Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2016
3.4.2016 | 02:00
Trump með sín harkalegustu ummæli gegn NATO hingað til
Þetta var á kosningafundi á laugardag - Racine, Wisconsin.
"The billionaire businessman told a campaign rally in Racine, Wisconsin that allies in the North Atlantic Treaty Organization "are not paying their fair share" and called the 28-nation alliance "obsolete.""
""Either they pay up, including for past deficiencies, or they have to get out. And if it breaks up NATO, it breaks up NATO," Trump said."
Þarna talar hann eins og honum sé slétt sama - hvort NATO lifir eða deyr.
Hann virðist -- smætta málið niður í að snúast bara um peninga.
Trump bashes U.S.-Saudi Arabia relations, slams NATO allies
Trump gæti endurreist - Járntjaldið á einu kjörtímabili
Þegar ESB aðildarlönd gengu í gegnum sína kreppu á árunum eftir 2007 - ca. til 2013.
Þá varð gríðarlegur niðurskurður í hermálum í aðildarríkjum ESB.
Sá niðurskurður hefur auðvitað leitt til þess - að varnargeta aðildarlanda ESB gagnvart Rússlandi, hefur aldrei verið veikari!
"Of the German Bundeswehrs 31 Tiger helicopters, for example, only 10 are usable and just 280 of its 406 Marder armoured infantry vehicles."
Þetta kom fram í skýrslu þýskra stjv. á stöðu hersins fyrir örfáum árum, að meir en helmingur nýlegra tækja yfir línuna eru ónothæf vegna skorts á viðhaldi.
"One of Natos set piece military exercises in Europe last year, Sir Richard notes, required the retrieval of tanks used for training in western Canada, because the serviceability and spares situation in the UKs fleet was so dire."
Úr nýrri skýrslu NATO um stöðu herja aðildarlanda.
Þ.e. líka gríðarlegur munur á stærð hernaðaræfinga rússneska hersins - og sameiginlegum æfingum evrópskra NATO herja -- sem sýnir mikinn mun á getu!
- "Last years centrepiece for Nato, dubbed Noble Jump the alliances largest war game in years involved a core of 5,000 men, with 10,000 involved in affiliated exercises elsewhere and 300 or so tanks."
- "Russias centre 2015 drill in September mobilised 95,000 troops and 7,000 tanks and artillery."
- Það verður að íhuga ummæli Trumps í þessu samhengi.
- En þ.e. afar einfalt -- að Evrópa getur ekki varist hugsanlegri hernaðarárás frá Rússlandi.
--Ekki hjálparlaust þ.e. að segja.--
En ég einfaldlega sé ekki að V-Evrópu löndin í NATO -- geti varið A-Evrópulönd, ef Pútín sannfærðist um það - að vilji Bandaríkjanna fyrir því að verja A-Evrópulönd.
Væri ekki lengur til staðar!
- Ef maður ímyndar sér að Trump verði forseti!
______________
Ég er ekkert að grínast með þetta!
Að Trump gæti endurreist Járntjaldið á einu kjörtímabili sem forseti.
Þ.e. ef hann gefur NATO upp á bátinn, þegar fljótlega í ljós kemur að Evrópulöndin í NATO, eru ekki fær um að taka að sér það -- stórfellt stækkaða hlutverk innan NATO.
Sem hann gerir kröfu um.
Ég sé þá fyrir mér að Pútín mundi á skömmum tíma - láta á það reyna, hver raunverulegur varnarvilji Bandaríkjanna gagnvart A-Evrópu væri.
Um leið og líkur þess virtust vera fyrir hendi, að varnarvilji ríkjandi stjórnar í Washington væri ekki lengur til staðar.
- M.ö.o. að Pútín mundi endurtaka leikinn með A-Evrópu, sem hann beitti ekki fyrir svo löngu, landið Úkraínu.
- Að leggja á -- stigvaxandi þrýsting ásamt hótunum.
Markmið að fá þau til að -- veita Rússlandi yfirumráð gagnvart þeirra helstu ákvörðunum í utanríkismálum. Og hugsanlega einnig, rússneska hernum - herstöðvar eins og árum áður.
Og ekki síst, eins og hann reyndi með Úkraínu -- að fá hana inn í efnahagsbandalag við Rússland - undir stjórn Kremlverja.
M.ö.o. að gera þau aftur að leppríkjum eins og á árum áður.
Það mundi í kjölfarið ekki líða á löngu, að ítök Rússa mundu hafa áhrif á stjórnarfar í þeim löndum!
Pútín mundi vilja - sér velviljaðar stjórnir.Og auðvtað að - utanríkisstefna þeirra þjónaði markmiðum og hagsmunum Rússlands.
Niðurstaða
Það er ekkert grín - miðað við það hvernig Trump talar. Þá hljóta helstu andstæðingalönd Bandaríkjanna að dreyma um það að hann nái kjöri.
Enda miðað við það hvernig hann talar -- gæti hann fært Pútín helsta draum Pútíns.
Þ.e. að færa til baka það hvað Pútín hefur kallað eitt helsta áfall Rússlands í árhundraða sögu þess -- þ.e. fall A-tjaldsins og síðan Sovétríkjanna sjálfra.
Mig grunar að Kínverjar séu einfaldlega með sniðuga nálgun - en um daginn kom fram gagnrýni á Trump í fjölmiðlum þar - sem auðvitað virkar öfugt í Bandaríkjamenn. M.ö.o. ef Kínverjar færu að tala jákvætt um hann, mundi það frekar skaða Trump -- öfugt ef þeir gagnrýna hann.
Pútín mundi að sjálfsögðu tala um Trump sem besta vin sinn - samtímis og hann mundi planleggja að stinga rítinginn í bakið.
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Staðsetningin er áhugaverð -- en Rauðahafið er gríðarlega fjölsótt siglingaleið, vegna Súes-skurðarins. Þannig að mjög mikið er siglt framhjá Dibútí.
Yemen er rétt fyrir Norðan - og þar geisa enn átök þar sem Saudi Arabía og flóa Arabar eru að leitast við að kremja svokallaða Hútha er enn ráða höfuðborg þess lands.
Saudi Arabía er síðan auðvitað næsta land síðan þar við, og síðan kemur Persaflói.
En fleira er áhugavert -- í sama landi hafa Bandaríkin einnig herstöð, með fókus á átök við skæru- og hryðjuverkahópa í nágrenninu.
Og Japan fyrir örfáum árum, kom einnig sinni fyrstu herstöð langt utan landsteina Japans í mjög mörg ár, einmitt fyrir í þessu litla landi - Djibútí.
China military to set up first overseas base in Horn of Africa
"So far China has said little about its own intentions in Djibouti...characterising the new base as logistical facilities for naval rest and resupply, including its contribution to anti-piracy operations."
"...the base would combine a naval jetty and fenced-off location at the same site as the capitals forthcoming Doraleh Multipurpose Port, still under construction. The new port is part-financed and part-owned by China Merchants Holding, a part state-owned company and the largest public port operator in China."
"China is also set to lend more than $1bn...for other infrastructure projects to help transform Djiboutis $1.5bn economy including a water pipeline and a new railway link with landlocked, populous Ethiopia."
Það er áhugavert - að Kína sé samtímis að fjárfesta þetta mikið í þessu litla landi, þ.e. virðist eiga stóran hlut í nýrri höfn - þ.s. flotastöðin fær skika.
Síðan er lánið frá Kína -- hressilegt að umfangi, miðað við landsframleiðslu þessa lands, þ.e. ca. 67% af þess landsframleiðslu.
Þó að flotastöðin sé ekki stór -- þá virðist Kína ætla sér umtalsverð áhrif í þessu örrýki.
- Ef maður hugsar út í það, þá er Djibútí líklega rökrétt útflutninsshöfn fyrir Eþiópíu, þannig að það getur verið mjög rökrétt framkvæmd fyrir þetta litla land, að vilja auka við járnbrauta samgöngur þarna á milli.
Þ.e. sjálfsagt ekki mikið meir um þetta að segja -- fjárhagslegu ítökin sem Kína er að afla sér þarna, segja sjálfsagt meir um hvað fyrir Kína getur vakað síðar meir -- en þessi litla flotastöð.
- En með því að fjármagna heila höfn -- þá augljóst hefur flotastöðin þar með fremur þægilega stækkunarmöguleika.
Niðurstaða
Skv. frétt virðist Kína vera að koma sér rækilega fyrir í þessu örlitla en mikilvægt staðsetta landi á horni Afríku, það sést frekar sennilega af fjármagninu sem Kína virðist vera að leggja í þetta örrýki.
En með því að fjármagna heila höfn, þ.s. flotastöðin fær afmarkaðan skika, þá hefur Kína þar með tryggt sinni flotastöð mjög þægilega framtíðar stækkunarmöguleika.
Kína sé þarna líklega að hugsa sér staðsetningu til langframa!
Og landið er einnig orðið stórskuldugt við Kína - það er einnig form ítaka.
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Stríðið í Úkraínu getur verið að þróast aftur í pattstöðu - s...
- Friedrich Merz, virðist ætla að takast að stórfellt auka hern...
- Kreppuhætta í Bandaríkjunum getur verið stærri en margir hald...
- Trump líklega græddi: 350mn.$ á Trump-Coin, á einungis 18 dögum!
- Ríkisstjórn Donalds Trumps, sbr. JD. Vance, alítur aðstreymi ...
- Úkraína og Donald Trump, virðast nærri samkomulagi um hernaða...
- Vekur undrun varðandi ákvörðun Trumps forseta um viðskiptastr...
- Trump þarf ekki að kaupa eða taka yfir Grænland til að nýta m...
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok 2025! Mér v...
- Jólakveðjur til allra, ósk um velfarnað fyrir nýja ríkisstjór...
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
-
eyglohardar
-
bjornbjarnason
-
ekg
-
bjarnihardar
-
helgasigrun
-
hlini
-
neytendatalsmadur
-
bogason
-
hallasigny
-
ludvikjuliusson
-
gvald
-
thorsteinnhelgi
-
thorgud
-
smalinn
-
addabogga
-
agnarbragi
-
annabjorghjartardottir
-
annamargretb
-
arnarholm
-
arnorbld
-
axelthor
-
arnith2
-
thjodarsalin
-
formosus
-
birgitta
-
bjarnijonsson
-
bjarnimax
-
westurfari
-
virtualdori
-
bookiceland
-
gattin
-
davpal
-
dingli
-
doggpals
-
egill
-
jari
-
einarborgari
-
einarsmaeli
-
erlaei
-
ea
-
fannarh
-
fhg
-
lillo
-
gesturgudjonsson
-
gillimann
-
bofs
-
mummij
-
kallisnae
-
gp
-
gudmbjo
-
hreinn23
-
gudrunmagnea
-
gmaria
-
topplistinn
-
skulablogg
-
gustafskulason
-
hallurmagg
-
haddi9001
-
harhar33
-
hl
-
diva73
-
himmalingur
-
hjaltisig
-
keli
-
fun
-
johanneliasson
-
jonsullenberger
-
rabelai
-
jonl
-
jonmagnusson
-
jonvalurjensson
-
thjodarskutan
-
gudspekifelagid
-
juliusbearsson
-
ksh
-
kristbjorg
-
kristinnp
-
larahanna
-
leifurbjorn
-
lifsrettur
-
wonderwoman
-
maggij
-
elvira
-
olafureliasson
-
olinathorv
-
omarragnarsson
-
ottarfelix
-
rafng
-
raksig
-
redlion
-
salvor
-
samstada-thjodar
-
fullvalda
-
fullveldi
-
logos
-
duddi9
-
sigingi
-
sjonsson
-
sigurjons
-
stjornlagathing
-
athena
-
stefanbogi
-
lehamzdr
-
summi
-
tibsen
-
vala
-
valdimarjohannesson
-
valgeirskagfjord
-
vest1
-
vignir-ari
-
vilhjalmurarnason
-
villidenni
-
thjodarheidur
-
valli57
-
tbs
-
thorgunnl
-
thorsaari
-
iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (31.3.): 10
- Sl. sólarhring: 10
- Sl. viku: 89
- Frá upphafi: 863660
Annað
- Innlit í dag: 9
- Innlit sl. viku: 85
- Gestir í dag: 8
- IP-tölur í dag: 8
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar