Geta vinstri flokkarnir raunverulega unnið gegn hneigð íslenskra fyrirtækja og fjárfesta, að færa fjármagn úr landi í skattaskjól?

Það sem þarf að hafa í huga, eru reglur -Innra Markaðar ESB- sem gilda á Íslandi í samræmi gildandi lög um gildistöku svokallaðs, EES samnings frá 1993: Lög um Evrópska efnahagssvæðið.

4. kafli. Fjármagn.
40. gr. Innan ramma ákvæða samnings þessa skulu engin höft vera milli samningsaðila á flutningum fjármagns í eigu þeirra sem búsettir eru í aðildarríkjum EB eða EFTA-ríkjum né nokkur mismunun, byggð á ríkisfangi eða búsetu aðila eða því hvar féð er notað til fjárfestingar.

Lykilatriðið í þessu er líklega orðalagið - "...engin höft vera milli samningsaðila..." - en ákvæði EES þ.e. reglur Innra Markaðar ESB gilda þá einungis milli landa undir lögsögu ESB og undir lögsögu EFTA.

  1. Þannig að sennilega -- þegar kemur að skattaskjólum, t.d. Tortola - sem er undir breskri lögsögu.
  2. Þá getur ESB -- sett reglur, sem síðan gilda á Íslandi með tíð og tíma, eftir að Alþingi hefur innleitt breytingar á EES í ísl. lög.
  • Á hinn bóginn -- geti Ísland líklega ekki sett einhliða takmarkandi reglur um flutninga á fjármagni frá Íslandi -- til skattakjóla undir lögsögu aðildarríkja ESB eða EFTA.

Aftur á móti má vel vera -- að annað sé uppi á teningnum, þegar kemur að landi eins og --> Panama, sem ekki er undir lögsögu nokkurs aðildarríkja ESB.
---Þá að sjálfsögðu ekki heldur samningsaðili í ljósi EES samningsins.

Þá gilda ákvæðin að ofan, væntanlega ekki.
Og þá væntanlega er það einungis spurning um það, hvort eða að hvaða leiti, aðgerð Íslands gegn skattaskjóli -- hugsanlega rekst á skuldbindingar Íslands gagnvart - Heimsviðskiptastofnuninni.

En, auðvitað ef land er ekki meðlimur hennar, meðan að við erum -- þá gilda reglur þeirrar alþjóða stofnunar ekki.
---Ég einfaldlega þekki ekki reglur "WTO" til að geta fellt um það dóm!
---Hvort að Ísland getur takmarkað fjármagnsflutninga til tiltekinna meðlimaríkja "WTO."

En það getur vel verið - að það sé ekki mögulegt, þ.e. brjóti reglur stofnunarinnar - sem Ísland hafi undirgengist eftir að Ísland gerðist meðlimur fyrir nokkrum árum.

Ef svo er -- þá getur Ísland einungis beitt einhliða takmörkunum á flutning fjármagns til tiltekinna landa --> Sem ekki eru "WTO" meðlimir!

Þá skiptir engu máli hvaða ríkisstjórn væri við völd!
Ef málum er þannig við komið.

 

Niðurstaða

Ég hef veitt athygli þeirri umræðu að það þurfi að skipta ríkisstjórnarflokkunum út, svo að vinstri flokkar geti tekið við - m.a. til að stöðva meint útflæði fjármagns úr landi frá fyrirtækjum í sjávarútvegi; sem skv. algengum ásökunum eru að færa fjármagn til skattaskjóla til að losna við greiðslur skatta hér.

Ég þekki ekki hvort nokkuð er hæft í þeim algengu ásökunum.
Á hinn bóginn er ljóst -- að skv. ísl. lögum er fyrirtækjum í sjávarútvegi óheimilt að færa hagnað úr landi -fyrir skatt- en eftir að sá hefur verið skattlagður reglum skv.

Þá gilda reglur EES -sjá að ofan- og skiptir þá engu máli hvaða flokkar stjórna landinu.

Fyrir utan EES, er Ísland einnig meðlimur að Heimsviðskiptastofnuninni eða "WTO."
--Ég þekki ekki reglur hennar, en ég veit a.m.k. að innan þeirra eru takmarkandi ákvæði er minnka verulega rétt meðlimaríkja - til að leggja á takmarkanir á viðskipti meðlimaþjóða á milli, og mér virðist mjög sennilegt að þær reglur einnig inniberi einhver takmarkandi ákvæði er kemur að rétti meðlimaþjóða til að takmarka flutninga á fjármagni - til tiltekinna meðlimalanda.
--Það yrði þá að fara í stúdíu á þeim reglum, til að svara því hvaða hugsanlegt svigrúm til athafna þær reglur veita stjórnvöldum hér.


Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sko, þessi skoðun þín jafnast á við argasta "kommúnisma", svo ekki sé annað sagt. Hér á norðurlöndum borgum við yfir 50% af launatekjum okkar í skatt. Og við fáum ekki einu sinni helming þessa, aftur í formi læknisþjónustu eða annarra aðgerða fyrir hönd almennings. Og fólk sem stundar viðskipti er ekki að því, með þeim ásettningi að tapa fé sínu. Ef einhver viðskipta aðili, græðir 10% á að selja þér vöru, sem hann þarf síðan að greiða í beina og óbeina skatta ... segir það sjálft sig, að maðurinn væri algert fífl, ef hann hefði viðskipti á Íslandi yfir höfuð.

Og að segja annað eins fleipur, eins og að einhverjar tekjur manna á Íslandi, séu ekki "skattaðar" er alveg frásinna. Landið, ásamt öðrum Norðurlöndum, er skattað á virðisaukaskattinn ofan á launaskattin ... þannig að það fer ekki sú króna í gegn, neins staðar ... að ekki hafi verið af henni tekið í einhvern skatt, eða annan.

Eins og svo oft áður, er EKKERT af þessu ólöglegt. Bömmer!

Ég veit vel að menn eru að leita sér að "afsökun" fyrir að láta forsætisráðherra segja af sér.  "Hann laug að okkur"... hvaða hálfviti, heldur að pólitíkus segi sannleikan um eitthvað ... sem manni kemur ekkert við. Á hann kanski að gefa þjóðinni reglulega yfirlýsingar hversu oft hann fer upp á kelluna sína líka, eins og hinir góðu herrar í Bandaríkjunum þurfa. Þar sem þeir hrópa "almáttugur, hann fór á vændishús ... og fékk sér einn! glæpur!". Öskra þeir allir með tölu ... mann greyið þurfti að losa við þarfir sínar, og fór á næsta kamar ... og af þessu varð úr ... skítalykt! hræðilegt!

Og að þetta sé óheiðarlegt ... heirðu kallinn, þetta var notað til þess að fá fjárvesta hér til að fjárfesta fé sínu í uppbyggingu á þriðja heims ríkjum. Rússland-fonden ... gaf af sér, um 50% í fleiri ár. Kína, Víetnam ... Afríka ... heldur þú, að einhver fjárfesti hafi farið að ausa fé sínu á þessa staði ef ekki hafi fengist af því "auður". Menn sköpuðu þessi "skattaskjól" til að auka kapitaliska stefnu fyrir uppbyggingu þriðja heims ríkja.

Í öðrum pistli, talar þú fyrir aukinni uppbyggingu þriðja heims ríkja ... sem ekki getur gerst, nema með lánsfé auðkýfinga. Í enn öðrum pistli, talar þú um einkavæðingu fyrirtækja, sem einhvers konar betrumbætur.  Öll þessi atriði stangast á við þennan pistil þinn hér. Tökum sem dæmi Norðurlönd og einkavæðingu innan heilsukerfisins.  Fullt af hjúkrunarfólki sagt upp, og sama fólk leigt aftur á þreföldum kostnaði. Og svo ertu að óskapast yfir skattaskjólum? á meðan þú ert að hampra að menn arðræni almenning í landinu! Tökum sem dæmi, rafmagnslínur á Norðurlöndum ... sem voru byggðar fyrir skatt almennings, og þurfa lítils sem einskis viðhalds.  Selt fyrir slikk eins og bankarnir á Íslandi, og síðan leigt almenningi fyrir OKURFÉ.

Þetta kallast arðrán ... það er verið að ræna almenning. Og það sem meira er, Einar ... að þrátt fyrir sölu á fyrirtækjum ríkisins, til einka aðila ... minnkar ekki skatta álag á almenning.

Sko, hver einasti haĺfviti á þessari jörð myndi koma fé sínu í skattaskjól, ef hann hefði fé fyrir hendi, og tækifæri til þess.  Þetta myndir þú sjálfur gera, sem og ég og allir aðrir ... og þess vegna er allt þetta tal, hræsni. Gamalgróin afbrýðisemi, sem tröll ríður öllum norðurlöndunum.

Forsætisráðherra landsins, sem og allir aðrir þjóðarleiðtogar ... er skipstjóri á þjóðarskútunni. Hvað maðurinn gerir á salerninu, eða hvort hann telji silfur í klefa sínum, kemur lítið hæfni hans í að sigla skútunni við. En til þess að vera dombær á það, hvort svo sé eður ei ... þarf þjóðin að hafa einhverja stefnu í þjóðarmálum.  Hvert á að sigla skútunni ... að segja "Ekki til patreksfjarðar!" er ekki stefna fyrir þjóðarskútuna ... heldur stefnuleysi. Og að ráðast á manninn, með eitthvert tilbúið fleipur eins og Panamaskjölin ... einungis til þess að koma honum frá, ber vott um vanhæfni áhafnarinnar. Hér er um að ræða persónulegan ágreining, sem dregur athyglina frá stefnu þjóðarskútunnar.  Og beinir henni að vafasömum málum, þar sem engar skýringar eru gefnar á "fortíð" þessarra mála, né afleiðinga þeirra eða afleiðinga að afnema þetta. Einungis er einblýnt að "tilfinningum" mann, en ekki hugvits.

Slíkt er varla heillarvænlegt fyrir þjóðina í heild sinni.

Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 18.5.2016 kl. 00:58

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.5.): 44
  • Sl. sólarhring: 52
  • Sl. viku: 545
  • Frá upphafi: 847266

Annað

  • Innlit í dag: 44
  • Innlit sl. viku: 520
  • Gestir í dag: 44
  • IP-tölur í dag: 42

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband