Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2017
29.4.2017 | 00:38
Innbrotahrina virðist fylgjast að útbreiddum fjöldamótmælum í Venezúela er staðið hafa samfellt í mánuð
Mér virðist sennilegast að innbrotahrinan stafi einfaldlega af því, að Maduro hafi safnað háu hlutfalli af lögregluliði í höfuðborg landsins - saman. Það hafi nú það hlutverk, að verja forsetann og ríkisstjórn landsins - gagnvart mótmælendum.
--Á sama tíma, sé þá sennilega of fáir lögreglumenn á hefðbundinni vakt við almenna varðgæslu á götum.
Amid hungry, violent looting, Venezuelan shopkeepers fortify their businesses
Þessi grein er ný vísbending um vaxandi lögleysu í landinu.
En áður hefur komið fram í fjölmiðlum - að tíðni morða hafi aukist mikið.
Og auðvitað - innbrotum fjölgað.
- Nokkuð dæmigert - eins og greinin segir, að fólk sé að stela vistum og nauðsynjum.
- Það getur hvort sem er verið - glæpamenn sem ætla að selja á svörtu.
- Eða fólk - sem vanhagar um brýnustu nauðsynjar.
--Höfum í huga, að vannæring er vaxandi vandamál.
--Nærri helmingur fólks, neytir minni næringar en telst ráðlegur dagskammtur - niðurstaða er lá fyrir, fyrir nokkrum mánuðum síðan.
--Þetta fyrir utan, gríðarlegan skort á lyfjum og tækjum til einföldustu lækninga - svo fólk deyr unnvörpum úr því sem er læknanlegt, sem að auðlæknanlegir sjúkdómar breiðast út.
Venezuela says it will split from OAS as unrest continues
Venezuela Says It Will Leave Pro-Democracy Organization
Death toll rises in worsening Venezuela unrest
The art of surviving a Venezuela on the brink
Opposition activists take cover behind advertisement placards during a fight with police in Caracas on Wednesday.
Einhverju leiti má sennilega líkja þessu við götumótmæli á strætum Kíev fyrir nokkrum árum
Ástæður fjöldaóánægju sem drífur áfram mótmæli - eru náttúrulega ekki þær sömu.
En ég held að það sé enginn vafi að mikil örvænting sé undir liggjandi, hafandi í huga það heilsufars ástand sem vofi yfir landsmönnum - ef svo hátt hlutfall fólks heldur áfram að neyta minna en ráðlegs dagskammtar per dag og auðlæknanlegir sjúkdómar halda áfram að grassera í vaxandi mæli.
En samtímis sé engin trygging þess að mótmælendur hafi betur - það hafi t.d. alls ekki verið fyrirfram ljóst í Kíev. Þar stóðu mótmæli yfir í - einhverja mánuði, man ekki lengur hve marga, þegar ríkisstjórn landsins loksins - hrundi innan frá.
Kannski getur eitthvað svipað gerst - að klofningur innan stjórnarflokks landsins, þ.e. Venezúela - á endanum leiði til falls Maduros forseta.
--Og loks stjórnarskipta!
En einmitt þannig féll stjórnin í Kíev - allt í einu fór af stað spilaborg innan eigin raða, hluti stjórnarflokksins samdi við stjórnarandstöðuna sem stóð fyrir götumótmælunum.
--En á hvaða punkti það gerðist, var að sjálfsögðu fullkomlega ómögulegt að spá fyrir.
Sama má segja væntanlega um rás atburða í Caracas.
--Það sé alls ekki enn hægt að útiloka að Maduro standi þessi mótmæli af sér.
--Þó það geti vel verið, að örvænting í bland við reiði í Venezúela sé nú orðin slík, að mótmælendur muni ekki gefast upp - og endanum hafa næga þrautseigju.
Niðurstaða
Það er ótrúlegt enn sem fyrr að verða vitni að þessu nær fullkomna hrunástandi lands, sem býr að einum auðugustu olíulyndum heimsins. Ég meina, matarskortur ásamt vaxandi vannæringarástandi - útbreiðsla auðlæknandi sjúkdóma sem líkist meir ástandi fyrir 100 árum síðan en í nútímalandi.
--Hreinlega mögnuð útkoma að bylting Chavezar heitins sé kominn á þennan punkt, að meginþorri landsmanna, ekki lengur á barmi örvæntingar heldur í fullri örvæntingu óski sér einskis heitar en að arftaki Chavezar við völd - hverfi sem allra fyrst frá þeim völdum.
Það verður forvitnilegt að fylgjast með því, hvort að staðföst fjöldamótmæli geta einhverju megnað.
En við þekkjum dæmi fyrir nokkrum árum í Úkraínu, að nægilega einbeitt fjöldamótmæli geta á endanum fellt ríkisstjórn lands. En slík útkoma er að sjálfsögðu alls ekki í nokkrum skilningi fyrirfram gefin.
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
27.4.2017 | 23:28
Ísrael virðist hafa gert loftárás á Damaskusflugvöll
Ég held að það sé alveg nægilega trúverðugar þær skýringar Ísraelsmanna, að Ísrael hafi í þessari loftárás eins og þeir einnig sögðu á sl. ári er svipuð loftárás var gerð - ráðist að athafnasvæði Hezbollah á flugvallarsvæðinu.
En flugvöllurinn er 20km. frá Damaskus borg.
--En vitað er að Íran styður Hezbollah.
--Að Hezbollah er einn mikilvægasti ef ekki mikilvægasti bandamaður Írans.
Það sé því ekki endilega sérdeilis ótrúverðugt.
Að Íran hafi verið að senda vopn til Hezbollah.
Sjá vísbendingar:
Það voru greinilega skv. þeim sem fylgjast með á netinu - 3. íranskar flugvélar á vellinum þegar árásin var gerð: "I counted three Iranian transport planes earlier tonight likely delivering weapons to Damascus" - Þó að sjálfsögðu væri engin leið að vita hvað var í þeim.
En það sé a.m.k. ekki frámunalega ósennilegt að Íran hafi áhuga á að senda vopn til Hezbollah.
Þannig að það geti vel staðist, að í þeim vélum hafi verið vopnasending - ætluð Hezbollah.
Ísrael hefur fram að þessu látið alfarið vera að taka þátt í átökum í Sýrlandi.
Þó augljóslega sé fullur fjandskapur samtímis milli Ísraels og Írans, og milli Ísraels og Hezbollah.
Það sé rökrétt í samhengi sögu fjandskapar milli Ísraels og Hezbollah, að Ísrael standi stuggur af vaxandi áhrifum Hezbollah í Sýrlandi - er virðist standa nærri sambærilegum -ríki í ríki status- innan Sýrlands, er Hezbollah hafi í Lýbanon.
Einnig rökrétt að Ísrael vilji ekki að Hezbolla eignist -"game changing weapons"- eða vopn sem gerbreyta hernaðarstöðunni milli Ísraels og Hezbollah.
- Þannig að það ætti engum að koma á óvart, að Ísrael framkvæmi slíkar loftárásir á aðstöðu Hezbollah í Sýrlandi - en vitað er skv. fjölda heimilda að Hezbollah er með aðstöðu á Damaskus svæðinu, og á Damaskus flugvelli.
--Ég ætla því ekki að fetta fingur í þá skýringu - að málið sé nákvæmlega eins og Ísraelar segja frá, að ráðist hafi verið á vopnasendingu til Hezbollah frá Íran.
Yisrael Katz, the Israeli intelligence minister: I can confirm that the incident in Syria completely conforms to Israels policy, to act so as to prevent the smuggling of advanced weapons from Syria to Hezbollah in Lebanon by Iran,
Það sé algerlega mögulegt að svo hafi verið.
Samtímis ekki augljóslega ólíklegt.
Og að auki klárlega svo að Ísrael væri líklegt að bregðast við slíku einmitt með þessum hætti.
Israel strikes arms depot near Damascus airport
Israeli strikes' hit arms depot in Damascus
Syria Blames Israel for Attack on Damascus Airport
Niðurstaða
Líklegt virðist að árás á Damaskusflugvöll hafi verið hvað stjórnvöld Sýrlands eru með ásakanir um að um hafi verið að ræða ísraelska loftárás. En vitað er að Ísrael hefur alltaf í átakasögu Miðausturlanda sl. áratugi - tekið sér þann rétt til að framkvæma loftárásir innan landsvæðis annarra Arabaríkja. Þegar mat ísraelskra yfirvalda hafi verið að hagsmunum Ísraels væri ógnað.
Sambærilegir atburðir hafi gerst svo margsinnis.
Að það virðist fullkomlega trúverðug skýring, að Ísrael hafi ráðist að tilraun Hezbollah liða til að útvega sér betri vopn.
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (23)
26.4.2017 | 22:56
Kína á nú tvö flugmóðurskip
Nýja skipið virðist mjög svipað - Liaoning / Varyag - sem keypt var frá Úkraínu 1998, sagan í kringum það hvernig kaupin á Varyag fóru fram, var töluvert ævintýri -- sjá: Kína opinberlega viðurkennt að vera langt komið með smíði nýs flugmóðurskips.
--Það skip hefur síðan verið skýrt upp og heitir Liaoning.
En nú hefur Kína lokið smíði systurskips Liaoning - sem ekki enn hefur fengið nafn.
China Launches Its First Home-Built Clone Of An Aircraft Carrier
China launches first home-built aircraft carrier amid South China Sea tension
China launches first home-built aircraft carrier
Mynd - Liaoning / Varyag
Type 001A - ekki enn fengið endanlegt nafn
Sjálfsagt lágmarkar það áhættu að smíða annað eintak af Liaoning.
En þetta eru ekki flugmóðurskip er standast samanburð við þau bandarísku.
- Takið eftir að skipin hafa stökkpall fremst á stefninu.
- Þetta eru m.ö.o. svokallaðir "jump carriers."
- Flugélarnar taka þá á loft án "catapult" þ.e. ekki skotið á loft eins og gert er á bandarískum flugmóðurskipum -- en stökkpallurinn geri flugtak mögulegt á lítilli ferð.
- En þ.e. einmitt gallinn, að flugtaks hraðinn er mun minni en á bandarísku flugmóðurskipunum, sem nota "catapult" þ.e. skjóta vélunum í loftið, beinlínis.
- Í því felst sá galli, að sambærileg vél sem tekur á loft af "jump carrier" ber minna - sem kemur niður að sjálfsögðu á bardagahæfni þessara skipa.
- En annaðhvort velja menn, að vélarnar hafi lítið drægi eða beri lítið af vopnum.
- Meðan að bandarísku skipin geta skotið vélunum upp - í fullri flugtaksþyngd.
Kína virðist þó með stærra skip í smíðum!
"However, Chinese pilots are training with a steam catapult on land and a third aircraft carrier may well be fitted with one."
Sem einmitt rökrétt þíði að Kína sé með fleiri flugmóðurskip í smíðum, og það næsta verði með "catapult launch system" þ.e. án stökkpalls og því líklega stærra töluvert en Liaoning ásamt hinu nýja systurskipi þess.
Slíkt skip gæti alveg staðist samanburð við bandarísku flugmóðurskipin.
--En lítið sem ekkert er vitað um það skip, sem flestir reikna með að sé í smíðum.
Þó svo að Liaoning og systurskip jafnist ekki á við bandarísku flugmóðurskipin!
Þá eiga nágranna lönd Kína - engin flugmóðurskip a.m.k. enn.
--Ekki einu sinni Japan. Þó að stærsta skip Japans flota líti út eins og flugmóðurskip, sé það skip miklu smærra en Liaoning og systurskip Liaoning.
--Japanska skipið sé líklega einungis, þyrlumóðurskip.
Izumo þyrlumóðurskip japanska flotans!
En tilkoma nýs kínverks flugmóðurskips - er líklegt að hvetja Japan til þess, að láta verða af því, að loksins smíða sitt eigið flugmóðurskip -- en Japan hefur ekki átt þá týpu skipa síðan í Seinni Styrrjöld.
Tilkoma annars kínversks flugmóðurskips - gæti þannig ítt við nágranna löndum Kína, að efla sinn flota frekar -- sérstaklega Japans.
--Sem vel hefur efni á að smíða sambærileg skip.
Niðurstaða
Ég hugsa að bandaríski flotinn með sín 11-risaflugmóðurskip svitni ekki af tilhugsuninni við tilvist tveggja flugmóðurskipa í eigu Kína - sem séu ívið lakari en þau bandarísku sem herskip. En nágranna þjóðir Kína geta upplifað aukinn þrýsting frá kínverskri flotauppbyggingu.
--Tilkoma nýs flugmóðurskips, geti því aukið hernaðaruppbyggingu almennt í SA-Asíu.
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt 27.4.2017 kl. 10:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
25.4.2017 | 23:41
Trump býður ósigur í stóru dómsáli
William Orrick dómari við alríkisdómstólinn í San Francisco - felldi úrskurð þar sem aðgerðir Trumps gegn svokölluðum "sanctuary cities" eru úrskurðaðar - stjórnarskrárbrot.
--En um er að ræða borgir og önnur sveitafélög, sem hafa valið að - styðja ekki aðgerðir Trumps gegn ólöglegum innflytjendum.
--Það feli í sér að þau umræddu sveitafélög, neita samvinnu sinna lögreglu-umdæma við aðgerðir -FBI- sem Trump hafði fyrirskipað, að finna ólöglega innflytjendur og handtaka þá, í því skyni að vísa þeim úr landi.
U.S. judge blocks Trump order to restrict funding for 'sanctuary cities'
Dómarinn telur að alríkisstjórnin eða stjórnin í Washington, hafi ekki haft heimild skv. stjórnarskrá Bandaríkjanna - til að skera á fjárframlög til þeirra sveitafélaga, frá alríkinu.
Rétt að nefna, að um sé að ræða - fjárframlög sem skilgreind eru í lögum.
Og tengjast ekki beint, löggæslumálum í þeim tilteknu umdæmum.
- Orrick dómari, vill meina að tilskipun Trumps - sem Orrick slær af með úrskurði sínum, og bannar að sé framfylgt yfir Bandaríkin öll.
- Sé inngrip í rétt löggjafans, þ.e. bandaríska þingsins.
- M.ö.o. að alríkið eða nánar tiltekið Trump - hafi ekki lagasetningarvald.
Skýrar vísbendingar virðast uppi að tilgangurinn með tilskipun Trumps um að halda eftir fjárframlagi frá alríkinu til þeirra sveitafélaga - er væru ekki að spila með stefnu Trumps gagnvart innflytjendum.
Hafi verið sá, að beita þau sveitafélög - þvingun, svo þau beygðu sig að stefnumörkun Trumps.
Trump: Im very much opposed to sanctuary cities, - They breed crime. Theres a lot of problems. If we have to defund, we give tremendous amounts of money to California . . . California in many ways is out of control.
Orrick vitnaði m.a. í þessi ummæli Trump - til að sýna fram á, að hans mati, að tilskipun Trumps sé stjórnarskrárbrot - þ.e. Trump hafi gengið inn á verksvið löggjafans.
M.ö.o. að tilgangur Trumps hafi sannarlega verið sá - að svipta þau sveitafélög þeim fjármunum, sem alríkið veiti þeim - skv. gildandi lögum.
Niðurstaða
Ekki liggur enn fyrir hvort Trump afrýjar úrskurði Orricks dómara. En þetta virðist vera stór ósigur fyrir Trump. Sem greinilega veikji stefnumörkun Trumps - um að úthýsa ólöglegum innflytjendum er búa og starfa samt sem áður innan Bandaríkjanna.
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.4.2017 | 23:14
Trump vill lækka skatta á fyrirtæki í 15%
Aldrei þessu vant - er ég sammála Trump. En ég held það sé sérdeilis góð hugmynd að lækka hina almennu skattprósentu á bandarísk fyrirtæki.
Trump plans to slash corporation tax rate to 15% :"...it mirrors Donald Trumps campaign goals to more than halve corporation tax from the current 35 per cent."
Það er nefnilega málið að almenni fyrirtækjaskatturinn er ótrúlega hár þ.e. 35%.
Í samanburði er Ísland skattaparadís - með 20% tekjuskatt á fyrirtæki.
Annar samanburður, að tekjuskattur fyrirtækja í Frakklandi og Belgíu, 34%.
--Það er áhugavert að Bandaríkin séu með einn hæsta skattinn sem þekkist á Vesturlöndum!
- Málið er að hann kemur mjög ósanngjarnt út - virkar svipað í Frakklandi og Belgíu.
- Að stór fyrirtæki hafa getað beitt pólitískum áhrifum sínum - til að losna að mestu við það að borga þennan skatt.
- Það leiði til þess að hann - bitni fyrst og fremst á smærri, til meðalstórum fyrirtækjum.
- Sem skorti pólitísk ítök - stór fyrirtækjanna.
- Skerði því samkeppnisstöðu smærri til meðalstórra fyrirtækja - gagnvart stór fyrirtækjum.
--Vegna þess að þekkt er að megnið af nýungum á sér stað í smærri fyrirtækjum.
Þá séu sennilegt að þessi skattur - með því að mismuna smærri fyrirtækjum.
Dragi úr nýungagyrni atvinnulífs - samtímis í löndunum þrem, þ.e. Bandaríkjunum, Frakklandi og Belgíu.
Að auki er þekkt, að mesti vöxtur í störfum er hjá smærri til meðalstórum fyrirtækjum.
- Stór fyrirtækin --> Séu hvort sem er, flest hver, ekki að borga þennan skatt.
- Þannig, að ekki sé verið að hygla þeim, heldur frekar smærri til meðalstórum - sem við núverandi ástand; búi við ósanngjörn samkeppnisskilyrði.
Það sé rökrétt að ætla að þessi breyting - geti skilað fjölgun starfa!
Auk þess gæti skattahækkunin skilað sér til starfsmanna í formi launa, að einhverju leiti.
Og nýungagyrni atvinnulífs væri líklegt að eflast.
--Því miður fyrir Trump - væri ósennilegt að áhrif skattabreytingarinnar mundi skila sér á svo skömmum tíma, sem einu kjörtímabili.
--Mun sennilegar að áhrifin skili sér á lengra tímabili, enda taki tíma fyrir nýjar hugmyndir að skila sér í aukinni starfsemi og fleiri störfum.
T.d. hafi það verið lausn fyri Svíþjóð á 10. áratugnum, að lækka fyrirtækjaskatta!
Sem hafi skilað sér eftir 2000 í góðum vexti atvinnulífs í Svíþjóð milli 2000 og 2010.
Niðurstaða
Þó Trump nefni 15% - þá þarf ekki endilega að lækka skattprósentuna þetta mikið. Tillaga Repúblikana í Öldungadeild um 20% skatt - væri alveg fullnægjandi. Mundi lækka skattinn í Bandaríkjunum þá niður í það sama og hér á Íslandi. Í Svíþjóð sé hann -ef ég man rétt- 26%.
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.4.2017 | 23:58
Markaðir virðast reikna með sigri Macrons á Le Pen í seinni umferð!
Að sjálfsögðu ekki unnt að bóka þann sigur þó fyrirfram, en frambjóðendur á vinstri væng franskra stjórnamála -- hafa hvatt stuðningsmenn sína til þess að gera allt sitt til að forða kjöri, Marine Le Pen.
Skv. fréttum voru úrslitin eftirfarandi: Macron and Le Pen to contest
- Macron: 23,8%
- Le Pen: 21,7%
- Fillon: 20%
- Melenchon: 19,4%
--Eins og væntanlega allir vita, þíðir þetta að Macron og Le Pen, keppa í seinni umferð.
Þessar kosningar verða líklega, hreinar kosningar um aðildarmálið!
En eins og vitað er, hefur Marine Le Pen, sagt vilja þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild Frakklands að ESB. Og vilja endurreisa frankann!
Meðan að Emmanuel Macron - er einlægur aðildarsinni, sem telur hvort tveggja afar slæma hugmynd, brotthvarf úr ESB og brotthvarf úr evrunni.
- En þó svo að Le Pen mundi hafa sigur í seinni umferð.
- Þíddi það ekki endilega, að brotthvarf Frakklands úr ESB og úr evru, væri sannarlega yfirvofandi.
- Enda mundi hún þurfa samþykki þingsins fyrir því - að standa fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu, um aðild Frakklands.
--Sem engin leið væri fyrir Le Pen, að fyrirfram bóka. - En Front Nationale - hefur fram að þessu ekki tekið þátt í myndun ríkisstjórna Frakklands.
--Að Le Pen yrði forseti, væri alls ekki nein - alger trygging slíkrar útkomu. - Það færi eftir því, hvernig hrossakaup milli flokka á þingi, mundu ganga fyrir sig.
--Fyrir utan að FN-fram að þessu hefur ekki haft, risastóran þingflokk. - Væri því ekki neitt endilega, ráðandi afl innan ríkisstjórnar sem sá flokkur tæki þátt í.
M.ö.o. að ef hún hefði sigur -> Mundi hefjast næsta stóra þrekraun Marine Le Pen.
Að tryggja flokki hennar -> Áhrif innan ríkisstjórnar, og þar með hennar eigin - á lagasetningu.
--Ef flokkar á þingi mundu geta myndað stjórn án FN.
--Þá hefði Marine Le Pen líklega ekki nokkurn möguleika til þess, að þvinga fram þá þjóðaratkvæðagreiðslu - sem hún hefur áhuga á að standa fyrir.
- Hún svipað og var um Obama er hann var með meirihluta Repúblikana í báðum þingdeildum.
- Hefði þá fyrst og fremst lagasetningaráhrif í gegnum beitingu - neitunarvalds.
--Sem væntanlega í Frakklandi þarf einhvern aukinn meirihluta til að hnekkja.
--Sem gæti þó verið til staðar í því tiltekna máli.
Niðurstaða
Á næstum tveim vikum munu franskir kjósendur sem ekki kusu annað hvort Macron eða Le Pen, að þurfa að gera upp hug sinn - hvers konar framtíðarsýn um Frakkland þeir vilja - auk þess að þeir þurfa að gera upp hug sinn um það, hvaða sýn á framtíð Evrópu þeir aðhyllast. En Macron og Le Pen standa fyrir mjög ólíka sýn, þ.e. aðildarsinninn vs. tortryggnin gagnvart ESB og því sem ESB stendur fyrir. Í annan stað höfum við staðfasta trú á framtíð samstarfs um ESB og evru vs. álíka staðföst vantrú á það að samstarf ESB hafi framtíð eða hvað þá evran, eða sé á vetur setjandi yfir höfuð. Andstaða við þjóðernishyggju vs. gamalgróin þjóðernishyggja.
Valkostir kjósenda eru með öðrum orðum - afskaplega skýrir.
--Fram að þessu hefur verið skýr meirihluti í Frakklandi fyrir aðild að hvoru tveggja ESB og evru.
Það kemur í ljós hvort Marine Le Pen tekst að sannfæra meirihluta kjósenda um það atriði, að það sé rétt aðgerð að láta kjósa um aðild Frakklands - eins og Bretar gerðu!
- Hún gæti reynt að snúa því upp í spurningu um lýðræði.
--Ef henni mundi takast að láta kjósendur kaupa slíka röksemd, gæti hún haft betur.
Nk. 2-vikur mun reyna á sannfæringarkraft frambjóðendanna tveggja, sem aldrei fyrr.
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Það hefur einfaldlega gerst nákvæmlega eins og ég átti von á - að svokallað "fracking" fór aftur í gang um leið og heims olíuverðlag fór rétt yfir 50 Dollara. Þannig að ef Saudi Arabía var um árið að gera tilraun til þess að drepa -fracking- iðnaðinn í Bandaríkjunum, hefur það fullkomlega mistekist.
--Sannarlega fór fj. fyrirtækja á hausinn - en best fjármögnuðu fyrirtækin héldu velli, og hófu strax að dæla af krafti að nýju um leið og verðið dugaði fyrir framleiðslukostnaði.
--Og þau fyrirtæki er fóru á hausinn, voru keypt upp af öðrum - fyrir mun minna, eins og gengur.
Oil dives below $50 as confidence in Opec wavers
"US benchmark West Texas Intermediate fell below $50 a barrel on Friday down $1.32 to $49.39 by 6.45pm in London. The global Brent marker dropped $1.24 to $51.75 a barrel." - "...number of rigs drilling for oil in the US rose for a 14th consecutive week. Drillers added five rigs in the week to April 21, bringing the total count to 688 the most since April 2015."
Það sem hefur gerst, er að OPEC ásamt Rússlandi, geta ekki lengur stjórnað heims markaðsverði
Þess í stað er það -fracking- iðnaðurinn sem það gerir!
- Ég benti á þetta fyrir -ath- ári!
Það að Rússland og Saudi Arabía líða fyrir þetta!
Er góð útkoma fyrir heiminn!
- Vissulega er það rétt, að -Fracking- í Bandaríkjunum einum, getur væntanlega ekki viðhaldið lágu olíuverði -- í mjög langan tíma. En við erum samt sennilega að tala um - 20 ár.
- En rökrétt þ.s. fyrirtækin eru mörg í -fracking- iðnaðinum, og samkeppni milli þeirra -- dæla þau alltaf eins miklu og þau geta, þegar þ.e. efnahagslega hagkvæmt.
- Sem þíði, að rökrétt halda þau alltaf verðinu - nærri sársaukamörkum þeim þegar -fracking- borgar sig, þ.e. rétt um eða rétt yfir 50 Dollurum.
--Og þróunin á markaði virðist einmitt vera að birta þá mynd. - Því má að auki bæta við, að olíu-leirsteinslög sem vinnanleg eru mað -fracking- aðferð, er að finna mun víðar í heiminum.
- Þannig að það má vel vera að unnt sé að viðhalda lágu olíuverði með -fracking- aðferð, nk. 100 ár.
- Ef maður lætur vera að taka tillit til þeirrar þróunar sem hugsanlega getur ágerst, að mannkyn skipti smám saman yfir í endurnýtanlega orkugjafa.
--En ef mannkyn gerir það - þá undirstrikast enn sterkar.
--Að heims olíuverð - sé einfaldlega ekki að fara að hækka, sennilega nokkru sinni aftur!
Þannig að eins og ég benti á fyrir -ath- ári!
Sé tími hás olíuverð sennilega einfaldlega búinn - þá meina ég, endanlega!
- Það þíði, að lönd eins og Rússland og Saudi Arabía -- sem lifa nær eingöngu á olíutekjum.
- Muni einfaldlega ekki komast upp úr þeirri lægð, sem þau byrjuðu í - 2015.
Það má vera að Rússland eigi betri möguleika en Saudi Arabía að finna sér aðrar leiðir.
En til þess að það sé sennilegt - um þetta atriði er ég fullkomlega viss - þarf Rússland að skipta algerlega um stjórnarfar.
--En núverandi landstjórnendur séu nærri eins slæmir sem dauð hönd, og þeir sem réðu þar á Sovéttímanum.
Niðurstaða
Það að orkuverð líklega helst lágt nk. áratugi - jafnvel nk. 100 ár, sé gott fyrir neytendur á orku þar á meðal Ísland. Þetta sé einnig þar með gott fyrir efnahag flestra landa heims.
Þau lönd sem tapa séu þau lönd, sem séu með olíu og gas, sem megin útflutnings-afurð. Land eins og Rússland -- með útfl. tekjur á olíu og gasi, enn við 60% mörk eins og er Boris Yeltsin var við völd.
Það sé bónus fyrir heiminn, að áhrif landa eins og Saudi Arabíu og Rússlands - fari þar af leiðandi hnignandi á nk. árum og líklega áratugum. En mér virðist ljóst, að án dramatískrar breytingar -- séu bæði lönd farin sennilega inn í langvarandi hnignunar eða stöðnunarskeið.
- Engu landi hafi sennilega hnignað meir hlutfallslega en Rússlandi, sl. 15 ár.
- Sennilega hefur ekkert land tapað meir á hröðu risi Kína, en einmitt Rússland.
--Þess vegna skil ég ekki almennilega hví rússneska elítan virðist halla sér að Kína.
--En Kína sé margfalt varasamara fyrir Rússland, en Vesturlönd.
- Sbr. ábendingu mína að Kína hefur yfir milljarð íbúa, m.ö.o. nærri 10-faldan íbúafjölda Rússlands + yfir 3000 km. af sameiginlegum landamærum + að svæði í eigu Rússlands næst landamærum Kína eru mjög strjálbýl.
Ef rússneska elítan hugsaði um eitthvað umfram - skammtíma stjónarmið, að tryggja eigin persónul. völd.
Væri Rússland með - samvinnu við Vesturlönd sem stefnu, þ.e. -consistent- stefnumótun sl. 20 ár.
En slík samvinna hefði verið eina leiðin fyrir Rússland - að halda velli gagnvart Kína.
--Með stefnu sinni hafi Pútín líklega í reynd - afsalað til Kína gríðarlegum verðmætum, en sl. 10-15 ár hefur Kína hratt verið að taka yfir hagsmuni Rússl. í Mið-Asíu.
--Svo lengi sem sú stefna haldi áfram - muni hratt undanhald Rússlands gagnvart Kína viðhaldast.
- Því lengur sem það undanhald viðhelst, því lengur munu drottnandi áhrif Kína ná -- jafnvel langt inn fyrir landamæri Rússlands sjálfs.
--M.ö.o. yfirtaka með tilstyrk fjármagns.
Mig grunar að framtíðin muni sjá Pútín sem einn versta stjórnanda Rússlands í gervallri sögu þess.
Afleiðingarnar tel ég verða virkilega hrikalegar fyrir Rússland og algerlega óafturkræfar að auki.
---------------Gamlar færslur
18.12.2014 | 22:30 Mér virðist Rússland stefna í að verða "dóminerað" af Kína
20.5.2014 | 23:14 Að halla sér að Kína getur verið leikur að eldinum fyrir Rússland
15.5.2016 | 19:34 Tími ofsagróða stóru olíuframleiðsluríkjanna getur verið liðinn fyrir fullt og allt
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
20.4.2017 | 11:22
Eitt vert að muna að Kína líklega vill ekki hafa bandarískan her upp við eigin landamæri
En N-Kórea hefur lengi verið álitið svokkallað "buffer" eða stuðpúða land fyrir Kína. Margir hafa lengi álitið það mikilvægan þátt í ákvörðun Maro á sínum tíma -- að ganga inn í svokallað Kóreu-stríð á sínum tíma. Þegar bandarískur her var nokkurn veginn búinn að sigrast fullkomlega á N-Kóreu.
--En herir undir flaggi SÞ og undir stjórn Mc Arthur hershöfðingja voru nánast komnir að landamærum Kína, er kínverskur her lét til skarar skríða á sínum tíma í valdatíð Mao.
- Þetta er örugglega mikilvæg ástæða tregðu Kína við það að beita N-Kóreu verulegum þrýstingi á seinni tíða --> Þó svo að lítill vafi sé líklega um að Kína hugnist ekki fyrirgangur stjórnvalda N-Kóreu, er N-Kórea ítrekað beitir hótunum á S-Kóreu og leitast við að byggja upp kjarnavopn og eldflaugar til að bera slíkar sprengjur.
- En með uppbyggingu kjarnavopna berandi eldflauga er N-Kórea án vafa - að kinda undir vígbúnaðar kapphlaupi í Asíu.
--Spurning hvort þ.e. gott eða slæmt fyrir Kína.
En það má alveg ímynda sér að Kína henti að nota hugsanleg viðbrögð nágranna landa N-Kóreu, er þau efla sinn vígbúnað -- sem afsökun til að þá efla sinn eigin.
--Að sjálfsögðu óvíst að það sé rétt!
N-Kórea heldur áfram að gefa út stórkarlalega yfirlýsingar!
North Korea warns of 'super-mighty preemptive strike'
"In the case of our super-mighty preemptive strike being launched, it will completely and immediately wipe out not only U.S. imperialists' invasion forces in South Korea and its surrounding areas but the U.S. mainland and reduce them to ashes,"
Langt yfir markið greinilega þar sem engar sannanir eru enn til staðar að N-Kóreu hafi tekist að smíða nægilega smáa kjarnapsrengju - til að vera nothæf til flutnings á eldflaug.
Síðan hafa tilraunir N-Kóreu með langdrægar flaugar verið brokkgengar - þ.e. skotin mistakist nærri eins oft og þau heppnast.
- Engar líkur a.m.k. enn að N-Kórea eigi einhvern verulegan fjölda flauga nærri það langdrægar.
--En án vafa séu skammdrægari flaugar N-Kóreu þegar ógn við sína næstu granna, þ.e. S-Kóreu og Japan.
White House defends portrayal of 'armada' push toward Korean peninsula
Síðan er eins og Donald Trump hafi ekki sagt alveg satt um ferðir flugmóðurskipa er áttu að hans sögn að vera á siglingu til hafsvæðisins nærri Norður og Suður Kóreu.
--Þess í stað virðast þau á leið til Ástralíu, til fyrirfram boðaðra æfinga þar með flota Ástralíu.
Yfirlýsingar Trumps um "armada" séu því einnig farnar að líta illa út.
Nánast ekki síður en yfirlýsingar N-Kóreu stjórnar.
Blað í eigu kínverskra stjórnvalda enda sagði eftirfarandi: "The truth seems to be that the U.S. military and president jointly created fake news and it is without doubt a rare scandal in U.S. history, which will be bound to cripple Trump's and U.S. dignity,"
--Sem kannski er þá ekki unnt að mótmæla!
Niðurstaða
Enn sem fyrr á ég ekki von á bandarískri árás á N-Kóreu - þrátt fyrir yfirlýsingagleði Trumps og Pence undanfarna daga -- og síðan oft skondnar vegna þess hve þær eru langt yfir markið yfirlýsingar N-Kóreu á móti. Hinn bóginn held ég að lítill vafi sé að ráðamenn N-Kóreu beita vopnum þeim sem þeir eiga, ef ráðist verður á N-Kóreu. Síðan að enginn vafi sé að N-Kórea á nægilega mikið af hefðbundnum stórskota vopnum er draga til borga í S-Kóreu, að stríð mundi valda líklega miklu manntjóni sem og tjóni í S-Kóreu.
M.ö.o. á ég ekki von á að Trump takist að breyta stöðunni varðandi N-Kóreu.
Þrátt fyrir tilraunir með að beita N-Kóreu auknum þrístingi.
--N-Kórea muni einfaldlega ekki gefa eftir þumlung, nú sem fyrr.
Og Kína verði ekki tilbúið að beita nægilegum þrýstingi sjálft - af ótta við hugsanlegt hrun N-Kóreu, og af ótta við að fá þá hugsanlega bandarískan her upp að eigin landamærum, til framtíðar.
--Þannig að staða mála varðandi N-Kóreu verði líklega óbreitt, nema með þeim hætti að N-Kórea haldi áfram sinni uppbyggingu á kjarnavopnum, og með tíð og tíma líklega nái markmiði sínu að byggja upp kjarnorkuherafla er geti dregið til Bandaríkjanna!
Án þess að Trump takist að hindra þá útkomu.
--Afleiðing líklega yrði - aukin útbreiðsla kjarnorkuvopna í Asíu, sbr. Japan gæti þá ákveðið að verða kjarnorkuveldi, jafnvel S-Kórea að auki.
--Asía, ef maður bæti við samkeppni Kína og Bandaríkjanna er líklega fer vaxandi í framtíðinni, verður þá sennilega í framtíðinni --> Langsamlega hættulegasta spennusvæði heimsins!
- 3-heimsstyrrjöldin líklegast hefst þá í Asíu, ef hún hefst nokkru sinni.
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Það má segja að tækifærið hafi einfaldlega verið of gott til að sleppa!
Skv. meðaltali skoðanakannana undanfarið -- ætti Íhaldsflokkurinn að bæta við sig 56 þingmönnum, Verkamannaflokkurinn að tapa 59 þingmönnum - aðrir flokkar fá ca. svipað og síðast.
--Útkoma: Íhaldsflokkurinn mundi enda með drjúgan þingmeirihluta!
Polls pointed to opportunity that was too good for May to miss : "A YouGov survey for The Times this week put the Conservatives on 44 per cent, Labour on 23 per cent, the Lib Dems on 12 per cent and Ukip on 10 per cent."
Ef kosið er 8. júní nk. - mundi stjórn Íhaldsflokksins geta setið til júní 2022.
--En annars hefði þurft að kjósa í tveim árum fyrr, 2020.
- Það sem þetta veiti May, sé betra svigrúm til að leiða BREXIT til lykta.
- Auk þess að aukinn þingmeirihluti, mundi gera henni auðveldara að koma í gegnum þingið - lausnum er væru hugsanlega umdeildar meðal einstakra þingmanna Íhaldsflokksins.
--Má vera að einhverjir verði pyrraðir yfir því, að May fullyrti ítrekað - síðast í sl. mánuði, að ekki yrði efnt til nýrra þingkosninga á þessu ári.
- Ef kosninganiðurstöður verða eitthvað í líkingu við núverandi kannanir -- verða Íhaldsmenn svo ánægðir með sigurinn.
- Á sama tíma, og Corbyn yrði að hætta sem formaður Verkamannaflokksins í kjölfar slíks ósigurs flokks hans - sem þíddi að Verkamannaflokkurinn mundi ekki meðan flokkurinn væri á kafi í deilum um leiðtogamál geta veitt nokkra pólitíska samkeppni við Íhaldsflokkinn.
- Að May yrði þá --> Óskoraður leiðtogi Bretlands, a.m.k. um hríð.
--Ef BREXIT mundi enda vel fyrir Bretland -- gæti hún setið lengi á eftir!
Auðvitað öfug útkoma ef Bretar á endanum mundu verða ósáttir með niðurstöðuna!
En með öflugan þingmeirihluta mundi May líklega geta notað þingið sem --> Stimpilpúða.
--Því geta komið sennilega þeirri niðurstöðu í gegnum þingið breska sem yrði.
Jafnvel þó hún endaði með einhverjum hætti - umdeild!
Niðurstaða
Eiginlega er það eina við málið að ég er hissa að May hafi ekki ákveðið að láta kjósa jafnvel enn fyrr. En arfaslök staða Verkamannaflokksins í könnunum hefur verið -consistent- þema nú um töluverða hríð. M.ö.o. að greinilega sé Corbyn ekki sem formaður að sannfæra kjósendur til fylgilags.
Það virðist nánast alveg öruggt að May standi mun sterkar að vígi á eftir.
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.4.2017 | 01:27
Erdogan framlengir lög um neyðarástand - eina ferðina enn
Það kaldhæðna er að kosningaúrslitin geta hafa spilað verulega rullu um þá ákvörðun, þ.e:
- 51,4% vs. 48,6%.
En atkvæði tyrkja er búa í ESB aðildarlöndum, virðast hafa ráðið úrslitum.
M.ö.o. að Erdogan hafi ekki unnið -- innan Tyrklands sjálfs.
- Erdogan getur því óttast -- róstur og mótmæli í kjölfarinu.
- Hann tapaði að auki með áberandi hætti í þrem stærstum borgum landsins.
--Meðan að hann vann sigur í sveitum landsins og fátækari svæðum Sunnar í landinu.
--Tapaði þó harkalega á Kúrda-svæðum landsins.
In divided Turkey, president defends victory in referendum granting new powers
Erdogan clinches victory in Turkish constitutional referendum
Erdogan's Victory in the Referendum on His Powers Will Leave Turkey Even More Divided
Erdogan follows referendum win with extension of state of emergency
Það eru sjálfsagt a.m.k. einhverjar líkur á að deilur um úrslitin - viðhaldist í kjölfarið, að stór hluti Tyrkja muni héðan í frá álíta úrslitin ólögmæt!
Það hve naum úrslitin voru - geti að auki gefið andstæðingum aukinn kraft. Það hafi einnig myndast í kosningabaráttunni, óformleg samstaða milli ólíkra afla -- um samstöðu gegn Erdogan.
--Sú samstaða getur nú eflst í kjölfar niðurstöðunnar!
- Óvíst er m.ö.o. að úrslitin styrki stöðu Erdogans.
Þó að lögformleg staða hans sé sterkari.
--Geti hans pólitíska staða í landinu hafa veikst.
Líkur virðast um að Erdogan keyri breytingarnar hratt fram.
--Með því að framlengja neyðarlög.
--Þá getur hann nú í krafti úrslitanna, væntanlega gefið bein fyrirmæli frá forsetaembættinu um þær lagabreytingar!
Með því vonist hann væntanlega til þess, að gera þær -- óafturkræfar með hraði.
--En sú áhætta sem hann þá hugsanlega tekur.
--Getur verið, að sá ca. helmingur Tyrkja er kaus gegn honum -- líti svo á að Erdogan strái salti í sárin.
Hafandi í huga að þetta er mjög fjölmennur hópur!
Virðist manni það alveg geta átt sér stað -- að mjög fjölmenn fjöldamótmæli gjósi upp.
- Það gæti einhverju leiti minnt á fjöldamótmæli er gusu upp í tengslum við svokallað -- arabískt vor.
--Það væri þá undir viðbrögðum Erdogan komið --> Hvað síðan mundi koma þar á eftir. - Bendi á það að -- Ben Ali í Túnis, gaf eftir vilja meirihluta almennings; og það urðu engin borgaraátök í Túnis.
--Meðan að Assad í Sýrlandi ---> Gaf fyrirskipanir að skjóta á óvopnaðan lýðinn er var að mótmæla ---> Og strax í kjölfarið á því, breyttust mómtælin í vopnaða uppreisn, og borgarastríð hefur æ síðan geisað innan Sýrlands.
Tyrkland gæti sem sagt - ef Erdogan spilar málin of ógætlilega!
--Farið mjög nærri borgaraátökum.
--Eða jafnvel alla leið yfir í borgaraátök.
- Ef borgaraátök mundu hefjast innan Tyrklands.
- Mundi það gera stríðið innan Sýrlands -- að stormi í tebolla í samanburði.
Við erum að tala um það --> Að 20-30 milljón manna flóttamannabylgja gæti skollið á Evrópu.
Niðurstaða
Ég er ekki að spá borgarastríði innan Tyrklands. Einungis að benda á það að Erdogan virðist stjórna nú með afar -sundrandi hætti- innan Tyrklands. Síðan virðist framkoma hans nú strax í kjölfarið - vera frekari högg í þann knérunn.
--Með því að setja neyðarlög, virðist blasa við --> Að Erdogan ætli sér síðan, að láta frekari slík högg dynja yfir - það með hraði.
Það gæti skapað - bylgju reiði í bland við örvæntingu; ef stór fjöldi Tyrkja upplyfir landið vera stefna í kolranga átt.
--M.ö.o. kokteill sem mér líst hreinlega ekki á.
- Erdogan gæti m.ö.o. reynst eins stórt fífl og hann Assad reyndist vera sumarið 2011.
--Assad eyðilagði í reynd Sýrland --> Þ.e. hans sök að landið gersamlega er í rúst. - Erdogan gæti, í stað þess að verða landsfaðir Tyrklands, leitt yfir það eyðileggingu í enn stærri stíl.
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
- Rússland getur hugsanlega haldið fram Úkraínustríði, allt að ...
- Rússland ætlar að hætta stuðningi við uppreisnarmenn í Súdan ...
- Gríðarlega mikilvægt að Úkraína fær bráðnauðsynlega hernaðara...
Nýjustu athugasemdir
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al...: Margar þjóðir eru tibúnar að hjálpa til við uppbygginguna en sú... 9.12.2024
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al...: Grímur Kjartansson , Sýrland er efnahagslega rjúkandi rúst - ei... 9.12.2024
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al...: Mér skilst að al-Jilani hafi keypt sér liðveislu USA með því a... 9.12.2024
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerl...: Ásgrímur Hartmannsson , grímur -- Viðreisn er hægri flokkur. Ha... 8.12.2024
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.12.): 0
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 31
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 28
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar