Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2017

Erdogan forseti Tyrklands segist hafa haft nauman sigur með 51,4% stuðning fyrir stjórnarskrárbreytingu er færir honum einræðisvöld

Áhuga vekur að Erdogan virðist hafa tapað í 3-stærstu borgum landsins: Istanbul, Ankara og Izmir.
Andstæðingar segjast krefjast - endurtalningar.
--Hinn bóginn skipa stuðningsmenn Erdogans nú meirihluta í "Supreme Election Council" eða Æðsta-kosninga-ráðinu, þannig að líklega verða allir úrskurðir um vafamál tengd kosningunum Erdogan í hag.

Deilur verða líklega um atkvæði sem uppfylla ekki að fullu kosningareglur.

"Opposition parties demanded recounts after the Supreme Election Council ruled while the vote was still going on that ballots without official verification stamps would be accepted."

Þekki ekki þessa - stimplunarreglu.
Eða hvaða atkvæði það eru sem þurfa þá stimplun.

  • Má velta fyrir sér atkvæðum er hafa borist erlendis frá.

Þessi naumi sigur virðist ekki veita Erdogan sterkt umboð!
En væntanlega hagar hann sér eins og hann hafi fengið ótakmarkað umboð kjósenda!

  1. Bendi fólki á að vanalega þegar kosninga-svik eru í gangi --> Segist opinber sigurvegari kosningar hafa unnið með - yfirburðum.
  2. T.d. vitað að síðast er kosið var í Rússlandi -- vann Pútín í reynd ekki eins stórt og opinberar tölur sögðu.
    --Annað dæmi um ákaflega grunamleg opinber úrslit - eru kosningar á Krímskaga þ.s. almenningur þar var sagður hafa kosið með miklum yfirburðum með sameiningu við Rússland, þ.e. úrslit sögð hafa verið um 90% greiddra atkvæða með, skv. þátttöku er sögð var 83% --> Hafandi í huga að hlutfall rússn.mælandi íbúa skagans var þá milli 60-70% þá virtist mér það ekki geta staðist.
  • Punkturinn er sá, að oft eru uppgefin úrslit afar ósennileg -- þegar svik eru í gangi.

--51,4% getur alveg verið satt!

--Enda hafi kannanir í Tyrklandi upp á síðkastið, flestar bent til naums sigurs Erdogans.

M.ö.o. að sú niðurstaða hrópar ekki að manni --> Getur ekki verið, eins og úrslitin t.d. á Krím.

 

Erdogan virðist í kosningabaráttunni - hafa lofað lögum og reglu, og endurreisn stöðugleika

En óstöðugleikinn og átökin í landinu - eru stórum hluta búin til af Erdogan sjálfum.
Þannig að - ef út í þ.e. farið - getur hann sennilega staðið við það loforð.

  1. Stoppa hreinsanirnar sem hafa verið í gangi -- það eitt mun draga úr óstöðugleika og óvissu.
  2. Síðan að stöðva stríðið gegn Kúrdum - sem hann sjálfur hóf.

Margir hafa grunað að átökin gegn Kúrdum - og hreinsanirnar.
Hafi hvort tveggja fyrst og fremst - tengst hans persónulegu pólitík.

Snúist um að skapa ástand innan Tyrklands, sem mundi að hans mati auka líkur á því að hann fengi samþykki fyrir -- sínu persónulega einræði.

 

Mér virðist Erdogan stefna á stjórnarfar sambærilegt því í Rússlandi Pútíns!

Margir sem fjalla um Tyrkland og tala um Erdogan sem Íslamists!
--Gleyma öðrum einræðisherra þ.e. Pútín.

  1. En í Rússlandi, eru hjónabönd samkynhneigðra bönnuð.
  2. Hommar og lesbíur sæta margvíslegum ofsóknum innan Rússlands.

Pútín - margítrekað hefur komið fram talað sem verndari kristinnar trúar.
Ítrekað hefur beitt fyrir sig - trúartáknum.

  1. Pútín sé líklegast einfaldlega að beita trúnni, sem valda-tæki.
  2. En málið er, að ég held að það sama eigi einnig við Erdogan!

--Erdogan sé ekki að fara að gera Tyrkland að einhverju -- múllistan.
--Með því að hefja ofsóknir gegn Gulemistum --> Má segja að Erdogan hafi tekið þá ákvörðun, að deila ekki völdum með múllum.

  • M.ö.o. hann vilji ráða einn.

Þá sé það stjórnarfar sem hann sennilega stefni á!
Meir í ætt við það stjórnarfar er Pútín hafi komið á innan Rússlands.

  1. Það er, enn verði líklega reglulega kosið í Tyrklandi eins og í Rússlandi.
  2. En eins og í Rússlandi, muni Erdogan líklega tryggja að kosningarnar skipti í reynd ekki máli, þ.e. fólkið hafi ekki raunverulega þann valkost að skipta um landstjórnendur.

--M.ö.o. lýðræði í leiktjalda-stíl, þ.e. án innihalds.
--Einræði í reynd!

 

Niðurstaða

Það stjórnarfar sem ég held að Erdogan ætli að koma á, sé líklega sambærilegt því sem Pútín kom á innan Rússlands -- eftir 2003. Sem ég kalla -- lýðræði í leiktjaldastíl, eða með öðrum orðum - án innihalds. Kosningar fari fram, en þær hafi ekki nokkur raunveruleg áhrif á stjórnun landsins.

 

Kv.


Kína virðist hafa hafið takmarkaðar viðskipta-aðgerðir gegn N-Kóreu, sem ég held að sé í fyrsta sinn. Ég er samt ekki viss að stefna N-Kóreu breytist

Ég hef séð það nokkrum sinnum í fréttum að Kína bannaði innflutning á kolum frá N-Kóreu undir lok febrúar mánaðar - "China has also stepped up economic pressure on North Korea. It banned all imports of North Korean coal on Feb. 26 under U.N. sanctions, cutting off the North's most important export product." - en ég er samt ekki viss að þetta breyti stefnu Kim Jong-un, einræðisherra N-Kóreu.

Þær aðgerðir Kína hljóta að skipta máli - hinn bóginn virðist N-Kórea stunda margvíslega starfsemi ætlað að skapa landinu tekjur --> Sem verði að flokka undir, skipulagða glæpastarfsemi.
--M.ö.o. að elítan í N-Kóreu reki landið eins og skipulögð glæpasamtök.
Það hafi falið í sér dreifingu falsaðra seðla og eyturlyfja -- sérstaklega virðist peningafölsunin hafa verið útbreidd!
--Mundi ekki koma mér á óvart, að frá N-Kóreu sé að auki rekið margvíslegt internet - svindl og brask.

  • Að sjálfsögðu sé slíkt ekki talið upp í opinberum tölum.

Punkturinn sé sá að ekki sé unnt að vita að hvaða marki aðgerðir Kína raski tekjustreymi n-kóreanska ríkisins.

http://www.noisyroom.net/blog/nk4.jpg

Síðan grunar mig að auki, að - Kim Jong-un - líklega telji sig ekki geta hvikað!

  1. En hugsanlega hefur Kim málað sig út í horn.
    --Hann hafi myrt bæði frænda sinn og bróður, er voru taldir geta ógnað persónulegri valdastöðu hans -- sérstaklega var frændi hans talinn standa nærri Kína.
  2. Hann hafi nærri strax og hann tók við völdum, hafið grimmar hreinsanir innan n-kóreanska ríkisins.
  3. Og mér virðist --> Allt snúast um að tryggja hans persónulegu völd.
    --Hvort sem það eru morð innan fjölskyldunnar.
    Eða stórkarlalegt - eldflaugaprógramm það sem hann leggur svo mikla ofuráherslu á.
  4. En líklega sé hann logand hræddur við þann möguleika, að Bandaríkin eða Kína, geri tilraun til að steypa honum.
    --Það geti verið að hann líti á kjarnavopn - sem einu raunverulegu trygginguna fyrir hans persónulegu völdum.
  5. Ef svo er --> Þá sé hann ekki líklegur að slaka á því uppbyggingarprógrammi --> Frekar að hann láti sverfa frekar að almenningi í N-Kóreu.

--M.ö.o. geti verið að hann telji sig ekki geta hörfað!

 

Ég held samt að stríð sé ekki líklegt!

Helsta hættan sé -- menn rambi óvart í stríð. En ég efa að N-Kórea eða Bandaríkin -- hefji það af ásetningi.

  1. N-Kórea eigi einfaldlega of mikið af hefðbundnum stórskota vopnum, bæði eldflaugar og fallbyssur, til þess að unnt sé að forða verulegu manntjóni almennra borgara í S-Kóreu.
    --Ef ráðist væri á N-Kóreu, og N-Kórea svaraði með því að fyrirskipa allsherjar skothríð.
  2. Að auki eigi Kim Jong-un, kjarnorkusprengjur.
    --Jafnvel þó geti verið að enn geti N-Kórea ekki skotið slíkri með eldflaug.
    --En til þess þarf að hafa tekist að hanna kjarnaodd er virkar, og rúmast á eldflaug.
  3. En ég tel Kim Jong-un nægilega grimman líklega til að grafa sprengju í jörð á eigin landi - ef þær væru varðar með blýkápu, sægist geislunin af þeim ekki úr lofti - og þær væru ósýnilegar; þ.e. Bandaríkin gætu ekki mögulega verið viss að engin slík sprengja geti ekki verið þ.s. bandarískur her planlegði að fara um landsvæði N-Kóreu til innrásar.
    --Ég er nokkuð viss, að Kim Jong-un væri til í að drepa fjölda eigin borgara -- til að ná 10þ. - 20þ. bandarískum hermönnum.
  4. Fyrir utan að geislun frá slíkum sprengjum - - getur borist mun víðar, en næsta nágrenni þess staðar þ.s. sprengjan væri sprengd.
    --Færi eftir vindum -- þ.e. S-Kórea eða jafnvel alla leið til Kína.
    --Geislun gæti drepið fjölda manns í S-Kóreu.

--M.ö.o. sé ég ekki að hernaðarárás af hálfu Bandaríkjanna - sé áhættunnar virði.

Jafnvel þó við gerum ráð fyrir því að með tíð og tíma ljúki N-Kórea smíði "ICBM" flauga er virka.
--Bendi á að slíkar flaugar eru ekki ódýrar.
--N-Kórea er með agnarsmátt hagkerfi, miklu minna en hagkerfi S-Kóreu.
M.ö.o. að N-Kórea sé einfaldlega ekki fær um að smíða mjög mörg eintök af slíkum eldflaugum.

  • Þannig að fullkomlega praktísk nálgun sé fyrir NATO og Bandaríkin - að verjast eldflaugum frá N-Kóreu --> Með eldflauga varnarkerfum.
  • Hafandi í huga uppbyggingu slíkra kerfa af hálfu NATO m.a. í Póllandi og Rúmeníu - þá virðist mér ljóst hver er stefna NATO gagnvart kjarnorkuvopna ógn frá N-Kóreu.

 

Niðurstaða

Ég efa að Donald Trump nái að breyta útkomu mála hvað varðar N-Kóreu. Og ég stórfellt efa að hann láti slag standa og fyrirskipa árás. En mig grunar sterklega að bandaríski herinn muni ávallt vara hann við því að -- slík aðgerð væri sennilega óásættanlega áhættusöm.

--Það sem sé fyrst og fremst nýtt við hina nýjustu N-Kóreu krísu, sé að Kína sé farið að beita N-Kóreu þrýstingi.

Hinn bóginn grunar mig að Kim Jong-un hafi málað sig út í horn.
Og líklega telji sig ekki geta hörfað!

--Eina spurningin sem skipti máli í þessu sé hvort Kína sé líklegt að ganga frekar upp á skaftið?
Persónulega efa ég það, þ.s. kostnaður Kína af hruni N-Kóreu gæti orðið mikill.
--Sömu valkostir standi eiginlega frammi fyrir stjórnvöldum S-Kóreu, að líklege velja áfram "status quo."

 

Kv.


Hvað hefur orðið um - byltingarmanninn Trump?

Eins og Donald Trump talaði fyrir kosningar - óttaðist ég hið versta.
En í seinni tíð hefur Trump virst vera að taka hverja U-beygjuna á eftir annarri.

  1. Fyrir nokkrum dögum, sagði Trump NATO ekki vera úrelt. En endurtekið í gegnum kosningabaráttuna, talaði hann illa um NATO - og höfðu margir áhyggjur af því hvaða ákvarðanir um NATO Trump mundi taka ef hann næði kjöri. Þar á meðal ég!
  2. Það nýjasta er --> Að það virðist ekki stefna í átök um tollamál við Kína. En líkur virðast um að ríkisstjórn Bandaríkjanna - sætti sig við fyrirheit frá Kína, að kínversk ríkisfyrirtæki kaupi í auknum mæli bandarískar vörur; fyrirmæli sem Kína stjórn getur gefið.
    --Og að takmörkuð opnun verði fyrir bandarísk fyrirtæki á fjármálasviðinu í Kína.
  3. Hvað Mexíkó varðar - en Trump á fyrstu dögum forsetatíðar sinnar. Talaði um Mexíkó með þeim hætti, að það leit út fyrir alvarleg viðskiptaátök þar á milli.
    --En nú virðist stefna í viðskiptasamning, með einungis - minniháttar lagfæringum.
  4. Við upphaf forsetatíðar sinnar talaði Trump um Rússland með svipuðum hætti og í kosningabaráttunni, þ.e. að góð samskipti væru góð fyrir Bandaríkin.
    --En upp á síðkastið, hefur línan frá Washington harðnað til muna, og mun kaldari vindar blása nú þaðan til Rússlands og Pútíns sérstaklega.
    --Ekki má gleyma árásinni á sýrlenska flugherstöð. Sem sannarlega er stílbrot við málflutning Trumps - er hann áður talaði um samstarf við Assad gegn ISIS. En fyrir örfáum dögum - líkti Spicer Assad við Hitler.
  5. Nánast það eina sem eftir - er hótun Trump um einhliða aðgerðir gegn N-Kóreu. En þær virðast samanber tóninn sem nú kemur frá Washington, líklega verða í formi -- harðari refsiaðgerða. Frekar en að líkur séu á hernaðarárás á N-Kóreu.

 

Maður veltir fyrir sér -- hefur Washington náð stjórn á Trump?
Eða meinti Trump það sem hann áður sagði -- einfaldlega ekki?

  1. En það má ímynda sér þann möguleika, að rannsóknin á samskiptum samstarfsmanna Trumps við Pútín, og hugsanleg afskipti Pútíns af forsetakosningunum.
  2. Í raun og veru, hafi upplýsingar um Trump -- sem jafnvel mundu geta komið honum í fangelsi.

Það má þá ímynda sér það, að Trump hafi verið sagt.
Að svo lengi sem hann sé -góður strákur- verði rannsókninni ekki lokið.
Og ef hann heldur áfram að vera -góður strákur út kjörtímabil sitt- þá geti sú rannsókn lokið með þeirri ályktun - að sannanir séu ónógar.

En slíkt -blackmail- gæti auðvitað skýrt það hve fullkomlega Trump virðist vera að söðla um!

 

Niðurstaða

Hve Trump virðist vera að söðla um í mörgum málum er virkilega áhugavert. Vangaveltur mínar þurfa alls ekki að vera í samhengi við raunveruleikann. En það getur einnig verið að Trump einfaldlega hafi verið að -- leika í leikriti til að ná kjöri. En nú sé hinn eiginlegi Trump að koma fram!

  • M.ö.o. að hann hafi einfaldlega sagt hvað þurfti til að ná kjöri.
    --En nú gefi hann því fólki er kaus hann, langt nef!

 

Kv.


Nýr hugsanlegur möguleiki fyrir sigur Marine Le Pen hefur komið fram

Þetta er ekki enn talið sérdeilis líklegt - en Melenchon hefur verið að stíga í skoðanakönnunum upp á síðkastið; sem hefur skapað vangaveltur um hugsanlegt "run-off."
--Þ.e. hvað mundi gerast ef Le Pen og Melenchon verða efst í fyrstu umferð!

http://img.agoravox.fr/local/cache-vignettes/L620xH306/_yartiMLePenJLMelenchon01-cb537.jpg

Skv. nýlegri skoðanakönnun:

  1. Le Pen: 23,5%
  2. Macron: 22,5%
  3. Fillon: 19%.
  4. Melenchon: 18,5%.

Það er þessi litli munur milli frambjóðendanna og ris Melenchon í könnunum.
Sem hefur vakið þessar vangaveltur!

  1. En erfitt væri að ímynda sér stærri jarðskjálfta en ef fulltrúi -- kommúnista og annarra kjósenda lengst til vinstri.
  2. Mætir fulltrúa Þjóðfylkingarinnar eða "Front Nationale."

--Það þíddi líklega - að miðjan í frönskum kosningum, hefði engann til að kjósa.
--Þannig að reikna má þá með því að flestir miðjusinnaðir kjósendur, velji að sitja heima.

  • Það áhugaverða er að kannanir benda til þess að sigur Melenchon sé ívið sennilegri ef þau 2-mætast, þannig að þá yrði róttækur vinstri maður forseti Frakklands.

Slíkt "run-off" væri náttúrulega -- franskir kjósendur að senda fingurinn til hefðbundinna stjórnmála.

  1. Hinn bóginn leiddi kjör Le Pen eða jafnvel Melenchon.
  2. Ekki endilega til róttækra breytinga.

--Þ.s. að forseti Frakklands - er ekki eins valdamikill of forseti Bandaríkjanna.

En til þess að forseti Frakklands sé valdamikill --> Þarf stjórnmálaflokkur forsetans að vera ráðandi afl í ríkisstjórn, er hafi þingmeirihluta.

Bæði Le Pen og Melenchon væru háð því að þeirra flokkar -- næðu að mynda samsteypustjórn, ásamt einhverjum öðrum flokkum.
--> Sem auðvitað þíddi, að það yrði að semja um málamiðlanir á stefnunni.

  • Ef flokkur forseta er ekki í ríkisstjórn.
    --Er forsetinn með mjög óveruleg áhrif á lagasetningu -- fyrst og fremst í gegnum beitingu neitunarvalds, sem þingið þyrfti aukinn meirihluta til að kollvarpa!

--Slíkur forseti ætti mjög erfitt með að knýja fram -- róttæk stefnumál!

 

Niðurstaða

Sigur Marine Le Pen er raunverulegur möguleiki -- ris erki vinstrimannsins - Melenchon - í könnunum undanfarið, skapar nýja sviðsmynd fyrir hugsanlegan sigur Le Pen. Ef þau tvö mætast í seinni umferð. Þá grunar mig að kosningaþátttaka mundi fara í sögulega lægð. Vegna gríðarlegs fjölda kjósenda er mundi geta kosið hvorugan frambjóðandann.

Rétt að nefna, að þó Le Pen hefði sigur -- þarf það alls ekki leiða til þess að hún mundi vera í aðstöðu til að fylgja fram sínum kosningaloforðum.
--Það fari algerlega eftir því, hvort henni mundi takast að mynda hagstæða samsteypustjórn á þingi.

Ef "Front Nationale" yrði utan ríkisstjórnar -- gæti Marine Le Pen orðið óvenju valdalítill forseti Frakklands.
--Endað með að ná mjög litlu af því sem hún lofar - fram!

Sama á auðvitað við Melenchon ef hann sigrar, að ef flokkur hans nær ekki inn í ríkisstjórn - yrði hann einnig afar veikur forseti sennilega.

 

Kv.


Erdogan gæti tapað þjóðaratkvæðagreiðslunni nk. sunnudag - kannanir sýna

Rétt að nefna að kannanir sýna oftar Erdogan hafa betur, en hinn bóginn virðast þær samtímis sýna meirihluta stuðning tæpan; auk þess að við og við birtast kannanir er sýna öfuga útkomu.
--Með öðrum orðum: þrátt fyrir að hafa lokað 150 gagnrýnum fjölmiðlum, látið handtaka töluverðan fjölda þingmanna -- tryggt að "Nei" baráttan fái nánast engan athygli af fjölmiðlum.
--Meðan að andlit Erdogan er alls staðar sjáanlegt, og fjölmiðlar básúna kosningaáróður Erdogans nánast allan sólarhringinn.

  • Virðist það raunverulegur möguleiki að Erdogan tapi!

How Erdogan's Referendum Gamble Might Backfire

New poll suggests Turkish President Erdogan will lose referendum on executive powers by knife edge

Erdogan relies on well-oiled election machine to secure victory

http://www.thepressproject.gr/photos/erdogan-odrekao-bih-se-i-vlastitog-djeteta-ukoliko-bi-bilo-umijesano-u-kriminal1459177103.jpg

Efnahagsmál gætu verið ein hans helsta ógn!

En Gulemista-hreinsanir þær sem hófust í kjölfar valdaránstilraunar innan hersins.
--Virðist raunverulega ógna efnahag landsins.

  1. Hreinsanirnar virðast fæla frá fjárfesta.
  2. Síðan hafi nokkur fjöldi auðugra kaupsýslumanna, lent í hreinsununum.
  3. Fyrir utan mikinn fjölda opinberra starfsmanna af margvíslegu tagi.

--Það sem virðist einkenna þær, sé þeim sem séu hreinsaðir, sé skipt út fyrir -- aðila sem njóta trausts stuðningsmanna Erdogans.
--M.ö.o. virðist hæfni ekki sigla hátt í því vali.

Líklega hafi þar af leiðandi -- orðið mikil blóðtaka í hæfni, innan mikilvægra öryggisstofnana sbr. - innan hersins, innan almennu lögreglunnar sem og öryggislögreglunnar.
--En einnig innan ríkisstofnana.

  1. Ákveðin óreiða hafi skapast í stjórnun landsins.
  2. Það sé einnig óvissan, um það -- hver verði næst.

Óvissan + óreiðan, valdi því væntanlega að fjárfestar halda að sér höndum.
Menn bíða og sjá hvað verða vill!

Meðan líður hagkerfið fyrir og virðist í hraðri kulnun.

  1. Það gæti verið varasamt fyrir Erdogan, því hann hefur ekki síst siglt í gegnum kosningasigur eftir kosningasigur --> Í krafti þess að hafa í gegnum árin staðið fyrir um margt velheppnaðri efnahagsuppbyggingu.
  2. Ef fjöldi kjósenda, telur að hann sé búinn að missa tökin --> Gætu þeir snúið við honum baki --> Eða haldið sig heima.

 

Síðan má ekki gleyma lýðræðissinnum innan hans eigin flokks!

En framan af valdaferli AKB flokksins, beitti flokkurinn undir stjórn Erdogans sér fyrir margvíslegum lýðræðis-umbótum, sbr: bætt fjölmiðlafrelsi, bæting réttarstöðu minnihlutahópa, og ekki síst að dregið var mjög úr ritstýringu og takmörkunum á rétti fólks til að birta gagnrýnin rit af margvíslegu tagi.
--M.ö.o. varð umræðan í samfélaginu opnari.
--Samtímis að hagkerfis uppbygging gekk lengi framan af, vel.

  1. En í seinni tíð, hefur Erdogan sýnt á sér aðrar hliðar - gerst sífellt valda-sæknari, og umburðarlyndi hans gagnvart gagnrýni hefur fölnað hratt.
  2. Nú hafi bætt fjölmiðlafrelsi mestu verið tekið til baka, og aftur sé verið að sverfa að minnihlutahópum.
  3. Það séu í gangi -- hreinsanir sem verði að líkja við, nornaveiðar.
  • Ef Erdogan hefur betur nk. Sunnudag -- muni hann hafa slík völd, að kalla verði hann með réttu, einræðisherra frá þeim punkti.

--En ef kjósendur velja -- Nei.
--Þá gætu þeir þar með -- bjargað lýðræðinu í landinu.

Það að Erdogan sé ekki að mælast í könnunum nema um eða rétt yfir 50% stuðning við stjórnarskrárbreytinguna --> Þrátt fyrir fullkomlega einhliða fjölmiðlaumfjöllun --> Og þrátt fyrir að "Nei" fái ekki aðgengi að fjölmiðlum.

Hljóti að vera vísbending þess --> Að veruleg óánægja sé til staðar með stefnuna upp á síðkastið.

 

Skv. fréttum, virðist kosningabarátta Erdogans nú lokadagana leggja áherslu á að sýna andlit Erdogans út um allt!

Stuðningsmenn hans virðast sannfærðir að það muni duga til þess -- að negla málið í gegn.

  • En það gæti haft þveröfug áhrif.
  1. En stuðningsmenn ætlast til þess, að fólk muni eftir sigrum fortíðarinnar.
  2. En, það séu alltaf líkur á því að -- nýlegir atburðir séu mun ferskari í minni, en þeir sem gerðust fyrir árum síðan.

--Hættan fyrir Erdogan sé m.ö.o. að fólk upplyfi þetta þannig, að Erdogan gangi of langt.

Nornaveiðarnar séu löngu farnar að líta út sem almennar hreinsanir á hverjum þeim sem Erdogan og hans stuðningsmenn treysta ekki fullkomlega.

Þær nornaveiðar séu líklegasta ástæðan af hverju hagkerfið sé að bælast niður, vegna óvissunar sem fárið viðhaldi sem og þeirri lögleysu sem það hafi skapað.

Það hljóta allir Tyrkir nú að vita -- að Erdogan vill meiri völd.

Hann býr nú í óskaplega veglegri forsetahöll er kostaði ótrúlegar fjárhæðir, sem er miklu stærri en Versalir.
--Er þar með kominn langt frá þeim alþýðumanni er hann var upphaflega.

  • M.ö.o. gæti það þvert á móti orðið síðasti myllusteinninn, að framboð Erdogans velji lokadagana að hafa karlinn sjálfan í fyrirrúmi.

 

 

Niðurstaða

Það verður forvitnilegt hver verður niðurstaðan í Tyrklandi nk. sunnudag. En ég held að það sé óhætt að segja að val kjósenda sé milli -- lýðræðis eða einræðis. En sigur -nei- væri að sjálfsögðu risastórt áfall fyrir Erdogan. Og mundi hleypa gagnrýnendum innan hans eigin flokks sem og utan -- kapp í kinn.
--Hann gæti tæknilega slitið þinginu aftur, og gert nýja tilraun til þess að tryggja sér 2/3 þingmeirihluta til þess að geta framkvæmt stjórnarskrárbreytinguna í gegnum þingið.

En það væri líklega ósennilegt að hann mundi vinna þann slag, ef hann tapar á sunnudag.

M.ö.o. gæti sigur -nei- boðað upphafið að endalokum ferils Recep Tayyip Erdogan.
--Samtímis bjargað lýðræðinu í Tyrklandi.

 

Kv.


Trump virðist hafa skipt um stefnu varðandi Assad

En áhugaverð samskipti forsætisráðherra Breta og Trumps vekja athygli.
En utanríkisráðherra Bandaríkjanna, Rex Tillerson, fer í opinbera heimsókn til Rússlands í vikunni.
Spurning, af hverju ætli May og Trump segji tækifæri til að sannfæra Pútín um að gefa Assad eftir?

May, Trump agree Russia should break ties with Assad: UK PM's office

  1. A spokeswoman for the prime minister said Trump had thanked May for her support following last week's U.S. military action in Syria against the Assad regime.
  2. "The prime minister and the president agreed that a window of opportunity now exists in which to persuade Russia that its alliance with Assad is no longer in its strategic interest,"
  3. "They agreed that U.S. Secretary of State Tillerson's visit to Moscow this week provides an opportunity to make progress toward a solution which will deliver a lasting political settlement."

 

Ég skal ekki segja það gersamlega útilokað að sannfæra Pútín að gefa Assad eftir!

Pútín sé - útreiknaður einræðisherra -- hann svífist einskis þegar hann telur það henta --> En á sama tíma, sé hann án vafa -- "Machiavellian."
--Þ.e. hann sé örugglega til í að gefa Assad á stundinni - ef unnt sé að sannfæra hann um það; að það sé hagur hans sjálfs - þ.e. Pútíns!

  1. Ég kem alls ekki auga á það, að Rússlandi sé í hag að standa í löngu stríði í Sýrlandi.
  2. Þvert á móti, sé það betra fyrir Rússland - að endir sé bundinn á átök, sem allra fyrst.
  3. Höfum að auki í huga - að Pútín hefur kynnt fjárlög er fela í sér verulega skerðingu á fjárframlögum til hermála.
    --Það geti bent til þess, að Pútín ætli ekki í frekari kostnaðarsamar sóknartilraunir innan Sýrlands.
  • Strangt til tekið, þarf Rússland einungis tryggingu fyrir því -- að strandhéröð Sýrlands séu undir stjórn bandamanns Rússlands.
  • Sá þarf ekki vera Assad.

M.ö.o. virðist mér að Rússland ætti að geta sætt sig við skiptingu Sýrlands!

  1. Mín skoðun hefur verið alveg síðan stríð braust út í Sýrlandi 2011, að skipting Sýrlands væri rökréttasta leiðin til þess að binda endi á átökin þar.
  2. En þetta virkaði sem lausn á borgaraátökum í Júgóslavíu.
    --Þ.e. að aðskilja samfélagshópana sem berjast.
    --Í þessu tilviki - súnníta frá alövum, kristnum og shítum.
  • En alavar - kristnir og shítar hafa fylgt stjórninni.
  • Meðan að uppreisnin hefur alltaf verið -- súnní hreyfing.

--Það er samt til fólk - sem ítrekað afneitar því augljósa að stríðið sé "sectarian" þ.e. sé - hópastríð.

--M.ö.o. að þjóðahóparnir sem byggja landið - séu að berjast.

Alveg eins og í Lýbanon á sínum tíma og Júgóslavíu.

  1. Margir virðast láta það rugla sig, að sambærilegt við Lýbanon átökin -- hafa utanaðkomandi aðilar blandað sér í.
  2. En alveg eins og í Lýbanon, þrátt fyrir áhrif hópa sem koma að utan -- þá sé meginþorri þeirra sem taka þátt í bardögum - Sýrlendingar sjálfir!
    --En margir þeirra, hafa einfaldlega -- gengið í lið með þeim hópum, er upphaflega komu að utan.
    --M.ö.o. sé það alger fyrra, sem Assad heldur fram - að landið hafi orðið fyrir, innrás.

Það sé augljóslega svo að um þjóðar-hópastríð sé að ræða, þegar mannfallið -- er mælist í hundruða þúsunda er haft í huga!
En það einfaldlega standist ekki, að svo margir utanaðkomandi bardagamenn hafi komið að utan --> Að þeir væru samtímis því að verða fyrir svo miklu mannfalli, að halda borgurum þeirra svæða sem þeir halda í - nauðung.
--M.ö.o. það væri einfaldlega ekki sennilegt, að þær gætu samtímis haldið niðri íbúum svæða undir þeirra stjórn - og orðið fyrir slíku mannfalli.
--M.ö.o. að íbúar svæða sem þeir stjórna, hljóti að vera í bandalagi við þá! En þeir þurfa að þola mikið harðræði vegna átakanna, erfitt að trúa því að þeir létu það sig lynda -- ef þeir væru ekki beinlínis sjálfir þátttakendur í þeim átökum!

En mannfall á þannig skala, sé algerlega -consistent- við hópa-átök.
--Í reynd dæmigert fyrir biturt borgarastríð, milli hópa er byggja land.

  • En hópa-stríð eru einmitt með allra ljótustu stríðum er sjást!
    --Sbr. hrannmorð - skipulegar hreinsanir -- eru algeng í þannig átökum, sögulega séð.

Að auki, bendi ég á stórfelldan flóttamannavanda, en þ.e. einnig klassísk afleiðing -- hópastríðs.
--Tengist gjarnan, skipulögðum hreinsunum!

 

Niðurstaða

Hver veit, kannski stefnir í það að ríkisstjórn Trumps semji beint við Pútín um það - hvað þarf til að hann gefi Assad alfarið eftir. En mér virðist það alveg geta hugsast, að Pútín geti verið fáanlegur til slíks.

 

Kv.


Mín skoðun er að svokallaður -komuskattur- sé afar slæm hugmynd

Pólitíkin á Íslandi hefur verið í megnustu vandræðum með að fjármagna uppbyggingu á ferðamannastöðum, ásamt því að nú virðist Alþingi einnig í vandræðum með að fjármagna -- mikilvægar vegaframkvæmdir.
--Flest virðist benda til þess, að svokallaður komuskattur verði líklega lagður á!

  1. Fyrsta lagi, höfum við ákaflega slæma reynslu af - ánöfnuðum sköttum, sbr. útvarpsgjald - vegagjald.
    --En Alþingi ræður yfir öllu skattfé á landinu.
    Hvað gert er við innheimta skatta, er einfaldlega til samninga í hvert sinn, sem umræða um fjárlög er tekin.
    Og allir þeir hagsmunahópar er byggja landið, og auðvitað einstök svæði innan landsins -- reyna í hvert sinn, að toga til sín sem -- allra mest.
  2. Það þíðir að sjálfsögðu -- að nákvæmlega engin trygging er til staðar, að -- t.d. komugjald renni raunverulega að bróðurparti til uppbyggingar á ferðamannastöðum.
    --Enda getur maður séð það fyrir, að þegar umræða stæði uppi um fjárlög, og þessir peningar væru til umræðu -- þá mundu margir aðrir þarfir hagsmunir, krefjast aðgengi að því fé -- t.d. spítalar eða m.ö.o. heilbrigðismál, eða tryggingamál -- eða einstök byggðalög heimta það fé til verkefna hjá sér.
    --Hættan væri klárlega -- að smám saman væri meira og meira klipið af þessu í aðra hluti.

 

Þessi skattur hefur fleiri galla til viðbótar!

  1. En hann augljóslega letur ferðamenn til þess að koma til Íslands -- með því að gera farmiðann dýrari, en það lendir þá strax á öllum ferðalöngum til landsins - alveg burtséð í hvaða tilgangi ferðin er.
    --Hann að sjálfsögðu, bitnaði einnig á Íslendingum er væru að ferðast -- en mismunun er ekki heimil skv. EES.
    Mundi þá einnig gera ferðir landans til landsins frá - útlöndum, kostnaðarsamari.
  2. Færri ferðamenn --> Leiða að sjálfsögðu til, minni tekna ríkisins en ella af t.d.: launum þeirra er vinna við ferðaþjónustu, færri kaupa gistingar, minna er verslað innan landsins af ferðalöngum.

--Hver nettó áhrifin væru -- er ákaflega erfitt að spá fyrir!

  • En ríkið er að setja ferðamennsku í hærri - virðisaukaskattflokk.
  • Fyrir utan það er að koma inn hækkanir frá ferðaþjónustu, vegna launahækkana.

--Komuskattur bætist þá ofan á allt þetta!

 

Ég held að allir vita sem vita vilja, að það mun koma samdráttur í ferðamennsku!

Málið er að ferðamenn eru ekki auðmenn upp til hópa.
Heldur venjulegt launafólk frá öðrum löndum.
Það eru því til staðar -- sársaukamörk um það hve dýrt það má vera að ferðast til Íslands.

  • Þannig að ef kostnaður við ferðalög hingað, fer upp fyrir þau mörk.
    --Þá klárlega, kemur niðursveifla í komur ferðamanna!
  1. Punkturinn er augljóslega sá - að ef allt þetta er gert í einu, sbr: ferðamennska í hærri VSK flokk, ofan á kostnaðaraukningu vegna hækkaðs launakostnaðar ferða-iðnaðar, og síðan bætist þar við -- komuskattur.
  2. Þá grunar mig, að af hljótist nokkurs konar - fullkominn stormur fyrir ferðamennskuna.

M.ö.o. að ég yrði afar undrandi - ef svo rækilega er höggið ítrekað í sama knérunn.
Að það leiði ekki til þess samdráttar í ferðamennsku - sem margir hafa verið að óttast.

--Málið er, að sá samdráttur gæti orðið all verulegur.
--Jafnvel svo mikill, að sá hagvöxtur sem hefur verið til staðar á Íslandi, snúist við yfir í samdrátt.

Klárlega gæti hæglega orðið 20-30% gengisfall.

 

Ég upplyfi þetta dálítið þannig, eins og allir haldi að aukningin haldi alltaf áfram!

En umræðan á Alþingi, virðist fyrst og fremst um það -- hvernig sé unnt að skattleggja ferðalanga sem eru á landinu - í auknum mæli.
--Ekki um það, að aukin skattlagning --> Gæti fyllt mælinn, sem hefur smám saman hægt og rólega verið að fyllast.

 

Hvernig vil ég fjármagna uppbyggingu á ferðamannastöðum?

  1. Einfalt, setja stærstu ferðamannastaðina í útleigu til einka-aðila á bilinu 10-20 ár. Setja stöðluð skilyrði, um uppbyggingu á hverjum stað ásamt um vernd náttúru staðar. Að sjálfsögðu væri það þá fjármagnað á hverjum stað af gjaldtöku leiguaðila.
    --Ef menn vilja, er hægt að undanskilja Þingvelli sérstaklega.

  2. Það ætti ekki að vera nokkur veruleg hætta á að fénu væri ekki varið til uppbyggingar á hverjum stað, en einfalt væri að setja í leigusamning - - að ef ekki er staðið við skilyrta uppbyggingu, sé leigusamningur -- sjálfvirkt útrunninn.
    --Þá fær aðilinn ekki þann hagnað sem viðkomandi ætlaði sér að sækja.
    --En unnt er að setja í samninginn, tiltekna áætlun um uppbyggingu með -- innbyggðum markmiðum, er yrði að uppfylla á tilteknum tíma-punktum.
    --Vel væri unnt að fylgjast með því, hvort allt væri eins og það ætti að vera.
  3. Með þessari aðferð, ætti ekki að vera neinn vandi að tryggja nægt fé til þeirra staða -- er væru leigðir út.
  4. Samtímis, dreifist umferð ferðamannanna um landið í auknum mæli, með því að hluti straumsins velji að fara þangað þ.s. ekki er gjaldtaka.
    --Þar með minnkar sjálfkrafa álagið þ.s. þ.e. þegar alltof mikið - sbr. náttúruvernd.
    --Og staðir sem nú eru tiltölulega afskiptir -- fá auknar tekjur.
  5. Þar með mjög góð aðgerð fyrir dreifðari byggðir, að þær fá hærra hlutfall ferðamannastraums þar með störf af þeim straum og tekjur.
  • Slík gjaldtaka --> Leiðir ekki fram fækkun ferðamanna!
  • Þar með, ekki ástæða að ætla að lækkun heildartekna af ferðamönnum geti orsakast.

Þetta er sú leið sem ég tel langsamlega skynsamasta!
--Að sjálfsögðu einmitt vegna þess að hún er skynsöm, er sennilega ólíklegt að pólitískur stuðningur sé finnanlegur fyrir því.

 

Niðurstaða

Í raun og sé afar einfalt að leysa málið með fjármögnun uppbyggingar á þeim helstu ferðamannastöðum landsins - vandinn sé fyrst og fremst pólitískur.
--Það er að skynsöm nálgun fái ekki pólitískan stuðning.

  • Þess í stað virðist Alþingi stefna að því að slátra gullgæsinni!
    --Því miður get ég ekki sagt að nokkur pólitískur foringi hafi það sem af er þessu kjörtímabili sýnt forystu í þessu máli, sem mark er á takandi!

 

Kv.


Líklega ekki tilviljun að Trump gefur fyrirskipun um -- loftárás á sýrlenska herstöð, rétt fyrir fundinn við Xi Jinping

Nokkrir greinendur hafa bent á, að með árásinni hafi Trump sýnt vilja sinn í verki.
--En árásin á sýrlensku herstöðina getur allt eins verið aðvörun til Kína.
En Trump hefur verið að beita Xi þrýstingi að -- beita afli Kína gegn N-Kóreu.
--Ella sé sennilegt að Trump beiti sér einhliða gegn N-Kóreu.

Is Syria strike the beginning of a ‘Trump doctrine’?

 

Það áhugaverða er, að Trump hefur verið að draga úr stuðningi Bandaríkjanna við uppreisnarmenn í Sýrlandi!

  1. Það bendi til þess, að Trump sé frekar að nota árásina á sýrlensku herstöðina.
  2. Til þess að senda skilaboð til Xi Jinping.

En það feli í sér skyndilega róttæka stefnubreytingu gagnvart Rússlandi - eða Sýrlandi.

Þannig má líta svo á, að árás Sýrlandshers á byggðalag í Idlib héraði -- sem næg gögn virðast nú staðfest að sannarlega hafi verið framin af Sýrlandsher!
--Hafi þá komið upp í hendurnar á Trump.
Sem tækifæri -- þ.e. með því slái hann 2-flugur í einu höggi.

A)Hann rökstyður árásina, sem svar við glæpasmlegu mannréttindabroti Assad stjórnarinnar - slær sig þannig með ódýrum hætti til riddara, sem verjanda þeirra lítilmagna sem sæta alvarlegum árásum.
B)Hann sendi Xi Jinping þau skilaboð --> Að Kína verði að taka hótun hans varðandi N-Kóreu, alvarlega.

Þó að Pútín fari nú hamförum í fjölmiðlum -- reikna ég ekki með því að Pútín erfi þetta endilega lengi við Trump.
--Ef Trump lætur vera frekari aðgerðir af þessu tagi innan Sýrlands.
--Og ef Trump geri engar tilraunir til þess að -- steypa Assad.

M.ö.o. að ef Trump ógnar ekki hagsmunum Rússlands innan Sýrlands.
Þá líklega muni áfram standa tilboð Pútíns til Trumps -- um fund.

 

Niðurstaða

Ég skal ekki fullyrða að árás sú er Trump fyrirskipaði á sýrlenska herstöð, árás er virðist réttlætanleg í ljósi árásar frá þeirri herstöð með gassprengju á byggðalag innan Idlib héraðs; að sú árás geti ekki falið í sér upphaf að róttækri stefnubreytingu Trumps innan Sýrlands.

Hinn bóginn, þá í ljósi þess að Xi Jinping var við það að hefja opinbera heimsókn til Bandaríkjanna.
Og Trump hefur verið að beita Xi þrýstingi í tengslum við N-Kóreu.

Virðist árásin frekar vera -- lítt óbein skilaboð til Xi.
Að taka alvarlega ummæli Trumps þess efnis, að ef Xi - beitir N-Kóreu ekki nægilegum þrýstingi.
Sé Trump vís til þess að taka einhliða á málinu.

 

Kv.


Hver framdi mannskæða gasárás í Idlib héraði innan Sýrlands?

Það eru greinilega 2-megin kenningar um þá árás:

  1. Þá sem Rússar hafa komið fram með, að uppreisnarmenn hafi sjálfir átt einhverjar gassprengjur í vopnageymslu og stórskotaliðs árás stjórnarhersins á svæðinu eða loftárás -- hafi hleypt gasinu af stað, eftir að birgðageymslan hafi orðið fyrir sprengju stjórnarhersins.
    --Þetta er sannarlega möguleg skýring.
    Maður yrði þá að gera ráð fyrir því, að uppreisnarmenn hefðu náð þeim sprengjum á einhverjum punkti af stjórnarhernum --> En erfitt er að koma auga á, hvaðan annars staðar það ætti að geta hafa verið.
    --A.m.k. ekki sérstaklega ólíklegt því að sannarlega hefur stjórnarherinn átt slíkar sprengjur -- einungis spurning hvort stjórnarherinn á þær enn eða ekki.
  2. Hin kenningin væri sú að sjálfsögðu að stjórnarherinn hafi sjálfur framið þessa árás! Eins og Bandaríkin segja og uppreisnarmenn.
    --Að mínum dómi, er það að sjálfsögðu a.m.k. möguleg skýring.
    Og ekki endilega sérdeilis ótrúverðug.
    Því Sýrlandsher sannarlega átti slíkar sprengjur - þó miklu magni slíka sprengja hafi verið eitt um árið --> Fór fram engin gagnger óháð rannsókn á vopnabirgðum Sýrlandshers, þannig að þ.e. ekki hægt að segja - að það sé óhugsandi að Sýrlandsher eigi enn slíkar sprengjur, í a.m.k. einhverju magni.

Kremlin says Syrian gas attack 'unacceptable' but U.S. data on it not objective

Trump says chemical attack in Syria crossed many lines

Frásögn sjónarvotts: White smoke signaled gas attack on Syrian town

 

Ég vek athygli á þessari frétt: Assad tells paper he sees no 'option except victory' in Syria.

Ég tel þetta eiga erindi inn í umræðuna - hvort þ.e. sennilegt að Assad hafi látið þessa árás fara fram eða ekki.

Assad: "As I said a while ago, we have a great hope which is becoming greater; and this hope is built on confidence, for without confidence there wouldn’t be any hope. In any case, we do not have any other option except victory," - "If we do not win this war, it means that Syria will be deleted from the map. We have no choice in facing this war, and that’s why we are confident, we are persistent and we are determined," - "Assad, citing recent rebel offensives in Damascus and near the northern city of Hama, said: "That is why we cannot, practically, reach any actual result with this part of the opposition (in talks). The evidence is that during the Astana negotiations they started their attack on the cities of Damascus and Hama and other parts of Syria, repeating the cycle of terrorism and the killing of innocents."

Ef maður tekur mið af þessum orðum - en undanfarið hafa hópar meðal uppreisnarmanna, gert 2-árásir á stjórnarherinn.
--Þ.e. í nágrenni Damaskus, þ.s. reynt var að sækja fram og ógna stöðu stjórnarhersins í sjálfri höfuðborginni.
--Og í grennd við Hama.

  1. Þ.s. þær sóknartilraunir ef til vill sýna - er að enn séu uppreisnarmenn með nægilega öflugir til að geta ógnað stöðu stjórnarhersins þ.e. að Assad geti ekki verið öruggur með þá stöðu sem hann hefur.
  2. Takið eftir -- hann segir einungis sigur koma til greina.

Þannig að það má varpa fram þeirri kenningu um gasárásina!

  1. Assad sé óþolinmóður með stöðu mála, herinn hans ekki nægilega sterkur til þess að vinna þá sigra sem hann krefst.
  2. Þannig að þá má varpa fram því sem mögulegri skýringu --> Að Assad eigi enn gas-sprengjur. Og hafi fyrirskipað gasárás, í von um að hernaðarstaða uppreisnarmanna mundi veikjast við það --> Svo her Sýrlandsstjórnar mundi geta sókt fram gegn þeim að nýju.

--Ég get nefnt gasárásir Ítala í svokölluðu Abyssiníu stríði þ.e. innrásinni í Eþíópíu fyrir Seinni Styrrjöld.
Her Eþíópíu var fjölmennur, en um margt vanbúinn tæknilega.
Mussolini beitti gasárásum miskunnarlaust, til þess að drepa mikinn fjölda herliðs Haile Selassie keisara Eþiópíu.
Og þannig lama baráttuþrek hers Eþíópíu, sem líklega stuðlaði verulegu leiti að sigri hers Ítalíu.

  1. Ég nefni þetta gamla fordæmi, til að sýna fram á að --> Gasárásir geta alveg virkað, ef mótaðilinn hefur litla möguleika til að verjast þeim.
  2. A.m.k. í stríði Mussolini við Haile Selassie, þá er sennilegt að gasið hafi verið mjög öflugt sóknarvopn -- mjög sennilegt að mannfall Eþíópíuhers hafi verið mjög mikið, af þeirra völdum --> Því sennilegt að þær árásir hafi verulegan þátt átt í því, að leiða fram sigur Ítalíuhers.

A)Klárlega vill Assad sigur yfir uppreisnarmönnum.
B)Hann hefur alltaf skilgreint þá annað af tvennu, sem hópa á vegum erlendra ríkja m.ö.o. Sýrland sé undir einhvers konar erlendri árás, eða, að hann skilgreini þá sem - hryðjuverkahópa.
C)Hann segir ekki -- hægt að semja við þá.

Þá virðist rökrétt fyrir Assad að beita gasi, fyrst hann lítur með þessum hætti á þá.
Einungis spurning hvort hann enn á gasvopn.

  1. Hann klárlega átti þau.
  2. Hann klárlega getur átt þau.
  • Hann hefur skírt -- mótív.

Þannig að mér virðist það hvorki -- ósennilegt, né ótrúverðugt, að Assad hafi fyrirskipað þessa árás.

 

Niðurstaða

Ég fullyrði ekkert um gasárásina innan Idlib hérðas í Sýrlandi.

En miðað við orð Assads sjálfs í viðtali sem Króatískur fjölmiðill átti við hann -- fyrir umrædda gasárás. Þá virðist a.m.k. skýrt að Assad hafði skýrt -mótív- til þess að fremja þá árás - sbr. orð hans að: A)Uppreisnarmenn séu óalandi og óferjandi, ekki hægt að semja við þá. B)Að einungis sigur komi til greina.
--Hafandi í huga skýra kröfu Assads um sigur, og ekkert annað en - sigur.
Þá blasir það við að herstaðan raunverulega gefur ekki til kynna að það sé sérdeilis líklegt, að her Assads geti náð fram slíkum sigri - sem einræðisherrann í Damaskus krefst.
Þá þarf einhvern -faktor- til að umbreyta eða umpóla þeirri stöðu.

Með því að vitna til stríðs Mussolini við Eþíópíu fyrir mörgum áratugum - bendi ég á það að -gas- getur breytt vígstöðu, ef mótherjinn er ófær um að verja sína liðsmenn fyrir árásum af slíku tagi.

Þannig að mín ályktun -án nokkurra fullyrðinga- sé að það geti alveg fullkomlega verið svo að Assad hafi fyrirskipað þessa árás vegna hans eigin óþolinmæði með stöðu mála þ.e. með vígstöðuna eins og hún er og óþolinmæði með augljósan skort á getu hans eigin hers til að klára stríðið í samræmi við hugmyndir Assads sjálfs -- og auk þessa sé sú skýring ekki ótrúverðugt endilega að hann hafi enn gas sprengjur, enda hafi ekki farið fram nein nákvæm rannsókn á öllum herstöðvum Sýrlands -- í leit að slíkum sprengjum til eyðingar, og lík þeirri er fór fram í Írak eftir svokallað -fyrra Persaflóastríð.-

 

Kv.


Spurning hvort að hryðjuverkið í Pétursborg leiði til aukinna samfélagsátaka milli íbúa Rússlands sem eru kristnir eða múslimar

Milli 11-12% íbúa Rússlands eru múslimar, eða ca. 20 milljónir. Veruleg fjölgun er í gangi í múslimahluta Rússlands -- meðan að enn virðist í gangi samdráttur í fólksfjölda meðal - kristinna íbúa Rússlands; eða m.ö.o. hinna eiginlegu Rússa.

  1. Ég hef orðið töluvert var við þá umræðu -- að fjölgun múslima sé ógn við Evrópu.
    --Á hinn bóginn er heildaríbúafjöldi Evrópusambandsins -- milli 500 og 600 milljón, hlutfall múslima milli 6-7% af heildaríbúafjölda.
  2. Hafandi í huga að heildaríbúafjöldi Rússlands, er milli 140-150 milljón, á bilinu 200þ. - 400þ. streyma til Rússlands ár hvert -- múslimar um 20 milljón í dag, en fjölgar einnig náttúrulega.
  • Þá virðist a.m.k. ekki algerlega fjarstæðukennt -- að múslimum geti fjölgað verulega í hlutfalli íbúa.
    --Þ.e. hugsanlega hlutfallslega meir en skv. opinberum spám.

Skv. spá frá 2010!

Russia's Growing Muslim Population

Ég hef orðið var við þá umræðu, í kjölfar hryðjuverksins í Pétursborg!

Að líklega sé óánægja meðal múslima hluta íbúa Rússlands - með stefnu stjórnvalda Rússlands í Sýrlandi, þ.s. stjórnvöld Rússlands hafa viðhaft bandalag við Íran og Assad.

  1. Punkturinn er sá, að langsamlega flestir múslima íbúar Rússlands, eru súnní!
  2. Og súnnítar gjarnan hata shíta, þ.e. Írana - ekki síst.

Þannig að bandalag við Íran eða m.ö.o. shíta, sé ekki líklegt til vinsælda meðal múslima hluta íbúa Rússlands.
--Það sé alveg hugsanlegt að það hafi fjölgað múslimum í Rússlandi, er hafa gengið á hönd - róttækum hreyfingum.

Stjórnvöld Rússlands sjálfs -- segja þúsundir rússneskra múslima er hafa barist í Sýrlandi, hafa snúið heim aftur.
--Árum saman hafa rússnesk stjórnvöld glímt við skærustríð í sjálfstjórnarlýðveldinu -- Dagestan.
--Sem er nágranna hérað við Tétníu.

Við og við eru framin hryðjuverk í Tétníu -- vísbending að enn kraumi þar undir, þó stærstum hluta hafi þar verið friður í a.m.k. 10 ár; meðan að sá sem Pútín valdi sem leiðtoga Tétníu í kjölfar sigurs hers Rússlands á skæruliðum Téténa í seinna Tétníu stríðinu - stjórnar þar með harðri hendi.

  • Það áhugaverða er að -- Pútín hefur leyft það að "sharia" lög gilda í Tétníu.

Mér virðist sennilegt að mikil spennar kraumi undir!
--En rússneski hluti íbúa Rússlands, virðist hafa mjög neikvæð viðhorf til múslima hluta íbúa Rússlands.
--Það getur vel verið, að álíka neikvæðra viðhorfa gæti hjá múslima hluta íbúa Rússlands, gagnvart rússum.

  1. Ef svo er -- gæti hryðjuverkið um daginn.
  2. Stuðlað að aukinni spennu innan Rússlands -- milli þessara meginpóla íbúa Rússlands.

 

Niðurstaða

Meðan mér virðast spár um alvarlega Múslima átök í V-Evrópu, fremur fjarstæðukenndar. Í ljósi hlutfallslegs fámennis Múslima í V-Evrópu, þó þeir virðast meir áberandi en fjöldinn gefur til kynna -- vegna þess að þeir virðast áberandi í grunn þjónustustörfum, sem leigubílstjórar o.s.frv. og vegna þess að þeir setjast helst að í stærstu borgunum.

Þá virðist mér ekki fjarstæðukennt, að það geti hugsanlega stefnt í töluverð innanlands átök í Rússlandi -- milli íbúahluta Rússlands.
--En múslimasvæðin, voru flest hver sjálfstæð ríki fram á 19. öld.
--En yfirtekin af rússneska hernum, ekki síst í löngu stríði milli 1870-1880.

  • Ég held að Rússland stjórni þeim svæðum -- fyrst og fremst, með valdi.
    --Í ljósi eigin herstyrks.
  • Mín skoðun á átökunum í Tétníu -- hve harkalega her Pútíns fór þar fram.
    --Hefur alltaf verið sú -- að skilaboð Pútíns, hafi einnig verið til annarra múslimasvæða innan Rússlands - að vopnaðri andstöðu mundi verða mætt með sambærilegri hörku.

Samt hafi Pútín ekki tekist að alveg kveða niður skæruátök í Dagestan.
Það getur alveg verið, að líkur á nýjum stórátökum á múslimasvæðum Rússlands, fari aftur vaxandi.

 

Kv.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.12.): 0
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 31
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 28
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband