Bloggfærslur mánaðarins, maí 2016

Spurning hvort að flugvél egypska flugfélagsins var sprengd?

Þetta eru nú vinsælar vangaveltur - því fátt virðist um aðrar skýringar.
En vélin áður en hún hverfur af radar, tekur snögglega 90° beygju til vinstri, síðan 360° beygju til hægri - á meðan er hún að missa hæð mjög hratt úr 37þ.ft. í 15þ.ft. og hverfur síðan af radar.
Ekkert heyrðist frá flugmönnum vélarinnar meðan á þessu stóð.

"Flight 804 was carrying 56 passengers, including three children; seven crew members; and three members of airline security personnel"..."30 were from Egypt, 15 from France, two from Iraq and one each from Algeria, Belgium, Britain, Canada, Chad, Kuwait, Portugal, Saudi Arabia and Sudan."

Skv. þessu hefur Airbus vélin verið með fáa farþega - en hún getur flutt 220.

The EgyptAir Flight

EgyptAir Flight Believed to Have Crashed at Sea

Náttúrulega algert reiðarslag fyrir Egyptaland - en afleiðingar fyrir eypskan túrisma verða fullkomlega hræðilegar, ef staðfestist að vélin var sprengd á flugi

  • En enn er ekki liðið ár síðan að rússnesk farþegavél var sprengd yfir Sínæ skaga!

Ef í ljós kemur að flugvél egypska flugfélagsins hafi einnig verið sprengd af hryðjuverkamönnum - þá er erfitt að sjá annað framundan en nokkurs konar ragnarök fyrir egypska ferðamennsku.

Eiginlega mjög fátt annað um málið að segja -- en brakið augljóslega lenti í hafinu.
Þaðan getur tekið dágóðan tíma að ná því upp aftur!

Því mun augljós taka töluvert lengri tíma að staðfesta það hvað akkúrat gerðist.

  1. En snögg óvænt beygja, getur einmitt verið í samræmi við sprengingu er hefur framkallað alvarlegar skemmdir á búk vélarinnar, eða mikilvægum stjórnbúnaði.
  2. Svo tekur hún -spíral- í hina áttina samtímis og hún er að missa hæð mjög hratt -- það bendi til þess hugsanlega að eitthvað mjög mikilvægt hafi rifnað af vélinni - t.d. hluti af væng eða stéli.

Hluti rannsóknarinnar mun náttúrulega fara í að rannsaka áfangastaði vélarinnar á undan:

  1. "Cairo–Asmara–Cairo - On Tuesday night, the plane flew to Asmara, the capital of Eritrea. At 4:30 a.m. Wednesday, the plane returned to Cairo and stayed for two hours."
  2. "Cairo–Tunis–Cairo - At 8:21 a.m., the plane left for Tunis, the capital of Tunisia. After about an hour, it returned to Cairo, arriving at 3:17 p.m."
  3. "Cairo–Paris–Cairo - The Cairo stopover was less than two hours. The plane left for Paris, landing at 9:55 p.m. It left for Cairo shortly after 11 p.m. Wednesday before it crashed."

En einn möguleikinn er auðvitað -- tímasprengja!

 

Niðurstaða

Böndin berast náttúrulega að ISIS samtökunum, sem lístu á sínum tíma yfir því að hafa grandað rússnesku farþegavélinni á leið til Rússlands frá Sharm el Sheik á Sínæ skaga með sprengju er hafði verið smyglað um borð á flugvellinum við Sharm el Sheikh.
Augljóst koma 4-flugvellir til greina - í tilviki egypsku vélarinnar þ.e. Asmara flugvöllur - Túnisborgar flugvöllur, flugvöllurinn við Kæró og auðvitað ekki fullkomlega unnt að fyrirfram að útiloka að sprengju hafi verið komið fyrir um borð á De Gaulle flugvelli við París.
---En ISIS hefur hryðjuverkanet sennilega í öllum þessum löndum.

Þú sennilega virðist að De Gaulle flugvöllur sé minnst líklegur.

 

Kv.


Gæti hin róbótíska framtíð styrkt einræðisríki í sessi?

Það er gríðarlega mikið um vangaveltur um það hvað vaxandi hraði á róbótvæðingu sem margir virðast reikna með á nk. árum muni hafa í för með sér.
---Það sem flestir reikna með, er að róbótar taki yfir framleiðslu á flestum fjöldaframleiddum hlutum.
---Að auki má reikna með því að í framtíðinni verði bifreiðar, fólksflutninga - vöruflutninga - einka, að auki róbótískar.

  1. Eitt sem virðist öruggt er að svo stór breyting.
  2. Mun hafa fjölda ófyrirséðra afleiðinga.

Bring on the long-delayed dawn of the robot age


Mér komið til hugar að róbótvæðing, geti styrkt einræðisríki í sessi!

Það sem ég hef í huga er "robotic law enforcement" eða m.ö.o. að einræðisríki í framtíðinni framleiði róbóta til þess að styðja við löggæslu og eftirlit með almenningi.
---Augljós kostur við róbóta væri - fullkomin hlíðni og engin samviska.
---Þeir gætu verið brynvarðir - og miklu þungvopnaðri en venjulegir lögreglumenn.
---Það væri þó sennilega alltaf lögreglumaður með í för sem stjórnandi.

  1. En þetta gæti þítt að fremur fámennur kjarni einstaklinga er nyti trausts elítunnar við stjórn -- gæti haldið almenningi undir nægum ótta.
  2. Það væri auðvitað ekki vandamál -- ef einhverjir róbótar eru eyðilagðir, fleiri væri unnt að framleiða væntanlega í verksmiðju er væri róbótísk.
  • Ef verksmiðjan er framleiddi þá væri alltaf mjög fámenn -- væri sennilega einnig auðveldara að tryggja öryggi um hana.

Kannski kemur einhverjum til hugar -- Robo Cop myndirnar.

Sama getur gilt herinn - að skriðdrekar geta verið róbótískir.
Og margar aðrar tegundir af vígvélum.

Þannig má það vel vera að -- einræðisríki verði mun traustari í sessi í þeirri framtíð.

  1. Stjórnendurnir geti treyst á tiltölulega fámenna harða kjarna -- með stuðningi róbóta, til að halda undir lögum og reglu, ásamt innra öryggi.
  2. Síðan geti gilt sama um herinn -- að hermenn verði alltaf undir nánu eftirliti nægs fjölda róbótískra "enforcers" ásamt því að margar vígvélar verði róbótískar -- að það verði mun ólíklegra í framtíðinni, að þ.s. gerðist t.d. í Sýrlandi að hluti stjórnarhersins geri uppreisn --> Leiði til uppreisnar er geti ógnað að ráði einræðis fyrirkomulagi landsins.


Það má líka velta því fyrir sér, hvort að róbótvæðing geti ekki verið ógn við lýðræðið

En mikill fjöldi starfa verður algerlega óþarfur og úreltur.

  1. Við erum líklega ekki að tala um hnignun lægri millistéttar.
  2. Heldur að hún hætti að vera til!

Þ.e. falli hugsanlega niður í fátækt.
Atvinnuleysi gæti orðið svo gríðarlegt - að það gæti hrikt í stoðum bótakerfa.

  1. En þá blasa augljóst við mjög harkaleg samfélagsleg átök.
  2. Þ.s. að krafa verður gerð um svokölluð -- borgaralaun sbr. "Citizen wages."
  3. En augljóslega -- munu þeir sem þá enn hafa vinnu, og þeir sem eiga umtalsverðar eignir -- berjast gegn þeirri skattheimtu sem það mundi fela í sér.

En ef slík framtíð felur í sér -- mikinn fjölda fátækra öreiga!
Þá gæti sú framtíð ógnað tilvist lýðræðiskerfisins sjálfs.

  1. En ef tækist að koma á einræði.
  2. Gæti róbótíska framtíðin þítt - að litlir möguleikar væru á að borgararnir gætu nokkru sinni snúið þeirri útkomu aftur við.

Þó það geti auðvitað farið svo að borgurum lýðræðisríkja takist að þvinga fram borgaralaun.
Þá er það sennilega langt í frá öruggt!

Síðan takist að verja lýðræðisfyrirkomulagið.
Þá sé sú útkoma ekki heldur örugg.

 

Niðurstaða

Margir sjá það fyrir sér sem hugsanlega draumsýn að róbótar framleiði allt - og flestir geti lifað þægilegu lífi sæmilega þrátt fyrir að hafa líklega ekki nokkra vinnu.
---En það þarf ekki að fara svo að sú draumsýn verði að veruleika!

En ég sé einnig möguleika á að í staðinn geti sannkallað martraðarsamfélag orðið ofan á.
Það sé meira að segja sennilegt að slík komi til að vera til í einhverjum fjölda landa!

Þó að langt í frá sé loku fyrir það skotið að einhverjum löndum takist að skapa þá hina jákvæðu draumsýn!
---En mér virðist nefnilega svo róbótísk framtíð geti einnig stuðlað að því að styrkja einræðis fyrirkomulag í sessi, þ.s. slíkt fyrirkomulag er til staðar.

 

Kv.


Geta vinstri flokkarnir raunverulega unnið gegn hneigð íslenskra fyrirtækja og fjárfesta, að færa fjármagn úr landi í skattaskjól?

Það sem þarf að hafa í huga, eru reglur -Innra Markaðar ESB- sem gilda á Íslandi í samræmi gildandi lög um gildistöku svokallaðs, EES samnings frá 1993: Lög um Evrópska efnahagssvæðið.

4. kafli. Fjármagn.
40. gr. Innan ramma ákvæða samnings þessa skulu engin höft vera milli samningsaðila á flutningum fjármagns í eigu þeirra sem búsettir eru í aðildarríkjum EB eða EFTA-ríkjum né nokkur mismunun, byggð á ríkisfangi eða búsetu aðila eða því hvar féð er notað til fjárfestingar.

Lykilatriðið í þessu er líklega orðalagið - "...engin höft vera milli samningsaðila..." - en ákvæði EES þ.e. reglur Innra Markaðar ESB gilda þá einungis milli landa undir lögsögu ESB og undir lögsögu EFTA.

  1. Þannig að sennilega -- þegar kemur að skattaskjólum, t.d. Tortola - sem er undir breskri lögsögu.
  2. Þá getur ESB -- sett reglur, sem síðan gilda á Íslandi með tíð og tíma, eftir að Alþingi hefur innleitt breytingar á EES í ísl. lög.
  • Á hinn bóginn -- geti Ísland líklega ekki sett einhliða takmarkandi reglur um flutninga á fjármagni frá Íslandi -- til skattakjóla undir lögsögu aðildarríkja ESB eða EFTA.

Aftur á móti má vel vera -- að annað sé uppi á teningnum, þegar kemur að landi eins og --> Panama, sem ekki er undir lögsögu nokkurs aðildarríkja ESB.
---Þá að sjálfsögðu ekki heldur samningsaðili í ljósi EES samningsins.

Þá gilda ákvæðin að ofan, væntanlega ekki.
Og þá væntanlega er það einungis spurning um það, hvort eða að hvaða leiti, aðgerð Íslands gegn skattaskjóli -- hugsanlega rekst á skuldbindingar Íslands gagnvart - Heimsviðskiptastofnuninni.

En, auðvitað ef land er ekki meðlimur hennar, meðan að við erum -- þá gilda reglur þeirrar alþjóða stofnunar ekki.
---Ég einfaldlega þekki ekki reglur "WTO" til að geta fellt um það dóm!
---Hvort að Ísland getur takmarkað fjármagnsflutninga til tiltekinna meðlimaríkja "WTO."

En það getur vel verið - að það sé ekki mögulegt, þ.e. brjóti reglur stofnunarinnar - sem Ísland hafi undirgengist eftir að Ísland gerðist meðlimur fyrir nokkrum árum.

Ef svo er -- þá getur Ísland einungis beitt einhliða takmörkunum á flutning fjármagns til tiltekinna landa --> Sem ekki eru "WTO" meðlimir!

Þá skiptir engu máli hvaða ríkisstjórn væri við völd!
Ef málum er þannig við komið.

 

Niðurstaða

Ég hef veitt athygli þeirri umræðu að það þurfi að skipta ríkisstjórnarflokkunum út, svo að vinstri flokkar geti tekið við - m.a. til að stöðva meint útflæði fjármagns úr landi frá fyrirtækjum í sjávarútvegi; sem skv. algengum ásökunum eru að færa fjármagn til skattaskjóla til að losna við greiðslur skatta hér.

Ég þekki ekki hvort nokkuð er hæft í þeim algengu ásökunum.
Á hinn bóginn er ljóst -- að skv. ísl. lögum er fyrirtækjum í sjávarútvegi óheimilt að færa hagnað úr landi -fyrir skatt- en eftir að sá hefur verið skattlagður reglum skv.

Þá gilda reglur EES -sjá að ofan- og skiptir þá engu máli hvaða flokkar stjórna landinu.

Fyrir utan EES, er Ísland einnig meðlimur að Heimsviðskiptastofnuninni eða "WTO."
--Ég þekki ekki reglur hennar, en ég veit a.m.k. að innan þeirra eru takmarkandi ákvæði er minnka verulega rétt meðlimaríkja - til að leggja á takmarkanir á viðskipti meðlimaþjóða á milli, og mér virðist mjög sennilegt að þær reglur einnig inniberi einhver takmarkandi ákvæði er kemur að rétti meðlimaþjóða til að takmarka flutninga á fjármagni - til tiltekinna meðlimalanda.
--Það yrði þá að fara í stúdíu á þeim reglum, til að svara því hvaða hugsanlegt svigrúm til athafna þær reglur veita stjórnvöldum hér.


Kv.


Venesúela að verða eins og slæmt 3-heims ríki

Sá þessa umfjöllun um sjúkrahús í Venesúela, en ástandið þar virðist orðið að raunverulegum mannlegum harmleik - þ.s. fólk deyr af auðlæknanlegum sjúkdómum því lyf eru ekki til "vegna skorts á gjaldeyri" í landi með stærstu þekktu olíulyndir heims - fólk deyr í kjölfar aðgerða vegna klassískra auðlæknanlegra sýkinga eins og fólk gerði fyrir tilkomu fúkkalyfja því þau eru einnig af skornum skammti - síðan eiga sjúkrahús jafnvel í vandræðum með að dauðhreinsa rými nægilega vel því hágæða hreinsiefni einnig eru af skornum skammti og jafnvel vatn --> Síðan til að kóróna allt saman, er svo mikill skortur á rafmagni í landinu nú - að rafmagn er á gjarnan einungis hluta af degi, og gjarnan dettur út á óvæntum tímum þess á milli, þannig að slökknar á öndunarvélum og hjartavélum, og sjúklingar látast.
---Og það að sjálfsögðu er gríðarlegur skortur á varahlutum, svo tæki eru gjarnan óvirk, ef þau eru til.

Dying Infants and No Medicine: Inside Venezuela’s Failing Hospitals

-------------

"A protest last month in Caracas, Venezuela, over the country’s hospital crisis. Credit Meridith Kohut for The New York Times"

Og hvernig tekur fíflið forseti landsins á umkvörtunum?

  1. "The president’s opponents declared a humanitarian crisis in January, and this month passed a law that would allow Venezuela to accept international aid to prop up the health care system." - "“This is criminal that we can sit in a country with this much oil, and people are dying for lack of antibiotics,” says Oneida Guaipe, a lawmaker and former hospital union leader."
  2. "But Mr. Maduro, who succeeded Hugo Chávez, went on television and rejected the effort, describing the move as a bid to undermine him and privatize the hospital system." - "“I doubt that anywhere in the world, except in Cuba, there exists a better health system than this one,” Mr. Maduro said."

Erfitt að skilja þennan einstakling forseta landsins -- eins og hann lifi ofan í holu svo djúpri og svo dimmri, að enginn skilningur á ástandi landsins nái þangað niður.

Hann bannaði sem sagt lög - sem hefði heimilað landinu að þyggja neyðar-aðstoð, sem án efa hefði verið veitt góðfúslega - í ljósi ástandsins.

Ég er alveg viss að "Læknar án landamæra" væru til í að mæta á svæðið - hjálparsamtök tilbúin að koma með sjálfboðaliða og lyf, ásamt tækjum í farteskinu - með sín farandsjúkrahús.

Enda er ástandið skv. lýsingum farið að líkjast ástandi í -- hamfaralöndum, t.d. virkilega slæmu landi í Afríku eða landi þ.s. stríð er í gangi - t.d. Afganistan.

En eins og að -- menn haldi dauðahaldi í stoltið!
Eins og það sé það eina sem menn eiga eftir!

Einhvers konar -- innihaldslaust stolt, algerlega úr tengslum við raunveruleikann!
Á sama tíma deyr fólk!

Ég held að ég verði að taka undir það -- ástandið sé orðið fullkomlega glæpsamlegt.

 

Niðurstaða

Það er stórmerkilegt hvernig það er mögulegt að koma olíu-auðugasta landi heims í slíka algera vonarvöl! En t.d. orkuskortur -- í landi með gríðarlegar byrgðir af olíu. Að allt vanti til alls -- í landi með gríðarlegar byrgðir af olíu. Að sjúkrahús séu komin niður á ástand sem þekkist á verstu hamfarasvæðum heims -- í landi með gríðarlegar byrgðir af olíu.

Það hlítur að teljast til meiriháttar afreka hjá ríkisstjórn lands, að takast að gera land nærri því algerlega ósjálfbjarga -- sem er eitt það auðlyndarýkasta í heimi hér!

 

Kv.


Tími ofsagróða stóru olíuframleiðsluríkjanna getur verið liðinn fyrir fullt og allt

Stærstu olíuframleiðsluríkin, eru ef ég man rétt, ekki endilega í réttri röð - Rússland, Saudi Arabía, Bandaríkin, Venesúela, Nígería, Sameinuðu Furstadæmin, Kúvæt, Íran, Írak.
---Bandaríkin eru aðallega að framleiða fyrir sig sjálf, vanalega ekki talað um þau í sama dúr og lönd sem lifa á útflutningi á olíu og olíuafurðum að stærstum hluta.

Shale oil and shale gas resources are globally abundant

  1. Þróun innan Bandaríkjanna á vinnslu svokallaðs, olíuleirsteins, hefur sett allan olíumarkaðinn á annan endann -- litlar líkur á að það breytist nk. áratugi.
  2. En hér fyrir neðan má sjá gróft yfirlit yfir olíuleirsteinslög í heiminum, en eins og sjá má -- er slík svæði að fynna víða annars staðar en Bandaríkjunum einum.
  • Það auðvitað þíðir, að mögulegum olíu-úflutningslöndum hefur fjölgað.

map of world shale oil and gas formations, as explained in the article text.

Á síðunni er einnig að fynna - gróft yfirlit yfir þau lönd sem metin eru eiga mesta magnið af líklega vinnanlegri olíu annars vegar og gasi hins vegar úr leirsteinslögum!

Table of top 10 countries with technically recoverable shale oil resources, as explained in the article text.

  1. Rússland á stærstu þekktu olíuleirsteinslögin sem fynnast í heiminum - síðan Bandaríkin og þar á eftir Kína og Argentína.
  2. Það þarf þó að hafa í huga, að vinnsla olíuleirsteins með "fracking" aðferðinni, er háð aðgengi að vatni -- þannig að óvíst er að unnt sé að vinna nærri öll tæknilega vinnanleg svæði ---> Sum verða hugsanlega alltaf óhagkvæm til vinnslu, vegna kostnaðar við flutninga á vatni yfir langar vegalengdir.
  3. Sum svæðin verða þá t.d. einungis vinnanleg að hluta - þ.s. sá hluti sem er nægilega nærri nægjanlegu magni af vatni.

Bazhenkov svæðið í Rússlandi er gríðarlega stórt"Fracking" getur framlengt olíuævintýri Rússa um nokkra áratugi til viðbótar!.
----En það má vera, að einungis hluti þess sé vinnanlegur, þ.e. sá hluti svæðisins sem sé í verulegri fjarlægð frá rennandi vatni eða stöðuvötnum - verði ef til vill aldrei tekinn til vinnslu.
----Stórfljótið Ob rennur t.d. í gegnum hluta svæðisins, meðfram Ob gæti vinnsla verið einna helst efnahagslega hagkvæm.

 

En af hverju er ofsagróða olíuframleiðslulandanna sennilega lokið?

  1. Punkturinn er sá -- að um leið og olíuverð verður nægilega hátt til að "fracking" beri sig, sem mér skilst að sé á bilinu 50-70$.
  2. Þá rökrétt fer vinnsla með "fracking" aðferð í olíuleirsteinslögum, aftur á fulla ferð!
  3. Og vegna þess hve olíuleirstein er víða að finna -- þá má reikna með því að vinnsla með "fracking" aðferð muni dreifast um heiminn!
  • En þegar eru teikn þess á lofti!
  • Þó að líkur séu á að slík vinnsla verði bönnuð víða í Evrópu.

Þá séu lönd í öðrum heims hlutum - að íhuga vinnslu.

"Argentina, Australia, China, England, Mexico, Russia, Saudi Arabia, and Turkey have begun exploration or expressed interest in their shale formations."

Þannig að jafnvel þó að framleiðsla t.d. nái hámarki í Bandaríkjunum - þá má reikna með því að framleiðsla hefjist í fleiri löndum en einungis Bandaríkjunum.

Þannig að aukning vinnslu með þeirri aðferð, haldi áfram að bæta olíu inn á markaðinn.
---Og þannig hindra að olíuverð fari upp fyrir t.d. 60-70$.

  1. Það getur vel verið að olía haldist á þessu verðbili í nk. áratugi.
  2. Nema auðvitað, að þrýstingur vegna áhyggna í tengslum við gróðurhúsaáhrif - skapi nægan þrýsting til þess, að vinnslu olíu og olíuafurðar verði smám saman hætt í heiminum!

Gríðarleg vinnanleg lög í Rússlandi, þíðir náttúrulega að Rússland heldur áfram að vera meiriháttar olíu-útflytjandi!
---En að sama skapi, vegna þess að verðin væntanlega haldast nk. áratugi á bilinu 50-70$.
---Að heimurinn ef til vill sjái aldrei nokkru sinni aftur verð af því tagi sem var til staðar fram á sumarið 2014.

  1. Þá verða væntanlega tekjur Rússa af olíuvinnslu -- ekki nærri eins miklar og þær voru á tímailinu 2003-2014.
  2. Rússland þarf þá að laga sig að því, að verðlag olíu verði líklega aldrei aftur - ofsalega hátt.
    ---Sama um aðra framleiðendur!

Mörg þessara landa voru kominn með svo mikinn kostnað af ríkissrekstri -- meðan góðærið stóð yfir, að í dag eru mörg þessara landa í vandræðum með hallarekstur á sínum ríkissjóðum.
---En áætlað er að útþensla ríkiskostnaðar bæði í Rússlandi og Saudi Arbíu - hafi verið slíkur, að halli sé óhjákvæmilegur við olíuverð undir 100$.
---Það þíðir auðvitað, að þessi lönd þurfa að draga verulega úr kostnaði ríkisins -- eitt sem Rússland og Saudi Arabía geta t.d. bæði gert --> Væri að draga verulega úr hernaðarútgjöldum.

 

Niðurstaða

Það er auðvitað góð framtíð fyrir neytendur - að olíuverð sé sennilega í framtíðinni í lægri kantinum. Og það sé að auki ósennilegt að verðlag olíu hækki mikið um langa framtíð.
---Fyrir lönd sem hafa haft megintekjur af olíuvinnslu og sölu olíuafurða, er það auðvitað slæm útkoma - því það þíðir að framtíðar tekjur þeirra verða mun lægri að meðaltali per ár, en var á -gróðærisárunum- 2003-2014.

Það kemur síðar meir í ljós, hvort að þrýstingur frá þeim sem vilja að vinnslu olíu verði alfarið hætt, vegna slæmra hliðarverkana - sbr. gróðurhúsaáhrif, muni síðar meir takast að fá vinnslu alfarið hætt í framtíðinni.
---Þá auðvitað veltir maður fyrir sér hvað lönd eins og Rússland eða Saudi Arabía - ætla að gera í staðinn.

En jafnvel þó að vinnsla mundi ekki hætta - 1, 2, og 3 - þá gæti hugsanlega annað gerst, sem mætti kalla hægfara hnignun.
Þ.e. að lönd smám saman í auknum mæli taki upp tækni sem þarfnast ekki brennslu á olíu eða gasi!
Það gæti þítt, að verðþróun á olíu og gasi, verði ívið óhagstæðari en sú þróun sem ég nefni.
---Þannig að í stað þess að stöðugt aukast --> Gæti hnignun eftirspurnar hafist í framtíðinni. Ekki endilega skyndilega -- heldur smám saman, eftir því sem notkun tækni sem ekki notast við olíu eða gas, breiðist út.

  1. Spurning hvort að Pútín verði ekki harkalega gagnrýndur fyrir það í framtíðinni.
  2. Að enn er 70% útflutnings Rússlands olía og gas, eins og í tíð Jeltsíns.
  • Menn gætu þá farið að álíta rúman 20 ára valdatíma Pútíns, ár hinna glötuðu tækifæra.
    ---Fordæmt hann fyrir að hafa ekki notað góðærið 2003-2014 til að breikka rússneska hagkerfið, m.ö.o. með því að skapa fjölbreyttari útflutning.

 

Kv.


Renault/Nissan að taka yfir Mitsubishi?

Það vekur alltaf athygli þegar eitthvað stórt gerist í heimi þekkustu bifreiðaframleiðendanna. Upp á síðkastið hefur Mitsubishi verið í verulegum vandræðum - hlutabréf hafa fallið meir en 40%. Það virðist að forstjóri Renault/Nissan, Carlos Ghosn, hafi séð sem tækifæri.

  1. Vandræði Mitsubishi eru þau, að fyrir nokkru síðan, viðurkenndi fyrirtækið að hafa svindlað á mengunarmælingum og tölum vegna eldsneytiseyðslu í tengslum við bíla af tilteknu tagi -K bílar- sem aðeins eru framleiddir og seldir í Japan.
  2. Þetta var einnig bagalegt fyrir Nissan, því að í Japan er Nissan og Mitsubishi í bandalagi um framleiðslu -K bíla- og framleiðir Mitsubishi einnig slíka fyrir Nissan, sem seldir eru sem Nissan í Japan.
    --Sala á þeim Nissan módelum, var einnig stöðvuð í Japan.
  • Þetta á eftir að kosta Mitsubishi verulegar upphæðir, en ljóst virðist að fyrirtækið þarf að bæta kaupendum þetta með einhverjum hætti.

Nissan buys $2.2-bn stake in floundering Mitsubishi

‘Saviour of Nissan’ risks his record with bet on Mitsubishi

Ég hef áður fjallað um Carlos Ghosn: Litlar 1.070 milljón í árslaun.

http://www.nipponnews.net/media/wp-content/uploads/2010/03/Carlos_Ghosn_Nissan_Tokyo_HY_0213.jpg

En hann er merkilegur maður -- 1996 varð hann forstjóri Renault, sem þá var í alvarlegum rekstrar- og fjárhagsvanda. Á einu ári sneri Ghosn rekstrinum úr tapi í hagnað - og sérhvert ár síðan hefur Reanult skilað hagnaði.
1999 tók hann gríðarlega áhættu, er hann yfirtók Nissan, og tók þegar yfir stjórn þess fyrirtækis. Þá rambaði Nissan á brún gjaldþrots - varði Ghosn heilu ári í Japan við það að enduskipuleggja rekstur Nissan samsteypunnar.

Og það fór með sama hætti, að hann sneri rekstri Nissan við á einu ári, og síðan þá hefur Renault/Nissan undir forstjórn Ghosn -- orðið að einu fjársterkasta risafyrirtæki í heimi.
Og að sannkölluðum risa í heimi bifreiða-iðnaðar!

Renault/Nissan eignast þó einungis 33% hlut í Mitsubishi

Þetta er ekki - full yfirtaka, eins og er Ghosn tók strax yfir stjórn Nissan. Staða Mitsubishi er náttúrulega ekki eins slæm og staða Nissan var 1998. Fyrirtækið sennilega á eitt og óstutt fyrir líklegum fjárútlátum vegna skaðabóta -- en þetta er eftir allt saman innan japansks lagaumhverfis ekki bandarísks, ef maður hefur í huga Volkswagen hneykslið.

  • En innkoma Reanult/Nissan þó styrkir stöðu Mitsubishi, sem hefði ella staðið eftir - sennilega, fjárhagslega veikt.
  • Og vænta má við því, að í kjölfarið hefji fyrirtækin mjög náið samstarf.

Bent er á að Mitsubishi er sterkt í SA-Asíu, og á Indlandi.
Og auðvitað sterkt á heimamarkaði í Japan.
Mitsubishi er einnig þekkt um allan heim! Þó merkið sé ekki sterkt alls staðar.

  • Talað er um að, Renault/Nissan þurfi á aukinni framleiðslu að halda, til að fjármagna þróun næstu kynslóðar -- rafbíla.
    --Að gera það í samstarfi við Mitsubishi, breikki þann markað sem framtíðar rafbíla framleiðsla Renault/Nissan nái líklega til.

Væntanlega ef maður gerir ráð fyrir að um verði að ræða - sömu tæknina hjá öllum þrem.

  1. Það verður þó að koma í ljós síðar, hvernig merkin 3-verða markaðsset oft á sömu mörkuðum.
  2. Og samtímis haldið aðgreindum.

En merkin 3-eru öll að keppa á almennum neytendamarkaði.

 

Niðurstaða

Þó að björgun Carlos Ghosn á Mitsubishi sé ekki án áhættu - held ég að klárlega hafi áhættan er hann tók með yfirtöku Nissan 1998 verið mun meiri. Sjálfsagt stefnir hann á að í framtíðinni samræma framleiðslu fyrirtækjanna 3-ja, eða nánar tiltekið - samræma framleiðslu Mitsubishi að framleiðslu Renault/Nissan. En Renault/Nissan í dag nota sömu undirvagna - vélar og annað kram, að eins miklu leiti og praktístk er. Að sjálfsögðu mun slík breyting taka nokkurn tíma -- vart ekki möguleg fyrr en á tímabili er tekur rúman áratug.
----Klárlega ætlar Carlos Ghosn að tryggja að sá risi sem hann hefur byggt upp, verði áfram einn megin bifreiða risinn í heiminum, með því að Mitsubishi - reikna ég með, renni smám saman inn í þá heild!
-----Þar sem Mitsubishi er ekki enn full yfirtekið, og fyrri eigendur þess fyrirtækis eiga enn stóran hlut, má vænta þess að þeir aðilar muni hafa einhver áhrif á þá framtíðar stefnu er verði mörkuð af heildardæminu!

 

Kv.


Rússar óhressir með nýtt eldflaugavarnakerfi í Rúmeníu

Ég skal viðurkenna að ég hafði ekki hugmynd að NATO væri að setja upp eldflaugavarnarkerfi í Rúmeníu. En kvartanir rússneskra stjórnvalda - virðast þær sömu og fyrir nokkrum árum, er NATO setti upp eldflaugavarnarkerfi í Póllandi.

Russia Calls New U.S. Missile Defense System a ‘Direct Threat’

U.S. activates Romanian missile defense site, angering Russia

Sjá einnig Wikipedia: NATO missile defence system

Aegis Combat System

RIM-161 Standard Missile 3

Bandaríkin virðast hafa ákveðið að byggja eldflaugavarnakerfi Evrópu, á grunni AEGIS kerfisins, sem upphaflega var byggt upp fyrir bandaríska flotann!

Eftir því sem ég kemst næst - er þetta kerfi í núverandi útfærslu, enn öflugara en svokallað THAAD kerfi, sem byggt hefur verið upp fyrir bandaríska landherinn - er notar flaugar sem eru stærri og langdrægari en nýjasta útfærsla af PATRIOT flaugum.
---Bandarískar hersveitir í Evrópu - eru búnar skv. upplýsingum, PATRIOT flaugum.

SM3-flaugin virðist grunnur þessa kerfis, og hafa verið valin vegna þess, að þörf sé á færri stöðvum ef sú flaug er notuð, en ef notast væri við þá flaug sem er grunnur THAAD kerfisins.

En það segir auðvitað að SM3 flaugin sé fjarska öflug!

Í nokkur ár, hafa bandaríkin haft AEGIS-tundurspilli á Svarta-hafi.

En landstöð hafi nú verið bætt við, auk fleiri radarar.

  • Tæknilega getur AEGIS kerfið einnig skotið svokölluðum "cruise" flaugum, ef landstöðin er búin skotpöllum fyrir þær - en skipið er pottþétt búið þeim.

 

Kvartanir Rússa eins og gagnvart landstöðinni í Póllandi, virðast fjarstæðukenndar!

  1. En haldið er því fram að þessar stöðvar - geti minnkað skilvirkni hugsanlegrar rússneskrar kjarnorkuárásar.
  2. Og gert þannig svokallaða - fyrstu árás - meir freystandi fyrir NATO.
  1. Á hinn bóginn, virðast stöðvarnar 2 - ekki búnar mörgum flaugum, þannig að með það í huga hve mikið Rússar eiga af flaugum, ættu þeir að geta skotið nægilega mörgum til þess að kerfið ætti ekki möguleika.
  2. Síðan hitt, að það sé algerlega snar snældu galin hugmynd, að NATO þjóðir hafi nokkrar slíkar pælingar uppi, eða að nokkrar hinar minnstu líkur séu þar um að slíkar pælingar komist á dagskrá.
  • En við erum að tala um -- heimsendi.
    Ef kjarnorkuátök NATO og Rússlands mundu hefjast.
    Menn þurfa að vera algerlega búnir að tapa öllum veruleikatengslum, til að koma það til hugar -- að tæknilega möguleg 1-árás, væri góð hugmynd.
  1. En jafnvel þó að hún mundi heppnast í þeim skilningi, að flestar flaugar Rússa væru eyðilagðar - þannig að þeir hefðu einungis komið fáum í loftið.
  2. Þá værum við samt án mikils vafa -- að tala um atburð er valda mundi, hnattrænum kjarnorkuvetri - og drepa þar með, meirihluta mannkyns ásamt stórum hluta lífs á hnettinum.

Þar af leiðandi virðist manni slíkt tal - alltaf nánast vitfyrringslegt.
Að segja að slíkt kerfi auki slíka meinta hættu.

  1. Nánast eini möguleikinn á að NATO gæti dottið það í hug.
  2. Væri af NATO væri undir allsherjar hernaðarinnrás herja Rússlands, og maður ímyndaði sér að þeir herir væru þegar búnir að komast í gegnum mikilvægustu varnarlínur, og að auki hefðbundinn herafli NATO væri að mestu þegar lagður að velli.

M.ö.o. að ef Rússland ræðst ekki með sinn herafla inn fyrir landamæri NATO ríkja!
Sé sá möguleiki að NATO geri -fyrstu árás- með kjarnavopnum, svo fjarstæðukennt ósennilegur að það sé ekki nokkur hin minnsta ástæða til að ræða það frekar.

 

Niðurstaða

Mín ályktun er þá sú, þó svo að mjög líklega sé kerfið fært um að skjóta niður rússneskar flaugar, þá skipti það atriði engu raunverulegu máli. Þar sem að einungis fólk með alvarlega veruleikabrenglan geti komið það til hugar - að NATO lönd séu líkleg til að hefja af fyrra bragði aðgerð sem mundi að miklum líkindum valda stórfelldu og líklega fullkomlega óbætanlegu tjóni á lífkerfi Jarðar og samfélögum manna.

  1. Þó að árás á Evrópu frá N-Kóreu eða Íran, eða Mið-austurlöndum, virðist ekki mjög líkleg þessa stundina.
  2. Þá sé kerfisuppsetning NATO bersýnilega ekki fær um að ráða við þann fjölda flauga sem lönd eins og Kína eða Rússland, eru fær um að senda upp í loftið.

Það séu augljósu rökin fyrir því.
Að kerfinu sé raunverulega beint að þeirri tæknilega mögulegu hættu.
Að svokölluð "rogue powers" með fáar flaugar til umráða, hefji árás af fyrra bragði.

Þegar maður hefur lið eins og Kimmana við völd - þá veit maður eiginlega ekki hvað getur gerst!

 

Kv.


Spurning hvort að Erdogan geti hugsað sér að Evrópusambandið liðist í sundur

Einhverjir vita sjálfsagt að í sl. viku, þá þvingaði Erdogan samflokksmann sinn, Ahmet Davutoglu, sem var forsætisáðherra Tyrklands - til að hætta. Sterkur orðrómur er á þann veg, að Erdogan hafi fundist Davutoglu of áhrifamikill. En það var Davutoglu sem samdi við ESB - að Tyrkland leitist við að stöðva flæði flóttamanna yfir hafið frá Tyrklandi yfir til Grikklands, gegnt því að ESB ríki samþykki að taka við flóttamönnum beint frá flóttamannabúðum innan Tyrklands, auk þess að skv. samningum á Tyrkland að taka aftur við flóttamönnum sem streyma ólöglega frá Tyrklandi til Grikklands, síðan kveður samningurinn til viðbótar á um að ESB verji 3ma.€ til að aðstoða flóttamenn innan Tyrkland, og þar að auki felast í honum aukin réttindi til Tyrkja að ferðast um ESB aðildarlönd - gegnt nokkrum viðbótar skilyrðum ESB um það atriði.

  1. Síðan Erdogan sparkaði Davutoglu í sl. viku - hefur hann hafnað skilyrðum ESB, sem Davutoglu var búinn að samþykkja - varðandi breytingar á lögum Tyrklands um meðferð flóttamanna; í samræmi við lagaramma SÞ.
    --Það atriði eitt getur leitt til þess að samningurinn falli um sjálft sig, þ.s. samningurinn ef hann uppfyllir ekki skilyrði Flóttamannasáttmála SÞ, þá er það algerlega opið að aðilar sem telja við málið varða innan ESB - kæri samninginn til svokallaðs Evrópudómstóls.
    --Ef Tyrkland uppfyllir ekki ákvæðin um meðferð flóttamanna, þá líklega mun slíkur dómur falla samkomulaginu í óhag.
    --Það stafar af því að Flóttamannasáttmálinn, er hluti af lagaramma aðildarlanda ESB, auk þess að vera einnig hluti af lagaramma ESB sjálfs.
    --Samkomulagið m.ö.o. sé ólöglet ef það uppfylli ekki ákvæði flóttamannasáttmálans.
  2. Skv. nýrri frétt Financial Times: Turkey demands EU hands over €3bn for refugees.
    Þá er komin upp önnur deila þar á ofan, en nú heimtar Erdogan að 3ma.€ sem ESB aðildarlönd skv. samkomulaginu hafa lofað Tyrklandi til aðstoðar við flóttamenn innan Tyrklands - verði afhent beint til tyrkneskra stjórnvalda!
    ESB ætlar þess í stað, að afhenda féð til Flóttamannastofnunar SÞ, þannig að hún sjái um þá uppbyggingu aðstoðar við sýrlenska flóttamenn, sem fjármagna á með því fé.
    --Það blasir greinilega við, að ESB aðildarlönd treysta ekki Erdogan til að verja fénu raunverulega í aðstoð við flóttamennina.

http://resourcesforhistoryteachers.wikispaces.com/file/view/Mediterranean-map.gif/56925532/589x411/Mediterranean-map.gif

Án gríns, þá virðist mér hugsanlegt að hrun samkomulagsins leiði til upplausnar Evrópusambandsins sjálfs - innan fáeinna ára!

  1. Vandamálið er, að flóttamannastraumurinn frá Tyrklandi, hafði leitt til þess - að Austurríki auk nokkurra landa fyrir norðan Grikkland - höfðu gert samkomulag sín á milli, um að loka landamærum norðan við Grikkland - til að hindra eða jafnvel stöðva flæði flóttamanna norður frá Grikklandi.
    --Gallinn við þetta, er að í ástandi að ef sambærilegt flæði flóttamanna yfir til Grikklands og var sl. sumar - skellur aftur á.
    --Þá hreinlega sé ég ekki hvernig algeru hruni Grikklands yrði forðað, og það á skömmum tíma.
    *En lokuð Norður landamæri Grikklands - bjarga engu innan Grikklands!
  2. Flóttamenn geta einnig streymt aftur í gegnum Líbýu eins og 2014, áður en meginstraumurinn fór að liggja yfir Tyrkland til Grikklands, og svo áfram Norður.
    --Það gæti vel gerst aftur.
    *Þá get ég vel séð fyrir mér, að lönd Norðan við Ítalíu, grípi til sambærilegra aðgerða á Norður landamærum Ítalíu.*
  3. Auk þessa, er vel mögulegt fyrir flóttamenn að leita yfir til Spánar - og því alveg hugsanlegt að slík lokun geti einnig orðið við landamæri Frakklands og Spánar.
    --En Front Nationale með Marine Le Pen í fararbroddi - mundu fljótlega krefjast lokana landamæra Frakklands, til að skapa sambærilegar hindranir við flæði - sem Austurríki hefur komið á.

Grikkland er afar veikt land eftir langa kreppu og gríðarlegan efnahags samdrátt.
Enn krefst Þýskaland fullrar greiðslu skulda.
--Algerlega ljóst, að Grikkland er algerlega ófært um að takast á við stórfelldan flóttamannastraum, sem ekki getur leitað lengra en til Grikklands.
--Það blasi því við mjög fljótlega ef fullt flæði flóttamanna hefst að nýju, líklegt hrun landsins niður í ástand - misheppnaðs ríkis.
--Ástand mannlegra hörmunga mundi hratt blasa við.

Löndin á Balkanskaga nærri Grikklandi - eru ef e-h er, jafnvel enn veikari.
--Upplausn Grikklands gæti þá orðið upphaf að nýrri Balkankrísu, og auðvitað myndað alfarið nýtt flóttamannavandamál.

Löndin í N-Evrópu, eins og pólitíkin þar virðist vera að þróast, virðast fyrst og fremst hugsa um að verja það sem þau telja þeirra, einhvern veginn virðist grunnt nú á samúðina.

 

Upplausn ESB yrði þá vegna þess, að deilur milli Suður og Norður Evrópuríkja innan sambandsins, mundu stigmagnast hratt!

En einhliða lokunar-aðgerðir N-Evr. landa, og pólitík í N-Evr. í þróun í átt til þess, að leggja áherslu eingöngu á að verja sitt.
Mundi líklega verða álitin í S-Evr. með þeim hætti, að N-Evr. væri að forsmá algerlega hagsmuni S-Evr. ríkja innan sambandsins - þegar þau væru að fást við, mannlegar hörmungar.

Það mundi líklega og með hraði, ífa upp pólitík reiði í S-Evr.
Ásakanir og gagnásakanir, gætu þá hleypt af stað atburðarás - sem gæti lyktað með upplausn sambandsins, innan fárra ára.


Hvernig gæti Erdogan hugsanlega grætt á þeirri útkomu?

  1. Tyrkland, er náttúrulega fjölmennara en einstök Miðjarðarhafslönd Evrópu.
    --Þ.e. að auki að svolitlum hluta innan Evrópu.
  2. Rétt að nefna, að Tyrkland sl. 15 ár hefur meðaltali haft mun meiri hagvöxt en aðildarlönd ESB - þannig að Tyrkland er ekki lengur nærri eins fátækt og áður fyrr.
  3. Ólíkt uppbyggingu Pútíns í Rússlandi, þ.s. áherslan er svipuð og í tíð Jeltsíns á olíu og gas.
    --Þá hefur uppbygging Erdogans, leitt til umtalsverðrar iðnvæðingar innan Tyrklands.
    Auk þess hefur verslun Tyrklands við nágrannalönd aukist mjög mikið.
  4. Tyrkland er m.ö.o. að þróast í átt að nútíma iðnaðar- og viðskiptahagkerfi.
    --Höfum í huga, að Kína sýnir fram á - að slík þróun getur alveg gerst í einræðisríki.
  • Ef þessi hraða hagþróun heldur áfram.
  • Verður Tyrkland eftir önnur 10-15 ár, jafnvel stærsta hagkerfið á Miðjarðarhafssvæðinu, og auk þess, orðið umtalsvert stærra hagkerfi en Rússland -- þ.e. sami hagvöxtur + 10-15 ár.

Erdogan gæti dreymt um að Tyrkland verði að þungamiðju Miðjarðarhafs.
Og að S-Evrópa, verði að nokkurs konar viðskiptakjarna fyrir Tyrkland.
--Ásamt auðvitað, N-Afríku.

Þetta er alls ekki neitt endilega - snargalið.
--Ég held að enginn vafi sé að Erdogan dreymir að Tyrkland verði mikilvægasta landið við Miðjarðarhaf - og þ.e. alls ekki neitt útilokað að sá draumur geti orðið að veruleika.

  1. Þá yrði Miðjarðarhaf, áhrifasvæði Tyrklands.
  2. N-Evrópa, áhrifasvæði Þýskalands.

 

Niðurstaða

Það er nefnilega málið, að hugsanlegt hrun ESB - sérstaklega ef það gerist með þeim hætti. Að stórfellt rof verður í kjölfarið í samskiptum Suður Evrópu og Norður Evrópu; gæti orðið töluvert vatn á myllu Tyrklands.
Er gæti verið þá vel í sveit sett, til að notfæra sér slíka upplausn - ef henni fylgir samtímis rof í samskiptum Norður og Suður Evrópu, til þess að mynda utan um sig einhvers konar nýtt viðskiptabandalag, með Tyrkland sem höfuðríki.
--Miðjarðarhafið gæti þá orðið að Tyrknesku hafi.
--Slíkt hugsanlegt bandalag S-Evr. þjóða og Tyrklands, gæti einnig leitt til hernaðarsamstarfs.

Tyrkland hefur 2-fjölmennasta NATO herinn!
Og að auki her sem er tæknilega á NATO standard.

 

Kv.


Ástæða að velta fyrir sér mikilvægi kjarnasprengjuárásanna á Nagasaki og Hiroshima - í ljósi fyrstu heimsóknar Bandaríkjaforseta til Hiroshima

Þetta er fyrst og fremst sögulegt deiluefni, hvað akkúrat knúði Japan til uppgjafar:

  1. Kjarnasprengjuárás er gerð á Hiroshima 6. ágúst 1945, sprengjan nefnd - "Little Boy."
  2. 9. ágúst 1945 var kjarnasprengju af annarri gerð, "Fat Man", varpað á Nagasaki.
  3. 8. ágúst 1945, lístu Sovétríkin yfir stríði við japanska keisaradæmið, og daginn eftir hófst meiriháttar sovésk aðgerð gegn svokölluðum Kwantung her Japans, í leppríkinu Manshuko, aðgerðum Sovétríkjanna var lokið þann 20. ágúst 1945 - Soviet invasion of Manchuria.

  4. Japan gafst formlega upp þann 15. ágúst 1945 - þrátt fyrir formlega yfirlýsingu um uppgjöf héldu bardagar áfram í Manchuko í 5 daga til viðbótar.
    ---Auk þess að taka Mansjúríu og Innri Mongólíu.
    ---Tóku Sovétríkin á þessum dögum, N-Kóreu.
    ---Og að auki Kúríl eyjar Norður af Japönsku eyjunum.
    Sem Japanar höfðu átt í aldir!

Eins og sést á þessu - má halda því hvort tveggja fram, að kjarnasprengjuárásirnar hafi riðið baggamun.
Eða innrás síðan hernám Sovétríkjanna á svæðum í N-Kína hluta Kóreu, ásamt Kúríl Eyjum.

Margir í dag halda því fram -- að aðgerð Sovétríkjanna hafi verið mun meiri ógn, sá möguleiki að Sovétríkin héldu áfram innrás inn á - Japanseyjar úr Norðri, t.d. næst á Sjakalín eyju.
---Hafi endanlega sannfært Japani um það að frekari barátta væri vonlaus.

Þegar þarna var komið við sögu, var Kwantung herinn í fullkomlega vonlausri stöðu, þó á pappírnum væri hann fjölmennur þ.e. 700þ., sem tæknilega hefði með réttum vopnum geta veitt honum möguleika að verjast í nokkurn tíma -- innrás 1,5 milljónar sovéskra hermanna.
---Þá var Kwantung herinn þegar þá kom til sögu, mjög hraklega illa búinn, vopn fullkomlega gagnslaus gegn t.d. T-34, þ.e. úreltir léttir skriðdrekar, skiðdrekabyssur er áttu enga möguleika að skjóta í gegnum brynvörn T-34, og fallbyssur flestar af léttara taginu. Til að bæta gráu ofan á svart, var mikið af lítt þjálfuðum nýliðum.
---Enda sókti sovéski herinn fram nánast án nokkurrar fyrirstöðu, keyrði beint í gegnum sérhverja varnarviðleitni japönsku hermannanna!

Japan líklega hafði þá engan her yfir að ráða í N-hluta Japans til að verjast innrás.
Enda hafði Japan verið að undirbúa mjög umfangsmiklar varnir í S-Japan gegn væntanlegri innrás herja Bandaríkjanna, Ástralíu, Nýja Sjálands, Kanada og Breta -- sem til stóð að færi fram vorið 1946.
---Eins og að Japan hafi ekki uggt að sér, eftir 6-ár af friði við Sovétríkin, að hætta væri á innrás síð sumars 1945.

Obama to visit Hiroshima, will not apologize for World War Two bombing


Sveppaskýið yfir Hiroshima til vinstri, Nagasaki til hægri!

File:Atomic bombing of Japan.jpg

Ég er þeirrar skoðunar að vera megi að það hafi bjargað heiminum í Kalda-stríðinu, að afleiðingar kjarnasprengjuárásar voru þekktar - í kjölfar árásanna á Hiroshima og Nagasaki

Þannig að þó svo að fórn íbúa borganna hafi ekki - - verið það sem knúði Japan til uppgjafar.
Þá í staðinn, geti verið að sú fórn, hafi bjargað heiminum síðar meir!

  1. Punkturinn er sá, að í Kalda-stríðinu, komu upp í nokkur skipti hættutímar, er hefðu getað leitt til kjarnaátaka.
  2. Það skiptir máli, að muna -- að þeir sem taka ákvörðun, þ.e. leiðtogi Sovétríkjanna á hverjum tíma, og forseti Bandaríkjanna á hverjum tíma; að þeir voru ekki sérfræðingar.
    ---Heldur leikmenn.
  3. Mig grunar að það hafi verið auðveldar fyrir leikmenn, að skilja afleiðingar kjarnorkustríðs, að geta séð myndir af raunverulegum afleiðingum slíkrar árásar.
  4. Maður veit aldrei, hvað akkúrat fékk leiðtogana til að -- stíga til baka!
    ---En það getur vel verið, að svipmyndirnar frá Hiroshima og Nagasaki, sem voru mjög vel kynntar eftir að stríðinu var lokið - ásamt rannsóknargögnum er voru opinber í Bandaríkjunum.
    ---Að þær upplýsingar, og þær myndir -- hafi hjálpað leiðtogunum með sínar ákvarðanir á þeim hættustundum.
  5. Menn hafi auðveldar getað séð fyrir sér, sömu afleiðingar -- en með andlitum eigin landsmanna, jafnvel - eigin skildmenna.

Rétt að nefna, að kjarnasprengjuárásirnar tvær -- voru ekki mannskæðustu sprengjuárásir Seinni Styrrjaldar.
Sú mannskæðasta getur verið eldsprengjuárás á Tokyo, manntjón eitthvað yfir 100þ.Sprengjuárás á Dresden 1945, þegar borgin var full af flóttafólki, var einnig gríðarlega mannskæð -- að lágmarki 70þ. létust þar. En geta verið mun fleiri - yfir 100þ. jafnvel.

Seinni Styrrjöld var tími skepnuskapar af verstu sort -- sprengjuárásir Bandamanna á íbúðahverfi, er ósennilegt að hafi skipt nokkru verulegu máli í því að flýta fyrir stríðslokum.
---Mjög mikill fjöldi almennra borgara lést í slíkum árásum heilt yfir.

Á hinn bóginn, þá var skepnuskapur japanska heimsveldisins á allt öðrum skala, en milljónir Kínverja létust meðan á stríði Japans gegn Kína stóð yfir alveg frá 1937.
---Þeir voru einnig gríðarlega grimmir í löndum SA-Asíu meðan hernámi Japans stóð yfir í þeim löndum.

Makalaus skepnuskapur nasista í Seinna-stríði er vel þekktur.

 

Niðurstaða

Þó að Obama muni líklega tala um langtímadraum um afnám kjarnavopna í heimsókninni - þá einfaldlega trúi ég því ekki að þau verði nokkru sinni afnumin.
---Kjarnavopn séu einfaldlega of mikið "status symbol" fyrir lönd í annan stað, og að hinu leitinu er það - trygging gegn innrás, sem veitir kjarnaveldi mun meira athafnafrelsi utan landamæra, en landi er ekki hefur kjarnavopn til umráða.
---Sé ekki núverandi kjarnaorkuveldi nokkru sinni gefa vopn sín eftir.

Heimsóknin til Hiroshima sé fyrst og fremst, táknræn athöfn - Bandaríkjaforseti muni ekki biðjast afsökunar, en þetta sé hluti af viðleitni Japans og Bandaríkjanna, að efla sín samskipti - þegar spenna í samskiptum Japans og Kína hefur farið vaxandi.

Sennilega hafi kjarnasprengjuárásirnar ekki verið hvað knúði Japani til uppgjafar - frekar innrás Sovétríkjanna inn á umráðasvæði Japans í Kína, og Kóreu - ásamt því að taka Kúríl eyja sýndi fram á að innrás í Sjakalín eyju gat verið yfirvofandi.

Á hinn bóginn, grunar mig að það hafi samt verið mikilvægt fyrir heiminn síðar meir í Kalda-stríðinu, að heimurinn hafði orðið vitni að afleiðingum kjarnasprengjuárásar - þannig að enginn gat dregið þær afleiðingar í efa.
---Það sé hugsanlegt að fórn íbúa Hiroshima og Nagasaki hafi bjargað heiminum, þó hún hafi ekki verið hvað batt endi á Seinna Stríð.

 

Kv.


Afar villandi málflutningur þ.s. fullyrt er tjón Íslands upp á 53ma.kr. af því að Lee Bucheit samningurinn var ekki samþykktur á sínum tíma

Hlekk sem útskýrir ásökunina má sjá -hér- en um er að ræða grein er birtist á Kjarnanum.
En málið er það, að uppgjör þrotabúanna sýnir fram á tvennt:

  1. Þrotabúin áttu fyrir lágmarks greiðslum.
  2. Skv. uppgjörum þrotabúanna, þá var greitt úr þeim upphæð sem nemur 53.5 milljörðum króna, umfram -- það fé sem Bretar og Hollendingar greiddu út þegar þeir ákváðu að greiða sjálfir lágmarks tryggingu, gegn endurkröfu rétti í TIF.
  • Ástæðan er sú, að krafa kröfuhafa var í ísl. krónum - gengi krónu er hærra þegar lokauppgjör fer fram, þannig að kröfuhafa fá meira greitt úr þrotabúi LBI sem nemur þessari upphæð.

Ég sé ekki að ástæða sé til annars en að fagna því, að þetta uppgjör gekk svo vel upp.

 

En af hverju er málflutningurinn villandi?

  1. Ekki er tekið tillit til kröfu Breta og Hollendinga á ísl. ríkið -- um vexti, ef ég man upphæðina rétt, á bilinu 30-50ma.kr.
    --Fer eftir því hvenær uppgjör fer fram, hve miklir vextir hafa hlaðist upp.
    --Eins og flestir ættu að vita, voru uppgjör ekki kláruð fyrr en í ár.
  2. Íslenska ríkið, átti enga endurkröfu um þessar vaxtagreiðslur - í eignir þrotabúanna.
    --Þannig að ísl. skattgreiðendur, þar með almenningur, hefði ekki getað fengið það tjón sitt endurgreitt.
  3. Ísl. almenningur er ekki að greiða þessa 53,5ma.kr. umfram, heldur er það þrotabú LBI skv. sölu eigna.
    --Þetta er mikilvægt atrið -- þ.e. ekkert beint tjón af þessu fyrir almenning.
    --Tæknilega gæti gengi krónu hafa hækkað undanfarið eitthvað minna, meðan að þetta fé var að streyma út.
    -Tjón almennings er mun beinna í hinu tilvikinu.-
  4. Varðandi það hvort að Ísland beið eitthvert annað tjón af því, að deilan hélt síðan áfram eftir að almenningur hafnaði samningum, þangað til að ísl. ríkið vann deiluna eftir að dómur EFTA féll ríkinu í hag --> Væri gríðarlega erfitt að sýna fram á.
  5. Losun hafta hefur enn ekki endanlega farið fram.
    ---Endanlegt uppgjör þrotabúa fór ekki fram fyrr en í ár.
    *Ekki tel ég að unnt sé að halda því fram að dráttur þar um, tengist því að Lee Bucheit samningurinn var ekki samþykktur.*

Hverjir eru að taka undir þetta?

Guðni Th. í Sprengisandi sl. laugardag -- Jón Baldin Hanniballsson:  Ekki flýja, Ólafur – Áskorun frá Jóni Baldvini.

Ég held að með því að taka undir þessa fullyrðingar -- sé Guðni búinn að ákveða það fyrir mig!
Að ég greiði honum ekki mitt atkvæði!


Mikið af fullyrðingunum flokkast undir eftir á speki!

Enginn gat vitað það með vissu 2010, að þrotabúin mundu duga fyrir lágmarks greiðslum.
En nú 2016 gerður þau það með stæl.
---Þannig að fullyrðingar þess eðlis, að menn hefðu átt að vita betur.
---Byggja þar með á vitneskju dagsins í dag.
---Sem menn gátu ekki búið yfir fyrir 6 árum.

Að sjálfsögðu lugu ekki þeir sem óttuðust Lee Bucheit samninginn -- en fullyrðingin um lygar, stenst ekki að sjálfsögðu, þ.s. enginn gat vitað útkomuna með vissu.
-------------Og ég ítreka!

  1. Menn taka ekki tillit til vaxtakröfu Breta og Hollendinga!
  2. Sem ríkið hefði ekki getað fengið til baka, þar með tjón skattgreiðenda verið óbætt.

 

 

Niðurstaða

Ég vona Guðna Th. vegna, að hann fari ekki mikinn í stuðningi við þennan málflutning. Þó hann hafi tekið undir þetta sl. laugardag. Því mjög auðvelt er að sýna fram á að þessi framsetning er villandi, í besta falli.
---Ég átta mig ekki á því, af hverju vaxtakrafa Breta og Hollendinga er ekki nefnd, af þeim sem þusa um meint tjón þjóðfélagsins upp á 53,5ma.
Annaðhvort eru menn að gleyma henni - - eða vísvitandi að flytja villandi mál!

Síðan er almenningur ekki að tapa þessum 53,5ma.kr., en það er þrotabú LBI sem greiðir það fé -- ekki almenningur. En almenningur hefði sannarlega greitt vaxtakröfu Breta og Hollendinga, í gegnum hækkaða skatta á sínum tíma, eða lélegri þjónustu!

 

Kv.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.1.): 10
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 65
  • Frá upphafi: 859307

Annað

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 57
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 10

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband