -immunity- meðan hann er forseti, sem þíðir ekki er hægt að lögsækja hann.
En það -immunity- er ekki -immunity- er takmarkar rétt til að rannsaka gerðir hans.
Trump aftur á móti virðist talsmaður mjög nýstárlegra túlkana á því ákvæði - vilja túlka það svo, að allt sem tengist honum sé - ósnertanlegt.
Hinn bóginn, passar það ekki við langa sögu laga og réttar í Bandaríkjunum.

Sumir vilja meina Trump treysti á, Kavanaugh dómara, sem hann tiltölulega nýlega kom inn í Hæsta-rétt.
--Atriðið með túlkun reglunnar um -immunity- er líklega innan svigrúms Hæsta-réttar til að hugsanlega túlka með nýstárlegum hætti.

Hinn bóginn, rétturinn þarf að muna að aðrir forsetar koma eftir Trump.
Ef forsetinn er gerður algerlega ósnertanlegur - þá gengi það gegn langri sögu praxís í bandarísku réttarfari, að forsetinn sé ekki frekar en nokkur annar, ósnertanlegur.
--Ef maður ímyndar sér Trump tapar 2020, væri það áhugavert veganesti fyrir t.d. ef það væri Elisabet Warren er næði þá kjöri, að fá slíkan algeran stimpil um ósnertanleika.

Trump er að sjálfsögðu algerlega sama um - fordæmi. Einungis að hugsa um sjálfan sig.

 

Niðurstaða

Þessi langa barátta Trumps fyrir því að skattamál fyrirtækja hans verði rannsökuð, að sjálfsögðu - styður grunsemdir um hugsanlega spillingu Trumps sjálfs persónulega. Hann er pent grunaður um að hafa þegið ólöglegar ívilnanir skv. ofangreindu stjórnarskrárákvæði; m.ö.o. það nær að sjálfsögðu yfir hans fyrirtæki. Ef hann hefur þegið frá erlendu stjórnvaldi síðan Jan. 2017 ívilnun er bæti hag einhverra hans fyrirtækja. Þá væri það skírt brot á ofangreindu ákvæði.
--Þessi málarekstur er algerlega fyrir utan Úkraínumálið sem Fulltrúadeild Bandaríkjaþings er með í rannsókn.

Bendi á að ef Trump tapaði 2020, þá mundi þessi rannsókn vera tekin upp strax - þó hann fengi Hæsta-rétt til að loka á það skattamál hans væru rannsökuð.
--Ef brot sönnuðust á hann, fengi hann fangelsisdóm.

Trump er m.ö.o. þá mesta lagi að fresta því þessi mál verði rannsökuð.
En þau yrðu einnig án vafa rannsökuð, þó saksóknari yrði að bíða til 2024.
--Fangelsið mundi þá einnig bíða eftir honum, ef hann hefur brotið ofangreint stjórnarskrárákvæði.

 

Kv.


Trump gengur ótrúlega langt í afskiptum af málefnum Bretlands -- Farage hótar Boris að þingmenn Íhaldsflokksins í kosningunum nema fallist verði á Hard-Brexit

Eða ég fæ ekki skilið kröfu Farage með öðrum hætti en hún sé krafa um - Hard-Brexit - ef Boris samþykki það ekki, muni Brexit-flokkur Farage keppa við Íhaldsmenn í öllum kjördæmum.
--Það er auðvitað hótun um að fella þingmenn Íhaldsflokksins, hinn bóginn leiddi það sennilega til þess - að 3ji flokkur fengi þá þingsætið, vegna þess hvernig breska kosningakerfið virkar.

Þannig, hvatning Trumps til Farage og Boris að vinna saman, sýnir a.m.k. Trump skilur breska kosningakerfið - að ef Farage fer gegn Íhaldsflokknum; gæti Farage jarðað Brexit samtímis.
--En þ.e. kaldhæðnin í kröfu Farage, að ef hann stendur við hana - ef Boris fer fram án þess að samþykkja kröfu Farage.

  1. Þá mundi keppni flokkanna tveggja um sömu atkvæðin.
  2. Gæti þá tryggt að -- aekki mundi verða af Brexit.
  • Skv. því, verður ekki betur séð en að Trump vilji fyrir alla muni, Brexit gangi fram.
  • Hinn bóginn, er Trump greinilega samþykkur kröfu Farage, þ.e. kröfunni að Boris falli frá samningnum sem hann hefur gert við Brussel.

Trump sagði hreint út, að samnningurinn mundi útiloka viðskiptasamning líklega við Bandaríkin.
Hinn bóginn, ef Boris félli frá samningnum -- erum við að tala um Hard-Brexit.
--Þ.e. harkaleg efnahagsleg lending við ESB.
--Hinn bóginn, mundi Bretland þá algerlega skera á tengsl við ESB.

Íhaldsflokkurinn hefur að sjálfsögðu, tengsl inn í atvinnulífið ekki óvsipað Sjálfstæðisflokknum hér -- það má reikna með því, þaðan komi mjög stífur þrýstingur.
--Atvinnulífið m.ö.o. vill lendingu á Brexit - sem lágmarkar skerðingu þeirra viðskiptahagsmuna við ESB.

Ef það fer svo að Brexit-flokkurinn taki fylgi almennt frá Íhaldsflokknum.
Líklega mundi þingið enda með -- remainer þingmeirihluta að nýju.
--Sá meirihluti mundi að sjálfsögðu líta svo á að pólitískt umboð væri þar með til staðar til að, hætta alfarið við Brexit.

  • Út frá -Brexit- er það því algert eitur, ef Farage og Boris geta ekki unnið saman.
    --Það skilur greinilega Donald Trump.
    --Hinn bóginn, eru afskipti hans líklega samt sem áður óviðeigandi.
    --Höfum í huga, Bretar eru einnig þjóðernissinnar.

Brexit Party calls on Johnson to build 'Brexit alliance'

  1. Nigel Farage has warned British Prime Minister Boris Johnson that he must drop his Brexit deal or the Brexit Party will put up candidates for every seat in the British general election.
    Mr Farage said that Mr Johnson had until 14 November to agree to his demands.
  2. If the government doesn't agree -- then the Brexit Party will be the only party standing in these elections that actually represents Brexit, -- We will contest every seat in England, Scotland and Wales. Don't doubt that we are ready.
  • Mr Farage said an option would be a -- non-aggression pact -- with Mr Johnson, describing it as a - one-off opportunity.

Donald Trump and Nigel Farage on LBC: Downing Street hits back after US President blasts Brexit deal  --  Trump calls Nigel Farage to praise Boris Johnson and criticize Jeremy Corbyn

  1. Donald Trump: To be honest with you, under certain aspects of the deal … you can't trade, -- I mean, we can't make a trade deal with the U.K.
  2. I would like to see you [við herra Farage] and Boris get together because you would really have some numbers, because you did fantastically in the election, the last election.
  3. Mr Farage replied: "Well I tell you what, if he drops this dreadful [Brexit] deal, fights the general election on the basis that we just want to have trade with Europe but no political influence, do you know what? I would be right behind him.
  4. Mr Trump added: "When you are the president of the United States you have great relationships with many of the leaders, including Boris, he's a fantastic man, and I think he's the exact right guy for the times.
  5. "And I know that you (herra Farage) and him (Boris Johnson) will end up doing something that could be terrific if you and he get together as, you know, an unstoppable force."
  6. Trump um Corbyn: Corbyn would be so bad for your country, he'd be so bad, he'd take you on such a bad way. He'd take you into such bad places.

Ímsir nefna að keppni við Íhaldsflokkinn, geti sent þingsæti til andstæðinga!

Farage dreymir um að taka sæti af Verkam.fl. - en það gæti virkað svipað, ef atkvæðin deilast milli tveggja flokka; að 3-ji flokkur taki þingsætið í staðinn!

Boris Johnson virtist ekki himinlyfandi yfir afskiptum Trumps!

Boris Johnson's fury as Donald Trump wades into election to back Nigel Farage and urge the two to do a pact while criticising the PM's Brexit deal for making US-UK trade deal 'difficult'

Talsmaður Borisar sagði: Under this new deal the whole of the UK will leave the EU Customs Union, which means we can strike our own free trade deals around the world from which every part of the UK will benefit.

Farage hreinlega kallar samnning Borisar - þann næst versta eftir samningi May, segir hann ekki - raunverulegt Brexit.

 

Galli við það að valið verði -- Hard Brexit vs. Remain!

Að þá geta tapast atkvæði fólks, sem er til í að Bretland hangi í pylsfaldi ESB án áhrifa, áfram með mjög náið viðskiptasamband sem rofnar þá ekki.
--Sem gæti hallast á -remain- hlið, ef það sér fram á að þau viðskiptatengsl óhjákvæmlega rofna að verulegu leiti við Hard-Brexit.

Málið er að þó að Bretland ætlaði sér að semja um viðskipti.
Veit enginn hve langan tíma það tekur.
--Nokkur ár er ekki óraunhæft.

Hinn bóginn, geta nokkur ár án viðskipta-aðgengis, leitt til tapaðra viðskipta, sem gæti reynst erfitt að ná aftur til baka.
--Vísa til þess, bresk fyrirtæki eru í samkeppni við fyrirtæki annar staðar frá, og mundu ekki gefa eftir viðskipti er þau næðu til sín - baráttulaust.

Íhaldsflokkurinn er atvinnulífs-flokkur ekki ósvipað Sjálfstæðisflokknum.
--Mig grunar, að atvinnulífið mundi líklega snúast á sveif með remain, og líklega fjármagna auglýsingaherferð, meðan margir líklega sættast á lendingu Borisar.

  1. Með öðrum orðum, með því að kalla fram skýrt val.
  2. Líklega einnig, fækki líklegum stuðningsmönnum við - Brexit.

--Þannig að Farage getur verið að auka líkur á því að - remain - verði ofan á.
--Þá meina ég í báðum tilvikum, þ.e. hvort sem Boris lætur undan kröfu Farage, eða hann hafnar henni og flokkur Farage keppir við Íhaldsflokkinn og þannig - splittar atkvæðunum.

Hinn bóginn virðast flestir telja - Boris líklega ekki gefa eftir.
Því hann hafi einnig - egó, hann sé búinn að selja samninginn sinn - sem góðan samning; geti því líklega ekki - eigin egós vegna, gengist inn á kröfu Farage að hafna honum sem svikum við málstaðinn.
--Sem væntanlega leiði til þess, Farage með a.m.k. eins stórt egó, fynni sig knúinn til að standa við sína hótun!

  1. Þannig að Brexit-flokkurinn líklega samtímis keppi um Brexitera atkvæði við Íhaldsflokkinn og Verkamannaflokkinn.
  2. Og með því - að atkvæði Brexitera skiptast, auki líkur á sigri 3-ja flokks.

T.d. ef Brexit málstaðurinn hefur 35% fylgi í kjördæmi - remain 25% í sama.
Þá ef annar Brexit flokkur tekur 12% en hinn 23% -- lenti sigurinn hjá flokknum með 25%.
--Þannig gætu Frjálsir-Demókratar, tekið sæti þ.s. Brexitera atkvæði skiptast nægilega jafnt milli flokka er keppast um þau atkvæði.

  • Kaldhæðnin er sú, breska kosningakerfið býður upp á þann möguleika -- að þingsæti fari til flokka, gegn meirihluta vilja kjósenda.
    --Ef um er að ræða -vote splitting.-

Menn verða að skilja hvernig breska kosningakerfið virkar.
--Það snúist um að vinna þingsæti.
--Ekki um það hver fær meirihluta kjósenda til sín.
Dáldið svipað er Trump varð forseti, þó hann hefði fengið 3 milljón færri atkvæði.
--Vegna þess að atkvæði deildust milli kjördæma með hagstæðum hætti.
--Sama getur gerst í bresku kosningunum, ef verður mikið -vote splitting- milli Brexit-flokksins, og Íhaldsflokksins - og í einhverjum tilvikum Verkamannafl.
Að í stað þess að BF - taki þingsætið, leiði -vote splitting- til þess að 3ji flokkur nái sætinu.

 

Niðurstaða

Kosninging 12/12 nk. í Bretlandi gæti orðið spennandi sannarlega. Ekki einungis vegna mikilvægis ákvörðunarinnar sem breskir kjósendur standa frammi fyrir - þ.e. hvort þeir vilja Brexit eða hætta við Brexit. Heldur einnig vegna þess, hver áhrif Brexit-flokkurinn getur haft á kjörið.

En öfugt við hvernig mál virka í hlutfallskosningakerfum þ.s. flokkar fá þingmenn skv. hlutfalli atkvæða -- hefur það oft gerst í Bretlandi flokkur með ekki meir en t.d. 35% nái hreinum meirihluta þingsæta. Vegna þess, að meirihluta kosningakerfi virkar þannig að flokkur sem fær mest í hverju kjördæmi tekur sætið, samtímis falla öll önnur atkvæði greidd dauð.

Þess vegna gæti hugsanlega -Brexit-flokkurinn- haft algerlega öfug áhrif, í stað þess að fjölga Brexiterum á þingi, að fækka þeim -- þ.e. -vote-splitting- færi þingsæti til andstæðinga þess í stað.

Ef -vote-splitting- leiðir til þess að Brexiterar tapa af mörgum þingsætum þeir annars mundu geta fengið, gæti það gerst að þingið endi með meirihluta þingmanna deilt milli flokka andstæðinga Íhaldsfl. og Brexit-fl, jafnvel hugsanlega -remain- meirihluta.

 

Kv.


Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 2
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 34
  • Frá upphafi: 859313

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 33
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband