Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2018
29.4.2018 | 17:37
Ástæða að hafa áhyggjur af fjandskap Trumps gagnvart Íran
Ef einhver vissi ekki, þá var Angela Merkel í heimsókn hjá Trump, viku eftir að Macron var í Washington. Og sjálfsagt kom engum á óvart að Merkel og Trump voru ekki sammála.
En ummæli Trumps um Íran, sem hann lét hafa eftir sér er Merkel og hann stóðu hlið við hlið frammi fyrir blaðamönnum vöktu athygli mína:
Trump and Merkel find little common ground
Donald Trump - "In our meetings today, the chancellor and I discussed Iran, the Iranian regime, bloodshed and chaos all across the Middle East," - "We must ensure that this murderous regime does not even get close to a nuclear weapon . . . No matter where you go in the Middle East and wherever there is a problem, Iran is right there."
Ágætt að hafa uppi mynd er sýnir hve Íran er fjöllótt!
Í íran búa 81 milljón manns - til samanburðar Írak 37 milljón.
Meirihluti íbúa eru Íranar - rúmlega 60%.
Stærstu þjóðarbrotin, Azerar um 16% - Kúrdar um 10%. Kraðak síðan af fámennum hópum.
Írak hefur einnig ríkjandi hóp - Araba með shíta trú, rúmlega helmingur íbúa. Súnní trúar íbúar skiptast síðan í Súnní trúar Araba og súnní trúar Kúrda.
- Í megninu af Íran séu Persar eða Íranar alger meirihluti.
- En Kúrdar búa í tilteknum fjallahéruðum, og Azerar í héruðum nærri - Azerbaijan.
--Í þeim héruðum séu þeir hópar meirihluti íbúa!
Tæknilega gætu Bandaríkin gert tilraun til að egna þá hópa til uppreisnar - en þeir væru ólíklegir til að geta orðið að umtalsverðri ógn fyrir ríkisstjórnina í Teheran.
--Auk þess, að íbúar á öðrum svæðum væru meirihluta Íranar.
Sýn Trumps er svo fullkomlega einhliða!
Málið er að ég sé ekki hvernig Trump getur hindrað Íran - nema með innrás!
Hinn bóginn, er ég óviss að Trump hafi íhugað það mál gaumgæfilega.
Í tíð George Bush forseta yngra - þá kom fram í æfimynningum er hann gaf út eftir að hann lauk forsetatíð sinni 2009, að hann hafi verið að íhuga innrás í Íran.
Hann hafi látið PENTAGON vinna áætlun um það, hvernig kjarnorkuáætlun Írans gæti verið stöðvuð.
Og PENTAGON kom upp með áætlun um, skammvinna innrás!
Áætlunin gerðir ráð fyrir því að Bandaríkjaher mundi ráðst inn á þau landsvæði þ.s. vitað er um tilvist tiltekinna mannvirkja, og mundi hersytja þau nægilega lengi til þess að verkfræðingasveitir Bandaríkjahers gætu eyðilagt þau mannvirki gersamlega.
Síðan mundi herinn hverfa á braut frá Íran! PENTAGON lét vera að taka afstöðu til þess hvað mundi gerast eftir það.
Augljóslega væri það stríðsaðgerð, og engin leið væri að vita að Íranar mundi vera tilbúnir að hætta í stríði, eftir að Bandaríkin væru væntanlega búin að sprengja um landið vítt með lofthernaði og ráðast þar inn - jafnvel þó landherinn síðan mundi fara!
- Jafnvel þó vopnahlé semdist í kjölfarið, yrði fjandskapurinn þaðan í frá miklu mun meiri.
- Það algerlega örugglega, mundi ekki gera Íran afhuga kjarnavopnum - né Íran afhuga stuðningi við andstæðinga Bandaríkjanna innan Mið-Austurlanda.
Síðan er það náttúrulega ekki svo, að allt slæmt sem hefur verið í gangi innan Mið-Austurlanda, sé Íran að kenna!
- Íran bjó ekki til borgarastríðið í Sýrlandi.
--Reyndar bjuggu Bandaríkin það ekki til heldur. - Íran varð síðan þáttakandi í því, kaus að styðja stjórnina í Damaskus, gegn margvíslegum hópum í uppreisn - ímisst sjálfsprottnum hópum í uppreisn, en það var að sjálfsögðu sjálfsprottin uppreisn til staðar, eða tækifærissinnuðum hópum sem blönduðu sér í átökin eftir að þau hófust.
--Slíkir aðkomuhópar urðu síðan smám saman fyrirferðamiklir - en áhrif þeirra efldust vegna þess að þeir nutu frekar aðstoðar utanaðkomandi landa.
--Hezbollah er auðvitað utanaðkomandi hópur - þeir blönduðu sér í átökin með stuðningi Írans - síðan voru nokkrir aðrir aðkomuhópar er nutu stuðnings arabalandanna. - Þó aðkomuhópar hafa verið fjölmennir -- var Sýrlandsstríðið samt sem áður, áfram borgaraátök Sýrlendinga sjálfra.
--Samlíking væri borgarastríðið á Spáni 1936-1939, en fjölmennir utanaðkomandi hópar börðust með báðum megin fylkingum - fjöldi útlendinga fórst, en mun fleiri Spánverjar.
Sú fullyrðing að Sýrland hafi orðið fyrir innrás - er afar villandi, en til eru þeir sem gera ekki greinarmun á ISIS og öðrum hópum sem börðust -- sannarlega kom ISIS frá Írak upphaflega.
--En tilgangur ISIS var allt annar en uppreisnarhópa. Sá að búa til eitt Múslimaríki er næði yfir öll Mið-Austurlönd.
--Flestir uppreisnarhópar höfðu miklu mun takmarkaðri tilgang, að ná völdum í Sýrlandi - að steypa stjórninni í Damaskus -- þeir voru ekki eins og ISIS að berjast vítt um Mið-Austurlönd, né voru flestir þeirra að stunda hryðjuverk utan Sýrlands.
ISIS var aldrei hluti af uppreisninni í Sýrlandi frekar en að ISIS hafi verið það innan Íraks.
ISIS réðst ekki síður á uppreisnarhópa en hermenn stjórnarinnar í Damaskus.
- Útkoma Sýrlandsstríðsins er síðan - að Íran greinilega stendur uppi sem sigurvegari.
- Íran bjó ekki heldur til stríðið í Yemen. Þar er sannarlega Shíta hópur er ræður yfir stórum svæðum í landinu - þar á meðal höfuðborg landsins.
--Líklegt er að Íran styðji þann hóp. - En ég get ekki samþykkt að aðgerðir Írans hugsanlega til stuðnings Húthí fylkingunni, séu verra mál - en aðgerðir Saudi-Arabíu og Sameinuðu-arabísku-furstadæmanna, sem hafa í 3 ár viðhaldið linnuælausum loftárásum á byggðir undir stjórn Húthí manna.
--SÞ hefur oft fordæmt þær loftárásir er hafa orðið miklum fjölda manna að fjörtjóni.
Til að gæta sanngyrni, þá voru aðfarir Húthí manna sjálfra ekki endilega fallegar, er í fyrsta hluta stríðsins er þeir sóktu fram.
En þá beittu þeir oft stórskotahríð og þ.s. þeir höfðu náð flugher landsins, þá beittu þeir um hríð sjálfir loftárásum - eða þangað til Saudi-Arabar eyddu þeim flugher.
Það má alveg einnig gagnrýna stíðsaðgerðir Írans innan Sýrlands - þ.s. þeirra eigin her og hermenn sem studdir hafa verið af Íran, hafa í fjölda tilvika svo vitað sé farið mjög hart gegn þeim svæðum landsins er hafa verið lengi í uppreisn.
--Vitað er t.d. að Hesbollah hefur beitt þjóðernishreinsunum á svæðum meðfram landamærum Sýrlands við Lýbanon, þ.s. Hesbollah hefur búið til -- hrein Shíta svæði undir sinni stjórn.
- Það sem ég er í raun að segja er -- að engvir hafa í þessum stríðum hreinan skjöld.
- Sú nálgun sem Trump er með, sé engum til gagns að kenna Íran um allt sem miður fer!
Niðurstaða
Trump þarf að tala skýrar um hvað hann meinar. En skv. niðurstöðu PENTAGON í tíð George Bush, er innrás eina leiðin ef leggja á gersamlega í rúst kjarnorkuprógramm Írans. Vegna þess að Íranar grófu mikilvæga þætti þess undir fjöll - þau byrgi það örugg að lofthernaður getur ekki tryggt eyðileggingu þeirra mannvirkja. Þess vegna lagði PENTAGON fram innrásaráætlun, sem Bush notaði ekki þegar til kom. Enda hefði innrás margar alvarlegar afleiðingar og örugglega einhverjar þeirra af því tagi sem erfitt sé að sjá fyrir.
Menn hafa velt fyrir sér nýlegum ráðningum Trumps, sbr. Pompeo og Bolton - báðir Íranshaukar.
Afstaða Trumps hefur allan tímann verið skír - en hótanir Írana einnig eru skírar, ef kjarnorkusamningnum er sagt upp, að kjarnorkuprógrammið verði þá endurræst.
Hvernig ætlar Trump þá að standa við stóru orðin, að hindra Íran þegar flest bendi til þess að hann fyrirhugi uppsögn samningsins frá 2015 við Íran? En ég sé enga ástæðu til að efast um það að Íranar meina þ.s. þeir segja, að kjarnorkuprógrammið verði þá endurræst!
- Það er ekki af ástæðulausu að menn íhuga það hvort Trump stefnir á stríð.
Ég er einungis viss um eitt, að ef Trump veður í Íran, að það verði mun stærra stríð en Írak.
Samlíkingin við Víetnam verður þá freystandi! Fjöllin í Íran, meira fjölmenni en í Afganistan.
--Bandaríkin yfirgáfu fyrir rest Víetnamsstríðið, nú ef þeir ráðast á Íran og síðan hverfa á braut, þá grunar mig að sú aðgerð mundi fyrst og fremst tryggja fullan fjandskap Írana.
Hættan yrði mjög mjög mikil á því að slíkt stríð yrði umtalsvert útbreitt, þ.e. Írak, Sýrland, Yemen, Afganistan gæti blandast inn í jafnvel - ásamt líklega Ísrael, Saudi-Arabíu og einhverjum bandalagsríkjum Saudi-Arabíu líklega í liði með Bandaríkjunum.
--Endanlegur stríðskostnaður gæti orðið meiri en af stríðunum í Asíu á sínum tíma.
--Og flóttamannafjöldi líklega miklu meiri en vegna Sýrlandsátakanna einna sér.
- Áhrif á heimsolíuverð yrðu líklega svakaleg - svo mikil að alveg möguleiki að orsaki heimskreppu.
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
28.4.2018 | 01:08
Geta Bandaríkin valdið annarri olíukrísu?
Það hefur verið áhugaverð verðþróun á mörkuðum fyrir olíu - sl. 6-8 mánuði eða svo.
--Verðlag er komið í um 75 dollara fatið.
Þetta er 65% hækkun á 10 mánuðum!
--Menn eru auðvitað að leita skýringa, af hverju verðlag hafi rokið upp.
Iran deal looms over rising oil price
Einn möguleikinn, að markaðir hafi áhyggjur af afstöðu Donalds Trumps til Írans!
Rétt að benda á, að þegar George Bush yngri - réðst á Írak 2003, þá hækkaði heims olíuverð í kjölfarið og fór yfir 100 dollara fatið - á því verðbili hélt olíuverð, þar til að það snögg lækkaði sumarið 2015.
--2016 var meðalverðið nærri 50 dollurum!
- Það koma auðvitað til aðrar mögulegar skýringa - eins og að eftirspurn hafi aukist, vegna betri hagvaxtar í heiminum sl. 12 mánuði.
- Síðan hefur framleiðsla í Venezúela minnkað um 1/3 sl. 12 mánuði, sem augljóslega hefur einhver áhrif á heims verðlag.
--Á móti hefur framleiðsla í Bandaríkjunum vaxið aftur, eftir að hafa minnkað um hríð.
--Virðist framleiðsla í Bandaríkjunum vera aukast nokkurn veginn í takt við vaxandi heims eftirspurn!
"US oil production is indeed growing fast, and Opec expects an increase of 1.5m b/d this year, roughly equal to the entire increase in global consumption."
- Ef Bandaríkin eru að ná að framleiða upp í vöxt heims eftirspurnar.
- Þá sé aukinn hagvöxtur í heiminum, vart ástæða olíuverðs hækkana!
--Þá kemur til, hugsanleg áhrif minnkunar framleiðslu í Venezúela!
--Og hugsanleg áhrif ótta aðila að deila Bandaríkjanna við Íran, fari úr böndum!
- En menn eru ekki endilega að óttast stríð.
- Tæknilega geta Bandaríkin gert Íran erfitt fyrir að selja olíu í dollurum.
Evrópusambandið getur auðvitað keypt af Íran í evrum!
Og Kína tæknilega í renminbi.
- Það sé hugsanlegt, að óttinn beinist að truflunum á olíuviðskiptum Írans.
--En slíkar truflanir gætu sannarlega leitt fram verðsprengingu.
Ný verðsprenging, mundi auðvitað bæta mjög efnahag landa háð útflutningi á olíu
En slík verðsprenging gæti haft bælandi áhrif á heims hagkerfið.
Og auðvitað, bælandi áhrif á bandaríska hagkerfið!
- Ef maður gerir ráð fyrir því, að viðskiptastríð Trumps við Kína fari af stað af alvöru innan skamms.
- Þá bætast efnahagslega bælandi áhrif þess þar við.
Samanlagt gæti olíuverðkreppa!
Og áhrif viðskiptastríðs Bandaríkjanna við Kína, og hugsanlega fleiri lönd til.
Haft verulega bælandi áhrif á heims hagkerfið!
--Sama gildi auðvitað innan Bandaríkjanna!
Tímasetningin gæti verið óheppileg fyrir Repúblikana og Donald Trump.
Því þingkosningar eru í Bandaríkjunum nk. haust!
Ef almenningur er innan Bandaríkjanna verður farinn að finna fyrir neikvæðari horfum það haust.
Gæti það bitnað á vinsældum Repúblikana - þegar kosið verður til Fulltrúadeilar Bandaríkjaþings nk. haust.
Niðurstaða
Ég hef stundum velt því fyrir mér hvort Donald Trump geti startað heims kreppu. Og ég hef ályktað að -- viðskiptastríð við Kína dugi ekki til.
En kannski geta sameiginleg áhrif nýrrar olíuverðs-kreppu.
Og viðskiptastríðs Bandaríkjanna og Kína.
--Dugað til að skapa slíkan neikvæðan viðsnúning.
Gamla sagan um það, hve oft menn högga í sama knérunn.
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.4.2018 | 02:16
Þjófaræðið í Venezúela útskýrt
Ég rakst á afskaplega trúverðuga útskýringu á ástandinu í Venezúela - rökin eru það góð að mínu mati að ég er þess fullviss, að sérhvert atriði sé rétt álytkað: The crisis in Venezuela and its lessons for the left.
Það skapar þessu aukna vikt - að þarna virðist fara, vinstrimaður.
Ástæðan að ég segi það - að þeir sem enn verja Maduro, halda í hugmyndir um að stjórn hans sé fórnarlamb - hægri sinnaðs samsæris.
--Vinstrimaður ætti vart að vera að þjóna einhverju slíku!
--Að sjálfsögðu er það algert bull, að Maduro og stjórn hans sé fórnarlamb í nokkrum skilningi.
En Chris Carlsson svarar því sjálfur lið fyrir lið, hvernig stjórn Maduro hafi sjálf skapað krísuna í landinu - með eigin athöfnum.
I. Misnotkun á fastgengisstefnu og gjaldeyrisskömmun!
- Þetta hef ég frétt eftir öðrum leiðum, að þjófagengi tengt Maduro sjálfum - aðilar í núverandi innri valdakjarna landsins.
- Væri skipulega að auðgast á gríðarlegum mismun milli opinbers gengis - og markaðsgengis Bólivarsins.
En hvernig það fer fram er afar einfalt! Sambærileg svindl voru einnig stunduð á Íslandi á svokölluðum haftaárum - milli 1946-1959.
En gjaldeyrishöft sem fela í sér skömmtun á gjaldeyri, skapa mikla spillingarhættu. Ef innanbúðarmenn komast í að - geta skammtað sér skammtaðan gjaldeyri að vild.
Þá er gróðarvon því meiri - sem munurinn á milli opinbers gengis og markaðsgengis er stærri.
- Menn sem sagt, skammta sér gjaldeyri á opinberu gengi.
- Annaðhvort flytja hann síðan úr landi á reikninga í útlöndum, eða selja heima fyrir og fá miklu fleiri Bólivara fyrir -- þó mig grunar að í núverandi óðaverðbólgu ástandi, sé sennilegra að viðkomandi sendi féð beint til útlanda á falda reikninga.
Sterkar vísbendingar séu uppi að a.m.k. hundruðir milljóna dollara andvirði gjaldeyris - hafi horfið sporlaust. Það sé líklega einungis - toppurinn á ísjakanum.
Á sama tíma skorti gjaldeyri - fyrir innflutningi nauðsynlegra lyfja.
Og til að létta þá hungursneyð sem skollin sé yfir landið.
II. Hann bendir á gríðarlega aukningu fátæktar í landinu!
Andvirði lágmarkslauna - sé nú einungis 5 bandarískir dollarar. Mörg þúsund prósent óðaverðbólga hafi holað upp tekjur landsmanna það harkalega -- að fátækt sé mun alvarlegri en nokkru sinni í tíð svokallaðra hægri sinnaðra ríkisstjórna fyrri áratuga.
Fólk á einfaldlega ekki fyrir mat - hungursneyð og alvarlegt vannæringar ástand ríki í landinu.
Gríðarleg aukning fátæktar sé stór hluti ástæðunnar.
III. Hann bendir einnig á hrun í fæðuframleiðslu!
Hann segir einfaldlega sannleikann - að fæðuskorturinn í landinu, sé af völdum rangra stjórnvalds ákvarðana.
En landið býr við þá sérkennilegu stöðu, að meira segja í sveitum landsins sé fæðuskortur.
IV. Hrun í olíuframleiðslu!
Þetta hef ég ekki eftir Svíanum ágæta - heldur öðrum heimildum.
- En skv. þeim heimildum, hefur olíuframleiðsla dregist saman um 1/3 síðan á sl. ári, og sé í ár sú minnsta í yfir 30 ár.
- Hún sé helmingi minni, en árið sem Chavez komst til valda.
Ég hef fulla trú á að hrunið í olíuframleiðslunni - sé upphafið á eiginlegu dauðastríði Maduro stjórnarinnar.
Halliburton writes off investment in crisis-hit Venezuela
Under military rule, Venezuela oil workers quit in a stampede
Chevron evacuates Venezuela executives following staff arrests
Óstjórnin í olíuiðnaðinum í Venezúela - virðist hafa náð nýjum hæðum sl. mánuði
En skv. fréttum hafa yfir 90 háttsettir yfirmenn í ríkisolíufyrirtækinu verið handteknir - vísbending um valdaátök innan valdahópsins í landinu, líklega.
En á sl. ári virðist Maduro hafa ákveðið að láta herinn í landinu, sjá um stjórnun ríkisolíufyrirtækisins - þó herinn hefði ekki nokkra hina minnstu reynslu á því sviði.
Afleiðingin virðist - hæg hnignun er virðist hafa verið til staðar, hafi umbreyst til hins mun verra, í hratt versnandi ástand.
- Eins og sést, færði Halliburton eignir sínar í landinu niður í "0." Þó fyrirtækið formlega sé ekki hætt, hafi það sent flesta starfsmenn sína úr landi.
- Chevron virðist nú einnig lent í krísu með samvinnu við ríkisolíufélagið undir stjórn hersins -- eftir að tveir háttsettir yfirmenn voru snögglega handteknir eftir að þeir virðast hafa neitað að skrifa undir samning.
--Skv. frétt, er vísbending að ákært verði fyrir landráð.
Meðan sífellt versnandi drama virðist til staðar innan ríkisfélagsins - berast fréttir af fjöldaflótta starfsmanna, að hratt vaxandi vandræði innan þess séu vegna þess - að lykilstarfsmenn hverfa og leggja á flótta úr landi.
Líkur á að ástandið innan fyrirtækisins sé orðið óbærilegt, annars vegar og hins vegar, skipti örugglega einnig máli að laun séu orðin nánast að engu í stjórnlausu verðbólgubálinu.
V. Ofan í allt þetta, ætlar Maduro sér enn eitt kjörtímabilið sem forseti!
Samtímis sé hann að láta skrifa nýja stjórnarskrá - er ef marka má orðróm, á að tryggja honum völd með varanlegum hætti.
Samtímis skreppa olíutekjur landsins hratt saman, sem eru 90% gjaldeyristekna.
Og fjöldaflótti landsmanna úr landi, ágerist hratt - vegna hungursástandsins í landinu.
Ef eins og flest bendi til, væntanlegar forsetakosningar leiða fram - að Maduro tryggi sér völd áfram. En hans fólk ræður í dag öllu í valdastofnunum landsins, sem og kærunefndum.
--Þannig getur hann í reynd ákveðið úrslitin sjálfur, og kærunefndir skipaðar hans fólki mundu líklega vísa frá málum eða hafna þeim.
Vart þarf að efa að þá eflist enn frekar fjöldaflóttinn úr landi.
Og hratt minnkandi tekjustreymi - hlýtur að naga greinina smám saman undan ríkisstjórninni, sem hún sjálf sytur á.
En herinn virðist nú síðasta haldreipið - en hermenn hljóta eins og aðrir að vera í þeim sama vanda, að fjölskyldur svelta!
- Á einhverjum punkti, fer herinn sjálfur að hrynja saman!
Þá ef Maduro hættir ekki eða er steypt - hlýtur stjórnleysi smám saman að taka yfir.
Niðurstaða
Mér virðist ekki mögulegt annað en að ríkisstjórnin í Caracas hrynji á enda. En þjófagengið sem ráði landinu - sé líklegt að hanga eins lengi og það getur, meðan enn sé til staðar fé sem hægt sé að stela.
Mér virðist sennilegt, að sú ákvörðun að láta herinn taka yfir ríkisolíufélagið - lýsi örvæntingu Maduros; nokkurs konar lokagambýttur til að halda hernum góðum.
En spilling innan hersins hlýtur að vera töluverð, en slík ákvörðun að hleypa hernum beint að kjötkötlum ríkisolíufélagins -- en handtökur 90 stjórnarmanna þess hefjast í kjölfarið á þeirri ákvörðun Maduro á sl. ári -- hlýtur að auka á slíka spillingu.
Punkturinn með - sennilegt hrun hersins sjálfs fyrir rest. Snúist um þetta stöðugt áframhaldandi hrun, þ.s. tekjur til alls skreppa stöðugt saman.
Það sé nú útbreitt vitað innan landsins, að ríkið sé nú gerspillt. Með því að breiða þá spillingu út til hersins líka, þá hljóti óánægjan sem tengist þeirri spillingu einnig að beinast að hernum sjálfum.
Hermenn eru auðvitað hluti íbúa landsins, og eiga fjölskyldur. Þeir hljóta að lenda í sama vanda að launin hafi brunnið upp.
Spilling yfirmanna geti þá orðið síðasta stráið - sem leiði fram fjöldaóhlýðni innan hersins sjálfs.
En ef eitthvað getur steypt Maduro - sé það uppreisn innan hersins. Sögulega séð þegar spilling verður djúpstæð innan hers, séu það lágt settir herforingjar er leiða slíka uppreisn.
Hinn möguleikinn sé einfaldlega sá, að hermenn lendi í sömu örvæntingunni og margir aðrir landsmenn, að hungrið neyði þá til að leggja á flótta með fjölskyldur sínar úr landi.
Slík þróun gæti einnig holað herinn að innan, með þeim hætti að þeim hermönnum fækki stöðugt sem ríkisstjórnin ráði yfir -- eftir því sem aðgengi ríkisins að fjármagni hnignar áfram.
Slík þróun - gæti leitt til stjórnleysis innan landsins!
Það lít ég reyndar á sem - umtalsverða hættu nú eins og komið er!
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
25.4.2018 | 23:28
Emmanuel Macron - gerir tilraun til að, selja Donald Trump þá hugmynd að ekki skuli segja upp samningnum við Íran, þess í stað undirbúa gerð nýs samnings!
Þetta hljómar dálítið fyrir mig eins og Macron hafi mætt til Hvítahússins, sem sölumaður. Stóra hugmyndin virðist - að selja hugmynd að nýjum samningi við Íran. Sem skv. Macron ætti að stefna að því að laga alla meinta og raunverulega galla, við þann samning sem verið hefur í gildi.
Macron lagði mikla áherslu á, að ósnjallt væri að slá núverandi samning af - án þess að hafa annan samning í staðinn þegar tilbúinn.
Macron - "I always said we should not tear apart the JCPOA and have nothing else,..." - "This would not be a good solution."
Greinilegur tilgangur Macron var - lokaatlaga að því að sannfæra Trump um, að slá ekki af svokallaðan 6-velda samning við Íran!
Macron var greinilega búinn að búa til -- söluvænlegt nafn fyrir gildandi Írans samning, sbr: "Joint Comprehensive Programme of Action JCPOA" - sem ég man ekki eftir að hafa heyrt áður.
Stjórnvöld í Bretlandi og Þýskalandi, áréttu að nauðsynlegt væri að halda í Írans samninginn.
Mér finnst dálítið skemmtilegt hvernig Macron virðist hafa gert tilraun til að selja -- samning sem enn hefur ekki verið gerður, og lítil ástæða er að ætla að Íran hafi áhuga á að taka þátt í því að gera -- sem lausn allra þeirra helstu galla, sem Trump hefur haldið á lofti með réttu eða röngu.
Macron pitches new Iran deal to sweeten existing agreement for Trump:"He said that while the JCPOA restricted Irans major nuclear activities until 2025, a new deal would go further, imposing a permanent check on those activities, while also limiting the countrys development of ballistic activities, and its military operations across the region, particularly in Syria."
Þetta hljómar eins og óskalysti - eða þ.s. mætti kalla á ensku "wet dream."
En ég get ekki ímyndað mér - hvaða þrýstingi, jafnvel þó sá væri tæknilega mögulega sameiginlegur - sem unnt væri að beita Íran; til að eftirláta drottnun þá sem Íran hefur náð fram á landsvæði er nær frá Lýbanon - Sýrlandi - Írak og síðan að landamærum Írans.
Þannig að á einungis 1/3 Sýrlands megi segja að Bandaríkin hafi einhver veruleg áhrif, þ.e. svæði sem bandamenn Bandaríkjanna innan Sýrlands enn ráða!
--Ég er að tala um Kúrda svæðin, og nokkur svæði sem Kúrdar ásamt sýrlenskum her sem Bandaríkin hafa búið til, hafa á sínu valdi er ná út fyrir Kúrda svæðin í Sýrlandi.
- Punkturinn í þessu er sá, að ég sé ekki að -- hugmynd Macrons, sé trúverðug.
- Þó tæknilega geti Bandaríkin og nokkur ríki í Evrópu komist að sameiginlegri niðurstöðu um það -- hvað þau vildu að Íran gerði.
- Þá væri það allt annar hlutur -- að ná þeim kröfum fram!
Þetta er spurning um "leverage" - ég sé ekki hvernig ætti að beygja eða þvinga Íran!
Þ.e. rétt að skv. núgildandi samningi - er Íran laust allra mála með það, hvort Íran ákveður að halda áfram með kjarnorkuprógrammið eða ekki -- frá og með 2025.
- Fjölmargir hafa alltaf verið ósáttir við þá niðurstöðu, Trump þar á meðal - þetta er ein megin ástæða þess, af hverju hann og margir hægri menn í Bandar. kalla samninginn ómögulegan.
- Hinn bóginn, er afar erfitt að finna þær þvinganir á Íran er ættu að virka.
Íran er auðvitað eitt að helstu olíuríkjum heims!
--Kortið sýnir að Íran nær alla leið að Kaspíahafi, þ.s. einnig er að finna mikilvæg olíu- og gassvæði.
--Turkmenistan, er einnig gas- og olíuauðugt land, t.d.
Íran er þarna í algerlega einstakri stöðu landræðilega!
--Mikilvægar gas- og olíulyndir Írans sjálfs.
--Og aðgengi Írans að öðrum mikilvægum sambærilegum svæðum í Mið-Asíu.
Síðan, stórar útflutningshafnir Írans sjálfs, sem hafa næga flutningsgetu til útflutnings á stórum stíl.
Íran sé það mikilvægt fyrir framboð af olíu og gasi í heiminum, að það hefði mjög neikvæð áhrif á verðlag, ef leitast væri við að -- þvinga Íran með einhvers konar, tilraunum til sölubanns.
Slíkt mundi auðvitað bitna á efnahag ríkja sem flytja mikið inn af olíu og gasi, t.d. Evrópu.
- Síðan má ekki gleyma því, að Íran gróf undir fjöll mikilvægustu þætti kjarnorkuáætlunar sinnar - þ.s. þeir þættir hennar séu óhultir gagnvart lofthernaði hverskonar.
- Vart þarf að efast, að slíkum lofthernaði hefði verið beitt -- ef nokkrar líkur væru á að slíkur skilaði tilætluðum árangri.
Íran er auðvitað - of fjölmennt, og of fjöllótt. Til þess að innrás sé raunverulega praktískur möguleiki!
Þetta sé minn skilningur á því, af hverju Írans samningurinn kom út eins og hann kom út.
Það hafi einfaldlega stafað af því, að engin leið hafi verið að ná lengra með málið.
--Fyrir utan að Íran hafi verið komið nærri því, að geta sprengt kjarnorkusprengju.
Þ.s. Íran þegar ræður yfir eldflaugum er tæknilega gætu borið kjarnavopn.
Og þær flaugar eru nægilega langdrægar þegar, til að draga a.m.k. um alla S-Evrópu.
--Þá auðvitað, er þetta alvörumál.
Hinn bóginn, þó svo sé að ógnin geti verið raunveruleg. Þá sé ég ekki að nokkuð sé raunverulega unnt að gera - sem sennilega dygði til að þvinga Íran til að gefa frekar eftir!
- Ég meina, ef viðskiptaþvinganir yrðu aftur færðar í sama far og áður.
- Þá liti Íran svo á að Vesturlönd hefðu slitið samningum, og mundi líklega fljótlega koma sér upp kjarnorkusprengjum.
Og þannig einfaldlega væri það - áhættan af innrás, sé einfaldlega of mikil.
Það væri í raun ekkert sem Vesturlönd gætu gert, til að hindra Íran!
- Þetta er atriðið sem virðist alls ekki skiljast meðal hægri sinnaðra Repúblikana innan Bandaríkjanna!
- Að geta Bandaríkjanna, geta Vesturlanda, til að þvinga fram þá niðurstöðu sem Donald Trump vilji, ásamt fjölmörgum öðrum hægri sinnuðum Repúblikönum.
- Sé einfaldlega ekki til staðar.
Samkomulagið við Íran - hafi sannarlega verið veikt. En það hafi verið í réttu hlutfalli við raunverulega getu Vesturlanda, til að hafa áhrif á ákvarðanatökur Írana.
Niðurstaða
Ég ætla samt að segja að ég óska Macron góðs gengis í tilraun hans til að selja Donald Trump -- draum. En það sé allt og sumt sem hann hafi verið að leitast við að selja, þ.e. votan draum sem litlar sem engar líkur séu á að rætist.
Trump virtist að einhverju leiti uppveðraður yfir tillögum Macrons og heimsókninni, sbr. orð hans á þá leið - að menn yrðu að sýna sveijanleika.
Persónulega prívat, efa ég þó að sölumennska Macrons dugi til. En Trump þyrfti að vera afar vitlaus til að fatta ekki hversu óskaplega smáar líkurnar eru á að unnt væri að semja um óskalysta hans - við Íran.
Íran sé ekki fara að samþykkja að loka á það með varanlegum hætti, að geta átt kjarnorkuvopn.
Né líklegt að samþykkja að hætta eldflaugatilraunum.
Enn síður líklegt að samþykkja, að draga sig til baka frá Sýrlandi og Lýbanon.
Trump getur auðvitað sagt upp Írans samkomulaginu <--> Íran mun þá örugglega fljótlega koma sér upp kjarnavopnum, og samtímis því að Íran á þegar eldflaugar er ná a.m.k. til helstu borga í S-Evrópu; og það mun ekki vera nokkur skapaður hlutur sem Bandaríkin munu geta gert til að stöðva málið.
Það væri verið ágæt lexía í takmörkum valds.
--Ofangreint er auðvitað af hverju Evrópuríkin leggja svo mikla áherslu á að ekki megi segja upp kjarnorkusamkomulaginu við Íran.
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt 26.4.2018 kl. 03:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Mér virðist ríkisstjórnin í Washington, þar á meðal forsetinn sjálfur - Donald Trump, átta sig á því að yfirlýsing Kom Jon Un frá sl. föstudegi - þó mikilvæg opnun. Að þá sé sú yfirlýsing ekki samþykki um - afvopnun.
Trump says 'long way' to go on North Korea crisis
North Korea says will stop nuclear tests, scrap test site
Donald Trump: "We are a long way from conclusion on North Korea, maybe things will work out, and maybe they wont - only time will tell,"
Nokkru á undan, hafði Trump greinilega misskilið tilboð Kom Jong Un.
Donald Trump: "Wow, we havent given up anything & they have agreed to denuclearization (so great for World), site closure, & no more testing!"
Ég reikna með því, að ráðgjafar Trumps hafi útskýrt málið fyrir honum - milli Twíta.
Nokkru síðar, bætti Trump við:
Donal Trump: "Funny how all of the Pundits that couldnt come close to making a deal on North Korea are now all over the place telling me how to make a deal!"
Trump má alveg mín vegna hlægja að fjölmiðlum - ef hann landar samningi við Kim Jong Un, er væri betri en -- samningurinn sem Bill Clinton landaði á sínum tíma, við forvera Kims í embætti.
- En rétt að ryfja eina ferðina upp, að í tíð Bills Clinton var önnur kjarnorkukrísa í kjölfar fyrstu tilraunasprenginga Norður-Kóreu á kjarnorkusprengjum, og þá var Norður-Kórea einnig að gera tilraunir með sínar - fyrstu langdrægu eldflaugar, er þó voru töluvert tæknilega minna fullkomnar -- en þær flaugar sem Kom Jong Un hefur verið að fyrirskipa tilraunaskot á.
- Samkomulag náðist, en Clinton eins og Trump viðhafði harðar efnahagslegar refsiaðgerðir -- og samkomulag fól í sér að tilraunasvæði NK - væru innsigluð, einnig kjarnorkuver sem notað var til að framleiða kjarnakleyf efni - auk aðstöðu til að smíða langdrægar flaugar.
- Síðan voru reglulegar eftirlitsferðir af hálfu skoðanamanna á vegum SÞ - sem fylgdust með því, að innsigli væru ekki rofin.
Þetta eldra samkomulag Bills Clinton, setur auðvitað viðmið fyrir Donald Trump.
M.ö.o. það mundi ekki líta vel út, ef Trump skilaði slakari árangri - en Clinton.
Það er auðvitað góð spurning, hvort hann getur náð lengra með Kom Jong Un, en Bill Clinton náði með forvera núverandi Kims.
- Það virðist full ástæða að efa, að Kim Jong Un, gangi að ítrustu kröfum - um fulla afvopnun, þ.e. eyðingu kjarnvopna NK - og allrar þeirrar kjarnorkutækni sem NK ræður yfir.
--Spurning hvort Trump getur náð fram, eyðingu langdrægra flauga NK.
--En tæknilega væri það sennilega næg aðgerð til að Trump gæti sagst hafa tryggt öryggi Bandaríkjanna, ef hann tryggði að langdrægar flaugar NK - væru ekki lengur til staðar.
Sem væntanlega þíddi, að þá yrði hann tryggja að öllum eintökum slíkra flauga væri eytt, og að auki að þeirri aðstöðu sem framleiðir eða smíðar slíkar flaugar - væri einnig eytt.
- Ég er ekki viss, að Trump mundi líta sambærilegan samning við það sem Clinton náði fram, sem nægjanlegan árangur.
Hinn bóginn, virðist líklegt af viðbrögðum stjórnvalda í Pekíng, að þau mundu líta slíkt samkomulag - líklega ásættanlegt.
Það virkar ekki á mig ósennilegt, að stjv. í Suður-Kóreu, mundu einnig sætta sig við slíka lendingu.
Niðurstaða
Fundur Trumps og Kims nálgast, og það eina sem við hin getum gert er að fylgjast með fréttum.
Eins og ég raunverulega bendi á, sé ástæða að ætla að Kim Jong Un verði afar tregur til að samþykkja fulla afvopnun -- sennilegt að Trump geti ekki náð slíku fram.
--Þá meina ég, þegar snýr að kjarnorkuvopnum.
Þá sé spurningin, hvað Trump getur akkúrat náð fram -- umfram það sem Bill Clinton náði fram 1994. En klárlega mætti Trump ekki landa slakari samningi, eftir allt neikvæða talið um Clintona í gegnum árin meðal Repúblikanaflokksins bandaríska.
Samningur Bills Clinton hélt um nokkra hríð, eða þangað til Bush forseti -- klúðraði því að halda Norður-Kóreu við efnið, eftir 2003.
Svo það var ekki Demókrati sem lét Norður-Kóreu komast upp með að sleppa frá gerðu samkomulagi.
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
20.4.2018 | 15:42
Bandaríkin í vandræðum með 54 tonn af plútóníum - fullkomlega augljóst Bandaríkin og Rússland þurfa ekki allan sinn kjarnorkuvígbúnað
Þetta er ekkert smáræðis magn af hættulegasta efni í heimi - það skrítna við þetta efni er þó, að þú getur haldið á því - geislavirknin er í formi svokallaðra "alpha" bylgna sem komast t.d. ekki í gegnum föt, en efnið er bráðbanvænt ef það eigi síður kemst inn í líkamann t.d. ef þú andaðir að þér efninu í rykformi - þetta þíðir, að tæknilega mögulegt væri að ferðast með efnið í ferðatösku.
--Þannig að hugmyndin um að hryðjuverkamenn ræni efninu, er ekki í nokkru - galin.
Þetta minnir á Polonium 210 sem notað var til að drepa, Alexander Litvinenko.
En munurinn á efnunum er sá, að svokallaður helmingunartími Polonium 210 er einungis 138 dagar, því um skammlíft efni að ræða er fljótt hættir að vera hættulegt!
- Í samanburði er helmingunartími Plutonium-239 24.110 ár, og það þarf einungis 11kg. í sprengju.
- Sem þíðir, 54 tonn jafngilda: 4.909 sprengjum.
--Að sjálfsögðu, plútóníum kjarnorskusprengjum.
--Óbein sprengja eða "dirty bomb" þyrfti minna af efninu.
En hættulegasta væri að sprengja efnið með þeim hætti að það yrði að ryki er þyrlaðist upp, enda bráðbanvænt eins og Polonium-210 um leið og það kemst inn fyrir húð.
America's nuclear headache: old plutonium with nowhere to go
MOX eldneytisverksmiðjan ókláruð, Savannah á, Suður-Karolínufylgi
Bandaríkin virðast í reynd í nokkrum vandræðum hvað á að gera við efnið!
Vandræðin við að grafa það, er auðvitað -- hve rosalega langan tíma þyrfti að tryggja öryggi geymslunnar -- þannig að djúpt í jörðu, í jarðfræðilega stöðugu bergi.
--Það þíðir auðvitað, fjarri öllum jarðskjálftasvæðum - þarf að vera langt undir öllum grunnvatnslögum, bergið þarf auðvitað vera vatnsþétt.
- Hugmyndin um svokallað MOX eldsneyti, hefur því virst aðlaðandi á sínum tíma.
- Bandaríkin hafa þegar varið miklum fjárhæðum í byggingu á MOX verksmiðju, en verkið er kostnaðarsamt -- þegar hafa tveir forsetar reynt að drepa það.
- Þ.e. Obama vildi setja öxina á það vegna kostnaðar, og Trump er að íhuga það sama.
Svokallað MOX eldsneyti er á hinn bóginn, engin töfralausn!
"The content of un-burnt plutonium in spent MOX fuel from thermal reactors is significant greater than 50% of the initial plutonium loading. However, during the burning of MOX the ratio of fissile (odd numbered) isotopes to non-fissile (even) drops from around 65% to 20%, depending on burn up. This makes any attempt to recover the fissile isotopes difficult and any bulk Pu recovered would require such a high fraction of Pu in any second generation MOX that it would be impractical. This means that such a spent fuel would be difficult to reprocess for further reuse (burning) of plutonium. Regular reprocessing of biphasic spent MOX is difficult because of the low solubility of PuO2 in nitric acid."
- Greinilega, er enn verulega mikið af plútóníum eftir - þannig samt þarf að grafa efnið í afar langan tíma.
- Eini kosturinn sem ég kem auga á - er að verið getur að það sé erfitt, að hreinsa Plútónið frá - eins og útskýrt er í textanum að ofan, eftir að hafa farið eina umferð í gegnum kjarnaofn.
Þetta yrði samt sem áður -- afar hættulegur úrgangur, líklega til muna varasamari og dýrari í varðveislu, en venjulegur úrgangur með notkun - úrans stanga.
- Hugmyndir Trumps um nýjar kjarnasprengjur.
- Þíðir auðvitað, að rífa þarf í sundur eldri sprengjur - en sennilega er unnt að nota plútónið aftur í nýjar.
--Þannig að kannski stækka ekki við það byrgðir í geymslum.
En til þess að standa við samninga við Rússland um heildar fjölda kjarnasprengja, yrði að taka úr noktun í staðinn gamlar sprengjur - og rífa í sundur.
- Ég stórfellt efa að nokkur hafi framreiknað ótrúlegan kostnaðinn af þessu dæmi öllu.
- En að sjálfsögðu þyrfti þá að framreikna hann 24.110 ár fram í tímann!
Rússland auðvitað stendur frammi fyrir nákvæmlega sama vandamáli!
Ekki fer sögum af því, hvað Rússland fyrirhugar að gera við öll sín tonn af plútóníum-239.
--Líklegast virðist, áætlunin þar sé að grafa það niður.
--Og vona að vandræði síðar meir séu svo langt inn í framtíð, að það komi fólki í dag ekki við.
- Rétt að benda á að hagkerfi Rússlands er miklu smærra, þó er Rússland með svipað mikinn fjölda kjarnavopna -- og sögulega eins og Bandar. áttu þeir miklu flr. sprengjur áður.
--Líkur séu á að umfang vandans hljóti að vera svipað! - En með mun smærra hagkerfið, er þunginn á hagkerfinu af slíku dæmi að sjálfsögðu verulega hærri hlutfalllslega.
--Spurning hvort það sé raunverulega þess virði fyrir Rússland, að keppa við Bandar. í fj. kjarnasprengja?
En það sé augljóst að Rússland þarf ekki nærri þetta margar sprengjur, til að tryggja Rússland gegn hugsanlegri land-innrás.
--Rússland gæti sparað óhugnalegar upphæðir fyrir framtíðar kynslóðir Rússa, með því að -- taka sjálft ákvörðun að minnka til mikilla muna sinn kjarnorkuvígbúnað.
- Bendi á að Kína viðheldur einungis -- litlu brotabroti af þeim fjölda sprengja og flauga, sem Rússland enn viðheldur.
--Samt sé alveg klárt að innrás í Kína er samt sem áður óhugsandi.
Eru þá ekki leiðtogar Kína mun skynsamari?
Að hengja ekki á Kína til allrar framtíðar hengingaról af slíkri stærð?
--En framreiknaður kostnaður Kína er augljóslega lítið brot, af framreiknuðum kostnaði Rússlands sem og Bandaríkjanna.
--Bendi auki á að hagkerfi Rússlands er einnig verulega smærra en hagkerfi Kína, því kostnaðurinn hlutfallslega stærri fyrir íbúa Rússlands -- sem íbúar Rússlands þurfa að standa straum af, til eiginlega -- allrar framtíðar.
- Menn eru oft að horfa á svokallaða -- fyrstu árás. Það þurfi eiga það margar sprengjur að tryggi örugga gereyðingu andstæðingsins.
- Hinn bóginn, þrátt fyrir öll ár Kalda-stríðsins miklu færri sprengjur, hefur aldrei verið ráðist á Kína.
Menn gleyma einu atriði, að kjarnaveldi er réðist af fyrra bragði á annað land með kjarnavopnum. Mundi uppskera í kjölfarið, stórfellt aukna tilvistarkreppu, vegna þess að árás af slíku tagi mundi tryggja fjölgun andstæðinga búnir kjarnavopnum.
En fjöldi landa mundi taka slíkri árás afar illa, þó þau lönd hefðu ekki orðið fyrir henni. Og upplyfa eigin þörf á að útvega sér slík vopn - það þíddi fjölgun kjarnorkuvelda líklega andstæð því landi er beitti kjarnavopnum í það skipti.
Sú eina ástæða líklega sé næg að afar ósennilegt sé að annað kjarnorkuveldi ráðist á land, sem búið sé kjarnavopnum -- þó vopn þess lands séu til muna færri, t.d. 1/10 af heildarfj. þess sem það land sé búið sem framkvæmi árás.
--Ég er auðvitað að gera ráð fyrir að við völd sé ekki leiðtogi sem einungis hugsi málin til eins árs í senn - eða nokkurra mánaða.
Hinn bóginn má einnig benda á, að tæknin í dag, með hreyfanlegum skotpöllum þíðir, að jafnvel með tiltölulega fáum flaugum -- er vel unnt að tryggja "retaliation" þ.e. að geta svarað á móti - en ef þeir eru meira eða minna stöðugt á hreyfingu, er nær ómögulegt að miða á þá úr mikilli fjarlægð.
- Ég get t.d. ekki ímyndað mér, að Bandaríkin réðust á Kína með hugarfarinu, við getum gereytt landinu -- það farast bara 30 milljón Bandaríkjamenn.
- Punkturinn er sá, að Rússland getur tryggt nægilegt öryggi, með miklu mun færri vopnum -- með þeirri tækni sem það ræður yfir í dag -- þ.e. færanlegir skotpallar, sem eru mun ódýrari t.d. en að halda uppi kjarnorkuknúnum kafbáum búnum langdrægum eldflaugum búnum vetnisprengjum.
--Hreyfanlegir pallar, þíðir að litlar líkur séu á að þeim sé öllum eytt þó svo að fjöldinn væri ekki mikill.
Auðvitað gildir það sama fyrir Bandaríkin.
Niðurstaða
Ég er í raun og veru að segja, að þessi gríðarlega umfangsmikli kjarnorkuvígbúnaður sem Rússland og Bandaríkin ráða yfir - sé ónauðsynlegur. Kína hafi tryggt öryggi sitt greinilega með kjarnorkuvígbúnaði sem einungis sé lítið brot af umfangi kjarnorkuvígbúnaðar Rússlands og Bandaríkjanna!
Vandamálið fyrir löndin tvö, er auðvitað óskaplegur framtíðar kostnaður sem fylgir þeim kjarnorkuvígbúnaði -- ekki einungis núverandi rekstrarkostnaður.
Að sjálfsögðu er sá kostnaður mun meira vandamál fyrir Rússland, út af hlutfallslegri smæð rússneska hagkerfisins.
Eina ástæðan sem ég kem auga á fyrir Rússland að halda áfram að keppa í umfangi kjarnorkuvígbúnaðar við Bandaríkin.
--Sé misskilið þjóðarstolt.
En klárlega væri Rússland fullkomlega öruggt, þó heildar umfang væri minnkað um 90%.
Rússland gæti líklega að auki, minnkað umfang landhers a.m.k. um helming, miðað landherinn eingöngu við -- innanlands öryggi.
En fáar sprengjur í notkun sé yfrið næg trygging gegn innrás.
Í staðinn gæti öllum þeim óhugnanlegu fjármunum verið varið til efnahags uppbyggingar, eða til að bæta samgöngukerfi, eða heilbrigðistkerfi eða skólakerfi - eða allt í bland.
- Ég hef lengi verið þeirrar skoðunar að áhersla stjórnenda Kína, sem hafa einmitt haldið umfangi herafla Kína -- því sama í hlutfalli við hagkerfið - til muna skynsamari.
- En áhersla á hagvöxt, hafi eigi síður leitt fram hraða uppbyggingu herafla -- en þegar það umfang vex einungis í hlutfalli við vöxt hagkerfisins, þíði það að þunginn fyrir hagkerfið sé samt áfram ca. hinn sami.
--M.ö.o. viðráðanlegt!
Hröð efnahagleg uppbygging hafi verið mun snjallari nálgun!
Ég meina, hvar eru rússnesk smíðuðu tölvurnar - símarnir - þvottavélarnar - sjónvörpin?
- Mér virðist Rússland fast í sama farinu -- í dag sé Rússland líklega með fullnýtta alla sína efnahagslegu möguleika miðað við núverandi uppbyggingu.
--Þess vegna sé rökrétt, að hagvöxtur sé numinn staðar.
--Einungis sveiflur í olíuverði virðast nú stjórna honum. - Ég hef beitt samlíkingu við það, er Ísland var 70% háð fiski ca. 1980.
--Þá var hagvöxtur smá tíma ef fiskverð hækkuðu, einnig ef veiðar voru hagstæðar.
--En samdráttur strax ef verð lækkuðu, eða samdráttur varð í vinnslu.
**Þetta sé nákvæmlega farið sem Rússland virðist í í samhengi olíu og gass.
Sömu 20 ár og Pútín hefur verið við völd, hefur Kína byggt upp sennilega stærsta framleiðsluhagkerfi heimsins og er í dag ráðandi í framleiðslumagni í fjölda vöruflokka - í fjölda hátækni vöruflokka.
--Þetta er það sem ég á við, þegar ég kalla Pútín misheppnaðan leiðtoga.
--En svokallaðan árangur Pútíns, megi útskýra nærri fullkomlega með því að olíuverð með innrás Bush 2003 hafi farið þá í rúma 100 dollara fatið og haldist í rúmum 100 dollurum fram á vor 2015 - á móti hafi neysla í Rússlandi vaxið.
- Smávægilegur mældur hagvöxtur 2017 útskýrist af því að olíuverð hafi hækkað úr lægstu lægðum en lægst fór það í niður fyrir 40 dollara 2016, að það sveiflast milli 50-60 dollara 2017, og í mars sl. var það að sveiflast milli 60-70 dollara.
- Það sé enginn efnahagsárangur í gangi, samlíkingin við sveiflur á fiskverði á Íslandi á árum áður - haldi fullkomlega.
Mín niðurstaða sé því, að niðurstaða sögunnar eigi eftir að vera slæm fyrir Pútín.
Hann hafi haft tækifæri að leggja áherslu á uppbyggingu efnahags, árin einmitt er olíuverð var hátt -- hann hafi fullkomlega glutrað því tækifæri niður.
--Þvert á móti að hafa verið snjall, hafi hann verið eins heimskur og nærri hugsast gat.
Lágar skuldir rússn. ríkisins, útskýrist frekar af þessu framkvæmdaleysi.
En enn sé Rússland eins langt að baki í meðalaldri íbúa, og það var er Pútín tók við.
--Hann hafi verið nær aðgerðalaus leiðtogi, nema þegar kom að uppbyggingu hersins.
- Auðvitað mun einhver koma fram, segja að hagkerfið hafi stækkað miðað við hrunið rétt fyrir 2000 - en þá fór saman lágt olíuverð, og misheppnuð uppbygging er hrundi -- auðvitað lækkaði þá rúbblan mjög mikið tímabundið -- -- þegar ríkið varð gjaldþrota skamma hríð.
--Síðan hækkaði olían aftur, neysla fór aftur upp - en ekki löngu síðar var Pútín svo rosalega heppinn, að Bush réðst á Írak - sem gaf Pútín hækkun olíuverð í rúma 100 dollara, og þar með gríðarlega aukningu í olíuinnkomu Rússlands - er fjármagnaði drjúgan hagvöxt samfellt í áratug - ef neyslu-aukning er tekin með.
--Að öðru leiti, hefur engin uppbygging orðið - sem ég kem auga á.
Ég get ekki annað en kallað þetta - stöðnun. Eða það var það með réttu nefnt á Íslandi, er Ísland var búið að jó-jóa nokkrum sinnum upp og niður, eftir því sem gekk að selja/veiða fisk.
Þetta er að sjálfsögðu, stöðnun!
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 15:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
19.4.2018 | 01:33
Trump mundi stinga upp í marga gagnrýnendur, ef hann næði fram endanlegum friðarsamningi á Kóreuskaga
Fyrir þá sem ekki vita, endaði svokallað Kóreustríð aldrei formlega - heldur var það einungis stöðvað með, vopnahléi. Síðan eru liðin 65 ár nærri því.
Það er einnig rétt að nefna, að í tíð Bills Clinton, 1993-2001, var önnur kjarnorkukrísa. En Norður-Kórea sprengdi sína fyrstu kjarnorkusprengju í tíð Clintons. Og það var einnig skotið langdrægum eldflaugum, þó þær flaugar hafi verið tæknilega frumstæðari en þær nýjustu sem skotið hefur verið í tíð núverandi leiðtoga NK.
Þeirri kjarnorkukrísu, lyktaði með samkomulagi, sem fól í sér að kjarnorkustöðvar NK voru innsiglaðar sem og skotpallar fyrir langdrægar flaugar, og skoðanamenn á vegum Sameinuðu Þjóðanna, komu reglulega við til að tékka á því að innsiglin hefðu ekki verið rofin.
Þessu fylgdi aflétting efnahagslegra refsiaðgerða á NK, sem og þiða í samskiptum Kóreuríkjanna er stóð yfir í nokkur ár.
--Í tíð George Bush, 2001-2009, þá tókst Norður-Kóreu að yfirgefa samkomulagið, þ.e. innsiglin voru rofin, framleiðsla var aftur hafin á kjarnakleyfum efnum fyrir sprengjur, og þróun langdrægra flauga ræst að nýju.
--NK var ekki eina landið, sem notfærði sér ofurfókus Bush á Afganistan og Írak - en Rússland undir Pútín, sá sér leik á borði að ráðst á Georgíu, sem þá var bandamaður Bandaríkjanna - er her Bandaríkjanna var upptekinn í Írak og Afganistan, og Bandaríkin höfðu ekki her lausan til að koma Georgíu til aðstoðar.
- Þetta er klassíska vandamálið tengt "opportunity cost" þ.e. þú getur ekki verið á tveim stöðum samtímis.
- Þetta virtist Bush ekki fatta, að um leið og hann hefði beitt öllum þeim hersveitum Bandaríkjanna, sem unnt er að færa til með skömmum fyrirvara -- að þá myndaðist augljós veikleiki, sem andstæðingar Bandaríkjanna mundu hugsanlega geta notfært sér.
--Sen sagt, hver er hugsanlegur kostnaður af glötuðum tækifærum?
Pompeo trip raises stakes over North Korea talks
Kim, Pompeo and the art of a North Korean deal
Mike Pompeo virðist hafa skilið að - Kim Jong Un, sé líklega fyrst og fremst að hugsa un að tryggja tilvist stjórnar hans!
Sá skilningur Pompeo's virtis koma fram í vitnisburði hans, gagnvart Bandaríkjaþingi.
- Menn hafa oft spurt sig, hvaða tryggingar geta Bandaríkjamenn veitt á móti kröfum sínum til Norður-Kóreu, um afvopnun?
- Hugmyndin um friðarsamning, getur verið útspil í þá átt - að svara þeirri spurningu.
Stríð gegn NK er í raun og veru ekki ásættanleg áhætta, þ.s. Kim Jong Un er undir engum kringumstæðum líklegri að beita kjarnavopnum sínum - en í lokavörn gegn stórfelldri hernaðarárás.
- Það sé takmörkunum háð, hve miklum þrýstingi Bandaríkin geta trúverðugt beitt - en t.d. efnahagslegar refsiaðgerðir séu háðar vilja Kína, ef þær eiga að virka.
- Í þeim skilningi, gæti það verið afleikur - að Trump hafi nýverið beitt Kína hótunum um háa tolla, áður en fyrirhugaður fundur með leiðtoga NK - fer fram.
Kína getur auðveldlega styrkt samningsstöðu NK - með því að hljóðlega grafa undan þeim víðtæku efnahags-aðgerðum nú í gangi, ef Kína sýnist svo.
Kína líklega vill ekki heldur að stjórnin í NK - hrynji gersamlega saman, því takmörkunum háð hve mikið Kína líklega leyfir ríkinu í NK að veikjast.
--Unnt að nefna, hættuna á upplausn í landi búnu kjarnavopnum.
--Auk hættunnar á verulegum fjölda flóttamanna.
Á endanum snúist málið um - prútt. Kim Jong Un, mun vilja sem minnst gefa eftir, en fá sem mest á móti. Og öfugt að Donald Trump, mun gera tilraun til að sanna að hann sé "master of the deal."
- Persónulega finnst mér afar ósennilegt að NK - gefi alfarið eftir sín kjarnavopn.
- Þ.s. Trump virtist fyrst og fremst, áhyggjufullur yfir hættunni fyrir Bandaríkin sjálf -- gæti það tæknilega dugað Bandaríkjunum, að sannfærandi endir væri bundinn á prógramm NK í tengslum við þróun og smíði, langdrægra eldflauga.
Þá er það spurning á móti, hvort Trump getur sætt sig við slíka - takmarkaða eftirgjöf.
En traust tæpast byggist upp á einni nóttu, og það getur vel verið að Kim Jon Un, trúi því ekki alveg - að friðarsamningur veiti alfarið sama öryggi gegn innrás, og að eiga kjarnorkuvopn.
- Það sé einnig spurning, hvort Kína spilli málinu með einhverjum hætti, í kjölfar stríðsyfirlísingar Trumps nýverið - þá meina ég, viðskiptastríð.
Niðurstaða
Ég held að allir þeir sem hafa fylgst með alþjóðamálum lengur en einn áratug. Muni viðhafa afar hóflega bjartsýni um samninga Donalds Trumps og Kim Jong Un á næstunni. Tilboð um friðarsamning er góð hugmynd - ef út í það er farið, og opnar málið frekar, býður upp á hugsanlega aukinn sveigjanleika. Það þíði þó ekki endilega að líkur þess að saman gangi, séu endilega miklar.
Enda hefur deilan eftir allt saman staðið nærri því 63 ár.
Og þetta er alls ekki í fyrsta sinn, sem gerð sé tilraun til endanlegrar lausnar deilna á Kóreuskaga.
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
16.4.2018 | 01:00
Pútín virtist hóta vandræðum fyrir Vesturlönd - ef það yrði önnur árás framkvæmd á yfirráðasvæði Damaskus stjórnarinnar í Sýrlandi
Áður en ég vík að viðbrögðum Pútíns, er rétt tel ég að tæpa á því er virðist heimssýn Pútíns - en hún virðist snúast um vilja til að snúa til baka til þess heimsfyrirkomulags er var til staðar fyrir Fyrra-Stríð.
Ég er að vísa til krafna, sbr:
- Heimta að Rússland hafi viðurkennt yfirráðasvæði, er nái yfir lönd - með viðurkennt fullveldi, þannig að viðurkennt væri að Rússland hefði rétt til að hlutast til um innanlandsmál þeirra, og auk þess rétt að ákvarða þeirra framtíð - í samræmi við skilgreinda hagsmuni stjórnvalda Rússlands hverju sinni á þeim rússnesku hagsmunum.
- Ákall hans eftir nýrri - Yalta ráðstefnu er í takt við þetta, en þá skiptu þáverandi ráðamenn Bandaríkjanna, Bretlands og Sovétríkjanna - Evrasíu á milli sína.
--Vart er Pútín þó svo óraunhæfur að halda að unnt væri að endurtaka þann leik með þau svæði sem komin séu í dag undir áhrif Kína. - En Pútín sem sagt endurtekið krefst þess, að viðurkennd Vestræn stórveldi fundi með honum - og einhvers konar ný skipting Evrópu fari fram.
- Ég hef veitt þess að auki athygli, að Rússland þ.e. Pútín - virðist styðja flokka fólks á Vesturlöndum, sem eru í andstöðu við núverandi -- alþjóðasamfélag, þ.e. stofnanabyndingu alþjóðakerfisins sem búin var til eftir Seinni-Styrrjöld.
--Svokallaðir, "anti globalistar" - Þetta sé væntanlega í samræmi við heimsmynd Pútíns, að vilja snúa til baka aftur til þess tíma - er stórveldin höfðu leppríki - og þau vösuðust með heiminn á fundum þ.s. einungis fulltrúar þeirra funduðu.
--Væntanlega yrði Xi Jinping boðið á slíka fundi, ef vilji Pútíns næðist fram.
**Íslenskir "anti globalistar" sem gjarnan eru einnig ofur-þjóðernissinnaðir eru einstaklega heimskir, því Ísland hefði ekkert sjálfstæði í slíku heimskerfi -- einungis í kerfi með bindandi reglum, getur það haft eitthvað sem nálgast raunverulegt sjálfsforræði. - Mig grunar, að Pútín væri áhugasamur um að sannfæra Xi - um að gangast inn á hans heimssýn.
--Hinn bóginn, virðist Xi - frekar vilja aukin áhrif Kína innan þeirra stofnana, en að snúa aftur til fyrirkomulags 19. aldar.
Punkturinn í þessari samantekt er sá, að þ.e. líklega í takt við andstöðu Pútíns við stofnana- og regluvæðingu heims-samfélagsins, að vilja grafa undan alþjóðalögum!
Rétt að hafa í huga, að það voru Vesturlönd er komu á þessu stofnanakerfi - og hugmyndin að því, er hvorki meira né minna en sú - að skapa reglukerfi þ.s. öll lönd skuldbinda sig til að fylgja tilteknum reglum.
--Sem einnig þíði, að þau skuldbindi sig í tilvikum - til að láta vera tilteknar athafnir.
Eins og við vitum, hafa ekki allir raunverulega fylgt þessum reglum.
Raunverulega hafa Bandaríkin sjálf æði oft brotið þær - þó þeir hafi einnig gætt sín á að ganga ekki heldur það langt sjálfir að það kollvarpi kerfinu.
--Hinn bóginn, virðist Pútín beinlínis reglukerfið sjálft feigt, þ.e. brottnuma það alfarið.
- Hann virðist halda, að Rússland sé sterkt.
- Það mundi þrífast í kerfi, þ.s. engar reglur eru til staðar, nema samkomulag hinna sterku.
--Rétt að ryfja upp, að gamla kerfið þ.s. engar reglur -- einnig þíddi, mjög reglulegar styrrjaldir milli stórvelda fyrri tíðar.
Hinn bóginn, gæti verið að tilvist kjarnorkuvopna leiddi til annarrar niðurstöðu.
Hinn bóginn, held ég að kerfi með bindandi reglum - sé síður líklegt að leiða fram átök.
--En kerfi þ.s. engar reglu gilda, heldur einungis hvað samkomulag stórvelda gildi í það skiptið, þangað til að eitthvert þeirra - brýtur það næst.
Pútín lét ekki fylgja með sögu, akkúrat hvaða vandræði!
Russia's Putin predicts global 'chaos' if West hits Syria again
Eins og ég benti á síðast: Trump sagður hafa fyrirskipað hernaðarárásir á Sýrland.
- Ef engin framfylgir alþjóðalögum t.d. banni við notkun eiturgasvopna, þá fljótlega verður slíkt bann - markleysa, og lönd hundsa með öllu.
- Vegna innra skipulags SÞ-getur SÞ ekki virkað sem heimslögga, því einhver mun alltaf beita neitunarvaldi í Öryggisráði SÞ.
- Mig grunar sterklega, að Pútín - einmitt vilji gera notkun eiturgasvopna - normal. Ekki endilega vegna þess að hann elski þannig vopn -- heldur því hann vilji veikja eins og hann getur, það alþjóða reglukerfi sem Vesturlönd komu á fót.
- Það sé í takt við, stuðning Pútíns við "anti globalista" jaðarflokka á Vesturlöndum, sem virðast gjarnan fylgja Pútín að málum í alþjóðadeilum - kannski vegna þess að komið hefur í ljós að Pútín lætur þá fá peninga.
- Mig grunar, að Pútín hafi gert sér vonir við - America first - stefnu Trumps, vegna augljósrar óánægju Trumps einmitt gagnvart SÞ -- óánægju sem gætir einnig meðal þeirra róttæku þjóðernissinna innan Bandaríkjanna, er fylgja gjarnan Trump að máli.
--Það hafi verið líklega, draumur Pútíns, að Trump mundi að einhverju verulegu leiti - vinna vinnuna fyrir hann, að grafa undan þeirri stofnanabindingu heimsins sem Pútín vill losna við.
Hinn bóginn, gera bandamenn Bandaríkjanna - sitt ítrasta til að sannfæra Trump um að vinna með kerfinu -- ekki gegn því.
Pútín geri sítt ítrasta til að breiða hugmyndir um að stofnanabinding heimsins sé samsæri gegn ríkjum heims.
--Pútín líklega sér það sem samsæri gegn Rússlandi.
--Pútín virðist hafa á seinni árum gert sér grein fyrir því hvað netið sé öflugt tæki í að útbreiða áróður.
Við sjáum því stað í ótrúlegri útbreiðslu samsæriskenningasíðna, sem virðast mjög margar - afar andvígar Vesturlöndum.
--Og merkilega oft, fylgnar heimssýn þeirri sem Pútín heldur á lofti.
Ég stórfellt efa það sé tilviljun.
Heldur séu leynistofnanir Rússlands, komnar á netið og vinni í því að halda uppi þúsundum síðna er breiða út nær allar afar sambærilegan áróður!
--Þær notfæri sér hrekkleysi margra netverja, er virðast alltof oft blekkjast þegar áróður er sagður vera staðreyndir.
Niðurstaða
Ég er óviss um það hvaða óskunda Pútín hefur í huga - hvaða hefnd akkúrat. En rétt að árétta að árásin um daginn á stöðvar í eigu Damaskus stjórnarinnar, olli engu mannfalli ef marka má orð Damaskus stjórnarinnar - þannig væntanlega var aðvörun send út.
--M.ö.o. einungis urðu mannvirki fyrir tjóni en væntanlega má treysta Assad í þetta sinn, því ef einhver hefði fallið hefðu myndir af líkum fallinna borist strax út á vefinn.
Það þykir mér afar væg refsins ef út í þ.e. farið hafandi í huga að sérfræðingar Sþ telja alls Damaskus stjórnina hafa framið 11 eiturgasárásir - á undan. Það sé einmitt vegna tíðni slíkra árása, að það sé ekkert sérstaklega ótrúverðugt að árásin nýverið hafi farið fram.
Fullyrðingar þess efnis að Vesturlönd hafi einhvern veginn sett allt á svið - hljóma barnalegar, er haft er í huga að svæðið sem ráðist var á - er steinsnar frá Damaskus borg, hluti úthverfa þeirrar borgar og hafði verið alfarið umkringt árum saman.
Með hermenn Assads allan hringinn, og flugher Assads yfir nánast stöðugt - auðvitað svæðið innan færis frá öflugum loftvarnarkerfum er gæta Damaskus borgar -- þá er algerlega óhugsandi virðist mér að Vesturlönd hafi getað komið þangað nokkrum sköpuðum hlut.
Einungis spilling liðsmanna Assads sjálfs, gæti leitt til þess að eitthvað bærist þangað sem ekki ætti. Eða, að liðsmenn Assads hefðu sjálfir auðvitað sent sprengjuna.
Það hlýtur að vera merkilegt afrek fyrir þann uppreisnarhóp er sat þarna svo lengi að halda þetta út allan þennan tíma. Og eiginlega óhugsandi eftir stöðugar sprengjuárásir allan liðlangan tímann og fyrir utan að vera umkringdir allan þennan tíma, að þeir hafi getað ráðið yfir efnaverksmiðju til eitursprengjugerðar.
--Í seinni tíð, virðist frásögnin ekki lengur beinast að þessari afar heimskulegu samsæriskenningu, heldur því haldið fram -- að árásin hafi einfaldlega ekki farið fram.
--Nú þegar rússn. sérfræðingar hafa farið um svæðið, er auðvitað tæknilega mögulegt að þeir hafi gert sitt besta til að afmá verksummerki -- enda mundi það þjóna tilgangi Pútíns, að ekkert mundi finnast, til að varpa upp þeirri nýju ásökun þá -- að þetta væri eins og fyrir árás Bush á Írak 2003. Næg er tortryggnin á netinu enn út af því dæmi.
--Pútín vill auðvitað gera Vesturlöndum það ómögulegt að framfylgja alþjóðalögum, með því að skapa slíkt vantraust meðal eigin borgara Vesturlanda - að pólitíkin á Vesturlöndum snúist algerlega gegn öllum aðgerðum, ætlað að verja reglukerfið sjálft sem Vesturlönd komu upp á sínum tíma.
Allt í þeim tilgangi Pútíns, að því markmiði, að leiða fram hrun þess kerfis.
Snúa heiminum aftur til baka til kerfis 19. aldar, er einungis gilti vilji stórveldanna.
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 08:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
14.4.2018 | 02:04
Trump sagður hafa fyrirskipað hernaðarárásir á Sýrland
Þetta er haft eftir - FoxNews: Trump announces U.S. military strikes in Syria. Sem virðist hafa verið fyrst með fréttina í þetta sinn. Sjálfsagt hefur fjölmiðillinn gott samband við Hvítahúsið undir núverandi ríkisstjórn - Trump sagður fastur áhorfandi fréttaskýringa Fox.
Aðili tengdur ríkisstjórn Rússlands, spurði um daginn - hvað veitti Vesturlöndum rétt til að vera heimslögga?
Eins og hefur vel komið fram, er yfirlýstur tilgangur sá að refsa ríkisstjórninni í Damaskus, fyrir meinta eða raunverulega gasárás á bæinn Douma -- fyrir skömmu síðan, er rúml. 40 manns eru sagðir hafa látist.
- Svarið við spurningunni er einfalt - að enginn hefur beinlínis veitt Vesturlöndum slíkan rétt, frekar að þau hafa tekið sér hann.
- Hinn bóginn, er ekki til nokkur heimslögga á vegum SÞ-sem lagatæknilega ætti að vera sá aðili er refsar; en þá þyrfti það í reynd að vera - nokkurs konar her.
- Hinn bóginn, æxlast pólitík innan SÞ alltaf með þeim hætti, að neitunarvaldi er reglulega beitt, til þess að - lama getu stofnunarinnar sjálfrar til að beita sér; SÞ-her yrði að sjálfsögðu háður slíkum takmörkunum.
- En megin punkturinn er sjálfsögðu sá - að lög sem enginn framfylgir, er dauður bókstafur.
- Notkun eiturgasvopna er algerlega bönnuð skv. gildandi alþjóðalögum - og eins og mál virka innan ríkja, þegar lögregla tryggir að lögum sé framfylgt; þá klárlega heldur bann við notkun eiturgasvopna ekki gildi sínu - nema einhver taki að sér að refsa löndum fyrir að beita eiturgasvopnum.
Ég hef ekki orðið var við það, að nokkur önnur lönd sýni þann vilja í verki, að framfylgja því banni. Þvert á móti virðast þær líkur yfirgnæfandi, að enginn annar mundi taka upp keflið, ef Vesturlönd hættu að halda á því og beita því reglulega.
--Þannig að margvísleg boð og bönn, t.d. við klasasprengjum sem ekki eru í dag síður bannaðar, mundi verða dauður bókstafur - er fj. ríkja heims mundi beita vopnum af slíku tagi, án þess að sæta nokkrum viðurlögum.
- M.ö.o. mundu svokölluð alþjóðalög líklega almennt séð ekki halda.
- Svo það má segja, að Vesturlönd séu í reynd að verja sjálft reglukerfið sem þau kusu að koma á fót fljótlega í kjölfar Seinni Styrrjaldar.
--Enginn annar hafi enn sínt af sér þann vilja í verki, að vera tilbúinn að taka við því kefli.
Trump hafði dögum saman virst hikandi!
Mögulegt að hótanir Rússa hafi spilað einhverja rullu - en rússneskur hershöfðingi, beinlínis hótaði gagnárásum - á þann stað þaðan sem vopnum væri skotið.
Hinn bóginn, skv. frétt Financial Times: US naval presence off Syria sends clear signal. Er heil flugmóðurskipadeild mætt á Miðjarðarhaf Vestanvert - þannig að ef sá flugher er talinn með flugher Bandar. t.d. við Persaflóa, þá hafa Bandar. mjög mikið meiri styrk svo að ef Rússar mundu svara með gagnárásum - væru leikar afar ójafnir.
Jafnvel þó bestu vélar Rússa séu nokkuð góðar, hafi Bandar. ofurefli í fjölda véla.
"I dont think the Russians would target a warship or aircraft because they know they cant beat the US in a conventional war,..." - "But they can and would target cruise missiles to satisfy their honour."
Ég reikna með því að þessi skilningur sé réttur, Bandar. mundu einfaldlega þurrka út flughersveitir Rússa í Sýrlandi - ef þær gerðu tilraun til atlögu að flota Bandaríkjanna fyrir ströndum Sýrlands. Og það mundi taka skamman tíma!
En rússn. vélar án vafa gera tilraun til að skjóta niður stýriflaugar á leið til skotmarka.
Líklega ná þær einhverjum þeirra, þó án vafa muni það mörgum skotið að þó einhverjar farist á leiðinni - verði fyrirhuguð skotmörk líklega samt öll fyrir tjóni.
Niðurstaða
Menn geta rifist um það hvort gasárás átti sér stað. En a.m.k. sé það ekki ósennilegt, þó að hugsanlega sé orðið ómögulegt að færa fyrir því fullar sönnur - eftir að rússn. sérfræðingar hafa farið um svæðið, og sennilega gert sitt besta til að eyða öllum vísbendingum.
En það væri alveg í takt við aðferðir rússn. stjv. - að tryggja að aldrei verið færðar sönnur fyrir því, að þeirra fullyrðingar séu rangar.
Síðan muni menn standa í fylkingum - þeir sem styðja línuna frá Moskvu eins og í Kaldastríðinu sáluga, taka hráar sérhverja fullyrðingu frá Kreml -- sem sannleika.
Ég fullyrði sjálfsögðu ekkert hvað gerðist, einungis nefni að ég get vel trúað því upp á hersveitir Assads, að hafa beitt gasvopni þarna rétt undir lokin -- til að lama baráttuþrek síðasta hópsins sem enn var að berjast.
Vesturlönd hafa bersýnilega ákveðið að taka því sem gefnu að sú árás hafi farið fram, hvað akkúrat þau hafa fyrir sér þar um akkúrat hef ég að sjálfsögðu ekki hugmynd um, þó það skuli að sjálfsögðu ekki útilokast að einhver gagnaöflun hafi mögulega farið fram.
En í ljósi þess að nýlega taldi SÞ Sýrlandsstjórn hafa framið 11 gasárásir í stríðinu, að a.m.k. virðist það ekki sérdeilis ótrúlegt að Damaskus hafi framkvæmt slíkan verknað, eina ferðina enn.
--Eins og ég benti á, ef enginn refsar fyrir brot á alþjóðalögum verða alþjóðalög eins ómarktæk og lög innalands sem aldrei er framfylgt.
--Það megi því einnig líta svo á, að með því að viðhalda heimslöggu hlutverki sem Vesturlönd tóku sér - séu þau einnig að viðhalda því alþjóðareglukerfi sem þau kusu eftir Seinna Stríð að koma á koppinn.
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 09:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
11.4.2018 | 04:15
Er Trump forseti í alvarlegri hættu en áður á embættismissi?
Ég rakst á mjög áhugaverða umfjöllun: President Trump has never been in more trouble than right now. En þar tæpir Paul Waldman hjá Washington Post á nokkrum áhugaverðum staðreyndum, um leit að gögnum sem fór fram á skrifstofu Michael Cohen, eins af lögfræðingum Donalds Trump.
En leitin fór fram skv. beiðni Robert Mueller, en áhugaverðustu punktar Waldmans, snúast um þau skref sem Mueller þurfti að stíga, til að fá þá leitarheimild á skrifstofu Chohens samþykkta:
- Þurfti Mueller að fá stuðning aðstoðar alríkissaksóknara, Rod J. Rosenstein fyrir þeirri beiðni.
- Síðan þurfti Mueller eftir að hafa fengið heimild Rosensteins, að leita til héraðs-saksóknara í þessu tilviki, Geoffrey Berman sem er fyrir - "Southern District of New York."
--Rétt að taka fram, Donald Trump skipaði Geoffrey Herman, vart því unnt að kalla hann, Demókrata-samsæri. - Til að fá samþykki Bermans, þurfti Mueller að eftirláta honum öll þau gögn sem hann hafði í sínum fórum sem útskýrðu af hverju hann taldi sig þurfa að fá leitarheimild hjá Cohen.
- Þau gögn þurftu að sýna fram á - líkur á tengslum lögfræðingsins og þar með fullri vitneskju, um glæpsamlegt athæfi.
- Einungis með því að sannfæra - saksóknara, sem Trump skipaði, að líklegt væri að einn lögfræðinga Trumps, hefði í fórum sínum vitneskju um glæpsamlegt athæfi -- gat Mueller fengið þetta fram.
--Þarna er rannsóknin komin bersýnilega, langt umfram þ.s. nokkur heilvita maður getur kallað, Demókrata-samsæri. - Waldman bendir síðan á, að leitin hafi síðan verið fyrirskipuð óhjákvæmilega af þeim dómara sem Geoffrey Hemann þá leitaði til - og sannfærði sjálfur persónulega á grunni gagna þeirra sem Mueller hafði eftirlátið honum, að fyrirskipa leit á skrifstofu Cohens. Leitin hafi því ekki tengst með beinum hætti - embætti Muellers.
- Mueller hafi ekki þau gögn undir höndum líklega enn, sem tekin voru af skrifstofu Cohens, heldur embætti Geoffrey Harmanns - skv. leitarheimildinni frá dómaranum.
- Þar muni að líkindum vera skipað sérfræðiteymi til að líta yfir þau gögn "taint team" til að meta gögnin út frá því að hvaða mati þau innihalda vísbendingar um glæpsamlegt athæfi.
- Einungis ef slík gögn koma í ljós, fái Mueller þau í hendur.
- Punkturinn í þessu sé sá, að það sé sennilega orðið of seint fyrir Trump að reka Mueller.
Jafnvel þó Mueller væri rekinn, mundi málið tengt þeim gögnum sem náðust á skrifstofu Cohens, mala áfram í kerfinu í NewYork. Og ef þau gögn sannarlega innihalda upplýsingar um glæpsamlegt athæfi og ef þ.s. Cohen er einn lögfræðinga Trumps - Trump tengist því persónulega!
--Þá væri Trump kominn í sama djúpa skítinn og Nixon, eftir að Watergate komst upp.
Niðurstaða
Ég viðurkenni að ég gerði mér ekki fulla grein fyrir því hve miklum vandræðum Trump getur verið kominn í, í kjölfar leitar á skrifstofu Micheal Cohen. En punkturinn um þá leit, er að skv. upplýsingum - snerist sú leit einmitt að því að ná taki á samskiptum Cohens við skjólstæðing sinn, sem vanalega eru lögvernduð.
Það sé einmitt vegna þess, að beiðnin snerist um að komast yfir lögvernduð trúnaðarsamskipti lögfræðings og skjólstæðings, að beiðni Muellers hafi þurft að fara í gegnum allar ofangreindar hindranir.
Til þess að sannfæra saksóknara sem Trump skipaði, að sjálfur leita til dómara til að fá leitareimild samþykkta - þá greinilega þurfti Mueller að hafa í sínum fórum eitthvað ákaflega sannfærandi.
--Þetta þíðir einfaldlega, herrar mínir og frúr, að Trump líklega klárar ekki kjörtímabil sitt.
--Meira að segja þingmenn Repúblikana, munu ekki standa með Trump, þegar sönnuð alvarleg lögbrot liggja fyrir.
Það þarf einungis að sannfæra nægilega marga Repúblikana til að ná fram meirihluta í Fulltrúasadeild fyrir því að Öldungadeild Bandaríkjaþings hefji formlega glæparannsókn.
--En beiðnin þarf að koma frá Fulltrúadeildinni, síðan rannsakar Öldungadeildin málið, en eftir að niðurstaða liggur fyrir - hittast deildirnar báðar sameiginlega og greiða sameiginlegt atkvæði um niðurstöðuna, og þá ræður einfaldur meirihluti.
--En til að hefja rannsókn, þarf 2/3 meirihluta í Fulltrúadeild fyrir beiðni til Öldungadeildar.
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
- Rússland getur hugsanlega haldið fram Úkraínustríði, allt að ...
- Rússland ætlar að hætta stuðningi við uppreisnarmenn í Súdan ...
- Gríðarlega mikilvægt að Úkraína fær bráðnauðsynlega hernaðara...
Nýjustu athugasemdir
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al...: Margar þjóðir eru tibúnar að hjálpa til við uppbygginguna en sú... 9.12.2024
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al...: Grímur Kjartansson , Sýrland er efnahagslega rjúkandi rúst - ei... 9.12.2024
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al...: Mér skilst að al-Jilani hafi keypt sér liðveislu USA með því a... 9.12.2024
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerl...: Ásgrímur Hartmannsson , grímur -- Viðreisn er hægri flokkur. Ha... 8.12.2024
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.12.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 31
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 28
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar