Stundum hljómar Trump virkilega heimskur

Sérstaklega hlægileg eru ummæli sem höfð eru eftir honum í þýska fjölmiðlinum - Bild. En þar er hann spurður út í skoðun hans á verksmiðju sem BMW er að reisa í Mexíkó.
--Eins og heimsfjölmiðlar hafa sagt frá, þá hótaði hann strax 35% tolli á bíla innflutta þaðan frá Mexikó til Bandaríkjanna.

En fyndnu ummælin koma síðan í kjölfarið!

  1. "Trump called Germany a great car producer, saying Mercedes-Benz cars were a frequent sight in New York,..."
  2. "...but claimed there was not enough reciprocity. Germans were not buying Chevrolets at the same rate, he said, calling the business relationship an unfair one-way street."
  • "Chevrolet sales have fallen sharply in Europe since parent company General Motors (GM.N) in 2013 said it would drop the Chevrolet brand in Europe by the end of 2015. Since then, GM has focused instead on promoting its Opel and Vauxhall marques."

Ég man eftir að hafa heyrt um það - að GM hafi lagt af sölu á Chevrolet bifreiðum í Evrópu.
--Vegna skorts á eftirspurn.

Varðandi það hvort að sú útkoma er vísbending um -- óeðlilega viðskiptahætti.
--Ættu menn að virða fyrir sér dæmigerðan Chevrolet eins og þeir voru til boða í Evrópu 2015.

Chevrolet Cruz

http://cdn1.carbuyer.co.uk/sites/carbuyer_d7/files/styles/article_main_image/public/jato_uploaded/chevrolet-cruze-sw-2013-main.jpg?itok=XLziq6Na

Chevrolet Spark

http://starmoz.com/images/chevrolet-spark-2014-5.jpg

Bens GLA

http://www.gaadicdn.com/upcoming_car/Mercedes-Benz-GLA.jpg

Bens A Class

http://1.bp.blogspot.com/-EbekSWRluQk/VY3kq_6tv_I/AAAAAAABBrg/SExv-2cMGnc/s1600/2016-Mercedes-A-Class-45555.jpg

  1. Þarna tók ég 2-Chevrolet bíla í ódýrari kanntinum.
  2. Og bar við 2-ódýrustu bensana í boði.

Þó svo að bensinn jafnvel sá ódýrasti sé dýr miðað við sambærilegan Chevrolet.
--Þá held ég að klárt er - hvers vegna GM dróg Chevrolet línuna til baka.

En lítum aðeins á nýlegan Kia Cee'd

http://kcc-preview-api.service.kia.eu/visualizer/showroom/img/JD-PE/5dr/MYB/Steel-wheel-195-65R-15-3/0007.jpg?w=568

Ég held að það skipti miklu máli -- að bjóða upp á útlitslega aðlaðandi bíla.

  • En sala Kia bíla er í vexti í Evrópu.
  • Meðan að GM varð að draga til baka, Chevrolet.

Málið sé einfalt, að GM-brást í því að bjóða bíla sem markaðurinn vildi kaupa!

 

 

Niðurstaða

Ef ég ætti að benda Trump á eitt atriði - þ.e. að hugsa fyrst áður en hann talar. En þau ummæli sem vitnað er til eru langt í frá þau einu sem hafa jaðrað við að vera - sprenghlægilega vitlaus.
--En umkvörtun hans vegna lélegrar sölu Chevrolet bíla í Þýskalandi.

Sé þó með því allra vitlausata sem hann hefur fram að þessu látið frá sér.
--Eins og maðurinn opni kjaftinn án þess að tékka í nokkru á staðreyndum máls er skipta máli.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Það er nú ekki alveg rétt að Chevrolet sé að hætta sölu sinna bíla í Evrópu. Staðreyndin er að Chevrolet ætlar að hætta að nota sitt nafn á bíla sem framleiddir eru utan Bandaríkjanna. Bílarnir verða framleiddir áfram og seldir, líka í Evrópu, bara undir nafn þeirrar verksmiðju sem þeir eru framleiddir í. T.d. mun Chevrolet Cruz verða seldur undir nafni Suður-Kóresku verksmiðjunnar sem hann er framleiddur í, þeir bílar Chevrolet sem framleiddir eru í Þýskalandi munu verða seldir undir nafninu Opel og Bresku Chevrolet bílarnir munu verða seldir undir nafni Vuxhall. Svona má lengi telja.

Hins vegar munu Chevrolet verksmiðjurnar áfram bjóða upp á Bandarísku bílana sína, um alla veröld, einnig í Evrópu. Þar má t.d. nefna Chevrolet Volt, Malibu og Impala sem og stærri gerð pickup bílanna og stærri jeppa. Engin ástæða er til að ætla að sala þeirra bíla muni breytast frá því sem verið hefur um langa tíð.

Auðvitað mun þetta fækka verulega bílum í Evrópu sem bera Chevrolet merkið á sér, en engin breyting verður að öðru leyti. Chevrolet samstæðan munu áfram eiga sína hluti í þeim verksmiðjum sem nú framleiða Chevrolet, vítt um heiminn. Salan verður hins vegar undir nafni hverrar verksmiðju fyrir sig.

Kannski er þetta of flókið fyrir Trump.

Hitt er svo annað mál að hótanir Trump gegn erlendum bílaframleiðendum sem vilja byggja verksmiðjur í Mexíkó, til sölu norðan landamæranna eru alveg eðlilegar. Þetta eru sömu hótanir og innlendir Bandarískir bílaframleiðendur hafa fengið, t.d. Ford. Þetta er einungis í samræmi við þau loforð sem hann gaf kjósendum fyrir kosningar.

Gunnar Heiðarsson, 18.1.2017 kl. 08:17

2 Smámynd: Jónas Gunnlaugsson

Trump lofaði fólkinu atvinnu.

Ef þú finnur ekkert til að kaupa hjá mér,

þá get ég ekki keypt hjá þér.

Elítan er farin að lifa utan við heim alþýðunnar.

Trump talaði beint til alþýðunnar, og alþýðan svaraði með því að kjósa Trump.

Nú anda menn léttar, og vona að Trump og Pútín haldi á fram að vinna saman. 

Sagt var að herinn hefði hótað Obama, að ef hann sendi herinn til Sírlands þá tæki herinn völdin.

Hvað er satt, af þessum fréttun? Ég veit það ekki. En að láta plata sig áfram , nær engri átt.

Við skulum brosa varlega, forsetarnir láta venjulega skrifa ræðurnar sínar, og eiga sjaldnast nokkuð í ræðunni.

Þeir flytja aðeins ræðuna.

Ekki hefur farið mikið fyrir því að Fyrirfólkið okkar, menntakerfið okkar hafi unnið við það að hætt yrði að plata og hlunnfara fólkið.

Við ættum að reyna að lesa frá hinum ýmsu ólíku heimildum.

Ég vísa á bloggið mitt, http://jonasg-egi.blog.is   http://jonasg-eg.blog.is

Egilsstaðir, 18.01.2017  Jónas Gunnlaugsson

Jónas Gunnlaugsson, 18.1.2017 kl. 12:30

3 Smámynd: Jónas Gunnlaugsson

Að sjálfsögðu talar Trump beint frá hjartanu, frá sínum hugmynda heimi, og virðist ófeiminn við að sér geti orðið á.

Þegar fjölmiðlar elítunnar ætluðu að þegja Trump í gleymsku, fór hann að fullyrða ýmsar umdeilannlegar hugmyndir.

Þá gátu fjölmiðlar elítunnar ekki staðist málið, þeir yrðu að segja fólkinu hvað Trump væri vitlaus.

Þetta varð til þess að allir ´fóru að kynnast Trump, hann var inni í hvers manns stofu.

Egilsstaðir, 18.01.2017  Jónas Gunnlaugsson

Jónas Gunnlaugsson, 18.1.2017 kl. 13:06

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 5
  • Sl. sólarhring: 30
  • Sl. viku: 491
  • Frá upphafi: 847146

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 467
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband