Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2017

Hef á tilfinningunni að Trump sé afar ógeðfelld persóna

Þetta er ekki ný tilfinning, en ég rakst á þessa umfjöllun á Der Spiegel: No One Loves the 45th President Like Donald Trump.

Í greininni er vitnað í bók eftir Trump sjálfan, þ.s. hann lýsir þáttum úr eigin æfi.
--Nokkrar tilvitnanir í kafla sem heitir -"Revenge"- eða hefnd, lýsir hann hvernig hann refsar fyrrum starfmanni -- sem Trump nefnir einungis "kona" eða "woman."

  1. "Later, she founded her own company, but it went broke. "I was really happy when I found that out," Trump writes in his book."
  2. "Ultimately, the woman lost her home and her husband left her, Trump relates. "I was glad.""
  3. "In subsequent years, he continued speaking poorly of her, he writes. "Now I go out of my way to make her life miserable.""

Og hvað gerði konan af sér?
Sem varð til þess að Trump varð svarinn óvinur hennar?

  1. "Trump hired the woman in the 1980s. "I decided to make her into somebody,""
  2. "...gave her a great job, Trump writes, and "she bought a beautiful home.""
  3. "In the early 1990s, when his company ran into financial difficulties, Trump asked the woman to request help from a friend of hers who held an important position at a bank."
  4. "The woman, though, didn't feel comfortable doing so and Trump fired her immediately."

Síðan er vitnað í ráðleggingar til lesenda -- sem Trump gefur!

  1. "At the end of the chapter called "Revenge," Trump advises his readers to constantly seek to take revenge."
  2. ""Always make a list of people who hurt you. Then sit back and wait for the appropriate time to get revenge."
  3. "When they least expect it, go after them with a vengeance. Go for their jugular.""

Hvað gæti gert Trump að óvini þínum?

  1. Að gagnrýna Trump.
  2. Ef þú ert starfsmaður, og verður sekur eða sek, um að -- segja nei. Greinilegt að Trump krefst -- skilirðislausrar hlýðni.
  3. Jafnvel, ef viðkomandi -ef sá er innan radars herra Trump- lætur vera að lofa og dásama herra Trump.

Skv. Trump -- á alltaf að hefna sín, og það með eins smásálarlegum hætti og maður getur.
Og að auki, virðist að maður eigi helst aldrei að hætta að ofsækja þann, sem fær -- óvinaskilgreiningu.

Einstaklingur með þessa tilteknu -- lífsstefnu.
Verður forseti Bandaríkjanna í dag!

  1. Miðað við hans lífssýn, þá er það spurning hvernig hann hegðar sér gagnvart leiðtogum annarra landa --> Sem ekki vegsama hann eða dýrka - eða verra - leyfa sér að gagnrýna hann?
  2. Verst virðist hann hegða sér gagnvart hverjum þeim - sem tilheyrði hans eigin hóp að eigin mati -- ef sá eða sú, nokkru sinni gerir hann reiðan.
    --Kannski pæling fyrir Breta!
    --Ef þ.e. stefna núverandi stjórnvalda Bretlands.
    --Að verða undir Trump komin, þá er eins gott að frá Downing Street, komi þaðan í frá aldrei nokkurt annað, en umtal á þann veg - hvílík dýrð er að hafa mann eins og Trump.
    --Og Trump ætlast til, skilyrðislausrar - hlýðni.

 

Niðurstaða

Trump virðist eins klassískt dæmi um "narcissit disorder" og maður er líklegur nokkru sinni að finna. Það sé þess vegna sem hann bregðist við með þeim hætti sem ofan er lýst - skv. frásögn sálfræðings.
--En narcissisti sé ófær um að fyrirgefa það sem sá álítur lítilsvirðingu við hann eða hana.
--Slíkur einstaklingur meti alltaf allt, þá meina ég allt, út frá sjálfum sér.

Trump muni því alltaf meta ákvarðanir þær sem hann taki sem forseti.
Út frá því, með hvaða hætti þær ákvarðanir -- auka ljómann af Trump persónulega.
Eða a.m.k. skv. skilningi Trumps á því hvað auki ljóma Donald Trumps.

Hvað það þíðir fyrir stefnu hans sem forseta, kemur í ljós.
En alltaf muni það snúast um að - upphefja hann sjálfan með einhverjum hætti.

  • Og hann muni hata með mjög raunverulegum hætti, hvern þann sem hann telur hafa gert á hlut hans -- burtséð frá því, í hversu smáu.
    --Ég sé ekki hvernig það geti annað en birst í því hvernig hann stjórnar Bandaríkjunum.
    --Væntanlega mun nokkur fjöldi þjóðarleiðtoga -- gagnrýna Trump.

Trump skv. þá hans eigin lífssýn - mun þá leita leiða þegar sá eða sú síst er var um sig - til að hefna sín.
--Og hann er forseti Bandaríkjann - sem þíðir að hann gæti leiðst til þess, að beita leynistofnunum Bandaríkjanna -> Í markmiði einhvers "petty revenge."

 

Kv.


Financial Times vekur athygli á að Mexíkó á mótleiki, sem geta skaðað fjölda starfa innan Bandaríkjanna; ef Trump er alvara með hótun um 35% tolla á framleiðslu frá Mexíkó

Ég held að ábendingarnar séu þarfar - en Mexíkó er land með 122 milljónum íbúa, m.ö.o. ekki svo miklu fámennara en Rússland. En Trump-istar láta eins og að efnahagsuppbygging Mexíkó - eingöngu sogi störf frá Bandaríkjunum; þar með skaði bandarískan almenning!
----En myndin er miklu mun flóknari en þetta, sbr:

Donald Trump’s Mexico-bashing hurts American interests too

  1. "Soaring bilateral trade has turned Mexico into the US’s second-biggest export market..."
  2. "...equal to the Chinese, Japanese, German and UK markets combined."

Þetta hefur vantað í umræðuna - að Mexíkó er orðið annar stærsti útflutningsmarkaður Bandaríkjanna!

  1. Sannarlega hefur nokkuð af framleiðslustörfum færst til Mexíkó.
  2. En þ.e. einfaldlega kolrangt, að það þíði --> Að efnahagsuppbygging Mexíkó, sé öll á kostnað bandarískra borgara; eins og Trumpistar gjarnan láta!
  3. Velmegun í Mexíkó hefur samhliða verið í vexti - síðan NAFTA samningurinn varð virkur.
  4. Og það þíðir --> Að neytendamarkaðurinn í Mexíkó -land með 122 milljón íbúa- hefur sífellt stækkað --> Og fjöldi bandarískra fyrirtækja, við erum að tala um mikinn fjölda bandarískra starfa, kannski ekki í bílaframleiðslu; sem hafa orðið til af þessa völdum á því árabili.
  • Ef ætla mætti -Trumpista- þá hefur NAFTA samningurinn - ef menn hlusta á þá - eyðilagt mikinn fjölda bandarískra starfa.
  • En á sama tíma, þá er einnig uppbygging Mexíkó -- að skapa störf innan Bandaríkjanna.
    --Auðvitað ekki sömu störfin.
    --Auðvitað ekki störf í sömu greinum.
    --Ekki heldur störf endilega á sömu svæðum innan Bandaríkjanna.
  1. Og þessi störf geta komist í hættu!
  2. Ef Mexíkó sem mótleik við tollum Trumps - setur tolla á móti á þá bandarísku framleiðslu, sem í vaxandi mæli hefur verið að streyma inn í Mexíkó, þó frá öðrum svæðum innan Bandaríkjanna, en þau önnur störf sem hugsanlega hafa tapast - hafa horfið frá.

Punkturinn er -- að Trumpistar virða horfa á viðskipti með gríðarlega gamaldags hætti.
--Þ.e. "zero/sum" - en þeir virðast alfarið hafna hugtakinu "mutual gain."

En þ.e. einmitt hvað er að gerast --> "Mutual gain."

  1. Þ.e. Mexíkó græðir efnhagsuppbyggingu, sem hefur verið hraðað mjög síðan NAFTA samningurinn virkjaðist.
  2. Og Bandarísk framleiðsla, græðir á móti -- sífellt stækkandi neytendamarkað handan landamæranna.

--Gríðarleg aukning hafi orðið á viðskiptum milli landanna tveggja!

  1. Störf hafa horfið.
  2. En önnur hafa orðið til.

En ekki á sömu svæðum --> Þess vegna gat Trump fengið atkvæði frá svæðum, þaðan störf hafa horfið.
--En hvað ætli að gerist --> Ef Mexíkó fer að hóta miklum fjölda starfa innan Bandaríkjanna, sem hafa orðið til --> Á öðrum svæðum?
--Sem andsvar við --> Einhliða tolla-aðgerðum Trumps, gegn Mexíkó?

 

Málið er að Trump er þegar farinn að skaða bandaríska framleiðslu!

"His threat to “terminate” Nafta has meanwhile pummelled the peso currency down to its weakest level in two decades..."

Þetta veldur því, að bandarískar vörur hafa hækkað verulega innan Mexíkó - sem ógnar markaðsstöðu bandarísks neysluvarnings á markaði þar.
--Ef Trump gengur lengra en hann fram að þessu hefur gegn Mexíkó.
--Gæti Mexíkó dottið inn í efnahagssamdrátt - og þá strax orðið verulegt tap starfa innan Bandaríkjanna, þar sem neysluvarningur seldur til Mexíkó er einkum framleiddur.

Og það án þess, að gera ráð fyrir -- mögulegum tollaðgerðum Mexíkó.
--Sem hugsanlega hefnd gegn tollaðgerðum -- Trumps!

  1. "That last happened in 2011 when the US refused to open its roads to Mexican trucks and faced in return tariffs on many products, such as apples, for which Mexico is the number-one US export market."
  2. "That both sides settled quickly points to the fact that around half of US states count Mexico as their first or second-biggest export market."

Takið eftir -- ca. helmingur bandarískra fylkja.
--Hefur Mexíkó sem mililvægasta útflutningsmarkað utan landsteina!

  • Eins og þetta sýni, sé Mexíkó líklega ekki vopnlaust.
    --Ef Trump fer raunverulega að virkja 35% tollhótanir sínar.
  1. "US farmers have already warned of “devastating” consequences if international trade is disrupted..."
  2. "...and US agriculture employs twice as many as the car manufacturing sector Mr Trump wants to protect."
  3. "If he carries out his Mexico threats, he will not be able to sweep such considerations under the carpet for long."

Það eru einmitt - landbúnaðarvörur, sem Mexíkó flytur svo gríðarlegt magn inn af.
Halda menn virkilega - að bændurnir og landbúnaðarverkamennirnir - hiki við að strunsa til Washington? Ef Trump ógnar þeirra störfum?

  • Ég get einmitt séð fyrir mér -- fjölmennar mótmælastöður bænda, og landbúnaðarverkamanna - ásamt fólki úr verksmiðjum sem afgreiða matvæli í neytendapakkningar til útflutnings; í Washington DC.
  • Ef Mexíkó hótar því með ákveðnum hætti - að setja tolla á móti á bandarískar landbúnaðarvörur.

Hvað ætli að pópúlistinn Trump geri þá?
--Mexíkó gæti verið virkilega áhugaverður prófsteinn á það.
--Hvort að stefna Trumps sé yfir höfuð á hús setjandi.
Eða hvort hún falli strax á fyrstu prófraun - þ.e. deilunni um NAFTA!

 

Niðurstaða

Það er einmitt málið - að það fer mjög mikið eftir því hvar þú ert í Bandaríkjunum, eftir því hvort að almennt verkafólk; þeirra hagsmuni Trump segist þjóna -- lítur á NAFTA samninginn sem góðan samning eða ekki.
--En það hafa verið fylki - sem hafa sannarlega tapað.
--En á sama tíma eru til staðar önnur svæði, önnur fylki - sem hefur vegnað vel í kjölfarið, og bætt sinn hag mjög sennilega að mörgu leiti þeim samningi að þakka!

Fjöldi starfa hafa tapast á sumum svæðum.
Meðan að sum önnur svæði hafa séð verulega fjölgun starfa í staðinn.
--Og við erum ekki endilega að tala um -- verri störf.

En þetta eru auðvitað - önnur störf.
Og störf í öðru.

  1. Punkturinn í þessari færslu er sá, að framsetning Trumps á þann veg, að störf hafi bara tapast --> Sé einungis, önnur hliðin á málinu.
  2. Því störf hafa einnig á svipuðum tíma, orðið til.

--Og þeim störfum gæti verið ógnað, ef það hefst viðskiptastríð milli Mexíkó og Bandaríkjanna.
--Mexíkó yrði að sjálfsögðu fyrir - hlutfallslega meira tjóni.
--En Mexíkó gæti verið tilbúið í að taka þá áhættu -- --> Í trausti þess, að bandarískir landbúnaðarverkamenn, bændur og starfsfólk verksmiðja er pakka matvælum í neytendapakkningar; verði þeirra bandamenn, innan Bandaríkjanna --> Gegn stefnu Trumps!

Það gætu virkilega orðið fjölmennar mótmælastöður, gegn stefnu Trumps -- frá fólki af þeim svæðum er geta orðið fyrir miklu höggi; ef innflutningur Mexíkó á bandarískum landbúnaðarvörum - minnkar hressilega!

Kannski eftir allt saman --> Lætur Mexíkó ekki Trump labba yfir sig á skítugum skónum!

 

Kv.


Stundum hljómar Trump virkilega heimskur

Sérstaklega hlægileg eru ummæli sem höfð eru eftir honum í þýska fjölmiðlinum - Bild. En þar er hann spurður út í skoðun hans á verksmiðju sem BMW er að reisa í Mexíkó.
--Eins og heimsfjölmiðlar hafa sagt frá, þá hótaði hann strax 35% tolli á bíla innflutta þaðan frá Mexikó til Bandaríkjanna.

En fyndnu ummælin koma síðan í kjölfarið!

  1. "Trump called Germany a great car producer, saying Mercedes-Benz cars were a frequent sight in New York,..."
  2. "...but claimed there was not enough reciprocity. Germans were not buying Chevrolets at the same rate, he said, calling the business relationship an unfair one-way street."
  • "Chevrolet sales have fallen sharply in Europe since parent company General Motors (GM.N) in 2013 said it would drop the Chevrolet brand in Europe by the end of 2015. Since then, GM has focused instead on promoting its Opel and Vauxhall marques."

Ég man eftir að hafa heyrt um það - að GM hafi lagt af sölu á Chevrolet bifreiðum í Evrópu.
--Vegna skorts á eftirspurn.

Varðandi það hvort að sú útkoma er vísbending um -- óeðlilega viðskiptahætti.
--Ættu menn að virða fyrir sér dæmigerðan Chevrolet eins og þeir voru til boða í Evrópu 2015.

Chevrolet Cruz

http://cdn1.carbuyer.co.uk/sites/carbuyer_d7/files/styles/article_main_image/public/jato_uploaded/chevrolet-cruze-sw-2013-main.jpg?itok=XLziq6Na

Chevrolet Spark

http://starmoz.com/images/chevrolet-spark-2014-5.jpg

Bens GLA

http://www.gaadicdn.com/upcoming_car/Mercedes-Benz-GLA.jpg

Bens A Class

http://1.bp.blogspot.com/-EbekSWRluQk/VY3kq_6tv_I/AAAAAAABBrg/SExv-2cMGnc/s1600/2016-Mercedes-A-Class-45555.jpg

  1. Þarna tók ég 2-Chevrolet bíla í ódýrari kanntinum.
  2. Og bar við 2-ódýrustu bensana í boði.

Þó svo að bensinn jafnvel sá ódýrasti sé dýr miðað við sambærilegan Chevrolet.
--Þá held ég að klárt er - hvers vegna GM dróg Chevrolet línuna til baka.

En lítum aðeins á nýlegan Kia Cee'd

http://kcc-preview-api.service.kia.eu/visualizer/showroom/img/JD-PE/5dr/MYB/Steel-wheel-195-65R-15-3/0007.jpg?w=568

Ég held að það skipti miklu máli -- að bjóða upp á útlitslega aðlaðandi bíla.

  • En sala Kia bíla er í vexti í Evrópu.
  • Meðan að GM varð að draga til baka, Chevrolet.

Málið sé einfalt, að GM-brást í því að bjóða bíla sem markaðurinn vildi kaupa!

 

 

Niðurstaða

Ef ég ætti að benda Trump á eitt atriði - þ.e. að hugsa fyrst áður en hann talar. En þau ummæli sem vitnað er til eru langt í frá þau einu sem hafa jaðrað við að vera - sprenghlægilega vitlaus.
--En umkvörtun hans vegna lélegrar sölu Chevrolet bíla í Þýskalandi.

Sé þó með því allra vitlausata sem hann hefur fram að þessu látið frá sér.
--Eins og maðurinn opni kjaftinn án þess að tékka í nokkru á staðreyndum máls er skipta máli.

 

Kv.


Moskva segist sammála ummælum Trumps, að NATO sé úrelt!

Ætti ekki að koma nokkrum á óvart, en í seinni tíð undir Pútín, er NATO skilgreint sem - fjandsamlegt samband, og að auki - leyfar af Kalda-stríðinu.
--Þetta auðvitað flokkast undir fyrirbærið, áróður!

En ummæli Trumps, að sögn hans sjálfs í viðtali sl. sunnudag, stafa af því - ef marka má það viðtal; að NATO komi að hans mati ekki að gagni, í baráttu gegn hryðjuverkum.
--Mig grunar að Trump meini --> ISIS, er hann talar um slíka baráttu.

Germany says NATO concerned about Trump 'obsolete' remark

 

Fyrst varðandi áróðurinn frá Rússlandi!

  1. Þá einfaldlega - hrundi Varsjárbandalagið.
  2. En síðan Pútín hefur ríkt í Rússlandi, hefur verið haldið uppi þeim áróðri - að NATO hefði átt að leggja niður samtímis. En þá er eiginlega verið að íja að því, að Varsjárbandalagið hefði verið - lagt niður. Sem einfaldlega er - lýgi.
  3. En NATO hrundi ekki --> Enda er NATO gerólík stofnun Varsjárbandalaginu, þ.e. að ástæða þess að Varsjárbandalagið hrundi, er að það var stofnun sem haldið var saman með valdi.
    --En stofnanir sem haldið er saman með valdi - hrynja ef valdið sem heldur þeim saman, er hrunið.
    --Þar sem að NATO er ekki haldið saman með valdi, heldur sameiginlegum vilja meðlima-landa, þá var engin ástæða til þess að NATO hætti --> Þ.s. hinn sameiginlegi vilji aðildarlandanna að halda áfram með NATO, hefur aldrei þorrið.

Skilgreining Rússlands á NATO sem - fjandsamlegt samband!
--Er einnig áróður!

  1. En Rússlandi stafar ekki hin minnsta hætta frá NATO.
  2. Það sé algerlega - bandbrjálað að halda öðru fram. Þá meina ég - jaðrar við geðsýki.

Sú ábending að NATO hafi ráðist að einhverjum í fortíðinni.
Breyti engu þar um!

  • Lykilatriðið er -- að Rússland ræður yfir það miklum birgðum kjarnavopna, að notkun Rússa einna á öllum sínum vopnum - mundi duga til að eyða öllu lífi á Jörðinni.
  • Sem þíði, að menn þurfa að vera alvarlega geðsjúkir, til að ætla að ráðst af fyrra bragði með hernaði á Rússland.

Það þíði -- að þeir sem halda því fram, að NATO sé ógn við Rússland, því það geti verið að NATO íhugi að ráðast á Rússland af fyrra bragði.
--Eru þá í reynd að halda því fram, að stjórnvöldum NATO landa --> Sé stjórnað af geðsjúklingum.

Sem ég er fremur viss, að ekki er reyndin.
--En menn þurfa að vera fullkomlega "irrational" að fyrirhuga slíka árás af fyrra bragði.

  • Það þíði, að tal stjórnvalda Pútíns - og netverja er styðja Pútín - reglulega um ógnina frá NATO fyrir rússland --> Er einfaldlega, áróður!
    --Það sé það jákvæðast sem unnt sé að kalla það, geðveikistal.

 

NATO úrelt?

  1. Tilgangur NATO - er að verja landamæri og landsvæði þeirra landa, sem tilheyra NATO.
  2. Það er í reynd - allt og sumt.

Til þess þar af leiðandi að NATO sé úrelt --> Þarf það að vera orðið fullkomlega óhugsandi, eða afskaplega fjarstæðukennt --> Að það geti gerst að landsvæðum eða landamærum NATO landa - sé ógnað með hernaðarárás.

  • Ég mundi ekki vera sammála því, að það sé rétt -- að ástand það sem NATO stendur frammi fyrir, sé það friðsamt - að slíkt árás á NATO land eða lönd af fyrra bragði, sé fullkomlega óhugsandi eða ákaflega ólíkleg.

Því miður mundi ég einmitt líta svo á að Rússland Pútíns - sé einmitt slík ógn.

  1. En við höfum orðið vitni af innrás Pútíns í Georgíu fyrir rúmlega áratug.
  2. Síðan 2-innrásir Pútíns í Úkraínu, þ.e. Krím-skaga og síðan með málaliðum í A-Úkraínu.
  • Það sé algerlega hugsanlegt, að Pútín geri slíkar tilraunir víðar.

En ég sem áhorfandi af verkum Pútíns í langan tíma!
--Hef veitt ákveðinni, stigmögnun athygli.

Þ.e. næsta aðgerð Pútíns - gegn landi.
Virðist gjarnan ganga lengra - en aðgerðin á undan.

  • Ég er að tala um - Evrópulönd.

Þar sem að öryggisógn frá Rússlandi er bersýnilega til staðar!
Er NATO greinilega ekki úrelt, þ.s. hlutverk NATO er að verja NATO lönd.

 

Þeir sem sjá um hryðjuverk!

Eru lögreglusveitir landanna, þ.e. NATO landa - ásamt leyniþjónustum og öðrum öryggis stofnunum.

  • Hlutverk herja er að fást við - ógnanir af hernaðarsviðinu.

Til þess að hryðjuverkaógn komi á svið herja, þarf hún m.ö.o. verða svo stór í sniðum, að lögreglusveitir og aðrar öryggissveitir ráði ekki við málið.

Slíkt á oftast nær við, ef það skellur á -- eiginlegt stríð.
En ef ekki er um innrás að ræða, þá á ég við -- skæruátök.

Mér virðist ekki ógnun sú sem Evrópa stendur frammi fyrir frá ISIS -- vera af þeim skala á umráðasvæði NATO landa; að það flokkist undir -- stríð af því tagi sem herir verða að fást við.

--Þetta sé lögreglumál!
Þar af leiðandi falli ummæli Trump að NATO sé ekki að virka gegn hryðjuverkum -- um sjálf sig.
Þar sem að barátta gegn hryðjuverkum - er ekki hlutverk hersveita NATO landa.
Heldur lögreglusveita NATO landa og leyniþjónusta.

T.d. Europol er samstarfsvettvangur lögreglusveita í Evrópu m.a. gegn hryðjuverkum.

 

Niðurstaða

Það hefur lengi verið draumur Pútíns - að losna við NATO. Líklega virðist mér vegna einmitt þess, að Pútín horfir löngunaraugum til landa er í dag tilheyra NATO.
--Tilvist NATO hindri Pútín í því að fá þeirri löngun svalað.

M.ö.o. að NATO sé vörn fyrir þau lönd, sem Pútín vill að tilheyri rússnesku yfirráðasvæði sem í dag eru meðlimir að NATO.
--Tal Pútíns um NATO sem fjandsamlegan hóp --> Lýsi líklega einna helst, vonbrigðum hans að fá ekki löngun sinni fullnægt.

Hann plotti þó stöðugt um að fá þeim draumum fullnægt.
En hafi ekki haft erindi sem erfiði fram að þessu.

  • En fullnæging þeirrar ánægju, mundi örugglega fela það í sér - að Pútín þvingaði með hervaldi þau tilteknu lönd sem hann vill meina að með réttu - tilheyri Rússlandi.

Málið sé að Pútín virði ekki sjálfsákvörðunarrétt þjóða!
Hann hafi enn í dag sömu stórveldis hugsunaina er einkenndi Stalín á sínum tíma.

Draumur hans um að losna við NATO - snúist um að komast yfir þau tilteknu lönd.

 

Kv.


Áhugaverð ummæli Trumps, segir BREXIT góða ákvörðun, segist gera milliríkjaviðskiptasamning við Breta hið fyrsta

Sjálfsagt eru nær allir fréttaskýrendur að klóra sig í kollinum hvernig skal túlka þetta akkúrat, en eftir að hann sagði BREXIT góða ákvörðun, sagðist hann halda að fleiri ríki mundu yfirgefa ESB í kjölfarið - að ESB væri tæki fyrir Þýskaland!

Donald Trump takes swipe at EU

  1. “I believe others will leave. I do think keeping it together is not going to be as easy as a lot of people think. And I think this, if refugees keep pouring into different parts of Europe . . .it’s going to be very hard to keep it together because people are angry about it.”
  2. "You look at the European Union and it’s Germany. Basically a vehicle for Germany. That’s why I thought the UK was so smart in getting out.” 
  3. “I'm a big fan of the UK" -(og um viðskiptasamning við Breta)- “We’re going to work very hard to get it done quickly and done properly. Good for both sides,”

Síðan sendi hann hnútur til BMW sem er að reisa verksmiðju í Mexíkó, en hann virðist í allsherjar herferð gegn fyrirtækjum er reisa verksmiðjur Mexíkó megin landamæranna:

  1. I would say to BMW, if they built a factory in Mexico and want to sell cars in the US without paying a 35 per cent tax, then they can forget it. If they want to build cars for [export to] the rest of the world, I wish them all the best. They can build cars for the US. But they will pay a 35 per cent tax for every car they export to the US. What I am saying is that they should build their factory in the US.
  2. Eftir viðtalið við Trump - var haft eftir Iran Robertson sem situr í stjórn BMW að nýja verksmiðjan í Mexílkó geti lifað án Bandaríkjamarkaðar -: BMW’s new Mexican plant can survive without making US sales.

Svo komu óneitanlega mjög sérstök ummæli í viðtalinu við Trump, þar sem Trump virtist leggja Angelu Merkel og Putín að jöfnu -- samanburður er án nokkurs vafa litla kátínu mun vekja í Berlín:

  • “I start off trusting both - (Merkel og Pútín) — but let’s see how long that lasts. It may not last long at all.”

 

En úr þessu má lesa hugsanlegan skilning Trumpa:

Hann virðist líta svo á að þegar embættismenn í Brussel tala - þá séu þeir í reynd málpípur Berlínar, þ.e. Angelu Merkel.
--Hann m.ö.o. gæti tekið þann pól í það - að ræða málin beint við Merkel.
Skv. skilningi hans sem virðist mega lesa úr þessu, að ESB sé nokkurs konar - þýskt "empire."

Ef það telst rétt túlkun, þá má skilja afstöðu hans til BREXIT þannig, að Bretland sé að losna úr klóm Þjóðverja - höfum í huga að Trump er rúmlega 70 ára að aldri, og það má vera að hann -- sé með einhverja óljósa tengingu við enn eldri tíma, er Bretar voru að kljást við Þjóðverja í öðrum skilningi.

  1. Þá getur þetta skoðast þannig, að Trump telji sig vera að - ræða málin við 2-stórveldi.
  2. Þýskaland <-> Rússland.

Þau hafi leiðtogana, Merkel og Trump.
--Þá ætli hann ef til vill að taka þau 2-með sama hætti.

Þ.e. það virðast vísbendingar þess, að hann ætli að ræða við Pútín - beint milliliðalaust maður á mann -- kannski í Reykjavík.

Og þá væntanlega, tekur hann Merkel með sama hætti - síðar (ekki endilega í Reykjavík), á við hana fund maður á mann, milliliðalaust -- þá væntanlega um samskipti Þýskalands (ef hann gerir ekki greinarmun á ESB og Þýskalandi, á hann væntanlega við bæði) og Bandaríkjanna.

  • Það getur verið að hann sjái málin varðandi Bretland, í ljósi -- áhrifasvæða.
  1. M.ö.o. ætli hann að færa Bretland yfir á áhrifasvæði Bandaríkjanna.
  2. Frá áhrifasvæði Þýskalands.

--Brexit gæti verið þannig skilið í huga Trumps.
--Þess vegna ætli hann að vera svo snöggur, að hala Bretland inn!

Í framhaldinu, gæti hann litið svipað á ESB/Þýskaland - og Rússland, að þarna fari 2-stórveldi sem Bandaríkin þurfi að hafa samskipti við.
--En að á sama tíma, þá séu uppi margar deilur þeirra á milli.

  1. En líklega mun það eiga við í tilviki Þýskalands og ESB, í embættistíð Trumps - að það verða margar deilur milli Bandaríkjanna, Þýskalands og ESB í gangi.
  2. Þar sem eftir allt saman, má lesa úr mörgum ummælum Trumps um ESB - NATO og Þýskaland, að hann ætlist til þess -- að Evrópa (þá væntanlega meinar hann stærstum hluta Þýskaland) taki yfir stórum hluta, varnarskuldbindingar Bandaríkjanna í Evrópu.
    --Það þíddi auðvitað að hernaðarútgjöld Þýskalands yrðu að margfaldast í töluverðu margfeldi.
  3. Síðan virðist alfarið ljóst, að Trump ætlar ekki að standa við -- Parísarsáttmálann, þ.e. hundsa ákvæði hans -- þ.s. Evrópa og Þýskaland hafa verið mjög einarðir stuðningsaðilar þess hnattræna samkomulags gegn gróðurhúsahitun.
    --Þá getur ekki verið nokkur vafi, að þegar ekki ef Trump hundsar það fullkomlega, þá valdi það erfiðleikum í samskiptum.
  4. Síðan er algerlega ljóst orðið - ef marka má hótanir hans um 35% tolla á fyrirtæki sem setja upp verksmiðjur í Mexíkó --> Hótanir sem augljóslega eru brot á NAFTA frýverslunarsamningnum, að Trump ætlar einnig að hundsa þann samning að því marki sem honum sýnist.
    --Hafandi í huga að Þýskaland hefur umtalsvert stóran viðskiptahagnað við Bandaríkin, þá blasir við að líkur eru á -- viðskiptaátökum milli Bandaríkjanna undir Trump, og ESB um viðskipti - eiginlega ekki síður en við Kína.
  • Sem auðvitað færir mig að þeim punkti, að Trump greinilega ætlar í mjög hörð viðskiptaátök við Kína --> Kínverskir talsmenn í ljósi þess sendu honum aðvörun: Beijing will &#39;take off the gloves&#39;.
    --Ef Trump haldi áfram að nota Tævan sem gambýtt til að þrýsta á Kína, þá muni það valda miklu rofi í samskiptum Bandaríkjanna og Kína - og bent er á að Kína eigi margvíslega mótleiki, ef Trump sé alvara!

 

Þá má útfæra dæmið frekar - að Trump telji sig eiga í deilum við 3-stórveldi:

  1. Rússland.
  2. Þýskaland.
  3. Kína.

--Og Trump ætli að taka þau öll fyrir, hvert í sínu lagi.

Þá væri skilningurinn sá, að sama gildi um þau öll, að ef Trump nái ekki markmiðum sínum fram -- þá verði ekki góð samskipti.
Þ.e. að aðvörun hans til Pútíns, að það sé ekki öruggt að samskiptin batni.
Eigi einnig við - Merkel og Xi.

  1. Sem gefur þá hugsanlegu verstu útkomu.
  2. Að Trump endi í deilum við alla, þ.e. Rússland - Kína og Evrópu, samtímis.

Ef maður gefur sér það - að enginn þeirra aðila, veiti Trump þær tilslakanir sem hann -heimtar.-

 

Niðurstaða

Eins og kemur fram, geri ég tilraun til að túlka það sem mér kemur til hugar - að verið geti að sé hugsun Trumps. Séð út frá ummælum Trumps yfir helgina.
--Að sjálfsögðu getur vel verið að þær tilraunir til að túlka hans hugsun, missi marks.

En ef þetta er rétt skilið - þá sjái Trump deilur hans við önnur lönd, sem deilur við fyrst og fremst - 3. stórveldi.
--Annað skipti ekki máli.

Hann ætli sér þá að einfalda dæmið með þeim hætti.
Að semja við 3-aðila.
Og síðan ætlast til, að allir aðrir fylgi því sem þar væri hugsanlega ákveðið.
--"Falling in line" - eins og kallað er á ensku.

---------------------

En kröfur Trumps - gætu einfaldlega reynst óaðgengilegar, jafnvel fyrir alla 3. Ef rétt er skilið að Trump hugsi heiminn út frá 3-risaveldum, sem Bandaríkin séu í samskiptum/deilum við.
--Sem gæti leitt fram - verstu niðurstöðu, að Trump stjórni í vaxandi deilum og sundurþykki almennt við önnur stór lönd.

 

Kv.


Reykavíkurfundur Trumps og Pútíns?

Ef marka má SundayTimes, SputnikNews, RussiaToday, IcelandMintor - þá segist Donald Trump ætla að ræða við Pútín í Reykjavík og það innan skamms.
--Einhvern veginn grunar mig að Drump hafi ekki talað við nokkurn mann á Íslandi um málið :)

Trump wants Putin summit in Reykjavik

Trump wants to hold summit with Putin in Reykjavik

Trump wants Reykjavik summit with Putin

Trump plans to hold summit with Putin in Reykjavik

Grunar að Trump sé með góða sýn á það dramatíska, með valið á Reykjavík!

Reykjavíkurfundurinn frægi, okt. 1986 - Reagan vs. Gorbachev, var haldinn skv. því fyrir rúmlega 30 árum. Í dag telja margir að sá fundur hafi markað upphafið að endalokum Kaldastríðsins.
--Þannig að með því að velja Reykjavík, er Trump væntanlega að notfæra sér það til að skapa aukna spennu eða væntingar í kringum fund hans með Pútín.
--Sem enginn getur auðvitað vitað til hvers leiðir eða þá nokkurs.

"Sources close to the Russian Embassy in London said to The Sunday Times that Moscow would agree to a summit between Putin and Trump."

Skv. því eru yfirgnæfandi líkur að Pútín samþykki að mæta.

En þ.e. auðvitað viðbótar hlið á því að velja Reykjavík, að þá gefur hann í skyn að Pútín sé jafn mikilvægur og Gorbachev var á sínum tíma.
--Sem auðvitað er það hvað Pútín vill heyra - en skv. orðrómi er hann haldinn nokkurri minnimáttarkennd, vegna hraps landsins í mikilvægi í kjölfar hruns Sovétríkjanna 1991.

  1. M.ö.o. megi þar af leiðandi segja, að Donald Trump tryggi að Pútín mæti til leiks, einmitt með því að nota Reykjavík - sem strax setur fundinn í samhengi fundarins fyrir 30 árum í augum margra.
  2. Og Pútín mun að sjálfsögðu vilja baða sig í því sviðsljósi, burtséð frá því hvort nokkurt kemur úr fundinum.

Svo það má sennilega slá því sem öruggu, að Pútín mæti.

"The meeting with Vladimir Putin is set to become Donald Trump’s first foreign trip..."

Það þíðir að Trump geri þetta, áður en hann fer í sína fyrstu opinberu heimsókn.
--Sem væntanlega þíðir, að fundurinn verði -- fyrri hluta þessa árs!

  • M.ö.o. erum við sennilega að tala um innan nk. 2-ja mánaða!

Að sjálfsögðu þarf ekki að óttast að stjórnvöld á Íslandi - þybbist við, þó Trump hafi láðst að senda nokkra orðsendingu hingað fyrst - áður en hann ákvað þetta :)
--Að einhverju leiti gæti þetta einnig verið tækifæri að hitta Trump, sem líklega annars skapast ekki svo auðveldlega - fyrir ráðamann af pínulitla Íslandi!

  1. Auðvitað beinir þetta athygli fjölmiðla að Íslandi.
  2. Verður fyrsta flokks landkynning, og allt það.
  3. Gæti fjölgað ferðamönnum enn meir -- kannski 2-milljónir á nk. ári.

 

Niðurstaða

Ég get ekki komið auga á nokkra ástæðu að mislíka við það að Trump ákveði einhliða að funda með Pútín hér í Reykjavík - fyrir 30 árum þá var þetta einnig svipað, að Ísland var ekki í reynd spurt! Þó auðvitað formlegar orðsendingar væru sendar, eftir að leiðtogarnir 2-höfðu ákveðið að hittast hérna!
--Þetta er einfaldlega svona - að vera pínulítið peð.

Ég á ekki endilega von á að fundur Trumps og Pútíns leiði til samkomulags. Þó það sé auðvitað alveg hugsanlegt!
--En með því að halda fundinn í Reykjavík, þá sleikir Trump - Pútín upp nokkuð, með því að kalla fram samanburðinn við hinn fyrri fund fyrir 30 árum. Sem ætti a.m.k. að koma Pútín í sæmilega gott skap fyrir fundinn.
--Það gæti verið tilraun til "manipulation" af hálfu Trumps. Að láta sem Pútín sé jafn mikilvægur og Gorbachev fyrir 30 árum.

 

Kv.


Æðstráðandi Lockheed Martin lofar Trump að lækka kostnað við F35 prógrammið

Þetta hefur verið drama sem hefur ekki vakið eins mikla athygli og sumt annað í kringum Trump.
En eitt af því sem Trump hefur gagnrýnt - er F35 prógrammið, sbr.:

  1. Hinn bóginn virðist fullkomlega óhugsandi að hætt yrði við dæmið.
  2. Vegna þess, að það mundi henda öllu endurnýjunarprógrammi bandarískra flughersveita í ruslið - og það tæki 15-20 ár að þróa aðra vél í staðinn.
  3. Á meðan, mundu vélar flughersveita Bandaríkjanna úreldast frekar, í vaxandi mæli hætta að vera samkeppnishæfar.
  4. Hafandi í huga -America first- áherslur Trumps - virðist vart geta verið að honum mundi hugnast slík útkoma.
  • Rétt auk þess að nefna, að framleiðsla á F35 er hafin.
  • Að bandaríska þingið hefur þegar samþykkt kaup á töluverðum fjölda F35 ásamt samþykktri framlagðri fjármögnun --> Þannig að ósennilegt virðist að Trump hafi í reynd þar af leiðandi vald, til að hætta alfarið við.
  • En hann gæti -- hafnað því að kaupa umfram þann samþykkta fjölda.

Lockheed Martin CEO meets Trump, says deal to lower F-35 costs is close

Lockheed Tells Trump It Will Cut F-35 Costs, Create New Jobs

Lockheed Martin CEO emerges from meeting with Trump promising to reduce F-35 costs, add new jobs

http://images.dailytech.com/nimage/Lockheed_Martin_F-35A.jpg

F-35 er sennilega umdeildasta þróunarprógramm í seinni tíma sögu Bandaríkjanna!

F35 - á að koma í stað F16 - F18 og Harrier II.

  1. Það á að vera landvél, sem kemur í stað F16 sem enn er mikilvægasta landvél NATO.
  2. Og vél til notkunar á flugmóðurskipum, sem koma á í stað F18 sem í dag er bakbein herflugflota bandaríska flugmóðurskipaflotans.
  3. Og að lokum, á að koma í stað vélar sem tekur á loft lóðrétt og getur einnig lent lóðrétt. Og hefur verið nær einungis notuð af "US Marines."

Þetta gerir auðvitað prógrammið mjög flókið, að það á að sameina í einni flugvél svo marga eiginleika.
--Auk þess til viðbótar --> Að vélin skal vera, torséð á radar!

  1. Sögulega séð, þegar áður hafa verið gerða tilraunir til að þróa, fjölnota vélar.
  2. Hafa þær hingað til, endað - misheppnaðar að einhverju verulegu leiti.

--Vanalega með þeim hætti, að þeim hafi í reynd mistekist - að verða nothæfar fyrir öll þau hlutverk, sem til stóð að uppfylla.

  • Klassíkst dæmi er F111 - sem átti að vera fjölnota vél, en reyndist þegar til kom, ónothæf sem orrustuvél -- varð því einungis "tactical bomber" eða sprengjuvél - en þó ágæt sem slík.

Það er alveg möguleiki að F35 -- reynist ekki nothæf fyrir allt það sem til stendur, eða a.m.k. mun síðri fyrir eitt planlagðra hlutverka.
--Hún gæti haft hlutverk þar sem hún virkar einna best fyrir!

  1. Það reyndar grunar mig að sé rétt!
  2. En hún virðist algerlega -- frábær "tactical bomber" þ.e. árásarvél/sprengjuvél.

--En hún hefur einkum verið gagnrýnd -- af flugmönnum orrustuvéla.

  1. M.ö.o. virðist hafa ívið lakari hröðun en F16 og F18.
  2. Vera þyngri miðað við vængfleti sbr. "high wingloading" sem leiði til síðri lipurðar í lofti.
  3. Að auki, ekki eins hraðskreið og sumar aðrar orrustuvélar.

--Hinn bóginn hefur henni aldrei verið ætlað að vera "air superiority figher."

Samanburður t.d. við Sukhoi Su-27 seríuna, missi þannig marks.
--Því að F22 og F15 séu þær vélar sem þá eru hliðstæðar!

En ég lít á Su -27, -30, -32/34, -35.
--Sem eina, framhaldsseríu -- allar byggðar á sama grunni.

Þróaðar útgáfur af F15 haldi alveg í við Su-27 seríuna, upp að ca. Su-34.
--Su-35 hafi stýri-kný sem geri hana ívið liprari en F15, sem skipti þó einungis máli ef bardaginn verður að návígi.

 

Hafa þarf í huga, að vegna þess að F35 er torséð, hefur hún þar með sjálfkrafa að mörgu leiti forskot á vélar sem ekki eru - torséðar!

Vegna þess hve tæknin í dag er öflug -- þá eiga venjulegar orrustuvélar sem sjást vel í radar, ákaflega erfitt með að fást við -- loftvarnarflaugar.

T.d. þær flaugar sem Rússar hafa sett upp í Sýrlandi, er erfitt fyrir vélar sem sjást vel á radar, að fást við.

  1. Betri loftvarnarflaugar, og betri flaugar á vélunum sjálfum.
  2. Ásamt sífellt betri radar tækni, og tölvutækni.

Hafi gert það að verkum, að áherslan er sífellt aukin á að gera vélarnar - torséðari.
--En loftvarnarflaugar t.d. eru háðar því, að radar geti náð miði.
--Sama um eldflaugar sem flugvélar skjóta á aðrar vélar.

  1. Og auðvitað - ekki síst, að sá flugmaður sem sér andstæðinginn fyrst.
  2. Er líklegur að skjóta hann niður.

Það þarf því ekki að vera eins mikilvægt, og margir gagnrýnendur hafa bent á!
Að sumar eldri vélar eru sneggri í beygjum, eða geta aukið hraðann með sneggri hætti.
--En til þess að það skipti máli, þarf að vera komið í návígi.
--Áður en það gerist, er torséða vélin líkleg að hafa þegar skotið niður - nokkrar.

Og torséða vélin, gæti valið að forðast návígi.
--M.ö.o. gæti hún valið, hvenær hún leggur til atlögu, og hvenær ekki.

 

Ekkert kemur fram um það, með hvaða hætti skal sparað!

  1. En einfaldasti sparnaðurinn, og nánast á eini er geti líklega sparað einhvern umtalsverðan pening.
  2. Væri að hætta við eina framleiðslutýpuna -- þá einna helst þá sem skal vera fær um lóðrétt flugtak og lóðrétta lendingu.

En sú vél er flóknari en hinar, þ.e. með viðbótar hreyfla til að lyfta vélinni lórétt.
Það að auki geri hana þyngri en aðrar útgáfur, þ.s. meiri vélbúnaður er til staðar.
Sem leiði til þess - að burður og flugdrægi er minna.
Að auki vegna meiri skrokkþyngdar, má reikna með því að sú útgáfa verði ívið lakari í loftfymleikum en aðrar útgáfur.
Og ekki síst, væntanlega að auki - dýrari í rekstri og viðhaldi.
--Til viðbótar öllu, verður hún sú týpa sem minnst stendur til að framleiða af.

"US Marines" eru þó ólmir í hana!

Henni er ætlað að vera notuð mun nær vettvangi átaka en aðrar týpur.
Þ.e. ætlað að taka á loft á bráðabirgða lendingar- og flugtaksstöðum, mun nær víglínu en aðrar týpur mundu nota.

Þannig að út frá notagildi sé sennilega -- minna drægi ekki alvarlegur hlutur.
--Hún mundi styðja við lendingar "US marine forces" eða strandhögg landgönguliða flotans.
--"Tactical bombing" sennileg megin notkun.

  • Flugsveitir landgönguliðanna, eru auðvitað undir beinni stjórn yfirstjórnar landgönguliðasveitanna.
    --Þó tæknilega geti flugsveitir flotans gert það sama.
    --Hafa landgönguliðarnir viljað halda uppi sínum eigin flugher.

Fram að þessu hafa þeir fengið einmitt það!

  1. Tæknilega gæti Trump skorið á það dæmi.
  2. Sagt einfaldlega landgönguliðunum, að treysta á samvinnu við flugsveitir flotans.

 

Niðurstaða

Almennt séð held ég að F35 hljóti að vera mjög góð vél. Þó svo að prógrömm hafi mistekist í fortíðinni, þ.e. slíkt hafi stundum gerst. Þá sé þegar búið að fljúga F35 það mörgum sinnum, eftir allt saman er hún þegar komin í takmarkaða notkun hjá flugsveitum bandaríska flughersins. Að ósennilegt sé úr því sem komið er, að tæknileg vandamál séu ekki almennt -- leyst.

Fyrir utan að hún á að verða bakbein landflughersins og flugsveita flotans, og landgönguliðasveitanna.
Skal hún verða meginherflugvél NATO landa í Evrópu.

--Ekkert NATO land hefur fram að þessu virst líklegt - að hætta við.
--Miðað við það að þau lönd sem taka þátt í prógramminu, hafa sennilega þegar fulla vitneskju um eiginleika hennar -- eins og þeir hafa komið í ljós.

Virðist ósennilegt að hávær umræða á þann veg að hún sé - misheppnuð.
Sé grundvölluð fyllilega á staðreyndum!

 

Kv.


James Mattis -- tekur upp harðlínuafstöðu gagnvart Rússlandi! En hann á að verða varnarmálaráðherra Bandaríkjanna!

Miðað við hvað Marine General James Mattis sagði í "Senate hearing" þar sem þingmenn efri deildar spurðu Mattis um afstöðu hans til fjölmargra mála; þá virðist ekki blasa við að hinn nýi varnarmálaráðherra Bandaríkjanna - sé stuðningsmaður undanlátssemi gagnvart Rússlandi!

Trump og Mattis

http://www.dailywire.com/sites/default/files/styles/article_full/public/uploads/2016/11/img_4772.jpg?itok=9rP4-1_D

James Mattis -: Defense nominee Mattis emerges with strong support

  1. "I think right now the most important thing is that we recognize the reality of what we deal with (in) Mr. Putin," 
  2. "We recognize that he is trying to break the North Atlantic alliance, and that we take the steps, the integrated steps, diplomatic, economic, military and the alliance steps, working with our allies to defend ourselves where we must."
  3. "I think deterrence is critical right now, sir, absolutely, and that requires a strong military,"
  4. "I&#39;m all for engagement, but we also have to recognize reality and what Russia is up to," - "There&#39;s a decreasing number of areas where we can engage cooperatively and an increasing number of areas where we&#39;re going to have to confront Russia."
  5. "NATO, from my perspective ... is the most successful military alliance certainly in modern world history, probably ever,"

Þetta setur spurningamerki við það, hvort Trump virkilega ætlar sér að bæta samskiptin við Pútín, eins og hann oft hefur sagt!

En ég bendi á setningu sem Trump lét út úr sér á blaðamannafundi í fyrradag!

The following is a complete transcript of a news conference that President-elect Donald J. Trump held in New York on Wednesday, as prepared by the Federal News Service.

Trump: "Now, I don’t know that I’m gonna get along with Vladimir Putin. I hope I do. But there’s a good chance I won’t. And if I don’t, do you honestly believe that Hillary would be tougher on Putin than me? Does anybody in this room really believe that? Give me a break."

Ég held að ég verði að setja nú spurningamerki við það - hvort Trump ætlar sér að gera stórar breytingar á stefnu Bandaríkjanna gagnvart Rússlandi.

  • Orð Mattis -- hljóma sem músík í mín eyru!

Hann er þekktur fyrir að tjá sína meiningu skýrt og skorinort, þannig að hann var alveg örugglega ekki - að segja annað en það sem hann fullkomlega meinar.

Sem varnarmálaráðherra, hefur hann heilmikil völd - þ.e. yfirmaður Pentagon.

Og hann nýtur mikillar virðingar innan hersins. Sem minnkar ekki líkleg völd hans.

 

Niðurstaða

Ég er farin að velta því fyrir mér - hvort að við blasi U-beygja hjá Trump um áður yfirlýst stefnumarkmið Trumps - að stórlega bæta samskiptin við Rússland! En ráðning James Mattis felur ekki í sér ráðningu einhvers Pútíns tusku - heldur þvert á móti eins og svör Mattis í "Senate hearing" sýna vel fram á!

 

Kv.


Trump kallar þær ásakanir "fake news," að stjórnvöld Rússlands hafi upplýsingar um Trump sem stjórnvöld Rússlands geti hótað að birta til að skaða Trump ef Trump fylgi ekki línu stjórnvöldum Rússlands þóknanlegum!

Ég hef engar persónulegar skoðanir á þeim upplýsingum/fullyrðingum -- sem Trump vísar til. En ég hef hlekk á þær ásakanir, sbr. skjal sem inniheldur ásakanir sem vefmiðillinn BuzzFeed ákvað að birta: These Reports Allege Trump Has Deep Ties To Russia.

Þetta eru upplýsingar sem -fyrrum breskur njósnari tók saman fyrir Demókrataflokkinn- og sá einstaklingur, tók saman ofangreint skjal --> Hann sendi það til FBI, en einnig nokkurra heimsfjölmiðla.
--Þeir fjölmiðlar ákváðu ekki að birta þetta skjal!

Sjá útskýringar NyTimes á því, af hverju NyTimes birti ekki skjalið: What We Know and Don’t Know About the Trump-Russia Dossier.

  1. NyTimes segist ekki hafa getað, staðfest ásakanirnar sem koma fram í skjalinu.
  2. Því ákveðið að - birta það ekki.
  3. Það þíði ekki endilega - að NyTimes telji ásakanirnar klárlega rangar, einfaldlega það -- að NyTimes gat ekki t.d. varið sig ef Trump mundi kæra málið fyrir dómstólum - sbr. ef Trump höfðaði einkamál ásamt skaðabótakröfu, ef NyTimes gat með engum hætti - sýnt fram á að upplýsingarnar væru ekki rangar.
  • En fólk hefur alltaf þann rétt, að verja sig með því að höfða -- meiðyrðamál, gagnvart ósönnuðum ásökunum -- hafandi í huga langa sögu Trumps þ.s. hann oft hefur höfðað mál gegn aðilum; sé ekki undarlegt -tel ég- að fjölmiðlar hiki við að birta skjal, sem innihaldi ásakanir sem þeir geti ekki sannað.
  • Höfum þó í huga - að þessar upplýsingar geta verið rangar, eða tilhæfulausar skv. því sem Trump fullyrðir.
    --Við höfum einfaldlega enga möguleika til að kveða upp dóm þar um, til eða frá!
    --En ég birti hlekk á skjalið, svo hver sem les þessa blogg geti ákveðið fyrir sig persónulega - hvað sá eða sú telur rétt.

Reuters, telur samt sem áður, að málið eigi eftir að skaða forsetatíð Trumps: True or not, Russia allegations will scar Trump presidency.

Þetta verði m.ö.o. - Lewinsky hneyksli Trumps, þ.e. áakanirnar deyi ekki - heldur haldi áfram að krauma!

  • Hvort það er rétt, að málið haldi áfram - statt og stöðugt --> Dæmi ég ekki!

Spurning því, hvort málið geti haft áhrif á stefnu Trumps gagnvart Rússlandi?

--En Trump gæti fundið sig knúinn til að viðhafa, harðari stefnu gagnvart Rússlandi.
--En Trump hefði annars valið að viðhafa - til að sanna það fyrir bandar. þjóðinni, að hann sé ekki "Russian stooge."

Tillerson supports keeping Russia sanctions for now

--Er málið þegar farið að hafa slík áhrif?

En haft er eftir Tillerson, að refsiaðgerðum gagnvart Rússlandi, verði viðhaldið áfram - a.m.k. um óákveðinn tíma í framhaldinu af embættistöku Trumps.

  1. ""I would leave things in the status quo so we are able to convey this can go either way," Tillerson said, suggesting "open and frank" dialogue with Moscow to better understand its intentions."
  2. "He blamed Russia&#39;s increasing aggression toward Ukraine since 2014 on an "absence of American leadership" and said there should have been a defensive military response by the United States to deter the Russians from further encroachments." -"I&#39;m advocating for responses that will deter and prevent further expansion of a bad actor&#39;s behavior," he said."
  3. "Tillerson said it was a "fair assumption" Putin was aware of Russian efforts to interfere in the U.S. election..."

--Höfum í huga að Donald Trump, dregur ekki lengur í efa, að rússneskir aðilar hafi hakkað sig inn í vefþjóna Demókrataflokksins og Hillary Clinton.

Svör Tillerson eru áhugaverð! Því þau benda ekki til þess að stjórn Trumps - muni snarlega eða snögglega, binda endi á þá stefnu gagnvart Rússlandi sem hefur verið ríkjandi nokkur sl. ár.

Heldur muni stjórn Trumps, sbr. orð Tillerson, taka upp viðræður við Rússland - þ.s. öll atriði deilna Rússlands og Vesturlanda, verði rædd -- hafandi í huga að Tillerson dregur ekki í efa að Rússland standi að baki átökunum í A-Úkraínu, þá þíði slíkar viðræður ekki endilega það að stefnan gagnvart Rússlandi breytist - fljótlega.

--Heldur benda svör Tillerson til, að það líklega fari eftir viðbrögðum Rússlands.

 

Trump hélt opinn blaðamannafund um nýlegar ásakanir gagnvart honum: The following is a complete transcript of a news conference that President-elect Donald J. Trump held in New York on Wednesday, as prepared by the Federal News Service.

Hann kallar ásakanirnar "Fake News": "I saw the information; I read the information outside of that meeting. It’s all fake news. It’s phony stuff. It didn’t happen. And it was gotten by opponents of ours, as you know, because you reported it and so did many of the other people. It was a group of opponents that got together — sick people — and they put that crap together."

Ég held að þetta hafi verið "predictable" viðbrögð af hans hálfu - enda eftir allt saman eru ásakanirnar líklega - ósannanlegar.
--En á sama tíma eru þær einnig - óhrekjanlegar.
--Sem er hin hliðin á málinu --> Og getur þítt að þær haldi áfram að lifa í umræðunni innan Bandaríkjanna, sama hve Trump oft hafnar þeim.

Trump: "As far as hacking, I think it was Russia. But I think we also get hacked by other countries and other people. And I — I can say that you know when — when we lost 22 million names and everything else that was hacked recently, they didn’t make a big deal out of that. That was something that was extraordinary. That was probably China."

Hann viðurkennir nú, að Rússland hafi hakkað vefþjóna -Clinton campaign- og Demókrataflokksins.
--En bendir á að t.d. Kína hafi í fortíðinni einnig gert hakkárásir á Bandaríkin.

Trump: "If Putin likes Donald Trump, guess what, folks? That’s called an asset, not a liability." - "Now, I don’t know that I’m gonna get along with Vladimir Putin. I hope I do. But there’s a good chance I won’t. And if I don’t, do you honestly believe that Hillary would be tougher on Putin than me? Does anybody in this room really believe that? Give me a break."

Áhugavert svar við þeirri spurningu -- hvort að hann teldi að Pútín hafi fyrirskipað tilraun til að hafa áhrif á niðurstöðu bandarísku forsetakosninganna.
--Seinni hluti þess er einnig áhugaverður, sbr. að Trump virðist nú gefa það í skyn, að verið geti að samskipti Rússlands og Bandaríkjanna - batni ekki eftir allt saman.

Trump ítrekar verndarstefnu sína! Fyrirtækin mega færa sig til, svo lengi sem þ.e. innan Bandaríkjanna! Ef þau ætla að færa sig út fyrir Bandaríkin -- hótar Trump háum tollmúrum á þeirra framleiðslu:

Trump: "But you’re going to sell through a very strong border — not going to happen. You’re going to pay a very large border tax. So if you want to move to another country and if you want to fire all of our great American workers that got you there in the first place, you can move from Michigan to Tennessee and to North Carolina and South Carolina. You can move from South Carolina back to Michigan." - "You can do anywhere — you’ve got a lot of states at play; a lot of competition. So it’s not like, oh, gee, I’m taking the competition away. You’ve got a lot of places you can move. And I don’t care, as along as it’s within the United States, the borders of the United States."

Ekki hægt að orða skýrar stefnuna -- America first!

  1. Á hinn bóginn, er þessi stefnumörkun klárlega brot á öllum viðskiptasamningum Bandaríkjanna sem í gangi eru í dag.
  2. Sjálfsögðu einnig á því sem Bandaríkin hafa undirgengist sem meðlimir að "WTO" eða Heimsviðskiptastofnuninni.

Trump: "There will be a major border tax on these companies that are leaving and getting away with murder. And if our politicians had what it takes, they would have done this years ago. And you’d have millions more workers right now in the United States that are — 96 million really wanting a job and they can’t get. You know that story. The real number — that’s the real number."

Vandamálið við fullyrðingar Trumps - er að önnur lönd hefðu svarað í sömu mynt.
--Þ.e. sett tollmúra á framleiðslu frá Bandaríkjunum á móti.
--Í reynd virðist þetta hrein endurtekning á stefnu Herbert Hoover frá 4. áratugnum.

  1. M.ö.o. mundu aðrar þjóðir ekki leyfa Bandaríkjunum að komast upp með það -- að viðhafa háa tollmúra á innflutning frá þeim -- án fullra mótaðgerða líku líkt.
  2. Útkoman yrði líklega sú sama og varð er Hoover einhliða lagði á verndartolla - að aðrar þjóðir svöruðu með tollum á Bandaríkin á móti.

M.ö.o. eru afleiðingar af stefnu Trumps --> Fyrirfram þekktar!
Við getum einfaldlega tékkað á því hvað sögulega gerðist er Hoover lagði á sína tolla!

  • Ekkert land á þeim tíma beið meira tjón, það fullyrði ég, en Bandaríkin sjálf!
  • Þetta hafi verið - efnahagslegt sjálfsmorð, sem leitt hafi til mjög djúps efnahags samdráttar í kjölfarið og gríðarlegs tjóns á störfum.

En slík stefna einmitt rökrétt hefur sömu afleiðingar í dag!

Um vegginn gagnvart Mexíkó!

Trump: "We’re going to build a wall. I could wait about a year-and-a-half until we finish our negotiations with Mexico, which will start immediately after we get to office, but I don’t want to wait. " - "Mexico in some form, and there are many different forms, will reimburse us and they will reimburse us for the cost of the wall. That will happen, whether it’s a tax or whether it’s a payment — probably less likely that it’s a payment. But it will happen."

Í kjölfarið á blaðamannafundinum - varð mjög stórt gengisfall á mexíkóska pesóinu!

Mexico&#39;s peso hits record low on Trump talk of wall, auto tax

--Auljóslega getur Trump ekki skattlagt annað land.
--Þannig að þetta er sennilega hótun um tollaðgerðir á Mexíkó strax.

Sbr. að Trump segir að undirbúningur undir smíði veggjarins - hefjist þegar.
Því ekki undarlegt að gengi Pesósins mexíkóska hafi snarfallið við fréttirnar.

Trump: "The government of Mexico is terrific. I don’t blame them for what’s happened. I don’t blame them for taking advantage of the United States. I wish our politicians were so smart. Mexico has taken advantage of the United States. I don’t blame the representatives and various presidents, et cetera, of Mexico. What I say is we shouldn’t have allowed that to happen. It’s not going to happen anymore."

Bull og vitleysa segi ég -- Mexíkó hefur að sjálfsögðu ekki verið að fara illa með Bandaríkin, þarna opinberar Trump hversu forheimskur hann er í viðskiptamálum.

  1. Bandaríkin ásamt öðrum þjóðum N-Ameríku, gerðu NAFTA samninginn -- sem heimilar fulla frýverslun.
  2. Og fyrirtækjum að starfa hvar sem er á NAFTA svæðinu.

Fyrirtæki hafa einfaldlega notfært sér þá staðreynd - að laun eru lægri í Mexíkó.
--Sem er ekki Mexíkó að notfæra sér Bandaríkin, þ.s. eftir allt saman eru fyrirtækin sjálf að taka þessar ákvarðanir - út frá viðskiptaforsendum eingöngu.

  1. Hinn bóginn, þ.s. Trump og hans líkar neyta að sjá, er að Bandaríkin græða á efnahagslegri uppbyggingu Mexíkó - til lengri tíma litið.
  2. Hann fullyrðir að heimskir pólitíkusar hafi gert "NAFTA" samninginn - sem að hans mati skaði Bandaríkin, en hann sér hvert fyrirtæki sem flyst til Mexíkó sem "skaða fyrir Bandaríkin." --> Ég er einfaldlega fullkomlega andvígur slíkri afstöðu.
  3. En málið er, að til lengri tíma litið ef NAFTA heldur áfram, verður Mexíkó land eins og Kanada --> Þ.e. vel stætt!
  4. Jafnvel þó það sé rétt, að Bandaríkin séu -de facto- að fjármagna þá uppbyggingu, er sú uppbygging "investment" sem Bandaríkin --> Síðar meir græða á.
    --Sem er parturinn sem Trump neitar að sjá.

En efnahags uppbygging Mexíkó - þíðir einnig það, að land með yfir 100 milljón íbúa, eða ca. eins fjölmennt og Rússland er!
--Verður að vaxandi mæli sjálft að neytenda-markaði.

Við sáum þetta í fortíðinni er Japan byggðist upp - síðan S-Kórea!
--Að þau lönd síðan urðu sjálf að - miðjum fyrir fyrirtæki áhugasöm um að selja varning til þarlendra neytenda.

  1. M.ö.o. hafnar Trump gróða þættinum í því heims viðskiptakerfi sem Bandaríkin hafa byggt upp.
  2. En grunn hugmynd þess er hugmyndin -- "Mutual gain."
  • Trump sér á hinn bóginn allt í -- gróða vs. tapi eða zero/sum.

Í dag eru S-Kórea og Japan með -- há laun.
--Ekki lengur láglaunalönd!

Sama mundi lengri tíma litið gerast í Mexíkó.
--Að Mexíkó missi láglauna-forskotið.

  1. Þannig að til lengri tíma litið - skapar uppbygging Mexíkó.
  2. Framtíðar tækifæri fyrir bandarískan iðnað.

--Árangur sem Trump vill henda í burtu í sinni skammsýni.

--En eftir því sem efnahagsleg velmegun breyðist út, hlutur sem Bandaríkin hafa hvatt til.
--Fjölgar tækifærum fyrir fyrirtæki alls staðar, Bandaríkjunum einnig.
--Því neytendum fjölgar, þ.e. púlían sem fyrirtækin hafa eða m.ö.o. markaðurinn, stækkar stöðugt.

Mín skoðun er m.ö.o. að stefna Trumps sé - skammsýn stefna.
Afleiðingar hennar séu þegar þekktar sbr. afleiðingar stefnu Hoover forseta!

 

Niðurstaða

Ég er fullkomlega ósammála hugmyndum Donald Trumps í viðskiptamálum.

En þvert á það sem Trump virðist álíta þ.e. að efnahagsuppbygging annars staðar þ.e. öðrum löndum, sé tjón fyrir Bandaríkin!
En Trump virðist ekki geta séð gróða annarra sem annað en tjón fyrir Bandaríkin, þ.s. þá verða aðrir ríkari en áður.
--Hugsun Trump virðist Merkantilísk m.ö.o.

Þá leiði útbreiðsla velmegunar til þess að heildar markaðurinn í boði stækki!
--Það að sjálfsögðu fjölgi tækifærum fyrir bandarísk fyrirtæki.

En það hafi verið langtíma stefnumótun einmitt í þeim tilgangi - sem hafi leitt til þeirrar stefnumótunar forvera Trump í embætti.
--Að berjast fyrir opnun alþjóða viðskipta.

Því að forverar Trump álitu útbreiðslu velmegunar -- framtíðar gróða Bandaríkjanna.
--Það tel ég hina réttu sýn.

  1. Fyrst studdu Bandaríkin við efnahagslega uppbyggingu Evrópu, sem heppnaðist mjög vel árin eftir Seinna Stríð.
  2. Síðan studdu þau við uppbyggingu Japans og þar á eftir S-Kóreu, ásamt í löndum eins og Malasíu, Tævan, Indónesíu, Tælandi o.s.frv.
  3. Uppbygging Kína síðan þá, sé einfaldlega stærsti einstaki liðurinn í þeirri -- vel heppnuðu stefnu.

En ég held að sennilega hafi engin stefna í sögu mannkyns, öfugt á fullyrðingar Trump að viðskiptastefna Bandaríkjanna hafi verið hræðileg fyrir Bandaríkin, verið betur heppnuð.

M.ö.o. sé að mínu mati, viðskiptastefna Bandaríkjanna -- sennilega best heppnaða stefnumótun í gervallri mannkynssögunni.
--En sennilega hafi engin stefnumótun einstaks lands frá upphafi vega, skilað eins mikilli útbreiðslu velmegunar - heiminn vítt.

En sl. áratugi hefur fátækum í heiminum fækkað úr 80-90% íbúa Jarðar, í vel innan við helming.
--Stefnumótun um útbreiðslu velmegunar.

Sé langtíma -investment- sem að sjálfsögðu tekur áratugi að skila sér að fullu.
Þetta sé spurning um -long term gain- í stað skammtíma hugsunar, eins og þeirrar er Trump virðist standa fyrir.

  1. En heildar púlían stækkar stöðugt.
  2. Þ.e. tækifæri fyrir framleiðslufyrirtæki alls staðar í heiminum.
  • Að auki má ekki vanmeta þau miklu áhrif sem þessi stefna hafi líklega haft í því að stuðla að -- heims friði.
    --Árangur sem einnig sé unnt að eyðileggja - með skammsýni.

Með stöðugri margfeldis fjölgun neytenda í heiminum!
Að sjálfsögðu vaxa tækifærin einnig fyrir bandarísk fyrirtæki.
--Það sé reyndar ótrúlegt að Bandaríkin hafi í dag forseta, sem neyti - þverneiti - að sjá þá fremur augljósu að mínu mati, staðreynd. Trump standi fyrir mjög gamaldags viðhorf.

 

Kv.


Eiginmaður dóttur Donalds Trump - skipaður aðalráðgjafi Trumps í Hvíta húsinu

Skv. umfjöllunum er Kushner sagður maðurinn að baki kosningasigri Trumps. En hann kvá hafa skipulagt ásamt eiginkonu sinni - net kosningabaráttu Trumps, sem talin er í dag hafa skilað Trump fyrst útnefningu frambjóðanda Repúblikana flokksins, síðan alla leið í Hvíta húsið.

Því ekki undarlegt að Trump kalli Kushner --:

"“Jared has been a tremendous asset and trusted advisor throughout the campaign and transition and I am proud to have him in a key leadership role in my administration,” Trump said in a statement."

Jared Kushner Named Senior White House Adviser to Donald Trump

Trump&#39;s son-in-law Kushner to become senior White House adviser

Jared Kushner to be named senior adviser to the president

Jared Kushner og Ivanka Trump

http://www.rawstory.com/wp-content/uploads/2016/08/methode_times_prod_web_bin_d7ef281c-4396-11e6-a45d-8299bb50a973-800x430.jpg

Sem sá maður sem Trump treystir best - mun Kushner hafa mjög mikil raunveruleg völd

  1. Kushner gæti verið maðurinn að baki - áherslum Trumps um stuðning við Ísrael.
  2. Og því að Trump hefur tekið harða stefnu gegn Íran. Meira að segja gengið það langt, að kalla Íran - helsta stuðningsland hryðjuverka í heiminum.

Ég hef velt því fyrir mér - hvernig á því standi!

En Kushner er - hreintrúaður gyðingur þ.e. "orthodox jew" og sem slíkur fylgir nákvæmlega í einu og öllu, reglum trúarinnar t.d. um helgidaga og auðvitað - reglur um neyslu matvæla.
--Ivanka Trump tók upp gyðingatrú - er hún kvæntist Kushner.

Sem hreintrúaður gyðingur - þá er Kushner mjög líklega mjög áfram um stuðning við Ísrael.
--Og þar með einnig mjög fylginn hagsmunum Ísraels!

  1. Sem aðal ráðgjafi.
  2. Gæti Kushner haft stöðu - hliðar-varðar sbr. "gatekeeper" að Donald Trump.
    --Þ.e. sá sem stjórnar aðgengi að Trump!
    --Hann gæti einnig verið sá, sem einna helst matar upplýsingar til Trumps.

Auk Kushner mun samt sem áður - Stephen Bannon, Reince Priebus, Kellyanne Conway -- samt án vafa hafa beinan aðgang að karlinum Trump.
--Líklega að auki, Peter Navarro - sem hefur fengið stöðu aðalráðgjafa um viðskiptamál Kína.

En að öðru leiti virðist sennilegt að Kushner stjórni umferðinni að Trump.

 

En -hliðarverðir- eru alltaf taldir mjög valdamiklir

En með því að ráða því að stórum hluta hverjir fá að hitta - stóra karlinn. Og einnig, að miklu leiti að - matreiða upplýsingar þær sem stóri karlinn fær í hendur.
--Þá öðlast -hliðarverðir- gjarnan mjög veruleg völd!

  1. Þarna gæti verið komin skýringin á því - af hverju Trump virðist hafa ákveðið að fylgja línu Ísraels í málefnum Mið-austurlanda.
  2. Sem líklega skýri - af hverju hann hefur skipað Írans hauka í ríkisstjórnina, og sjálfur sagt Íran - hættulegasta land Mið-austurlanda.

En þ.e. mikill misskilningur að Ísrael hafi áhuga á -chaos- í Mið-austurlöndum.
--Ísrael einmitt sé á þeirri línu - að styðja einræðisstjórnir í Arabalöndum.
--Fyrir utan, ríkisstjórn Sýrlands!

En t.d. samskiptin við Egyptaland hafa batnað mjög mikið, síðan Sisi hershöfðingi tók völdin þar. Ísrael virðist einnig hafa -understanding- gagnvart Saudi Arabíu. Og við Rússland að auki.

  • En megin upplifun Ísraels um ógn - er Íran.
  • Þ.s. Ísrael gæti viljað láta gerast.
  1. Gæti verið, að Trump semji við Rússland, um að -- gefa bandalagið við Íran upp á bátinn.
  2. Því Ísrael vill losna við Hesbollah í Lýbanon. Og lækka seglið á áhrifum Írans innan Mið-Austurlanda.
  3. Þá þyrfti Pútín að fá eitthvað á móti.

--Trump gæti tæknilega boðið það, að bandarískt herlið ásamt rússnesku, mundi taka það að sér að endurreisa stöðugleika innan Sýrlands.
--En gegn því, að Assad og Pútín mundu gefa bandalag við Hezbollah og Íran - eftir.

Í leiðinni, mundu herir beggja, leggja ISIS að velli innan Sýrlands!

  1. Þá mundu Bandaríkin taka að sér, fyrir Ísrael, að berja á Hezbollah og Íran.
  2. Gegnt samkomulagi við Pútín um að halda herstöð og flotastöð í Sýrlandi, og stjórninni í Damaskus --> Endir yrði bundinn á stríðið þar, með Erdogan af Tyrklandi að auki inni í þeirri mynd.

--Líklega yrðu þá Kúrdar einnig sviknir á þeirri vegferð!

Það má þá hugsa sér - einhvers konar valdaskiptingar samkomulag innan Sýrlands!
--Með breyttum valdahlutföllum, sem hluta að samkomulagi er fæli í sér nýja valdaskiptingu milli hópanna, nokkru leiti skv. fyrirmynd sem finna má í Lýbanon.

  • Súnnítar fengju þá væntanlega meiri völd en áður.
  • En minnihlutastjórn Alavíta héldi embætti forseta, ekki ólíkt því að í Lýbanon er forseti landsins alltaf kristinn meðan forsætisráðherrann er alltaf Súnní Múslimi.

Þetta er auðvitað allt vangaveltur!

Íran mundi auðvitað ekki sitja hjá með hendur í skauti.
Ef gerð yrði slík tilraun!

Bandarískt herlið sem sent væri á vettvang - gæti lent í langvarandi átökum, ekki ósvipað upplifun Ísraela sjálfra er þeir sátu rúman áratug í Lýbanon.
--Og auðvitað, ef átökin yrðu við Íran að auki -- gætu þau orðið mjög stór í sniðum.

  • Þannig að slík afskipti Bandaríkjanna, með það að markmiði að tryggja hagsmuni Ísraels, gætu falið í sér mjög mikla áhættu fyrir Bandaríkin!

 

Niðurstaða

Það gæti átt eftir að skipta verulega miklu máli, að hreintrúaður gyðingur skuli vera sá maður í Hvíta húsinu, sem Donald Trump ber mest traust til. En -eins og fram kemur- þá grunar mig að í gegnum Kushner geti verið komin áhersla framboðs Trumps á stuðning við markmið Ísraels innan Mið-austurlanda. Sem má sjá m.a. stað í því að Trump hefur skipað Íran hauka í mikilvægar ráðherrastöður í sinni ríkisstjórn, sbr. "CIA / National Security Adviser."

Samt sem áður, virðist stefna þó í að Trump horfi meir til Kína!
--Sem getur þítt að forgangsröðun Trumps sé -- fyrst Kína.

Þar hefur hann - Kína haukinn, Navarro sér til halds og trausts.
--Og viðskipta-hauka sem hann hefur einnig ráðið, sem virðast vilja vaða strax á Kína.

  • En Kushner mun samt sem áður örugglega gæta þess að Trump gleymi ekki - Ísrael.

 

Kv.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 27
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 26
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband