Bloggfærslur mánaðarins, maí 2016

Nk. sunnudag greiða Svisslendingar atkvæði um svokölluð borgaralaun

Ákaflega umdeilt atriði hvort borgaralaun ganga upp - frá fjárhagslegum sjónarhóli.
Einnig hver samfélagsleg áhrif þeirra mundu verða!
Sjálfsagt hefur það eitthvað með það að gera -- hvernig kerfið væri skipulagt!

En það má hugsa sér að lækka kostnað með:

  1. Tekjutengingum, þannig að launatekjur eyða upp réttindum.
  2. Einnig mætti hugsa sér, tengingu við tekjur af eignum sem og tekjur tengdar tekjum af fjármagni.

Ef allir eiga að fá það sama - burtséð frá tekjum viðkomandi eða eignum -- þá augljóst er kostnaðurinn óskaplegur.

Eduarto Porter hjá NyTimes skrifar gegn hugmyndinni um borgaralaun: A Universal Basic Income Is a Poor Tool to Fight Poverty

En það má einnig líta svo á -- að hann sé að hafna tiltekinni útfærslu þeirra!

  1. "...a check of $10,000 to each of 300 million Americans would cost more than $3 trillion a year."
  2. "It amounts to nearly all the tax revenue collected by the federal government."
  3. "Cut it by half to $5,000? That wouldn’t even clear the poverty line. And it would still cost as much as the entire federal budget except for Social Security, Medicare, defense and interest payments."

Það virðist algerlega ljóst -- að ef engar skerðingar eru til staðar, þannig að allir fá það sama burtséð frá ríkidæmi eða tekjum, þá líklega kostar þetta of mikið.

Í Sviss virðist gert ráð fyrir tekjuskerðingu - þ.e. borgaralaun falli niður ef launatekjur fara yfir ---> With a basic income, the numbers just do not add up "...you are not entitled to basic income if you already receive SFr2,500 a month from an employer."

  1. Ég er ekki alveg klár á því - hvort borgaralaun eru greidd óskert upp að þeim punkti, eða hvort þau skerðast í skrefum.
  2. En ef þau eru óskert að þeim punkti -- þá tæknilega geta launagreiðendur lækkað laun sem fara upp fyrir mörkin, nokkru niður fyrir --> En samt kæmu þeirra starfsmenn nettó betur út, svo fremi að heildarkerfið gangi upp fjárhagslega fyrir ríkið.
  3. Þannig að þá mundi kerfið styðja við lægstu laun -- í stað þess að lægst launuðu störfin yrðu annars sennilega að vera unnin af fólki sem ekki ætti rétt á borgaralaunum t.d. vegna þess að þeir hefðu ekki rétt til þeirra - vegna þess að þeir væru innflytjendur án ríkisborgararéttar.
  • Þannig að kerfið geti haft -- annars vegar þau áhrif, að lágt launuð störf yrðu að vera unninn af innflytjendum, sem haldið væri án borgararéttar --> Og yrðu ný láglaunastétt, án réttinda!
    --Ef tekjuskerðingar í kerfinu mundu virka þannig, að skerðingar hefjast um leið og viðkomandi hefur einhverjar launagreiðslur --> Þannig að viðkomandi tapi á að vinna lágt launað starf.
  • Ef í staðinn, eins og mér virðist kerfið eiga að virka í Sviss -- að borgaralaun falla niður á tilteknum launapunkti, en engar tekjuskerðingar upp að því þrepi.
    --Gæti það þítt, að laun margra verði stillt rétt neðan við það þrep, þannig að viðkomandi geti fengið hin lágu laun, en samt haldið óskertum rétti til borgaralauna!
    --Þá mundi kerfið -- líklega ekki letja fólk frá því að vinna lágt launuð störf, því þá mundu slík störf bæta við þeirra tekjur.
    --Þar með ætti heimafólk, áfram fást til slíkra starfa -- en kannski ekki til í að vinna eins mikla yfirvinnu.

Ég er ekki með næga þekkingu á því -- hvaða kostnaður innan svissneska kerfisins fellur niður á móti.
Til að geta svarað því, hvort að þær tekjuskerðingar sem eiga að vera til staðar --> Duga til þess að dæmið gangi upp.
---En kannski gengur það upp!

 

Niðurstaða

Ég treysti mér alls ekki til að dæma hvort að kerfið sem hugsanlega verður innleitt í Sviss, gengur upp fjárhagslega -- en a.m.k. virðast hugmyndir um tekjuskerðingu við tilteknar tekjur, eiga að mæta því að einhverju verulegu leiti.

  1. En segjum að dæmið gangi upp, þannig að kerfið gangi upp fjárhagslega fyrir ríkið, en einnig að það letji ekki til vinnu - vegna þess að fólk geti verið á lágum launum og samt fengið borgaralaun óskert.
  2. Þá er til staðar ein sennileg afleiðing:---> Nefnilega sú, að samfélög sem mundu taka upp sambærilegt kerfi, verði mun andsnúnari innflytjendum frá fátækum löndum, en nú er reyndin!
    --Sem þíðir ekki að engir geti fengið að setjast að, frekar að andstaðan mundi beinast að innflytjendum með litla menntun og/eða litla starfsþekkingu sem líkleg er að nýtast innan viðkomandi lands!
    --Sem geti elft þá nýlegu tilhneygingu landa, að múra sig frá heiminum, herða reglur um aðflutning fólks, og þar með einnig -- varnir á landamærum, ekki síst auka líkur á að fátækum innflytjendum er streyma að ólöglega verði hent beint út, án þess að aðgætt verði að því hvort þeir geti séð sér farborða í kjölfar þess <--Sem t.d. væri brot á Flóttamannasáttmála SÞ.

Hvað um það, ef Svisslendingar samþykkja þetta nk. sunnudag, hefst a.m.k. mjög áhugaverð samfélagsleg tilraun sem mjög margar þjóðir munu án efa fylgjast með, með ákaflega mikilli eftirtekt.

 

Kv.


Lög Evrópusambandsins gera aðildarríkjum ekki auðvelt fyrir að semja um brottför úr sambandinu

Ég veit ekki hve margir á Íslandi hafa lesið sig eitthvað til í núgildandi sáttmála ESB, en þar má finna -grein 50- er inniheldur ákvæði um það ferli sem fer í gang --> Ef aðildarríki tilkynnir formlega um þann tilgang sinn að yfirgefa sambandið!

Það sem vekur einna helst athygli við þessi ákvæði!
Er að það er eins og að þau séu samin út frá þeim útgangspunkti að gera það eins óaðlaðandi og hugsast getur fyrir aðildarríki - að stefna að brottför úr sambandinu.

Article  50

1. Any Member State may decide to withdraw from the Union in accordance with its own     constitutional requirements.

2. A Member State which decides to withdraw shall notify the European Council of its intention. In the light of the guidelines provided by the European Council, the Union shall negotiate and conclude an agreement with that State, setting out the arrangements for its withdrawal, taking  account of the framework for its futurere lationship with the Union. That agreement shall be negotiated in accordance with Article 218(3) of the Treaty on the Functioning of the European Union. It shall be concluded on behalf of the Union by the Council, acting by a qualified majority, after obtaining the consent of the European Parliament.

3. The Treaties shall cease to apply to the State in question from the date of entry into  force of the withdrawal agreement or, failing that, two years after the notification referred to in paragraph 2, unless the European Council, in agreement with the Member State concerned, unanimously decides to extend this period.

4. For the purposes of paragraphs 2 and 3, the member of the European Council or of the Council representing the withdrawing Member State shall not participate in the discussions of the European Council or Council or in decisions concerning it. A qualified majority shall be defined in accordance with Article 238(3)(b) of the Treaty on the Functioning of the European Union.

5. If a State which has withdrawn from the Union asks to rejoin, its request shall be  subject to the procedure referred to in Article 49.


Hvað á ég við með því?

  1. Takið eftir því að um leið og aðildarríki tilkynnir með formlegum hætti, að það æskir samninga við aðildarríkin um brottför -- þá hefst ferli sem er að hámarkslengd 2-ár, nema að ríki sem er að semja um brottför, takist að fá öll aðildarríkin til að samþykkja að ferlið sé framlengt.
  2. Að afloknum þeim 2-árum, ef ekki næst fram framlenging -- þá er landið formlega ekki lengur meðlimur að ESB; og þarf þá að taka því -að því er best verður séð- sem önnur aðildarríki hafa ákveðið.
  3. Það áhugaverða er, að meðlimaríkið sem vill hætta -- fær ekki að taka þátt í atkvæðagreiðslum né umræðum í Ráðherraráðinu né Leiðtogaráðinu - sem snúast um það ríki sem hyggst hætta.
    --Sem þíðir væntanlega, að það fær ekki að taka þátt í þeim samningum sem snúast um hverskonar meðferð það fær, er það hættir.
  4. Meðan að aðildrríkin eru að semja sín á milli, um brottför aðildarríkisins, þá gildir reglan um vegið atkvæðavægi -- "sem útilokar að neitunarvald eins ríkis geti stoppað."
  5. Þegar hin aðildarríkin hafa ákveðið sig -- þá tekur samningur um brottför gildi.

Eins og sést á þessu <--> Er ferlið eins ósanngjarnt og hugsast getur!

Gárungar hafa sagt, að þessi ákvæði hafi verið samin - þannig, að enginn hafi reiknað með því að þau væru notuð!
Þannig geta aðildarsinnar í löndum sem enn ekki hafa gengið inn - auglýst það að lönd geta gengið aftur út; sem er formlega rétt!
En að sjálfsögðu láta vera að segja frá því að þau ákvæði er snúa að brottför séu þannig samin, að þeim sé ætlað að fæla lönd frá því að yfirgefa sambandið!


Hvað gerist ef breskur almenningur samþykkir Brexit?

Ég reikna með því að bresk stjórnvöld leitist við að -- semja óformlega við aðildarríkin. Þannig að -- formleg tilkynning til Leiðtogaráðsins - verði ekki send, fyrr en bresk yfirvöld hafa samið um málið fyrirfram!

  1. Það gæti auðvitað tekið umtalsverðan tíma.
  2. Þannig að þó almenningur í Bretlandi samþykki Brexit -- þíði það sennilega að Bretland sé samt áfram meðlimur í nokkur ár til viðbótar!

Ég reikna með því að David Cameron hafi gengið þannig frá þeim spurningum sem kjósendur svara - með þeim hætti, að það væru engin skýr loforðabrigsl ef samningar við aðildarríkin taka nokkur ár.

Ekki gott að segja hversu lengi Cameron getur teigt lopann -- en það mundi koma í ljós.
___En um leið og Cameron tilkynnir formlega til Leiðtogaráðsins -- > Þá yrði hann að treysta því að það samkomulag er hann hefði gert með óformlegum hætti, mundi halda -- > En greinilega hefði hann enga algera tryggingu þess að við slíkt samkomulag væri staðið.

  • En miðað við gr. 50 - - þá er bersýnilega raunverulegur möguleiki að Bretland endi utan við ESB -- án nokkurra sérsamninga!
  • Þannig að það væri í sama bát og t.d. Japan eða S-Kórea, þ.e. á grundvelli "WTO" aðildar.
  1. Það er þó rétt að hafa í huga -- að ef meðlimaríki svíkja samkomulag þó það væri ekki formlegt, mundi það án efa skaða framtíðar samskipti Bretlands og þeirra landa!
  2. Í ákveðinni kaldhæðni, gæti ógnin frá Rússlandi Pútíns -- stuðlað að því að draga úr líkum á slíkri útkomu --> Þ.s. Bretland eftir allt saman ver næst mest allra NATO landa til hernaðarmála!
    --Deilur við Rússland, og vaxandi óöryggi, þannig auki mikilvægi Bretlands!
    Aðildarlöndin ættu þá að skilja -- að biturt Bretland sé ekki endilega sniðug útkoma!

 

Niðurstaða

Það er áhugavert hvernig ákvæði sáttmála ESB er snúa að samningum um brottför aðildarríkis -- virðast vísvitandi samin þannig; að samningsstaða lands sem vill semja um brottför --> Sé veikluð eins mikið og framast er unnt!
---Þannig sé brottför gerð óaðlaðandi með hætti er virðist vísvitandi.

Hvernig Bretar geta komist framhjá þeirri hindrun -- kemur í ljós ef breska þjóðin samþykkir BREXIT.


Kv.


Þarf Ísland ekki að vinna áhættumat vegna hugsanlegs kjörs Donald Trumps?

En hugsanlegu kjöri Trumps fylgir margvísleg áhætta fyrir Ísland!
--Miklar líkur á því að stefna Trumps leiði fram kreppu í Bandaríkjunum, síðan heimskreppu.
--Þ.e. þekkt að heimskreppa getur leitt til aukinnar spennu í heiminum, og þ.e. ástæða að ætla að í því tilviki --> Ef ákvarðanir Trumps leiða beint til kreppu í Kína, eru líkur á nýju Köldu Stríði ákaflega miklar.
--Síðan er það spurning um hótun Trumps - að labba frá NATO. En það gæti sett öryggismál, þar á meðal öryggismál Íslands, í stórfellda óvissu!

 

Af hverju gæti afstaða Trumps til NATO verið hættuleg fyrir Ísland?

Mjög einfalt -- Ísland hefur engar hervarnir, nákvæmlega eina vörn Íslands - er sú trygging sem fylgir varnar skuldbindingum Bandaríkjanna gagnvart öðrum NATO löndum.
---Að vísu er tæknilega séð, enn í gildi 2-hliða varnarsamningur Bandar. og Íslands.
*En það væri augljóst - að ef Trump labbar frá NATO, þá væri varnarvilji Bandar. í tengslum við þann samning -- einnig í mikilli óvissu.*

  1. Ef Trump dregur varnarskuldbindingar Bandar. gagnvart NATO löndum til baka - þá framkallar það algera stökkbreytingu á stöðu þeirra landa.
  2. Sérstaklega þegar um er að ræða lönd -- sem sjálf ráða ekki yfir stórfelldum eigin varnarmætti.

Í því tilviki þegar um er að ræða lönd -- með afar litla eigin varnargetu!
Þá væri augljós hætta á því -- að hernaðarlega öflug 3-lönd geti beitt slík lönd þrýstingi eða hótunum, með hótun um beitingu vopnavalds í bakhöndinni.

Rétt að nefna, að þegar Ísland lenti í átökum við Breta á sínum tíma - svokölluð þorskastríð.
Er vitað að það var þrýstingur Bandaríkjanna -- sem hélt aftur af Bretum - þannig að Bretar beittu ekki skot- eða eldflaugavopnum herskipa sinna!---Ég er ekki að segja að Ísl. sé í mikilli hættu gagnvart Bretlandi - akkúrat núna.
---Heldur að benda á þá afar veiku stöðu sem Ísland stendur frammi fyrir - ef Trump dregur varnarskulbindingar gagnvart NATO löndum til baka!

  1. Mun líklegri lönd eru Kína - eða Rússland, en bæði þau lönd, gætu séð sér hag af að koma sér fyrir hérna, t.d. með her- eða flotastöðvar, eða bæði.
  2. Ísland yfrið nægilega stórt fyrir hernaðarfluvelli, og auðvitað flotahafnir.
  • Kína ætlar í framtíðinni - án vafa að verða heims flotaveldi, ekki síður en Bandar.
  • Og Rússland er greinilega í dag - í þeim fasa, að vera að efla sinn herstyrk og flota.

Ég er að segja -- að það séu líkur á því, að Ísland verði beitt hótunum af 3-landi, hernaðarlega sterku landi --> Ef Trump dregur varnarskuldbindingar Bandar. til baka gagnvart NATO löndum. Þetta getur gerst á kjörtímabili næstu ríkisstjórnar Íslands.

  • Þó að ég óttist Rússland í þessu samhengi -- þá skulum við ekki vanmeta Kína, því líklega leiðir stefna Trumps til nýs kalds stríðs við Kína!

 

Kreppan sem líklega skellur á ef áform Trumps um tollavernd gagnvart Asíulöndum ná fram að ganga, líklega leiðir til heimskreppu og nýs Kalds Stríðs

Kaldastríðs hættan ein og sér er mikil - sérstaklega ef Trump dregur Bandar. út úr NATO.
Þá hefði það að sjálfsögðu mjög miklar afleiðingar á Íslandi - ef stefna Trumps í þeirri viðskiptadeilu er hann vill hefja við Asíulönd - ekki síst Kína; nær fram að ganga.

  1. En ný heimskreppa - sérstaklega sennilega djúp slík. Mundi hafa mjög miklar afleiðingar fyrir ferðamennsku á Íslandi -- leiða fram samdrátt í greininni, og sá mundi hefjast nærri strax og alþjóðleg efnahagskreppa væri hafin.
  2. Verðlag á áli mundi fara niður.
  3. Og sama mundi gilda um verð á fiski.

Hraður hagvöxtur á Íslandi -- mundi á skömmum tíma umpólast í snöggan og líklega djúpan samdrátt.
Og fjöldagjaldþrot í ferðamennsku væru líklega óhjákvæmileg -- í ljósi þess hve mörg fyrirtæki eru að spenna bogann hátt.

  1. Ný ríkisstjórn gæti þá þegar um mitt nk. ár -- staðið frammi fyrir alvarlegri efnahagskrísu.
  2. Og hún gæti skollið á - um svipað leiti, og alvarleg ógn um öryggismál þjóðarinnar gæti að steðjað.

 

Niðurstaða

Er eitthvað sem Ísland getur gert?
Ekkert gagnvart heimskreppunni - ef og þegar hún skellur á.
En það er hugsanlega unnt að skipuleggja viðbrögð við þeirri öryggisógn sem Ísland getur lent í á nk. kjörtímabili.

Viðbrögðin væru þá þau - að fá eitthvað land, eða lönd - til að setja hér upp herstöð.
T.d. ef það væri Rússland er væri með hótanir á Ísland - þá væri það augljós ógn allt í senn fyrir Noreg - Danmörk og Bretland; ef hér væru settar upp rússneskar her-, flota-, og flugherstöðvar.
--Það væri því rökrétt að leita hófanna til þeirra þjóða! Áður en hótanir utanaðkomandi lands - sem við mundum óttast mun meir - væru komnar á mjög alvarlegt stig.

Ef ríkisstjórn VG og Pírata væri til staðar - væri auðvitað kaldhæðið að sjá t.d. utanríkisráðherra VG, ef VG fengi utanríkisráðuneytið, væla í Bretum eða Norðurlandaþjóðum, um uppsetningu herstöðvar!

 

Kv.


Verður áhugavert að fylgjast með réttarhöldum vegna deilu Úkraínu og Rússlands, út af láni sem Yanukovich var þvingaður til að taka af Pútín

Það er nefnilega sannleikur málsins - að öll deilan einkennist alveg frá upphafi af ofbeldi stjórnvalda í Kreml gagnvart landinu Úkraínu.
Ákveðin kaldhæðni í ljósi þess er síðar gerðir, að Yanukovich þáverandi forseti var í reynd -- eitt af mörgum fórnarlömbum Pútíns í málinu!

Ukraine’s ‘you invaded us’ debt non-payment defence

En margir eru búnir að því er virðist að gleyma -- viðskiptaþvingunum sem Pútín beitti Úkraínu, þ.e. stjórn Yanukovich --> Til þess að þvinga Yanukovich að falla frá samkomulagi við Evrópusambandið um fríverslun!

Rétt að benda á, að sá fríverslunarsamningur hafði verið í umræðufarvegi milli ESB og Úkraínu í 8 ár -- og það var einungis er sá samningur var tilbúinn til undirritunar!
---Sem Pútín hreyfði við mótmælum við honum, og hóf þvinganaherferð gegn stjórn Yanukovich.

  • Trixið sem Pútín beitti, er að -- formlega voru þetta ekki þvinganir!
  • En heilbrigðiseftirlit Rússl. -- hóf rannsóknir á meintum göllum á matvælum sem Úkraína hefur lengi selt til Rússlands, og sú rannsókn var látin færa sig upp á skaftið -- stig af stigi.

En allir vita -sem vita vilja- að þetta voru raunverulega efnahagsþvinganir, að Pútín fyrirskipaði þessa "rannsókn."
---Rússn. eftirlitið t.d. einnig rannsakaði fisk sem Ísl. var að flytja til Rússlands, áður en bann Pútíns á innflutningi frá Rússlandi -- tók formlega gildi.
---Þar var Pútín greinilega að - nota matvælaeftirlitið, til þess að beita Ísl. þrýstingi.
Pútín hefur einnig beitt sömu þvingunaraðferð t.d. á Moldavíu -- þ.e. vínútflutning þess lands.
Það eru fjölmörg viðbótar dæmi um slíka notkun á rússn. matvælaeftirlitsins sem ég get nefnt.
---Þessi aðferð virðist í einhverju uppáhaldi hjá Pútín.

Skömmu áður en Yanukovich samþykkti 18ma.Dollara lán -- 3ma. sem hann fékk strax.
---Þá hótaði Pútín að loka fyrir peningasendingar frá Rússlandi til Úkraínu - þá vísa ég til peninga sem Úkraínubúar er starfa í Rússlandi, senda heim til sín.
---Úkraínu þá munaði verulega um það fé!

  1. Þessi atburðarás, augljós tilraun Pútíns til að þvinga Úkraínu að taka aðra ákvörðun um framstíð landsins -- en vilji almennings í Úkraínu stóð til - skóp mikinn þjóðernisæsing innan Úkraínu!
  2. Sá þjóðernisæsingur síðar breyttist í uppreisn almennings í landinu gegn stjórnvöldum í Kíev, er Yanukovich fyrir rest -- lét undan þvinganaherferð Pútín; og samþykkti -- að svíkja eigin þjóð!

En sá samningur er hann undirritaði -- var ekkert minna en landráð!
En sá samningur fól í sér -- umtalsvert fullveldisafsal landsins beint til Pútíns.
Þ.e. innganga í efnahagsbandalag undir stjórn Pútíns!

Til samanburðar þá er samningur Úkraínu og ESB -- sambærilegur við EES samning Íslands!
---Sem ekki felur í sér neitt endanlegt fullveldisafsal!

Þannig að alls alls ekki var um neitt sambærilegan gerning að ræða!

  1. Ef maður rekur söguna áfram, þá varð reiði þjóðarinnar slík -- að mikill mannfjöldi fyllti torg helstu borga landsins, ekki síst í Kíev -- og mannfjöldinn í Kíev hafði þá þrautseigju sem til þurfti, að halda út ítrekaðar tilraunir stjórnar Yanukovich til að brjóta þau mótmæli á bak aftur.
  2. Það sem á endanum síðan gerðist er stjórn Yanukovich féll -- var sá atburður að hluti þinghóps "Flokks Héraðanna" - gekk til liðs við stjórnarandstöðuna!
  3. Þá myndaðist nýr þingmeirihluti -- og sá meirihluti fyrirskipaði að sveitir Innanríkisráðuneytisins mundu leita til sinna búða að nýju, þar með að þær færu frá Kíev.
  4. Þeirri skipan fóru þær sveitir að hlíða þegar sama dag og sú tilskipun var gefin, eftir hádegi daginn eftir -þ.s. Yanukovich var gætt af meðlimum sveita Innanríkisráðuneytisins- þá lagði hann á flótta frá Kíev, er þær sveitir sem gættu hans -- héldu á brott.
    Þannig að hann stóð frammi fyrir handtöku eða valkostinum tafarlausum flótta!
  5. Vikuna á eftir, var mynduð ný ríkisstjórn til bráðabirgða -- og þingið samþykkti tillögu um traust!
    Þannig að sú valdataka var fullkomlega í samræmi við þingræðisreglu, stjórnarskrá landsins og lög landsins.---M.ö.o. að fullyrðingar um valdarán -- sé og hafi alltaf verið lygakjaftæði.

Við þekkjum þær -- hemdaraðgerðir sem Pútín hefur síðan beitt landið!

  1. Þ.e. sérsveitir Rússlandshers, hertóku Krímskaga -- og síðan var þar framkvæmd kosning með "sovéskri aðferð" þ.e. einungis -- einu framboði heimilað að halda uppi kosningabaráttu.
    --Ekkert NEI-framboð heimilað!
    Utanaðkomandi sagt að sú kosning hafi farið með þeim hætti að yfir 90% hafi samþykkt að héraðið gengi í Rússland.
    --Að sjálfsögðu er sú kosning fullkomlega ómarktæk -- ekki unnt að samþykkja hana sem mælingu á vilja íbúa. Sá vilji verður að skoðast þar með -- óþekktur á þeim punkti er kosningin fór fram!
    Kosningin hafi ekkert verið annað en -- eitt af leikritum Pútíns. Til að skapa þá þá yfirborðs ásýnd að vilja almennings á svæðinu hafi verið fylgt.
    --En það þarf mikla einfeldni til að halda því fram, að sá vilji hafi nokkru máli skipt fyrir Pútín -- að auki þarf einnig mikla einfeldni til að trúa því að tölurnar úr kosningunni, hafi verið sannar!
  2. Eftir þetta, þá sendi Pútín til A-Úkraínu fjölda málaliða til að efla til hernaðar gegn stjórnvöldum í Kíev, hefur sá málaliðaher haldið svæðum í A-Úkraínu!
    Með vopnasendingum frá Pútín, og þ.s. málaliðar virðast margir þrautþjálfaðir rússn. hermenn í reynd -- hefur Pútín tekist að halda töluverðum hluta A-Úkraínu.
    ---En þegar Pútín borgar laun þeirra - borgar einnig fyrir vopnin --> Þá eru þetta hans hermenn!
    Þó það heiti ekki formlega að þeir séu hermenn rússn. hersins -- annað dæmi um leiktjöld Pútíns!

    Hið mikla tjón sem stríð Pútíns á hendur Úkraínu hefur valdið -- ásamt beinu ráni á mikilvægum skika lands.
    Hefur að sjálfsögðu valdið verulegu tjóni á efnahag Úkraínu -- auk þess að þau svæði sem málaliða her Pútíns í A-Úkraínu heldur, inniheldur mikilvægar námur auk þess að þau eru hluti af mikilvægum iðnaðarsvæðum Úkraínu.

Það er því alveg fullkomlega rétt hjá stjórnvöldum Úkraínu!
Að það sé Rússland sjálft sem hafi verulega skaðað getu Úkraínu -- til að geta greitt af sínum skuldum.

Að það færi stórfellt óréttlæti að dæma í vil stjórnvöldum í Kreml.

 

Niðurstaða

Eina réttlætið í öllu þessu máli væri að sjálfsögðu að dómur í London falli Úkraínu í vil. Enda hafi lánið sjálf verið í reynd -- þvingað upp á Úkraínu af stjórnvöldum Rússlands. Síðan hafi stjórnvöld Rússlands elft gegn stjórnvöldum Úkraínu her málaliða sem þeirra laun stjórnvöld í Kreml greiða og að auki halda uppi með vopnasendingum, og það stríð hafi valdið Úkraínu efnahagstjóni sem verulega skerði greiðslugetu Úkraínu.
---Þannig að krafa stjórnvalda í Kreml sé í reynd hluti af herferð stjórnvalda í Kreml gegn Úkraínu, sem hafi hafist í reynd mánuðum áður en Viktor Yanukovich hrökklaðist frá völdum.

  • Þetta er hinn sanna saga í málinu.

Á hinn bóginn er mjög útbreiddur lygaáróður sem heldur uppi allt öðrum hlutum.

 

Kv.


Donald Trump lofar að eyðileggja Parísarsamkomulagið til verndar umhverfi Jarðar

Donald Trump hélt ræðu í Bandaríkjunum á fundi með aðilum úr orkuiðnaðinum þar, og eins og Trumð virðist vant - - var hann óspar á yfirlýsingar, og að auki skv. hans venju - óragur við að slá fram loforðum líklegum að orka tvímælis!

Donald Trump’s Energy Plan: More Fossil Fuels and Fewer Rules

Trump vows to undo Obama&#39;s climate agenda in appeal to oil sector

Trump puts fossil fuels at US energy core

Presumptive Republican presidential candidate Donald Trump speaks at a news conference in Bismarck, North Dakota US May 26, 2016.   REUTERS/Jonathan Ernst

Stefnu Trumps í orkumálum má kenna við - "America First" mottóið hans!

En hann virðist gera -orkusjálfstæði- að meginatriði. Samtímis og hann virðist vilja afnema nokkurn veginn - allar takmarkandi reglur sem settar hafa verið til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda!

"Any regulation that&#39;s outdated, unnecessary, bad for workers or contrary to the national interest will be scrapped and scrapped completely,"

Andstaða hans við Parísarsamkomulagið - virðist a.m.k. að hluta snúast um, andstöðu Trumps við reglur -- sérstaklega það að Bandaríkin undirgangist, bindandi reglukerfi.
Ekki síst þó að það reglukerfi sé ekki alfarið undir stjórn Bandaríkjanna!

  1. "The comments painted a stark contrast between the New York billionaire and his Democratic rivals for the White House, Hillary Clinton and Bernie Sanders, who advocate a sharp turn away from fossil fuels and toward renewable energy technologies to combat climate change."
  2. "Trump slammed both rivals in his speech, saying their policies would kill jobs and force the United States "to be begging for oil again" from Middle East producers." - ""It&#39;s not going to happen. Not with me," he said."

Þetta getur ekki verið skýrara!
___Trump sé alfarið andvígur því að Bandaríkin taki þátt í aðgerðum, til að hamla upphleðslu gróðurhúsalofttegunda á plánetunni.

""We&#39;re going to cancel the Paris climate agreement," he said."

Skýrt loforð um að -- eyðileggja Parísarsamkomulagið!

 

Ég skal ekki neita því að ég hef verið skeptískur á að Parísarsamkomulagið haldi

Það er ekki síst vegna hins vaxandi - pópúlisma sem er í gangi, samtímis í Bandaríkjunum og í Evrópu.
---Þegar fólk er svo óánægt sem það er nú í dag -- vegna stöðnunar launaþróunar eða samdráttar þar um, og skorts á störfum.
*Þá sé það mun síður viljugt að færa fórnir.*

Í þessu andrúmslofti er tækifæri til staðar fyrir pópúlista að stíga fram -- og slá fram stórum fullyrðingum.
Það athyglisverða er -- hve auðveldlega Trump kemst upp með, að fullyrða út og suður, en gríðarlega mikið af ósönnum fullyrðingum hafa verið raknar til hans --> En einhvern veginn, hafa engin neikvæð áhrif á vinsældir hans meðal fylgismanna.

Spurning hvort þetta sé vísbending þess sem koma skal!
Að pólitíkusum fjölgi - sem höfði fyrst og fremst til fólks, á tilfinningasviðinu.

En slíkir aðilar einmitt beita klassískri æsinga-tækni, þ.e. þeir eru alltaf reiðir, og þeir eru alltaf að leitast við að efla reiði sinna fylgismanna - aðferðir múgsefjunar.
Þetta hefur einmitt mjög einkennt nálgun Trumps.

Hann höfðar til fólks sem annað af tvennu er atvinnulaust, eða ekki beint í draumastarfinu -- vill betra, fólk sem upplifir - persónuleg vonbrigði.
Og hann lofar því betri tímum!

Hann hagnýtir sér reiði þess -- og sækist stöðugt eftir því að reita það frekar til reiði; því þ.e. einmitt taktíkin að halda áhorfendunum/áhangendunum stöðugt á tilfinningasviðinu.
---Því ef þeir kæmust yfir múgsefjunina, þá kannski tækju þeir eftir því hve mikið af fullyrðingum stangast á og hve mörgu hefur verið logið.

Að auki er það taktík -- að halda fullyrðingunum einföldum.
Því fólk á tilfinningasviðinu -- þarf að ganga á einföldum slagorðum.

 

Niðurstaða

Afstaða Trumps til umhverfismála -- fer þá í langa röð hamfara sem Trump mundi valda ef hann kemst til valda, þ.e. nú er ljóst að hann ef hann verður forseti mun stórfellt skaða baráttu Jarðarbúa við það að draga úr útblæstri gróðurhúsalofttegunda - og líklega þar með hindra með algeru öryggi að 2°C takmarkið geti mögulega náðst.
---M.ö.o. bætist við -- líklega kreppu heima fyrir, ásamt heimskreppu, sem stefna hans ef nær fram mundi valda.
---Ekki má heldur gleyma nær öruggu nýju Köldu-stríði, ef stefna hans í tollamálum nær fram að ganga, en viðskiptastríð við Kína - örugglega leiðir til Kalds-stríðs.
---Að auki, ef hann -labbar frá NATO- þá getur svo farið að Járn-tjaldið verði aftur endurreist í hans forsetatíð!

Næsti forseti gæti þá staðið fyrir virkilega afskaplega breyttri heimsmynd til hins mun verra!

  • Hann virkilega virðist stefna að því að verða mesti hamfaraforseti sögu Bandar.

Fólk sem ætlar að kjósa hann - það vantar ekki bara í það blaðsíður, heldur heilu kaflana!

Kv.


Trump virðist vilja hefja viðskiptastríð við Kína

Það þarf að hafa í huga - að ástandið sem hann talar um fyrir meira en 30 árum, þ.e. þegar Kaldastríðið var í fullum gangi, var með þeim hætti að fyrir utan Evrópu og N-Ameríku, voru iðnvædd ríki sem voru meðlimir að viðskiptakerfi Vesturlanda -- einungis S-Kórea, Japan, Ástralía og Nýja Sjáland.

Sennilega er samanlagður fólksfjöldi þessara landa - ca. 1 milljarður!

  1. Sl. 30 ár hefur orðið gríðarleg bylting, sem felst í iðnvæðingu hagkerfa með samanlagðan fólksfjölda um 3 milljarða manna!
  2. Þessi hagkerfi -- hafa nú öll gerst meðlimir að viðskiptakerfi Vesturlanda!

Þetta er að sjálfsögðu gríðarlega dramatísk breyting!
Og að sjálfsögðu leiðir slík stökkbreyting, til gríðarlegra breytinga á samkeppnisumhverfi landa!

 

Kvörtunin sem heyrist - er að á árum áður hafi Vesturlönd grætt á viðskiptakerfinu; en geri það ekki lengur -- því þurfi að breyta, og Trump lofar að breyta því fyrir Bandaríkin!

Ég er að sjálfsögðu því fullkomlega ósammála, að viðskiptakerfið skaði Bandaríkin!
Trump kvartar sérstaklega undan Kína!
Og þeirri tilfærslu starfa til Kína er hefur orðið!

  1. Það getur enginn neitað því, að mjög mikið af framleiðslustörfum hafa flust til Kína.
  2. En spurningin er um -- tap! Trump segir að þetta sé hreint tap Bandaríkjanna!
  • En þá leiðir hann fullkomlega framhjá sér -- að Kína getur framleitt þann varning mun ódýrar; það sé hvers vegna störfin fluttust þangað!
  • Það þíði m.ö.o. að sömu störf geta ekki haldist í Bandaríkjunum --> Nema með verndartollum, frá þeim sjónarhóli - hefur Trump á réttu að standa, með hugmynd sína um verndartolla - til að færa eitthvað af þeim störfum aftur til baka!
  • En þá hugleiðir hann ekki eitt viðbótar vandamál <--> Sem er nefnilega það, að fyrst að Bandaríkin geta ekki framleitt þann varning nema með hærri kostnaði en Kína, að þá þíðir sú staðreynd að þá mundu verndartollarnir alltaf þurfa að vera til staðar --> Sem þíðir að sjálfsögðu - að sú framleiðsla getur einungis þrifist innan Bandaríkjanna, ef varningurinn bæði innfluttur og sá sem er framleiddur innan Bandaríkjanna er jafn dýr.

Það er hvers vegna --> Að verndartollastefna Trumps, mun lækka lífskjör - ekki hækka þau!
Og að auki --> Yrði sú breyting, varanleg -- ekki skamm tíma.

  1. En vegna þess að tollarnir þurfa alltaf að vera til staðar - til að framleiðslan haldist í landinu --> Þá verður varningurinn alltaf dýrari en hann gæti verið, án tolla!
  2. Þess vegna lækka lífskjörin, með því að varningur sem settur er verndartollur á -- verður dýrari.
    Og þau lækka því meir sem þeim vöruflokkum væri fjölgað.
    Að auki, einnig því meir sem verndartollurinn væri hærri.

 

Það sem hið galopna viðskiptakerfi er að framkalla!

Er að lönd eru farin að sérhæfa sig! En þ.e. rökrétt afleiðing þess að hafa algerlega galopið viðskiptakerfi - og að auki heimila fyrirtækjum að starfa hvar sem þau vilja.
---Sérhæfing auðvitað leiðir til skilvirkni í þessu tilviki.

Það sem Trump mun í raun og veru gera -- er að minnka heildarskilvirkni hagkerfi heimsins.

  1. Þ.e. hluti ástæðunnar af hverju -- aðgerð Trumps mundi valda heimskreppu.
  2. En önnur ástæða er einnig það rask sem verður -- en í dag er gríðarlega mikið flutt af varningi milli landa, og að auki þá nota fyrirtæki íhluti framleidda héðan og þaðan úr heiminum, og í mörgum tilvikum er ekki hægt að skipta um íhlutinn án fyrirvara vegna sérhæfni, þannig að ekki væri í mörgum tilvikum unnt að skipta yfir í hlut framleiddan innan tollamúrs -- fyrr en næsta kynslóð af vöru hefði verið þróuð.
    **Mörg fyrirtæki lenda þá í því, að vara þeirra allt í einu er ósamkeppnisfær!
  3. 3-ástæðan er auðvitað sú, að þegar varningur verður dýrari --> Þá minnkar kaupmáttur almennings. Sem leiðir til minnkunar á neyslu --> Þannig að samdráttur verður í kaupum almennings á varningi.
    --Þess vegna mundi skella á kreppa innan Bandaríkjanna, ef Trump hrindir stefnu sinni í framkvæmd.
    --Og hliðarverkun væri einnig heimskreppa, því að minnkun neyslu í Bandar. vegna tollamúra, mundi einnig skaða efnahags þeirra landa sem selja varning til Bandar. -- sem settur væri verndartollur á!
  • Ef við tökum Ísland sem dæmi --> Þá augljóst græðir Ísland gríðarlega á þessu frjálsa heims kerfi --> En við getum hvort sem er ekki framleitt megnið af hátæknivarningi sem til er --> Þannig að við græðum án nokkurs vafa á að kaupa hann þaðan, hvar ódýrast er að framleiða hann!


Þetta vindur auðvitað sjónum aftur að spurningunni - hvort að almenningur í Bandaríkjunum græðir á alþjóða viðskiptakerfinu, hvort að viðskiptasamningar þeir sem Bandaríkin hafa gert séu tilræði við almenning!

  1. Augljósa svarið er að sjálfsögðu það - að ef verndartollastefna skapar kreppu í Bandaríkjunum.
  2. Ef hún lækkar kaupmátt, ekki bara tímabundið heldur varanlega.
  3. Ef hún fækkar að auki störfum innan Bandaríkjanna.
  4. Ef hún til viðbótar skapar -- heimskreppu.

Þá augljóst hefur almenningur í Bandaríkjunum einhvern umtalsverðan hag af viðskiptakerfinu og viðskiptasamningum þeim sem Bandaríkin hafa gert!

 

Niðurstaða

Það sem menn þurfa að skilja - er að viðskiptakerfið sem sett var á fót af Vesturlöndum, er ekki Merkantilískt kerfi. En Merkantilísk kerfi, eru alltaf sett upp með þeim hætti - að þau færa með skipulegum hætti gróðann til einhvers miðlægs lands sem stjórnar kerfinu.
___Það má nánast skilja kröfu Trumps, að hann vilji að Bandaríkin ástundi Merkantílisma.

COMECON viðskiptakerfi Varsjárbandalagsríkja, var Merkantilískt kerfi - þ.e. stjórnað af Sovétríkjunum, og skipulagt þannig að meðlimalönd þess fúnkeruðu öll sem hluti af hagkerfi Sovétríkjanna, og það voru alltaf stjórnendur Sovétríkjanna er réðu þar öllu.

Vandi við Merkantilísk kerfi -- er að þau krefjast alltaf valds!
Þ.e. einungis unnt að halda uppi með valdi -- dæmi um Merkantilískt kerfi annað, var auðvitað einokunarverslun Dana við Ísland á öldum áður!

Það sést því t.d. vel á því -má kalla fulla sönnun- að alþjóðaviðskiptakerfið er ekki Merkantilískt, að fjölmörg ríki hafa á seinni árum -- sjálfviljug gengið í það!
---T.d. Kína!

Kína er á seinni árum einmitt meðlimur viðskiptakerfis Vesturlanda!
Og þar með orðið "stakeholder" þ.e. hluta eigandi að því!
---Það að semja um aðild Kína, hafi verið mjög snjall leikur.
---Því það tryggi að Kína geri ekki tilraun til þess, að leggja það í rúst!

  1. En það gæti allt breyst með Trump --> En ef Trump tæki upp þá stefnu að leggja einhliða á verndartolla á fjölda vöruflokka sem Kína í dag framleiðir.
  2. Þá mundi hann minnka mjög gróða Kína af sinni þátttöku í viðskiptakerfinu.
  3. Og því vilja þess til þess að starfa innan þess samhengis!

Annars held ég að afleiðing stefnu Trumps yrði án vafa Kalt-stríð við Kína, því að verndartollastefna hans mundi mjög sennilega duga til að skapa kreppu í Kínaveldi -- stjórnendur þess mundu að sjálfsögðu ekki kunna Trump neinar þakkir þar um!
---Síðan mundi Kína, þá þegar fara í það að skapa utan um sig, sinn eigin viðskiptaklúbb!

Þannig að Trump mundi þá framkalla -- klofning Kína ásamt líklegum fylgiríkjum frá viðskiptakerfi Vesturlanda! Og að auki Kalt-stríð við Kína!

 

Kv.


Kína að skapa Bandaríkjunum tækifæri í SA-Asíu - samskipti Víetnams og Bandaríkjanna bersýnilega á hraðferð til betra horfs

Sjálfsagt er það athyglisverðasta við heimssókn Obama til Víetnams - að Obama hafi ákveðið að formlega binda endi á 50 ára langt vopnasölubann á Víetnam!
--Ósk um þetta hafi legið fyrir um nokkur ár frá stjórnvöldum Víetnam!
Þ.e. að sjálfsögðu áhugavert að Víetnam vill geta fjárfest í bandarískt smíðuðum vopnum.
Og ekki síður nú að Bandaríkin hafa gefið grænt ljós með formlegum hætti!

Obama lifts 50-year arms sales embargo on Vietnam

Vietnam Arms Embargo to Be Fully Lifted, Obama Says in Hanoi

Kort sýnir það svæði á Suður-Kínahafi sem Kína heldur fram að það eigi!

https://upload.wikimedia.org/wikipedia/commons/d/de/South_China_Sea_claims_map.jpg

Það er að sjálfsögðu Kína að þakka, þannig séð - að Bandaríkin eru að græða hratt batnandi samskipti við Víetnam undanfarin ár!

Kortið að ofan, sýnir vel -- óskaplega frekjuna í kínverskum stjórnvöldum gagnvart nágrannalöndum sínum við Suður-Kínahaf.

  1. Þeir þykjast eiga nærri allt Suður-Kínahaf, eins og sést - nánast upp að ströndum Víetnams langleiðina Suður fyrir Víetnam.
  2. Síðan einnig þykjast þeir eiga rétt, nánast upp að strönd Malasíu og Brunei, lengst í Suðri.
  3. Og ef það er ekki nóg, þá nær það svæði sem þeir halda því fram að þeir eigi - nánast upp að ströndum Filipseyja.
  • Þeir láta sem að nágrannalöndin - eigi alls engan sögulegan rétt!
    Eða rétt yfir höfuð.
  • Þó hafa þær þjóðir, nema kannski Filipseyjar, verið til staðar sem nágrannar Kína í mörg hundruð ár, Indónesía a.m.k. 1000 ár!
    --Víetnam á einnig gömul réttindi, sem rekja má a.m.k. 1000 ár aftur!
  • Kína var ekkert með siglingar til Indlands fyrir þann tíma!
    --Í tíð svokallaðs Song veldis í Kína, varð Kína mikil siglingaþjóð.
    --En var það ekki á eldri tíð en fyrir tíma Song.

Ástæður Víetnams fyrir nálgun við Bandaríkin eru augljós -- skv. því fornkveðna að "óvinur óvinar míns, sé vinur minn."

Víetnam er að sjálfsögðu ekki að taka ákvörðun um formlega óvináttu gagnvart Kína.
Það sem Víetnam er að gera má líklega kalla "hedging it&#39;s bet&#39;s" þ.e. Víetnam er að sýna Kína fram á -- að Víetnam hafi valkosti, eða nánar tiltekið - valkost.

  1. Það er magnað -ef út í þ.e. farið- að Víetnam sé að stíga þetta skref, í ljósi forsögu samskipta Víetnams og Bandaríkjanna!
  2. En það að Víetnam eigi að síður er að þessu, sýnir hve miklar áhyggjur stjórnvöld í Víetnam hafa, af vaxandi yfirgangi Kínastjórnar gagnvart grönnum sínum.

Það skiptir ekki máli -- hvern þú óttaðist í gær!
Heldur hvern þú óttast í dag -- og á morgun!

  • Og Bandaríkin eiga þetta tækifæri -þannig séð- Kína að þakka!

 

Niðurstaða
Mín skoðun er að nálgun Kína gagnvart grönnum sínum Sunnan við Kína, sé skammsýn. En heimurinn hefur séð þetta áður - þ.e. að rísandi veldi, fyllist hroka og hefji yfirgang við þá eða þau ríki, sem það ríki álítur -peð- sem ættu að bugta sig og beygja fyrir mikilfengleik þess!
--Hinn klassíski mótleikur landa sem hvert um sig er mun veikara en granni sinn, ef sá granni er með yfirgang í vaxandi mæli!

Er einmitt að leita sér að -- sterkum aðila, sem mótvægi.
Og -sem kannski kemur síðar- að grannarnir standa fyrir stofnun bandalags gegn sterka grannanum, sem þeim finnst vera að vaða yfir sig!

Ef Kína heldur áfram að traðka á rétti sinna granna - gæti þetta allt gengið fyrir sig, þ.e. að Bandaríkjunum takist að ná fram auknum áhrifum innan nærsvæðis Kína - með þeim hætti að nágrannalönd Kína leiti eftir stuðningi Bandaríkjanna til mótvægis.
--Það sé þannig séð, gjöf Kína til Bandaríkjanna!
Síðan getur það einnig gerst, að grannar Kína stofni til bandalags! En þó grannarnir hver fyrir sig eigi ekki roð við Kína - þá getur vel verið að sameiginlega eigi þeir ágæta möguleika!
--Bandaríkin gætu þá grætt nýtt stuðningsbandalag, einnig gjöf Kína til Bandaríkjanna!

Eins og ég sagði, að stefna Kína gagnvart sínum grönnum sé - skammsýn.
Það er eins og að einhver þröngsýn öfl innan Kína, séu að ráða of miklu um nálgun Kína á Suður-Kínahafi.



Kv.


Vaxandi pólitískur óstöðugleiki framundan á nk. árum á Vesturlöndum?

Sjálfsagt vita flestir sem fylgjast með fréttum erlendis frá, um hina áhugaverðu kosninganiðurstöðu í Austurríki - þ.s. frambjóðandi andstæður innflytjendum og með verulega neikvæða afstöðu til ESB, komst mjög nærri því að hafa sigur í einvígi 2-ja frambjóðanda í annarri umferð forsetakosninga!

Einungis eftir að utankjörstaðaatkvæði höfðu verið talin, náðust fram úrslit - svo litlu munaði á frambjóðanda Frelsisflokksins, Norbert Hofer, og frambjóðanda flokks Græningja, Alexander Van der Bellen.

Úrslit -- 50,3% / 49,7%.
M.ö.o. einungis 0,6% skilur þá að!

Austrian Far-Right Candidate Norbert Hofer Narrowly Loses Presidential Vote

 

Það sem er athyglisvert við þetta - að báðir frambjóðendur koma frá flokkum í verulegri fjarlægð frá hinni pólitísku miðju

Sleppi því að nota forskeytið -öfga, sem sé að mínu mati, ofnotað í umræðu.

  1. Það sem mig grunar, sé að þetta sé vísbending um framtíðina á Vesturlöndum a.m.k. að einhverju umtalsverðu leiti.
  2. Vegna vaxandi reiði kjósenda - sem líklega verði ekki lát á, gagnvart meintu getuleysi hefðbundinna flokka!

Ég tel að ástæða þessa -- meinta getuleysis, stafi af því.
Að stjórnvöld landanna séu að glíma við ástand, sem þau einfaldlega hafi litla getu til að hafa stjórn á!
Þannig að í reynd - skipti afar litlu máli hver verði við völd, út frá þeim sjónarhóli að snúa þeirri þróun við sem fólk sé óánægt með!


Ég er að vísa til hægrar en stöðugrar hnignunar millistéttarinnar á Vesturlöndum sl. 20 ár!

Málið er að ég á fastlega von á því að þessi hæga en stöðuga hnignun haldi áfram, nk. 20 ár!
Vegna þess að baki henni séu þættir, utan valdsviðs stjórnvalda á Vesturlöndum að ráða við!

  1. Þetta þíðir, að líkur séu á vaxandi pópúlisma í pólitík á Vesturlöndum, eftir því sem fleiri einstaklingar -- sjá tækifæri í að lofa því að leysa málin, bara ef þeir fá að komast að!
  2. Á sama tíma, þá tel ég engar líkur á að þeir einstaklingar er þannig bjóða sig fram, séu líklegir til þess að hafa lausnir upp á að bjóða sem virka!

Þetta stafi af því -- hver sé akkúrat undirrót vandans!
Að grunnástæðan sé þess eðlis -- að ekkert í valdi stjórnvalda á Vesturlöndum, fái þá þróun stöðvaða.


Ég er að sjálfsögðu að vísa til iðnvæðingar risahagkerfa í Asíu, og annarra stórra hagkerfa í Asíu -- er samanlagt hafa íbúafjölda yfir 3000 milljón!

Það sé inðvæðing þeirra landa sem slík -- sem sé að skapa vandann, hnignun millistéttarinnar á Vesturlöndum.
Og ég sé ekki að sú þróun snúist við, meðan að sú iðnvæðing þeirra landa heldur áfram!
Og fátt bendi til annars, en að sú iðnvæðing stöðvist ekki, heldur sé enn að breiðast út til sífellt fleiri landa!

M.ö.o. -- ástandið haldi áfram að ágerast!
Fátt bendi til annars en svo haldi fram áfram.

 

Hugmyndir Trumps um að leysa málið, munu ekki það gera - einungis gera vandann enn verri! Og það með hraði!

En ég held að við getum einungis valið -- hæga hnignun, eða hraða!
Hæg hnignun -- sé áframhald þeirrar sömu efnahagsstefnu er hefur verið ráðandi í heiminum sl. 20 ár!
Hröð hnignun -- yrði ef hugmyndir Trumps næðu fram að ganga, og annarra pólitíkusa með sambærilegar hugmyndir, um verndartolla og haftakerfi.

En verndartollar muni fyrst og fremst hafa þau áhrif -- að skerða lífskjör með hraði.
Þó tæknilega sé unnt að fara í það ferli -- að byggja upp atvinnustarfsemi baki tollamúrum.

Þá mundi slík uppbygging taka mörg ár -- og aldrei skila töpuðum lífskjörum aftur til baka, vegna þess að þau lönd sem mundu setja tollamúra á Asíulönd með mun lægri laun, mundu aldrei geta framleitt sambærilegan varning fyrir nándar nærri sambærileg verð!
---Þannig að það yrði varanlegt umtalsvert tap á kaupmætti launa.

Að auki mundu þær hugmyndir -- skapa heimskreppu nánast á nóinu.

 

Niðurstaða

Hraður vöxtur risahagkerfa Asíulanda veldur hnignun millistéttarinnar á Vesturlöndum, vegna þess að uppbygging þeirra hagkerfa -- eykur gríðarlega samkeppni um störf, um framleiðslu og ekki síst um auðlindir á plánetunni.
Eftir því sem fleiri hagkerfi iðnvæðast, þá ágerist þessi samkeppni enn frekar, sem rökrétt skapar enn frekari hnignun millistéttarinnar á Vesturlöndum.
Vegna þess að það sé sjálf iðnvæðing þessara risahagkerfa sem sé grunn orsök hnignunarinnar -- þá sé eðlilegt að pólitíkin á Vesturlöndum standi ráðþrota; einfaldlega vegna þess -- að líklega er ekki til nein sú lausn sem getur snúið henni við!

Hnignun millistéttarinnar á Vesturlöndum hafi sennilega alltaf verið óhjákvæmileg, um leið og þessi risahagkerfi fóru að byggja sig upp.
En meðan að það hnignunarskeið stendur yfir -- má búast við því grunar mig, að kosningaúrslit af því tagi sem við sáum í Austurríki - verði mun oftar!

Því rökrétt mun almenningur á Vesturlöndum, verða sífellt reiðari - og því sífellt líklegri að leita lengra út á pólitíska jaðarinn!
--Að sjálfsögðu, þegar þeir flokkar einnig ráða ekkert við vandann!
*Þá auðvitað leita stjórnmálin aftur sennilega í hring.*

M.ö.o. að tímabil pólitísks óstöðugleika á sé sennilega framundan á Vesturlöndum.


Kv.


Clinton/Sanders á atkvæðaseðilinn fyrir Demókrataflokkinn nk. haust?

Staða Bernie Sanders miðað við þann fjölda sem hann og Hillary Clinton hafa tryggt sér af fulltrúum í atkvæðagreiðslum í prófkjörum Demókrata í hinum ýmsu fylkjum -- virðist nú fullkomlega vonlaus!
--En samt miðað við fréttir - þá er hann að halda áfram baráttunni af fullum krafti:
Sanders steps up feud with Democratic establishment

Hillary Clinton and the ghost of Ralph Nader

 

Spurning hvað Bernie Sanders vill?

  1. Fyrsta lagi er ég algerlega öruggur, að hann vill ekki trump -- þegar hann segir, að næstu kosningar ættu ekki að vera um "the lesser evil" þá er hann að sjálfsögðu ekki að meina að Trump sé það.
  2. Það þíðir, að hann ætlar alveg örugglega ekki - að fara fram sem óháður; og þar með tryggja að Trump nái kjöri.

Nú hefur Trump næstum alveg tekist að sameina sinn eigin flokk sér að baki.
Og Repúblikanar eru næstum alveg hættir - að gagnrýna Trump á opinberum vettvangi.

Á sama tíma, hefur Trump þegar snúið sér að Clinton.
Samtímis er Bernie Sanders -- enn að keyra á fullu á Clinton gagnrýni.

Milli - 2ja elda, er fylgi Hillary Clinton að láta undan síga!
Mælist nú nánast enginn munur á hennar fylgi og fylgi Trumps.
Jafnvel komin ein könnun, sem sýnir hann með örlítið meira.

Það sem ég held að vaki fyrir - Bernie Sanders.
Sé að ná fram sem mestu af sinni stefnu!
Þvinga m.ö.o. Clinton og flokkinn, til að semja við hann!

En til þess að ná því fram sem hann vill!
Þurfi hann að ástunda -- "brinkmanship" þ.e. skapa nægilega hræðslu í herbúðum yfirstjórnenda Demókrataflokksins - að það geti verið að þeir tapi nk. haust.

Það er einmitt hvað mig grunar að Bernie Sanders sé að gera!
Að leitast við að ná eins miklu fram -- og hann mögulega getur!

Spurning hvort það geti farið þannig:

  1. Clinton til forseta!
  2. Sanders til varaforseta!

En fjöldi stuðningsmanna Sanders -- virðist líklegur að kjósa Trump.
Ef það heldur áfram að halla undan stuðningi við Hillary -- og Trump virðist líta jafnvel sigurstranglegur út.

Er aldrei að vita -- nema að í örvæntingu, samþykki flokkurinn og Clinton - jafnvel þetta!
---A.m.k. væri eitt ljóst, að ef fylgismönnum Sanders væri alvara með stuðning við hann, þá ættu þeir að kjósa hann og Clinton á sama seðlinum!

 

Niðurstaða

Spurning hvort að Sanders geti tekist að gera flokkinn sinn nægilega örvæntingarfullann, og náttúrulega Clinton einnig - til að samþykkja annað af tvennu, að Clinton taki inn vinstri sinnaða ráðherra - a.m.k. einn eða tvo, í mikilvægar ráðherrastöður.
--Eða jafnvel það, að hún og flokkurinn samþykki - að Sanders verði varaforsetaefni Demókrata.

Ekki veit ég hvort að það sé það sem Sanders vill!
Eða mundi geta hugsað sér -- en áframhaldandi barátta hans, hefur einhvern tilgang.
Og ég hef ekki trú á því að hans tilgangur sé sá að tryggja kosningu Trumps.

 

Kv.


Hvernig Trump gæti startað 3-Heimsstyrrjöldinni, án þess að ætla sér það

Margir virðast halda -- að Trump ætli sér að spila svipaðan leik og Neville Chamberlain.
---Chamberlain var ekkert illmenni, og hann ætlaði sér sannarlega að - tryggja frið.
---Þó að afleiðingarnar af friðarkaups-stefnunni, hafi verið akkúrat þveröfugar!

Er þeir tala um meinta friðastefnu Trumps gagnvart Pútín!

Skv. frétt virðast uppi hugmyndir meðal sumra stjórnmálamanna, að hefja nýja friðarkaupsstefnu - - Nato divided over renewing Russia talks

 

 

 

Ætlar Trump að vera Chamberlain hinna síðari tíma?

3-Heimsstyrrjöldin gæti haft eftirfarandi upphaf!

  1. Trump ákveður að bæta samskipti sín við Pútín, með því að tjá Pútín það að hann líti ekki á hernaðar uppbyggingu Pútíns sem ógn.
    --Síðan til að sýna Pútín að Trump vilji bara frið.
    Þá taki Trump þá ákvörðun að -- lísa því yfir að Bandaríkin ætli að mestu að draga herlið sitt frá Evrópu, og hætta að fjármagna hervarnir NATO.
  2. Pútín að sjálfsögðu, tjái Trump - að honum sé einungis friður í huga!
    Og kemur fram með tilboð til Trumps - um sameiginlegar aðgerðir gegn ISIS innan Sýrlands - til að sýna þann friðarvilja í verki.
    --Trump samþykki, og eftir nokkra mánuði hefur Trump fært nægilega fjölmennt bandar. herlið til Sýrlands - til þess að styðja við sameiginlega herför þar.
  3. En um svipað leiti, er sú sameiginlega aðgerð er hafin, hefji Pútín skipulegar ógnanir gegn A-Evrópulöndum, og tilfærslu á herstyrk í nálægð við þeirra landamæri -- á sama tíma, setji sendifulltrúar Pútíns fram kröfur til sömu landa; um umtalsverðar tilslakanir þeirra landa gagnvart Rússlandi.
    ---T.d. um rússn. herstöðvar innan þeirra landa.
    ---Um viðskiptatengsl við Rússland, undir stjórn Rússlands.
    M.ö.o. um leppríkisvæðingu þeirra landa!
  4. Ef Trump þá bregst ekkert við -- vegna þess að hann t.d. sé með fókusinn annað.
    --Segjum t.d. að Pútín tjái Trump að markmið Rússlands séu eingöngu að tryggja öryggi Rússlands -- að Pútín hafi engin markmið um að þrengja að lýðræði í þeim löndum.
    --Og hann getur haldið því fram, þó augljóst rangt væri, að enginn munur væri á þeim viðskiptum er hann væri að bjóða þeim - og ESB aðild.
  5. Segjum að Trump, með athyglina við Sýrland - meðan að Pútín dásamar hans leiðtogasnilld, og þann frið við Rússland sem hann hafi skapað - og hvernig sameiginleg aðgerð landanna sé að ganga milli bols og höfuðs á ISIS.
    ---Að Trump geri ekkert í því að hasta á Pútín út af aðgerð hans gegn A-Evr. löndum.
  6. Þá mundi Pútín líta svo á - ekki ósennilega - að hann gæti sent herlið sitt inn í þau A-Evrópulönd, sem væru nægilega varnarlega séð veik - til þess að 150þ. manna vel vopnaðar hraðsveitir rússn. hersins -- gætu framkvæmt hernám á skömmum tíma.
    ---Hann mundi þó fyrst - senda sendimenn sína með frekari hótanir, þ.s. hann mundi hóta þeim löndum mikilli eyðileggingu, ef þau mundu -berjast- en engri ef þau mundu skipa herjum sínum, að -sýna enga mótspyrnu.-
  7. Sennilega tæki þá Pútín Eystrasaltlönd án -- þess að nokkur veruleg átök verði.
    --Sama gæti gilt um lönd eins og Moldavíu og Búlgaríu - að hernám gæti farið nær alveg friðsamlega fram!
    --En sterkar líkur væru á að einhver A-Evr. landa mundu berjast -- þó að líkur á vel heppnaðri vörn væru litlar t.d. fyrir Slóvakíu og Rúmeníu.
  8. En, ef einhver landanna sem Pútín réðist inn í - mundu beita herjum sínum til varnar!
    ---Þá væri þar með hafið stríð í Evrópu, eins og 1939 síðla haust það ár.
    *Þá stæði Trump frammi fyrir þeim valkosti, að standa utan við það - eða ekki.*
  9. En um leið og stríðsátök væru hafin -- gætu V-Evr. lönd ekki brugðist með öðrum hætti við, en að hefja -- allsherjar hernaðarvæðingu!
    ---Full stríðs átök í Evrópu mundu þá blasa við!
    *En aðildarlönd ESB gætu vart leitt hjá sér -- innrás í meðlimalönd, þó ESB sé ekki hernaðarbandalag - þá án efa mundu Evrópulöndin leitast við að halda utan um NATO eins og þau gætu, þó Trump -- gengi í burtu.*
  10. Og það hernaðarbandalag, er væri þá Evrópuríkja einna -- gæti ekki litið hjá slíkum innrásaraðgerðum!
    --nema að glata öllum hugsanlegum trúverðugleika <--> Þannig að yfirlýsingar um stríð mundu sennilega berast til Pútíns, eins og þær bárust haustið 1939 til Hitlers.
    Sem hæfi þá fullar stríðsaðgerðir gegn Evrópulöndum!

Ég er að tala um - hefðbundið stríð, ekki kjarnorku!
__En ég efa að Frakkland og Bretland gengju það langt, að hóta beitingu kjarnavopna á þeim punkti.

Þá stæði heimurinn frammi fyrir mjög svipuðu ástandi, og 1939-1940, að stríð væri hafið í Evrópu!
En Bandaríkin stæðu fyrir utan það!

En mig grunar að í þeirri sviðsmynd -- mundi Trump bogna undan hótunum Pútíns.
Að ef hann hæfi fullan stuðning við Evrópu í átökum við Rússland -- þá þíddi það kjarnastríð og heimsenda!

Þannig sannaði Trump sig sem -- þá heybrók sem hann sennilega er!
---Án aðstoðar Bandaríkjanna mundi rússn. herinn sennilega sækja langt fram, ná jafnvel Póllandi öllu og inn í Þýskaland jafnvel!
Hernema öll löndin þar á milli!

  • Góð spurning hve mörg önnur lönd mundu bætast í það stríð.
    --Ástralía og Kanada ásamt Nýja Sjálandi, hafa t.d. alltaf fylgt með Bretlandi, ef það lendir í stríði.

Þá værum við með raunverulega Heimsstyrrjöld!
---Og gríðarlega hættu á kjarnorkuátökum, þ.s. bæði Frakkland og Bretland eru kjarnorkuveldi.

 

Niðurstaða

Málið er að ég er algerlega viss, að ef Chamberlain hefði þess í stað að gefa eftir Hitler -- staðið þétt með Tékkóslóvakíu.
---Þá hefði Hitler ekki getað hafið Seinna Stríð haustið 1939, og jafnvel ekki heldur 1940 eða síðar!
M.ö.o. að ágætar líkur væru á því, að stríð hefði ekki hafist í Evrópu.

Ég er nokkuð viss að auki, að svo lengi sem Bandaríkin standa þétt að baki NATO.
---Sé stríðshætta í Evrópu ekki fyrir hendi.
Og þar með ekki nein umtalsverð hætta á 3-Heimsstyrrjöldinni, þó að Rússland og Bandaríkin séu að fjölga hermönnum!

Þá sáum við miklu meiri herstyrk í Kalda-stríðinu, án þess að stríð yrði.
Þá reyndist það einmitt aðferðin, að halda uppi fullum varnarstyrk --> Sem án vafa forðaði þeirri hugsanlegu útkomu að Sovétríkin létu freystast!

Það sé einmitt málið --> Að friðarkaupsstefna hafi fullkomlega öfug áhrif á einræðisríki.
--Að skapa þá hugmynd að mótaðilinn sé viljalaus - og þ.e. þá sem hættan á ofmati á sinni stöðu magnast hjá þeim einræðisherra.

 

Kv.


Næsta síða »

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.1.): 10
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 65
  • Frá upphafi: 859307

Annað

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 57
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 10

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband