Clinton/Sanders á atkvæðaseðilinn fyrir Demókrataflokkinn nk. haust?

Staða Bernie Sanders miðað við þann fjölda sem hann og Hillary Clinton hafa tryggt sér af fulltrúum í atkvæðagreiðslum í prófkjörum Demókrata í hinum ýmsu fylkjum -- virðist nú fullkomlega vonlaus!
--En samt miðað við fréttir - þá er hann að halda áfram baráttunni af fullum krafti:
Sanders steps up feud with Democratic establishment

Hillary Clinton and the ghost of Ralph Nader

 

Spurning hvað Bernie Sanders vill?

  1. Fyrsta lagi er ég algerlega öruggur, að hann vill ekki trump -- þegar hann segir, að næstu kosningar ættu ekki að vera um "the lesser evil" þá er hann að sjálfsögðu ekki að meina að Trump sé það.
  2. Það þíðir, að hann ætlar alveg örugglega ekki - að fara fram sem óháður; og þar með tryggja að Trump nái kjöri.

Nú hefur Trump næstum alveg tekist að sameina sinn eigin flokk sér að baki.
Og Repúblikanar eru næstum alveg hættir - að gagnrýna Trump á opinberum vettvangi.

Á sama tíma, hefur Trump þegar snúið sér að Clinton.
Samtímis er Bernie Sanders -- enn að keyra á fullu á Clinton gagnrýni.

Milli - 2ja elda, er fylgi Hillary Clinton að láta undan síga!
Mælist nú nánast enginn munur á hennar fylgi og fylgi Trumps.
Jafnvel komin ein könnun, sem sýnir hann með örlítið meira.

Það sem ég held að vaki fyrir - Bernie Sanders.
Sé að ná fram sem mestu af sinni stefnu!
Þvinga m.ö.o. Clinton og flokkinn, til að semja við hann!

En til þess að ná því fram sem hann vill!
Þurfi hann að ástunda -- "brinkmanship" þ.e. skapa nægilega hræðslu í herbúðum yfirstjórnenda Demókrataflokksins - að það geti verið að þeir tapi nk. haust.

Það er einmitt hvað mig grunar að Bernie Sanders sé að gera!
Að leitast við að ná eins miklu fram -- og hann mögulega getur!

Spurning hvort það geti farið þannig:

  1. Clinton til forseta!
  2. Sanders til varaforseta!

En fjöldi stuðningsmanna Sanders -- virðist líklegur að kjósa Trump.
Ef það heldur áfram að halla undan stuðningi við Hillary -- og Trump virðist líta jafnvel sigurstranglegur út.

Er aldrei að vita -- nema að í örvæntingu, samþykki flokkurinn og Clinton - jafnvel þetta!
---A.m.k. væri eitt ljóst, að ef fylgismönnum Sanders væri alvara með stuðning við hann, þá ættu þeir að kjósa hann og Clinton á sama seðlinum!

 

Niðurstaða

Spurning hvort að Sanders geti tekist að gera flokkinn sinn nægilega örvæntingarfullann, og náttúrulega Clinton einnig - til að samþykkja annað af tvennu, að Clinton taki inn vinstri sinnaða ráðherra - a.m.k. einn eða tvo, í mikilvægar ráðherrastöður.
--Eða jafnvel það, að hún og flokkurinn samþykki - að Sanders verði varaforsetaefni Demókrata.

Ekki veit ég hvort að það sé það sem Sanders vill!
Eða mundi geta hugsað sér -- en áframhaldandi barátta hans, hefur einhvern tilgang.
Og ég hef ekki trú á því að hans tilgangur sé sá að tryggja kosningu Trumps.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 27
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 26
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband