Pútín virtist hóta vandræðum fyrir Vesturlönd - ef það yrði önnur árás framkvæmd á yfirráðasvæði Damaskus stjórnarinnar í Sýrlandi

Áður en ég vík að viðbrögðum Pútíns, er rétt tel ég að tæpa á því er virðist heimssýn Pútíns - en hún virðist snúast um vilja til að snúa til baka til þess heimsfyrirkomulags er var til staðar fyrir Fyrra-Stríð.

Ég er að vísa til krafna, sbr:

  1. Heimta að Rússland hafi viðurkennt yfirráðasvæði, er nái yfir lönd - með viðurkennt fullveldi, þannig að viðurkennt væri að Rússland hefði rétt til að hlutast til um innanlandsmál þeirra, og auk þess rétt að ákvarða þeirra framtíð - í samræmi við skilgreinda hagsmuni stjórnvalda Rússlands hverju sinni á þeim rússnesku hagsmunum.
  2. Ákall hans eftir nýrri - Yalta ráðstefnu er í takt við þetta, en þá skiptu þáverandi ráðamenn Bandaríkjanna, Bretlands og Sovétríkjanna - Evrasíu á milli sína.
    --Vart er Pútín þó svo óraunhæfur að halda að unnt væri að endurtaka þann leik með þau svæði sem komin séu í dag undir áhrif Kína.
  3. En Pútín sem sagt endurtekið krefst þess, að viðurkennd Vestræn stórveldi fundi með honum - og einhvers konar ný skipting Evrópu fari fram.
  4. Ég hef veitt þess að auki athygli, að Rússland þ.e. Pútín - virðist styðja flokka fólks á Vesturlöndum, sem eru í andstöðu við núverandi -- alþjóðasamfélag, þ.e. stofnanabyndingu alþjóðakerfisins sem búin var til eftir Seinni-Styrrjöld.
    --Svokallaðir, "anti globalistar"
  5. Þetta sé væntanlega í samræmi við heimsmynd Pútíns, að vilja snúa til baka aftur til þess tíma - er stórveldin höfðu leppríki - og þau vösuðust með heiminn á fundum þ.s. einungis fulltrúar þeirra funduðu.
    --Væntanlega yrði Xi Jinping boðið á slíka fundi, ef vilji Pútíns næðist fram.
    **Íslenskir "anti globalistar" sem gjarnan eru einnig ofur-þjóðernissinnaðir eru einstaklega heimskir, því Ísland hefði ekkert sjálfstæði í slíku heimskerfi -- einungis í kerfi með bindandi reglum, getur það haft eitthvað sem nálgast raunverulegt sjálfsforræði.
  6. Mig grunar, að Pútín væri áhugasamur um að sannfæra Xi - um að gangast inn á hans heimssýn.
    --Hinn bóginn, virðist Xi - frekar vilja aukin áhrif Kína innan þeirra stofnana, en að snúa aftur til fyrirkomulags 19. aldar.


Punkturinn í þessari samantekt er sá, að þ.e. líklega í takt við andstöðu Pútíns við stofnana- og regluvæðingu heims-samfélagsins, að vilja grafa undan alþjóðalögum!

Rétt að hafa í huga, að það voru Vesturlönd er komu á þessu stofnanakerfi - og hugmyndin að því, er hvorki meira né minna en sú - að skapa reglukerfi þ.s. öll lönd skuldbinda sig til að fylgja tilteknum reglum.
--Sem einnig þíði, að þau skuldbindi sig í tilvikum - til að láta vera tilteknar athafnir.

Eins og við vitum, hafa ekki allir raunverulega fylgt þessum reglum.
Raunverulega hafa Bandaríkin sjálf æði oft brotið þær - þó þeir hafi einnig gætt sín á að ganga ekki heldur það langt sjálfir að það kollvarpi kerfinu.
--Hinn bóginn, virðist Pútín beinlínis reglukerfið sjálft feigt, þ.e. brottnuma það alfarið.

  1. Hann virðist halda, að Rússland sé sterkt.
  2. Það mundi þrífast í kerfi, þ.s. engar reglur eru til staðar, nema samkomulag hinna sterku.

--Rétt að ryfja upp, að gamla kerfið þ.s. engar reglur -- einnig þíddi, mjög reglulegar styrrjaldir milli stórvelda fyrri tíðar.

Hinn bóginn, gæti verið að tilvist kjarnorkuvopna leiddi til annarrar niðurstöðu.
Hinn bóginn, held ég að kerfi með bindandi reglum - sé síður líklegt að leiða fram átök.
--En kerfi þ.s. engar reglu gilda, heldur einungis hvað samkomulag stórvelda gildi í það skiptið, þangað til að eitthvert þeirra - brýtur það næst.

 

Pútín lét ekki fylgja með sögu, akkúrat hvaða vandræði!

Russia's Putin predicts global 'chaos' if West hits Syria again

Eins og ég benti á síðast: Trump sagður hafa fyrirskipað hernaðarárásir á Sýrland.

  1. Ef engin framfylgir alþjóðalögum t.d. banni við notkun eiturgasvopna, þá fljótlega verður slíkt bann - markleysa, og lönd hundsa með öllu.
  2. Vegna innra skipulags SÞ-getur SÞ ekki virkað sem heimslögga, því einhver mun alltaf beita neitunarvaldi í Öryggisráði SÞ.
  3. Mig grunar sterklega, að Pútín - einmitt vilji gera notkun eiturgasvopna - normal. Ekki endilega vegna þess að hann elski þannig vopn -- heldur því hann vilji veikja eins og hann getur, það alþjóða reglukerfi sem Vesturlönd komu á fót.
  4. Það sé í takt við, stuðning Pútíns við "anti globalista" jaðarflokka á Vesturlöndum, sem virðast gjarnan fylgja Pútín að málum í alþjóðadeilum - kannski vegna þess að komið hefur í ljós að Pútín lætur þá fá peninga.
  • Mig grunar, að Pútín hafi gert sér vonir við - America first - stefnu Trumps, vegna augljósrar óánægju Trumps einmitt gagnvart SÞ -- óánægju sem gætir einnig meðal þeirra róttæku þjóðernissinna innan Bandaríkjanna, er fylgja gjarnan Trump að máli.
    --Það hafi verið líklega, draumur Pútíns, að Trump mundi að einhverju verulegu leiti - vinna vinnuna fyrir hann, að grafa undan þeirri stofnanabindingu heimsins sem Pútín vill losna við.

Hinn bóginn, gera bandamenn Bandaríkjanna - sitt ítrasta til að sannfæra Trump um að vinna með kerfinu -- ekki gegn því.

Pútín geri sítt ítrasta til að breiða hugmyndir um að stofnanabinding heimsins sé samsæri gegn ríkjum heims.
--Pútín líklega sér það sem samsæri gegn Rússlandi.
--Pútín virðist hafa á seinni árum gert sér grein fyrir því hvað netið sé öflugt tæki í að útbreiða áróður.

Við sjáum því stað í ótrúlegri útbreiðslu samsæriskenningasíðna, sem virðast mjög margar - afar andvígar Vesturlöndum.
--Og merkilega oft, fylgnar heimssýn þeirri sem Pútín heldur á lofti.

Ég stórfellt efa það sé tilviljun.
Heldur séu leynistofnanir Rússlands, komnar á netið og vinni í því að halda uppi þúsundum síðna er breiða út nær allar afar sambærilegan áróður!

--Þær notfæri sér hrekkleysi margra netverja, er virðast alltof oft blekkjast þegar áróður er sagður vera staðreyndir.

 

Niðurstaða

Ég er óviss um það hvaða óskunda Pútín hefur í huga - hvaða hefnd akkúrat. En rétt að árétta að árásin um daginn á stöðvar í eigu Damaskus stjórnarinnar, olli engu mannfalli ef marka má orð Damaskus stjórnarinnar - þannig væntanlega var aðvörun send út.
--M.ö.o. einungis urðu mannvirki fyrir tjóni en væntanlega má treysta Assad í þetta sinn, því ef einhver hefði fallið hefðu myndir af líkum fallinna borist strax út á vefinn.

Það þykir mér afar væg refsins ef út í þ.e. farið hafandi í huga að sérfræðingar Sþ telja alls Damaskus stjórnina hafa framið 11 eiturgasárásir - á undan. Það sé einmitt vegna tíðni slíkra árása, að það sé ekkert sérstaklega ótrúverðugt að árásin nýverið hafi farið fram.

Fullyrðingar þess efnis að Vesturlönd hafi einhvern veginn sett allt á svið - hljóma barnalegar, er haft er í huga að svæðið sem ráðist var á - er steinsnar frá Damaskus borg, hluti úthverfa þeirrar borgar og hafði verið alfarið umkringt árum saman.

Með hermenn Assads allan hringinn, og flugher Assads yfir nánast stöðugt - auðvitað svæðið innan færis frá öflugum loftvarnarkerfum er gæta Damaskus borgar -- þá er algerlega óhugsandi virðist mér að Vesturlönd hafi getað komið þangað nokkrum sköpuðum hlut.

Einungis spilling liðsmanna Assads sjálfs, gæti leitt til þess að eitthvað bærist þangað sem ekki ætti. Eða, að liðsmenn Assads hefðu sjálfir auðvitað sent sprengjuna.

Það hlýtur að vera merkilegt afrek fyrir þann uppreisnarhóp er sat þarna svo lengi að halda þetta út allan þennan tíma. Og eiginlega óhugsandi eftir stöðugar sprengjuárásir allan liðlangan tímann og fyrir utan að vera umkringdir allan þennan tíma, að þeir hafi getað ráðið yfir efnaverksmiðju til eitursprengjugerðar.

--Í seinni tíð, virðist frásögnin ekki lengur beinast að þessari afar heimskulegu samsæriskenningu, heldur því haldið fram -- að árásin hafi einfaldlega ekki farið fram.

--Nú þegar rússn. sérfræðingar hafa farið um svæðið, er auðvitað tæknilega mögulegt að þeir hafi gert sitt besta til að afmá verksummerki -- enda mundi það þjóna tilgangi Pútíns, að ekkert mundi finnast, til að varpa upp þeirri nýju ásökun þá -- að þetta væri eins og fyrir árás Bush á Írak 2003. Næg er tortryggnin á netinu enn út af því dæmi.

--Pútín vill auðvitað gera Vesturlöndum það ómögulegt að framfylgja alþjóðalögum, með því að skapa slíkt vantraust meðal eigin borgara Vesturlanda - að pólitíkin á Vesturlöndum snúist algerlega gegn öllum aðgerðum, ætlað að verja reglukerfið sjálft sem Vesturlönd komu upp á sínum tíma.

Allt í þeim tilgangi Pútíns, að því markmiði, að leiða fram hrun þess kerfis.
Snúa heiminum aftur til baka til kerfis 19. aldar, er einungis gilti vilji stórveldanna.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Örn Einar Hansen

Þú ert sjálfsagt einn af þessum sem kaupir áróðurinn og að bandaríkjamenn hafi gert "þarfaþing" um helgina. Sjálfsagt ert í sama flokki, og vangefnir sænskir "leyniþjónustumenn" sem sátu um helgina, skitu í buxurnar og héldu að pútin myndi "svar" skotunum. En ekkert gerðist.  Sjálfsagt ertu einnig einn af þeim, sem  finnst þetta hafa verið voðalega gott og ert stoltur af kallinum, sem þú áður hefur kallað að sé ... hvað, hefurðu kallað Trump áður, illnefnum? ansi mörgum ekki satt. En nú ertu stoltur, þegar hann er búinn að setja af stað heimstyrjöld. Ertu farinn að setja upp reiknivél, svo þu getur reiknað miljónirnar sem deyja í henni? færðu kanski krónu á skalla eins og þegar kaninn vildi útrýma indiánum í Ameriku.

Ameríkanar kalla rússa fyrir "Pussies", og almennt hafa enga virðingu fyrir þeim. Einmitt vegna þess að þeir aldrei fyrir sig.

Þeir eru ófáir "hálf" nasistarnir hér á blogginu og víða annars staðar, sem "réttlæta" anitsemitisman með því að "óvinurinn" sé ljótur kall. Örugglega er hann það, enginn vafi ... en þú ert að réttlæta menn, sem eru eiturlyfjasalar, þrælasalar, og standa fyrir stórfelldum glæpum um allan heim. Hinir gera þetta líka ... alveg rétt. En að menn skuli stilla sér bak "tjallans" sem hefur framið glæpi á Íslandi, er ekkert til að hreikja sér af ... sem Íslendingur.

Svo niðurstaða þín á að vera svona:

Rússar eru almennt "Pussies" og koma aldrei til með að gera neitt sem er afgerandi. Það eina sem þeir "gera", er að minnka áhrifa glæpasamtakanna sem við styðjum. Að sjálfsögðu með glæpum í eigin hag.

Allt hjal,um hvað Rússar séu "hættulegir" er bara kjaftæði ... þeir hafa alla tíð, verið "pussies".

Það er alveg sama, hvort það sé Putin, eða Trump sem stendur upp í pontu eins og þau May, Franska Makkarónan og Donald Duck gerðu um helgina og hreikja sér af morðvopnum sínum ... að hreikja sér af getu sinni, til að myrða fólk ... er ógeðslegt fólk.

Ógeðslegt.

Að sjálfsögðu koma allir aðilar fram og segja "enginn" dó ... Putin kemur fram og segir "við mistum engan" ... en sannleikurinn er sá, að eitthvað um 40 rússneskir hermenn stúpuðu í þessari árás. Allir fela dauðsföllin. Tugir þúsunda eru að deyja í Yemen, og Svíþjóð selur "bönnuð" efni til Saudi Arabíu sem þeir nota til að myrða almenna borgara þar.

Ég get haldið áfram Einar ...

Ég segi enn og aftur, Einar ... Rússar eru Pussies ... Guði sé lof fyrir það.  Og ég tek undir hjá þjóðverjum, með að þeir eru engir "óvinir" og almennt "pappírs dreki".

Og allt svona tal, og að reyna æsa "ótta" fólks eins og Svíar hafa gert ... áttu að hætta með.

Örn Einar Hansen, 16.4.2018 kl. 05:34

2 Smámynd: Lárus Ingi Guðmundsson

Vesturl og þa serstakl Usa og Miðevropa eða ESB eru að hruni komið en það vantar sð geta kennt einhverjum um hrun kerfisins. Blorabogulinn vantar. Esb og NATO er nakvæmlega ekki neitt annað en tibyskur miðevropskur kaþolskur fastistalyður af verstu gerð og Það vita russar. Fasista lyðurinn lætur yfileitt asakanir nægja til þess að rettlæta gerðir sinar og þa samanber hengingar a blokkufolki i usa forðum og drap nasista a gyðingum. Russfr eru vel meðvitaðir um soguna og oruggl u mun meiri tengingu við hana heldur en margur iskendingurinn. Hja Vesturlondum að þa er þetta  buið spil. Þarf ekki Putín til. 

Lárus Ingi Guðmundsson, 16.4.2018 kl. 08:28

3 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Bjarne Örn Hansen,  útskýrðu fyrir mér hvað þú hefur fyrir þér að árásin hafi leitt til mannfalls, þegar Assad sjálfur segir að ekkert mannfall hafi orðið? Sérstaklega hafandi í huga að mér virðist óhugsandi annað en að ef mannfall hefði orðið, þá hefði Assad séð til þess að myndir af líkum væru áberandi á netinu - þ.s. það væri í samræmi við hans hagsmuni í tilviki mannfalls.

Mér virðist þú eins og vanalega rausa án nokkurrar minnstu vitneskju um mál.
Afstaða þín virðist mér mótast af fyrirfram hugmyndum og afar skrítnum fordómum.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 16.4.2018 kl. 08:32

4 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Lárus Ingi Guðmundsson, hmm - hvað bendir til hruns Vesturlanda akkúrat? Ég kem ekki auga á nokkra ástæðu, meðan Vesturlönd eru innbyrðis sammála um að viðhalda kerfinu, sem áratugum hefur gagnast þeim svo ákaflega vel. Og greinilega gerir það svo enn! En hrun kerfisins mundi augljóslega stórfellt veikja Vesturlönd sjálf -- væri að skora á eigið mark.

Það er auðvitað hvers vegna Pútín leggur svo mikla áherslu á að dreifa óhróðri um það kerfi á ótal vefsíðum sem þykjast óháðar en raunverulega útbreiða rússneskum áróðri framreiddum af starfsmönnum rússn. ríkisins. Vef áróðursherferð Rússlands á vefnum sem sést stað í gríðarlegri útbreiðslu áróðurssíðan reknar af stjv. Rússlands. Minnir mig sterklega á áróðursherferð á 9. áratugnum, undir lok Kalda-stríðsins; þegar Pútín var yfirmaður KGB í A-Þýskalandi. Það þíðir, að Pútín hefur tekið virkan þátt í að reka þá áróðursherferð og þekkir því af eigin reynslu ákaflega vel hvernig slíkt er gert -- það eina nýja, sé að tilkoma netsins á 10. áratugnum og uppgötvun Pútíns að netið sé mun skilivrkari vettvangur til útbreiðslu áróðurs en nokkuð það fyrirkomulag sem áður var til.

Mér finnst merkilegt sá fjöldi sem hefur látið blekkjast af netáróðursvél Pútíns, og í raun tekið sér hlutverk kommúnista í Evrópu í Kalda-stríðinu, að fylgja línunni frá Moskvu í blindni. Eiginlega sé sá hópur, kommúnistar 21. aldar - gangi í sama hlutverk, að vinna verkið með Kremlverjum, að grafa undan lýðræðinu á Vesturlöndum og geta Vesturlanda til að beita sér - gegn skilgreindum hagsmunum Kremlverja.

--Samanlagt eru Vesturlönd sterkari en nokkur annar.
--Kína sé ólíklegt að verða nokkru sinni sterkara en þau öll samanlagt.
Þó Kína geti mögulega orðið sterkara en Bandaríkin ein og sér.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 16.4.2018 kl. 08:42

5 Smámynd: Borgþór Jónsson

Einar ,þú virðist ekki vera með á hreinu hvað orðið sviðsetning merkir. Ef Rússar segja að efnavopnaárás hafi verið sviðsett ,merkir það að engin árás hafi átt sér stað,,en það hafi verið gripið til aðgerða til að láta líta út fyrir að slík árás hafi átt sér stað. Það er það sama og að engin árás hafi átt sér stað.

Bíomynd er ágætt dæmi um sviðsetningu. Í bíomyndum er fólk oftsinnis drepið ,en það er enginn drepinn í alvöru. Það er sviðsetning.

.

Það virðist vera að þú þekkir ekkert til Putins. Öll greiniin sem þú skrifar hefur ekkert með skoðanir Putins að gera. þetta er alger uppspuni hjá þér. Það er þó ein undantekning þar á. Putin er hlynntur þjóðríkinu og rétti þess til að setja sínar eigin reglur. Hann er sem sagt ekki svokallaður globalisti,sem vilja eyða þjóðríkjum og koma á alheimsstjórn. Ríki verða í slíku fyrirkomulagi einskonar ömt. Margir vilja til dæmis að ESB þróist í slíkt fyrirkomulag og sífellt er unnið í þá átt.

.

Putin er lika mjög fylgjandi alþjóðalögum sem tryggi ríkjum þennan rétt,til dæmis stofnsáttmála SÞ. 

Í stofnsáttmálla SÞ stendur þetta:

    • All Members shall refrain in their international relations from the threat or use of force against the territorial integrity or political independence of any state, or in any other manner inconsistent with the Purposes of the United Nations.

    • Þessa grein sáttmálans brjóta Bandaríkjamenn daglega með aðstoð fylgiríkja sinna,og hafa gert áratugum saman. Nú síðast þegar þeir gerðu tilefnislausa árás á Sýrland. 

    • Frá Bandaríkjunum koma daglega hótanir um hernaðarofbeldi,ofbeldi í formi efnahagsþvingana og hreint ofbeldi.

    • Dæmi um þetta eru Júgoslavia ,Yemeen,Libya,Norður Kórea,Sýrland,Írak,Venesúela,Rússland og endalaus runa af ríkjum sem of langt væri upp að telja. Bandaríkjamenn brjóta í sífellu þessa grundvallarreglu. þetta á líka við um Breta og Frakka þó í minna mæli sé. En það er ekki bara þessi grundvallarregla sem er brotin,heldur margar aðrar. 

    • .

    • Ef þetta er ekki að grafa undan alþjóðalögum,veit ég ekki hvað það er. Ein af ástæðunum fyrir að þetta fólk hagar sér svona,er að það viðurkennir ekki þjóðríkið. Það viðurkennir ekki að vald þeirra hafi einhver takmörk,einhver landamæri. Putin benti á í sinni frægu ræðu í Munchen 2007 að "unipolar world" mundi ekki leiða til friðar. Atburðir síðustu ára hafa staðfest þetta kyrfilega.

    • Bandaríkjamenn telja að heimurinn sé unipolar,þeir hafi rétt á að skipa málum í havða kima veraldar sem er. Það séu engin landamæri til þegar þeir séu annarsvegar.  Afleiðingarnar sjáum við á hverjum degi í formi átaka og manndrápa.

    • .Bandaríkjamenn eru með þessu að grafa undan því fyrirkomulagi sem þeir sjálfir tóku svo ríkann þátt í að koma á. Það fyrirkomulag gerði ráð fyrir rétti ríkja til að haga sínum innanríkismálum með þeim hætti sem þeim þætti hentast.

    • .

    • Rússar eru ennþá hlynntir þessu fyrirkomulagi og áskilja sér rétt til að haga sér  samkvæmt því. Um þetta snúast átökin.

    • .

    Borgþór Jónsson, 16.4.2018 kl. 13:28

    6 Smámynd: Borgþór Jónsson

    Þegar ég las greinina eftir þig datt mér í hug það sem afi heitinn sagði stundum þegar honum þótti mér farast illa við það sem ég var að gera.

    "Það er eins og andskotinn hafi gert þetta með öfugum klónum" :))

    Borgþór Jónsson, 16.4.2018 kl. 13:37

    7 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

    Borgþór Jónsson, eins og vanalega er eins og þú horfir á allt annan heim en fólk flest:

    Aðgerðir Vesturlanda í fyrrum Júgóslavíu voru nauðsynlegar, þær bundu með hraði endi á mjög mannskætt borgarastríð, og komu í veg fyrir mjög alvarlegan mannlegan harmleik er líklega hefði leitt til mikils flóttamannastraums til V-Evrópu.
    --Þetta tókst fullkomlega, þ.e. stríðin tóku raunverulega enda og það á skömmum tíma, greinilega var það hárrétt ákvörðun að beita Serbíu þrýstingi, með hótun um innrás, sem þó fór ekki fram.

    Árásin á Sýrland var ekki tilefnislaus - heldur refsing við nýlegri eiturgasárás stjv. í Damaskus -- flóknara er það ekki. Um einfalt réttlæti að ræða - að verja alþjóðalög, en án þess að einhver refsi fyrir eiturgasárásir yrði bann við notkun eiturgasvopna dauður bókstatur.
    --Það hvað Pútín lætur nú út af fullkomlega réttlátri agðerð, sýnir að hann hefur illt í hyggju, eins og ég færi rök fyrir, er ein marga vísbendinga þess að hann vilji grafa undan alþjóðalagakerfinu.

    Efnahagsþvinganir, eru mjög eðlilegar vægari aðgerðir gagnvart löndum, sem brjóta alþjóðalög með vægari hætti - en Assad gerði um daginn með beitingu eiturgasvopna.
    --Vesturlönd eru einfaldlega að verja alþjóðalög, það kerfi sem þau komu á, og stöðug andstaða Pútíns er nær fullkomin sönnun þess, fyrir utan yfirlýsingar áður komnar frá Pútín þ.s. hann hefur krafist yfirráðasvæði eða áhrifasvæði t.d. sýnir mæta vel, að sýn mín á Pútín og hans stefnu er líklega rétt.

      • Pútín gerði innrás í Georgíu ca. 2003 eða 2004, rússn. her nær gereyddi her landsins í bardögum innan landamæra Georgíu, fyrir þeirri innrás var engin réttlæting -- einfaldlega að Pútín ákvað að ráðst á bandamann Bandar. þegar bandar. herinn var önnum kafinn í Írak.

      • Pútín gerði innrás í Úkraínu - tvær innrásir, fyrst með hertöku Krímskaga, síðan ólöglegri innlimun, þar næst innrás í A-Úkraínu þ.s. enn er til staðar rússn. málaliðaher innan landamæra Úkraínu.

      • Rétt að muna, að á undan þessu, beitti Pútín Úkraínu stigvaxandi efnahagsþvingunum, í tíð stjórnarinnar er sat í Úkraínu á undan þeirri atburðarás, til að þvinga forseta landsins - til að afsala stórum hluta fellveldis landsins til Rússlands. Þegar forseti landsins á endanum gafst upp fyrir þvingunum Pútíns, beindist reiði almennings í Úkraínu í stað Pútíns að eigin forseta.

      • Pútín hefur einnig beitt Moldavíu efnahagsþvingunum af margvíslegu tagi.

      • Ég man Pútín beitti fyrir nokkrum árum, Hvíta-Rússland þvingunum, til að þvinga Lukashenko til þess að selja til Gasprom, ríkisgasfyrirtæki landsins.

      Ég er ekki búinn að telja enn allt til, en Pútín hefur einnig beitt við og við þvingunum og hótunum á ríki, Mið-Asíu, en líklega þorir því ekki lengur eftir að Kína er orðið ríkjandi veldi á því svæði í dag.

      Pútín hefur langa og samfellda sögu yfirgangs og ofbeldis gagnvart nágrannalöndum Rússlands, eiginlega er þetta rauður þráður í gegnum alla hans valdatíð.

      Kv.

      Einar Björn Bjarnason, 16.4.2018 kl. 23:43

      8 Smámynd: Borgþór Jónsson

      Það má með sanni segja að þú ert ekkert sérstaklega sanngjarn þegar kemur að umfjöllun um Rússland. Þú veist væntanlega að Georgíustríðið byrjaði með því að Georgíuher gerði stórskotaliðsárás á Rússneska herinn og drap slatta af Rússneskum hermönnum. Það er að mínu mati afar frjálsleg túlkun að segja að svar Rússa við þessu hafi verið tilefnislaust. Það er enginn ágreiningur um þetta.

      Þú verður að fara að uppfæra. Þú ert ennþá að notast við áróðursbullið sem var notað meðan stríðið stóð yfir. það er löngu aflagt hjá öllum sem eitthvað fylgjast með.

      Sama gegnir umm orkudeilu Rússa og hvítrússa 2007. Samkvæmt skrifum þínum vaknaði Putin einn daginn ,fór á lappir og neyddi Hvítrússa til að selja sér gasfyrirtækið sitt. Þetta var eiginlega ekki svona einfalt. Þannig var að Rússar höfðu selt Hvítrússum gas með 85% afslætti. Putin vildi hækka verðið þannig að afsláttur Hvítrússa yrði bara 33%.

      Þetta gátu Hvítrússar ekki sætt sig við,sennilega gátu þeir ekki borgað þetta verð. Niðurstaðan varð sú að Hvítrússar fengu gasið með 60% afslætti,Gasprom fékk að kaupa 50% hlut í Beltransgas fyrir 2,5 milljarða dollara og transitfé Hvítrússa hækkaði um 70%.

      Inn í þetta fléttaðist svo 480 milljón dollara gasskuld Hvítrússa.

      Ég veit ekki hvaða forsemdur þú hefur til að kalla þetta þvingun. Þó ég hafi ekki verið viðstaddur samningana finnst mér líklegt að Hvítrússar hafi einfaldlega ekki getað borgað gas á 67% af gangverði ,og þeir hafi heldur ekki getað greitt gasskuldina. Hvað var þá til ráða? Áttu Rússar að halda áfram að gefa Hvítrússum gasið og gefa eftir skuldina? Hefurðu einhverja sanngjarnari lausn en þá sem varð ofaná.? Þó ég viti það ekki í sjálfu sér,þá finnst mér ekki ólíklegt að gasverðið til Hvítrússa hafi verið komið niðurfyrir kostnaðarverð.

      Hvítrússum stóð til boða að kaupa gas með 33% afslætti og borga skuldina. Það er ekki slæmur díll.

      Fyrrum Sovétlýðveldin í Evrópu héldu áfram að haga sér eins og blóðsugur á Rússneska ríkinu eftir fall Sovétríkjanna. Eftir aldamótin tók Putin sér fyrir hendur að lagfæra þetta að einhverju leyti og olli þetta hörðum viðbrögðum hjá blóðsugunum. Putin leiðrétti þetta samt að hluta til,en þessi ríki nutu samt miklu hagstæðari kjara á Rússnneskri orku en önnur ríki,og njóta sum hver enn. Einhverstaðar sá ég að styrkur Rússa til Hvítarússlands sé metinn 2,5 milljarðar dollara árlega ,í formi lágs gasverðs og kaupréttar á olíu á afsláttarkjörum. 

      Saga Úkrainu fyrir valdarán er að mörgu leyti svipuð.

      Nú hafa Úkrainumenn ákveðið að skjóta enn einu sinni í það litla sem er eftir af löppinni á sér og segja sig úr CIS hópnum. Þar með missa þeir tollfríðindi fyrir um 20% af útflutningi sínum. Rússland er langstærsta viðskiftaland þeirra enn þann dag í dag,þrátt fyrir allt. Nú verða Úkrinumenn að fara að skjóta sig í hinn fótinn fyrst sá fyrri er búinn. Á næsta ári missa þeir svo 2 milljarða dollara í transitfé.Þetta er ca 5% af útflutningstekjum þeirra.

      Hvílík stjórnkænska.

      Borgþór Jónsson, 17.4.2018 kl. 01:29

      9 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

      Borgþór Jónsson, ha - ha - ha "Þú veist væntanlega að Georgíustríðið byrjaði með því að Georgíuher gerði stórskotaliðsárás á Rússneska herinn og drap slatta af Rússneskum hermönnum." -- svona eins og er Hitler sagði Þýskaland haustið 1939 vera að svara árás Póllands sem sviðsett var af nasistum sjálfum.
      --Þessi ásökun hefur nákvæmlega engan trúverðugleika, frekar en ásökun nasista haustið 1939.
      --Algerlega augljóst, að Pútín réðst á Georgíu til að lama bandarískan bandamann, allt annað sagt sé einfaldlega kjaftæði.
      --Þetta hafi verið algerlega skýrt árásarstríð, eins og nokkrum mánuðum fyrr - innrás Bush í 

      "Það er enginn ágreiningur um þetta." - Ha, ha - ha.

      "Samkvæmt skrifum þínum vaknaði Putin einn daginn ,fór á lappir og neyddi Hvítrússa til að selja sér gasfyrirtækið sitt. Þetta var eiginlega ekki svona einfalt. Þannig var að Rússar höfðu selt Hvítrússum gas með 85% afslætti. Putin vildi hækka verðið þannig að afsláttur Hvítrússa yrði bara 33%."

      Þvættingur eins og allar þínar frásagnir með tilvitnun í frásagnir rússn. stjv. -- ég fylgdist vel með þessu máli; þarna þvingaði Pútín - Hvíta-Rússland til að afsala sér kerfi gasleiðsla yfir til Gasprom, er liggur í gegnum Hvtía-Rússland.
      --Það voru eins og í fyrri hluta deilu við Úkraínu, af hálfu Rússlands beitt stigvaxandi þvingunum, þanga til Lukashenko gafst upp.
      --Í Hvíta-Rússlandi, varð þó engin uppreisn eins og varð í Úkraínu, í sumu leiti sambærilegu samhengi, þó tilraunir rússn. stjv. að þvinga Úkraínu, hafi haft annan tilgang.

      "Hvítrússum stóð til boða að kaupa gas með 33% afslætti og borga skuldina. Það er ekki slæmur díll."

      Þarna var rifist um verð á gasi, eins og þegar Rússland reifst við Úkraínu - nokkrum árum fyrr. Þessi skuld meinta kom til vegna þess, að menn deildi á hvað væri rétt verð -- Rússar töldu Hvít-Rússar ættu að greiða meira.
      --Það má kalla upphaf deilunnar.

      En síðan lögðu stjv. Rússl. fram þá kröfu, að Hvít-Rússar afsöluðu sér eign á gas infrastrúktúr Hvít-Rússlands yfir til Gasprom, að auki.
      --Það komu hótanir um að skrúfa fyrir gas, Það voru hótanir tengdar útflutningi Hvít-Rússl. af tagi klassístk beitt af Mosku valdinu, og að auki hótanir tengdar peningum sendir frá Hvít-Rússum vinnandi í Rússl. heim.

      Eiginlega sama sería af hótunum beitt var síðar í deilu við Úkraínu, í undanfara þess að víðtæk óánægja braust út meðal almennings í Úkraínu.

      Viðskiptarefsiaðgerðir Pútíns fylgja að virðist svipaðri formúlu.

      "Fyrrum Sovétlýðveldin í Evrópu héldu áfram að haga sér eins og blóðsugur á Rússneska ríkinu eftir fall Sovétríkjanna."

      Right -- afsakanir þínar á yfirgangi Pútíns halda áfram að vera jafn ótrúlegar.

      "Saga Úkrainu fyrir valdarán er að mörgu leyti svipuð."

      Þetta er eins og ég sagði, síðan Pútín komst til valda hefur hann margsinnis stundað alvarlegan yfirgang gagnvart grönnum Rússlands - misalvarlegan þó.

      Yfirgangur hans gagnvart Georgíu og Úkraínu er þó í sérflokki, þ.e. rússn. árásarstríð í báðum tilvikum.

      Kv.

      ""

      Einar Björn Bjarnason, 17.4.2018 kl. 10:41

      10 Smámynd: Borgþór Jónsson

      Georgia is responsible for unleashing the Five-Day War in the Caucasus last August, says an investigative report carried out by the EU.

      The report was commissioned by the Council of the European Union. More than 30 European military, history and legal specialists – headed by Swiss diplomat Heidi Tagliavini – compiled the document. The group concluded that it was Georgia who fired the first shot and the opening attack was not justifiable under international law.

      "In the opinion of the mission, Georgia provoked the war when it attacked Tskhinvali early on August 8, using heavy artillery," Commission chief Heidi Tagliavini said during the presentation of the report, Interfax news agency reports.

      .

      Ég hef skoðað þessa skýrslu frá ESB ,en af einhverjum ástæðum finn ég hana ekki núna. Það er að verða plagsiður á vesturlöndum að reyna að láta óþægilegann sannleika hverfa. Samanber Boris Johnson.

      Ekki ólíkt því þegar Hitller var að endurskoða Þýsku orðabókina forðum.

      .

      Hér er Condolessa Rice að lýsa því hvernig Georgíustríðið byrjaði. Við Condolessa eru allveg sammála. Condolessa var hundkunnug þessum málum. Hinsvegar skautar hún algerlega fram hjá því að það var beinlínis gerð árás á aðsöðu Rússneskra hermanna ,þar á meðal svefnaðstöðu. Hún lætur þetta ósagt og gefur þar með í skyn að Rússnesku hermennirnir hafi orðið fyrir voðaskoti.Það var því enginn vafi á að árasinni var beint gegn Rússum.

      https://youtu.be/6niGdS6WBnU?t=101

      .

      Svona fjalla Kínverjar um skýrsluna . https://www.youtube.com/watch?v=BEosJCC1D2o

       

      Það vefst ekki fyrir neinum hver átti upptökin að þessu stríði,nema þér.

      Skýrslan og Condolessa eru alveg sammála um það. Það sem Condolessa og ESB gagnrýna ,er að það hafi verið fram úr hófi að eyða Georgíska hernum. Þegar menn ræða slíka hluti geta menn ekki vikið sér frá að setja hluti í samhengi. Góð spurning er hvort Bandaríski herinn mundi sýna hófsemi ef ráðist yrði á hann.Eða Breskii herinn.Þessir herir eru alls ekki þekktir fyrir hófsemi í aðgerðum sínum. Hversvegna er sú krafa lögð á Rússa, og einmitt af þeim sem við vitum að mundu alls ekki sýna neina hófsemi.? Sú saga er ágætlega þekkt ef þig langar að ræða það eitthvað. Til dæmis þegar Bandaríkjamenn brytjuðu niður af gamni sínu, Irakska herinn sem var á flótta frá Kúvæt. Ég álít að þar hafi ekki verið sýnd meiri hófsemi. Dæmin eru fleiri ef þig langar að ræða þetta frekar.

      .

      Varðandi gasið til Hvíta Rússlands.

      Það er svolítið erfitt að ræða þessa hluti við þig ,af því að útgangspunktur þinn er alltaf að Rússar hafi engann rétt af neinu tagi. Að þeim beri einhverskonar skylda til að selja Hvítrússum gas á 85% afslætti. Að ef Rússar vilja hækka gasverðið upp í 67% af markaðsverði sé það einhverskonar mannréttindabrot og ofbeldi.

      .

      Túlkun þín á þessum atburðum er með ólíkindum. Í stuttu máli virðist hún vera sú að Rússar hafi marserað inn með hótunum og hirt Hvítrússnneska ríkisgasleiðslu.

      Svona kynntirðu málið.

      Hið rétta er að það voru gerðir samningar um þessi efni ,þar sem báðir aðilar fengu eitthvað.

      Rússar fengu helminginn í gasleiðslunni og borguðu fyrir 2,5 milljarða dollara. Þeir fengu alls ekki alla gasleiðsluna eins og þú gefur í skin og alls ekki ókeypis eins og þú gefur í skin. Málflutningur þinn er alveg hroðalegur.

      Hvítrússar fengu líka sitt. nánast 100% hærri afslátt en Rússar höfðu boðið. Upphaflega boðið var samt mjög rausnarlegt að mínu mati. 33% afsláttur er ekki lítið.

      Að auki voru transit greiðslurna hækkaðar um 70%.

      Ég verð að segja að það er ömurlegt að verða ítrekað vitni að þessum ands. rasisma sem lýsir sér í að Rússar séu einhverskonar annars floks fólk sem hafi engann rétt.

      Það er sjálfsagt ekki við þig að sakast,þetta er matreitt svona ofan í okkur. Það sem þú gætir hinsvegar gert er að lesa svona blaður með gagnrýnum huga og hafna svona málflutningi. 

       

       

      Borgþór Jónsson, 17.4.2018 kl. 12:50

      11 Smámynd: Borgþór Jónsson

      Þess má til gamans geta að árið 2011 kaupir svo Gasprom restina af Beltransgas,fyrir 2,5 milljarða dollara.

      Þá var gasverðið til Hvítarússlands 164 dollarar á þúsund rúmmetra ,en meðalverð á gasi til ESB nálægt 400 dollurum.

      Hvítrússar borga því ca 40% af markaðsverði.

      Borgþór Jónsson, 17.4.2018 kl. 13:22

      12 Smámynd: Snorri Hansson

      Þetta er skemmtileg vangavelta um verðlagningu og hvernig viðbrögð eru þegar vanskil verða.

      Nú er það þannig að þú Einar ert tengdur síma, rafmagni og hitaveitu.

       Hver eru viðbrögð þessara aðila ef þú greiðir ekki reikningana.

       Þeir kippa þér úr sambandi. Sama skeður ef þú greiðir ekki af lánunum. Þá missir þú húseignina.

       Sem sagt púra ofbeldi.

      En  þetta á auðvitað ekki við þegar helv. Rússarnir  semja um vanskil  við nágrana sína !?

       

      Snorri Hansson, 17.4.2018 kl. 18:39

      Bæta við athugasemd

      Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

      Um bloggið

      Einar Björn Bjarnason

      Höfundur

      Einar Björn Bjarnason
      Einar Björn Bjarnason
      Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
      Apríl 2024
      S M Þ M F F L
        1 2 3 4 5 6
      7 8 9 10 11 12 13
      14 15 16 17 18 19 20
      21 22 23 24 25 26 27
      28 29 30        

      Eldri færslur

      2024

      2023

      2022

      2021

      2020

      2019

      2018

      2017

      2016

      2015

      2014

      2013

      2012

      2011

      2010

      2009

      2008

      Nýjustu myndir

      • Mynd Trump Fylgi
      • Kína mynd 2
      • Kína mynd 1

      Heimsóknir

      Flettingar

      • Í dag (24.4.): 20
      • Sl. sólarhring: 20
      • Sl. viku: 46
      • Frá upphafi: 846678

      Annað

      • Innlit í dag: 20
      • Innlit sl. viku: 46
      • Gestir í dag: 19
      • IP-tölur í dag: 19

      Uppfært á 3 mín. fresti.
      Skýringar

      Innskráning

      Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

      Hafðu samband