Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2016

Brjáluð hugmynd -- Sigmundur Davíð í framboð til forseta Íslands?

Tek fram - að mér hefði sjálfum ekki dottið þetta í hug, ef vinnufélagi minn hefði ekki stungið upp á þessu, sjálfsagt eins mikið sem grýn sem alvara.
Síðan einhvern veginn hætti þessi hugmynd ekki að láta mig vera þann daginn!

13 frambjóðendur og 9 undir feldi

SDG að flytja áramótaávarp forsætisráðherra - forsetalegasta myndin sem ég fann!

http://kjarninn.s3.amazonaws.com/old/2014/11/sigmundur-3-0.png

Forsetaframboð eru víst þegar orðin 15 talsins!

-Andri Snær Magnason, rifhöfundur
-Ari Jósepsson, vídjóbloggari
-Ástþór Magnússon, athafnamaður
-Bæring Ólafsson, athafnamaður
-Elísabet Jökulsdóttir, rithöfundur
-Guðmundur Franklín Jónsson, athafnamaður
-Guðrún Margrét Pálsdóttir, hjúkrunarfræðingur
-Halla Tómasdóttir, athafnakona
-Heimir Örn Hólmarsson, rafmagnstæknifræðingur
-Hildur Þórðardóttir, þjóðfræðingur 
-Hrannar Pétursson, fyrrverandi framkvæmdastjóri hjá Vodafone
-Sturla Jónsson, vörubílsstjóri
-Vigfús Bjarni Albertsson, sjúkrahúsprestur 
-Þorgrímur Þráinsson, rithöfundur

Málið er að - - tækifæri Sigmundar Davíðs getur einmitt legið í því hve margir frambjóðendur eru orðnir, annars vegar og hins vegar, í því að þeir eru ívið fleiri vinsta megin línunnar.

  1. SDG er að sjálfsögðu gríðarlega þekktur einstaklingur, það gefur honum sjálfkrafa forskot - alveg burtséð frá því að mörgum er samtímis í nöp við hann, jafnvel svo að það geti verið fleiri í þeim hóp en fylla hóp vina hans og aðdáenda.
  2. Það er enginn vafi á að hans framboð mund vekja gríðarlega athygli - algerlega óhjákvæmilega, og því - umtal.
    Nánast svo, að SDG þyrfti sennilega að verja mjög litlu fé til að auglýsa sitt framboð, eða hvað það stæði fyrir.
    Því svo margir aðilar mundi keppast um að ræða um hans framboð.
  3. Ég held að möguleikar SDG séu raunverulega til staðar -- einmitt vegna þess hve vinstri fylgið er klofið -- þeir sem eru hægra megin pólitískt séð þegar með yfirlýst framboð, eru miklu mun minna þekktir einstaklingar - og sennilega með minna persónufylgi.
  • Hans skæðasti keppinautur gæti verið -- Andri Snær.

En Andri Snær virðist mér af þeim sem þegar hafa lýst yfir framboði - líklegastur til að fá umtalsvert fylgi.
Ef SDG færi í framboð - þá held ég að áhuginn á forsetakosningunum mundi magnast, því að framboð SDG yrði sennilega það umdeilt, að umræðan um forsetakosningarnar í heild, mundi verða stórfellt meiri með SDG inni sem frambjóðanda.Ekki viss hvort það væri gott eða slæmt fyrir framboð SDG -ef af yrði- en slík aukin umræða, gæti einnig leitt til aukinnar þátttöku kjósenda þegar verður kosið.

  • Þetta gæti endað sem keppni milli þeirra tveggja, þ.e. SDG og Andra Snæs.

Hvernig sem það á endanum færi - þá yrði útkoman án efa mjög áhugaverð kosningabarátta.

 

Niðurstaða

Svona til gamans ef það mundi fara þannig að SDG mundi bjóða sig fram til forseta og ná kjöri, að ef það hittir svo á að Píratar og Vinstri Grænir mynda ríkisstjórn eftir nk. þingkosningar -- þá yrðu samskiptin milli embættis forseta og Stjórnarráðsins afar áhugaverð á því kjörtímabili.
Ein samstarfskona mín í vinnunni -- líkti því við alkul andrúmsloftinu er gæti verið til staðar þar á milli :)

  • En án gríns held ég að SDG geti unnið sigur við þær aðstæður sem eru til staðar.
    En einnig að ef hann fer fram, þá muni kosningabaráttan og umræðan um forsetaframboðin snúast mjög um hans framboð -- hans framboð yrði langsamlega mest umrætt.
    Sem væri sjálfkrafa gríðarleg auglýsing fyrir hans framboð - þannig að hann þyrfti nánast ekkert að hafa fyrir því, að koma sjónarmiðum sínum á framfæri.

Það mundi þá koma í ljós hvort að það er rétt - að það sé ekki til neitt slæmt umtal, bara umtal! Sá sem sé milli tannanna á fólki, hafi alltaf forskot.

 

Kv.


Gæti orðið forvitnileg stjórnarmyndun eftir þingkosningar, en mér sýnist Píratar geti lent í vandræðum með að knýja fram sín skilyrði

Mig grunar samt sem áður miðað við umræðuna á þingi undanfarið - að líkur þess að Píratar hafi áhuga á stjórn með Sjálfstæðisflokki, séu litlar.
Þó svo að nýjasta Gallup könnunin á Íslandi - sýni að ef það væri niðurstaða kosninga, þá stæðu Píratar hugsanlega með pálmann í höndum -- með möguleika á tveim 2-ja flokka stjórnum.

Sjálfstæðisflokkurinn stóreykur fylgi sitt

Framsókn fengi 4 þingsæti, tapaði 15

 

Ef maður fer aðeins yfir könnunina:

  1. Píratar.................29,3%.....19 þingmenn.
  2. Sjálfstæðisflokkur......26,7%.....18 þingmenn.
  3. Vinstri Grænir..........19,8%.....13 þingmenn.
  4. Samfylking...............9%........6 þingmenn.
  5. Framsóknarflokkur........6,9%......4 þingmenn.
  6. Björt Framtíð............5%........3 þingmenn.

Skv. þessu hafa Píratar og VG 32 þingmenn, og Píratar og Sjálfs.fl. 37 þingmenn.

 

Vegna þess að ég á von á því að einungis VG komi til greina sem samstarfsflokkur, þá hefur sú útkoma að VG virðist nú við 20% -- mikilvægar afleiðingar!

Þetta þíðir að samningsstaða Pírata er allt í einu -- miklu mun veikari en þeir hafa haldið undanfarið.
En þeir hafa verið að varpa fram allskonar skilyrðum -- sbr. stutt kjörtímabil, mjög fá málefni.
Það hefur mátt heyra á þeim, að þeir vilji ekki nema mjög einfaldan stjórnarsáttmála um mjög takmörkuð málefni.

  • Ég held það sé algerlega ljóst að Sjálfstæðisflokkur, mundi ekki vera til í að fylgja fram þeim málum -- sem Píratar hafa líst yfir að þurfi að hrinda í framkvæmd.
  • Eða að þeir væru til í -- stutt kjörtímabil.
  1. Það þíðir sennilega í raun og veru.
  2. Að VG situr uppi með pálmann í höndum.
  3. Og getur mikið til ráðið því hvað mun standa í stjórnarsáttmálanum.

VG - mun örugglega knýja á að fleiri málefni en þau sem Píratar hafa talað um undanfarið, verði afgreidd á nk. kjörtímabili.
Og síðan grunar mig að ef VG vinnur slíkan kosningasigur -- þá verði VG tregur í taumi um að hætta löngu fyrir lok eiginlegs kjörtímabils skv. lögum.

  • Flokkarnir geta líklega náð saman um að tillaga Stjórnlagaráðs svokallaðs, verði tekin í almenna atkvæðagreiðslu -- og síðan afgreidd "ef ég gef mér það að kjósendur samþykki þá tillögu."
  • En mjög sennilega mundi VG ekki vilja -- að þá yrði strax kosið, heldur mun fleiri mál afgreidd - flokkarnir starfi saman áfram.

 

Spurningin er þá -- hvað gerist með slíkt stjórnarsamstarf eftir því sem á líður?

Samfylkingu leið ekki vel með VG á sl. kjörtímabili -- ég held að margir eigi enn að muna upphlaupin sem voru fjölmörg.
En ég er ekkert viss að VG - - mundi hafa einleik um upphlaup og rifrildi.
En augljóst -- er engin leið að vita í dag hverjir munu vera á þingi fyrir Pírata.

Þ.e. vel hugsanlegt að það mundi enda sem -- afar ósamstæður hópur.
Einstaklingar með jafnvel afar ólíkar skoðanir -- þó þeir væru ef til vill sammála um þau fáu atriði sem Píratar hafa gefið upp að skuli afgreidd á nk. þingi.

  1. Ég held að það væri augljós hætta að þessir flokkar mundu efla það versta í fari hvors um sig.
  2. Þá meina ég - hugmyndir átt til öfgakenndra breytinga.

VG -- eins og þekkt er, er ákaflega skatta-glaður flokkur.
Ef það fer saman að innan raða Pírata verða margir þingmenn, sem vilja auka mjög á auðlinda skattlagningu -- þá gæti orðið mjög mikil aukning á skattlagningu á starfandi fyrirtæki í landinu.Ekki endilega bara innan sjávarútvegs -- en margir vilja auka mjög skattlagningu á ferðamennsku.

  • Það gæti orðið forvitnilegt að sjá -- hvaða áhrif það hefði á afkomu fyrirtækja í þeim greinum.

En samdráttur í báðum greinum samtímis.
Gæti skapað nokkuð hressilegan lífskjarasamdrátt.

 

Niðurstaða

Í augum einhverra er sjálfsagt samstjórn Pírata og Vinstri Grænna - hugmynd að helvíti. En þetta er það stjórnarmynstur sem mig er farið sterklega að gruna að liggi fyrir sem það sennilegasta á nk. kjörtímabili.


Kv.


Draumórakennd sýn stjörnufræðinga, vísindamanna og ofsa auðugs einstaklings - að senda örlitla geimkanna til Alpha Centauri

Það sem vekur áhuga á þessu - er hverjir tengjast þessari hugmynd, sem á að hafa 100 milljón Dollara fjármögnun, til að hanna "prove of concept." Þ.e. Stephen Hawking - hinn heimsþekkta stjörnufræðing, og Mark Zuckerberg - stofnanda FaceBook, ásamt rússneska milljarðamæringnum -- Yuri Milner.

A Visionary Project Aims for Alpha Centauri, a Star 4.37 Light-Years Away

Billionaire Yuri Milner bids another $100 million to explore the cosmos

Nanocraft to launch tiny trek to the stars

Það er í sjálfu sér ekkert rangt við þá grunnhugmynd.
Að nota sólar-segl til þess að knýja örlitla geymkanna.
Og beita öflugum laser til þess - að gefa meiri orku í seglið en Sólin getur veitt.

Eigum við ekki að segja - að það sé mjög vafasamt að kannar á stærð við -farsíma- geti lifað af 20-ára langa ferð til Alpha Centauri á 20% af ljóshraða.
Vegalengd upp á 4,37 ljósár -- þó að geymryk hafi ekki mikla þéttni, þá mundi árekstur við eitt slíkt á stærð við rykkorn vera yfrið nóg á slíkum hraða, til að eyðileggja kannann.
Hann þyrfti líklega að hafa -- skjöld úr sterku efni, þá auðvitað er heildar dæmið töluvert stærra og massameira en farsími.
Síðan er það spurning um það, hvernig kanni á stærð við farsíma á að geta sent ljósmyndir til baka til Jarðar -- alla þessa leið? En það má leiða að líkum, að þá þurfi sendirinn að vera verulega mikið öflugari en farsímasendir og því þurfa miklu meiri orku og mjög sennilega að auki verulega meira umfang.

 

Ég mundi fókusa á miklu metnaðarminni hugmynd - þ.e. að senda örlitla geymkanna til að kanna staði innan Sólkerfisins!

En þ.e. fullt af ókönnuðum stöðum enn þann dag í dag, sérstaklega þeim af smærri gerðinni t.d. í smástyrnabeltinu, en einnig þeim sem eru utarlega í Sólkerfinu - sérstaklega utan við braut Plútó.

  1. Það gæti verið mjög hentug aðferð, að beita -- sólarsegli.
  2. Og öflugum laser!

En tæknilega þarfnast sú aðferð - einskis eldsneytis.
Ég mundi hafa laserinn frekar á uppi í geymnum, knúinn af sólarhlöðum eða þá að beita þeirri aðferð að safna sólarljósi með geymspeglum og fókusa það síðan.

  1. Kosturinn við þá aðferð er sú.
  2. Að þ.e. unnt að byrja smátt - en síðan bæta stöðugt við annaðhvort speglum eða sólarhlöðum, og þannig auka smám saman orkuna í kerfinu og því kraftinn.
  3. Það væri unnt að fókusa fyrst í stað á könnun smástyrnabeltisins sem þarfnast ekki nærri eins mikillar orku, og að senda kanna -- lengra í burtu. En það væri gagnlegt til undirbúnings þess, að hefja námurekstur í smástyrnabeltinu.
  4. Þá getur fyrsta útgáfa kerfisins, farið tiltölulega fljótlega -- að borga kostnaðinn til baka --> Sem skapar forsendu þá þess að halda áfram að auka við laser kerfið, þ.e. auka kraftinn í því - en námurekstur sá ætti að geta skapað forsendur þess því hann hefur möguleika til að skila tekjum.
  5. En ég er þeirrar skoðunar, að uppbygging mannsins í geymnum verði að fylgja útvíkkun hagkerfis mannsins út í geyminn sjálfan -- en e-h þarf að borga fyrir uppbyggingu þess umfangs mikla kerfis, sem á endanum hefði næga orku til að senda geymkanna til Alpha Centauri.

En slík stækkun - skref fyrir skref, eftir því sem efnahagsleg umsvif manna mundu aukast.
Gæti tekið áratugi að skila kerfi er hefði þá orku sem til þyrfti.
En ég sé enga ástæðu fyrir því, að slík skref fyrir skref nálgun, mundi ekki gera það fyrir rest.

Og auðvitað samhliða þeirri þróun - mundi tæknin í smíði geymkanna fleygja fram.
Og hver veit -- eftir 2050 gæti verið hægt að smíða geymkanna sem væri tæknilega mögulegt að gætu haft það af alla leið til Alpha Centauri.

 

Niðurstaða

Ég er alveg viss að mannkyn mun á þessari öld senda róbótísk för til annarra sólkerfa. Ferðin síðan tekur áratugi -- þannig að öll mundu ekki ná á leiðarenda áður en öldin væri á enda.
Og vænleg leið til þess virðist mér að byggja upp smám saman öflugt kerfi lasera sem staðsettir væru í geymnum, þeir þyrftu ekki allir að vera á braut við Jörð. Tæknilega unnt að hafa einn á braut við Mars -- t.d. ekki síður en nærri Jörð. Og þannig senda för fram og aftur án eldsneytis-notkunar.

Þ.s. ég sé við slíkt kerfi - er einmitt sá mikli langtíma sparnaður að sleppa eldsneytisnotkun til ferða innan Sólkerfisins, alfarið.

Í fjarlægri framtíð - gæti slíkt laserkerfi náð að verða svo öflugt, að unnt væri að senda með því - mönnuð för til Alpha Centauri og víðar. Ef maður gerir ráð fyrir því að það alltaf haldi áfram að stækka, ár frá ári - áratug frá áratug.


Kv.


Mér virðist fátt benda til þess að ríkisstjórnin verði hrakin frá fyrir haustið

Samkvæmt fréttum virðist hafa fækkað mjög í mótmælum á Austurvelli - :Fámennustu mótmælin til þessa. En forsenda þess að ríkisstjórnin væri hrakin frá skv. kröfunni um -kosningar strax- var að sjálfsögðu sú, að mótmælin héldust fjölmenn og að mótmælendur hefðu þrautseigju til að viðhalda því fjölmenni nægilega lengi.

  1. Ef sú stemming sem myndaðist í þjóðfélaginu í sl. viku - endist ekki.
  2. Þá verður það einnig erfitt fyrir stjórnarandstöðu - að viðhalda málþófi.

Höfum í huga að þegar leitast er við að hrekja ríkistjórn frá þrátt fyrir traustan meirihluta.
Þá má líkja því við að - þreyta spriklandi fisk.
Til þess þarf úthald þeirra sem vilja stjórnina frá - að vera meira en þeirra er standa henni að baki.
Til þess að fella stjórnir með slíkum hætti - gjarnan þarf taugastríð að standa yfir um töluverðan tíma.

 

Sennilega hefur ríkisstjórnin og Sigmundur Davíð nú gert nægilega mikið til þess að svæfa smám saman mótmælabylgjuna!

Skv. nýjustu fréttum, hefur SDG ákveðið að taka sér ótímabundið leyfi frá störfum á þingi: Sigmundur Davíð farinn í ótímabundið leyfi./ Ætlar að ferðast um landið og ræða við fólk.

  1. Ég er samt ekki alveg viss að snjallt sé hjá honum - að halda áfram að vekja á sér athygli, en hann segist ætla að ferðast um landið og ræða við almenning.
  2. Gæti verið betra að láta lítið fyrir sér fara í a.m.k. nokkrar vikur, kannski jafnvel - sumarlangt. Eða þangað til a.m.k. að öll mótmæli hafa dáið út - mál með kyrrjum kjörum.

Skv. fréttum hafa 3-þingmenn Framsóknarflokksins óskað þess að SDG dragi sig í hlé: Þingmenn vilja lítið tjá sig um skoðun Karls.

  • Ég held að það væri rétt ákvörðun hjá SDG -- að hætta þingmennsku!

Hann getur síðan komið aftur, eftir að kosið hefur verið að nýju.
Endurnýjað umboð kjósenda m.ö.o.

  1. Fátt bendir til þess að SDG hafi gert e-h ólöglegt, eða misnotað aðstöðu sína sér til hagsbótar.
  2. Heldur sé um að ræða ákveðin dómgreindarbrest, að hafa ekki áttað sig á því hversu eitrað það væri pólitískt að hans fjölskylda væri eigandi að fé varðveitt í skattaskjóli.
    Síðan virtist hann segja ósatt í viðtali við erlendan fjölmiðil.
  3. Þetta flokkast undir -pólitíska ábyrgð- þ.s. eftir allt saman líklega gerði hann ekkert ólöglegt.

Þess vegna auðvitað - getur hann snúið aftur.

Eins og fram kom í sl. viku - ætlar ríkisstjórnin að kjósa einhverntíma væntanlega nk. haust, eða eins og sagt er -- kjörtímabil stytt um eitt þing.
Sem væntanlega þíðir að eftir að Alþingi fer í frý nk. sumar - kemur það ekki aftur saman fyrr en eftir kosningar.

Það hefur þó verið látið í veðri vaka, að það geti verið að þau þingslit geti dregist á langinn, ef málþóf viðhelst.

  1. En líklega getur stjórnarandstaðan ekki viðhaldið málþófi, ef mótmæli deyja niður.
  2. Því ef stemmingin að hrekja stjórnina frá - deyr niður. Gæti málþófið algerlega snúist í höndunum á þeim - og farið að skapa óánægju í samfélaginu.

En ríkisstjórnin -- vinnur taugastríðið með því að virðast, sanngjörn.
Og með því að -- virðast taka tillit til óánægju radda.

Ríkisstjórnir hvers tíma geta aldrei gert alla ánægða.
Heldur snýst þetta um - að óánægjan verði ekki of útbreidd.

Ef þegar ríkisstjórnin virðist sanngjörn - og koma til móts við eðlilegar kröfur.
Þá þurfa stjórnarandstæðingar að gæta þess að fá ekki á sig -- þann stimpil að vera ósanngjarnir og ósveigjanlegir.

 

Niðurstaða

Mér virðist ríkisstjórnin sennilega þegar búin að vinna sigur í taugastríðinu við stjórnarandstöðuna og þá sem vildu koma henni frá.
Fyrirfram að sjálfsögðu var það ekki ljóst.



Kv.


Stríðið við það að aftur fara í fullan gang í Sýrlandi

Áhugaverð orð komu fram í rússneskum fjölmiðlum höfð eftir forsætisráðherra Sýrlands.

""We, together with our Russian partners, are preparing for an operation to liberate Aleppo and to block all illegal armed groups which have not joined or [which have] broken the ceasefire deal," Wael Halaki said Sunday, as cited by TASS and Interfax."

"Dmitry Sablin, a member of Russia's upper house of parliament...told RIA news agency "Russian aviation will help the Syrian army's ground offensive operation"."

Syria prepares op to liberate Aleppo, Russia to assist

Syrian PM says new Aleppo attack planned; opposition says truce near collapse

Ef þetta er rétt, þá er stríðið við það að fara í fullan gang að nýju.
Og friðarumleitanir sem menn voru að vonast eftir að hæfust fyrir alvöru - við það að fara fullkomlega í vaskinn.

Eins og ég benti á sl. föstudag <--> Þá getur verið í býgerð bandalag Ísraels og Tyrklands!

Stefnir í bandalag Tyrklands og Ísraels?

  1. Tímasetning viðræðna Tyrkja og Ísraela -- er þá virkilega fín, ef úr í þ.e. farið, ef stríðið er við það að aftur fara í fullan gang.
  2. En eftir að hafa fylgst með Mið-austurlöndum í a.m.k. 25 ár, þá tel ég mig þekkja sögu átaka þar nokkuð vel - betur en a.m.k. margir. Og því fær um að lesa sæmilega í sennilega rás atburða.
  3. Og mér virðist líklegt --- að Ísraelar sjái rás atburða innan Sýrlands. Sem mjög mikla ógn við Ísrael.
  4. Og það sama eigi við að Tyrkir líti svipað á Sýrland - að þróunin þar sé vaxandi ógn við Tyrkland.

 

Ef átökin hefjast aftur af fullum þunga innan Sýrlands -- þá tel ég augljóst að hættan á því að þetta þróist í að verða "svæðis-stríð" eða "regional war" sé mjög mikil!

Það sem menn þurfa að taka eftir --- eru vaxandi áhrif Hezbollah.
En þ.e. án vafa - lykilógn í augum Ísraela.

  1. En síðan 2013, hafa áhrif Hezbollah innan Sýrlands farið hratt vaxandi.
  2. Virðist stefna í nærri sömu stöðu Hezbollah innan Sýrlands, og þau samtök hafa innan Lýbanon -- þ.e. ríki í ríkinu staða, og með eigin herafla.
  3. Mjög sennilega er Hezbollah þegar a.m.k. svipað sterkt hernaðarlega og herafli hers Assad stjórnarinnar -- Hezbollah virðist ráða nær alfarið svæðum nærri landamærum við Lýbanon og hefur verið að hreinsa Súnní Múslima þaðan, gera þau svæði alfarið Shia svæði.
  4. Síðan í allri átakasyrpunni síðan Rússar hófu loftárásir í Sýrlandi -- þá hafa sveitir Hezbollah barist með sveitum Assad stjórnarinnar - þannig að unnir hernaðarsigrar virðast hafa a.m.k. ekki síður hafa verið sigrar Hezbollah.
    Að sjálfsögðu þíða þá þeir sigrar -- það samtímis, að styrkur Hezbollah og þar með áhrif, vaxa enn.

Það getur því orðið gríðarlega forvitnilegt að fylgjast með her Ísraels.
Alls ekki síður en með - her Tyrklands.

  • En mér dettur ekki í hug að Ísrael ráðist inn fyrir landamæri Sýrlands.
  • En Ísraels her gæti ráðist inn í Lýbanon -- til þess að þannig beita sveitir Hezbollah þrýstingi --> Neyða Hezbollah að færa lið frá Sýrlandi til Lýbanons.
  • Um svipað leiti - gæti Tyrkland + Saudi Arabía og ásamt flóa Aröbum --- aukið mjög hernaðaraðstoð við sveitir svokallaðra, uppreisnarmanna.

Síðan að auki -- væri bein hernaðar íhlutun möguleiki.

 

Síðan segir Reuters frá því, að uppreisnarmenn séu í framrás sunnan við Aleppo - væntanlega "grunar mig" til að styrkja sína víglínu í undirbúningi fyrir að verjast væntanlegri árás!

Aleppo er ekki umkringd - eins og ranglega hefur af sumum verið haldið fram.
Þ.s. sókn stjórnarhers og Hezbollah í vetur náði fram, var að loka á flutningaleiðir uppreisnarmanna til Tyrklands.
En uppreisnarmenn ráða enn svæðum vestan megin við Aleppo, og hafa því tengingar við borgina þeim megin frá.

 

Niðurstaða

Ég hef sagt það síðan Pútín hóf afskipti af átökum innan Sýrlands - að líklegasta útkoma þeirrar innkomu - væri; að auka líkur á því að þau átök breiðist frekar út.
En það sem margir kjósa að leiða hjá sér -- með því að smætta átökin niður í átök Assad stjórnarinnar við "hryðjuverkaöfl" --> Er að átökin síðan 2013 a.m.k. markast af stærri átakalínum innan Mið-austurlanda, þ.e. átök Írana við nokkur mikilvæg ríki Araba.
Þau átök snúist um það klassíska <--> Völd og áhrifasvæði.

  • Eins og margir hafa bent á, þá að mörgu leiti setti innrás Bush stjórnarinnar Mið-austurlönd á annan endann, en á sama tíma misskilja margir hvernig.

En fall Saddams Hussain - styrkti Íran gríðarlega, þ.e. Íran missti hættulegan óvin - öflugur óvinaher hvarf, og í staðinn varð Írak vinveitt ríki - stjórnarherinn þar vinveittur Íran.
Þannig að allt í einu, hafði Íran sér vinveittar stjórnir bæði í Írak og Sýrlandi, ásamt því að ráða mjög miklu í Lýbanon í gegnum bandamanna sinn - Hezbollah.

Síðan þá, hafa Saudi Arabía + Flóa Arabar sem hafa samfellt síðan Íran/íraks stríðinu 1980-1988, verið í átökum við Íran.
Leitað fanga um að -- veikja valdastöðu Írans.
Og það tækifæri virtist þeim hafa fallið þeim í hendur - er borgaraátök hófust með innanlands uppreisn innan Sýrlands, 2011.

Og Saudar og flóa Arabar voru ekki seinir að hefja víðtæk afskipti af þeim átökum.
Íran eðlilega sá þau afskipti sem ógn við Íran -- og sendi 2013 Hezbollah til Sýrlands.

  • Frá 2013 hafa því stríðsátök þróast yfir í proxy stríð milli þessara valdablokka innan Mið-austurlanda.

Innkoma Rússlands -- hefur raskað þeirri mynd.
En mig grunar að -- lönd andstæð vaxandi áhrifum Írans, séu líkleg að vera að undirbúa mótleiki.

  • Þess vegna er mjög áhugavert að Tyrkland og Ísrael virðast alveg við það að ná fullum sáttum -- og líkleg að hefja hernaðar-samvinnu herafla beggja landa að nýju.

En bæði löndin séu sennilega með þá afstöðu -- að núverandi rás atburða innan Sýrlands, sé ógn við sig. Sem þíði að orðatiltækið "enemy of my enemy is my friend" geti að fullu átt við.


Kv.


Stefnir í bandalag Tyrklands og Ísraels?

Ég geri ráð fyrir því að fólk þekki -- "enemy of my enemy is my friend" -- orðatiltækið.
En Ísrael hefur í mörg ár litið á Íran sem sinn óvin - ekki síst vegna stuðnings Írans við Hezbollah samtökin í Lýbanon sem Ísrael fjandskapast mjög við, og er sá fjandskapur gagnkvæmur.
Það sem er að gerast í seinni tíð - mað skamm eða langtíma bandalagi Rússlands og Írans, varðandi málefni Sýrlands -- er að stuðningur Rússlands hefur þau áhrif að hvort tveggja staða Írans og staða Hezbollah styrkist frekar!

  • Þá kemur þetta gamla orðatiltæki til sögunnar <--> En ég held að slík hugsun sé sennilega nú að baki sáttum sem eru að verða milli Ísraels og Tyrklands; sem líklega leiðir til þess að þessi lönd taka upp sína fyrri - hernaðarsamvinnu.
  • Að auki, þá hefur Ísrael lengi vantað kaupanda fyrir gas frá svokallaðri "Leviathan" gaslynd, undan strönd Ísraels -- sem fram að þessu hefur ekki verið þróuð því hún er alltof stór fyrir Ísrael; magnið af gasi þar krefst stórs erlends kaupanda.
    *Þá kemur Tyrkland til sögunnar, Tyrkir sjá þá fram á að geta kúplað Rússlandi burt sem seljenda á gasi - Ísrael þá kemur í staðinn.

Israel and Turkey close to restoring ties

http://www.iiss.org/~/media/Images/Publications/Strategic%20Comments/Eastern-Mediterranean-gas-fields-630x385.gif

Ég sé fyrir mér hugsanlegt bandalag - Tyrklands, Saudi Arabíu, Flóa Araba + Ísraels - gegn Rússlandi, Íran og Sýrlandi

Ég skal ekki segja að það sé alveg öruggt -- a.m.k. er það öruggt að Tyrkland og Ísrael planleggja umfangsmikil viðskipti á náttúrulegu gasi.
Og að á sama tíma þá stendur til að endurreisa fyrri hernaðar-samvinnu.

Á hinn bóginn efa ég stórfellt að efling Írans og Hezbollah - og innkoma Rússlands inn í málefni Sýrlands; sé þessum sáttum Tyrklands og Írans óviðkomandi.

Ísrael hefur þegar haft um einhverja hríð - takmarkaða samvinnu við Saudi Arabíu og flóa Araba - á sviði barátta leyniþjónusta landanna við flugumenn Írana og Hezbollah; en enga svo vitað sé til - beina hernaðarsamvinnu.

Það hafa verið vaxandi skeytasendingar og tíðar opinberar heimsóknir milli Saudi Arabíu og Tyrklands sl. 6-12 mánuði. Og umræða um hugsanlegar sameiginlegar aðgerðir.

  • Þarna virðist blasa við -- ákveðið "synergy".
    Það er, að aðilarnir séu sammála a.m.k. um nokkur mikilvæg atriði.

Ísrael hefur áður skipt sér af borgaraátökum í Mið-austurlöndum, sbr. löng afskipti Ísraels af borgaraátökum innan Lýbanons á 9. áratugnum.
Mér virðist blasa við sá möguleiki -- að allir þessi aðilar geti orðið sammála um, að vaxandi áhrif Írans og Hezbollah - og aðstoð Rússa við Írana og Hezbollah, sé það vaxandi ógn fyrir sameiginlega hagsmuni þessara landa.
Að það kalli á raunverulega samvinnu þeirra!

  1. Hvað það mundi þíða síðar meir -- skal ég ekki fullyrða.
  2. En ef ísraelskur her kemur inn í myndina -- þá auðvitað breytist hernaðarstaðan verulega, þegar Tyrkir og Saudar eru að velta fyrir sér --> Hver þeirra næsti leikur skal vera.

En Ísrael gæti alveg ráðist fram gegn Hezbollah frá sinni hlið!
Á sama tíma og Saudi Arabía + Tyrkland hæfu aðgerðir úr hinni áttinni.

  • Hezbollah yrði þá að draga lið sitt að verulegu leiti til baka frá Sýrlandi, til að verjast ásælni Ísraela.
  • Sem gæfi Tyrkjum tækifæri - þegar staða Assads og Írans innan Sýrlands þannig veiktist, til að senda uppreisnarmönnum meira af vopnum - jafnvel að það geti komið til greina að bæði löndin sendi einhverjar liðssveitir til svæða innan Sýrlands, sem ekki eru undir stjórn Sýrlandshers eða Hezbollah.

Slíkar aðgerðir þó væntanlega bíða eftir því að núverandi tilraunir til samninga innan Sýrlands - fari út um þúfur.

 

Niðurstaða

Ísrael hefur ekki enn sem komið er fjandskapast með beinum hætti gagnvart Pútín. Á hinn bóginn hefur Pútín algerlega skellt skollaeyrum við tilmælum Ísraela - um að Ísraelar geti haft yfirflugs rétt um lofthelgi Sýrlands þar sem Hezbollah ráði á landi.
Það getur vart annað verið en að öflugt rússn. eldflaugakerfi sé einnig Ísrael þyrnir í augum - en tæknilega kvá það kerfi geta miðað á flugvélar alla leið yfir Tel Aviv.

Dyplómatískar tilraunir Ísraels hafa algerlega mistekist -- sem getur hugsanlega leitt til þess að Ísrael íhugi í alvöru að grípa til aðgerða til að tryggja þ.s. Ísrael metur sína hagsmuni -- þ.e. ekki síst að draga úr áhrifum Hezbollah og hernaðarmætti þeirra samtaka.

Samvinna Rússlands við Íran innan Sýrlands, og augljós samvinna Rússa nú við Hezbollah -- geti verið að ýta Ísrael í átt að samvinnu við Tyrkland og Saudi Arabíu ásamt Flóa Aröbum.
Þannig að hugsanlega sé -óformlegt- bandalag á leiðinni.
Þ.e. að ólíklegt sé að það mundi verða formlega kynnt út á við.

En löndin gætu samt tekið upp nána hernaðarsamvinnu - til að stuðla að veikingu áhrifa Írans og Hezbollah innan Sýrlands. Sem mundi væntanlega einnig kalla á það - að löndin mundu beita sé gegn núverandi bandalagi Írans við Rússland.

 

Kv.


Pútín virðist halda því fram að leki kenndur við Panama skjöl, sem beinir sjónum að 2ma.dollara leynireikningi í eigu náins vins hans, sé runnið undan rifjum CIA

Rétt að nefna -- að töluverður hópur háttsettra einstaklinga víða um heim hafa verið flæktir í það net sem tengist lögfræðifyrirtæki í Panama sem heitir, Mossack Fonseca.

"Among those named were President Mauricio Macri of Argentina; President Petro O. Poroshenko of Ukraine; Mr. Gunnlaugsson, then the prime minister of Iceland; Prime Minister Nawaz Sharif of Pakistan; King Salman of Saudi Arabia; the former emir of Qatar, Hamad bin Khalifa al-Thani, and its former prime minister, Hamad bin Jassim bin Jaber al-Thani..."

Það allra nýjasta í þessu, er að forsætisráðherra Bretlandseyja, David Cameron, hefur viðurkennt að hafa átt hluta í leynifélagi sem faðir hans á - en selt þann hlut 2010 áður en hann varð forsætisráðherra Bretlandseyja.
**Að því leiti stendur hann ívið betur en Sigmundur Davíð - að hann losaði sig alfarið við eignarhlut sinnar fjölskyldu.
--En faðir hans er enn djúpt tengdur: British PM Cameron admits he held stake in father&#39;s offshore trust.

Og það þarf vart að nefna þau áhrif á Íslandi er hafa orðið, og leitt til afsagnar SDG.

Fleira áhugavert hefur komið fram:

  1. T.d. tengjast 3-núverandi meðlimir Æðsta-ráðs Kína, leynireikningum sem reknir hafa verið í gegnum Mossack Fonseca: Panama Papers Tie More of China’s Elite to Secret Accounts.
  2. Og allir 7 meðlimir Æðsta-ráðsins, er sátu á undan - þar með fyrrum leiðtogi Kína. Eiga leynireikninga sem reknir hafa verið í gegnum Mossack Fonseca.

Þannig að samanborið við þetta - er erfitt að sjá yfir hverju Pútín hefur að kvarta.
Þar sem hans nafn -eins og hann réttilega bendir á- kemur hvergi beint við sögu í gögnum.
Þó auðvitað - að mörgum finnist merkilegt hvernig tónlystarmaður á að hafa komist yfir 2-milljarða dollara: Vladimir Putin Says Allegations in Panama Papers Are an American Plot.

  • En það kvá gera hann að auðugasta tónlystarmanni í heimi, að sögn Financial Times: Putin’s cellist friend ‘interested only in musical instruments.
  • Og það kvá vera tæknilega unnt að kaupa yfir 300-Strativaríus fiðlur fyrir þann pening, þannig að e-h hljómar það fjarstæðukennt, að vinur Pútíns hafi einungis -- stundað viðskipti með hljóðfæri.

"From left, the cellist Sergei P. Roldugin, Vladimir V. Putin and Dmitry Medvedev at the House of Music in St. Petersburg in 2009. Credit Pool photo by Dmitry Astakhov/Sputnik / Kremlin."

 

Panamaskjölin - CIA ófræingarherferð gegn Rússlandi, skv. Pútín:

Pútín: “I’m proud of people like Sergei Pavlovich,” - He spent almost all the money he earned on musical instruments abroad and brought them to Russia.

“There’s some friend of the Russian president there, he was up to something, it’s probably corrupt in some way. What way? There’s nothing there,” - “They went through those offshores. Your humble servant isn’t there, there’s nothing to say."

"But they have a task!” - "Mr Putin said of the International Consortium of Investigative Journalists, which began reporting on the leaked documents this week." - “WikiLeaks has now shown us that . . . officials and agencies of those same United States are behind this,

"Mr Roldugin “makes some money there, but it’s not billions of dollars”, Mr Putin said. “It’s nonsense, nothing of the sort.”"

Það sem Pútín vitnar í -- er Tvít sem kom frá WikiLeaks, sem síðan var hafnað af öðru Tvíti frá WikiLeaks.

  1. “US govt funded #PanamaPapers attack story on Putin via USAID,” said one on April 6, for example. “Some good journalists but no model for integrity.”
  2. “Claims that #PanamaPapers themselves are a ‘plot’ against Russia are nonsense.”

________________

Í ljósi þess - hve Panamaskjölin höggva víða.
Þá stórfellt efa ég að margir leggi trúnað í þetta -blaður- Pútíns.

En hver veit - sannfærðir vinir Pútíns á netinu m.a. á Íslandi.
Ef til vill telja sig þurfa að - styðja nýjustu línuna frá Kreml.
Þó að í þetta sinn sé það afar gegnsætt svo meir sé ekki sagt, að hún sé órökrétt fullkomlega.

  1. Tek fram að ég tel mig ekki hafa nokkra hugmynd hvort að vinur Pútíns - var að fela peninga á leynireikningum fyrir Pútín sjálfan.
  2. Ég er a.m.k. viss um eitt, að ef Pútín vill eiga til vonar vara reikninga erlendis sem leynd hvílir yfir, þá gæti hann þess að hans nafn komi hvergi beint við sögu.

Sem samt sem áður - sannar ekki neitt, af eða á.

 

Niðurstaða

Ásakanir Pútíns á hendur -Samtökum Alþjóðlegra Rannsóknarblaðamanna- um þjónkun við CIA virðist mér með allra lélegustu afsökunum sem ég hef heyrt.
Kannski meira að segja - þær allra lélegustu.

Á sama tíma þaga kínverskir fjölmiðlar fullkomlega um ásakanir gagnvart 10-fyrrum og núverandi meðlimum Æðsta-ráðs kínverska kommúnistaflokksins.
Hefur hvorki heyrst hósti né stuna.
Eins og viðbrögðin þar séu að -- þaga málið í hel.

 

Kv.


Ákvörðun Pútíns um stofnun nýrra öflugra öryggissveita innan Rússlands vekur undrun

Menn eru auðvitað að velta því fyrir sér - af hverju það sé metið af Pútín þörf fyrir endurskipulagningu öryggissveita rússneska lýðveldisins.
En það er ekki eins og að innra öryggi hafi virst vera illa sinnt.
Eða að öryggissveitir Rússlands hafi virst vera fáliðaðar, illa vopnaðar eða illa skipulagðar.

Putin creates new national guard

 

Þjóðvarðaliðið, eins og þetta væntanlega útleggst á íslensku, á að hafa milli 350-400þ. liðsmenn

  1. "Mr Putin said that the new national guard would “fight terrorism and organised crime”.
  2. "An executive order that Mr Putin signed creating the body listed its functions as protecting the public order, countering terrorism and extremism, guarding government facilities and cargo, assisting with protection of borders, and controlling arms trade."
  • There is no real reason for creating the national guard out of the interior troops and other forces unless you have a serious worry about public unrest,” - "Mark Galeotti, an expert on the Russian security services at New York University, said..."
  • "Dmitry Peskov, Mr Putin’s spokesman, said the new national guard would “of course” take part in suppressing unauthorised protests."
  • "Viktor Zolotov, who Mr Putin named as the head of the new body, ran the president’s personal security detail for 13 years and is seen as utterly loyal."
  • "The new national guard is set to take over control of the interior troops and SWAT forces from the interior ministry..."

 

Tvær hugsanlegar skýringar virðast blasa við

Önnur skýringin væri sú að Pútín sé með því að endurskipuleggja helstu innra öryggissveitir Rússlands - og færa þeir beint undir hans persónulegu stjórn, undir sérvöldum einstaklingi talinn fullkomlega persónulega hollur honum.
**Að undirbúa umtalsverða aukningu lögregluríkis innan Rússlands.
Það gæti falið í sér - aukna beina persónulega stjórn hans á landinu.
Auk þess að persónuréttindi sem enn hafa verið til staðar innan Rússlands - væru verulega skert eða jafnvel með öllu afnumin.

Hin skýringin sem vangaveltur eru um í frétt hlekkjað á að ofan, er að Pútin eigi von á versnandi öryggisástandi innan Rússlands sjálfs -- t.d. ummæli hans persónulega aðstoðarmanns eru áhugaverð, að þessar sveitir að sjálfsögðu mundu taka á "ólöglegum" mótmælum.
**En ef Pútín reiknar með því að líkur séu vaxandi á því að það sjóði upp úr innan landsins, vegna óánægju af margvíslegu tagi - t.d. með kjör, en ekki síður með gríðarlega auðssöfnun valdastéttarinnar í kringum Pútín.

Þá gæti þessi aðgerð virst rökrétt.

Þ.e. samt sérdeilis áhugavert - að Pútín virðist vera að færa kjarnann í innra öryggis eftirliti Rússlands - undir sína persónulegu stjórn.

  • Þannig, að hin skýringin - gæti jafnvel verið sú líklegri.

 

Niðurstaða

Eitt virðist þó ljóst - að með þessari umskipan á innri öryggissveitum Rússlands, vaxa persónuleg völd Pútíns, enn frekar. Með því að hafa svo öflugar öryggissveitur undir sérvöldum aðila talinn fullkomlega persónulega hollur Pútín.

Virðist a.m.k. eitt ljóst - að Pútín hefur eitthvað á prjónunum, hvort sem það væri að formfesta hans einræði, með því að afnema t.d. þingið og stjórnarskrána - og taka upp allsherjar völd.
Eða að hann telur nýja öryggisógn í farvatninu vegna þess að hann sjái teikn um það að uppsöfnun óánægju meðal rússnesk almennings sé að nálgast krítískan þröskuld - þegar útbreidd mótmæli geta óvænt blossað fram.

 

Kv.


Ólafur Ragnar skapar opnar á nýja möguleika til beitingar neitunarvalds forseta

Eins og kom fram á þriðjudag - þá tók Ólafur Ragnar Grímsson nýja sögulega ákvörðun er forseti Íslands í fyrsta sinn í lýðveldissögunni, hafnaði því að veita starfandi forsætisráðherra þingrofsbréf.

Punkturinn sem ég ætla að koma að er sá - að það eru töluvert fleiri ákvarðanir sem forseti getur mögulega beitt neitunarvaldi um.

Stjórnarskrá lýðveldisins Íslands

 

Það er auðvitað einstök ákvörðun að neita Sigmundi Davíð um þingrofsbréf!

Flest bendi til þess að SDG hafi ætlað sér að beita hótun um þingrof, sem lið í samningatækni við Sjálfstæðisflokk - og hugsanlega sem svipu á eigin þingmenn, sbr. áhugaverð orð sem koma fram í facebook færslu SDG sjálfs:

SDG - "Jafnframt fór ég yfir það með formanni Sjálfstæðisflokksins að ef þingmenn flokksins treystu sér ekki til að styðja ríkisstjórnina við að ljúka sameiginlegum verkefnum okkar myndi ég rjúfa þing og boða til kosninga hið fyrsta."

SDG virðist tvísaga í málinu - þegar hann heldur síðar fram að hann hafi ekki lagt fram formlega tillögu um þingrof fyrir forseta.
En þessa færslu lagði SDG fram skv. því sem ég hef heyrt í bílnum á leið til fundar við forseta.

Að sögn forseta: Ekki hægt að nota forsetaembættið í aflraunum - er skýrt sagt að SDG ætlaði sér að afla sér þingrofsbréfs.
Og forseti virðist hafa séð einmitt þann tilgang SDG - að nota slíkt bréf sem svipu í samningum.

Viðbrögð Bjarna Ben eru áhugaverð í samhenginu -- Segir Sigmund hafa séð tvo kosti í stöðunni

"Bjarni þakkaði forsetanum fyrir að hafa brugðist við þeim hætti sem hann gerði í hádeginu í dag." - "Bjarni sagði einnig að Sigmundur hefði verið afar skýr á því við sig að hann teldi aðeins tvo kosti í stöðunni - annaðhvort yrði yfirlýstur óskoraður stuðningur við ríkisstjórnina með hann í forystu eða boðað yrði til kosninga."

Það virðist blasa við að SDG hafi ætlað sér beitingu þingrofsbréfs til að knýja Sjálfstæðisflokkinn til þess -- að halda áfram stjórnarsamstarfinu með honum.

Forseti hafi með ákvörðun sinni -- í reynd hafnað SDG.
Og fært Sjálfstæðisflokknum mögulega -- forsætisráðuneytið.

 

 

En það eru fleiri tegundir ákvarðana sem forseti getur mögulega beitt neitunarvaldi!

  1. 15. gr. Forsetinn skipar ráðherra og veitir þeim lausn. Hann ákveður tölu þeirra og skiptir störfum með þeim.
  2. 20. gr. Forseti lýðveldisins veitir þau embætti, er lög mæla.
    Forseti getur vikið þeim frá embætti, er hann hefur veitt það.
    Forseti getur flutt embættismenn úr einu embætti í annað, enda missi þeir einskis í af embættistekjum sínum, og sé þeim veittur kostur á að kjósa um embættaskiptin eða lausn frá embætti með lögmæltum eftirlaunum eða lögmæltum ellistyrk.
  3. 21. gr. Forseti lýðveldisins gerir samninga við önnur ríki.
  4. 28. gr. Þegar brýna nauðsyn ber til, getur forsetinn gefið út bráðabirgðalög [er Alþingi er ekki að störfum].1) Ekki mega þau þó ríða í bág við stjórnarskrána. Ætíð skulu þau lögð [fyrir Alþingi þegar er það er saman komið á ný].1)

_____________________Tekið beint úr stjórnarskrá Lýðveldisins Íslands!

  • Hingað til er sú venja að stjórnmálaflokkar leggja fram lista yfir ráðherra til formlegs samþykkis forseta.
  • Og hingað til hefur forseti alltaf samþykkt slíka lista.
  1. En ég sé það vel fyrir mér t.d. að forseti leggi fram fyrirspurnir t.d. um hæfi einstakra aðila.
  2. Hann spyrjist fyrir um það - í hverju hæfi viðkomandi til að gefna viðkomandi starfi felist.
  3. Forseti gæti tekið sér umþóttunartíma til að íhuga hugsanleg svör.
  4. Og hann gæti tæknilega - hafnað einstökum nöfnum.
  5. Eða jafnvel hafnað - heilum lista. Þó það væri afar ósennileg aðgerð.
  • Hingað til er sú venja að forseti skipar þann embættismann sem ráðherra leggur fram tillögu um.
  • En það hefur gjarnan gerst að hæfi einstaklinga hefur verið umdeilt - deilt um hvort sá hæfasti sé ráðinn - jafnvel grunað að einstaklingur sé valinn vegna annarra sjónarmiða en hæfni.
  1. Það mætti vel hugsa sér það, ef það eru efasemdir um það hvort hæfasti hafi verið valinn, eða ráðning sé pólitísk frekar en fagleg.
  2. Að forseti óski eftir frekari rökstuðningi ráðherra - og taki sér umþóttunartíma.
  3. Að auki gæti forseti haft sér til ráðgjafar nefnd fagaðila til að aðstoða hann við matið.
  4. --ég sé ekkert tæknilega því til fyrirstöðu, að ef forseti mundi meta það svo að -reglur um embættisveitingu hafi verið brotnar, eða, ef forseti metur að efasemdir séu um hæfi viðkomandi, eða, ef forseti metur að annar hafi líklega verið hæfari.
  5. Að forseti -- beiti neitunarvaldi á tillögu ráðherra um veitingu viðkomandi embættis.
    __Sama gildi um aðrar ákvarðanir sbr. að flytja til embættismenn, að forseti ætti að geta tekið sig til að kanna sjálfur málið og kasta á það eigið mat með aðstoð fagaðila og síðan haft í myndinni að hafna ósk ráðherra.
    _Og einnig sama gildi um tillögu ráðherra um brottrekstur embættismanns.
  • Vanalega reglan er sú að forseti grípur ekki fram fyrir hendur á ríkisstjórn eða Alþingi, um gerð samninga við önnur ríki.
  1. Ég hugsa að það væri sennilega óheppilegt að forseti færi að skipta sér af þessum málaflokki, því það mundi skapa óvissu um það - hver fer með samninga við aðrar þjóðir.
  2. Að rétt sé að forseti eingöngu beiti neitunarvaldi um - innanlandsmál, nema í því tilviki sem heimilar að þjóðin skori á forseta sinn, þ.e. 26. gr.
  • Eina sögulega skiptið þegar forseti skrifaði ekki undir bráðabirgðalög samstundis, var þegar Vigdís Finnbogadóttir tók sér nokkurra klukkutíma umþóttunartíma á sjálfan Kvennafrýdaginn, þegar ráðherra heimtaði að hún undirritaði lög til að banna verkfall flugfreyja.
  • En ég sé í sjálfu sér ekkert athugavert við það - að forseti íhugi það hvort að framlögð bráðabirgðalög séu raunverulega nauðsynleg framkvæmd -- en þ.e. til staðar heimild um að kalla Alþingi til starfa aukalega ef brýn þörf kemur upp og það hefur verið í frýi.
  • En bráðabirgðalög þurfa að vera sannarlega brýn - m.ö.o. það þarf að liggja á, vera mikilvægir þjóðhagslegir hagsmunir í húfi.

Mér finnst t.d. þetta einmitt - íhugunarefni, ef ríkisstjórn vill t.d. setja bráðabirgðalög á verkfall eða verkföll.
__En mér finnst að það ætti að fara fyrir Alþingi frekar en í gegnum þessa leið.

Það sem ég er að tala um - er að útfæra embætti forseta í meira mæli sem aðhald við ríkisstjórn hvers tíma.
Beiting forseta - ætti ávalt að vera eins ópólitísk og mögulegt er, þ.e. snúast um fagleg sjónarmið.En aukið aðhald af t.d. veitingum embætta - gæti verið raunverulega gagnlegur hlutur.

 

Niðurstaða

Punkturinn er auðvitað sá að stjórnarskráin veitir í raun og veru forseta mjög mikið svigrúm til að þróa embættið frekar.
Ég er alls alls ekki að leggja til það að skipt verði yfir í forsetaræði.
En það viðbótar aðhald að ríkisstjórnum hvers tíma sem ég bendi á - væri í engu bein ógn við þingræðisreglu.
Það tekur ekki völdin af Alþingi - ekki heldur af ríkisstjórn.
Einungs setur þrýsting á stjórnvöld eða ráðandi þingmeirihluta um að - rökstyðja betur tilteknar ákvarðanir, vanda þær frekar og ekki síst á það við um beitingu valds forseta er snýr að embættisveitingum.

 

Kv.


Fjölmenn mótmæli á Austurvelli voru bersýnilega öflug skilaboð til ríkisstjórnarinnar, en þ.e. samt alveg hugsanlegt að SDG haldi standi þetta allt af sér!

Ef sá hluti almennings sem vill knýja Sigmund Davíð til afsagnar - ætlar sér að halda mótmælum til streitu. Þá er ljóst að mótmæli mánudagsins - voru öflug byrjun!


Eins og sjá má á myndbandi - þá voru mótmælin á Austurvelli fjölmenn!

En þrátt fyrir þetta - þá er ekkert loku fyrir skotið að Sigmundur Davíð standi þetta af sér!
Miðað við viðtal sem tekið var við hann - er hann ekkert á þeim buxum að hætta: Viðtalið við Sigmund í heild sinni.

"SDG: Að sjálfsögðu er líklega enginn, nema jú líklega konan mín, sem hefði óskað þess jafnheitt að þetta fyrirkomulag hefði ekki verið sett upp þegar hún eignaðist þessa peninga og leitaði til bankans. Þetta er eitthvað sem maður velti ekkert fyrir sér lengi vel. Þetta var bara þetta fyrirkomulag á því hvernig bankinn hélt utan um peningana. Og ég held að það sé mjög æskilegt, mjög gott, að menn skuli vera búnir að breyta starfsháttum í fjármálafyrirtækjum, hvað svona hluti varðar. Því að þetta var náttúrlega, eins og er að koma mjög glögglega í ljós núna, gríðarlega umfangsmikið og algengt og jafnvel bara viðtekin venja þegar fólk sem átti umtalsverða peninga var annars vegar."

Mér finnst þetta skopleg nálgun - en hafandi í huga að félagið Vintris lýsti kröfum í þrotabú bankanna 2010 - í dag er 2016.
Hefur verið yfrið nægur tími fyrir hjónin eða eiginkonuna - að færa féð úr vörslu í Tortola, yfir t.d. í vörslu í London eða NewYork.
Mér finnst merkilegt ef það komi SDG á óvart, að þetta mál hafi verið -- hugsanlegt sprengiefni.

Lágmarks skynsemi hefði átt að segja honum, að það væri nauðsynlegt að færa þetta fé úr skattaskjólinu - í vörslu utan skattaskjóls.
Hann getur ekki með sanngirni haldið því fram - að þau hjón hafi í millitíðinni ekki haft tök á þessu.

Í besta falli --> Mjög merkileg yfirsjón!

  • Eins og kemur fram í viðtalinu, hefur hann ekki íhugað afsögn - talar um að láta á það reyna í kosningum nk. vor, hver afstaða kjósenda verður.

 

Eins og menn ættu að muna, þá tók mánuði að fá fram afsögn ríkisstjórnar Geira og Sollu

Í því felst væntanlega helsta von forsætisráðherra að sitja áfram - að láta reyna á þrautsteigju mótmælenda, þ.e. hvort mótmælin haldast fjölmenn - viku eftir viku.
Það er líka spurning, hvort að mótmælendur - færa sig með einhverjum hætti upp á skaftið, t.d. hvort þeir stöðva alla umferð í gegnum miðbæ Reykjavíkur, haldi henni stöðvaðri.
En þannig fóru mótmælendur í Kíev fram!

  1. Spurning hvernig forsætisráðherra, fer að sér að verja sig gegn áskorunum meðal stjórnarliða - þar með frá eigin flokki, um að hætta? Framsóknarmenn vilja að Sigmundur segi af sér.
    En punkturinn er sá, að ef mótmælin viðhalda krafti sínum.
    Má reikna með stigvaxandi þrýstingi á SDG innan stjórnarflokkanna sjálfra.
  2. Einn möguleiki sem SDG hefur -- er að hóta þingrofi.
    En skv. ísl. stjórnskipan, er það forsætisráðherra sem hefur þingrofsréttinn, hann einn.
    Þetta sást m.a. í frægu þingrofsmáli er forsætisráðherra Framsóknarfl. meira að segja, rauf þing í andstöðu við meirihluta Alþingis - óskaði eftir forsetabréfi um þingrof.
    Hafandi í huga - að a.m.k. helmingur þingliðs stjórnarflokka sér fram á að missa starfið ef þ.e. kosið strax - en getur haldið því a.m.k. eitt ár enn, kannski.
    Þá er þetta hugsanlega öflug hótun.

Hættan sem stjórnarflokkarnir standa fyrir - er auðvitað sú að mótmælin haldi áfram, og ekki bara í nokkra daga - heldur vikur, jafnvel mánuði.
Þetta auðvitað eytrar andrúmsloftið í samfélaginu.
Og eyðileggur fyrir stjórninni - sem áfram þarf að koma málum fram á Alþingi.
En líklega við þær tilteknu aðstæður er mjög hindruð í því af væntanlega mótmælum stjórnarandstæðinga á þinginu sjálfu - sem má fastlega reikna með, ef mótmæli almennings eru reglulegur atburður dag hvern fyrir framann þinghúsið.
Þá hafa stjórnarandstæðingar -- ekkert upp úr því, að sýna liðleik gagnvart stjórninni.
Þvert á móti -- allan hag af því, að þvælast sem mest fyrir.

  1. Stjórninni gæti verið gert mjög erfitt með að starfa.
  2. Auk þess, að skipulagt málþóf væntanlega mundi tefja alla þingafgreiðslu - hindra afgreiðslu mála.
  • Það sé þar af leiðandi enginn vafi um -- að stjórninni og stjórnarflokkunum, er það fyrir bestu að úr því sem komið er, að SDG taki pokann sinn.
  • Væntanlega þíðir það að hann hætti sem ráðherra og formaður í senn, en ekki endilega sem þingmaður - en kannski það einnig. Honum gæti reynst erfitt að sitja á þingi.

 

 

Niðurstaða
Þó að það sé hugsanlegt að Sigmundur Davíð standi af sér storminn - þá ef svo fer væri ríkisstjórnin og stjórnarflokkarnir mjög löskuð eftir. Og líklega lítt fær þrátt fyrir þingmeirihluta að koma málum áfram - vegna líklegs stöðugs málþófs.
En miðað við líklega stöðu stjórnarinnar - má reikna með því, að stjórnarandstæðingar græði á því gagnvart kjósendum - að viðhalda málþófi, allt til loka kjörtímabils - ef því er að skipta.
En ef mótmæli smám saman fjara út - og ef samstaða stjórnarliðs rofnar ekki.
Þá er það samt hugsanleg útkoma.

Það sé þó ljóst eins og mál eru nú komin, að fyrir eigin flokk og fyrir ríkisstjórnina, væri betra að Sigmundur Davíð hætti -- því fyrr því betra.
En skaðinn verður því meiri fyrir ríkisstjórnina og stjórnarflokkana -- því lengur sem það dregst að hann hætti.

  • Það sé því rétt að ég skori formlega á Sigmund Davíð að hætta samtímis sem formaður Framsóknarflokksins, og sem forsætisráðherra og ráðherra.

 

Kv.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.4.): 29
  • Sl. sólarhring: 223
  • Sl. viku: 848
  • Frá upphafi: 846604

Annað

  • Innlit í dag: 24
  • Innlit sl. viku: 784
  • Gestir í dag: 24
  • IP-tölur í dag: 24

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband