Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2018

Rússland virtist hóta hugsanlegum hernaðarátökum við Bandaríkin, ef Trump lætur af hótun um árás á Sýrland - vegna gasárásar á Douma í Sýrlandi

Fyrsta lagi bendir flest til þess að gasárás hafi raunverulega farið fram - fullyrðingar aðila tengdir stjórnvöldum Rússlands, fela í raun í sér fulla viðurkenningu þess, að slík gasárás hafi sannarlega farið fram!

Hinn bóginn, þá virðast af fulltrúum rússneskra stjórnvalda, endurteknar klassískar skýringar þ.e. skýringar sem áður hafa heyrst - en ef marka má skýrslu sérfræðinga á vegum Sameinuðu Þjóðanna, á undanförnum árum hafa sýrlensk stjórnvöld framið alls -- 11 gasárásir, þ.e. síðan sýrlensk stjv. áttu að hafa skilað inn öllum sínum gas-sprengjum.

Skv. því, annað af tvennu, héldu þau eftir einhverjum sprengjum, eða hafa búið til nýjar síðan.

Umdeilt myndband dreift af svokölluðum "hvítum hjálmum" - sem Assad kallar hryðjuverkamenn!

Moscow issues stark warnings on risks of US military action in Syria

US and Russia trade accusations after alleged chemical weapons attack in Douma

Russia Today - US training Syria militants for false flag chemical attack as basis for airstrikes – Russian MoD

  1. Hvaða samsæriskenningu, halda rússnesk stjórnvöld á lofti að þessu sinni?
  2. Kenningin er á þá lund, að Bandaríkin hafi sjálf framið þessa árás, eða að uppreisnarmenn sjálfir hafi framkvæmt hana - um svokallaða "false flag" árás hafi verið að ræða, til þess - tja - að framkalla tylliástæðu til að ráðast á Sýrland -- en Trump fyrirskipaði á sl. ári flugkeytaárás á sýrlenska herstöð í kjölfar gasárásar á sl. ári sem SÞ-telur eftir rannsókn hafa verið framkv. af stjv. Sýrlands.
  • Þetta er auðvitað frekar mögnuð fullyrðing!
  1. Fyrsta lagi, þó Bandaríkin eigi dróna og torséðar vélar - eru þær ekki, ósýnilegar berum augum -- Austur-Ghouta er búið að vera umkringt í fjölda ára nú, og hefur verið undir harðri atlögu í nokkrar vikur -- hvernig ættu uppreisnarmenn þar að eiga gassprengju, eða vera færir eftir fjölda ára langt umsátur, að búa sjálfir til þau eiturefni sem til þyrfti? Af hverju notuðu þeir þá ekki - gassprengjuna þegar árásir á svæðið hófust fyrir nokkrum vikum, til að drepa hluta árásarhersins?
  2. Rússneskar flugvélar fljúga þarna stöðugt yfir, og svæðið sem uppreisnarmenn enn ráða - er mjög saman skroppið, og sjálfsögðu algerlega umkringt og undir mjög nánu eftirliti - þannig erfitt að sjá hvernig nokkur utanaðkomandi hafi getað nálgast svæðið á lofti.
  3. Bandarískir flugumenn þyrftu að vera meiriháttar kraftaverkamenn, að geta laumast inn á umkringt árum saman svæðið -- með þau tæki og tól sem til þyrfti, svo unnt væri að reka litla efnaverksmiðju, verið tilbúnir að dyljast innan um uppreisnarmenn -- alla leið þangað til, að þeir eru umkringir í sínu hinsta vígi á litlu broti af sínu upphaflega umráðasvæði -- þeir þyrftu að vera harðir jaxlar til að vera tilbúnir í slíkt, og sennilega með flr. líf en 10 þau sem kettir eiga að hafa, til að hafa ekki látið lífið - meðan uppreisnarmenn hafa barist vikum saman á sífellt minnkandi svæði.

--M.ö.o. er erfitt að sjá hvernig slíkt "false flag" árás meint, væri yfir höfuð framkvæmanleg.
--Þessi saga virðist það fjarstæðukennd að ég sé ekki ástæðu að ræða hana alvarlega.

Erfitt að taka nokkurt mark á yfirlýsingum rússn. stjv. að hafa rannsakað vettvang meintrar gasárásar -- ekki fundið ummerki - því ég sé ekki annað en að rússn. rannsóknaraðili mundi segja það sama í báðum tilvikum - þ.e. ef árásin átti sér stað en rússn. stjv. vilja halda öðru fram, eða ef slík fullyrðing væri raunverulega rétt.

En mér virðast rússn. talsmenn nokkuð tvísaga - því það getur ekki samtímis verið rétt, að árás hafi ekki farið fram.
Eða að hin ásökunin, þ.s. bent er á annars vegar Bandar. eða uppreisnarmenn sjálfa.

 

 

Niðurstaða

Varðandi það hvort að gasárásin fór fram, virðast mér ásakanir frá Damaskus og þeim aðilum innan Rússlands - sem halda á lofti samsæriskenningum af tvennu toga, þ.e. að uppreisnarmenn sjálfir hafi framið árásina sem Damaskus klassískt heldur fram, eða hin kenningin að um "false flag" árás sé að ræða skipulagða af Bandaríkjunum -- í reynd viðurkenning þess að slík árás vissulega hafi átt sér stað.

Það sé þá óbein viðurkenning þess, að það sem fer fram á myndbandinu að ofan sé sennilega sannleikanum skv. -- þó haldið sé fram öðrum söguskýringum skv. þeim tvennum samsæriskenningum, en fram kemur í myndbandinu um það hverjir frömdu þá árás.

  1. Af hverju ættu sýrlensk stjv. sjálf hafa framið þá árás?
  2. Einfaldasta skýringin væri væntanlega sú - að loka vígi uppreisnarmanna, sé ákaflega rammgert - og töluvert manntjón yrði af áhlaupi.
  3. Það sé því freystandi, þ.s. allir uppreisnarmenn í A-Ghouta séu nú á mjög takmörkuðu svæði, að fækka þeim með gasvopnum, til að fækka þeim sem falla fyrir rest er áhlaupið á endanum á sér stað.

--Slíkt væri grimm aðgerð, en ekki endilega of grimm þegar tekið er mið af aðförum sýrlenskra stjórnvalda árin sem stríðið hefur staðið - og sbr. rannsóknir SÞ-er benda til alls 11 gasárása sýrl. stjv. síðan stríðið hófst.

Bandaríkin örugglega framkvæma einhverjar árásir, líklega með stýriflaugum eins og síðast.
--Það sem fyrst og fremst virðist áhugavert, eru hótanir rússn. aðila um það, að mun harðari mótaðgerðir gegn Bandar. en áður - sem gæti verið hótun um einhver konar átök.

 

Kv.


Trump hótar 100 milljarða dollara viðbótar tollum á Kína - meðan virtist Kína fyrirfram hafna samningum við Washington

Ef menn voru efins um að viðskiptastríð Donalds Trumps yrði -tit for tat- spírall, þá þurfa menn vart að efast lengur, en í gær var eftirfarandi haft eftir Donald Trump, í ljósi mótaðgerðar Kína sem lýsti yfir tollum á bandarískar landbúnaðarvörur:

Donald Trump: "Rather than remedy its misconduct, China has chosen to harm our farmers and manufacturers,..." - "In light of China´s unfair retaliation, I have instructed the USTR to consider whether $100 billion of additional tariffs would be appropriate under section 301 and, if so, to identify the products upon which to impose such tariffs,..."

Rétt að nefna, engvir tollar hafa formlega tekið gildi enn -- enn eru þetta einungis hótanir.
Sumir afgreiða þetta sem "aggressíva" samningatækni, m.ö.o. tollar Trumps álagðir fram að þessu, taka ekki formlega gildi fyrr en eftir - tvo mánuði.

Hinn bóginn, virtust opinber viðbrögð frá Kína í gær, köld vatnsgusa yfir slíkan skilning:

Chinese gov. spokeperson: "The US started its [intellectual property] investigation and proposed another $100bn of tariffs. Against this backdrop, China will not negotiate,..."

Sem má útleggja með þeim hætti, að Kína hafni viðræðum með hótanir Trumps að tolla samanlagt 160 milljarða dollara innflutning uppi standandi.
--Sem væntanlega þíði, að Pekíng krefjist þess að þær hótanir verði dregnar til baka.

Auðvitað í einræðisríki - getur karlinn í brúnni alltaf skipt um skoðun.
Hinn bóginn - lítur Xi Jinping tæpast á sig sem minni karl, en Trump álítur sig.
--Það getur komið upp spurning um, egó.

  1. Síðan hafa sumir fjölmiðlar bent á, að óvíst sé að Kína bregðist einungis við á viðskiptagrundvelli.
  2. Kína t.d. gæti vel -- kippt grundvellinum undan refsiaðgerðum gegn Norðu-Kóreu, ef Kínastjórn sýndist svo.
  3. Kína gæti einnig fjölgað gerfieyjum í Suður-Kínahafi, eða beitt Tævan auknum þrýstingi, eða jafnvel Japan.

En auðvitað, á Kína flr. útspil í viðskiptum en bara tolla!

Bandarísk risafyrirtæki ráða enn markaðnum fyrir örgjörva - það að gríðarlega mikið er framleitt af tölvum og sjnalltækjum í Kína; sem þíði mjög mikil kaup kínverskra hátæknifyrirtækja af örgjörfum frá þessum bandarísku fyrirtækjum.

Trump segir vilja flytja störf heim -- Kína gæti heimtað á móti af bandarísku örgjörvafyrirtækjunum, eitt stykki verksmiðju fyrir örgjörva - takk fyrir.

  1. Sannarlega geta tollamúrar stuðlað að því að fyrirtæki komi sér fyrir innan þeirra.
  2. En það gjarnan -- virkar á báða vegu.

Bandarísk útflutningsfyrirtæki séu ekki síður líkleg - að vilja tryggja sér áframhaldandi aðgengi að kínverka markaðnum -- en að kínversk fyrirtæki a.m.k. einhver tæknilega gætu reist sér verksmiðju innan Bandar.

 

Niðurstaða

Það sé einmitt atriði sem þurfi að íhuga, hættan á því að viðskiptastríð Kína og Bandaríkjanna - mengi þeirra samskipti heilt yfir. Innan Bandaríkjanna er gjarnan litið á viðskipti sem annan vettvang en öryggismál og hernaðarmál.

En í Kína - einsflokks einræðisríki með nú einstakling við völd er hafi tryggt nær alla valdaþræði sér til handa; geta menn ekki endilega gert ráð fyrir slíkri skiptingu.

  1. En það hefur vakið eftirtekt hve samstarfsfúst Kína hefur verið við Trump. Er komið hefur að því að beita Norður Kóreu þrýstingi.
  2. Það er rétt, tel ég - að íhuga hvort svo geti ekki hafa verið einhverra hluta vegna þess, að Peking vildi halda Trump góðum. En á sl. ári var bersýnilega í gangi - sjarma herferð, af hálfu stjórnvalda þar gagnvart Washington. Fræg heimsókn Xi Jinping, og Trump brosandi út að eyrum - um það að hann væri vinur Xi og Xi væri vinur hans.

En það má vel velta því fyrir sér, hvort tilgangur Peking hafi ekki verið sá - að gæla við Trump, til að forðast viðskiptastríð - eða í von um slíkt.

Ef það var svo, gæti það að Trump hefur nú klárlega blásið til slíkra átaka, leitt til þess að Kína einnig skipti um gír - þegar kemur að samvinnu við Washington um margvísleg önnur mál.

Þ.e. ekki mjög langt í fund Kim Jong Un og Donalds Trumps -- útkoma þess fundar gæti verið einhver vísbending þess, hvort að eitthvað er til í þessum vangaveltum mínum. En ef Kim nú allt í einu, telur sig hafa sterkari samningsstöðu og stendur fundinn keikur gagnvart Trump - gæti það þítt, að Xi ætli sér a.m.k. að einhverju leiti svara -- viðskiptastríði Trumps með því að hita aftur Norður-Kóreu krísuna.
--En slíkt væri afar auðveld mótaðgerð fyrir Peking.

  • En það ef Kína mundi bregðast við á sviði öryggismála, mundi að sjálfsögðu auka líkur nýju Köldu-stríði.
    --Hinn bóginn, er það líklega áhætta sem Trump líklega hvort sem er - er að taka.

 

Kv.


Trump sendir þjóðvarðaliða til að gæta landamæranna við Mexíkó!

Trump er greinilega að leita leiða til að bregðast við þeim mikla ósigri sem hann varð fyrir í veggjarmálinu á Bandaríkjaþingi undir lok sl. mánaðar - fyrir utan að þingið einungis ánafnaði lítið brotabrot af því fjármagni til veggjarins sem Trump bað um, þá að auki náði Trump ekki fram þeim breytingum á útlendingalöggjöf - sem Trump einnig heimtaði mánuðum saman!

  1. "Trump last month signed a federal spending bill that contained $1.6 billion to pay for six months of work on his wall."
  2. "He had asked for $25 billion for it."

Það þíðir - Trump fékk ca. 1/15 þess fjármagns sem hann mánuðum saman heimtaði.
En endurtekið síðan sl. haust er umræður um fjárlög hófust, hafnaði Trump niðurstöðu þingsins ítrekað af sömu ástæðum - "weak on immigration."

Þetta þíðir auðvitað að þær framkvæmdir sem Trump vildi hefja, verða einungis svipur hjá sjón samanborið við það - sem til stóð ef Trump hefði fengið sitt fram.
--Miðað við þessa fjármögnun, er ég efins að veggurinn í raun og veru - rísi.

Eiginlega var ég alltaf efins um það atriði.

Trump, stymied on wall, to send troops to U.S.-Mexico border

Trump to order National Guard to protect border with Mexico: official

 

Óljóst er hvaða fjölda þjóðvarðaliða um er að ræða!

En skv. fréttum, hefur Trump óskað eftir því við Mattis - varnarmálaráðherra Bandar., að samvinna verði milli ráðuneytis varnarmála - útlendingaeftirlits Bandaríkjanna og fylkisstjóra fylkja meðfram landamærum Bandar. við Mexíkó -- um þann fjölda sem þurfi, ef mið er tekið af óskum Trumps um aukið eftirlit.

Ríkisstjórn Mexíkó tjáði stjórnvöldum í Washington, að ef hugmyndir forseta Bandaríkjanna leiddu til þess að landamærin yrðu að - hernaðarsvæði; mundi það skaða verulega samskipti ríkjanna.

Auðvitað mundi það kosta eitthvað, að senda fjölda af varaliði Bandaríkjanna að landamærum við Mexíkó, til að aðstoða við landamæraeftirlit.

Það væri auðvitað kostnaður er mundi hlaðast upp - dag eftir dag, viku eftir viku, o.s.frv.

--Spurning hvort þingið mundi skipta sér af því, ef það fer að líta út sem fjáraustur?
--Fyrst að Trump fékk ekki vegginn fjármagnaða, gæti þinginu vel dottið í hug, að skilgreina nánar í lögum við hvaða aðstæður þjóðvarðaliðum sé beitt.

 

Niðurstaða

Trump virðist leita logandi ljósum að því hvað til bragðs skal taka, fyrst að hann fékk hvorki frá þinginu -- vegginn fjármagnaðan, né útlendingalögum breytt til að þrengja verulega að rétti útlendinga sem koma til Bandaríkjanna.

Eins og hann vilji búa til -- mannlegan vegg við landamærin.
En það væntanlega þíddi -- verulegan fjölda liðsmanna þjóðvarðaliðsins.

Eins og ég benti á, gæti þingið þá skipt sér af málinu, ef því litist þannig á málið að Trump ætlaði að fara að verja miklu fé til landamæragæslu -- í gegnum bakdyrnar.

 

Kv.


Viðskiptastríð Kína og Bandaríkjanna - virðist formlega hafið, með yfirlýsingu Kína um tolla á innflutning Kínverja á bandarískum landbúnaðarvörum

Að Kína mundi setja toll á landbúnaðarvörur frá Bandaríkjunum var eiginlega augljóst:

  1. Trump fékk mörg atkvæði í landbúnaðarríkjum Bandaríkjanna, þannig að slíkir tollar setja þrýsting á marga sem studdu Trump.
  2. Landbúnaðarvörur virðast verðmætasti innflutningurinn frá Bandaríkjunum.

Hafandi í huga að tollar Trumps eiga að vera að verðmæti 50-60 milljarða Dollara.
Þá er höggið af móttollum Kína - tiltölulega smávægilegt.

Trump to unveil China tariff list this week, targeting tech goods

China hits U.S. goods with tariffs

Trump trade adviser does not see U.S.-China tariff response 'spiral'

En kenning Trump stjórnarinnar - um vísan sigur, snýr einmitt að þeim mikla mun í verðmætum milli innflutnings Bandaríkjanna frá Kína vs. innflutnings Kína frá Bandaríkjunum.

Hinn bóginn, er kálið ekki sopið þó í ausuna sé komið.

En Kína getur -tæknilega séð- gert mun meira.

  1. Stórar slemmur væri starfsemi bandarískra fyrirtækja starfandi í Kína - einkum tæknirisa.
  2. Kína stjórn gæti vel farið að beita þau fyrirtæki þrýstingi!

En athygli vekur verðfall á WallStreet - sem leitt var af verðfalli bréfa í stórum bandarískum hátæknifyrirtækum -- kannski eru markaðir að byrja að hafa áhyggjur af því, að átök Bandaríkjanna og Kína gæti hugsanlega skaðað hagsmuni þeirra fyrirtækja!

Wall Street tumbles on tech sector, trade worries

--Stærsta hótunin í því samhengi væri - fullkomin yfirtaka!
--Að starfsemi bandarískra fyrirtækja innan Kína, væri með valdi færð yfir til kínverskra aðila.

  1. Spurning hvort líklegt að slíkri hótun væri beitt, en það mætti hugsa sér að þegar kínverskir aðilar og bandarískir stjórnarerindrekar ræða deiluna -- þá má reikna með því miðað við afstöðu Trump stjórnarinnar, að þar telji menn sig með mun sterkari spil.
    --En Bandaríkin geta auðvitað hótað frekari tollum, þ.e. á flr. vöruflokka.
  2. Talsmenn Kína stjórnar, geta þá beitt hótunum um aðgerðir gegn starfsemi bandar. fyrirtækja innan Kína -- það má þó velta því fyrir sér hversu viðkvæm stjórnin í Washington væri gagnvart slíkri hótun.

En tæknifyrirtækin hafa ekki beinlínis verið helstu bandamenn Trump stjórnarinnar.
Það mætti jafnvel ímynda sér, að Trump og co mundu ímynda sér, að slík yfirtaka leiddi til þess að bandarísku tæknifyrirtækin yrðu að - snúa heim, þannig séð.

En tap þeirra yrði að sjálfsögðu óskaplegt - t.d. Apple.

Það væri auðvitað stór tækni-yfirtaka slík aðgerð, og ef hún færi fram - leiddi hún líklega til langvarandi sambandsslita - Washington og Peking.
--Ég efa þar af leiðandi Kína noti þetta, nema að Kína telji sig ekki geta -- samið við Washington.

  1. En líklegast virðist, að Kína-stjórn muni fyrst bjóða margvíslegar litlar eftirgjafir.
  2. En Kínastjórn á enn mörg ríkisfyrirtæki, og getur skipað þeim t.d. að kaupa bandarískt stál - og hugsanlega eitthvað flr. bandarískt.

--Hinn bóginn, augljóslega -- gæti Kína stjórn hvenær sem er síðar meir hætt slíku.

  1. Spurningin er eiginlega um það, hvert er akkúrat markmið Washington.
  2. Um það, hverjar líkur á samkomulagi eru.

En ef Washington vill þurrka út viðskipta-hallann við Kína - er hann líklega alltof stór til þess, að Kína-stjórn geti með einhverjum fiffi, sjálf þurrkað hann út.
En meirihluti viðskiptalífs Kína er í dag einkarekinn, og því takmörkunum háð hve mikið Kína-stjórn getur náð fram, með kaupum þeirra ríkisfyrirtækja sem Kína stjórn á.

Útflutningurinn til Bandar. er líklega of mikill magni, til að aðrir markaðir geti snögglega tekið við honum öllum - eða að stórum hluta.
--Þ.e. líka spurning, hvort - þriðju lönd mundu geta framleitt með skömmum fyrirvara í þá hugsanlegu holu á bandar. markaði, ef maður ímyndaði sér að Kína stjórn væri virkilega fær um að fyrirskipa kínverka iðnaðinum, að minnka framleiðslu til Bandar.

  1. Og þ.e. einnig spurning, hvort Kína mundi þá yfir höfuð vilja semja í slíku tilviki.
  2. Því, þó minna hagstætt sé að selja til Bandar. með tollum, gæti það samt verið skárra - en að samþykkja samkomulag af slíku tagi.

--Punkturinn er sá, að það blasir ekki við mér - að Trump mundi geta sannfært Kína um að afnema viðskiptahallann, ef maður ímyndar sér að Kína stjórn sé fær um það stórfelld inngrip í viðskiptalíf innan Kína.
--Því sennilega, sé meiri gróði samt fyrir Kína, að selja til Bandar. með tolla, en að samþykkja slíkt samkomulag.

  1. Hinn bóginn, ef mál enduðu þannig - þ.e. með hætti sem mætti kalla, án samkomulags eða m.ö.o. viðvarandi ástand viðskiptastríðs.
  2. Þá væntanlega gilti það einnig, að aðgengi bandar. fyrirtækja að kínv. markaði - yrði afar miklum takmörkunum háð.

Þó Kína per haus sé enn miklu fátækara, vegna óskaplegs fjölmennis - er innan Kína líklega hærri fjöldi raunverulegra neytenda, en innan Bandaríkjanna!

  1. Því má ekki heldur gleyma, að Kína hefur einnig markaði utan Bandaríkjanna.
  2. En Kína er sterkt eiginlega í dag, í öllum heimsálfum.

Samanlagt er auðvitað markaður annars staðar í heiminum mun verðmætari.

  1. Það má því velta fyrir sér, hvort það er því ekki gegnt hagsmunum Kína - að ganga langt til samkomulags við Bandaríkin.
  2. Því, ef Kína það geri - mætti vera að einhver önnur stór lönd, gætu hugsanlega séð slíkt samkomulag, sem fyrirmynd/fordæmi.

--Það gæti hugsanlega verið of stór áhætta fyrir Kína.

  • Það getur raunverulega þítt - að sá þungi eða "leverage" sem Washington geti beitt, sé í raun og veru ekki nándar nærri eins mikill - og Washington virðist halda.
  • En talsmenn Washington virðast telja, Bandaríkin svo mikilvæg - að Kína verði að semja.

En Kína þarf einnig að horfa til annarra markaða - annarra landa!
M.ö.o. það gæti verið hugsanlega varasamt fyrir Kína að skapa þær hugsanlegu fyrirmyndir/fordæmi fyrir aðra, sem það gæti reynst vera -- ef Kína veitti Bandaríkjunum stóra tilslökun.

Það geti þítt, að hótanir Trumps um að loka Bandaríkjamarkaði, hafi ekki nándar nærri þá miklu vikt eða þunga - sem Trump og Lighthizer virðast halda.

 

Niðurstaða

Mikið af þessu eru auðvitað vangaveltur mínar - en ég virkilega samt held að það skipti miklu máli í samhenginu, að á sviði viðskipta er Kína heimsveldi. Það þíðir að hagsmunir þess teygja sig á viðskiptasviðinu um heim allan, eins og hagsmunir Bandar. á hernaðarsviðinu teygja sig um heim allan.

Það væntanlega þíði, að Kína verði nauðbeygt að íhuga deiluna við Trump stjórnina, í samhengi sinna -- hnattrænnu hagsmuna.

Það sé út af því, sem mig grunar að raunverulegt tangarhald Trumps og Lighthizers á Kína - með hótunum um hugsanlega sífellt fleiri og hærri refsitolla, sé ef til vill ekki eins mikið og þeir félagar virðast halda.

Því Kína líklega verði þegar samið er við Washington, að íhuga áhrif sérhvers þess sem rætt er í samhengi sinna hnattrænu hagsmuna - m.ö.o. eins og ég álykta.

Setji það líklega verulegar takmarkanir við því, hversu langt Kína stjórn líklega treystir sér að teygja sig til móts við núverandi landstjórnendur Bandaríkjanna.

Það getur þítt, að möguleikar til samkomulags séu litlir sem engir, nema að Washington einhverntíma í ferlinu - framkvæmi stórt bakk.
--Ætli Trump og Lighthizer gætu hugsað sér slíkt, eftir hástemmdar yfirlýsingar?

M.ö.o. virðast mér líkur á viðskiptastríði svo lengi sem Trump er á valdastóli.
Það komi þá væntanlega í hlut næsta forseta að semja að nýju.

 

Kv.


Trump hótar Mexíkó slitum á NAFTA - nema Mexíkó stöðvi flæði ólöglegra innflytjenda og ólöglegra eiturlyfja yfir landamæri Bandaríkjanna!

Það áhugaverða er að Trump virðist búinn að tapa hinum langa slag um fjármögnun veggjarins við landamæri Mexíkó sem hann háði svo lengi á þingi - en fyrir mánaðamót undirritaði hann samkomulag þingflokkanna tveggja, þó hann hefði áður hótað að beita neitunarvaldi.
--Mótbárur hans voru þær sömu og þær höfðu verið sl. mánuði, að tillögur flokkanna væru ekki nægilega öflugar þegar kæmi að innflytjendamálum, og að veggurinn hans fengi ekki nægilegt fjármagn.
--Síðan undirritaði Trump eigi að síður frumvarpið -- þarna er greinilega stór eyða, sem menn geta haft sínar getgátur um!

Trump says DACA deal for young immigrants is off:"Trump last month threatened to veto a spending bill because it did not address the fate of Dreamers and did not fully fund his border wall but he ultimately signed the bill."

Hafandi í huga hve skeleggur Trump var mánuðina á undan síðan sl. haust eftir að deilur um fjárlög hófust - er hann ítrekaði hafnaði frumvarpi þingflokkanna, nokkurn veginn af sömu ástæðum.
--Svo langt gekk málið, að það kom til stutt svokölluð stöðun á alríkinu, en þá sömdu flokkarnir um nokkurra vikna frest, meðan samið væri um málið.

Svo virðist að flokkarnir hafi eina ferðina enn, samið sín á milli.
Af hverju Trump virðist -- lyppast niður í það sinnið, veit ég ekki.
--En augljósa getgátan getur verið, að ljóst hafi verið að 2/3 meirihluti hafi myndast.
--Þá geta þingflokkarnir samþykkt frumvarpið aftur og forsetinn getur ekkert gert.
--Ef mál voru þannig komin að slíkur aukinn meirihluti hafði myndast, var orðið ljóst að Trump gæti ekki náð lengra með málið - á þinginu.

 

Ég er að velta fyrir mér hvort þ.e. örvæntingarfull tilraun Trumps að hóta Mexíkó út af NAFTA?

Twít Trumps um helgina - ca. klukkutími líður frá "Happy Easter" að næsta.

  1. "HAPPY EASTER!"
  2. "Border Patrol Agents are not allowed to properly do their job at the Border because of ridiculous liberal (Democrat) laws like Catch & Release. Getting more dangerous. “Caravans” coming. Republicans must go to Nuclear Option to pass tough laws NOW. NO MORE DACA DEAL!"
  3. "Mexico is doing very little, if not NOTHING, at stopping people from flowing into Mexico through their Southern Border, and then into the U.S. They laugh at our dumb immigration laws. They must stop the big drug and people flows, or I will stop their cash cow, NAFTA. NEED WALL!"
  4. "These big flows of people are all trying to take advantage of DACA. They want in on the act!"

Fyrst uppryfjun hvað "DACA" er - en um er að ræða prógramm sem Obama bjó til, sem heldur utan um ólöglega innflytjendur sem komu sem börn til Bandaríkjanna.
Rétt að benda á skv. vestrænni réttvísi eru börn alltaf saklaus og óábyrg sinna gerða, er því bannað með öllu skv. þeirri grunn reglu allra Vestrænna lagahefða, að refsa börnum ef þau fremja þ.s. augljóslega er lögbrot -- er þá rætt frekar við foreldri eða forráðamenn.
--Þannig, að þegar foreldrar skilja börn sín eftir í Bandaríkjunum, skapast lagaflækja því skv. grunni sjálfrar lagahefðar landsins - er ekki hægt að refsa börnunum sjálfum.
--Það væntanlega gildir einnig síðar, eftir viðkomandi er ekki lengur barn - ef glæpurinn var framinn sem viðkomandi græddi á "þannig séð" fór fram er sá eða sú var barn.

Þegar Trump á sl. ári gerði tilraun til að slá af "DACA" prógrammið, þá hélt hann því alltaf fram - að hans vilji stæði til þess að þessir einstaklingar fengu áfram að dvelja í landinu.
--En margir þeirra þ.s. þeir komu sem börn til Bandar. þekkja í reynd ekkert annað land, hafa vinnu - hafa gengið í gegnum skóla, eru fúnkerandi hluti bandar. samfélags, o.s.frv.

  • Hinn bóginn, líta andstæðingar innflytjenda samt á þetta sem ólöglega innflytjendur - sem tæknilega séð er - rétt.
  • Hinn bóginn vilja þeir einnig reka þetta fólk úr landi.

--En það sennilega rekst á grunn lagahefðarinnar - því brottrekstur fyrir að hafa komið ólöglega yfir landamærin -- vísar til glæps sem viðkomandi gat ekki borið ábyrð á sem barn.
--Og líklega má ekki skv. þeirri lagahefð, refsa viðkomandi fyrir - þó sá sé ekki barn lengur, þ.s. það sem máli skipti líklega, sé að sá var barn er þetta henti - brottvísun með vísun á þann glæp væri þá skv. því klárlega slík tilraun til refsingar og skv. ofangreindu líklega stjórnarskrárbrot.

Demókratar hafa verið með dómsmál í gangi, gegn tilvísun Trump - tilraun Trumps til að slá af DACA. Skv. tveim dómum fyrr á þessu ári, er DACA eigi að síður virkt - og Trump má ekki reka fólkið úr landi.
--Það "stay" eins og þ.e. kallað - gildir meðan dómstólar fjalla um lögmæti þess að ætla stefna að því að vísa þessu fólki úr landi.

  1. Miðað við hver vestræn lagahefð er - er ekki endilega líklegt að Trump vinni það dómsmál.
  2. Kannski hefur Trump loks áttað sig á þessu - þá hefur hann kannski fyrir þær ástæður, þessa nýju tilraun - að beita NAFTA sem svipu í staðinn!

Það klárlega setur samninga um framlengingu NAFTA í uppnám, ef Trump heldur þessari nýju tengingu til streitu.
En kannski er það í takt við hans nýjustu stefnu, sbr. tolla á stál - yfirvofandi viðskiptastríð við a.m.k. Kína, kannski ESB einnig - jafnvel enn flr. lönd.

Að Trump vaði enn á þennan nýja "tangent."
--Á þessari stundu er líklega hver ágiskun eins góð og hver önnur.
--Að enginn viti á þessum punkti, neitt meir en kemur fram í þessum twítum.

 

Niðurstaða

Rétt að nefna að í Mexíkó er í gangi hörð kosningabarátta fyrir forsetakosningar nk. haust. Vinstrimaðurinn sem er hærri í könnunum, fer stórum um það að hann ætli ekki heimila Trump að vaða yfir landið.
--En punkturinn í að nefna það er sá, að pólitískt séð getur það þítt að forseti Mexíkó geti ekki tekið afstöðu, sem getur virst vera eftirgjöf gagnvart Trump.
--Í þeirri pólitísku stöðu innan Mexíkó sem sé til staðar.

Trump sé m.ö.o. líklega að núa þau mál -rangt- þannig séð, hvernig hann talar væntanlega sé beint vatn á myllu þjóðernissinnaðra Mexíkóa - þeir hafi alltaf haft ákveðna minnimáttarkend gagnvart Bandaríkjunum, auk þess að vissrar fórnarlambshugsunar gæti.

Punkturinn sé sá, að ef Trump setur fram skýra kröfu að Mexíkó taki það að sér, sem Trump sjálfur virðist sjá nú loks sjálfur - að hann sé ekki fær um að tryggja heima fyrir innan Bandaríkjanna, en Trump virðist hafa beðið ósigur á þingi í "immigration" málinu.

Þá geti vel verið að forseti Mexíkó sé það bundinn af innanlandspólit. stöðu, að hann sé ófær um annað - en láta Trump slíta NAFTA skv. þeirri kröfu.

Það gæti þítt, að Bandaríkin lendi í viðskiptastríði - að auki við núverandi NAFTA lönd, til viðbótar við viðskiptastríð við Kína - hugsanlega einnig ESB, kannski Japan.
--Það væri þá afar hátt hlutfall viðskipta Bandaríkjanna undir.

Ég fullyrði að sjálfsögðu ekki neitt - en Trump hefur sl. 2-3 vikur verið á hreyfingu með sín mál, og maður ætti ekki að fyrirfram ákveða heldur, að yfirlýsingar Trumps á Twitter - skipti ekki máli.

 

Kv.


« Fyrri síða

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.12.): 0
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 31
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 28
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband