Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2017

Suður Kórea segist ætla stofna sérstaka hersveit með það eina markmið að ráða Kom Jong Un af dögum - ef kemur til stríðs milli landanna á Kóreuskaga

Mér finnst þetta áhugaverð aðgerð hjá Suður Kóreu - að láta það vitnast að til standi að stofna sérstaka -sérsveit- ca. 2000 manna, sem hafi það hlutverk að ráða einræðisherra N-Kóreu af dögum.
-Komi til stríðs milli landanna þ.e. Suður Kóreu og Norður Kóreu.

South Korea forms unit to kill Kim Jong Un in event of war

 

Kim Jong Un - einræðisherra N-Kóreu

http://www.chicagonow.com/quilting-sewing-creating/files/2015/10/kim-jong-un-wave1.jpg

Mig grunar að þarna telji Suður kóreönsk yfirvöld sig hugsanlega hafa leið - til að fæla hinn 33ja ára gamla Kim Jong Un

Sá skemmtilega tilvitnun í netumræðu:

"As Dr. Strangelove pointed out, "Yes, but the whole point of the doomsday machine is lost if you keep it a secret! Why didn't you tell the world?"."

En þetta er fullkomlega rétt, að -- fæling virkar ekki, ef þú heldur áformum þínum leyndum.

  • Fyrir Fyrra-stríð viðhöfðu herveldi Evrópu -- leyni-bandalög.

Vandamálið, eins og kom í ljós, er atburðarásin er hratt Fyrra-stríði af stað hófst, er það.
--Að ef land í þessi tilviki Austurríki-ungverjaland keisaradæmið, veit ekki að land X er í bandalagi við land Y.
--Þá getur það ekki varað sig á þeirri staðreynd, ef það ákveður að hefja stríð gegn landi X.

Síðan fór af stað rás atburða þ.s. leynibandalög Y -> Z virkjuðust, hægri og vinstri, og á nokkrum vikum voru öll evrópsku herveldin lent í sameiginlegri styrrjöld.

  • Fyrir Seinna-stríð gættu löndin sín á því, að -- bandalögin væru formlega yfirlýst.

Hinn bóginn tókst Hitler að veikja verulega bandalög Breta og Frakka - gegn Þýskalandi Hitlers, þegar Neville Chamberlain samþykkti -- land fyrir frið sept. 1938.
--Einungis ári seinna voru Bretland og Frakkland komin í stríð við Hitler.

Málið er, að ég er þess fullviss - að friðarkaups samningurinn, hafi í reynd hrundið Seinna Stríði af stað, þ.s. sá samningur hafi gert Hitler það mögulegt -nokkrum mánuðum síðar- að hirða Tékkóslóvakíu alla, bardagalaust.
--Þá hirti Hitler alla hergagnaframleiðslu þess lands - ásamt yfirtöku skriðdrekaherdeilda tékkneska hersins, sem voru ágætlega nothæfar 1939.

En málið er, að í Súdetahéröðunum, voru hin verjanlegu landamæri Tékkóslóvakíu gagnvart Þýskalandi!
--Þar voru hvort tveggja - varnarvígi sem mörg ár hafði tekið að byggja upp, og náttúruleg landamæri.

  • Í Kalda-stríðinu, lærðu menn af öllum þessum mistökum.
  1. Og hugakið, fæling -- varð mönnum mjög ofarlega í huga.
  2. Ásamt þrautskipulögðum vörnum.

Fæling er mjög lyfandi í huga fólks á Kóreuskaga!

  • Hvernig í ósköpunum fælir þú N-Kóreu, frá því að ráðast á S-Kóreu?

Það virðist að S-Kórea hafi komist að þeirri niðurstöðu - að það geti verið liður í því, að með trúverðugum hætti -- hóta að ráða Kim Jon Un af dögum.

  1. Þess vegna þarf S-Kórea að leggja töluvert púður í þessa hersveit.
  2. Væntanlega verða síðan reglulega sýndar myndir af því í fjölmiðlum í S-Kóreu, af þjálfun þeirrar hersveitar og undirbúningi hennar undir það hlutverk - sem hún á að gegna, ef til stríðs kemur.

--Eins og ég benti á, fæling virkar einungis -- ef þú segir frá!

 

Niðurstaða

Ég hugsa að yfirvöld Suður Kóreu hafi komist að réttri niðurstöðu - að lykillinn af því að fæla einræðisstjórnina í N-Kóreu. Sé sá að hóta einræðisherra N-Kóreu, Kim Jong Un, persónulega. Ef til stríðs komi!
--Enda sé hann með alla valdaþræði í sínum höndum!
--Stríð m.ö.o. verði alltaf hans ákvörðun.

Því fullkomlega réttlætanlegt að gera hann með þessum hætti - persónulega ábyrgan. Væntanlega mun N-Kórea verja auknum fjármunum, til að verja líf og limi einræðisherrans.

 

Kv.


Áhugaverð U-beygja, Trump skyndilega samþykkir greiningu leynistofnana Bandaríkjanna um afskipti Rússlands af nýlega afstöðnum forsetakosningunum

Engin leið að vita hvað breytti afstöðu Trumps, sem fyrir helgi ítrekaði áður yfirlýsta andstöðu sína við þá greiningu leynistofnana Bandaríkjanna, að ríkisstjórn Rússlands hefði staðið fyrir -- tilraun til þess að hafa áhrif á niðurstöðu nýlega afstaðinna forsetakosninga innan Bandaríkjanna!

Trump acknowledges Russia role in U.S. election hacking: aide

  1. Ég hef veitt því athygli afstöðu stuðningsmanna Trumps - sem studdu fyrri afstöðu Trumps þess efnis að ásakanir gagnvart ríkisstjórn Rússlands væru fáránlegar.
  2. Nú velti ég fyrir mér hvort það ágæta fólk, nú söðli jafn snögglega um -- eftir að Trump virðist hafa skipt um skoðun þar um.
  • En það væri í takt við það, að ef það ágæta fólk fylgi Trump að málum, að það fylgi einnig eftir þegar Trump snögglega vendir um kúrs um eigin yfirlýst viðhorf.
  • Eg býð nú spenntur eftir því, hvort að það ágæta fólk sem hefur sagt ásakanir gegn ríkisstjórn Rússlanda - fáránlegar, nú snögglega taki undir þær ásakanir?
  • Fyrst að Trump nú samþykkir þær ásakanir!

En þetta er ákveðin prófraun á það ágæta fólk!
Hvort það er -- fylgismenn!

Reince Priebus - "He (Tump) accepts the fact that this particular case was entities in Russia, so that's not the issue," Priebus said on "Fox News Sunday."

Donald Trump - "In a statement, he acknowledged that "Russia, China, other countries, outside groups and people are consistently trying to break through the cyber infrastructure of our governmental institutions, businesses and organizations including the Democrat(ic) National Committee."

Þetta væntanlega þíðir að Trump hefur samið frið við sínar leynistofnanir!
En þær verða að sjálfsögðu hans, eftir embættistökuna eftir nokkra daga!

  1. Þetta væntanlega þíðir, að Trump ætlar ekki að fara í einhvern stóran uppskurð á þeim stofnunum, eins og sumir ráðgjafar hans lögðu til -- einkum nýi öryggisráðgjafi hans.
  2. Það verður þá væntanlega ekkert frekar vesen í samskiptum milli Trumps og þessara leynistofnana!

 

Niðurstaða

Hvers vegna Trump söðlaði um - eftir að áður hafa gagnrýnt niðurstöðu leynistofnana Bandaríkjanna varðandi ásakanir þeirra á rússnesk stjórnvöld að hafa staðið fyrir skipulagðri hakk árás á stofnanir Demókrata flokksins og nánar tiltekið framboð Hillary Clinton; fáum við sjálfsagt aldrei að vita!

Það væntanlega þíðir, að fyrst að Trump hefur nú samþykkt þá greiningu -- þá verði hann knúinn til þess að refsa með einhverjum formlegum hætti Rússlandi fyrir það að hafa staðið fyrir þessari hakk aðgerð.

Spurning hvernig það verkar í samhengi við hugmyndir sem komu fram í kosningabaráttunni, um að bæta samskiptin við stjórnvöld Rússlands.


Kv.


Yfirmaður njósna- og öryggismála í Bandaríkjunum - svaraði Trump með því að segjast nærri fullviss að Rússland hefði skipt sér af kosningabaráttunni í Bandaríkjunum

Það virðast vera myndast átakalínur milli -Trump team- og áhrifamikilla þingmanna meðal Repúblikanaflokksins, sem bregðast vægast sagt með allt öðrum hætti við málflutningi leyni- og njósnastofnana Bandaríkjanna -- en Donald Trump.

U.S. spy chief 'resolute' on Russia cyber attack, differs with Trump

  1. "James Clapper, the director of national intelligence, said he had a very high level of confidence that Russia hacked Democratic Party and campaign staff email, and disseminated propaganda and fake news aimed at the Nov. 8 election." - "I don't think we've ever encountered a more aggressive or direct campaign to interfere in our election process than we've seen in this case,"
  2. Meðan að John McCain og Lindsay Graham, báðir öldungadeildarþingmenn og Repúblikanar - fordæmdu afskipti rússneskra stjórnvalda af forsetakosningunum innan Bandaríkjanna.
    ""Every American should be alarmed by Russia's attacks on our nation. There is no national security interest more vital to the United States of America than the ability to hold free and fair elections without foreign interference," McCain said."

Rétt að taka fram að Clapper er að hætta - Trump ætlar að skipa annan yfirmann njósna og öryggismála.
--Hinn bóginn virðist a.m.k. að Trump geti ekki verið öruggur að þingið fylgi honum - þegar kemur að afstöðu til -meintra- eða -raunverulegra- afskipta rússneskra stjórnvalda.

  • Það kemur í ljós síðar -- hversu mikil alvara er að baki umræðum innan -Trump team- þess efnis, að framkvæma stóran uppskurð á leynistofnunum Bandaríkjanna.
    --Uppskurður sem gæti tekið á sig mynd pólitískra hreinsana.
  • Enn er ekki vitað hvort stórar breytingar af því tagi verða framkvæmdar.

--Vísbendingar í erlendum fréttum, virðast benda til þess að innan -Trump team- sé a.m.k. ekki einhugur um slíka aðgerð.
**Nýr öryggisráðgjafi Trumps vilji slíkan stóran uppskurð - en sumir aðrir ekki.

  1. Bandaríska þingið mun afar líklega taka -meint- eða -raunveruleg- afskipti rússneskra stjórnvalda af bandaríski forsetakosningunum - til einhvers forms formlegrar afgreiðslu.
  2. Það gæti orðið forvitnilegt að sjá viðbrögð Trumps! Ef ráðandi viðbrögð innan þingsins stefna annað -- en hæfir skoðunum Trumps á málinu.

Robert Lighthizer; Peter Navarro; Wilbur Ross

http://eleconomista.com.mx/files/imagecache/eco2014_650x433/files/untitled-1_267.jpg

Eitt virðist þó öruggt, að Trump virkilega ætlar að hjóla í Kína!

Myndin sýnir þann hóp sem - Kína-hauka og viðskipta-hauka, sem Trump hefur valið sér til fulltingis, þegar kemur að bollaleggingum um aðgerðir gagnvart Kína.

  1. Þannig að líklega má slá því nú fullkomlega föstu.
  2. Að samskipti Bandaríkjanna og Kína -- muni snarlega versna undir forseta Trump.

Einungis ekki vitað -- hversu slæm þau verða!

En Trump er með sér menn sem vilja að Bandaríkin beiti - stigmagnandi aðgerðum gegn Kína.
--Í því skyni að beygja eða sveigja Kína að vilja Bandaríkjanna, eða nánar tiltekið -- vilja hinnar nýju ríkisstjórnar Bandaríkjanna sem tekur við síðar í þessum mánuði.

Það virðist vera að magnast upp umræða meðal bandaríska hægri manna -- um meinta eða raunverulega ógn frá Kína.
--Tal sem líkist um margt því hvernig menn ræddu um Sovétríkin sálugu.

Hinn bóginn virðist mér slíkt umtal ekki beint passa!

  1. Hættan er augljós að átök Kína og ríkisstjórnar Bandaríkjanna, stigmagnist í ástand -- er mundi geta ógnað heimshagkerfinu, þ.e. stöðugleika þess.
  2. Við erum eftir allt saman að tala um -- 2 stærstu hagkerfi heims.
  • Tit for tat -- refsiaðgerðir milli 2-ja stærstu hagkerfa heims, virkilega gætu skapað heilmikið rask.

Og þá er ég ekki farinn að nefna -- hugsanlega, hernaðarspennu.
--Sem einnig getur legið í loftinu.

 

Niðurstaða

Mér virðist valdaskiptin í Bandaríkjunum -- marka nýja stefnu aukinna átaka Bandaríkjanna við önnur lönd.
--Fyrir utan hugsanlega Rússland.

En þ.e. eins og -Trump team- sé með þá hugmynd - að aðskilja Rússland frá Kína. Væntanlega með einhverri nægilega bitastæðri eftirgjöf til Rússlands.

Það væri með vissum hætti -- endurtekning á Nixon. Er hann samdi við Maó formann.
--Hinn bóginn er margt ólíkt við Kaldastríðs átök 7. áratugarins, og dagsins í dag.

Það er náttúrulega ekkert Kalt-stríð enn við Kína, þó vera megi að Trump stefni þangað.
--Og Rússland er ekki raunverulega bandamaður Kína.

  • Síðan gæti Pútín verið vís -- að stinga eftirgjöf Trumps í vasann.
    --Án þess að standa við sinn hluta.

Hinn bóginn, hver veit -- með fyrrum forstjóra Exon sem utanríkisráðherra!
--Gæti verið að tilboð í tengslum við frekari framþróun olíuiðnaðar hangi síðar meir á spítunni, til Pútíns.

  • Það mundi passa við -- innlendar áherslur Trumps á frekari uppbyggingu olíu-iðnaðar innan Bandaríkjanna.
  1. Hinn bóginn held ég að heimurinn á nk. áratugum muni smám saman stíga skref frá olíu og gasi.
  2. M.ö.o. að ósennilegt sé að gríðarlega kostnaðarsamar olíuframkvæmdir borgi sig.
    --Þar sem að líklega nái olíuverð aldrei ofurhæðum á nýjan leik.

Frekar að langtíma þróunin sé til lækkunar frekar en hitt.
M.ö.o. að ný olíustefna sé sennilega -- "dead end."

 

Kv.


Trump virðist ætla í hörð átök við helstu leynistofnanir Bandaríkjanna! Viðbrögð Trumps virðast stefna í að verða á formi skipulagðra nornaveiða innan þeirra stofnana!

Trump virðist líta á yfirlýsingar frá CIA og öðrum leynistofnunum Bandaríkjanna á þann veg, að Pútín hafi gert tilraun til að hafa áhrif á niðurstöðu forsetakosninganna innan Bandaríkjanna!
-Sem sönnun þess að leynistofnanir Bandaríkjanna, séu að taka þátt í pólitískri atlögu gegn honum sjálfum.
-En mig grunaði að Donald Trump mundi einmitt taka slíka afstöðu, vegna þess að ef hann samþykkir niðurstöðu leynistofnana á þann veg, að hakkárásir á Demókrataflokkinn og framboð Hillary Clinton -- hafi verið slík tilraun af hálfu Rússlands!
-Þá gæti það dregið úr trúverðugleika hans eigin kosningasigurs!

Trump plans to revamp top US intelligence agency, restructure CIA

Trump Is Working On A Plan To Restructure, Pare Back The CIA And America's Top Spy Agency

Trump to revamp intelligence agencies: report

 

Athygli vekur -tweet- frá Trump þar sem Trump vitnar beint í Assange!

Ég persónulega mundi ekki álíta Assange í aðstöðu til að leggja slíkt mat, þ.s. hann eftir allt saman er "out of the loop" -- flóttamaður frá Bandaríkjunum, með hæli í Rússlandi.

Að auki efa sé stórfellt, að unnt sé að treysta hans mati af annarri ástæðu, nefnilega þeirri --> Að ég trúi því ekki, að Rússar hafi ekki tak á Assange, í gegnum það að hafa veitt honum hæli.

En jafnvel Þó að það geti verið rétt, að Assanga hefi örugg tök á sínum gögnum -- með leynilyklum, þá geta Rússar hvenær sem er sent hann til bandar. sendiráðsins í Moskvu.
--Assange m.ö.o. þurfi að vera Rússum gagnlegur, ef hann á að fá áfram að vera þar í skjóli.

  • Það sé óneitanlega sérstakt, að Trump velji að vitna í athugasemd frá Assange -- hafandi í huga hve ósennilegt sé að hann sé lengur -- hlutlaus greinandi.

“The view from the Trump team is the intelligence world [is] becoming completely politicized,” an individual close to Trump’s transition operation said. "They all need to be slimmed down. The focus will be on restructuring agencies and how they interact."

  1. Skv. því sem fram kemur, ætlar Trump að leggja niður "Office of the Director of National Intelligence" eða "ODNI" -- sem stofnuð var í kjölfar 9/11 atburðarins, skv. ráðgjöf svokallaðrar "9/11 commission".
    --En tilgangur þessarar stofnunar sem hefur stöðu ráðuneytis, og hefur aðsetur í Hvíta-húsinu, er að fylgjast með gagnaflæði frá leynistofnunum Bandaríkjanna, og skapa einhvers konar heildarmynd fyrir embætti forseta Bandaríkjanna.
    --En vandinn sem "9/11 Commission" kom auga á, var sá að leynistofnanir Bandaríkjanna -- unnu ekki nægilega saman! Skv. greiningu "9/11 Commission" voru gögnin til, sem hefðu getað hindrað 9/11 atburðinn - en vegna þess að þau hafi verið hjá mismunandi stofnunum, hafi enginn einn aðili séð þá heildarmynd.
    --Hugmyndin að "ODNI" var þá að búa til þann aðila sem gæti veitt slíka heildarsýn.
  2. Síðan stendur til að skera verulega mikið niður hjá CIA -- sérstaklega í greiningardeildum í höfuðstöðvunum í Washington, sem vinna við það að greina gögn sem berast frá njósnurum og einstaklingum á vettvangi.
    --Einhverjir verði færðir á "vettvang" eða "into the field."

 

Trump m.ö.o. er að ásaka leynistofnanir Bandaríkjanna fyrir að vera ótrúverðugar!

Mig grunar þó að margir muni sjá þetta sem -- refsingu frá Trump fyrir að segja það sem Trump vill ekki heyra!
--Væntanlega verði allir þeir reknir sem komu nærri því að skila því mati, að Rússland hafi gert tilraun til að hafa áhrif á niðurstöðu forsetakosninganna!

  1. Sú áhætta sem Trump getur verið að taka.
  2. Er sú að njósnarar sem hafi verið reknir.
  3. Muni hefna sín á Trump sjálfum.
  • En ég er ekki að leggja það til að þeir reyni að drepa Trump.

Heldur það að þeir leitist við að skaða orðstýr Trumps!
--En þeir gætu ákveðið að hakka fyrirtæki í eigu Trumps.
--Einnig leitast við að hakka teymið sem Trump hefur safnað í kringum sig.

Til þess að finna upplýsingar sem skaða Trump.
--Í því skyni að leka þeim upplýsingum.

En Trump hefur lengi verið þekktur fyrir að vera ósvífinn í viðskiptum.
--Það gæti því vel verið þess virði, að leitast við að rannsaka nánar viðskipti Trumps.
--En njósnarar gætu stolið gögnum með margvíslegum hætti, með hakki eða meira gamaldags aðferðum.

Síðan væru þeir líklegir til að voma yfir teyminu hans Trumps.
--Til þess að leita uppi gögn sem skaða einstaka aðila í "Trump team" - ef þeir finna ekki skaðleg gögn á Trump sjálfan.

Svo auðvitað væri tæknilega unnt, hreinlega að -- falsa gögn.
--En þjálfaðir njósnarar ættu að geta gert slíkt, þannig að nær ómögulegt væri að vita að um falsanir væri að ræða.

  • M.ö.o. þá grunar mig að Trump geti verið að taka umtalsverða áhættu, með því að ætla sér að hreinsa til innan CIA og loka ODNI.
    --En þá væntanlega verður slatti af einstaklingum sem þjálfaðir eru í margvíslegri starfsemi tengdum njósnum -- atvinnulausir.
    --Sem væntanlega munu ekki vera vinir Tumps í kjölfarið.

 

Niðurstaða

Eins og ég bendi á, þá grunar mig að þeir njósnarar og aðrir starfsmenn viðriðnir leyndar-starfsemi, sem líkur benda til þess að Trump ætli sér að reka fljótlega eftir að hann tekur formlega við embætti.
--Geti ákveðið að hefna sín á Trump, og teyminu hans Trumps -- í kjölfarið.

Starfsmenn með þjálfun við leyndar-starfsemi og margra ára starfsreynslu að auki.
--Ættu að vera færir um að hefna sín með margvíslegum hætti.

Mig grunar að reiðir fyrrum starfsmenn CIA og ODNI muni standa fyrir margvíslegum gagnalekum -- ætlað að skaða Trump.

Það gæti eitt og annað -djúsí- verið að finna ef kafað er í viðskiptaferil Trumps.
--Sérstaklega ef slík gagnaleit er framkvæmd af fólki, sem vant er að leita uppi faldar upplýsingar.

 

Kv.


Hótanir Trumps gagnvart Fort Motor Corporation benda til þess að honum sé fullkomin alvara með - verndarstefnu áherslum

Trump hótaði að skella verndartolli á framleiðslu Ford frá nýrri verksmiðju í Mexíkó - ef Ford mundi standa við það markmið að leggja niður sambærilega verksmiðju í Bandaríkjunum.
-Rétt að nefna að búið var að ganga frá samningum um hina nýju verkmiðju við fyrirtæki innan þess héraðs í Mexíkó þ.s. til stóð að reisa hana.-

  1. Augljóslega er þetta bein atlaga að NAFTA samkomulaginu, sem er frýverslunarsamningur sem heimilar tollfrjálsan innflutning milli aðildarlanda NAFTA.
  2. En verndartollar slíkir sem Trump hótaði, væru að sjálfsögðu -- samningsbrot.

Trump segist ákveðinn í því að endursemja um -- NAFTA!
Með þeim hætti, að ekki verði lengur unnt að færa verksmiðjur frá Bandaríkjunum til annarra NAFTA landa, og flytja varninginn þaðan til Bandaríkjanna tollfrjálst í staðinn.

-Varla mundu hin NAFTA löndin samþykkja að slík regla virkaði einungis í -- eina átt.
**En það mundi geta skapað fyrirkomulag er líkja mætti við - nýlendustefnu, sambærilega þeirri er t.d. Bretland viðhafði gagnvart Indlandi á 19. öld.

Stefna Trumps gagnvart NAFTA er augljós ógn við nútíma viðskiptahætti - þ.s. fyrirtæki framleiða hægri - vinstri ekki einungis fullsmíðuð tæki eða búnað, heldur einnig eru íhlutir í þau tæki eða búnað, gjarnan framleiddir víða um heim - gjarnan frá margvíslegum löndum í eina og sama tækinu eða búnaði.

-Ef Trump vill raunverulega afnema þá viðskiptahætti.
Snúa til baka til þess hvernig mál voru fyrir -- áratugum, að svæðisbundin fyrirtækjanet framleiði íhluti.

Þá væri það ekki hryst úr erminni á stuttum tíma.
-Að auki gæti það umtalsvert raskað nútíma framleiðsluhagkerfum, ef reynt væri að þvinga slíka breytingu fram á - skömmum tíma.

Chided by Trump, Ford scraps Mexico factory

"In a Twitter post hours before Ford's announcement, Trump wrote, "General Motors is sending Mexican made model of Chevy Cruze to U.S. car dealers-tax free across border. Make in U.S.A. or pay big border tax!"

Trump ætlar þá að snúa sér að GM-næst.

  1. En ef þessi inngrips stefna Trumps, er vísbending þess sem hann hyggst fyrir -- þegar hann einnig segist ætla endursemja um alþjóðleg viðskipti.
  2. Þá má væntanlega taka þetta sem skýra vísbendingu þess, að Trump sé fullkomin alvara með það að -- höggva djúp skörð í áratuga langa baráttu fyrirrennara Trumps í embætti forseta, um það að auka viðskiptafrelsi.
  • En það er þó mikill munur á að ætla að þvinga aðildarlönd NAFTA!
  • Til að fallast á kröfur Trumps.
  • Eða að stefna í þá átt, að beita lönd í öðrum heimálfum svipuðum þrýstingi.
  1. En NAFTA-lönd eru þau lönd sem langsamlega mest eru háð Bandaríkjunum efnahagslega.
  2. Þau eru þar af leiðandi -- viðkvæmari en lönd í öðrum heimsálfum, fyrir einbeittum einhliða þrýstingi stjórnvalda Bandaríkjanna.

Stór viðskiptalönd Bandaríkjanna í öðrum heimsálfum!
--Eru aftur á móti í til muna betri samningsstöðu!

Þar sem Bandaríkin eru í flestum tilvikum - ekki nærri eins rýkjandi í þeirra milliríkjaviðskiptum, og á við í tilviki NAFTA landa.

Síðan hafa lönd í öðrum heimsálfum, gjarnan fleiri stór viðskiptalönd - en einungis Bandaríkin.
--Þannig - aðra valkosti.

  1. Þannig að þó svo það geti verið að Trump geti þvingað NAFTA lönd til hlýðni.
  2. Þarf það ekki að vera þess vísbending, að hann geti endurtekið sama leik -- víðar.

 

Niðurstaða

Stefna Trumps virðist í eðli sínu - merkantilísk. Þ.e. hann virðist hafa þá sýn á viðskipti að -- það séu sigurvegarar vs. taparar. M.ö.o. virðist hann hafna alfarið þeirri sýn sem hefur verið vaxandi mæli ráðandi undanfarna áratugi skv. stefnunni um aukið viðskiptafrelsi -- að það geti orðið "mutual gain."

Hann virðist líta á efnahagslegan uppgang annarra heimssvæða - samtímis og Bandaríkin hafa verið í hlutfallslegri hnignun, þ.e. ekki nærri eins drottnandi og áður var.
--Sem sönnun þess að fyrri forsetar hafi spilað frá sér stöðu eigin lands.

  1. Tek fram að ég er algerlega ósammála þeirri sýn, þ.s. að staða Bandaríkjanna fyrir áratugum síðan --> Var fullkomlega sögulega óeðlilegt fyrirbæri. En hún kom til vegna þess einfaldlega að Bandaríkin voru sigurvegarar í Seinni Styrrjöld - og urðu ekki fyrir tjóni heima fyrir. Meðan að önnur þróuð samfélög voru flest í rústum í kjölfarið -- og þurftu langan tíma til endurreisnar.
  2. Þegar sú endurreisn fór síðan fram, við það eitt varð hlutfallsleg hnignun - þó svo að Bandaríkjunum hnignaði ekki í raun og veru. En þaðan í framhaldi -- hélt ferli iðnvæðingar áfram að dreifast um heiminn. Og þau lönd hófu samkeppni við framleiðslu í öðrum iðnríkjum, þar á meðal -- við framleiðslu í Bandaríkjunum. Það -- eðlilega skapar enn frekari hlutfallslega hnignun þegar svæðum þ.s. velmegun er til staðar fjölgar.
  • Það fylgir því að sjálfsögðu -- ef þú opnar fyrir viðskipti, sama tíma og iðnríkjum fjölgar.
  • Þá getur framleiðsla flust milli landa.

Það verður aldrei unnt að hindra þá útkomu!
--Nema að færa viðskipti aftur til baka til þess tíma sem var fyrir áratugum, er Donald Trump var ungur maður -- þ.e. að háir tollar séu nær alls staðar.

Mig grunar einmitt það að Donald Trump hafi aldrei endurskoðað afstöðu sína til viðskipta.
Síðan hann var ungur maður fyrir ca. 50 árum síðan.
--Afstaða hans sé einfaldlega það sem nefnist --> Afturhald!

En málið er, að eftir því sem velmegun dreifist um heiminn -- þá fjölgar neytendum heilt yfir. Það að sjálfsögðu -- fjölgar tækifærum fyrir öll lönd sem framleiða varning!
--Þetta er hvað frýverslunarsinnar meina þegar þeir tala um - "mutual gain."

Það sé síðan hvert land fyrir sig - sem þurfi að finna út hvernig það geti best keppt um þann markað.

  • Margir vilja meina að Bandaríkin hafi einfaldlega ekki staðið sig nægilega vel í uppbyggingu skólakerfis.
    --Þau þurfi að taka til á heimavígsstöðvum.
    --Frekar en að standa fyrir -- nýrri verndarstefnu.
  • Það sama eigi við um -- endurmenntun.
    --Vinnuafl þurfi að geta aflað sér nýrrar þekkingar, ef þekking þess er að úreldast.

 

Kv.


Trump segist ætla hindra N-Kóreu í að smíða eldflaug er geti borið kjarnasprengju til Bandaríkjanna

Eins og virðist vani Donald Trump, þá sendir hann inn stutt svokallað -tweet- á Twitter. Útskýrir að sjálfsögðu ekki eitt einasta atriði - eins og að Trump telji að fólk vilji ekki útskýringar!

"North Korea just stated that it is in the final stages of developing a nuclear weapon capable of reaching parts of the U.S. It won't happen!" - North Korea will be stopped.

http://cdn.images.express.co.uk/img/dynamic/78/590x/North-Korea-brands-Donald-Trump-s-offer-to-meet-Kim-Jong-un-as-insincere-nonsense-673137.jpg

Vandamál með Kimmana af N-Kóreu, er að þeir hafa fram að þessu - kallað öll "bluff"

Eins og vanalega veit enginn hve mikil alvara er að baki fullyrðingu Trumps. Á síðasta ári fylgdist ég nokkuð með athöfnum N-Kóreu, og þar var töluvert um að vera:

  1. N-Kórea storkar heimsbyggðinni - eina ferðina enn, með kjarnorkutilraun
  2. Norður Kórea heldur áfram að ógna nágrönnum sínum með eldflaugum
  3. N-Kórea smíðar miklu mun öflugari hreyfil fyrir eldflaugar! Yfrið nægilega öflugan fyrir - ICBM

Ég er m.ö.o. ekki í minnsta vafa, að N-Kórea ætlar sér að smíða -ICBM- sem geti dregið til Bandaríkjanna. Nýi hreyfillinn sem N-Kórea prófaði á sl. ári, eins og fram kemur í grein minni hlekkjað á að ofan, sá virðist sá nægilega öflugur fyrir ICBM (Intercontinental Ballistic Missile).

https://www.sciencenews.org/sites/default/files/2016/01/main/blogposts/010616_ts_NKorea_map_free.jpg

Trump gæti auðvitað fyrirskipað loftárásir á N-Kóreu!

Vandinn er að N-Kórea ræður yfir kjarnorkusprengjum - þó ekki sé enn staðfest að N-Kórea hafi svokallaðan "warhead" þ.e. kjarnorkusprengju sem unnt er setja upp á nothæfa eldflaug.
--Þá gæti fylgt því töluverð áhætta, hafandi í huga að ómögulegt er að vita hversu ofsafengin viðbrögð N-Kóreu yrðu.

  1. Eins og sést er ekki svo langt frá N-Kóreu yfir til Kína.
  2. Peking - er í reynd ekki það langt í burtu, sjá kort.
  • Það þíðir, að geislavirk ský frá hugsanlegum kjarnorkusprengingum á Kóreuskaga!
  • Gætu borist alla leið til Peking.

--Kínverjum yrði að sjálfsögðu ekki skemmt.

  • Fyrir utan - að höfuðborg S-Kóreu, Seoul --> Er í skotfæri mikils fjölda fallbyssna sem N-Kórea hefur alltaf staðsettar í skotfæri við þá borg.

Þetta eru gamlir úreltir hólkar - mikið af þeim skilst mér að séu samskonar og Sovétríkin beittu í Seinni-styrrjöld.
--En það breyti þó ekki því, að N-Kórea gæti svarað með því - að hefja stórskotahríð á Seoul.
--Svo margar eru víst þessar byssur, að það mundi taka töluverðan tíma að eyðileggja þær allar.

Á meðan gætu þær lagt í rúst stór svæði í Seoul.

 

Niðurstaða

Með öðrum orðum, blasir ekki við mér nein sú aðgerð sem Trump gæti beitt N-Kóreu, sem mætti kalla að hefði í för með sér -- ásættanlega áhættu. Sem mundi geta dugað til þess að hindra það fullkomlega að N-Kórea smíði - ICBM.
--Loftárásir væru afar líklegar til að starta aftur Kóreustríðinu.

En rétt er að ryfja upp, að 1953 lauk því einungis með - vopnahléi. M.ö.o. er formlega ennþá stríðsástand milli N-Kóreu og S-Kóreu, og hefur verið skv. því samfellt í 63 ár.
--Það þarf því enga - stríðsyfirlýsingu.

Sem sagt, einungis það að herirnir hefji aftur skothríð.
--Hafandi í huga kjarnorkuvopnaeign N-Kóreu, ásamt gríðarlegu vopnabúri hefðbundinna vopna, eru afleiðingarnar líklegar til að verða afar - banvænar.

  • Ég vona þar með að Trump fari varlegar en hraustleg ummæli geta bent til.

 

Kv.


Frændurnir Bjarni og Benedikt virðast ætla að bjóða þjóðinni upp á sápuóperu í beinni? Gleðilegt nýtt ár annars öll sömul!

Sannkölluð sápuópera er einmitt hvað ég er sannfærður um að ríkisstjórn frændanna Bjarna Ben og Benedikts Jóhannessonar verði - ef þeim frændum tekst að mynda þá ríkisstjórn í janúar 2017. Líklegast virðist að þeir frændur séu að skrifa - ítarlegan stjórnarsáttmála, þ.s. formlega verði samið um helstu atriði - leitast við að negla niður hvað Sjálfstæðisflokkur skuldbindur sig til að gera fyrir - Viðreisn og Bjarta Framtíð.

  • Hinn bóginn er ég þess fullviss, að þetta plagg verði ekki pappírsins virði.

Bjarni-Benedikt

Líklegt virðist að til nefnda um mikilvæg mál verði stofnað strax!

En þ.e. gömul brella - þegar flokkar geta ekki komið sér saman um tiltekin mál - að stofna utan um þau eitt stykki nefnd!

  1. Pottþétt verður nefnd um endurskoðun sjávarútvegsstefnu.
  2. Einnig nefnd um endurskoðun landbúnaðarstefnu.
  3. Síðan einnig nefnd um Evrópumál.

Þær nefndir væntanlega fá einhvern fyrirfram uppgefinn tíma!

Meðan þær starfa - hugsanlega getur stjórnin starfað í einhverjum litlum friði í einhvern smá tíma!
En það þarf á hinn bóginn ekki endilega að vera svo - þar sem væntanlega má reikna með hressilegum deilum innan þeirra nefnda.
--Það má fastlega einnig reikna með því, þær deilur rati í fjölmiðla.
--Jafnvel þó að til standi að fresta því að þingflokkar flokkanna taki um þau tilteknu mál formlega afstöðu, fyrr en nefndirnar hafa lokið störfum.

  1. Það er sá tími sem nefndirnar starfa.
  2. Sem má vera að verði sá tími sem stjórnin getur náð að starfa - eitthvað, áður en hún spryngur.
  • En rökrétt þíðir 32 sæta meirihluti, þ.e. meirihluti upp á 1-þingmann, að sérhver þingmaður stjórnarflokkanna hefur -- neitunarvald.
  • Sem þíðir að sjálfsögðu, að stjórnin verður að -- fresta öllum umdeildum málum.

--Ég á því ekki von á því!
--Að mánuðina sem nefndirnar starfa!
--Komi hún miklu meira í verk, en starfsstjórn Sigurðar Inga.

  • Það gæti vel farið, að verkin verði færri - ef eitthvað er.

Síðan auðvitað þegar nálgast að nefnirnar ljúka störfum!
Yrði ég mjög hissa, ef það mundi nást utan um -- sameiginlega niðurstöðu.

  1. En hvernig getur t.d. fyrrverandi formaður Bændasamtakanna, sjálfstæðismaður - samþykkt að skera mikið niður fjárframlög til landbúnaðarmála? Sjálfstæðisfl. á nokkra þingmenn sem kosnir eru á landbúnaðarsvæðum!
  2. Hvað um sjávarútvegsmál - þ.s. Sjálfstæðisflokkurinn á fjölda þingmanna sem eru kosnir á svæðum þ.s. sjávarútvegur er ráðandi atvinnugrein?
  3. Eða um alla þá þingmenn Sjálfstæðisflokksins, sem eru harðir andstæðingar ESB - aðildar? Geta þeir sætt sig við nokkra þá niðurstöðu, er mundi geta leitt til þess að Bjarni Ben væri að leiða ríkisstjórn til nýrra aðildarviðræðna?

--Það virðist blasa fullkomlega við.
--Að á einhverjum punkti, ég efa að heilt ár líði þangað til.
--Spryngi stjórnin í tætlur!

  • Ég hugsa að ég gefi henni - 6-->10 mánuði.

 

Niðurstaða

Ég held að efni áramótaskaups 2017 muni skrifa sig nánast sjálft í beinni útsendingu ef BB og BJ tekst að mynda Engeyingastjórnina. En ég er þess fullviss að þá muni frændurnir bjóða þjóðinni upp á sannkallaða sápuóperu.
--En ég er bjartsýnn að þegar kemur að deilum milli þingmanna stjórnar.
--Muni Engeyjarstjórnin fullkomlega slá út vinstri stjórn Steingríms og Jóhönnu er sat 2009-2013.

Endurtek síðan -- kærar kveðjur til allra á nýju ári.

 

Kv.


« Fyrri síða

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 27
  • Sl. sólarhring: 27
  • Sl. viku: 490
  • Frá upphafi: 847141

Annað

  • Innlit í dag: 27
  • Innlit sl. viku: 466
  • Gestir í dag: 27
  • IP-tölur í dag: 27

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband